Færslur

Grímshóll

Í “Huldufólkssögum – úrvali úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar” segir m.a. af Grímshól.

Grímshóll

Grímshóll

Á Grímshól.

Það hefir lengi verið siður í Rangárvallasýslu, að menn hafa farið þaðan til sjóróðra eitthvað suður. En einu sinni bar svo við, að unglingsmaður nokkur, Grímur að nafni, ætlaði suður í Leiru til sjóróðra. Grímur var fyrirvinna hjá móður sinni, en faðir hana var dáinn. Grímur fór nú með öðrum Rangvellingum suður, en er þeir koma suður undir Vogastapa, bar svo við, sem oft má verða, að reiðgjörð slitnaði á hesti Gríms, svo að hann varð að staldra við til að bæta gjörðina. Grímur var aftastur í lestinni, og tóku því samferðamenn hans ekki eftir því, að hann stóð við; hjeldu þeir þá áfram og bar leiti á milli. En er Grímur var einn orðinn, kom að honum maður. Sá maður falar Grím til að róa hjá sjer um vertíðina, en Grímur skorast undan og kvaðst vera ráðinn hjá manni í Leirunni, og segir honum, hver sá sje. Spyr Grímur manninn, hvar hann eigi heima, en hann sagði, að bærinn væri þar skamt frá þeim. Leggur hann þá fast mjög að Grími, og segir að aflabrögð hans rauni eigi verða minni hjá sjer en Leirumanninum, sem hann sje ráðinn hjá. Og hvernig sem þeim hafa nú farist orð á milli, þá fór Grímur með hinum ókunna manni.

Stapinn

Tóftir undir Vogastapa.

Komu þeir brátt að snotrum bæ, vel bygðum. Maðurinn spurði Grím, hvað hann ætlaði að gera við hestinn. Grímur kvaðst hafa ætlað að senda hann heim aftur, þótt hann helst hefði viljað hafa hann þar hjá sjer til lokanna, til þess að geta flutt eitthvað á honum með sjer heim til móður sinnar. Maðurinn segist þá skulu sjá eitthvað fyrir hestinum, og tók við honum; en Grímur vissi ekki um hann framar að sinni. Nú byrjar vertíðin, og róa þeir Grímur tveir á báti, og hlóðu í hvert skifti. En er að landi kom, var Grími sagt að ganga heim og hvíla sig, og vissi hann því aldrei hvað um fiskinn varð, eða hvað mikið þeir höfðu fengið í hlut, enda grenslaðist hann eftir hvorugu.
Undi hann sjer mjög vel, og fanst honum tíminn stuttur, og ekki vissi hann heldur, hvað á hann leið. Ekki lagði hann mat á borð með sjer. Einhvern dag, er þeir eru á sjó, bóndi og Grímur, spyr bóndi hann, hvort hanu viti, hvað nú sje liðið á vertíðina, eða hvað mikið þeir sjeu búnir að fiska. Grímur neitti því. Þá segir bóndi honum, að lokadagurinn sje á morgun, og ef við fáum eins og vant er í dag á bátinn okkar, þá höfum við fengið tíu hundruð til hlutar; en sá, sem þú varst ráðinn hjá, hefir fengið hálft fjórða hundrað. Spyr hann þá Grím, hvort hann vilji ekki vera kyrr hja sjer, eða hvort hann þurfi nauðsynlega að fara heim um lokin.
Grímur segist mega til að fara heim. En er þeir höfðu fengið á bátinn, halda þeir að landi; og daginn eftir býst Grímur til heimferðar. Bóndi spyr Grím, hvað hann vilji helst hafa á hestinum austur, og segist Grímur ætla að flytja kvistinn og höfuðin.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Bóndi spyr, hvort móðir hans þarfi ekki korns. Grímur segist ekki geta hugsað til að hafa það með sjer í það skifti. Bóndi segir, að á lestunum skuli hann koma með 10 hesta með reiðingi, og geti hann þá hvort sem hann heldar vilji, fengið á þá hjá sjer, eða lagt fiskinn inn hjá öðrum. En er Grímur ætlaði á stað, fær bóndi honum tilbúna bagga á tvo hesta, og voru annað kornbaggar, en annað fiskabaggar, og segir hann skuli eigi þá. Grímur segist ekki geta flutt nema aðra baggana. Bóndi segist skulu ljá honum hest og fær honum brúnan hest. Grímur tók og sinn hest, og var hann svellspikaður. Fer nú Grímur á stað, og hittir samferðamenn sína; þeir voru þá á heimleið líka, Þeir spurðu, hvar hann hefði verið um veturinn, en hann sagði þeim óglögt frá öllu. Þegar heim kom, sagði hann móður sinni alt sem farið hafði. Líður svo fram á lestir; þá býst Grímur heiman með tíu reiðingshesta í lest. Margir voru þeir saman, Rangvellingar. En er suður eftir kemur, dregst Grímur aftur úr, og missa þeir hans, svo þeir vissu ekki, hvert hann fór, samferðamennirnir. Halda þeir svo leiðar sinnar. Kemur nú Grímur til formanns síns; tók hann vel móti honum, og ljet hann fá nauðsynjar allar, er hann þurfti, og miklu meira en hann hafði ætlað. En er Grímur var albúinn til burtfarar, spyr bóndi, hvort hann þurfi eigi peninga við.

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

Grímur segir, að svo sje, en hann muni vera búinn að fá fyrir hlutinn  sinn, og því hafi hann ekki nefnt það. Bóndi fær honum þá 40 spesíur. Bóndi spyr Grím, hvort hann hafi sagt nokkurum, hvar hann hafi verið. Engum, nema móður minni einni, segir Grímur. »Jæja, segir bóndi, »jeg vissi það, að þú hafðir sagt frá því; þess vegna hefir það komist á loft. En nú eru þorskhöfuðin þín«, segir bóndi. »Þau verðurðu að sækja seinna«. Grímur játti því. Skilja þeir síðan með kærleikum. Fer Grímur heim, og undruðust menn mjög afla hans. Seinna fór hann skreiðarferð og sótti þorskhöfuðin; bar ekki til tíðinda í þeirri ferð, nema að bóndi falar Grím til að róa hjá sjer aðra vertíðina til, og var Grímur fús á það. Segir ekki af því meir, nema aflabrögð og aðgerðir fóru að öllu eins og fyr. Þessu fór fram nokkurar vertíðir. En einu sinni spyr formaður Gríms hann að, hvort hann mundi ekki vilja fara til sín, þegar móðir hans væri önduð, og eiga dóttur sína. Grímur þekti stúlkuna og fjell hún vel í geð, svo hann þá þegar boð bónda. Líða nú enn nokkur ár, þangað til móðir Gríms deyr. Sjá þá nábúarnir, að ferðasnið er á Grími. Bjóst hann nú hið skjótasta til burtferðar og selur alt það, sem hann gat ekki með sjer flutt. Heldur hann nú suður, en enginn vissi upp á víst, hvert hann fór, nema hvað samferðamenn hans komust næst, að hann mundi hafa farið að hól þeim, sem er á Vogastapa fyrir ofan Reiðskarð. Hóll þessi er æði-stór með vörðu á, og er hann kallaður Grímshóll síðan.
Aldrei varð neitt vart við Grím eftir þetta, hvorki á Raugárvöllum nje í veiðistöðunum syðra.

Heimildir:
-Huldufólkssögur – úrval úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar, Ísafoldarprentsmiðja 1920, bls. 86-89.

Stapinn

Fjárskjól í Vogastapa.