Færslur

Reykjanesviti

Í Lögréttu 1928 er m.a. fjallað um upphaf sögu “Íslenskra vita“:

Thorvald Haraldsen Krabbe

Thorvald Haraldsen Krabbe (21. júní 1876 – 16. maí 1953). Hann var danskur landsverkfræðingur fæddur í Frederiksberg. Faðir hans var Harald Krabbe læknir og dýrafræðingur.
Krabbe lauk námi í byggingarverkfræði 1900 og vann hjá dönsku járnbrautunum til 1902, þegar hann hóf vinnu hjá gasverki Valby og sá um byggingu götulýsingarkerfa. Árið 1906 var hann skipaður landsverkfræðingur á Íslandi. Í upphafi árs 1918 var embætti landsverkfræðings skipt í tvo hluta, embætti vegamálastjóra (Geir G. Zoega) og vitamálastjóra (Thorvald Krabbe) en frá þeim þróuðust stofnanirnar Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálaskrifstofan.

“Nú um áramótin er liðin hálf öld síðan farið var að starfrækja fyrsta vitann hjer á landi. En það var Reykjanesvitinn, sem fyrst var kveikt á 1. desember 1878. Í öll þau rösk þúsund ár, sem siglingar höfðu þá verið stundaðar hjer við land og milli landa var við engin leiðarljós að styðjast hjeðan úr landi, svo að sögur fari af. Annars staðar er vita snemma getið í sögum og sögnum, s.s. í Dionskviðu. En einhver fyrsta áreiðanleg vitneskja um vita, sem menn hafa, er um Pharoseyjarvitann egyptska, sem reistur var árið 331 fyrir Krists burð og stóð fram á 13. öld.

Á Norðurlöndum var fyrsti vitinn reistur um 1202 á Skáni. Annars er miklu fyr getið vita í gömlum sögum og lögum og er þá átt við bál, sem kynt vora til þess að gefa til kynna hernaðarhættu og liðsöfnun. Nú er orðið viti eingöngu látið tákna ljósmerki til siglingaleiðbeininga. Og saga vitanna er nú sem sagt orðin hjer hálfrar aldar saga og hefur þess verið minnst með því, að gefið var út vandað rit um vitana, samið af Th. Krabba, vitamálastjóra.

Vitarnir hafa haft mikið gildi fyrir siglingar og sjómennsku og bjargað mörgum mannslífum og mörgum skipum og gert siglingar allar öruggari og áhættuminni en þær vora áður. Enn vantar að vísu nokkuð á það, að vitakerfið nái umhverfis alt landið og sumar eyðurnar eru bagalegar og á hættulegum stöðum og margt stendur enn til bóta. En samt er það mikið verk og merkilegt, sem unnið hefur verið með því að koma upp á 50 árum, eða öllu heldur síðan um aldamót, öllu vita- og sjómerkjakerfi landsins.

En frá því um aldamót, eða síðan heimastjórnin komst á, hafa flestir vitarnir verið reistir, því eftir að Reykjanesvitanum var komið upp var lítið aðhafst í tuttugu ár. Það gekk ekki umyrðalaust að koma Reykjanesvitanum upp. Málinu var hreyft undir eins á fyrsta árinu eftir að fjárveitingavaldið var flutt heim hingað. Það voru þeir Halldór Kr. Friðriksson þingm. Reykvíkinga og Snorri Pálsson þingm. Akureyringa, sem fyrstir hófu máls á vitabyggingu.

ReykjanesvitiGekk síðan í alllöngu þjarki milli þingsins og stjórnarvaldanna í Kaupmannahöfn. Í einu brjefi sínu sagði flotamálastjórnin danska m. a. að vitabygging á Íslandi væri lítt nauðsynleg, því næturnar sjeu nægilega bjartar þann tíma ársins, sem siglingum sje haldið uppi, eða frá miðjum mars til 1. sept. en frá 1. desember til miðs mars sjeu venjulega engar siglingar við Ísland vegna óveðurs! Að lokum komst þó vitinn upp fyrir sameiginleg framlög danska ríkissjóðsins og landssjóðs Íslands. Hann var reistur undir stóm Rothe verkfræðings, en fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson. Síðan var vitanum breytt og nýr viti reistur síðar.

Reykjanesviti.Seint gengu frekari framkvæmdir í vitamálunum, þótt lítils háttar fjárveiting til þeirra stæði á fjárl. En einstakir menn höfðu áhuga á málunum og einn þeirra, Otto Wathne brautst í því að koma sjálfur upp vita á Dalatanga og fjekk einnig til þess styrk frá vitamálastjórn Dana. Í Engey var einnig allsnemma komið upp ljósvörðu, sem tendruð var, þegar póstskipa var von. Næstu vitarnir, sem komu sunnanlands, voru á Garðskaga og á Gróttu og var leifturviti, 12 metra hár, sá fyrsti hjer á landi, reistur á fyrri staðnum 1897. Það ár var einnig reistur viti í Skuggahverfinu í Reykjavík. Um aldamótin fóru sjómenn og útgerðarmenn að leggja aukna áherslu á kröfunar um fjölgun vita og fór nú vitunum að smáfjölga. Í Arnanesi og í Elliðaey voru vitar reistir 1902 fyrir forgöngu Hannesar Hafstein og L. H. Bjarmason. 1904 var fyrir tilmæli Hannesar Hafstein, skipuð nefnd fjögurra danskra sjóliðsforingja, til að gera tillögur um vitamálin og gerði hún ráð fyrir vitabyggingum fyrir 315 þús. kr. Árið 1906 var svo reistur Stórhöfðavitinn í Vestmannaeyjum, sem endurbættur var 1910.

LauranesvitiUpp úr þessu fer áhuginn á vitamálum að verða æ meiri og betra skipulag að komast á. Sýnir það nokkuð hvern hug menn höfðu á þessum málum, að á þingi 1907 hjelt Þórhallur biskup og fleiri því fram, að ekki mætti minna vera, en að 100 þúsund krónur færu árlega til vitanna. Nú fer líka hver vitabyggingin að reka aðra, fyrst meðan Páll Halldórsson var umsjónarmaður Faxaflóavitanna, en einkum eftir að Th. Krabbe varð umsjónarmaður 1909 og síðan vitamálastjóri 1918. Árið 1908 kom Dalatangavitinn og Siglunesvitinn, 1910 stór gasviti í Dyrhólaey, 1911 Rifstangavitinn, nyrsti viti landsins, 1912 Vattarnesvitinn, 1913 vitar á Bjargtöngum, Kálfhamarsnesi, Skagatá og Flatey á Skjálfanda, 1915 í Grímsey, Malarhorni og á Hólmavík, 1916 á Ingólfshöfða, 1917 á Malarrifi og í Bjarnarey, 1918 á Gerðatanga og á Akranesi og var notað í hann nýtísku gasljós.

Albert Þorvarðarson

Albert Þorvarðarson – síðasti vitavörðurinn í Gróttu; 17. ágúst 1896 – 12. júní 1970. Albert fæddist í Gróttu, og
voru foreldrar hans Guðrún
Jónsdóttir frá Morastöðum í
Kjós og Þorvarður Einarsson,
ættaður austan úr Skaftafellssýslu. Þorvarður var fyrsti vitavörður í Gróttu, og erfði Albert
embættið og gegndi því til dauðadags.

1919 voru reistir vitar á Straumnesi (þar sem Goðafoss hafði strandað) og í Selvogi. 1920 voru reistir vitar í Súgandafirði, Arnarfirði og 3 vitar í Eyjafirði og 1921 var reistur Gjögurvitinn við Reykjarfjörð og Sandgerðisvitinn og árið eftir voru reistir 9 vitar, en næstu 3 ár var ekkert fje veitt til vitabygginga, en þó vom reistir tveir vitar, Stafnesviti og Urðarviti 1925, en komu ekki í reikning fyr en 1926, en það ár vom aftur veittar 50 þús. kr. til vitabygginga og reistir 3 vitar við Breiðafjörð. Loks var svo í fyrra reistur Dyrhólavitinn og höfðu verið veittar til hans 160 þús. kr. og í sambandi við hann var á þessu ári settur nýr radíóviti. Í ár hefir einnig verið lögð út fyrsta ljósbaujan, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð.

Það er þakkarvert og merkilegt verk, sem unnið hefur verið með stofnun allra þessara vita og viðhaldi þeirra, af stjórn og þingi, vitamálastjóra og vitavörðum.

Elsti vitavörður landsins er nú Þorvarður Einarsson á Gróttu, hefur verið þar síðan 1897. Sjerstakt skip er haft í ferðum milli vitanna til þess að flytja þeim nauðsynleg tæki og efni frá aðalstöðinni í Reykjavík.

Vitamálastjóri telur, að enn sje þörf mikilla bóta og nefnir t.d. að þörf sje landtökuvita með þokulúðri og radíóvita fyrir Austurland og einnig 10—12 radíóvita á útnesjum og 8—10 góða siglingavita á útnesjum norðan- og austanlands og marga þokulúðra, vita og ljós- og hljóðmerki innfjarða.

Væntanlega tekst enn að auka og bæta vitakerfið, landinu til gagns og sóma.”

Fálkinn

Í Fálkanum, Alþingsafmælisútgáfunni 1930 er einnig fjallað um sama efni undir fyrirsögninni “Vitarnir á Íslandi“:

“Sje litið á uppdrátt af Íslandi, þar sem sýnt er ljósmál helstu vita með ströndum fram, rekur maður augun í, að ljósmál vitanna nær víðast hvar saman, svo að ekki eru nema stuttar eyður á milli á einstöku stað. En samskonar uppdráttur frá 1898 sýnir, að þá var landið allt vitalaust, nema Reykjanes og með fram sjóleiðinni þaðan inn til Reykjavíkur. Og fyrir 52 árum var enginn viti til á landinu, þangað til Reykjanesvitinn var kveiktur, hinn 1. desember það ár. Þessi fyrsti viti landsins þótti hið mesta furðuverk á þeim tíma.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Þegar vitabyggingunni var fyrst hreyft á þingi voru sumir þingmenn á þeirri skoðun, að vitamálin væri eitt af sameiginlegu málunum við Dani og að flotamálastjórnin danska ætti að kosta hjer vitabyggingar. En því neituðu Danir, þó að flotamálastjórnin hins vegar væri landsjóði hjálpleg við framkvæmd vitabygginga fram eftir árunum og ljeti ljóstækin í Reykjanesvitann af hendi ókeypis. Vitinn var byggður úr höggnu grjóti, sem lagt var í kalk úr Esjunámunni.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Stóð hann á Valahnúk, alveg fram á hamarbrún, áttstrend bygging rúmlega 6 metra há en hnúkurinn er 43 metra hár þar sem vitinn stóð. En þegar frá leið molnaði bergið svo mikið, að vitanum þótti hætta búin þar sem hann var. Því var ráðist í að byggja nýjan vita á Bæjarfelli, skammt frá gamla vitanum, árið 1907 og 20. mars árið eftir var kveikt á þessum vita í fyrsta sinn. Kostaði þessi viti nær 100.000 kr. og ljósmagn hans 23 sjómílur eða 4 sm. meira en hins eldri.

Eftir þetta verður langt hlje á vitabyggingum, nema hvað ljósmerki voru sett á stöku stað, en 1897 eru reistir vitar á Garðskaga og Grótíu og innsiglingarviti í Reykjavík. Sumarið 1902 eru svo reistir vitarnir á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp og Elliðaey á Breiðafirði. Á Stórhöfða var viti reistur 1906 en á Dalatanga og Siglunesi 1908. Við fyrrnefnda vitann var sett upp þokulúðursstöð 1918, hin eina fullkomna, sem til er á landinu.
VitarSíðan hefir vitum fjölgað svo á landinu að þeir eru nú 54 og er landtökuvitinn á Dyrhólaey þeirra stærstur og fullkomnastur. Var hann byggður 1927 og samsvarar ljósmagn hans 330.000 kertaljósum og sjást mundi hann úr 35 sjómílna fjarlægð, ef hæð hans yfir sjávarmál væri nægileg til þess. Kostaði hann rúm 160.000 kr. Árið eftir var hin fyrsti radíóviti settur upp á sama stað og er hann skipum að ómetanlegu gagni. — Ein ljósbauja hefir verið sett upp, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð, en hafnar- og leiðarljós eru á 35 stöðum á landinu.

Reykjanes - viti

Yngri Reykjanesvitinn á Vatnsfelli.

Til þess að vitakerfið komist í gott horf er enn talið, að byggja þurfi landtökuvita og radíóvita á Austurlandi, 8—10 útnesjavita á Norður- og Austurlandi og fjölda vita á fjörðum inni.

Framan af var umsjón vitanna í höndum manna, sem gegndu öðru aðalstarfi, eða frá 1897, að Markús Bjarnason var skipaður umsjónarmaður og eftir hans dag Páll Halldórsson. En 1. jan. 1910 var Th. Krabbe landsverkfræðingur skipaður umsjónarmaður vitamála og fjórum árum siðar var vitamálaskrifstofan stofnuð og vitamálastjóraemhættið stofnað og tók Krabbe við því. Kemur hann manna mest við hafnar og vitamálasögu landsins og á því árabili, sem hann hefir haft stjórn vitamálanna lifir orðið gerbreyting á þeim.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – skjaldarmerki.

Samtímis því, að fyrst var kveikt á Reykjanesvitanum var farið að leggja vitagjald á þau skip, sem sigla við Ísland, að undanskildum skemmtiskipum, herskipum og íslenskum fiskiskipum, og var gjald þetta 40 aurar og 20 aurar á hverja smálest flutnings. Gjald þetta var lækkað árið eftir; náði það eingöngu til skipa, sem kæmi að vesturlandi og greiddu hærra gjaldið þau skip, sem komu að landi milli Reykjaness og Snæfellsness en lægra þau er komu milli Snæfellsness og Horns.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – uppdráttur ÓSÁ.

Frá ársbyrjun 1909 voru skip skylduð til þess að greiða vitagjald hvar sem þau kæmi að landinu, 20 aura á smál. og skemmtiskip ekki undanskilin, og var gjaldið hækkað í 25 aura og íslensk fiskiskip látin greiða það, er þau komu frá útlöndum. Árið 1917 var gjaldið hækkað upp í 40 aura en skemmtiskip greiddu 15 aura á smálest. Og 1920 var gjaldið hækkað upp í 1 krónu, fyrir almenn skip og 40 aura fyrir skemmtiskip. Loks bættist gengisviðaukinn við þetta gjald 1924.

Tilgangurinn með vitagjaldinu var auðvitað sá, að gera landinu kleyft að standa straum af viðhaldi vita þeirra, sem á hverjum tíma hafa verið starfræktir í landinu. Hefir það jafnan nægt til þessa, og jafnvel stundum líka til byggingar þeirra nýju vita, sem reistir voru á sama ári.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Vatnsfelli og Valahnúkar fjær.

Stundum hafa komið fram aðfinnslur um, að vitagjaldið væri of hátt, einkum í þeim árum, sem litið hefir verið byggt af vitum og skatturinn talinn einskonar gróðabragð ríkissjóðs. En þegar að er gáð hefir kostnaðurinn við vitana í sumum árum farið svo langt fram úr tekjunum, að eigi er að vita á hvorn bóginn hallast.

Hins vegar hefir vitakerfið orðið til þess, að gera færar hingað siglingar á þeim tíma árs, sem áður þótti ekki viðlit að sigla á strendur landsins. Og landsmenn fá beinlínis peninga í aðra hönd vegna vitabygginganna. Vátryggingargjöld skipanna hafa lækkað, ströndin fækkað, og í vátryggingargjaldinu sem sparast, safnast fljótt fúlga, sem um munar.”

Heimildir:
-Lögrétta, 54. tbl. 12.12.1928, Íslenskir vitar, bls. 2-3.
-Fálkinn, 25.-26. tbl., 21.06.1930, Vitarnir á Íslandi, bls. 30.
-https://timarit.is/files/57502337

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1908.