Færslur

Brúsastaðir

Á Brúsastöðum við Malirnar standa tvö hús, gamli Brúsastaðabærinn nærri sjónum og ofar í landinu stendur nýbýlið Brúsastaðir 2. Nú er verið að endurbyggja og stækka gamla Brúsastaðabæinn við Litlu-Langeyrarmalir.
Neðan bæjarins ganga hraundrangar í sjó fram, sem sjórinn Stifnishólarhefur brotið á síðustu áratugum. Nefnast þeir Stifnishólar og segir sagan að þar hafi verið kveðinn niður draugur um 1800. Ofan þeirra er hlaðinn garður og bátarétt skammt vestar. Brúsastaðir voru eins og hvert annað hafnfirskt grasbýli með smá túnskika í kringum bæjarhúsin, litla matjurtargarða í gjótum og vatnsbrunn í nálægri hrauntjörn. Fólkið sem byggði þessi grasbýli lifði af því sem landið og sjórinn gaf, hafði fáeinar kindur og mjólkandi kú, reri til fiskjar og vann tilfallandi störf til sjós og lands.

Stifnishólar

Stifnishólar og Brúsastaðir.

Á heimasíðu Brúsastaðaættar er sagt að nafnið tengist fuglum af ætt Brúsa, þ.e. Himbrimum og Lómum. Þessi nafnahugmynd er nýleg en til er eldri og sennilegri skýring á nafninu.
Í eina tíð stóðu margar verbúðir í landi Garðakirkju við norðanverðan Hafnarfjörð. Þegar einokunarverslunin lagðist af 1787 fjölgaði lausakaupmönnum og versluðu m.a. á Langeyri. Kaupmennirnir stóðu ekki lengi við en grasbýli tóku að byggjast þar sem kaupbúðir og verbúðir stóðu áður.

Getið er um Litlu-Langeyri í manntali 1801. Þetta kot var í eyði þegar Jón Oddsson kom þangað 1890 og tók Stifnishólar og Brúsastaðavörinað endurbyggja bæinn. Þegar hann var að grafa fyrir grunni hússins fann hann brot úr leirbrúsa og kallaði bæinn þar eftir Brúsastaði. Sigurgeir Gíslason vegaverkstjóri [sá er hafði m.a. verkstjórn á Grindavíkurveginum 1914-1918, tengdasonur Jóns Oddsonar lýsti nafngiftinni á þennan hátt fyrir Gísla Sigurðssyni lögregluþjóni og örnefnasafnara á sínum tíma. Það má ímynda sér að leirbrúsinn hafi verið frá þeirri tíð er lausakaupmenn versluðu á Langeyri seint á 18. öld, þó skýringin geti verið önnur.

Brúsastaðir

Brúsastaðir.

Oddur Jónsson og kona hans Sigríður Guðrún Eiríksdóttir sem komu frá Brynjudal í Hvalfirði tóku við Brúsastöðum af Jóni, en Eyjólfur Kristjánsson Welding og Ingveldur Jónsdóttir fluttu í Brúsastaðabæinn frá Hraunhvammi 1915. Það eru afkomendur þessara hjóna sem tilheyra Brúsastaðaættinni. Sonur þeirra Þórður Kristinn tók við búskapnum árið 1932 og eftir hans dag 1965 bjó Unnur dóttir Þórðar á Brúsastöðum ásamt Birni Kristófer Björnssyni eiginmanni sínum.
Margir, sem ganga með ströndinni neðan Brúsastaða, hafa mikla ánægju af fuglalífinu í fjöruborðinu sem og hinu hljómfagra samspili sjávar og steina.

Heimild:
-fp-2002.

Fjöruskil við Stifnishóla

 

Stifnishólar

“Þeir vóru margir saman í einu félagi, skiptu sér niður á bæi á Álftanesi og gengu ljósum loganum svo enginn hafði frið. Þeir vóru kallaðir Hverfisdraugar.

Brúsastaðir

Brúsastaðir og Stifnishólar.

Þetta var seint á 18 öld, og þá var séra Guðlaugur prestur í Görðum og hann kunni margt fyrir sér. Nú þegar bændur voru orðnir ráðalausir með þessa aðsókn þá fóru þeir til séra Guðlaugs og beiddu hann að hjálpa. “Mikið er að vita,” segir prestur, “að þið skulið ekki hafa komið fyrr; það er nú orðið of seint, þeir eru nú orðnir of magnaðir, ég get ekki sett þá niður.” Þó fór hann af stað og fékkst lengi við draugana og gat komið þeim að Stiflishólum, en lengra kom hann þeim ekki í því hvar sem hann leitaði á þar var eitthvað fyrir. Hann markaði því reit umhverfis hólana sem þeir aldrei komust út yfir og skildi svo við. Síðan eru þeir kallaðir Stiflishóladraugar, og hefur lengi verið þar reimt og einhver vandræði fyrir flesta sem fara þar fram hjá, en nú eru þeir farnir að dofna því þeir eru orðnir svo gamlir.”

Heimild:
-Jón Árnason I (1954), 254.

Stifnishóll

Stifnishóll.