Færslur

Tóustígur

Malarvegurinn frá Keflavíkurveginum (Reykjanesbrautinni) upp á Höskuldarvelli lá í gegnum hraunnámur upp í gegnum Afstapahraun úr Kúagerði. Gífurlegt magn hrauns hefur verið fjarlægt þarna austan brautarinnar. Þegar Reykjanesbrautin var tvöfölduð voru gatnamótin færð sunnar og sameinuð gatnamótum Vatnsleysustrandarvegar. Frá þeim er nú ekið til austurs inn á línuveg, eftir honum inn á efnistökusvæðið og síðan í gegnum það til austurs, inn á fyrrnefndan veg austast á svæðinu.
TóustígMinna fer fyrir annarri gamalli götu upp hraunið; Tóustígnum. “Austan við fyrrnefndan veg [úr Kúagerði] upp í hraunið komum við að Tóustíg, Tóarstíg eða Tóustíg en hann lá upp í Tórnar eða Tóurnar eins og málvenja er orðið að segja. Stígurinn var eyðilegaður að mestu þegar efnistakan í Reykjanesbrautina fór fram en upphaf hans sést þó ennþá og þá rétt neðst þar sem hraunið er enn óraskað. Stígurinn kemur svo aftur í ljós fyrir ofan ruðningana.
Tóurnar eru nokkrir óbrennishólmar sem ganga í gegn um mitt hraunið [Afstapahraunið] til suðsuðausturs. Gróðursvæði þessi hafa líklega heitið Tór, samanber grastó (et.) eða grastór (ft.), en nafnið afbakast í tímans rás…
Tórnar eru aðgreindar í Tó eitt, Tó tvö, Tó þrjú, Tó fjögur, Hrísató og Seltó en tvö síðustu nöfnin spanna yfir efsta hluta Tónna sem er nokkuð stór.
Í Tónum er fallegur gróður s.s. brönugrös, blágr
esi, birkikjarr, víðibrúskar og ýmsar lyngtegundir.”
Í Tóu eitt er m.a. að sjá grjótgarða sem notaðir voru til að veita hríshestunum aðhald, auk þess sem hún gæti hafa verið notuð sem aðhald fyrir fé. Í Tóu tvö er lítið mosagróið grjótbyrgi, hlaðið af Vatnsleysubræðrum árið 1940. Í Tóu þrjú er Tóarker, fjárskjól. Í Tóunum eru greni og má sjá hleðslur eftir refskyttu í Seltónni.
Neðsti hluti Tóustígsins er enn ósnertur á u.þ.b. 150 metra kafla, sem fyrr er lýst. Þar sem stígurinn kemur inn í hraunið er hann vel gróinn. Hvítskófnar klappir Þráinsskjaldarhraunsins standa upp úr annars grónu hrauninu umhverfis. Ofar og norðar hefur Afstapahraunið, sem rann 1151, stöðvast. Jarðsíminn liggur þarna við mynnið. Lítil varða er á hraunhæð skammt norðan við “innganginn” og önnur hærri skammt norðvestan hennar. Auðvelt er að fylgja stígnum upp að veginum, sem lagður var yfir hann. Norðan vegarins birtist stígurinn síðan á ný og liggur þá austnorðaustur að hárri hraunbrún. Ofan hennar hefur öllu verið raskað, allt þangað til komið er suðvesturmörkum Tóu eitt. Þar sést stígurinn enn þar sem hann liggur niður í Tóuna, yfir fyrrnefndan grjótgarð.
Þegar unnið var við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hafði gröfustjóri tekið það upp hjá sjálfum sér að moka hrauninu á stóru svæði upp á grjótflutningsbílana. Náðist þó að stöðva stjórnlausa athafnasemina rétt áður en hann komst í garðinn. Kom þá í ljós að gröfumaðurinn var kominn langt út fyrir þau mörk sem heimil höfðu verið til efnistöku. Líklega er ekki um neitt einsdæmi að ræða í þessum efnum.
Upp úr Tóu eitt má síðan fylgja Tóustígnum upp í gegnum Tóurnar til austurs, sem fyrr sagði.
Sjá meira um Tóurnar HÉR og HÉR.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, SGG – 1995, bls. 85-87.

Varða við Tóustíg

Tóustígur

Gengið var frá Hvassahrauni að Afstapahrauni (Arnstapahrauni) og inn í hraunið. Það virtist ógreiðfært við fyrstu sýn, en raunin var önnur. Það er vel gróið á kafla og auðvelt yfirferðar. Að austanverðu eru falleg gróin svæði strax og komið er inn í hraunið með fallegum klettamyndunum.

Tóustígur

Stórvirkar vinnuvélar komnar að hlöðnum garði við Tóustíg.

Sjá mátti fyrirhleðslu á einum stað. Stígur liggur þar í gegnum. Gengið var upp á línuveginn og eftir honum til vesturs uns komið var inn í Tóu tvö. Jarðvinnuvélar voru að moka hrauninu vestan hennar, u.þ.b. tveimur metrum frá Tóustígnum og hlöðnu görðunum, fornminjum, sem þar eru. Sorglegt á að horfa. (FERLIR vakti athygli MBL á aðstæðum. Það birti mynd af jarðvinnuvélunum og sagði frá nálægðinni við garðana. Vegagerð ríkisins stöðvaði framkvæmdir og þáði afsökun verktakans. Hann hafði ekki áttað sig, að sögn, á hversu nálægt hann var kominn, þrátt fyrir skráða skilmála þess efnis).

Toustigur

Tóustígur.

Gengið var til suðurs upp eftir Tóustígnum, upp í Tóu þrjú. Þar er jarðfall og hleðsla fyrir. Bændur munu hafa hýst fé þar í skjóli. Bein voru ofan við jarðfallið eftir refaveiðimenn, en þeir munu hafa borið þar út æti með það fyrir augum að veiða refinn. Greni eru þarna í hraunkantinum. Haldið var eftir stíg í Hrístóu. Hún er vel gróin að hluta. Gengið var með Seltóunni og var stígurinn þræddur til austurs í gegnum gróft hraunið uns komið var í slétt mosahraun – Dyngnahraun. Í því voru greni og mjög fallega hlaðið refabyrgi. Mjög erfitt er að koma auga á það – svo vel fellur það inn í landslagið. Sennilega er þarna fundið byrgi er Jónas Bjarnason var að reyna að lýsa fyrir FERLIR fyrir u.þ.b. tveimur árum og nokkrum sinnum hefur verið reynt að hafa uppi á. Allt finnst þetta þó að lokum.

Tóustígur

Tóustígur.

Efst suðvestan í efstu Tóunni liggur varðaður stígur til suðvesturs yfir Afstapahraunið. Stígurinn er mjög greinilegur og hefur verið fjölfarinn fyrrum. Greinilegt er að þarna hefur verið um hrísgötu að ræða, enda lagaður til umferðar. Hún hefur legið upp með vesturjaðri Afstapahrauns og beygt inn á hraunið að efstu Tóunni þar sem haunhaftið er mjóst. Með því að fara upp með gróningunum vestan hraunsins hefur meðferð hesta verið mun meðfærilegri en að fara með þá niður Tóurnar, yfir hraunhöft og torleiði þar sem hrísið var m.a. annars vegar.

Upp af Tóunum tók við hraunkantur, sem stígurinn lá í gegnum.
Þegar út úr hrauninu var komið var haldið til austurs uns komið var í hraunkrika Dyngnahrauns.

Skógarnef

Skógarnefsgreni.

Haldið var upp í krikann og stígur þræddur yfir úfið hraunið. Þegar yfir það var komið tók við gróinn Almenningur skammt vestan við Gömlu þúfu. Gengið var spölkorn norður með hraunkantinum og þá komið að Búðarvatnsstæðinu. Það reyndist því miður þurrt með öllu. Vatnsbirgðirnar voru því látnar duga. Girðing hefur legið í gegnum vatnsstæðið og beygt þar hornrétt. Eftir að hafa áð við vatnsstæðið var gengið með hraunkantinum og stefnan tekin á Hvassahraun.

Skógarnefsgreni

Skógarnefsgreni.

Gengið var í gegnum gróið hraun, niður í gegnum Skógarnefið, sem er þarna skammt frá, og áfram í genum gróið mosahraun vestan þess. Gerð var leit að Skógarnefsskúta, en án árangurs. Gengið var um Jónshæð og niður að Öskjuholti. Staldrað var við Öskjuholtsskúta og hann skoðaður. Þá var gengið áfram til norðurs, niður með Bláberjahrygg og að upphafsreit.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín. Gengnir voru 19.4 km.

Víkingaskip

“Víkingaskip” í Afstapahrauni.