Víkursel (Öskjuhlíðarsel)?
Í „Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar“ árið 2024 segir m.a. um Víkursel (Öskjuhlíðarsel):
Víkursel – loftmynd frá 1946.
„Neðarlega í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar er tóft sem talin er hafa verið Víkursel. Um 70 m norðaustur af Háskólanum í Reykjavík og um 20 m austur af gangstígnum Bæjarleið, sem liggur norður-suður með vestanverðri Öskjuhlíð. Norðaustan við tóftina er lækjarfarvegur. Suðaustan við er rás sem sést vel á gömlum loftmyndum, sennilega eftir herinn, sem hefur raskað suðurgafli.
Víkursel?
Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ Undirhlíðar voru í Öskjuhlíð að sunnan- og vestanverðu. Í lýsingu Reykjavíkur og Seltjarnarness segir: „En Seljamýri var kennd við sel frá Hlíðarhúsum, sem var undir Öskjuhlíð.“ Hlíðarhús var hjáleiga frá Vík en var orðin sjálfstæð jörð um 1600.
Síðasta selráðskonan í Öskjuhlíð var Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar úr Hlíðarhúsum, og segir í örnefnalýsingu frá selinu sem faðir hennar sagði að stæði í Reykjavíkurlandi: „Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð.“
Víkursel.
Lýsing: Jarðlæg sporöskjulaga tóft. Inngangur er ekki greinilegur, gæti hafa verið á suðausturgafli sem hefur raskast vegna rásar sem liggur um 15 m suður af henni. Veggjahæð 20 𝑥𝑥 50 cm. Tóftin er mikið skemmd af trjágróðri og liggur undir skemmdum vegna hans. Stórt grenitré vex í henni miðri og annað við suðurgafl hennar. Lítið gróin, sviðin af barri.“
Áður hefur verið fjallað um Víkursel hér á vefsíðunni (sjá leit). Þær lýsingar passa ekki alveg, hvorki við framangreinda lýsingu né staðsetningu nefndra selsminja! Hins vegar mætti vel skoða þær með hliðsjón af nálægum minjum sem og niðurstöðum annarra fornleifafræðinga varðandi „Víkurselið“ í gegnum tíðina.
Sjá meira um Víkursel HÉR.
Heimild:
-Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024.
-https://skraning.minjastofnun.is/Verkefni_2645.pdf
Víkursel í Öskjuhlíð (FERLIR).