Færslur

Svartagil

Þann 31. júlí 1943 var flugslys norðan Þingvallavatns. Þetta gerðist kl. 15:34. Flugvélin var af gerðinni Grumman J2F Duck, 3ja manna flotvél, tvíþekja, svonefnd J2F. Flugmaðurinn, William Bentrod, lést, en félagar hans, George og Sullivan komust lífs af.
GrummanFlugvélar þessar voru m.a. notaðar hér á landi til að sækja og bjarga hermönnum úr sjó og vötnum.
Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum, sagðist hafa heyrt af atvikinu. Flugvélin hefði farið í Gagnheiðina, slakkann ofan Svartagils, milli Ármannsfells og Súlna. Hann hefði oft gengið þar um en aldrei séð neitt brak úr vélinni og vissi því ekki nákvæmlega hvar slysstaðurinn gæti hafa verið.
Eggert Norðdahl taldi að flugvélin hafi komið niður þar sem síðar hafi verið gerð tún og því væru engin ummerki eftir slysið.
Svarta-21Ómar Gaukur Jónsson, ættaður úr Þingvallasveit sagði: “Vélin fórst í hlíðinni við Svartagil. Flugmaðurinn lést. Allt var flutt í burtu, vél sem annað eftir því sem mér er sagt. Ýmsar sögusagnir fylgdu þessu slysi t.d. að herminnirnir hafi ætlað að láta konu/konur í Svartagili vita af sér sem og að gedduseiði hafi verið um borð í vélinni og að þeim hafi verið varpað í Þingvallavatn þegar flugvélin missti flughæð/afl. Þetta með gedduseiðin er nú vart rétt og varla með konurnar, því sagt var að vélin hefði lent á símalínu í því samhengi, en þá var bara engin slík á svæðinu.
Urriðinn í Þingvallavatni var kominn til sögunnar fyrir þennan tíma þ.e. hans upphaf er frá ísöld.
Aftur á móti er sögusagnir að erlendir veiðimenn hafi fengið ofurgeddur á færi í vatninu, en þær ekki náðst, slitið allt og tætt og horfið síðan á vit djúpsins á ný.”

Í US Navy Airkraft Loss list segir um þessa vél:

Grumman Duck, Þingvallasveit. July 31, 1943
Grumman J2F-4 DuckGrumman Duck J2F – The Incident:

Grumman

Grumman J2F-4.

The plane crashed near the Lake Thingvellir, Iceland. The purpose of the flight is not known.
The reason for the crash is not known. An exact location of the crash site is not known.
According to information from people in the area, the plane crashed north of the deserted farm Svartagil (Black Canyon)

The Crew:
Pilot William Bentrod of VP84 Squadron was killed
Passengers Sullivan and George survived

The Aircraft:
Type: Grumman Duck J2F-4
BUNO: 1646
Operator: VP84 Squadron, NAS Keflavík
US Navy Squadron VP84 operated PBY-5A Catalina in Iceland from 2 October 1942 to 1 September 1943.

Svartagil

Svartagil og nágrenni – loftmynd.