Færslur

Vífilsstaðavatn

Við norðurenda Vífilsstaðavatns á að vera Álfaklettur.
Gísli Sigurðsson segir þetta um hann í örnefnalýsingu sinni yfir Vífilsstaði: “Þá liggur Landamerkjalínan í Smalholtsvörðu á Smalholti. alfaklettur-1Norðaustur frá Vífilsstaðahælinu er hæð, nefnist Skyggnir, og efst þar er Skyggnisþúfa. Þegar Alfaraleiðin var farin hér austur og inn með vatninu var komið í vog eða krika sem nefndist Hálshúskriki. Og þá hefur Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnsstekkur en í fornu bréfi og Jarðabók Árna og Páls er nefnt Finnsstaðir, hjáleiga frá Vífilsstöðum, þá niðurlögð fyrir nokkru. Þarna er svo Álfaklettur, mikill steinn rétt hjá. Þegar haldið er suður með vatninu er komið í Króka, upp af þeim er mýrarkorn og þar í uppsprettur. Dýjakrókar er mýrin Krókamýri. Þar er nú Vatnsból Garðakauptúns og Garðahverfis. Upp frá Hálshúskrika liggur leiðin upp á Vífilsstaðaháls. Hér í norður, bak við Smalholt, er Rjúpnahlíð og þá Rjúpnadalur og svo Rjúpnahæð með Rjúpnahæðarvörðu.”
Svanur Pálsson segir í örnefnalýsingu sinni: “Suðaustan Hnoðraholts og norðaustan Vífilsstaðavatns er Smalaholt. Milli þess og Hnoðraholts er Leirdalsop. Milli Skyggnisholts og Smalaholts eru rústir á lágum hól, sem nefnast Finnsstekkur eða Finnsstaðir. Þar nálægt á að vera stór steinn, er kallast Álfaklettur. Austan við Smalaholt er Rjúpnadalur.”

alfaklettur-2

Hálshúskriki er á milli Skyggnisholts og Smalaholts, vestan Finnsstekks. Um krikann lá þjóðleiðin fyrrum. Má enn sjá ummerki eftir hana, ef vel er gáð. Í Hálshúskrika er stór steinn, reyndar eini “kletturinn”, sem þar er að finna – líklega fyrrnefndur “Álfaklettur”. Reyndar eru klettarnir tveir, annar minni. Milli þeirra eru leifar að hleðslu sem og í hálfhring á milli þeirra að norðaustanverðu. Þarna hefur verið gert skjól fyrrum og ekki er ólíklegt að ætla að þarna geti verið nefnt “Hálshús”, sem krikinn er nefndur eftir. Ekki eru kunnar skráðar sögur eða sagnir af Álfakletti, en ef einhver kynni frá þeim að segja, væri fróðlegt við þeim að bæta… 

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson, örnefnalýsing.
-Svanur Pálsson, örnefnalýsing.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn.