Tag Archive for: Þórkötlustaðanesviti

Þórkötlustaðanes

Sum nöfn verða til af engu. Þannig hefur t.a.m. Siglingamálastofnun Íslands nefnt vitann á Þórkötlustaðanesi Hópsnesvita. Aðrir hafa apað vitleysuna eftir – og jafnvel nefnt hann Hópsvita.
ÞórkötlustaðanesvitiÍ fyrsta lagi er vitinn ekki á Hópsnesi. Hann er á Þórkötlustaðanesi. Mörkin eru u.þ.b. 60 metrum vestan við vitann. Hópsnes hefur í örnefnalýsingum verið nefnt vesturmörk Þórkötlustaðaness og þó oftar nesið ofan við Síkin, þ.e. vestan við ósinn inn í Hópið. Þar utan við er Hópsvörin og Hópslátur sunnar.
Í öðru lagi var vitinn aldrei nefndur annað en Þórkötlustaðaviti, Þórkötlustaðanesviti eða einfaldlega Nesviti, þ.e. stytting úr Þórkötlustaðanesviti. Þegar vegur var lagður út í Nesið frá Þórkötlustöðum árið 1928 var jafnframt lagður hestvagnavegur út að vitastæðinu, en vitinn er byggður það sama ár. Jóhann, vitavörður, bjó t.a.m. á Þórkötlustaðanesi, nánar tiltekið í Þórshamri, um skeið.
Á vefsíðu leiðsögumanna Reykjaness segir um Hópsnesvita: „Vitinn var byggður árið 1928 úr Þórkötlustaðanesviti - austan Hópsnesssteinsteypu. Benedikt Jónasson verkfræðingur hannaði vitann. Ljóshæð vitans yfir sjávarmáli er 16 metrar en vitahæðin sjálf er 8,7 metrar. Hópsnesviti var rafvæddur árið 1961 og ljósavél höfð til vara.“ Hér er líka rangt farið með heitið á vitanum. Líklega er rangnefnan komin frá Siglingastofnun. Annars staðar hefur þessi rangnefna ekki verið notuð að neinu marki.
Að nefna Þórkötlustaðanesvita Hópsvita er álíka vitlaust og að nefna Reykjanesvita Hafnavita, eða Nesvita í Selvogi Þorlákshafnarvita eða Strandarvita.
Vonandi dugar ábending þessi til þess að leiðrétta „villutrú“ nafnvitundarinnar á Nesinu.
Skýr mörk Hópsness og Þórkötlustaðaness voru ábúendum mikið mál. Markasteinn var í fjöruborðinu vestan við Nesvitann, ofan við Markalón. Þaðan lá markalínan upp í Stóra-Skógfell. Hóp átti þannig sneiðing millum Þórkötlustaðalands og Járngerðarstaðalands. Hópsselið var á efstu mörkum þess, undir Selhálsi austan við Baðsvelli. Mótar enn fyrir tóftum þess. Nýtingin á Nesinu fyrrum var líka alveg skýr, sem glögglega má sjá á þurrkgörðunum – í Hópslandi annars vegar og í Þórkötlustaðahverfi hins vegar. Þá þurftu bændur að geta gengið að rekanum án þess að deilur kynnu að skapast því einungis eitt viðarkefli gat skipt sköpum þegar á reyndi. Á það hefur reynt allt til þessa dags.

Þórkötlustaðanesviti (Nesviti)

Til fróðleiks má nefna úrskurð vegna stjórnsýslukæru um örnefni í Skútustaðahreppi frá því í desember 1999. Í úrskurði menntamálaráðu-neytisins mánudaginn 20. desember, segir m.a.: „Eins og að framan greinir gera lögin um bæjanöfn o.fl. ráð fyrir því að örnefnanefnd úrskurði um hvaða örnefni verða sett á landabréf sem gefin eru út á vegum íslenska ríkisins, þ.e. Landmælinga Íslands, sé ágreiningur eða álitamál um það efni. Stjórnvöldum er ekki ætlað lögum samkvæmt að úrskurða að öðru leyti um réttmæti málvenju um tiltekinn stað eða örnefni hér á landi, sbr. þó 2. mgr. 2. gr. laga um bæjanöfn o.fl. Hvorki er að finna í lagatextanum í lögum um bæjanöfn o.fl. né í lögskýringargögnum þeirra laga, að einungis skuli setja eitt örnefni á landabréf sem gefin eru út á vegum Landmælinga. Slíka reglu er heldur ekki að finna í lögum nr. 95/1997 um landmælingar og kortagerð. Ýmis dæmi má finna um fleiri en eitt örnefni á kortum Landmælinga yfir sama stað, kennileiti eða náttúrufyrirbæri. Þannig er Grímmannsfell vestast á Mosfellsheiði jafnframt nefnt Grímarsfell á korti Landmælinga og annað dæmi má nefna um Hópsnes við Grindavík sem einnig er nefnt Þórkötlustaðanes á korti Landmælinga.“
Stundum virðist þurfa mikið til að leiðrétta einstakar rangfærslur, sem þegar hafa komið fram, t.a.m. á landakortum.

Heimildir m.a.:
-http://skip1.sigling.is/sjolag2.asp?PageID=771
-http://64.233.183.104/search?q=cache:GUKZUHJQtXEJ:menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/stjornsysluurskurdir/nr/301

Þórkötlustaðanesviti

Þórkötlustaðanesviti/Hópsnesviti.

Þórkötlustaðanes

Af einhverri óútskýrðri ástæðu hafa einhverjir haldið að vitinn á Þórkötlustaðanesi bæri nafnið „Hópsnesviti„.  Að vísu komst sú nafngift inn í eina lýsingu, en hún sem slík breytir ekki nafninu og landfræðilegri staðsetningu vitans. Nafnabrengl þessi eru þó að hluta til skiljanleg því af Þórkötlungum hefur vitinn jafnan verið nefndur „Nesviti“, þ.e. stytting úr Þórkötlustaðanesviti. Járngerðingar hafa hins vegar haft vitann fyrir augunum yfir Hópsnesið, en svo nefnist vestanvert Þórkötlustaðanesið.
Þórkötlustaðanesviti - mörkin (rauð lína)Viti þessi var byggður árið 1928 úr steinsteypu. Verkfræðingurinn Benedikt Jónasson hannaði vitann, en ljóshæð hans yfir sjávarmáli er 16 metrar. Vitahæðin sjálf er 8,7 metrar. Þórkötlustaðanesviti var löngum keyrður með ljósavél, en hann var rafvæddur árið 1961.
Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „En í vesturenda [] eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af. En aftur á móti er niðri í nesinu, á merkjum móti Hópi, svonefnt Markalón.“ Lón þetta er u.þ.b. 60 metra vestan við línu frá vitanum. Í annarri örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki.“
Í örnefnalýsingu fyrir Hóp segir: „Þorkötlustaðanes hefur fyrr verið nefnt. Það er allmikið nes, er gengur hér fram í sjó. Vesturhluti þess tilheyrir Hópi. Nokkuð framarlega í nesinu á merkjum er lón, sem heitir Markalón. Þar við er klöpp, sem er á merkjum.“
ÞórkötlustaðanesvitiHvernig gæti nokkrum manni, að framansögðu að dæma, dottið í hug að nefna vita eftir nábýlisjörð á annarra manna landi? Slíkt myndi hæglega geta valdið misskilningi á merkjum og jafnvel missi lands, sem forfeður vorir hafa hingað til verið fastheldnir á af sögnum að dæma. Rekinn á Nesinu hefur löngum verið ágreiningsefni og því varla hafa menn viljað gefa hið minnsta tilefni til að ætla mönnum annað, en þeir áttu nákvæmlega tilkall til hér fyrrum.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þórkötlustaði, I og II.
-Örnefnalýsing fyrir Hóp.

Þórkötlustaðanesviti handan við Járngerðarstaðasund