Tag Archive for: Stríðsminjar

Í skýrslu um „Skráningu stríðsminja á Suðurnesjum“ eftir Eirík Hermannsson og Ragnheiði Traustadóttur frá árinu 2019 má t.d. lesa eftirfarandi um flugvöllinn á Garðaskagaflötum, miðunarstöðina á Fitjum og hverfið Howard, miðunar- eða ratsjárstöð á Langholti:

Garðaskagi

Garðaskagi – herforingjaráðskort.

„Markmið verkefnisins var skráning og mæling menningarminja sem tengjast veru varnarliðs Breta og Bandaríkjamanna á stríðsárunum á landsvæði sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.
Hvergi á landinu voru umsvif erlendra herja meiri en á Suðurnesjum. Einn af fyrstu flugvöllum breska flughersins hér á landi var á Garðskagaflötum og þar höfðu Bretar aðstöðu um nokkurt skeið. Þar reistu Bretar bragga og loftnet eða miðunarstöð strax 1940 auk loftvarnarbirgja.

Garðskagi

Stríðsminjar.

Með komu Bandaríkjamanna 1941 jukust umsvifin enn og framkvæmdir urðu meiri og stórtækari. Eins og við er að búast er því mikill fjöldi herminja á Miðnesheiði þar sem varnarliðið hafði aðstöðu frá því á árum seinni heimsstyrjaldar.
Minjar af þessu tagi eru ekki sjálfkrafa verndaðar af þjóðminjalögum þar sem þær eru ekki orðnar hundrað ára gamlar. Í lögunum er þó heimild til þess að friðlýsa yngri minjar, en um þau efni hefur hvorki skapast hefð né opinber stefna verið mörkuð. Það gefur engu að síður auga leið að ýmsar herminjar á Miðnesheiðinni eru þýðingarmikil heimild um hlutdeild Íslands í einhverjum mestu stríðsátökum mannkynssögunnar og kalda stríðinu sem á eftir kom.

Garðskagi

Hermenn í skotgröf.

Fullyrða má að varnarminjar frá stríðsárunum og fram til þessa tíma hafi alþjóðlegt minjagildi. Því er mikilvægt að fram fari nákvæm skráning á því sem er enn sjáanlegt og það mælt upp samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands um skráningu fornminja. Þær upplýsingar þarf að færa á kortagrunn deiliskipulags sveitarfélaganna og leggja mat á hvað af því er þess virði að varðveita og segja frá í máli og myndum. Ekki leikur nokkur vafi á að margir vegfarendur um t.d. Garðskaga hefðu gaman af að vita af þeirri sögu sem liggur að baki Garðskagaflata í flugsögu og varnarsögu landsins. Sú saga er flestum ókunn.
Margir núlifandi heimamenn eru fróðir um þessa staði og geta lýst þeirri starfsemi sem þarna fór fram, jafnvel þótt ummerkin séu orðin óljós. Mikilvægt er að skrá þeirra frásagnir og safna myndefni því sem til er frá stríðstímanum.

Stríðsminjar frá veru hersins

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

Á varnarsvæði Bandaríkjamanna á Miðnesheiði munu hafa verið reistir alls 2081 skálar og skemmur af ýmsum gerðum og stóðu í þyrpingum og hverfum sem til öryggis var dreift umhverfis flugvellina, sem voru tveir, þ.e. Patterson og Meeks.
Í bók Friðþórs Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, er að finna greinagóðar upplýsingar um mannvirkin ásamt yfirlitskorti yfir hverfin og nöfn þeirra. Segir þar um nöfnin á hverfunum: „Nafngift herskálahverfanna var af ýmsum toga. Bandaríkjamenn kenndu hverfi sín gjarnan við sögufræga hermenn, leiðtoga, staði eða bækistöðvar eða nefndu þau til heiðurs látnum liðsmönnum Bandaríkjahers líkt og var um nafngift flugvallanna. Voru flest skálahverfin á flugvallarsvæðinu kennd við hermenn sem fórust er þýskur kafbátur sökkti herflutningaskipi USS Henry R. Mallory í skipalest djúpt suð-suðvestur af landinu 7. febrúar 1942.“ Þau svæði sem voru til sérstakrar skoðunar hjá skýrsluhöfundum eru öll á útnesinu utan þessa korts.

Garðskagaflatir – flugvöllur

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Breski herinn hernam Ísland þann 10. maí 1940 til að koma í veg fyrir mögulega innrás Þjóðverja. Herinn var að flestu leyti vanbúinn og efnalítill og þurfti að koma sér upp aðstöðu og þjónustu með litlum fyrirvara og sem minnstum tilkostnaði. Bretar hófu strax leit að heppilegu flugvallarstæðum víða um landið. Fengu þeir snemma augastað á Reykjavík, Kaldaðarnesi í Flóa, Odda á Rangárvöllum, á Snæfellsnesi og Garðskaga og ef til vill fleiri stöðum. Fáir staðir voru jafn ákjósanlegir fyrir bráðabirgðaflugvöll og Garðskaginn. Þarna var slétt og ræktað land, fyrrum kornakrar um aldir.

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Jarðvegur á Garðskagaflötum er harður, þéttur og sendinn þannig að vatn sest sjaldan lengi á sléttlendið. Bretar sömdu við bændur á þeim fimm bæjum sem höfðu notað þetta svæði sem tún og beitiland en það voru Hafurbjarnarstaðir, Kolbeinsstaðir, Ásgarður, Hólabrekka og Útskálar.

Flugvallargerð á Garðskaga var ákveðin og var hafist handa snemma um sumarið 1940, og flugvöllurinn tekinn í notkun sumarið 1941.

Garðaskagi

Flugvallastæðið á Garðskagaflötum.

Þetta var fyrsti flugvöllur á Reykjanesskaganum og líklega einn fyrsti flugvöllur sem Bretar gátu nýtt sér hér á landi. Túnum bænda á Garðskaga var með auðveldum hætti breytt í 1050 m langa flugbraut sem var 90 m breið og lá frá Garðskagavegi suður undir Hafurbjarnarstaði. Flötin var sléttuð og tyrfð að nýju eftir því sem þurfti og sáu heimamenn um verkið. Þetta var fyrsta reynsla þeirra af Bretavinnu og áttu margir þeirra eftir að helga setuliðinu störf sín næstu áratugina. Notaðir voru þeir vörubílar sem Garðmenn og Sandgerðingar áttu á þeim tíma auk hestvagna. Verkamennirnir sjálfir lögðu til handverkfæri s.s. skóflur, haka og sleggjur.

Garðskagi

Grunnur undan bragga.

Þegar flugvallarstæðið hafði verið sléttað voru ræmur ristar í torfið svo skeljasandurinn kæmi vel í ljós við báða enda brautarinnar og með langhliðunum. Þannig var flugvöllurinn vel sýnilegur úr lofti.
Við bæinn Hlíð í Garði var hverfið Útskálar en það var kallað Hlíðarkampur af heimamönnum. Bærinn Hlíð stóð þar sem nú eru gatnamót Skagabrautar og gamla Sandgerðisveg. Bærinn stendur ekki lengur en bæjarhóllinn er við innkeyrsluna að Hótel Lighthouse Inn, sem hóf rekstur í mars 2017.

Garðskagi

Jarðhýsi – neðanjarðarbyrgi.

Nokkrir hermenn höfðu aðsetur í risinu á húsinu. Þar var einnig nokkur braggabyggð í námunda við íbúðarhúsið, en megin verkefni herflokksins sem þar dvaldi mun hafa verið eftirlit með kafbátaferðum. Þar voru reistir 14 braggar. Nú er þar aðeins ein braggatóft vel sjáanleg ofan við Sandgerðisveg og eitt steinsteypt jarðhýsi sem hugsanlega hefur verið skotfærageymsla undir varðstöð sem stóð á þessum slóðum. Jarðhýsið er um 3,4 m x 2,5 m. Gengið er niður í það sunnan megin.

Garðskagi

Skotbyrgi á túninu á Hlíð.

Í braggatóftinni henni er skilti sem stendur á Herkampur og er tún allt í kring. Liggur malarvegur framhjá í átt að Sandgerði. Grunnurinn er 25 x 10 m og snýr austur-vestur. Utanum hann er hleðsla og eru veggir um það bil 1,2 m á breidd og 0,4 á hæð. Þeir eru grónir en greinilega sést grjót í hleðslu. Innan hleðslunnar má sjá ummerki um steypuleifar.

Tvö eða þrjú hlaðin skotbyrgi fyrir vélbyssu voru á túninu ofan við gamla flugvöllinn. Ummerki um eitt slíkt byrgi eru vel sýnileg á túninu vestan við hótelið. Byrgið er hlaðið utan í gamlan túngarð.

Durham

Merki Durham Light Infantry liðsveitarinnar.

Í þessum vélbyssuvígjum var komið fyrir Bren-byssum og mun fyrsta sveitin sem þær mannaði hafa verið breskir hermenn úr Durham Light Infantry og Tyneside Scottish svokölluð „The Black Watch“ sem höfðu aðsetur á Skaganum. Síðla árs 1941 tóku Ameríkanar við vellinum. Þeir notuðu Browning vélbyssur samkvæmt því sem bók Friðþórs Eydal greinir frá. Braggi var einnig reistur við suðurendann í landi Kolbeinsstaða. Nú er ekki nein auðsjáanleg ummerki um þann bragga. Miðað við umsvif hersins í landi Hlíðar þá eru ummerkin hans orðin lítill en það sem er ennþá varðveitt eru nokkuð heillegar minjar, braggagrunnur, skotgröf og neðanjarðarbyrgi.

Garðskagi

Garðskagi 2022.

Aðgengi að sjáanlegum minjum er sæmilegt enda eru þær skammt frá nýbyggðu hóteli en helst þyrfti að færa til girðingu í samráði við landeiganda þannig að minjarnar yrðu enn aðgengilegri sem og merkja minjarnar.
Skagavöllur var í reynd aldrei notaður neitt að ráði en þjónaði hlutverki neyðarflugvallar. Upplýsingaskilti mætti setja niður annað hvort við hótelið eða við enda flugbrautarinnar nálægt bílastæðinu við sjóvarnargarðinn.

Miðunarstöðin á Fitjum

Fitjar

Fitjar – bragga- og húsgrunnar.

Breski herinn reisti miðunarstöð á Fitjum í október 1941 og kom þar upp aðstöðu. Þar reistu Bretar 13 bragga og 5 steinhús. Þá áttu Bandaríkjamenn tvo bragga að Fitjum í stríðslok. Bærinn var farinn í eyði og stóðu íbúðarhúsin enn uppi. Það var þá í eigu Ingibjörns Þ. Jónssonar bónda á Efri-Flankastöðum sem leigði það Bretunum. Þarna var einnig loftnet sett upp, um 20 m stálmöstur. Stöðin var allstór og er áætlað að þarna hafi verið um 100 hermenn þegar mest var, allt til ársins 1945. Stöðin var lögð niður árið1946 og keypti Ingibjörn bóndi á Flankastöðum þá 13 bragga og 5 lítil steinhús af Sölunefnd varnarliðseigna.

Fitjar

Fitjar 2023.

Miðunarstöðvarnar hér og á Langholti, áttu að fylgjast aðallega með skipaumferð en einnig auðvelda staðsetningu á kafbátum og flugumferð en árangur mun ekki hafa verið mikill.

Greinileg ummerki eru um braggabyggðina rétt suðaustan við gamla Sandgerðisveginn, skammt frá gamla bæjarstæði Fitja. Þarna eru enn sýnilegir allmargir grunnar, hleðslur, veggjabrot og sökklar undan möstrum.

Fitjar

Fitjar – húsgrunnur.

Vel má sjá að braggarnir hafa ekki allir verið reistir á sama tíma. Þannig eru þeir eldri með hlöðnum grunni og hafa líklega verið með timburgólfi sem stóð á nokkrum steyptum staurum eða sökklum. Nýrri braggarnir hafa verið með steyptu gólfi og eru þeir grunnar sýnilegri. Einnig var heilleg múrsteinshlaðin kamína eða arinn sem stendur ennþá vel sýnileg.

Þetta hverfi er ágætlega varðveitt og minjarnar vel sýnilegar. Ástæða er til að hreinsa burt lauslegt járnarusl og víra og setja upp skilti með upplýsingum. Aðgengi er gott.

Hverfið Howard á Langholti

Langholt

Ratsjárstöð á Langholti.

Bretar og Bandaríkjamenn settu upp miðunar- eða ratsjárstöð á Langholti við Litla-Hólm í Leiru. Sautján braggar munu hafa staðið undir Langholtinu austanverðu og ratsjárloftnet uppi á holtinu. Hverfið hét eftir fyrrum yfirmanni merkjasveita Bandaríkjahers í Tennesseeríki í bandaríska þrælastríðinu. Steinsteyptir sökklar og steypt plata fyrir mastur loftnets á norðanverðu holtinu eru enn vel sýnilegir en lítil ummerki eru um braggabyggðina. Talsvert umrót hefur orðið á svæðinu austan holtsins vegna starfsemi fiskvinnslufyrirtækja sem þarna hafa haft fiskþurrkunartrönur um áraraðir. Grunnar undan húsi og einum bragga sem voru nokkuð greinilegir voru mældir upp. Grunnurinn var með steinsteypu og bragginn var 21 x 8 m. Síðan mátti sjá ummerki um sennilega þrjá bragga en þessar minjar voru mjög ógreinilegar sem og steinsteyptan vegg.

Camp Howard

Undirstöður undir fjarskiptamöstur við Camp Howard.

Steinsteyptir sökklar og steypubrot er að finna nyrst í bland við rusl frá seinni tíma. Þá má greina ummerki um hlaðna gröf úr torfi og grjóti utan í og uppi hól vestan við Langholtið. Gröfin virðist hafa vísað inn að heiðinni. Líklegt má telja að þetta sé skotbyrgi frá hernum en þó ekki óhugsandi fyrir veiðimenn.
Fremur ógreiðfær vegarslóði liggur að Langholtinu að fiskþurrkunartrönum sem þarna eru og upp í grjótnámuna. Með dálitlum ofaníburði mætti gera hann færan flestum bílum og setja upp upplýsingaskilti við vegarslóðann.“

Heimildir:
-Magnús Gíslason, „Flugvöllur hans hátignar. Af setuliðinu í Garði og gerð flugvallar á Garðskaga 1940-1944“, Árbók Suðurnesja , VI., árgangur, Sögufélag Suðurnesja, Keflavík 1993, bls. 98.
-Skráning stríðsminja á Suðurnesjum, Eiríkur Hermannsson og Ragnheiður Traustadóttir – 2019.
-W.H. Harrisson, „ Gaman að hitta gamla vini eftir hálfa öld“, Árbók Suðurnesja, 1993, bls. 88.
-Friðþór Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, bls. 26-27.
-Friðþór Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, bls. 77.
-Skráning stríðsminja á Suðurnesjum, Eiríkur Hermannsson og Ragnheiður Traustadóttir – 2019.

Garðskagi

Hlíðarkampur við Hlíð á Garðskaga.

Hernám

Herminjar eða stríðsminjar eru fjölmargar á höfuðborgarsvæðinu – og víðar. Á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi eru þær fjölmargar, s.s. grunnar undan bröggum og varðskýlum, götur, byssuhreiður, skotgrafir og -byrgi, auk hins forna Þvergarðs yfir hæðina.

Valhúsahæð

Á Valhúsahæð 1910.

Í „Fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi“ frá 2006 segir m.a. um Valhúsahæð: „Umsvif hersins á Seltjarnarnesi voru töluverð og einna mest á Valhúsahæð. Á hæðinni voru settar upp
loftvarnabyssur til þess að verja innsiglingu Reykjavíkur. Af loftmyndum má m.a. sjá að talsverðar herminjar hafa verið þar sem núverandi kirkja Seltirninga stendur. Samkvæmt upplýsingum Þór Whitehead var þetta svæði við Nesveg nefnt Grotta Camp. Valhúsahæð hefur verið umturnað talsvert þar sem kirkjan var byggð. Engar herminjar sjást nú þar sem kirkjan stóð en reyndar virðist stærstur hluti herminjanna hafa verið norðar og NNV við kirkjuna. Kirkjan var reist snemma á 9. áratugnum. Í fornleifaskráningu frá 1980 voru allar
herminjarnar á þessu svæði skráðar saman undir einu númeri og þeim ekki lýst að ráði.

Valhúsahæð

Á Valhúsahæð 2020.

Árið 1906 var vígð ný skólabygging fyrir Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Húsið stendur enn. Það er sunnan við Kirkjubraut þar sem hún beygir frá norðvestri til VSV. Skólinn varð aðsetur hermanna fyrst eftir hernámið um vor og sumar 1940. Á sama stað, nánar tiltekið við skólahúsgirðinguna, var rekin veitingakrá fyrir hermenn, á hernámsárunum. Kráin var fyrst rekin án leyfis frá hreppnum en síðar var veitt leyfi til veitingasölu meðan brezka setuliðið hafði búsetu á Nesinu. Lýsing á skólahúsinu er að finna í Seltirningabók.

Valhúsahæð

Varðskýli á Valhúsahæð.

Á hernámsárunum reis talsvert stórt íbúðarhverfi hermanna á og við Valhúsahæð. Hverfið var nefnt Grótta kamp. Það var þar sem nú er skóla og íbúðarhverfi milli gatnanna Suðurstrandar og Kirkjubrautar, vestan Nesvegar. Hverfið var að stórum hluta innan þess lands sem tilheyrði Mýrarhúsum en hefur líklega náð inn í landareign Hrólfsskála.

Valhúshæð

Skotbyrgi á Valhúsahæð.

Í Seltirningabók segir: “ Í Grotta Camp, sem var stærsta braggahverfið, var 536. brezka stórskotaliðssveitin staðsett, en hún var sérhæfð í strandvörnum. Þar voru líka menn úr verkfræðingasveitinni Det. Renfrewshire Fortress. Samkvæmt Þór Whitehead má tala um a.m k. tvö hverfi á þessum slóðum, annars vegar sk. RAF Camp sem var á Valhúsahæð suðvestanverðri og hins vegar Keighly (sem kallað var Adams Camp frá júlí 1943) var syðst í braggabyggðinni við Mýrarhúsaskóla. Samkvæmt Þór var RAF Camp vestan við Keighly/Adams Camp og varð síðar hluti af því. Í RAF Camp bjuggu liðsmenn ratsjárstöðvarinnar bresku frá 1941. Á þessum slóðum hefur nú byggst upp íbúðarhúsahverfi, þarna er grunnskóli o.fl. stofnanir.

Valhúsahæð

Skotbyrgi á Valhúsahæð.

Inn á örnefnaloftmynd frá 1978 er merkt varða á hæsta punkti Valhúsahæðar, þar sem nú er útsýnisskífa og steinsteypt merki dönsku landmælingamannanna. Samkvæmt Guðrúnu Einarsdóttir sem gerði B.S. ritgerð um örnefni á Seltjarnarnesi 1979 og ræddi við fjölda heimildamanna, gat enginn þeirra staðsett þessa vörðu nákvæmlega, né höfðu um hana heyrt. Ekki er ólíklegt að hún hafi verið landamerkjavarða þar sem merkin lágu um háholtið. Hugsanlegt er og að svonefnd „Litlavarða“ hafi einnig verið landamerkjavarða, litlu norðvestar. Um þetta verður þó ekkert fullyrt enda eru vörðurnar löngu hrundar og horfnar. Á svipuðum stað og varðan á háholtinu, eða jafnvel á sama stað, var einnig ljósker fyrir sjófarendur, sett upp síðla á 19. öld.

Valhúsahæð

Ummerki efst á Valhúsahæð.

Varðan hefur verið á hæstu hæðinni en engin merki sjást um hana nú. Um ljóskerið er fjallað í Seltirningabók. Þar segir: „Ljóskerið var sett upp árið 1883 og kostuðu bændurnir það fyrstu tvö árin en bæjarfógeti í Reykjavík tók að sér að greiða kostnaðinn 1885.“ Árið 1892 eru varðveitt bréf um að staðið hafi til að setja upp kúlumyndað ljós á Valhúsahæð í stað þess gamla. Líklega hefur af því orðið en það ljós mun ekki hafa logað í mörg ár, aðeins fram til 1895 þegar farið var að huga að ljósi og síðar vita í Gróttu.

Valhúsahæð

Skotbyrgi og skotgrafir á Valhúsahæð.

„Valhúsahæð nefnist hæsta hæðin á Seltjarnarnesi. Sagt er að þar hafi verið hús fyrir fálka konungs. … Varða, sem nefndist Litlavarða, var ofan við Skólabraut 1. Laut var sunnan undir henni. Þar var hleðsla, og þar var talið, að fálkahúsið hefði verið. Nú hefur verið ýtt ofan í lautina,“ segir í örnefnaskrá. Engin ummerki sjást nú um Valhús né heldur Litluvörðu sem miðað er við í örnefnalýsingu. Svæðinu hefur mikið verið rótað.

Hér verður lýst þremur mannvirkjum af mörgum á norðvestanverði Valhúsahæð:

Valhúsahæð

Skotbyrgi og skotgrafir á Valhúsahæð.

„Leifar [fyrstu] húsarústar sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Rústin er um 270 m vestur af merki dönsku landmælingamannanna (sem er á hæsta punkti Valhúsahæðar), beint suðaustur af Vesturströnd 31 og fast austan við Þvergarð. Í kringum húsarústina er melur sem er að hluta gróinn, en mjög stórgrýttur. Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: “ Varðhús? Húsið skiptist í tvo hluta, 3×5 m og 4×5 m. Í öðrum hlutanum eru uppistandandi veggir, 1-2 m háir. Þeir eru hlaðnir úr grjóti og límdir með steypu.“ Húsarústin er tvískipt og hefur hús þetta því að líkindum haft tvö herbergi þegar það var undir þaki. Alls er rústin um 7×5 m að stærð og snýr norður-suður. Veggir syðri hlutans eru hrundir og hafa sennilegast verið rifnir. Eftir stendur steyptur grunnur. Nyrðri hlutinn er mun heillegri, veggir hans standa mest í 2 m hæð og eru um 0,5 m þykkir. Veggirnar eru hlaðnir úr litlu og meðalstóru grjóti og er steypt á milli umfara, sem eru mest um 9 talsins. Í norðausturhorni nyrðra herbergisins stendur steyptur stöpull upp úr gólfinu. Stöpullinn er 1,4 m á hæð og er 0,3 x 0,3 m að þvermáli. Hlutverk stöpulsins er óljóst.

Valhúsahæð

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð.

Leifar [annars] mannvirkis sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Tóftin er um 26 m suðaustan við framangreinda rúst og um 80 m norðaustan af landamerkjasteini. Stórgrýti er á melnum í kringum tóftina.
Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: „Skotbyrgi? Rúst, um 9×9 m. Veggir hlaðnir úr torfi og grjóti, hæstir um 50 cm. Dyr virðast snúa í austur og vestur.“ Nyrðri hluti rústarinnar er hringlaga tóft með tveim hólfum, en syðri hlutinn er þverþveggur sem virkar líkt og skjól fyrir tóftina. Vestara hólfið í tóftinni er opið til suðurs, að þverveggnum, en ekkert op er hægt að greina á eystra hólfinu.

Valhúsahæð

Þvergarður á Valhúsahæð.

Leifar þess [þriðja] mannvirkis sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Tóftin er 50 m norðaustan við landamerkjasteininn. Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: „Skotbyrgi? Rústin er U-laga um 5 x 6 m, og þverveggur fyrir. Undirstöður úr torfi og grjóti, hæð veggja mjög óregluleg, en þykkt um 1 m. Tvennar dyr eru á rústinni þar sem langveggir og þverveggur mætast. Dyrnar eru um 0,5 m á breidd og snúa í NNV og SSA.“

Skotgröfunum umleikis minjarnar á norðvestanverðri hæðinni er ekki lýst sérstaklega.

Þór Whitehead hefur það eftir Friðþóri Eydal að kampur, kallaður Curtis Bay Beach, hafi verið í landi Mýrarhúsa, á milli þeirra og Nýjabæjar. Samkvæmt upplýsingum Þór kannaðist Skúli Ólafsson, sem vel er kunnugur á Nesinu, ekki við kampinn. Hann er horfinn í íbúðarhúsabyggð og ekki reyndist unnt að staðsetja hann nákvæmlega.“

Valhúsahæð

Varðskýli á Valhúsahæð.

Í frétt MBL 5. júní 2012 segir: „Stríðsminjar gerðar upp á Seltjarnarnesi – Var ætlað að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja – Merkileg byggingaraðferð“.

„Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur hafist handa við að endurreisa gamlar stríðsminjar á Valhúsahæð. Er um að ræða tvenn mannvirki, byrgi á Valhúsahæð og ljóskastarahús í Suðurnesi.
Mannvirkin voru hluti af stjórnstöð strandvarna Reykjavíkur í síðari heimsstyrjöld en Bretar létu reisa það ásamt tveimur fallbyssum um sumarið 1940. Stjórnstöðinni var ætlað að verja innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn og flotastöð Breta í Hvalfirði fyrir skipum og kafbátum Þjóðverja.

Stærstu byssur Breta á Íslandi

Seltjarnarnes

Ljóskastarahús á Suðurnesi.

Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fagnar því að Seltjarnarnesbær ætli sér að varðveita þessar minjar, þar sem nær skipulega hafi verið gengið fram í því að eyðileggja stríðsáraminjar í landinu á umliðnum áratugum. Hann segir að sérstök byggingardeild úr landgönguliði breska flotans hafi verið send til landsins til þess að gera smíði þeirra sem best úr garði. Þór segir að eitt það merkilegasta við mannvirkin hafi verið byggingaraðferðin en virkjagerðarmennirnir reistu byrgin á Valhúsahæð úr höggnu grjóti og steinsteypu og var þar fylgt sérstökum byggingarstaðli við virkjagerð sem ekki sást annars staðar á landinu. Þessi deild ferðaðist svo um landið og reisti önnur sambærileg mannvirki fyrir stöðvar Breta á landsbyggðinni, til dæmis í Hvalfirði og Eyjafirði.

Seltjarnarnes

Hernaðarmannvirki á Seltjarnarnesi.

Fallbyssurnar tvær sem reistar voru á Valhúsahæðinni voru, ásamt samskonar byssum í Hvalfirði, þær stærstu sem Bretar létu reisa á Íslandi, með sex þumlunga (15 cm) í hlaupvídd. Þær drógu um 12 kílómetra út á haf, og var ætlað að reyna að koma í veg fyrir að Þjóðverjar myndu gera hér innrás. Þrátt fyrir það þóttu byssurnar heldur lítilfjörlegar, og segir Þór ljóst að líklega hefðu byssurnar ekki haldið innrásarflota Þjóðverja lengi frá og hér hefði orðið fátt um varnir. Þegar Bandaríkjamenn tóku við hervörnum hér sumarið 1941 kom í ljós að þeim þótti lítið til koma til bresku byssanna. Bættu þeir þó sjálfir ekki úr bót, þar sem innrásarhættan frá Þjóðverjum minnkaði eftir því sem leið á stríðið.

Stundum skotið á vinveitt skip

Valhúsahæð

Herminjar ofan við kirkjuna á Valhúsahæð.

Ljóskastararnir á Seltjarnarnesi lýstu upp skip að nóttu til, svo að auðgreina mætti hvort þar væri vinur eða fjandmaður á ferð. Einnig var strengdur sérstakur strengur, sem nam breytingar á segulsviði, frá stjórnstöð í Bollagörðum á Seltjarnarnesi og yfir til Akraness. Var þannig hægt að vara við ferðum kafbáta og annarra skipa sem sigldu óboðin yfir strenginn. Vinveittum skipum var hins vegar gert að sýna sérstakar veifur að degi til og ljósmerki að nóttu til, sem höfðu verið ákveðin þann daginn.

Valhúsahæð

Skotbyrgi á vestanverðri Valhúsahæð.

Gerðist það að minnsta kosti tvisvar sinnum að íslensk skip hafi gleymt að sinna þessum fyrirmælum, og fengu þau að launum viðvörunarskot þvert yfir stafninn. Lá við stórslysi af þessum völdum að sögn Þórs. Kom þó sem betur aldrei til þess að vinveittu skipi væri sökkt af þessum völdum.“

Framangreindar stríðsminjar hafa enn ekki verið gerðar upp, ellefu árum eftir áætlun. Og svona, í sögulegu samhengi; ekki væri úr vegi að „Háhæðarvarðan“ og „Litlavarða“ yrðu hlaðnar upp að nýju á Valhúsahæð – þótt ekki væri fyrir annað en að varðveita hin sögulega gildi.

Heimild:
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson, Fornleifastofnun Íslands, 2006.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1424488/

Valhúsahæð

Valhúsahæð að NV – herminjar.

Svínahlíð

Ótal stríðsminjar má enn finna hér á landi, hvort sem um er að ræða skotgrafir, skotbyrgi, flugvelli, braggaleifar eða flugvélaflök.
skotbyrgi-2Í fyrri-heims-styrjöldinni notaði fólk það sem það hafði alltaf notað og það var að skjóta, hlaða, eitt skref áfram, skjóta og svo hlaða og þegar þeir voru komnir að hvor öðrum þá hlupu þeir hvor öðrum með hníf á byssunni og fór að stinga hvorn annan. En það breyttist mjög fljót með tilkomu skotgrafanna.

Fyrri heimsstyrjöldin var ólík öllum fyrri styrjöldum vegna skotgrafahernaðarins. Mikinn hluta stríðsins höfðust herir beggja aðila við í skotgröfum, við mjög léleg kjör.
Skotgrafirnar voru nauðsynlegar, því vopnin voru orðin svo öflug og hraðvirk að ógerlegt var að berjast á opnum velli.
skotbyrgi-3Þegar hermenn klifruðu upp úr gröfunum til árása unnust yfirleitt ekki nema nokkrir metrar og mannfall varð gífurlegt.Þetta leiddi til sjálfheldu sem varaði frá árslokum 1914 fram á sumar 1918.
Margir hermenn eignuðust þó góða vini á þessum langa tíma. Jafnvel menn úr sitthvorum hernum urðu góðir vinir. Eitt skipti efndu andstæðingarnir til fótboltakeppni og kepptu af miklum þrótti og næstu stund voru þeir komnir ofan í skotgrafirnar og kúlnahríðinni rigndi yfir þá.
Það urðu margir menn veikir í skotgröfunum því það gat orðið  kalt og þegar það ringdi yfir þá og skorgrafirnar hálffyltust og þeir ofan í þá gat það orðið mjög vont fyrir lappirnar á þeim því þeir mistu tærnar eða jafnvel lappirnar sínar. Margir af þeim dó úr kvefi eða kulda.
Í dagrenningu föstudaginn 10. maí árið 1940 hélt bresk flotadeild inn á Sundin við Reykjavík. Flotadeildin samanstóð af fjórum skipum, beitiskipunum Berwick og Glasgow, og tundurspillunum Fortune og Fearless. Um borð í skipunum voru hundruð breskra hermanna, gráir fyrir járnum, tilbúnir til að hernema Ísland. Þetta átti eftir að verða einn örlagaríkasti dagur í sögu landsins.

skotbyrgi-5

Árið 1939 hafði brotist út stríð milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Frakka hins vegar, þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Þann 9. apríl árið eftir réðist þýski herinn inn í Danmörku og Noreg og náðu þar með á sitt vald öflugum kafbátastöðvum sem styttu leið kafbáta þeirra út á Atlantshaf umtalsvert. Þetta var Bretum sérstaklega óhagstætt og þeir töldu sig því þurfa að ná valdi yfir stöðvum á Atlantshafinu þar sem þeir gætu fylgst betur með kafbátaher Þjóðverja. Því fóru þeir, um svipað leyti og Þjóðverjar hernámu Danmörk og Noreg, þess á leit við Íslendinga að þeim yrði leyft að koma hér upp varnarstöðvum. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem þá var hér við völd neitaði þessu í nafni hlutleysis landsins, þrátt fyrir að þeir skildu vandræðin sem Bretar væru í.
Bretar gátu ekki sætt sig við þetta enda voru Þjóðverjar nú farnir að gera þeim hverja skráveifuna á fætur annarri á höfunum með kafbátaher sínum. Því var ákveðið, í trássi við skoðanir íslensku ráðamannanna, að bresk flotadeild yrði send hingað og að landið myndi verða hernumið á eins friðsamlegan máta og kostur yrði á.
Það var almennur skilningur meðal ríkisstjórnarmeðlima á Íslandi að Bretar þyrftu á varnarstöðvum gegn kafbátum á Atlantshafinu að halda þannig að allir bjuggust við því að þeir myndu hernema landið skotbyrgi-6hvað úr hverju. Þar sem það var lítið vitað um hug Þjóðverja varðandi Ísland voru þó ekki allir vissir um það þegar flotadeildin kom hingað, hvort hún væri bresk eða þýsk.
Þegar skipin vörpuðu akkeri við Reykjavík og hermennirnir streymdu á land var fátt um manninn við bryggjuna að taka á móti þeim, en þeim fjölgaði þegar á leið. Lögreglan í Reykjavík tók sig síðan meira að segja til og hjálpaði hermönnunum að halda frá forvitnum Íslendingum sem komu til að skoða þessa óboðnu gesti. Flestir höfðu það á orði að „þeir væru fegnir að þarna væru Bretar en ekki Þjóðverjar á ferð.“ Þegar breski herinn var kominn hér á land tók hann til við að koma upp bráðabirgðastöðvum og eitt af því fyrsta sem bresku hermennirnir gerðu var að ganga úr skugga um að húsnæði Eimskipafélagsins í Pósthússtræti væri ekki íverustaður nasista, en merki félagsins, Þórshamar, höfðu þýskir nasistar tekið upp á sína arma eins og flestir vita.

skotbyrgi-7

Einnig sóttu þeir að Pósthúsinu, höfuðstöðvum Símans, Ríkisútvarpinu og Veðurstofunni, og allt var það gert í þeim tilgangi að ná á vald sitt fjarskiptastöðvum svo Þjóðverjar myndu ekki hafa veður af innrásinni í bráð. Síðan hreiðruðu þeir um sig á hinum ýmsu stöðum í borginni, t.d. í Öskjuhlíðinni. Auk þess gekk her á land á Akureyri, Austfjörðum og víðs vegar annars staðar um landið. Allt gekk þetta fyrir sig án þess að grípa þyrfti til vopna og var hernámið því hið friðsamlegasta.
Þegar vart varð við breska flotann úti fyrir Reykjavík sló ótta að þýska ræðismanninum á Íslandi, Werner Gerlach. Gerlach þessi hafði nýlega verið settur í stöðu ræðismanns hér, var meðlimur í SS-sveitunum og var persónulegur vinur Heinrich Himmlers, yfirmanns SS. Þar var því á ferð maður með skuggalega fortíð og þótti mörgum standa mikill óhugur af veru hans hér á landi. Um leið og Gerlach varð flotadeildarinnar var flýtti hann sér upp í ræðismannsbústað sinn í Túngötu. Hann vildi nefninlega ólmur ná að brenna öll skjöl Þriðja ríkisins sem hann hafði undir höndum og gætu annars lent í höndum Breta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

skotbyrgi-8

Meðan á töku breska hersins á fjarskiptastöðvum höfuðborgarsvæðisins stóð hélt breskur herflokkur að bústað þýska ræðismannsins og knúði þar dyra. Werner Gerlach var ekki á þeim buxunum að opna strax en lét þó undan þegar hann sá að öll mótspyrna væri vonlaus. Gerlach reyndi að tefja fyrir innrásarmönnunum til að reyna að dylja brennslu leyniskjalanna sem átti sér stað á efri hæð hússins en Bretarnir urðu fljótlega varir við það að reyk bar úr glugga þar og héldu þegar upp. Þar náðu þeir að slökkva í skjölunum og náðu Bretar þar í nokkur heilleg leyniskjöl Þriðja ríkisins á silfurfati. Gerlach var síðan fluttur um borð í breskt skip sem sigldi með hann í fangelsi í Bretlandi. Það urðu og örlög fjölmargra Þjóðverja sem hér bjuggu á þessum tíma.
skotbyrgi-9Klukkan 10 árdegis þennan örlagaríka dag settust ráðherrar í ríkisstjórn Íslands á fund í Stjórnarráðshúsinu til að ræða atburði næturinnar. Flestir ráðherrar voru á því að þarna hefði verið lán í óláni að Bretar hefðu hernumið Ísland en ekki Þjóðverjar. Forsætisráðherra var þó ekki öldungis sáttur með komu hinna útlendu hernámsliða og það varð úr að ríkisstjórnin myndi mótmæla hernáminu formlega og reyna að tryggja það að ríkisstjórnin myndi ráða öllu er varðaði Ísland annað en varðaði herinn beint. Þegar þessum umræðum var lokið hélt breski sendiherrann á Íslandi, Howard Smith, á fund ríkisstjórnarinnar og tilkynnti formlega að landið hefði verið hernumið, og lýsti því yfir að sér þætti leitt að til þess hefði þurft að koma og vonaðist eftir friðsamlegri sambúð við Íslendinga. Síðan spilaði hann út sínu helsta trompi þegar hann sagði að með hernáminu hefði utanríkisverslun Íslendinga verið sett úr skorðum, en Bretar væru fúsir til að „létta undir með íslensku atvinnulífi.“ Þannig myndu Íslendingar fá sitthvað að launum fyrir það að hér yrði hýstur her. Þetta varð síðan til þess að færa íslenskt atvinnulíf á nýtt stig velferðar sem ekki hafði sést hér áður.

skotbyrgi-10

Adolf Hitler hafði, eins og margir aðrir nasistar, mikinn áhuga á Íslandi, og á apríllok árið 1940 fékk hann þá hugmynd að Þjóðverjar myndu hernema landið. Þannig vildi hann nýta sér skjótan árangur hers síns í baráttu sinni gegn Danmörku og Noregi, og nýta jafnframt skip sem notuð höfðu verið í Noregi til innrásar í Ísland. Þetta kallaði einræðisherrann Íkarusáætlun. Þegar Hitler kynnti þessar hugmyndir sýnar herstjórnendum mætti hann mikilli andstöðu yfirmanna flotans sem töldu að hernámi Íslands fylgdu of mikil vandræði til að geta borgað sig. Það var í sjálfu sér minnsta málið að hernema landið, vandinn var að halda því. Þannig þyrfti að halda úti birgðaflutningum yfir haf sem væri krökkt af óvinaskipum, of langt var fyrir þýska flugherinn að vernda hernámsherinn og hætta var á að hernámsliðið yrði lokað af þannig að það kæmi ekki að neinum notum í stríðinu meir. Þannig tókst yfirmönnum flotans að telja Foringjann af hugmyndum sínum og hugmyndin um innrás í Ísland var ekki oftar dregin upp í herstjórnarstöðvum Þjóðverja í stríðinu.
Þegar Ísland var komið í hendur Breta höfðu þeir fengið stöðvar þær sem þeir þurftu á Atlantshafinu. Þó var langt í land að þeim tækist að ná yfirhöndinni á höfunum. Ísland kom þó að góðum notum sem bækistöð fyrir könnunarflugvélar og þaðan kom meðal annars flugvél sem kom auga á risaorrustuskip Þjóðverja, Bismarck, sem var sökkt í framhaldi af því árið 1941. Þá var fjölmörgum kafbátum sökkt eftir að flugvélar héðan höfðu komið auga á þá þannig að Ísland varð Bretum sannarlega betra en ekkert. Síðar leysti svo bandaríski herinn þann breska af við vörn landsins og hersetu. Þannig varð Ísland að virki í miðju Atlantshafi sem átti síðar eftir að vera þýðingarmikið þegar Kalda stríðið skall á eftir síðari heimsstyrjöld.“

Heimildir voru m.a. fengnar úr bókinni Bretarnir koma eftir sagnfræðinginn Þór Whitehead.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir og -byrgi.

Garðaholt

Á Garðaholti er skilti með upplýsingum um herkampana „Camp Gardar og Camp Tilloi„, sem þar voru þar á stríðsárunum. Í texta á skiltinu segir:

Garðaholt

Garðaholt – upplýsingar á skilti.

„Sumarið 940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan þess. Fótgöngulið sem gætti strandlengjunnar á Álftanesi, kom sér fyrir á austanverðu Garðaholti og stórkostaliðsflokkur setti þar upp tvær stórar loftvarnarbyssur. Á Garðaholti og beggja vegna Garðaholtsvegar, sem breski herinn lagði upphaflega, má sjá ummerki eftir hersetuna.

Skálahverfin

Garðaholt

Garðaholt – upplýsingar á skilti.

Herflokkarnir bresku höfðust fyrst við í tjöldum en reistu síðan tvennar herbúðir, Camp Gardar norðan við Garðaveg og Camp Tilloi nokkru ofar í holtinu.
Loftvarnarbyssurnar stóðu ofan við veginn, í skógræktarlundinum þar sem Grænilundur er nú. Á holtinu má sjá leifar af loftvarnarbyssuvígjum ásamt varnarvirkjum frá stríðsárunum.

Garðaholt

Garðaholt – Gamp Tilloi.

Bandarískt herfylki tók við vörnum Hafnarfjarðar og Álftarness í árslok 1941 og leysti breska herflokkinn í Garða-búðunum af hólmi og dvaldi þar fram á sumar 1943. Bandaríkjamenn tóku einnig við loftvarnarvirkinu í Tilloi sumarið 1942 og gættu þess fram í febrúar 1944 þegar þeir fluttu til Keflavíkur.
Að jafnaði höfðu 300 til 340 hermenn aðsetur í báðum búðum og stóðu eftir 36 braggar og níu hús af öðrum gerðum þegar stríðinu lauk. Braggarnir voru af Nissen-gerð og var grjóti og mold hlaðið upp með hliðunum til styrktar. Á þeim grunni í Camp Gardar sem er best varðveittur eru tröppur inn í húsið á tveimur stöðum.
Skilin milli búðanna eru ekki vel greinileg á vettvangi.

Skotbyrgi og skotgrafir

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Skammt norðvestur af Tilloi-búðunum eru tvö vel varðveitt steinsteypt og sprengjuheld skotbyrgi. Skotgrafir voru þar í kring til varnar byssuvíginu. Niður við sjó, þar sem bærinn Móakot stóð, er skotgröf úr torfi og grjóti. Skotbyrgi og aðrar minjar frá veru hersins í kringum Bakka og Dysjar eru horfnar, að hlyta til vegna landbrots.
Austur af búðunum eru skotgrafir með grjótveggjum.

Hernámið
Garðaholt
Að morgni föstudagsins 10. maí árið 1940 gekk breskur her á land í Reykjavík og stóð þá ísland ekki lengur utan styrjaldarátaka stórveldanna. Hernámið, sem hlaut dulnefnið „forkur“, kostaði þó ekki blóðsúthellingar. Þýskir herir höfðu náð Noregi og Danmörku á sitt vald en íslendingar haldið fast við hlutleysisstefnu sína þrátt fyrir það og ekki viljað ganga til liðs við bandamenn.

Garðaholt

Garðaholt – skilti við Camp Gardar og Camp Tilloi.

Winston Churchill, sem verið hafði flotamálaráðherra er varð þennan dag forsætisráðherra Bretlands, gerði að sínum hin fleygu orð að sá sem réði yfir íslandi beindi byssu að Englandi, Ameríku og Kanada. Til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja í Ísland ákvað hann að vera fyrri til og tryggja með því siglingaleiðir um Norður-Atlantshaf. Íslendingar mátu sjálfstæði sitt mikils og mótmæltu stjórnvöld hernáminu formlega. Fer þó ekki á milli mála að flestir voru fegnir að njóta verndar fyrir nasistastjórn Þýskalands.
Í stuttri heimsókn Churchills til Íslands árið 1941 sagði hann Hermanni Jónasyni forsætisráðherra að Bretar hefðu neyðst til að hertaka Ísland og hefðu gert það jafnvel þótt Þjóðverjar hefðu orðið á undan þeim.
Herverndarsamningur var undirritaður í júlí árið 1941 milli Bandaríkjanna, bretlands og Íslands og fól í sér að bandarískar hersveitir myndu aðstoða og síðar leysa breska hernámsliðið af hólmi“.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir.