Tag Archive for: vegagerð

Eftirfarandi umfjöllun birtist í Ísafold 1880: „Vegagjörð úr Grindaskörðum ofan við Hafnarfjörð“ –
Grindaskord-222Verði nokkuð úr því áformi brennisteinsfjelagsins enska, að gjöra að sumri komanda góða akbraut úr brennisteinsfjöllunum ofan í Hafnarfjörð, þá væri ekki illa til fallið, að Grindaskarðavegurinn, sem er einn af þeim fjallvegum, er landssjóður samkvæmt lögum, 15. okt. 1875, á að kosta, jafnframt yrði ruddur, þótt upphaflega væri tilætlazt, að aðrir vegir gengi fyrir. Myndi það þá geta orðið að minnstum kostnaði og á haganlegastan hátt. Vesturhluti Árnessýslu og suðurhluti Gnllbringusýslu eiga heimtingu á, að þetta komist í kring, sem fyrst auðið er. Skreiðar- og kaupstaðarferðir eru miklar á þessari leið milli Eyrarbakka, Þorlákshafnar, Selvogs, Krýsuvíkur, Grindavikur, Hafnarfjarðar og suður með öllum sjó. Enda er Grindaskarðavegurinn einn þeirra fjallvega milli sýslna, sem samkvæmt áliti amtsráðs suðuramtsins eiga að hvíla á landssjóði (stj.tíð. 1876 B, bls. 75).“

Heimild:
-Ísafold, 26. nóvember 1880, bls. 120.

Þríhnúkar

Kvöldsýn frá Grindaskörðum.

Gamli Þingvallavegur

Tómas Einarsson skrifaði grein í Morgunblaðið árið 1990 um „Leiðir á Mosfellsheiði„:
„Gamli Þingvallavegurinn og sá nýi koma saman við Vilborgarkeldu austast á Mosfellsheiðinni. Líklegt er að þessi leið milli Þingvalla og Reykjavíkur hafi verið fjölfarin frá fornu fari. Hún er greiðfær, laus við torfærur ogvíða gátu menn „skellt á skeið“.
thingvallavegur-222Á árunum 1890-96 voru gerðar miklar  vegabætur á leiðinni og hún gerð vagnfær frá Suðurlandsvegi við Geitháls að Þingvöllum. En þegar von var á Friðriki 8. konungi til landsins  árið 1907 var vegurinn endurbættur mjög, því farið var með konunginn austur að Gullfossi og Geysi um Þingvöll.
Frá vegamótunum liggur leiðin fyrst upp allbratta brekku og skömmu síðar er komið að lítilli dalkvos, sem liggur sunnan við veginn.
Þetta er Djúpidalur. Þar er skjólgott og mun dalurinn hafa verið grösugur áður fyrr, en það hefur breyst á síðari árum. Árið 1907 komst dalurinn á spjöld sögunnar, því á austurleið áði konungsfylgdin þar og snæddi hádegisverð. Var slegið upp miklu veitingatjaldi innst í dalnum og krásir bornar á borð ásamt viðeigandi vínföngum. Þar var veitt ríflega, svo ríflega, að mörgum landanum ofbauð bruðlið, kannske mest þeim sem ekki fengu aðgang. Þegar komið er lengra upp á brekkubrúnirnar austan við Djúpadal víkkar útsýnið að mun.
Grímarsfell (af sumum nefnt Grimmannsfell) blasir við í norðri, Mosfellsheiðin er framundan og þar ber Borgarhóla hæst, en í suðaustri rís Hengill upp frá sléttlendinu, hömrum girtur hið efra. Þar sést hæsti tindurinn, Skeggi (805 m y.s.). Að vestan við veginn er lítið stöðuvatn sem nefnist Krókatjörn. Vegna lögunar sinnar hefur hún stundum verið nefnd Gleraugnatjörn. Sunnan undir Grímarsfelli liggur alldjúp dalkvos, sem nær þaðan og langleiðina að Hafravatni. Þetta er Seljadalur og liggur vegurinn eftir suðurbrúnum hans. Vestasti hluti hans nefnist Þormóðsdalur. Dalurinn er hlýlegur, grasi vaxinn, enda var haft þar í seli áður fyrr, eins og nafnið gefur til kynna. Það sel var frá Nesi við Seltjörn og sjást rúsir þess enn. Við svonefndan Kambhól í miðjum dal eru tóttir af rétt, sem notuð var á vorin, þegar fé var smalað til rúnings. Seljadalsá rennur eftir dalnum og í Hafravatn. Fremst í honum er Silungatjörn. Vestan við tjörnina er lítil hæð, sem heitir Búrfell. Um 1910 fannst þar gull. Næstu árin var unnið að frekari rannsóknum á svæðinu, grafin tilraunagöng, sýni tekin og send utan til rannsóknar og fyrirtæki stofnuð til frekari framkvæmda. En þetta rann allt út í sandinn þegar heimsstyrjöldin hófst. Eftir stríðið vaknaði áhuginn ekki aftur og gullið bíður því enn í Búrfelli, kyrrt á sínum stað.
thingvallavegur-223Frá Djúpadal er gatan nokkuð á fótinn allt að Háamel, sem er á móts við Borgarhóla vestanverða. Þar liggur leiðin hæst, um 340 m y.s. Áður en ráðist var í vegarbæturnar, sem fyrr eru nefndar, lá reiðgatan eftir Seljadalnum endilöngum, utan í austurhlíðum Grímarsfells, um Leirdal og upp á Háamel, þar sem göturnar komu saman. Frá Leirdal hallar vötnum til norðurs. Þar eru efstu drög Köldukvíslar, ársprænunnar, sem rennur um Mosfellsdalinn fram hjá Gljúfrasteini, húsi Halldórs Laxness.
Borgarhólar eru skammt austan við Háamel. Þeir eru nokkrir talsins (sá hæsti þeirra 410 m y.s.), auðveldir uppgöngu og því sjálfsagt að leggja smá lykkju á leiðina og ganga þangað. Af þeim er mikið útsýni; til Esju og um Kjöl til Botnssúlna, fjallaklasinn sem umlykur Þingvallasveit að norðan og austan blasir við og þar fyrir sunnan taka við Sköflungur, Dyrafjöll, Hengill, Húsmúli, Vífilsfell og síðan fjöllin vestan þess allt til hafs.
thingvellir-224Þegar vísindamenn fóru að brjóta heilann um myndun Mosfellsheiðar og nágrennis, ályktuðu þeir að hraunið, sem hana þekur hafi komið frá Borgarhólum. En við nánari athugun á síðari árum hefur komið í ljós, að svo er ekki. Borgarhólar eru eldri. Hallast menn að því að upptök hraunsins séu vestur af svonefndum Eiturhól, sem er austur á heiðinni. Hóllinn fékk þetta nafn vegna þess að þar var oft eitrað fyrir refi. Um hann liggja mörk Árnes- og Kjósarsýslna.
Frá Háamel hallar austur af. Fátt er um kennileiti nærri veginum, en ýmislegt er samt að skoða. T.d. handaverk gömlu vegargerðar-mannanna sem eru víða sýnileg í vegarbrúnum, ræsahleðslum og vörðum. Austarlega á heiðinni, á sýslumörkum, er tótt af sæluhúsi, sem eitt sinn hafði hlutverki að gegna, en er nú fallið og aðeins minjar um liðna sögu. Örnefni, eins og Sæluhússbrekka og Þrívörður, sem er að finna á þessum slóðum hafa einnig sögur að segja, sem aldrei verða skráðar.
Eftir umbæturnar á veginum um síðustu aldamót óx umferð yfir heiðina að miklum mun. Hestvagnar voru þá komnir til sögunnar, nokkru síðar reiðhjól og síðast bílarnir, en fyrsta bílnum var ekið austur á Þingvöll yfir Mosfellsheiði sumarið 1913. Til marks um hve umferðin hefur þá verið mikil, má geta þess, að um 1920 byggði danskur maður lítinn veitingaskála sunnan við Háamel, sem hann nefndi Heiðarblómið. Ekki er vitað hvernig þetta fyrirtæki gekk meðan það var og hét, en þegar bifreiðaumferð lagðist niður eftir þessum vegi um það bil áratug síðar var starfseminni sjálfhætt.
Þegar farið var að undirbúa Alþingishátíðina á Þingvöllum sem haldin var 1930, töldu menn hyggilegra að leggja nýjan veg norðar, þ.e. frá Mosfellsdal til Þingvalla. Unnið var að þessum framkvæmdum á árunum fyrir hátíðina og þá lagður vegurinn sem allir þekkja.
thingvallavegir-235Gamla veginum var ekki haldið við og varð hann því fljótlega ófær bílum. Síðan eru liðin rúmlega 60 ár og komast nú ekki aðrir bílar þessa leið en öflugar torfærubifreiðar. Þetta sýnir og sannar að flest mannanna verk eru forgengileg. Flestum ber saman um það, er hafa farið gömlu Þingvallaleiðina, að hún sé miklu skemmtilegri en hin nýrri. Hún liggur hærra, er styttri og af henni er meira víðsýni. Það er því ekki út í hött að koma með þá tillögu hér, að gera þessari fornu, áður fjölförnu leið svo til góða, að hún verði sumarfær öllum farartækjum. Með þeim afkastamiklu tækjum, sem nú eru notuð við vegargerð, ætti það ekki að kosta stórar fjárhæðir. Vestan við vegamótin þar sem gamli og nýi Þingvallavegurinn mætast er blautlend lægð. Um hana fellur Vilborgarkelda, sem löngum þótt ill yfirferðar, áður en nýi vegurinn var lagður yfir hana. Engar heimildir eru til um ástæður þessarar nafngiftar, en nafnið er gamalt, því það kemur fyrir í sögu Harðar og hólmverja. Annað örnefni, kennt við konu, er nærri vegamótunum skammt austan við Vilborgarkeldu. Það er Þorgerðarflöt. Kona með þessu nafni mun hafa látist þar með voveiflegum hætti einhvern tímann á fyrri tíð. Hafa menn talið sig verða þar vara við slæðing, þótt engum hafi orðið það að meini enn. Á Þorgerðarflöt var oft áningarstaður ferðamanna, því þangað þótti hæfileg dagleið frá Reykjavík með hestalest.“

Heimild:
-Morgunblaðið 16. maí 1990, bls. 18-19.

Mosfellsheiði

Gluggvarða við Illaklifsleið.

Hellisheiðarvegur

Í Tímann árið 1955 ritaði Ólafur Ketilsson „Ágrip af sögu Austurvegar síðastliðin 30 ár„. Ólafur Ketilsson, eða Óli Ket, eins og hann var jafnan nefndur, var víðfrægur rútubílstjóri millum m.a. höfuðborgarinnar og uppsveita Árnessýslu.

„Hæstvirtir alþingismenn.

Ólafur Ketilsson

Ólafur Ketilsson.

Fyrir 69 árum var unnið við þær framkvæmdir í landi voru, að staðsetja og leggja veg frá Reykjavík og áleiðis austur í Árnessýslu. Sú vegalagning var unnin samkvæmt kröfum og tækniþekkingu yfir standandi tíma, svo sem venja er til, en þekking og þörf hinna fyrri tíma var m.a. sú, eftir því sem sagt er, að staðsetja veginn og leggja hann þar, sem jarðlag var sléttast, án þess að hirða um beygjur, króka og brekkur, því að flutningatæki voru þá baggahestar og reiðhestar.
Það má segja að vegurinn væri lagður eftir kröfu síns tíma. Nokkru síðar urðu flutningatækin kerrur, sem hestum var beitt fyrir, en þá komu fljótlega fram kröfur um það að brekkur mættu ekki verða brattari en aðeins einn metri móti hverjum fimmtán til átján lengdarmetrum, þar sem því var við komið, utan þar sem lagt var f fjalllendi og öðru óhagstæðu landi.
Árin 1920 til 1922 hófst svo bílaöldin og bætt við kröfur tímans um vaxandi hraða.
Enn fremur varð fljótt þörf á því að geta ekið eftir veginum allt árið. Kom þá fljótt í ljós hversu óhagstæður hinn gamli vegur var vegna króka og snjóþyngsla, þar sem víða fylltist af snjó strax í fyrstu éljum. Gerðust kröfur manna strax háar um endurbætur og breytingar á vegstæðinu og veginum. Reyndist þá Smiðjulautin svonefnda verst vegna snjóþyngsla, enda mun vegurinn hafa verið færður þar til, og nýr byggður í staðinn um árið 1925, en hefir verið endurbættur 6 eða 7 sinnum síðan.
Ólafur Ketilsson
Á árunum 1926 til 1930 voru gerðar mjóar vetrarbrautir í Sandskeiðsbrekku, Bolaöldum, á Hellisheiði, í Kömbum og víðar. Árið 1930 til 1938 var gerður nýr vegur milli Baldurshaga og Hólms, ennfremur vetrarbrautir ofan Lögbergs, í Bolaöldum, svo og í Svínahrauni, ásamt nokkrum vetrarbrautum á Hellisheiði sjálfri, austan Smiðjulautar, við Útileguskafl, Urðarás og víðar.

Bolöldur

Bolöldur – kort. Lega gamla vegarins að Svínahrauni um Bolöldur.

Á þeim árum var vegurinn og breikkaður og færður til, vestan Baldurshaga, milli Hólms og Baldurshaga, neðan Gunnarshólma, í Sandskeiðsbrekku, vestri og eystri, í Bolaöldum, í Svínahrauni í Hveradalsbrekkum, á Hellisheiði, við Urðarás og miklar breytingar gerðar í Kömbum og víðar og víðar, sem ekki er hægt upp að telja. Árin 1938 til 1944 var vegurinn breikkaður og færður til, meðal annars frá Reykjavík upp íyrir Ártúnsbrekku, við Rauðavatn, milli Baldurshaga og Hólms, skammt frá Gunnarshólma, í Lögbergsbrekku ofan Lögbergs, á Sandskeiði, í Sandskeiðsbrekkum báðum, neðan til í Svínahrauni, mjög mikið í Hveradalabrekkum, á Hellisheiði, við Urðarás og í Kömbum. Margt voru þetta breytingar, sem ökumenn töldu nauðsynlegar eins og þá stóð viðhorfið í vegamálum.
Ólafur Ketilsson
Þá var nýlega hafin lagning á svonefndum Krýsuvíkurvegi, sem okkur var kunnugt um að ekki mundi verða góður né hagstæður til aksturs vegna þess hve langur hann mundi verða. Ennfremur valið á vegarstæðinu.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur – kort.

Var okkur kunnugt þar sem sóst er eftir að finna sem flestar brekkur bæði brattar og krókóttar. Enda varð það líka staðreynd þá er honum var lokið að brattinn varð mestur og beygjurnar flestar til samanburðar við aðra okkar austurvegi.
Ég tel líka rétt að geta þess að á umtöluðu tímabili hófst breikkun og endurbætur á Ölfusvegi og brúm. Það skeði rétt eftir að bílar frá þeim Churchill og Thoraren sen mættust á einni brúarmænunni og brotnuðu báðir mjög mikið þá er þeir duttu út af brúnni og niður í skurð.
1944 til 1954 hafa árin liðið, svo sem venja er, og endurbætur á austurvegi halda áfram þrátt fyrir nýjar ákvarðanir og ný vegalög. En ekki hefir ykkur, hæstvirtir alþingismenn, frekar enn öðrum líkað gamla vegstæðið, né gamli vegurinn, þrátt fyrir allar endurbæturnar.

Klifhæð

Letursteinninn á Klifhæð.

Á tímabilinu 1944 eða 1945 settuð þið ný lög um það, að leggja skyldi nýjan veg (Austurveg) alla leið frá Rauðavatni til Selfoss, á næstu 7 árum, og leggja gamla veginn niður. Á þeim árum létuð þið vegamálastjóra gera kostnaðaráætlun um sama veg. Kostnaðaráætlunin reyndist það há að ykkur hefir víst svimað við, og það svo, að þið hafið hvorki látið framkvæma verkið né leggja nýjan Austurveg, ekki heldur endurskoða kostnaðaráætlunina.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur.

Við þetta situr enn í dag. Má það furðu gegna að hæstvirtir alþingismenn hlíti ekki sinum eigin lögum, þrátt fyrir marg endurteknar áminningar frá okkur kjósendum, en ætlist svo til að við hlíðum öllu því, sem þið setjið sem lög.
Árin líða 1944 til 1954. Á þessu tímabili hefir enn á ný, á þessum sömu stöðum verið bætt og bætt, bót við bót, vestan Rauðavatns, milli Baldurshaga og Hólms, en þar hefir snjórinn verið dýpstur á veginum síðastliðna vetur, þrátt fyrir bætur þriðja til fjórða hvert ár hin síðastliðnu þrjátíu. Endurbæturnar halda áfram, norðan Hólms, við Geitháls, móts við Geitháls, austan við Geitháls, í Lögbergsbrekku og það oft, ofan Lögbergs, ofan Lögbergs, ofan Lögbergs, ofan Lögbergs, margendurtekið, þar hefir staðið margra ára styrjöld við símamálastjóra og símastrengi. Endurbæturnar halda áfram, við ártalasteininn 1887 er vegurinn orð inn fimmfaldur, móts við Neðrivötn margendurbættur, við 20 km. steininn er vegurinn fjórfaldur, í Sandskeiðabrekku vestri er búið að gera 10 eða 12 áhlaup til lögunar á beygjunni, en er þó nær vinkilbeygja enn, á Sandskeiðinu er búið að endurbyggja veginn mörgum sinnum á sama stað. Þar hafa hver orðið fyrir öðrum, símastrengurinn og vegurinn orðið að stórtjóni.

Smiðjulaut

Smiðjulaut – Smiðjutóft.

Í Sandskeiðsbrekku er vegurinn orðinn fimmfaldur, í Bolaöldum er hann margfaldur, í Svínahrauni hafa verið gerð stór áhlaup, við Reykjafjall hefir verið kostað nokkru til. Í Hverabrekku hefir enn verið bætt og settur upp minnisvarði (Geirfuglaskeri) móti Skíðaskála og á Hellisheiði, teknar af beygjur og aðrar búnar til, við Urðarás og víðar. Í Kömbum hefir veginum verið breytt úr 33 beygjum í aðeins 11 beygjur. Þetta hefir verið bætt og margt fleira á þessum mörgu árum, gæti því margur haldið að komið væri nóg þegar árið 1953 var liðið, en það reyndist ekki.
Bæturnar héldu áfram á næsta ári. Vinnuaðferðum og afköstunum skal hér lýst með nokkrum orðum.

Suðurlandsvegur

Fyrsti Suðurlandsvegurinn 1887.

Mánudaginn 2. ágúst byrjaði vegagerð ríkisins vinnu við endurbætur vegarins skammt fyrir ofan Lækjarbotna á Austurvegi. Unnið var við það alla vinnudaga svo sem venja er. Vinnuaðferðin var hin sama og svo oft áður, ekið möl á venjulegum bílum norðan úr Rauðhólum, en burðarmagn malarbílanna er 3 tonn (en aðrir aðilar nota við flutninga á sama vegi 8 til 12 tonna bíla, og jafnvel stærri). Mokað var á með vélskóflu og rótað út af þrem eða fjórum mönnum. Enn fremur var öllum bílunum ekið til Reykjavíkur á hverju kvöldi, og á vinnustað á hverjum morgni, fyrir háa greiðslu.
Á þessum umrædda stað var vegurinn hækkaður allt frá 25 cm. og upp í 70 til 80 cm. Vegalengdin sem þessi hækkun var gerð á er sennilega um 300 metrar. Þessi vegarstúfur er því ekki langur miðað við alla vegalengdina austur yfir Hellisheiði, því að það eru margir kílómetrar.
Það mun hafa verið þriggja vikna verk að hækka þennan bút. Mun það því hafa kostað ærið fé, og væri því ekki þörf fyrir ráðamenn að kynna sér vel hvað þessi vegstúfur hefir kostað. Ekki væri siður þörf á að kynna sér hvert gildi þessi hækkun hefir á vegi sem er að verða 69 ara. Varla er það svo hátíðlegt afmæli að svona miklu þurfi að kosta til. Annað mál væri ef um sjötugsafmæli væri að ræða, þá veitti ekki af að halda sér til.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur ofan Hveragerðis.

Þess er rétt að minnast að svona vinnuaðferð má teljast alveg sérstök, þar sem um er að ræða mjög gott ýtuland, en slík verkfæri eru ekki einu sinni notuð til að hækka undir þar sem breikkað er, heldur ekið möl og aftur möl. Verður malarlagið því á annan metra að þykkt, þar sem breikkað hefir verið líka. En hver teningsmetri af aðkeyrðu efni kostar yfir 30 krónur, en þar sem ýtt væri upp með jarðýtu kostað teningsmetrinn aðeins 4 til 5 krónur.

Hellisheiðarvegur

Austurvegurinn 1900.

Þarna geta menn séð hagsýni vegagerðarinnar, en svona vinnuaðferð er búið að viðhafa í mörg ár öðru hvoru á austurvegi, en það er þó sá vegur, sem á að leggjast niður innan fárra ára og nýr að koma í staðinn, og mun koma.
Svo sem áður er sagt þótti ykkur kostnaðaráætlun vegamálastióra um nýjan veg of há, en hefir auðvitað verið miðuð við svona vinnubrögð eins og þau hafa verið á þessum umrædda vegbút. Svo há þótti kostnaðaráætlunin að hin hæstvirta fjárveitinganefnd Alþingis hefir ekki enn þann dag í dag, fengist til að byrja á fjárveitingu til vegarins. En í svona vegbúta veita alþingismenn fé, ár eftir ár, svo tugum þúsunda skiptir. án þess að fyrirskipa eða láta framkvæma nauðsynlegar endurbætur og vegalagningar eftir tækni og þekkingu nútímans, eins og tíðkast mun í nágrannalönd um okkar. Nei, ekki er svo gjört, heldur halda bæturnar áfram. Þá er þeirri 300 metra bót var lokið, seint í ágúst, var enn byrjað a nýrri bót milli Lögbergs og Sandskeiðs. Unnið var við þessa bót svo lengi sem sumarið entist, og jafnvel fram á vetur. Enginn veit hvort því verki er lokið eða ekki, né hvenær næsta bót verður sett utan á eða ofan á umræddan vegstúf.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur.

Löngu áður en því verki var lokið, var byrjað á einum vegbút móti Vorsabæ í Ölfusi. Unnið var við þetta verk fram á vetur og byggður nokkur bútur, en það er vitað mál að því verki er ekki nærri lokið, það sögðu þeir sem þar unnu að þessi bútur ætti að verða 950 m. langur, að báðum beygjum meðtöldum.
Nú hafið þið heyrt (og jafnvel séð) hvað gerst hefir til endurbóta á Austurvegi í heilan mannsaldur. Ég vona líka að þið hafið fylgst með hverju sinni hvernig bæturnar minnka snjólögin á veginum, að því hefir verið stefnt annars var fjöldi bótanna óþarfur.
En hvað skeður? 8. nóvember síðastl. gerði snjóél með stinningskalda á suðvestan. Hinn sama dag, var tilkynnt í ríkisútvarpinu um hádegið að Hellisheiði væri ófær bifreiðum. Hvað hafði skeð?
Það hafði fallið snjór á hinn gamla veg í 4 til 6 tíma og hann orðið ófær bifreiðum um leið. Þrátt fyrir allar endurbæturnar síðastl. 30 ár.
Hvað er fram undan næst?
Ég leyfi mér hér með að spyrja:
Í fyrsta lagi: Hvað hafa þær bætur kostað, sem gerðar voru í sumar á austurvegi?
Í öðru lagi: Í hve mörg ár enn, er hugsað um að halda áfram með þennan bótaklasa?
Í þriðja lagi: Hvað veldur því að ekki er lagður hinn nýi austurvegur? Svar óskast.
Staddur á bættum vegbút, 12. desember 1954.“ – Ólafur Ketilsson.

Á Mbl.is 15. ágúst. 2013 segir af „Merkum Íslendingi“; Ólafi Ketilssyni:

Ólafur Ketilsson

„Ólafur Ketilsson sérleyfishafi fæddist á Álfsstöðum á Skeiðum 15.8. 1903, og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Ketill Helgason, bóndi á Álfsstöðum, og k.h., Kristín Hafliðadóttir húsfreyja.
Ketill var sonur Helga, b. í Skálholti og Drangshlíð undir Eyjafjöllum Ólafssonar, og Valgerðar Eyjólfsdóttir, frá Vælugerði í Flóa.
Kristín var dóttir Hafliða Jónssonar b. á Birnustöðum, frá Auðsholti í Biskupstungum, og Sigríður Brynjólfsdóttir frá Bolholti á Rangárvöllum.
Systkini Ólafs urðu níu en átta þeirra komust á legg. Meðal þeirra voru Brynjólfur, lengi starfsmaður hjá Reykjavíkurborg; Valgerður, húsfreyja á Álfsstöðum; Helgi, bóndi á Álfsstöðum: Sigurbjörn, skólastjóri í Ytri-Njarðvík; Kristín Ágústa, húsfreyja í Forsæti; Hafliði, bóndi. á Álfsstöðum, og Guðmundur, mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóamanna.
Kona Ólafs var Svanborg Þórdís Ásmundsdóttir, húsfreyja, frá Neðra-Apavatni í Grímsnesi, og eignuðust þau þrjár dætur og einn kjörson.
Ólafur Ketilsson
Ólafur var á togurum nokkrar vetrarvertíðir og eftirsóttur háseti enda þrekmaður, rammur að afli. Hann tók bílpróf 1928, festi kaup á vörubifreið sama vor og ók um skeið fyrir kaupfélagið á Minni-Borg í Grímsnesi.
Ólafur fékk sérleyfi fyrir fólksflutninga til Laugarvatns, Gullfoss og Geysis 1932 og hélt uppi áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Laugarvatns í marga áratugi. Hann varð með tímanum góðkunn þjóðsagnapersóna fyrir hnyttin tilsvör og sérlega gætilegan akstur. Þá átti hann stundum í útistöðum við embættismenn kerfisins sem honum fannst svifaseint og stirt.
Ólafur var lengst af búsettur í Svanahlíð á Laugarvatni en síðustu árin bjó hann í íbúð sinni í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Árið 1988 komu út æviminningar Ólafs, Á miðjum vegi í mannsaldur.
Ólafur lést 9.7. 1999.“

HÉR má lesa meira um Óla Ket.

Heimildir:
-Tíminn, 13. tbl. 18.01.1955, Ágrip af sögu Austurvegar síðastliðin 30 ár, Ólafur Ketilsson frá Laugarvatni, bls. 4 og 6.
-Mbl.is, 15. ágúst. 2013, Merkir Íslendingar, Ólafur Ketilsson – https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1476103/
-https://skemman.is/bitstream/1946/22419/1/BA_ritgerd_Oli_Ket.pdfÓlafur Ketilsson