Ómar Smári Ármannsson gaf fyrr á árinu (2024) út bókina „Uppvaxtarárin„. Áður hafði hann gefið út bókina „Glettur – lífsins saga„, sem er söguleg frásögn viðkomandi frá uppruna hans í annars dæmigerðu útvegsbyggðalagi við suðurströndina.
Uppvaxtarárin er svolítið meira en söguleg skáldsaga drengs á aldrinum 6-16 ára í þéttbýlisbyggðarlagi á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð er áhersla á nokkra hversdagslega þætti æskunnar; uppvextinum, umhverfinu og samtíðarfólki, en lesandanum er að öðru leyti leyft að leggja út frá efninu. Gerð er þó krafa um að lesandinn reyni a.m.k. að setja sig í spor drengsins, hugsi jafnvel út fyrir eigin skynjun og upplifun, bæði í tíma og rúmi, enda ekki ólíklegt að hann hafi mögulega sjálfur upplifað sumt af því sem fram kemur í sögunni – ekki síst ef hann hefur alist upp við takmarkaða möguleika til lífsviðurværis.
Á uppvaxtarárunum er ekki alltaf allt sem sýnist. Framtíðin bíður þá oftar en ekki upp á annað en líðandi stundin gefur til kynna. Spurningin er þó jafnan um að kunna að nýta sér það sem reynslan hafði upp á að bjóða. Meginþættirnir eru ávallt hinir sömu í lífi hvers manns (og konu), hverjar svo sem aðstæðurnar eru.
Miklar samfélagsbreytingar urðu á skömmum tíma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hér hefur móðir sex ungra barna takið sig upp með litlar veraldlegar eigur og flutt með þau í annað byggðalag – að gefnu tilefni. Henni er ætlað í sögunni að vera svipur hins áþreifanlega og nálæga – kennari jafnt sem verndari barna sinna og bjargráður á meðan var…
Bókin, sem er 52 bls, var gefin út í 5 árituðum eintökum.