Tag Archive for: Trönudalur

Flekkudalur

Stefnan var tekin á, annars vegar Flekkudal í Kjós, og hins vegar Trönudal í sömu sveit. Möðruvellir munu hafa átt selstöðu í Trönudal, millum Svínadals og Eyjadals í Kjós, sem og í Svínadal skv. Jarðabókinni 1703. Trönudalurinn er fremur stuttur m.v. bræður hans, en ætlunin var að leita að hugsanlegum mannvistarleifum uppi í dalnum.

Trönudalur - loftmynd

Áður hafði FERLIR komið að tóftum neðanvert í dalnum. Efst í dalnum á hins vegar að vera svonefnd Dyngja (malarrani) og við hana Selflatir. Nafnið gefur vísbendingu um selstöðu. Trönudalsrétt er, skv. örnefnalýsingu, framan við dalsmynni Trönudals sem og tóftir Múlakots. Einnig var ætlunin að skoða Flekkudal, milli Eyjadals og Eilífsdals. Þar, fremst í dalnum, eru, skv. örnefnalýsingu, Selhólar, en örnefnið gefur einnig ákv. vísbendingu um selstöðu í dalnum. Báðar vísbendingarnar voru áhugaverðar, einkum vegna þess að slíkum er farið að fækka verulega eftir undangegna leit að slíkum í landnámi Ingólfs. Áður en þessi ferð var farin hafði verið skráð 151 selstaða á svæðinu.
ÞSeltóftir í Flekkudalegar FERLIR kom að Efri-Flekkudal og hafði knúið dyra birtist húsfrú – og síðan bóndi. Hann, Jóhannes Björnsson, barnabarn Guðna Ólafssonar er skráði örnefni í dalnum fyrrum, var borinn og barnfæddur á staðnum. Fyrstu viðbrögðin voru varfærinn. Hann kærði sig ekki um að einhver starfsmaður einhverrar stofnunar væri að vaða um dalinn. Þegar hann áttaði sig á að hér var aðeins um að ræða áhugafólk um fornar minjar og starfshætti fyrri tíma breyttist viðmótið. Hann brá sér í gönguskó og bauðst til að sýna því nálægar minjar, sem nóg væri af. Engar þeirra voru skráðar í örnefnalýsinguna.
Fyrst benti Jóhannes á gamla bæjarstæðið í Flekkudal, sem hann efaðist reyndar um að hafi fengið nafnið af Flekku gömlu, þeirri er Flekkuvík væri nefnd eftir og hefði síðar átt að flytjast í Flekkudal. Efasemdir hans virtust reyndar réttar miðað við þjóðsöguna því í henni er gamla konan sögð hafa verið heygð ofan við Flekkuvík. Þar má enn í dag sjá rúnastein ofan á gröf kerlingar.Tutlutættur sjást enn vestan við veginn að Flekkudalsbænum, en þar mun fyrsti Flekkudalsbærinn hafa verið byggður, og jarðirnar þá verið eitt býli. „Mun það nafn vera frá ofanverðri 19. öld, hét fyrr Neðri-Flekkudalur og Flekkudalur, Efri-Flekkudalur. Um 1840 var Neðri-Flekkudalur fluttur austur fyrir Flekkudalsá og fékk sá bær nafnið Grjóteyri, en kotbýli verið um skeið í Neðri-Flekkudal sem fékk þetta heiti. Flekkudalsbæinn brann 1948 en var endurbyggður á hól sem heitir Hjálmur.“
Rétt neðst í FlekkudalJóhannes sagðist um langa tíð hafa smalað Flekkudal og Torfdal, sem gengur suðaustanvert úr hinum fyrrnefnda. Dalsbotn og ofanverðar hlíðar Flekkudals snúa mót norðri. Efst í þeim hafa jafnan verið verið snjóhvítir flekkir (snjóskaflar í giljum) allt sumarið. Taldi hann nafngiftina hafa verið fremur dregna af því staðbundna náttúrufyrirbæri en einhverri þjóðsögu um einhverja kerlingu. Það má vel til sanns vegar færa – standandi þarna í miðjum dalnum með alla flekkina í suðri fyrir augnlitinu.
Jóhannes sagði að í Flekkudal hefðu verið tveir bæir, Efri- og Neðri Flekkudalur. Grjóteyri væri að austanverðu. Mörkin lægju um Flekkudalsána. Vestan og ofan við bæinn, Efri-Flekkudal, væri Paradísartindur (frá Eilífsdal nefnist hann Skálatindur). Undir Paradísartindi væru minjar um tvær selstöður.
Farið var á vettvang. Þar undir hlíðinni voru grónar mannvistarleifar á tveimur stöðum; sú austari var eitt hús með gerði að sunnanverðu, en sú vestari eitt rými með stekkslíki að vestanverðu. Kálfabanafoss í FlekkudalMiðað víð lýsingu Jarðabókarinnar 1703 af búskapnum í Flekkudal að dæma gætu hér vel verið um að ræða selstöður frá bæjunum. Stekkjargatan hefur að vísu verið stutt, en stekkirnir við tóftirnar gefa tilefni til að ætla að þarna hafi verið selstöður um tíma. Vel sér fyrir rýmum og grjóthleðslum í þeim, en veggir standa grónir.
Jarðabókin 1703 segir reynar ekkert um selstöður frá „Fleckudal“. Hins vegar segir að þar séu „tveir sundurdeildir bæir. Kvaðir eru á jörðunum og fátt um fénað. Silúngsveiði í lítilli á, sem nærri bænum liggur.“ Jóhannes sagðist af því tilefni oft hafa veitt silung í læknum (Borgargili undir Skyggni (Stöðli)) er rennur í Flekkudalsána ofan við bæinn.
Þá var haldið upp eftir vestanverðri Flekkudalsánni frá Tutlutættum, áleiðis upp að Selhæðum. Vel sást móta fyrir stekk undir Borgargili (Grjóteyrarmegin), ofan við austanverða ána. Fljótlega var komið að hlaðinni rétt austur af Sauðatungulæk. Réttin er ferningslaga og hlaðin úr tilfallandi grjóti ofan við ána. Innar og ofar er grasgeiri, sem nær upp undir kletta, og heitir hann Stöðull.

Trönudalsrétt - Sandfell fjær

Haldið var áfram upp með ánni. Á tveimur stöðum þurfti að fara einstigi ofan þrengsla, hið fyrra móts við Kálfabanafoss, og þá var komið undir fyrrnefndar Selhæðir. Þar mátti sjá mannvistarleifar á tveimur stöðum; annars vegar leifar af hlöðnum stekk og hins vegar af óljósu mannvirki (of litlu til að geta talist sel). Þegar gengið var upp á hæðina ofanverða mátti einungis berja augum þýfi sem og mýrardrög. Í vestri blasti Grýlugil við með tilheyrandi fossmyndunum. Þaðan var hins vegar hin ágætasta útsýn, bæði inn og út dalinn. Innst blasi við Háifoss og yst Meðalfellsvatn. Staðurinn er tiltölulega stutt frá bænum. Líklega hefur verið haft þarna í seli um tíma, en án húsakosts því gert hefur verið út að heiman.
Þegar gengið var niður eftir Skyggni, sem Jóhannes sagði svo vera (Stöðli) birtist frábært útsýni yfir Meðalfellsvatn og Meðalfell.
Í örnefnalýsingu fyrir Flekkudal segir m.a.: „Austan og ofan við Austurlæk heitir Sauðatunga. Með henni að innan er annar lækur, sem heitir Sauðatungulækur. Innar er lægð, sem heitir Krókur. Neðan við Krók og norðan er Króksmelur, og austan hans er Krókmýri. Innar heitir Selhæðir, niðri í dalnum. Það er graslendi. Upp af þeirri hæð er gil, sem heitir Grýlugil. Brekkan frá Selhæðum og Grýlugili út að NTóftir Trönudalsréttar og Múlakots (Möðruvallasels)ónbungu heitir Kláusarbrekkur. Þær ná upp að brún, sem hér er klettalítil…. Austur af Sauðatungulæk, næst túni, er svonefndur Háhóll, grasivaxinn hóll. Austur af honum gengur smárani fram, sem heitir Snasi, fram að ánni. Bæjarmegin við hann er rétt.“
Austan Flekkudalsáar mátti sjá mannvistarleifar frá Grjótá. Heimsókn í þær mun bíða betri tíma. Bærinn er ekki nefndur í Jarðabókinni 1703, enda mun hann upphaflega hafa verið kotbýli frá Flekkudal.
Þá var haldið í Trönudal. Sigurður Guðmundsson, bóndi að Möðruvöllum I, Kjós, hafði áður aðspurður sagst vita af tóftum neðst í Trönudal, alveg undir Múlanum. Tóftirnar væru svo til við Trönudalsána. Hann hafði haldið að þetta hefði verið nafnlaust kot eða jafnvel beitarhús frá Möðruvöllum, en eftir á að hyggja væri ekki óraunhæft að ætla að þarna hefði einhvern tímann verið selstaða. Ummerkin gætu bent til þess.

Foss, einn af mörgum, í Trönudal

Með landskiptagerð 8. nóv. 1952 var heimalandi Möðruvalla skipt milli Möðruvalla I og II alls um 170 ha. Hið úrskipta land er næst Laxá og nær upp að Möðruvallahálsi en meginhluti lands jarðanna verður áfram óskiptur, þ.e. Svínadalurinn vestan megin, allur Trönudalur og Múlinn milli dalanna, Jafnframt taldist til hins óskipta lands fjallið Trana upp að vatnaskilum (þar sem vötnum hallar) og Möðruvallahálsinn að austanverðu alveg niður undir láglendi. Framangreint ætti þó ekki að rugla ummerkjum eftir mannvistarleifar á landssvæðinu.
Í örnefnalýsingu fyrir Möðruvelli segir m.a.: „Gildruholtslækur er hér innar. Hann rennur í Svínadalsá. Upp með honum að austan eru Brúnkublettir milli Gildruholts og Trönudalsár. Þar uppi er Gildruholtið. Mýri er þar austar nafnlaus, nema ofan til er valllendis- svæði nefnt Tunga, sem er ekki í neitt að neðan. Þar austur af er Trönudalsrétt. Þar upp af er nafnlaus hóll. Slóði er upp af Trönudalsrétt, gamall fjárslóði. Þar upp af er Sandhryggur, klappir og skriður. Þar vestur af er nafnlaust gil, og austur af er Trönudalsgil. Í því er foss, sem nefndur er Rjúkan. Næst eru Breiðubotnar, og efsta gilið heitir Pokagil. Það dregur nafn af lögun sinni í botninum. Ofan við Sandhrygg er nafnlaust. Breiðubotnar er aðallega botninn, ekki gilin sjálf. Framan við Pokagil eru Rauðshjallar, og framan þeirra er nafnlaust gil. Hryggur þar innar heitir Dyngja. Í henni er gróður, en ekki sjást þar selrústir. Gilið innar heitir Dyngjugil. Þar neðst við Dyngju við ána eru Selflatir, og handan þeirra austar eru Marteinsvellir. Framan við Dyngju er Trönudalsbotn. Marteinsvellirnir eru á móti Dyngju.“ Í viðbót við örnefnalýsinguna segir m.a.: „Ekki er vitað um sel i sambandi við Selflatir vetan við Trönudalsá.“
Athyglisvert er að tóftir, sem síðar var gengið að skammt vestan Trönudalsréttar, er hvergi getið. En fyrst að upphafsreit göngunnar. Haldið var upp (suður) eftir Trönualsá. Haldið var yfir vað á ánni austan Trönudalsréttar. Réttin stendur í halllendi neðan við neðanverðan Trönudal. Má deila um hvort þar geti verið fyrrnefndur dalur eða Svínadalsmynnið norðvestanvert. Veggir eru grónir, en standa. Um er ræða nánast ferningslaga rétt. Vestan undir henni eru tóftir af húsi, sennilega afdrepi fyrir leitarmenn. Erfitt er að áætla aldur tóftanna.
Skammt vestan réttarinnar eru tóftir. Í örnefnalýsingunni segir að „í nesinu milli Trönudalsár og Svínadalsár eru þrír fossar í ánni. Nesið nær frá Múlakoti og upp að Múla. Þessir þrír fossar, sumir fallegir, eru nafnlausir.“  Í lýsingunni er Múli sagður efst í Trönudal; „efst á Múla“, handan Dyngju.

Skessan

Þegar svæðið var skoðað (byrjað við Trönudalsrétt) mátti vel sjá tóftir skammt vestan hennar. Um var að ræða eitt rými, auk rýmis skammt sunnar. Hér gæti vel hafa verið um að ræða selstöðu fyrrum. Tóftirnar eru helst of litlar til að geta hafa verið kot, hvað þá bær. Þó gæti kot hafa vaxið þarna upp úr selstöðu – og húsakynni takmarkast af því. Ef um selstöðu hefur verið að ræða hefur hún líklega verið í notkun áður en Trönudalsréttin var byggð skammt austan hennar. Hún, eftir að hafa orðið að kotbýli, gæti einnig hafa orðið tilefni að gerð réttarinnar á þessum stað – því réttin virðist nýrri en selið (kotið). Múlakot er ekki til skv. Jarðabókinni 1703 svo það gæti hugsanlega hafa vaxið upp úr selstöðu Möðrudals, sbr. Selkot í Seljadal, Vigdísarvellir og Straumssel.
Haldið var upp eftir ánni. Trönudalur hækkar ört. Ef „árleiðin er valin þarf oft að þvera ána. Ef efri leiðin er valin og tekið mið af gömlu fjárgötunni, sem þar er, er auðvelt að ganga í ofanverðan dalinn. Þegar komið var upp fyrir gróðurhrygg blasti Botninn við. Framundan var Dyngjan; augljós. Neðst við hana eiga að vera svonefndar Selflatir. Þar eru að vísu grónar mýrarflatir, en hvergi, þrátt fyrir þver- og langsumleit á svæðinu, sést móta fyrir tóftum. Þær geta, undirlendisins vegna, verið löngu horfnar, auk þess sem skriður gætu hafa hulið selminjar þarna efst í dalnum. Þegar staðið er á Dyngunni og horft niður Trönudal er Sandfell helsta augnkonfektið. En alvaran segir standandanum þarna skýringsort að þröngt hlyti að hafa verið í búi ef sækja hefði átt grasnýtinguna alla leið þangað uppeftir, í svo snóþungt svæði langt fram á sumartíð. Efst í hömrunum að vestanverðu er Skessa, „klettadrangur undir Hnúksbrún, allferðugur kvenmaður, áður en hún varð að steini“. Þar hjá er Skessuhellir.
Óskasteinn í TrönudalsánniÍ Jarðabókinni 1703 er lýst selstöðum frá Möðruvöllum: „Selstöður á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.“ Líklegt má telja, af framangreindu, að mögulega hafi verið selstaða fyrrum efst í Trönudal. Hún hafi „fordjarfast“ og því eru engin ummerki eftir hana í dag. Selstaða sú, sem nefnd er í Svínadal, gæti hafa verið þar sem sá dalur og Trönudalur koma saman, þar sem síðar var búið í svonefndu Múlakoti um skamma hríð. Ummerki þar benda a.m.k. til þess að um fyrrum selstöðu hafi verið að ræða.
Á leiðinni upp með Trönudalsánni þurfti að þvera hana sjö sinnum. Í þriðju þveruninni vakti rauðleitur steinn, hvítmiðjóttur, sérstaka athygli. Þegar hann var veginn upp úr ánni virtist vera um óskastein að ræða.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst. og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Flekkudal.
-Örnefnalýsing fyrir Möðruvelli.
-Jóhannes Björnsson í Flekkudal.
-Jarðabókin 1703.

Ármót í miðjum Trönudal

Jökulgil

Sigurður Guðmundsson, bóndi að Möðruvöllum I, Kjós, sagðist aðspurður vita af tóftum neðst í Trönudal, alveg undir Múlanum. Tóftirnar væru svo til við Trönudalsána. Hann hafði haldið að þetta hefði verið nafnlaust kot eða jafnvel beitarhús frá Möðruvöllum, en eftir á að hyggja væri ekki óraunhæft að ætla að þarna hefði einhvern tímann verið selstaða. Ummerkin gætu bent til þess. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa séð tóftir í Svínadal.
Við athugun á tóftunum neðan Trönudals kom í ljós gamalt kotbýli; Svínadalskot.

Málmplatan í Svínadalsá

Sigurður sagðist hafa verið á gangi í Svínadal fyrir stuttu og þá séð stórt brak úr þýskri herflugvél, sem þar fórst árið 1942 eða ’43. Eitthvað virðist hafa hrunið úr Trönu og sennilega eitthvað af braki þá komið í ljós. Það lægi nú í Svínadalsánni langt frá hlíðum Trönu. Flugvélin virðist hafa farist í gilinu norðan við Svínaskarð. Móðir hans mundi eftir því að hafa séð þýsku flugvélinni flogið lágt yfir bæina á sínum tíma og stefna inn dalinn. Tvær orrustuflugvélar bandamanna hefðu fylgt á eftir með miklum látum. Síðar hefði heyrst að flugmaður annarrar orrustuflugvélarinnar hafi náð að rekast á stél þýsku flugvélarinnar og hún þá farist skömmu síðar með allri áhöfn. Bretar [Ameríkanar] hefðu komið þar að mjög fljótlega og legið mikið á að komast inn í dalinn. Þeir hefðu fengið hesta og þrátt fyrir vonskuveður og myrkur hefðu þeir lagt af stað. Máttu þeir þakka fyrir að hafa ekki orðið úti á leið sinni, en eitthvað mikið virtist hafa freistað þeirra.

Svínaskarðsvegurinn

Lík þýsku flugmannanna, sum mikið brunnin, hefðu síðan verið flutt að Brautarholti á Kjalarnesi þar sem þeir voru grafnir. Af einhverjum ástæðum hefði lítið verið fjallað um atvik þetta opinberlega. Hugsanlega hafa bandamenn viljað halda því leyndu að flakið hafi lent í þeirra höndum – hafa sennilega frekar viljað láta Þjóðverjana halda að vélin hafi farist í hafi. Um borð gætu hafa verið dulmálsbækur og jafnvel einhver tæknibúnaður, sem upplýst gæti um áætlanir óvinarins. Nokkrum dögum síðar, eða 24. október 1942, var hins vegar þýsk Fucke-Wulf 200 Kurier flugvél skotin niður norðaustur af Borgarnesi. Atburðarins er getið í „Records of Events“, en þagað var um framhaldið. Samkvæmt slysaskráningunni átti atvikið sér stað kl. 09:45. Tvær P-39 orrustuflugvélar með T.F. Morrisson og M.J. Ingelido innanborðs eltu þýska Focke-Wulf Kurier flugvél norðaustur af Borgarnesi þar sem hún fórst skömmu síðar. Við eftirförina kom upp eldur í vélinni. Þessi flugvél fórst logandi í hánorður af Surtshelli. Þann 26. október er jafnframt skráð að leitarflokkur hafi fundið flakið af Focke-Wulf Kurier vélinni. Sjó látnir voru í henni. Verðmæt gögn og búnaður voru uppgötvuð. Þessi þýska flugvél var sérstaklega áhugaverð fyrir bandamenn vegna þess að hún var í rauninni ný útgáfa af Fucke-Wulf 200 Condor, sem Japanir höfðu sýnt mikinn áhuga er vélin var sýnd þar árið 1938. Ameríska leyniþjónustan vissi af vélinni og að Kurier-útgáfan væri ætluð Japansmarkaði. Hún var því skráð sem “Trudy” af bandamönnum sem erlend útgáfa er “gæti birst síðar”. Engin flugvél af  þeirri tegund var nokkru sinni afhent Japönum, en ein slík birtist þó hér á landi þennan októbermorgun árið 1942. Þar komu í ljós mikið af skjölum, eins og fram kemur í skýrslunni, sem síðar voru send með sérstakri viðhöfn út til Englands. Sjö áhafnameðlimirnir fórust allir. Enn má sjá það dreift um stórt svæði handan árinnar ofan Kalmannstungu.
Sigurður kvaðst vel geta vísað FERLIR á flakið í Svínaskarði. Stefnan var tekin á dalinn sem og á Trönudal í Kjós. Ætlunin var m.a. að staðsetja brakið úr þýsku flugvélinni sem þar fórst svo og skoða seltóftir í dölunum.
Eftirfarandi upplýsingar um selstöður Möðruvalla koma fram í Jarðabók Árna og Páls frá 1705: „Selstöður á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.“
Brak í JökulgiliUm Svínadalskot, hjáleigu Möðruvalla, segir: „…bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. …. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð, vide supra.“
Í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840 kemur fram að á Möðruvöllum sé land mikið á Svínadal og í dalverpi Trönudals. Þar kemur jafnframt fram hvaða selstöður hafi verið í sókninni og segir að til skamms tíma hafi selstaða frá Möðruvöllum verið á Svínadal.
Byrjað var á því að koma við að Möðruvöllum I og tal haft af Sigurði, sem bauðst þegar til að fylgja þátttakendum um svæðið svo og vísa þeim á flakið fyrrnefnda.
Í fasteignamatinu 1916-1918 kemur fram að land Möðruvalla sé mikið og gott öllum fénaði að sumri til. Sumt af því sé þó í talsverðri fjarlægð auk þess sem nokkuð snjóþungt sé í ½ Svínadal og smölun erfið. Í fógetareikningunum frá 1547-1552 er hálfs Írafells getið meðal fyrrum Viðeyjarjarða.
Þegar haldið var inn í Svíndal eftir gömlu þjóðleiðinni áleiðis um Svínaskarð blasti bærinn Írafell við á vinstri hönd. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur eftirfarandi fram um selstöður Írafells: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.“ Konungur átti hálft Írafell en sá helmingur sem tilheyrði honum var seldur 28. ágúst 1839. Írafell er sagt eiga mikið og gott land hvorttveggja til fjalls og láglendis í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840. Írafell, sem var konungsjörð að hálfu, er sagt 20 hundruð að dýrleika í Jarðatali Johnsens frá 1847. Í jarðamatinu 1849-1850 stendur eftirfarandi umsögn um Írafell: „Jörðin er kostagóð og landrík. Vetrarríki töluvert.“ Þar er þess jafnframt getið að Hulstaðir séu þrætuland milli Fremriháls og Írafells.
Í fasteignamatinu 1916-1918 er land Írafells sagt mikið, allveg skýlt og gott til sumarbeitar. Mikið af landinu sé þó venjulega snjóþungt, einkum í ½ Svínadal, en eystri hlutinn er sagður hagsælli.
Nafnið Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars þarna í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 víðar. Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess Brak í Jökulgilieru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli. Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell. Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953, en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.
Miklar breytingar hafa orðið í Kjósinni á skömmum tíma. Ekki einungis hefur búfénaði fækkað heldur og hefur fólki fækkað. Þannig voru t.a.m. 18 skráðir til heimilis að Írafelli árið 1897, en einungis 2 árið 2003. Á Möðruvöllum I voru 27 heimilisfastir árið 1897, en 3 árið 2003. Af þessu má sjá að nú er ólíku saman að jafna þegar horft er til atvinnuhátta og fólksfjölda á einstökum bæjum sveitarinnar. Alls staðar hefur orðið veruleg fækkun, nema kannski að Eyjum.
Fucker-Wulf KurierAf framangreindum seljalýsingum í Svínadal að dæma var líklegast að finna tóftir þeirra beggja megin Svínadalsáar. Vitað var um rústir norðan Írafells er berja átti augum, norðan við svonefndan Grákoll.
Þegar gengið er upp í Svíndal frá Möðruvöllum er Bæjargil á hægri hönd, þá Vallalækur og Skyggnir. Sandhryggur er á milli Skessugils (nær) og Pokagils. Ofarlega í Skessugili er Skessuhellir og skessan sjálf, sem dagaði uppi efst á fjallinu við sólarupprás skömmu áður en hún náði helli sínum. Þá tekur Dyngja við og Múli. Ofar eru Miðflatir og Jökulgil. Neðar er Góðatunga og Mosahryggir austar. Enn neðar er Þjóðholt og Harðivöllur austar. Ofar og sunnar eru Hvannagil og Klofagil utan í Hádegisfjalli og Skálafellshálsi. Vestan við Írafell eru Flesjur og Gljúfurás. Norðan við Írafell er Grákollur, Axlir og Hvammur austan við bæinn. Þvergil er sunnar, í Hádegisfjalli.
Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju. Gamall þjóðvegur liggur um skarðið. Áður en akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna lá aðalleiðin milli Vestur- og Norðurlands annars vegar og byggðanna við sunnanverðan Faxaflóa hins vegar um Svínaskarð. Skarðið er í 481 m hæð yfir sjó.
Sigurður vísaði FERLIRsfólkinu á stóra málmplötu, græn- og bláleita, þar sem hún var í miðri Svínadalsánni milli Írafells og Möðruvalla II. Þetta er að öllum líkindum hluti úr þýsku flugvélinni, sem ætlunin var að reyna að staðsetja. Áin hafði skolað stykkinu u.þ.b. 5 km niður dalinn á 65 árum. Hann sagði föður sinn hafa farið á slysstaðinn nokkrum sinnum og jafnan komið til baka með hlut úr flugvélinni. Brakið ætti að vera í efsta gilinu að vestanverðu. Þar eru hamrar brattir og þrengsli er innar dregur.
Á slysstað 65 árum síðarSvínadalsá nokkru fyrir innan Möðruvelli og var ánni í fyrstu fylgt áleiðis suður Svínadal í áttina að skarðinu. Til að byrja með er leiðin hallalítil en landið þýft og skorningaótt. Á leiðinni var skyggnst eftir seltóftum. Dalurinn allur er selvænn og víða gætu verið tættur, einkum að vestanverðu. Á a.m.k. þremur stöðum gætu verið tóftir, en landið er nú svo stórþúfótt að ekkert er hægt að fullyrða það með vissu. Ofan við Skálafellsháls er ekki að vænta selstöðu. Austanverður Svínadalurinn var ekki kannaður að þessu sinni þar sem áin reyndist ekki vaðfær í leysingunum.
[Þegar landið austan árinnar var kannað nokkrum dögum síðar var gamalli götu fylgt frá Írafelli áleiðis að ánni til suðurs. Gatan virðist hafa verið grein út úr Svínaskarðsveginum, a.m.k. stefndi hún í áttina að honum vestan árinnar. Skömmu áður en gatan kom að læk í ána u.þ.b. miðja vegu í dalnum, var gengið fram á tóftir sels, eina tvírýma og eina staka; dæmigerð selshús. Tóftirnar eru grónar, en greinilegar, í skjóli undir grónum bakka í kvos og sjást ekki fyrr en komið er fast að þeim. Þarna er líklega um Írafellssel að ræða.
Írafellssel - loftmyndSkammt sunnar, handan lækjarins, er ílangur stekkur. Gatan er greinilegust að selinu, en þó má rekja hana áfram til suðurs með austanverðri ánni uns komið er að bugðu norðan gilsskornings að vestanverðu. Þar liggur gatan yfir ána og upp með grónu gilinu. Írafellsmóri lét ekki á sér kræla í rökkrinu, sbr. eftirfarandi].
Austan árinnar blasti Írafell við. Nafnið kemur kunnuglega fyrir, því þaðan er Írafellsmóri ættaður, einn þekktasti draugur landsins. Írafellsmóri var mjög magnaður og vann mörg óþurftarverk. Sumir segja, að hann sé enn á ferðinni, að vísu orðinn lúinn og þróttlítill, og fylgi ákveðnu fólki, sem er afkomendur þeirra, sem Móri var sendur til í upphafi. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er Móra lýst svo: “Hann var klæddur í gráa brók að neðan, hafði mórauða úlpu fyrir bolfat með svartan, barðastóran hatt á hausnum með stórt skarð eða geil inn í barðið upp undir vinstra auga”. Móri hegðaði sér á ýmsan hátt öðruvísi en “kollegar” hans, því hann þurfti bæði rúm til að sofa í og mat að borða. Þetta fékk hann hvorttveggja, því annars hefndi hann sín grimmilega.
Gangan inn dalinn gekk greiðlega. Á kafla var gömlu þjóðleiðinni fylgt með vestanverðri hlíðinni, en er hún beygði niður að ánni neðan gilja var stefnan tekin svo til beint á Jökulgilið, þar sem brak úr þýsku flugvélinni átti að liggja.
Möðruvallasel í TrönudalÁ efstu brún skarðsins er mikil grjóthrúga? Sögn mun vera til um tvo smala sem deildu um beitiland. Sló í bardaga milli þeirra er lauk svo að þeir lágu báðir dauðir eftir. Þeir voru dysjaðir á þessum stað. En hitt er sennilegra að ferðamenn sem fóru hér um, hafi stansað hér smástund þegar upp var komið og samkvæmt venju kastað steini í grjóthrúgu, sem smátt og smátt stækkaði eftir því sem stundir liðu.
“Óefað hefur Svínaskarðið verið mörgum ferðamanninum erfiður þröskuldur, ekki síst að vetrarlagi í lausamjöll eða harðfenni. Og trúlega hafa margir borið hér beinin í aldanna rás. Á aðfangadag árið 1900 var 15 ára piltur, Elentínus Þorleifsson frá Hækingsdal í Kjós á heimleið frá Reykjavík og fór um Svínaskarð. Þegar hann kom ekki fram á ætluðum tíma var farið að huga að honum. Fannst hann látinn í skafli í háskarðinu. Ekki er vitað um fleiri alvarleg slys á þessari leið eftir þetta.”
Þegar komið var innst í Svínadal sást fyrrnefnda skarðið mjög vel. Nú virtist botn þess þakinn þykkum snjó. Lækur rennur niður úr því. Þegar komið var inn fyrir gilkjaftinn sást strax brak úr flugvélinni, málmhlutir og leiðslur.
Sjónarvottar segja að flugvélinni, sem var af Junker 88 D-5 gerð, hafi verið flogið lágt þennan dag, 18. október 1942, inn Svínadal með geltandi orrustuflugvélarnar á eftir sér. Flugmennirnir á þeim hafa áreiðanlega ekki ætlað að láta bráðina sleppa sér úr greipum. Þýska flugvélin var hins vegar bæði stór og þung og hefur því verið mjög erfitt að lyfta henni á skömmum tíma móti háum fjöllunum framundan. Eina von flugmannanna hefur því verið að reyna að sleppa í gegnum skörð á fjöllunum. Svínadalurinn er breiður og hækkunin lítil – til að byrja með. Þegar innar dregur snarhækkar á alla vegu. Jökulgilið virðist vera eina undankomuleiðin, en þegar þangað var komið lokaðist það skyndilega með háum hamravegg. Því fór sem fór.
Junker 88Að standa þarna í gilinu og gera sér grein fyrir fyrrgreindum aðdraganda þessa harmleiks er áhrifaríkt.
Samkvæmt „Record of Events“ átti framangreint atvik sér stað þann 18. október 1942. Um borð í vélinni voru þeir Harald Osthus (f: 9.3.1912), Franz Kirchmann (f: 6.1.1920) og Josef Ulsamer (f: 23.2.1917). Það var J.D. Shaffer, flugmaður á P-30 orrustuvél, sem veitti Junkerflugvélinni athygli í mynni Hvalfjarðar. Vélarnar skiptust á skotum áður en Junkerinn hvarf í skýjabakka. P-39 fylgdi á eftir. Í látunum snertust flugvélarnar og hluti af stéli þeirrar þýsku laskaðist. Þrátt fyrir það tókst að lenda P-39 vélinni heilu og höldnu í Reykjavík. Hermennirnir, sem komu að Möðrufelli skömmu eftir atvikið, virðast ekki hafa fundið flugvélina því í skýrslunni segir jafnframt að þann 5. nóvember (eða rúmum hálfum mánuði síðar) fann leitarflokkur Junker 88 flugvélina nálægt fjallinu Esju. Þrjú lík fundust í vélinni. Raymond Hudson, major, sem tók þátt í leitinni, fékk hjartaáfall á meðan á henni stóð og lést. Það var því ein orrustuflugvél bandamanna, sem elti þýsku flugvélina frá Hvalfirði áður en hún hvarf sjónum manna með hlíðunum suður Svínadal. Þar skall flugvélin í bröttum hlíðunum þars em eldur kom upp í brakinu. Nöfn áhafnarinnar er ekki getið í skýrslunni, en eflaust má nálgast þau í kirkjubókum Brautarholtskirkju. Hún var hins vegar lokuð er FERLIR kom þar að í aðdraganda ferðarinnar. Líkin, sem og lík hinnar flugáhafnarinnar, sem innig var grafin að Brautarholti, voru flutt í Þýska grafreitin í Fossvogskirkjugarði þegar honum hafði verið komið þar upp á sjötta áratug aldarinnar.
Útför þýskra flugmanna að Brautarholti - S. JóhFramangreint skýrir hvers vegna sjö nýlegar grafir sjást á ljósmyndinni hér að neðan, og þrjú ofan grafar. Vélin, sem fyrr fórst með þremur mönnum í Svínadal, fannst nokkru síðar en hin ofan Kalmannstungu.
Líklegt má telja að flugvélin hafi brotlent í hlíðinni beint norðan og ofan við gilið, sem liggur upp á milli Trönu og Móskarðshnúka, og að þar megi enn finna hluta úr henni, jafnvel hreyflana. Þar fyrir ofan eru þrjú þverskörð, sem og geta leynt einhverjum leifum. En, sem fyrr sagði, var enn talsverður snjór í giljunum, en fer óðum minnkandi. Ætlunin er að fara aðra ferð í Jökulgil og nágrenni er sumrar af júlí (sjá FERLIR-1121- Jökulgil – flugvélaflak).
Raðnúmer þýsku flugvélarinnar var 1726 og bar hún einkennisstafina A6+EH.
Eggert Norðdahl telur að hér að framan sé verið að lýsa öðru atviki er átti sér nokkru áður. „Loftbardaginn átti sér – að öllum líkinudum – stað í mikilli hæð (þ.m.t. skv. útsktift á samtali orrustuflugmannsins og flugstjórnar-miðstöðvarinnar á meðan bardaginn átti sér stað! Bandaríska vélin rakst í þá þýsku og fór í spuna, sem hefði haft þær afleiðingar að hún hefði farið niður líka, nema vegna þess að þær voru líklega í um 6000 feta hæð (Esjan er bara 850 m!) og alls ekki í lágflugi eins og einn ´sjónarvotturinn´ segir frá! Eins og áður sagði þá var það nokkuð örugglega allt annað atvik“.
Vesturhluta Svínadals var fylgt niður dalinn, niður með Múla og inn í Trönudal. Þar í mynni dalsins, vestan Trönudalsár, eru tóftir Möðruvallasels. Selshúsin eru suðvestan við stekk eða gerði, sem enn má sjá hleðslur í. Gangan tók 4 klst og 4 mín. Frábært veður.

Auk þess má lesa meira hér að neðan, en þar segir að einungis þrír af fjórum áhafnameðlimum hafi fundist. Ólíklegt er þó að áhafnameðlimirnir hafi verið fleiri en þrír í svo löngu flugi sem raun bar vitni.

Heimildir m.a.:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b., s. 414-415.
-Sigurður Sigurðsson, Lýsing Reynivallasóknar 1840. Landnám Ingólfs III. b. s. 256.
-Skúli Geirsson, bóndi Írafelli.
-Sigurður Guðmundsson, bóndi Möðruvöllum I.
Íslenskt fornbréfasafn XII:107.
Landnámabók
-Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram.
Skírnir 1953 (bls. 105-111).
-www.kjos.is
-Þjóðsögusafn Jóns Árnasonar.
-Mbl. 14. ágúst 1980.
-Karl Hjartarson.
-Sævar Jóhannesson.
-Eggert Norðdahl.

Eftirfarandi frásögn birtist á vefsíðu BBC og tengist flugslysinu í Jökulgili í Svínadal á stríðsárunum.

This story was submitted to the People’s War site by a volunteer from Swavesey Village College on behalf of Magus and Halldor and has been added to the site with his and her permission. They fully understands the site’s terms and conditions.
This story is written by Magnús R. Magnússon about his grandfather and great uncle.
Prior to the beginning of the war Germany did a lot of reconnaissance in Iceland (meteorological observations, possible aircraft landing sites etc.). Both the allies and the axis powers had realized the strategic military importance of Iceland for all transport across the North Atlantic.

– All convoys to Murmansk in Russia have to pass near Iceland
– The air route between North America and Europe is through Iceland

As Iceland declares itself independent, not having a military force, at the beginning of the war, all German activity ceases, at least for the time being. But plans were being drawn to invade.
Britain, knowing the strategic importance of Iceland invades on 10th of May 1940.
When Churchill visited Iceland during the war he told the Icelandic government that Iceland was lucky that Britain had arrived first since the allies would have taken it back at whatever cost had the Germans beaten them to it. Apparently the reason Britain moved so quickly to occupy Iceland was that some information had come out of Germany that the Germans had mobilised an army ready to invade Iceland in order to further isolate Europe from North America.
However the Germans scrapped the plans for the invasion because of more pressing matters i.e. the invasion of the Soviet Union. The British never got that news and continued to put armed forces in Iceland and, at its peak, 20,000 British soldiers were garrisoned in Iceland ready to fend of the invasion that never came.
Germany continued to send reconnaissance aircraft to Iceland throughout the war, usually from air bases in Norway.
My grandfather and his older brother were quite interested in aeroplanes like most boys and they remember quite a few instances were German planes came flying over Reykjavik.
In August 1941 my grandfather was on his way to work when he saw a Heinkel 111 come down through the clouds and fly low over the airfield. He thought it was going to drop some bombs but it didn’t. No doubt it was taking photographs. Shortly afterwards 2 Hurricane fighters took of and chased after the Heinkel but he thinks it got away.
Not only did he see a Heinkel 111 but in August 1942 he also saw a Focke-Wulf 200 Condor. He saw it flying over Reykjavík from a roof window. The next time he heard about the plane it had been shot down in Faxaflói. It was the first plane that was shot down by the Americans in the war. It was taking pictures of Hvalfjörður.
Hvalfjörður was the final stopping place for convoys before they set out on the last leg of their journey to Murmansk. Hvalfjörður was also the last place that H.M.S. Hood dropped anchor before heading out on its ill fated journey to intercept the German battleship Bismarck. My great grandfather told my father stories about being invited on board H.M.S. Hood as it moored in Hvalfjörður but that is another story.
The Focke-Wulf 200 was chased out to Faxaflói by two P-38 Lighting fighters from the Kelfavík airport. One of the P-38 was shot down and the pilot had to bail out. Then came Joseph D.R. Shaffer in an Aircobra from the Reykjavík airport and shot the Focke-Wulf down. It fell towards the earth ablaze and exploded as it hit the ocean with six men aboard.
In October 1942 Joseph Shaffer shot at a Junkers 88 over Þingvellir, the site of the old Icelandic Parliament, Alþingi, and chased it towards Hvalfjörður. It is said that the propeller of the Aircobra had hit the tail rudder of the Junkers 88 and it crashed in-between the mountains Esja and Skálafell. With the plane three German pilots died and were buried in the cemetery in Brautarholti.
My grand dad personally did not see the Junkers 88 but his brother, Halldór, has an interesting story about it.
On 18th of October 1942 my great uncle Halldór and his cousin called Halldór the Older, went by car to the farm Kárastaðir were Halldór was from. On their way back in the latter part of the day Halldór wanted to go by an old road and look for ptarmigans. He stopped on the heath Mosfellsheiði and they walked from the car, Halldór the Older with a shotgun and Halldór with a rifle. They went behind a hill out of sight of the car but didn’t find any ptarmigans and turned back. When they approached the car again, they were very shocked to see soldiers aiming a tripod mounted machine gun at them. Their commander, who had a pistol in his holster, walked to them and asked them if they had seen a German pilot land nearby with a parachute. They had not seen the German and then the commander asked if they could search the car. Halldór and Halldór the Older gave the soldiers permission. They found nothing and told them that they could continue on their journey.
The Junkers 88 had crashed in-between two mountains Esja and Móskarðshnjúkar. The reason the soldiers were looking was that they had only found 3 bodies at the crash site and the Junkers usually has a crew of four. After the war it was discovered that in order to be able to take on more fuel to extend the range of the plane, one crew member had been left behind.
A few days later, my great uncle and some friends of his went up to the crash site to have a look. My great uncle collected a fuel pump form the Junkers 88.
GrafirBut the story does not end there. Before I moved to England I lived on a farm just outside Reykjavík. Another farm Brautarholt, located nearby had a church and a cemetery. One stormy evening, late October 1942 there was a knock on the door at Brautarholt. The boy, who now is the farmer, was 10 years old at the time, went to the door. Outside there were some American soldiers and they asked to talk to his father.
The boy went inside to fetch his father and later told my grandfather that he remembered that the soldiers followed him into the house, which he remembered thinking of as being rather rude. They told his father that they had the corpses of three German airmen that needed to be buried. But the British military command had refused permission to have them buried in a cemetery in Reykjavík since it was not considered proper to bury enemy soldiers near your own soldiers. They asked permission to bury them in the cemetery in Brautarholt.
The old farmer took it upon himself to give permission to bury the three German airmen in the Brautarholt cemetery. They brought the corpses on stretchers, covered with sheets, dug the graves and put the corpses in. They had brought their own priest and he said a few words over the graves and the soldiers fired a volley of shots over the graves. The enemy soldiers had been buried with full military honours.
In all 13 German airmen were buried at Brautarholt. On each grave there was a stone with the letters E.D. for Enemy Dead and a number, presumably the numbers on the dogtags.
After the war the old farmer, whose name was Ólafur Bjarnarason, was visited by the German Ambassador. He presented Ólafur with a plaque expressing the gratitude of German mothers and fathers for giving their sons a resting place during times of great turmoil, and adding the phrase „A good mans deed will never be forgotten“.
In 1957 the remains of all German airmen that died in Iceland were moved to the cemetery in Fossvogur. Now there are 17 German WW2 airmen there.
And in that burial plot one can see the names of the three German airmen who died when their Junkers 88 was shot down on 18 October 1942. They are:
Franz Kirchmann, 22 years old, Josef Ulsamer, 25 years old and Harald Osthus, 30 years old.

Tag Archive for: Trönudalur