Færslur

Úlfljótsvatn

Í Fréttarbréfi Ættfræðingsfélagsins fjallar Elva Brá Jensdóttir m.a, um “Hjátrú og kynlegi kvisti við Úlfljótsvatn;

Hjátrú og kynlegir kvistir
Nesjavellir“Frásagnir Kolbeins Guðmundssonar bónda á Úlfljótsvatni og barnabarn hans, Katrínar og Guðmundar Símon Dalaskáld, Samúel Súðadallur, Guðmundur kiði og fleiri litríkir karakterar koma við sögu þegar Kolbeinn Guðmundsson og börnin hans Katrín og Guðmundur rifja upp minningar sínar frá Úlfljótsvatni upp úr aldamótunum 1900.
Á Stofnun Árna Magnússonar (SÁM) eru varðveittar upptökur af frásögnum Kolbeins Guðmundssonar (1873-1967) og barna hans, Katrínar (1897-1982) og Guðmundar (1899-1987), en Kolbeinn var bóndi á Úlfljótsvatni kringum aldamótin 1900. Hallfreður Örn Eiríksson safnaði sögnunum á 7. og 8. áratugnum en þær gerast flestar á heimaslóðum þeirra,
Úlfljótsvatni, eða nágrenni.

Þurfti að flýta sér
ÚlfljótsvatnÞegar Guðmundur og Katrín voru börn tíðkaðist enn að förumenn eða flakkarar færu á milli bæja og segðu sögur eða færu með kvæði í skiptum fyrir mat og gistingu, ef væru þeir óvinnufærir. Sumir hverjir voru eftirminnilegir og skrautlegir en aðra var ekkert varið
í að hýsa. Guðmundur segir til dæmis frá Jóhannesi Jónssyni, sem þótti sérkennilegur að mörgu leyti, en eitt sinn þegar hann hafði gist á Nesjavöllum þurfti hann skyndilega að flýta sér í burtu. Kom svo í ljós að hann hafði gengið örna sinna í rúmið og búið svo kyrfilega um það.
Ögn þrifalegri var Samúel súðadallur, hressilegur karl, en hann stundaði sníkjuferðir í sveitinni, safnaði smjöri, ull og hverju sem var, og bað svo bændurna að flytja það heim til sín. Honum var þó ekki gefið um kjöt að gjöf, sagðist heldur vilja kindur og geta rekið þær heim svo það þyrfti ekki að flytja kjötið öðruvísi.
Hann þótti svo skemmtilegur að enginn amaðist við honum.

Kraftaskáldið
ÚlfljóstvatnSá sem var þó í mestum metum, af þeim sem þáðu gistingu á Úlfljótsvatni, var Símon Dalaskáld en hann gat snarað fram vísu um heimilisfólkið á staðnum og vakti mikla lukku. Hann var sagður kraftaskáld en þau eru sögð hafa ýtt undir þann orðróm sjálf, því almennt þótti vissara að halda þeim góðum svo ekki yrði til nein níðvísa um heimilisfólkið.
Margar frásagnir fjalla um álagabletti. Víða var blettur eða þúfa sem ekki mátti hreyfa við og má þar nefna toppinn á Hrútey, Litla-Hólma og Arnarhólma en Kolbeinn sagði slíka bletti hafa fyrirfundist á hverjum bæ. En álögin voru ekki einungis á þúfunum.
Katrín segir að áður fyrr hafi verið mun meiri silungur í vatninu, en tvær húsmæður rifust um veiðina, og önnur þeirra lagði það á að hluti silungsins í vatninu yrði að mýflugu. Skýringin á mýflugnamergðinni mun þá vera sú að hún sé silungur í álögum.

Áhrínsorð
Álögin gátu líka beinst að fólki. Guðmundur segir frá gamalli, bæklaðri konu sem hann hitti, en hún varð fyrir áhrínsorðum þegar hún var ársgömul. Móðir hennar reifst við vinnukonuna með miklu offorsi og óskaði vinnukonunni alls ills – að hún yrði að aumingja.
Meðan á þessu stóð hélt húsmóðirin á dóttur sinni í fanginu. Þegar hún svo setur litlu telpuna á gólfið er hún norðin máttlaus öðrum megin. Vinnukonan hafði þá beint áhrínsorðunum að barninu.
Afi Guðmundar var níu ára á þessum tíma enGuðmundur sagði hann hafa munað vel eftir þessum atburði. Konan, sem varð varanlega fötluð, kenndi móður sinni alfarið um hvernig komið væri fyrir sér. Guðmundur segir konuna þó hafa getað gert ýmislegt, þrátt fyrir fötlun sína, en hún gætti eldsins, eldaði jafnvel mat og baslaði við að prjóna.

Guðmundur kíði
ÚlfljóstvatnFlökkumennirnir sem komu að Úlfljótsvatni sögðu alls kyns sögur, en vinsælastar voru drauga- og huldusögur sem kemur ekki á óvart, sérstaklega þegar litið er til þess að margir óútskýranlegir atburðir gerðust á bænum. Ber þá helst að nefna draugaganginn sem kenndur hefur verið við Guðmund kiða, sem var fjármaður á Úlfljótsvatni fyrstu búskaparár Kolbeins og Geirlaugar. Hann skilaði sér ekki heim með féð eitt kvöldið og um nóttina dreymdi Geirlaugu að hún væri komin í beitarhúsin til hans og spyr hvort hann ætli ekki að koma heim en Guðmundur kiði svarar: Nei, ég ætla ekki að koma heim, því að ég rak féð niður að vatninu og út á vatnið og það fór töluvert af því í vatnið og ég ætla ekki að koma heim þess vegna.
Geirlaug segir þá að honum sé óhætt að koma heim fyrir því, fyrst hann hafi ekki farið í vatnið sjálfur þá sé allt í lagi en Guðmundur kiði svarar þá : „Nei, ég ætla að vera hérna fyrst um sinn.“
Draumur Geirlaugar var ekki lengri en Guðmundur kiði fannst þegar róið var eftir vatninu. Hann hafði farið ofan um ís og drukknað ásamt þrjátíu kindum en þegar hann fannst hélt hann um hornið á einni kindinni, sem hann hefur ætlað að bjarga. Marg oft hefur orðið vart við hann, sérstaklega við fjárhúsin og vatnið en þar á hann að halda til og alltaf sést þessi eina kind með honum.

Naglar í kross
ÚlfljóstvatnÍ viðtölunum við fjölskylduna frá Úlfljótsvatni er yfirleitt talað um að fólk hafi orðið vart við eitthvað en aldrei er sagt berum orðum að draugatrú hafi verið ríkjandi í sveitinni. Engin hræðsla virðist hafa verið við það sem ekki var hægt að útskýra og myrkfælni þekktist ekki hjá heimamönnum. Draugafrásagnir eru ofarlega á lista. Þó var þeim tekið af æðruleysi á þessum tíma eins og Guðmundur orðar það sjálfur: „Jaaa, það var nú ekki beint draugatrú [ … ] en það var nú samt [ … ] það var nú vart við svona hitt og þetta, það var til dæmis hjá okkur á Úlfljótsvatni sko, að það var eins og þetta væri bara umgengist bara eins og heimilisfólkið.“

Grafningur

Úlfljótsvatn fyrrum.

Guðmundur segir frá því þegar bóndinn frá Hagavík ásótti hann. Bóndi þessi hafði sagt að hann færi ekki sjálfráður frá jörðinni og ef hann færi, riði hann ekki klofvega. Þegar hann lést var hann jarðsettur á Úlfljótsvatni. Eitthvað hefur hann verið ósáttur við að þurfa að yfirgefa þennan heim því Guðmundur sá hann liggja hjá sér í rúminu og fékk ekki svefnfrið fyrir honum og kvartaði undan þessu á morgnana. Að lokum fór Kolbeinn, faðir hans, út að leiði karlsins, talaði yfir honum og rak nagla í kross, í hornin og miðjuna. Eftir það varð Guðmundur ekki var við hann.

Boli að láni
Nátengdar draugasögunum eru sögur af huldufólki. Guðmundur segir söguna af því þegar kýrnar á Bíldsfelli voru reknar norður með Sogi en boli á öðru ári var hafður með þeim. Um kvöldið fannst bolinn hvergi og getgátur voru uppi um að hann hann hefði farið í Sogið. Ári seinna, þegar kýrnar voru sóttar á sömu slóðir, var bolinn með þeim, en mun stærri en hann hefði átt að vera eftir þennan tíma. Fólkið þóttist vita að boli hefði verið hjá huldufólki sem hafi þurft á honum að halda.
Segja má að viðhorf fjölskyldunnar frá Úlfljótsvatni gagnvart draugum og huldufólki einkennist einna helst af virðingu fyrir því sem ekki er vitað hvað er. Það er látið liggja á milli hluta hvort einhver óútskýranlegur atburður sé draugur eða ekki, en yfirleitt er sagt að „einhver hafi orðið var við eitthvað“ sem má svo túlka á hvaða veg sem er.
Greinin er unnin upp úr lokaritgerð höfundar til BA-gráðu við Háskóla Íslands.”

Heimild:
-Fréttarbréf Ættfræðingsfélagsins; Hjátrú og kynlegir kvistir, Elva Brá Jensdóttir, 3. tbl. 01.09.2013, bls. 10-11.
Úlfljótsvatn.

Nesjar

Í “Fornleifar í Grafningi” er m.a. fjallað um bæi; Nesjar, Hagavík, Krók, Villingavatn, Bíldsfell, Tungu, Hlíð, Stóra-Háls, Litla-Háls og Torfastaòi, auk merkilegra minja.

Saga byggðar í Grafningi

Grafningur

Grafningur.

Samkvæmt báðum megingerðum Landnámabókar reisti landnámsmaðurinn í Grafningi sér bú á Bíldsfelli. Leysingi hans, Steinröður Melpatreksson, sem á að hafa verið af göfugum ættum frá Írlandi, fékk hinsvegar land þar norðan við, svokölluð Vatnslönd og á að hafa búið á Steinröðarstöðum. Ekki er getið um nyrðri mörk á landnámi Þorgríms bílds á Bíldsfelli eða um mörk milli landareigna þeirra Steinröðar en líklegt verður að telja að Vatnslönd eigi að vísa til landsvæðisins þar sem síðar voru jarðirnar Úlfljótsvatn, Villingavatn og Ölfusvatn. Óvíst er hvort land Nesja hefur átt að vera innan landnáms Steinröðar en lengra til norðurs hefur það ekki átt að ná því Heiðabær á að hafa verið landnámsbær.’* Vísbending um mörk landnáma við sunnanvert og vestanvert Þingvallavatn er að Nesjar áttu sókn til Ölfusvatnskirkju en sóknamörk virðast oft hafa ráðist af fornum landareignum. Jórukleif er einnig eðlilegt landamerki af náttúrunnar hendi og hefur ekki aðeins skipt landareignum og sóknum heldur einnig hreppum um aldir og er vísast að sama hafi gilt er lönd byggðust í fyrstu kringum Þingvallavatn. Sú tilgáta verður því að teljast líklegust að nyrðri mörk á Vatnslöndum hafi verið milli Nesja og Heiðabæjar.

Grafningur

Grafningur.

Um mörk milli landnáma Þorgríms bílds og Steinröðar getur aðeins skeikað um Úlfljótsvatn. Ef farið er eftir nafngjöfum gæti verið eðlilegt að líta svo á að Úlfljótsvatn hafi verið hluti af Vatnslöndum en hinsvegar er hálsinn milli Úlfljótsvatns og Villingavatns eðlilegri landamerki frá náttúrunnar hendi. Um þetta verða ekki hafðar annað en getgátur en ólíklegt gæti þótt að Þorgrímur bíldur hefði gefið frá sér svo mikið og gott land, jafnnálægt Bíldsfelli og Úlfljótsvatn er. Syðri mörk á landnámi Þorgríms eru sögð vera við Þverá. Engin á með því nafni er nú á þessu svæði en einsætt er að Þverá sé sama á og Tunguá.”“ Landnám Þorgríms verður að vísu ekki mjög stórt með því móti; með vissu nær það yfir jarðirnar Bíldsfell, Tungu og Hlíð og mögulega Úlfljótsvatn, en Torfastaðir, Stóri- og Litli-Háls verða einskonar útkjálki í landnámi Orms hins gamla í Hvammi í Ölfusi.“ Ekki er óhugsandi að Þverá hafi verið einhver smálækur sunnanvið Torfastaði en þeir eru ekki margir og yfirleitt eru landnám látin miðast við meiriháttar vatnsföll í Landnámabók.

Grafningur

Upptök Kaldár í Grafningi.

Ekki er hægt að taka landnámssögnum í Landnámabók sem beinum heimildum um landnám. Þær geta að vísu geymt forn minni og verðið bygðar á sögnum með sannleikskjarna í en margt annað getur hafa haft áhrif á þær, einkum í samtíma þeirra sem stóðu fyrir því að festa sögurnar á bókfell. Sömuleiðis er greinileg ritstjórnartilhneyging, sennilega ættuð úr Styrmisbók, að miða landnámsmörk við afgerandi skil í landslagi, fjöll eða ár, jafnvel þar sem ár renna um svæði sem eðlilegra væri að líta á sem búsetulega heild og á seinni tímum hafa verið innan sömu sókna og hreppa. Þannig virðist nærtækara að ímynda sér að þegar menn komu fyrst yfir Grafningsháls eða norður með Ingólfsfjalli að austan þá hafi þeir kastað eign sinni á allt svæðið milli Bíldsfells og norðurhlíða Ingólfsfjalls, að þar hafi til að byrja með myndast byggðakjarni, mögulega með fleiri en einu búi, sem seinna hafi skipst upp í jarðirnar Bíldsfell, Tungu, Hlíð, Stóra-Háls og Litla-Háls og Torfastaði. Bíldsfell og Torfastaðir hafa verið bestu jarðirnar af þessum, þar voru kirkjur á miðöldum og þær voru dýrast metnar. Sennilegast er að ummerkja um elstu byggð í Grafningi sé að leita í landi þessara jarða, og mögulega Tungu, en Hálsjarðirnar og Hlíð hafa að líkindum byggst seinna en hinar enda eru landgæði þar mun minni en niðri við Sogið. Möguleg ástæða fyrir því að landnámsmörkin eru látin vera við Tunguá í Landnámabók og jarðirnar sunnan við hana látnar tilheyra landnámi með kjarna í Ölfusi, gæti verið að þjóðleiðin milli Ölfuss og uppsveita Árnessýslu, þ.á.m. Skálholts, lá áður fyrr um Grafningsháls og á vaði yfir Sogið í Álftavatni fyrir landi Torfastaða. Það gæti því hafa haft þýðingu fyrir áhrifamenn í Ölfusi að ráða fyrir eða gera tilkall til jarðeigna á þessari leið. Hugsast gæti jafnvel að landnámsmörkin hafi verið dregin á þennan hátt einmitt vegna þess að Ölfusmenn áttu jarðirnar sunnan við Tunguá í Grafningi á 13. öld en það verður auðvitað aldrei sannað.
Þó að landgæði séu hlutfallslega mikil í kringum Tunguá og Hlíðará þá hafa þau skipst upp á milli margra jarða, þannig að jafnvel þær dýrustu, eins og Torfastaðir, hafa takmarkað landrými til beitar. Öðru máli gegnir um jarðirnar norðan við. Þær eru allar landrúmar, meira að segja þær sem eru upphaflega hjáleigur, en heyskapur hefur verið hlutfallslega minni en syðst í sveitinni. Ekki eru neinar vísbendingar til um hvar Steinröðarstaðir eiga að hafa verið.

Grafningur

Gamlasel.

Af orðalagi Landnámu um “Vatnslönd“ mætti helst ráða að þeir hefðu verið einhversstaðar á svæðinu sem nú nær yfir jarðirnar Úlfljótsvatn, Villingavatn og Ölfusvatn og má í því sambandi minnast sagna í Harðar sögu um að Grímkell goði hafi fyrst búið á öðrum stað áður en hann færði bú sitt og byggði upp bæinn á Ölfusvatni. Slíkar sagnir eru ekki óalgengar í landnámsfrásögnum og er raunar auðvelt að sjá að í ókunnu landi hefur fyrst í stað þurft að stunda nokkra tilraunastarfsmei með bæjarstæði áður en besti staðurinn innan hverrar landareignar var fundinn. Sögnin um Steinröðarstaði gæti verið minning af þessu tagi og ekki ómögulegt að þeir hafi verið sami bær og einnig var kallaður Fjöll eða Grímkelsstaðir, sem aftur var forveri Króks sem nú er.

Grafningur

Ölfusvatnslaugar.

Brynjúlfur Jónsson túlkaði frásögn Landnámu á annan hátt og leitaði leifa Steinröðarstaða innst í landi Nesja og fann þar rústir á tveimur stöðum sem honum fundust koma til greina sem fornbýli. Hvorki eru þó sagnir eða örnefni tengdar þeim sem benda í þá átt og ljóst er að á svæðinu milli Úlfljótsvatns og Nesja eru rústir á allmörgum stöðum sem gætu verið eftir fornbýli.
Í báðum Landnámugerðum er ætt rakin frá Steinröði til Brands Þórissonar á Þingvöllum. Brandur þessi var uppi á seinni hluta 12. aldar og hefur verið höfðingi, í það minnsta stórbóndi, því móðir hans var dóttir Jóns Sigmundssonar höfðingja Svínfellinga (d. 1164) og sjálfur var hann giftur systur Hrafns Sveinbjarnarsonar höfðingja Seldæla (d. 1211). Þessi ættrakning frá Steinröði gæti bent til að stórbændur á Þingvelli hafi á 12. öld átt ítök, eða gert tilkall til áhrifa, sunnan við Þingvallavatn og má hugsanlega sjá þar merki um átök á mörkum áhrifasvæða Haukdæla annarsvegar og Kjalnesinga og síðar Borgfirðinga hinsvegar.
Það er athyglisvert, að þó að Haukdælir virðist hafa verið orðnir allsráðandi í Ármesþingi þegar í byrjun 12. aldar þá er ekki að sjá að þeir hafi nokkurntíma náð beinum yfirráðum yfir Þingvöllum. Brandur og Þórir faðir hans giftust báðir dætrum stórhöfðingja úr öðrum landshlutum, og það að Brandur var svili Gissurar Hallssonar (d. 1206), en hann átti aðra systur Hrafns á Eyri, bendir ekki til annars en að þeir hafi verið pólitískir jafningjar, þó að Gissur hafi vitanlega verið áhrifameiri. Önnur vísbending um pólitíska stöðu Brands er að 1242 gifti Órækja Snorrason dóttur hans, Margréti, einum stuðningsmanna sinna!“ og hefur Brandur þá verið látinn. Órækja reyndi að fylla það skarð sem Hrafn Sveinbjarnarson skildi eftir og má vera að honum hafi fallið gjaforð Margrétar í skaut eftir móður hennar, systur Hrafns, en ólíklegt verður þó að telja að Órækja hefði getað ráðið gjaforðinu hefði Brandur ekki verið bandamaður Sturlunga. Ekki er vitað hversu lengi Brandur bjó á Þingvelli eða hvort hann dó þar en laust fyrir 1200 bjó þar Guðmundur gríss (d. 1210), sem mun hafa átt goðorð um Kjalames og var augljóslega sjálfstæður gagnvart Haukdælum og höfðingjum Borgfirðinga. Ætt Guðmundar festist hinsvegar ekki á Þingvöllum því árið 1221 bjó þar maður að nafni Guðlaugur Eyjólfsson af ætt Oddaverja!” og má af þessu ætla að Haukdælum hafi verið skipulega haldið frá beinum yfirráðum yfir Þingvöllum af hinum valdafjölskyldum landsins.

Grafningur

Þjófahellir í Grafningi.

Það voru þannig ekki Þingvellir heldur Ölfusvatn sem var útvarðstöð Haukdæla til vesturs. Þar bjó árið 1243 Símon knútur, sem hafði frá blautu barnsbeini verið fylgdarmaður Gissurar Þorvaldssonar og hafði verið með honum í Örlygsstaðabardaga og í Reykholti að aftöku Snorra Sturlusonar. Heimamaður Símonar var Þorsteinn Guðinason, sem eignað var banasár Snorra og fór Tumi Sighvatsson að þeim það ár og var Símon höggvinn en Þorsteinn handhöggvinn. Freistandi er að ætla að tilkall það til “Vatnslanda” sem birtist í ættrakningu frá Steinröði til Brands Þórissonar á Þingvelli hafi tengst viðspyrnu smáhöfðingjanna á Þingvelli við útþennslu Haukdæla um miðja 12. öld og jafnvel að þeir hafi verið leiðtogar manna suður um Grafning.
Úlfljótsvatn var stærsta jörðin í Grafningi, 60 hundruð að fornu mati,“ en flest bendir til að framan af miðöldum hafi Ölfusvatn verið aðalbýlið og miðstöð byggðarinnar. Þegar bóndinn á Ölfusvatni lagði grunnin að fastri prestvist við kirkjuna þar á 12. öld gaf hann til hennar auk hluta í heimalandi, Sandey í Þingvallavatni og hluta af Hagavíkurlandi, sennilega helming þess. Þessar gjafir bera með sér að hann hefur átt Hagavík og Sandey og er eðlilegast að ætla að þau lönd hafi verið hluti af upphaflegri landareign Ölfusvatns. Lega Sandeyjar í Þingvallavatni bendir sterklega til þess að Ölfusvatn hafi byggst og eign verið kastað á eyjuna áður en byggð festist á Nesjum, í Heiðabæ eða á Mjóanesi. Um fornt mat Ölfusvatns eru ekki ótvíræðar heimildir, það hefur ekki verið minna en 48 hundruð og hugsanlega 60 ef Krókur er talinn með.” Höfundur Harðarsögu“’ lætur Grímkelgoða, sem greinilega á að vera meiriháttar höfðingi, búa á Ölfusvatni og þar hefur verið komið prestsetur fyrir 1200 en að Úlfljótsvatni kemur fyrst setuprestur á 13. öld.? Fyrir þann tíma má ætla að allir bæir í Grafningi hafi átt sókn til Ölfusvatns, en eftir að Villingavatn var lagt til kirkjunnar á Úlfljótsvatni og þar varð prestsetur, færðist sveitin sunnan við Úlfljótsvatn og útkirkjurnar á Bíldsfelli og Torfastöðum undir Úlfljótsvatnskirkju, og hefur Úlfljótsvatn upp frá því orðið miðstöð sveitarinnar.

Grafningur

Úlfljótsvatn fyrrum.

Hugsanlega má tengja uppgang Úlfljótsvatn á kostnað Ölfusvatns því að sú síðarnefnda, eins og raunar bæði Bíldsfell og Torfastaðir, hafa snemma komist undir Skálholtskirkju og bændur á þessum jörðum því verið leiguliðar Skálholtsbiskupa. Úlfljótsvatn var hinsvegar ávallt bændaeign og þar sátu gjarnaneignamenn sem hafa verið sjálfsagðir leiðtogar sveitarinnar. Af öðrum jörðum í hreppnum virðast aðeins Nesjar og Stóri-Háls ávalt hafa verið bændaeign, en Hlíð var eign Viðeyjarklausturs milli 1395 og 1524 og Litli-Háls frá 1448 en varð síðar konungseign. Tunga varð Skálholtskirkjujörð 1553.
Ekki er ástæða til að ætla annað en að kirkja hafi verið á Úlfljótsvatni löngu áður en prestskyld var sett þar, og sennilegt er að hún hafi fyrst verið byggð á 11. öld, sem einnig má ætla um hinar kirkjurnar í Grafningi, þ.e. á Nesjum, Ölfusvatni, Bíldsfelli og Torfastöðum. Talið er að kirkjur hafi byggst við helstu bólstaði fljótlega eftir kristnitökuna en að aðgreining þeirra í bænhús, útkirkjur og prestskyldarkirkjur hafi fyrst orðið á 12. öld eftir að prestum tók að fjölga að ráði. Áður en það varð munu kirkjurnar fyrst og fremst hafa verið notaðar til bænahalds og í sambandi við greftranir og messuhald fyrir hina látnu. Þegar komið var fram á 12. öld vígðust margir meiriháttar höfðingjar til prests og aðrir réðu presta til að syngja við kirkjur sínar og þjóna í kirkjum nágranna sinna.“ Það að bóndinn á Ölfusvatni mun hafa orðið fyrstur til að halda uppi reglulegri prestþjónustu við kirkju sína af bændum í Grafningi, og lagði til þess Sandey í Þingvallavatni og hluta úr landi Ölfusvatns og Hagavíkur,“ bendir til að hann hafi verið helsti leiðtogi sveitarinnar og Ölfusvatn miðstöð hennar.
Dreifing kirknanna í Grafningi kemur vel heim og saman við matsverð jarðanna: kirkjur er að finna á öllum stærstu og dýrustu jörðunum, en þær jarðir sem ekki hafa haft kirkjur eru augljóslega hjáleigur eða minni býli sem skipt hefur verið út úr aðaljörðunum. Eins og áður var vikið að hafa Bíldsfell og Torfastaðir verið aðaljarðirnar syðst í sveitinni og byggð hefur sennilega hafist síðar í Tungu, StóraHálsi, Litla-Hálsi og Hlíð þó ekki þurfi það að hafa munað miklu. Mögulegt er ennfremur að Háls hafi upphaflega verið ein jörð en þær eru orðnar tvær um miðja 15. öld þegar þeirra er fyrst getið í skjölum. Villingvatn tilheyrði kirkjunni á Úlfljótsvatni og er slíkt yfirleitt merki þess að kirkjujörðin hafi upphaflega verið afbýli frá höfuðbólinu sem hafi verið lögð til kirkjunnar við stofnun hennar til uppihalds presti og kirkju. Nokkur minni afbýli virðast einnig hafa verið í Úlfljótsvatnslandi en ekkert þeirra hefur verið lengi í byggð nema Úlfljótsvatnshjáleiga. Snemma hefur verið byggt í Hagavík eins og Harðar saga er til vitnis um, en hvort bóndinn þar hefur verið óháður nágranna sínum á Ölfusvatni eins og sagan ætlast til, er efamál og ljóst er að eigandi Ölfusvatns hefur getað ráðstafað Hagavík til kirkju sinnar á 12. öld. Krókur er einnig hjáleiga byggð úr Ölfusvatni og nokkur afbýli virðast hafa verið frá Nesjum, síðast á Nesjavöllum frá 1819.

Grafningur

Í Tindgili.

Eðlilegt er að álykta að stærstu og bestu jarðirnar, þar sem voru kirkjur eða bænhús, séu þær sem fyrst voru byggðar – þeir sem fyrstir komu gátu tekið víðustu og bestu löndin og þegar byggð tók að þéttast fengu hinir sem síðar komu hlutfallslega minni og rýrari skika. Þegar kristni var lögtekin árið 1000 hafa bændur á þeim jörðum sem lengst og best voru setnar verið best í stakk búnir til að koma sér upp sérstökum grafreitum og byggja í þeim hús til helgihalds. Af þessu má gera sér grófa mynd um þróun byggðarinnar: Sennilegt er að land í Grafningi hafi verið numið að sunnan og má því vel leggja trúnað á frásögn Landnámu um að fyrst hafi verið byggt sunnan undir Bíldsfelli, en að fljótlega hafi risið annað býli við Þingvallavatn. “Vatnslönd“ hafa síðan snemma skipst í tvö aðalbýli, Úlfljótsvatn og Ölfusvatn og Nesjar hafa líka skilist frá snemma. Eins og sagnirnar um Steinröðarstaði og Grímkelsstaði minna á er vel mögulegt að nokkur flutningur hafi verið á bæjarstæðum fyrst í stað meðan menn voru að kynnast landinu. Mjög fljótlega eftir að landnám hófst í Grafningi hafa þó orðið fjórar eða fimm aðaleiningar. Syðst hefur verið stór byggðakjarni í kringum Tunguá, sem gæti hafa skipst í tvennt með alajörðum á Torfastöðum og Bíldsfelli. Þar norðan við hefur verið býli við Úlfljótsvatn, þá Ölfusvatn og nyrst Nesjar. Hvenær þessi lönd fóru að skiptast upp er vandara að segja en ekkert er því til fyrirstöðu að þegar á 10. öld hafi verið komin byggð í Hagavík og á Villingavatni, en hvort það hafa verið sjálfstæð byli er óvíst. Sama má segja um Háls, Tungu og Hlíð þó engar heimildir séu til um þessar jarðir fyrr en á síðmiðöldum (Hlíðar er fyrst getið 1395, Litla-Háls 1448, Tungu 1545 og Stóra-Háls um 1600).
Vel er hugsanlegt að afbýli eða hjáleigur hafi verið víðar á svæðinu þó ekki séu nú til heimildir þar um. Þar má minnast rústa á Vatnsbrekku og Setbergsbóli innst í Nesjalandi, bæjarstæða Nesjavalla og Króks sem vel geta hafa verið notuð til búskapar áður en byggð sú hófst þar sem þekkt er úr seinni alda heimildum. Þá eru óljósar heimildir um forn eyðibýli í Kleifardal og undir Vegghömrum í Nesjalandi og á Rauðbólsstöðum í Hagavíkurlandi. Þá eru tóftaleifar á tveimur stöðum í Ölfusvatnslandi, sem gætu verið fornbýli, á Tóftarbakka og í Álftakróki Einnig eru tóftaleifar á nokkrum stöðum í Úlfljótsvatnslandi sem gætu verið eftir gömul kot. Í túnfætinum á Króki eru tóftaleifar sem bera nafnið Grímkelstóftir og eiga samkvæmt munnmælum að vera leifar Grímkelsstaða þar sem Grímkell goði bjó áður en hann byggði upp á Ölfusvatni. Lítilsháttar fornleifarannsókn var gerð þar 1958 en ekki fékkst fyllilega úr því skorið hvort um mannabústað væri að ræða en ekki er ljóst hversu umfangsmikil þessi athugun var. Vitað er um hjáleigur frá Hlíð og Stóra-Hálsi og á einum stað í landi Torfastaða eru tóftir sem gætu verið eftir býli. Þó ekki sé hægt að útiloka að byggð hafi verið nokkuð víðar en nú er á ýmsum tímum, er þó flest sem bendir til að byggð í Grafningi hafi lengstum verið minni en á 19. öld, einkum hefur nyrðri hluti sveitarinnar verið strjálbýlli.

Grafningur

Björgin.

Hagavík hefur greinilega lagst í eyði eftir 13. öld, sem sjá má af því að kirkjan á Ölfusvatni er í máldaga frá um 1200 talin eiga hluta í Hagavíkurlandi, og hefur það þá verið byggt,“ en 1397 er kirkjan talin eiga helming heimalands.“ Er eðlilegast að skýra þessa breytingu á þann veg að Hagavík hafi lagst í eyði og land jarðarinnar verið sameinað Ölfusvatnslandi. Þessi túlkun styrkist af því að um 1500 var aðeins einn bær byggður í Ölfusvatnkirkjusókn annar en Ölfusvatn, þ.e. Nesjar og um 1570 eru aðeins tveir bæir í sókninni, Nesjar og Krókur.“% Hagavík hefur því lagst í eyði á 14. öld og verið í eyði bæði um 1500 og um 1570 en sennilega byggst fljótlega eftir það og verið í stöðugri byggð alla 17. öldina því ekki er þess getið í jarðabók Árna og Páls að byggðin þar sé ung.“ Auðvitað er ekki útilokað að Hagavík hafi verið byggð öðru hverju á tímabilinu 1300 til 1600 en lengst af hefur Jörðin verið í eyði.
Króks er fyrst getið um 1570 og hefur ekki verið í byggð um 1500 og gæti því verið nýbýli frá 16. öld þó auðvitað sé ekki hægt að útiloka að byggð hafi verið þar áður, sbr. sagnir um Grímkelstóftir. Hvortveggja Krókur og Hagavík voru taldar hjáleigur Ölfusvatns er jarðabókin var gerð 1706 og bendir því flest til þess að býli þessi hafi framan af verið minniháttar og í óstöðugri byggð. Að byggð hafi verið með minna móti Í Grafningi á seinni hluta miðalda fær einnig stuðning af því að kirkjutíund til Úlfljótsvatnskirkju á árabilinu 1387 til 1397 var aðeins 12 álnir á ári. Ef greidd hefur verið tíund af öllum þeim bæjum sem í byggð voru í sókninni á 18. og 19. öld (fyrir utan Bíldsfell og Torfastaði þar sem tíund var tekin heima, og Villingavatn sem var kirkjujörð og undanþegin tíundargreiðslum) þá hefði hún átt að vera að minnsta kosti 28 álnir á ári.” Ef bóndinn á Úlfljótsvatni kom sér undan tíundargreiðslum til kirkju sinnar, sem hann þó hefði ekki átt að komast upp með því jörðin var bændaeign, þá hefði kirkjutíundin samt átt að vera rúmar 16 álnir á ári.“

Grafningur

Villingavatn – varða.

Hafi matsverð jarðanna ekki hækkað til muna, sem er ólíklegt, þá bendir þetta til að fyrir utan Úlfljótsvatn sjálft, Villingavatn, Bíldsfell og Torfastaði, hafi byggð verið með minna móti í syðri hluta sveitarinnar á seinni hluta 14. aldar og að minnsta kosti ein jörð Í eyði, sennilega fleiri.?? Þessi vísbending er athyglisverð því yfirleitt er talið að byggð á Íslandi haf verið með öflugasta móti á 14. öld, fyrir Svartadauða.
1706 voru tvær hjáleigur með Úlfljótsvatni,“ en ekki er vitað um önnur afbýli með þeirri jörð frá fyrri tímum. Önnur þessara, Gata, var byggð upp 1706 og hefur búskapur staðið þar stutt, en í hinni, Úlfljótsvatnshjáleigu, hafði þá verið búið um hríð en byggð var þar aflögð fyrir miðja 19. öld.
1706 er þess einnig getið að hjáleiga hafi verið í landi Hlíðar, byggð í innan við 10 ár í kringum 1670 og einnig var þá bent á gamlar tóftir sem hefðu mögulega getað verið afbýli. Einnig er getið um hjáleigu á Sóra-Hálsi sem hafi verið í byggð í 2 eða 3 ár eftir 1666.“
Vitað er um nokkur kot í landi Nesja, sem virðast hafa verið í byggð öðru hverju, og yfirleitt um skamma hríð á 18. og 19. öld. Nesjakot, hjáleiga byggð upp úr selstöðu á Kleifardal og önnur undir Vegghömrum voru allar farnar í eyði um 1840 en þá er getið um búskap í Botnadal““ þar sem búið var frá 1832 til 1844. Bú var fyrst reist á Nesjavöllum 1819 og er um það sömu sögu að segja og með Krók að þar getur vel hafa verið búið áður þó heimildir geti þess ekki.
Búskaparskilyrði eru ekki nema í meðallagi góð í Grafningi og því lítið svigrúm fyrir miklar breytingar á skipulagi byggðar. Þar hefur snemma orðið byggðakjarni við Tunguá en þar norðan við hafa byggst þrjár þokkalega landmiklar og búsældarlegar jarðir sem hafa haldist í stöðugri byggð en minni býli hafa átt þar erfiðara uppdráttar. Það er ekki fyrr en um 1600 að stöðugleiki kemst á byggð í Hagavík og á Króki en sennilegt er að minniháttar kotbúskapur hafi áður verið reyndur á þeim bæjarstæðum sem og nokrum stöðum öðrum, einkanlega í landi Nesja og Úlfljótsvatns, yfirleitt í skamma hríð í einu. Aðeins eitt slíkt bæjarstæði, Nesjavellir, komst í varanlega ábúð á 19. öld.

Nesjar (býli)

Nesjar

Nesjar – kort.

20 hdr. 1706. Bændaeign. Fyrst getið 1539 en þá gaf Erlendur lögmaður Þorvarðsson dóttur sinni Margrétu Nesjavelli, 20 hdr, til giptumála við Þórólf Eyjólfsson – DI X, 497. 1.7.1567 hafði Erlendur Þorvarðsson látið Guðmund Steingrímsson fá Nesjar en Jón Marteinsson lætur Guðmund fá Dragháls 20 hdr, í staðinn – DI XIV, 640. Jón Marteinsson (Einarssonar biskups) átti Þorbjörgu Erlendsdóttur lögmanns – Bsk 11, 6231 Í máldaga Ölfusvatnskirkju frá 1570 eða síðar segir að Nesjar og Krókur eigi þangað kirkjusókn, DI XV, 644. 18.9.1690 selur Sigurður Björnsson lögmaður Guðríði Ormsdóttur móðursystur sinni hálfar Nesjar fyrir 10 hdr – Jarðabréf, 21. (Sigurður var sonur Ingibjargar Ormsdóttur Vigfússonar Jónssonar og Guðríðar Árnadóttur Gíslasonar prests í Holti Jónssonar biskups) 23.5.1698 fær Sigurður Björnsson lögmaður Erlingi Eyjólfssyni hálfar Nesjar, 10 hdr, fyrir skuld – Jarðabréf, 13. 3.8.1706 pantsetur Guðríður Ormsdóttir hálfa jörðina Nesjar, 10 hdr að dýrleika, til Gísla Halldórssonar fyrir 15 hdr 109 álnir – AÍ IX, 499. 18.7.1720 selur Sigurður Sigurðsson yngri sýslumaður Halldóri Magnússyni 10 hdr í Nesjum – AÍ X, 547.
19.7.1723 selur sr. Gísli Erlingsson Halldóri Magnússyni 10 hdr í Nesjum með 1 1/2 kúgildi – AÍ XI, 163. 18.7.1746 afsalar Magnús Gíslason lögmaður allri jörðinni Nesjum með 4 kúgildum til Jóns Pálssonar fyrir 144 rdl, bæði jörð og kúgildi – AÍ XIl1, 367.
1819 var nýbýlið Nesjavellir byggt úr landi Nesja og fylgdi því efri og eystri hluti jarðarinnar, og taldist helmingur hennar að dýrleika eða 10 hdr – SSÁ, 182.

Nesjar

Nesjar.

“Nesjar er efsti bær í Grafningi. Stendur bærinn á vestasta nesinu af þrem nesjum sem ganga út í Þingvallavatn, milli Þorsteinsvíkur og Hestvíkur.” SB 111, 261. Allt landið mælt 5500-6000 ha, strandlengjan er 13 km, jörðin á Nesjaeyju út í Þingvallavatni. 3,2 ha 1918, slétt ca. Matjurtagarðar 674 m2. Tún 25,8 ha 1839: “Veiðijörð, heyskaparlítil, útigangur í meðallagi.” SSÁ, 182. 1977. “Landið er allt þurrlent og bratt. Fyrir botni Hestvíkur að Jórukleif er landið að miklum hltua vaxið birkikjarri. Engar vatnslindir eða lækir eru í landinu og enginn mýrarblettur.” SB 111. Bæjarhóllinn var þar sem nú er skemma um 100 m norðaustur af núverandi bæjarstæði. Þar hefur verið sléttað úr öllu, og rutt um og er bæjarhóllinn sennilega nokkuð skemmdur. Vegaslóði og skemma eru á bæjarstæðinu.
1706: “Það er sögn manna, að hjer hafi að fornu kirkja eður hálfkirkja verið, ekki vita menn rök til þess, nema þau ein að sýnileg eru þar merki kirkjutóftar og kirkjugarðs. En framyfir allra manna minni hefur þetta hús niðri legið” segir í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Í túninu um 100 m suðvestur af bæjarhólnum og um 30 m vestur frá vatnsbakka Þingvallavatns í bæjarvíkinni hafa komið upp mannabein og því líklegt að kirkjan hafi staðið nálægt þeim stað. Um 20 ár síðan túnið var sléttað og beinin komu upp. Ábúandi hafði samband við Þjóðminjasafnið sem enn hafa ekki látið fara fram rannsókn á staðnum.

Hellir (fjárskýli)
“Fram úr botni Nesjavíkur er Hádegishóll, sem var eyktarmark frá Nesjum. Hellir er í hólnum, og hefur hann stundum verið nefndur Hellishóll. Í gamla daga voru hafðir sauðir í hellinum. Hafa rúmast þar 20-25 sauðir.” segir í örnefnalýsingu. Hellirinn er um 150 metra suðaustur af botni Bæjarvíkurinnar, um 70 metra vestur af hæsta punkti hlíðarinnar sem liggur meðfram allri víkinni að austanverðu. Hlíðin er vel gróin en efst er klettabelti. Margir hellar eru í bilinu sem myndast milli gróna svæðisins og klettanna. Sennilega er átt við stærsta hellirinn á svæðinu, ekki sést inn í hann vegna myrkurs en ábúendur segjast hafa talið alls 40 sauði koma út úr honum í einu.

Setbergsból (býli)

Grafningur

Setbergsból.

FRIÐLÝSTAR MINJAR. “Gróinn stallur er í Jórukleif, um miðja kleifina, sem heitir Setberg, og undir því er Setbergsból. Þar var búið, var síðast einsetumaður. Þar sést fyrir tóftum og túnskækli, og munu þær minjar hafa verið friðlýstar fyrir mörgum árum“ segir í örnefnalýsingu. Í viðbót við sóknarlýsingu frá 1840 segir um eyðibýli: “Setberg, þar upp og vestan undan | Vatnsbakka|, undir kleifinni.” og er þess getið að þar sjáist rústir. “(Eyðibýli eru| Setbergl…J” #Tóftin á Setbergsbóli er um 150 m vestur af þjóðveginum |nr. 36| undir grónum greinilegum stalli í kleifinni. Tóftin er á grónum hól sem stendur upp úr lyngi og víðivöxnum móanum.
Lyngið er að taka yfirhöndina þar og gæti verið að fleiri tóftir leyndust undir því. Rústirnar voru friðlýstar 1927. Um Steinröðarstaði segir í Landnámu: “Þorgrímr bíldr, bróðir Önundar bílds nam lönd öll fyrir ofan Þverá ok bjó at Bíldsfelli. Han leysingi var Steinröðr, son Melpatrix af Írlandi; hann eignaðisk öll Vatnslönd ok bjó á Steinröðarstöðum.”“
Árið 1898 leitaði Brynjúlfur Jónsson rústa Steinröðarstaða, sem nefndir eru í Landnámu. Meðal staða sem hann taldi koma til greina voru Setbergsbalar: “Á Setbergsbölum eru allmiklar rústir og misgamlar. Hin vestasta er miklu nýlegust, og skal eg láta ósagt, hvort það hefir verið kot eða sel, tel hið fyrra þó líklegra. Hún er 8 fðm. löng og 4 föm. breið um miðjuna. Dyr eru á miðri suðausturhlið, og þar fyrir innan 2 tóftir, sín til hvorrar handar og hin þriðja beint innúr. Vestast er sérstök tóft, opin mót vestri. Sérstök tóft gengur og suður úr norðausturendanum, líklega fjárrétt. Lítlu austar er sú rústin sem fornust sýnist. Hún sést ógjörla nema vel sé að gáð. Hún virðist vera skift í 3 tóftir, og er hin vestasta stutt og breið og eins hin austasta, en miðtóftin löng og mjó. Dyr virðast hafa verið á vesturenda. Enn litlu austar er hin þriðja rúst, lítið glöggvari, 6 fðm. löng og 4 fðm. breið, með dyr Í suðausturhorni og afhláðna innitóft í norðausturhorni. Fleiri rústir óglöggar, er þar. Þessi staður er eigi lengra frá Vatnsbrekku en svo, að ganga má á 10 mínútum, og næstum þar uppundan, en örskamt milli vatns og fjalls. Þykir mér því fremur ólíklegt, að hér sé um tvær aðskildar jarðir að ræða, heldur sé alt sama jörðin, Steinröðarstaðir; hafi þar snemma verið tvíbýli og annar bærinn settur uppi á Setbergsbölum. Sá er þar bjó hafi síðar lagt Vatnsbrekku undir sig og sett þar fjárhús, en bygð haldist lengi á Setbergsbölum, þar til skriða má hafa tekið af vatnsbólið, sem líklega hefir verið í hinni djúpu laut.”

Vatnsbakki (býli)

Grafningur

Vatnsbrekka.

FRIÐLÝSTAR MINJAR. “Tóftabrot eru líka í Vatnsbrekkum, og mun einnig hafa verið þar býli, segir í örnefnalýsingu. “Fornar rústir í Vatnsbrekku á Setbergsbölum og í Kleifardal”.
1840: “Vatnsbakki fyrir vestan Hestvík, við vatnið með Jórukleif.” segir í sóknarlýsingu og er þess ennfremur getið að þar sjáist rústir. Friðlýsingarstaurinn er um 50 metra austur af bakka Þingvallavatnsins, á móts við mynni Heimavíkur. Svæðið allt er þúfusprengt og vaxið lyngi og víði.
Árið 1898 leitaði Brynjúlfur Jónsson rústa Steinröðarstaða, sem nefndir eru í Landnámu. Á svæðinu sem hann taldi líklegast eru m.a. tóftir í Vatnsbrekku: “Þar eru eru rústir skamt upp frá vatninu. Vestast er mesta tóftin, nál. 10 föm. löng og nær 4 fðm. breið út fyrir veggi. Miðgafl virðist hafa verið um 4 al. frá vesturenda. Litlu austar er líkast að dyr hafi verið á suðurhliðvegg, þó verður það eigi ákveðið. Og öll er tóftin svo fornleg og niðursokkin, að gætni þarf til að átta sig á henni. Þó virðist auðsætt, að það sé bæjartóft. Við austur enda hennar er önnur tóft, lítil og full af grjóti. Þá er hin þriðja austast og er sú glöggust og nýlegri en hinar. Gæti það verið fjárhústóft, er síðar hefði verið sett t.a.m. í fjóstóftina. Þar austan við vottar fyrir leifum af tóft, ef til vill heystæði, og má vera að úr henni hafi verið tekið efni í fjárhússveggina, – því ekki fjárhúsið verið sett þar fyrr en bærinn var aflagður, er virðist hafa verið allsnemma. Bak við rústirnar liggur djúp laut er lítur út fyrir að hafa verið ræsi, til að verja húsin fyrir vatnsuppgangi undan brekkunni. Litlu ofar er girðing, aflangt kringlótt, nál. 5xó fðm. innanmáls. Þar sjást engar dyr, því hefir það varla verið gjafahringur (“gaddur”), og tilheyrt fjárhúsinu, en líklegra að það hafi verið akur eða hvanngarður, og tilheyrt bænum. Skyldi eg nokkurs geta til um Steinröðarstaði, þá þætti mér líklegast, að þeir hefði verið hér. Vatnsbrekka er fegursti staðurinn sem til er við vatnið, og þar er hægt til skógarhöggs, útbeitar og veiðiskapar, svo að eigi mundi annars staðar betra.“
1998: Tóftirnar eru ekki nægilega greinilegar til að skrásetjari treysti sér til að teikna þær, gengið um allt svæðið umhverfis friðlýsingarskiltið en engar glöggar tóftir sjáanlegar þar. Á spjaldskrá um friðlýstar minjar segir: “Friðlýsingarmerki sett 20/9 ’82. Allt í góðu lagi og rústirnar glöggar, vera má að sumarbúst. verði byggður nærri, en þó í góðri fjarlægð frá rústunum. Teikn. í Árbók 1899 nokkuð rétt, áttatáknið þó rangt. ÞM. Sjá bréf Guðrúnar Jónsdóttur 25/2 1981 og bréf mitt 30/10 1986. ÞM.”

Dyravegur (leið)

Dyravegur

Dyravegur um Sporhellu.

“Suður úr Foldadölum eru smáskörð og lyngmóar vestan við svokallaða Skriðu, sem er upp af miðdalnum. Þá er komið á Dyraveg, sem er þar suður úr og inn í Dyradal, sem er allur í Nesjalandi. Dyravegur var gamall lestavegur úr Grafningi til Reykjavíkur. Dyr eru austast í Dyradal, milli hamraveggja. Um þær liggur vegurinn, segir Í örnefnalýsingu. “Norðan við Vörðuskeggja er Skeggjadalur. Norður af honum kemur |svo| Sporhelludalir. Þeir bera nafn sitt af hellu, er heitir Sporhella. Eru í hellunni djúpar götur eftir hestafætur. Vestur frá Sporhelludölum er Dyradalur. Eftir honum liggur Dyravegur.“ “Við vesturendann á Háhrygg liggur Dyravegur. |…) Dyravegur lá í gegnum |Litluvelli|'” Dyravegur er merkt gönguleið eftir dalnum og upp að dyrunum í Nesjavallalandi. Dyrnar sjálfar eru í Nesjavallalandi. Frá dyrunum er 4,5 km í Botnadal og 3,6 km. að Nesjavöllum.

Prestsgata (leið)
“Þar sem Stuttistígur var mjög erfiður niðurgöngu og jafnvel glæfralegur, fór presturinn aldrei Stuttastíg. Svonefnd Prestsgata var töluvert vestar en Stuttistígur. Þá var hreppavegurinn farinn lengra og farið yfir Jórugil ofar og þaðan niður með Jórugili að sunnanverðu og niður á Hestvíkursand. Prestsgatan var miklu betri leið og ekki eins brött, en lengri.” segir í örnefnalýsingu. Fyrir þessum götum sést móta ennþá, nokkuð vel. Jórugil er nokkur stórt gil milli klifsins og Jórukletts, þar eru nú nokkrar framkvæmdir og vegur liggur upp í gilið, þar er og einn sumarbústaður. Örn telur líklegast að leiðin hafi legið niður í víkina þar sem vegarslóðinn er nú.

Klængssel (sel)

Klængsel

Klængsel.

“Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel (sama og Nesjavellir|.” Ekki vitað hvar það var.

Kleifardalur/Kleifarsel (býli/sel)

Kleifarsel

Kleifarsel.

FRIÐLÝSTAR MINJAR. 1706: “Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifarsel, Klængssel og Vallasel (sama og Nesjavellir|.” segir í jarðabók Árna og Páls. Ekki vitað hvar Kleifarsel var. “Kleifardalur austan undir Jórutindi |…J” segir í sóknarlýsingu frá 1840 um eyðbýli og er þess getið að þar sjáist rústir. Kleifardalur gengur inn til suðvesturs um það bil 1 km suðaustan við þjóðveg 360, í Jórugilinu. Þústin er um miðjan dalinn, að austanverðu. Dalurinn er bæði uppblásinn og hæðóttur, það svæði sem gróið er er allt á kafi í lyngi og um 0,5 cm háum víði.
Árið 1898 kannaði Brynjúlfur Jónsson rústirnar í Kleifardal: “Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng og 2 1/2 föm. breið, hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft.|…J Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum (?) og síðar orðið, ásamt þeim, hjáleiga frá Nesjum.” Skráningarmaður þóttist greina eina tóft um 6-8 metra langa en hún var of óglögg og á kafi í lyngi þannig að ekki var hægt að teikna hana upp.

Þjófahlaup (örnefni)

Þjófahlaup

Þjófahlaup.

1703: “Skammt fyrir sunnan réttirnar við Engidalsá standa tveir klettar, sinn hvoru megin árinnar, og nefnist bilið milli þeirra Þjófahlaup – er þó ei sannferðugt, hvar fyrir so kallast.” Samkvæmt þessari lýsingu Hálfdanar Jónssonar hefur Þjófahlaup verið sunnan við Marardal – og þar með á afrétti Ölfusinga – og eru raunar margir klettar við Engidalsá þar sunnan við Marardal, en nú er þetta örnefni ávalt sýnt norðan við Marardal, norðvestan undir Skeggja, syðst í landi Nesja.
Skýring á örnefninu kemur fram í frásögn Þórðar Sigurðssonar frá Tannastöðum af útilegumönnum sem eiga að hafa hafst við í helli í Henglinum um eða eftir 1700 – og stangast sú tímasetning augljóslega á við vitnisburð Hálldanar: “Hellismenn tóku nú að flýja, hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sei fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru mlar og skriður, segja kunnugir menn, eru þar kölluð “Þjófahlaupin” enn í dag sem örnefni síðan. Allir voru hellismenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði.”

Jórukleif (þjóðsaga)

Grafningur

Jórutindur.

Tindaskarð heitir öðru nafni Jórusöðull. Tindbrekka er þar fyrir neðan; um Tindbrekku lágu ferðamannagötur. Fyrir neðan Tindbrekkuna, í Nesjalandi, er Jóruhóll og Jóruhellir. Þarna á Jóra að hafa setið fyrir ferðamönnum.” segir í örnefnalýsingu.
Jórukleif er um 2-2,5 km langt hamrabelti sem nær frá hreppamörkunum við Þingvallahrepp og til suðurs inn Gralninginn og inn að Jórugili.
“Inn frá Nesjum er gljúfragil kallað “Jórugil“, og þar hjá “Jóruhóll”, enn upp frá langt heitir Jórutindr“. Hlíðin inn frá heitir öll “Jórukleif“; hún er öll skógi vaxin og einkar fögr; hamrar niðr með vatninu, enn klettabelti að ofan. Þetta er allt kennt við gömlu Jóru, og márgar eru sagnir um hana, og margt fleira við hana kennt.”
SV í Árb. 1881, 20 |Jóra í Jórukleif| er nefnd í Bárðar sögu Snæfellsáss þegar hún veislu Hítar tröllkonu í Hundahelli í Hítardal ásamt fleiri tröllum.|…| Í yngri sögnum er hennar þegar getið hjá Jóni lærða á 17. öld og í lýsingu Ölfushrepps frá 1703. Eftir þeim hét hún Jórunn og var bóndadóttir í Sandvíkurhreppi í Flóa. Stóðhestur föður hennar fór halloka í hestaati. Jórunn reif þá læri undan hinum víghestinum, hljóp upp með Ölfusá, stiklaði yfir hana hjá Selfossi og mælti um leið: Mátulegt er meyjastig/mál mun vera að gifta sig. Heitir þar síðan Jóruhlaup eða Tröllkonuhlaup. Jóra hélt áfram austan Ingólfsfjalls og upp hamragil í Grafningi sem síðan heitir Jórukleif. Þar sat hún fyrir ferðamönnum, rændi þá eða drap. Tókst byggðarmönnum ekki að ráða hana af dögum fyrr en kóngur í Noregi kenndi ungum manni að koma að henni á hvítasunnumorgun því þá svæfu allar meinvættir.”

Jórusöðull (þjóðsaga)

Jórusöðull

Jórusöðull.

“Fyrir neðan Jórusöðul (norðaustar) er brött brekka, sem kölluð er Tindbrekka, og um hana lá gömul leið sunnan úr Grafningi og út á Mosfellsheiði. Þar var kallað að fara Tindbrekku, og var hún einhver erfiðasti hjallinn á leiðinni. Þarna (í Jórusöðli) á Jóra að hafa setið fyrir ferðamönnum, eins og segir frá í þjóðsögum. segir í örnefnalýsingu. – “Tindaskarð heitir öðru nafni Jórusöðull. Tindbrekka er þar fyrir neðan; um Tindbrekku lágu ferðamannagötur.

Nesjaeyja (þjóðsaga)

Nesjar

Nesjaeyja og Sandey lengst t.h.

Huldufólk bjó á Nesjaeyju út Í Þingvallavatni. Sauðir voru hafðir í eyjunni og var það þjóðtrú að aðeins mætti setja þangað 12 sauði, huldufólkið hirti þá sem umfram voru.

Hagavík (býli)

Grafningur

Hagavík.

Hjáleiga Ölfusvatns 1706 en þó talið “Gamalt býli”. Skálholtskirkjujörð. Getið í Harðarsögu: “Högni hét maðr (auðugr) ok bjó í Hagavík, skammt frá Ölfusvatni.” ÍF XII, 5 sbr. 13, 30, 49-51. Jarðarinnar er getið í máldaga Ölfuskirkju sem átti 12 hdr í Ölfusvatni og Hagavík um 1180, DI 1, 270 og bendir það til að jarðirnar hafi þá verið á sömu hendi. Talin minna en þriðjungur heimajarðarinnar 1847. Skógræktarbýli.
“Hagavík teygir sig frá Þingvallavatni upp á Hengilsbrúnir. Um 5000 ára úfið hraun, að mestu runnið úr Stangarhálsi, þekur um 1,5 km2, úr norðurhluta jarðarinnar, sem að vatninu veit og bakkann allan utan víkurbotinsins. Sléttlendi er lítið en samfelldast á Hagavíkurvöllum milli Stangarháls og Lómatjarnarháls. Vellirnir eru nú rofnir af völdum leysingavatns sunnan úr Hengli.” SB MM, 263.

Hagavík

Hagavík.

1918: Heimatún 2,6 ha og gerði 0,3 ha. Ca slétt. Matjurtagarðar 525 m2.
1839: “Heyskapur allgóður, útbeit og veiði, skriðuhætt.” – SSÁ, 182. “Tún var lítið í Hagavík. Víða þurfti að bera niður og voru slægjur jafnvel sóttar í austurhlíðar Stapafells og Þverárdalsmýrar.” SB Ill, 263.
“Hagavíkurbærinn stóð upp af norðvesturhormi Hagavíkur, austan við þjóðveginn sem nú er. Þar er nú sléttað yfir, og sést ekki móta fyrir tóttum.“” segir í örnefnalýsingu.
Bæjarhóllinn að öllum líkindum verið um tvo metra norðaustan við þjóðveginn, Þingvallaveg nr. 360, og fjóra metra norðvestan við afleggjarann heim að Hagavík. Ósléttur og nokkur grýttur mói, milli vegarins og girðingarinnar. Smá grjót er sjáanlegt á þessu svæði en ekki er hægt að greina lögun tóftarinnar en hún er sennilega um 13×8

Álfaklettar (þjóðsaga)
“Upp af eða norður af Bæjardal eru Bæjarklettar, líka nefndir Álfa- eða Hulduklettar. Þar eru hraunbollar og hólar. Í þessum klettum var ullin alltaf þurrkuð á vorin, þegar búið var að þvo hana í Bæjarvíkinni. Í þessum klettum mátti ekki vera með nein ærsl og læti.” segir í örnefnalýsingu. NNA við Lambhúsið eru nokkrir mosavaxnir klettar beggja megin við veginn norður eftir víkinni.

Réttargerði (gerði)

Hagavík

Hagavík – túnakort 1916.

“Smáspöl austur af bæjarhúsunum er fjárréttin, alveg við vatnið, undir svonefndu Réttarbergi. Austan við réttina er Réttargerðið og hlaðinn garður í kring úr hraungrýti.” segir í örnefnalýsingu. Réttarbergið er um tíu metra vestur af bakka Hagavíkurinnar, um 25 metra norðaustur af bæjarhólnum, 001. Réttargerðið nær í boga frá Hagavíkinni meðfram réttinni, 010, til norðausturs ofan við Lambhúsið, og beygir þar til austurs út í víkina aftur. Innan gerðisins er þýfður mói og þar er búið að planta grenitrjám. Garðurinn er alls um 52 metrar að lengd og 0,8 m á breidd og hlaðinn úr hraungrýti. Að suðaustanverðu nær garðurinn út í vatnið og er sá bútur einnig hluti af útihúsi 002. Síðan kemur skarð í garðinn þar sem vegurinn liggur til norðurs. Síðan er annað skarð í garðinn þar sem réttarkletturinn skagar út til norðurs og svo er hluti af garðinum N veggur réttarinnar. Litlu vestar en vesturendi réttarinnar beygir garðurinn til norðurs í um 8 metra en þar kemur um 3 metra gat í vegginn. Síðan liggur garðurinn áfram í um 29 metra og þar er lambhúsið byggt utan í gerðið. Síðan liggur garðurinn í um 19 metra út í vatnið að NÁ verðu en vegurinn sker hann í sundur neðan við Lambhúsið.

Steinn (áletrun)

Grafningur

Letursteinn.

“Jarðfastur grágrýtissteinn með áletruninni VES+1736 er í túninu suðaustan við gamla fjárhústóft, nærri hulinn jarðvegi.” segir í örnefnalýsingu. Steinninn er aðeins norðar en beint vestur af heimreiðinni sem gengur þvert yfir bæjarhólinn. Hann er alveg í brekkurótum, um 3 m S við allmikla grjóthrúgu sem einnig er í brekkurótunum neðan við fjárhústóftina. “Í Friðlýsingarskrá segir: ” 2. Jarðfastur grágrýtissteinn, með áletruninni VES+1736; hann er í túninu, suðaustan við gamla fjárhústóft, nær hulinn jarðvegi. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.” Ekkert friðlýsingarskilti er á staðnum. Steinninn er sunnan við grjóthrúgu við brekkurætur vestan við bæjarhólinn. Áletrunin sést enn en ártalið er óljóst.
Í brekkurótum í túni. Steinninn er nær alveg hulinn sinu og mosa. Steinninn er innan heimatúnsins og 200-300 m gangur er að honum frá þjóðveginum eða veiðihúsi sem er þar skammt frá. Steinninn var friðlýstur 1927. Hann er a.m.k. 60×50 cm, heldur ávalur og er áletrunin ofaná honum, á eystri helmingi, en steinninn snýr uppí brekkuna, A-V og snýr áletrunin í norður. 2015: Staðurinn var heimsóttur vegna verkefnis um uppmælingu friðlýstra minja á Suðurlandi.
2017: Sina var tekin ofan af steininum og hann hnitsettur að nýju.

Krókur (býli)

Krókur

Krókur – kort.

Jarðardýrl. óviss 1706. Skálholtskirkjujörð. Fyrst getið í máldaga Ölfusvatnskirkju frá 1570 eða síðar en þar segir að Nesjar og Krókur eigi kirkjusókn þangað – DI XV, 644 Hjáleiga Ölfusvatns 1708. 14 hdr 1847 og þá talin lögbýli. Nýbýlið Grímkelsstaðir byggt á hálfri jörðinni 1956.
1918: Tún 3,6 ha. Matjurtagarðar 604 m2. 1839: “snjósæll, heyskapur mikill, en votlendur, landkostir góðir á sumrum.” – SSÁ, 182. 1977: Tún í Króki 20,5 ha og á Grímkelsstöðum 17 ha. “Allt landið er 1500 ha., hálent, þurrlent, og bratt. Skiptast á ísaldarmelar og dalverpi með þurrlendismóum, valllendisblettum og mýrardrögum. Víða hefur jarðvegur runnið burt vegna jarðklakans og vatnsveðrunar en á síðustu árum hefur gróið verulega upp vegna teðslu af sauðfjáráburði. Vetrarbeit er góð en fer minkanndi. Áveituengi var gott en hefur verið þurrkað upp að mestu. Slægjur víða um beitilandið eru enn í fullu gildi.” SB II, 265.

Krókur

Krókur.

Bæjarhólinn er á brúninni á háum hól sem er beint upp af núverandi húsum í Króki, um 30 metra suðvestur af þeim, í sléttu túni. Að sögn heimildamanns voru raðir af tóftum vestur eftir hólnum.

Krókssel (sel)

Krókssel

Krókssel.

Krókssel, fornar rústir, er norðan við Hryggi, við Kaldá. Í örnefnalýsingu Guðmundar Jóhannessonar segir: “ {Í Selmýri| er Krókssel, austan við Kaldá, mjög fornar rústir.”

Sauðaskúti (fjárskýli)
“Sel frá Króki var út við Kaldá rétt ofan við efstu flúðirnar.” Austan við fossinn og vestan við vatnsupptökuna fyrir sumarbústaðabyggðina en mjög þyft svæði, tóftin er þar um 10 metra frá vatnsbakkanum. Mjög þýfður og blásinn bali. Tóftin er mjög óglögg, en skrásetjari telur sig samt hafa fundið hana. Reglulegar þúfur á um 7×6 metra svæði er líklegasti staðurinn, en ekki er skýrt tóftarlag á því. Engar tóftir aðrar eru á svæðinu austan Kaldár.
“Hellisgróf, graslaut, liggur frá norðri til suðurs eftir Víðihlíð. Norðan við hana er hellisskúti, Sauðaskúti, sauðabyrgi til forna,” segir í örnefnalýsingu. Hellirinn er um það bil 200 metra suðvestur af þjóðveginum 360, um 30 til 60 metra vestur af norður odda hlíðarinnar. Grýttur melur í kring. Hleðsla er upp við klapparbrún sem slútir yfir og myndar þannig þakið, samkvæmt símtali 15.7.97 Hleðslan er enn greinileg.

Grímkelstóftir (býli)

Grafningur

Grímkellsstaðir.

FRIÐLÝSTAR MINJAR. Grímskelstóftir eru um það bil 300 metra norðaustur af bæjarhólnum á Króki, 001, og um 6 metrum vestur af heimreiðinni heim að bæ. Í túni.
1877: “Grimkelsstads beliggenhed er nu uvis; pá Ölvesvatn pástod man (c: en daværende ældre mand, 1874), at Grimkel först havde bot pá den sydöst for Ölvesvatn lipgenfe gárd krog (Krókr) og vilde pávise sporene af en ældre bebyggelse i nogle daværende tomter ..” 1880: Sigurður Vigfússon kom að Króki 1880 og tilgreinir tilv. í Harðar sögu og segir svo: “Í Króki sést og fyrir þremur sauðahúsum fornum. Það eiga að vera sauðahús Grímkels.” Árb 1881, 20.
Brynjúlfur Jónsson kannaði rústir Grímkelsstaða 1898. Hann skrifar: “Rúst Grímkelsstaða er enn til. Það eru 3 stórar fornrústir á sléttum völlum fyrir norðan og neðan túnið í Króki í Grafningi og heita þær Grímkelstóftir. Syðsta tóftin er 18 al. löng og nál. 9. al. breið; dyr í suðausturenda. Hún sýnist eigi skift í sundur. Það má hafa verið útibúr. Miðtóftin er bæjartóftin, hún er nál. 30 al. löng og 11 al. breið. Dyr er ekki hægt að ákveða. Miðgaflar sýnast að hafa verið tveir í henni, þó er hinn nyrðri óglöggur, og er sem þar gangi smákofatóft inn í vegginn og snúi dyrum í norðaustur, þó verður það ekki fullyrt, og er mögulegt að vatn ogklaki hafi myndað þessa tóftarlíkingu, hún er svo óglögg. Nyrzta tóftin hefir að norðan víðan ferhyrning, um lóx18 al., og er það án efa heygarðurinn; en að sunnanverðu, þar sem fjóstóftin má hafa verið, er nú stekkjartóft, nær 18 al. löng og er hún nýlegri en rústirnar sjálfar, og þó ekki mjög nýleg. Hún snýr dyrum til suðausturs, eins og fjósið mun hafa gjört. Fyrir aftan gafl hennar sér nál. 8 al. langan part af hinni fornu rúst, og er það líklega inni hluti fjóssins. Eigi er samt unt að ákveða lengd þess, því óvíst er að dyr þess hafi tekið jafnlangt fram og dyr stekkjartóftarinnar nú. Fyrir fleiri smátóftum vottar þar, en þær eru svo niðursokknar, að þeim verður eigi lýst. Aðaltóftirnar, sem nú var lýst, eru einnig mjög niðursokknar og úr lagi gengnar, þó þær séu nokkru glöggvastar.
“Norðan við Nesið fellur Bæjarlækurinn í Villingavatnsá. Suðvestan við hann eru Grímkelstóftir”. Í athugasemdum og viðbótum við örnefnalýsingu segir: “Þarna er sagt, að Grímkell goði hafi byggt fyrst, áður en hann nam land á Ölfusvatni. Sést móta fyrir tóftum enn, þær eru mjög grónar. “Rústirnar voru friðýstar 1927.
“Rannsókn sumarið 1958 leiddi … í ljós, að þar mun ekki um fornan bæ að ræða, heldur gripahús, e.t.v. sauðahús þau, sem sagan nefnir.” ÍF XII, 5 nmgr. 1. Rannsókninni stjórnaði Kristján Eldjárn við þriðja mann, m.a. Þór Magnússon. Að sögn Egils Guðmundssonar bónda á Króki voru tvær tóftir athugaðar og var sú yngri greinilega fjárhústóft en í hinni var komið niður á gólfskán og á Kristján að hafa talið það merki um mannabústað. Sbr. Harðar sögu: “Grímkell bjó fyrst suðr at Fjöllum, skammt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallat á Grímkelsstöðum ok eru nú sauðahús.”
Nú, 1998, sjást greinilega þrjár tóftir á þessum stað. Syðst er garður sem liggur til vesturs og norðurs. 10 m frá suðausturenda hans eru smá vik inn í garðinn um 2,5×2 m að innanmáli. Fast upp við suðausturendann er lítil tóft um 7,5×10 m að utanmáli. Hún gæti hafa verið stærri. Vestan við syðri vegginn er óglöggur veggjarbútur sem er L laga og nær frá suðri til vesturs. Tóftin hefur verið stærri þeim megin. Um 15 m norðar er enn stærri tóft, “bæjartóftin”, um 15×10 m að utanmáli. Erfitt er að greina hóllfaskipan en sennilega hafa verið að minnsta kosti 3 hólf og hafa þau verið stærri áður. Um 25 metrum norðaustur af henni er þriðja tóftin. Hún er einna preinilegust, sú sem Brynjúlfur kallar stekkjartóft. Hún er greinilega byggð ofan á stærri og eldri tóft eða tóftum. Hún er um 7,5×5 m að utanmáli en greinilegar eldri leifar eru kringum hana.

Villingavatn (býli)

Grafningur

Villingavatn – kort.

20 hdr. 1706, c. 1500. Úlfljótsvatnskirkjujörð. Fyrst getið 1397, DI IV, 93.
13.6.1703 telja eigendur að jörðunni Úlfljótsvatni … sextíu hundruð að dýrleika, hvar með fylgir kirkjueignin Villingavatn, tuttugu hundruð að dýrleika, en hefur verið þessi kirkjueign sett fyrir xc til arfaskipta í fastaeign, hvað enn nú stendur sem fyrri! JÁM XIV, 62. 14.6.1703 telur Magnús Magnússon ’20c af Úlfljótsvatni, bóndaeign, heyra mér …. Kirkjujörð, … heitir Villingavatn, að dýrleika 10c að aftektum. Tilheyrir mér hún hálf. Landskuld til mín, x aurar, gelst í landarum. Kirkjukúgildi 6, þar af eftir 3 betalast prestinum 6 fjórðungar smjörs eða í landaurum, peningum eður þvílíku! JÁM XIV, 63 nm. “Allstór fjallajörð. Liggur móti norðaustri og á land frá Þingvallavatni og út í Ölfusmörk.” SB III, 266. 1918: Tún 5,7 ha. Matjurtagarðar 695 m2.
1839: “Heyskapur gnægur, útbeit og silungsveiði, hættujörð af graflækjum.” SSÁ, 182.
1977: Tún 39,7 ha. “Víða góð skjól og beitiland gott þar til mýið var drepið 1959. Þurrlend móajörð með melum á milli upp til fjallsins en mýrarsund nær bænum og kringum tjörnina. Valllendisblettir eru víða.“ SB 111, 266. Flest tún jarðarinnar sléttuð með stórvirkum vinnuvélum um og eftir 1970.
Bæjarhóllinn var við heimreiðina þar sem hún beygir til norðurs, um 40 metra austur af núverandi íbúðarhúsi. Slétt tún, sléttað eftir 1970.

Fjárhellir (fjárskýli)
“Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli. Frá Símonarhelli útað fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum |…}. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. “Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.” Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns, um 2 km norðaustur af bæ. Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml.
Bárujárnsþak hefur verið yfir hleðslunum, en það er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli.

Borgin (fjárskýli)
“Borgin: Gömul fjárborg á Borgarholti.”* segir í örnefnalýsingu. Borgarholtið var á túninu sem nú er norðan og austan við tjörnina, þar sem nú er braggi. Borgin var sunnan við braggann. Slétt tún.

Gildruhóll (refagildra)

Villingavatn

Villingavatn – áletrun.

“Gildruhóll: Grjót- og klapparhóll fyrir sunnan Grenás, í mörkum milli Villingavatns og Úlfljótsvatns.” segir í örnefnalýsingu. Hóllinn er á landamörkunum, girðing liggur við hann. Grjót og klapparhóll. Ekki er að sjá gildrutóft þarna og man heimildarmaður ekki eftir að svo hafi verið.

Selnef (sel)
“Selnefið: Melnef sem nær útí ána, suðvestur af Keldumýri.” segir í örnefnalýsingu.
Um 150 metra suðvestur af Grafarmýrinni er Selnefnið. Þýfður blautur mór. Heimildamaður man ekki eftir að hafa séð né heyrt um tóftir þarna.

Villingavatnssel (sel)

Grafningur

Villingavatnssel.

“Villingavatn átti sel í Seldal á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í Laxárdal. Skúti er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir mjólkurmatinn. Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal.* segir í Sunnlenskum byggðum. Þýfður vallendismói er milli selsins og götunnar, vegurinn upp í Seldal liggur samhliða götunum.

Gamlasel (sel)
“Gamla Selgil: Gilið sem liggur eftir miðjum (Seldalnum. |…”Dagmálafjall: Fell fyrir austan Seldal, í mörkum. Eyktarmörk frá Gamlaseli sem var í Gamlaselgilinu suður undir Botnaflöt, eins og enn sér merki.” segir í örnefnalýsingu. “Villingavatn átti sel í Seldal á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í Laxárdal. Skúti er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir — mjólkurmatinn.
Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal.“ segir í Sunnlenskum byggðum. Seltóftin er við gilið þar sem lækurinn úr Litla Laxárdal kemur niður, um 40 metra suðaustur af akveginum upp í Laxárdal. Þýfður vallendismói er milli selsins og götunnar. Aðeins sést ein nokkur óglögg tóft, tvíhólfa. Hún það er aðeins 1×1 að innanmáli. Að utanmáli er tóftin 7,5×4 m og eru hleðslur útflattar mest 0,2 á #9 hæð. „

Símonarhellir (þjóðsaga)

Grafningur

Fjárhellir.

“Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli.” segir í örnefnalýsingu. Í örnefnalýsingu Úlfljótsvatns stendur: Þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur. Sá hellir er vestan í Skinnhúfubergi, en sá hellir er í Villingavatnslandi. Svo segir í örnefnalýsingu. Í sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði er sagt frá Símoni og Elínu skinnhúfu, sem hafi verið uppi skömmu eftir miðja 18.öld, bæði fátæklingar og hafi ætlað að leggjast út. Í Símonarhelli fannst þýfi sem Símon hafði stolið af húsbændum sínum á Villingavatni.
“Annar hellir (en Skinnhúfuhellir} er vestan til í hlíðinni, hafðr fyrir fjárhelli frá Villingavatni.” Ekki skráð 1998.

Hellir (skjól)
Villingavatn átti sel í Seldal 1042 á vallendisflöt sem snýr móti suðri, rétt við götuna, sem liggur úr Seldal upp í laxárdal. Skúti er í Seldal í gilinu sem kemur úr Laxárdal, og var hann notaður sem geymsla fyrir mjólkurmatinn. Sunnan við selið kemur lækur úr Litla-Laxárdal* segir í Sunnlenskum byggðum. Sunnanundir veginum upp í Laxárdal er smá skúti inn í bergið, sennilega verið sá, um það bil 40 metrum norðvestur af Gamlaseli. Skútinn er um 3×3 að innanmáli.

Bíldsfell (býli)

Grafningur

Bíldsfell – kort.

42 2/3 hdr. 1847, óþ. 1706. Skálholtskirkjujörð. “Þorgrímr bíldr, bróðir Önundar bílds nam lönd öll fyrir ofan Þverá ok bjó at Bíldsfelli. Hans leysingi var Steinröðr, son Melpatrix af Írlandi; hann eignaðisk öll Vatnslönd ok bjó á Steinröðarstöðum.“ Landnámabók, ÍF 1, 388, 390.
Kirkju í Bíldsfelli er getið í máldaga frá um 1220, DI 1, 409 og í Vilchinsmáldaga DI TV, 93. Bæjar eða fjalls er getið í Harðarsögu – ÍF XIII, 50. 1539 er Sveinn Þorvaldsson búandi á Bíldsfelli, landseti Skálholtsstóls, meðal þeirra sem drápu Diðrik van Minden og fylgjara hans í stofunni í Skálholti – Bsk 11, 270. 1712 er Ólafur Þórðarson bóndi á Bíldsfelli, AÍ X, 67. Jarðardýrleiki óviss 1706, eign Skálholtsstóls, jörðinni fylgja tveir vatnshólmar. “Jörðin var í eyði þegar Jón Sigurðsson flutti þangað 1788.” Ö-Bíldsfell, 10.
1706: “Túninu spilla leirskriður úr fjalli, sem jeta sig niður í dældir og gjöra jarðföll, ítem stórgryti, sem hrapar úr fjallinu. Engið felur mjög í hrjóstur og fer til þurðar.” JÁM II, 384. 1839: “Heyskaparlítið, útigangur góður.” SSÁ, 182. 1918: tún 7,9 ha sléttað, garðar 1454 m2. “Eftir Jón Sigurðsson varð Ögmundur sonar hans ábúandi. Keypti hann jörðina af systkinum sínum og bætti hana mjög, sléttaði túnið og stækkaði og girti sæmilega.” Ö-Bíldsfell, 10. “Skitpist hún aðallega í lyngmóa, heiðar, mýrardrög, fjallendi og melaöldur. Hagar eru að mestu leyti grónir og skjólgóðir. Vetrarbeit er góð því nokkuð er um kjarr og lyng en hefur ekki verið notuð í seinni tíð.” SB II, 268. Ný tún tekin í notkun og sléttuð um og eftir 1970.
Bærinn stóð þar sem gamla timburhúsið stendur nú, byggt 1928.

Útkirkja (kirkja)

Bíldsfell

Bíldsfell.

“Munnmæli eru hjer hafi til forna kirkja verdið, merki til þess eru kirkjugarðsleifar kringum fornt hússtæði, þar sem nú enn er geymsluhús ábúenda. Rök vita menn hjer engin önnur til, og engin man hjer hafi tíður veittar verið.” segir í jarðabók frá 1706. “Í austur frá bænum er hóll, sem nefnist Hjallhóll. Þar stóð kirkjan í fornöld. Mátti sjá fyrir leiðum og kirkjugarði fram á 19. öld. Ögmundur Jónsson sléttaði þessar leifar“ segir í örnefnalýsingu. Kirkjutóftin er í trjálundi um 10 m norðaustur af bæjarhólnum, er þúst sem er 3,5×3,5.
Tóftin sýnist hafa dyraop til vesturs og man Árni Þorvaldsson eftir því að inngangurinn hafi verið skýrari. Við tóftina eru dældir í jarðveginn sem hafa verið taldar leifar af gröfum. Ekki hefur verið hróflað við þessu svæði fyrir utan gróðurseningu tjárlundarins en trén eru flest að deyja. BÍLDSFELL Í GRAFNINGI (ÚLFLJÓTSVATNSÞING) (Á) -Maríu, Pétri, Nikulási – HÁLFKIRKJA lum 1220}: Kirkia at Billz felli er helgvð Mariv drottningv. Petro postula. Nicholao biskvpe.
Kirkia a .x. hundruð j landi. klvekr .iy. alltara klæði .ij. tiolld vm songhvs. oc elldberi Þar skal syngia annan hvarn dag loghelgan. oc hinn fiorða hvern ottv song. skyllt skal at lysa fra Mariv messv siðaRi vnæ liðr paska vikv, fyrir þa daga alla er þar er svngit.
Þar skal tivnd heima en kavpa .1j. morkvm at presti vnder Vlfliotz |vatns| kirkiv liggr sea kirkia skyllt skal at syngia einhveria Þetrs messv; Máld DI 1 409 1397: Kirkia heilags Nicholai ad Bilsfelli a „ij. kyr. jnnan sig a kirkiann kross. Nichulas lykneski .1j. dvkur. brijk yfer alltari. paxspialld .1}. stikur med kopar. sacrarrum mvnnlaug. glodarkier. alltarisklædi .1j. annad med pell oc kross a med gullhlad. dvkur oc kluckur .1}. portio Ecelsiæ vmm fiogur ár næstv mork enn vmm vj ar fyrer .xij. aurar; Máld DI IV 93 {1598: AM 263 fol. bl. 52, 54}.

Barnhóll (legstaður)
“Efst á Harðhaus er hóll, er nefndist Barnahóll. Voru munnmæli, að þar væri Þorgrímur Bíldur heygður, en það er á engum rökum byggt”, segir í örnefnalýsingu.
Áberandi hóll 10 metrum norðvestur af Harðhausnum, í sléttu túni.

Seljamýri (sel)

Grafningur

Bíldfellssel.

“Hlíðin: Er fyrir vestan Fjallaskarð. … þar sem hlíðin er hæst heitir Háþúfa … Vestan til, spölkorn vestar er Háþúfa, og brekkan vestan undir því heitir Hábergsbrekka. Niður af henni, meðfram ánni, er Seljamýri“, segir í örnefnalýsingu. Seljamýrin er um 100 metra suðvestur af heimreiðinni heim að Bíldsfelli. Þýfður grasi gróinn og mosa vaxinn bali. Mýrin gæti dregið nafn sitt af selinu, 046, þó er það langt á milli að réttast er að skrá báða staði.

Tunga  (býli)

Grafningur

Tunga – kort.

12 hdr. 1545. (óþ. 1706, 30 hdr 1803, 20 hdr 1844, 30 1/3 hdr 1847) Skálholtskirkjueign frá 1553. 8.6.1545 gefur Alexius Pálsson Ólafi Árnasyni jörðina Tungu í Grafningi í Úlfljótsvatnskirkjusókn metna á 12 hundruð þegar hann giftist Ragnhildi Þorsteinsdóttur. Þar er getið landamerkja: “Med þessvm landamerkivm. vr vikinne og j gardinn millvm bijtzfellz og tvngo. þadan or gardinvm og j melenn og fuglstapa þvfvna vpp á melnvm. þadan sionhending j smidivvad. þadan þvert yfer tungva og j ána gegnt eidzhvommvm. svo ofan epter ánne og aptur j storv ána. epter sogn mikels sandzsonar sem vissi til greindrar jardar vpp á Íx ár.“ – DI XI, 414-415.
5.4.1553 selur Ólafur Árnason Marteini Skálholtsbiskupi jörðina Tungu fyrir Hægindi í Grímsnesi og gefur 2 hdr í milli- DIXTI, 533-534. Í eyði frá 1926.
1706: “Túnunum grandar vatn úr brekku, sem gjörir jarðföll þau að, menn efast hvort bæta megi.” JÁM II, 388. Túnið að mestu slétt. 1839: “landþröngt, heyskapur nægur.” SSÁ, 182. 1918: tún 5,6 ha. “Vestast er túnið brött brekka, en suður frá bænum er aflíðandi brekka og neðan hennar túnflöt.” Ö-Tunga, 2. “Þetta er sæmilega landstór jörð eða um 460 ha, að mestu leyti lyngmóar og lítilsháttar mýrardrög. Fjallendi er ekkert sem heitir getur. Hagar eru svo til algrónir, sæmilega grasgefnir og skjólgóðir.” SB II, 279 sbr. Ö-Tunga, 2.
Bærinn stóð syðst og vestast á sléttunni“, segir í örnefnalýsingu. Gamli 1 bærinn stóð um 4 m suðvestur af 002 og 200 m suður af núverandi íbúðarhúsi og er bæjarhóllinn sennilega óhreyfður. Tóftin er 28×28 að utanmáli en 1 hleðsluhæð er mest 0,3. Að mestu leyti er ekki hægt að greina hleðslur.
Samkvæmt frásögn Steingríms Gíslasonar bónda á Torfastöðum var stór hluti bæjarins úr timbri, þiljaður og er það ástæða þess hve lítið er af tóftum á bæjarhólnum og herbergjaskipan er ógreinanleg.

Hlíð (býli)

Grafningur

Hlíð – kort.

20 hdr. 1524, 1706, 1839. 15 hdr 1627, 10 hdr. 1743. Bændaeign, Viðeyjarklausturseign 1395-1534. Fyrst getið 1395 og var þá 16 hdr jörð sem komist hafði undir Viðeyjarklaustur í tíð Páls ábóta 1380-1395 – DI III, 598. 12.10.1524 selur Helgi ábóti í Viðey Úlfljótsvatn með Hlíð, 20 hdr jörð, Arnbjörgu Stulladóttur fyrir Jarðir að andivrði 64 hdr. DI IX, 247-248. 8.9.1567 hafði Steinunn Sighvatsdóttir gefið Önnu Guðmundardóttur dóttur sinni 10 hdr í Úlfljótsvatni, en Steinunn hafði erft 20 hdr í Úlfljótsvatni og 10 hdr í Hlíð, og var gjöf Steinunnar dæmd ólögleg – DI XV, 9-10. 30.3.1627 var Hlíð keypt fyrir 15 hdr. – AÍIV, 218. 19.6.1743 selur sr. Vigfús Jóhansson Helgu Sigurðardóttur Hlíð, 10 hdr að dýrleika, fyrir 60 rdl in specie og 20 rdl croner – AI XIII, 175. 11.7.1755 lýsir Jóhann Vigfússon brigð á sölu Hlíðar og framboð peninga henni til lausnar so sem sínu óðali – AÍ XIV, 195. 1847. “Bærinn stendur í miðju túni móti suðaustri undir samnefndu fjalli sem nær frá Háafelli suður að Geitjamragili.” SB III, 275. 1918: tún 5,84 ha, garðar 746 m2. 1839: “með líkum kostum og ókostum (og Litliháls: heyskapur hægur, vetrarþungt og snjósælt” – SSÁ, 182. “Landstærð 900 ha, mest af því þurrlendis heiðarmóar með smá myýrarblettum og einu mýrarsundi sem Dælar heita. Vallendisblettir víða og voru þeir slegnir í fyrri tíð. … Í brekkunum sem snúa á móti suðaustri er gott berjaland í hlýjum árum. Skógarkjarr er í Háafelli og við hamarinn suður undir Geithamragili. Mýrlendi er lítið en þó með mótarki. Erfitt var með slæjur og var heyskapur sóttur allt vestur í Hlíðardal.” BS 11; 278.
Gamli bærinn var vestan við hlöðuna (um 20 m) þarna er upprifið moldarsvæði og töluvert um grjót í moldinni má greina grjótraðir. Aflíðandi hæð sem búið erað slétta úr að. miklu leyti, þarna er í dag moldarsvað. Norðvestan við er tún en austan við er lækur og síðan óslétt tún.
“Vestan við Bæjarlækinn, þar sem hann rann áður, er Búhóll, á honum Búhólskofinn. Hann má aldrei eyðileggja. Ef það er gert þrífst ekki búskapur í Hlíð, því huldufólk á að búa í hólnum, sem hefur kofann til afnota“, segir í örnefnalýsingu. Kofinn stendur enn í þýfðu túni eða túnrana milli tveggja lækja. Hann er 6×6 að utanmáli og hleðsluhæð er mest 1,2 m. Kofinn stendur undir þaki en virðist ekki gegna neinu sérstöku hlutverki. Það var opið inn í hann og í honum var smávegis rusl en annars var hann næstum tómur. Með V laga bárujárnsþaki.

Hlíðarsel (sel)
“Selið. Þar er grashvammur nokkuð hátt suðvestan í Hlíðarfjalli gegnt dalnum. Þegar farið er norður Hlíðardal, hækkar hann brátt og verður allur óvistlegri en suðurendinn. Þar ber mest á uppblásnum börðum og moldargiljum, en nokkru eftir að hallar norður af, er komið á grasflöt …”, segir í örnefnalýsingu.
Í Kringluvatnsdalnum. “Sel frá Hlíð var norðan til í Hlíðardal utan í rótum Hlíðarfjalls, í valllendishvammi sem snýr móti suðvestri. Sést vel móta fyrir því enn.”
Selið var á grasbala austantil í dalnum, fyrir austan er mosavaxin hlíð en vestan aflíðandi hlíð niður í dalsbotninn. Þarna er fremur slétt og grasi gróið svæði. Ekki langt frá selinu frá Stóra-Hálsi um 20 mín gangur. Leifar selsins eru orðnar mjög ógreinilegar, þó vel megi sjá merki þeirra í landslaginu.

Grænuskjól (fjárskýli)
Grænuskjól. Þar er gömul fjárborg, sem í einni tíð hefur verið kölluð Borgin. Hún er austan undir Háafelli, stuttan spöl fyrir sunnar Markgarð”, segir í örnefnalýsingu. Þar er mjög greinileg frá veginum sem áberandi grænn blettur í 2 m hlíðinni. Kjarrivaxin brött hlíð.
Tóftin er mjög löng og mjó, aðeins eitt hólf, hleðslur sjáanlegar við opið.sem er til vesturs. Hún er 18×7 að utanmáli og er hleðsluhæð mest um 0,8 m.

Stóri-Háls (býli)

Grafningur

Stóri-Háls – kort.

12 hdr 1657, 1706, 1847. 10 hdr. 1722, 1839. 1657 bera hreppstjórar í Grafningi að Háls hafi verið tíunduð fyrir 12 hdr í tuttugu ár eða lengur. Þar kom einnig fram meðkenning Odds Einarssonar bps að hann hafi goldið Katrínu Þormóðsdóttur jörðina upp í andvirði Miðfells hvort sem hún væri 10 eða 12 hdr. Ívari Guðmundssyni höfðu 1656 verið dæmd 8 hdr í Hálsi – AÍ VI, 400. 1712 er Ingimundur Jónsson bóndi á Stóra Hálsi, án vitnisburðar kominn úr Gullbringusýslu – AÍ X, 67. 12.7.1722 selur Jón Ísleifsson sýslum. Högna Björnssyni lögréttumanni Stóra Háls, 10 hdr að dýrleika, fyrir 65 rdl. in specie – AÍ XI, 161 sbr. 420. Á alþingi 1735 lætur Þorbjörg Oddsdóttir, ekkja Jóns Ísleifssonar sýslumanns auglýsa að óðalsjarðir, þ.á.m. Stóri-Háls, 10 hár, hafi á hennar giftingardegi til heimanmundar taldar verið og hafi hún ekki samþykkt kaup eða sölu á þeim – AÍ XIl, 235. 1395 er getið um Háls, 16 hdr jörð, sem komist hafði undir Viðeyjarklaustur í tíð Páls ábóta (1380-95) og gæti það verið þessi jörð eða Háls í Kjós – DI MI, 98.
1706: “Engjar eru öngvar nema það, sem hent veriður á hagamýrum eður smáhlíðum þeim, sem grjótskriður spilla.” JÁM 11, 387. 1839: “með líkum kostum og ókostum (og Litliháls: heyskapur hægur, vetrarþungt og snjósælt|” – SSÁ, 182. 1918: Tún 4 ha, garðar 834 m?. “Landið er að mestu fjalllendi og skiptast á valllendisbörð, mýrarblettir, lyng og mosamóar og ísaldamelur þegar ofar dregur.” SB 111, 274.
Elzti bærinn, sem um er vitað, (bær III), var rétt fyrir ofan þessi hús. Má enn sjá bæjarhólinn. Í bernsku minni sást greinilega móta fyrir tóttum, einkum þó heygarðinum, og var hann örnefni. Þar var jafnan gott gras, enda í miðju túni”, segir í örnefnalýsingu. Vestan við syðrs íbúðarhúsið eru járnklædd útihús, þau standa þar sem gamla bæjarstæðið var að sögn heimildarmanns. Húsin eru ekki með kjallara en greinilega hefur verið sléttað úr hólnum áður en húsið var byggt.

Stóra-Hálssel (sel)

Grafningur

Stóra-Hálssel.

Sel frá Stóra-Hálsi: Forn sel er á Selflötum úti í hálsi. Annað sel var suður af mýrunum í Stóra-Hálsdal. Það er hlaðið úr torfi og grjóti og mun vera síðasta selið sem notað var í Grafningi, en það var notað fram yfir 1850″, segir í Sunnlenskum byggðum. Seltóftin er um miðjan dalinn. Vestan við tóftina er melur austan við er móar í austurhlíð dalsins. Tóftin er 9 metra löng og 4 metra breið og samanstendur af tveimur hólfum. Grjóthleðslur sjást að innanverðu og tóftin opnast til austurs.

Litli-Háls (býli)

Grafningur

Litli-Háls – túnakort 1916.

10 hdr. 1448, 1847, óþ. 1706, konungseign (meðal Grímsnesjarða). Einnig SyðriHáls. 26.5.1448 kvittar Jón Oddsson Steinmóð ábóta í Viðey fyrir þau 10 kúgildi sem Steinmóður skuldaði Jóni fyrir jörðina Syðra Háls fyrir ofan Grafning – DI TV, 716.
Þess er getið í sögnum af Ögmundi biskupi að hann hafi misst sjónina á leið um Grafningsháls og hafi verið orðinn alveg blindur er hann kom að Litla Hálsi – DI VIII, 709. Í eyði frá 1937, nytjuð frá Stóra-Hálsi.
1706. “Túninu skippa grjótskiður. Engjar eru nokkrar, en spillast þó árlega af jarðfllum og smáskriðum.” JÁM 11, 387. 1839: “heyskapur hægur, vetrarþungt og snjósælt.” SSÁ, 182. 1918: tún 3,8 ha, garðar 543 m2. “Hluti af landinu er mýrlendi og hallar til norður og hluti jarðarinnar er einnig í hlíðum fjallsins – þar sem skiptast á lyng- og mosabörð, valllendis- og myýrarblettir og er landið þar sundurskorið af giljum. Einnig nær landið upp á Ingólfsfjall.” SB 111, 273. Bæjarhóllinn er í brekku suðaustur af steyptu útihúsi með járnþaki. Þar hefur verið sléttað úr hólnum. Sléttað tún. Hnit tekin um það bil 40 metra suðaustur af suðausturhorni útihússins.

Litla-Hálssel (sel)

Grafningur

Litla-Hálssel.

“Fyrir vestan Miðmundargil er Selfjall (norðurbrúnir Ingólfsfjalls út að Selgili). Niður í því austast er Kýrdalur, gróinn hvammur. Niður af honum norður að Þverá eru melar, sem Dílaflatir eru austan við, en suðvestan við (utar í Hálsinum) er er Smalamýri. Nokkru utar er Selgil og Seldalur austur og upp að Selfjallsbrúnum. Neðst í Seldalnum við Selgil eru Seltæptur ..“, segir í örnefnalýsingu.
“Sel frá Litla-Hálsi var í Seltúni í litlum dal vestan í Ingólfsfjalli. Selgil liggur þvert fyrir suðvestan dalinn og rennur í Þverá“, segir í Sunnlenskum byggðum. Um það bil 1,5 km frá bæjarhólnum, 15 metra norður af lækjarfarvegi sem kemur úr dalnum. Mjög þýfður blautur mói. Tóftin er mjög forn og óglögg í þýfðum móanum. Sennilega 2 hólf og einnig hefur tóftin sennilega einhverntíma verið stærri. Tóftin er 7×4 að utanmáli og eru hleðslur mjög útflattar, hleðsluhæð aðeins um 0,1m.

Torfastaðir (býli)

Torfastaðir

Torfastaðir – kort.

38 2/3 hdr, 1847, óþ. 1706, Skálholtsstólseign, jörðinni fylgdu vatnshólmar. Kirkju á Torfastöðum er getið í Vilchinmáldaga, 1397, DI IV, 92-93. Jón Oddsson seljandi Syðra Háls gefur út bréf á Torfastöðum 26.5.1448 – DI IV, 716, — Tvíbýli 1918.
Tunguá liggur meðfram jörðinni að norðan. Torfastaðir TIl eiga hálfann Arnarhólmann í Álftavatni. SB 11, 271-272.
1706: “Engjunum gtandar sandságangur að framanverður, en fjallaskriður að ofan.” JÁM 11, 389. 1839: “heyskapur mikill, en votur, beitarþröngt.” SSÁ, 182.
1918: tún á báðum bæjum 1 ha, garðar 1859 m2. “Torfastaðaland neðan fjalls má heita allt gróið land. Mest mýrlendi, þá valllendi og lyngmóar, vaxnir krækiberjalyngi og nokkuð beytilyng. Ekki er skógargróður neinn í landareigninni, en lítils háttar grávíðir með Ingólfsfjalli fremst og á Tanganum norður við Sog. Þar er líka gulvíðir lítils háttar og austan við Markhamar.” Ö-Torfastaðir a, 7. Á Torfastöðum var mest
sléttað um 1957.
“Gamla bæjarstæðið var skammt suðvestur frá Torfastöðum |, rétt norðaustan við Torfastaði IT”, segir í örnefnalýsingu. Bæjarhóllinn er 100-120 metra suðvestur frá vúberandi íbúðarhúsi á Tornfastöðum. Sléttað tún, ávalur hóll í því, ekki minni en 40-50 metrar að ummáli. Þrátt fyrir tvíbýlið bjuggu allir saman á þessum stað fram á þessa öld.

Heimildir:
-Fornleifar í Grafningi, Nesjar, Hagavík, Krókur, Villingavatn, Bíldsfell, Tunga, Hlíò, Stóri- Iláls, Litli-Háls og Torfastaòir – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 1998.
-Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2018.

Jórutindur

Jórutindur.