Ein sérgreina innan fornleifafræðinnar, og að mörgu leyti alveg sérstök, er að skrá minjastaði úti í náttúrunni. En hvað er fornleifaskráning og hvert er markmið hennar?
Í Austurríki (83.000m2) eru áætlaðar um 250.000 fornleifastaðir. Engin fornleifaskráning hefur farið fram eftir 1995 nema vegna umhverfismats. Á Spáni eru áætlaðir um 100.000 fornleifastaðir (505.000m2). Í Danmörku (43.000m2) eru um 158.000 fornleifastaðir skráðir í miðlægan gagnagrunn, þ.á.m. um 7.000 neðansjávar (t.d. skipsflök). Á Íslandi eru um 120.000 fornleifastaðir til í miðlægum skrám (103.000m2) eða 1.16 fornleif per km2. Sambærilegar tölur eru; Spánn 0.19 fornleif, Danmörk 3.67 fornleifar og Austurríki 3.01 fornleifar.
Í fyrstu voru fornleifar skilgreindar sem eitthvað skrýtið og skemmtilegt. Síðan var sett löggjöf til verndar fornminjum, t.d. allar eldri en 100 ára og hús eldri en 1918. Erlendis er allur gangur á slíkri skilgreiningu og jafnvel dæmi um að fornleifastaðir verði það ekki fyrrr en þeir hafa verið rannsakaðir, t.d. eftir uppgröft.
Það sem ráðið hefur skráningu fornleifa í gegnum tíðina eru margvíslegar. Í fyrstu réðu hagsmunir valdhafa (tengsl fornleifastaða og fyrri valdhafa), þeir voru fjarhagslegir eða jafnvel ímyndarlegir (mat á gæði þjóða). Hagsmunir hópa gátu ráðið hvað teldist til fornleifa, sameiginleg fortíð, s.s. helgir staðir í augum þjóðar (Þingvellir) eða jafnvel hagsmunir ferðaþjónustunnar á hverjum tíma. Um varðveislu fornleifa hefur verið tekist á, en mikilvægt er að vernda það sem telja má merkilegt fyrir sögu og tilfinningagildi þjóðar. Hagsmunir vísindasamfélagsins liggja fyrst og fremst í kröfunni um heildarskráningu (mikilvægt að hafa yfirsýn til að vita hvað er til), samræmi í skilgreiningum, samræmi í gagnavistun (til að auðvelda aðgengi) og nákvæmni skráninga.
Fram til 1850 voru ýmsir rannsóknarleiðangrar farnir hér á landi, en vísindalegar aðferðir við fornleifaskráningar voru varla til. Fór það eftir áhuga ferðalanga (t.d. Eggerts og Bjarna) að hverju athyglin beindist og hvað var skráð. Örnefni, einkum er tengdust sögustaðaminjum, dómhringjum og hofum, komu fram í prestaskýrslum dönsku fornminjanefndarinnar (1817) og sóknarlýsingum. Oft var vitnað í munnmæli studd texta fornritanna og einstakar eigin athuganir voru gerðar.
Um 1895-1905 byrjaði hin menningarsögulega skráning fornminja. Þar voru fremstir í flokki Þorsteinn Erlingsson og Daniel Bruun. Sá fyrrnefndi safnaði minjum til stuðnings minjum í Kanada að beiðin þarlendrar konu, en sá síðarnefndi leitaði bæði skipulegar og ítarlegar að fornminjum en áður þekktist. Þá beindi hann athygli að fleiri og miður áhugaverðari minjum, s.s. stekkjum og kvíum. Þessi áhugi hans varð til þess að efni um þessar tegundir “sjálfsagðra” fornminja varðveittust síðar. Daniel byggði á fyrra skráningarstarfi, gerði skipulegar athuganir, leitaði á vettvangi og lagði áhersla á tilteknar gerðir og flokka fornminja, en gerði ekki upp á milli þess sem hann uppgötvaði og beinna ritheimilda.
Eftir 1970 hafa ýmsir áhrifaþættir ráðið fornleifaskráningunni, s.s. umhverfisverndarstefna, barátta fyrir friðun (þjóðgarðar) og aukinn almennur áhugi á verndun, einkum gamalla húsa. Rannsókn Sigurðar Þórarinssonar á jaðarbyggðum og útbreiðslu eyðibyggða fékk athygli og norrænt eyðibýlaverkefni fór í gang með þátttöku Björns Teitssonar (í Suður-Þingeyjarsýslu).
Helstu vörður þessa tíma má segja að séu þó söguminjaskráning Helga Hallgrímssonar 1974 í Mývatnssveit þar sem lögð var til grundavallar staðgóð þekking á tilteknus væði (ritheimildir, örnefni, náttúrufar og tóftaskoðun). Hann lagði fram mjög stuttar lýsingar á staðháttum, en engar myndir. Minjar voru staðsettar á uppdrætti og þær voru flokkaðar.
Nýjar eyðubýlarannsóknir fóru fram um 1980. Sveinbjörn Rafnsson (í Hrafnkelsdal og á Brúardölum) og Guðrún Sveinbjarnardóttir (undir Eyjafjöllum, í Skagafjarðadölum, í Berufirði og víðar) gerðu ítarlega heimildakönnun á svæðunum, skipulögðu leit á vettvangi og afmörkuðumsvæðum, nýaldarminjum var sleppt, nákvæmir uppdrættir gerðir, prufuskurðir til gjóskulagagreiningar grafnir, formleg útgáfa gefin út og doktorsritgerð Guðrúnar tók á verkefninu. Tilraunir voru gerðir með aðferðir, loftmyndir notaðar og innrauðar ljósmyndir skoðaðar.
Kristján Eldjárn gaf síðan tóninn. “Örnefni og minjar í landi Bessastaða” (1981) var nærtækt verkefni eftir að hann varð forseti, en í lagði hann línuna í skráningu og frágangi slíkra skráa. Hann gekk eftir örnefnum og gerði vettvangsathuganir, tók ljósmyndir af 13 minjastöðum, tilnefndi garðlög, tóftir, runna og rústabungur, lýsti minjum og gerði uppdrátt af svæðinu. Þá framkvæmdi hann fornleifaskráningu í Papey (kom út 1989) þar sem hann tiltók minjar frá öllum tímabilum.
Þá má nefna baráttu Þjms, einkum Guðmundar Ólafssonar, fyrir skipulegri fornleifaskráningu eftir 1980. Ákvæði þess efnis komst inn í lögin og eftir þeim hefur verið unnið við skipulagsvinnu sveitarfélaga.
Skipuleg fornleifaskráning fór fram á árunum 1982-89, ekki síst fyrir vinnuframlag Ágústar Ólafs Georgssonar, en eldri fornleifaskráningar hafa ekki enn verið gefnar út og því lítt aðgengilegar.
Ný Þjóðminjalög komu 1989, en veruleg kreppa varð í öllu framlagi fornleifarannsókna á árunum þar á eftir (til 1994). Deilur og óeining settu mark sitt á fræðin. Samdráttur varð í fornleifaskráningunni, nema ef vera skyldi fornleifaskráning fyrir Reykjavík, sem varð sú fyrsta heilstæða á landinu.
Framundan eru bjartari tímar, en gera þarf gangskör í skipulegri fornleifaskráningu á landinu, ekki síst á grundvelli “field walking” þar sem ákveðin svæði er gengin skipulega og fornleifa leitað, hvort sem um er að ræða sýnilegar minjar eða jarðlægar.
Ekki er öllum gefið að skynja og greina minjar í landinu. Til er þó það fólk, sem það getur með tiltölulega auðveldum hætti.Byggt á kennslu í fornleifafræði (OV) hjá Háskóla Íslands – 2006.