Ótal stríðsminjar má enn finna hér á landi, hvort sem um er að ræða skotgrafir, skotbyrgi, flugvelli, braggaleifar eða flugvélaflök.
Í fyrri-heims-styrjöldinni notaði fólk það sem það hafði alltaf notað og það var að skjóta, hlaða, eitt skref áfram, skjóta og svo hlaða og þegar þeir voru komnir að hvor öðrum þá hlupu þeir hvor öðrum með hníf á byssunni og fór að stinga hvorn annan. En það breyttist mjög fljót með tilkomu skotgrafanna.
Fyrri heimsstyrjöldin var ólík öllum fyrri styrjöldum vegna skotgrafahernaðarins. Mikinn hluta stríðsins höfðust herir beggja aðila við í skotgröfum, við mjög léleg kjör.
Skotgrafirnar voru nauðsynlegar, því vopnin voru orðin svo öflug og hraðvirk að ógerlegt var að berjast á opnum velli.
Þegar hermenn klifruðu upp úr gröfunum til árása unnust yfirleitt ekki nema nokkrir metrar og mannfall varð gífurlegt.Þetta leiddi til sjálfheldu sem varaði frá árslokum 1914 fram á sumar 1918.
Margir hermenn eignuðust þó góða vini á þessum langa tíma. Jafnvel menn úr sitthvorum hernum urðu góðir vinir. Eitt skipti efndu andstæðingarnir til fótboltakeppni og kepptu af miklum þrótti og næstu stund voru þeir komnir ofan í skotgrafirnar og kúlnahríðinni rigndi yfir þá.
Það urðu margir menn veikir í skotgröfunum því það gat orðið kalt og þegar það ringdi yfir þá og skorgrafirnar hálffyltust og þeir ofan í þá gat það orðið mjög vont fyrir lappirnar á þeim því þeir mistu tærnar eða jafnvel lappirnar sínar. Margir af þeim dó úr kvefi eða kulda.
Í dagrenningu föstudaginn 10. maí árið 1940 hélt bresk flotadeild inn á Sundin við Reykjavík. Flotadeildin samanstóð af fjórum skipum, beitiskipunum Berwick og Glasgow, og tundurspillunum Fortune og Fearless. Um borð í skipunum voru hundruð breskra hermanna, gráir fyrir járnum, tilbúnir til að hernema Ísland. Þetta átti eftir að verða einn örlagaríkasti dagur í sögu landsins.
Árið 1939 hafði brotist út stríð milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Frakka hins vegar, þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Þann 9. apríl árið eftir réðist þýski herinn inn í Danmörku og Noreg og náðu þar með á sitt vald öflugum kafbátastöðvum sem styttu leið kafbáta þeirra út á Atlantshaf umtalsvert. Þetta var Bretum sérstaklega óhagstætt og þeir töldu sig því þurfa að ná valdi yfir stöðvum á Atlantshafinu þar sem þeir gætu fylgst betur með kafbátaher Þjóðverja. Því fóru þeir, um svipað leyti og Þjóðverjar hernámu Danmörk og Noreg, þess á leit við Íslendinga að þeim yrði leyft að koma hér upp varnarstöðvum. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem þá var hér við völd neitaði þessu í nafni hlutleysis landsins, þrátt fyrir að þeir skildu vandræðin sem Bretar væru í.
Bretar gátu ekki sætt sig við þetta enda voru Þjóðverjar nú farnir að gera þeim hverja skráveifuna á fætur annarri á höfunum með kafbátaher sínum. Því var ákveðið, í trássi við skoðanir íslensku ráðamannanna, að bresk flotadeild yrði send hingað og að landið myndi verða hernumið á eins friðsamlegan máta og kostur yrði á.
Það var almennur skilningur meðal ríkisstjórnarmeðlima á Íslandi að Bretar þyrftu á varnarstöðvum gegn kafbátum á Atlantshafinu að halda þannig að allir bjuggust við því að þeir myndu hernema landið hvað úr hverju. Þar sem það var lítið vitað um hug Þjóðverja varðandi Ísland voru þó ekki allir vissir um það þegar flotadeildin kom hingað, hvort hún væri bresk eða þýsk.
Þegar skipin vörpuðu akkeri við Reykjavík og hermennirnir streymdu á land var fátt um manninn við bryggjuna að taka á móti þeim, en þeim fjölgaði þegar á leið. Lögreglan í Reykjavík tók sig síðan meira að segja til og hjálpaði hermönnunum að halda frá forvitnum Íslendingum sem komu til að skoða þessa óboðnu gesti. Flestir höfðu það á orði að „þeir væru fegnir að þarna væru Bretar en ekki Þjóðverjar á ferð.“ Þegar breski herinn var kominn hér á land tók hann til við að koma upp bráðabirgðastöðvum og eitt af því fyrsta sem bresku hermennirnir gerðu var að ganga úr skugga um að húsnæði Eimskipafélagsins í Pósthússtræti væri ekki íverustaður nasista, en merki félagsins, Þórshamar, höfðu þýskir nasistar tekið upp á sína arma eins og flestir vita.
Einnig sóttu þeir að Pósthúsinu, höfuðstöðvum Símans, Ríkisútvarpinu og Veðurstofunni, og allt var það gert í þeim tilgangi að ná á vald sitt fjarskiptastöðvum svo Þjóðverjar myndu ekki hafa veður af innrásinni í bráð. Síðan hreiðruðu þeir um sig á hinum ýmsu stöðum í borginni, t.d. í Öskjuhlíðinni. Auk þess gekk her á land á Akureyri, Austfjörðum og víðs vegar annars staðar um landið. Allt gekk þetta fyrir sig án þess að grípa þyrfti til vopna og var hernámið því hið friðsamlegasta.
Þegar vart varð við breska flotann úti fyrir Reykjavík sló ótta að þýska ræðismanninum á Íslandi, Werner Gerlach. Gerlach þessi hafði nýlega verið settur í stöðu ræðismanns hér, var meðlimur í SS-sveitunum og var persónulegur vinur Heinrich Himmlers, yfirmanns SS. Þar var því á ferð maður með skuggalega fortíð og þótti mörgum standa mikill óhugur af veru hans hér á landi. Um leið og Gerlach varð flotadeildarinnar var flýtti hann sér upp í ræðismannsbústað sinn í Túngötu. Hann vildi nefninlega ólmur ná að brenna öll skjöl Þriðja ríkisins sem hann hafði undir höndum og gætu annars lent í höndum Breta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Meðan á töku breska hersins á fjarskiptastöðvum höfuðborgarsvæðisins stóð hélt breskur herflokkur að bústað þýska ræðismannsins og knúði þar dyra. Werner Gerlach var ekki á þeim buxunum að opna strax en lét þó undan þegar hann sá að öll mótspyrna væri vonlaus. Gerlach reyndi að tefja fyrir innrásarmönnunum til að reyna að dylja brennslu leyniskjalanna sem átti sér stað á efri hæð hússins en Bretarnir urðu fljótlega varir við það að reyk bar úr glugga þar og héldu þegar upp. Þar náðu þeir að slökkva í skjölunum og náðu Bretar þar í nokkur heilleg leyniskjöl Þriðja ríkisins á silfurfati. Gerlach var síðan fluttur um borð í breskt skip sem sigldi með hann í fangelsi í Bretlandi. Það urðu og örlög fjölmargra Þjóðverja sem hér bjuggu á þessum tíma.
Klukkan 10 árdegis þennan örlagaríka dag settust ráðherrar í ríkisstjórn Íslands á fund í Stjórnarráðshúsinu til að ræða atburði næturinnar. Flestir ráðherrar voru á því að þarna hefði verið lán í óláni að Bretar hefðu hernumið Ísland en ekki Þjóðverjar. Forsætisráðherra var þó ekki öldungis sáttur með komu hinna útlendu hernámsliða og það varð úr að ríkisstjórnin myndi mótmæla hernáminu formlega og reyna að tryggja það að ríkisstjórnin myndi ráða öllu er varðaði Ísland annað en varðaði herinn beint. Þegar þessum umræðum var lokið hélt breski sendiherrann á Íslandi, Howard Smith, á fund ríkisstjórnarinnar og tilkynnti formlega að landið hefði verið hernumið, og lýsti því yfir að sér þætti leitt að til þess hefði þurft að koma og vonaðist eftir friðsamlegri sambúð við Íslendinga. Síðan spilaði hann út sínu helsta trompi þegar hann sagði að með hernáminu hefði utanríkisverslun Íslendinga verið sett úr skorðum, en Bretar væru fúsir til að „létta undir með íslensku atvinnulífi.“ Þannig myndu Íslendingar fá sitthvað að launum fyrir það að hér yrði hýstur her. Þetta varð síðan til þess að færa íslenskt atvinnulíf á nýtt stig velferðar sem ekki hafði sést hér áður.
Adolf Hitler hafði, eins og margir aðrir nasistar, mikinn áhuga á Íslandi, og á apríllok árið 1940 fékk hann þá hugmynd að Þjóðverjar myndu hernema landið. Þannig vildi hann nýta sér skjótan árangur hers síns í baráttu sinni gegn Danmörku og Noregi, og nýta jafnframt skip sem notuð höfðu verið í Noregi til innrásar í Ísland. Þetta kallaði einræðisherrann Íkarusáætlun. Þegar Hitler kynnti þessar hugmyndir sýnar herstjórnendum mætti hann mikilli andstöðu yfirmanna flotans sem töldu að hernámi Íslands fylgdu of mikil vandræði til að geta borgað sig. Það var í sjálfu sér minnsta málið að hernema landið, vandinn var að halda því. Þannig þyrfti að halda úti birgðaflutningum yfir haf sem væri krökkt af óvinaskipum, of langt var fyrir þýska flugherinn að vernda hernámsherinn og hætta var á að hernámsliðið yrði lokað af þannig að það kæmi ekki að neinum notum í stríðinu meir. Þannig tókst yfirmönnum flotans að telja Foringjann af hugmyndum sínum og hugmyndin um innrás í Ísland var ekki oftar dregin upp í herstjórnarstöðvum Þjóðverja í stríðinu.
Þegar Ísland var komið í hendur Breta höfðu þeir fengið stöðvar þær sem þeir þurftu á Atlantshafinu. Þó var langt í land að þeim tækist að ná yfirhöndinni á höfunum. Ísland kom þó að góðum notum sem bækistöð fyrir könnunarflugvélar og þaðan kom meðal annars flugvél sem kom auga á risaorrustuskip Þjóðverja, Bismarck, sem var sökkt í framhaldi af því árið 1941. Þá var fjölmörgum kafbátum sökkt eftir að flugvélar héðan höfðu komið auga á þá þannig að Ísland varð Bretum sannarlega betra en ekkert. Síðar leysti svo bandaríski herinn þann breska af við vörn landsins og hersetu. Þannig varð Ísland að virki í miðju Atlantshafi sem átti síðar eftir að vera þýðingarmikið þegar Kalda stríðið skall á eftir síðari heimsstyrjöld.“
Heimildir voru m.a. fengnar úr bókinni Bretarnir koma eftir sagnfræðinginn Þór Whitehead.