Færslur

Trönur

 Allar eiga ártíðarnar sína álfa og sín tröll; hraun, skóga, dali og fjöll. Hver ártíð á auk þess sér sinn sjarma; vorið kemur með morgunroðann og laufilman, sumarið með hlýindin og blómgunina, haustið með kvöldroðann og dvalann og loks veturinn með frostmyndanirnar og snjóinn. Allar bjóða þær því upp á útvist með tilbrigðum – allt árið um kring. Allt er þetta mönduhalla jarðarinnar að þakka. Virkni hans er þó mismunandi á jarðarhlutana.

Hraun, dalir, skógar og fjöll

Reykjanesskaginn er hluti af jörðinni og hefur, því líkt og aðrir hlutar hennar, fjórar ártíðir. En eins og vetur í Mið-Afríku eru t.d. öðruvísi en vetur á Íslandi þá eru vetur á Reykjanesskaganum öðruvísi en t.d. á Vestfjörðum. Fyrrnefndi staðurinn er snjóléttur á meðan miklir snjóar eru að jafnaði fyrir Vestan. Það er ekki þar með sagt að vetur fyrir Vestan séu verri, en vályndi þeirra eru þó óneitanlega meiri. Þess vegna er vorið flestu fólki kærkomnara þar en á Reykjanesskaga.
Straumar þeir, er liggja að landinu, hafa mikil áhrif á alla veðráttu. Það er Golfstraumnum að þakka, að loftslag hér á landi er miklu mildara en við mætti búast eftir hnattstöðu landsins. Á Íslandi er eyjaloft; í þeim löndum, þar sem eyjaloft (úthafsloftslag) er, er svo háttað, að vetrarkuldi er lítill og sumarhiti lítill, litlar daglegar hitabreytingar, mikill Golfstraumurinn hitar eigi aðeins Ísland,heldur og allar norðvesturstrendur Evrópu; þess vegna nær hitinn þar miklu lengra norður á við en fyrir vestan haf. Hitamuninn má best sjá á línum, sem menn hugsa sér dregnar um alla þá staði, er hafa jafn mikinn árshita, hitalínur. Eftir sólarganginum ættu allar þessar hitalínur að ganga jafnhliða við breiddarbaugana, en margar orsakir eru til þess, að eigi er svo. Meðalhiti ársins á Ísafirði er 1.6 (Celsíus), í Stykkishólmi 2.7 (Celsius) og á Reykjanesskaganum 4.2 (Celsíus).
MiðsvetrarfrostverkunTil að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báðum þessum skilyrðum oft fullnægt á veturna (og einstaka sinnum á sumrin, til dæmis á fjöllum). Í ýmsum löndum sem liggja nær miðbaug og þar sem vetur eru mildari snjóar hins vegar sjaldan. Við þurfum ekki að fara lengra en til Bretlands til að það eigi við á láglendi, en þar er úthafsloftslag eins og hér þannig að lítill munur er á sumri og vetri og vetur eru mildir.
Fróðlegt er að bera saman snjóalög á Norðurlandi og Suðurlandi. Á Norðurlandi er norðanáttin yfirleitt bæði köld og rök og því miklar líkur á að henni fylgi snjókoma á vetrum. Á Suðurlandi er norðanáttin að vísu oftast köld en hins vegar þurr og þess vegna minni líkur á snjókomu með henni. Sunnanáttin er á hinn bóginn rök en um leið hlý sem dregur úr líkum á snjókomu með henni. Það er þess vegna engin furða að oft er mikill munur á snjóalögum á útmánuðum norðan lands og sunnan.
Snjólaus ReykjanesskaginnÞegar gervitunglamyndir af landinu eru skoðaðar á vetrum má jafnan sjá Reykjanesskagann snjólausan meðan aðrir landshlutar eru alhvítir á að líta. Þetta ætti einhverjum, sem vill nýta sér landssvæðið til útivistar, að verða áhugavert umhugsunarefni. Í raun má segja að allir Reykjanesskagadagar gefi bæði tilefni og tækifæri til útivistar.
Einn er þó að verða hængur á. Það er vaxandi skógrækt. Þegar eru dæmi um að forn mannvirki hafi verið fórnað fyrir trjáplöntur, þrátt fyrir ákvæði í lögum að slíkt sé óheimilt.
Skógur er ekki mikill á Íslandi og er reiknað með að hann sé aðeins um 1% af flatarmáli landsins. Þar er birkið mest áberandi. Mikið er þó plantað í dag af erlendum tegundum eins og ösp, greni og lerki. Þegar síðast var komið í Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir á Reykjanesskaganum mátti sjá hvar plantað hafi verið í seltóftina. Seltóft á Baðsvöllum er nú orðin áratuga gömlum skógi að bráð. Trjám hefur verið plantað í gömlu þjóðleiðina við Ró[s]selsvötn milli Hvalsness og Keflavíkur. Skógur er nú undir Selhlíð [Sólhlíð] þar sem gamla þjóðleiðin ofan af Stapa til Grindavíkur lá fyrrum. Lerkitré eru í stekknum frá Hvaleyrarseli við Hvaleyrarvatn og svo mætti lengi telja.
Líkt og hugsunarleysi getur svo auðveldlega eyðilegt minjar getur áhugaleysi á sama hátt vannýtt tilbrigði ártíðanna – ekki síst hér á Reykjanesskaganum.
Skógur er víða til vandræða

Vetrarganga

“Snjóhvítt er sagt að sé efni eins hvítt og frekast er hægt að hugsa sér hvítan hlut. Bráðni snjóflyksa í lófa manns verður hún að glærum og tærum vatnsdropa, en hvíti liturinn er horfinn. Hvítleiki snævarins getur því ekki hafa stafað af neinu hvítu litarefni, sem uppleyst hafi verið í sjónum, því að þá hefði það orðið að sjást í vatnsdropanum. Sé horft á snjóflyksuna í smásjá, sést vetur-221að hún er samanofin af óteljandi örfínum ískristallsnálum, sem einatt raða sér niður í hinar fegurstu kristallamyndir og þyrpingar. Kristallafletirnir glitra og tindra er þeir endurvarpa ljósgeislum þeim, sem á þá falla. Það eru þessir kristallafletir, sem með endurvarpi sínu á ljósgeislunum í allar hugsanlegar áttir, gera það að verkum, að snjórinn er hvítur að sjá, því að hvítir eru þeir hlutir að sjá, sem endurkasta öllum ljósgeislum, sem á þá falla jafnt og í allar áttir. Þegar snjórinn bráðnar, verða snjóflyksurnar að tæru vatni, sem stundum rennur til og fyllir upp í bilin, sem eru á milli ísnálanna, og veldur því að þær endurvarpa ljósgeislum miklu verr en áður, enda er það augsýnilegt að bráðnandi snjór er ekki líkt því eins hvítur og nýfallinn frostsnjór.
Til er mjög einföld tilraun, sem færir manni heim sanninn um, að þessi skýring muni vera rétt; sé glerplata, sem að sjálfsögðu er glær og þarmeð litlaus, moluð niður í smáagnir, verður glerdustið hvítt að sjá og er það einmitt vegna þess, að í stað þess að áður var aðeins um fáa fleti að ræða, sem endurkastað, gátu ljósgeislum, eru þeir orðnir óendanlega margir í mylsnunni og liggja þannig, að endurvarpið verður jafnt í allar áttir, en það er einmitt skilyrði þess, að hlutur sé hvítur að sjá.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 15. árg. 1945, 1. tbl. bls. 60.

Kálfadalir

Í Kálfadölum.