Þingvellir – haustlitir
Árstíðirnar eiga sérhver sínar dásemdir.
Veturinn getur á stundum verið hálfleiðinlegur, en á eflaust sína vandfundni kosti. Vorið byrjar jafnan með birtingu lífssteinanna undan klakabrynju vetrarins sem og opinberun vetrarblómsins í takti við ris sólarinnar. Sumarið gefur og jafnan tilefni til nýrra uppgötvana í stöðugum litablómatilbrigðum þess dásamlega landslags er okkur hefur verið gefið – og er öllum ætlað.
Haustlitaferð á Þingvelli í lok september eða í byrjun októbermánaðar ár hvert ætti í raun að vera hverjum sæmilegum náttúruunnanda áhugavert viðfangsfeni.
FERLIRsfélagar hafa regluglega lagt leið sína á Þingvöll á nefndum árstíma og jafnan notið litatilbrigði náttúrunnar – líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum á myndavefsíðu www.ferlir.is …












