Færslur

Ísland
Náttúrufræðingurinn William Jackson Hooker (1785-1865) samdi og gaf út ferðasögu í Lundúnum um Ísland og Íslendinga. Fyrsti “blómaleiðangur” hans var til Íslands sumarið 1808 að undirlagi Sir Róberts Banks. Í ferðasögunni kenndi margra grasa.

William

William Jackson Hooker.

Hooker bar Íslendingum vel söguna, en landsmenn voru misjafnlega ánægðir með lýsingar hans af þeim í ritinu. Í því er að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð. Hér fer á eftir kafli úr bókinni, sem segir frá komunni til Reykjavíkur og lýsir sjómönnum og verkamönnum þar, eins og þeir komu höfundinum fyrir sjónir. Telja má líklegt að ekki hafi verið svo mikill munur á Reykvíkingum og öðrum íbúum Reykjanesskagans á þeim tíma. W.J.Hooker varð síðar stofnandi Blómagarðsins í Glasgow.

“Nokkrum klukkustundum eftir að við höfðum gefið ljósmerki, sáum við, að bátur með nokkrum hafnsögumönnum nálgaðist okkur.

Eldhús

Íslenskt Eldhús.

Það gladdi okkur að sjá einhver ný andlit, þótt mennirnir væru óþrifalegir og óþefur af þeim. Þeir voru svo skrýtnir, að vér hentum að því mikið gaman. Þeir voru flestir breiðleitir og ekki sérlega ljóslitaðir.
Flestir voru þeir lágvaxnir, en einn eða tveir þeirra voru fremur háir, ég held varla undir 6 fetum. Sumir þeirra voru ærið síðskeggjaðir, en aðrir ekki meira skeggjaðir en svo, að það gátu verið leifarnar eftir raksturinn með bitlausum hníf eða skærum. Hárið var alveg óhirt, enginn kambur hafði snert það, og féll niður á bak og herðar í flókum, og sást greinilega í því vargurinn og nitin, sem hefst sífellt við á þessum hluta líkamans, þegar hreinlætið er vanrækt…
BlómamyndÍ viðræðum virtust þeir vera mjög örir og höfðu allmikinn handaslátt og höfuðburð. En þegar eitthvað var sagt við þá eða þeim boðið eitthvað, sem gladdi þá, létu þeir ánægju sína í ljós með því að klóra sér og strjúka sig ákaflega og með því að aka sér. Þessir vesalingar gleyptu matvælin, sem við gáfum þeim, með mikilli græðgi. Þeir voru vel tenntir og bruddu harðasta kex okkar, svo að það varð meltanlegt á svipstundu….

Á ströndinni, þar sem við lentum, var hraungrýti, svart á lit og sums staðar molað, svo það var fínt eins og sandur…. Nú var fiskþurrunartíminn, og fólk var önnum kafið við að breiða, þegar við komum. Konur unnu mest að þessari vinnu. Sumar þeirra voru mjög stórar og þreklegar, en ákaflega óhreinar, og þegar við fórum fram hjá hópnum, lagði megnan þráaþef að vitum okkar…
Skotthúfa

Íslensk stúlka með skotthúfu.

Konurnar, sem þarna unnu, voru vissulega ekki að jafnaði steyptar í náttúrunnar fegursta móti, og sumar kerlingarnar voru ljótustu mannverur, sem ég hef augum litið. En í hópi ungu stúlknanna voru ýmsar, sem mundu hafa verið taldar laglegar, jafnvel í Englandi. Og litarháttur íslenskrar stúlku, sem ekki hefur orðið of mjög fyrir óblíðu náttúrunnar, þorlir samanburð við konur hvaða lands, sem er. Þær eru venjulega lægri en enskar konur, en samsvara sér vel og eru mjög heilsuhraustar eftir útliti þeirra að dæma.”

Íslendingar

Íslendingar á tímum Robert Banks.