Tag Archive for: verbúð

Selatangar

Eftirfarandi fróðleik um „Verbúðarlífið á Selatöngum“ birtist í Dagblaðinu-Vísi 1983:
Selatangar-553„Rústir sjóbúða er að finna víðsvegar við strendur Íslands. Þessar búðir eru merkar fornleifar sem minna fólk á þá tíð þegar landsmenn sóttu til veiða á opnum bátum, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður.
Hinar eiginlegu sjóbúðir — líka nefndar útver — voru reistar á þeim stöðum þar sem stutt var á miðin og heppilegt að sitja fyrir fiskgöngum á vissum tímum árs.
Misjafnlega margir bátar voru saman komnir á hverjum stað og voru áhafnir þeirra þar um kyrrt meðan á veiðum stóð enda höfðu þær þar ýmist hlaðnar verbúðir eða tjöld. Sjósókn úr þessum útræðum var þjóðinni ákaflega mikilvæg á fyrri öldum enda bætti hún hag hennar til muna frá því sem var þegar landsmenn höfðu varla úr öðru að moða en afurðum búfjárins.
Mikilvægi búðanna sést kannski best þegar talan hundrað fimmtíu og fjórir er nefnd, en hún segir einmitt til um þann fjölda útvera sem talið er að hafi verið reist við strendur landsins.
Ein heillegasta og best varðveitta sjóbúðin frá fyrri tíð er vafalitið útverið Selatangar á sunnanverðum Reykjanesskaga. Það er að finna — með öllum sínum fornlega blæ — þar sem Ögmundarhraun liggur út í sjó milli Hælsvíkur og Hraunsvíkur. Selatangar eru langt utan alfaraleiðar og er reyndar nokkuð erfitt að komast að útverinu landleiðina. Þessi einangrun búðanna hefur sennilega átt mestan þátt í því hvað þær hafa varðveist lengi og vel og hvað þær eru í rauninni ósnortnar af því sem heitir nútími. Hér á eftir verður lítillega skrifað um sögu útræðisins við Selatanga og almennt um verbúðamennsku landsmanna á fyrri öldum.

Sjötíu og þrjú mannanöfn í eina þulu fyrir mötu
Selatangar-564Selatangar voru syðsta verstöðin í Gullbringusýslu. Þaðan var einkum útræði Krýsuvíkurbæjar, en bænum Krýsuvík (sem er í um átta kílómetra fjarlægð frá Selatöngum) fylgdu lengi nokkrar hjáleigur. Til er gömul og allmerkileg þula sem telur sjötíu og þrjá menn við róðra frá útverinu. Ástæða fyrir þeim kveðskap er sögð vera sú að strákur einn hafi orðið mötustuttur í verinu. Buðust þá hásetar á skipum þeim sem þar reru að gefa honum mötu til vertíðarloka, ef hann kæmi nöfnum þeirra allra í eina þulu. Og strákur brá fyrir sig stílvopninu og orti:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein,
þá Þorvald, Gunnlaug, Freystein.
Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhjálmur Gesti verður jafn
Vernharður, tveir Bjarnar,
Gissura tvo, Gísla, Runólf,
Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrjá, Bernharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markúsar
með þeim Hannes, tveir Sigurðar.
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn
þar sezt hann Narfa hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn sjálfur Guð annist þá.

Draugurinn Tangar-Tómas gerir mönnum lífið leitt
Selatangar-555Á síðara hluta nítjándu aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar Sæmundsson hét. Hann átti mörg börn, og er eftirfarandi saga frá Selatöngum höfð eftir tveimur sonum hans, Einar og Guðmundi. Einar, f aðir þeirra, var allt að þrjátíu vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli að reimt hefði verið á Selatöngum og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tangar-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur en var þó ekki mjög hamramur. Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini.“
Einu sinni varð Beinteinn heylítill og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í einni sjóbúðinni þar. Kvöld eitt, er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið.
Selatangar-556Tík ein fylgdi honum jafnan við féð, og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo að Beinteini, að hann hélst loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hrökklast út i illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn þó heim, en var þó mjög þrekaður.
Um önnur viðskipti Beinteins og Tangar-Tómasar á Selatöngum er ekki vitað, svo að sögur fari af.

„Þarna er hann Tómas þá núna“
Selatangar-558En nokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áðurnefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu aö líta til kinda og ganga á reka; og jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð. Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert. Fóru þeir þá inn í eina sjóbúðina og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita hvort nokkuð hefði rekið um nóttina. Bálkar voru í búðinni fyrir Hraunsnes-551fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum, og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig, að Einar svaf við gaflhlaðið, en Guðmundur andfætis.
Þá er þeir höfðu lagst niður, töluðu þeir saman dálitla stund, og segir þá Guðmundur meðal annars: „Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?“ Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla að sofna. En er þeir hafa legið litla stund, þá heyra þeir, að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið. Voru þeir þó hundlausir, er þeir komu þangað og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna: „Þarna er hann þá núna,“ en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli, sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra.
Því eru þessar gömlu draugasögur rifjaðar upp hér, að Tangar-Tómas ku hafa hrættæði marga verbúðarmenn við Selatanga þann tíma sem þaðan var útræði. Má gera sér í hugarlund hvernig lífið hefur verið í búðunum, draug þessum samfara, og er næsta víst að það hefur verið viðburðaríkt, og jafnvel hættulegt þá er Tómas var í sem mestum ham.

Fólkið varð að sækja sjóinn sér til bjargar
Selatanga-559En hugum nú nánar að því hvernig vistin var fyrir verbúðarmenn í þessum sjóbúðum. Fyrst skal vikið að nauðsyn verferða fyrir þjóðina á næstliðnum öldum.
„Án stuðnings frá sjónum gat bændaþjóðfélagið ekki þrifist,“ segir Lúðvik Kristjánsson í þeirri gagnmerku bók sinni „Íslenskir sjávarþættir“. Verður hér á eftir stuðst nokkuð við umfjöllun hans um þetta efni.
Lúðvík heldur áfram: „Fiskmeti hefur um allar aldir verið mikilvægur þáttur í mataræði landsmanna, en þó öllu mestur meðan það kom að miklu leyti í staðinn fyrir kornvöru. Fjöldi bújarða var kostarýr og þess vegna engin tök á að hafa þar svo stóra áhöfn, að hægt væri að framfleyta meðalfjölskyldu. Kotabúskapur leiddi af sér mikinn straum manna í verstöðvar víðs vegar um land, en þó einkum á Suður- og Vesturlandi. Ef kotbóndinn fékk enga björg úr sjó, skorti hann ekki einungis fisk til heimaneyslu, heldur jafnframt gjaldgengan varning til greiðslu á erlendum vörum.
Selatangar-559Bændur á sæmilegum jörðum gátu fengið fisk í vöruskiptum og látið búvöru fyrir erlenda varninginn. En bústærðin fór eftir heyfengnum, sem ekki gat orðið mikill nema með töluverðum mannafla, því þúfnakargið var seinslegið. Bændur þurftu því, ef vel átti að heyjast, að hafa marga vinnumenn, en fyrir þá voru ekki nægileg störf við búin á vetrum, og þess vegna voru þeir þá margir sendir til sjávar. Fólkið í sveitunum hafði því náin kynni af lífi og starfi manna í verstöðvum. Margan ungling fýsti að komast úr einangrun dalabæjanna i margmenni við sjóinn og taka þátt í ævintýrum tengdum fiskveiðunum. Jafnskjótt og þeir komust í útversár, eins og Skaftfellingar orðuðu það, voru þeir víða, sökum brýnnar þarfar sendir til róðra í aðra landsfjórðunga.“

Vertíðin tók allt að sextán vikur
Upp úr nýári var farið að huga að færum manna, sem ætluðu í ver, en margir þeirra áttu langa og erfiða ferð fyrir höndum og burtveru ekki skemmri en fjórtán til sextán vikur. Vetrarvertíðin stóð að jafnaði á þessum árum frá þriðja febrúar til tólfta maí. Einyrkjar urðu að fela konu og börnum bústörfin og jafnvel allar voryrkjur. Þessi tvískipti barningur var eina leiðin til þess að bjarga fé og fólki fram á græn grös, en sem þó lánaðist misjafnlega. Stundum átti bóndinn ekki afturkvæmt eða aflinn brást og í annan tíma var horfellir sökum ónógra heyja og harðinda. En þótt fólk þekkti ekki til þess konar ófara nema af frásögnum var skuggi þeirra þó víða í augsýn, ekki síst um það leyti sem menn voru að leggja upp í verferð um heiðar og fjöll, meðan enn var stuttur dagur og allra veðra von.
Vermenn urðu að hafa með sér nesti, sem nægði til ferðarinnar, því oft var borin von að þeir gætu fengið beina á þeim bæjum sem þeir gistu. Sjálfsagt þótti að skera ekki nestið við nögl, því að þess voru dæmi að greiðsla fyrir gistingu kom sér best í matarbita.

selatangar-560

Vitaskuld voru heimili misjafnlega fær um að gera vermenn vel út með mat, en venja var að velja það besta sem til var. Nestið var einkum hangið sauðkjöt, brauð, smjör og kæfa. Það var haft í belg, svonefndum klakksekk. Viðbit til ferðarinnar var haft í dallskrínum. Dagana áður en ákveðið var að leggja upp voru vinir og nánustu venslamenn kvaddir. Áður en ferðin hófst létu margir lesa húslestur, einkum ef sjálfur heimilisfaðirinn var að kveðja. Þegar komið var út á hlað, tóku menn ofan, fóru með Faðir vorið og signdu sig. Að því búnu var gengið til hvers og eins á heimilinu og honum boðnar góðar stundir með kossi. Síðan hófst verferðin.

Ýmiss konar hjátrú tengd burtför vermanna
Selatangar-561Ýmiss konar hjátrú var tengd burtför vermanna. Engu af fötum þeirra, sem skilin voru eftir heima, mátti hreyfa við eða bleyta fyrr en eftir fullar þrjár vikur frá burtför. Það gat valdið drukknun þeirra. Þegar svo fötin voru þvegin, varð að velja bjart og gott veður til þerris. Þé mundi oft fötunum um í þvottinum. Það gat valdið villu á sjó. Rúm sjómanna skyldu óhreyfð í þrjár nætur eftir brottför, annars var óttast um afturkomu þeirra. Skó, sem urðu eftir heima, átti að hengja upp í eldhúsi og þurrka þar þó ónýtir væru. Þá þótti góðs viti, ef gestur kom stuttu eftir að vermenn kvöddu, helst sama daginn. Þá var talið víst að þeir ættu afturkvæmt, en brugðið gat til beggja vona ef enginn gestur lét sjá sig. Menn höfðu illan bifur á því, ef fyrsti gesturinn, sem kom þegar vermennirnir voru nýfarnir, var kona. Svona má lengi halda áfram með alla þá hjátrú sem fylgdi vermennskunni.

Byggingarlag sjóbúðanna og önnur hýsi við verin
Selatangar-563Svo sem gefur að skilja hafa menn þurft að gera sér einhvers konar skýli til þess að liggja í jafnsnemma og farið var að stunda útræði. Um þetta eru þó nánast engar heimildir í fornritunum. Í Fljótsdælasögu er þó getið um skála sem vafalaust hefur verið vermannaskáli og er Skálanes norðan Njarðvíkur kennt við hann. Í Grágás er svo getið um fiskibúð og fiskiskála. Önnur heiti á hýsi vermanna í útveri voru: sjóbúð, sjómannabúð, verbúð og vermannabúð, en ekkert af þessum nöfnum kemur þó fyrir í gömlum heimildum. Þá eru einnig til orðin búðarhús, búðarkofi og legukofi. Af þessum heitum voru sjóbúð og verbúð algengust. Líklegt er að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, en þegar kemur fram á nítjándu öldina verða þær dálítið mismunandi. Og þar eð við erum stödd í verbúðinni á Selatöngum í þessari grein, þá er eðlilegt að grein verði gerð fyrir helsta byggingarlaginu þar um slóðir.

Sjobud-562

Á Selatöngum sér enn fyrir tóftum nokkurra verbúða. Ein verbúðanna er þó heillegust. Dyr hafa verið á gaflinum sem snýr til sjávar. Inn af þeim hafa verið rösklega þriggja álna löng göng og er þá komið þar í búðina sem bálkarnir hafa verið en bilið milli þeirra er um einn metri. Bálkarnir eru næstum fjórir metrar á lengd en dálítið misbreiðir, annar nálega hálfur annar metri en hinn um einn metri, og kann það að stafa af missigi. Búð þessi hefur rúmað átta menn. Í framhaldi af rýminu á milli bálkanna eru rúmlega metra löng göng yfir í lítið hýsi sem hefur verið eldhús, um tveir metrar á breidd.

Selatangar-552

Hlóðirnar hafa verið hægra megin þegar inn er komið og sjást enn glögglega. Vafalaust hefur verið reykháf ur upp úr eldhusinu, en tilgáta er að tveir skjáir hafi verið beggja vegna á þekjunni. Slíkir hafa íverustaðir vermanna verið á Selatöngum. Fyrir utan þessar búðir á Selatöngum, sem að líkum voru allnokkrar að tölu, sjást einnig rústir ýmissa annarra bygginga, svo sem þeirra sem notaðar hafa verið undir áhöld og mat. Svo er þar víða hlaðna garða að finna en þeir voru notaðir til að þurrka þorskhausa meðal annars.
Þá eru hjá Selatöngum allmargir hraunhellar, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opin á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir kvöm sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór.

Selatangar-565

Í öðrum söguðu þeir rekaviðinn sem barst að ströndum, og sá hellir var því kallaður Sögunarkór. Í framhaldi af þessu má geta að reki var mikill á Selatöngum á meðan útræði var þaðan, og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.

„því flóin vildi sækja í rúm manna með slíku undirlagi“
Sjobud-555En víkjum aftur að för vermannanna til sjóbúðanna. Jafnskjótt og þeir komu í verið inntu þeir formann sinn eftir hvar hver þeirra ætti að liggja og hvaða rúmlagsmann hver ætti aö hafa. Að því búnu var farið að laga til í bálkinum eða rúminu og koma fyrir skrínum og öðru lauslegu.
Var það kallað búðun eða að búða sig. Að því hjálpuðust rúmlagsmenn — lagsmenn eða lagsar. Þar sem rúmstæðin voru bálkar varð að fá eitthvað til mýktar ofan á grjótið. Víða var haft hey. Á Suðurnesjum var gömul hefð að skipseigandi legði það til í fyrsta skipti sem sest var að í nýrri verbúð. En á bálkana voru ennfremur látnir hefilspænir og marhálmur. Í Grindavík bar það við að skeljasandur var látinn ofan á grjótið og þar ofan á þang eða marhálmur, en þó kusu menn fremur lyng vegna þess að fló vildi sækja í þangið og hálminn. Ofan á lyngið, þangið eða heyið lögðu sumir fyrst strigapoka eða jafnvel gæruskinn og þar ySjobud-556fir rekkjuvoð.
Flestir höfðu brekán sem yfirbreiðslu og þá stundum tvö. Síðasta verkið við að búða sig var að koma mötuskrínunum fyrir í bálkinum. Var önnur höfð í bríkarstað, en hin í höfðalagsstað. Einstaka maður hafði með sér skrifpúlt og var það haft upp við vegg fyrir miðjum bálki. Einnig bar við að hilla var fest á vegginn og þar geymt ýmislegt smávegis, til dæmis tálguhnífar, nafrar, hornspænir og því um líkt.
Skinnklæði, hvort sem þau voru þurr eða blaut, jafnvel nýlega mökuð með lifur, héngu á stoðum milli bálkanna. Verbúðarskyldur voru nokkrar og skipaði formaður fyrir í byrjun vertíðar hvernig þeim skyldi háttað. Rúmlagsmenn áttu einn dag í senn að sjá um að sækja vatn, hita kaffi og sópa búðina.
Þeir seSjobud-557m sváfu næst fyrir innan bálk formannsins byrjuðu og síðan koll af kolli sólarsinnis. Þá bar vermönnum að afla eldiviðar og sjé um matseldun og sama manni var falið að annast blöndukútinn, þar sem drykkur var hafður með á sjó. Kirna úr tré með trégjörð var í búðinni og tók um tuttugu potta. Hún var sameiginlegt næturgagn allra búðarmanna og stóð á miðju gólfi um nætur — kölluð kerald eða kjásarhald, oftast þó síöara heitinu. Það var skylda hvers búðarmanns að sjá um kjásarhaldið eina viku á vertíðinni. Hann varð að losa það og þrífa daglega og sjá um að það væri á sínum stað á kvöldin, og væri ekki til vansa, þó einhver kæmi ókunnuguri búðina.

Erfitt að treina matarbirgðirnar fram á vertíðarlok
Selatangar-notahellirHin eiginlega mata, öðrum nöfnum vermata, vertíðarmata, skrínukostur, eða það sem nú yrði kallaö nesti, var feitmeti (smjör, tólg, hnoðaöur mör) og kjöt (kæfa). En auk mötunnar fengu vermenn rúg (brauð og kökur), harðfisk, sýru og siðar kaffi, kaffibæti og sykur. öll þessi matföng voru kölluð útgerð eða útvigt, og hinn fastákveðni skammtur, sem var mismunandi eftir því hvar var á landinu, nefndist lögútgerð. Hún var ýmist miðuð við heila vertíð, mánuð, þrjár vikur, hálfan mánuð eða einungis viku. Eins og gefur að skilja þegar nesti er annars vegar, þá áttu vermenn misjafnlega erfitt með að treina sér skammtinn fram eftir vertíð. Þetta átti til dæmis við um smjörið, sem allir voru sólgnir í á þessum tíma en var dýrt. Eftirfarandi vísa var ort í sjóbúð þegar einn vermaður á miðri vertíð var svo til kominn í þrot með Seltangar-563smjörskammtinn:
Átta merkur á hann Jón
eftir í skrínu sinni,
má það heita mikið tjón,
á miðri vertíðinni.
Önnur vísa er þekkt um svip að efni: Smérið bráðast þrýtur þá þar til ráð má enginn sjá mör skal hrjáður hefnast á hitt fyrst áður þrot réð fá. Til er skemmtilegt orðatiltæki — tilorðið í verbúð — um það hlutskipti manna að verða uppiskroppa með smiör áður en vertíð lauk. Það voru Sunnlendingar sem höfðu þetta orðatiltæki að orði, en þeir sögðu um þá sem voru orðnir smjörlausir, að þeir þyrftu að „skyrpa á bitann“.
Sá sem kom vanbúinn af mötu í verið, var jafnan kallaður mötulítill, en sá sem var kominn í mötuþrot fyrir lok, mötustuttur. Þegar saxast tók á mötuna var sagt að komnar væru messur eða Maríumessur í skrínurnar, og olli það sumum vermönnum hugarangri sem einn þeirra lýsir þannig:
Selatangar-557Mín er útgerð orðin rýr
eykur sút því mæðan knýr
niðurlútur hjari óhýr
harmi þrútinn máls óskýr.
Kann ég ljúka upp kofforti
kámur strjúka af botni
áfram rjúka í ráðleysi
reiður brúka illyrði.
Og með þessum gagnorðu vísum um eymd höfundar í verbúðinni lýkur þessari lýsingu á verbúðum og verbúðarlífi á fyrri öldum.“

-SER tók saman. (Helstu heimildir: Íslenskir sjávarhættir II eftir Lúðvík Kristjánsson, Rauðskinna 1. bindi, safn frásagna eftir Jón Thorarensen, ýmis munnmæli og fleira).

Heimild:
-Dagblaðið-Vísir/Helgarblað, 136. tbl, 18. júní 1983, Verbúðarlífið á Selatöngum, bls. 2-5.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Róður

Eftirfarandi lýsing á verbúð að Járngerðarstöðum í Grindavík birtist í sjómannablaðinu Ægi árið 1985:

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

„Líklegt er að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, og gerð þeirra hélst svo til óbreytt allt fram undir síðustu aldamót. Teikning sú sem hér er, er af verbúð sem var á Járngerðarstöðum um aldamótin síðustu. Verbúðin var ca. 20 m2 (5,6×3,6). Veggir voru tvöfaldir, annað lagið var grjót en hitt torfstrengir, á milli var troðið mold. Þak var úr torfi, tvöfalt, í sumum búðum var haft þrefalt lag, mold var í gólfi. Svefnbálkar voru með hliðum þrír hvorum megin, í þeim var grjót og urðu vermenn því að finna eitthvað mýkra og var ýmist til notað hey, skeljasandur, lyng eða þang. Eldstæði voru í hverri verbúð, en oft voru erfiðleikar með eldivið, einnig var vatn víða takmarkað. Vermenn höfðu með sér kost að heiman, smjör og annað feitmeti, einnig sýru eða sýrublöndu. Soðningu höfðu þeir og oftast kaffi, en lítið var um kjöt, helst voru það rifrildi er nýttust best í súpu. Kommatur var af skornum skammti, sérstaklega hjá þeim er voru fjarri kaupstað. Ekki er þetta þó algild lýsing um mataræði, og undantekningamar æði margar. Yfirleitt var reynt að búa vel að vermönnum hvað varðar mat, og bjuggu þeir vart við lakari kost en margur annar er ekkert átti nema vinnuaflið.“

Heimild:
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl. bls. 341-342.

Grindavík

Grindavík – verbúð við Járngerðarstaði; uppdráttur.

Grindavík

Í Ægi 1985 fjallar Jón Ó. Ísberg um „Sjómennsku í Grindavík„:

Veiðar
„Eitthvað er það á reiki í gömlum heimildum hvenær vetrarvertíð átti að hefjast, en samkvæmt úrskurði lögréttumanna á Alþingi 1578, skyldi vetrarvertíð eigi byrja síðar en á Pálsmessu þ.e. 25. jan. Í Píningsdómi 1490 segir að vetrarvertíð skuli lokið á föstudegi þegar níu nætur eru af sumri. Vetrarvertíð til forna við Suðurland hefur því staðið yfir í 14 vikur.

Grindavík

Grindavík – tíæringur í lendingu.

Þegar hið gregorianska tímatal var lögleitt á Alþingi árið 1700 breyttust dagsetningar er vörðuðu upphaf og lok vertíða. Eftir 1700 skyldi vetrarvertíð hefjast á Kyndilmessu þ.e. 2. febrúar og standa til 12. maí. Sú venja skapaðist að telja 11. maí lokadag því þann dag var farið í síðasta róðurinn.
Við Faxaflóa og víðar gilti sú regla, að úr lokadagsróðri átti að vera lent fyrir kl. 12 á hádegi. Ef formenn hirtu ekki um þessa venju, gátu þeir átt á hættu að hásetarnir sneru skipinu rétt fyrir utan lendinguna, og reru því með skutinn að landi. Var það til mikillar háðungar fyrir formann að ljúka vertíð með þessum hætti.
Grindavík
Öldum saman var færið eina veiðarfærið sem Íslendingar notuðu. Veiðiskapurinn var þá ekki flókið fyrirbæri, menn reru út á miðin beittu sín færi og drógu uns nóg þótti og sneru þá í land.
Með tilkomu annarra veiðarfæra, línu og neta breyttist veiðiskapurinn all verulega. Í Grindavík byrjuðu menn ætíð vetrarvertíð með færaveiðum en er loðnan kom miðin var skipt yfir á net, sumir voru einnig með lóð. Róður hófst vanalega um kl. 5 að morgni. Menn fengu sér eitthvað í svanginn áður en lagt var af stað, vanlega kaffi og brauð. Skipið var sett niður með þessum orðum formannsins: „Setjum nú hendur á það í Herrans nafni“.

Grindavík

Grindavík – Í Norðurvör.

Hver maður hafði sitt rúm og var rúmið stjórnborðsmegin í andófinu talið það virðingarmesta og í því besti maðurinn, að undanskildum formanninum. Þegar skipinu hafði verið ýtt frá, var tekið í á bak og því snúið sólarsinnis til has, þá tóku menn ofan höfuðföt og fóru með sjóferðarbæn. Misjafnt var hvað róður stóð lengi og fór það eftir veðri og fiskdrætti, ef vel fiskaðist var stundum farið í fleiri en einn róður á dag, yfirleitt var þá róðri (róðrum) lokið seinnipart dags (17:00-18:00). Er komið var að landi þurfti fyrst að seila fiskinn á land og síðan setja skipið upp, því höfn var engin. Venja var að menn fengju sér að borða er þessu var lokið. á meðan skipti formaður fengnum.

Grindavík

Árabátur neðan verbúðar.

Að þessu loknu var allur fiskur borinn í verbúðir þar sem hann var þveginn, hausaður, flattur og saltaður. Söltun hófst á 18. öld, en áður var fiskurinn breiddur á klappir og garða og hengdur upp til þerris. Veiðarfæri voru einnig borin til verbúða að kvöldi. Vinnudagurinn vildi oft verða í lengra lagi og stritið mikið, margur slitnaði því fyrir aldur fram.
Vorvertíð hófst er vetrarvertíð lauk og stóð hún til Jónsmessu. Á vorvertóð var róið á smærri batum, sexmannaförum og þaðan af minni, aðkomumenn voru því færri en á vetrarvertíð. Veiðarfæri var annað hvort færi eða lóð og eitt var ræksni eða krækling. Grindvíkirngar beittu yfirleitt lóð sín í landi og voru þau því einbeitt, en á móti kom að lóð þeirra voru lengri en hjá þeim er beittu um borð. Venja var að fara út að kvöldi til, um eða upp úr miðnætti, legið var við fram undir morgun, en þá dregið og síðan siglt í land.

Grindavík

Bátar ofan varar.

Haustvertíð hófst í lok september og stóð til jóla, róðra stunduðu þá eingöngu heimamenn og var yfirleitt róið á sexmannaförum. Veiðarnar gengu svipað fyrir sig og á vorvertíð, sömu veiðarfæri voru notuð, en róið síðar um nóttina og verið styttra að.
Á sumrin milli vertíða var ekki verið á sjó, nema hvað menn skruppu öðru hvoru til að fá sér í soðið.

Grindavík

Vélbátur.

Með tilkomu vélbáta urðu litlar breytingar á veiðum Grindvíkinga, skipan vertíða og veiðiaðferðir héldust að mestu óbreytt. Það var ekki fyrr en með tilkomu dekkbáta í kringum seinna heimsstríð að breytingar urðu.
Nýrri og fullkomnari veiðarfæri komu á markaðinn ásamt gjörbreyttum tækjabúnaði um borð, bæði í brú og á dekki. Í kjölfar þessa riðlast öll vertíðarskipan, að undanskilinni vetrarvertíð, sem enn er með hefðbundnum hætti og á sama tíma. Í dag eru vertíðir frekar kenndar við þá fisktegund sem veidd er hverju sinni, s.s. humarvertíð og síldarvertíð.
Nokkuð er því árstíðarbundið hvaða veiðarfæri eru notuð hverju sinni og fer það eftir því í hvað er sótt. Aðalveiðarfærin á vetrarvertíð eru sem fyrr net og lína. Á sumrin fara vertíðarskipin yfirleitt á fiskitroll eða humartroll, en á haustin á síldveiðar, með nót eða reknet, nokkur fara á línuveiðar, en útilega hefur lítið verið stunduð. Á síðustu árum hafa nokkur vertíðarskip farið á úthafsrækju yfir sumartímann, hafa þau þá stundað veiðar fyrir norðan og yfirleitt landað hjá rækjustöðvum við ísafjarðardjúp. Meðan á loðnuvertíð stendur, þ.e. frá október fram í mars, elta loðnuskipin gönguna. Þessi skip hafa mjög lítinn bolfiskkvóta en þeim litla kvóta sem þau hafa, ná þau í troll á sumrin.
Fiskiskip Grindvíkinga stunda veiðar með flestum þeim veiðarfærum sem Íslendingar nota yfirleitt, enda hefur útgerð frá Grindavík verið hvað blómlegust á landinu á síðustu árum og áratugum.

Bátar

Grindavík

Árabátar ofan varar.

Höfundur Laxdælasögu byrjar á að lýsa íslandi þannig, að þar sé veiðistöð á öllum misserum og er auðsýnt að hann telur það góða kosti. Orðið veiðistöð merkir stað þar sem meira en einum bát er haldið til fiskjar, og samkvæmt lögum Jónsbókar merkir orðið stað, þar sem um er að ræða veiði á landi eða við land.
Lúðvík Kristjánsson telur upp í riti sínu Íslenskir sjávarhættir II 326 verstöðvar, allt í kringum landið. Verstöðvarnar eru síðan flokkaðar niður eftir aðstæðum ogfyrirkomulagi.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir gerðu út frá Þórkötlustaðanesi.

Heimaver var það kallað, er róið var úr heimavör. Gagnstætt því var útver, en þá fóru menn með báta sína og áhafnir að heiman og dvöldu í verbúðum meðan á vertíð stóð. Í sumum verstöðum voru aldrei verbúðir þótt þar væru aðkomubátar og aðkomumenn, var það kallað viðleguver. Viðleguver gátu verið með tvennum hætti. Annars vegar viðlegubátar, þ.e. aðkomubátar með áhöfnum, en hins vegar viðleguhafnir, þ.e. aðkomumenn, er reru á heimabátum verstöðvarinnar. Áhafnirnar bjuggu í heimahúsum í stað verbúða meðan á vertíð stóð og höfðu þar þjónustu.
Grindavík var dæmigerður staður fyrir blandað ver, þar sem löngum var allt í senn, heimaver, útver og viðlegurver, enda var Grindavík ein mikilvægasta verstöð landsins um aldir, önnur aðalverstöð Skálholtsstaðar, og hvergi á landinu var uppsátur metið sérstaklega nema í Grindavík.

Grindavík

Tvíæringur.

Frá aldaöðli hafa íbúar Grindavíkur haft aðallífsbrauð sitt frá sjónum. Þeim skipum er þaðan var róið svipar mjög til annarra er notuð voru í öðrum verstöðvum. Á vetrarvertíð var róið á tólf-, tein- og áttæringum. Á vor og haustvertíð var notast við minni báta, sexæringa og þaðan af minni, allt niður í skektur.
Um miðbik 18. aldar voru nálgæt 60 skip í Grindavík, sexæringar upp í teinæringa. Frá sjötta áratug 19. aldar fram á þann áttunda var mikið eymdarástand í Grindavík. Lítið fiskaðist og var Grindavík talin aumasta veiðiplássið á Suðurlandi, útróðrarmenn vildu ekki lengur róa þaðan og lagðist þá útgerð stærri skipanna niður en smærri bátum fjölgaði. En Grindavík náði sér aftur á strik er veiði fór að glæðast á ný. Árið 1896 eru gerð þaðan út 30 skip flest áttæringar. Algengt var í Grindavík, að áttæringarnir væru tírónir, enda voru þeir margir hverjir í stærra lagi af áttæringum að vera.
Grindavík
Grindavík liggur fyrir opnu hafi, þar sem brimaldan gengu óbrotin á land. Stærð og þyngd bátanna takmarkaðist því lengstum af því, að hægt væri að setja þá á land. Meðal annars af þeirri ástæðu komu vélar mun seinna báta í Grindavík en víða annars staðar á landinu, þar sem hafna skilyrði voru betri frá náttúrunna hendi.
Framtil 1910 var róið á árabátum frá Suðurnesjum, en þá var farið að setja vélar í bátana, allsstaðar nema í Grindavík. Þangað kom fyrsta vélin ekki fyrr en 1926 og 1929 var sett vél í síðasta áraskip Grindvíkinga. Þessir bátar voru uppistaða í flota Grindvíkinga fram yfir stríð, lítið var um nýja báta en nokkrir voru endurbyggðir, og þá dekkaðir. Upp úr stríði er farið að byggja nýja dekkbáta ca. 10 lestir.

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið.

Það sem gerði útgerð þeirra mögulega frá Grindavík var, að 1939 var hafist handa við að grafa leið inn í Hópið þar sem höfnin er nú. Með tilkomu hafnarinnar þurfti ekki lengur að setja bátana, enda var það ekki mögulegt með dekkaða báta vegna þyngdar þeirra. Annað er breyttist með höfninni var að þá lögðust róðrar niður frá Staðar- og Þórkötlustaðahverfi og síðan hefur útgerð eingöngu verið stunduð frá Járngerðarstaðahverfinu. Höfnin var frumskilyrði þess að Grindavík fengi þrifist sem útgerðarbær og að ekki færi þar sem í Höfnum en þar lagðist niður blómleg útgerð sökum hafnleysis.
Upp úr 1955 tekur útgerð í Grindavík mikinn fjörkipp og var þar mikið blómaskeið allt fram til 1967. Á þessu tímabili voru keypt fjölmörg ný skip. Orsakir þessa blómaskeiðs eru þær helstar að síldveiði jókst mjög fyrir Norður- og Austurland og gerðu Grindvíkingar mikið út á þær. Fiskigengd var og mikil við suðvesturströndina á þessu tímabili, og raunar allt fram til 1972. Skipin stækkuðu sífellt á þessum árum og urðu stöðugt tæknilega fullkomnari.

Grindavík

Grindavík – innsigling í Hópið.

Hér á eftir kemur tafla yfir fjölda báta í Grindavík á tímabilinu 1945-1985, tekinn er bátafjöldinn á 5 ára tímabili. (Samkvæmt skipaskrá Siglingamálastofnunar).
1945 – 15
1950 – 13
1955 – 12
1960 – 17
1965 – 15
1970 – 24
1975 – 47*
1980 – 43*
1985 – 48

*Togararnir Guðsteinn og Jón Dan meðtaldir.

Grindavík

Jón Dan GK 141.

Skipta má Grindavíkurskipunum í tvo meginhópa, vertíðarskip og lonuskip. Vertíðarskipin voru flest byggð sem síldarskip á árunum 1956-1967, en síðan 1980 hefur farið fram gagnger endurbygging vertíðarflotans og mörg skipanna hafa nú verið yfirbyggð þ.e. tvídekkuð. U.þ.b. helmingur vertíðarflotans eru skip á bilinu 150-200 lestir, hinn helmingurinn þar fyrir neðan. Minni skipin eru flest úr tré en þau stærri stálskip. Loðnuskipin eru mun stærri en vertíðarskipin. Flest þeirra hafa um 600 tonna burðargetu og eitt þeirra, Grindvíkingur GK-606, ber t.d. 1100 tonn.
Fjölbreytni í stærð og búnaði skipa er nauðsynleg til að hægt sé að nýta alla þá möguleika er gefast til veiða. Skuttogaraútgerð hefur þó lítt átt upp á pallborðið hjá Grindvíkingum. Er það bæði vegna þess, að bátarnir hafa alla tíð getað séð fiskvinnslufyrirtækjunum fyrir hráefni, og að fyrirgreiðsla opinberra sjóða, svo sem Byggðasjóðs náði ekki til þessa landshluta.

Grindavík

Guðsteinn GK 140 – fyrsti togari Grindvíkinga.

Fyrsti togarinn sem Grindvíkingar eignuðust var Guðsteinn GK-140, hann var sameign þriggja fyrirtækja í Grindavík, Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og Barðans h.f. í Kópavogi. Einnig áttu Grindvíkingar hlut í togaranum Jóni Dan GK 141. Reynslan af togaraútgerðinni var ekki nógu góð og hafa Grindvíkingar því selt sinn hluta íbáðum skipunum.

Kjör

Grindavík

Grindvísk aflakló.

Frá upphafi byggðar stunduðu bændur við sjávarsíðuna róðra, aflinn gekk til heimilisins og var einnig notaður í skiptum fyrir landbúnaðarafurðir. Þeir menn er stunduðu róðra, en áttu ekki bát voru ráðnir upp á hlut. Venja var að formaður fengi tvo hluti en báturinn þrjá, þó voru á þessu undantekningar.
Er tímar liðu og kirkja, kóngur og höfðingjar efldust og sölsuðu undir sig sífellt meira jarðnæði versnuðu kjör sjómanna, sem og annarra. Vinnumenn og landsetar voru með kvöðum ýmiss konar látnir róa fyrir húsbændur sína fyrir smánarkaup, en hluturinn varð eign húsbóndans. Á bessu verður breyting til batnaðar með afnámi einokunarverslunarinnar og sölu stólsjarða. Flestir fara að róa fyrir hlut sínum sem áður og afkoman skánar verulega.
Með tilkomu vélbáta var nokkuð um að menn væru ráðnir fyrir fast kaup, líkt og á þilskipunum, sérstaklega átti þetta við ef um aðkomumenn var að ræða, þessi háttur lagðist þó fljótt af. Í kreppunni versnuðu kjör bátasjómanna mikið, sem og hjá öðrum.

Grindavík

Grindavík – síldarbræðslan á fullu.

Er síldveiðin brást 1935 gengu margir allslausir í land eftir vertíðina, og voru ekki einu sinni taldir matvinnungar. Þessi kollsteypa varð til þess að sjómenn settu kröfuna um hlutatryggingu á oddinn. Tryggingin komst fyrst á 1936, hún var að vísu lág, en þó betri en engin. 1958 voru gerðar þær breytingar á kjarasamningum bátasjómanna, er gjörbreyttu aðstöðu beirra, en þá var afnumin sú regla að útgerðarkostnaður bátanna væri greiddur af óskiptum afla. Um svipað leyti komst sú skipan á, að hafa kokka um borð í dagróðrarbátum, en áður höfðu menn haft með sér skrínukost. Næsta stóra breytingin hvað varðar kjörin, verður í samningunum 1977, en þá verður hver mánuðum að sérstöku tryggingartímabili. Áður höfðu tímabilin verið þrjú, þ.e. 1/1-15/516/5-15/9 og 16/9-31/12. Í samningunum 1982 var svo skrefið stigið til fulls, en þá var um það samið að sjómenn hefðu rétt á að fá kauptrygginguna greidda vikulega.

Grindavík

Grindavík – bátar í höfn.

Í dag eru kjör sjómanna á hefðbundnum vertíðarbát 50- 110 rúml. þannig að skipverjar fá 28,5% af brúttóafla miðað við 11 menn, kauptrygging á mánuði fyrir háseta er 27.000 kr. að frádregnum ferðakostnaði. Vinnuskyldan er 18 t. á sólarhring, sex daga vikunnar og skal frídagurinn ætíð vera sunnudagur á tímabilinu 1/4-31/12 en frá 1/1 31/3 annað hvort laugardagur eða sunnudagur. Ýmsa félagsmálapakka hafa sjómenn einnig sem aðrir launþegar, og verða þeir ekki taldir hér, enda verða fáir feitir af þeim pökkum. Sjómennskan getur gefið góðar tekjur ef vel fiskast en ekki er tímakaupið hátt ef einungis er róið fyrir trygginguna, eins og oft vill verða.

Konungsbréf um fiskútveg frá 1758

Grindavík

Magnús á Hrauni í vör.

Nú á dögum fer jafnan um viðskipti sjómanna og útvegsmanna eftir kjarasamningum milli aðila.
En hvernig færi ef kjarasamningar væru ekki fyrir hendi? Þá yrði að fara eftir gildandi lögum að svo miklu leyti sem þau ættu við hverju tilviki. Vegna kjarasamninganna eru mjög fáar lagasetningar um þessi samskipti. Ein slík lög er að finna í Konungsbréfi til stiftamtmanns og amtmanna frá 28. febrúar 1758.

Hér birtast nokkrar glefsur úr þessu bréfi sem enn eru í gildi.

1. Allir formenn og hásetar sem hafa látið sig leigja eður festa til að róa nokkrum fiskibát um vertíðina skulu án forsómunar koma í þann áskilda vissa tíma á þann stað, hvar þeir ætla að róa, og það allir í einu undir það straff að bæta fyrir þann tíma sem þeir koma eigi.

2. Þegar formaðurinn hefur snúið skipinu upp og fengið allar þær tilheyrandi tilfæringar, má enginn af hásetum á nokkurn hátt hindra hann frá því að sækja sjóinn, hvenær sem tækifæri gefst til þess, heldur skal sérhver skyldur vera þegar hann er af formanninum kallaður aðláta sig án dvalar finna við bátinn og á honum róa.

3. Ef nokkur háseti er burtu eina klukkustund, eftir það honum hefur verið sagt til og hinir aðrir eru komnir til bátsins, skal hann gjalda þrjá fiska í sekt fyrir það, nema hann geti sannað lögleg forföll.

4. Enginn háseti má á sjónum á nokkurn hátt kúga formanninn til að fara tillands, fyrr en hann skipar það sjálfur.

5. Hver sá háseti er sýnir sig hyskinn eða latan til að fiska og lætur ekki að formannsins áminningu og skipan, sem hann gerir honum í því tilliti, skal gjalda 2 fiska í hvert sinn.

6. Eins og formennirnir eru skyldir til að hafa gætur á, að hásetar verki afla sinn sem best þeim er mögulegt. Í sama máta skal og formaðurinn hafa vakandi auga á, að hásetar sínir haldi sjóklæðum þeirra í góðu standi, svo að enginn þurfi, ef það brestur, að hindrast frá róðri og vera ónýtur til sjósóknarinnar.

7. Enginn háseti má yfirgefa þann fiskibát, á hvern hann er ráðinn, fyrr en formaðurinn hefur sagt upp vertíðinni, nema hann hafi fengið formannsins leyfi þar til vegna mikilvægra orsaka. En strjúki þar á móti nokkur burt án formannsins vitundar og samþykkis, þá skal sá hinn samti takast af sýslumanni og bæta fyrir það fjárlátum eða straffi á líkamanum, eftir málavöxtum.

8. Sérhver formaður skal kostgæfilega sækja fiskveiðar, þegar verðurátt og sjór leyfa það, og má enginn af þeim vera í landi þann dag, sem einn fjórði partur af bátum þeirrar veiðistöðu, hvar hann rær, eru á sjó, nema hann geti sannað, að hann hafi gilda orsök til þessa.

9. Formaðurinn skal einnig hafa vakandi auga á, að fiskibát hans sé altíð haldið í góðu standi með veiðarfærum og öðru tilheyrandi, sem og að hann í hvert sinn verði settur svo hátt upp frá sjónum og skorðaður, að honum geti hvorki grandað sjór eða stormur. Líka skal hann halda sínum hásetum til að gera bátinn jafnaðarlega hreinan. Hann skal og nákvæmlega gæta þess, að hver og einn fari varlega með árar og önnur bátsins og fiskifangsins áhöld.

Verbúð
Grindavík
Líklegt er að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, og gerð þeirra hélst svo til óbreytt allt fram undir síðustu aldamót. Teikning sú sem hér er, er af verbúð sem var á Járngerðarstöðum um aldamótin síðustu. Verbúðin var ca. 20 m2 (5,6×3,6). Veggir voru tvöfaldir, annað lagið var grjót en hitt torfstrengir, á milli var troðið mold. Þak var úr torfi, tvöfalt, í sumum búðum var haft þrefalt lag, mold var í gólfi. Svefnbálkar voru með hliðum þrír hvorum megin, í þeim var grjót og urðu vermenn því að finna eitthvað mýkra og var ýmist til notað hey, skeljasandur, lyng eða þang. Eldstæði voru í hverri verbúð, en oft voru erfiðleikar með eldivið, einnig var vatn víða takmarkað.
Grindavík
Vermenn höfðu með sér kost að heiman, smjör og annað feitmeti, einnig sýru eða sýrublöndu. Soðningu höfðu þeir og oftast kaffi, en lítið var um kjöt, helst voru það rifrildi er nýttust best í súpu. Kornmatur var af skornum skammti, sérstaklega hjá þeim er voru fjarri kaupstað. Ekki er þetta þó algild lýsing um mataræði, og undantekningamar æði margar.
Yfirleitt var reynt að búa vel að vermönnum hvað varðar mat, og bjuggu þeir vart við lakari kost en margur annar er ekkert átti nema vinnuaflið.“

Heimild:
-Ægir, 6. tbl. 01.06.1985, Sjómennska í Grindavík – Jón. Ó. Ísberg, bls. 334-342.

Grindavík

Grindavík 2021.