Færslur

Staðarbrunnur

Gamlir brunnar teljast til fornleifa. Samkvæmt skilgreiningu þjóðminjalaga þá eru fornleifar allar leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða manna verkverk eru á, og eru 100 ára eða eldri. Sem dæmi Brunnur á Reykjanesskaganum - frá því í byrjun 20. aldarum fornleifar eru nefndar; “brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð…”
Í Þjóðháttaskrá Þjóðminjasafnsins (41) er fjallað um neysluvatn og öflun þess. Þar er m.a. spurst fyrir um vatnsstæði, vatnsból, vatnsþrær, brunna, uppsprettur, lækningalindir og vatnsleiðslur: “Öll mannavist í landinu er tengd öflun neysluvatns fyrir fólk og fénað. Landnámsmenn, sem reistu fyrst byggð hérlendis, hafa m.a. sælst til þess að rennandi vatn félli hjá bæjarstæðinu og til skamms tíma hefur það þótt góður kostur á sveitabýli að eiga góðan bæjarlæk rétt hjá bæjarveggnum. Allt hefur þetta breyst á þessari öld [20. öld], flest byggð ból eiga nú kost á streymandi lindarvatni eftir vatnsleiðslum um lengri eða skemmri veg. Þessi breyting hefur gerst á svo skömmum tíma í sögu þjóðarinnar að enn muna fjölmargir Íslendingar til þess að bera þurfti allt neysluvatn frá brunni eða bæjarlæk í hús.
Hvað felst í orðinu vatnsból? Er það eingöngu notað um þann stað sem neysluvatn heimilisins er tekið úr? Vatnslind á ReykjanesskaganumGilti þá einu hvort vatnið var sótt í læk, tjörn eða jafnvel brunn? Var ábýlisjörðum talið gott vatnsból til kosta í umræðu manna á milli? Var þá einnig talað um langan eða stuttan vatnsveg og miðað við það hve langan veg þurfti að sækja neysluvatn? Voru dæmi þess að sækja þyrfti neysluvatn á hestum um langan veg?
Hvað um bæjarlækinn? Var hlaðin þar sérstök vatnsþró? Var hlaðið þrep í farveginn til að mynda smáfoss (lækjarbuna) við vatnsbólið? Var sérstakur, flatur steinn við vatnsbólið, ætlaður til að klappa á þvott (þvottasteinn)? Var vegur lagaður með einhverjum hætti að vatnsbóli (stíflur, upphækkun)? Var vatnsbólið haft til þess að afvatna í saltfisk og e.t.v. kjöt? Voru dæmi þess að bæjarlæknum væri veitt gegnum hús, innanbæjar, eða að byggt væri hús eða skýli yfir vatnsbólið? Var neysluvatn sótt í tjörn nálægt bænum? Var einhver umbúnaður í sambandi við vatnstöku þar, t.d. hleðsla útí tjörnina eða grafin þró í tjarnarbotninn? Voru til upphlaðin vatnsból, án aðrennslis eða frárennslis ofanjarðar. Eru til sagnir eða munnmæli varðandi slík vatnsból, t.d. hvað varðar öryggi vatns til nota (að engum skyldi verða meint af vatninu ef vissum skilyrðum var fullnægt)?
Brunnar voru víða, einkum í seinni tíð, einkum þar sem ekki var völ á neysluvatni nema með því að grafa brunn. Einstakir menn, öðrum fremur, unnu víða að brunntöku og hleðslu brunna og hlutu jafnvel viðurnefni af því. Var bæjarbrunnurinn innanbæjar, t.d. í fjósi? Var ranghali eða gangur til brunns innanbæjar og byggt sérstakt hús þar yfir brunninn? Var Vatnsstæði á Reykjanesskagagnume.t.v. sérstakt brunnhús utanbæjar? Lýsið brunntöku og brunnhleðslu ef tök eru á. Var sprengiefni notað við brunntöku þar sem hraun eða klettar voru til hindrunar? Voru brunnar yfirleitt hringhlaðnir? Hvað með hleðsluefnið. Hvað vita menn dæmi til þess að brunnar hafi verið grafnir djúpt niður? Hvernig var umbúnaði yfir brunnopum (yfirgerslu með hlemmi og brunnvindu t.d.) háttað? Vita menn dæmi þess að brunnar hafi jafnan verið opnir vegna gamalla ummæla? Fylgdi sérstök vatnsfata brunni (vatnsponta)? Voru dæmi þess að silungur (eða silungar) væri hafður í brunni (brunnsilungur) til að útrýma þar brunnklukku t.d.? Voru vatnsleiðslur síðar tengdar við gamla brunna? Voru brunnar hreinsaðir að jafnaði einu sinni á ári (eða oftar)? Eru gamlir brunnar e.t.v. enn í notkun? Hvað nefndist járnborið vatn í brunni (járnláarvatn t.d.)? Er orðið brunnur (brunnar) einnig notað um uppsprettur vatns, t.d. í örnefnum? Þekkja menn sagnir, orðtök eða kveðskap um brunna?
Mjög forn brunnur á Reykjanesskaganum - líkt og Írskibrunnur á SnæfellsnesiRegnvatn gegndi þýðingamiklu hlutverki og v ar safnað víða. Með tilkomu rennuhúsa urðu tök á því að safna regnvatni í tunnur eða vatnsgeyma. Þetta varð á tímabili þýðingamikill þáttur í vatnsöflun margra sveitaheimila og sumra þéttbýlisstaða.
Hvernig voru vatnsgeymar og söfnunarílát regnvatns, hreinsun þeirra og annað, er efnið varðar. Sá þetta allri neysluvatnsþörf heimila borgið á vissu tímabili?
Vatn á vetrardegi gat verið miklum erfiðleikum bundin. Vatn þvarr í langvarandi frostum, eigi síður en í þurrkum, og vatnsból lögðust undir ís. Hvernig var unnin var bót á þeim vanda, m.a. með því að vaka læki og tjarnir fyrir búfénað. Var sérstakt áhald til þeirra nota (vakarbroddur t.d.)? Voru dæmi þess að snjór væri bræddur til vatnsöflunar, t.d. í fjósi?
Vatnsburður frá vatnsbóli til bæjar var eitt af húsverkunum. Hafði viss heimilismaður einkum það starf að bera vatn í bæ eða fjós? Kunna menn af eigin raun eða eftir annarra sögn að segja frá fólki sem vann fyrir sér með því að bera vatn í hús frá vatnspósti eða vatnsbóli? Hvernig voru áhöld sem notuð voru við vatnsburð og hver voru nöfn þeirra (vatnsfötur,
vatnsgrindur, og o.s.frv.). Voru vatnsker eða vatnstunnur til að hella í vatninu innanbæjar svo jafnan væri þar tiltækur nægilegu vatnsforði?
Lækningalindir hafa verið víða hér á landi, margar að sögn tengdar vígslum Guðmundar góða. Hér er leitað eftir fróðleik um lækningalindir, nöfnum þeirra, notum og sögnum tengdum þeim. Þekkjast nöfn eins og Gvendarlind eða Maríulækur í nánd bæja eða byggða? Var einkum sótt vatn í þessar lindir handa veiku fólki? Voru dæmi þess að Brunnmyndþangað væri sótt neysluvatn til drykkjar og matarsuðu en vatn til annarra nota (t.d. þvotta) sótt í annað vatnsból? Var sama á hvaða tíma sólarhrings vatn var sótt í lækningalindir? Eru til sagnir um það að lækningalindir hafi verið saurgaðar með einhverjum hætti þannig að þær misstu kraft sinn? Hvenær var hætt að sækja vatn í lækningalindir þar sem þeirra var annars völ? Er trú á lækningalindir e.t.v. enn fyrir hendi?
Vissa varúð þurfti að hafa við öflun vatns á víðavangi, einkum er menn lögðust niður við vatn úti á víðavangi til að svala þorsta sínum (að signa yfir vatnið eða drekka gegnum dúk eða síu einhverskonar)? Var e.t.v. algengasta aðferðin sú að drekka úr lófa sínum?
Vatnsleiðslur með sjálfrennandi vatni eða tengdar dælum eða vatnshrútum koma til sögunnar undir lok 19. aldar og þó einkum á þessari öld. Í fyrstu var um stein- og tréstokka að ræða. Einstakar sveitir hafa lagt samveitur vatns um langar leiðir nú í seinni tíð. Þessar framkvæmdir hafa létt miklu oki af fólki og eru þýðingamikill þáttur í framför aldarinnar. Um þetta er völ margra heimilda en annað liggur engan veginn ljóst fyrir og þá allra helst um það hverjir fyrst hófust handa við að leiða vatn í bæjarhús og útihús í einstökum sveitum eða byggðum. Höfðu einstakir menn forgöngu um það, öðrum fremur, að leggja vatnsleiðslur til heimila og fóru til þeirra starfa bæ frá bæ?”
Af þessum umleitunum má sjá að vatnsöflun og -neysla hefur þótt áhugaverð fornsöguleg arfleifð – og þarf engan að undra því hér hefur verið um að ræða einn af grundvallarþáttum afkomunnar frá upphafi lífs á jörðinni – allt til þessa dags.
Sjá meira t.d. undir Kálfatjörn – brunnar, og  Borgarkot – vatnsstæði. Einnig Merkines, Fyrsti vitinn, Strandardalur og Gvendarbrunnur í Vogum.
Brunnur við Reykjanesvita - 1878 skv. danskri fyrirmynd

Merkinesbrunnur
Arngrímshellisbrunnur v/Arngrímshellisop hlaðið v/sprungu
Auðnabrunnur N/v Auðnir hlaðinn
Básendabrunnur a/við Básenda sandfullur
Bergvatnsbrunnur s/v við Bergvötn
Bessastaðabrunnur Bessastöðum n/við Bessastaði
Bjarnastaðabrunnur v/Bjarnastaði
Bolafótsbrunnur Ytri-Njarðvík niður við sjó n. Bola.
Brekkubrunnur s/Brekku hlaðinn
Brekkubrunnur Brekka/Garði
Brunnastaðabrunnur Efri-Brunnastöðum hlaðinn
Brunnur Selatöngum vestan – norðan stígs
Búðarvatnsstæði Almenningum
Bæjarbrunnur Litlalandi undir Huldukletti
Djúpmannagröf – brunnur Þórustöðum vestan bæjar
Duusbrunnur í Duushúsi Keflav. hlaðinn
Flekkuvíkurbrunnur n/húss hlaðinn
Fornaselsbrunnur ofan v/Fornasel hlaðið í kring
Fornaselsbrunnur ofan v/Fornasel Almenningum
Fornaselsbrunnur í Sýrholti n/við Fornasel
Fuglavíkurbrunnur vs/við Fuglavík lokaður
Gamla-Kirkjuvogsbrunnur neðan v/tóttir
Gamlibrunnur Hrauni ofan við Hrólfsvík
Garðalind – hleðslur v/Garða
Garðhúsabrunnur (fylltur upp) v/Garða vestan v/Garðalind
Garðskagabrunnur n/v vitann lokaður
Gerðisvallabrunnar v/Járngerðarstaða tjarnir
Gesthhúsabrunnur Gesthús Álftan. n/v v/húsið
Gjáréttarbrunnur n/réttar í sprungu
Goðhólsbrunnur v/Goðhóls hleðslur
Góðhola Hafnarfirði týnd
Guðnabæjarbrunnur v/Guðnabæjar
Gvendarbrunnur Alfaraleið
Gvendarhola Arnarneshæð lind
Gvendarbrunnur Vogum
Halakotsbrunnur Halakoti n/vHalakots
Hausthús a/Grænuborgar trélok
Herdísarvíkurselsbrunnur Herdísarvíkursel
Hnúkavatnsstæði N/Hnúka vatnsstæði í hvos
Hólmsbrunnur n/ við St.-Hólm trélok
Hólmsbrunnur – eldri – lind s/við St.-Hólm hleðslur
Hólmsbrunnur II s/a við S-Hólm hlaðinn
Hrafnagjá v/Járngerðarstaða gjá
Hraunsbrunnur s/bæjar
Hrólfsvíkurbrunnur ofan við Hrólfsvík
Húsatóftarbrunnur Húsatóftum
Hvyrflabrunnur Staðahverfi vestan Hvyrfla
Innri-Njarðvíkurbrunnur v/Tjörn g/kirkjunni neðan við tröðina
Ísólfsskálabrunnur undir Bjöllum náttúrulegur
Jónsbúðarbrunnur Jónsbúð s/í Jónsb.tjörn
Kaldadý Hafnarfirði týnd
Kálfatjarnarbrunnur n/v við kirkjuna trélok
Kálfatjarnarbrunnur – eldri v/v Kálfatjörn
Kálfatjarnarvatnsstæði a/Helgahúss ofan Rétta
Kirkjuvogsbrunnur – 1750 – s/v Kirkjuvog hlaðinn
Knarrarnesbrunnur Knarrarnes n/Knarrarness
Knarrarnesbrunnur Minna-Knarrarnes
Landabrunnur Staðarhverfi v/Hvirfla
Landabrunnur Kálfatjörn syðst innan v/garð
Landakotsbrunnur Landakoti n/v Landakot
Langhólsvatnsstæði Fagradalsfjall
Leirdalsvatnsstæði Leirdal syðst í dalnum
Leirubrunnur s/a í Leiru hlaðinn
Litli-Nýjabæjarbrunnur v/Litla-Nýjabæ
Merkinesbrunnur I – gengið niður Merkinesi
Merkinesbrunnur II Merkinesi vestan við húsið
Merkiselsbrunnur – v/yngra Merkin.sel gamall
Miðengisbrunnur Miðengi a/í Miðengistúni
Móakotsbrunnur v/Móakot v/Kálfatj. hlaðinn
Móakotsbrunnur n/Móakots hlaðinn
Móvatnsstæðið s/v Urðarfells gamlar mógrafir
Mýrarhúsabrunnur Álftanesi gengið niður
Nesbrunnhús v/við Nes
Norðurkotsbrunnur n/Norðurkots
Óttastaðabrunnur eystri n/Óttastaða trélok
Óttastaðabrunnur vestri v/Óttastaði hlaðinn
Óttastaðaselssbrunnur v/Óttast. sel a/v selið
Rafnstaðabrunnur Kistugerði lind
Reykjanesbrunnur – 1878 v/Bæjarfells hlaðinn
Staðarbrunnur – 1914 v/v kirkjugarðinn stór
Staðarvararbrunnur Staðarhverfi ofan Staðarvarar
Stafnesbrunnur n/v Stafnes lokaður
Stapabúðabrunnur v/Stapabúðir grafinn
Stóra-Gerðisbrunnur a/Stóra-Gerðis hlaðinn
Stóru-Vatnsleysubrunnur a/v St.-Vatnsleysu steypt lok
Straumsselsbrunnur Straumsseli
Suðurkotsbrunnur n/húss v/veginn lokaður
Sælubuna v/v Svörtubjörg neðan Strandardals
Torfabæjarbrennur Selvogi framan v/húsið
Tófubrunnar Selatangar í lægð a/og ofan hús
Urriðakotsbrunnur n/v bæinn hlaðinn
Varghólsbrunnur v/Herdísarvík uppspretta
Vatnaheiðavatnsstæði Grindavík nyrstu Vatnsheiðah.
Vatnsskálar á Vatnshól ofan v/Gufuskála
Vatnssteinar Borgarkot
Þorbjarnastaðabrunnur a/bæjar s/a bæjar
Þorkelsgerðisbrunnur v/Þorkelsgerði
Þórkötlustaðabrunnur a/v Þórk.staði horfinn
Þórkötlustaðanesbrunnur norðan við Höfn hlaðinn
Þýskubúðarbrunnur Þýskubúð vestan við íb.húsið