Færslur

Vörðufell

Á leið að Strandarhæð var komið við í tóttum bæjarins Fell í Krýsuvík. Tóttirnar eru í gróinni kvos skammt sunnan við Grænavatn, í hæðinni þar sem hún halar til vesturs.

Strandarhellir

Strandarhellir.

Á Strandarhæð var byrjað á því að skoða Bjargarhelli, helli þann er Selvogsbúar ætluðu að dyljast fyrir Tyrkjum, ef þeir snéru aftur. Skammt austan hans er Gapið, rúmgóður fjárhellir. Umhverfis hann er gerði, Gapstekkur, en umhverfis gerðið er annað ytra gerði. Frá Gapinu var gömlu þjóðleiðinni fylgt þangað til komið var á móts við Strandarhelli. Hann er í norður frá götunni. Hellirinn er gamall fjárhellir, stærstur þeirra, í stóru fjarðfalli. Umhverfis jarðfallið hafa verið hlaðnar miklar hleðslur og umhverfis þær eru vítt hlaðið gerði. Þegar komið er ofan í gróið jarðfallið eru hleðslur fyrir hellismunnanum. Skammt norðan af hellinum er hlaðið stórt gerði umhverfis hól. Þaðan blasir Vörðufellið við. Haldið var í átt að því, en skammt sunnan fellsins er Ólafarsel, mjög gamalt sel í grónum hraunkrika Vörðufellshrauns. Skammt austan við selið er hlaðinn stekkur utan í kletti.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – sel. Uppdráttur ÓSÁ.

Á Vörðufelli er Markavarða, landamerkjavarða. Undan henni er fornt krossmark á jarðföstum steini. Marks þessa er getið í mjög gömlum heimildum, en þá sem stafurinn “M”. Ástæðan er sprungur í steininum beggja vegna krossins. Ofar eru Smalavörðurnar, en þeim fylgdi sú þjóðtrú að hlæði smali vörðu á fellinu myndi hann umsvifalaust finna það sem týnt væri.
Á Vörðufelli er líka stór hlaðinn rétt, Vörufellsrétt. Norðan út af henni er hlaðinn leiðigarður. Réttin var lögð af seint á fjórð áratug 20. aldar og önnur nýrri þá hlaðinn ofan við Hellsholtið nokkru ofar í heiðinni.

Eimiból

Eimuból – hleðslu í helli.

Austan við Vörðufell eru þrjú sel. Fyrst er komið að Vindásseli, miklum tóttum á hól. Ofar er Eimuból á bakka jarðfalls. Hefur hellir, sem þar er verið nýttur sem fjárhellir, enda má sjá hringlaga hleðslur á og ofan við opið. Skammt sunnar, í grónu ílöngu jarðfalli, er forn tóft. Við það er fjárhellir. Í honum er hlaðinn stekkur.
Skammt austar er Skyrhellir í hraunhól, en þar var skyr seljafólks geymt fyrrum.
Frábært veður.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Gapi

Gengið var á Strandarhæð ofan við Selvog að Gaphelli. Heimildir herma að hann hafi rúmað sex tugi fjár. Framan við hann er Gapstekkur. Þaðan var haldið að Strandarhelli austan í hæðinni.

Ólafarsel

Ólafarsel.

Í hellinum, sem er vel rúmur að innanmáli, var haldið fé á öldum fyrrum. Sunnar er Bjargarhellir.
Þá var gengið mót Vörðufelli. Á fellinu er gamla lögrétt Selvogsbúa, Vörðurétt eða Selvogsrétt. Hún er fallega hlaðin, almenningur austast, innan dráttur og dilkar um kring. Notkun hennar var hætt árið 1924. Syðst á fellinu er Markavarða og undan henni klöpp með áklöppuðu krossmarki.

Vörðufell

Vörðufell – LM/krossmark?

Í örnefnaskrá Ölfushrepps er sagt að þar eigi að vera stafurinn M, en um krossmarkið eru greinilegar gamlar sprungur beggja vegna. Efsti hluti steinsins hefur brotnað frá. Krossinn er greinilega áklappaður. Á fellinu eru einnig urmull smávarða, en sagt er að smalar hefðu hlaðið vörðurnar og áttu þær að uppskera fundvísi að launum. Víðsýnt er af fellinu þótt það sé ekki hátt.
Suðaustan við Vörðufell er sel. Það er, skv. gömlum heimildum, Ólafarsel. Tóttirnar er mjög vel greinilegar. Stekkur er austan við tóftirnar. Enn austar eru tóftir Eimubóls og hellar. Hlaðið er fyrir op þeirra. Í einu jarðfallinu eru greinilegar gamlar tóttir tveggja húsa, sennilega eldri en selstóttirnar ofan þeirra. Hægt er að ganga í gegnum og á milli hellanna.

Vindássel

Vindássel í Strandarheiði.

Vestar eru tóftir Vindássels. Norðar er Hellholt. Efst á því er fallegur hellir, stór og mikill. Utan í holtinu eru margir aðrir hellar. Vestan við holtið, suðaustan Svörtubjarga, eru greinilegar tóttir tveggja selja eða heiðarbæjar. Utan í hól eru a.m.k. þrjú fjárhús og annað langhús að auki. Ekki eru til heimildir um sel eða bæ þennan, en líklegt má telja að þarna hafi verið selstaða frá Strönd eða Strandarbæjunum (Strandarsel/Staðarsel).

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.

Útsýni vestur með Svörtubjörgum og áfram með Herdísarvíkurhlíðum er ægifagurt. Í hæðinni suðvestan undan selinu eru fallegir hellar og ofan á Svörtubjörgum trjónir Eiríksvarða, reist af Eiríki, presti og galdramanni, í Vogsósum árið 1710. Hann lést árið 1716. Á meðan hún stendur á Selvogi að vera óhætt fyrir ránsmönnum. Varðan er fjórar steinaraðir, fallega hlaðin og stendur reisuleg fremst á björgunum.

Girðingarrétt

Girðingarrétt.

Sunnan við selið er hellir með miklum hleðslum. Ofan við opið er hlaðin stekkur. Austan hans má sjá móta fyrir tóft undir hraunhól. Suðaustar í heiðinni er Girðingarréttin, öðru nafni Selvogsréttin eldri eða Gamlarétt.
Á bakaleiðinni sást til refa við leik á Selvogsheiðinni. Heiðin lætur ekki mikið yfir sér, en í henni má finna fjölmargar minjar, sem áhugavert er að halda til haga.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Girdingarrett-1

FERLIRsfélagar í Girðingarrétt með Þórarni Snorrasyni.

Vindássel

Enn og aftur var reynt að fá botn í það hvers vegna Seljadalur ofan við Fossárdal í Kjós væri jafnan nefndur í fleirtölu. Þrátt fyrir þetta – að einungis væri vitað (árið 2009) um eina selstöðu í dalnum – virtist áskornunin freistandi, þ.e. frá Reynivöllum.

Svínaskarðsvegur

FERLIR leitaði til hinna fróðustu manna í sveitinni, en þeir kváðu vafasamt að önnur selstaða en sú sem var fyrrum frá Reynivöllum, og kotbýlið Seljadalur hafi vaxið upp úr, kynni að að finnast í dalnum. Búið væri að margleita dalinn, en án árangurs.
Í einni örnefnaslýsingunni fyrir Vindás segir m.a.: “Selstígur lá yfir Ása, austan við Eystri-Hvammamýri, upp Múla og Múlahorn vestan við Sandfell, og þar á Þjóðveginn. Í framhaldi af Selstíg lá gata norður yfir Hryggi, að Seljadal. Eins og nafnið bendir til mun Selstígur í fyrstu einkum hafa verið notaður til selfara, því Sogn átti sel við Sandfellstjörn sunnanverða, en Vindás átti sel í Seljadal, skammt vestur af Skálafelli. Einnig var hey flutt niður Selstíg, þegar heyjað var uppi á Vindásflóum, en það mun hafa verið stundað nokkuð einkum þegar tvíbýli var á Vindási. Allmikil umferð var um Selstíg meðan búið var á Seljadal. Einnig fóru hann margir sem leið áttu yfir Reynivallaháls.”

VindásselHér koma a.m.k. tvær vísbendingar um staðsetninguna á Vindásseli. Annars vegar að gata hafi legið norður yfir Hryggi og að Vindás hafi átt selstöðu í Seljadal, skammt vestur af Skálafelli. FERLIR hafði áður rakið Selstíginn frá Vindási og Sogni upp Múlann, áleiðis í Sognsel. Einn angi hans lá inn með vestanverðu Sandfellinu og til austurs norðan þess.
Þá var bara ekki um annað að ræða en að ganga enn og aftur upp að Sandfelli og síðan norður Hryggina að austanverðu frá fellinu. Þar eru í dag bara aflangar melhæðir og því var úr vöndu að ráða. En með stóiskri ró (og gangi fram og til baka um meðhæðirnar) mátti sjá hvar Svínaskarðsvegurinn svonefndi lá til norðausturs af Sandfellsveginum norðaustan við Sandfellið. Til hliðar við hann mátti greina enn eldri götur.
Þegar getið er um “Þjóðleiðir” í örnefnlýsingunni er sennilega átt við þessar leiðir. Af þeim tveimur hefur Svínaskarðs-vegurinn, þrátt fyrir fyrri lýsingar, verið þeir
ra veigaminni sem almenn þjóðleið. Það átti líka eftir að koma í ljós í bakaleiðinni.

Seljadalur

Reynivallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnalýsingu segir: “Svínaskarðsvegur sem var mjög fjölfarinn á sumrin bæði af Kjósverjum, og þó einkum þeim sem ferðuðust á hestum milli Reykjavíkur og  norður- og vesturlandsins, lá yfir Laxá á Norðlingavaði, upp Klifsnes, Vindáshlíð, Sandfellsmela norðan  við Sandfell, sunnan við Hryggi, vestan við Dauðsmannsbrekku og síðan áfram yfir að Hvalfirði. Þessi vegur meðan hann lá um Vindásland, var alltaf í daglegu tali nefndur Þjóðvegur.” Þessi lýsing átti eftir að öðlast nýja merkingu í lok ferðarinnar, enda mjög líklegt að Svínaskarðsvegur ofan úr Svínadal að norðanverðu hafi alls ekki legið eins og hann hefur verið sýndur á landakortum, heldur mun suðaustar.
Leiðin hefur raunar verið tvískipt; annars vegar upp í miðjar hlíðar Skálafells og hins vegar svo til beint undir rótum þess áleiðis í Vindássel. Fyrrnefnda leiðin greinist í hlíðinni; annars vegar til suðurs og hins vegar til norðurs inn með austanverðum Seljadal. Sú gata liggur beint heim að gamla Seljadalsbænum.

SvínaskarðsvegurTil varnar þeim er ekki hafa getað staðsett Vindásselið má segja að það er alls ekki auðfundið. Svínaskarðsleiðirnar tvær efst í Seljadalnum liggja bæði ofan og neðan við það. Hins vegar má segja að staðsetningin er dæmigerð fyrir selstöður á Reykjanesskaganum (sjá meira HÉR); í skjóli fyrir austanáttinni, við læk og þrískiptar tóftir. Tóftirnar eru heillegar, veggir standa grónir, hleðlslur í veggjum má sjá og op. Hið óvænta var hversu stór rýmin eru og hversu heilleg þau eru. Þarna er því að öllum líkindum um að ræða sel frá þeim tíma er selstöður voru almennt að leggjast af á þessu landssvæði (um 1870). Þessu til staðfestingar er rétt að nefna eftirfarandi. Í Jarðabókinni 1703 er getið sels frá Vindási í Seljadal: “Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, en brúkast þó ekki, heldur í selstöðu þeirri, er beneficio tilheyrir á Seljadal.” Það virðist því ljóst um hvaða tóftir ræðir á framngreindum stað í sunnanverðum dalnum, enda kemur varla annað til greina.

RéttÍ Jarðabókinni segir ennfremur: “Bústaður sóknarprestsins í Kjós, gefinn af kóngl. máð af sál. Friðrik 3ja háloflegrar minningar í staðinn þess fordjarfða beneficii Reynivalla, sem af skriðum og snjóflóði næsta því eyðilagt var.” Eins og annars staðar er skráð hafði skriða fallið á Reynivallabæinn og jafnað við jörðu.
Seljadalurinn er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum þessa bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni. Þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Landið er gott fyrir sauðfjárbeit. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur. Í honum rennur Hjaltadalsáin fyrrenfnda. Í ánni er Folaldafoss. Fossinn er áberandi þegar gengið er má Seljadalsá framhjá ármótunum. Eftir Seljadal rennur svo Seljadalsáin, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur, sem fyrr sagði. Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar. Gísla bjó í Seljadal á árunum 1897 til 1921.
TóftTóftirnar í Sejadal eru sérstaklega áhugaverðar. Bæði vegna þess að grjót í vegghleðslur hefur ýmist verið tekið úr bæjarlæknum eða verið fluttar að annars staðar frá, t.d. með sleða á snjó. Ein tóftin, sem þarna er skammt sunnan við kotið sjálft hefur sennilega verið gamla selið. Efniviðurinn úr því hefur verið nýttur í sauðakofa og gerði. Ef glöggt er skoðað má sjá að eldri hleðslur á bæjarstæðinu hafa verið nýttar til nýrri byggingar. Hlaðin rétt neðan við bæinn er í raun dæmigerð fyrir staðsetningu stekkjar. Hún er því að öllum líkindum hlaðin upp úr stekk, sem þar var fyrir.
Í bakaleiðinni var gatan frá Seljadal fetuð til suðurs. Þegr hún kom yfir Seljadalinn ofanverðan var auðvelt að fylgja henni um melbrúnir og mela á ská til suðausturs niður hlíðarnar ofan við Vindássel. Þar neðst kom gatan inn á hinn gamla Kjósaskarðsveg.
GatnakerfiðÞessi meginleið kom ekki niður með Sandfellinu norðaustanverðu eins og ætla mætti. Hún lá á ská til suðausturs (annars eru áttir þarna á miklu reiki sbr. örnefnalýsingar) niður hlíðina austan fellsins, niður á gömlu Kjósarskarðsleiðina norðan Laxár. Tekja má líklegt að gamli Svínaskarðsvegurinn hafði legið þar inn á hana og síðan áleiðis upp hálsinn mun suðaustar en áður hefur verið talið.
Í meiri fróðleik um Reynivelli segir m.a.: “Kirkjustaður og prestssetur hefur verið á Reynivöllum frá því elstu heimildir herma. Þar var einnig lengst af miðstöð byggðarinnar. Um langan aldur var þar þingstaður sveitarinnar og þinghús, þar var rekinn fyrsti barnaskólinn í Kjósinni, hann var stofnaður kringum 1880 og starfaði í sérstöku húsnæði, sem byggt var fyrir skólastarfið. Þá var prestur á Reynivöllum sr. Þorkell Bjarnason, sem áður er getið. Hann var afkastamikill á ýmsum sviðum menningarlífsins, ritaði m.a. Íslandssögu, sem lengi vel var eina Íslandssagan, sem kennd var í skólum landsins. Þá skrifaði hann einnig stórmerka bók um sögu siðbótarinnar hér á landi auk fjölda ritgerða um ýmis efni. Áður hefur verið getið um frumkvæði hans í laxeldi.

Eftirmaður hans var sr. Halldór Jónsson, sem prestur var á Reynivöllum í hálfa öld, frá 1900 til 1950. Sr. Halldór var sömuleiðis merkur prestur á sinni tíð, framfarasinnaður í búskaparháttum og tónskáld ágætt. Oddviti sveitarinnar var hann um árabil. Hann hefur ritað endurminningar sínar, sem eru merk heimild um líf og starf Kjósverja í þá hálfu öld, sem hann var sálnahirðir þeirra.” (Þetta er bara, með fullri virðingu, sett inn í textann til að koma að fleiri myndum).
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
SeljadalurVindássel
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Vindás.
-Jarðabókin 1703.

Reynivallasel

Lagt var af stað frá hlaðinni rétt í Kálfadal við svonefndan Sjávarfoss.  Um 250 metra ofar er önnur hlaðin rétt, allmiklu eldri. Ætlunin var að finna og skoða selstöðurnar frá Reynivöllum, Vindási og Fossá. Kotbýlið Seljadalur óx upp úr Reynivallaseli. Selsins er getið í Jarðabókinni 1703: “Selstöðu í Seljadal.” Einnig er í Jarðabókinni getið sels frá Vindási í Seljadal: “Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, en brúkast þó ekki, heldur í selstöðu þeirri, er beneficio tilheyrir á Seljadal.” 

Rétt í Kálfadal

Líklega er (þ.e. að hingað til hefur verið talið) um sömu selstöðu að ræða og þá frá Reynivöllum því í Jarðabókinni segir ennfremur: “Bústaður sóknarprestsins í Kjós, gefinn af kóngl. máð af sál. Friðrik 3ja háloflegrar minningar í staðinn þess fordjarfða beneficii Reynivalla, sem af skriðum og snjóflóði næsta því eyðilagt var.” Eins og annars staðar er skráð hafði skriða fallið á Reynivallabæinn og jafnað við jörðu.
Um selstöðu Fossár segir í Jarðabókinni: “Selstöðu á jörðin í heimalandi.” Vel mátti álykta að Fossárselið væri í Fossárdal og þá væntanlega nálægt Fossá.
Þegar lagt er af stað frá fyrrgreindum stað er þar kort af svæðinu. Skógræktin hefur Fossá til ræktunnar. Hún hefur væntanlega viljað leiðbeina áhugasömu útivistarfólki um svæðið. En það fólk, sem ætlar að ganga þaðan upp að gamla Seljadalsbænum, verður að gæta þess að fara ekki eftir kortinu. Á því er bærinn sýndur vestan Seljadalsár, er að sjálfsögðu nokkru austan árinnar, sunnan Hjaltadalsár. Bærinn (tóftirnar) er rétt staðsettur á gömlu landakortum.

FossárselÞegar komið var upp fyrir Fossárbæinn (vestan árinnar) liggur slóði upp með ánni. Slóðinn hefur verið lagður yfir gamla götu. Hún birtist þegar slóðinn beygir lengra upp í hlíðina. Þegar götunni er fylgt liggur hún svo til í beina línu að mótum Seljadalsáar og Hjaltadalsáar. Skammt norðan við ármótin er vað. Varða er við það austan árinnar. Skammt norðar, á austurbakkanum, er fallegur lækur. Trjám hefur verið plantað í hlíðina og eru þau nú orðin allhá – heilmikill skógur. Seltóftir eru skammt ofan við bakkann, við lækinn. Trjám hefur verið plantað í þær allar nema hvað ein stendur út úr og sést sæmilega. Þarna er líklega um að ræða seltóftir Fossár, enda í bæjarins landi og auk þess ofarlega að mörkunum.
Stekkur í FossárseliGötunni var fylgt áfram upp með ánni. Skammt ofar er beygja á ánni. Þar liggur gatan yfir á grynningum og stefnir síðan svo til beint upp að Seljadalsbænum, skáhalt upp hlíðina.
Seljadalur er vel gróinn, en þýfður mjög. Við suðurenda hans blasir Skálafell við og Sandfell vestar. Hryggur er að vestanverðu með dalnum og Hornfell að austanverðu. Hornið skagar út úr efstu brún þess.
Nokkrar tóftir eru í bæjarstæðinu. Efst er ílangt hús með dyrum mót vestri. Fast  neðan við það er fjárhús. Norðan við það er stærstu tóftirna; Seljadalur. Norðar er tóft; gætu einnig hafa veri sauðakofi.
Ekki er ólíklegt að sunnan vi bæinn hafi gamla selið frá Reynivöllum staðið og hús með gerði sunnar; sennilega fjárhús og hlaða, hafi verið byggt upp úr því. Tóftin er óvenjumjó af fjárhúsi að vera. Bæjarstæðið er á ágætum stað og vel st

aðsett m.t.t. til aðstæðna og staðhátta. Hlaðinn heur verið garður að austanverðu, væntanlega kálgarður og afhýsi milli hans og bæjartóftanna. Sunnar er tóft, væntanlega útihús. Gata liggur vestan þess.
Skammt norðvestar er hlaðin tvíhólfa rétt. Líklega hefur hún áður verið stekkur því kró er í horni annars hólfsins, en síðan hinu hólfinu verið bætt við, enda miklu mun heillegra en hitt.
Tóft í SeljadalÞar sem áð var á tóftum Seljadals var ekki úr vegi að rifja eitthvað upp um leiðir, örnefni og sögu svæðisins. Norðan Esju og sunnan Hvalfjarðar er Kjósin, umlukt fjöllum, hálsum, heiðum og hafi. Nafnið sjálft er talið merkja lítinn dal (kvos) og geta flestir verið á eitt sáttir um það, að sveitin ber nafn, sem henni hæfir.
Í sóknar- og sveitarlýsingum frá fyrri tímum virðist nafnið Kjós aðeins eiga við um dalinn milli Esju og Reynivallaháls.
Í Landnámu segir, að Valþjófur, sonur Örlygs hins gamla Hrappssonar landnámsmanns á Esjubergi, hafi byggt bæ að Meðalfelli. Er hann því landnámsmaður Kjósarinnar, hann „nam Kjós alla” segir orðrétt. Í Landnámu er að vísu getið annarra landnámsmanna á svæðinu. Hvamm-Þórir nam land „á milli Laxár og Forsár og bjó í Hvammi”.
Rétt í SeljadalReynivallaháls dregur nafn sitt af kirkjustaðnum, sem nánar segir frá síðar. Hann liggur í landsuður frá Hálsnesi í sveig inn að Fossárdal og Seljadal, um það bil tíu kílómetra leið. Austan við er svo Þrándarstaðafjall. Austan við er svo Þrándarstaðafjall, nyrst, þá Hornafell og Kjölurinn. Seljadalur er sunnanverður dalurinn milli Hornafells og sunnanverðan Reynivallaháls. Nyrðri hlutinn nefnist Fossárdalur. Sandfell er syðst á hálsinum og norðvestan við það er Sandfellstjörn.
Yfir Hálsinn liggja fjórar fornar alfaraleiðir, sem nú verður getið nánar. Vestast er Kirkjustígur, beint upp af kirkjunni, þar fyrir innan er Gíslagata á landamærum Reynivalla og Vindáss, og loks þjóðleiðirnar fornu, Sandfellsvegur og Svínaskarðsvegur sem koma saman austan til í hlíðum Sandfells. Allar liggja þessar leiðir að lokum niður að Fossá norðanvert í Hálsinum.

SvínaskarðsleiðAustan Gíslagötu eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við gatanmót Sandfellsvegar og Gíslagötu er dys, sem sögð er vera yfir ferðamanni er dó þarna é leið sinni. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi norðan Sandfells, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmannsbrekkunum, sem eru þá á hægri hönd. Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.
SeljadalurSeljadalurinn er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum þessa bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni. Þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Landið er gott fyrir sauðfjárbeit. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsáin fyrrenfnda. Í ánni er Folaldafoss. Fossinn er áberandi þegar gengið er má Seljadalsá framhjá ármótunum.
SeljadalurEftir Seljadal rennur svo Seljadalsáin, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur, sem fyrr sagði. Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar til 1921.”
Kirkjustaður og prestssetur hefur verið á Reynivöllum frá því elstu heimildir herma. Þar var einnig lengst af miðstöð byggðarinnar. Um
langan aldur var þar þingstaður sveitarinnar og þinghús, þar var rekinn fyrsti barnaskólinn í Kjósinni, hann var stofnaður kringum 1880 og starfaði í sérstöku húsnæði, sem byggt var fyrir skólastarfið. Þá var prestur á Reynivöllum sr. Þorkell Bjarnason, sem áður er getið. Hann var afkastamikill á ýmsum sviðum menningarlífsins, ritaði m.a. Íslandssögu, sem lengi vel var eina Íslandssagan, sem kennd var í skólum landsins. Þá skrifaði hann einnig stórmerka bók um sögu siðbótarinnar hér á landi auk fjölda ritgerða um ýmis efni. Áður hefur verið getið um frumkvæði hans í laxeldi.

Eftirmaður hans var sr. Halldór Jónsson, sem prestur var á Reynivöllum í hálfa öld, frá 1900 til 1950. Sr. Halldór var sömuleiðis merkur prestur á sinni tíð, framfarasinnaður í búskaparháttum og tónskáld ágætt. Oddviti sveitarinnar var hann um árabil. Hann hefur ritað endurminningar sínar, sem eru merk heimild um líf og starf Kjósverja í þá hálfu öld, sem hann var sálnahirðir þeirra.
GöturKirkja sú, er nú stendur á Reynivöllum, er ein elsta timburkirkja landsins. Hún var reist árið 1859 í tíð sr. Gísla Jóhannessonar og skammt frá hafði bærinn staðið frá ómunatíð, uns hann var færður á svipaðar slóðir og hann er nú, þó lítið eitt neðar, eftir skriðuföll mikil, sem gengu ítrekað yfir staðinn á 17. öld.
Leyfi til þess að flytja kirkjuna í Kirkjubrekkuna, þar sem hún er nú, fékkst þegar núverandi kirkja var reist. Er kirkjan í hefðbundnum stíl síns tíma en þó dálítið breytt frá upphaflegri mynd, hún hefur verið lengd ofurlítið, forkirkju bætt vestan við, og einnig hefur sú breyting verið gerð á henni að innanverðu, að prédikunarstóllinn, sem áður var fyrir ofan altari, var færður á suðurvegg. Þetta var gert skömmu fyrir 1930 og um svipað leyti voru pílárar í skilrúmi milli kórs og skips fjarlægðir og er þar nú aðeins lágur veggur eins og víða í kirkjum frá seinni hluta 19. aldar, sem svipaðar Selstígurinnbreytingar hafa verið gerðar á. Auk þess hafa bekkir verið endurnýjaðir í kirkjunni. Altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson prýðir kirkjuna auk ýmissa annarra merkra gripa. Á Þjóðminjasafninu eru nokkrir góðir gripir úr Reynivallakirkju, m.a. tvær gamlar altaristöflur, kaleikur og patína frá 14. öld, ljósasax og fleiri gripir.
Í Lýsing Reynivallasóknar 1840, eftir séra Sigurð Sigurðsson, segir: „Selstöður hafa verið: Á Seljadal frá Reynivöllum og Vindási.”

Hafa ber í huga að hér er, þrátt fyrir allmikla fyrirhöfn, einungis um frumvinnu að ræða er ætlað er að miða að því að hnitsetja gamlar götur og leiðir á Reynivallahálsi og undirliggjandi bæja beggja vegna.
Næst verður haldið upp framangreindan Selsstíg um Múla og reynt að fylgja honum “norður yfir Hryggi”.
Gangan tók 2 klst og 22 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Reynivelli – Guðmundur B. Kristmundsson.
-www.kjos.is
-Í Kjósinni – eftir Gunnar Kristjánsson.
-Jarðabók ÁM og PV 1703.
-Lýsing Reynivallasóknar 1840 – séra Sigurður Sigurðsson.

Fossárrétt

Vindásel