Færslur

Surtla

Á Tilraunastöðinni á Keldum hangir allmerkilegur kindahaus upp á vegg. Þessi dökkbrúni tvíhorna haus tengist að mörgu leyti Herdísarvík. Augun kveða skýrt á um viðhorf skepnunnar til þeirra atburða er hún upplifði á síðustu mínútum ævinnar. Þau segja meira en fjölmörg orð um hana Surtlu. En hérna koma þó fáein þeirra.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Vegna mæðiveikinnar 1951-52 var ákveðið að Suðurland yrði fjárlaust eitt ár til að koma í veg fyrir smit við fjárskiptin. Hver kind varð því að nást af fjalli. Á Reykjanesskaga var hins vegar svört ær, Surtla, kennd við Herdísarvík. Neitaði hún með öllu að láta góma sig. Lamb hennar náðist fljótlega en eftir fjölmargar ferðir til að ná Surtlu í hús var hún enn á fjalli. Var þá sett fé til höfuðs Surtlu. Hópur manna leitaði og elti Herdísarvíkur-Surtlu laugardaginn 31. ágúst 1952. Hlupu þeir fram og aftur um Herdísarvíkurhraun í ævintýralegum eltingaleik við Surtlu á sjöttu klukkustund, og leikurinn hefði getað staðið lengur. Jón Kristgeirsson hefur lýst síðustu augnablikum Herdísarvíkur-Surtlu í Lesbók Morgunblaðsins:

Herdísarvíkurfjall

Herdísarvíkurfjall.

“Þetta var væn kind og falleg. Andlitið mikið og frítt og sérstaklega gáfulegt.
Þegar hér var komið sögu, myndaðist allt í einu nýtt og óvænt viðhorf í málinu. Þá bar að fjóra menn, vopnaða byssum, neðan frá undirlendinu, þrjá úr Reykjavík og einn úr Sandgerði. Svall þeim veiðibræði mjög í huga, er þeir sáu ána. Einn var svo óðfús að skjóta, að hann gáði þess ekki, að þegar hann miðaði á ána, þá hafði hann Hákon líka í sigti. Hallgrímur benti honum á þetta og bað hann blessaðan að skjóta ekki bróður sinn. Lét þá skyttan byssuna falla. Hákon ávarpaði aðkomumenn og bað þess að ærin væri ekki skotin. En orð hans báru sama árangur og orð Snorra forðum, er hann sagði í Reykholti: “Eigi skal höggva.” Skotin gullu við hvert af öðru. Lokst tókst Sigurgeiri Stefánssyni að fella hana í þriðja skoti. Var það, sem betur fór, eina skotið, sem hæfði.

Herdísarvík

Herdísarvík – loftmynd.

Alveg eins og Snorri, mest skáld Íslands um langan aldur, féll fyrir öxinni, þannig lá nú svarta sauðkindin, sem frægust hefur orðið allra íslenzkra sauðkinda, fallin fyrir kúlunni. Er það síðasti fulltrúi þess kynstofns á Suðvesturlandi, sem um aldaraðir var meginbjargvættur fólksins, og veitti því fæði, klæði, skæði, akur, fénað og öll gæði. Galt hún sín gjöld á sama hátt og ættingjar hennar og félagar gjörðu. Lét líf sitt til meintrar velfarnaðar mannkindinni.
Ég harma það, að skapadægur hennar urðu þessa stund og mér þykir miður, að ég skyldi verða þátttakandi í þessum örlögum hennar, enda þótt það hafi orðið án vilja míns.
Við Hákon lögðum nú af stað til hraunsins að leita fata okkar. Reyndist það torsótt, löng leið og seinfarin, þegar allur spenningur var horfinn. Myrkur datt nú óðum á. — Hraunið tók á sig allskonar undramyndir, sem við könnuðumst ekki við.”
Surtla var veginn á Brúnunum austan við Lyngskjöld.

Surtla

Surtla.

Eftir að fyrsta fréttin um Surtlu, “Svarta ærin á Reykjanesskaga var unnin s.l. laugardag”, birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. sept. varð hún tilefni til nokkurrar umfjöllunar. Þann 6. sept. skrifaði Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum um “Surtlu frá Herdísarvík” og Sigurgeir Stefánsson endurtekur fyrri skrif Jóns Kristgeirssonar, kennara, í Morgunblaðinu 11. sept. og vitnar þá m.a. í frásagnir í útvarpi og skrif Jóns í Tímann um síðasta dag Surtlu. Þann 3. sept. hafði Ólafur Þorvaldsson skrifað í Morgunblaðið, bls. 6, þar sem eftirfarandi fyrirsögn var: “Þúsund ára gamall fjárstofn fallinn til síðustu kindar – Eftirmæli Herdísarvíkur-Sturlu”.

Herdísarvíkurfjall

Herdísarvíkurfjall.

Í skrifum sínum 3. sept. segir Ólafur Sturlu hafa verið venjulega á, sem enginn hafði tekið eftir fyrr en hún varð sá einstæðingur er eftirsóttur varð – með næga ofsóknarmenn, sem gjarnan hefðu mátt vera færri. Ólafur hafði furðar sig á öllum þeim sögum, sem gengið höfðu um Sturlu frá því hún varð eftirlegukind á Reykjanesskaganum sem og eldtingarleik þeim er fóthvötustu smalar þar um kring höfðu átt við þessa undrakind. Og það var ekki fyrr en fé var sett til höfuðs henni að hún hún var felld samdægurs. Surtla hafi orðið svo dýr að fáar kindur hafi dýrari orðið í landinu – jafnvel óþarflega dýr. Og eitthvað hafi ferðalögin í kringum Surtlu kostað. “Já, það var orðið dýrt að smala í Herdísarvík”. Og nú er “hinn þúsund ára gamli fjárstofn á Reykjanesskagagnum fallinn til síðustu kindar”.

Mosaskarð

Í Mosaskarði á Herdísarvíkurfjalli.

Í fréttinni í MBL 3. sept., bls. 8, segir frá falli svörtu ærinnar á Reykjanesskaga eftir að til höfuðs henni höfðu verið lagðar tvö þúsund krónur: “Einhver harðgerasta og fótfráasta saukind, sem almenningur þessa lands hefur heyrt getið um var felld s.l. laugardag. Um eins árs skeið hefur Surtla, eins og hún var nefnd, verið eina sauðkindin á öllum Reykjanesskaga og hafði hún gert yfirmönnum fjárskiptanna svo heitt í hamsi, að lagðar höfðu verið 2000 krónur til höfuðs henni, lifandi eða dauðri…
Eftir að fjárhæðin hafði verið lögð til höfuðs Surtlu, fjölgaði þeim, er að henni leituðu. Eftir hádegi s.l. laugardag fóru m.a. fjórir menn, bræðurnir Hákon, Hallgrímur og Jón Kristgeirssynir, sem allir eru þaulvanir fjármenn, ásamt Ólafi Ólafssyni brunaverði og hugðust þeir reyna að ná Surtlu á lífi”. Síðan er frásögn þeirra félaga rakin líkt og að framan greinir. Surtla hljóp að lokum um snarbrattar Brúnirnar og var að kasta mæðinni þegar “Í kíki okkar sáum við á Surtlu, hélt Kristinn áfram, inni á milli kletta. Við Sigurgeir fórum þá upp á klettana. Ég var að vestanverðu við Surtlu, Sigurgeir að austanverðu. Er við höfðum komið okkur fyrir skaut Jóhannes í klettana rétt við bæli Surtlu. Hún tók á rás vestur eftir, sneri við austur á bóginn og lenti í fang Sigurgeirs, sem hæfði hana í þriðja skoti – Þannig endaði æfi þessarar harðgerðu svörtu saukindar. Hún var í þremur reifum”.

Herdísarvík

Mynd af Surtu greypt í Herdísarvíkurfjall.

Um “Surtlumálið” sagði Eggert Kristmundsson frá Stakkavík m.a. í viðtali við Ferlir (sjá Lýsingar; Stakkavík – með Eggerti Kristmundssyni), en hann var einn þeirra er ólst upp með henni á svæðinu: “Það var nýðingsverk að fella Surtlu. Það var ekkert að henni eins og sést hvernig hún komst ítrekað undan. Ég elti hana, ásamt fleirum, frá Seljabótarnefi og upp fyrir bæinn í Herdísarvík. Lambið, sem var með henni, sprakk á hlaupunum og við náðum því, en Surtla slapp. Surtla var tvílembingur og ég átti hitt lambið”.

Horfa þarf á framangreint með augum þess “mannlega”; veiðimanninum er bráðin eftirsóknarverð – og er þá jafnan ekki spurt um tilgang.

Heimildir m.a.:
-MBl. 3. sept. bls. 6 – Þúsund ára gamall fjárstofn fallinn til síðustu kindar – Ólafur Þorvaldsson.
-MBl. 3. sept. 1952, bls. 8 – Svarta ærin á Reykjanesskaga var unnin s.l. laugardag – frétt.
-Mbl. 6. sept. 1952 – Surtla frá Herdísarvík – Kristín Sigfúsdóttir.
-Mbl. 11. sept. 1952 – Herdísarvíkur-Surtla – Sigurgeir Stefánsson.
-Björn Hróarsson – “tilkynning”.

Surtla

Surtla á Keldum.

Herdísarvík

Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla. Hún var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi.
SurtlaSurtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða.
Í fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina svarta kind og lamb hennar sem náðust ekki. Eftir áramótin náðist lambið þegar það örmagnaðist í einum eltingaleiknum en Surtla slapp ávallt burt. Hún sást nokkrum sinnum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa fjárskiptayfirvalda virtist engin leið að ná henni, hún ýmist stakk menn af í klettum sem voru öðrum ófærir eða þá að hún fannst ekki þegar til átti að taka.
Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða. Lagt var fé til höfuðs Surtlu. Hver sem næði skepnunni, dauðri eða lifandi fengi 2000 krónur í verðlaun. Eftir Fornagatalangan eltingaleik tveggja leitarhópa laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti, en þá hafði hún stokkið niður klettahamar sem var ófær öllum venjulegum skepnum. Surtla var felld í þriðja skoti og var í þremur reifum. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist. Aðalfyrirsögnin á forsíðu Tímans 2. sept. 1952 hljómaði þannig: Surtla lögð að velli í Herdísarvíkurfjalli á laugardagskvöld.
Ekki ríkti almenn ánægja með fall Surtlu því mörgum fannst að kindin ætti skilið að fá að lifa lengur, vegna þrautseigju hennar og harðskeytni, auk þess sem greinilegt var að hún þjáðist ekki af mæðiveiki. Fjölmargir skrifuðu greinar í blöð þar sem Surtlu var minnst auk þess sem vísur og ljóð voru ort um hana og endalok ævi hennar, en í þeim flestum fengu vígamennirnir bágt fyrir verkið. Það er greinilegt að kindin hefur orðið mörgum táknmynd frelsis og áræðni hennar vakti þjóðarathygli. Höfuð Surtlu er í dag í eigu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og hangir uppi á Rannsóknarstöðinni að Keldum.

Heimild:
-http://www.strandir.is/saudfjarsetur/frodl-fraegarkindur1.htm

Surtla

Surtla á Keldum.

Herdísarvík

Herdísarvík í Selvogi er vestasta jörð og samnefnd vík í Árnessýslu í landi Sveitarfélagsins Ölfuss.
Herdisarvik-334Einar Benediktsson skáld bjó í Herdísarvík í um áratug en nú er jörðin í eyði. Hús skálsins, sem hann reisti þar, er núna í eigu Háskóla Íslands. Hamrar Herdísarvíkurfjalls eru 329 m háir og gnæfa upp yfir víkinni til norðurs. Herdísarvík er eyðilegur staður en þar er fjölskrúðugt dýralíf.
Jörðin Herdísarvík státar af þúsund ára búsetu en nú stendur þar lítið annað en hús Einars Benediktssonar sem hann reisti eftir að hann flutti á jörðina. Hlaðnir túngarða og veggir frá fyrri tíð eru þar á jörðinni og hluti af þeim er húsið sem Einar bjó í þegar hann fluttist fyrst í Herdísarvík. Ólafur Þorvaldsson, þingvörður, var bóndi að Herdísarvík um tíma. Hann var gildur bóndi, átti til dæmis þúsund fjár á fjalli seinasta árið sem hann bjó í Herdísarvík. Það var fardagaárið 1932 – 1933. Landsdrottinn Ólafs þar var Einar sem fluttist þangað 1932 og var því samtímis Ólafi í eitt ár. Einar bjó í Herdísarvík þar til hann lést árið 1940.
Herdisarvik-335Einar Benediktsson fluttist til Herdísarvíkur með Hlín Johnson sem annaðist hann þar þegar ellin tók að herja á Einar. Þegar Einar lést arfleiddi hann Háskóla Íslands að jörðinni, húsinu og bókasafni sínu. Herdísarvík er 4.218 ha land sem hefur verið friðlýst og á lista yfir friðlýst svæði á Íslandi frá árinu 1988.[1]
Árið 1952 var fé sett til höfuðs Herdísarvíkur-Surtlu sem varð frægasta og dýrasta sauðkind landsins. Kind þessi var í eigu Hlínar Johnson og sú síðasta í þúsund ára sauðfjárstofni Grunur um mæðiveiki olli því að fella varð allt fé á suðurlandi. Fjölda manna Herdisarvik-356leitaði að Surtlu í langan tíma áður en hún náðist.
Einhverjir töldu að Surtla hefði ekki getað verið sýkt vegna þess þreks sem hún sýndi í eltingaleiknum sem stóð yfir í meira en eitt ár. Í dag prýðir hauskúpa Surtlu vegg í Tilraunastöðinni á Keldum til minningar og sem fulltrúi þessa harðgera sauðkindastofns.
Víkin ber nafn sitt af munnmælasögu af Herdísi tröllskessu sem var systir Krýsu og segir sagan að ófriðurinn á milli þeirra hafi bitnað á landgæðum sveitanna í kringum Krýsuvík og Herdísarvík.
Í Herdísarvík var áður bær á flöt við tjarnarbakkann og var viðarverkið í bænum unnið úr rekaviði úr fjörunni, Bærinn var svo nálægt sjó að stundum flæddi inn í bæinn. Það gerðist veturinn 1925. Þá gerði storm af hafi í stórstraum. Flóðið kom inn í bæinn og varð fólkið að flýja upp í hlöðu uppi á túninu sem stóð hærra en bærinn. Það eru tvö tún í Herdísarvík og fékkst af þeim 179 hestar af heyi í meðalári á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.
Herdisarvik-367Í Herdísarvík eru fornleifar frá þeim tímum er útgerð var stunduð þar í stórum stíl. Þar eru leifar sjóbúða og óteljandi hraungarða hlaðnir af mannahöndum sem voru þurrkreitir þar sem fiskurinn var hertur. Herdísarvík þótti gott fiskver og var róið út á víkina og fékkst oft góður afli. Seinna var farið að róa í Selvogssjó. Fiskgöngur koma þarna oftast nær beint af hafi. Eftir sumarmál fór fiskur á svonefndar „Forir“ og aflaðist oft vel þar í vertíðarlok. Útgerð lagðist að mestu af í Herdísarvík um tíma en fyrir aldamótin 1900 hófst útgerð þar aftur og veturinn 1896 gengu þaðan átta skip. Þá var farið að salta allan fisk. Nýjar sjóbúðir risu. Þá var róið þarna á tíæringum.

Heimildir m.a.:
-Gísli Sigurðsson. Seiður lands og sagna III; Áfangastaðir Suðvestanlands. Skrudda. Reykjavík (2004): bls. 8.
-Árni Óla. Landið er fagurt og frítt. Bókfellsútgáfan. Reykjavík(1944): bls. 59-64.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Surtla
Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla, sem var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi. Surtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða.
Surtla á KeldnaveggÍ fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina svarta kind og lamb hennar sem náðust ekki. Eftir áramótin náðist lambið þegar það örmagnaðist í einum eltingaleiknum en Surtla slapp ávallt burt. Hún sást nokkrum sinnum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa fjárskiptayfirvalda virtist engin leið að ná henni, hún ýmist stakk menn af í klettum sem voru öðrum ófærir eða þá að hún fannst ekki þegar til átti að taka.
Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða. Lagt var fé til höfuðs Surtlu. Hver sem næði skepnunni, dauðri eða lifandi fengi 2000 krónur í verðlaun. Eftir langan eltingaleik tveggja leitarhópa laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti, en þá hafði hún stokkið niður klettahamar sem var ófær öllum venjulegum skepnum. Surtla var felld í þriðja skoti og var í þremur reifum. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist. 

Surtla á Keldum

Aðalfyrirsögnin á forsíðu Tímans 2. sept. 1952 hljómaði þannig: Surtla lögð að velli í Herdísarvíkurfjalli á laugardagskvöld.
Ekki ríkti almenn ánægja með fall Surtlu því mörgum fannst að kindin ætti skilið að fá að lifa lengur, vegna þrautseigju hennar og harðskeytni, auk þess sem greinilegt var að hún þjáðist ekki af mæðiveiki. Fjölmargir skrifuðu greinar í blöð þar sem Surtlu var minnst auk þess sem vísur og ljóð voru ort um hana og endalok ævi hennar, en í þeim flestum fengu vígamennirnir bágt fyrir verkið. Það er greinilegt að kindin hefur orðið mörgum táknmynd frelsis og áræðni hennar vakti þjóðarathygli. Höfuð Surtlu er í dag í eigu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og hangir uppi á Rannsóknarstöðinni að Keldum.

Herdísarvík

Mynd af Surtu greypt í Herdísarvíkurfjall.

Framkvæmdarstjóri Sauðfjárseturs á Ströndum sendi FERLIR eftirfarandi ábendingu:
Surtla“Góðan daginn, datt í hug að senda ykkur á ferlir.is fréttatilkynningu vegna sýningar um Herdísarvíkur-Surtlu, enda talsvert fjallað um hana á frábærum vef ykkar.
Sauðfjársetur á Ströndum opnaði á dögunum sérsýningu um eina frægustu kind Íslandssögunnar, hina fótfráu og stórgáfuðu Herdísarvíkur-Surtlu. Árin 1951 og 1952 var Surtla hundelt af smölum, hundum og skotmönnum, en þá fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Hvalfirði að Rangá vegna mæðiveikinnar. Óhætt er að segja að kindin hafi orðið goðsögn í lifanda lífi, en fjárskiptayfirvöld gripu að lokum til þess örþrifaráðs að leggja fé til höfuðs henni. Eftir margra klukkustunda eltingaleik þann 30. ágúst 1952 var Surtla felld ofan við Herdísarvík, en örlög hennar vöktu mikla athygli og hörð viðbrögð fjölmargra sem töldu að kindin hefði átt skilið að lifa, enda bersýnilega ekki mæðiveik . Á sýningunni, sem verður uppi til sumarloka, segir frá ævi og örlögum Herdísarvíkur-Surtlu og þar gefur einnig að líta höfuð Surtlu sem Sauðfjársetrinu var góðfúslega lánað af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni. (Sjá sýningarupplýsingar
HÉR.)
Sauðfjársetur á Ströndum er staðsett í Sævangi við Steingrímsfjörð, 12 km. sunnan við Hólmavík.

Bestu kveðjur,
Arnar S. Jónsson,
frkv.stjóri Sauðfjárseturs á Ströndum.”

Surtla

Surtla á Keldum. Sigurður Sigurðsson klappar holdgervingnum.

 

Surtla

“Stefndi Surtla nú aftur að Brúnunum en þar hagar þannig til að ókleifir klettar eru þar á köflum en á milli er kleift. í samtali við Morgunblaðið 2. september 1952 segir Jón Kristgeirsson m.a.: „Skipti það engum togum, að Surtla fer fram af klettabrúninni og niður klettabeltið sem ég hafði ekki ímyndað mér að væri fært nema fljúgandi fugli. Í klettunum stanzaði hún um stund.”
herdisarvik-229Bræðurnir voru einnig hvíldinni fegnir en ekki tjáði að hvílast lengi því að hvíldin kom fleirum að gagni en þeim. Surtla kunni að nota sér aðstæðurnar, kastaði mæðinni og safnaði kröftum fyrir næstu atrennu. Þegar hér var komið sögu höfðu nokkrir bílar staðnæmst á veginum fyrir neðan hlíðina og var þar saman kominn hópur fólks, sem fylgdist með atburðunum í fjallinu. Reyndi fólkið sem niðri stóð að gefa þeim bræðrum ábendingar um ferðir kindarinnar en hljóðbært var þarna í fjöllunum.
Ekki höfðu þeir hvílst lengi, er lagt var á stað á ný. Tók Surtla þá enn á sprett og beygði inn að berginu, hljóp utan í því nokkurn spöl og fótaði sig í stórgrýtisskriðu, snarbrattri, sem teygði sig upp eftir skoru í hengifluginu en skyndilega þaut hún beint niður stórgrýtta skriðuna í miklum loftköstum. Ekki áttu þeir sem á horfðu von á því að halda þyrfti elingarleiknum áfram en ekki urðu þó þarna endalok ævi þessarar harðgerðu skepnu. Stefndi Surtla nú niður á undirlendið en Hallgrími tókst að komast yfir hana og hélt hún á ný á brattann.
Á brúninni vörnuðu þeir Jón og Hákon henni uppgöngu. Þóttust menn nú sjá að Surtla var farin að þreytast því hún var farin að reyna að fela sig í gjótum og lautum. Barst leikurinn þannig um stund eftir fjallshlíðinni í austurátt eða þar til bræðurnir sáu að vænlegra væri að fá hana til að snúa við, því þeir væru orðnir kunnugri vesturhlutanum og ættu hægara um vik að fást við hana á þeim slóðum.
Surtla-221Hafði eltingarleikurinn nú staðið á fimmtu klukkustund og var Surtla á klettasyllu. Var Hallgrímur fyrir neðan ána en Jón og Hallgrlmur fyrir ofan. Nokkur kyrrð var nú á, því bræðurnir ætluðu sér að þrengja hringinn og freista þess að handsama Surtlu. Eins og áður sagði voru nokkrir hópar manna á ferli i fjalllendinu ofan við Herdisarvík þeirra erinda að leita Surtlu þennan dag. Í einum þeirra voru þeir Sigurgeir Stefánsson, verslunarmaður, Kristinn Hannesson, verzlunarmaður og Jóhannes Guðmundsson, verzlunarstjóri en allir voru þeir þremenningarnir búnir skotvopnum. Voru þeir á ferli nokkru vestar en Jón, Hákon, Hallgrímur og Óskar og voru á leið heim að bifreið sinni er þeir sáu í kíki hvar menn voru á hlaupum uppi á Brúnum. Fara þeir í átt til bræðranna og koma þar að sem Hallgrímur stendur heðan Brúnanna en hinir uppi, en Surtla var að kasta mæðinni í klettunum. Sigurgeir og Kristinn fara upp í klettana, Kristinn að vestanverðu en Sigurgeir að austan. Jóhannes kemur sér fyrir hjá Hallgrími. Bræðurnir sjánúað komnir eru til leiksins menn búnir vopnum og biðja þeir þess, að Surtla verði ekki skotin þarna í höndunum á þeim. Ekki urðu aðkomumennirnir við ósk þeirra og jafnskjótt og Sigurgeir og Kristinn hafa komið sér fyrir skýtur Jóhannes í klettana rétt við bæli Surtlu. Tók hún þá á rás vestur eftir klettunum en sneri við austur á bóginn. Meðan þessu fór fram gullu skotin hvert af öðru I hllðina en ekkert hæfði Surtlu, fyrr en hún lenti í fangi Sigurgeirs, sem hæfði hana í þriðja skoti, eins og segir í viðtali við Kristin Hannesson í Morgunblaðinu 2. september 1952. Dauðaskotið var í hnakkann og kom út um ennið.
Þar með var æviskeið þessarar harðgerðu svörtu sauðkindar á enda. Ekki var hún þó gleymd, því næstu dægur snúast umræður manna á milli vart um annað en dauða Surtlu, í dagblöðum höfuðstaðarins birtast fjölmargar greinar og vísur um hana og haldið er áfram að deila um, hvort rétt hafi verið að málum staðið með  því að láta hana falla fyrir skoti- í smalamennskum.
Surtla var eins og áður sagði í þremur reifum þegar hún féll en talið er að hún hafi verið 5 til 6 vetra. Það er hald manna að hún hafi aldrei í hús komið en vitað er að nokkrum sinnum tókst að reka hana í aðhald, þó jafnan stykki hún úr því, er hún hafði skilað lambi sínu. Mánudaginn 1. september lá höfuð Surtlu á skrifstofu Sauðfjárveikivarna en síðar var það og búkur Surtlu flutt til rannsóknar á Keldum. Við rannsókn þar fundust engin merki um að kindin hefði verið sýkt, hvorki af garnaveiki né mæðiveiki. Líkamsleifum Surtlu var að rannsókn lokinni brennt nema hvað Birni A. Blöndal, starfsmanni Sauðfjárveikivarna, tókst að bjarga höfði hennar og lét hann stoppa það upp. Fyrir nokkrum árum var Tilraunastöðinni að Keldum og Sauðfjárveikivörnum fært höfuðið að gjöf frá Birni.”

Heimild:
-Morgunblaðið 7. apríl 1977, bls. 101.

Surtla

Surtla á Keldum. Sigurður Sigurðsson klappar holdgervingnum.