Tag Archive for: Viðey

Viðeyjarborg

Í nokkrum FERLIRslýsingum er vitnað til umráða og yfiráða Viðeyjarklausturs á jörðum á Reykjanesskaganum. Til frekari fróðleiks og samhengis verður hér fjallað um upphaf Viðeyjarklausturs og umsvifa þess.

Viðey

Klaustrið á Viðey, sem var starfrækt milli 1226 og 1550, var af Ágústínusarreglu. Allavega mestmegnis. Ágústínusarreglan kennir sig við Ágústínus frá Hippó (354-430) en hann var einn kirkjufeðranna. Bréfið sem reglan sækir fyrirmynd sína í er mjög almennt og því mikill sveigjanleiki í túlkun. Hinsvegar, árið 1344, var Ágústínusarreglan afnumin og Benediktsreglu komið á. Sú regla kennir sig við Benedikt frá Núrsíu og er ein stærsta og fjölmennasta klausturregla í kaþólskum sið. Hún entist þó ekki og var Ágústínusarreglu aftur komið á 8 árum síðar. Nokkur Benediktsklaustur voru á Íslandi, eins og til dæmis Þingeyrarklaustur, Munkaþverárklaustur og nunnuklaustrið á Kirkjubæ.

“Klaustrið hefur trúlega verið sett á messudegi heilags Ágústínusar, 28. Ágúst 1225, en máldagi þess hefur svo sennilega verið kynntur á næsta Alþingi, sem ekki var fyrr en sumarið 1226. Þá var Snorri lögsögumaður og hefur því væntanlega lesið máldagann upp til þinglýsingar. Þorvaldur Gissurarson frá Haukadal var þar fyrst forstöðumaður án titils, en fyrsti spríor er Styrmir Kárason hinn fróði, lögsögumaður og mikill sagnamaður.

Magnús Gissurarson var biskup í Skálholti árin 1216-37. Af bréfi, sem hann ritaði bændum og prestum í Kjalarnesþingi árið 1226 um gjafir til hins nýstofnaða Viðeyjarklausturs, má ráða, að þeim höfðingjum Sunnlendinga hefur þótt það nokkur niðurlæging fyrir fjórðung sinn, að þar skyldi ekkert klaustur vera. Verður að telja víst, að oft hafi verið um þetta rætt. Ekki eru kunnar aðrar ástæður klausturstofnunarinnar en þær, sem Magnús biskup nefnir í bréfi sínu.
ViðeyFleira gæti þó hafa komið til. Á slíkum stað reis jafnan upp andleg miðstöð, sem hlaut að efla trúarlíf á svæðinu. Meinlæta- og kausturstefna var hið algenga svar kirkjunnar, þegar veraldarhyggjan varð of mikils ráðandi í hugum manna. Á síðustu áratugum 12. aldar höfðu íslenskum veraldarhöfðingjum og biskupum borist ítreklaðar áminningar frá erkibiskupi, sem og páfaboðskapur, þar sem höfðingjar voru alvarlega gagnrýndir fyrir siðlaust líferni. Þeir voru sagðir “lifa búfjárlífi” og ásakaðir fyrir margvísleg brot á kirkjuaga.
Meðal þeirra, sem þar voru nefndir, voru Jón Loftsson í Odda og Gissur Hallsson í Haukadal. Klausturstofnun í Viðey gæti verið eðlileg afleiðing þeirrar umræðu.
ViðeyjarstofaAllnokkrir fjármunir fóru út úr landsfjórðungnum í áheitum, sálugjöfum og fleiru, meðan menn gátu ekki leitað þörf sinni farvegar í þeim efnum í heimabyggð. Þá hefur höfðingjum litist það góður kostur að eiga á því möguleika á efri árum að “setjast í helgan stein” með hægu lífshlaupi. Um þessar mundir lögðust af skólarnir í Odda og Haukadal og gæti það einnig hafa verið hvati til klaustursstofnunarinnar.
Þorvaldur fékk sjálfdæmi eftir dráp sonar hans, Björns, á hendur Kolskeggi hinum auðga undir Eyjafjöllum, sem þá var talinn ríkastur manna á Íslandi. Fór hann eftir hinum stærstu gerðum, sem höfðu verið hér á landi. Kolskeggur andaðist 1223, áður en kom til þess að Þorvaldur fengi fébætur. Þorvaldur varð þá fjárhaldsmaður tengdardóttur sinnar, Hallveigar, sem var eini erfingi Kolskeggs, en hann var barnlaus.

ViðeyÞegar Snorri Sturluson hafði sagt sagt skilið við Herdísi Bersadóttur á Borg, kom hann suður um heiðar þeirra erinda að biðja Hallveigar sér til handa. Hét Þorvaldur honum liðsinni við kvonbænirnar og fékk á móti af fé Kolskeggs, sem hann þurfti til klausturstofnunar. Var þetta árið 1224. Keypti Þorvaldur þá Viðey og var þar efnt til klausturs. Vinátta þeirra Snorra og Þorvalds voru tryggð með því að Gissur, sonur Þorvalds, skyldi fá Ingibjargar, dóttur Snorra. Nefndur Gissur stóð síðar yfir höfuðsvörðum Snorra, þá fyrrum tengdarföður síns.
Þorvaldur virðist hafa verið fljótur að tengja saman sonarminninguna og stofnun heilags klausturs. Sú hugmynd var og þekkt á hans tíð að minnast látinna að andlegum leiðum.

Viðey

Viðeyjaklaustur – uppgröftur.

Hvað sem framangreindum ástæðum líður má segja að stofnun Viðeyjarklausturs hafi verið dýrmæt með tilliti til framtíðar íslenskrar menningar.“
Sturla Þórðarson segir, að Viðeyjarklaustru hafi verið sett að vetri en þeir Þorvaldur og Snorri gerðu samkomulag sitt 1225. Bæði annálar og saga Guðmundar biskups hins elsta telja, að Viðeyjarklaustur hafi verið sett 1226 og til þess árs er talinn máldagi klaustursins. Við það ár hafa sagnfræðingar miðað.

Viðey

Fornleifarannsóknir sýna að byggð var hafin í Viðey á 10. öld en árið 1225 var stofnað þar klaustur af reglu heilags Ágústínusar. Í meira en 300 ár var Viðeyjarklaustur mesta helgisetur í Sunnlendingafjórðungi af Skálholti frátöldu. Alþjóðleg hefð er fyrir því að klausturbyggingar myndi umgerð um klausturgarð. Túlka má rannsóknir á svæðinu á þann veg. Byggingar merktar A, B og C hafa verið grafnar upp og sýna langhús (stofu, skála og búr). Þar austur af er sennilega smiðjukofi (D). Aftur af langhúsinu eru lítið rannsökuð bakhús. Kirkjan (E) er tilgátuhús en fyrir myndir eru sóttar í kirkjur á Þingeyrum og á biskupsstólunum. Jarðsjármælingar sýna að fyrir framan Viðeyjarstofu og kirkju hafi verið byggingar, trúlega sjálf klausturhúsin (F), þau eru einnig tilgátuhús.

Snorri Sturluson átti bú beggja megin Viðeyjar, á Bessastöðum og á Brautarholti á Kjalarnesi. Hann dvaldi oft á Bessastöðum, en vitað er að hann dvaldi einnig í Viðey.
Áhrif Viðeyjarklausturs urðu mikil vegna aðstöðu þess og ríkidæmis. Eignaðist klaustrið m.a. flestar sjávarjarðir á norðanverðum Reykjanesskaganum mót jörðum Skálholtsbiskupsstólsins á honum sunnanverðum.

Viðey

Viðeyjarklaustur – tilgáta.

Í klaustrinu var ágætur bókakostur og voru þar iðkuð klausturleg fræði og skrifaðar bækur. Á síðmiðöldum, a.m.k., er líklegt að straumur pílagríma hafi legið til Viðeyjarklausturs á helstu hátíðisdögum kirkjuársins.
Eftir að siðbreyting gekk í garð í Danmörku tók Diðrik af Minden, umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, Viðeyjarklaustur á hvítasunnudag 1539. Menn hans létu greipar sópa og misþyrmdu munkunum og lýstu eigur þess konungseign.

Jón Arason

Minnismerki um Jón Arason og syni hans í Skálholti.

Jón Arason, Hólabiskup, síðasti katólski biskup landsins, fór í herför suður og lagði m.a. Viðey undir sig, endurreisti klaustrið og lét byggja virki í kringum það. Eftir að siðbreytingin gekk endanlega í garð á Íslandi 1550 var klausturlíf í Viðey lagt af og jarðeignir klaustursins komust í eigu konungs.
Að honum látnum sama ár varð siðbótinni komið á um allt land og klausturlíf var endanlega lagt niður. Viðey varð að annexíu frá Bessastöðum og síðar aðsetur Skúla Magnússonar, landfógeta, sem lét byggja Viðeyjarstofu.

Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa er stórt, gamalt steinhús í Viðey á Kollafirði. Hún er elsta hús Reykjavíkur og jafnframt elsta steinhús Íslands, byggð á árunum 1753-1755 sem embættisbústaður fyrir Skúla Magnússon landfógeta.[1] Upphaflega átti húsið einnig að vera bústaður stiftamtmanns en af því varð þó ekki. Arkitekt Viðeyjarstofu var Daninn Nicolai Eigtved, sem meðal annars teiknaði Amalienborg í Kaupmannahöfn. Við hlið hússins stendur Viðeyjarkirkja, sem Skúli lét reisa nokkrum árum síðar.

Viðeyjarstofa er fyrsta steinhús landsins og var fullbyggð árið 1755.
Kirkjan var vígð árið 1774 og er hin næstelzta landsins, sem enn stendur.

Heimild m.a.:
-Erindi flutt í viðey á 750. ártíð Snorra Sturlusonar 23. sept. 1991 (Þórir Stephensen) – Lesbók MBL 17. desember 1991.

Viðey

Margar búræktunartilraunir hafa verið gerðar í Viðey. Ein þeirra átti sér stað sumarið 1861. Þá fékk August Thomsen nokkra héra með gufuskipi frá Færeyjum, og hleypti þeim lausum í Viðey. Héragreyin voru upphaflega frá Noregi en voru fluttir til Færeyja til manneldis þar sem það hafði gefist vel. Sú var ekki raunin hér á Íslandi. Í raun virðist sem nær ekkert hafi getað þrifist á eyjunni sem var flutt þangað, fyrir utan kúmen og gras. Virðist sem allar aðrar tilraunir hafi farið fyrir bý.

Viðey

Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Gavin Lucas skrifa um „Þorpið í Viðey“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið  2014:

Elín Ósk Hreiðarsdóttir

Elín Ósk Hreiðarsdóttir.

Upphaf Þorpsins í Viðey má rekja til marsmánaðar 1907 þegar hlutafélagið A/S P.J. Thorsteinsson & Co. var stofnað í Kaupmannahöfn. Stofnfélagar voru átta og stærstu eigendur hlutafjár voru tveir þekktir athafnamenn á Íslandi, þeir Pétur Thorsteinsson, sem félagið var kennt við, og Thor Jensen. Þótt fimm menn væru í stjórn félagsins var það fyrstu árin að mestu rekið af þeim Pétri og Thor ásamt Aage Möller.
Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að stofnfé félagsins yrði um 1 milljón króna og því var nýja fyrirtækið risi á íslenskan mælikvarða. Til samanburðar hefur verið nefnt að þessi upphæð var svipuð og allar tekjur landssjóðs þetta ár. Það var því ekki að undra að stofnun fyrirtækisins vekti mikla athygli og umtal. Félagið fékk fljótt viðurnefnið Milljóna(r)félagið og gekk sjaldnast undir öðru nafni hjá almenningi, jafnvel þótt síðar hafi komið í ljós að hlutafé náði aldrei þeim hæðum sem upphaflega var ráðgert.
Upphaflega höfðu hugmyndir gert ráð fyrir því að höfuðstöðvar fyrirtækisins yrðu í Gerðum á Reykjanesi en við stofnun fyrirtækisins á útmánuðum 1907 virðist þegar hafa verið fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að höfuðstöðvar, með tilheyrandi byggingum og hafnarmannvirkjum, yrðu í Viðey.

Gavin Lucas

Gavin Lucas.

Fyrirtækið tók í upphafi á leigu um 40 hektara svæði á suðausturenda Viðeyjar sem áður hafði að mestu verið nýtt fyrir beit og æðardúntekju. Aðeins ári seinna ákvað félagið hins vegar að falla frá hinum nýgerða leigusamningi sem var til 99 ára og kaupa þess í stað alla eyjuna og þ.m.t. Viðeyjarbúið sjálft með húsum þess og tækjum. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að sögn eigenda m.a. að auka framleiðni Íslands og bæta viðskiptatengsl milli Íslands og annarra landa.
Rekstur fyrirtækisins var nokkuð fjölþættur en megináhersla var lögð á stórfelldar fiskveiðar og -vinnslu, verslun og útflutning. Jafnhliða því veitti fyrirtækið margvíslega þjónustu til stærri skipa en í Þorpinu voru m.a. stórar kola- og olíugeymslur og var snemma komið upp stórum vatnsgeymi til að þjónusta skipin. Eignir íslensku stofnfélaganna tveggja mynduðu að stóru leyti hlutafé fyrirtækisins og tók það yfir margvísleg mannvirki og starfsemi þeirra í Gerðum, Hafnarfirði, á Bíldudal, Vatnseyri og víðar, sem og skuldir þeirra. Nýja fyrirtækið byggði því talsvert á þeim fyrirtækjum sem þeir Pétur og Thor höfðu átt og rekið en bætti mikið við starfsemina og rak m.a. botnvörpunga og þilskip. Stærsta nýjungin var þó án efa vinnslan og þjónustan í Viðey. Þar var gerð vegleg höfn og bryggjur og var stefnt að því að hafnaraðstaðan yrði með því besta sem þekktist á Íslandi. Höfnin í Viðey var fyrsta höfnin á Faxaflóasvæðinu þar sem ekki var búið að gera höfn í Reykjavík á þessum tíma.

Viðey

Margar búræktunartilraunir hafa verið gerðar í Viðey. Ein þeirra átti sér stað sumarið 1861. Þá fékk August Thomsen nokkra héra með gufuskipi frá Færeyjum, og hleypti þeim lausum í Viðey. Héragreyin voru upphaflega frá Noregi en voru fluttir til Færeyja til manneldis þar sem það hafði gefist vel. Sú var ekki raunin hér á Íslandi. Í raun virðist sem nær ekkert hafi getað þrifist á eyjunni sem var flutt þangað, fyrir utan kúmen og gras. Virðist sem allar aðrar tilraunir hafi farið fyrir bý.

Milljónafélagið var nokkuð umdeilt frá upphafi og virðist umfang þess og eignarhald hafa vakið nokkurn ugg hjá landsmönnum en margir töldu það aðeins erlendan lepp. Þegar félagið festi svo kaup á Viðey í heild árið 1908 var það enn til að auka á tortryggni landsmanna gagnvart því. Íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn rituðu m.a. undir yfirlýsingu stuttu eftir stofnun félagsins þar sem landsmenn eru varaðir við því að „erlent fjármagn“ geti hæglega kaffært íslenskt atvinnulíf og því þurfi landsmenn að vera á varðbergi.

Viðey

Um árabil stóð Sundabakkaþorpið á austurenda Viðeyjar, sem var jafnan bara kallað Þorpið. Þar var P. Thorsteinson og co., einnig kallað Milljónafélagið, meðal annars með fiskvinnslustarfsemi. Nokkrum áratugum síðar lagðist þorpið í eyði og húsin voru flutt í Skerjafjörð. Þegar Reykjavíkurflugvöllur var lagður voru húsin flutt austur í Teiga. Flest standa nú við Hrísateig. Á myndinni má sjá lifrarbræðslustöð á vegum Milljónafélagsins. Myndin var tekin um 1910.

Í dagblöðum á þessum tíma má finna margar greinar um stofnun félagsins og í Þjóðólfi segir m.a. í október 1907: Í sambandi við þetta mál hefði mátt minnast á annað því skylt, og það er stofnun hins svo nefnda miljónafélags, er hefur bækistöð sína í Viðey. Í því félagi eru að vísu tveir íslenzkir kaupmenn, en það mun að mestu leyti standa á dönskum fótum, og er að réttu lagi danskt félag, en ekki íslenskt,… […] Það er ekki ólíklegt að þetta danska miljónafélag fari að seilast hér eptir mikilsháttar jarðeignum, er liggja vel við fyrir verzlun þess. En Danir eru útlendingar fyrir oss eða eiga að vera það alveg á sama hátt, sem Englendingar og Þjóðverjar …

Viðey

Kaup Milljónafélags P.J Thorsteinssonar & Co á Viðey snemma á 20. öldinni vakti ugg hjá Íslendingum og fannst þeim hneisa að erlent félag ætti eyjuna (þó það væri að mestu í eigu Íslendinga). Lagðar voru fram tillögur á Alþingi árin 1907 og 1909 þess efnis að Sundbakki yrði gerður að verslunarstað því talið var að það væri mikilvægt skref fyrir þróun Þorpsins. Tillögurnar voru felldar í bæði skiptin því talið var að það myndi skaða Reykjavík í aðeins til að bæta hag „hálfútlends gróðafélags.“ – Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1 tbl, 2014.

Mörg helstu dagblöð þessa tíma birtu líka fréttir af sölu Viðeyjar og víða er varað við því að hið forna höfuðból sé nú „fallið“ og komið í eigu Dana og bent á að þeir einu sem græði á slíku séu hálfdanskir eða hálfíslenskir „spegúlantar“. Greinilegt er að sumir litu á umsvif Þorpsins sem hreina ógnun við höfuðborgina. Árin 1907 og 1909 voru lagðar fram tillögur á Alþingi um að gera Sundbakka að löggiltum verslunarstað enda var því haldið fram að slíkt væri mikilvægt skref fyrir þróun Þorpsins. Heitar umræður urðu um tillöguna og lauk þeim í bæði skiptin með því að tillagan var felld enda því haldið fram að slíkt myndi skaða Reykjavík í þeim eina tilgangi að bæta hag „hálfútlends gróðafélags“.

Viðey

Í bókinni Ágrip af sögu Íslands eftir Þorkel Bjarnason (1880) segir svo frá Skúla fógeta: „Skúla var mjög gramt í geði við einokunarverzlunina, og höfðu ýms félög leigt verzlunina frá 1706-1742. Frá 1. janúar 1743 fengu hörmangarar í Kaupmannahöfn verzlunina, og vóru þeir einhverjir hinir harðdrægustu landsmönnum. Skúli vildi fyrir hvern mun hnekkja verzlun þeirra, og sökum þess tók hann fyrir sig, að koma upp iðnaði í landinu sjálfu, svo að ullin yrði unnin á arðsamara hátt, stofna fiskiveiðar á þilskipum, og kenna landsmönnum að salta fisk sinn, o. s. frv., og hugði hann, að þetta myndi með tímanum verða vegr til að vinna svig á einokuninni.“ Má því segja að Innréttingar hans Skúla fógeta hafi verið eitt fyrsta skrefið til að afnema einokunarverslun Dana á Íslandi, en hún hófst árið 1606 og stóð til ársloka 1787.

Framkvæmdir í Viðey hófust strax nokkrum mánuðum eftir stofnun hins nýja félags, eða í upphafi sumars 1907. Á næstu mánuðum var byggt bólvirki, hafskipabryggja, grútarhús og -bryggja, verkamannabústaður, brunnar, salthús, geymsluhús fyrir verkaðan fisk, vörugeymsluhús, íbúðarhús fyrir stöðvarstjóra og járnbrautarteinar lagðir um bryggju, stöðvarplássið og fiskireiti.
Þorpið var frá upphafi tvískipt, annars vegar athafnasvæðið sem gjarnan var nefnt Stöðin eða Viðeyjarstöð og hins vegar íbúðabyggðin. Framkvæmdum og uppbyggingu á svæðinu var haldið áfram næsta árið en um verkið sáu bæði íslenskir og danskir smiðir. Samkvæmt heimildum taldist svæðið fullbyggt 1909.

Viðey

Klaustrið á Viðey, sem var starfrækt milli 1226 og 1550, var af Ágústínusarreglu. Allavega mestmegnis. Ágústínusarreglan kennir sig við Ágústínus frá Hippó (354-430) en hann var einn kirkjufeðranna. Bréfið sem reglan sækir fyrirmynd sína í er mjög almennt og því mikill sveigjanleiki í túlkun. Hinsvegar, árið 1344, var Ágústínusarreglan afnumin og Benediktsreglu komið á. Sú regla kennir sig við Benedikt frá Núrsíu og er ein stærsta og fjölmennasta klausturregla í kaþólskum sið. Hún entist þó ekki og var Ágústínusarreglu aftur komið á 8 árum síðar. Nokkur Benediktsklaustur voru á Íslandi, eins og til dæmis Þingeyrarklaustur, Munkaþverárklaustur og nunnuklaustrið á Kirkjubæ.

Fyrsta skipið lagðist að bryggju í Viðey í febrúar 1908 með saltfarm til fiskvinnslu en vinnsla fisks hófst þar í maí sama ár. Allar aðstæður í Þorpinu voru góðar, t.d. í samanburði við Reykjavík. Þar var hafskipabryggja og ofan við hana var stór vatnstankur og lágu vatnsleiðslur beint niður að höfn. Þetta var mun meira hagræði en í Reykjavík þar sem vatni var komið til skipa með því að dæla því á tunnur og ferja út til skipanna. Það sama gilti um olíuflutninga, kol og aðra birgðasölu til skipanna þar sem hægt var að landa öllum varningi beint í skipin í stað þess að sigla með hann á bátum frá skipum og í land eins og í Reykjavík.

Viðey

Nafnið Viðey bendir til þess að þar hafi verið skógur eða kjarr þegar eyjan fékk nafn. Fornleifarannsóknir á eyjunni hafa einmitt sýnt að þar hafi verið gróskumikið á landnámsöld og skógur eða kjarr hafi einkennt hana allt fram á 12. öld. Hér má sjá matjurtarrækt í Viðey.

Nýjungarnar í Viðey vöktu líka verðskuldaða athygli og á fyrstu starfsárum Milljónafélagsins skrifuðu forsvarsmenn þess undir fjölmarga samninga um þjónustu, geymslu og birgðasölu. Slíkir samningar voru m.a. gerðir við Danska olíufélagið um geymslu á allri olíu sem þeir flyttu til Íslands, við danska flotann um geymslu á kolum sem skip flotans notuðu hér á landi og við Sameinaða danska gufuskipafélagið um geymslu og afhendingu umhleðsluvara og kola til landsins. Stöðin þjónustaði einnig ensk, norsk og frönsk fiskveiðiskip og unnu hluta af þeim afla sem þau veiddu. Helstu útflutningsvörur Milljónafélagsins voru flattur þorskur þurrkaður í skreið, saltfiskur, freðýsa, steinbítur, lýsi, þurrkaðir sundmagar, söltuð hrogn, beitusíld og æðardúnn.

Viðey

Siðaskiptin á Íslandi voru heldur blóðug, líkt og á mörgum öðrum stöðum. Við höfum sagt frá því þegar Diðrik van Minden fógeti og menn á hans vegum réðust inn í Viðeyjarklaustur og ráku munkana út með mikilli hörku og ofbeldi. Þetta var sumarið 1539. Í ágúst það ár lést Diðrik en hálfum mánuði síðar var hann og menn hans dæmdir óbótamenn fyrir ýmsar sakir og þar með réttdræpir. Ekki var minnst á töku Viðeyjarklausturs í dómnum enda taldi sýslumaður að hún hafi verið með vilja konungs. Einhverjir gerðust þó svo djarfir að drepa fjóra menn sem höfðu farið til Viðeyjar með Diðriki. Í september 1539 höfðu 13 menn konungs verið drepnir og konungsvaldið var allt í uppnámi.

Sem dæmi um umfangið má nefna að saltfiskútflutningur fyrirtækisins var um 40% af allri saltfisksölu úr landi árið 1910. Árin 1910-1913 voru mikill uppgangstími í Þorpinu. Þá var að meðaltali eitt skip í höfn á dag, árlega landað 50-60.000 smálestum af vörum og mest verkuð um 9200 skipspund af fiski. Fyrirtækið skilaði gróða flest fyrstu árin og Þorpið í Viðey óx. Í upphafi gerðu forsvarsmenn stöðvarinnar ráð fyrir að vinnuaflið í Viðey yrði að stórum hluta farandverkamenn sem ynnu þar á vertíð en ættu sér þar ekki varanlegt heimili. Íbúafjöldi í Þorpinu jókst þó fljótt og árið 1912 hófst barnakennsla í einu af húsunum í Þorpinu fyrir börn starfsmanna Viðeyjarstöðvar.

Viðey

Á myndinni, sem tekin var 3. – 4. júlí 1910 má sjá Ólafshús, til vinstri, og Glaumbæ, til hægri, sem stóðu í Viðey og voru hluti af Þorpinu sem þar stóð. Ólafshús var byggt af Milljónafélaginu árið 1907. Húsið var upphaflega reist sem hús stöðvarstjóra hvalveiðistöðvarinnar á Framnesi við Dýrafjörð. Milljónafélagið keypti það, reif það niður og endurbyggði á Viðey. Húsið var rifið um 1940. Milljónafélagið reisti líka Glaumbæ árið 1907. Það var um 600m2 og var ætlað að hýsa aðkomufólk sem kom til eyjarinnar til að vinna í fiski yfir vertíðina. Húsið brann í desember, 1931.

Þrátt fyrir að flest gengi hinu nýja fyrirtæki í haginn á yfirborðinu fór fljótt að halla undan fæti. Fyrirtækið hafði fjárfest gríðarlega fyrstu starfsár sín og fyrir hvíldi starfsemi þess að stóru leyti á dýrum lánum. Eigið fé þess var frá upphafi takmarkað og olli það oft vandræðum við að halda fullum rekstri gangandi. Stjórn félagsins var dýr og dreifð og svo virðist sem ósamkomulag hafi snemma orðið á milli stjórnenda þess. Snemma árs 1909 var gert samkomulag þess efnis að Pétur Thorsteinsson viki úr stjórn og hætti öllum afskiptum af fyrirtækinu. Í ævisögu sinni segir Thor Jensen að hann hafi þegar þetta sama ár byrjað að huga að því hvernig hann gæti sagt skilið við fyrirtækið áður en það yrði gjaldþrota. Þó liðu enn þrjú ár þangað til hann sagði upp stöðu sinni við félagið en á þeim tíma tryggði hann sér eignir og togara til að hefja sinn eigin rekstur. Æ erfiðara reyndist að fjármagna fyrirtækið og svo fór að í upphafi árs 1914 voru greiðslur fyrirtækisins stöðvaðar og það því gjaldþrota. Félagið var hins vegar ekki formlega lýst gjaldþrota og því eru ekki til hefðbundin gögn um gjaldþrotaskipti. Stærstu kröfuhafar voru Handelsbanken og Nationalbanken í Kaupmannahöfn sem og Íslandsbanki. Í kjölfarið var mynduð skiptanefnd til að gera upp skuldir þrotabúsins og starfaði hún líklega í nokkur ár þótt lítið sé vitað um starfsemi hennar.

Viðey

Þann 24. október 1944 strandaði kanadíska herskipið HMCS Skeena í ofsaveðri við Viðey. Það eyðilagðist og var loks dregið upp í fjöru í Elliðaárvogi. 198 mönnum úr áhöfn skipsins var bjargað en 15 fórust. Myndin er tekin snemma á sjötta áratugnum.

Gjaldþrot Milljónafélagsins var þungt áfall fyrir Þorpið en það reyndist þó engan veginn dauðadómur yfir því. Það var einkum tvennt sem vann með Þorpinu á þessum tíma, annars vegar var þar eina hafskipabryggja svæðisins og í öðru lagi var þar góð aðstaða til þjónustu við skip sem og til vinnslu og verkunar sjávarafurða. Þetta hefur líklega ráðið mestu um það að ekki dró að ráði úr íbúafjölda í Þorpinu á þessum tíma ef frá er talið sjálft gjaldþrotsárið.
Árið 1918 var íbúafjöldi í Þorpinu orðinn meiri en fyrir gjaldþrot, þrátt fyrir að gerð hafnar í Reykjavík árið 1917 hafi dregið úr mikilvægi Viðeyjar fyrir svæðið. Af blaðaauglýsingum frá þessum tíma má sjá að auglýst er eftir starfsfólki til vinnu í Þorpinu flest árin fram til 1920.

Síðara blómaskeið Þorpsins

Viðey

Viðey.

Um 1920 hófst seinna blómaskeiðið í sögu Þorpsins. Fiskveiðahlutafélagið Kári, eða Kárafélagið eins og það var oftast nefnt var stofnað 1919. Á næstu árum nýtti það sér aðstöðuna í Viðey en árið 1924 keypti það Stöðina og færði höfuðstöðvar sínar út í eyjuna. Rekstur Kárafélagsins í Viðey byggði sem fyrr á fiskveiðum og -verkun ásamt því að vera birgða- og geymslustöð hafskipa.

Viðey

Í Viðey er eitt elsta berg höfuðborgarsvæðisins. Viðey er liggur á hluta megineldstöðvar sem var virk fyrir um tveimur til þremur milljónum ára og er hún ýmist kennd við Kjalarnes eða Viðey. Þessi eldstöð var virk í um eina milljón ára og var umfangsmikil á sínum líftíma. Kjarni hennar var að mestu rofinn af ísaldarjöklum og er nú komin undir sjó og yngri jarðlög. Á nokkrum stöðum er þó hægt að greina leifar eldstöðvarinnar á yfirborði, svo sem í Gufunesi, við Vatnagarða og yst á Kjalarnesi. Mestu ummerkin eru hinsvegar í sunnanverðri Viðey.

Samkvæmt heimildum höfðu mannvirki í Þorpinu látið nokkuð á sjá á þessum tíma og lýsir Magnús Blöndal Jónsson, einn forvígismanna Kárafélagsins, því sem svo að þegar hann kom á Stöðvarsvæðið árið 1924 hafi þar verið „samsafn nokkurra timburkofa, gamalla og illa meðfarinna og bryggjur með maðketnum og ónýtum undirviðum.“ Þegar Kárafélagið tók við rekstrinum var því þörf á viðhaldi og endurbótum. Forsvarsmenn félagsins beittu sér fyrir því að endurnýja hús og mannvirki auk þess sem þeir lögðu rafmagn í húsin í Þorpinu, komu upp götu- og bryggjuljósum og lögðu rennandi vatn í mörg af húsunum. Þetta var líklega m.a. gert til að gera Þorpið að fýsilegri búsetukosti fyrir fjölskyldur. Uppbygging í Þorpinu hafði tilætluð áhrif og það fylltist af lífi sem aldrei fyrr. Hvert húsrými var fullskipað og ný hús voru byggð.

Viðey

Skólahúsið á Viðey var reist árið 1928 og tilheyrði þá Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Síðasti ábúandi skólahússins var Steinn Steinarr sem bjó þar um skamma hríð, en sagan segir að hann hafi ekki fengið mikinn svefnfrið fyrir draugangi. Ljósmyndin sýnir skólahúsið í júní 1986 en það var endurbyggt snemma á tíunda áratugnum. Nú er það opið gestum og gangandi yfir sumarmánuðina og það er jafnvel farið að nýta það á ný til kennslu, en námskeiðið Viðey – Friðey fyrir 7-9 ára er haldið þar.

Árið 1928 var byggt skólahús í Þorpinu en áður hafði skólabörnum verið kennt í einu af íbúðarhúsunum. Um 1930 var íbúafjöldi í Þorpinu hærri en nokkru sinni fyrr – eða síðar – en þá voru skráðir þar 138 íbúar með lögheimili. Á vertíðinni var íbúafjöldi hins vegar miklu hærri og þegar mest var er áætlað að um 240 manns hafi haft aðsetur þar. Svo mikill rekstur í eyjunni var þó að mörgu leyti óhagkvæmur. Góð höfn var nú einnig í Reykjavík og mikill tími og kostnaður var fólginn í því að flytja fólk og varning á milli eyjunnar og Reykjavíkur. Um það hversu þungt sá tilkostnaður vó í að knésetja Kárafélagið er erfitt að fullyrða en snemma fór að halla undan fæti í rekstri þess. Árið 1931 krafðist Útvegsbankinn, sem var stærsti lánadrottinn þess, gjaldþrotaskipta og í kjölfarið voru eigur félagsins, stöðvarbyggingar, togarar, og margvísleg tæki og tól boðin upp í Viðey. Fulltrúar þorpsbúa gripu á það ráð að leigja reksturinn og halda starfseminni áfram en fyrir þeim rekstri reyndist ekki grundvöllur og lagðist hann því af árið 1933.

Frá sjálfsþurft til iðnvæðingar og til baka – Vitnisburður manntala og heimildamanna

Viðey

Árið 2006 komu upp hugmyndir í borgarstjórn um að flytja Árbæjarsafn í Viðey og þangað sem þorp stóð á austurenda eyjarinnar. Eins hefur hugmyndin um að flytja Árbæjarsafn í Hljómskálagarðinn skotið upp kollinum nokkrum sinnum síðustu 40 árin. Myndin sýnir Þorpið á Viðey milli 1935 og 1939.

Þrátt fyrir að hinn eiginlegi rekstur legðist að stóru leyti af í Þorpinu snemma á 4. áratug 20. aldar liðu enn meira en 12 ár áður en Þorpið fór endanlega í eyði. Ástæður þessa voru án efa margvíslegar en þungt hefur þó vegið sú staðreynd að hér á landi eins og víða annars staðar var kreppa á þessum tíma og því ekki hlaupið að því að finna vinnu eða húsnæði annars staðar.
Sóknarmanntöl eru til fyrir Þorpið fyrir öll þau ár sem búið var þar og af þeim má fá talsverðar upplýsingar um þorpsbúa. Manntölin veita upplýsingar um nöfn, störf og aldur íbúa og í sumum tilfellum einnig hvar þeir voru fæddir. Manntölin sýna m.a. að íbúar stöldruðu skemur við á fyrstu árum Þorpsins en síðar og hvernig samsetning íbúa breyttist, barnafólk varð meira áberandi og umskipti á íbúum með lögheimili í eyjunni urðu hægari. Á þeim má sjá hvernig Þorpið breyttist úr því að vera verstöð yfir í að vera fjölskylduvænn byggðakjarni. Af manntölum og viðtölum við þorpsbúa að dæma virðist stærstur hluti þeirra sem fluttu til Þorpsins hafa verið fæddir í sveitum landsins og flestir ólust án efa upp við hálfgerðan sjálfsþurftarbúskap.

Viðey

Fjósið sem sést hér á myndinni var eitt stærsta og nýtískulegasta fjós og heyhlaða landsins þegar það var byggt af Eggerti Briem stórbónda í byrjun 20. aldarinnar. Fjósið tók 48 kýr og var hægt að geyma gífurlegt magn af heyi í hlöðunni. Mjólkina frá kúnum flutti hann á hverjum degi á bátum yfir sundið til Reykjavíkur og svo á hestvögnum niður í Aðalstræti, þar sem hann var með mjólkurbú.

Þetta fólk hefur því lifað mikil umskipti á lífsháttum á ævi sinni. Á velmektarárum Þorpsins var það í raun í fararbroddi hvað varðar alla aðstöðu. Hafnaraðstaðan var til fyrirmyndar og sömu sögu er að segja um fiskvinnsluhús, járnbrautarteina og ýmsar aðrar tækninýjungar sem gerðu það að verkum að aðstaða fyrir verkafólk var þar í raun nýstárlegri en víða í Reykjavík. Sömu sögu er að segja um aðrar aðstæður í Þorpinu, sér í lagi eftir að rafmagn var leitt í húsin. Þetta og ýmislegt fleira olli því að Þorpið fékk á sig orð fyrir að vera vel búinn og nýtískulegur staður sem væri hentugur fyrir fólk með stórar fjölskyldur. Á velmegunartímabili Þorpsins var þar nóga vinnu að fá og jafnvel hægt að fá vinnu fyrir börn allt niður í 8-10 ára aldur. Af manntölum má sjá að fyrstu þrjú árin eftir að Kárafélagið leggst af fækkar fólki í Þorpinu umtalsvert (úr um 130 í um 50 manns) en næstu ár á eftir dró úr fólksflótta.

Viðey

Viðey 1930-1932.

Eftir endalok Kárafélagsins breyttist umhverfi Þorpsins talsvert. Raflýsingu var hætt og notast var við olíulampa í hennar stað og vatni var aftur dælt úr brunnum í Þorpinu. Einn heimildamanna mundi reyndar þegar fyrrverandi starfsmaður Kárafélagsins, sem séð hafði um rafstöðina, kom í Þorpið jólin eftir gjaldþrotið og kveikti á rafstöðinni yfir jólahátíðina, en svo var aftur slökkt og aldrei kveikt aftur.

Viðey

Viðey 1931.

Brottför Kárafélagsins markaði endalok umfangsmeiri vinnslu í Þorpinu og eftir hana var þar litla vinnu að fá. Íbúarnir sem áfram bjuggu í Þorpinu öfluðu sér lífsviðurværis á margvíslegan hátt. Olíutankur var enn í Stöðinni og Þorpsbúar sáu um að tappa olíu á tunnur og flytja til Reykjavíkur. Í Þorpinu var bóndi sem seldi mjólk til Reykjavíkur og flestir íbúar komu sér upp einhverjum bústofni s.s. hænum, kindum og kú. Þorpsbúar ræktuðu einnig kartöflur í stórum stíl og sumir seldu bæði kartöflur og rófur til Reykjavíkur á meðan aðrir seldu egg. Sumir þorpsbúa réru einnig til fiskjar til að afla sér matar. Í Þorpinu starfaði tilsjónamaður eigna bankans, barnaskólakennari og einn íbúi hafði það starf að kynda og ræsta skólabygginguna. En þrátt fyrir sjálfsbjargarviðleitni þorpsbúa eftir gjaldþrot Kárafélagsins fækkaði stöðugt á staðnum.

Viðey

Meðfylgjandi mynd var tekin milli 1908 og 1913 og sýnir seglsskútuna York við bryggju í Viðey og danskt flutningaskip fjær. Fyrsta skipið lagðist að hinni flunkunýju skipabryggju í Viðey í febrúar 1908. Það var ekki byrjað á Ingólfsgarði í Kvosinni í Reykjavík fyrr en 1913.

Þegar heimstyrjöldin braust svo út árið 1940 voru dagar Þorpsins endanlega ráðnir. Komu breska hersins til Íslands fylgdu mikil umsvif og aukin eftirspurn eftir vinnuafli. Íbúar Þorpsins gripu hver á fætur öðrum tækifæri á launaðri vinnu í landi. Árið 1941 var svo komið að Seltjarnarneshreppur, sem Viðey tilheyrði, sá sér ekki lengur fært um að halda úti skóla í Þorpinu og gerði það í raun út um möguleika þeirra sem eftir sátu til búsetu. Þótt nokkrar fjölskyldur byggju enn í eyjunni var það aðeins tímaspursmál hvenær þær gæfust upp. Árið 1943 fluttu síðustu fjölskyldurnar í land og Þorpið lagðist endanlega í eyði.
Síðustu ár Þorpsins í Viðey hafði Útvegsbankinn, sem enn átti þar talsverðar eignir, reynt að selja þær án árangurs. Einstaka þorpsbúar höfðu þó fest kaup á sínum íbúðum eða húsum. Á þessum tíma var tilfinnanlegur timburskortur í landinu og því fór það svo að flest húsin voru tekin niður og efniviðurinn nýttur í annað. Útvegsbankinn seldi bryggjur Þorpsins og mörg af mannvirkjum Stöðvarinnar til niðurrifs en íbúarnir tóku flestir niður hús sín og fluttu með sér í land. Á örskömmum tíma hvarf bæði fólkið og mannvirkin úr Þorpinu en eftir stóðu húsgrunnar og önnur óveruleg ummerki.

Viðey

Verslunarfélagið P. J. Thorsteinsson og Co. var stofnað í Kaupmannahöfn vorið 1907. Að félaginu stóðu ríkir kaupsýslumenn í Danmörku, Thor Jensen útgerðarmaður og Pétur J. Thorsteinsson. Félagið hóf starfsemi í Viðey, en það var allajafna kallað „Milljónafélagið“ þar sem fréttir hermdu að hlutafé félagsins hafði verið ein milljón króna. Thor sagði þó að innborgað hlutafé hafi verið aðeins 600 þúsund krónur og hann og Pétur hefðu lagt fram meirihluta þess.
Á meðfylgjandi mynd má sjá fiskvinnslufólk hengja upp saltfisk innandyra, mögulega í fiskþurrkunarhúsi Milljónafélagsins. Það var byggt um 1910 en brann til kaldra kola tveimur árum síðar.

Árin eftir að Þorpið lagðist í eyði urðu nokkur hröð umskipti. Húsin höfðu að mestu leyti horfið áður, en þau sem eftir stóðu féllu í niðurníðslu.
Árið 1963 eignaðist Reykjavíkurborg hluta Þorpsins sem hafði fram að þeim tíma tilheyrt bankanum. Tveimur áratugum síðar eignaðist borgin stærstan hluta eyjunnar og loks, árið 1986, það sem uppá vantaði þegar ríkið gaf Reykjavíkurborg skikann undir Viðeyjarstofu og kirkju.

Viðey

Dansleikir voru haldnir í Viðey líkt og annars staðar þar sem er byggð. Eitt sinn var haldið dansiball í þurrkhúsinu þegar danskt herskip lá við bryggju á þriðja áratug síðustu aldar. Á þessu skipi var Knútur prins, sonur Kristjáns X, sjóliðsforingi. Hann og aðrir áhafnarmenn tóku þátt í skemmtuninni en sagan segir að Knútur prins hafi dansað við einu og sömu stelpuna alla nóttina. Hann var svo hrifinn af henni að daginn eftir þegar hún hélt til vinnu að vaska fisk, þá stóð hann yfir henni og hélt henni félagsskap. Ólíklegt er að í þeim samkomutakmörkunum sem eru nú í gildi að einhver hitti sinn draumaprins, en það er þó aldrei að vita!

Síðan Þorpið lagðist í eyði hafa komið fram margar hugmyndir um framtíðarhlutverk þess, allt frá því að þróa íbúðarbyggð á sama stað, koma þar upp lifandi safni eða húsasafni, hafa aðsetur fyrir fræðimenn eða listamenn á svæðinu eða jafnvel koma þar upp heimili fyrir aldraða sjómenn. Gerðar hafa verið kannanir um hugmyndir fólks um framtíðarnýtingu á eyjunni, stýrihópar og nefndir stofnaðar án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist um framtíðarhlutverk Viðeyjar eða Þorpsins á suðausturendanum. Á meðan standa leifar Þorpsins á sínum stað þó að veður, vindar og sjávarrof vinni talsvert á sumum þeirra.“

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1. tbl. 2014, Þorpið í Viðey – Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Gavin Lucas, bls. 5-18.
-https://borgarsogusafn.is/videy/fraedsla/fjarfraedsla/punktarnir-i-videy

Viðey

Dansleikir voru haldnir í Viðey líkt og annars staðar þar sem er byggð. Eitt sinn var haldið dansiball í þurrkhúsinu þegar danskt herskip lá við bryggju á þriðja áratug síðustu aldar. Á þessu skipi var Knútur prins, sonur Kristjáns X, sjóliðsforingi. Hann og aðrir áhafnarmenn tóku þátt í skemmtuninni en sagan segir að Knútur prins hafi dansað við einu og sömu stelpuna alla nóttina. Hann var svo hrifinn af henni að daginn eftir þegar hún hélt til vinnu að vaska fisk, þá stóð hann yfir henni og hélt henni félagsskap. Ólíklegt er að í þeim samkomutakmörkunum sem eru nú í gildi að einhver hitti sinn draumaprins, en það er þó aldrei að vita!

Viðey

Í Tímanum 1986 er umfjöllun Ingólfs Davíðssonar; „Hugsað til Viðeyjar„:

„“Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur, víða eg trúi hann svamli sá gamli“. Svo kvað Jón biskup Arason árið 1550.
Langt er síðan munkar gengu þar um garða, en um skeið var Viðeyjarklaustur eitt hið auðugasta á Íslandi og átti jarðeignir miklar.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Skúli Magnússon landfógeti, sem nefndur hefur verið faðir iðnaðar og þar með kaupstaðar í Reykjavík, bjó lengi í Viðey. Mætti segja að hann hafi þar reist sér minnisvarða með byggingu Viðeyjarkirkju og stofu. Mun Viðeyjarstofa elsta hús í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Þrír frægir menntamenn þ.e. Bjarni Pálsson, Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson dvöldu oft á vetrum í Viðey hjá Skúla og unnu að hinum stórmerkilegu ferðabókum sínum.
Eftir Skúla tók við veldi Stefánsunga.

Löngum hefur verið rekið stórbú

Viðey

Viðey.

Í Viðey og um skeið var þar mikil útgerðarstöð. Þorsteinn Erlingsson kvað: „Í logninu fuglinn um fjörurnar þaut og flaug upp um engjar og tún. Hann veitti þar eggjunum unað og skraut og Ólafi Stephensen dún“.
Í jarðabók 1703 segir: „Engi yfirfljótanlega mikið og gott ef nýtt og ræktað er. Hagbeit um sumar og vetur hin allra besta.“ Og í sýslulýsingum 1852 stendur: „Viðey sögð öll grasivaxin, en mjög þýfð, einkar grasgefin. Æðarvarp mikið og afbragðsmikill heyskapur og einhver hinn besti heykostur.“
Nokkur tilraunastarfsemi var í Viðey á fyrr öldum. Voru nokkrar trjátegundir gróðursettar þar 1752, en allar dóu þær út á næsta ári. Grenifræi var sáð í óræktað land hingað og þangað, einkum í klettunum við sjóinn, en allar plönturnar dóu á þriðja ári. Telur Skúli tilraunirnar ekki hafa verið gerðar af nægilegri þekkingu.

Reynihríslur í Viðey

Viðey

Viðey.

Arthur Dillon lávarður, sem dvaldi í Reykjavík 1834-1835, getur um hríslur í Viðey. Hann ritar á þessa leið um för sína og franskra manna út í Viðey: „Við lentum við brattar steintröppur. Milli þeirra og hússins var grasflötur og þar voru gróðursett um 50 tré. Þó þau væru mjög ung voru þau orðin meira en 12 fet á hæð og munu sennilega dafna betur en flest önnur, þar sem þau vaxa í skjóli hússins og hæða til beggja handa. Húsið var á stærð við stiftamtmannshúsið og lítil kirkja við annan endann.“ Dillon nefnir ekki trjátegundina, en líklega hafa þetta verið reyniviðir eins og hjá stiftamtmanninum í landi á sama tíma.
Skyldi Magnús Stephensen hafa gróðursett þessi tré, eða Ólafur Stephensen? Sennilega hafa tré ekki haldist lengi við í Viðey.

Kornrækt í Viðey og Reykjavík

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Getið er kornræktar í Viðey á 12. öld og einu sinni kvað hafa þurft Þorlák helga til að setja niður músagang, sem át kornið! Í Sturlungu er sögð kornyrkja í Gufunesi árið 1220. Víkurkirkja átti akurlendi í Örfirisey 1397. Örnefnið Akurey er sennilega gamalt og segir sína sögu. Sennilega hefur einhver kornyrkja haldist allt frá landnámsöld og fram á síðari hluta 16. aldar. Kornyrkjan lagðist niður bæði vegna kólnandi veðurfars og innflutnings á ódýru korni.

Viðey

Nafnið Viðey bendir til þess að þar hafi verið skógur eða kjarr þegar eyjan fékk nafn. Fornleifarannsóknir á eyjunni hafa einmitt sýnt að þar hafi verið gróskumikið á landnámsöld og skógur eða kjarr hafi einkennt hana allt fram á 12. öld.

Upp úr miðri 18. öld var farið að reyna kornrækt aftur. Fyrir áeggjan Skúla Magnússonar o.fl. sendi Friðrik Danakonungur fimmti 15 jóskar og norskar bændafjölskyldur til landsins, einkum til að gera akuryrkjutilraunir á ýmsum stöðum, aðallega á árunum 1752-1757. Einn bóndinn var settur niður í Reykjavík, annar var í Viðey. Á báðum stöðum var brotið land til kornyrkju árið 1752 og stóðu tilraunir í 5 ár. Reyndar var vetrarrúgur og vorrúgur, bygg, hafrar og blendingskorn og óx það best, en þar næst bygg. Lítið af korninu náði fullum þroska og voru flestir kjarnar linir að hausti. Kornið var því ekki þreskt, en gefið skepnum eins og hvert annað hey. Þótti kornið þrífast heldur skár í Viðey en í Reykjavík.
Næst reyndi Schierbeck landlæknir kornrækt í Reykjavík og fékk m.a. sáðkorn frá nyrstu héruðum Noregs. Þroskaðist bygg sæmilega hjá honum sum árin (1884-1893). Síðan varð hlé uns Klemenz Kristjánsson hóf tilraunir í kornrækt í Gróðrarstöðinni í Reykjavík 1923-1927, og síðar lengi á Sámstöðum í Fljótshlíð. Prentsmiðja var í Viðey á vegum Magnúsar Stephensen 1819-1844. Sjaldgæfar eru Viðeyjarbækur nú og í fárra höndum.

Stórbúskapur í Viðey

Viðey

Austanverð Viðey á tímum Milljónafélagsins.

og mikil útgerð í byrjun þessarar aldar varð Viðey eign þeirra feðga séra Eiríks Briem og Eggerts sonar hans. Var þá umfangsmikill búskapur og búið í Viðeyjarstofu. Á árunum 1907-1914 voru mikil umsvif „Milljónafélagsins“ í Viðey, gerð hafnarmannvirki, rekin mikil útgerð og fiskvinnsla. Síðan tók við Kárafélagið fram að kreppuárunum; þá fjaraði atvinnulífið út og þorpið sem hafði myndast fór í eyði 1943. Þar höfðu búið um 100 manns og helmingi fleiri á vertíðinni þegar best lét.
Margir merkismenn hafa átt heima í Viðey Styrmir hinn fróði, vinur Snorra Sturlusonar, var ábóti í Viðey 1235-1245. Styrmir samdi Ólafs sögu helga, og mun hafa átt þátt í nú glataðri frumgerð Landnámabókar. Ögmundur Pálsson, síðar biskup í Skálholti, var ábóti í Viðey um skeið. Á síðari hluta 18. aldar bjó Skúli Magnússon í Viðey, áhrifamikill höfðingi. Hann stofnaði mikið iðnaðarfyrirtæki (Innréttingarnar) í Reykjavík og átti í stríði við einokunarverslunina og barðist fyrir bættri verslun.
Viðey
Við af honum tók í Viðey mikill rausnarmaður, Ólafur Stephensen. Er hans og lífsins í Viðey á þeim tíma, getið í ýmsum útlendum ferðabókum. Útlendum ferðamönnum var oft vísað til Viðeyjar og róma gestirnir höfðingsskap Ólafs og stórkostlegar veislur. Sonur Ólafs, Magnús Stephensen gerði og garðinn frægan í Viðey. Hann var valdamesti maður á Íslandi bæði í veraldlegum efnum og menningarmálum um sína daga.
Saga Viðeyjar er sannarlega viðburðarík. Byggð mun hafa lagst af í Viðey um 1970. Búsældarlegt og gróskumikið hefur jafnan verið í Viðey. Þar fann undirritaður 126 jurtategundir við lauslega athugun 1938. Sjá Náttúrufræðinginn 1939. Sennilega finnast fleiri tegundir við nákvæma leit. Nú er Viðey nýorðin eign Reykjavíkurborgar.“

Í Tímanum 1988 fjallar Ingólfur Davíðsson um „Viðey á dagskrá„:

Viðey
„Nú er Viðey eign Reykjavíkurborgar. Kirkja og stofa hafa verið lagfærð með myndarskap, o.fl. mun vera á prjónunum. Talsverðar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar í Viðey hin síðustu ár og margt merkilegt komið í ljós, einkum frá klausturtímabilinu 1226-1550. Viðeyjarklaustur var lengi menntasetur og hafa margir merkismenn gengið þar um garða. Styrmir hinn fróði, vinur Snorra Sturlusonar, var ábóti í Viðey 1235-1245. Hann samdi Ólafs sögu helga og mun hafa átt þátt í nú glataðri frumgerð Landnámabókar. Ögmundur Pálsson hinn voldugi Skálholtsbiskup, samtíðarmaður Jóns biskups Arasonar, var ábóti í Viðey á yngri árum.
Í framtíðinni verður Viðey eflaust fjölsóttur ferðamannastaður, bæði vegna sögu sinnar og legu.“

Í Lesbók Morgunblaðsins 1996 fjallar Sigurlaugur Brynleifsson um „Viðeyjarklaustrið„:

Viðey„Þáttaskil í sögu Viðeyjar verða 1750, þegar Skúli Magnússon er skipaður landfógeti. Ætlunin var að stiptamtmaður og landfógeti sætu báðir í Viðey, en svo fór að. landfógeti sat þar. Efnt var til stórbyggingar sem ætluð var báðum, en byggingin var minnkuð nokkuð eftir að stiptamtmaður hvarf frá búsetu. Hafist var handa við byggingu Viðeyjarstofu 1753 og henni lokið 1755. Nefnt Slotið í Viðey – þá stærsta hús á Íslandi. Með þessum framkvæmdum og stórbúskap ásamt búnaðartilraunum, hefst Viðey til helstu stórbúa landsins á þeirra tíma mælikvarða. Samfara þessu var hafinn undirbúningur að viðreisn landsins með „Innréttingunum“ og margvíslegustu tilraunum til aukins afraksturs í landbúnaði og sjávarútvegi.
Með þessum áætlunum og framkvæmdum hófst nýr þáttur í atvinnusögu landsmanna. Og Viðey var höfuðstöð þessara umbreytinga hér á landi og önnur höfuðstöðin var Kaupmannahöfn, en þaðan barst meginhluti þess fjár sem varið var til viðreisnarinnar, úr sjóðum stjórnarinnar. Valdamiklir menn innan dönsku stjórnarinnar studdu Skúla í Viðreisnartilraunum hans, Thott greifi, Molkte og Rantzau stiptamtmaður voru stuðningsmenn hans.
Margt varð til þess að áætlanirnar um viðreisn landsins náðu ekki þeim árangri sem stefnt var að. Harðindi, Skaftáreldar 1783-84 og andúð úrtölumanna og fjandmanna Skúla meðal kaupmanna. En þrátt fyrir það urðu þessar tilraunir til þess að sanna landsmönnum að gjörlegt var að framkvæma það, sem áður var talið vonlaust.
Skúli Magnússon bjó í Viðey í um 40 ár.
Viðey
Ólafur Stephensen stiptamtmaður tók við Viðey og bjó þar við mikla rausn. Mikill munur var að litast um í Viðey í tíð Skúla og Ólafs eða árið 1703, þegar eyjan var í eyði, niðurnídd.
Magnús Stephensen keypti Viðey 1817 og flutti þangað Leirárgarða – og síðar Beitistaðaprentsmiðju 1819. Þar með hefst aftur bókagerð í Viðey. Magnús rak prentsmiðjuna til dánardags 1833 og sonur hans Ólafur sekreteri til 1844. Þeir ættmenn bjuggu í Viðey þar til 1901 og seldu þá eyna.“

Nokkur upplýsingaskilti eru í Viðey umleikis Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju:

Viðeyjarstofa

Viðey

Viðeyjarstofa frá tíma Skúla Magnússonar.

„Skúli Magnússon landfógeti fékk eyna til aðseturs árið 1751. Skúli var merkisberi nýrra tíma á Íslandi. hann setti á stofn Innréttingarnar í Reykjavík og hugðist þannig koma á fót iðnaði á Íslandi. Hann hefur oft verið nefndur faðir Reykjavíkur en í kringum Innréttingarnar óx fyrst upp þéttbýli í Reykjavík

Viðeyjarstofa

Upprunaleg teikning að Viðeyjarstofu upp á tvær hæðir.

Skúli reisti Viðeyjarstofu sem embættisbústað landfógeta en stofan er fyrsta steinhúsið sem byggt var á Íslandi. Hún er að mestu úr grágrýti en einnig úr íslenskum sandsteini og var smíði hennar lokið árið 1755. Arkitekt stofunnar var Nicolai Eigtved en hann teiknaði margar sögufrægar byggingar í kaupmannahöfn og er Amalienborg þeirra þekktust.
ViðeyNæsti ábúandi Viðeyjar á eftir Skúla var Ólafur Sthephensen, fyrsti íslenski stiftamtmaðurinn. Ólafur bjó í Viðey frá 1794 til dauðadags 1812. Hann var merkur framfarasinni og með búsetu hans úi í eynni varð hún æðsta embættissetur landsins um níu ára skeið. hann hélt ófáar veislur í Viðey og eru til margar frásagnir af þeim.
Arftaki Ólafs í Viðey var sonur hans, Magnús Stephensen konferensráð og dómstjóri. Magnús var, eins og Skúli Magnússon, maður upplýsingar og framfara. Hann réð yfir prentsmiðju, hinni einu á landinu á þeim tíma. Hún var starfrækt í Viðey á árunum 1819-1844. Magnús bjó í Viðey til dauðadags 1833. Hann keypti eyjuna af Danakonungi árið 1817 fyrir stórfé og var hún í eigu ættarinnar út nítjándu öld“.

Viðeyjarkirkja
Viðey
„Viðeyjarkirkja var reist að frumkvæði Skúla Magnússonar landfógeta. Hún er byggð úr grágrýti úr Viðey og var vígð árið 1774 af sr. Árna Þórarinssyni, þá sóknarpresti í Reykjavík en síðar biskupi á Hólum. Arkitekt kirkjunnar er ókunnur en gæti hafa verið Georg David Anton, eftirmaður N. Eigtveds, höfunar Viðeyjarstofu. Viðeyjarkirkja er næst elsta kirkja landsins og geymir elstu upprunalegu kirkjuinnréttingu, sem hér er til. Hóladómkirkja er elst, vígð 1763, en þar er endirgerð innrétting.
Það er einkum þrennt, sem atgygli vekur í þessari gömlu innréttingu. Fyrst má nefna að prédikunarstóllinn stendur fyrir ofan altarið. Slíkt er sjaldgæft hérlendis, en var ekki óalgengt á Norðurlöndunum á þessum tíma. Þetta hefur þá táknrænu merkingu, að boðun Guðs skuli skipa hærri sess í guðsþjónustunni en altarissakramentið.

Viðey

Stóllinn í Viðeyjarkirkju.

Annað sem vekur athygli er stóllinn sem stendur hægra megin við altarið. Hann er einstæður gripur í lúterskri kirkju á Íslandi, eini skrifastóllinn frá gamalli tíð. Fram á miðja 19. öld fengu menn ekki að fara til altaris hér á landi nema þeir hefðu skriftað fyrst, Þeir, sem ætluðu til altaris, fóru út í kirkju með prestinum nokkru áður en messa skyldi hefjast. Presturinn settist í stólinn. En skriftabörnin krupu eitt í einu á knébeð, sem var fyrir framan stólinn og fóru þar með utanbókarlærða almenna syndajátningu og fengu þá aflausn hjá prestinum.
Þriðja atriðið varðar kirkjubekkina. Konur sátu fyrr vinstra megin í kirkju, þegar inn er horft, en karlar hægra megin, svo sem enn tíðkast við brúðkaup. Í Viðeyjarkirkju er bekkirnir kvennamegin 7 sendtimetrum lægri en bekkir karlanna“.

Fornleifarannsóknir á bæjarhól Viðeyjar
Viðey
„Í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 fékk borgin að gjöf Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju frá ríkinu. Við endurgerð Viðeyjarstofu var byggt stórt jarðhýsi við húsið norðanvert. Vegna þeirra framkvæmda hófst fornleifarannsókn á bæjarhólnum árið 1986. Í fyrstu var um björgunaruppgröft að ræða á um 400 fermetra svæði, en árið 1989 var rannsóknarsvæðið stækkað til norðurs um 600 fermetra og rannsóknaruppgröftur hafinn. Fornleifauppgröfturinn var á vegum Árbæjarsafns og stóð til ársins 1995.

Viðey

Dansleikir voru haldnir í Viðey líkt og annars staðar þar sem er byggð. Eitt sinn var haldið dansiball í þurrkhúsinu þegar danskt herskip lá við bryggju á þriðja áratug síðustu aldar. Á þessu skipi var Knútur prins, sonur Kristjáns X, sjóliðsforingi. Hann og aðrir áhafnarmenn tóku þátt í skemmtuninni en sagan segir að Knútur prins hafi dansað við einu og sömu stelpuna alla nóttina. Hann var svo hrifinn af henni að daginn eftir þegar hún hélt til vinnu að vaska fisk, þá stóð hann yfir henni og hélt henni félagsskap. Ólíklegt er að í þeim samkomutakmörkunum sem eru nú í gildi að einhver hitti sinn draumaprins, en það er þó aldrei að vita!

Fyrstu ritheimildir um byggð í Viðey eru frá 12. öld, þegar Þorlákur helgi Þórhallsson (1133-1193) var fenginn til að bregðast við músagangi í einni. „Hann vígði vatn og stökkti yfir eyna – uatn um eitt nes“. Á þeim tíma var komin kirkja í Viðey. Árið 1225 stofnaði Þorvaldur Gissurason, með stuðningi Snorra Sturlusonar, klaustur í Viðey af reglu heilags Ágústínusar. Viðeyjarklaustur var starfrækt til ársins 1539, en þá var það rænt af mönnum Danakonungs, munkarnir reknir á brott og Viðey lýst eign konungs.
Eftir að klaustrið var lagt niður var í Viðey rekið bú og „hospital“ sem var einskonar vistheimili fyrir farlama fólk, Hospitalið var síðan flutt til Gufuness, þegar Skúli Magnússon landfógeti settist að í Viðey árið 1751.
Uppgröfturinn í Viðey var einn sá viðarmesti sem farið hefur fram á Íslandi á sínum tíma og sá fyrsti sem gerður var á klaustursstað. Hluti af kirkju, kirkjugarði og klausturhúsunum voru rannsökuð. Jarðsjármælingar hafa sýnt að framan við Viðeyjarstofu og -kirkju hafa verið byggingar, sem trúlega voru hluti af klausturhúsunum. Í elstu jarðlögunum komu í ljós leifar bæjar frá 10. öld. Í honum var langeldur, um þriggja metra langur.
Við fornleifarannsóknina fundust um 20.000 gripir, margir athyglisverðir. Mannvistarlög í bæjarhól Viðeyjar eru 2-3 metra þykk og sýna að þar hefur verið byggð allt frá 10. öld fram til 20. aldar. Stór svæði á bæjarhólnum eru ókönnuð og munu rannsóknir í framtíðinni skýra enn betur uppbyggingu húsakosts og lifnaðarhætti Viðeyinga“.

Kúabúið í Viðey
Viðey
„Hér stóð það sem var á sínum tíma eitthvert stærsta og glæsilegasta fjós á Íslandi. Það var byggt skömmu fyrir aldamótin 1900, þegar hjónin Eggert Briem og Katrín Thorsteinsson Briem reistu stórbú í Viðey. Fjósið rúmaði 48 kýr og var sambyggt hlöðu sem tók um 3000 hestburði af heyi. Húsið var úr timbri og bárujárni, með steyptum og hlöðnum undirstöðum. Á hverjum degi var mjólkin flutt til Reykjavíkur og seld í mjólkurbúð Viðeyjarbændanna í húsinu Uppsölum á horni Túngötu og Aðalstrætis, en hún hefur verið nefnd fyrsta mjólkurbúðin í Reykjavík.
Viðey
Á Viðeyjarbúinu störfuðu aldrei færri en 20 manns yfir veturinn og enn fleiri þegar heyjað var á sumrin. Fjósverkin hófust klukkan sex á morgnanna. Fimm stúlkur sáu um mjaltirnar og mjólkuðu 10-12 kýr hver. Strax að loknum mjöltum var siglu með mjólkurbrúsana yfir sundið inn í Laugarnes og þeim ekið þaðan til Reykjavíkur.

Viðey

Fjósið sem sést hér til hægri á myndinni var eitt stærsta og nýtískulegasta fjós og heyhlaða landsins þegar það var byggt af Eggerti Briem stórbónda í byrjun 20. aldarinnar. Fjósið tók 48 kýr og var hægt að geyma gífurlegt magn af heyi í hlöðunni. Mjólkina frá kúnum flutti hann á hverjum degi á bátum yfir sundið til Reykjavíkur og svo á hestvögnum niður í Aðalstræti, þar sem hann var með mjólkurbú.

Mjólkin þurfti helst að vera komin í mjólkurbúðina fyrir klukkan tíu. Þar var einnig unnið úr henni smjör, rjómi og skyr. Viðeyjarmjólkin þótti góð, enda voru kýrnar vel hirtar og fyllsta hreinlætis gætt við alla mjólkurvinnsluna. Heimilisfólkið í Viðey var stolt af búskapnum og þegar frúr úr Reykjavík eða vestan af fjörðum heimsóttu húsmóðurina fór hún gjarnan með þær í skoðunarfeð út í fjós.
Mjólkurneysla var mun minni í Reykjavík í upphai 20. aldar en síðar varð. Mjólkin var dýr, kýr voru tiltölulegar fáar í bænum og samgöngur við nágrannasveitirnar torveldar. Mjólkurflutningarnir úr Viðey voru líka erfiðir, sérstaklega yfir háveturinn. Á öðrum áratug 20 aldar reisti Eggert Briem annað fjós í Reykjavík, þar sem nú mætast Njarðargata og Smáragata, hafði kýrnar í Viðey á sumrin en í Briemfjósi í Reykjavík á veturna.
Eggert Briem lést árið 1939, skömmu eftir að hann seldi Viðey nýjum eigendum. Seinni kona hans. Halla Briem, lifði hann, en Katrín Thorsteinsson Briem lést 1919. Fjósið og hlaðan í Viðey stóðu lengi enn, en byggingin var rifin um 1900 í kjölfar endurbóta á Viðeyjarstofu“.

Garðrækt Skúla Magnússonar
Viðey
„Á síðari hluta 18. aldar var Skúli Magnússon húsráðandi í Viðey. Hann fékk eina til aðseturs þegar hann var skipaður landfógeti á Íslandi árið 1750 og hér bjó hann til dauðadags árið 1794.
Skúli Magnússon var einn af frumkvöðlunum að stofnun Innréttinganna svokölluðu árið 1751, en það var félag um viðreisn landshaga á Íslandi. Innréttingarnar stóðu fyrir margvíslegri nýsköpun í íslensku atvinnulífi með stuðningi Danakonungs. Þar á meðal beindu forsvarsmenn þeirra augum sínum að möguleikum til aukinnar jarðræktar á Íslandi.
Almenningur var hvattur til þess að koma sér upp kálgörðum og stjórnvöld vildu líka stuðla að trjárækt í landinu. Embættismenn skyndu ganga á undan með góðu fordæmi. Þar lét Skúli Magnússon ekki sitt eftir liggja og ræktaði bæði tré og fjölbreyttar matjurtir við heimili sitt í Viðey.

Viðey

Heyskapur í Viðey 1906.

Árið 1753 pantaði Skúli ólíkar frætegundir til ræktunar. Þar voru til dæmis kastaníurunnar, átján askar, níu rifsberjarunnar, níu stikilsberjarunnar (fjórir að vísu dauðir, en fimm í góðu ástandi) og nokkur ávaxtatré, þar á meðal tvö perutré. Næstu ár voru hins vegar köld og þá er talið að flest trén hafi drepist.
Skúli gerði tilraunir með ræktun á hör og hampi, rúgi og höfrum. Hann freistaði þess að rækta baunir og tóbaksrækt reyndi nann í svokallaðri Tóbakslaut, en hvort tveggja bar lítinn árangur. Betur gekk honum að rækta kartöflur og kúmen. Kúmenið vex enn um alla Viðey og er tínt seint á hverju sumri, þegar það er orðið þroskað“.

Heimildir:
-Tíminn, 222. tbl. 30.09.1986, Hugsað til Viðeyjar, Ingólfur Davíðsson, bls. 12.
-Tíminn, 195. og 196. tbl. 27.08.1988, Viðey á dagskrá, Ingólfur Davíðsson, bls. 27.
-Lesbók Morgunblaðsins 28.09.1996, Viðeyjarklaustrið – Siglaugur Brynleifsson, bls. 5.
-Nokkur upplýsingaskilti eru í Viðey umleikis Viðeyjarstofu.

Viðey

Viðey

Í Morgunblaðinu árið 1990 er grein um Viðey. Í henni er kafli undir fyrirsögninni „Ástarsaga afhjúpuð?“ Fjallað er um þrjá letursteina  vestan í eynni sunnan við svonefndan Hulduhól. Ein áletrunin á svonefndum Dvergasteini og önnur á klöpp við Nautahúsin.

„Fundist hafa áletranir frá fyrrihluta síðustu aldar á jarðföstum steinum á vesturhluta Viðeyjar og voru nokkrar þeirra áður óþekktar.

Viðey

Mögulegt er að á einum steininum séu ristir upphafsstafir ungra frændsystkina af Stephensens-ættinni sem bjó í eynni á þessum árum, líklega merki um stutt ástarævintýri. Á öðrum steini er aðeins ártalið 1810 í rómverskum tölum og á þriðja steininum, sem kunnugir hafa reyndar lengi vitað um, eru nöfn tveggja manna ásamt krossmarki og ártali.

Forgengileg ást klöppuð í stein?

Magnús Sædal Svavarsson, byggingastjóri í Viðey, kom fyrir skömmu auga á áletranir sem klappaðar höfðu verið í jarðfasta steina í Viðey. Ein þeirra gæti verið þögult vitni um ástarævintýri ungra frændsystkina í eynni á fyrrihluta síðustu aldar. Séra Þórir Stephensen staðarhaldari skoðaði nýlega steinana með blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins.
„Þegar ég sá þessa áletrun fyrst bjóst ég náttúrulega við að hér hefði einhver vinnumaðurinn verið á ferð, hefði verið við gegningar í húsunum,“ segir séra Þórir þegar við skoðum stein í nánd við Nautahúsin svonefndu, norðaustan til á Vestureynni. Þar sést stafurinn M og síðan TH sem stundum var notaður í stað íslenska bókstafsins Þ. „Hann gæti hafa verið að dunda við þetta í tómstundum sínum. Svo fór ég í manntalið 1821; það er enn til. Þar er ekkert mannsnafn sem þetta fangamark á við. Ég fór að velta því fyrir mér hvort tveir vinnumenn hefðu verið að verki.
ViðeyÞegar ég ræddi þetta við aðra var mér bent á að ég væri ekki nærri nógu rómantískur! Þegar einhver eða einhverjir séu að krota svona í stein geti það ekkert síður verið elskendur. Ég íhugaði þetta og fór aftur í manntalið.

Vorið 1821 kemur Magnús Stephensen, sonur Stefáns amtmanns og bróðursonur Magnúsar Stephensens konferensráðs, heim frá Kaupmannahöfn, þá nýútskrifaður kandídat í lögfræði. Hann hafði alist upp hjá Magnúsi konferensráði frá því hann var á fyrsta ári. Hann elst upp með Þórunni, dóttur Magnúsar, en þau hafa ekki sést í nokkur ár er Magnús kemur heim. Kannski, og ég ítreka kannski, er þessi áletrun merki um það að með þeim hafi kviknað einhver ástarhugur, hún skrifað stafinn hans, Magnús skrifað fangamark hennar og ártalið.

Viðey

Letursteinn í Viðey frá árinu 1824.

Hann fer aftur að heiman 1823, fær sýslumannsembætti í Skaftafellssýslum 2. september. Magnús er þá svo fátækur að ekki kemur til greina fyrir hann að kvænast; fyrst þurfti hann að koma undir sig fótunum. Næsta ár kemur Hannes bróðir hans heim frá Höfn með guðfræðipróf; hann varð seinna einn af forystumönnum sjálfstæðisbaráttunnar við Dani. Segir sagan að hann hafi verið einn af þrem þingmönnum sem dönsku dátarnir, er voru sendir hingað vegna þjóðfundarins 1851, hafi átt að drepa ef nauðsyn krefði. Á Jónsmessunni 1825 giftist Þórunn Hannesi.
Magnús sýslumaður kvæntist ekki fyrr en 1828, þá prófastsdóttur úr Mýrdalnum.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 112. tbl. 19.05.1990, Forgengileg ást klöppuð í stein?, bls. 18-19.
Viðey

Helgufoss

Í Mosfellingi 2014 segir af „Stofnun fólkvangs í landi Bringna í Mosfellsdal – 18.6 hektarar við Helgufoss„:

„Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hafa staðfest friðlýsingu fólkvangs á hluta af jörðinni Bringum, efst í Mosfellsdal við Helgufoss.
Helgufoss

Samtals er hið friðlýsta svæði um 18,6 hektarar að stærð. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda hluta jarðarinnar Bringna til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess sérstakar náttúru- og menningarminjar.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Bringur; uppdráttur ÓSÁ.

Bújörðin Bringur varð til sem nýbýli úr landi prestsetursins að Mosfelli árið 1856 en fór í eyði árið 1966. Jörðin er staðsett norðan Köldukvíslar, en þaðan er víðsýnt yfir Mosfellsdal og allt til hafs. Í Köldukvísl, rétt við túngarðinn, er Helgufoss. Vestan við fossinn er Helguhvammur, rústir Helgusels og Helguhóll, sem einnig er nefndur Hrafnaklettur.
Samþykkt á 25 ára hátíðarfundi bæjarsjórnarFriðlýsingin/stofnun fólkvangsins er að frumkvæði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem samþykkti á hátíðarfundi á 25 ára afmæli bæjarins að stefna að friðun fossa í Mosfellsbæ. Markmiðið er að tryggja vernd mikilvægra náttúru- og söguminja og um leið gott aðgengi almennings til að njóta þeirra. Er þetta í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar og þau markmið sem sett eru fram í stefnumótun bæjarins um sjálfbært samfélag þar sem stefnt skal að frekari friðlýsingu svæða og náttúrufyrirbæra í sveitarfélaginu.
Við stofnun þessa fólkvangs eru auk hans í Mosfellsbæ eitt friðlýst náttúruverndarsvæði (Friðland við Varmárósa), fjögur svæði á náttúruminjaskrá (Leiruvogur, Úlfarsá og Blikastaðakró, Varmá og Tröllafoss) og tveir friðlýstir fossar (Tungufoss og Álafoss, sem friðlýstir voru á síðasta ári).
Undirritunin fór fram í Bringum við Helgufoss þriðjudaginn 20. maí og hefur friðlýsingin nú þegar öðlast gildi.“

HelgafellÍ tímaritinu Helgafelli 1942 og 1943 rekur Ólafur Lárusson „Ýmislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss“ í tveimur greinum. Hér verður tekið út það er varðar Helgu Bárðardóttir er fyrrnefndur Helgufoss er kenndur við:

„Það er sjaldgæft, að örnefni séu talin til skrauts. En til eru hér á landi örnefni svo tíguleg og fögur, að þau geta talizt til listaverka. Þau bera þess vitni, að þeir, sem gáfu þau, höfðu glöggt auga fyrir fegurð náttúrunnar, hvort sem hún birtist í blíðum yndisþokka eða í mikilfenglegum hrikaleik.

Minningarnar, sem við örnefnin eru tengdar, eru með margvíslegum hætti, sumar fornar og aðrar nýjar, sumar bjartar og aðrar dapurlegar. Sumar þeirra eru ofboð hversdagslegar. Þær lúta að einhverjum þætti í hinum daglegu störfum fólksins á bænum, eins og þau eru nú, eða eins og þau voru áður. Þarna er t. d. Seljadalur. Nafnið minnir á, að þar var haft í seli fyrir langa löngu, fyrir minni allra, sem nú lifa, meðan selfarir tíðkuðust, og hugurinn hverfur aftur til þeirra tíma, og myndum úr lífinu í selinu bregður upp fyrir sjónum hans, af selstúlkunni, er sat þar sumarlangt í einveru og kyrrð og gat þó mætt ótrúlegum og örlagaríkum ævintýrum í nábýli sínu við huldufólk og aðrar dularvættir.
Minningarnar hafa tendrað bál sín hér á landi, bál, sem lýst hafa út í

Bárður Snæfellsás

Bárður Snæfellsás.

myrknættið, og bjarmann af þeim hefur lagt á sálir mannanna og gert líf þeirra fyllra og auðugra. Ótalmargar örnefnasögur eru enn við líði, og sjálfsagt eru þær þó enn fleiri, sem glataðar eru og gleymdar. Margar þessara sagna eru einber skáldskapur. Samband við hið liðna er engin nýjung hér á landi, það sýna fornbókmenntirnar bezt. Þær sýna m.a., að það er langt, síðan örnefnasagnir tóku að ganga manna milli hér á landi. Hefur varla liðið langt frá landnáminu sjálfu, þar til þær urðu til. Þessar sagnir hafa alltaf verið eign alþýðunnar. Það hafa allir tekið meira og minna hlut í þeim fróðleik. En innan um hafa ávallt verið einstöku menn, sem lagt hafa sérstaklega mikla rækt við þessi fræði, hafa lagt á minnið allt, sem þeir heyrðu um þau efni, og haft yndi af öllu slíku, örnefnum, örnefnasögnum og öðrum sögnum. En því miður hefur mest af fróðleik flestra þeirra farið í gröfina með þeim sjálfum.
Einn slíkur fræðaþuIur var uppi á Snæfellsnesi fyrir sex hundruð árum. Vér kunnum nú eigi að nefna hann með nafni, en hann hefur augljóslega haft mikinn áhuga og ást á sagnafróðleik átthaga sinna, örnefnum, örnefnasögnum og öðrum þjóðsögum. Þessi maður settist við og færði í letur sögu landvættar héraðsins, Bárðar Snæfellsáss. Síðar hélt annar maður sögunni áfram og jók við hana frásögnum af Gesti Bárðarsyni, og þannig hefur hún geymzt til vorra daga. Hin eiginlega Bárðarsaga er 10 fyrstu kapítular sögunnar, eins og hún er nú, og mun hún enn vera óbreytt frá því, sem höfundurinn gekk frá henni, að öllu verulegu.

Helgusel

Helgusel – uppdráttur ÓSÁ.

Bárðarsaga er ofin úr þjóðsögum, sem gengið hafa í munnmælum á utanverðu Snæfellsnesi á dögum höfundarins. Ber þar ekki hvað sízt á örnefnasögum. Í sögunni er fjöldi örnefna, tiltölulega miklu fleiri en í nokkurri annarri sögu. Mörg þeirra nefnir höfundurinn sýnilega eingöngu til þess að geta komið að sögnum um uppruna þeirra. Flest eru örnefnin úr yztu byggðunum, milli Búðahrauns og Ólafsvíkurennis, og mun höfundurinn hafa verið upprunninn á þeim slóðum. Hann hefur í öllu falli verið gagnkunnugur þar. Flest eru örnefni þessi kunn enn í dag. Guðbrandur Vigfússon kom fram með þá undarlegu skoðun, að söguhöfundurinn myndi hafa búið þessi örnefni til, og héraðsbúar síðan tekið þau upp eftir sögunni. Er þetta næsta ólíkleg tilgáta, og hitt miklu sennilegra, að nöfnin séu eldri en sagan, en sagan hefur að líkindum síðar átt sinn þátt í því, að þau varðveittust svo vel sem raun er á.

Helgusel

Helgusel.

Finnur Jónsson segir um Bárðarsögu, að „Indholdet af den er meget ubetydeligt“. Það mál er eins og það er virt. Sagan hefur aldrei verið talin til stórvirkjanna eða snilldarverkanna í íslenzkum bókmenntum, enda á hún það ekki skilið.

Helgusel í Bringum

Helgusel í Bringum. Helgufoss fjær.

Höfundur lætur t. d. Helgu Bárðardóttur fæðast, meðan Haraldur hárfagri er í æsku, flytjast á barnsaldri til Íslands með föður sínum snemma landnámstíðar, hrekjast, fáum árum síðar, til Grænlands og hafa þar þá veturvist með Eiríki rauða. Þó hefur höfundurinn verið nokkuð bókfróður. Hann hefur t. d. haft Landnámu með höndum og notað hana og farizt það laglega. Hann hefur ekki reynt að skyggnast neitt inn í sálarlíf persónanna í sögunni, þar er aðeins að finna nokkur drög til einnar slíkrar mannlýsingar, og þau drög hefur hann sennilega fengið annars staðar að. En sagan er létt rituð og lipurt, þótt hvergi séu nein tilþrif í stíl höfundarins, og mál hans er fornt og gott. En það, sem gefur sögunni gildi, er þó einkum efni hennar. Hún er eins konar þjóðsagnasafn, safn af almúgasögnum, sem gamla fólkið hefur frætt unglingana á í bæjum og verbúðum þessa útskaga snemma á 14. öld, og vér myndum kjósa, og vilja gefa mikið fyrir, að eiga fleiri slík söfn frá þeim tíma og þótt yngri væru.
Í 5. kapítula sögunnar er frá því sagt, er Helga Bárðardóttir var í Grænlandi, að hún stóð úti einn dag og litaðist um og kvað vísu:

Sæl væra ek,
ef sjá mættak
Búrfell ok Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
ok Öndvertnes,

Heiðarkollu
ok Hreggnasa,
Dritvík ok möl
fyrir dyrum fóstra.

Vísan er tilfærð hér, eins og hún er prentuð í útgáfu Guðbrands Vigfússonar af Bárðarsögu (1860).

Viðey

Viðey – örnefni.

Söguhöfundurinn leggur Helgu Bárðardóttur vísu þessa í munn, en það fær varla staðizt, eftir því sem honum að öðru leyti segist frá. Vísa þessi lætur ekki mikið yfir sér. Hún virðist vera lítið annað en upptalning á örnefnum.

Viðey

Viðey.

En í öllum einfaldleik sínum er hún samt perla. Hún angar af heimþrá og hjartahlýju, af ást til átthaganna og bernskuheimilis og snertir strengi í brjósti hvers manns, sem hefur verið slitinn upp frá æskustöðvum sínum og dreymir síðan um þær og þráir þær.
Stúlkan, sem vísuna kvað, — því að vísan er ort af konu, hvort sem hún hefur heitið Helga Bárðardóttir eða öðru nafni, — hefur ef til vill alizt upp í Dritvík, og er það enda líklegast, því að jafnvel leshátturinn „Dritvík ok möl“ bendir nánast til þess. Bernskuheimili hennar hefur þá verið búðsetumannsheimili. Í Dritvík hafa aldrei aðrir búið en búðsetumenn, sem ekki hafa haft annað sér til lífsbjargar en stopulan sjávaraflann. Þeir hafa allar aldir verið fátækir. Skorturinn hefur staðið sífelldlega við dyrustaf þeirra og oftlega þokað sér innfyrir hann, jafnvel alla leið inn á gafl. Samt hefur hún elskað og þráð þetta fátæka æskuheimili sitt og hið hrikalega og óblíða umhverfi þess. Getur það verið íhugunarefni fyrir þá menn, er ætla, að ættjarðar- og átthagaást manna sé undir því komin, hversu mikið er í pyngjunni eða hversu mikilla ytri lífsþæginda menn njóta.

Viðey

Viðey – Helguörnefni.

Í Bárðarsögu eru nafngreindar þrjár dætur Bárðar og fyrri konu hans, Helga, Þórdís og Guðrún. Fluttust þær til Íslands með föður sínum og uxu upp hjá honum á Laugarbrekku og urðu bæði ,,miklar ok ásjáligar“.

Helgusker

Helgusker (Geirshólmi).

Á Arnarstapa bjó Þorkell RauSfeldsson, hálfbróðir Bárðar. Þorkell átti tvo sonu, Sölva og Rauðfeld. Þessi frændsystkin léku sér saman á vetrum á svellunum við Barnaár. Var kapp mikið milli þeirra í leikjunum, og vildu hvorug vægja fyrir hinum.
Eitt sinn lágu hafísar þar við land. Voru þau þá að leik niðri við sjóinn, og sló í kapp með Rauðfeldi Þorkelssyni og Helgu Bárðardóttur. Endaði leikurinn svo, að Rauðfeldur hratt Helgu á sjó út á ísjaka. Þoka var á og vindur hvass af landi, og rak jakann út til hafíssins. Helga komst upp á ísinn, en hina sömu nótt rak ísinn undan landi og á haf út. Rak hann svo ört, að Helga komst innan sjö daga með ísnum alla leið til Grænlands. Grænlendingum þótti hún hafa komið með undarlegu móti „ok fyrir þat var hún tröll kölluð af sumum mönnum“. Hún var kvenna vænst og svo þroskuð, að hún var karlgild að afli til hvers, sem hún tók.

Kollafjörður

Kollafjörður – Helgusker.

Helga fékk vist hjá Eiríki rauða í Brattahlíð, en dvölin þar varð henni örlagarík. Hún hitti þar fyrir íslenzkan mann, Skeggja Bjarnarson frá Reykjum í Miðfirði (Miðfjarðar-Skeggja). Skeggi tók Helgu að sér og hafði við hana fylgjulag. Um veturinn komu tröll og óvættir ofan í Eiríksfjörð. Voru þau þrjú saman, karl og kerling og sonur þeirra. Gerðu þau mönnum margs konar mein, en Skeggja tókst að ráða þau af dögum, og naut hann þá hjálpar Helgu, sem „gaf honum náliga líf“. Næsta sumar fór Skeggi með Helgu til Noregs, og voru þau þar veturlangt, en síðan fór hann heim til Íslands, til bús síns á Reykjum, og Helga með honum. Bárður, faðir hennar, frétti til hennar og kom um haustið norður að Reykjum og sótti hana og hafði heim með sér, enda var Skeggi þá kvæntur.

Kollafjörður

Kollafjörður – kort 1903.

Helga varð aldrei söm eftir þetta. „Engu undi hún sér, síðan er hún skildi við Skeggja; mornaði hún ok þornaði æ síðan“. Hún undi ekki heima og hvarf þaðan á burt. Fór hún víða um landið og festi hvergi yndi, var alls ötaðar með dul og oftast fjarri mönnum og oft í hreysum og hólum. Söguhöfundurinn segir, að Helguhellir í Drangahrauni sé við hana kenndur, „ok miklu víðar eru örnefni við hana kennd um Ísland“. Annars segir sagan aðeins frá einu sérstöku atriði úr lífi hennar á þessum hrakningum. Hún þáði veturvist að Hjalla í Ölfusi hjá þeim feðgum, Þóroddi goða og Skafta lögsögumanni. Var hún þar sem annars staðar með dul og lá í yztu sæng í skála og hafði fortjald fyrir. Hún sló þar hörpu nær allar nætur, því að henni varð ekki svefnsamt. Heimafólkið leiddi getum að, hver kona þessi myndi vera. Austmaður var þar á vist, er Hrafn hét. Hann forvitnaðist eina nótt undir tjaldið og sá, að Helga sat uppi í einum serk, og sýndist honum konan fríð mjög. Vildi hann upp í sængina til hennar, en hún varnaði þess, og tókust þau á, og urðu þær lyktir, að annar fótleggur og annar handleggur austmannsins gengu sundur, en Helga hvarf þaðan litlu síðar.

Ölfus

Hjalli 1898.

Fleira segir höfundur Bárðarsögu oss ekki frá Helgu. En sá, sem jók þætti Gests Bárðarsonar við söguna, leiðir Helgu aftur snöggvast fram á sjónarsviðið. Hann segir frá því, hversu Bárður hefndi dóttur sinnar á Skeggja. Hann kom að Reykjum haustkveld eitt, í dulargervi, og nefndist Gestur. Falaði hann veturvist þar og fékk hana fyrir atbeina Eiðs Skeggjasonar. Um veturinn tældi hann Þórdísi, dóttur Skeggja, fimmtán vetra gamla. Ól hún sveinbarn um haustið eftir í seli föður síns og nefndi drenginn Gest, eftir hinum horfna föður hans. Næsta dag kom ókunnug kona í selið og bauð að taka við sveininum og fóstra hann, og lét Þórdís það eftir.
Tólf árum síðar kom hin sama kona með drenginn til Þórdísar, sagði henni, að hún væri Helga Bárðardóttir Snæfellsáss, og Bárður, faðir sinn, væri einnig faðir drengsins. Hafði Helga alið hann upp, „en víða höfum vit Gestr verit, því at heimili mitt er eigi í einum stað“. Hvarf hún síðan á brott, og er þess eigi geti, að Þórdís sæi hana síðar. Að öðru sinni getur höfundur þáttarins Helgu, er hann telur hana meðal boðsgestanna í tröllaveizlunni miklu, er Hít tröllkona í Hítardal hélt, en ekki er Helgu að öðru neitt getið við þá atburði, er gerðust í veizlu þessari.

Geldinganes

Geldinganes – Helguhóll.

Höfundur Bárðarsögu segir sögu Helgu aðeins í stórum dráttum. Er það sönnun þess, að sú saga er ekki skáldskapur hans sjálfs. Ef hann hefði sjálfur búið sögu þessa til, myndi hann hafa sagt hana miklu nákvæmar og greint fleiri einstaka atburði úr ævi hennar. Hann hefði þá eigi látið sér nægja að segja, að hún hefði „náliga“ gefið Skeggja líf í viðureign hans við tröllin í Eiríksfirði. Hann hefði sagt, með hvaða hætti hún hefði hjálpað honum. Hann myndi hafa sagt frá fleiri atburðum úr ferðum hennar um landið en viðureign hennar við austmanninn á Hjalla einni saman. Hann myndi hafa greint fleiri örnefni, sem við hana væru kennd, en Helguhelli einn, úr því að hann á annað borð fór að geta þess, að örnefni væru við hana kennd víðar um landið en á Snæfellsnesi. Allt bendir til þess, að það, sem sagan segir af Helgu, sé aðeins ágrip af ítarlegri sagnaþætti, sem af henni hefur gengið og höfundurinn hefur þekkt. En einhverra hluta vegna hefur hann annaðhvort ekki talið þörf á að segja þá sögu ítarlegri en hann hefur gert eða ekki talið sér það fært. Vegna þessarar tregðu hans kunnum vér nú ekki meira úr sögunni af Helgu Bárðardóttur en það, sem greinir í hinu stutta ágripi hans, og er hér sem oftar, að vér eigum þá sök á hendur höfundinum að telja, að hann hefur sagt oss færra en hann gat sagt og færra en vér myndum kjósa, að hann hefði sagt.

Helgustekkur

Helgustekkur – loftmynd.

En aðalatriðin úr sögunni af Helgu Bárðardóttur hefur höfundurinn þó sagt og nóg til þess, að vér getum skilið, að sú saga hefur verið nokkuð sérstæð meðal hinna fornu sagna vorra, þeirra, er vér nú kunnum skil á. Saga Helgu er harmsaga konu, er beið tjón á sálu sinni. Hún hafði fengið að njóta alsælu ástar sinnar um stund, en brátt var hún svipt þeirri sælu, og síðan bar hún brostinn streng í sálu sér.

Helgustekkur

Helgustekkur í Grafarvogi.

Tapað hefur seggurinn svinni, sumarlangt gleðinni minni, kvað ókunn skáldkona fyrir löngu síðan. Skeggi tapaði gleði Helgu, ekki sumarlangt, heldur ævilangt. Hún reikaði eirðarlaus stað úr stað, einræn og mannfælin, var með dul, þegar hún var meðal manna, en oftar var hún þó fjarri mönnum, ein með sorg sinni. Þegar harmar hennar bönnuðu henni svefn, lék hún á hörpu sína, tjáði sorg sína og leitaðist við að sefa hana með tónum hörpunnar. Þessi var harmsaga Helgu Bárðardóttur, og er hún þó ekki fullsögð.
Sagan segir ekkert um hug Skeggja til hennar, hvort hann hefur fest ást á henni eða aðeins tekið hana til sín, sér til stundargamans á ferðum sínum erlendis, og hún segir ekkert um það, hvers vegna hann lét hana eina. En það er eins og vér getum lesið á milli línanna, að þessi örlög Helgu hafi verið henni ásköpuð. Þau Skeggi voru hvort af sínum heimi og Helga þó af fleiri heimum en einum. Hún var ekki mennsk nema að nokkru. Dumbur, föðurfaðir hennar var tröllaættar að móðerni, og móðir hennar var dóttir Dofra jötuns úr Dofrafjöllum. Tröllið og maðurinn hafa togazt á í sál hennar. Hin fagra og glæsilega kona, sem knúði hörpu sína í lokrekkjunni á Hjalla, og sumir héldu, eins og síðar verður vikið að, að væri sjálf Guðrún Gjúkadóttir, hin stolta drottning úr heimi hetjukvæðanna, sat líka veizluna hjá Hít tröllkonu, með Jóru úr Jórukleif, Surti af Hellisfitjum, Ámi og Glámi úr Miðfjarðarnesbjörgum og mörgum öðrum tröllum víðsvegar af landinu, svo langt og vítt sem bilið þó var milli Niflunga og bergþursa. Þegar tveir svo ólíkir eðlisþættir mætast í einni mannssál, þá er viðbúið, að það sé fyrirboði harmsögu, og sú varð raunin á um Helgu.

Helgustekkur

Helgustekkur – uppdráttur.

Saga Helgu Bárðardóttur er bæði forn og ný. „Flúinn er dvergur, dáin hamratröll“, kvað Jónas Hallgrímsson, og í einni yngstu tröllasögunni í íslenzkum þjóðsögum er frá því sagt, að þá voru einar tvær tröllkonur eftir hér á landi, og þær sáu fram á það, að tröllakynið yrði aldauða í landinu með sér, og nú eru þær sjálfsagt báðar dauðar fyrir löngu. Sá sem er einn á ferð á milli Bjólfells og Búrfells, þarf ekki að kvíða því, að hann heyri tröllkonurnar í fjöllum þessum kallast á um pottlán til að sjóða hann í, eins og kom fyrir Gizur á Lækjarbotnum forðum. Ferðamönnum, sem leita sér skjóls í kafaldsbyljum í einhverju djúpu hamragili inni á öræfum, stoðar ekki að kveða Andrarímur, þótt þá langi í heitan graut, því að nú er þar enginn, sem réttir þeim grautarausu að kvæðalaunum. En þótt tröllin séu horfin úr hömrum og hellum, er ekki örgrannt um, að finna megi vott af eðli þeirra hjá mannfólkinu. Enn á það sér stað, að manneðli og trölleðli togast á í sálum manna, og enn sem fyrr verða þau átök upphaf að margs konar harmsögum.

Helguklettur

Helguhóll í Bringum.

Sagan um Helgu Bárðardóttur hefur ekki verið staðbundin á Snæfellsnesi. Hún hefur verið kunn víða um landið, ef til vill um land allt. Höfundur Bárðarsögu segir, að Helguhellir í Drangahrauni sé við hana kenndur. Er þetta í heimahögum hans sjálfs. Drangahraun er hraunið fyrir utan Dagverðará, og dregur það nafn af Lóndröngum. En hann getur þess einnig, að miklu víðar séu örnefni við hana kennd um Ísland, og allt niður á síðustu öld geymdust munnmæli um Helgu í öðrum héruðum og örnefni kennd við hana. Síra Magnús Grímsson getur þess, að sagnir séu um það, að Helga Bárðardóttir hafi um hríð hafzt við í Helguseli í Mosfellsdal, og sé það við hana kennt. Sel þetta stóð norðan undir miðju Grímmannsfelli niðri við Köldukvísl. Helgufoss er í ánni, skammt fyrir ofan selið, Helguhvammur heitir hvammurinn, sem selið stóð í, og Helguhóll er hamrahóll fram undan selinu. Síra Magnús telur, að öll þessi nöfn séu kennd við Helgu, og í Helguhól á hún að hafa gengið í elli sinni og aldrei komið út aftur.
Helgufell heitir í fjöllunum milli Hítardals og Dunkárdals. Helgusæng er lág þar uppi í fjallinu og Helguhóll stór hóll í miðjum flóa neðanvert við Dunkárdal. Örnefni þessi eiga öll að vera kennd við Helgu Bárðardóttur. Hún á að hafa búið í Helgufelli, haft legurúm sitt í Helgusæng og verið heygð í Helguhól, er hún andaðist.
Mér þykir ekki líklegt, að þessi munnmæli og nöfn stafi frá Bárðarsögu. Hitt er sennilegra, að þau séu frá þeim tímum, er saga Helgu enn gekk í munnmælum, fyllri en hin ritaða saga.

Helgusel

Helgusel – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar landnámsmennirnir sáu Ísland rísa úr sæ, hið ókunna land, sem átti að verða heimkynni þeirra og niðja þeirra, og þegar þeir stigu þar á land og svipuðust um, er líklegt, að þær hugsanir hafi hvarflað að þeim flestum eða öllum, hvers konar vættir myndu byggja landið, hvers þeir myndu þurfa að gæta til þess að gera sér þær hollar, og hvað þeir þyrftu að varast til þess að styggja þær ekki.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands – landvættirnir.

Á landnámsöld var trúin á landvættir enn í fullum blóma á Norðurlöndum. Hún átti sér þar djúpar rætur og langan aldur, og er líklega eitt af því, sem frumlegast er og elzt í fornum átrúnaði Norðurlandabúa. Víða um lönd hafa frumstæðar þjóðir trúað því, að ýmiss konar dularvættir drottnuðu yfir jörðinni, hver í sínu ríki. Menn trúðu því, að vættir byggju í fjöllum og fossum, í hömrum og steinum, í lindum og lundum, og þeir töldu það vera eitt hið mesta vandamál mannanna að kunna að haga réttilega sambýli sínu við vættir þessar. Fræðimenn greinir á um upptök trúar þessarar. Ætla sumir, að landvættirnar séu í fyrstu andar framliðinna manna. Aðrir telja, að þær hafi, a.m.k. sumar, verið náttúruvættir frá upphafi vega, og til þess getur það m.a. bent, að landnámsmennirnir íslenzku bjuggust við að hitta landvættir fyrir í hinu mannlausa landi, er þeir hugðust að nema. Vér sjáum enn nokkrar minjar af trú forfeðra vorra á landvættir, bæði í fornbókmenntunum og í örnefnum. Þær minjar eru þó mjög í brotum, og þekking vor á þessu máli er því ófullkomin. En eitt af því, sem oss er kunnugt um í þessu efni, er það, að menn trúðu því, að vættir byggju í fjöllum. Sönnun þess er t.d. nafnið Ármannsfell í Þingvallasveit. Fellið hefur hlotið þetta nafn vegna þess, að menn trúðu því, að landvættur (ármaður) byggi í því.

Helgusel

Helgusel – stekkur o.fl. – Uppdráttur ÓSÁ.

Landnámsmennirnir hafa fljótlega gengið úr skugga um það, að Ísland var ólíkt öðrum löndum, er þeir þekktu. Þeir sáu hér náttúrufyrirbrigði, sem þeir höfðu hvergi séð annars staðar, svo sem eldfjöll og hraun, hveri og laugar. Auk þess var margt, sem þeir þekktu annars staðar að og hittu fyrir hér, með nýjum brag. Fjöllin íslenzku voru t. d. með allt öðrum svip en fjöllin, er þeír þekktu í fjalla- og fjarðabyggðum Noregs.

Garður

Spil við Helgustaði í Garði.

Landnámsmönnum, er sigldu að landi með Snæfellsjökul fyrir stafni, hefur ekki dulizt það, að slíkt fjall höfðu þeir hvergi séð í löndum þeim, er þeir komu frá. Þótt þeir kunni að hafa litið öðrum augum á náttúruna en vér nútímamenn gerum og lagt annað mat á fegurð hennar og tign en vér gerum, þá fer varla hjá því, að þeim hafi þótt Jökullinn tilkomumikill, þar sem hann gnæfði við loft, höfði hærri en hnjúkarnir allir, sem fylkt var að baki honum inn eftir endilöngu nesinu, stóð þar eins og fyririrliði í brjósti fylkingar sinnar og horfði út til hafs af yztu þröm skagans. Fer varla hjá því, að þeir hafi hugsað eitthvað á þá leið, að í slíku fjalli hlyti mikil vættur að búa, að ás Snjófells hlyti að vera bæði voldugur og máttugur. Þeir, er námu land umhverfis Jökulinn, settust að í umhverfi, sem alls staðar var svipmikið og stórfenglegt, og sums staðar jafnvel ægilegt og ógnandi. Þeim hefur litizt svo á, sem þetta nýja umhverfi þeirra væri líklegt til að vera aðsetur margs konar vætta og sumra, sem eigi mundu reynast mönnunum hollar. Kynni þeirra af hamförum hafs og storma og baráttan, sem þeir urðu að heyja við þessi trylltu náttúruöfl, hafa enn styrkt þá í trúnni á vættirnar.
Í slíku landi gat mönnunum verið ærin þörf á hjálp hollvætta, er haldið gátu illvættunum í skefjum. Var þá eigi önnur vættur líklegri til hjálpar en ás fjallsins mikla, er lyfti ægishjálmi sínum hátt á loft yfir byggðum þessum. Það er því ekki ótrúlegt, að trúin á Snæfellsásinn sé jafngömul byggðinni á nesinu.

Helgufoss

Helgufoss.

Annars verðum vér að hafa það hugfast, að ekki er ólíklegt, að þriggja alda kristni hafi breytt nokkuð hugmyndum manna um landvættirnar og þær hafi því, er Bárðarsaga var rituð á 14. öld, verið orðnar ólíkar því, sem þær voru í landnámsöld. Vera má enn fremur, að höfundur sögunnar hafi bætt einhverju frá sjálfum sér inn í sagnirnar, sem hann skráði, og ef til vill breytt einhverju í svip Bárðar frá því, sem munnmælin höfðu lýst honum.

Sturlaugur

Sturlaugur við áletrun á berginu ofan Helguvíkur við Keflavík.

Hjá Bárði mættust þannig ólíkir eðlisþættir, og svo fór, að trölleðli hans fékk yfirtökin um stund. Hvarf Helgu, dóttur hans, leiddi til byltingar í sálarlífi hans. Hann trylltist, er hann fékk fréttina um það, spratt þegar upp og gekk inn að Arnarstapa, tók bróðursyni sína undir sína hönd hvorn, fleygði Rauðfeldi niður í Rauðfeldsgjá í Botnsfjalli og Sölva fram af Sölvahamri, og létu þeir báðir líf sitt. Munnmæli síðari tíma bæta þriðja bróðurnum við, Þóri, er hann hafði fleygt fram af Þórishamri í Hamrendafjalli. Síðan átti Bárður illskipti við Þorkel, bróður sinn, og beinbraut hann, og skildust þeir bræður með fullkomnum fjandskap, en Þorkell flutti úr héraðinu. Eftir þetta gerðist Bárður „bæði þögull ok illr viðskiptis, svá at menn höfðu engar nytjar hans síðan“. Hann skildi það sjálfur, að hann bar „eigi náttúru við alþýðu manna“, og tók það ráð að hverfa úr mannheimum og gerast dularvættur. Þá komst aftur jafnvægi á skapferli hans, máske svo að risaeðlið hefur sætt manninn og tröllið í honum. Hann sættist við Þorkel, bróður sinn, og varð hollvættur héraðs síns.“

Eftirfarandi fróðleikur um örnefni í Keldnalandi eru tekin saman af Halldóri Vigfússyni laugardaginn 27. ágúst 1949 í viðræðum við við Björn gamla Bjarnarson (93 ára) í Grafarholti. Þar kemur m.a. fram staðsetning á hringmyndaðri rúst er nefnd hefur verið Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft.
Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi“. Helgusel í Helguhvammi neðan við Helgufoss undir Bringum heitir einnig eftir henni. Auk þess Helguhóll í Viðey og Helgusker í Kollafirði. Helgustekkur hefur verið látinn óáreittur og er nú við göngustíg er liggur aftan (austan) við háu fjölbýlishúsin við Frostafold. Fleiri minjar, sem minnst er á, má enn sjá í Keldnalandi.

Helgusel

Helgusel – upplýsingaskilti í Bringum.

Við Helgusel í Bringum er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: „Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
GöBringur-6mul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: „Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. Var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum.“
Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan.“

Helgustekkur

Helgustekkur.

Helgustekkur er á grænu svæði sem er á milli húsana Frostafoldar 14 og 18 og Jöklafoldar 23-33. Svæðið er grasi gróið. Um hann segir í Örnefnalýsingu: „Á hábungunni beint vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti nyrst á Geldinganesi. Einnig. „Skrýtilegt er það, að vestast á Viðey er klettadrangur sem heitir Helguhóll eða Helguklettur, og Helgusker er í Kollafirði.“

Heimildir:
-Mosfellingur, 8. tbl. 22.05.2014, Stofnun fólkvangs í landi bringna í Mosfellsdal, 18.6 hektarar við Helgufoss, bls. 12.
-Helgafell, 8.-10. tbl. 01.12.1942, Undir Jökli, Ólafur Lárusson; Ýmislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss, bls. 337-348.
-Helgafell, 1.-3. tbl. 01.01.1943, Undir Jökli, Ólafur Lárusson; Ýmislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss, bls. 51-62.
-http://www.keldur.hi.is/um_ornefni.htm?detail=1003119&name=frettasida
-Örnefnskrá Halldórs Vigfússonar yfir Keldur, eftir frásögn Björns Bjarnarsonar. (Ö.Keldur.1).
-Örnefnastofnun. Keldur. H.V. Skráð 1949. Örnefnastofnun Gufuness.
-Fornleifaskrá Reykjavíkur, Bjarni F. Einarsson, 1995.

Helgusel

Helgusel.