Færslur

Svörtubjörg

“Einu sinni var Eiríkur í Vogsósum staddur í búð í Hafnarfirði. Hann leit út um gluggann og mælti til kaupmannsins: “Já, já, heillin góð, það eru ekki góðir gestir komnir í Selvog núna”, hleypur út síðan og á bak og ríður austur í Selvog.

Tyrkir

Tyrkir.

Í Selvogi var það til tíðinda, að tyrkneskt skip lendir þar, sem heitir Sigurðarhúsabót. Jón hét bóndi í Sigurðarhúsum (það er fyrir austan Strönd). Jón fór til fundar við hina útlendu. Þeir taka hann og afklæða, slógu hring um hann og otuðu að honum korðum sínu, en sköðuðu hann þó ekki. Nú tekur að hvessa, og fara Tyrkjar í bátinn og sleppa Jóni. Þeir róa út á Strandarsund. Þar stanga þeir um stund. Þá hefir skipið slitið upp og drífur til hafs. Bátsmenn róða síðan eftir skipinu og náðu því ekki, meðan til sást.

Jón fer í klæði sín og litast um. Hann sér þá Eirík prest vera að ganga um gólf í Strandarkirkjugarði. Jón fer þangað, og heilsast þeir. Segir Jón Eiríki hrakning sinn. Eiríkur mælti: “Þú áttir ekki að fara til þeirra, heillin góð. Þú áttir ekkert erindi til þeirra. En því drápu þeir þig ekki, að þeir mundu það ekki fyrr en þeir komu út á sund. Þá vildu sumir snúa aftur að drepa þig, og varð þaðþeim til sundurþykkju og dvalar. Um síðir réðu þeir af að halda áfram, en ekki er víst, þeir nái skipinu aftur. Farðu nú heim, heillin góð, og farðu ekki oftar á fund óþekktra útlendra”.

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.

Jón fer heim, en Eiríkur fer upp á Svörtubjörg og hleður þar vörðu og mælti svo fyrir, að meðan sú varða stæði, skyldu Tyrkjar aldrei gjöra grand í Selvogi. Þessi varða stendur enn á Svörtubjörgum, og er hún hlaðin að mynd sem lambhússgaflhlað og einhlaðin að ofanverðu úr óhentugu hleðslugrjóti. Snýr flatvegur hennar eftir bjargbrúninni og er tæpt mjög. Hún er mosavaxinn og lítur út fyrir að hafa staðið lengi, og er þar þó vindasamt, enda hafa Tyrkjar aldrei komið í Selvog síðan.”

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt á Vörðufelli.

Útsýni þaðan vestur með Svörtubjörgum og áfram með Herdísarvíkurhlíðum er ægifagurt. Vörðufell blasir við í Strandarheiðinni. Í hæðinni suðvestan undan selinu eru fallegir hellar. Eiríksvarða er sögð reist af séra Eiríki, galdramanni, í Vogsósum árið 1710. Hann lést árið 1716. Á meðan hún stendur á Selvogi að vera óhætt fyrir ránsmönnum. Varðan er fjórar steinaraðir, fallega hlaðin og stendur reisuleg fremst á björgunum.

Tillaga til alþýðlegra fornfræða – Brynjúlfur Jónsson – 1959.

Svörtubjörg

Við Stígshella í Svörtubjörgum.