Færslur

Breiðholtshvarf

Í bókinni “Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur” er m.a. fjallað um stríðsminjar í Elliðaárdal:

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – loftmynd.

“Elliðaárdalur er stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur, hluti af umhverfi og menningarsögu borgarinnar og eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar.
Í nýrri bók um Elliðaárdalinn, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, er fjallað um gróðurfar, fuglalíf og fjölbreytilega jarðfræði dalsins og einnig sögustaði og friðlýstar minjar. Í eftirfarandi kafla úr bókinni er í máli og myndum gerð grein fyrir ýmsum minjum frá stríðsárunum síðari.

Stríðsminjar í Elliðaárdal
Í síðari heimsstyrjöldinni, 1940-1945, var kömpum, þ.e. braggaþyrpingum setuliðsins, komið upp nánast alls staðar í borgarlandinu þar sem því varð við komið. Þar á meðal voru nokkrir í Elliðaárdal.

Kampar og stríðsminjar í landi Ártúns

Camp Ártún

Camp Ártún 1942.

Fimm herkampar voru í landi Ártúns, þar af þrír á því landi sem nú er undir borgarvernd og einn í jaðri þess. Tveir kampar voru sitt hvorum megin við bæjarhólinn.
Camp Alabaster (Camp Pershing) var skammt frá Elliðaárstöð. Þar voru aðalstöðvar breska setuliðsins eftir að þær voru fluttar úr Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu. Alabaster var nafn á hernaðaráætlun Breta við töku Íslands. Þann 13. maí 1942 flutti bandaríska setuliðið hluta af aðalstöðvum sínum eða „Iceland Base Command HQ“ í þennan kamp. Breyttu þeir nafni hans í Camp Pershing.
Camp Battle var norðan við Camp Alabaster/Pershing, hinum megin við bæjarhól Ártúns.
Camp Hickham var í Ártúnsbrekku, þar sem jarðhýsin eru nú, reistur af bandaríska setuliðinu.
Camp Fenton Street var á þeim slóðum sem bílaumboðið BL er nú.

Fossvogur

Fossvogur; RCAF-Camp.

Þann 22. apríl 1942 tóku Bandaríkjamenn við yfirstjórn hers bandamanna á Íslandi úr höndum Breta. Af því tilefni fór herforingi Breta af landi brott en við yfirstjórn breska hersins hér tók fylkisforingi og voru aðalstöðvar hans í Camp Fenton Street.
Auk þessa var einn kampur á Ártúnshöfða (Camp Ártún) og tveir kampar voru vestan við Elliðaár, á móts við Ártún (Camp Pony og Camp New Mercur).
Eins og nærri má geta höfðu kamparnir mikil áhrif á líf fólksins á svæðinu. Til að mynda var öryggisgæsla svo ströng að jafnvel börnin þurftu vegabréf til að komast heim til sín.

Fossvogur

Fossvogur – braggi.

Eftirminnilegt þótti að Elliðaárstöðin var máluð í felulitunum á stríðsárunum, ekki hvít eins og alltaf. En svo var raunar um ýmis önnur mannvirki einnig.
Þegar setuliðið hvarf af landi brott í stríðslok fluttust íslenskar fjölskyldur inn í Camp Fenton Street og fékk hann þá nafnið Elliðaárhverfi. En nú hafa nær öll hernaðarmannvirki verið fjarlægð úr landi Ártúns. Einu ummerkin eru í Ártúnsbrekkunni. Annars vegar er það dæld eftir sandpokavígi sem nú er að mestu fallið saman. Hin ummerkin eru undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, sem búið er að hylja munnann á með jarðvegi.

Camp Baldurshagi

Fossvogur

Braggahverfi í Fossvogi.

Hann var þar sem nú er skeiðvöllur hestamannafélagsins Fáks á Víðivöllum. Þetta var stór kampur með um 100 bröggum sem breska setuliðið reisti. Fyrst voru þarna breskir hermenn úr Duke of Wellington hersveitinni. Síðar, þegar landgönguliðar bandaríska sjóhersins komu til landsins, 7. júlí 1941, fengu þeir þar inni. Bretarnir fluttust þá að Geithálsi þar sem þeir reistu nýjan kamp.
Ummerkin sem nú sjást eftir Camp Baldurshaga eru leifar af braggagólfum og sökklum. Ennfremur var eitt húsið úr kampinum flutt í Seláshverfi og gert að íbúðarhúsi. Nafnið á kampinum er raunar villandi því að hinn upphaflegi Baldurshagi er við Suðurlandsveg. Meðal íbúa í Camp Baldurshagaárið 1941 var Ralph Hannam, sem eftir stríðið settist að í Elliðaárdal.

Skotbyrgi
Í Breiðholtshvarfi, ofan við Árbæjarlón, er steypt skotbyrgi af þeirri gerð sem algeng var á stríðsárunum og finnast enn m.a. í Öskjuhlíð. Þetta er steinkassi, um 3 m á hvern veg, og hefur verið skotrauf framan á honum. Þakplata byrgisins er steypt og hefur lítið látið á sjá. Veggir eru hins vegar hlaðnir úr holsteini og eru þeir farnir að molna nokkuð.”

Heimild:
-Morgunblaðið – 294. tölublað, fimmtudagur 15. desember 2016, bls. 62.

Letursteinn

Letursteinn í Elliðaárdal.

Camp Tinker

Í nágrenni við Hólm og Geitháls ofan Reykjavíkur voru nokkur braggahverfi á stríðsárunum, s.s. Camp Swansea, Camp Phinney, Geitháls Dump, Camp Aberdeen, Camp Buller, Camp Columbus Dump, Camp White Heather, Camp Arnold, Camp Clapham og Camp Omskeyri, auk Camp Tinker í Rauðhólum. Enn í dag má sjá ummerki eftir veru hermanna á þessum slóðum þótt mannskepnan, tíminn og lúpínan hjálpist að við að afmá ummerkin og þar með söguna.

Hólmur

Hólmur og nágrenni.

Í Camp Omskeyri voru höfuðstöðvar stórskotaliðs 5. hersveitarinnar á tímum hersetunnar. Þær voru á svæði þar sem nú er beitarhólf suðaustan við Geitháls, fast norðaustan við gamla Suðurlandsveginn. Á svæðinu eru leifar og ummerki eftir veru setuliðsins, s.s. vegir, byssustæði, skotgrafir og braggabotnar. Út frá gamla Suðurlandsveginum liggur vegur í boga og vegir út frá honum. Við þá eru leifar af bröggum.

Steinullarverksmiðja

Steinullarverksmiðjan á leifum Camp Phinney.

Herskálahverfin Swansea og Phinney voru norður af Hólmi, milli Hafravatnsvegar og vegarins upp í Mjóadal og var Camp Phinney austar. Ekki er ljóst hvar skilin á milli þessara herbúða voru nákvæmlega. Steinullarverksmiðja var síðar byggð upp úr Camp Phinney.

Camp Columbus Dump var birgðastöð hersins á mel sunnan við Suðurlandsveg og austan við Hólmavað, þar sem nú er opið svæði. Um 25-30 braggar hafa tilheyrt þessum herbúðum. Vegur lá um svæði frá Suðurlandsvegi að Steinastöðum, sem var sumarhús við Bugðu.

Camp Buller

Camp Buller 2021.

Nokkur ummerki eru eftir braggahverfið, en efst við Suðurlandsveginn er ekki hægt að greina nein ummerki þar sem allt er komið á kaf í gróður, aðallega lúpínu. Árið 2006 var þetta svæði fyllt upp og sléttað að norðan, en sunnar, neðan við hljóðmön við Hólmavað, eru steypuleifar, sennilega hluti af braggabotnum sem fóru undir mönina. Þar fyrir neðan er greinilegur vegur, lúpínuvaxinn, sem liggur í boga frá malbikuðum gangstíg og kemur aftur að honum 115 m neðar. Suðaustan við hann eru ummerki eftir bragga og fyrir neðan veginn nær ánni má greina ummerki eftir tvo bragga og annan fyrir ofan.

Camp Swansea

Camp Swansea – loftmynd 1954.

Camp Buller var 20 m vestan og ofan við Suðurlandsveg, norðvestur af Sandvík og 115 m austur af Rauðási, eru leifar af braggabotni. Á tímum hersetunnar voru þarna höfuðstöðvar strandvarna og/eða loftvarnarstórskotaliðs á svæðinu. Þegar loftmynd var tekin 1954 stóðu þarna tveir braggar en voru horfnir þegar mynd var tekin 1965. Árið 1971 var aðeins grunnur vestara hússins greinilegur en sá eystri hefur horfið við framkvæmdir við Suðurlandsveg 1970.

Camp Aberdeen

Camp Aberdeen.

Camp Arnold var austan við sprengigeymslurnar við Mjóadalsveg í Almannadal, norðvestan við Fjárborg. Á tímum hersetunnar voru hér höfuðstöðvar flug- og ratsjárliðs frá Bandaríkjunum. Á svæðinu voru tveir braggar sinn hvorum megin við veginn. Braggabotnarnir sjást á loftmyndum en eru ekki lengur greinilegir á yfirborði og svæðið komið á kaf í gróður.

Camp Phinney

Camp Phinney 2021.

Camp Phinney var í holtinu fyrir norðan Suðurlandsveg, um 500 m fyrir vestan Geitháls.
Á svæðinu var mikið af braggagrunnum auk þess sem þarna voru tvö steinsteypt hús frá hernum sem síðar hlutu nöfnin Heiðarsel og Heiðarhvammur, rifin um 1985.
Á svæðinu var hýst stórskotalið og voru herbúðirnar höfuðstöðvar herfylkis.

Camp Aberdeen var stærsta braggahverfið, um 600 m norðaustan Geitháls. Grunnar flestra bragganna sjást enn vel.

Hólmur

Hólmur og nágrenni – loftmynd.

Camp White Heather herbúðirnar voru norðan við brúna yfir Hólmsá og uppi í Kotásnum, þar sem nú er íbúabyggð. Þar hafðist við lítil undirfylking skriðdrekaliðs.
Nokkur ummerki eru eftir veru hersins á svæðinu.

Camp Clapham

Camp Clapham 2022.

Camp Clapham herbúðirnar voru austan við gamla Þingavallaveginn ( Hafravatnsveginn), um 350m fyrir austan Geitháls.
Á svæðinu sem hverfið náði yfir eru nokkrir steyptir braggagrunnar og vegir. Margir braggabotnar voru rifnir upp og notaðir í Steinullarverksmiðjuna.

Geitháls
Býlið Geitháls var byggt við gatnamót Þingvallavegar og Suðurlandsvegar (Austurvegar).

Geitháls

Geitháls.

Eldra íbúðarhúsið á Geithálsi var tvílyft, bárujárnsklætt timburhús á steinhlöðnum grunni. Húsið var um 8×8,2 m og lá norðvestur-suðaustur, með bíslag á norðvesturgafli. Austan við það var skemma (11×8,2 m. Árið 1940 var gamla bæjarhúsið og skemman á Geithálsi rifið, en það hafði þá verið í niðurníðslu í nokkurn tíma. Nýtt hús var byggt á sama stað, ein hæð með lágu risi. Það var rifið skömmu eftir að Olíuverslun Íslands reisti þar veitingaskála 1963. Staðurinn var áfram vinsæll áningarstaður en var lagður niður sem slíkur árið 1972 þegar Suðurlandsvegurinn var færður sunnar og Geitháls fór úr alfaraleið. Hólmsá, sem rann rétt sunnan við bæjarstæðið, var færð sunnar þegar nýi Suðurlandsvegurinn var gerður.

Geitháls

Geitháls – túnakort 1916.

Á Geithálsi var bæði búskapur og greiðasala. Þar var símstöð frá 1909. Geitháls varð vinsæll áningarstaður og voru þar oft mikil læti eins og fram kemur í blaðagrein frá 1927: ,,Mér er kunnugt um það, að sá veitingamaður, sem nú rekur veitingar á Geithálsi, kysi ekkert fremur en að honum væri veitt aðstoð til að bægja ölvuðum óþjóðalýð burt frá staðnum, svo að honum gæti veist næði til að reka þar veitingar fyrir friðsama gesti. Geitháls er sérlega vel fallinn til sunnudagaheimsókna Reykvíkinga, bæði sökum góðs húsrúms og einnig vegna fegurðar þar í kring, og þá ekki síst fyrir ríðandi fólk, því að þar er gnægð góðrar hagbeitar og vatns fyrir hesta.“

Geitháls

Geitháls 1920-1935.

Árið 1940 var gamla bæjarhúsið á Geithálsi rifið, en það hafði þá verið í niðurníðslu í nokkurn tíma. Nýtt hús var byggt á sama stað, ein hæð með lágu risi, en það var rifið skömmu eftir að Olíuverslun Íslands reisti þar veitingaskála 1963. Staðurinn var áfram vinsæll áningarstaður en var lagður niður sem slíkur árið 1972 þegar Suðurlandsvegurinn var færður sunnar og Geitháls fór úr alfaraleið. Engin hús eru í dag á Geithálsi, en leifar eru þar af steinhlöðnum vegg sem hefur verið í porti norðan við gamla húsið. Hólmsá sem rann rétt sunnan við bæjarstæðið var færð sunnar þegar nýi vegurinn var gerður. Túnakort er til af bæjarstæðinu frá 1916. Á stríðárunum voru braggahverfin Camp Aberdeen og birgðageymslan Geitháls Dump við Geitháls.

Geitháls

Geitháls – geitakofi.

Bæjarstæðið hefur verið byggt utan í hjalla sem hefur verið stallaður upp frá gamla Suðurlandsveginum. Við veginn voru kálgarðar og norðan við þá hefur verið gerður sléttur stallur þar sem íbúðarhúsið og útihúsin stóðu áður. Norðan við húsin var steinhlaðinn veggur sem stendur enn. Ef rýnt er í þessa hleðslu má sjá að hún er samsett, þ.e.a.s. þetta eru leifar af veggjum úr húsum og jarðvegsvegg, um 25 m á lengd, sem gæti líka verið að hluta endurhlaðinn. Vestast á bæjarstæðinu, stallinum, eru leifar tveggja útihúsa úr torfi og grjóti og er austasta vegghleðslan, veggjarkampur, hluti af þeim.

Geitháls

Geitháls 2010.

Suðaustan við veggjakampinn eru sex steinþrep í steinhleðslunni upp á hjallann og frá þeim liggur hleðslan áfram til suðausturs að hlöðnum gafli, en hluti hleðslunnar hefur verið hliðarveggur í útihúsi og gaflinn hefur tilheyrt því. Hornrétt á hann er hleðsla sem gæti hafa verið annar gafl sem gæti hafa tilheyrt skemmu. Þrepin hafa verið gerð síðar því þau sjást ekki á elstu ljósmyndunum. Þegar túnakort var gert 1916 voru tveir kálgarðar fyrir framan bæjarstæðið, meðfram veginum, sem voru afmarkaðir með steinhlöðnum görðum, en sunnan við veginn voru tún bæjarins. Þar sem íbúðarhúsin stóðu og á hlaðinu þar fyrir aftan er mosavaxinn malarjarðvegur.

Geitháls

Geitháls – minjar.

Lítil ummerki eru eftir húsin. Tveir litlir steyptir fletir, sem á eru fest tvö járnrör, eru uppi á stallinum þar sem var inngangur á suðvesturhlið íbúðarhúsanna, og rafmagnskapall stendur upp úr jörðinni þar sem inntakið gæti hafa verið. Bæjarstæðið er mosa- og grasigróið en trjágróður og lúpína sækja stíft að bæjarstæðinu.

Heimildir:
-Þór Whitehead, 2002. Ísland í hershöndum, bls. 124-125.
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá, Reykjavík 2010.
-Bjarki Bjarnarson og Magnús Guðmundsson 2005. Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, bls. 196 og 295.
-Túnakort 1916, Geitháls, Þjóðskjalasafn.
-Vísir 25.08.1927, bls. 4.
-Þjóðviljinn 14.05.1963.
-Alþýðublaðið 28.06.1963.
-Vísir, 15.08.1940.

Herkampar

Herbúðir í landi Geitháls og Hólms, horft í vestur með Hólmsá og Suðurlandsvegi. Neðst til hægri er Camp White Heather við beinan veg, Camp Omskeyri við bogadregin veg aðeins vestar, Camp Geitháls Dump við Geitháls. Vestan við Geitháls ofarlega á myndinni er hvítur braggi sem var kvikmyndahús og síðar steinullarverksmiðja (213-66), þar voru Camp Phinney og Camp Swansea. Myndin er líklega tekin 1943-1945.

Í skýrslu um “Skráningu stríðsminja á Suðurnesjum” eftir Eirík Hermannsson og Ragnheiði Traustadóttur frá árinu 2019 má t.d. lesa eftirfarandi um flugvöllinn á Garðaskagaflötum, miðunarstöðina á Fitjum og hverfið Howard, miðunar- eða ratsjárstöð á Langholti:

Garðaskagi

Garðaskagi – herforingjaráðskort.

“Markmið verkefnisins var skráning og mæling menningarminja sem tengjast veru varnarliðs Breta og Bandaríkjamanna á stríðsárunum á landsvæði sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.
Hvergi á landinu voru umsvif erlendra herja meiri en á Suðurnesjum. Einn af fyrstu flugvöllum breska flughersins hér á landi var á Garðskagaflötum og þar höfðu Bretar aðstöðu um nokkurt skeið. Þar reistu Bretar bragga og loftnet eða miðunarstöð strax 1940 auk loftvarnarbirgja.

Garðskagi

Stríðsminjar.

Með komu Bandaríkjamanna 1941 jukust umsvifin enn og framkvæmdir urðu meiri og stórtækari. Eins og við er að búast er því mikill fjöldi herminja á Miðnesheiði þar sem varnarliðið hafði aðstöðu frá því á árum seinni heimsstyrjaldar.
Minjar af þessu tagi eru ekki sjálfkrafa verndaðar af þjóðminjalögum þar sem þær eru ekki orðnar hundrað ára gamlar. Í lögunum er þó heimild til þess að friðlýsa yngri minjar, en um þau efni hefur hvorki skapast hefð né opinber stefna verið mörkuð. Það gefur engu að síður auga leið að ýmsar herminjar á Miðnesheiðinni eru þýðingarmikil heimild um hlutdeild Íslands í einhverjum mestu stríðsátökum mannkynssögunnar og kalda stríðinu sem á eftir kom.

Garðskagi

Hermenn í skotgröf.

Fullyrða má að varnarminjar frá stríðsárunum og fram til þessa tíma hafi alþjóðlegt minjagildi. Því er mikilvægt að fram fari nákvæm skráning á því sem er enn sjáanlegt og það mælt upp samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands um skráningu fornminja. Þær upplýsingar þarf að færa á kortagrunn deiliskipulags sveitarfélaganna og leggja mat á hvað af því er þess virði að varðveita og segja frá í máli og myndum. Ekki leikur nokkur vafi á að margir vegfarendur um t.d. Garðskaga hefðu gaman af að vita af þeirri sögu sem liggur að baki Garðskagaflata í flugsögu og varnarsögu landsins. Sú saga er flestum ókunn.
Margir núlifandi heimamenn eru fróðir um þessa staði og geta lýst þeirri starfsemi sem þarna fór fram, jafnvel þótt ummerkin séu orðin óljós. Mikilvægt er að skrá þeirra frásagnir og safna myndefni því sem til er frá stríðstímanum.

Stríðsminjar frá veru hersins

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

Á varnarsvæði Bandaríkjamanna á Miðnesheiði munu hafa verið reistir alls 2081 skálar og skemmur af ýmsum gerðum og stóðu í þyrpingum og hverfum sem til öryggis var dreift umhverfis flugvellina, sem voru tveir, þ.e. Patterson og Meeks.
Í bók Friðþórs Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, er að finna greinagóðar upplýsingar um mannvirkin ásamt yfirlitskorti yfir hverfin og nöfn þeirra. Segir þar um nöfnin á hverfunum: „Nafngift herskálahverfanna var af ýmsum toga. Bandaríkjamenn kenndu hverfi sín gjarnan við sögufræga hermenn, leiðtoga, staði eða bækistöðvar eða nefndu þau til heiðurs látnum liðsmönnum Bandaríkjahers líkt og var um nafngift flugvallanna. Voru flest skálahverfin á flugvallarsvæðinu kennd við hermenn sem fórust er þýskur kafbátur sökkti herflutningaskipi USS Henry R. Mallory í skipalest djúpt suð-suðvestur af landinu 7. febrúar 1942.“ Þau svæði sem voru til sérstakrar skoðunar hjá skýrsluhöfundum eru öll á útnesinu utan þessa korts.

Garðskagaflatir – flugvöllur

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Breski herinn hernam Ísland þann 10. maí 1940 til að koma í veg fyrir mögulega innrás Þjóðverja. Herinn var að flestu leyti vanbúinn og efnalítill og þurfti að koma sér upp aðstöðu og þjónustu með litlum fyrirvara og sem minnstum tilkostnaði. Bretar hófu strax leit að heppilegu flugvallarstæðum víða um landið. Fengu þeir snemma augastað á Reykjavík, Kaldaðarnesi í Flóa, Odda á Rangárvöllum, á Snæfellsnesi og Garðskaga og ef til vill fleiri stöðum. Fáir staðir voru jafn ákjósanlegir fyrir bráðabirgðaflugvöll og Garðskaginn. Þarna var slétt og ræktað land, fyrrum kornakrar um aldir.

Garðskagi

Garðskagi – loftmynd 1954.

Jarðvegur á Garðskagaflötum er harður, þéttur og sendinn þannig að vatn sest sjaldan lengi á sléttlendið. Bretar sömdu við bændur á þeim fimm bæjum sem höfðu notað þetta svæði sem tún og beitiland en það voru Hafurbjarnarstaðir, Kolbeinsstaðir, Ásgarður, Hólabrekka og Útskálar.

Flugvallargerð á Garðskaga var ákveðin og var hafist handa snemma um sumarið 1940, og flugvöllurinn tekinn í notkun sumarið 1941.

Garðaskagi

Flugvallastæðið á Garðskagaflötum.

Þetta var fyrsti flugvöllur á Reykjanesskaganum og líklega einn fyrsti flugvöllur sem Bretar gátu nýtt sér hér á landi. Túnum bænda á Garðskaga var með auðveldum hætti breytt í 1050 m langa flugbraut sem var 90 m breið og lá frá Garðskagavegi suður undir Hafurbjarnarstaði. Flötin var sléttuð og tyrfð að nýju eftir því sem þurfti og sáu heimamenn um verkið. Þetta var fyrsta reynsla þeirra af Bretavinnu og áttu margir þeirra eftir að helga setuliðinu störf sín næstu áratugina. Notaðir voru þeir vörubílar sem Garðmenn og Sandgerðingar áttu á þeim tíma auk hestvagna. Verkamennirnir sjálfir lögðu til handverkfæri s.s. skóflur, haka og sleggjur.

Garðskagi

Grunnur undan bragga.

Þegar flugvallarstæðið hafði verið sléttað voru ræmur ristar í torfið svo skeljasandurinn kæmi vel í ljós við báða enda brautarinnar og með langhliðunum. Þannig var flugvöllurinn vel sýnilegur úr lofti.
Við bæinn Hlíð í Garði var hverfið Útskálar en það var kallað Hlíðarkampur af heimamönnum. Bærinn Hlíð stóð þar sem nú eru gatnamót Skagabrautar og gamla Sandgerðisveg. Bærinn stendur ekki lengur en bæjarhóllinn er við innkeyrsluna að Hótel Lighthouse Inn, sem hóf rekstur í mars 2017.

Garðskagi

Jarðhýsi – neðanjarðarbyrgi.

Nokkrir hermenn höfðu aðsetur í risinu á húsinu. Þar var einnig nokkur braggabyggð í námunda við íbúðarhúsið, en megin verkefni herflokksins sem þar dvaldi mun hafa verið eftirlit með kafbátaferðum. Þar voru reistir 14 braggar. Nú er þar aðeins ein braggatóft vel sjáanleg ofan við Sandgerðisveg og eitt steinsteypt jarðhýsi sem hugsanlega hefur verið skotfærageymsla undir varðstöð sem stóð á þessum slóðum. Jarðhýsið er um 3,4 m x 2,5 m. Gengið er niður í það sunnan megin.

Garðskagi

Skotbyrgi á túninu á Hlíð.

Í braggatóftinni henni er skilti sem stendur á Herkampur og er tún allt í kring. Liggur malarvegur framhjá í átt að Sandgerði. Grunnurinn er 25 x 10 m og snýr austur-vestur. Utanum hann er hleðsla og eru veggir um það bil 1,2 m á breidd og 0,4 á hæð. Þeir eru grónir en greinilega sést grjót í hleðslu. Innan hleðslunnar má sjá ummerki um steypuleifar.

Tvö eða þrjú hlaðin skotbyrgi fyrir vélbyssu voru á túninu ofan við gamla flugvöllinn. Ummerki um eitt slíkt byrgi eru vel sýnileg á túninu vestan við hótelið. Byrgið er hlaðið utan í gamlan túngarð.

Durham

Merki Durham Light Infantry liðsveitarinnar.

Í þessum vélbyssuvígjum var komið fyrir Bren-byssum og mun fyrsta sveitin sem þær mannaði hafa verið breskir hermenn úr Durham Light Infantry og Tyneside Scottish svokölluð „The Black Watch“ sem höfðu aðsetur á Skaganum. Síðla árs 1941 tóku Ameríkanar við vellinum. Þeir notuðu Browning vélbyssur samkvæmt því sem bók Friðþórs Eydal greinir frá. Braggi var einnig reistur við suðurendann í landi Kolbeinsstaða. Nú er ekki nein auðsjáanleg ummerki um þann bragga. Miðað við umsvif hersins í landi Hlíðar þá eru ummerkin hans orðin lítill en það sem er ennþá varðveitt eru nokkuð heillegar minjar, braggagrunnur, skotgröf og neðanjarðarbyrgi.

Garðskagi

Garðskagi 2022.

Aðgengi að sjáanlegum minjum er sæmilegt enda eru þær skammt frá nýbyggðu hóteli en helst þyrfti að færa til girðingu í samráði við landeiganda þannig að minjarnar yrðu enn aðgengilegri sem og merkja minjarnar.
Skagavöllur var í reynd aldrei notaður neitt að ráði en þjónaði hlutverki neyðarflugvallar. Upplýsingaskilti mætti setja niður annað hvort við hótelið eða við enda flugbrautarinnar nálægt bílastæðinu við sjóvarnargarðinn.

Miðunarstöðin á Fitjum

Fitjar

Fitjar – bragga- og húsgrunnar.

Breski herinn reisti miðunarstöð á Fitjum í október 1941 og kom þar upp aðstöðu. Þar reistu Bretar 13 bragga og 5 steinhús. Þá áttu Bandaríkjamenn tvo bragga að Fitjum í stríðslok. Bærinn var farinn í eyði og stóðu íbúðarhúsin enn uppi. Það var þá í eigu Ingibjörns Þ. Jónssonar bónda á Efri-Flankastöðum sem leigði það Bretunum. Þarna var einnig loftnet sett upp, um 20 m stálmöstur. Stöðin var allstór og er áætlað að þarna hafi verið um 100 hermenn þegar mest var, allt til ársins 1945. Stöðin var lögð niður árið1946 og keypti Ingibjörn bóndi á Flankastöðum þá 13 bragga og 5 lítil steinhús af Sölunefnd varnarliðseigna.

Fitjar

Fitjar 2023.

Miðunarstöðvarnar hér og á Langholti, áttu að fylgjast aðallega með skipaumferð en einnig auðvelda staðsetningu á kafbátum og flugumferð en árangur mun ekki hafa verið mikill.

Greinileg ummerki eru um braggabyggðina rétt suðaustan við gamla Sandgerðisveginn, skammt frá gamla bæjarstæði Fitja. Þarna eru enn sýnilegir allmargir grunnar, hleðslur, veggjabrot og sökklar undan möstrum.

Fitjar

Fitjar – húsgrunnur.

Vel má sjá að braggarnir hafa ekki allir verið reistir á sama tíma. Þannig eru þeir eldri með hlöðnum grunni og hafa líklega verið með timburgólfi sem stóð á nokkrum steyptum staurum eða sökklum. Nýrri braggarnir hafa verið með steyptu gólfi og eru þeir grunnar sýnilegri. Einnig var heilleg múrsteinshlaðin kamína eða arinn sem stendur ennþá vel sýnileg.

Þetta hverfi er ágætlega varðveitt og minjarnar vel sýnilegar. Ástæða er til að hreinsa burt lauslegt járnarusl og víra og setja upp skilti með upplýsingum. Aðgengi er gott.

Hverfið Howard á Langholti

Langholt

Ratsjárstöð á Langholti.

Bretar og Bandaríkjamenn settu upp miðunar- eða ratsjárstöð á Langholti við Litla-Hólm í Leiru. Sautján braggar munu hafa staðið undir Langholtinu austanverðu og ratsjárloftnet uppi á holtinu. Hverfið hét eftir fyrrum yfirmanni merkjasveita Bandaríkjahers í Tennesseeríki í bandaríska þrælastríðinu. Steinsteyptir sökklar og steypt plata fyrir mastur loftnets á norðanverðu holtinu eru enn vel sýnilegir en lítil ummerki eru um braggabyggðina. Talsvert umrót hefur orðið á svæðinu austan holtsins vegna starfsemi fiskvinnslufyrirtækja sem þarna hafa haft fiskþurrkunartrönur um áraraðir. Grunnar undan húsi og einum bragga sem voru nokkuð greinilegir voru mældir upp. Grunnurinn var með steinsteypu og bragginn var 21 x 8 m. Síðan mátti sjá ummerki um sennilega þrjá bragga en þessar minjar voru mjög ógreinilegar sem og steinsteyptan vegg.

Camp Howard

Undirstöður undir fjarskiptamöstur við Camp Howard.

Steinsteyptir sökklar og steypubrot er að finna nyrst í bland við rusl frá seinni tíma. Þá má greina ummerki um hlaðna gröf úr torfi og grjóti utan í og uppi hól vestan við Langholtið. Gröfin virðist hafa vísað inn að heiðinni. Líklegt má telja að þetta sé skotbyrgi frá hernum en þó ekki óhugsandi fyrir veiðimenn.
Fremur ógreiðfær vegarslóði liggur að Langholtinu að fiskþurrkunartrönum sem þarna eru og upp í grjótnámuna. Með dálitlum ofaníburði mætti gera hann færan flestum bílum og setja upp upplýsingaskilti við vegarslóðann.”

Heimildir:
-Magnús Gíslason, „Flugvöllur hans hátignar. Af setuliðinu í Garði og gerð flugvallar á Garðskaga 1940-1944“, Árbók Suðurnesja , VI., árgangur, Sögufélag Suðurnesja, Keflavík 1993, bls. 98.
-Skráning stríðsminja á Suðurnesjum, Eiríkur Hermannsson og Ragnheiður Traustadóttir – 2019.
-W.H. Harrisson, „ Gaman að hitta gamla vini eftir hálfa öld“, Árbók Suðurnesja, 1993, bls. 88.
-Friðþór Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, bls. 26-27.
-Friðþór Eydal, Frá heimsstyrjöld til herverndar, bls. 77.
-Skráning stríðsminja á Suðurnesjum, Eiríkur Hermannsson og Ragnheiður Traustadóttir – 2019.

Garðskagi

Hlíðarkampur við Hlíð á Garðskaga.

Hernám

Herminjar eða stríðsminjar eru fjölmargar á höfuðborgarsvæðinu – og víðar. Á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi eru þær fjölmargar, s.s. grunnar undan bröggum og varðskýlum, götur, byssuhreiður, skotgrafir og -byrgi, auk hins forna Þvergarðs yfir hæðina.

Valhúsahæð

Á Valhúsahæð 1910.

Í “Fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi” frá 2006 segir m.a. um Valhúsahæð: “Umsvif hersins á Seltjarnarnesi voru töluverð og einna mest á Valhúsahæð. Á hæðinni voru settar upp
loftvarnabyssur til þess að verja innsiglingu Reykjavíkur. Af loftmyndum má m.a. sjá að talsverðar herminjar hafa verið þar sem núverandi kirkja Seltirninga stendur. Samkvæmt upplýsingum Þór Whitehead var þetta svæði við Nesveg nefnt Grotta Camp. Valhúsahæð hefur verið umturnað talsvert þar sem kirkjan var byggð. Engar herminjar sjást nú þar sem kirkjan stóð en reyndar virðist stærstur hluti herminjanna hafa verið norðar og NNV við kirkjuna. Kirkjan var reist snemma á 9. áratugnum. Í fornleifaskráningu frá 1980 voru allar
herminjarnar á þessu svæði skráðar saman undir einu númeri og þeim ekki lýst að ráði.

Valhúsahæð

Á Valhúsahæð 2020.

Árið 1906 var vígð ný skólabygging fyrir Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Húsið stendur enn. Það er sunnan við Kirkjubraut þar sem hún beygir frá norðvestri til VSV. Skólinn varð aðsetur hermanna fyrst eftir hernámið um vor og sumar 1940. Á sama stað, nánar tiltekið við skólahúsgirðinguna, var rekin veitingakrá fyrir hermenn, á hernámsárunum. Kráin var fyrst rekin án leyfis frá hreppnum en síðar var veitt leyfi til veitingasölu meðan brezka setuliðið hafði búsetu á Nesinu. Lýsing á skólahúsinu er að finna í Seltirningabók.

Valhúsahæð

Varðskýli á Valhúsahæð.

Á hernámsárunum reis talsvert stórt íbúðarhverfi hermanna á og við Valhúsahæð. Hverfið var nefnt Grótta kamp. Það var þar sem nú er skóla og íbúðarhverfi milli gatnanna Suðurstrandar og Kirkjubrautar, vestan Nesvegar. Hverfið var að stórum hluta innan þess lands sem tilheyrði Mýrarhúsum en hefur líklega náð inn í landareign Hrólfsskála.

Valhúshæð

Skotbyrgi á Valhúsahæð.

Í Seltirningabók segir: ” Í Grotta Camp, sem var stærsta braggahverfið, var 536. brezka stórskotaliðssveitin staðsett, en hún var sérhæfð í strandvörnum. Þar voru líka menn úr verkfræðingasveitinni Det. Renfrewshire Fortress. Samkvæmt Þór Whitehead má tala um a.m k. tvö hverfi á þessum slóðum, annars vegar sk. RAF Camp sem var á Valhúsahæð suðvestanverðri og hins vegar Keighly (sem kallað var Adams Camp frá júlí 1943) var syðst í braggabyggðinni við Mýrarhúsaskóla. Samkvæmt Þór var RAF Camp vestan við Keighly/Adams Camp og varð síðar hluti af því. Í RAF Camp bjuggu liðsmenn ratsjárstöðvarinnar bresku frá 1941. Á þessum slóðum hefur nú byggst upp íbúðarhúsahverfi, þarna er grunnskóli o.fl. stofnanir.

Valhúsahæð

Skotbyrgi á Valhúsahæð.

Inn á örnefnaloftmynd frá 1978 er merkt varða á hæsta punkti Valhúsahæðar, þar sem nú er útsýnisskífa og steinsteypt merki dönsku landmælingamannanna. Samkvæmt Guðrúnu Einarsdóttir sem gerði B.S. ritgerð um örnefni á Seltjarnarnesi 1979 og ræddi við fjölda heimildamanna, gat enginn þeirra staðsett þessa vörðu nákvæmlega, né höfðu um hana heyrt. Ekki er ólíklegt að hún hafi verið landamerkjavarða þar sem merkin lágu um háholtið. Hugsanlegt er og að svonefnd “Litlavarða” hafi einnig verið landamerkjavarða, litlu norðvestar. Um þetta verður þó ekkert fullyrt enda eru vörðurnar löngu hrundar og horfnar. Á svipuðum stað og varðan á háholtinu, eða jafnvel á sama stað, var einnig ljósker fyrir sjófarendur, sett upp síðla á 19. öld.

Valhúsahæð

Ummerki efst á Valhúsahæð.

Varðan hefur verið á hæstu hæðinni en engin merki sjást um hana nú. Um ljóskerið er fjallað í Seltirningabók. Þar segir: “Ljóskerið var sett upp árið 1883 og kostuðu bændurnir það fyrstu tvö árin en bæjarfógeti í Reykjavík tók að sér að greiða kostnaðinn 1885.” Árið 1892 eru varðveitt bréf um að staðið hafi til að setja upp kúlumyndað ljós á Valhúsahæð í stað þess gamla. Líklega hefur af því orðið en það ljós mun ekki hafa logað í mörg ár, aðeins fram til 1895 þegar farið var að huga að ljósi og síðar vita í Gróttu.

Valhúsahæð

Skotbyrgi og skotgrafir á Valhúsahæð.

“Valhúsahæð nefnist hæsta hæðin á Seltjarnarnesi. Sagt er að þar hafi verið hús fyrir fálka konungs. … Varða, sem nefndist Litlavarða, var ofan við Skólabraut 1. Laut var sunnan undir henni. Þar var hleðsla, og þar var talið, að fálkahúsið hefði verið. Nú hefur verið ýtt ofan í lautina,” segir í örnefnaskrá. Engin ummerki sjást nú um Valhús né heldur Litluvörðu sem miðað er við í örnefnalýsingu. Svæðinu hefur mikið verið rótað.

Hér verður lýst þremur mannvirkjum af mörgum á norðvestanverði Valhúsahæð:

Valhúsahæð

Skotbyrgi og skotgrafir á Valhúsahæð.

“Leifar [fyrstu] húsarústar sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Rústin er um 270 m vestur af merki dönsku landmælingamannanna (sem er á hæsta punkti Valhúsahæðar), beint suðaustur af Vesturströnd 31 og fast austan við Þvergarð. Í kringum húsarústina er melur sem er að hluta gróinn, en mjög stórgrýttur. Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: ” Varðhús? Húsið skiptist í tvo hluta, 3×5 m og 4×5 m. Í öðrum hlutanum eru uppistandandi veggir, 1-2 m háir. Þeir eru hlaðnir úr grjóti og límdir með steypu.” Húsarústin er tvískipt og hefur hús þetta því að líkindum haft tvö herbergi þegar það var undir þaki. Alls er rústin um 7×5 m að stærð og snýr norður-suður. Veggir syðri hlutans eru hrundir og hafa sennilegast verið rifnir. Eftir stendur steyptur grunnur. Nyrðri hlutinn er mun heillegri, veggir hans standa mest í 2 m hæð og eru um 0,5 m þykkir. Veggirnar eru hlaðnir úr litlu og meðalstóru grjóti og er steypt á milli umfara, sem eru mest um 9 talsins. Í norðausturhorni nyrðra herbergisins stendur steyptur stöpull upp úr gólfinu. Stöpullinn er 1,4 m á hæð og er 0,3 x 0,3 m að þvermáli. Hlutverk stöpulsins er óljóst.

Valhúsahæð

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð.

Leifar [annars] mannvirkis sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Tóftin er um 26 m suðaustan við framangreinda rúst og um 80 m norðaustan af landamerkjasteini. Stórgrýti er á melnum í kringum tóftina.
Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: “Skotbyrgi? Rúst, um 9×9 m. Veggir hlaðnir úr torfi og grjóti, hæstir um 50 cm. Dyr virðast snúa í austur og vestur.” Nyrðri hluti rústarinnar er hringlaga tóft með tveim hólfum, en syðri hlutinn er þverþveggur sem virkar líkt og skjól fyrir tóftina. Vestara hólfið í tóftinni er opið til suðurs, að þverveggnum, en ekkert op er hægt að greina á eystra hólfinu.

Valhúsahæð

Þvergarður á Valhúsahæð.

Leifar þess [þriðja] mannvirkis sem hér er lýst eru á norðvestanverðri hæðinni. Tóftin er 50 m norðaustan við landamerkjasteininn. Mannvirkið var skráð í fornleifaskráningu frá 1980. Í henni segir: “Skotbyrgi? Rústin er U-laga um 5 x 6 m, og þverveggur fyrir. Undirstöður úr torfi og grjóti, hæð veggja mjög óregluleg, en þykkt um 1 m. Tvennar dyr eru á rústinni þar sem langveggir og þverveggur mætast. Dyrnar eru um 0,5 m á breidd og snúa í NNV og SSA.”

Skotgröfunum umleikis minjarnar á norðvestanverðri hæðinni er ekki lýst sérstaklega.

Þór Whitehead hefur það eftir Friðþóri Eydal að kampur, kallaður Curtis Bay Beach, hafi verið í landi Mýrarhúsa, á milli þeirra og Nýjabæjar. Samkvæmt upplýsingum Þór kannaðist Skúli Ólafsson, sem vel er kunnugur á Nesinu, ekki við kampinn. Hann er horfinn í íbúðarhúsabyggð og ekki reyndist unnt að staðsetja hann nákvæmlega.”

Valhúsahæð

Varðskýli á Valhúsahæð.

Í frétt MBL 5. júní 2012 segir: “Stríðsminjar gerðar upp á Seltjarnarnesi – Var ætlað að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja – Merkileg byggingaraðferð”.

“Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur hafist handa við að endurreisa gamlar stríðsminjar á Valhúsahæð. Er um að ræða tvenn mannvirki, byrgi á Valhúsahæð og ljóskastarahús í Suðurnesi.
Mannvirkin voru hluti af stjórnstöð strandvarna Reykjavíkur í síðari heimsstyrjöld en Bretar létu reisa það ásamt tveimur fallbyssum um sumarið 1940. Stjórnstöðinni var ætlað að verja innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn og flotastöð Breta í Hvalfirði fyrir skipum og kafbátum Þjóðverja.

Stærstu byssur Breta á Íslandi

Seltjarnarnes

Ljóskastarahús á Suðurnesi.

Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fagnar því að Seltjarnarnesbær ætli sér að varðveita þessar minjar, þar sem nær skipulega hafi verið gengið fram í því að eyðileggja stríðsáraminjar í landinu á umliðnum áratugum. Hann segir að sérstök byggingardeild úr landgönguliði breska flotans hafi verið send til landsins til þess að gera smíði þeirra sem best úr garði. Þór segir að eitt það merkilegasta við mannvirkin hafi verið byggingaraðferðin en virkjagerðarmennirnir reistu byrgin á Valhúsahæð úr höggnu grjóti og steinsteypu og var þar fylgt sérstökum byggingarstaðli við virkjagerð sem ekki sást annars staðar á landinu. Þessi deild ferðaðist svo um landið og reisti önnur sambærileg mannvirki fyrir stöðvar Breta á landsbyggðinni, til dæmis í Hvalfirði og Eyjafirði.

Seltjarnarnes

Hernaðarmannvirki á Seltjarnarnesi.

Fallbyssurnar tvær sem reistar voru á Valhúsahæðinni voru, ásamt samskonar byssum í Hvalfirði, þær stærstu sem Bretar létu reisa á Íslandi, með sex þumlunga (15 cm) í hlaupvídd. Þær drógu um 12 kílómetra út á haf, og var ætlað að reyna að koma í veg fyrir að Þjóðverjar myndu gera hér innrás. Þrátt fyrir það þóttu byssurnar heldur lítilfjörlegar, og segir Þór ljóst að líklega hefðu byssurnar ekki haldið innrásarflota Þjóðverja lengi frá og hér hefði orðið fátt um varnir. Þegar Bandaríkjamenn tóku við hervörnum hér sumarið 1941 kom í ljós að þeim þótti lítið til koma til bresku byssanna. Bættu þeir þó sjálfir ekki úr bót, þar sem innrásarhættan frá Þjóðverjum minnkaði eftir því sem leið á stríðið.

Stundum skotið á vinveitt skip

Valhúsahæð

Herminjar ofan við kirkjuna á Valhúsahæð.

Ljóskastararnir á Seltjarnarnesi lýstu upp skip að nóttu til, svo að auðgreina mætti hvort þar væri vinur eða fjandmaður á ferð. Einnig var strengdur sérstakur strengur, sem nam breytingar á segulsviði, frá stjórnstöð í Bollagörðum á Seltjarnarnesi og yfir til Akraness. Var þannig hægt að vara við ferðum kafbáta og annarra skipa sem sigldu óboðin yfir strenginn. Vinveittum skipum var hins vegar gert að sýna sérstakar veifur að degi til og ljósmerki að nóttu til, sem höfðu verið ákveðin þann daginn.

Valhúsahæð

Skotbyrgi á vestanverðri Valhúsahæð.

Gerðist það að minnsta kosti tvisvar sinnum að íslensk skip hafi gleymt að sinna þessum fyrirmælum, og fengu þau að launum viðvörunarskot þvert yfir stafninn. Lá við stórslysi af þessum völdum að sögn Þórs. Kom þó sem betur aldrei til þess að vinveittu skipi væri sökkt af þessum völdum.”

Framangreindar stríðsminjar hafa enn ekki verið gerðar upp, ellefu árum eftir áætlun. Og svona, í sögulegu samhengi; ekki væri úr vegi að “Háhæðarvarðan” og “Litlavarða” yrðu hlaðnar upp að nýju á Valhúsahæð – þótt ekki væri fyrir annað en að varðveita hin sögulega gildi.

Heimild:
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson, Fornleifastofnun Íslands, 2006.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1424488/

Valhúsahæð

Valhúsahæð að NV – herminjar.

Svínahlíð

Ótal stríðsminjar má enn finna hér á landi, hvort sem um er að ræða skotgrafir, skotbyrgi, flugvelli, braggaleifar eða flugvélaflök.
skotbyrgi-2Í fyrri-heims-styrjöldinni notaði fólk það sem það hafði alltaf notað og það var að skjóta, hlaða, eitt skref áfram, skjóta og svo hlaða og þegar þeir voru komnir að hvor öðrum þá hlupu þeir hvor öðrum með hníf á byssunni og fór að stinga hvorn annan. En það breyttist mjög fljót með tilkomu skotgrafanna.

Fyrri heimsstyrjöldin var ólík öllum fyrri styrjöldum vegna skotgrafahernaðarins. Mikinn hluta stríðsins höfðust herir beggja aðila við í skotgröfum, við mjög léleg kjör.
Skotgrafirnar voru nauðsynlegar, því vopnin voru orðin svo öflug og hraðvirk að ógerlegt var að berjast á opnum velli.
skotbyrgi-3Þegar hermenn klifruðu upp úr gröfunum til árása unnust yfirleitt ekki nema nokkrir metrar og mannfall varð gífurlegt.Þetta leiddi til sjálfheldu sem varaði frá árslokum 1914 fram á sumar 1918.
Margir hermenn eignuðust þó góða vini á þessum langa tíma. Jafnvel menn úr sitthvorum hernum urðu góðir vinir. Eitt skipti efndu andstæðingarnir til fótboltakeppni og kepptu af miklum þrótti og næstu stund voru þeir komnir ofan í skotgrafirnar og kúlnahríðinni rigndi yfir þá.
Það urðu margir menn veikir í skotgröfunum því það gat orðið  kalt og þegar það ringdi yfir þá og skorgrafirnar hálffyltust og þeir ofan í þá gat það orðið mjög vont fyrir lappirnar á þeim því þeir mistu tærnar eða jafnvel lappirnar sínar. Margir af þeim dó úr kvefi eða kulda.
Í dagrenningu föstudaginn 10. maí árið 1940 hélt bresk flotadeild inn á Sundin við Reykjavík. Flotadeildin samanstóð af fjórum skipum, beitiskipunum Berwick og Glasgow, og tundurspillunum Fortune og Fearless. Um borð í skipunum voru hundruð breskra hermanna, gráir fyrir járnum, tilbúnir til að hernema Ísland. Þetta átti eftir að verða einn örlagaríkasti dagur í sögu landsins.

skotbyrgi-5

Árið 1939 hafði brotist út stríð milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Frakka hins vegar, þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Þann 9. apríl árið eftir réðist þýski herinn inn í Danmörku og Noreg og náðu þar með á sitt vald öflugum kafbátastöðvum sem styttu leið kafbáta þeirra út á Atlantshaf umtalsvert. Þetta var Bretum sérstaklega óhagstætt og þeir töldu sig því þurfa að ná valdi yfir stöðvum á Atlantshafinu þar sem þeir gætu fylgst betur með kafbátaher Þjóðverja. Því fóru þeir, um svipað leyti og Þjóðverjar hernámu Danmörk og Noreg, þess á leit við Íslendinga að þeim yrði leyft að koma hér upp varnarstöðvum. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem þá var hér við völd neitaði þessu í nafni hlutleysis landsins, þrátt fyrir að þeir skildu vandræðin sem Bretar væru í.
Bretar gátu ekki sætt sig við þetta enda voru Þjóðverjar nú farnir að gera þeim hverja skráveifuna á fætur annarri á höfunum með kafbátaher sínum. Því var ákveðið, í trássi við skoðanir íslensku ráðamannanna, að bresk flotadeild yrði send hingað og að landið myndi verða hernumið á eins friðsamlegan máta og kostur yrði á.
Það var almennur skilningur meðal ríkisstjórnarmeðlima á Íslandi að Bretar þyrftu á varnarstöðvum gegn kafbátum á Atlantshafinu að halda þannig að allir bjuggust við því að þeir myndu hernema landið skotbyrgi-6hvað úr hverju. Þar sem það var lítið vitað um hug Þjóðverja varðandi Ísland voru þó ekki allir vissir um það þegar flotadeildin kom hingað, hvort hún væri bresk eða þýsk.
Þegar skipin vörpuðu akkeri við Reykjavík og hermennirnir streymdu á land var fátt um manninn við bryggjuna að taka á móti þeim, en þeim fjölgaði þegar á leið. Lögreglan í Reykjavík tók sig síðan meira að segja til og hjálpaði hermönnunum að halda frá forvitnum Íslendingum sem komu til að skoða þessa óboðnu gesti. Flestir höfðu það á orði að “þeir væru fegnir að þarna væru Bretar en ekki Þjóðverjar á ferð.” Þegar breski herinn var kominn hér á land tók hann til við að koma upp bráðabirgðastöðvum og eitt af því fyrsta sem bresku hermennirnir gerðu var að ganga úr skugga um að húsnæði Eimskipafélagsins í Pósthússtræti væri ekki íverustaður nasista, en merki félagsins, Þórshamar, höfðu þýskir nasistar tekið upp á sína arma eins og flestir vita.

skotbyrgi-7

Einnig sóttu þeir að Pósthúsinu, höfuðstöðvum Símans, Ríkisútvarpinu og Veðurstofunni, og allt var það gert í þeim tilgangi að ná á vald sitt fjarskiptastöðvum svo Þjóðverjar myndu ekki hafa veður af innrásinni í bráð. Síðan hreiðruðu þeir um sig á hinum ýmsu stöðum í borginni, t.d. í Öskjuhlíðinni. Auk þess gekk her á land á Akureyri, Austfjörðum og víðs vegar annars staðar um landið. Allt gekk þetta fyrir sig án þess að grípa þyrfti til vopna og var hernámið því hið friðsamlegasta.
Þegar vart varð við breska flotann úti fyrir Reykjavík sló ótta að þýska ræðismanninum á Íslandi, Werner Gerlach. Gerlach þessi hafði nýlega verið settur í stöðu ræðismanns hér, var meðlimur í SS-sveitunum og var persónulegur vinur Heinrich Himmlers, yfirmanns SS. Þar var því á ferð maður með skuggalega fortíð og þótti mörgum standa mikill óhugur af veru hans hér á landi. Um leið og Gerlach varð flotadeildarinnar var flýtti hann sér upp í ræðismannsbústað sinn í Túngötu. Hann vildi nefninlega ólmur ná að brenna öll skjöl Þriðja ríkisins sem hann hafði undir höndum og gætu annars lent í höndum Breta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

skotbyrgi-8

Meðan á töku breska hersins á fjarskiptastöðvum höfuðborgarsvæðisins stóð hélt breskur herflokkur að bústað þýska ræðismannsins og knúði þar dyra. Werner Gerlach var ekki á þeim buxunum að opna strax en lét þó undan þegar hann sá að öll mótspyrna væri vonlaus. Gerlach reyndi að tefja fyrir innrásarmönnunum til að reyna að dylja brennslu leyniskjalanna sem átti sér stað á efri hæð hússins en Bretarnir urðu fljótlega varir við það að reyk bar úr glugga þar og héldu þegar upp. Þar náðu þeir að slökkva í skjölunum og náðu Bretar þar í nokkur heilleg leyniskjöl Þriðja ríkisins á silfurfati. Gerlach var síðan fluttur um borð í breskt skip sem sigldi með hann í fangelsi í Bretlandi. Það urðu og örlög fjölmargra Þjóðverja sem hér bjuggu á þessum tíma.
skotbyrgi-9Klukkan 10 árdegis þennan örlagaríka dag settust ráðherrar í ríkisstjórn Íslands á fund í Stjórnarráðshúsinu til að ræða atburði næturinnar. Flestir ráðherrar voru á því að þarna hefði verið lán í óláni að Bretar hefðu hernumið Ísland en ekki Þjóðverjar. Forsætisráðherra var þó ekki öldungis sáttur með komu hinna útlendu hernámsliða og það varð úr að ríkisstjórnin myndi mótmæla hernáminu formlega og reyna að tryggja það að ríkisstjórnin myndi ráða öllu er varðaði Ísland annað en varðaði herinn beint. Þegar þessum umræðum var lokið hélt breski sendiherrann á Íslandi, Howard Smith, á fund ríkisstjórnarinnar og tilkynnti formlega að landið hefði verið hernumið, og lýsti því yfir að sér þætti leitt að til þess hefði þurft að koma og vonaðist eftir friðsamlegri sambúð við Íslendinga. Síðan spilaði hann út sínu helsta trompi þegar hann sagði að með hernáminu hefði utanríkisverslun Íslendinga verið sett úr skorðum, en Bretar væru fúsir til að “létta undir með íslensku atvinnulífi.” Þannig myndu Íslendingar fá sitthvað að launum fyrir það að hér yrði hýstur her. Þetta varð síðan til þess að færa íslenskt atvinnulíf á nýtt stig velferðar sem ekki hafði sést hér áður.

skotbyrgi-10

Adolf Hitler hafði, eins og margir aðrir nasistar, mikinn áhuga á Íslandi, og á apríllok árið 1940 fékk hann þá hugmynd að Þjóðverjar myndu hernema landið. Þannig vildi hann nýta sér skjótan árangur hers síns í baráttu sinni gegn Danmörku og Noregi, og nýta jafnframt skip sem notuð höfðu verið í Noregi til innrásar í Ísland. Þetta kallaði einræðisherrann Íkarusáætlun. Þegar Hitler kynnti þessar hugmyndir sýnar herstjórnendum mætti hann mikilli andstöðu yfirmanna flotans sem töldu að hernámi Íslands fylgdu of mikil vandræði til að geta borgað sig. Það var í sjálfu sér minnsta málið að hernema landið, vandinn var að halda því. Þannig þyrfti að halda úti birgðaflutningum yfir haf sem væri krökkt af óvinaskipum, of langt var fyrir þýska flugherinn að vernda hernámsherinn og hætta var á að hernámsliðið yrði lokað af þannig að það kæmi ekki að neinum notum í stríðinu meir. Þannig tókst yfirmönnum flotans að telja Foringjann af hugmyndum sínum og hugmyndin um innrás í Ísland var ekki oftar dregin upp í herstjórnarstöðvum Þjóðverja í stríðinu.
Þegar Ísland var komið í hendur Breta höfðu þeir fengið stöðvar þær sem þeir þurftu á Atlantshafinu. Þó var langt í land að þeim tækist að ná yfirhöndinni á höfunum. Ísland kom þó að góðum notum sem bækistöð fyrir könnunarflugvélar og þaðan kom meðal annars flugvél sem kom auga á risaorrustuskip Þjóðverja, Bismarck, sem var sökkt í framhaldi af því árið 1941. Þá var fjölmörgum kafbátum sökkt eftir að flugvélar héðan höfðu komið auga á þá þannig að Ísland varð Bretum sannarlega betra en ekkert. Síðar leysti svo bandaríski herinn þann breska af við vörn landsins og hersetu. Þannig varð Ísland að virki í miðju Atlantshafi sem átti síðar eftir að vera þýðingarmikið þegar Kalda stríðið skall á eftir síðari heimsstyrjöld.”

Heimildir voru m.a. fengnar úr bókinni Bretarnir koma eftir sagnfræðinginn Þór Whitehead.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir og -byrgi.

Flóðahjalli

Í Morgunblaðinu, blaði B, 2002, fjalla Þorkell Jóhannsson og Óttar Kjartansson um “Tóftina á Flóðahjalla og horfna tíð í Urriðakoti“:

Þorkell Jóhannson

Þorkell Jóhannsson.

“Ný tegund tófta hér á landi eru leifar mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu.
Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson kynntu sér tóft þessarar gerðar sem er í Setbergslandi, á Flóðahjalla, sunna eyðibýlisins Urriðakots í Garðabæ.

Tóftir á Íslandi hafa verið flokkaðar í tvo meginflokka; húsatóftir (tóftir íveruhúsa og peningshúsa af ýmsu tagi) og tóftir margvíslegra skýla (tóftir sæluhúsam skothúsam brunnhúsa, myllukofa eða fjárborga og fjárrétta svo að dæmi séu tekin). Ný tegund tófta hér á landi er að kalla tóftir mannvrkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu. Ein tóft þessarar gerðar er í Setbergslandi á Flóðahjalla sunnan eyðibýlisins Urriðakots í Garðabæ.

Tóftin hefur vakið athygli okkar á reiðferðum um landið í kring og þá ekki síst vegna stærðar sinnar. Segja má, að tóftin „hafi ekki látið okkur í friði“ og því hafi skrif þessi orðið til.

Fremst á Flóðahjalla heitir Hádegisholt og var eyktarmark frá Urriðakoti. Eyktarmörk minna á horfna tíð með sínum búskaparháttum og mannlífi. Í Urriðakoti var áður sveit, en þar er nú útivistarsvæði borgarbúa – og í vændum er mikil byggð og þar á meðal bygging tæknigarða, ef trúa má fréttum (Morgunblaðið 27.6.2001). Segja má að sú gerbreyting á landnýtingu og lífsháttum, sem hér hefur orðið á síðustu áratugum, hafi fylgt í kjölfar hernáms Breta 1940. Við höfum þess vegna einnig freistast til þess að hyggja lítillega að horfinni tíð á þessum slóðum.

Flóðahjalli

Flóðahjalli

Flóðahjalli er grágrýtisrani (sjá yfirlitskort), sem liggur í um það bil norðvestur í framhaldi af Setbergshlíð. Allbreitt skarð skilur Flóðahjalla til suðausturs frá Sandahlíð, sem er hæsti hluti Setbergshlíðar. Flóðahjalli er hæst um 125 m yfir sjávarmáli og Sandahlíð er svipuð á hæð. Skarðið á milli er í um það bil 100 m hæð. Þar liggur nú háspennulína til Straumsvíkur og línuvegur meðfram. Skarðið nefnist Klif, en var þó aldrei ferðaleið. Vel mætti því vera að skarðið hefði upphaflega kallast „klyft“ (þ.e.a.s. klauf í hæðarhrygginn).

Flóðahjalli

Flóðahjalli – mannvirki.

Norðaustanvert á Flóðahjalla er markagirðing milli Urriðakots og Setbergs. Þar hefur land greinilega blásið, en í verið sáð lúpínu. Sækir hún nú ört upp hjallann og að tóftinni. Norðan við heitir Urriðakotsdalur og Hraunflatir næst Búrfellshrauni. Þar hafa Oddfellowar eftir 1990 gert stóra og vel búna golfvelli á sínu landi (sjá á eftir), og var þar golfskáli risinn þegar 1992.

Oddsmýrardalur

Oddsmýrardalur.

Suðvestan undir Flóðahjalla, milli hans og Svínholts og Setbergsholts, er Oddsmýri, en Oddsmýrardalur er til suðurs. Oddsmýri hefur verið ræst fram og þar verið ræktuð tún frá Setbergi. Mýrin hefur án efa verið mjög blaut og gæti einhvern tíma hafa verið verið kölluð „flóð“ og af því sé nafngiftin Flóðahjalli dregin. Eldri og væntanlega réttari nafngift er Flóðháls. Frá mýrinni rennur Oddsmýrarlækur í Urriðakotsvatn (Urriðavatn). Í Oddsmýrardal,   skammt innan við Oddsmýri, er beitarhúsatóft frá Setbergi. Þaðan er þægilegt að ríða eða ganga inn í botn Oddsmýrardals og svo áfram línuveginn til norðurs upp Klifið og síðan út eftir hjallanum að fornri og nokkuð hruninni vörðu fremst á Flóðahjalla (vafalaust hádegiseyktarmark frá Urriðakoti). Tóftin er nokkru framan við háhjallann, um það bil miðja vegu milli hans og vörðunnar. Þaðan er víðsýnt, ekki síst yfir Hafnarfjörð og nágrenni. Flóðahjalli er allnokkuð gróinn og kjarrivaxinn að sunnanverðu og þar má einnig ganga eða ríða upp hálsinn beina leið að tóftinni.

Urriðavatn

Urriðavatn í nútíma.

Norðaustan undir Flóðahjalla þar, sem heitir Flóðahjallatá, liggur svokallaður Flóttamannavegur, öðru nafni Elliðavatnsvegur eða Vatnsendavegur. Milli vegarins undir Flóðahjallatá og Urriðakotsvatns heitir Dýjamýri austar, en Þurramýri vestar. Dýjakrókar heita fjær undir Urriðakotshálsi (ranglega nefndur Urriðaháls í Mbl. 27.6.2001). Þar eru uppsprettur og úr þeim rennur Dýjakrókalækur vestur Dýjamýri í Þurramýrarlæk, á mótum Urriðakots og Setbergs, og svo í vatnið. Eru lækir þessir ásamt Oddsmýrarlæk helsta aðrennsli í vatnið ofan jarðar. Ef vernda á lífríki Urriðakotsvatns, ekki síst eftir að byggð færist nær beggja megin vatnsins, er því nauðsynlegt að friða bæði Dýjakróka og mýrlendið að sunnanverðu við vatnið.
Frárennsli úr vatninu er í norðvesturhorni þess í landi Setbergs. Rennur þaðan lækur, Stórakrókslækur, nú að mestu í rásum og stokkum, sem sameinast Hamarskotslæk (Hafnarfjarðarlæk) neðan og vestan við Setberg. Gekk áður sjóbirtingur í lækinn, en hann hvarf eftir virkjunarframkvæmdir Jóhannesar Reykdals, síðar á Setbergi (föður Elísabetar Reykdals, sjá síðar) árið 1904. Jóhannes Reykdal var frumkvöðull um rafvæðingu hér á landi sem kunnugt er.
Austan Urriðakotsvatns stóð bærinn í Urriðakoti í grónu túni. Túnið er enn grænt, en bæjarins sér nú lítinn stað. Hádegisholt og varðan á því hefur vissulegs blasað vel við frá bænum og útsýni er sömuleiðis gott af holtinu í átt að bæjarstæðinu).
Á Urriðakotshálsi voru á stríðsárunum nokkuð stórar herbúðir Bandaríkjamanna. Þær sjást allvel á loftmynd frá l954 og enn má sjá þar húsgrunna og steinsteypuleifar frá þeim tíma. Það er víst einmitt hér, sem hinir nýju tæknigarðar skulu rísa.

Tóftin

Flóðahjalli

Tóftin á Flóðahjalla.

Tóftin er á og umhverfis klöpp eða klapparfláka nokkurn spöl vestan við hæsta hluta Flóðahjalla eins og áður segir. Hún er óreglulega hringlaga, hlaðin úr grágrýti og hafa steinarnir án efa verið fengnir uppi á hrygg hjallans.
Grjótveggirnir hafa að mestu verið hlaðnir á melnum utan við klöppina. Þeir hafa því riðlast umtalsvert í áranna rás. Þar, sem veggirnir hafa staðist best, má ætla, að þeir hafi verið nokkuð á 2. m að hæð. Öll er tóftin furðustór að flatarmáli eða nærri 800 m².

Elísabet Reykdal

Elísabet Reykdal.

Norðanvert í tóftinni eru innri hleðslur. Verða þannig til tvö lítil ferhyrnd rými (ca. 2,5x 4 m og ca. 3×1,8 m að innanmáli; og eitt hringlaga (ca. 4 m að innanmáli;). Í öðru ferhyrnda rýminu fundum við leifar af timburfjölum og utan við hringlaga rýmið fundum við ryðgaða járnplötu, 1×1 m, með ca. 8 cm háum hnúð eða pinna á í miðju, en alls ekkert annað, sem bent gæti til mannvistar.
Á klöppinni syðst eru nokkrar stafristur. Þar teljum við ótvírætt að höggvið hafi verið ártalið 1940, fangamarkið D.S. og væntanlega mannsnafnið J. E. Bolan. Þessi stafagerð er öll með sama breiða lagi. Auk þess má greina fangamörkin J.A. og G.H. með annarri og yngri (?) stafagerð svo og ártalið 1977 (?). Bolan er þekkt mannsnafn í Englandi. Það og ártalið 1940 bendir því eindregið til þess að hér hafi Bretar verið að verki hernámsárið 1940.

Elísabet Reykdal (f. 1912), sem alla tíð hefur búið á Setbergi, man vel eftir komu Breta í Hafnarfjörð sumarið 1940, og hún var í nábýli við þá og síðar Bandaríkjamenn. Hún minnist þess, að Bretar voru með gervifallbyssur (símastaura?) á Setbergshamrinum. Hún man einnig vel eftir Bretunum á ferð í einhvers konar beltabílum („einhvers konar smáskriðdrekar“) á vegaspottunum milli Setbergs og Urriðakots (þetta hafa verið svokallaðir Bren Gun Carriers). Telur hún líklegast, að Bretarnir hafi farið á bílunum upp á Flóðahjalla. Hún þvertekur fyrir, að Íslendingar hafi komið þar að verki.
Af bók prófessors Þórs Whiteheads, Bretarnir koma, má ráða, að meðal þeirra staða, sem Bretar óttuðust mest, að Þjóðverjar myndu nota til landtöku hér, voru lendingarstaðir flugvéla á Sandskeiði og í Kaldaðarnesi og höfnin í Hafnarfirði. Strax hernámsdaginn (10. maí) voru hermenn sendir upp á Sandskeið og austur yfir Fjall í svo ólíkindalegum herflutningatækjum og hvítar Steindórsrútur voru.

Urriðaholt

Uppdráttur af Camp Russel á Urriðaholti.

Til Hafnarfjarðar voru hermenn fyrst sendir fáum dögum síðar og svo að marki 18. maí, þegar liðsauki hafði borist til landsins með tveimur stórum herflutningaskipum. Þá voru fluttir 700 hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga sjóleiðis til Hafnarfjarðar. Þessir hermenn höfðu þó ekki strax yfir að ráða Brenvögnum, þar eð slík farartæki komu fyrst til landins í júlí um sumarið (9; bls. 132 og 212). Þór Whitehead telur því einsýnt, að hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga hafi gert mannvirkið á Flóðahjalla. Hafi tilgangurinn verið sá að efla varðhöld og vígstöðu við Hafnarfjörð til þess að mæta hugsanlegri innrás Þjóðverja. Ótvírætt er, að Bretar óttuðust mjög landgöngu Þjóðverja í Hafnarfirði, ef svo bæri við. Í bók Þórs er þannig mynd (mynd 40), sem sýnir menn úr herfylki Wellingtons hertoga á æfingu á holti við Hafnarfjörð. Í texta við myndina segir m.a.: „Bærinn var talinn einn líklegasti landgöngustaður þýsks innrásarliðs og Bretar gerðu ráðstafanir til að sprengja Hafnarfjarðarhöfn í loft upp“.

Flóðahjalli

Flóðahjalli – minjar.

Öðrum okkar (Þ.J.) hefur nú borist svar við fyrirspurn til aðalstöðva herfylkis Wellingtons hertoga þess efnis, að tóftin („the stone defence work mentioned“) hafi verið reist af mönnum úr 1/7 herfylki Wellingtons og tilgangurinn hafi verið svipaður og Þór Whitehead telur („…to cover open ground, which might have been used by enemy parachutists, road approaches to the town and, possibly, likely landing places on the coast“).
Þessar upplýsingar eru byggðar á ritaðri frásögn eins þeirra hermanna, sem þarna komu við sögu og er enn á lífi. Í ljósi þessara upplýsinga þykir okkur líklegt, að byssustæði hafi verið í hringlaga rýminu (járnplatan leifar af því?) og einhvers konar vistarverur hefðu getað verið í ferhyrndu rýmunum (fjalaleifarnar leifar af timburgólfi?).

FlóðahjalliUrriðakot var áður konungseign og síðar ríkiseign, en komst í einkaeign 1890. Alþingishátíðarárið 1930 bjuggu þar og höfðu búið í áratugi hjónin Guðmundur Jónsson (1866–1941), frá Urriðakoti, og Sigurbjörg Jónsdóttir (1865–1951), frá nágrannabænum Setbergi og áttu þau jörðina. Þau eignuðust 12 börn og er frá þeim mikill ættbogi kominn.
Samkvæmt Fasteignabók 1932 var bústofn þeirra 140 sauðkindur og 5 kýr og auk þess 2 hross. Voru þá einungis fjórir bændur í Garðahreppi og aðliggjandi hreppum (Seltjarnarneshreppur, Bessastaðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur), sem voru fjárríkari en þau hjón og þar af einungis tveir, sem áttu að marki fleira fé en þau. Fimm kýr þótti og álitleg nautgripaeign í þá daga. Er því nokkuð ljóst, að Urriðakotshjón hafa orðið að halda vel á spöðunum til þess að sjá bæði bústofni sínum og sér og sínum börnum farborða.

Urriðakot

Urriðakot.

Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima við bæ eða beitarhús frá bæ þar, sem útibeit þótti góð. Sauðaeign var einnig veigamikill liður í fjárbúskap í þá tíð, en sauðir voru jafnan látnir ganga nær sjálfala úti árið um kring. Jón Guðmundsson á Setbergi (1824–1909), faðir Sigurbjargar í Urriðakoti, var einn mesti fjárbóndi, sem sögur fara af hér um slóðir. Hann átti og fleiri sauði en allir aðrir. Í æviþætti af honum segir: „Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar.“

Urriðakotshraun

Fjárhústóft Guðmundar í Urriðakotshrauni.

Guðmundur í Urriðakoti hafði á vetrum lömb og hluta af ánum í fjárhúsi heima við tún og beitti ánum með gjöf. Hluti af ánum var hafður fram eftir vetri við beitarhús í hraunjaðrinum þar nærri, sem nú er golfvöllurinn. Þegar snjóþyngsli voru, fór Guðmundur með hey í stórum poka upp eftir að hygla ánum. Guðmundur átti einnig um það bil 20 sauði, þegar mest var. Gengu þeir sjálfala, einkum í austanverðri Vífilsstaðahlíð, Selgjá, Búrfellsgjá og á Tungum, og gátu haft afdrep í hellum og skútum, sem þar eru víða.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

Á síðari árum notaði Guðmundur skúta í jaðri Búrfellshrauns undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Kolanefsflöt og örskammt frá grillstæðinu og bílastæðinu, sem nú er, til þess að gefa við sauðum sínum í harðindum. Hann bar heyið í pokum yfir hraunið frá beitarhúsunum. Áður hafði Guðmundur vanið sauði sína við veglegra fjárbyrgi, sem er skammt sunnan línuvegarins í hrauninu.
Ef Guðmundur í Urriðakoti mætti nú rísa úr gröf sinni og skunda um Urriðakotsland, myndi honum án efa finnast púttarar í námunda við beitarhús sín og grillarar í námunda við sauðaskúta sinn framandlegir menn og óvelkomnir á sínu landi. Ef þeir hinir sömu skyldu hins vegar sjá mann koma hlaupandi við fót (Guðmundur í Urriðakoti var með afbrigðum léttstígur), er eins víst, að þeim yrði líkt við. Og þó! Þeim myndi án efa falla allur ketill í eld, þótt ekki væri nema vegna klæðaburðar mannsins. („Þótt snjór væri eða bleyta var hann alltaf á kúskinnsskóm og án yfirhafnar hvernig sem viðraði.“) Mjólkin úr kúnum var mjög spöruð heima fyrir og var hún vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Var mjólkin seld til Hafnarfjarðar og flutt á reiðingi allt fram undir 1930, að ökufær vegur var lagður milli Urriðakots og Setbergs. Um líkt leyti var tekið að nota heygrind til heyflutninga, en sláttuvél eignaðist Guðmundur aldrei.

Urriðakot

Urriðakot – örnefni.

Eitt var sérlega athyglisvert í tengslum við heyskap í Urriðakoti, en það var nýting fergins (tjarnarelftingar), sem óx í vatninu. Fergin er nú horfið í vatninu og því miður er engin mynd til af því sérstaka verklagi, sem tengdist nýtingu þess. Um þetta farast Guðmundi Björnssyni svo orð: „Ferginið stóð ca. 30 cm upp úr vatninu og glitti í það á köflum. Við sláttinn voru menn á þrúgum úr tunnustöfum eða klofháum stígvélum og höfðu nót á milli sín. Með gaffli var því skóflað í land og síðan þurrkað á svokallaðri Ferginisflöt. Það var svo gefið kúm sem fóðurbætir.“
Svo mikill var þessi ferginsheyskapur í vatninu, að hann nam 40–50 hestburðum (ekki tíundað sérstaklega í Fasteignabók 1932). Voru kýrnar sólgnar í þennan „fóðurbæti“ og hafa án efa verið vel haldnar og í góðri nyt.
Ferginið í Urriðakotsvatni var með vissu slegið 1952. Engin bein skýring er hinsvegar á því hvers vegna fergin er nú horfið úr vatninu. Talið er, að það hafi horfið eftir 1973–1974 og orsökin hafi verið breytingar á frárennsli vatnsins. Önnur skýring kann þó að liggja beinna við, sem sé að vöxtur og viðgangur fergins í vatninu hafi verið háður því að það væri slegið reglulega.

Lok búskapar í Urriðakoti

Urriðakot

Urriðakot – Dagmálavarða.

Þau Guðmundur og Sigurbjörg hættu búskap í Urriðakoti 1935. Þau voru þó áfram í Urriðakoti með 20–30 kindur. Jörðina leigðu þau dóttur sinni og tengdasyni. Um mitt ár 1939 seldu þau tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin frá Urriðakoti 1941. Að heimsstyrjöldinni lokinni komst jörðin í eigu Oddfellowa.
Eftir það bjuggu ýmsir á jörðinni fram undir 1960. Þá fór jörðin endanlega í eyði og skömmu síðar brann bærinn þar.
Sú verðbólga, er hófst í landinu í kjölfar hernáms Breta, gleypti andvirði jarðarinnar og urðu Guðmundur og Sigurbjörg þá eignalaus. Auður þeirra fólst því í börnum þeirra og öðrum afkomendum líkt og hefur orðið hlutskipti fjölmargra annarra, sem hafa séð eignir sínar fuðra upp í verðbólgubáli.
Sonarsynir Urriðakotshjóna, sem jörðina keyptu, fengu í desember 1944 nafni jarðarinnar breytt í Urriðavatn. Það var óþarfaverk að breyta fornu nafni jarðarinnar. Nafninu Urriðakoti er því haldið hér í samræmi við örnefnalýsingu Svans
Pálssonar frá 1978.”

Heimild:
-Morgunblaðið, blað B, 13.01.2002, “Tóftin á Flóðahjalla og horfin tíð í Urriðakoti”, Þorkell Jóhannson og Óttar Kjartansson, bls. 10-11.

Urriðakot

Urriðakot – upplýsingaskilti.

Langihryggur

Hér á eftir, líkt og svo margsinnis fyrrum,  verður fjallað um meintan “þjófnað” á tilteknum minningarmörkum stríðsáranna á Reykjanesskaga. Fjallað verður sérstaklega um einn staðinn af öðrum fjölmörgum, og það að gefnu tilefni.
Lög um minjavernd árið 2012 virðast hafa verið samþykkt af mikilli skammsýni. Am.k. var ekki í þeim hugað að mikilvægum fornleifum framtíðarinnar.
Hingað til hefur minjasamfélagið t.d. horft framhjá því að svonefndir “safnarar” hafi farið ránsferðir um stríðsminjasvæðin, hirt upp einstaka hluti, komið þeim fyrir í einkageymslum eða jafnvel boðið þá upp á Ebay í hagnaðarskyni. Fyrrum var í “þjóðminjalögum” bann við einstaklingsbundinni notkun málmleitartækja, eins vitlaust og það nú var, en fátt í núgildandi lögum hamlar “söfnurum” að fara ránshendi um sögustaði framtíðarinnar.

Langihryggur

Langihryggur- flugslysið er birtist þeim er fyrstir komu á vettvang.

FERLIR hefur nokkrum sinnum áður fjallað um mikilvægi varðveislu stríðsminja á Reykjanesskaganum til framtíðar litið, ekki síst sem hluta af sögu svæðisins. Nefna má t.d. frásögnina um “Minjar stríðs“, Stríðsminjar,  stríðsminjar sminjar-2/II og  auk þess umfjöllun um “Helgi flugvélaflaka“.

Kistufell

Hreyfillinn, sem fjarlægður var úr Kistufelli.

Eitt dæmið um hirðusemi “safnara” er t.d. þegar nokkrir þeirra fóru á þyrlu upp að Kistufelli í Brennisteinsfjöllum og fjarlægðu þaðan hreyfil af flugvél er þar fórst á stríðsárunum. Hreyflinum komu þeir fyrir framan við aðstöðu þeirra á Leirunum í Mosfellsbæ og þar hefur hann síðan verið að grotna þar niður, fáum öðrum en þeim til fróðleiks í hinu sögulegu samhengi.

Í “Lögum nr. 80 29. júní 2012 – lögum um menningarminjar” er litlum gaum gert að “verðandi fornleifum” hér á landi. Í 20. gr. er reyndar fjallað um “Skyndifriðun” þar sem segir: “Minjastofnun Íslands getur ákveðið skyndifriðun menningarminja sem hafa sérstakt menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi”, en í huga forsvarsmanna þeirrar stofnunar hafa þó ekki verið friðlýstar framangreindar “fornminjar” eða þær notið  lögbundinnar friðunar, sé hætta á að minjunum verði spillt, þær glatist eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt, líkt og segir.

Gamla Grána

Gamla Grána – slysavettvangur í Bláfjöllum.

Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti. Ákvörðun er bindandi eftir að tilkynning um hana er komin til aðila og gildir í allt að sex vikur. Ráðherra ákveður hvort friðlýsa skuli viðkomandi menningarminjar áður en skyndifriðun lýkur að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands.” Svona einfalt er það?! Núgildandi “lög um menningarminjar” vernda augljóslega ekki verðandi fornleifar með sögulegt gildi utan áhugasviðs forsvarsfólks stofnana ríkisins, a.m.k. virðist það ekki hafa haft hinar minnstu  áhyggjur af slíkum minjum á Reykjanesskagnum hingað til.

Njarðvík

Nýlega var auglýst STRÍÐSMINJASÝNING á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Rammahúsinu – Njarðvík; “Safnahelgi á Suðurnesjum 16-17. október” (2021). Uddirskriftin var “Stærsta sýning af þessu tagi sem haldin hefur verið á íslandi. Um tíu aðilar víðs vegar af landinu sýna muni úr einkasöfnum. Skotvopn – skotfæri, Orður, Skjöl, Ökutæki og fleira verður á staðnum. EKKI MISSA AF ÞESSU.”

Skoðum forsöguna, sem m.a. má sjá á https://ferlir.is/fagradalsfjall-langihryggur-flugvelabrak-3/

Langihryggur

Langihryggur – flugslys.

“Sunnudaginn 2. nóvember fórst stór tveggja hreyfla bandarískur flotaflugbátur á Langahrygg norðaustan Grindavíkur. Hann var Martin PBM-I Mariner og hafði auðkennið “74-P-8” hjá VP-74 flugsveitinni í Reykjavík. Hann var sendur ásamt tveimur öðrum Mariner flugbátum frá Skerjafirði klukkan 03:30 um nóttina til að finna skipalestina ON.30 sem í voru 41 skip. Skipalestin hafði tafist í slæmu veðri og lélegu skyggni á vesturleið. Þetta verndarflug var líka til að fylgja 7 flutningaskipum og 5 bandarískum tundurspillum frá Íslandi til móts við hin skipin. Flugbátarnir töfðust á leiðinni vegna veðurs og komu fyrst að minni skipalestinni (08:15). Komu áhafnirnar auga á stóru skipalestina löngu síðar (09:45) og vernduðu skipalestirnar að mætingarstað.

Langihryggur

Langihryggur – slysavettvangur.

Þar tóku bandarísku tundurspillarnir frá Íslandi við fylgd skipalestarinnar frá Bretum. Vegna versnandi veðurs urðu flugbátarnir að hætta verndarfluginu og snúa heim kl. 11:00. Á heimleiðinni versnaði veðrið enn til mikilla muna. Til aðstoðar flugbátunum á heimleið voru því hafnar útsendingar radíómerkja frá bandaríska herskipinu USS George E. Badger við Reykjavík… Fljótlega eftir að flugbátarnir yfirgáfu skipalestina flugu þeir allir blindflug vegna þoku og lágskýja hver í sínu lagi. Mariner flugbátarnir “74-P-3” og “74-P-9” lentu á Skerjafirði klukkan 14:35. Ekkert heyrðist til þess þriðja eftir kl. 14:10.
SlysstaðurÖllum sveitum á svæðum nálægt Reykjavík og á Suðurnesjum var tilkynnt um að flugbáts væri saknað en lágskýjað og leiðinlegt veður kom í veg fyrir leit úr lofti. Herflokkar leituðu í landi aðfaranótt 3. nóvember og um morguninn fann flugmaður bandarískrar Curtiss P-40C Warhawk orrustuvélar flak flugbátsins utan í fjallshrygg nálægt Grindavík. Allir 11 mennirnir, sem verið höfðu um borð, höfðu farist þegar flugbáturinn sprakk og brann við að rekast á fjallið. Bráðið álið hafði runnið niður brekkurnar og var eftir á að líta eins og snjó hefði fest í hlíðina að sögn manna sem komu á slysstaðinn. Flugstjóri flugbátsins var Ensign G.N. Thornquist og var Ensign G. Bialek flugmaður. Einni farþegi var um borð. Það var 2/Lt. William P. Robinson úr bandaríska landhernum. Þetta var mesta flugslys sem orðið hafði á Íslandi fram til þess tíma.”

Njarðvík

Langihryggur – hreyfillinn í langri fjarlægð frá upprunanum. Gísli Sigurðsson horfir agndofa á dásemdina.

Í skrám hersins um slysið segir:
Martin Mariner PMB 3D
Flugvélin flaug í 800 feta hæð og brotlenti í suðausturhlíð Fagradalsfjalls, Langahrygg og gjöreyðilagðist í árekstrinum og eldi. Skyggni var slæmt.
Allir um borð létust í slysinu:
-Ens. G.N. Thornquist catpt.
-Ens. C. Bialek, pilot

Langhryggur

Langihryggur – Gísli í viðtali við einn þeirra er fjarlægði vettvangsminnismerkið – í óþökk landeigenda…

-2/Lt. William P. Robinson, pass (US Army 10th Infantry)
-Aviation Machhinists´s Mate 1st Class, Vern H. Anderson
-Aviation Machinists´s Mate 1st Class, Walter V. Garrison
-Radioiman 1st Class, Oran G. Knehr
-Seaman 2nd Class, M. Ground
-Seaman 2nd Class, E.L. Cooper
-Aviation Machinists´s Mate 1st Class (Naval Pilot), Coy. M. Weerns
-Radioman 2nd Class, Joseph S. Wanek
-Aviation Machinists´s Mate 3rd Class, Andrew R. Brazille
-Aviation Ordnanceman 3rd Class, W. Gordon Payne

Langihryggur

Hreyfillinn að grotna niður í geymslu “safnaranna”….

Flugvélin:
-Framleiðandi: Glenn L. Martin Company, PBM-3D Mariner
Skráningarnúmer: 74-P-8
Bu.No: 1248
Tilheyrði: Us Navy, Squadron VP-74

Í umfjöllun á https://ferlir.is/langihryggur-fagradalsfjall-dalssel/ segir frá slysinu í Langahrygg.

Langihryggur

Langihryggur – þeir er létust í slysinu…

Í annarri frásögn á vefsíðunni segir: “Gengið var um Hrútadali og austur Drykkjarsteinsdal norðan Slögu. Fylgt var gömlu leiðinni frá Ísólfsskála, framhjá grettistaki og inn á Hlínarveginn. Kíkt var í Drykkjarsteininn, sem Símon Dalaskáld orti um á sínum tíma og getið er um í annarri FERLIRslýsingu. Skárnar voru stútfullar af tæru regnvatni.
Haldið var áfram upp með Bratthálsi og Lyngbrekkur og stefnan tekin á Langahrygg. Gengið var upp gil, sem þar er. Ofan þess er flak af bandarískri flugvél er þar fórst með 12 manna áhöfn. Allir létust. Í gilinu er einnig talsvert brak, m.a. hreyfill.

Langihryggur

Langihryggur – hreyfillinn.

Einn áhafnameðlima var liðsforingi í landhernum sem var með sem farþegi. Flugvélin var tveggja hreyfla flugbátur af gerðinni PBM-1 Mariner (flugsveit: VP-74) og var að koma aftur til Skerjafjarðar eftir fylgd með skipalest SV af landinu. Vélin flaug á fjallið í dimmviðri þann 2. nóvember 1941. Ennþá má glögglega sjá hvernig flugvélin hefur lent efst í brúninni, tæst í sundur, brunnið að hluta og vindur og vatn síðan séð um að hrekja það sem eftir varð smám saman niður á við.
Gengið var inn með efstu hlíðum hryggsins að Stóra Hrút. Stóri Hrútur er fallega formað fjall otan í austanverðu Fagradalsfjalli. Vestar er sendinn slétta, en norðar sér niður í Merardali. Handan þeirra er Kistufell, einnig fallega formað. Landslagið þarna er stórbrotið og ekki var verra að veðrið gat ekki verið betra. Undir Stóra Hrút eru hraunbombur, sem hafa orðið til er hraunkúlur runnið seigfljótandi niður hlíðar fjallsins í frumbernsku.

Geldingadalur

Í Geldingadal – Dys Ísólfs.

Gengið var í “dyraop” Geldingadals þarna skammt vestar. Dalurinn er gróinn í botninn að hluta, en moldarleirur mynda fallegt mynstur í litaskrúði hans norðanverðan. Hraunhóll er í nær miðjum dalnum. Gróið er í kringum hann. Sagan segir að Ísólfur gamli á Skála hafi mælt svo fyrir um að þarna skyldi hann dysjaður eftir sinn dag “því þar vildi hann vera er sauðir hans undu hag sínum svo vel”. Segir það nokkuð um gildi sauðanna og virðinguna fyrir þeim fyrrum.

Þann 17.10.2021, í “Landanum” skoða 21;24 mínútuna, var m.a. fjallað um framangreindan “þjófnað” á hreyflinum í Langahrygg, án þess að þáttarstjórnandinn virðist kveikja hið minnsta á “perunni”, a.m.k. ekki hvað forsöguna né staðarminjagildið varðaði.

Hafa ber í huga að minjar er lúta að lífslokum þeirra þátttakenda er gerðu sitt besta til að uppfylla skilyrðislausar kröfur yfirmanna sinna á stríðsárununum ber að varðveita að verðleikum á vettvangi, þótt ekki væri til annars en til að minnast þeirra þar er hlut áttu að máli hverju sinni…

FERLIRsfélagar hafa t.d. fylgt afkomendum slyss í Núpshlíðarhálsi og öðrum slíkum á slysavettvangá Sveifluhálsi. Allir þeir voru afskaplega ánægðir með að að fá dvelja um stund með leifum flugvélanna á vettvangi. Einn afkomendanna í Sveifluhálsi hafði borið með sér gyltan hnapp, sem herstjórnin hafði sent fjölskyldunni að honum látnum. Hann dró  hnappinn fram úr vafningi, gróf hann niður í svörðinn, hélt stutta bæn og rótaði síðan yfir. Ólíklegt má telja að safnarar mubu finna gripinn þann, sem betur fer….

Heimildir m.a.:
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/30779/95h066< – (21:24 mín)

Langihryggur

Hreyfillinn í Langahrygg – helsta minningarmerkið um atburðarrásina á vettvangi þessa sögulega slyss, áður en það var fjarlægt og fyrirkomið i innilokaðri geymslu í Njarðvík er fáir koma til að berja það augum í framtíðinni…

Garðaholt

Á Garðaholti er skilti með upplýsingum um herkampana Camp Gardar og Camp Tilloi, sem þar voru þar á stríðsárunum. Í texta á skiltinu segir:

Garðaholt

Garðaholt – upplýsingar á skilti.

“Sumarið 940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan þess. Fótgöngulið sem gætti strandlengjunnar á Álftanesi, kom sér fyrir á austanverðu Garðaholti og stórkostaliðsflokkur setti þar upp tvær stórar loftvarnarbyssur. Á Garðaholti og beggja vegna Garðaholtsvegar, sem breski herinn lagði upphaflega, má sjá ummerki eftir hersetuna.

Skálahverfin

Garðaholt

Garðaholt – upplýsingar á skilti.

Herflokkarnir bresku höfðust fyrst við í tjöldum en reistu síðan tvennar herbúðir, Camp Gardar norðan við Garðaveg og Camp Tilloi nokkru ofar í holtinu.
Loftvarnarbyssurnar stóðu ofan við veginn, í skógræktarlundinum þar sem Grænilundur er nú. Á holtinu má sjá leifar af loftvarnarbyssuvígjum ásamt varnarvirkjum frá stríðsárunum.
Bandaríkst herfylki tók við vörnum Hafnarfjarðar og Álftarness í árslok 1941 og leysti breska herflokkinn í Garða-búðunum af hólmi og dvaldi þar fram á sumar 1943. Bandaríkjamenn tóku einnig við loftvarnarvirkinu í Tilloi sumarið 1942 og gættu þess fram í febrúar 1944 þegar þeir fluttu til Keflavíkur.
Að jafnaði höfðu 300 til 340 hermenn aðsetur í báðum búðum og stóðu eftir 36 braggar og níu hús af öðrum gerðum þegar stríðinu lauk. Braggarnir voru af Nissen-gerð og var grjóti og mold hlaðið upp með hliðunum til styrktar. Á þeim grunni í Camp Gardar sem er best varðveittur eru tröppur inn í húsið á tveimur stöðum.
Skilin milli búðanna eru ekki vel greinileg á vettvangi.

Skotbyrgi og skotgrafir

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Skammt norðvestur af Tilloi-búðunum eru tvö vel varðveitt steinsteypt og sprengjuheld skotbyrgi. Skotgrafir voru þar í kring til varnar byssuvíginu. Niður við sjó, þar sem bærinn Móakot stóð, er skotgröf úr torfi og grjóti. Skotbyrgi og aðrar minjar frá veru hersins í kringum Bakka og Dysjar eru horfnar, að hlyta til vegna landbrots.
Austur af búðunum eru skotgrafir með grjótveggjum.

Hernámið
Garðaholt
Að morgni föstudagsins 10. maí árið 1940 gekk breskur her á land í Reykjavík og stóð þá ísland ekki lengur utan styrjaldarátaka stórveldanna. Hernámið, sem hlaut dulnefnið “forkur”, kostaði þó ekki blóðsúthellingar. Þýskir herir höfðu náð Noregi og Danmörku á sitt vald en íslendingar haldið fast við hlutleysisstefnu sína þrátt fyrir það og ekki viljað ganga til liðs við bandamenn.
Winston Churchill, sem verið hafði flotamálaráðherra er varð þennan dag forsætisráðherra Bretlands, gerði að sínum hin fleygu orð að sá sem réði yfir íslandi beindi byssu að Englandi, Ameríku og Kanada. Til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja í Ísland ákvað hann að vera fyrri til og tryggja með því siglingaleiðir um Norður-Atlantshaf. Íslendingar mátu sjálfstæði sitt mikils og mótmæltu stjórnvöld hernáminu formlega. Fer þó ekki á milli mála að flestir voru fegnir að njóta verndar fyrir nasistastjórn Þýskalands.
Í stuttri heimsókn Churchills til Íslands árið 1941 sagði hann Hermanni Jónasyni forsætisráðherra að Bretar hefðu neyðst til að hertaka Ísland og hefðu gert það jafnvel þótt Þjóðverjar hefðu orðið á undan þeim.
Herverndarsamningur var undirritaður í júlí árið 1941 milli Bandaríkjanna, bretlands og Íslands og fól í sér að bandarískar hersveitir myndu aðstoða og síðar leysa breska hernámsliðið af hólmi”.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir.

Álftanes

Breiðabólsstaðir voru meðal jarða sem Þorvarður Erlendsson hafði til kaups við brúðkaup þeirra Kristínar Gottskálksdóttur og eru nefndir í kaupmálabréfi hjónanna árið 1508:. “voru þessar jarder til greindar j þennan sama kavpmala. […] Breidabolstadir fyrir. xl.c.“

Breiðabólsstaður

Steinhúsið að Breiðabólsstað.

Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var jörðin hins vegar komin í konungseign árið 1703, þá kölluð hálfbýli og hafði „ekki fyrirsvar nema að helmíngi.“ Jarðardýrleiki var óviss og þrönglent á sumrin. Mikill ágangur og landbrot var af sjónum og sjávarsandur olli túnunum skaða. Eins og fleiri jarðir á Álftanesi höfðu Breiðabólsstaðir selstöðu í Norðurhellrum í Heiðmörk og sölvafjöru á Lönguskerjum í Skerfjafirði. Ábúandi var Guðlaugur Grímsson og voru 11 manns í heimili.3 Ekki virðist því hafa verið tvíbýli eins og síðar á Breiðabólsstöðum. Þegar manntal var tekið árið 1801 skiptist jörðin þó milli tveggja ábúenda. En árið 1847 voru Breiðabólsstaðir komnir í bændaeign og einungis var einn eigandi og ábúandi. Jarðardýrleiki var 20 5/6 hundruð. Samkvæmt Erlendi Björnssyni voru bæirnir síðan tveir þegar foreldrar hans, Björn Björnsson (1814-1879) og Oddný Hjörleifsdóttir (1838-1901), bjuggu á Breiðabólsstöðum á síðari hluta 19. aldar. Á móti þeim Bjuggu Erlendur Erlendsson hreppstjóri og Þuríður Jónsdóttir. Samkvæmt túnakorti frá árinu 1917 náðu tún jarðarinnar yfir þrjá teiga og voru sléttuð að mestu. Kálgarðar voru samtals 1792 m2 þannig að töluvert hefur verið ræktað af kartöflum og öðru grænmeti.

Álftanes

Breiðabólsstaður.

Land Breiðabólsstaða er flatlent og gróið. Skammt norðan bæjarins er sjávarkamburinn og var sjórinn stundaður af kappi. Austan bæjastæðisins er Breiðabólsstaðatjörn og enn austar Kálfskinn en svo nefnist norðuranginn af Bessastaðatjörn. Austast breiðir Eyrin úr sér, grasi gróin og flöt. Sunnan bæjarins eru þurrar grundir og enn þá sunnar Stekkjarmýrin niður að Bessastaðatjörn. Grund hét áður hjáleiga Breiðabólsstaða norðaustur upp af Kálfskinni. Nú er Grund hins vegar húsið sem er áfast gamla bænum eða steinhúsinu á Breiðabólsstöðum. Önnur nýbýli á jörðinni eru Hvoll suður af bænum og Jörfi suðvestur af honum, nær Kálfskinni. Breiðabólsstaðir voru teknir eignarnámi í stríðinu og var reistur kampur á svæðinu þar sem Jörfi er nú.

Álftanes - kort 1870

Álftanes – kort 1870.

Á túnakorti frá 1917 má sjá að steinhúsið sem byggt var á Breiðabólsstöðum árið 1884 hefur verið staðsett nokkru norðar á bæjastæðinu en hin húsin. Eftir að það var byggt fluttu ábúendur sig þangað og enn þá er búið í þessu húsi. Nú hefur íbúðarhús nýbýlisins Grundar auk þess verið byggt við gamla steinhúsið. Þar eð löngum var tvíbýli á Breiðabólsstöðum hefur þó væntanlega líka verið búið í einhverjum þeirra húsa sem voru í húsaröð suðaustan við steinhúsið.
Bæjastæðið er slétt frá náttúrunnar hendi, þurrt og gróið. Breiðabólsstaðatjörn er austan bæjar og sjórinn norðan við. Eiginlegur bæjarhóll sést ekki en örlítill aflíðandi halli er þó frá gamla steinhúsinu og nýbýlinu Grund niður að tjörninni. Ætla má að núverandi byggingar standi á hinu forna bæjastæði Breiðabólsstaða og að þarna hafi bæirnir staðið um aldir. Ef bæjahóll hefur náð að safnast upp á þessum stað hefur alveg verið sléttað úr honum við byggingu nýrra húsa.

Í endurminningum Erlends Björnssonar frá Breiðabólsstöðum, Sjósókn, segir eftirfarandi: Erlendur Erlendsson hreppstjóri „bjó í stóru steinhúsi sem hann byggði árið 1884. Það er fjórtán álnir á lengd, en níu álnir á breidd með kjallara og portbyggt. Á vertíðum voru fjörutíu manns í húsi þessu. Húsið er byggt úr klofnu og höggnu grjóti, sem tekið var víðsvegar í landareigninni. Grjótið var klofið þar, sem það var, og allt borið heim á tveggja og fjögurra manna börum, en höggvið og lagað betur heima. Veggirnir voru tvöfaldir og loft á milli, og yfir gluggum og dyrum voru drangar svo langir, að þeir náðu alveg yfir. Er hús þetta að öllu leyti ágætt enn í dag. Timbur allt og þak í húsi Erlends var komið úr gríðarstóru salthúsi og fiskhúsi, er stóð fyrrum á Eyrinni niðri við Seyluna í landareign Breiðabólsstaða […] Í kjallaranum í húsi Erlends voru þrjú herbergi, búr, eldhús og sjómannaskáli, sem var helmingur kjallarans. Voru þar tuttugu manns. Á hæðinni fyrir ofan voru þrjú herbergi, stofa fyrir gesti kvennaherbergi, – voru þar átta konur, – svo var helmingurinn af hæðinni kallaður baðstofa, og voru þar húsbændur og heimafólk, fjórtán manns. Var þar unnin ullarvinna og hampvinna á vetrum. Þar var líka vefstóll […] Uppi á loftinu var geymsla.“

Breiðabólsstaður

Breiðabólsstaður – kort.

Steinhúsið á Breiðabólsstöðum var friðlýst af forsætisráðherra 14. júní 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins: „Gamla steinhúsið að Breiðabólsstöðum, Álftanesi var byggt […] úr klofnum og tilhöggnum grásteini sem límdur var saman með kalksandi. Húsið er einlyft með kjallara og portbyggðu risi. Veggir þess eru tvöfaldir með loftbili á milli og yfir dyrum og gluggum eru heilir steinar sem ná alla leið yfir opið. […] Viðir voru fengnir úr gömlu salt- og fiskhúsi Siemsensverslunar sem stóð á Eyrinni niður við Seyluna. Erlendur Erlendsson útvegsbóndi byggði húsið en seldi það síðar nafna sínum Björnssyni.
Breiðabólsstaðahúsið er vel varðveitt og er verið að gera það upp á vandaðan hátt. Það er fágætur vitnisburður um stórt útgerðarheimili frá seinni hluta 19. aldar þegar umfangsmikil sjósókn var stunduð frá Álftanesi og öðrum sjávarbyggðum við innanverðan Faxaflóa. Að öllum líkindum er það eina heillega húsið frá 19. öld sem enn stendur í sveitarfélaginu. Byggingarlag hússins er athyglisvert og óvenju vandað.“
Á túnakorti frá 1917 er sýnd húsaröð sunnan og suðaustan við steinhúsið. Austast var fjórskipt bygging sem virðist vera úr torfi eða steini. Samkvæmt örnefnaskrá voru Breiðabólsstaðabæirnir „norðarlega í túninu, spölkorn frá sjávarkampinum. Þar var löngum tvíbýli og er enn“, Austurbær og Vesturbær sem „stóðu saman með sameiginlega stétt og hlið og húsagarð […]“. Ef til vill hafi bæirnir tveir upprunalega staðið hlið við hlið í húsaröðinni, annar vestar en hinn austar. Þar eð farið var að búa í steinhúsinu þegar árið 1884 má hins vegar ætla að þá hafi það verið kallað Vesturbær. Eitthvert húsanna í húsalengjunni hefur þá kannski verið Austurbærinn, mögulega það austasta sem stendur suðaustan við steinhúsið á kortinu. Þarna gætu þó líka hafa verið útihús.
Byggingin í miðri húsaröðinni skiptist í þrjú hólf eða sambyggð hús sem af túnakortinu að dæma hafa verið úr steini eða timbri. Langveggirnir í austasta hólfinu eru þó teiknaðir eins og þeir séu úr þykkara efni eins og torfi.11 Mögulega hefur þessi miðjubygging í húsaröðinni verið upprunalegi Vesturbærinn, þ.e. frá því áður en steinhúsið var byggt. Hún gæti þó einnig hafa nýst sem útihús.

Álftanes

Álftanes – minjar við Jörfa.

Vestast í röðinni er svo stakt ferhyrningslaga hús úr timbri eða steini. Erlendur Björnsson segir í endurminningum sínum að heima við bæ nafna hans Erlendssonar sé „stór fiskhjallur með lofti, er var læst, en rimlaveggi á hliðum“. Ekki er greint nánar frá staðsetningu hjallsins en hann var stór og stóð við bæinn og gæti því vel hafa verið vestasta húsið í húsaröðinni.
Engar minjar sjást lengur um húsaröðina sem er sýnd á túnakortinu því nú hefur ný húsalengja verið byggð á grunni þeirrar gömlu. Í nýju húsalengjunni eru bæði uppgerðar íbúðareiningar og útihús. Í stæði austustu byggingarinnar [788] sem sést á túnakortinu er nú hesthús og malarborið hestagerði og er hesthúsið austast í núverandi húsaröð. Miðhúsið á túnakortinu hefur staðið undir miðhluta núverandi húsaraðar og vestasta húsið eða fiskhjallurinn undir vestasta hlutanum. Engar menjar sjást lengur um gömlu húsin.
Í Jarðabókinni segir um Breiðabólsstaði árið 1703 að „vatn þrýtur í stórum frostavetrum og verður þá á aðra bæi vatn að sækja.“ Þó er vitað um að minnsta kosti tvo brunna á bænum gegnum tíðina. Á túnakortinu árið 1917 er brunnur merktur inn þar sem Breiðabólsstaðatún mætir Akrakotstúni, nokkru norðvestan við steinhúsið en suðaustan Akrakots. Brunnur er enn þá varðveittur á þessum stað, þ.e. á hlaðinu vestan við steinhúsið og nýbygginguna Grund. Hlaðið er malarborið og brunnstæðið vel greinilegt en keyrt er í kringum brunninn. Honum hefur þó verið breytt í áranna rás. Dæla hefur verið sett í hann, að líkindum fyrir stríð, og hann var notaður fram á 7. áratug 20. aldar þar til vatnsveita kom í hreppinn. Brunnurinn hefur verið hlaðinn upp og steinsteyptur og er því talsvert breyttur frá því sem áður var.

Álftanes

Álftanes – minjar á Norðurnesi.

Samkvæmt örnefnalýsingu var brunnur hins vegar einnig staðsettur suðvestan við steinhúsið: „Brunnur var í túninu, suðvestur frá bænum. Hann var á mörkum milli Breiðabólsstaða og Akrakots – þó Breiðabólsstaðamegin við merkin. Brunngata lá frá honum til bæjar. Nú er komin vatnsveita og Brunnurinn aflagður.“ Suðvestur frá steinhúsinu má sjá leifar gamals brunns á svipuðum slóðum. Hann er að vísu Akrakotsmegin við hina gömlu merkjalínu bæjatúnanna en þar eð örnefnalýsingar eru ekki alltaf nákvæmar getur þetta þó engu að síður verið sami brunnur. Varðveist hefur hleðsla sokkin á kaf í sinu og þýfi. Hún er hlaðin úr talsvert stórum steinum, ferköntuð, 1,5 m á kant og 0,3 m á hæð, innanmálið um 1 x 0,5 m. Þessi hleðsla minnir mjög á brunn. Um 3 m austan við hana er breiður skurður og byggingaframkvæmdir hafa farið fram austan hans og um 15 m suðaustan hleðslunnar. Þótt örnefnalýsingin staðsetji vatnsbólið vestan megin við mörkin getur þetta þó vel verið sá brunnur sem þar er sagt frá.
Útihús  heimild Samkvæmt túnakorti er stórt útihús sem virðist vera úr torfi norðaustur af húsaröðinni en austur af steinhúsinu. Það stendur austan megin í kálgarði við bakka Breiðabólsstaðatjarnar og hefur stefnuna norðvestur – suðaustur.21 Það hefur staðið á mörkum hestagerðis sem er þarna núna og sléttaðs svæðis gamla kálgarðsins. „Heima var fjós og heyhlaða“ segir Erlendur Björnsson í umfjöllun um Breiðabólsstaði en ekki kemur fram nákvæmlega hvort þau hafi staðið þarna eða annars staðar. Ekki sést til fornleifa.

Álftanes

Álftanes – kort.

Stór tóft er varðveitt á Eyrinni niðri við Seyluna, norðvestur frá Kálfskinni. Hún stendur á sendnum sjávarkambi með melgresi og eru seinni tíma sjóbúðir og naust í kring. Tóftin virðist hafa afmyndast talsvert af sandburði og auk þess hefur verið keyrt yfir hana. Hún er þó um 14 x 10 m að utanmáli með stefnuna norðaustur – suðvestur og er stórt op á langveggnum sjávarmegin.
Á þessum slóðum var áður salthús og fiskhús, byggt á seinni hluta 19. aldar og nefndist Eyrarhús eftir Eyrinni. Í örnefnalýsingu segir: „Eyrarhús var við Seyluna, rétt fyrir sunnan Rastartanga. Það var fisktökuhús. Eyrarhús var rifið um 1884 og viðirnir notaðir í steinhúsið á Breiðabólsstöðum. Tóftir Eyrarhúss sjást enn.“
Erlendur Björnsson segir einnig frá Eyrarhúsi og steinhúsi Erlends Erlendssonar á Breiðabólsstöðum: „Timbur allt og þak í húsi Erlends var komið úr gríðarstóru salthúsi og fiskhúsi, er stóð fyrrum á Eyrinni niðri við Seyluna í landareign Breiðabólsstaða. Siemsensverzlun átti þetta hús fyrst. Á vorin kom skip inn á Seyluna með salt, er skipað var upp í þetta hús, en seinni part sumars seldu bændur verkaðan og þurrkaðan saltfisk kaupmanni þeim, er átti þetta hús, og fluttu fiskinn í það. Kaupmaður sá, er verzlaði þarna síðast, hét G. E. Unbehagen, og átti hann þetta gríðarmikla hús.
Á haustin kom svo skip til þess að sækja fiskinn. Þessi Unbehagen kaupmaður, sem var þýzkur, seldi svo Erlendi þetta hús fyrir fjögur hundruð krónur. Salthús þetta var að minnsta kosti tuttugu álnir á lengd og tólf álnir á breidd, allt byggt úr framúrskarandi góðu timbri með timburþaki og allt lagt með hellu. Var timbrið og hellan notað í hús Erlends.“
Miðað við frásögn Erlends var Eyrarhús eingöngu úr timbri og ekki er minnst á hlaðna veggi. Með hliðsjón af mögulegri lengd álnar á 19. öld hefur það verið um 12,5 x 7,5 m eða enn þá stærra. Utanmál tóftarinnar sem varðveitt er á staðnum er nokkuð meira þannig að það munar 1,5-2,5 m. Það er þó ekki að marka vegna þess hve hún er útflött og því er vel hugsanlegt að þarna séu leifar af grunni undan timburhúsinu. Þessar minjar eru í hættu vegna þess að keyrt er yfir þær.

Álftanes

Álftanes – minjar við Jörfa.

Á túnakorti 1917 eru umgirtir kálgarðar við bæjarhúsin á Breiðabólsstöðum, norðan og sunnan við húsaröðina, en austan og suðaustan við steinhúsið. Garðarnir eru umgirtir veggjum hlöðnum úr grjóti eða torfi að sunnan, vestan og austan. Austast fellur veggurinn á nyrðri garðinum saman við túngarðinn. Samkvæmt örnefnalýsingu var Heimagarður austan steinhússins: „Kálgarðar voru heima við húsið, Heimagarður austan þess og Hróbjartsgarður vestan þess. Hann var kenndur við Hróbjart Sigurðsson, bónda á Breiðabólsstöðum.“ Kálgarðurinn sem er á milli steinhússins og Breiðabólsstaðatjarnar á túnakortinu en norðan við húsaröðina gæti verið Heimagarður. Enn þá er grjóthleðsla austan við steinhúsið, á þeim slóðum sem vesturhlið kálgarðsins var samkvæmt túnakortinu. Hún er um 12 m löng, 0,5 m breið og 0,3 m há, farin að renna í sundur en sjást þó 3 umför af grjóti í henni. Líklegt er þó að garðurinn hafi verið endurhlaðinn í tímans rás þannig að þetta þarf ekki að vera sami garður og sýndur er á túnakortinu. Engar menjar eru um kálgarðinn sem á túnakortinu er sunnan við bæjarröðina og ekki heldur um Hróbjartsgarð sem á að hafa verið vestan við steinhúsið.

Í örnefnalýsingum segir: „Borgarhólar: Svo heita hólar syðst í Stekkjarmýrinni.“ „Sunnan við Stekkjarmýrina er hár hóll, alltaf nefndur Borgarhóll. Hann er nú kominn í tún, en heldur alveg lögun sinni. Í honum á að vera grafin gullkista. Björn [Erlendsson] heyjaði Borgarhól í rúm 40 ár og hraktist aldrei tugga á honum.“ Borgarhólar eru syðst í landi Breiðabólsstaða. Þeir gnæfa grasi grónir yfir flatlendið í kring og Stekkjarmýrin er í raun suðaustan þeirra, suðvestur frá þeim gengur nesið Langi út í Bessastaðatjörn og vestan megin er tún. Sérstaklega er einn hóllinn áberandi og tengjast sagnirnar um fjársjóðinn honum samkvæmt ábúendum í Jörfa. Það að hóllinn skuli vera kenndur við borg gæti auk þess bent til að þarna hafi verið fjárborg. Hólinn er um 13 x 13 m á stærð, hringlaga og siginn í miðjunni. Líklegt er að þetta séu leifar fjárborgar úr torfi.

Álftanes

Stríðsminjar við Jörfa.

Breiðabólsstaðatúngarður landamerkjagarður garðlög Minnst er á túngarðsbrot við Breiðabólsstaði þegar í Landamerkjaskrá árið 1887: „að vestanverðu er grjótgarðsbrot sem skilur Akrakotstúnið frá Breiðabólsstaðatúninu þessi grjótgarður liggur frá brunninum (vatnsbólinu) og suður í túngarð […]“. Á túnakorti 1917 er mestallt túnið umgirt garði hlöðnum úr grjóti eða torfi.34 Í örnefnaskrá 1964 segir: „Garður af grjóti, aðallega að norðan, eins milli Breiðabólsstaða og Akrakots.“ Örnefnalýsingu 1977 ber saman við landamerkjaskrána og bætir við: „Túnið var stórt og var allt í kringum bæinn. Um það mest allt var hlaðinn túngarður, alltaf nefndur Breiðabólsstaðatúngarður afbæjar. Nú er búið að rífa þennan garð. Grjótið úr honum var notað til varnar sjávargangi og svo er um grjót úr flestum túngörðum hér á nesinu.“
Túnin við Breiðabólsstaði og Akrakot eru slétt af náttúrunnar hendi, smáþýfð og gróin, og er svæðið nú notað fyrir hesta. Túngarðurinn er enn þá varðveittur á kafla norðaustan við bæinn á Breiðabólsstöðum, vestan Breiðabólsstaðatjarnar. Deiglent er austan garðsins, við tjörnina, en þurrar grundir vestan hans. Garðurinn er grjóthlaðinn en hleðslurnar runnar í sundur. Hann er siginn og yfirgróinn og hverfur sums staðar í mosa og sinu. Hæðin er mest um 0,4 m en breiddin allt að 1 m. Þessi varðveitti hluti af gamla hlaðna túngarðinum er samtals um 61 m langur og liggur nálega norðvestur – suðaustur. Á þeim slóðum sem mörkin lágu áður milli bæjatúnanna samkvæmt túnakortinu má hins vegar sjá um 80 m langt garðlag og eru þar sennilega leifar landamerkjagarðs milli Breiðabólsstaða og Akrakots. Erfitt er að greina þetta á vettvangi en garðlagið sést vel á loftmynd.

Í Jarðabók árið 1703 segir um Breiðabólsstaði: ,,Heimræði er þar árið um kríng og lendíng góð.“ Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Breiðabólsstaðavör: „Hún lá í sjó fram norður af Traðarhliðinu.“38 Í örnefnalýsingu 1977 segir: „Heimavör var einum 100-150 m norðan við Akrakotsvör. Í henni lentu Breiðabólsstaðamenn hér áður og einnig eftir að sjóvarnargarður hafði verið hlaðinn með ströndinni, en þá lokaðist leiðin beint niður að Akrakotsvör. […] Lönd heita beggja megin Traðanna – Efri-Lönd sunnan þeirra og Neðri Lönd að norðan. Fiskur var áður borinn upp á Efri-Löndin og gert að honum þar. (Ath. Sveinn [Erlendsson] telur nafnið dregið af því, sbr. að landa).“
Sandfjara er norðan bæjarhúsa en mikið land hefur brotnað á þessum slóðum og er umhverfið við sjóinn að líkindum talsvert breytt. Nú er þykkur vélhlaðinn sjóvarnargarður á sjávarkambinum við Breiðabólsstaði. Þó er rof í honum fyrir norðurenda sjávargötunnar frá bænum og þar fyrir neðan hefur vörin verið.

Álftanes

Varðskýli við Camp Brighton.

Nokkru vestar eru stríðsminjar frá hverfinu Brighton meðfram akvegi. Á korti Erlends Björnssonar af byggð Álftaness um 1870 er Grund merkt inn norðaustan Breiðabólsstaðatjarnar og norðvestur upp af Kálfskinni. Þetta virðist í samræmi við upplýsingar úr örnefnalýsingum: Grund var „þurrabúð frá Breiðabólsstöðum […] austan bæjar […] innan við Kasttanga […] norður á Nesinu.“ Útihúsin frá Grund stóðu fast norðan Breiðabólsstaðatjarnar og fast austan við þau „stóð áður þurrabúðarbýlið Grund. Þar kom Sveinn [Erlendsson ábúandi á Grund] ofan á öskulag þegar hann fór að rækta.“

Tóft er á Eyrinni vestan við malarveg við sjóinn rétt áður en hann liggur út á Eyrarodda milli Seylu og Kálfskinns. Þetta er skammt austan við ristusvæði og smátjörn á norðausturbakka Kálfskinns. Þurrt er á tóftarstæðinu en deiglendi í kring og tjarnirnar nálægar. Tóftin stendur á svolítilli hæð sem er heldur grónari eða grænni en umhverfið. Hún hefur hlaupið í þúfur og sést ekki grjót í henni. Stærðin er um 7,6 x 6,8 m og veggjahæð 0,4 m. Tóftin virðist vera einföld því hólf eru ekki sýnileg en op er ef til vill inn í hana norðvestan megin.

Um Akrakot segir í Jarðbókinni árið 1703: ,,hálflenda so kölluð, því hún hefur ekki nema helmíngs fyrirsvar á móts við lögbýlissjarðir, hefur í manna minni, innan 60 ára, bygð verið úr Bárhaukseyrar landi á fornum tóftum, sem sumir hyggja fyr hafi bygðar verið og kallað Akrar. Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat.“ Við Jarðatal Johnsens árið 1847 var Akrakot komið í bændaeign og eigandinn bjó sjálfur á jörðinni sem metin var á 12 hundruð.49 ,,Túnið fordjarfast af sands og sjáfar ágángi“50 segir í Jarðabókinni en samkvæmt túnakorti voru Akrakotstúnin árið 1917 sléttuð að mestu og náðu yfir samtals 2,2 teiga heima við bæinn og við Breiðabólsstaði. Matjurtagarðar voru alls 380 m2.51 Sölvafjara var nægileg og var þangbrennsluverksmiðja rekin í Akrakoti í nokkur ár í byrjun 20. aldar. Samkvæmt Erlendi Björnssyni voru tveir ábúendur á Akrakoti og virðist því hafa verið tvíbýli þar á síðari hluta 19. aldar.53
Akrakot bæjarstæði heimild Á túnakorti árið 1917 er teiknað stakt hús innan kálgarðs og þar hjá ritað „gömlu bæir“ innan sviga. Væntanlega hefur gamli Akrakotsbærinn því staðið þarna rétt sunnan við stærri byggingu, hús þangbrennsluverksmiðju frá því um 1900 sem er sýnt á kortinu og stendur enn á sama stað, nú sem íbúðarhúsið í Akrakoti eða við Blikastíg 16. Lóðin umhverfis íbúðarhúsið er fremur slétt eins og grundirnar víða á Álftanesi en ójöfnur eru í henni þar sem gamli bærinn hefur staðið miðað við túnakortið. Engar leifar frá honum eru þó sýnilegar á yfirborði.
Útihús heimild Á túnakortinu má sjá útihús við suðausturhorn kálgarðs. Þar sem útihúsið og kálgarðurinn voru er nú malarborin heimreið að Blikastíg 16 og steinsteyptur bílskúr. Ekki sést til fornleifa.

Álftanes

Stríðsminjar við Jörfa.

Virki rista og mógrafir heimild Í Jarðabókinni segir um Akrakot árið 1703: “Torfrista og stúnga og móskurður hjálplegt.“ Ekki kemur fram hvar mórinn var tekinn en líklega hafa bæði Akrakot og Breiðabólsstaðir stundað mótekju á sama stað og síðar: „Mýri, sem liggur milli Akrakots og Landakots, heitir Virki“ segir í örnefnaskrá. Mýrin er merkt inn á örnefnakort Álftaness sunnan við Kasthústjörn beggja megin lækjar sem rann úr henni í Bessastaðatjörn og skildi milli landa Akrakots og Landakots. „Mikil mótekja var í Virkjum.“ Til marks um það er meðal annars talið að þegar Tyrkir lágu með annað skip sitt á Lönguskerjum á Skerjafirði árið 1627 voru svo „margir móhraukar í mýrinni“ að þeim sýndist „þar fara vopnaður her og lögðu þeir á flótta strax og skipið flaut. Draga Virki ef til vill nafn sitt af þessum atburði.“ Í örnefnalýsingu kemur líka fram að áður hafi verið „svolítil þúst niður við Kasthúsatjörn, Akrakotsmegin“ og taldi Björn Erlendsson á Breiðabólsstöðum „ekki ólíklegt að þar hafi verið leifar af einhverju virki“. Hvað sem þessari örnefnaskýringu líður var að minnsta kosti mór í mýrinni og varnir voru í Skansinum við Bessastaði. Nú hefur túnið verið sléttað og ekki sjást mógrafir á Virkinu.
Akrakotstúngarður heimild Miðað við túnakortið hefur legið girðing eða garður meðfram sjónum um 50 m norðan Akrakots. Í örnefnaskrá segir: ,,Akrakotstúngarður: Garður af grjóti á sjávarkampinum. Akrakotstúngarðshlið: Það var á garðinum út frá bænum.“62 Umhverfið er mjög breytt norðan við Akrakot. Sjórinn hefur brotið mikið land og gríðarmikill vélhlaðinn sjóvarnargarður er nú á kambinum. Engar leifar sjást af Akrakotstúngarði.

Akrasteinn

Akrasteinn.

Akrasteinn þjóðsaga álagablettur Í örnefnalýsingum segir frá álagasteini í Akrakotstúni: ,,Akrasteinn: Stór steinn suður á túninu. Álagasteinn.“ Honum fylgja þau ummæli, að hann megi ekki hreyfa. „Steinn þessi er nyrzt í svonefndu Torfholti, grýttu og þýfðu.“ Akrasteinn er um 185 m suðvestur frá Akrakoti. Í túninu er að finna einn stakan stein og síðan rétt sunnan við hann eru nokkrir steinar saman. Sennilega er þessi staki steinn Akrasteinn. Túnið í kringum hann er nú þýft og gróið og svæðið notað fyrir hrossabeit.
Kálgarður heimild Rétt norðan bæjarins er á túnakortinu sýndur kálgarður og er gamla þangbrennsluhúsið á milli hans og bæjarins. Garðurinn liggur samhliða þangbrennsluhúsinu, vestur – austur, og er ekki mikið stærri en það. Girðing virðist vera í kringum hann. Þarna er nú malarborin heimreið að íbúðarhúsinu við Blikastíg 16. Engar menjar sjást lengur um þennan kálgarð.
Á túnakortinu gengur kálgarður suður út frá gamla bænum og virðist hlaðinn garður liggja utan um hann mestallan. Nú nær lóðin við Blikastíg 16 yfir svæði þessa garðs. Ekkert sést lengur til hans.

Á túnakorti Akrakots má sjá hús þangbrennsluverksmiðjunnar um 10 m norðan gamla bæjarins. Húsið var byggt rétt eftir aldamótin 1900 og stendur enn þá í nokkuð breyttri mynd, nú sem íbúðarhúsið við Blikastíg 16. Austasti hluti hússins er að stofni til gamla þangbrennsluverksmiðjan sem var starfrækt á árunum 1904-1908: „Til vinnslunnar voru reist talsvert umfangsmikil mannvirki. Á víð og dreif um túnin voru settir staurar og vírar strengdir á milli og var þarinn lagður á þá til þurrkunar […] Byggt var stórt steinhús í Akrakoti til þess að brenna þarann í. Eftir endilöngu var steyptur ofn. Fjögur steypt hólf voru til að brenna þarann í og tvö þar sem kol voru brennd.“66

Álftanes

Breiðabólstaður – túnakort.

Áberandi strompur stóð lengi við austurgafl hússins og minnti á upphaflegt hlutverk þess en hann hefur nú verið rifinn frá húsinu. Það var breskt félag sem stundaði þarabrennslu á Akrakoti og var hann fluttur út til Skotlands til joðframleiðslu.67Á síðustu áratugum hefur húsið svo verið stækkað örlítið og byggður bílskúr norðan við gamla bæjarstæðið.
Í Jarðabók árið 1703 segir um Akrakot: ,,Heimræði er árið um kríng og lendíng sæmileg.“ Í örnefnalýsingum segir nánar frá lendingu við Akrakot og Breiðabólsstaði: „Akrakotsvör: Hún var vestast í fjörunni í Breiðabólsstaðafjöru.“ Vörin er beint niður af bænum [á Breiðabólsstöðum] og lágu Traðir frá íbúðarhúsinu niður í hana. Réttu nafni hét hún Akrakotsvör, þótt hún væri í landi Breiðabólsstaða. Breiðabólsstaðamenn lentu alltaf í þessari vör þegar þeir bræður [Sveinn og Björn Erlendssynir á Breiðabólsstöðum] mundu eftir, enda ekkert útræði þá frá Akrakoti. En þarna átti Akrakot áður uppsátur fyrir allan sinn skipastól endurgjaldslaust.“ Fiskurinn var borinn upp á svokölluð Efri-Lönd, völlinn sunnan við traðirnar og gert að honum þar. Lendingin hefur verið um 140 metra norðvestur frá Akrakoti. Hennar sjást engin merki nú við fjöruna en á loftmynd má greina hvar vörin hefur verið. Mikið landbrot er á þessum slóðum og hefur nú verið reistur mikill sjóvarnargarður. Sandfjara er við sjóvarnargarðinn norðan og norðvestan Akrakots.

Varðturn er hlaðinn úr ávölu sjávargrjóti og steinsteypt á milli. Hann er um 1,5 m að innanmáli og stendur vel undir þaki. Hann er sexhyrndur, með glugga á fimm hliðum en dyr á þeirri sjöttu. Lítið kringlótt op er þar sem tvær hliðarnar mætast gegnt suðri. Varðturninn er farin að láta á sjá og þarfnast viðgerðar. Mikilvægt er að eitthvað verði gert til að reyna varðveita þetta hús.

Álftanes

Varðskýlið við Jörfa.

Um 150 vestur af strompinum við samkomubragga hermannanna var loftskeytastöð, sérstætt mannvirki sem stendur enn þá. Stöðin er steinsteypt, um 10 x 4 m að utanmáli, og eru tvær skábrautir á henni með dekkjabreidd á milli, líklega til að hægt hafi verið að keyra upp á hana. Við enda skábrautanna er kantaður pallur með gat í miðju.

Samkomusalur var miðju braggahverfinu, suðaustan við Jörfabæ, er hár strompur á hól. Strompurinn stóð í norðausturenda stórs bragga sem var samkomusalur hermanna og var meðal annars notaður sem bíósalur. Hóllinn suðvestan við strompinn er um 22 x 15 m stór, og gefur stærðin vísbendingu um stærð braggans. Strompurinn er eins og varðturninn [812] byggður úr ávölu sjávargrjóti sem er steypt saman. Hann er 2 x 1 m að grunnmáli og 3-4 m hár. Neðst á honum var múrsteinshlaðinn arinn og sér enn glitta í efri hluta arinopsins í hólnum. Strompurinn hefur þó sigið í hólinn og hlaðist að honum sina og jarðvegur. Þessi stóri braggi var lengi notaður undir dansleiki á Álftanesi.

Á tjarnarbakkanum í austurjaðri túnsins við Jörfa, um 40 m norðaustur frá braggagrunnunum eru leifar af steinsteyptu salerni frá setuliðinu. Það er um 7×2,3 m á stærð og snýr norður – suður. Salernið skiptist í stærra hólf í nyrðri hlutanum sem er um 5×2 m á stærð með steinsteyptri gólfplötu og minna hólf, um 2×1 m, þar sem ekki er nein gólfplata. Rennur eru á veggjaleifum sem eru eftir.

Á tjarnarbakkanum rétt suðaustan við salernið eru leifar af óþekktu mannvirki. Ekki verður greint úr frá tætingslegum brotunum til hvers það hefur verið notað.
Verkstæði hermannanna var í bragga um 80 m vestur frá varðskála. Þar sem hann stóð má enn greina steinsteyptan grunn og tvo samsíða garða eða braggabrúnir. Um 6 m bil er á milli þeirra og hefur það verið breidd braggans. Hann hefur snúið norðnorðaustur – suðsuðvestur. Verkstæðið hefur verið talsvert langt frá öðrum byggingum hersins.
Á tjarnarbakkanum um 10 m austan við salernið er tóft frá einhverju óþekktu mannvirki. Hún er um 4×4 m á stærð og 0,5 m á hæð. Grjóthleðsla er utan með henni og auk þess hefur hún verið fyllt af grjóti sem nú er vaxið mosa. Trúlega hefur þarna verið enn eitt húsið frá setuliðinu, mögulega í sambandi við salernið eða þá skotbyrgi.
Brunnur er í túninu vestan við Jörfa frá hernámstímanum. Vatnsskortur var á svæðinu og var vatn flutt inn með tankbílum. Brunnurinn er 4×1,6 m að utanmáli en inni í honum er ferhyrninglaga niðurgröftur, 1,8×1,8 m.

Álftanes

Herforingjakortið af Álftanesi 1908.

Þar sem íbúðarhúsið Seyla stendur nokkru austan við Jörfabæ voru áður vatnstankar setuliðsins í þremur stærðum. Á áratugunum eftir stríð voru þeir notaðir sem rotþrær frá Jörfa. Vatn var flutt inn frá Reykjavík með tannbílum en vatnsból Álftnesinga dugðu heimamönnum varla í þurrkatíð.
Um 25 m austur frá íbúðarhúsi Seylu var baðhús hermannanna sem voru í Brighton kampi. Það stendur enn undir þaki og nota ábúendur það sem geymsluskúr. Húsið er um 10×5 m á stærð og snýr suðvestur – norðaustur. Gengið er inn um bíslag á langvegg suðaustan megin. Rennur eru í steinsteyptu gólfinu.

Álftanes

Stríðsminjar; samkomusalur, við Jörfa.

Á svæðinu voru skráðar 77 fornleifar sem tengjast annars vegar sjósókn, fiskvinnslu og öðrum búskap frá bæjunum Breiðabólsstöðum, Akrakoti og Grund en hins vegar veru hersins á Álftanesi á stríðsárunum.
Á Breiðabólsstöðum er ekki mikið eftir af sýnilegum minjum. Eldri mannvirki hafa horfið undir nýrri byggð en gera má ráð fyrir að byggt hafi verið á svipuðum slóðum öldum saman. Leifar bæja geta því leynst í jörðu. Gamli bærinn sem nú er búið í er steinhús frá 1884 sem vafalítið er elsta húsið í Garðabæ. Hann hefur því mikilvægt sögulegt gildi fyrir bæjarfélagið. Á hlaðinu við bæinn hefur jafnframt varðveist gamall brunnur sem að nokkru leyti hefur verið gerður upp og leifar frá öðrum brunni finnast nokkru sunnar. Þá eru þarna hleðslur sem legið hafa kringum matjurtagarða, hluti af gamla Breiðabólsstaðatúngarðinum og landamerkjagarði milli Breiðabólsstaða og Akrakots. Gömlu traðirnar [885] eru enn þá sýnilegar á kafla og sjávargata liggur niður að sjó þangað sem lendingin var í Breiðabólsstaðavör. Hún er að vísu horfin í sjóinn en Akrakotsvör sem með tímanum var einnig nýtt frá Breiðabólsstöðum er enn þá greinanleg. Suður frá Breiðabólsstöðum er þústin Meyjarhóll sem virðist vera manngerð og sunnan við nýbýlið Hvol hefur varðveist tóft. Eftirtektarverður er einnig Borgarhóll.
Fornleifaskráning Norðurnes á Álftanesi við Stekkjarmýri en þar virðast vera leifar fjárborgar. Engar menjar sjást hins vegar um stekkinn sem mýrin hefur verið kennd við.

Álftanes

Álftanes – stríðsminjar.

Fyrir utan Akrakotsvör eru engar sýnilegar minjar við Akrakot nema svokallaður Akrasteinn sem á að hafa verið álagasteinn. Gömlu bæjarhúsin eru horfin en hér gildir þó sem annars staðar að eldri bæjarleifar geta leynst undir sverði. Hafi Akrakot verið byggt á fornum tóftum eins og sagt var gæti þar líka hafa verið byggð í mörg hundruð ár. Loks er sjálft íbúðarhúsið við Blikastíg 16 merkilegt fyrir að hafa áður hýst gömlu þarabrennsluna á Akrakoti. Þótt það hafi verið aðlagað breyttu hlutverki í nútímanum er það minnisvarði um forna atvinnuhætti og fyrstu og einu verksmiðjuna fyrir þangbrennslu í Garðabæ. Þessi bygging er ekki miklu yngri en steinhúsið á Breiðabólsstöðum þannig að á þessu svæði eru varðveitt tvö sérstæð gömul hús sem njóta friðunar. Steinhúsið er sérstaklega friðlýst.
Ýmsar áhugaverðar minjar leynast einnig í landslaginu á Eyrinni. Norður upp af Kálfskinni eru minjasvæði sem líkur eru á að tengist þurrabúðarbýlinu Grund. Þar eru sýnilegar tóftir sem gætu verið frá bænum og ójöfnur í sverði benda til þess að leifar gamla bæjarstæðisins séu þar undir. Aðrar tóftir nokkru vestar eru þá trúlega frá útihúsum Grundar. Tóftir sem fundust lengra úti á Eyrinni við fornleifaskráningu árið 2004 eru hins vegar horfnar. Þessar tóftir voru einnig taldar tengjast Grund en þrátt fyrir nákvæma skráningu hefur verið sléttað úr þeim án frekari rannsóknar og er það miður.

Álftanes

Álftanes – stríðsminjar.

Við Seyluna er annað minjasvæði tengt útgerð og fiskvinnslu. Þar er grunnurinn frá Eyrarhúsi, stóru salthúsi og fisktökuhúsi, og mögulega leifar frá íshúsi. Örlítið sunnar, nær Kálfskinni eru fleiri tóftir sem gætu verið frá sjóbúðum og annarri starfsemi tengdri fiskveiðum. Á þessu svæði virðast einnig vera menjar um forna beðasléttun, mógrafir og torfristu.
Einstakt er svo minjasvæðið í kringum nýbýlið Jörfa í landi Breiðabólsstaða. Þarna var á stríðsárunum svokallaður Brighton kampur og hafa ábúendur á Breiðabólsstöðum og Jörfa lagt sig fram um að hrófla ekki við minjunum. Á kampinum voru fjölbreytt mannvirki sem tengdust veru setuliðslins á Álftanesi, heilu braggahverfin með varðskála, setuliðshúsi, baðhúsi, fjarskiptastöð og loftvarnarbyrgi o.fl. Þótt braggarnir hafi verið rifnir eftir stríð sjást grunnarnir enn þá vel og sumar af hinum byggingunum hafa varðveist að hluta eða í heild. Varðturn og strompur við samkomusal standa enn þá og gefa landslaginu sterkan svip. Þetta er óvenjulega heillegt stríðsminjasvæði og er mikilsvert að það skuli hafa varðveist sem heild. Brighton kampur hefur tvímælalaust mikið varðveislu- og fræðslugildi og væri tilvalið að setja upp fræðsluskilti við minjarnar sem gætu gagnast bæði skólahópum og öllum almenningi.
Herminjar eru ekki sjálfkrafa verndaðar af þjóðminjalögum þar eð þær eru ekki orðnar hundrað ára gamlar. Í lögunum er þó heimild til þess að friðlýsa yngri minjar en um þau efni hefur hvorki skapast hefð né heldur hefur opinber stefna verið mörkuð. Gefur engu að síður auga leið að þessar minjar frá stríðsárunum á Norðurnesi eru þýðingarmikil heimild um hlutdeild Íslands fyrrum.

Heimild:
-Nordurnes_skyrsla_skra_kort_2019_utgafa_2

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort – ÓSÁ.

Garðaholt

Minjar stríðs geta verið margskonar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál.

Andrews

Slysstaðurinn í Kastinu. Þaðan hefur nú, á áttatíu ára tímabili, verið hirt nánast allt er gefur slysstaðnum gildi.

Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér „ástandið” og „ástandsbörnin”, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn” sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, „Bretavinnan” sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo framvegis. Þessar „óáþreifanlegu” minjar eru því allsstaðar umhverfis okkur í samfélaginu.
„Áþreifanlegu” minjarnar, svo sem leifar mannvirkja og búnaðs er hins vegar hægt að staðsetja. Bretar hernámu landið 10. maí árið 1940 og sendu hingað fjölmennt setulið síðsumars 1941, eða um 28.000 manns. Bandaríkjamenn hófu að leysa þá af hólmi í júlí 1941 og var hér tæplega 40.000 manna varnarlið frá þeim þegar mest lét. Þar að auki voru liðsmenn bandaríska og breska flotans og flughersins, alls nærri 50.000 sumarið 1943. Til samanburðar má nefna að við manntal árið 1940 voru íbúar Reykjavíkur einungis um 38.000. Þó svo að Bandaríkjaher leysti þann breska af hólmi árið 1941 voru hér breskir hermenn út allt stríðið og allt til ársins 1947.

Kastið

Brak í Kastinu.

Herinn kom fljótlega upp varnarstöðvum víða um land. Bretar töldu Reykjavík vera langmikilvægasta staðinn sökum góðrar hafnar- og flugvallarskilyrða og því var fjölmennt lið ávallt þar. Þegar Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi þá fylgdu þeim breyttar áherslur við varnarviðbúnað. Stafaði það meðal annars af aukinni baráttu gagnvart kafbátaógn Þjóðverja auk þess sem hættan á innrás þeirra var talin hverfandi. Bandaríkjamenn lögðu enn meiri áherslu á varnir Reykjavíkursvæðisins en Bretar og höfðu allt að 80% liðsaflans á suðvestur horninu. Uppbygging flugvallarins í Keflavík hafði þó eitthvað þar að segja. Í heild námu hernumin svæði hérlendis ríflega 19.000 hekturum og þar af voru byggingar hersins á nærri 5.000 hekturum. Allur aðbúnaður hersveita Bandaríkjamanna var þó allt annar og betri en Breta auk þess sem þeir fluttu hingað með sér mikið magn stórvirkra vinnuvéla. Báðir reistu umfangsmiklar herbúðir víða um land.

Hernám

Braggahverfi á Skólavörðuholti.

Alls risu um 6000 breskir braggar, hundruð annarra bygginga eins og eldhús og baðhús. Síðar bættust við um 1500 bandarískir braggar. Bretar byggðu aðallega svokallaða Nissen-bragga en Bandaríkjamenn Quonset-bragga. Má segja að megin munur þessara tegunda hafi verið vandaðri smíð þeirra síðarnefndu.
Við árslok 1944 bjuggu rúmlega 900 manns í bröggum í Reykjavík. Búsetan náði hámarki á sjötta áratugnum en þá bjuggu 2300 manns í nærri 550 íbúðum. Á 7. áratugnum var skálunum hins vegar að mestu útrýmt. Á landsbyggðinni voru flestir braggarnir rifnir og seldir bændum og risu þeir víða sem geymslur og fjárhús sem má ennþá sjá í fullri notkun. Enn er jafnvel búið í íbúðarhúsum sem reist voru úr braggaefni.

Braggi

Braggi.

Greiðslur Sölunefndarinnar voru meðal annars ætlaðar til að gera landeigendum kleift að útmá ummerki um veru herliðsins. En mörgum landeigendanna, sem þágu skaðbætur fyrir landspjöll, láðist að hreinsa til eftir veru setuliðsins. því má segja að viðkomandi aðilar hafi með þessu bjargað mörgum ómetanlegum menningarverðmætum frá glötun og vonandi að þau verði varðveitt sem flest um ókomin ár.
Af einstökum byggingum hérlendis er flugturninn við Reykjavíkurflugvöll sennilega merkust en því miður stendur til að rífa hann. Af stærri svæðum eru helst Öskjuhlíðin og Brautarholt á Kjalarnesi sem gefa heillega mynd af varnarviðbúnaði bandamanna hérlendis. Hvalfjörður, Reykjavíkurflugvöllur og Pattersonflugvöllur á svæði varnarliðsins við Keflavík hafa sömuleiðis að geyma mjög merkar minjar um síðari heimsstyrjöldina.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – skotbyrgi.

Í borgarlandinu hafa stríðsminjar helst varðveist í Öskjuhlíð og á Reykjavíkurflugvelli sem nær yfir Vatns- og Seljamýri. Af varnarviðbúnaðinum á Öskjuhlíðinni eru meðal annars steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varnarveggir fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum og akstursbrautir fyrir flugvélar.

Braggar

Braggar við Keflavíkurflugvöll.

Nokkrir braggar eru við rætur Öskuhlíðar. Hluti gistibúða farþega og flugáhafna breska flughersins (e. Transit Camp) má enn sjá í Nauthólsvík. Öll stóru flugskýlin fjögur á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum og sömuleiðis gamli flugturninn. Allar meginbrautir flugvallarins voru lagðar á stríðsárunum en hafa verið lengdar og endurbættar eftir stríð. Nær allt lauslegt frá stríðsárunum hefur verið fjarlægt eða ryðgað og fúnað. Þar á meðal gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.
Patterson og Meeks flugvellirnir sem lagðir voru í Keflavík árin 1942 og 1943 mynduðu Keflavíkurflugstöðina sem var meðal þeirra stærstu í heimi enda var vallargerðin dýrasta herframkvæmd hérlendis. Þar er meðal annars stóra flugskýlið af Kaldaðarnesflugvelli sem var rifið í ágúst 1943 og sett upp við vestanverðan Keflavíkurflugvöll. Það hýsir nú tækjabúnað til snjó og hálkuvarna. Minna flugskýlið var rifið sumarið 1944 og sett upp við Reykjavíkurflugvöll.

Garðaholt

Garðaholt – stríðsminjar.

Af öðrum stríðsminjum má nefna að minjar um ratsjárstöðvar og kampa eru meðal annars uppi á Þorbjarnarfelli við Grindavík og leifar skotbyrgja og skotstöðva má einnig sjá við Vífilsstaði, Hraunsholt, á Garðaholti, Nónhæð og á Seltjarnarnesi.

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Hlaðin byrgi og skotgrafir má m.a. sjá á Ásfjalli, Urriðaholti, Rjúpnahæð og víðar. Miklar framkvæmdir kalla á töluverða malartöku til uppfyllingar og vegagerðar. Við Reykjavík var helst sótt í námur úr Rauðhólunum og Öskjuhlíð. Af einstökum verkefnum vó uppfyllingin undir Reykjavíkurflugvöll þar þyngst. Segja má að Rauðhólarnir hafi ekki borið sitt barr síðan.
Af ummerkjum beinna hernaðarátaka má nefna þegar þýska vélin JU-88 var skotin niður 24. apríl 1943 á Strandarheiði. Bandamenn misstu þó mun fleiri vélar sjálfir vegna tíðra slysa. Til dæmis fórust að minnsta kosti 43 hervélar auk 11 sjóvéla á Reykjavíkursvæðinu.

Rauðhólar

Reykjavíkurflugvöllur á árum síðari heimsstyrjaldar.

Allar flugvélaleifar í nágrenni Reykjavíkur hafa nú verið fjarlægðar. Málmurinn var notaður í brotajárn eftir stríð og sérstaklega var sóst eftir álinu. Til dæmis keyptu Stálhúsgögn hf. 32 Thunderbolt P-47 orrustuvélar 33. flugsveitarinnar fyrir 10.000 krónur við stríðslok og bræddu þær niður í stóla og borð. Flugvélaflök er nú helst að finna í Fagradalsfjalli og við Grindavík. Töluvert er líka um flugvélaflök í sjónum. Flugvélar stríðsaðila sem fóru í sjóinn hafa sumar hverjar verið að koma upp með botnvörpum togaranna. Þær eru flestar á óaðgengilegum stöðum og koma upp í bútum.
Sprengjur eru enn að koma upp úr jörðu á skotæfingasvæðum vegna frostlyftingar og hafa valdið mannskæðum slysum. Skotæfingasvæði voru meðal annars við Kleifarvatn og við Snorrastaðatjarnir.

Garðaholt

Skotbyrgi á Garðaholti.

Bandaríski landherinn notaði sprengjuæfingasvæðin á Reykjanesi á sjötta áratugnum. Leitað hefur verið á aðgengilegustu svæðunum en ókleift er að finna allt. Líklega hafa um 1000 sprengjur fundist bara við Vogastapa. Öryggisbúnaður þessara sprengja er oftast illa farinn og mjög lítið hnjask þarf til að þær springi. Mikið af tundurduflum var á reki í og fyrst eftir stríðið og helsta vörnin gagnvart þeim var að skjóta á þau og sökkva þeim. Núna eru þau svo að koma í veiðarfæri fiskiskipa sem hófu að sækja á nýrri mið með tilkomu fullkomnari botnvarpa. Fyrir 10 árum var þetta mánaðarlegur viðburður en hefur dregist töluvert saman nú orðið. Töluvert af óvirkum djúpsprengjum hefur líka komið í veiðarfæri í Faxaflóa suður af Malarrifi. Sennilegt er að þeim hafi verið varpað frá borði herskipa eða flutningabáta sem ráðnir voru til að sökkva þeim.

Heimild:
-http://www.visindavefur.hi.is

Urriðaholt

Uppdráttur af Camp Russel á Urriðaholti.