Tag Archive for: Þingvallasveit

Vigdís og Elisabet

Vinaskógur er skógarlundur í landi Kárastaða í Þingvallasveit, skammt frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Vinaskógur

Vinaskógur – upplýsingar.

Til Vinaskógar var stofnað í kjölfar átaks í landgræðslu árið 1989. Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti Íslands var verndari átaksins og átti jafnframt hugmyndina að Vinaskógi. Að ósk Vigdísar var skóginum fundinn staður þar sem erlendir þjóðhöfðingjar sem heimsækja Ísland gætu komið og gróðursett tré í nafni vináttu og friðar og var staðsetning Vinaskógar valin með tillitil til þess að hinir erlendu gestir gætu komið þar við á leið sinni til Þingvalla en heimsókn þangað er fastur liður í opinberum heimsóknum erlendra þjóðhöfðingja til Íslands.

Fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem gróðursetti í Vinaskógi var Elísabet II Bretadrottning, þann 26. júlí 1990. Í kjölfarið hefur fjöldi erlendra þjóðhöfðingja gróðursett í Vinaskógi, t.d. allir þjóðhöfðingjar Norðurlanda á Lýðveldishátíðinni árið 1994. Einnig hafa ýmsir aðrir þekktir einstaklingar gróðursett í Vinaskógi og má þar nefna Yoko Ono árið 1991.

Vinaskógur

Vinaskógur – upplýsingar.

Ilmbirki og reyniviður eru einu trjátegundirnar sem gróðursettar hafa verið í Vinaskógi en aðrar tegundir hafa breiðst þar út af sjálfsdáðum.

Fyrstur erlendra þjóðhöfðingja sem heimsótti Vinaskóg og gróðursetti þar tré var, sem fyrr sagði, Elísabet önnur Englandsdrottning, þann 26. júní 1990. Síðan hafa margir þjóðhöfðingjar, sem og aðrar samkomur, gróðursett þar tré með eða án forseta Íslands en á þann hátt hefur Vinaskógur öðlast mikla sérstöðu.

Vinaskógur er á vesturmörkum jarðarinnar Kárastaða í Þingvallasveit, ekki lang frá hinum helga stað Þingvöllum sem tekin var á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2004.

​Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með gróðursetningu og umhirðu skógarins.

Vinaskógur

Vinaskógur – merki á stöpli.

​Vinaskógur er í raun smár, ungur skógarlundur og um hann liggur greiðfær stígur. Áhugavert er að skoða hvaða þjóðahöfðingjar og aðrar samkomur hafa heimsótt skóginn, en listi yfir þá er að finna á bautasteinum á staðnum.

​Einvörðu hefur verið gróðursett ilmbirki og reyniviður á svæðinu. Gulvíðir og loðvíðir hafa svo breiðst út af sjálfsdáðum.

Til Vinaskógur var stofnað í tilefni Landgræðsluskógaátaksins en þáverandi forseti frú Vigdís Finnbogadóttir var verndari þess. Að hennar ósk var fundinn staður þar sem forsetinn gæti komið með erlenda þjóðhöfðingja og gróðursett tré í nafni vináttu og friðar.
Síðan hefur Forseti Íslands verið verndari Vinaskógar.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var hvatamaður að því að aðkoma og aðstaða í Vinaskógi var endurbætt á árunum 2002-2004.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Vinask%C3%B3gur
-https://www.skogargatt.is/vinaskogur

Vinaskógur

Vinaskógur – stöplar með skiltum þeirra sporgöngumanna (-kvenna) Elísabetar árið 1990.

Moldbrekkur

FERLIR ákvað að skoða tvær merkar minjar; sæluhúsið í Moldbrekkum á Mosfellsheiði og Mosfellssel við Leirvogsvatn.

Moldbrekkur

Moldbrekkur – hin „Sýsluvarðan“, nú fallin.

Í Árbók Ferðafélags Íslands 2019 segir m.a. um „Sæluhúsið“ í Moldbrekkum: „Árið 1841 var byggt sæluhús í Moldbrekkum á norðanverðri Mosfellsheiði og þar vory hlaðnar svonefndar Sýsluvörður á mörkum Kjósarsýslu (nú Mosfellsbæjar) og Árnessýslu. Grjót úr vörðunum var notað í húsið og hreppsstjóri Mosfellinga, Jón Stephensen (1794-1853) á Korpúlfsstöðum, og Þingvellinga, Kristján Magnússon 1777-1843) í Skógarkoti, völdu staðinn.
Sæluhúsið stóð allhátt í landslaginu og örskammt þaðan var vatnslind. [Vatnslindin sést vel norðan í Moldbrekkum, en er nú uppþornuð]. Greint er frá húsinu í sýslulýsingu Árnessýslu frá árinu 1842: „Í sumar er var, var byggt nýtt sæluhús á miðri Mosfellsheiði af Þingvalla- og Mosfellssveitar innbúum. En eftir er þá að ryðja og varða vel heiðina, sérílagi að austanverðu, og mun á því verða byrjað á sumri komanda.“

Moldbrekkur

Moldbrekkur.

Sæluhúsið í Molbrekkum skapaði öryggi fyrir vegfarendur og í illviðrum gat þetta litla torfhýsi skilið á milli feigs og ófeigs. Snemma marsmánaðar árið 1857 héldu 14 vertíðarmenn úr Biskupstungum og Laugardal frá Þingvöllum vestur yfir Mosfellsheiði þar sem þeir hrepptu norðanstórviðri. Þeir huguðst leita skjósl í sæluhúsinu en fundu það ekki og héldu áfram í áttina að Mosfellsdal með tilfallandi afleiðingum.“

Austan á hálsinum ofan við Moldbrekkur eru svonefndar „Sýsluvörður“ á mörkum Mosfellsbæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar.  Önnur þeirra stendur enn, en hin mætti sjá fífilinn fegurri.

Mosfellssel

Mosfellssel.

Í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006” má sjá eftirfarandi um Mosfellssel: “Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna segir: „Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; er þangað langur vegur og slitróttur yfirferðar“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 237).
„Örnefni benda til fleiri selja. T.d. í Mosfellskirkjulandi er mýrarfláki sem heitir Selflá. Þar voru ær hafðar í seli inni í Klifi [Þetta mun vera Illaklif við Leirvogsvatn]. Selmatráðskona var þar Ragnhildur Þórðardóttir“ (Þjóðháttarannsókn stúdenta 1976).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra.

Mosfellssel

Mosfellssel.

Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).
Selrústir samanstanda af þremur húsum, sem öll snúa dyrum í N. V húsið er um 3×4 m, að innanmáli. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, móti vatninu. Sjást grjóthleðslurnar í veggjunum vel. Miðhúsið er aflangt og eru dyr á miðri N-langhlið. Stærð þess er um 3×6 m að innanmáli. Hæð veggja er um 1 m, þykkt veggja um 1 m. Hér sjást grjóthleðslurnar í veggjum sérlega vel. Þessi tvö hús (mið- og vesturhús) eru að hluta grafin inn í brekkuna, sem er á bakvið.

Mosfellssel

Mosfellssel – austasta tóftin.

Austasta húsið er skemmt að hluta en þó má vel sjá lögun þess. Stærð þess er um 2×3 m. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, niður að vatninu eins og hin tvö, og á honum eru dyr. Þessi hús, sem mynda selið, standa samsíða. Dálítið bil er á milli miðhúss og austurhúss.
Mætti e.t.v. giska á að þar hafi eldaskáli eða hús verið. Miðhúsið svefn- eða íveruhús og það vestra mjólkurhús. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps (Ágúst Ó. Georgsson).

Mosfellssel

Mosfellssel – stekkur.

Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra. Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).
Aftan við selið er kvíarúst (N-við). Garðar hafa verið hlaðnir þar við stóra steina og myndar umhverfið þannig verulegan hluta kvíanna. Ofan við kvíarnar er brött og grýtt hlíð (Illaklif). Kvíunum er skipt í tvo hluta með garði og framan við innganginn er aðrekstrargarður til að auðvelda innrekstur ánna. Að innanmáli eru kvíarnar um 5 x 6 m. Eru þær að mestu eða öllu leyti hlaðnar úr grjóti. Veggjahæð er 0,5 – 1,2 m. Selið er allt hlaðið úr torfi og grjóti, en grjót er þó mest áberandi í innri veggjahleðslum (Ágúst Ó. Georgsson).”

Mosfellssel

Mosfellssel.

Hér kemur síðan vísbending um tilvist fyrstnefndu minjanna, þ.e. hugsanlegs kúasels: “Um 12-13 m austan við kvíarnar eru aðrar kvíar sem eru all frábrugðnar að lögun. Þessar kvíar eru aflangar, um 2×14 m, með inngang á miðjum N-langvegg. Veggjaþykkt er ca 1 m og veggjahæð 0,5 m ca. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps. (Heimildaskrá: Ágúst Ó. Georgsson, Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafns).”
Svo virðist sem þarna gæti jafnvel hafa verið kúasel forðum, sem síðar hafi, annað hvort breyst í fjársel eða verið fært nær Mosfelli [sbr. sel á Selflötum norðan Mosfells og heimasels í Selbrekkum ofan Laxness]. Minjarnar undir Illaklifi benda þó til þess fyrrnefnda. Auk Mosfellssels má sjá merki um kúasel víðar á Reykjanesskaganum, s.s. við Urriðavatn, í Helguseli í Bringum, í Helgadal, í Kringlumýri, í Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og í Fornaseli.

Mosfellssel

Mosfellssel – selsvarða.

Grafið hafði verið nýlega í vegg og miðju austustu tóftarinnar í Mosfellsseli, væntanlega eldhúsið. Í sjálfu sér mælir fátt á móti slíkri rannsókn í vísandlegum tilgangi, en svo virðist með gleymst hafi að kenna slíku fólki frágang á vettvangi; uppgreftri „höslað“ aftur á sama stað, án nokkurrar vandvirkni eða tillitsemi við minjanna. Afgangsgrjót lá á stangli utan í tóftunum og ásýndin stakk í augu þeirra er hafa eindreginn áhuga á slíkum minjum. Sorglegt á að líta!
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 20 mín.

Heimildir m.a:
-Árbók Ferðafélags Íslands 2019.
–Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006, Þjóðminjasafn Íslands.

Moldbrekkur

Moldbrekkur – gamla sæluhúsið.

Ródólfstaðir

„Sælir FERLIRsfélagar,
ég var að kíkja inn á ferlir.is og sá færsluna um Ródólfsstaði. Mér fannst alveg magnað að lesa þetta og get bætt aðeins við þetta.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ég var aldrei fyllilega sáttur við staðsetninguna undir Efri-Rótólfsstaðahæð/Rana og þótt einhver kolalög hefðu komið í ljós fór ég að hallast að því að þetta væru kolagrafir en ekki byggingaleifar. Svæðið undarlegt að byggja á og ég skildi ekki hvernig Brynjúlfur hafi getað séð túngarð á staðnum. Ég hef litið á loftmyndir af svæðinu endrum og sinnum síðan þá og nú síðast í miðjum mars seinastliðnum tók ég eftir staðnum umrædda 600 metrum suðvestar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ég gekk að þessum stað kvöldið 22. maí. Þetta var degi eftir að Gunnar Valdimarsson gerði sér ferð á staðinn og ég get staðfest að á þessum dögum var frekar hvasst. Hvílík tilviljun að tveir einstaklingar — með sama nafn — hafi gengið að þessu með eins dags millibili! Og að sama skapi gleðilegt og algjörlega frábært að fólk hafi áhuga á þessu. Það var veðurgluggi um kl 22 til að fljúga yfir svæðið og ég náði að myndmæla það, útbúa hæðalíkan sem og samsetta loftmynd. Síðan þá hef ég legið á þessu og melt en þegar þú skrifaðir um Mjóaness-selið um daginn áttaði ég mig á að þetta þurfi auðvitað að tilkynna og var byrjaður að skrifa stutta lýsingu til að senda á Minjastofnun. Ég sendi þér textann hér fyrir neðan og einnig nokkrar myndir í viðhengi. Þarna er loftmynd, hæðalíkan, frumtúlkun frá 24. maí og staðsetning Ródólfsstaða + nærliggjandi selja út frá leiðum og slóðum (ég hef teiknað skipulega upp allar leiðir á Þingvallasvæðinu). Svo er nýrri túlkun hjá mér, nokkuð svipuð en ég hef tekið sumt út og bætt öðru inn.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Við Gunnar nafni minn Valdimarsson höfum túlkað þetta mjög svipað í grundvallaratriðum og það er hughreistandi, enda erfitt að greina á milli rofbletta og eiginlegra minja á þessum slóðum. Vatnsbólið er reyndar um 50 m vestan túngarðsins. Þetta rímar við Mjóaness-selið og Hamrasel og ég velti fyrir mér hvort þetta sé gömul selstaða frá Mjóaness- og/eða Miðfellsbændum. Auðvitað getur þetta líka hafa verið býli, sbr. nafnið en maður verður ekki var við mikla húsakosti þarna. Mér finnst áhugaverðast að hugsa um þessi garðlög, bæði m.t.t. aldurs og svo er líkt og það séu tveir garðar þarna, annar ferhyrndur og hinn hringlaga. Og að þeir skarist jafnvel á?! Hvað ætli þetta segi okkur svo um sögu náttúrunnar. Var nægur hvati að hafa einn fjárhelli eða er þetta kannski minnisvarði um horfna skóga fornaldar. Svo er spurningin um „Bæjarstæði“ úr sóknarlýsingunni 1840 — ef það hefur yfir höfuð verið til, þá er kannski spurning hvort það sé undir hæðinni 600 m norðaustar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Ródólfsstaðir eru staðsettir um 1300 metra norðaustur af Miðfellsfjalli, sunnan undir lágum, mosavöxnum grjótbala. Greinileg leið liggur frá staðnum suðvestur í átt að Miðfelli og virðist halda áfram alla leið til Mjóaness. Önnur leið liggur framhjá Ródólfsstöðum metð stefnu NV-SA milli Gjábakka/Arnarfells og Grímsness. Útlit svæðisins kemur hér um bil heim við lýsingu Brynjúlfs Jónssonar árið 1905. Óglöggar rústir (1) eru norðan við áðurnefnda leið, nokkuð litlar eða um 10 m á lengd og þeim svipar frekar til selstöðu en eiginlegs fornbýlis. Um 20 metrum sunnar eru tveir hellar (5) hlið við hlið og hafa líklega verið fjárhellar.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Þetta byggðamynstur rímar við nærliggjandi sel Mjóaness við Selshelli 1,5 km norðvestar og Hamrasel + Hamraselshelli 2,2 km austar. Aftur á móti eru Ródólfsstaðir frábrugðnir seljunum að því leyti að hér er stórt garðlag (2-4) upp við rústirnar (1) líkt og túngarður, um 100 x 50 metrar að flatarmáli. Garðlögin eru mjög fornleg útlits og líkur eru á að þau séu frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Mögulega hefur garðurinn upprunalega verið ferhyrndur, um 50 x 50 m að stærð, en síðar færður út til vesturs. Um 100 metrum norðvestan rústanna (1) er djúpt brunnstæði (6).

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – Gunnar Grímsson.

Fleiri hugsanlegar minjar gætu leynst á Ródólfsstöðum en frekari rannsókna er þörf til að meta eðli þeirra. Eru það tvær dældir, ein (7) austarlega í „túninu“ og önnur (8) um 50 m austan „túngarðsins,“ hvorar tveggja möguleg brunnstæði. Nokkrar þústir (9-12) innan „túnsins“ minna á forn mannvirki og enn aðrar (13-15) skammt utan þess. Svæðið er þó afar illa farið, traðkað og uppblásið og því geta ýmsið rofblettir minnt á fornar byggingar. Því þyrfti helst að staðfesta mögulega minjastaði með kjarnaborun.
1. Tóft, um 10 x 6 m að utanmáli, snýr hér um bil N-S. Veggir hennar hafa breitt vel úr sér og eru um 2.5 m að þykkt. Hleðslusteinar eru áþreifanlegir skammt undir sverði. Tóftin er reist upp við garðlag (2) og er inngangur á suðurgafli í átt að fjárhelli (5), sem er um 20 m sunnar. Mannvirkjabrot eru sjáanleg við austurgafl tóftarinnar; líklega eru þau hluti af túngarðinum en e.t.v. gætu hér einnig verið leifar annarrar tóftar. Vel má vera að þetta séu leifar fornrar selstöðu og tengist fjárhellinum. Þetta er líklega tóftin/tóftirnar sem Brynjúlfur getur um árið 1905.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – garður.

2. Mjög fornlegt garðlag eða túngarður, mikið fallnir og um 2-3 m á breidd. Vegghæð er 20-30 cm. Austurhelmingur garðsins er greinilegri en hann virðist nær ferhyrndur, að SV-horninu undanskildu þar sem hann liggur upp við tóft (1). Ekki er endilega víst að garðurinn sé samtíma tóftinni. Garðlagið heldur áfram vestan við tóftina og liggur í sveig þar til hann fjarar út.

Ródólfsstaðir

Ródólfssstaðir – garðlag.

3. Mjög ógreinilegar útlínur sem minna á garðlag. Nánari athugana er þörf til að meta hvort um er að ræða fornleifar. Mögulega hefur upprunalegi túngarðurinn verið um 50 x 50 m, en síðar stækkaður til vesturs (um 100 x 50 m) og þessi hluti túngarðsins rifinn. Fleiri ógreinileg mynstur samsíða þessum má greina örfáum metrum austan þessara útlína en þau voru ekki teiknuð upp.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – fjárhellir.

4. Hugsanleg norðurhlið garðlags (2). Frekari athugana er þörf til að meta hvort garðurinn hafi legið hér yfir höfuð en hér er hann teiknaður með góðum vilja.
5. Jarðfall með tveimur hellum, sem hafa líklega verið nýttir sem fjárhellar. Illa farin grjóthleðsla er á milli hellanna, sem eru um 7 m djúpir og lágir til lofts. Nokkuð af kindabeinum í þeim vestari, líklega frá síðari tímum.
6. Ríflega tveggja metra djúp dæld um 50 m vestan garðlags (2) sem hefur verið brunnstæði.

Ródólfsstaður

Ródólfsstaðir.

7. Gróin dæld, um 40 cm djúp og ríflega 1.5 m í þvermál. Ekki er útilokað að hún sé leifar brunnstæðis eða einhvers konar mannvirkis en þyrfti að athuga nánar á vettvangi.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

8. Rétthyrnd dæld um 50 m austan garðlags (1), 4 x 5 m að flatarmáli og um 1 m djúp. Mögulega hefur hér verið annað brunnstæði en athuga þyrfti það nánar á vettvangi.
9. Ógreinileg ferhyrnd þúst, 9 x 7 m að utanmáli. Líklega er þetta til komið vegna landrofs en athuga mætti þústina nánar. Ef þetta er mannvirki gæti þetta verið stekkur og tengt tóft (1).

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

10. Lág, gróin dæld, um 30-40 cm djúp og lítill kantur umhverfis hana, um 10×10 m að flatarmáli, staðsett í SA-horni túns. Athuga mætti þennan grasblett betur og athuga hvort hér hafi mannvirki staðið.
11. Rétthyrnd upphækkun í norðanverðu túni, um 11 x 7 m að flatarmáli og um 45 cm há. Hún er nokkuð grýtt og mosavaxin að innan og gæti verið náttúrufyrirbæri. Útlitið minnir þó mjög á húsarúst og ráðlagt væri að athuga fyrirbærið nánar. Það finnst fyrir grjóti í ‘veggjum’ þegar gengið er ofan á fyrirbærinu.
12. Lágur kantur, um 8 x 7 m að flatarmáli. Líklega er þetta einungis rof en athuga mætti fyrirbærið nánar og hvort hér hafi verið mannvirki.
13. Lítil nibba rétt norðan túngarðs, þarna er virkt rof og einhverjir steinar að koma í ljós. Ekki er þó víst að þeir teljist til fornleifa.
14. Mjög dauf upphækkun og litabreytingar á gróðri, 10 x 6 m að flatarmáli, rétt vestan túngarðs (2). Ekki er þó víst að það sé vegna fornleifa.
15. Afar ógreinileg upphækkun, 8 x 4.5 m að flatarmáli, líklegast náttúrulegt en mætti athuga nánar á vettvangi.
Ég hlakka til að heyra frá þinni ferð á staðinn og hvort eitthvað nýtt komi í ljós.“

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – minjar.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1905 – Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904 eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 46-47, segir um Rótólfsstaði: „Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhorníð vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Eódólfsstaðir (o: Róðólfsstaðirj. Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum eu Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg
eg að t í Róíólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.“
Brynjúlfur virðist meira upptekinn að sagnfræðilegum heimildum minjanna en þeim sjálfum.

Þegar meintar minjar Rótólfsstaða eru skoðaðar af FERLIRsfólki mátti sjá þar ummerki garða og fleiri fornra minja. Fjárskjólið tvískipta sunnan garða bar með sér augljósar tvískiptar steinhleðslur. Eystri hlutinn hefur væntanlega verið nýttur sem búr. Vestari hlutinn hefur verið nýttur sem fjárskjól, a.m.k. um tíma.

Tvískiptir veggir umhverfis minjasvæðið virðast augljósir. Innan í ofanverðum eystri hluta þeirra virðast vera minjaleifar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir.

Ofan minjasvæðisins er varða, sem hefur verið breytt í smalaskjól. Sunnan þess er mosagróinn stekkur (ofan garðs). Þaðan að sjá er augljós þvergarður niður að fyrrum selstöðu (ofan fjárhellisins). Þar mótar fyrir þremur rýmum; dæmigerðum selstöðum á þessu landssvæði sem slíkum. Að öllum líkindum hefur selstaðan verið nýtt þarna um tíma, bæði eftir að „bærinn“ lagðist af og löngu áður en selstöður lögðust af á þessu svæði (sbr. Mjóanessel þarna skammt vestar), líkt og Hamraselið þarna skammt austar.

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Hamrasel

Í Örnefnalýsingu Ásgeirs Jónassonar frá Hrauntúni (birtist m.a. í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1932) er fjallað um Miðfellshraun og Miðfellsfjall [Miðfell]. Þar segir m.a.: „Miðfellshraun takmarkast af Miðfellsfjalli að norðvestan, Þingvallavatni að vestan og suðvestan, Kaldárhöfða að sunnan og Lyngdalsheiði að austan; að norðan hallar upp að Hrafnabjargahálsi, og eru takmörk þar víðast óglögg, enda mun hraunið að mestu ættað þaðan.

Hamrasel

Hamrasel – Hamrselshæðir.

Þar austur af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafnlangt upp og Bringur, og niður að Stóra-Karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir vafaust verið sel. Syðst á hæðum þessum er stór brekka við Stóra-Karhraun, er Grembás heitir.“

Hamrasel

Hamraselshellir

Í framangreindri lýsingu er þess ekki getið að nefnt sel hafi verið frá Miðfelli þrátt fyrir staðsetningu þess í þeirra landareign. Það bendir til þess að selstaðan sé mjög forn.
Í Jarðabókinni 1703 (bls. 360) segir um selstöðu frá Miðfelli í Þingvallasveit: „Selstöðu á jörðin í sjálfrar sinnar landi, en hefur þó ei að nýtingu brúkuð verið. Selstaða hefur eignuð verið Hömrum í Grímsnesi í Miðfellslandi, þar sem heitir Hamrahellir, og eru munnmæli að Miðfells menn hafi hjer fyrir átt hestagöngu á vetur í Hamralandi. Hvorugt þessara ítaka hefur brúkuð verið í manna minnum.“

Hamrasel

Hamraselshellir.

Þegar selstaðan í Hamraseli er skoðuð er ljóst að um mjög forna slíka er að ræða, þrátt fyrir að Hamrahellir hafi löngum verið nýttur sem afdrep fyrir gesti og gangandi, enda ágætt skjól í nálægð við þekktar þjóðleiðir í Lyngdalsheiði.
Ofan við hellisopið er hlaðið skjól refaskyttu. Þaðan er ágætt útsýni yfir neðanverða heiðina. Varða er við hlið skjólsins, efst á hellisbrúninni. Hellishellir er í enda gróinnar hraunrásar er á sér langan aðdraganda. Í hellinum má sjá aflagaðar hleðslur.

Hamrasel

Hamrasel – stekkur.

Framan við hellinn, á austurbarmi hrauntraðarinnar, eru hleðslur, sennilega stekkur. Annar stekkur er skammt vestan við opið, nú að mestu mosagróinn.
Selið hefur að öllum líkindum verið í hvylft suðvestan við hellinn, í skjóli fyrir austanáttinni. Þar má greina brunn og óljósar minjamyndanir, sem verður að þykja ekki ósennilegar í ljósi aldurs hinna meintu selsminja.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst og 1. mín.

Hamrasel

Hamraselshellir.

Mjóanes

Í BA-ritgerð Gunars Gímssonar um „Kortlagningu eyðibyggðarinnar á Þingvöllum með flygildum og hitamyndavél“ í maí 2020 segir m.a. um Ródólfsstaði:

Ródólfsstaðir

Ródólfsstaðir

Mögulegar minjar um Ródólfsstaði sunnan undir Ródólfsstaðahæðum.

Elsta heimild um eyðibýlið Ródólfsstaði er í Ármanns rímum Jóns Guðmundssonar lærða árið 1637 en í einni rímunni gerir sauðaleitarmaður sér ferð „til Rotólfs austur//í rjóðri skógar byggði“ (Ármanns rímur, 1948, bls. 8). Setningin „Rotólfsstaðir norður undan Miðfellsfjalli“ er síðar rituð á lausan miða og er stungið inn í drög af Jarðabókinni, innan kaflans um Þingvallasveit, því þar þótti miðinn best eiga við (JÁM II, bls. 363). Í sóknarlýsingunni 1840 skrifar séra Björn Pálsson: „Bótólfsstaðir og Bæjarstæði í Miðfellshrauni“ og merkir býlin hér um bil mitt á milli Miðfells og Skálholtsvegar á korti (Björn Pálsson, 1979, bls. 186).

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Brynjúlfur Jónsson lýsir Ródólfsstöðum svohljóðandi í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1905: Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 46–47). Brynjúlfi þykir nafn bæjarins merkilegra en rústirnar sjálfar og telur þær hljóta að hafa heitið Ródólfsstaðir en ekki Rótólfsstaðir, þar sem hann telur þær kenndar við einhvern Róðólf en nafnið hafi síðar orðið að „Ródólfi“. Dettur Brynjúlfi helst í hug Róðólfur (eða Hróðólfur) biskup en bætir svo við að „auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja“ (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 47).

Mjóanes

Mjóanes.

Ekki verður séð að Brynjúlfur hafi vitað af þjóðsögulegum uppruna nafnsins í Ármanns rímum. Hann getur þá ekki sérlega nákvæmlega til um staðsetningu bæjarins en tæpum 30 árum síðar skrifar Ásgeir Jónasson úr Hrauntúni: Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir efri og neðri. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag. Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó árb. 1905, bls. 46–47). (Ásgeir Jónasson, 1932, bls. 81) Jónas Halldórsson í Hrauntúni, faðir Ásgeirs, telur hins vegar að Ródólfsstaðir hafi varla getað verið býli, enda sé ekkert þar til að lifa við og einnig skóglaust (Jónas Halldórsson, 1921).

Mjóanessel

Gamla þjóðleiðin upp á Skálholtsveg frá Miðfelli.

Jónas segir það í miðri ritdeilu við Guðmund Davíðsson vegna þjóðgarðsáforma en Guðmundur notaði munnmæli um eyðibýli á örfoka landi til marks um að þar hafi eitt sinn verið glæstir skógar, sem byggt hafi verið í en hafi eyðst vegna ágangs manna. Því væri vert að friða landið og leyfa því að gróa upp (Guðmundur Davíðsson, 1919). Jónas Halldórsson sá hins vegar fram á að missa býlið sitt vegna þjóðgarðsmyndunar og því hefur hann mögulega séð ástæðu til að slá á hugmyndir um forna byggð á uppblásnum svæðum. Eyðibýlið svokallaða var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 1927 þar sem það er kallað Ródólfsstaðir eftir túlkun Brynjúlfs.

Pétur J. Jóhannsson

Pétur Júlíus Jóhannsson. Pétur fæddist í Skógarkoti þar sem foreldrar hans voru síðustu ábúendur. Síðar bjó hann um tíma í Mjóanesi. Snemma varð ljóst að Pétur J. Jóhannsson ætti öðrum mönnum fremur aðgang að námu, sem nú er eflaust lokuð, en það er vitneskja um leyndardóma Þjóðgarðsins á Þingvöllum í smæstu efnum. Bestu menn hafa skrifað öndvegisrit í þessari grein og er þar fjölmörgu til skila haldið. En Pétur vissi fleira. Því varð það að ráði að hann fengi í hendur loftmyndir af þjóðgarðinum. Þar skrásetti hann örnefnin öll, sem honum voru kunn, vel á sjöunda hundrað innan þjóðgarðsmarkanna. Þingvallanefnd sýndi Pétri verðskuldaðan sóma af þessu tilefni. Nú er verkið varðveitt hjá Landmælingum Íslands. Mun það verða fræðibrunnur, þeim er ausa vilja af á komandi tíma. Með þeim hætti lét Pétur J. Jóhannsson okkur hinum í té heimild, sem hvergi er til nema þar.

Ekki er fjallað um eyðibýlið á opinberum vettvangi á næstu áratugum að Pétri J. Jóhannssyni undanskildum, sem hafði eftir sögusögnum að býlið hefði staðið vestan undir Ródólfsstaðahæð (Gunnar Þórisson og Pétur J. Jóhannsson, 1983, bls. 186). Sumarið 2012 fór félagið Ferlir að hæðinni og staðsetti mögulegar rústir sunnan undir henni, þar sem þótti líklegt að búið hefði verið í stuttan tíma (Ómar Smári Ármannsson, 2012). Þar sáust ummerki um grónar tóftir og garð. Austan tóftanna sást skúti með hleðslum við opið, sem gæti hafa verið fjárskjól (Ómar Smári Ármannsson, munnleg heimild, 4. október 2019).

Nokkur efi var um tilvist Ródólfsstaða og að vissu leyti er sá efi enn til staðar. Landsvæðið norðan Miðfells er afar illa farið vegna ágangs fólks og fjár og erfitt er að gera sér í hugarlund að nokkur hafi viljað búa þar miðað við núverandi gróðurfar. Þar sem Ródólfsstaðir koma úr Ármannsrímum er spurning hvort býlið sé nokkuð meira en þjóðsaga. Aftur á móti eru tvær selstöður á þessu svæði, hvor við sinn fjárhelli. Heimildir um Ródólfsstaði eru að auki það margar að ekki er hægt að slá tilvist þeirra algjörlega af. Ef gert er ráð fyrir að allar heimildirnar séu óskeikular ætti að leita að litlum, ferhyrndum túngarði með tóftum vestan í. Staðsetningin ætti þá að vera milli Efri- og Neðri-Ródólfsstaðahæða, vestan undir þeirri efri, sunnan grjótbala og austan hraunholu.

Ekki er hægt að segja til með vissu hvort Ródólfsstaðir hafi hér verið staðsettir, að því gefnu að Ródólfsstaðir hafi í raun verið meira en þjóðsaga. Mögulega gæti þó mannvirkið, sem hér er, verið ein af þeim rústum sem Brynjúlfur Jónsson (1905, bls. 46–47) segir standa vestan í ferhyrndum túngarði. Tvö til þrjú mismunandi kolalög geta þá bent til þess að þarna séu tvö eða þrjú byggingarskeið og útlínur mannvirkisins á yfirborðinu séu leifar yngri rústa, til dæmis seljarústa líkt og túlkað hefur verið á Grímsstöðum, Litla-Hrauntúni og Hrafnabjörgum. Við frekari leit að Ródólfsstöðum ætti að einblína á þetta svæði og skoða vel alla staði þar sem trjágróður vex. Sérstaklega ætti að leita að ummerkjum túngarðs, t.d. sunnan tvískipta mannvirkisins.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Mögulega gætu minjar leynst um 30 metrum vestan þess en þar mótar fyrir rétthyrndri dæld á yfirborðslíkani, sem er um 13 metrar að lengd. Þar gæti verið mannvirki hulið birkigróðri en borkjarnarannsóknir gætu skorið úr um hvort þar séu fornleifar eða gróið rofabarð. Svæðið ætti að skoða að vetri til en mögulega gætu snjóskaflar auðveldlega safnast upp við brekkuræturnar og torveldað heilsársbúsetu. Einnig ætti að rannsaka betur skútann sem meðlimir Ferlis telja vera fjárhelli en var ekki skoðaður í þessari umfjöllun, enda er fordæmi um selstöður við fjárhella á þessum slóðum. Ráðgátan um Ródólfsstaði telst enn óleyst en hafi þeir í raun verið til er líklegt að þeir hafi verið hér, enda samræmist staðsetningin örnefnum og heimildum, auk þess sem fornleifar eru á staðnum.

Mjóanesel

Mjóanessel – fjárhellir (Selshellir).

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: “Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skammt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn.

Mjóanessel

Mjóanessel – fjárhellir.

Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja. En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.”

Mjóanessel

Mjóanessel – fjárhellir.

Ekki er að sjá að Gunnar hafi skoðað Mjóanesselið, sem skammt norðvestan Ródólfsstaðahæða, og eini vel gróni bletturinn í heiðinni.

Jarðabókin 1703 segir um Mjóanes (Miófanes): „Selstöðu sæmilega á jörðin í sínu landi, sem enn nú er og brúkuð“ (bls. 361). Um Rófólfsstaði (bls. 363) segir: „Rotólfsstaðir norður undan Miðfellsfjalli“.

Jóhann Jónsson

Jóhann Jónsson og Rósa Jónsdóttir í Mjóanesi.

Rætt var bóndann á Mjóanesi, Jóhann Jónsson. Hann kvað selið í Karhrauni hafa verið frá Mjóanesi, en hann kynni ekki frekari deili á því, þ.e. hvenær það hafi verið í brúkun eða hvenær það lagðist af. Selstígurinn frá bæ væri þó enn vel greinilegur, a.m.k. á köflum, einkum hið efra. Þá hafi þjóðleiðin, Hraungatan, legið upp frá norðanverðu Miðfelli og fast upp með selinu að austanverðu að Gjábakka. Hún væri augljós, þótt lítt væri farin hin síðari ár.

Mjóanessel

Mjóanessel.

Þjóðleiðin var gengin að þessu sinni, frá lítilli hestarétt við þjóðveginn ofan norðanvert Miðfell. Á kortum er Fjárhellir merktur á hæð austan götunnar, en að stenst ekki. Þar eru tvo op, hvort við annað. Hið vestara geymir u.þ.b. 60 metra langan helli. Fremst eru nöguð bein kindar.
Í Mjónesjaseli er hins vegar hinn ágætasti fjárhellir. Í honum eru hleðslur. Ofan á hraunbólunni er gróin varða; selsvarða. Framan við hellisopið eru fjögu samliggjandi rými, auk einnar stakrar. Hlaðinn stekkur er skammt suðaustar. Eldri minjar má mögulega greina við selstöðuna. Ekki er hægt að útiloka að selið hafið verið byggt upp úr eldri minjum, en það virðist ekki hafa verið endurbyggt og því líklega verið í notkun í tiltölulega skamman tíma sem slíkt, mjög líklega frá því um miðja 19. öld til loka selstöðunnar um 1870. Gerð rýma og samsetning bendir til seinni tíma byggingarhátta.
Vatnsbólið frá selinu hefur verið skammt suðaustan við það. Þar eru nú uppþornaðir flekkir í mældarlægð.

Mjóanessel

Mjóanessel. Hér sést gamla þjóðleiðin vel ofan við selið sem og áframhald selstígsins inn á leiðina.

Með vísan í Brynjúlf varðandi nefndan Róðólf biskup og ferða hans á Alþingi mætti ætla að „Róðólfsstaðir“ hafi aldrei verið bær, einungis „sæluhús“ í takmarkaðan tíma að sumri. Af þeirri ástæðu væri vel þess virði að gefa Mjóanesseli meiri gaum en verið hefur, en þess hefur vart verið getið í heimildum til þessa. Sem fornleif er hún a.m.k. enn óskráð, sem slík. Þá gefur sóknarlýsing séra Björn Pálssonar frá  1840: „Bótlfsstaðir og Bæjarstæði í Miðfellshrauni“ og merkir býlin hér um bil mitt á milli Miðfells og Skálholtsvegar, byr undir báða vængi. Þá er Mjónessel beint „norður undan Miðfellsfjalli“. Ródólfsstaðahæðir eru skammt austan selsins. Pétur J. Jóhannesson taldi einnig að eyðibýlið hefði staðið vestan undir Ródólfsstaðahæð[um].
Þá er vert að minnast þess að „staðarnafnið“ var jafnan kennt við kirkjustaði þótt nöfn þeirra bentu ekki til þess. Má í því sambandi benda á Staðarselið í Selvogsheiði, en það var frá kirkjustaðnum Strönd í Selvogi.
Allar nánari upplýsingar um svæðið í heild eru vel þegnar…

Mjóanessel

Mjóanessel – uppdráttur ÓSÁ.

Hamraselshæðarhellir

Staðsetning Ródólfsstaða hefur lengi verið á huldu – þangað til nú. Á göngunni var „Undirgangur“ m.a. skoðaður að hluta. Í ljós kom og einn af lengri og alls ekki síðri hellum landsins (reyndar ekki samfelldur), ca. 3 km langur. (Þess ber að geta að FERLIR er hér á þessu svæði kominn skammt út fyrir „umráðasvæði sitt“, þ.e. landnám Ingólfs á Reykjanesskaganum og því voru minjastaðirnir ekki skráðir sérstaklega – þótt merkilegir væru.)
Rodolfsstadir-1Í örnefnalýsingu fyrir Miðfell í Þingvallahreppi (Ásgeir Jónasson) frá Hrauntúni segir m.a.:
„Frá bænum liggur Hellisgata austur að fjárhelli fyrir norðan Dagmálabrúnir. Að hellinum er hægt að ganga á 20 mín.; hann er kippkorn na. af Brúnum. Frá hellinum heldur gatan áfram austur hraunið, [um]  Gjáarhóla, sunnan Háhrauns austur í Drift, og er heybandsvegur á sumrum. Hellirinn er hið mesta hrakhýsi, lágur, dimmur og blautur. Þar var byggð heyhlaða 1892; í honum var haft á vetrum um hundrað sauðir og tuttugu til þrjátíu ær. Heyið var gefíð á gadd, sem kallað var, með öðrum orðum: látið á fönn. Féð þyrptist þar utan um og át. Fór furðu litið til ónýtis.
Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heitir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þvergili í Drift, en hin að Driftarenda. Lítinn kipp austur af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu.
Lengra austur, sunnan götunnar, er HraungotuhellirSigghólsgötuvarða. Þar austur af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar, þrír lágir hraunhellar. Þar suðaustur af eru Hellishæðir. Norður af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Þaðan hækkar hraunið austur eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endilöngum. Öll sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krókhólum [í Kaldárhöfða].
Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-Karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-Karhrauni Rodolfsstadir-2og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosabalar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum og smáum. Suðaustur af Litla-Karhrauni eru tveir hellar kenndir við Hraungötu; austur af miðju Litla-Karhrauni er einn hellir, sem við það er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir, kenndur við Stóra-Karhraun. Austan við Mosa er Stóra-Karhraun af sömu gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær norður á móts við Driftarenda og suður undir Sigghólsgötu.
Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir, Efri- og Neðri-. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag.
Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert Rodolfsstadir-3mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó Árb. 1905, bls. 46−47).“
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: „Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja.

Rodolfsstadir-7

En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.“
Þegar þetta fyrrverandi bæjarstæði var skoðað 2012 mátti telja líklegt að þar hafi bær eða kot verið stuttan tíma fyrir alllöngu síðan. Sjá mátti móta fyrir tveimur húsum, hluta hleðslu, og einu eða jafnvel tveimur litlum húsum skammt vestar. Með götunni að tóftunum mátti greina garðlag. Gras var takmarkað, en þess meira lyng og kjarr. Staðsetningin er hins vegar ákjósanleg suðsuðvestur undan greindum urðargíg Efri-Ródólfsstaðahæðar. Þarna eru verkefni fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar. (Hnit voru tekin.)
Rodolfsstadir-8Austan við hæðir þessar, upp að Grímsnesvegi, er sléttlendur halli suður að Mosum; heita þar Bringur. Í þeim endilöngum er hellraröð, þar sem víða má ganga úr einum í annan, og heitir það Undirgangur. Þar austur af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafnlangt upp og Bringur, og niður að Stóra-Karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir vafalaust verið sel.“
Þegar FERLIR skoðaði Hamraselshæðir (Hamraselshæðahelli) 2012 kom a.m.k. tvennt í ljós; hellirinn hefur jafnan verið rangt staðsettur á landakort, auk þess sem við hann má finna ýmsar aðrar minjar, s.s. leifar af húsi og skotbyrgi refaskyttu. Að þessu sinni (vorlagi) var enn talsverður snjór í hellinum. Á snjónum var allmikið af tófuskít, sem bendir til þess að þarna hafist skolli enn við; annað hvort innst í hellinum eða í lítilli hraunbólu skammt ofan við hann. Ef um selstöðu hefur verið að ræða (sbr. örnefnið  Hamrasel), þá hefur hún ekki verið þarna. Rakinn var hellisstígurinn niður Bringur að Mosum og var þá komið niður í álitlega selstöðu.

Rodolfsstadir-6

Sá gállinn var bara á henni að þykk snjófönn þakti allt svæðið svo ekki var hægt að staðfesta tóftir í þessari annars skjólgóðu kvos. Svæðið verður því skoðað nánar síðar.
„Miðfellsfjall hefir þrjú aðalnöfn; vestast er Múli, lágur og flatur að ofan; þar næst er Dagmálafjall, stór og mikill ávalur hnúkur; þar eru haldin dagmál frá Mjóanesi; [Hattur er klettur efst á Dagmálafjalli,til að sjá eins og hattur]. Þá kemur; þar skiftist fjallið því nær í tvennt; svo byrjar Norðurfjall.“
Á leiðinni til baka var m.a. komið við í stórum og miklum helli; hraunhveli, á Mosum. Í örnefnalýsingunni má m.a. lesa eftirfarandi um svæðið norðan Hellisgötunnar fyrrnefndu: „Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heitir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þvergili í Drift, en hin að Driftarenda.

Undirgangur-2

Lítinn kipp austur af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu. Lengra austur, sunnan götunnar, er Sigghólsgötuvarða. Þar austur af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar, þrír lágir hraunhellar.  Þar suðaustur af eru Hellishæðir. Norður af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Þaðan hækkar hraunið austur eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endilöngum. Öll sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krókhólum [í Kaldárhöfða].

Rodolfsstadir-4

Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-Karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-Karhrauni og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosabalar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum og smáum. Suðaustur af Litla-Karhrauni eru tveir hellar kenndir við Hraungötu; austur af miðju Litla-Karhrauni er einn hellir, sem við það er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir, kenndur við Stóra-Karhraun.

Rodolfsstadir-10

Austan við Mosa er Stóra-Karhraun af sömu gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær norður á móts við Driftarenda og suður undir Sigghólsgötu.“
Áður hafði verið fjallað um Kaldárhöfðaselin. Í örnefnalýsingu fyrir Miðfell segir um þau: „“Norður af Kaldárhöfðavöllum gengur heiðarmúli vestur úr Lyngdalsheiði, er heitir Selmúli. Þar norður af eru Selvellir. Þar er lítil uppsprettulind, er sjaldan þornar að fullu. Austur af  Selvöllum, í heiðarbrúninni, byrja grasbrekkur þær, er Drift heita. Syðst í henni er Selhvammur. Þar uppi á heiðarbrúninni hafði verið sel frá Kaldárhöfða, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ekki sást þar til tófta í lok nítjándu aldar.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.  

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Miðfell.

Hamrasel

Hamraselshellir.

Skálabrekka

Í fornleifaskráningu fyrir Skálabrekku eystri í Þingvallasveit vegna deiliskipulags frá árinu 2020 má m.a. sjá eftirfarandi fróðleik:

Skálabrekka – saga jarðarinnar
Skálabrekka
Fyrst er greint frá Skálabrekku í Landnámu: ,,Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar; hann átti Helgu, dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er landið var víða byggt með sjá; hann hafði skip það, er Elliði hét; hann kom í Elliðaárós fyrir neðan heiði. Hann var hinn fyrsta vetur með Þórði skeggja, mági sínum. Um vorið fór hann upp um heiði að leita sér landskosta. Þeir höfðu náttból og gerðu sér skála; þar heitir nú Skálabrekka. En er þeir fóru þaðan, komu þeir að á þeirri, er þeir kölluðu Öxará; þeir týndu þar (í) öxi sinni. Þeir áttu dvöl undir fjallsmúla þeim, er þeir nefndu Reyðarmúla; þar lágu þeim eftir áreyðar þær, er þeir tóku í ánni.“
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var jörðin sjö hundruð að jarðardýrleika um 1700 og var í leigu en eigendur voru tveir. Jörðin var þá talin í landþröng og mætti stórum skaða af hestabeit lestamanna bæði að norðan og austan. Í Jarðatali árið 1947 var jörðin hins vegar tólf hundruð.
Ekki kemur fram í skráningunni, enda utan skráningarsvæðisins, að:
-Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið (JÁM 1703).
-Hólmar tveir grasivaxnir eru í vatninu og hinn þriðji graslaus, allir kallaðir Skálabrekknahólmar.
-Þessi jörð mætir og stórum skaða af hestabeit lestamanna, bæði Norðlendinga og Austanmanna, en ekki svo af alþingismönnum.

Fjárbyrgi ‒ rétt/gerði

Skálabrekka

Gerði ofan Skálabrekku.

Í örnefnalýsingu Skálabrekku segir: „Nátthagi eða Fjárbyrgi er hraunbolli, grasi gróinn, hringlaga, 35-40 m í þvermál, um 300 m í norður af Hellunesvík. Björn Ólafsson hlóð grjótvegg í kringum þennan bolla og byrgði þarna kvíærnar á næturnar, og ber hann nafn sitt af því. Bændur austan úr sveitum, sem ráku fé sitt til slátrunar til Reykjavíkur, fengu iðulega afnot af honum. Þar austur af eru Nátthagaflatir, beggja megin Árfarsins. Þessar flatir eru líka kallaðar Bakkar. Þeir hafa myndazt vegna framburðar Árfarsins. Þarna lágu ferðamannagötur, og var kallað að fara austur Bakka.“5 Þarna er enn varðveitt stórt sporöskjulaga gerði, sa. 30×26,4 m, hlaðið úr grjóti kringum grösuga dæld. Mesta hleðsluhæð er nú einungis um 0,5 m og breidd um 1 m. Svolítill inngangur virðist vera suðvestan megin, 1 m á breidd. Gerðið er sunnan við og alveg upp við gamla línuveginn. Þetta hlýtur að vera gerðið sem Björn hlóð. Miðað við að hann lifði til 1925 gæti það verið hlaðið á síðustu áratugum 19. aldar eða í upphafi 20. aldar. Sonur hans, Þorlákur Björnsson, tók síðan við búskap til 1941.

Smalabyrgi – tóft
SkálabyrgiÍ örnefnalýsingu segir síðan: „Á hraunbrúninni, rétt fyrir ofan við Nátthagaflatir, er Smalabyrgi, hlaðið úr grjóti, hringlaga, og gengið inn í það frá norðri. Veggirnir rísa hærra að sunnanverðu, móti rigningaráttinni. Inni í byrginu var sæti, hlaðið úr grjóti.“ Á þessum stað er rúst. Vestan megin í henni er greinilegt hólf með grjóthlöðnum veggjum, sa. 1 fm að innanmáli en 2,7 x 2 m að utanmáli. Hleðslan utan um þetta hólf er ágætlega varðveitt og nær norðvesturhornið mestri hleðsluhæð, um 1,3 m. Hleðslan er svolítið rúnuð að utan á norðurhliðinni sem snýr frá Þingvallavatni en að öðru leyti er mannvirkið ferhyrnt. Grjót úr veggjunum liggur allt í kring en mest hefur hrunið úr þeim sunnan og austan megin enda hefur meira mætt á þeim hliðum sem sneru að vatninu og rigningaráttinni. Norðaustan megin virðist vera annað hólf eða stétt. Stórir steinar eru inni í litla hólfinu og hefur mátt sitja á þeim. Inngangur í hólfið virðist þó öfugt við það sem segir í örnefnalýsingu vera suðaustan megin.
Þarna er því ekki fullkomið samræmi við örnefnalýsinguna en staðsetning þessa mannvirkis virðist þó vera svipuð og má því ætla að þetta séu leifar smalabyrgisins. Það er alveg upp við vegarslóða sem kemur þvert á línuveginn þar sem hann endar rétt eftir að hann kemur út um girðingu gamallar sumarbústaðarlóðar austan megin. Smalabyrgið er staðsett fast austan við vegarslóðann þar sem hann liggur norður frá línuveginum, skammt austan við norðurhorn sumarbústaðarlóðarinnar.

Lendingar – varir
SkálabrekkaVið vatnið eru góðar lendingar og fimm varir hafa greinilega verið ruddar. Sú vestasta er innst í Hellunesvík, austan megin, en hinar tvær eru sín hvoru megin við bátanaust nokkru austar við Hellunes, síðan eru tvær vestan á Grjótnesinu. Vörin var grafin í kringum 1970. Varirnar gætu bæði hafa verið notaðar fyrr og síðar. Í austustu vörinni eru tvær stórar hellur innst. Ekki eru neinar heimildir um þessar varir en í örnefnaskrá er nefnd vör sem er utan þessa svæðis. Virðist sem þær séu allar frá 20. öldinni.

Götur – leiðir
Götur, stígar, línuvegur og slóðar liggja fram og aftur um svæðið. Frá malarvegi sem liggur inn á svæðið má sjá götu sem liggur suður að Hellunesvík og síðan áfram í norðaustur meðfram vatninu. Önnur gata er greinileg norðan megin á svæðinu og liggur hún beint norður fyrir smalabyrgið og þaðan áfram í austur. Í vesturáttina liggur hún fyrir ofan lóð gamla bústaðarins, 1-8 m frá girðingu og sveigir síðan í suður við vesturhorn lóðarinnar. Þar greinist hún í tvennt: Ógreinileg slóð liggur í suðurátt að línuveginum og gerði en týnist áður en þangað kemur. Þessi gata gæti hafa tengst réttinni og smalabyrginu.
SkálabrekkaAnnar greinilegri stígur heldur hins vegar áfram í kringum girðingu sumarbústaðarins og tengist þá ef til vill honum. Milli þessa stígs og hins sem liggur meðfram vatnsbakkanum má sjá leifar af enn einni götu sem liggur austur að Nátthagaflötum eða Bökkum. Þarna gætu mögulega verið ferðamannagötur sem nefndar eru í örnefnalýsingu.
Það voru hins vegar bændur sem fóru um þær með fé sitt en ekki ferðamenn í nútímaskilningi. Flestar leiðirnar virðast vera frá 20. öldinni en ferðamannagötur ættu að vera eldri, frá seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Nýr slóði myndaðist núna í sumar þegar Rarik var að leggja jarðstreng í sumar á svæðinu. Sá slóði er fast upp við fjárbyrgið-gerðið og við smalabyrgið.

Heimildir:
-Fornleifaskráning Skálabrekku eystri vegna deiliskipulags, Antikva 2020.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Árnessýsla, bls. 372.

Skálabrekkusel

Skálabrekkusel.