Færslur

Vífilsstaðir

Á landnámstíð bjó sá maður, sem Sviði hét, í Sviðholti á Álftanesi.

Álftanes

Sviðholt.

Bær heitir Vífilsstaðir. Hann er einni og hálfri mílu ofar en Sviðholt. Þá jörð hafði Ingólfur Arnarsson gefið húskarli sínum, sem Vífill hét. Svo er mælt, að Vífill og Sviði hafi róið tveir saman á áttæringi og hafi Vífill gengið á Vífilsfell og gáð til veðurs áður en róið var. Bendir það til þess að hann hafi verið formaður. Þótt löng væri sjávargatan, fór Vífill ætíð heiman og heim þá er þeir reru.
Þeir Vífill og Sviði komu sér saman um að búa til mið, þar sem þeir hefðu best orðið fiskst varir. Er þá sagt, að Sviði hafi kastað heiman frá sér langlegg einum. Kom hann niður fjórar sjómílur sjávar frá landi. Heitir þar Sviðsbrún vestri. Vífill kastaði öðrum legg heiman frá sér. Þar heitir Sviðsbrún grynnri. Var vika sjávar milli leggjanna. Bilið kölluðu þeir Svið og mæltu svo um, að þar skyldi jafnan fiskvart verða, ef ekki var dauður sjór í Faxaflóa.

-Þjóðsögur Jóns Árnasonar II – 1961.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðahlíð.