Tag Archive for: Vatnasælushús

Bolalda

Snemma árs 1897 fóru bræðurnir Þorsteinn Kjarval og Ingimundur fiðla fótgangandi úr Ölfusi yfir Hellisheiði.

Sandskeið

Vatna-sæluhúsið við Sandskeið.

Þeir sungu sálma á leiðinni að Kolviðarhóli þar sem þeir gistu; næsta dag lentu þeir í blindbyl í Svínahrauni og var nauðugur einn kostur að gista í Vatnakofanum, rústir hans eru örskammt frá vegamótum Suðurlandsvegar og Bláfjallavegar, sjá ljósmynd.
Í þessari fjallaferð var Ingimundur fiðlulaus en sálmasöngurinn brást þeim bræðrum ekki; vindgígjan annaðist undirleikinn. Morguninn eftir var komið sæmilegt veður og næturgestirnir í húsi sælunnar héldu áfram för sinni í áttina að höfuðstað Íslands.

Vatna-Sæluhús

Vatna-Sæluhúsið við Sandskeið.