Leitað var að 180 ára gömlu sæluhúsi undir Eystri-Vatnsási við Fóelluvötn.
Ritað hefur verið um sögu hússins í gömlu tímariti. Verður saga þess og aðdragandi rakin hér síðar. Gerður var út leiðangur fyrir allmörgum árum að leita að tóftunum og fundust þær þá. Farið var eftir þeirri lýsingu við leitina núna. Talað var um tóftir mót norðvestri í grónum klapparhrygg, en þegar komið var á vettvang reyndust þær nokkrar á svæðinu. Sagt er frá minjunum í annarri FERLIRslýsingu þar sem reyndist vera um að ræða, við nánari athugun, minjar nýbýlis í heiðinni. Tóftirnar gætu hafa eftirá um stund verið notaðar sem skjól fyrir ferðamenn á Austurleiðinni sunnan Lyklafells
Ákveðið var að beita útilokunaraðferðinni, nýta reynsluna og möguleg kennileiti á svæðinu.
Fóelluvötnin teygja sig yfir nokkuð stórt svæði, þ.e. þegar eitthvað er í vötunum, en að þessu sinni var mjög lítið vatn í þeim. Líklegasta þjóðleiðin ofan við vötnin var rakin. Sæluhúsið fannst þá eftir tíu mínútna göngu. Um er að ræða tvær tóftir undir klapparhryggnum. Sáust þær vel í kvöldsólinni.
Tíminn vekur vitund um hversu vel FERLIRsfólk er orðið þjálfað í að finna það sem leitað er að. Þá var Vatnakofinn við Sandskeið skoðaður, gamalt sæluhús á gömlu leiðinni austur.