Færslur

krýsuvíkurvegur

FERLIR sendi Vegagerð ríkisins eftirfarandi ábendingu:

“Sennilega er til lítils fyrir litla manninn að senda fulltrúa hinnar miklu Vegagerðar póst sem þennan. En það má þó alltaf reyna…
ReykjanesbrautinMálið er að hinu nýju vegir gera alls ekki ráð fyrir að fólk vilji stöðva ökutæki sín og ganga út frá þeim, t.d. á sögulega staði, minjasvæði eða að tilteknum náttúrufyrirbærum (eða bara til að komast í skjól þegar sólin skín eða til berja á haustin). Nýleg dæmi má nefna hinn nýja Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina (sem og Suðurlandsveg um Svínahraun).  Báðar brautirnar virðast hafa verið hannaðar af hreyfihömluðum. Hvergi er hægt að leggja ökutækjum með það fyrir augum að ganga sér til hressingar eða ánægju. Ef einhver ætlar að ganga frá Suðurstrandarvegi í Viðeyjarfjárborgina, Einbúa eða inn með vestanverðu Fagradalsfjalli (þar sem sögulegir atburðir gerðust í síðari heimstyrjöldinni, t.d. í Kastinu), verður sá hinn sami annað hvort að leggja ökutæki sínu við Ísólfsskála eða upp á Siglubergshálsi, sem er auðvitað alveg út úr kortinu. Ef sá hinn sami vildi ganga upp í Ólafsgjá ( sjá t.d.
http://ferlir.is/?id=6904) eða í selin í Voga- og Strandarheiði þarf hann að leggja við Hafnahóla eða Vogaafleggjara, sem lengir leiðina um allnokkra kílómetra. Af Svínahraunsveginum er nú orðið ómögulegt að komast út af svo hægt sé að ganga upp í Eldborgir eða Leiti.
Hvers vegna er ekki tekið mið af landslaginu í upphafi og gerð lítil bílastæði, s.s. fyrir 1-3 bíla svo hægt sé að leggja og ganga þaðan að tilteknum stöðum utan þeirra, eða bara til öryggis ef bíll skyldi bila á þessum leiðum?”

Suðurstrandarvegur

Opnun Suðurstrandarvegur. Hvergi hægt að leggja við veginn.