Færslur

FERLIR

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Ferlir

Ferlir – fyrsta vefsíðan.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi, þ.e. Reykjanesskagans (fyrrum landnáms Ingólfs). Úr varð gönguhópur er líklega, með fullri virðingu fyrir öllum öðrum slíkum er á eftir komu, hefur stuðlað að meiri upplýsingu um fyrrum vitneskju um svæðið en allir aðrir þeir til samans. Fleira áhugasamt fólk slóst í hópinn, sem um leið varð fyrirmynda annarra slíkra er hvöttu til hreyfingar og útivistar í margbreytilegu umhverfi.

Ferlir

FERLIR – síðasta gamla vefsíðan.

Árni Torfason, starfsmaður Morgunblaðsins, setti upp fyrstu vefsíðu FERLIRs árið 2000 að tilstuðlan Júlíusar Sigurjónssonar, hins ágæta ljósmyndara sama miðils. Með styrk frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans varð vefsíðan síðan að veruleika. Vefsíðan var endurnýjuð árið 2007, enda þá orðin tæknilega úrelt, og síðan uppfærð í núverandi útgáfu árið 2019 með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.
Fjölmargir hafa ljáð verkefninu stuðning. Má þar t.d. nefna sveitarfélögin á svæðinu. Þátttaka áhugasamra í FERLIRsferðunum, sem og miðlun efnis og nýting annarra á því, hefur jafnan verið öllum endurgjaldslaus.
Fyrir þá, sem vilja hafa samband og koma áhugaverðu áður óbirtu efni á framfæri, er þeim bent á netfangið ferlir@ferlir.is.

Hér má sjá gömlu vefsíðuna.

Stykkisvöllur

FERLIRsfélagar við Stykkisvöll.

FERLIR

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Ómar

Ómar – fyrirhugaðar helgarferðir FERLIRs undirbúnar.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, öðrum en hugkrefjandi rannsóknum, s.s. vegna manndrápa, rána og fjársvika og jafnvel löngum kyrrsetum rannsóknanna á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta svolítið í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta náttúrulega umhverfi. Deildin hafði þá tekið við öllum verkefnum Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem þá hafði verið lögð niður sem slík. Á þessum tíma tókst nýliðum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík, með góðum stuðningi fyrrum starfsfólks RR, að leysa öll tilfallandi manndrápsmál, öll hinu fjölmörgu vaxandi ránsmál á þeim tíma og nánast öll áður óupplýst tilfallandi fjársvikamálin. Hvort framangreind útvistun í náttúruna hafi eitthvað með árangurinn að gera skal ósagt látið. Rannsóknardeildinn hafði reyndar á þessum tíma á að skipa sérstaklega hæfu starfsfólki, enda árangurinn í frásögu færandi.

Ferlir

FERLIRsfélagar í Bálkahelli.

Helgarferðirnar voru fyrirfram ákveðnar með það fyrir augum að upplýsa eitthvað áður sögulega óþekkt. Leiðtogarnir, sem og aðrir er að komu, unnu allir sína vinnu, bæði hvað varðaði undirbúning og framvæmd, í sjálfboðavinnu – öðrum þátttakendum að kostnaðarlausu.

FERLIR

FERLIR – elsta vefsíðan.

Árni Torfason setti upp fyrstu, einfalda, vefsíðu FERLIRs árið 2000, með styrk frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans. Í styrknum fólst helmingskaup á fartölvu, sem þá þótti ekki bara dýr, heldur rándýr – með hliðsjón af launum lögreglumanns á þeim tíma.
Vefsíðan var endurnýjuð árið 2007 í Webman hjá Nethönnun og síðan uppfærð í núverandi Word Pressútgáfu hjá Premis árið 2019 með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.
Fyrir þá, sem vilja hafa samband, er eftir sem áður bent á netfangið ferlir@ferlir.is. Allur fróðleikur um Reykjanesskagann er vel þeginn….

Nálgast má eldri vefsíðu FERLIRs (dags. 15. nóv. 2006)  HÉR.

FERLIR

FERLIR – vefsíðan fyrir uppfærsluna 2019.