Tag Archive for: Þorbjörn

Þorbjörn

Jón Tómasson segir í Faxa 1945 frá ferð sinni til Grindavíkur undir fyrirsögninni „Hvað er að gerast þar?“.
Grindavik-991„Hvað bíður manns bak við þetta gráa og úfna apalhraun? hugsar sjálfsagt margur, sem rennur fyrsta sinni inn í hið háa og hrikalega Grindavíkurhraun fyrir sunnan Seltjörn. Og ef það væri ekki þessi mjói mjúki vegur, sem brotinn var gegnum torfærurnar fyrir um 30 árum, og sem telja má allgóðan, þá væri vegfarandi ekki miklu betur settur heldur en þótt hann stæði í Ódáðahrauni. Þess má geta, að á meðan umferð var hófleg um þennan veg, var hann talinn með allra beztu vegum landsins.
Þegar komið er suður á Selháls, er meirihluti hraunsins að baki, Svartsengi og Hagafell ávöl og mild að frádregnum Gálgaklettum til vinstri — þar sem útilegumenn voru hegndir áður fyrr — og Þorbjörn með björtum og djörfum línum til hægri.
Þó að Þorbjörn sé hvorki stór né hrikalegur, er hann elskaður og virtur af Grindvíkingum. Hann er fagur og heillandi. Hann býr yfir grindavik-992einhverju duldu og hann hefur laðað til sín frá því að hann var fyrst augum litinn. Utsýni af honum er ágætt, enda hefur hann hjálpað mörgu Grindvísku ungmenni til að víkka sjóndeildarhring sinn, og sýnt þeim fyrsta sinni Eyjafjallajökul, Vestamannaeyjar, Eldey og allt Reykjanes, Esjuna og Reykjavík, Snæfellsjökul og svo allt þarna á milli. Og saga Þorbjörns er án efa einhver sú merkilegasta, sem nokkurt fjall á. En því miður kann ég ekki mikið af henni. Jarðfræðingarnir eiga sjálfsagt eftir að segja okkur eitthvað af henni. Öllum eru þó kunnug tröllin, sem til voru í gamla daga. Eitthvert þeirra hefur orðið ógurlega reitt við Þorbjörn litla og ætlað að sökkva honum í sjó eða kljúfa bann í herðar niður, og hann ber þess menjar ennþá.
Þjófagjá er glöggt merki þess, en hún gengur fró toppi og langt inn í iður fjallsins.
Þegar maður er grindavik-993þar niðri, finnst manni maður vera svo nærri  þessu óþekkta og furðulega, sem inni fyrir býr, að maður stendur á öndinni og væntir þess að heyra búktal jarðarinnar eða einhverjar annarlegar raddir, sem fræði menn um undur jarðarinnar. Og þó að maður standi þar á snjófönn, — en snjór er þar stundum langt fram eftir sumri, jafnvel allt árið, — þá finnst manni allt í einu sem hiti eða jafnvel sterkur straumur þjóti um mann, er maður hugsar til þess að sennilega hafi skorpa jarðarinnar opnast þarna endur fyrir löngu ag út hafi runnið glóandi grjót, sem eytt hefur gróðurlöndum Reykjanesskagans og orðið síðan að þessu erfiða hrauni. Útilegumenn og þjófar héldu til í Þjófagjá og gerðu bændum í nágrenninu búsifjar miklar. Þetta var, — en nú er Þorbjörn ekki lengur þjófabæli og í margar aldir hefur verið hljótt um tröllin, Ísöld og Gos, sem átt hafa sinn þátt í því, að Þornjörn er einmitt svona.

grindavik-994

Sennilega á Þorbjörn vinsældir sínar að einhverju leyti því að þakka, að hann skýlir Grindvíkingum fyrir norðangjóstinum og dregur til sín hitageisla sólarinnar, og veldur því að Grindavíkin er hlýjasta og vinalegasta byggðarlag Suðurnesja.
En ferðamaðurinn, sem kominn var á Selháls sá framundan sér Atlantshafið í allri sinni dýrð og vogskorna ströndina í aðeins 5 til 6 km. fjarlægð.
Ströndin og hafið leika sér saman — og leikur sá er lengsti leikur, sem átt hefur sér stað. Hann er líka sá stórfenglegasti leikur, sem fram hefur farið á jörðinni.
Þarna í Grindavík hefur hann verið svo blíður, einlægur og hjartnæmur að undrum sætir. Því verður ekki með orðum lýst hve atlot þeirra eru innileg og þýð. Hafið bylgjast og blakar við blógrýtið og mölina, sem malar af ánægju og þangbrúskar breiða úr sér á klöppunum, en þönglarnir, sem eru útverðir strandarinnar beygja sig og hneygja eins og vera ber, þegar bylgja eða boði ganga í garð.
Þegar „vindur vargur“ kemur í heimsókn slæst upp í vinskapinn og aldan angrar klöppina og klettaskútar kasta frá sér með illindum bárubroti. Þannig eykst þetta „orð af orði“, þar grindavik-996til fullur fjandskapur er orðinn milli láðs og lagar.
Fylkingar af himin háum haföldum streyma að landi og gera fyrirvaralaust heiftúðlegar landgöngur. Hávaðinn, súgurinn og hvæsið, — brimgnýrinn er óskaplegur — heillandi hljómkviða haisins. Margra tonna blágrýtisbjörg eru leiksoppur, mannvirkin tortímast — og menn láta lífið. En ströndin tekur kröftuglega á móti innrás holskeflanna og rekur þær af höndum sér, þó telja gamlir menn, að ströndin hafi farið hallloka og orðið að láta af hendi rakna nokkurt land, og ég man eftir grænum bölum og bændabýlum, sem honfið hafa vegna ágangs sjávarins.
Í aldaraðir hafa þó Grindvíkingar, eins og flestir aðrir landsmenn, átt afkomu sína undir brigðlyndu hafinu. Þeir hafa barizt með þrautseygju gegn örðugleikunum. Þeir hafa unnið marga sigra, en sigurlaun þeirra hafa oft ekki verið annað en meiri erfið]eikar. Í seinni tíð hafa verið gerðar margar tilraunir til að létta starf grindvíska sjó mannsins. Þeir hafa fengið vélar, stærri og betri báta, bættar bryggjur o.s.frv. Í sumar var t. d. bryggja og varnargarður við þrautalendinguna í Þorkötlustaðarnesi bættur að miklum mun.
Grindavik-99720—30 menn undir stjórn Halldórs Þórðarsonar unnu að þessu verki í margar vikur og mun kostnaður verksins vera fast að 150 þús. kr. En langsamlega merkilegasta úrbótin tel ég að liggi í hafnargerðinni í Hópinu. Það eru allar líkur til, að sá áfangi verði svo glæsilegur, að þar komi betri höfn en til er á Reykjanesi og þó að víðar væri leitað. Áleitni Atlantshafsins hefur verið stöðugur háski fyrir bátana og einnig staðið í vegi fyrir því, að þeir væru stækkaðir svo sem bátar annarra verstöðva.
En í Hópinu ættu þeir að hafa örugga höfn, hvernig svo sem hafið hamast. Á þennan hátt er áhyggjum létt af skipverjum og þeir njóta friðar og öryggis, þegar báturinn er í höfn. Báturinn getur verið stærri og traustari, þar með er öryggi sjómanna og aðbúnaður bættur, og það eiga þeir sannarlega skilið. En við þetta vex líka aflavonin til hagsbóta fyrir alla. Það kæmi mér ekki á óvart þó innan fárra ára yrði Grindavík eftirsóknarverðasta verstöðin við Reykjnesskagann. Þegar farkostirnir eru orðnir sambærilegir við það, sem annarsstaðar tíðkast, þá eru kostir staðarins margir.
grindavik-995Auk fyr getinnar hafnar má telja: 1. Stutt á miðin, sem skapar tíma og olíusparnað. 2. Góð fiskimið, sem bátar úr næstu verðslöðvum verða oft að leita á, einkum er á vertíð líður. 3. Vídd fiskisviðsins, í tregum afla, er ýmist betra á miðum Vestmannaeyinga eða Sandgerðinga, en á báðar þessar slóðir geta góðir bátar úr Grindavík sótt. Menn vilja kannske malda í móinn með því að benda t. d. á brimið eða að Hópshöfnin geti aldrei orðið hafskipahöfn og því erfitt að losna við afurðirnar. Því er til að svara, að ég tel að allmiklu af þeirri hættu sé bægt frá með góðum og stórum dekkbátum, einnig vil ég benda á, að allstór skip munu geta komizt inn í Hópið. Svo er það ekki nema tímaspursmál þar til flughöfnin á Reykjanesi verður orðin stærsta útflutningshöfn landsins, og verði vegur lagður yfir hraunið frá Grindavík, skemstu leið á flugvöllinn, þá eru það ekki nema um 10 km. Það ætti því ekki að vaxa svo mjög í augum, ekki hvað sízt, ef farið verður að þurrvinda þorskinn, eins og líkur eru til og léttist hann þá um 9/10 hluta.“

Heimild:
-Faxi,5. árg. 1945, 8. tbl. bls. 1-3.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Grindavík

Gengið var á Þorbjörn (Þorbjarnarfell) ofan við Grindavík. Að vísu liggur vegur upp á fellið, sem er hæst 243 m.y.s., en að þessu sinni var ákveðið að ganga upp á það að norðanverðu, upp frá Baðsvöllum.

thjorbjorn-901

„Þar er Selskógur, eitt af útivistarsvæðum Grindvíkinga. Þar fara fram skemmtanir á vegum bæjarfélagsins auk þess sem skógurinn nýtist til gönguferða. Hann er hluti af stærra útivistarsvæði ofan þéttbýlis sem kallast Þorbjörn – Arnarsetur. Frá Selskógi er ekki langt í Bláa lónið en þangað geta íbúar Grindavíkur einnig sótt útivist.““Selskógur í Þorbirni hefur verið ræktaður upp þó skógrækt ríkisins hafi mælt eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðar á Suðurnesjum. Þrjú skógræktarsvæði hafa talist hæf til skógræktar og er Selskógur eitt þeirra. Skógræktarfélag Grindavíkur sér um Selskóg og hefur unnið að ræktun þess myndarlega skógar sem nú er fyrir hendi. Félagið gerðist aðili að Skógræktarfélagi Suðurnesja til þess að tryggja plöntur á vægu verði frá Skógrækt ríkisins. Nú eru hin myndarlegustu grenitré í nokkrum aðskyldum lundum og svo þéttur að þegar hefur myndast skógarbotn í þeim.“
Framangreint kemur fram í greinargerð með selskogur-221aðalskipulagi Grindavíkur fram til ársins 2020.Að sögn Kristán Bjarnasonar, skógræktarmanns, er Selskógur ekki ræktaður á flatlendi, nema þá að mjög litlu leyti, þannig að það virðist vera mótsögn í textanum. Þá er það að Skógrækt ríkisins mæli eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðir. Síðan að „aðeins þrjú svæði á Suðurnesjum henti til skógræktar“ hefur ekki verið fjallað um fyrr af hálfu Skógræktarinnar.Í Jarðabókinni 1703 segir að „selstöðu hefur jörðin og brúkar enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar ofurlitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein að vatnsleysi, þá þeirrar eru, og fyrir þessa lesti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarsstaðar. Þessa brúkar bóndinn aleinn.“ Sagt er að Baðsvellir dragi nafn sitt af því, að þar hafi ræningjar baðað sig. Alveg niður við hraun er hallandi graslendi. Þar er slétt laut, Kvíalág. Þar með hrauninu eru tvennar seltættur og hóll. „Þar austan við heitir Stekkjarhóll,“ segir í örnefnaskrá.

Stekkholl-221

Rústirnar eru undir Þorbirni norðanverðum, í hraunjaðri, vestan við skógarrjóður. Syðst er þyrping, 5 hólf og klettur í miðjunni, sem hólfin raðast utan um. Þar norðan af er önnur tóft, tvö hólf. Norðan við þessa tóft eru tvær tóftir til viðbótar. Trjám var plantað í eina megintóftina.Við Stekkjarhól eru greinilegar og mjög grónar tóftir. Þær eru norðaustan í skógarjaðrinum. Norðaustan við aðra tóftina er 2 m djúp hola. Hún er nær hringlaga. Sunnan við vegarslóða þar við er önnur hola, 1 m djúp, e.t.v. brunnur. Í skógarjarðrinum, sunnan brunnsins, er önnur tóft. Norðar eru mannvistarleifar í lágum hraunhól.Þegar FERLIR var þarna á ferð höfðu einhverjir verið við mælingar og m.a. skilið hluta af mælitækjunum eftir. Grafnir höfðu verið stuttir skurðir á fimm stöðum og leiðunum stungið þar niður áður en tyrft var yfir að nýju.
Líklega er verið að kanna leiðni jarðvegs auk annars, utan í selleifunum að thjofagja-221vestanverðu. Án efa fara þessar framkvæmdir fram með fullu samþykki Fornleifaverndar ríkisins og annarra yfirvalda, en svo þarf að vera því þær eru vel innan hinna 20 metra friðunarmarka fornleifanna. Eflaust væri þetta í góðu lagi ef um væri að ræða fornleifagröft eða aldursgreiningu seljanna, en svo virðist því miður ekki vera.Þegar gengið var upp á Þorbjarnarfell var gömlum slóða fylgt upp á norðurbrúnina. Hér munu vera för eftir beltatæki er fyrst var ekið upp á Þorbjörn á stríðsárunum til undirbúnings bækistöðva þar í gígskálinni og uppsetningu loftskeytabúnaðar. Síðan var vegurinn ruddur niður með austurhliðinni. Enn má sjá leifar bragganna tíu, sem þarna stóðu í einföldum boga meðfram gígbotninum. Einnig má sjá leifar eftir 2 bragga á sunnanverðu fellinu sem og fótstykki undan möstrum. Kampur þessi hét Camp Vail, eftir Raymond T. Vail. Möstrin efst á Þorbirni tilheyra Símanum annars vegar og Flugþjónustunni hins vegar. Stóra mastrið, ca, 40 m hátt, er frá Flugþjónustunni og hin frá Símanum. Nýjasta mastrið [2009] þjónar gsm-sambandi Símans. Auk þess er þarna endurvarp frá Útvarpinu.Þegar komið var upp á norðurbrúnina og efri hluti fellsins barinn augum mátti vel sjá hvernig fellið hafði fallið niður í miðjunni þannig að austur- og vesturveggirnir standa eftir og ofar. Um er að ræða sigdæld (misgengi) í gegnum fellið. Ástæðan er sú að Þorbjarnarfell varð til á tveimur gostímabilum. Hluti þess myndaðist á fyrra ísaldarskeiði.

Þorbjarnarfell

Camp Vail á Þorbjarnarfelli – ÓSÁ.

Þegar aftururðu jarðhræringar á síðasta ísaldarskeiði urðu þessar miklu umbreytingar í fellinu. Ekki kom afgerandi gosefni upp í seinna skiptið því bólstraberg frá fyrra gosinu eru ráðandi hvert sem litið er. Sést það sérstaklega vel í þverskorningum Þjófagjár.Gengið var vestur með suðvesturhlíðum fellsins. Háir klettadrangar marka brúnina á kafla. Frá þeim er hið ágætasta útsýni yfir hraunin (Illahraun og Eldvarpahraun (Bræðrahraun og Blettahraun)), yfir að Eldvörpum, Sandfelli og Þórðarfelli og allt að Eldey í vestri.Frá sunnanverðum Þorbirni er hið fegursta útsýni yfir óumdeilanlega fallegasta byggðalag suðurstrandar Reykjanesskagans, Grindavík – og þótt víðar væri leitað, t.a.m. á norðanverðum skaganum.Á vef Örnefnastofnunar Íslands segir um þetta efnisatriði: „Þó að þess séu dæmi, að nöfnin sem gætu verið mannanöfn séu til í samsetningum með orðunum fell eða fjall, t.d. Þorbjarnarfell, er ekki hægt að segja, að öll þessi nöfn séu þannig til komin, að þau séu styttingar, eins og Finnur Jónsson gerir ráð fyrir.

Þorbjörn

Þorbjörn.

Upprunalega nafnið gæti allt eins verið Þorbjörn og orðinu felli bætt við sem merkingarauka (epexegese) til nánari skýringar.Algengt hefur verið á Norðurlöndum að gefa fjöllum nöfn eftir persónutáknunum, þar sem mönnum hefur fundist vera líking með þeim. Þetta hefur líka tíðkast hér. Nægir þar að nefna fjallanöfn, þar sem orðin karl og kerling koma fyrir, t.d. Karl úti fyrir Reykjanesi og Kerling í Eyjafirði. Nöfn með maður, strákur og sveinn vísa til hins sama. Þegar fjalli er valið nafnið Surtur, er verið að vísa til jötuns, og er þá líklegt að fjallið sé svart, af því að allir þekkja þá merkingu orðsins. Þegar það er athugað, að nöfnin Karl og Sveinn geta verið hrein mannanöfn, og að ýmis fjallanöfn geta líka verið mannanöfn, en einnig haft aðra merkingu, er það e.t.v. orðinn álitlegur hópur fjalla, sem ber mannanöfn. Þegar þetta er orðinn útbreiddur nafnsiður, og ýmis fjöll bera einnig nöfn dýra, þá verður ekki fráleitt að nota hvers konar mannanöfn um fjöll, án þess að útlit þeirra þurfi að ráða þar nokkru um.

thjorbjorn-904

Þá verður það tilviljun hvaða nafn er gefið fjalli, eins og það getur verið tilviljun hvaða nafn maður hlýtur. Útlit ræður því ekki hvort maður heitir Njáll eða Þorfinnur. Útlit fjalls getur tæpast ráðið því, að það fái nafnið Gunnhildur, Hálfdan, Jörundur, Njáll eða Ölver. Að líkindum urðu þessi nöfn til hér sem fjallanöfn í upphafi byggðar, m.a. vegna þess að menn vildu heiðra landnámsmennina með því að kenna fjöll eða tinda við þá.“Til mun vera önnur skráð söguskýring á örnefninu „Þorbjörn“. Leit hefur verið gerð að henni, en hún hefur ekki borið árangur -enn sem komið er. Gamlir Grindvíkingar vísuðu jafnan á „Þorbjörn karlinn“ þegar ekið var eftir Grindavíkurveginum áleiðis til Grindavíkur um Gíghæð. Þá blasir við andlit bergrisans utan í vestanverðu fellinu, líkt og hann hefði lagt sig þar um stund og notað vesturöxl fellsins sem svæfil.

thorbjorn-905

Aðrir hafa viljað tengja nafnið við Hafur-Björn, son Molda-Gnúps hins fyrsta landnámsmanns í Grindavík (um 930), en sú tenging virðist langsótt. Fornafnið „Þor“ er Þórsskírskotun, þess allra heiðnasta. Nafnið virðist því vera frá fyrstu tíð landnáms hér á landi því kristni varð eigi lögtekin hér fyrr en árið eitt þúsund. Heitið „Björn“ gæti hins vegar, aldursins vegna, verið komið frá nefndum Birni er bæði Landnáma og þjóðsögur JÁ kveða á um. Hann hefur þá mögulega geta verið nefndur, á rauntíma, eftir herraguði ásanna (Þórs-Björn), sem með kristninni hefði getað breyst í „Þorbjörn“. Þjóðsagan hefur síðan lifað af hvorutveggja og hann þá nefndur „Hafur-Björn“ – slíkt er bæjarmerki Grindarvíkur nú grundvallast á.  Stefnan var tekin upp í Þjófagjá. Þjófagjá er „stór sprunga er klýfur topp Þorbjarnarfells. Þar herma munnmæli, að flokkur útileguþjófa hafi haldið sig og rænt og ruplað í Grindavík. Að lokum tóku byggðamenn sig til, fóru að þjófunum, gripu þá og hengdu í Gálgaklettum. Engar öruggar heimildir eru um það, að útileguþjófar hafi nokkru sinni hafst við í Þjófagjá og engar mannvistarleifar hafa fundist þar,“ segir í Sögu Grindavíkur. Klettasprungan er með grasi grónum botni. Hún er um 10 m breið, en allt að 80 m djúp. Skúti er í sprungunni vestarlega. Einstigi er upp Þjófagjá og leiðin greið, ef rétt er að farið. Fýll lá með ungum í gjárveggjunum.Í heild er þjóðsagan svona: „Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá.

badsvallasel-201

Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. 

thorbjorn-906

Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.“Ef vel er að gáð, í ljósi aðstæðna fyrri alda, er ekki algerlega með öllu útilokað að hópur manna er sameiginlegra hagsmuna hafa átt að gæta hefði safnast saman um stund á Þorbjarnarfelli. Hafa ver í huga að fellið væri fyrir þá slíka landfræðilega vel í „sveit sett“. Auk þess gæti nafngiftin hafa gefið þeim hinum sömu ákveðna „inspirisjón“ þess tíma hungurs, volæðis og vonleysis. Þegar upp úr gjánni var komið var stefnan tekin niður í braggabúðirnar fyrrnefndu, eða leifarnar af þeim. Þegar meðfylgjandi ljósmynd af braggabyggðinni var borin saman við minjarnar nú mátti vel sjá hvaða braggi var hvar. Jónsmessuhátið Grindvíkinga mun vera, í seinni tíð, haldin hátíðleg á Þorbirni – og er það vel við hæfi, enda mun siðurinn vera frá heiðni kominn (þótt hann hafi í seinni tíð verið eignaður Jóni (Jóhannesi) skírara upp kristinn sið (eins og svo margt annað)).Til baka var gengið niður gróningina að norðanverðu, niður á Baðsvelli.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-GRINDAVÍK greinargerð og umhverfisskýrsla drög 22. mars 2010
-Grindavíkurbær GRINDAVÍK aðalskipulag 2000 – 2020
-Kristján Bjarnason

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – örnefni og gönguleiðir (ÓSÁ).

Grindavík

Grindavík og umhverfi bæjarins er hraun, mismunandi gömul. Flest hraunin mynduðust umleikis hraun frá ísaldarskeiðum fyrir 14000 – 8000 árum. Önnur eru yngri, þau yngstu frá því á 13. öld.

Grindavík

Grindavík – Þorbjörn. Illahraun fremst og Þórkötlustaðanes fjærst.

Þorbjörn, bæjarfjallið, er úr móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes. Þvert í gegnum það liggur misgengi.

Hagafell austan Þorbjarnar er einnig úr móberg frá fyrri hluta síðasta jökulskeiðs.

Jón Jónsson

Jón Jónsson; jarðfræðikort – Arnarsetur efst og hraun ofan Grindavíkur.

Húsafell og Fiskidalsfjall ofan Hrauns eru úr móberg frá seinni hluta síðasta jökulskeiðs. Grágrýishetta þekur efsta lag móbergsins.

Siglubergsháls, á milli Fiskidalsfjalls og Festarfjalls er úr grágrýti á stöpum og móbergshryggjum. Grágrýtishetta á móbergi.

Grindavík

Grindavík – Festarfjall.

Festarfjall er úr móbergi frá fyrri hluta síðasta jökulskeiðs. Á því er grágrýti á stöpum og móbergshryggjum. Sjávarmegin, neðst, má sjá ummyndað móberg frá fyrra jökulskeiði.

Fagradalsfjall norðan Festarfjalls er úr móberg frá fyrri hluta síðasta jökulskeiðs. Á því er stapagrágrýti.

Slaga

Slaga að sunnanverðu.

Slaga ofan Ísólfsskála er úr móbergi frá fyrri hluta síðasta jökulskeiðs, þakið grágrýti á stöpum og móbergshryggjum. Ísólfsskáli stendur á Borgarhrauni neðanverðu.

Höfði austan Fagradalsfjalls er úr móbergi frá eldri jökulskeiðum Bruhnes. Grágrýti er ofan þess.

Vatnsheiði er dyngja ofan Húsafells. Aldur: <14.500 >12.500. Bærinn Hraun stendur m.a. á Vatnsheiðahrauninu. Hraunið er Pikrít.

Grindavík

Grindavík – Gerðavellir fremst.

Gerðavellir vestan Járngeðarstaða er hraun frá Sandfellshæð. Aldur: ~13.600 ára. Hæðin er dyngja.

Staðarhverfi er einnig úr hrauni frá Sandfellshæð. Berghraunið/Klofningahraunið er bæði vestan og austan við Stað, Eldvarpahraunið rann síðan yfir það að hluta.

Strýthólahraun

Strýthólahraun.

Hópsness- og Hópsheiðarhraun kemur úr heiðinni ofan Hóps. Hraunið myndaði m.a. Hópsnes- og Þórkötlustaðanes, auk núverandi bæjarstæði Grindavíkur. Á Þórkötlustaðanesu austanverðu er Strýthólahraun. Aldur: <11.500 >8000.

Eldra Beinavörðuhraun milli Sundhnúka og Fagradalsfjalls kom úr gígun undir Sundhnúkahrauni. Aldur: <11.500 >8000.

Yngra Beinavörðuhraun liggur aað hluta til ofan á Eldra Beinavörðuhrauni. Aldur: <11.500 > 8000 ára.

Grindavík

Grindavík – Fagradalsfjall. Merardalir.

Hraun austan við Einihlíðar milli Fagradalsfjalls og Höfða. Aldur: <11.500 >8000.

Klifhólar/Selháls/Svartsengisfell (Sílingarfell) sunnan og austan Þorbjarnar er hraun og kleprar. Aldur: ~4500 cal yrs B.P.

Þorbjörn

Þorbjörn – Klifhólahraun.

Hraun á Lágafelli og í Lágafellsheiði er dyngjuhraun. Aldur: <11.500 >8000.

Borgarhraun sunnan Fagradalsfjalls og Borgarfells. Aldur: <11.500 > 8000 ára.

Dalahraun austan Sundhnúka. Aldur: <8000 >>3000.

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes fremst.

Skollahraun og yngra Afstapahraun (Katlahraun) austan Ísólfsskála. Aldur: ~2000.

Sundhnúkshraun/Háahraun/Blettahraun austan og vestan við Sílingarfell.  Sundhnúkahraun myndaði auk þess Slokahraunið til suðausturs. Aldur: <3000 >2000.

Eldvörp

Eldvarpahraun.

Berghraun/Klofningahraun austan Þorbjarnar. Aldur: ~2100 ára.

Arnarseturshraun/Illahraun/Eldvarpahraun norðan Sílingarfells og norðan og vestan Þorbjörns. Aldur: 1210-1240 AD.

Heimild:
-Ísor.is – jarðfræðikort.

Jarðfræðikort

Grindavík – jarðfræðikort; ÍSOR.

Tag Archive for: Þorbjörn