Færslur

Skotbyrgi

Leifar skotbyrgja frá tímum Síðari heimstyrjaldarinnar er að finna á 23 stöðum á og við höfuðborgarsvæðið. Á þessum 23 stöðum eru 49 minjar, s.s. á Valhúsahæð (10), í Öskjuhlíð (6), á Garðaholti (5) og á Ásfjalli (5). Ýmist er um að ræða grjóthlaðin hringlaga skjól eða steypt.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – skotbyrgi.

Ofan við Setberg í Hafnarfirði, fyrrum Garðahreppi, á svonefndum Setbergshamri ofan við Þórsberg eru 4 grjóthlaðin byrgi. Þrjú þeirra má glöggt sjá á loftmyndum af Hafnarfirði frá árunum 1954 og 1958. Hið fjórða er í skjóli norðvestan undir hamrinum þar sem minna ber á því en hinum, sem ofar stóðu. Varðmönnum byrgjanna var greinilega ætlað að fylgjast með umferð norðan, vestan og sunnan hamarsins. Austar var Camp Russel á Urriðaholti (sem nú hefur verið þurrkaður út vegna nýrrar íbúðarbyggðar) og virkið á Flóðahjalla (Svínaholti).

Setberg

Setbergshamar – fornleifar.

Framangreind skotbyrgi ofan Setbergs eru augljós enn í dag (2023). Einhverra hluta vegna hafa misvísanir varðandi skráningu þeirra ratað inn í “Fornleifaskrá Hafnarfjarðar“. Þá hefur misfarist að skrá eina þá helstu, efst á standinum ofan Þórsbergs.

Í “Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VII, Setberg 2021” segir m.a. um framangreindar minjar:
“Númer: 2625-12.

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

Sveitarfélag: Hafnarfjörður. Landareign: Setberg. Tegund: Hleðsla. Hlutverk: Skotbyrgi. Ástand: Vel greinanleg. Aldur: 1900-1950. Lýsing: Kringlótt hleðsla sem er mikið hrunin, líklega skotbyrgi úr seinni heimsstyrjöldinni. Enginn sjáanlegur inngangur, gott útsýni í allar áttir. Veggjahæð er frá 0–0.2m og veggjabreidd þar sem hún er greinanleg er að jafnaði um 1m. Heimildir: Loftmyndir frá 1945, 1956 & 1958″

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

“Númer: 2625-22
Sveitarfélag: Hafnarfjörður. Landareign: Setberg. Tegund: Tóft. Hlutverk: Útihús. Ástand: Vel greinanleg. Lengd: 8.6m. Breidd: 6.2m. Vegghæð: 0–0.7m. Breidd veggja: 0.6m. Lýsing: Grjóthlaðið útihús, inngangur í suður og timburleifar innan í rústinni. Töluvert hrunin. Veggjahæð er frá 0–0.7m og veggjabreidd er að jafnaði um 0.6m.”

“Númer: 2625-23
Sveitarfélag: Hafnarfjörður. Landareign: Setberg. Tegund: Hleðsla. Hlutverk: Stekkur. Aldur: 1550-1900. Lengd: 8.1m.
Breidd: 4.8m. Vegghæð: 0–0.3m. Breidd veggja: 0.4m. Lýsing: Stekkur, bogadregin hleðsla við klett sem myndar þannig aðhald, austur veggur er klettur. Vel siginn, mikill trjávöxtur í og við hleðsluna. Veggjahæð er frá 0–0.3m og upprunaleg veggjabreidd þar sem hún er greinanleg er að jafnaði um 0.4m.”

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

Af framangreindu má sjá að þrjár fornleifar af fjórum eru í Fornleifaskránni skráðar á tiltölulega afmörkuðu svæði. Þá, sem vantar (skotbyrgi), má augljóslega sjá á loftmyndum frá því um miðja síðustu öld. Ein fornleifin af þremur er réttilega sögð vera “skotbyrgi”, hinar tvær eru sagðar vera “útihús” og “stekkur”, sem fer víðs fjarri. “Timburleifar innan í” meintu “útihúsi” segir ekkert um fyrrum nýtingu minjanna.

Nú mætti ætla, af loftmyndunum að dæma, að ofan Setbergs hafi verið hlaðnar fjárborgir, líkt og aðrar 97 slíkar á Reykjanesskaganum, en við skoðun á vettvangi var augljóst að um “skotbyrgi” hafi verið að ræða. Hermennirnir hefðu ekki fúlsað við vel og vandlega hlöðum fjárborgum Íslendinga þeim til skjóls og þar af leiðandi ekki talið ástæðu til að umbreyta þeim í þau hróf er dæmin eru um. Grjóthlöðnu skotbyrgin á stríðsárunum voru ekki “hlaðin” sem slík, líkt og þau voru fyrrum ætluð til að veita búfénaði skjól í snjóum og vondum veðrum, heldur var þeim “hrófað” skipulagslaust upp í svipuðum tilgangi; að veita hermönnum skjól fyrir veðri og vindum sem og mögulegum óvinum.

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

Þegar minjarnar ofan Setbergshamars eru skoðaðar er augljóst að um skotbyrgi er um að ræða, en hvorki “útihús” né “stekk”. Útihús voru yfirbyggð og stekkir voru tvískiptir. Hvorugu virðist í fljótu fari fyrir að fara ofan Setbergshamars. Til að gæta þó allrar sanngirni gætu minjarnar nr. 2625-23 mögulega hafa verið stekkur fyrrum, en hafa ber í huga að “stekkjartíðin” lagðist af á þessu svæði fyrir aldarmótin 1900.

FERLIR er farið að lengja eftir góðum og gagnmerkum fornleifaskráningum á Reykjanesskaganum.

Heimild:
-Loftmyndir af Hafnarfirði 1954, 1956 og 1958.
-Vettvangsskoðun.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VII, Setberg 2021, bls. 25, 35, 42.

Setberg

Setberg – skotbyrgi.

Setberg

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 segir frá Setbergi:

Setberg

Setberg

Setbergsbærinn á ofanverðri 18. öld,

Jörðin Setberg hafði þá sérstöðu, öfugt við aðrar jarðir í kring sem voru annaðhvort í konungseign eða í eign Garðakirkju, að hún virðist hafa verið í bændaeign í gegnum aldirnar en elsta heimildin um byggð í Setbergi er frá árinu 1505 og var kvittunarbréf Þorvarðs Erlendssonar til Gríms Pálssonar um eignarbýtti þeirra. Þar sagði fært yfir á nútíma stafsetningu: „Það gjörum vér Gunnlaugur Helgason, Jón Stullason, Jón Gíslason, Þorleifur Snorrason, Helgi Ormsson, Valdi Þorvarðsson, Hermann Hermannsson og Jón Eyvindsson góðum mönnum kunnugt með þessu voru opnu bréfi að þá er liðið frá guðs burði 1505 ár á Möðruvöllum í Eyjafirði. Daginn næstan eftir Maríumessu seinni um haust, vorum vér í hjá sáum og heyrðum í að Þorvarður Erlindsson lögmaður sunnan og austan í Íslandi haf með handabandi Grím Pálsson alldyngis kvittan og ókærulausan um það kaup og gjald er greindur Grímur hafði áður greiða látið og greitt, og þá amasala varð um það sem eftir stóð við fyrr greindan Þorvarð. Og að því luktu og höldnu er Grímur þá greiddi. Var það Setberg sunnan land við Hafnarfjörð. Og það með ij kúgildi eður iij hvort eður væri, iij vættir smjörs úr holum.

Setberg

Skilti Byggðasafns Hafnarfjarðar við gamla Setbergsbæinn.

Leigur frá hagatungu uppi iij ár var þetta alls x vættir sagðist Grímur hafa lokið Þorvarði áður xxxiiij kúgildi. Heyrðum vér þá engan óskilnað þessara þrátt greindra manna, heldur kom þeim allt vel saman svo nær heyrðum.
Og til sanninda hér um settum vér fyrr nefndir menn vort innsigli fyrir þetta kvittunarbréf og gjalds er skrifað var í sama stað, degi og ári sem fyrr segir.“
Næst var sagt frá Setbergi í bréfi frá 1523. Það var bréf sem vottaði að Pétur og Hallur Björnssynir hafi haft í arfaskiptum gefið Thomas Jónsson „frían og kvittan“ um jörðina Setberg á Álftanesi og handsalað honum jörðina. Í bréfinu segir frá landamerkjum jarðarinnar:

Setbergssel

Setbergssel.

„Úr miðjum Kjöthelli og í stein þann er stendur í fremstu Tjarnarholti. Úr honum og í flóðhálsinn, úr flóðhálsinum og í álftatanga, úr honum og í Hellu þá er stendur í Lambhaga.
Þaðan og í neðstu jarðbrú. Svo eftir því sem lækurinn af sker í túngarðs endann. Þaðan í Silungahellu. Svo þaðan í þúfuna og í miðjan Kjöthelli.“
Í bréfinu var einnig sagt að Garðastaður ætti á jörðinni tólf hesta reiðings ristu og að Setberg hafi á móti átt búðarstöðu í Garðalandi, þar var átt við búðarstöðu til siglinga, en jörð Setbergs náði ekki að sjó.
Í jarðabréfi frá 1703 var sagt frá því að árið 1658 seldi Tómas Björnsson 8 hndr. í jörðinni til sr. Þorsteins Björnssonar. Tómas seldi svo önnur 8 hndr. til fógetans og árið 1665 eignaðist Guðrún Björnsdóttir 8 hndr. í Setbergi.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að jarðardýrleiki Setbergs hafi verið sextán hundruðustu. Eigandi jarðarinnar var ekkjan Þóra Þorsteinsdóttir og bjó hún á jörðinni. Landskuld jarðarinnar var óviss en síðastliðin sextíu ár höfðu eigendur jarðarinnar búið á henni. Engar kvaðir voru á jörðinni þar sem eigandinn bjó þar sjálfur, kvikfénaður var fimm kýr, tuttugu og þrjár ær, fjórir sauðir veturgamlir, fjórir hestar og eitt hross með fyli.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – fyrrum landamerki Setbergs.

Túnin gátu fóðrað sex kýr og tuttugu lömb. Heimilsmenn voru sex. Jörðin átti selstöðu í Ketshelli, þar voru hagar góðir en vatnsból ekkert nema snjór í gjá sem sólarhiti bræddi.
Torfrista og stunga var nægileg og lyngrif mætti vera en var ekki notað fyrir hagbeitar sakir.
Setberg hafði til forna silungsveiði í Hamarskotslæk en henni hafði verið spillt með þeim netaveiðum þeirra sem neðar bjuggu. Jörðin átti ekki land til sjávar en var með búðarstöðu og skipsuppsátur við Skipaklett í Akurgerðislandi. Jörðin átti engjar en þær voru þó litlar.

Kétshellir

Ketshellir / Setbergsselsfjárhellir.

Í jarðatali Johnsen frá 1847 var jörðinni gefið númerið 173, þá var hún í bændaeign og dýrleiki hennar 16, landskuld 0.90, kúgildin þrjú og ábúendur voru tveir leiguliðar.
Árið 1912 keypti Hafnarfjörður Setbergsland allt til Lækjarbotna. „Samkvæmt dómi frá 5. Desember 1924 eru landamerki milli Setbergs og þessa hluta Garðakirkjulands sem með lögum nr. 13, 1912 var selt Hafnarfjarðarkaupstað sem hér segir: Úr neðstu brú í Kaplakrika eftir Kaplalæk í hraunjaðrinum beint vestur af stað þeim, þar sem Kaplalæk er nú veitt úr eldri farveg sínum rétt norðan við Baggalágar vestur af Setbergslandi. Þaðan í beina línu í stíflugarð rafstöðvartjarnar, þá eftir garðinum og úr honum beint í markaþúfu suður og upp á holtinu þaðan í upptök lækjar þess sem Hafnarfjarðarbær fær vatn sitt úr, þá í Gráhellur og þaðan í miðjan Kjöthelli.“
Á túnakorti af Setbergi frá 1918 var sagt að tún bæjarins væru öll sléttuð og töldust 6,5 teigar og að kálgarðar væru samtals 1600m2. Á kortinu eru líka mældar inn bæjarrústir gamla bæjarins og „eyði kálgarður“ við þær. Vestan við nýja bæinn var líka mæld „rafleiðslu vatnsvél“.

Stekkjarhraun

Stekkur í Stekkjarhrauni.

Innan jarðarinnar er að finna Stekkjarhraun en það var friðlýst sem fólkvangur árið 2009.
Hraunið er hluti af hraunum sem runnu í Búrfellseldum fyrir um 7000 árum. Markmið friðlýsingarinnar var að „vernda útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar. […] Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir i þéttbýli.“ Í bréfi frá 1670-80 sagði að Hamarskot og Garðar hafi haft stekki í Stekkjarhrauni, þ.e. stekkir og einnig hafði Setberg stekk í hrauninu.

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 – Suðurbær. https://byggdasafnid.is/wp-content/uploads/2021/10/Fornleifaskra%CC%81-Hafnarfjardar-VII-Setberg.pdf

Fornleifaskráning

Fornleifaskráning fyrir Setberg.

Kápuskjól

Vanda þarf til fornleifaskráninga. Allt of mörg dæmi eru um hið gagnstæða. Allar slíkar virðast vera samþykktar nánast athugasemdalaust af hálfu hins “opinbera”.

Borgarhólaborg

Borgarhólaborg.

Eftir að fornleifaskráning um fyrirhugaðan Suðurstrandaveg var gerð opinber og auglýst hafði verið eftir athugasemdum sendi undirritaður inn 23 slíkar. Þær voru listaðar upp og nánar tiltaldar – hver og ein. Vísað var m.a. til þess að tiltekin fjárborg, staðsett í skráningunni við Litlaháls, var í u.þ.b. 7 km fjarlægð – á Borgarhólum. Fleiri slík dæmi voru tiltekin og öðrum óskráðum bætt við. Skráningaraðilanum var í framhaldinu gefinn kostur á að bæta skráninguna með því að taka tillit til athugasemdanna. Ný skýrsla var birt í framhaldinu. Með því hafði a.m.k. einhverjum áður vanskráðum fornleifum á svæðinu verið bjargað frá eyðileggingu. Undirrituðum var þó ekki þakkað sérstaklega fyrir ábendingarnar.

Gjásel

Gránuskúti.

Skipulagsstofnun auglýsti síðar eftir athugasemdum við fyrirhugaða Suðurlínu frá Hengli vestur eftir Reykjanesskaganum. Undirritaður sendi inn 32 athugasemdir vegna vanskráningu fornleifa á og við línuleiðina. Í framhaldinu barst honum eftirfarandi svar: “Þú verður að tiltaka hverjar þessar tilteknu fornleifar eru.”
Svaraði, vegna fyrri reynslu: “Er ekki í vinnu hjá ykkur að skrá fornleifar. Þið þurfið bara að yfirfara skráningarsvæðið að teknu tilliti til þess að í fornleifaskráninguna vantar a.m.k. 32 fornleifar.” Um var m.a. að ræða óskráðar fornar leiðir, fjárskjól, markavörður, grensvörður, leitarvörður, skráð greni, refagildrur sem og önnur söguleg og jarðfræðileg merkilegheit.
Viðbrögð Skipulagsstofnunar komu svo sem ekki á óvart: “Fyrst þú getur ekki tiltekið einstakar fornleifar teljum við ekki ástæðu til að taka mark á athugasemdunum.”
Einhverjum efasemdafræjum virðist hins vegar hafa verið sáð hjá hinu heilaga yfirvaldi því í framhaldinu var fenginn annar fornleifafræðingur til að yfirfara fyrri skráninguna á svæðinu. Sá hafi samband við undirritaðan. Í framhaldinu bættust við fornleifaskráninguna 56 áður óskráðar fornleifar.
Vandvirkni skiptir máli, hvort sem um er að ræða fornleifaskráningar, eða annað…

Gjáselsstígur

Gjásels- og Fornaselsstígur.

Hlíð

Í Örnefnalýsingu fyrir Hlíð (höfundur ónafngreindur) segir m.a.: “Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandarkirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar.

Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn.
Hlíðartún er nú óræktarskiki, en hafði verið mun stærra í eina tíð. Auk Bæjarhólsins eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð. Fornmannshóll er í túninu norðaustan og ofan bæjarins.
Hlíðarvatn liggur undan túnfætinum og voru mikil hlunnindi að, enda galt Hlíðarbóndinn þangskurð og reka með silungi til annarra jarða í Selvogi.”

Hlíð

Hlíð – bæjarminjar.

Síðan er örnefnum við vatnið lýst, en auk þess segir: “Vestast voru mörkin milli Hlíðar og Stakkavíkur um vik niður undan Urðarskarði. Innar eða fyrir miðri Urðinni er Bleikjunef; þar var góður veiðistaður. Handan við Vondavik er Réttartangi, og eru þar Selvogsréttir, með safngirðingu, almenningi og dilkum. Í Réttartanga skerst vik, sem sumir kalla Selvik, en suður frá réttunum eru Selbrekkur. Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman.” Þórarinn Snorrason á Vogsósum upplýsti FERLIR um að ofan við Selbrekkur hafi fyrrum verið heimasel frá Vogsósum, enda í þeirra landi. Selið hafi jafnan verið nefnt Vogsósastekkur, enda voru yfirleitt ekki önnur mannvirki í heimaseljum.
“Skútar nokkrir, sem fé leitaði skjóls í, voru uppi undir Hömrunum. Helgutorfa var flöt austan við Hlíðarskarð. Borgaskörð voru skörð í Hlíðarfjall austarlega. Á einum stað milli þeirra var Háhamar. Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur [Hlíðarsel] og Stekkatún.” Í Hlíðarseli eru greinilegar selminjar, nokkur hús, hlaðið smalaskjól og stekkur, sem stundum hefur verið nefnd Valgarðsborg, en hún ber öll einkenni stekks, þ.e. tvískipt aðhald. Skammt norðar er Hlíðarborgin, stekkkur, sem væntanlega hefur tekið við af selinu eftir að það lagðist af. Hlíðarsel er í landi Hlíðar. Þórarinn ók FERLIRsfélögum upp að Híðarborginni fyrir allnokkrum árum og benti þeim þá m.a. á seltóftirnar sunnan heiðargirðingarinnar.
“Hlíðargata lá frá Hlíð austur og inn með fjallinu.”

Hlíð

Hlíð, bæjarminjar.

Gísli Sigurðsson skráði örnefnalýsingu í landi Hlíðar. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:
“Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandarkirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar.
Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn.
Hlíðartún er nú óræktarskiki, en hafði verið mun stærra í eina tíð. Auk Bæjarhólsins eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð. Fornmannshóll er í túninu norðaustan og ofan bæjarins. Hlíðargata lá frá Hlíð austur og inn með fjallinu.”
Gísli Sigurðsson skráði einnig örnefni á Selvogsafrétti.

Aðalskráning fornleifa í Selvogi 2015.Í “Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I”, sem Fornleifastofnun Íslands gerði 2015, segir m.a: um einstakar minjar í landi Hlíðar:
[Hafa þarf í huga að talsvert virðist vanta í skráninguna og hún lítt gaumgæfð. Svo virðist sem ef örnefna eða minja sé ekki getið í örnefnalýsingum þá eru þær ekki til. Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að rýna svæðið á vettvangi, t.d. út frá heilbrigðri skynsemi].

Hlíð

Hlíð

Hlíð – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Jarðardýrleiki xx að sögn manna, en engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 463 Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Lyngrif til eldiviðar bjarglegt. Silúngsveiðivon er góð og hefur oft að merkilegu gagni verið. Eggver í vatnshólmum hefur að nokkru gagni verið, en fer mjög til þurðar. Sölvafjöru og grasafjöruítak á jörðin fyrir Vogshúsalandi sem áður segir, vide Vogshús. Túnunum grandar fjallsskriður og landbrot, sem Hlíðarvatn gjörir að neðan. Engjar, sem áður voru litlar með vatninu, hefur sama vatn eyðilagt.” JÁM II, 464

Bæjarhóll – bústaður
“Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar. Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn,” segir í örnefnalýsingu. Bærinn fór í eyði árið 1906.
Slétt grund sem nær allt frá vatnsborðinu og upp að fjallsrótum. Þjóðvegurinn liggur um túnið um 70 m norðan við bæjarrústirnar. Enn er nokkur rækt í túninu. Það er ekki slegið, ógirt og sækja kindur í það. Veiðihús stendur á vesturenda bæjarrústanna og hefur sennilega raskað þeim að litlum hluta en miklar rústir eru á hólnum austan við húsið. Hefur bæjarröðin legið frá austri til vesturs og bærinn snúið með framhlið í suður.

Kirkjuhóll – bænhús

Kirkjuhóll

Kirkjuhóll (Bænhúsahóll).

“Auk Bæjarhóls eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð,” segir í örnefnalýsingu. Nú er ekki vitað hvar Bænhúshóll var. Yfirleitt voru kirkjur og bænhús í næsta nágrenni við bæjarhóla og með hliðsjón af því er helst að giska á ávalan hól í túni fast austan við bæjarhól. Óslegið tún. Hóllinn er sporöskjulaga og nokkuð ávalur en ekkert rústalag á honum, 15-20 m í þvermál. Enginn annar hóll virðist líklegri.

Hlíðarsel – sel [Vogsósasel]

Vogsósasel

Vogsósastekkur  ofan við Selbrekkur (heimasel).

“…suður frá [Selvogs]réttunum eru Selbrekkur. Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman,” segir í örnefnalýsingu. Í annarri lýsingu segir: “Selbrekkur. Á þeim stað könnuðust þeir [heimildamenn í Stakkavík] við Stekkjardældir.” Engar dældir eru suður frá Selvogsréttum en hins vegar eru grösugar brekkur og dældir um 300 m austur af þeim og hlýtur að vera átt við þann stað. Þetta er rétt tæpan 1 km SA af bæjarhól. Vel grónar og fallegar valllendisbrekkur og -dældir mót vestri og gróin grund þar niður af.
Eina tóftin sem þekkt er á þessum slóðum er sú sem Þórarinn Snorrason í Vogsósum nefnir Vogsósastekk. Þess má geta að Ómar Smári Ármannsson hefur kallað aðrar tóftir Hlíðarsel. Sú túlkun er ekki útilokuð þótt tóftirnar teljist of langt í burtu til að passa við lýsingu örnefnaskrár.
[Þeir, sem lesið og metið hafa örnefnalýsingar, vita að þær eru takmarkandi, misvísandi og jafnvel rangar. Þær ber ávallt að taka með fyrirvara, þ.e. ekki allt of bókstaflega. Í heimildum eru framangreindar Selbrekkur nefndar Vatnsdalur upp af Selvik, ofan Réttartanga. Gísli minnist ekki á Hlíðarborg, einungis Hlíðafjallsbrekkur og Hlíðargil, sem þar eru efra. “Sunnan undir þeim eru Selbrekkur. Skammt suðaustar er Hlíðarsel”. Þ.S.]

Borgaskörð – fjárskýli

Borgarskarðsborg

Borgarskarðaborg – neðri fjárborgin.

“Borgaskörð voru skörð í Hlíðarfjall austarlega. Á einum stað milli þeirra var Háhamar,” segir í örnefnalýsingu. Undir skörðunum er tóft sem skörðin gætu hafa dregið nafn sitt af, um 130 m austur af stekk. Hlíðarborg og Valgarðsborg eru sunnar.
Lyngmói, sumsstaðar með hraunnibbum og -hólum. Hlíðargata liggur áfram til austurs fast sunnan við tóftina.
Tóftin er í háum og gróskumiklum valllendishól sem er nokkuð áberandi og sést vel að. Hún er lítið uppbyggð en að mestu leyti grafin niður í hólinn. Hann sjálfur er nokkuð hringmyndaður en hólfið er aftur næstum ferkantað. Mögulegt er að byggingin hafi upphaflega verið fjárborg en síðan verið endurbyggð sem fjárhús.

Hlíð

Borgarskarðaborgin efri.

[Önnur fjárborg, miklu mun eldri, er skammt ofar, enda jafnan talað um Borgarskarðaborgir. Hún er nánast jarðlæg, en þó má enn sjá móta fyrir hringlaga hleðslum í henni.]

Stekkatúnsbrekkur – stekkur

Stekkur

Stekkur í Sekkjatúnsbrekkum.

“Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur og Stekkatún,” segir í örnefnaská. Stekkjartóft er einmitt á þessum stað, undir Hlíðarfjalli um 600 m ANA af bæjarhól. Smákvos í lyngmóa sem víða er grasi gróinn. Hraunnibbur stingast upp úr hér og þar og talsvert er um stórgrýti. Hraunhólar eru suðaustan við stekkinn. Varla er hægt að segja að túnblettur sé kringum stekkinn. Ljómandi falleg tóft, byggð utan í jarðfasta kletta. Hún er tvískipt og L-laga, alls um 9×8 m stór.
Rekið hefur verið inn að sunnanverðu í dálitla rétt sem er um 7×5 m stór frá norðri til suðurs að utanmáli. Klettarnir mynda norðurgafl réttarinnar. Úr henni er svo op til vesturs, nyrst við klettana, í heldur þrengri kró sem er rúmlega 4×3 m stór frá austri til vesturs. Mikið grjót sést í innanverðum veggjum sem eru mest um 1 m háir.

[Sagan segir að þarna hafi hokrað maður stuttan tíma og að Borgarskarðaborgirnar hafi tengst búrekstrinum – ÞS.]

Hlíðargata – leið

Hlíðargata

Varða við Hlíðargötu.

“Hlíðargata lá frá Hlíð austur og inn með fjallinu,” segir í örnefnaskrá. Gatan sést enn vel austan túns, t.d. um 390 m austur af bæ en einnig fast við stekkjartóftina. Grónar valllendiskvosir eru næst fjallinu en síðan tekur við lyngmói í gömlu hrauni. Greinilegur kindatroðningur liggur til austurs inn með fjallinu og sést vel víðast hvar. Sennilega eru það leifar af gömlu Hlíðargötunni. Að sögn Þórarins Snorrasonar var ekki fært með hesta upp Hlíðarskarðið og því oft farið inn með fjallinu og síðan til norðurs.

Dísurétt

Dísurétt.

[Ofan við Borgarskörðin er Dísurétt í hraunkvos, fallega hlaðin og hefur haldið sér nokkuð vel frá árinu 1938. Erfitt er þó að finna réttina vegna legu hennar í hrauninu. Frá henni er ágætt útsýni upp Strandardal og yfir víðan Hliðardalinn vestan Svörtubjarga. Dísurétt var nefnd eftir stúlkubarni er fæddist í Torfabæ 2. október 1937 og síðar var skírð Eydís Eyðþórsdóttir. Hún lést í Reykjavík 2. apríl 2010. Faðir hennar var Eyþór Þórðarson í Torfabæ.]

Hlíðarborg – fjárskýli

Hlíðarborg

Hlíðarborg.

Hlíðarborg er fjárborg úti í hrauninu 1,7 km austan bæjarhóls. Hún er um 150 m norðan við girðingu sem liggur frá skilaréttinni við Hlíðarvatn og austur fyrir Urðarfell. Borgin er byggð vestan í hraunhól, sem er klofinn eftir endilöngu, og þjónar hraunið sem austurveggur. Umhverfis er hálfgróið hraun og sumstaðar valllendisblettir. Borgin sjálf er nokkurn veginn hringlaga, alls um 13×14-15 m að stærð. Veggir eru allir hrundir og mikið grjót í þeim, einna minnst þó að norðanverðu og þar er hleðslan best gróin. Ekki sjást dyr á borginni. Mannvirkið er mjög óvenjulegt að því leyti að tóft, sennilega af fjárhúsi, er inni í borginni og fyllir út í hana að mestu, alls um 6×5 m stór frá NA-SV. Sennilega er hún yngri en borgin og heldur meiri gróska er í veggjum hennar en borgarinnar. Hleðsla er fyrir húsdyrum, um 3 umför af stórum og þykkum hellum og er það að heita má eina heillega hleðslan í tóftinni. Hlaðið hefur verið frá norðausturhluta hústóftarinnar að klettinum sem er austar og er hleðslan um 3-4 m löng. Hvorki sést garði né jötur í fjárhúsinu og ekki hlaða heldur.

Valgarðsborg – sel [Hlíðarsel]

Valgarðsborg

Valgarðsborg í Hlíðarseli.

Tóftir eru tæpa 300 m suður af Hlíðarborg, á allgrösugum bletti vestan í klettahól. Sennilega eru þær nálægt mörkum móti Vogsósum en þau liggja úr Nefjavörðu austur í Hellholt. [Línan í Hellholt er mun sunnar]. Umhverfis er hálfgróið hraun og sumstaðar valllendisblettir. Milli Hlíðarborgar og umræddra tófta liggur girðing allt frá skilarétt við Hlíðarvatn og austur fyrir Urðarfell. Tóftirnar eru a.m.k. þrjár [dæmigert fyrir sel á þessu landssvæði] og ná yfir svæði sem er rúmlega 30×30 m stórt. Nyrst er greinileg en vallgróin tóft, dálítið grafin inn í brekkuna. Hún er einföld, um 7×5 m stór frá norðri til suðurs og dyr heldur sunnar en fyrir miðjum vesturvegg. Dýpt nemur allt að rúmum 1 m. Nokkrar dældir eru norðan og norðvestan við tóftina og gætu þar leynst fleiri mannvirki eða útbyggingar. Um 8 m austar, uppi á hól, er hleðsla, sem gæti verið yngri, sennilega refagildra. [Hleðslan ber engin einkenni refagildru]. Þetta er grunnur að hlöðnu hólfi sem er um 1,5 x 0,8 m stórt NA-SV og snýr op í SV. Hleðslan er aðeins eitt umfar og um 0,2 m há.

Hellir – fjárskýli [Áni]

Áni

Áni – fjárskjól.

Fjárhellir er úti í hrauni undir Borgarskörðum og um 1 km austur af bæjarhól. Hann er um miðja vegu milli Hlíðarfjalls og girðingar sem liggur frá Hlíðarvatni og austur fyrir Urðarfell. Hálfbert hraun. Hellisopið snýr mót norðaustri. Það er einfaldlega skúti, fyrst nánast beint niður og svo innundir hraunhelluna til suðvesturs. Laglega hefur verið hlaðið um munnann á allar hliðar en þó er hægt að komast að honum úr austri. Hleðslan er úr hraungrýti og myndar hólf sem er hér um bil ferkantað og um 4,5×3 m að stærð SV-NA. Hleðslan er hæst að suðvestan, allt að tæpur 1 metri. Lítil varðaer á hleðslunni að suðvestan og að auki liggur einföld hleðsla um 3 m til suðvesturs frá hólfinu. Ekki var farið niður í hellinn en hann sýnist manngengur.

Hellir

Fjárskjól ofan Ána.

[Annar svipaður fjárhellir er skammt norðar. Hleðslur eru við opið.]

[Hlíðardalur – tóft

Hlíðardalur

Tóft í Hlíðardal.

Í heimildum er getið um Sælubunu við Selvogsgötuna (Suðurferðaveginn). Þar segir m.a.: “Hlíðardalur stendur Strandardal ofar mót hækkandi heiðlendi. Hann er hvammslaga og vel grösugur upp á brún. Efst í dalnum stóð eitt sinn bær Indriða lögréttumanns, Jónssonar.”
Í Hlíðardal er greinileg tóft. Sjá má móta fyrir grunnsteinhleðslum í grónum aflíðandi hvammi.]

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands 2015, bls 240-250.
-Selvogsafréttur, Árnessýsla – Selvogshreppur, Örnefnalýsing
-Hlíð – Örnefnalýsing.
-Hlíð í Selvogi, Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing.

Hlíðarsel

Hlíðarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Ísólfsskáli

Jafnan er þess gætt að vitnað sé í skráðar heimildir um nýskrif við hinu og þessu. Háskólanemendum er t.d. kennt að setja ekkert á blað, nema þeir geti vitnað í skráðar heimildir. Sjálfstæð öflun heimilda eða hrakning skráðra heimilda er yfirleitt ekki metin að verðleikum.

Heimildir
Háskólalært fólk forðast sjálfstæða heimildaleit, t.d. á vettvangi. Það dirfist heldur ekki að efast eða gagnrýna áður skráðar heimildir, jafnvel þótt þær virðist augljóslega rangar. Málið er að áður skráðar heimildir þurfa alls ekki að vera réttar, eins og dæmin sanna.

Fræðafólk vitnar yfirleitt í skráðar heimildir, gjarnan ritaðar. Flest gerir það athugasemdalaust þótt augljóst megi virðast að sumar heimildarnar eru í besta falli ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar.

Þá er í skrifum oftlega stuðst við skráðar heimildir, t.d. við fornleifaskráningar. Það gerir það jafnan að verkum að u.þ.b. 40% minja á tilteknum svæðum fær nákvæmlega enga athygli, þrátt fyrir raunverulega tilvist þeirra. Dæmi um slíkt má nefna fjárborgirnar þrjár ofan við Staðarborgina á Vatnsleysuströnd. Þeirra var hvergi getið í skráðum heimildum og rötuðu því ekki inn í nýlega fornleifaskráningu af svæðinu.

Brunntorfufjárskjól

Brunntorfufjárskjóls er ekki getið í skráðum heimildum. Samt er það á þeim stað, sem það er.

Örnefnalýsingar eru oftast skráðar eftir einum aðila. Frásögn hans ratar inn í lýsinguna, en allt þar fyrir utan virðist ekki vera til, a.mk.  þegar vitnað er í skráðar heimildir, s.s. minjar, sem voru aflagðar löngu fyrir tíð hlutaðeigandi, eða minjar, sem voru þá í nýtingu, en þóttu ekki sérstaklega í frásögu færandi. Ágætt dæmi um slíkt eru selsminjar. U.þ.b. þriðjungi þeirra er getið í skráðum heimildum, þriðjungur finnst auk þess eftir áður óskráðum viðtölum við fólk, sem þekkir vel til staðhátta, og þriðjungur finnst við leit eftir fyrirliggjandi óskráðum örnefnum.

FERLIRshöfundi leiðist gjarnan þegar fræðafólk virðist svo upptekið að sjálfu sér við að vitna í skráðar heimildir að allt annað, sem engu minna máli virðist skipta, er látið liggja óskipt hjá garði.

Sjá dæmi um stakar ólíkar heimildir varðandi sama viðfangsefnið HÉR.

Einnig dæmi um beinlínis rangar skráðar heimildir, sem oftlega hefur verið vitnað til, að athuguðu máli, HÉR.

Meiri umfjöllun um ritaðar heimildir HÉR og HÉR.

Heimildir:
-https://skrif.hi.is/ritver/skraning-heimilda/
-https://www.ru.is/bokasafn/heimildavinna/apa-stadallinn/munnlegar-heimildir/
-https://is.wikipedia.org/wiki/Heimild

Hækingsdalur

Örnefnið “Barnahús” er til í íslenskum örnefnaskrám fyrrum. Fyrirbærið er áhugavert fyrir margra; ekki síst fyrir barna sakir.
Í Rauðasandshreppi er í örnefnalýsingu örnefnið skráð; “Barnahúslækur. Hann er frammi í Vík, rennur þar í Ána og kemur úr Hreiðurblagili. Þar höfðu krakkar byggt sér grjóthús”.


Í Örnefnalýsingu fyrir Hækingsdal segir: “Fyrir heiman Illugastakksnef og neðan Móa eru Tjarnir, en fyrir utan Illugastakksnef er Flóðamýri. Þegar Kinnarlækur kemur niður úr túni, breytir hann um nafn og heitir Flóðamýrarlækur. Engjarnar fyrir ofan hann næst túni eru Forir. Þar upp af er nokkuð gróinn grjótbali, er heitir Stekkjarbali. Þar var síðast hafður stekkur. Móðir Hannesar mundi eftir honum í bernsku sinni. Fyrir utan Forir eru Enni, þau eru tvö, sitt hvoru megin við Barnhús. Brattar brekkur og grasgefnar. Upp af þeim er Kýrgilsbali. Vestan við hann er Fjólubolli, sem er töluvert breiður og djúpur. Þar vex mikið af fjólu eða blágresi. Fyrir utan Enni er Lágamýri. Upp af henni er klapparhæð, er heitir Barnhús. Enga skýringu kann Hannes á því nafni. Þar var kofi.”


Í Örnefnalýsingu fyrir Flekkudal, Grjóteyri og Sand í Kjós segir; “Landamerki beggja jarðanna að norðanverðu liggja að Meðalfellsvatni. Að austan um Flekkudalsós, Stokkinn (efsta hluta óssins) um Kelduna suður í Barnhúsvörðu við rætur Sandsfjalls upp í Markagil í Markastein nyrst á Sandsfjalli. Þaðan liggja mörkin suður Sandsfjall um Esjuflóa í Esjuhorn, þaðan sem vötnum hallar í Hátind á Esju syðst upp af Norðurgröf á Kjalarnesi.

Í “Fornleifaskráningu í Kjósarhreppi I” segir m.a.: “”Merkin byrja við landsuðurhorn Meðalfellsvatns, í Flekkudalsós, upp úr honum í Barnhús, sem svo er kallað.
Frá því beint upp gilið, upp á Sandfellsbrún…,” segir í örnefnaskrá Flekkudals. “Landamerki beggja jarðanna að norðanverðu liggja að Meðalfellsvatni. Að austan um Flekkudalsós, Stokkinn (efsta hluta óssins) um Kelduna suður í Barnhúsvörðu …” segir í örnefnaskrá Gjóteyrar og Flekkudals. “Barnhús: Hans getur sér þess til að nafnið sé af því dregið, að börn hafi þar verið geymd meðan fólk var á engjum. Langt var á engjar á Sandi og matur færður. Þar voru tóftir. Þess má geta, að í Hækingsdal er einnig til Barnhús, haft um klapparhæð, en á henni voru tóftir. Ekki kunni heimildamaður þar skýringar á nafninu, en framangreind skýring hefur ekki verið borin undir hann.” segir í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá Sands. Skv. lýsingum ætti Barnhús að hafa verið við enda keldunnar, sem er á merkjum milli Grjóteyrar og Sands, í fjallsrótum eða hugsanlega eitthvað ofar. Þetta er um 1,8 km VNV af bæjarhól. Mýri nær að fjallsrótum en svo tekur við brött en ágætlega gróin fjallshlíð. Girt er á merkjum hátt upp í fjall. Alls engar rústir eða vörðuleifar fundust á merkjum. Sennilegast er að Barnhús hafi verið alveg í fjallsrótum og þá vikið þegar keldan var grafin í skurð.”
Örnefnið, er þrátt fyrir allt, einstaklega áhugavert.

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Vestur-Barðastrandasýsla Breiðavík, Rauðasandshreppur, Breiðavík, Trausti Ólafsson frá Breiðavík skráði.
-Örnefnalýsing fyrir Hækingsdal.
-Örnefnalýsing á Flekkudal og Grjóteyri.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Þorláksstaðir, Blönduholt, Þúfa, Þúfukot, Eyri, Eyrar-Uppkot, EyrarÚtkot, Útskálahamar, Kiðafell, Möðruvellir, Írafell, Bær, Meðalfell,
Meðalfellskot, Eyjar, Eyjahóll, Flekkudalur neðri, Sandur, Neðri-Háls, Hvammur og Hvammsvík. Reykjavík 2008.

Flekkudalur

Flekkudalur.

Helgafell

Í Mosfellsblaðiðnu árið 2001 er m.a. fjallað um “Fornleifaskráningu í Mosfellsbæ”, s.s. Hraðaleiði, Hafravatnsrétt o.fl. Auk þess má þar lesa um Æsuleiði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – bæjarmerkið: Höf. Kristín Þorkelsdóttir – TÁKN;  A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin. Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn sigursæli Englakonungur gaf honum. Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla. B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“.

“Á síðasta ári gerðu Mosfellsbær og Þjóðminjasafn Íslands með sér samning um skráningu fornleifa í landi Mosfellsbæjar. Skráningin er unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Samkvæmt Þjóðminjalögum er skylt að skrá fornleifar á skipulagsskyldum Jarðatali J. Johnsens frá 1847. Samkvæmt Jarðatalinu voru 25 jarðir innan þess svæðis sem tilheyrir Mosfellsbæ í dag.
Jörðum hefur verið skipt upp og aðrar sameinaðar á þeim tíma sem liðinn er frá 1847. Sem dæmi má nefna jörðina Seljabrekku sem ekki verður tekin svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Eitt af markmiðum fornleifaskráningar er að sporna við því að minjar verði fyrir skemmdum af gáleysi eða að nauðsynjalausu.

Hafravatnsrétt

Fornleifaskráning kemur að notum í minjavörslu þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir til verndar einstökum minjastöðum eða minjasvæðum. Auk þess kemur hún að gagni í rannsóknum og kynningu. Það er einnig hagur þeirra sem stýra hvers konar framkvæmdum að eiga aðgang að yfírliti um fornleifar á tilteknu svæði. Segja má að við það vinnist tvennt. Unnt er að taka tillit til minjanna við skipulagsvinnu og nýta þær til að varðveita sögu staðarins í landslaginu. Einnig má minnka stórlega líkur á að finnist, öllum að óvörum, fornleifar sem nauðsynlegt verður að rannsaka. Auk kostnaðar við fornleifarannsóknir geta tafir á framkvæmdum haft mikinn kostnað í för með sér.
Skráning fornleifa í Mosfellsbæ hófst árið 1980. Þetta var fyrsta skrá sinnar tegundar sem gerð var á Íslandi. Vinnubrögð við fornleifaskráningu hafa breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er frá því að skráningin fór fram árið 1980 þó svo að hún standi ennþá vel fyrir sínu og verði notuð sem grunnur fyrir þá vinnu sem nú er hafin. Í fornleifaskráningu Þjóðminjasafns Íslands eru minjar skráðar í nýtt skráningarkerfi sem fengið hefur nafnið Sarpur. Fornleifar eru flokkaðar eftir jörðum og miðað bæði við opinbera fasteignaskrá og jarðaskiptingu eins og hún kemur fyrir í sem sérstök jörð í fornleifaskráningunni því árið 1847 tilheyrði hún landi Mosfells. Mannvirki sem eru 100 ára eða eldri eru skilgreind sem fornleifar. Því er eðlilegt að miða fornleifaskrána við jarðaskiptingu eins og hún var fyrir rúmum 100 árum.

Hraðaleiði

Hraðaleiði.

Það eru ekki einungis leifar mannvirkja sem orðnar eru eldri en 100 ára sem eru skráðar. Þannig eru stríðsminjar teknar með í þessari skráningu. Og skráningin nær einnig út fyrir eiginleg mannvirki svo sem til álagabletta og annarra staða og kennileita sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnarhefð.
Vinnu við fornleifaskráningu má í stórum dráttum skipta í tvennt. Fyrri áfanginn felur í sér gagnaöflun. Farið er í gegnum ritaðar heimildir, bækur er fjalla um sögu svæðisins, jarðabækur, fornbréfasafn, örnefnalýsingar, túnakort o.fl. Allt er tínt til sem gæti bent til fornleifa. Örnefni geta t.d. falið í sér vísbendingu um að þar hafi staðið mannvirki.
Í Mosfellbæ eru til mörg slík örnefni, t.d. Rögnvaldarstekkur, Stekkjarmýri, Miðdalskot, Kvíaból, Keldnasel, Rikkudys, Reykjalaug, Skólavarða, Jónssel, Markasteinn, Skiphóll, Hraðaleiði, Lambalækur, Móholt, Blikastaðavað og Hafravatnsrétt. Þessum fyrri áfanga fornleifaskráningarinnar í Mosfellsbæ er nú lokið. Heimildum hefur verið safnað um 626 fornleifar í landi bæjarins. Í síðari áfanganum felst að farið er á vettvang og athugað hvort enn finnist leifar þeirra mannvirkja sem gagnasöfnunin leiddi í ljós að verið hefðu á svæðinu i eina tíð. Ástand fornleifanna er metið og staðsetning þeirra færð inn á kort. Vettvangsvinnan verður unnin í sumar. Gefin verður út skýrsla með skrá yfir allar fornleifar í Mosfellsbæ. Eins og áður segir er fornleifaskráningin unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Vonandi verður fornleifaskráin þó gefin út þannig að hún verði öllum aðgengileg. Vönduð útgáfa fornleifaskráningar í Mosfellsbæ ætti að geta nýst mjög mörgum, t.d. fræðimönnum til rannsóknarstarfa, skólar bæjarins geta unnið verkefni upp úr henni fyrir nemendur sína, bæjaryfirvöld geta notað hana í kynningu bæjarins út á við og síðast en síst getur fólk sem nýtur útivistar í bæjarfélaginu kryddað göngutúra og reiðtúra með fróðleik úr henni um umhverfi sitt.

Æsuleiði

Æsuleiði – Bjarki Bjarnason stendur á leiðinu.

Þegar farið er að glugga í gamlar heimildir er ótrúlega margt sem kemur á óvart og aðeins virðist á fárra vitorði. Þessu til staðfestingar skulu tekin hér nokkur dæmi úr áfangaskýrslu Þjóðminjasafns Íslands. Býlið Hamrahlíð var við rætur samnefndrar hlíðar og mun hafa staðið fyrir neðan veginn á móts við hlið á girðingu Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Var hjáleiga frá Blikastöðum. Byggð um 1850 og búið á henni að minnsta kosti til 1890. Rústir býlisins sást enn. Um 150 m norðnorðaustan bæjarins á Helgafelli er í brekkunni hóllinn Hjálmur. Sagnir eru um að í Hjálmi væri bústaður álfa.
Á landamerkjum Mosfells og Hraðastaða um 20-30 m norðan við Köldukvísl er hóll sem nefndur hefur verið Hraðaleiði. Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessóknar frá 1855 segir: Það er mælt, að Hraði hafi verið þræll í fornöld, er hafí fengið frelsi, og hafi hann þá reist bæ sinn þar, er enn kallast Hraðastaðir, og sé þessi haugur yfir hann orpinn og við hann kenndur.
Í Bjarnavatni, þar sem Varmá á upptök sín, segir þjóðsagan að búið hafi nykur. Nykur var talin vera skepna af öðrum heimi og líktist hesti, steingráum. Þessa skepnu mátti vart þekkja frá hesti nema á hófunum sem snéru öfugt. Nykrar höfðu þá ónáttúru að ef maður settist á bak límdist maður við bakið og skepnan stormaði beint í vatnið sitt og heimkynni með mann á baki og voru það hans endalok.
Brauðhver var austast í landi garðyrkjubýlisins Bjargs við Skammadalsveg. Eins og nafnið ber með sér var bakað í honum brauð. Á Suður-Reykjum var kirkja. Ekki er vitað hvar kirkjan stóð en talið er að hún hafi verið austan og sunnan við núverandi íbúðarhús Jóns M. Guðmundssonar. Kirkjunnar er fyrst getið í máldaga Þorláks biskups Þórhallssonar frá um 1180. Hún var lögð af með konungsbréfi 1765.

Helgusel

Helgusel.

Norðan undir Grímmannsfelli, undir hárri og fagurri brekku niðri við Köldukvísl, á norðurbakka hennar, eru rústir hins svo kallaða Helgusels. Sagt er að Helga, dóttir Bárðar Snæfellsáss, hafi hafst þar við um hríð og við hana sé selið kennt.
Innan Mosfellsbæjar eru friðlýstar fornleifar á fjórum stöðum. Hafravatnsrétt er þar á meðal. Í þjóðminjalögum stendur m.a.: Friðlýstar fornleifar skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á. Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Því miður hefur Hafravatnsrétt ekki notið þeirrar friðhelgi sem lögin kveða á um. Eins og sést á þeim tveimur myndum af réttinni sem fylgja þessari grein þá hefur hún látið mikið á sjá á síðustu 20 árum. Nauðsynlegt er að ráðist verði í viðgerð á réttinni sem fyrst svo að hún fái aftur það tignarlega útlit sem hún hafði áður.” – Agnes Stefánsdóttir og Kristinn Magnússon, fornleifafræðingar.

Í Selfossi í desember 2014, er m.a. fjallað um Hraðastaði og sýnd mynd af bænum.

Hraðastaðir

Hraðastaðir fyrrum.

“Síðasta bæjarmynd reyndist vera af Hraðastöðum í Mosfellssveit (Mosfellsbæ). Guðbrandur Jóhannesson segist hafa alist upp á bænum og þar búa foreldrar hans núna. Eins og sjá má er ekki komið rafmagn í bæinn þegar myndin er tekin. Auk húss er fjós og hlaða á myndinni. Gamla bæinn vildi heimafólk gefa sveitarfélaginu en það þáði ekki. Morgunblaðið segir frá þvi 10. desember 1988 en þá leit bærinn út eins og þessi mynd ber með sér. Fyrirsögnin var: Sögulegt gildi Hraðastaða ekki talið vera 3 m. kr. virði – segir Páll Guðjónsson bæjarstjóri. Það var sem sé talið að það myndi kosta þetta mikið að endurbyggja.
Sigurður Vigfússon rannsakar fornleifar í Borgarfirði 1884 og segir um Hraðastaði í Árbók fornleifafélagsins 1884: Hraðastaðir sýnast vera landnámsjörð og snemma bygðir; eru þeir líklega kendir við Hraða þann, er Landn. nefnir bls. 53, sem fyrr segir. Hraðastaðir eru fyrir sunnan ána, er rennur fyrir sunnan Mosfell, enn standa nokkuð ofar undir Grímmannsfelli (Grrímarsfelli réttara). Skammt fyrir neðan Hraðastaði, suður viðs yðri ána, er dálítill hóll, sem kallaður er Hraðaleiði. Hraðablettur er og kallaðr fyrir ofan Hraðastaði upp með Grímmannsfelli.”

Í Alþýðublaðinu í maí 1964 fjallar Ragnar Lár m.a. um Æsu og Hraða, auk Egils Skallagrímsson:
“Mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan, en dalurinn er sjálfum sér líkur, þó nokkuð hafi hann að sjálfsögðu breytt um svip, með tilkomu nýrra bygginga og ræktunarframkvæmda. Hér stendur Mosfell þar sem Egill Skallagrímsson lifði seinustu ár ævi sinnar og í þessum dal er gullið hans fólgið, en hvar, veit enginn.
Þarna eru Æsustaðir, en þar bjó Æsa, tröllkona, forðum, og sér ennþá móta fyrir leiði hennar í túninu. Æsa lézt af sárum, er hún hlaut í bardaga við Hlaðgerði í Hlaðgerðarkoti, en þær áttu í erjum og gengu loks hvor af annarri dauðri í bardaga. — Nú er mæðraheimili í Hlaðgerðarkoti, en þar koma mæður á sumrin til að hvíla sig, en heimilið er rekið af Mæðrastyrksnefnd. Þarna eru

Æsustaðir

Æsustaðir.

Hraðastaðir, en þar bjó Hraði sá, er þræll var — en fékk land og frelsi.
Fyrir nokkrum áratugum var kirkja lögð niður að Mosfelli, en flutt að Lágafelli. Þetta þótti mörgum miður og þá sérstaklega „dalbúum,” enda sjónarsviptir fyrir þá. Einn bóndinn í dalnum gerði sér lítis fyrir og náði í kirkjuklukkuna og kvaðst ætla að varðveita hana, þar til kirkja yrði reist á Mosfelli að nýju.
Þegar við ökum í borgina á ný, og virðum fyrir okkur þéttbýli sveitarinnar kemur okkur í huga hversu langt þess verði að bíða að engin Mosfellssveit verði til lengur — aðeins Reykjavík. En nú þegar hefur hún teygt umráðasvæði sitt upp að Korpúlfsstöðum, en sú var tíðin að Mosfellssveit átti land niður að Elliðaám.”

Í Dagblaðinu Vísir í júní 1986 er “Gengið á Helgafellið að austanverðu”. Þar er m.a. getið um hólinn Hjálm á Helgafelli og Biskupsklett í Skammadal.

Biskupsklettur

Biskupsklettur í Skammadal.

“Við höfum áður athugað gönguleiðina á Úlfarsfell og farið með fjörum í Mosfellssveitinni. Í dag skulum við stefna á „auðvelda” gönguleið og veljum Helgafellið. Á Íslandi eru mörg fjöll eða fell sem heita þessu nafni og þau eru hvert öðru lík. Helgafell í Mosfellssveit blasir við byggðinni og er freistandi að ganga á það og er það tiltölulega auðvelt.
Gott er að fara austur fyrir fellið og koma að því leiðina úr Mosfellsdalnum. Beygt er til suðurs af veginum þar sem fólk úr Reykjavík fer til þess að sinna kartöflugörðum sínum sem eru þarna á fellsöxlinni í litlu dalverpi. Takið fyrsta afleggjarann til hægri þegar ekið er austur Mosfellsdal.
Þegar komið er upp er komið að svonefndum Stórhól sem er klettarani austur úr Helgafelli. Skarð er í fellið á þessu svæði en það skilur á milli hólsins og fellsins og heitir þar Stekkjarmýri. Síðan er haldið á fellið. Sé staldrað við og litið um öxl blasir við Skammidalur og eiga ýmsar jarðir þar land auk Helgafells. Að norðanverðu er Hlaðgerðarkot eða Reykjahlíð, eins og það er nú kallað. Þessi jörð er í eigu Reykjavíkurborgar. Þá koma Norður-Reykir sem eru í eigu Mosfellshrepps. Þar austur af er land Æsustaða og Æsustaðafell lokar dalnum að norðaustan og við tekur Vetrarmýrarháls. Þar mætast landamerki jarðanna Æsustaða, Suður-Reykja og Helgadals að hluta.

Skammidalur

Skammidalur.

Skammidalur er í raun tvískiptur í fremri og innri Skammadal. Klettur sá er dalnum skiptir heitir Biskupsklettur. Reykjabunga eða Reykjafell eins og margir kalla það, blasir við til suðurs en norðurhlíðar þessu eru brattar og grýttar. Biskupsklettur hefur ugglaust fengið nafn sitt af því að þar má greinilega sjá mannsmynd ef skoðað er frá gömlu mógröfunum á Reykjum sem eru í hinum svokallaða fremri Skammadal.
Er komið er upp á Helgafellið liggur svonefnd Langatorfa suður og ofan af því á móts við bæinn að Helgafell. Að norðvestan er örnefnið Hjálmur við vesturhornið og Hjálmsmýri þar norður af. Norðan við fellið er skriða niður á jafnsléttu en þar tekur við gróinn mýrarfláki, sem heitir Langamýri og er sunnan þjóðvegarins, norðan Helgafells.
Útsýni af fellinu er ekki veruleg en þaðan sést byggðin í Mosfellssveit frá nýju sjónarhorni.
Leiðin vestur af og heim á leið blasir nú við og er auðveld og komið er niður í íbúðarhverfi þar sem götunöfnin enda á -fell.” – Unnið úr leiðarlýsingum eftir Jón M. Guðmundsson. -A.B

Heimildir:
-Mosfellsblaðið, Fornleifaskráning í Mosfellsbæ, 6. tbl. 01.06.2001, bls. 15.
-Selfoss, 23. tbl., 04.12.2014, bls. 14.
-Alþýðublaðið, Dagstund í sveitasælu, Ragnar Lár, 109. tbl. 16.05.1964, bls. 4-5.
-Dagblaðið Vísir, Gengið á Helgafellið að austanverðu, 138. tbl. 21.06.1986, bls. 8.

Helgafell

Helgafell – örnefni.

Þorbjarnastaðir

Vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar hafa verið gerðar a.m.k. þrjár yfirgripsmiklar skýrslur um fornleifaskráningar í nálægð við vegarstæðið.
Fyrsta skýrslan var gerð 2002 vegna fyrirhugaðrar tilfærslu á vegarstæði Reykjanesbrautar til suðurs á svæði sem nær frá því á móts við bæinn Ás í Hafnarfirði, suður fyrir kirkjugarðinn og að Lækjargötu.
Fyrir lá svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði frá árinu 1998. Náði svæðið sem kannað var yfir land fjögurra gamlla bújarða þ.e Setbergs, Ófriðarstaða (Jófríðarstaða), Hamarskots og Áss.
Önnur skýrslan, frá árinu 2000, var vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar, byrjar í Keflavík á svæði sem náði frá hringtorgi við Leifsstöð og að Hafnarfjarðarbæ, og birtust niðurstöður hennar í skýrslu sem kom út vorið 2001.
Þriðja skýrslan, frá árinu 2020, var um kaflann frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi (Hvaleyri).

Hér á eftir eru dregnar út áhugaverðar upplýsingar um jarðir og fornleifar á kafla Reykjanesbrautar frá Keflavík í Hafnarfjörð. Hafa ber í huga að taka þarf sumt það, sem fram kemur í skýrslunum, með hæfilegum fyrirvara.

Fyrri rannsóknir
Fyrir utan uppgröft á kapellu í Kapelluhrauni árið 1950 hafa engar skipulegar fornleifarannsóknir verið gerðar á skráningarsvæðinu. Miklum heimildum um fornleifar var þó safnað um og eftir miðja 20. öld við skráningu örnefna en örnefnalýsingar eru til af öllu svæðinu. Þá skráði Þjóðminjasafn Íslands fornleifar í landi Hafnarfjarðarkaupstaðar á árunum 1987-90 og loks gerði Fornleifastofnun svæðisskráningu í Hafnarfirði 1998 og bættust þá allnokkrir staðir við fyrri skráningu, einkum staðir sem ekki eru sýnilegir á yfirborði. Þessar skráningar virðast nú óaðgengilegar.

Ófriðarstaðir – býli

Jarðarinnar er fyrst getið árið 1541. DI X, 598. 1563: Jörðin 10 hndr. DI Safn I, 131-2. 1804 var jörðin 9 hndr og 36 álnir og kaupir Bjarni Sívertssen þá jörðina. SS: Saga Hafnarfjarðar, 61. 1847: 12 1/3 hndr. Nafn jarðarinnar breyttist á 19. öld í Jófríðarstaði. Ekki er ljóst af hverju jörðin dregur nafn, gæti verið af bardaga sem þar hafi átt sér stað en SS telur nafnið stafa af því að þar hafi verið allra veðra von. Hannes Þorsteinsson telur að nafnið Jófríðarstaðir sem fyrst kemur fram árið 1868 hafi vrið leiðréttingartilraun en Ófriðarstaðir sé réttnefni. Árbók 1923, 31. Mörg smábýli voru stofnuð í landi Ófriðarstaða, þeim hluta þess sem firmað Jensen og Schmidt seldi Steingrími Jónssyni og Árna Hildibrandssyni árið 1848 og seinna fékk nafnið Hamar. Hafnarfj. keypti jörðina Hamar 1915. Samkvæmt sögu Hafnarfjarðar voru öll nýbýlin suðaustan við Hafnarfjarðarbotn öll byggð úr landi Ófriðarstaða [eða Hamars].

1703 voru engar engjar á jörðinni. Túnakort er ekki til.

“Ófriðastaðabær stóð í svolitlum slakka austur af Ófriðarstaðahól. Vestan bæjarins stóð Ófriðarstaðahúsið, eftir að þar var reist, og tvíbýli varð á jörðinni 1885.” Kaþólska kirkjan stendur nú í Ófriðarstaðatúni, fast sunnan við gamla bæjarstæðið. Tvær tóftir útihúsa sjást enn vestast í túninu ásamt því að leifar túngarðs eru meðfram suðurjaðri að hluta.

Dagmálavarða – eyktarmark
“Norður undir Moshlíð, þar sem kirkjugarðurinn er nú, heita Öldur. Á Moshlíð stóð Dagmálavarða, nú rifin og ekki eftir af henni tangur né tetur.” Uppi í Mosahlíð, um 100 m suður af kirkjugarðinum og um 25 m norður af fyrirhugaðri veglínu fyrirhugaðrar Ásbrautar, eru mikið signar og grónar leifar af vörðu. Er mögulegt að um sé að ræða leifar Dagmálavörðu.
Stórgrýtt melholt.
Er fremur lítið eftir af vörðunni og það litla sem eftir er er gróið og sigið saman.

Hamarskot – býli

Hamarskot

Hamarskot fyrrum – tilgáta.

Garðakirkjueign. Þetta er að einhverju leyti sama jörð og konungsjörðin Akurgerði sem seld var 1804, þá í eyði. Kaupstaðurinn í Hafnarfirði mun hafa byggst í landi Akurgerðis, en þar varð eigi aflað heys 1803 vegna þess að verslunarhúsin stóðu á slægjulandinu. 1553 er jörðin senilega nefnd í fógetareikningum. DI XII, 577, sbr. 795. 1579: Minnst á jörðina í sambandi við landamerkjadeilur H og Setbergs. 1703 er jarðadýrleiki óviss, Garðakirkjueign. 1847: “Prestur nefnir Flensborg, en þar eð verzlunarstaður þessi eigi sést að hafi grasnyt, sem virt varð til dýrleika 1803, hefir sýslumaður, líklega af góðum rökum, sleppt honum í skýrslu sinni. Af sömu ástæðu mun sýslumaður og hafa sleppt verzlunarstaðnum Hafnarfirði, sem A.M. segir að stadni á Akurgerði (fyrrum hjáleigu frá Görðum), og telur þar 60 al. 1sk. 1 kúg, en jb. 1803 segir, að þar verði eigi aflaðs heys, því eina slægjulandið sé þar sem verzlunarhúsið standi.” JJ 1847, 92.
Jörðin keypt af hafn. árið 1912 að undanskildu Hamarskotstúni innan girðinar og Undirhamarkotstúnbletti.
1703 voru engar engjar á jörðinni. Túnakort ekki til. “Túni liggur í slakka ofan, norðan frá Hamrinum, sem gengið hefur undir nöfnunum Hamarskotshamar eða Hafnafjarðarhamar.” Ö-Hamarskot, 1
“Hamarskotsbærinn stóð á Hamarskotstúni vesturlega, rétt ofan til við Hamarskotshól.” Bærinn stóð á svipuðum slóðum og nú er norðurendi Brekkugötu.

Öldugata – leið

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – örnefni (ÓSÁ).

“Austan við Hamarinn láu götutroðningar nafnlaustir upp á Öldur, þar voru melar og rofabörð suður eftir. Syðstu börðin nefndust Hvíldarbörð.” Líklegt er að götutroðningar þessir hafi verið þar sem u.þ.b. þar sem Öldugatan liggur nú.

Hvíldarbarð – örnefni/áfangastaður
“Austan við Hamarinn láu götutroðningar nafnlaustir upp á Öldur, þar voru melar og rofabörð suður eftir. Syðstu börðin nefndust Hvíldarbörð.”Öldur nefnist það svæði þar sem kirkjugarður Hafnfirðinga er nú. Ekki er ljóst hvar hvíldarbörð munu nákvæmlega hafa verið, en þar sem þau voru á svipuðum slóðum og kirkjugarðurinn er nú. Í kringum miðja 20. öld upphófst talsverð matjurtagarðrækt á þessu svæði og sjást leifar hlaðinna garðveggja víða í kringum kirjugarðinn, sem og leifar kofabygginga er þeim tengdust.

Þjóðsaga – draugur
“Austan við Hamarinn láu götutroðningar nafnlaustir upp á Öldur, þar voru melar og rofabörð suður eftir. Syðstu börðin nefndust Hvíldarbörð. Fram undir 1910 hafðist við á Öldunum og í börðunum útburður. Var barn borið út í tjarnir neðan Setberg og færðist upp þangað.” Öldur nefnist það svæði þar sem kirkjugarður Hafnfirðinga er nú.

Mosahlíðarvarða – landamerki
“Hér kom Selvogsgatan og lá inn á Mosahlíð, en þar var í eina tíð Mosahlíðarvarða, landamerki milli Hamarskots og Ófriðarstaða.”

Setberg – býli

Setberg

Setberg – túnakort 1918.

1505: “var þad setberg fyrir svnnan land vid hafnarfiord. ok þar med ij. kvgilldi edvr iij huortt ed uæri. iij uættir smiors vr holom. leigur fra haugatungu vppa .iij. ar. var þetta allz .x. vætter. sagdist grimr hafa likt þoruardi adr .xxxiiij. kugilldi. heyrdum vær þa aunguan aaskilnad þessara þratt greindra manna. helldr kom þeim alltt uel samann suo uær heyrdum.” DI VII, 797. 1523: var Tómas Jónsson kvittaður af jörðinni Setbergi af Pétri og Halli Björnssonum. Þá voru landamerkin: “Vr midium kietheller og i stein [þan er stendur i fremsta tiorn ) hollte. vr honum og i Hellv þa er stendur i lambhaga. þadan og i [nedstu jardbru). so epter þui sem lækurinn af skier [j tungards endan. þadan i silungahellu. so þadan og i þufuna sem sudur a holltenu stendur. vr henne og i midian kietheller. hier ad auk a Garda stadur tolf hesta [Reidings ristu ) i setbergs lande. en opt nefnt setbergs budarstödu vid skipaklett i garda lande.” DI IX, 146. 1658, selur Tómar Björnsson sr. Þorsteini Björnssyni 8 hndr. í Setbergi. 1664 setur Tómar Björnsson fógetanum 8 hndr í Setbergi. 1665 eignast Guðrún Björnsdóttir 8 hndr í Setbergi. Jarðabréf, 15. 16 hndr 1703. 1912 keypti Hafnarfjörður Setbergsland allt til Lækjarbotna. “Samkvæmt dómi frá 5. des 1924 eru landamerki milli Setbergs og þess hluta Garðakirkjulands, sem með lögum nr. 13, 1912 var selt Hafnarfjarðarkaupsstað, sem hér segir: “Úr neðstu jarðabrú í Kaplakrika eftir Kaplalæk í hraunjaðrinn beint vetur af þeim steað þeim, þar sem Kaplalæk er nú veitt úr eldri farveg sínum, rétt norðan við Baggalágar vestur af Setbergslandi, þaðan beina línu í stíflugarð rafstöðvartjarnarinnar, þá eftir garðinum og úr honum beint í markþúfu suður og uppi á holtinu þaðan í upptök lækjar þess, serm Hafnarfjarðarkaupstaður fær neyzluvatn sitt úr, þá i Gráhellu og þaðan í miðjan Ketshelli. …” SS: Saga Hafnarfjarðar, 432nm. “Lönd jarðanna Þórbergs, Setbergs og Hlébergs, sem eru innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar, mun Hafnarfjarfjarðarbær eignst innan tíu ára, sbr. samning við landeigendur, dagsettan í júlí 1980.” ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 122

Setberg

Upplýsingaskilti við Setbergsrústina.

“Setbergsbær stóð í Setbergstúni ofarlega nokkuð og lá túnið mót suðvestri.” “U.þ.b. 20 m austan við hlöðu/fjós.” Sjást rústir gamla Setbergsbæjarins enn. Um 1772 var bærinn á S teiknaður upp og þótti mjög reisulegur, enda sýslumannsbústaður. “Lágur bæjarhóll (0,3-1 m). Austurhlið = 47, vesturhlið = 43 m, norðurhlið = 19,4 m suðurhlið = 19,6 m. Í norðurhluta bæjarstæðisins hefur verið kartöflu/lkálgarður, einnig í suð-austurhlutanum. Kartöflugeymsla hefur verið byggð við vesturenda syðri garðsins. Þar suðruaf er um 2 m djúp hola 3×2 m að stærð. Veggir bæjarins voru ógreinilegir að frátöldum löngum vegg er la frá N-S u.þ.b. í miðjum hólnum. Örlítinn hæðarmismun má greina líkt og hryggi frá A-V vestan við þennan langvegg. Við SV horn bæjarstæðisins er rúnaður steinn um 100×50 cm að ofanmáli. Steinn þessi er þakin járnfleinum að ofan. Júlíus Lárusson segir að þegar hann gerði kartöflugeymsluna hafi mikið af járni komið upp og taldi hann víst að þarna hefði verið smiðja. Steinninn með járnnöglunum eða fleinunum er við sama enda rústanna og kartöflugeymslan.”

Keflavík – býli

Keflavík

Keflavík – túnakort 1919.

Ekkert fyrirsvar 1703, konungseign. “Og víst er að hingað hafa erlendir kaupmenn sótt um langan aldur, snemma á 16. öld er getið um Þjóðverja í Keflavík og einnig er vitað til, að hér hafi enskir verið á ferð. … Keflavíkurjarðarinnar er fyrst getið í jarðamatsbókum árið 1597 og er eiginleg ábúð hér því ekki gömul. … Enn fyrr höfðu Hrúðunes og Keflavík byggst úr landi Hólms. BG:Saga Keflavíkur 1766-1890, 11
1703: “Engjar öngvar” JÁM III, 106 “Heimaland Keflavíkur er talið naumlega einn kýrvöllur og jörðin á úthaga í betra lagi, en engar engjar. Einnig fylgja henni nokkur hlunnindi …” Á 18. öld stækkaði Jakobæus tún jarðarinnar um meira en helming. BG: Saga Keflavíkur 1766-1890, 11, 43

Rósuselstjarnir [Róselstjarnir] – sel

Rósel

Rósel.

“Svo er þar uppi í heiðinni Rósuselstjarnir og Keflavíkurborg,” segir í örnefnaskrá AG “Um nafngift vatnanna er það helzt að segja að það felur í sér að þar hefur verið sel. Segir frá því í hinum óprentaða hluta Suðurnesjaannáls Sigurðar Sívertssen að Stóri-Hólmur í Leiru hafi haft þar í seli til forna líklega á 18. öld og fyrr. Mér vitanlega eru engar rústir sjáanlegar af kofum á staðnum en vera má að þær leynist innanum þúfur og steina sem þar eru á víð og dreif.
Rósuselsvötn eru vestur af Keflavík.” segir í viðbótum við örnefnaskrá. Rósuselstjarnir eru vestan við Keflavík en austan við Reykjanesbraut. Norðaustan við tjarnirnar er þúst sem líkist mannvistarleifum. Þústin er 350-400 m austan Reykjanesbrautar en um 10 m norðaustan við tjarnirnar.
Við norðaustur horn tjarnanna er þýft en gróið svæði.
Á þessum stað er nokkuð þýft. Greina má mjög óljósar leifar tóftar/þústar sem er nærri alveg hrunin og sigin. Þústin sker sig ekki mikið úr umhverfinu en þó er lögun hennar of regluleg til að um náttúrumyndun sé að ræða.

Mótekja – mógrafir
Mór var tekinn við Rósuselsvötn, sjá 005, síðast í fyrra stríði segir í viðbótum við örnefnaskrá. Rósuselsvötn eru vestan við Keflavík.
Mjög þýft og rakt er umhverfis vötnin en ekki er hægt að koma auga á einn, ákveðin stað þar sem mógrafir hafa verið. Dældir eru hér og hvar en skýrar mógrafir eru ekki greinilegar.

Ytri-Njarðvík – býli

Ytri-Njarðvík

Ytri-Njarðvík – túnakort 1919.

1703: Jarðadýrleiki óviss, konungseign. JÁM III, 107. Hjáleigur 1703: Miðkot, Garðhús, Bolafótur og ein nafnlaus í byggð, en í eyði voru Svíri, Vindás og Hjallatún einnig Fitjakot en ekki er vitað hvort þar var hjáleiga. JÁM III, 107-111. Hjáleigur í byggð 1847: Höskuldarkot, Helgukot, Þórukot, Bolafótur og Narfakot. JJ, 89. 1767 var jörðin byggð kaupmanninum í Keflavík.
1703: “Túnin brýtur sjór að framanverðu so að í næstu seytján ár hefur tvisvar fyrir nauðsynja sakir orðið að færa.
Engjar eru öngvar.” JÁM III, 108-109. 1919: Tún 2,93 teigar, garðar 1640m2.

Fitjakot – býli

Njarðvík

Njarðvík – Áki Grenz

1703: “Fitiakot, forn eyðijörð, og vita menn ekki hvað lengi í auðn legið hefur, eru þar lítil merki fornra girðinga, en almenn sögn að býli verið hafi. Liggur eyðijörð þessi á merkjum þeim að nú eigna sjer hvorutveggju Njarðvíkur ytri og innri. og gánga landamerki sem nú er kölluð, sjóndeiling yfir það sem þessi jörð skyldi átt hafa. Brúka hvorutveggju Njarðvíkur landið nú misgreiningarlaust og Narfakot ásamt þeim beitina. Halda menn að þessa jörð hafi mest í eyði lagt þjóðbraut almennileg yfir þessar Fitjar, sem uppetur grasnautn og haglendið alt, sem vegfarandi sveitarfólk, það er að norðan og austan sækir, næring sína í Hafnir, á Stafnes, Rosmhvalanes og Garð allan, og kunna ómögulega þessa áfangastaðar missa. Er og fyrir þessa grein jörðin aldeiliss óbyggjandi. Þar með brýtur sjór á landið að framanverðu stórkostlega ósa, og vatnsrás að ofanverðu með aur og grjóti gjörir stóran skaða.”
Í örnefnaskrá segir frá Fitjagranda sem er á landamerkjum Ytri- og Innri-Njarðvíkur, malarkambur fyrir botni Njarðvíkur. Merki lágu úr skerinu í Njarðvík og upp á Grænaás í vörðu sem þar var. Á þessum stað eru smátjarnir, Fitjar en lögun þeirra hefur breyst mikið á undanförnum árum. Engin merki sjást um býli nú en það hefur vísast legið norðan Fitjanna suðaustan við þar sem nú er steypustöð. Grýttur fjörukambur og sléttlendi þar upp af.

Grænásvarða – varða/landamerki
“Merkin eru hér milli Njarðvíkanna úr miðju merkiskeri beint í vörðu á Grænás, sem heitir Grænásvarða. Nú er varða þessi horfin.” segir í örnefnaskrá. Á Grænás hefur nú risið íbúðahverfi. Grænásvarðan hefur líklega verið um 200 m neðan við 3 blokkir sem standa á há-ásnum. Ásinn er í beina stefnu á sker úti á Njarðvík sem markaði landamerkin.
Vörðustæðið er um 180-190 m ofan við Njarðarbraut. Grýtt en gróið holt.

Stekkjarkot – býli

Njarðvík

Innri Njarðvík – Áki Grenz.

“Í Narfakotsseylu var Stekkjarkotsvör. … Þá er Stekkjarkotsáli, leysingarvatn. Stekkjarkot var rétt við veginn, en neðan við hann.” segir í örnefnaskrá. “Við austurenda Fitjagranda er frárennsli úr tjörnum, sem eru ofan við grandann og nefnist það Stekkjarkotssíki og ber nafn af bænum Stekkjarkoti, sem stóð u.þ.b. þrettán hundrað metrum ofar og austar, skammt neðan við þjóðveginn. Þar var síðast búið fyrir þrjátíu og fjórum árum (1927), og eru þar nú bæjartættur og garðrústir eftir.” segir í örnefnaskrá GF. Bærinn var um 110-120 m norðan við Njarðarbraut en um 350-400 m norðan við Reykjanesbraut. Á þessum stað er nú torfbær sem notaður er fyrir ferðamenn og í honum veitingarekstur. Bærinn er úr torfi og grjóti og var byggður á grunni þess eldra. Garðlag var umhverfis Stekkjarkotið og hefur það einnig verið byggt upp. Umhverfis bygginguna er sléttað gras að túngarðinum. Bærinn er lítill, með timburþili. Umhverfis hann er garðlag úr grjóti og torfi. Bærinn var mjög nýlega byggður upp.

Skjólgarður [Krossgarður] – fjárskýli

Stóri-krossgarður

Stóri-krossgarður.

“Beint upp af Njarðvíkum í suðaustur eru Löngubrekkur… Innst á Löngubrekkum heitir Löngubrekkuendi. Þar á er stór varða, beint upp af Skjólgarði. … StóriSkjólgarður er fyrr nefndur, uppi á hæð, hlaðinn í kross og er norðvestur af Löngubrekkum.” segir í örnefnaskrá. Skjólgarður er á hæð sem er um 120 m sunnan við Reykjanesbraut og um 3,7-3,8 km vestan við afleggjarann að Grindavík. Tóftin sést frá Reykjanesbraut. Hún er um 300 m vestan við þar sem 1,5 m háir steyptir stöplar eru sitt hvoru megin Reykjanesbrautar (en þar liggur fremur ógreinilegur slóði til suðurs frá brautinni).
Hleðslurnar eru á hæð sem er greinileg frá Reykjanesbraut. Þær eru á grýttu holti sem er þó gróið mosa og grasi. “Stóri-Skjólgarður, grjóthlaðinn krossgarður rétt sunnan Suðurnesjavegar, suð-austur frá Innri-Njarðvík. … Garðinn hlóð Helgi Jónsson sterki er var húsmaður Þorkels lögréttumanns Jónssonar.” Skjólgarðurinn er hlaðinn í kross og er úr stórgrýti. Hann er 15-16 m á hvorn veg. Á 2 stöðum hefur síðar, að því er virðist, verið hlaðið út frá honum eða hann hrunið. Um 3 m suðaustan við syðsta arminn er steyptur stöpull sem er 1,5 m á hæð.

Herminjar
Herminjar voru á hæð um 280-290 m norðan við Reykjanesbraut og beint norðan við GO-kart braut. Hæðin er um 120 m austan við Njarðvíkurveg. Hóllinn er nú nokkuð raskaður og gróður-lítill. Á honum og við hann voru braggar byggðir á hernámsárunum en öllum ummerkjum um þær leifar hefur verið rutt út. Hóllinn er nú fremur berangurslegur.
Sunnan í hólnum má sjá óljósar byggingaleifar en á honum sjálfum sjást engar leifar.

Stóru Vogar – býli

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss 1703. Snorrastaðir, forn eyðijörð lögð undir jörðina. 1367: Máldagi kirkjunnar í Kvíguvogm. DI III, 221; 1533: Erlendur lögmaður sló prest til blóðs í hálfkirkjui í Vogum. DI IX, 660. Hjáleigur 1703: Eyrarkot, Gata og Syðsta hjáleiga í byggð, í eyði voru Tjarnarkot, Valgarðshjáleiga, Garðhús, Móakot, Halakot og Krunakot. JÁM III, 119-121. Hjáleigur í byggð 1847 Eyrarkot, Tumakot, Suðurkot og Tjarnarkot. JJ, 90 Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar segir eð upprunalega nafnið á bænum sé Kvíguvogar. Ö-Vogar, 7
1703: “Túnin líða skaða af sands og sjágarágángi, og gjörist að því ár frá ári meir og meir. Engjar eru öngvar.
Úthagarnir litlir sumar og vetur.” JÁM III, 119 1919: Tún 2,3 teigar, garðar 1220m2.

Þrívörður – varða
“Austur og upp af Kolbeinsskor eru Þrívörður og þar hærra vörður, sem heita Strákar …” segir í örnefnaskrá. Þrívörður eru þrjár vörður sunnan við Línuveginn. Syðsta varðan er um 100 m norðan við Stráka og um 720 m sunnan við Reykjanesbraut, en nyrsta varðan er 620 m frá henni. Klappir, grýtt svæði og mosaflákar.
Vörðurnar standa allar á lágum klettahæðum og eru 0,4-0,7 m á hæð.

Strákar – varða
“Austur og upp af Kolbeinsskor eru Þrívörður og þar hærra vörður, sem heita Strákar …” “Þá koma Strákar eða Strákavörður sem eru þrjár og greinast í Austurvörðu, Miðvörðu og Syðstuvörðu.” segir í örnefnaskrá “Fyrir ofan Þórusel göngum við fram á þrjár lítilfjörlegar vörður sem heita Strákar eða Strákavörður og liggja þær þvert á Hrafnsgjárbarminn með nokkurra metra millibili. Stendur sú efsta svo til á gjárbarminum. Sumir telja að sú Strákavarða heiti Leifur Þórður og að þar sé kominn landamerkjavarðan milli Voga og Brunnastaða, sem sögð er standa á Hrafnagjárbarmi.” Strákar eru um 250 m sunnan við Línuveginn og um 720 m sunnan við Reykjanesbraut, á barmi Hrafnagjár. Aðeins eru 2 vörður af þremur mjög greinilegar. Vörðurnar standa á barmi Hrafnsgjár rétt vestan við Kúastíg þar sem hann fer niður í Hrafnsgjá. Þær standa á lágri klöpp en eru hrundar.

Þórusel – sel

Þórusel

Þórusel – heimasel.

“Suðaustur frá þessari fjárborg er svæði, sem nefnist Þórusel, þar eru Kúadalur og Kúastígur.” segir í örnefnaskrá “Nokkurn spöl vestan við Viðaukahólana fyrrnefndu sjáum við nokkuð slétt svæði sem áður fyrr hefur verið grasi vaxið en er nú sundurskorið af stórum moldarflögum. Svæðið er rétt ofan við vegamótin niður í Voga og gæti heitið Þórusel.” “Nafnið Þórusel kannast flestir eldri menn við en erfitt er að staðsetja það eftir heimildum. Vogamenn segja umrætt svæði neðan Reykjanesbrautar og rétt austan Vogaafleggjara heita Þórusel eins og fyrr er getið. Vísa er að Þóru nafnið er úr Vogum því gamlar sagnir eru til um Þórusker við Voga en á því átti að standa höfuðból með “átján hurðir á hjörum”. Engar rústir eru sjáanlegar á fyrrnefndu svæði þó grannt sé leitað. Ólíklega hefur verið selstaða svo nærri byggð.”

Þórusel

Þórusel – selsvarðan.

Eins og sést af ofangreindum frásögnum ber mönnum ekki saman um hvar Þórusel hafi verið. “Vogamenn” segja það norðan Reykjanesbrautar og austan Vogaafleggjara. Þar er gróið hraun og enginn staður sérstaklega vænlegur fyrir sel, eins og umhverfið er nú. Beint sunnan gatnamóta Reykjanesbrautar og Vogaafleggjara er grasi gróinn blettur sem að nokkru hefur verið raskað. Er þetta sá staður sem margir telja að selið hafi verið. Engar leifar um selið er nú að sjá á þessum stað en þar er mjög grösugt og þýft. Svæðið er um 30 m sunnan (ofan) við Reykjanesbraut og kemur til með að hverfa undir mislæg gatnamót. Gróinn grasblettur upp af Reykjanesbraut. Umhverfis eru mosavaxin hraun.

Kúastígur – leið

Kúastígur

Kúastígur um Hrafnagjá.

“Suðaustur frá þessari fjárborg er svæði, sem nefnist Þórusel, þar eru Kúadalur og Kúastígur,” segir í örnefnaskrá. “Besta niðurgangan í Hrafnsgjá á þessum slóðum er um Kúastíg ofan Vogaafleggjarans en við efstu Strákavörðuna liggur stígurinn niður í gjána.” Hrafnagjá er um 700-800 m sunnan við Reykjanesbraut og sést slóðinn rétt norðan við gjána, ofan í hana og áfram til suðurs. Slóðinn er ofan í hraunið og sést á spotta við og sunnan Hrafnagjár, slóðinn er ekki greinanlegur við Reykjanesbraut.

Dailey Camp – herminjar

Camp Dailey

“Uppi á Stapahorninu, á milli Gamla-Keflavíkurvegarins og Reykjanesbrautarinnar, er slétt svæði en á því var reist herskálahverfi árið 1942 sem kallað var “Daily-camp”. Þar var sjúkrahús með fullkomnum skurðstofum og sjúkrarými fyrir 250 sjúklinga og var eina starfandi hersjúkrahúsið hér á landi í stríðslok. “Daily Camp” brann til kaldra kola í óveðri í apríl árið 1946.” Daily Camp var á sléttu svæði norðan Reykjanesbrautar og að Kálgarðshjalla. Á þessum slóðum liggur nú vegarslóði upp að Grímsfjalli. Á þessum stað er mikið sléttlendi. Svæðið er vaxið mosa og grasi. Vestan slóðans er sérstaklega slétt. Ekki eru ummerki hverfisins greinileg.

Stúlkavarða – varða

Stúlknavarða

Stúlknavarðan.

“Aðrir segja Tyrkjavörður vera ofan við Reykjanesbraut og skammt vestar. Þar eru tvær stórar vörður og önnur þeirra kölluð Stúlkuvarða og er sú með fangamarki og ártalinu 1777.”

Varða
Um 100 m norðan við Reykjanesbraut og um 1,7 km austan við afleggjara að Snorrastaðatjörnum og Háabjalla er varða. Hún stendur á hæð og er mjög myndarleg en nokkurn spöl suðvestan við hana er önnur minni. Vörðurnar standa á klettahæðum. Stærri varðan er ferhyrnd og um 1 m á hvern veg en 1,4 m á hæð. Hin varðan er mun minni og hruninn. Þetta er stærsta varðan í námunda við Reykjanesbraut. Stúlkuvarða er sögð við brautina á þessum slóðum en þetta er ekki sú varða þar sem fangamarkið 1777 á að vera krotað inn í Stúlkuvörðu.

Brunnastaðir – býli
Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. 1703: Hjáleigur í byggð 1703 Halakot, Brunnastaðakot, Stöðlakot, Tangabúð, Skjaldarkot. Í eyði Traðakot, Vesturhús, Naustakot, Austurhús og Suðurhús. Hjáleigur í byggð 1847: Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot, Skjaldakot og Traðarkot. JJ, 90
1703: “Tún jarðarinnar spllast af sjáfar og sands ágángi meir og meir. Engjar eru öngvar. Útihagarnir um sumur í lakasta máta, um vetur nær enginn nema fjaran.” JÁM III, 125. 1919:. Tún alls 5,9 teigar, garðar 2300m2.

Nyrðri-Fögrubrekkuvarða – varða
Um 400-500 m norðan við Reykjanesbraut, í næstum beina stefnu frá Kánabyrgi er mjög greinileg varða um 250 m norðan við girðingu sem á þessum slóðum girðir af heiðina norðan við Reykjanesbraut. Beggja vegna hæðarinnar eru grýttir dalir en hæðin er mynduð úr bylgjóttri klöpp sem að hluta er vaxin mosa. Varðan er um 1,5 m á hæð og steinarnir í henni eru vaxnir mosa. Hún er um 1 m í þvermál.

Syðri-Fögrubrekkuvarða – varða
Um 150-200 m norðan við Reykjanesbrautina og um 220 m er hæð og á henni nokkur steinadreif, líkt og um hrunda vörðu væri að ræða. Varðan sést ekki úr fjarlægð og er varla hægt að tala um steinahrúguna sem vörðu lengur. Ekki er annar staður líkegri fyrir Syðri-Fögrubrekkuvörðu. Umhverfis eru klappir og melar að mestu gróðurlaust en þar er þó nokkur mosagróður.

Kánabyrgi – áfangastaður

Kánabyrgi

Kánabyrgi.

“Kánabyrgi er klapparhóll skammt frá Freygerðardal. Á honum er varða en ekkert byrgi og muna elstu menn ekki eftir slíku þar. Alltaf var áð og er enn á þessum hól, þá gengið er til smölunar úr Brunnastaðahverfi,” segir í örnefnaskrá.
Um 400 m sunnan við Reykjanesbraut og um 250 m austan við vegaslóða að línuvegi er hæð með hruninni vörðu, mun það vera Kánabyrgi.
Líklegt verður að teljast að þar sem vörðuleifarnar eru nú hafi áður verið byrgi og af því sé byrgis-heitið dregið. Á þessum stað má greina steinaraðir sem alveg eru huldar mosa og gróðri og eru því illgreinanlegar. Umhverfis skiptast á klappir og melar sem eru mosavaxin að nokkru leyti. Svo virðist sem þarna hafi verið kofi 2,5 X 3 m að stærð. Ekki er þó hægt að sjá nema utanmál kofans. Vestar á þessu svæði er hins vegar steinahrúga sem hlaðin hefur verið síðar. Steinahrúgan er mest 0,4 m á hæð en er hrunin.

Brunnastaðaselsstígur – leið
“Þegar farið var í selin frá Brunnastaða- og Hlöðuneshverfi og eins til smölunar var farið um einstigi eða klif á Klifgjá og líklega dregur gjáin nafn sitt af því. Klifið var á gjánni í stefnu frá Kánabyrgi á Gjásel en fyrir nokkrum árum hrundi úr gjárveggnum yfir einstigið svo nú þarf að ganga yfir gjána hægra megin við það. Rétt neðan og norðan Klofsins eru þrjú greni sem kölluð eru Selstígsgrenin.” “Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið og þá líklega sami stígur og lýst var sem smalaleiðinni hér á undan …” Engin merki um stíginn sjást frá Kánabyrgi en stígurinn lá í suður (SSV) frá Kánabyrgi. Af þessum sökum telst hann í lítilli hættu vegna breikkunar Reykjanesbrautar. Á þessum slóðum er hraunið nokkuð úfið en gróið mosa.

Hlöðunes – býli

Hlöðunes

Hlöðunes – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. Hlöðuneskot eina hjáleigan 1703. Hjáleigur í byggð 1847 Narfakot og Hlöðuneskot. JJ, 90
1703: “Túnin brýtur sjór með sandi og grjóti æ meir og meir. Engjar eru öngvar. Úthagar litlir um sumar, nær öngvir um vetur nema fjaran.” JÁM III, 129 1919: Tún 3,6 teigar, garðar 1500m2.

Hlöðunesselsstígur – leið
“Heiman úr Hlöðuneshverfi lá Hlöðunesselsstígur upp heiðina að Hlöðuseli, ” segir í örnefnaskrá.
Stígurinn lá frá Hlöðunesbæ og að selinu. Ekki er vitað nákvæmlega hvar hann lá í námunda við Reykjanesbraut og ekki eru merki hans greinileg við hana. Slóðinn hefur líklegast legið í námunda við þar sem Línuvegur liggur nú frá Reykjanesbraut til suðurs. Á þessu svæði er mosavaxið hraun.

Áslákstaðir stærri (ytri) – býli

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. Atlagerði hjáleiga 1703. Ásláksstaðakot hjáleiga 1847.
1703: Túnunum segir bóndinn að spilli tjörn, sem þar liggur innan mitt í túninu og líka nokkur önnur tjörn minni, ogso innangarðs, líka gjörir sjáfarángur nokurt mein, þó ei til stórbaga á heimajörðiunni. Engjar eru öngvar. Útihagar um sumar og vetur í lakasta máta og nær öngvir nema fjaran.” JÁM III, 131. 1919: Tún alls 1,84 teigar, garðar 1020m2.

Freygerðardalur – samgöngubót
“Austur af Fögrubrekkum og rétt ofan við Ásláksstaðaklofninga sem fyrr voru nefndir var jarðfall sem hét Freygerðardalur en það er nú komið undir Reykjanesbrautina. … Fé átti það til að koma sér í sjálfheldu í Freygerðardal og því voru hlaðnar tröppur í jarðfallið svo það kæmist upp af eigin rammleik.” Freygerðardalur er nú kominn undir Reykjanesbraut en hann hefur verið vestan við Línuvegsafleggjarann en austan Fagradals. Engin ummerki sjást nú um dalinn eða tröppurnar.”Sagan segir að þar hafi stúkan Freygerður frá Hlöðuneshverfi borið barn sitt út og af því sé nafnið dregið.”

Knararnes stærra – býli

Knarrarnes

Knarrarnes – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. 1703 eyðihjáleigan Helgahús.
1703: “Túnin fordjarfast árlega af sjáfarágángi og stöðutjörnum þeim, sem innan garðs liggja, og það so frekt, að gamlir menn minnast til þar hafi fóðrast x kýr og i griðúngur, og nú eru þau so spilt, að ekki fóðrast meir en áður er sagt. Þar með blæs upp árlega stórgrýti í túninu. Engjar eru öngvar. Útihagar nær öngvir sumar nje vetur utan fjaran.” JÁM III, 135. 1919: Tún alls 3,1 teigar, garðar 1520m2.

Knarrarnesselsstígur – leið
“Heiman frá Knarrarneshliði lá Knarrarnesselsstígurinn upp alla Heiðina í Knarrarnessel,” segir í örnefnaskrá “Rétt neðan og norðan Háhóla liggur Knarrarnesselsstígurinn yfir Hrafnagjánna en við hann þar að austanverðu stendur nokkuð áberandi strýtuhóll. Ekki er hægt að fylgja þessum selstíg með öðrum viðstöðulaust frá bæ og upp í sel því gatan er horfin að mestu leyti nema þar sem farið var yfir gjárnar.” Slóðinn hefur verið um 1 km vestan við Þyrluvörðu og um 1 km austan við línuvegsafleggjarann. Ekki sjást merki um hann í námunda við Reykjanesbraut.
Leiðin hefur legið um 500-600 m austan við (stærri) Fögrudalsvörðu. Á þessu svæði skiptast á hraun-, grasflekkir og bersvæði.

Auðnar – býli

Auðnar

Auðnar – túnakort 1919.

Jarðadýrleki óviss, konungseign. Hjáleigur 1703 Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjálega. Auðnakot hjáleiga 1847.
1703: “Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu.
Engjar eru öngvar.” JÁM III, 138. 1919: Tún A og Höfða 6,5 teigar, garðar 4300m2.

Varða – landamerki
“Úr Þúfuhól þessum liggja mörkin beint eftir Vörðum upp Heiðina, milli Auðnaklofsins og Breiðagerðisskjólgarðs, spölkorn fyrir neðan Syðri-Keilisbróðir (Litla-Hrút), alla leið að landi Krýsuvíkur í Grundavíkurhreppi.” segir í örnefnaskrá. Í Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi leiðir höfundur að því líkum að Auðnaklofningar séu það sama og Skrokkar. Sökum skorts á betri rökum var staðsetning hinna horfnu landamerkjavarða tekin á Skrokkum.

Þyrluvarða

Þyrluvarðan endurhlaðin.

Skrokkar er langur hólaklasi sem liggur norður-suður. Reykjanesbrautin gengur í gengum klasann um 900 m austan við Þyrluvörðu. Á þessum stað eru hæðir/hraunhryggir sem eru grýttir en vaxnir mosa og grasi um 100 m norðan við Reykjanesbraut. Hraunhryggurinn er mosagróinn mosa. Norðan Reykjanesbrautar eru nokkrir grónir toppar en engin greinileg merki um vörður sjást. Sunnan brautarinnar er á sama hrygg varða eða samtíningur úr grjóti sem sýnist nýlegur.

Markavörður – varða/landamerki
“Um Markavörður liggur landamerkjalínan milli Auðnahverfis og Breiðagerðis upp Heiðina …” segir í örnefnaskrá. Ekki hefur tekist að staðsetja vörðuna.

Auðnaselsstígur – leið
“Þá liggur fyrir Klofgjá og blasir við Klifgjárbarmur og rétt þar fyrir ofan er Auðnasel og Höfðasel og Breiðagerðissel.
Til selja þessara lá aðeins einn stígur Auðnaselsstígur.” segir í örnefnaskrá. Auðnaselsstígur lá skáhallt frá Auðnum til selsins og hefur þá vísast legið um Reykjanesbraut um 400-500 m austan við Þyrluvörðu og um 2 km vestan við þar sem Marteinsskáli sést frá Reykjanesbrautinni. Á þessu svæði er nokkuð gróið hraun en skrásetjari kom ekki auga á greinilegan stíg í námunda við Reykjanesbrautina.

Þórustaðir – býli

Þórustaðir

Þórustaðir – loftmynd.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. Hjáleigur 1703 Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. Norðurkot hjáleiga 1847 1703: “Túnin spillast af sjáfarágangi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.” JÁM III, 141. 1919: Tún 4,8 teigar alls, garðar 2480m2.

Kálfatjörn – býli

Kálfatjörn

Kálfatjörn – túnakort 1919.

1703: Jarðadýrleki óviss. Kirkjustaður. Hjáleigur 1703: Naustakot, Móakot, Fjósakot og Borgarkot í byggð, í eyði voru Hólakot, Hátún og Árnahús. Hjáleigur 1847: Naustakot, Móakot, Hátún og Fjósakot. JJ, 91.
1703: “Túnin spillast af sjáfarágágni, og þó enn meir af vatnarásum, sem uppá bera leir til skemda. Engjar eru öngvar.
Úthagar lakir um sumar, nær öngvir um vetur nema fjaran.” JÁM III, 143. 1919: Tún 7 teigar, garðar 1180m2.

Marteinsskáli – varða
“Suðaustur frá Þorsteinsskála, ekki alllangt frá steypta veginum, er vörðubrot á hól; þar heitir Marteinsskáli.” segir í örnefnaskrá. 600-700 m frá Þorsteinsskála og um 1 km m vestan við Stærri-Hrafnhól sést vörðubrotið á Marteinsskála vel. Það er 200-300 m norðan við Reykjanesbraut. Varðan stendur á lágri klöpp. Umhverfis skiptast á lágar klappir, grýtt moldarflög og mosa- og lynggróður. Varðan er hálfhrunin. Hún er ferhyrnd og 0,75 m á hvern veg og um 0,6 m á hæð.

Flekkuvík – býli

Flekkuvík

Flekkuvík – túnakort 1919.

1703: Jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. 1703 eru hjálegur Sigurðarhjáleiga, Blíðheimur, Péturkot, Refshali og Úlfuhjáleiga. JÁM III, 148-149. Jörðin í eyði frá 1959. Vesturbær í eyði frá 1935, austurbær til 1959. GJ: Mannlíf og mannvirki, 343-347.
1703: “Túnunum spillir sjáfarágángur merkilega, iteml vatnsrásir með leirágángi af vatni af landi ofan til stórskaða.
Engjar eru öngvar. Útihagar lakir um sumar og enn þó minni um vetur.” JÁM III, 147. 1919: Tún alls 4,7 teigar, garðar 2170m2.

Flekkuvíkurselsstígur – leið
“Flekkuvíkurselsstígur lá úr Traðarhliði og upp Heiðarlandið, sem var óskipt milli Bæjanna,” segir í örnefnaskrá. Ekki er til nánari lýsing á legu stígsins en vísast hefur hann legið um/við Flekkuvíkurheiði og svo áleiðis í átt að Flekkuvíkurseli. Líklegt er að stígurinn hafi þá legið við Reykjanesbraut í námunda við Stóra-Hrafnshól. Ekki sést neinn fornlegur slóði í námunda við Reykjanesbrautina á þessum stað.

Vatnsleysa stærri – býli

Vatnsleysa

Vatnsleysa – túnakort 1919.

1703: Jarðadýrleiki óviss, konungseign. Hjáleigur 1703, í byggð Vatnsleysukot og tvær nafnlausar hjáleikur auk einnar nafnlausrar eyðihjáleigu. Eyðibýlið Akurgerði lagt undir Vatnsleysu á 16. – 17. öld. Heiðarland Vatnsleysubæja er víðaláttumikið, nær frá sjó til fjalla. Vesturbærinn í eyði og lagðist undir Austurbæinn og var rifinn um 1940. GJ: Mannlíf og mannvirki, 351
1703: “Túnum spillir nokkurn part vatnságángur f landi ofan og jarðfast grjót sem árlega blæs upp í túninu. Engjar eru öngvar. Úthagar lítilfjörlegir vetur og sumar.” JÁM III, 153. 1919: Tún alls 7,3 ha, garðar 3800m2.

Akurgerði – býli
1703: “Akurgierde hefur til forna jörð verið næst Vatnsleysu fyrir innan, hefur í eyði legið lángt fram yfir hundrað ár, vita menn hverki dýrleika hennar nje afgjald hvað verið hafi, og eru landsnytjar allar lángt fyrir þeirra minni, sem nú lifa, lagðar til Stóru-Vatnsleysu, og þaðan brúkaðar frí. Túnin, sem verið hafa, eru af hrauni, vatnságángi og sjáfar aldeiliss eyðilögð, þar sem skortir þar vatn, so jörðin kann ómöglega aftur byggjast.” “Upp af víkinni [Kúagerðisvík] vestanverðri eru grónir bakkar, sem ná upp að þjóðvegi og að hraunjaðrinum. Heita þeir Akurgerðisbakkar. Sagt er, að einu sinni væri búið þar, og hét þar Akurgerði.” segir í örnefnaskrá ÞJ. “Austur af því taka við flatir og má sjá Garðlag gamalt og mun vera garður vestan við býli, sem talið er að hér hafi verið og nefnst Akurgerði.” segir í örnefnaskrá.
Akurgerði var á svæði sem nú er afmarkað af fjörunni, Strandarvegi og vegarslóða sem liggur samsíða Reykjanesbraut, norðan hennar við Kúagerðisvík. Svæðið er tæpa 100 m norðan við Reykjanesbraut. Syðst á þessu svæði er grasi gróið og nokkuð hæðótt en ekki eru tóftir eða önnur mannvirki greinileg

Vatnaborg – vatnsból
“Upp af [Stekkhól] nokkuð fyrir ofan gamla þjóðveginn er hóll, sem heitir Grænhóll. Suður af honum er annar minni, sem heitir Efri-Grænhóll. Skammt þar fyrir ofan er slakki eða lægð. Þar á smábletti kemur upp vatn, og myndast þar oft vatnsból. Heitir það Vatnaborg og er rétt ofan steypta vegarins.” segir í örnefnaskrá. Um 150 m ofan Reykjanesbrautar (sunnan) og um 170 m austan við Vatnsborgina sjálfa er vatnsbólið. Svo er að sjá á gróðri á þessum slóðum að vatnsbólið hafi verið stórt áður eða um 20 m í þvermál. Nú er hins vegar aðeins rakur mosagróður á þessu svæði nema á um 2 X 0,8 m svæði þar sem enn er vatn.

Kúagerði – áfangastaður

Kúagerði 1912

Í Kúagerði 1912.

“Upp af víkurbotninum [Kúagerðisvíkur] er nokkuð stór kvos inn í hraunið. Heitir það Kúagerði, forn áningarstaður, þar sem var dálítil tjörn, Kúagerðistjörn … Þegar lagður var hinn nýi, steypti vestur suður með sjónum, varð auðvitað að fara með hann yfir tjörnina, þrátt fyrir mótmæli, og eyðileggja þannig þennan forna og skemmtilega áningarstað, svo að hans sér naumast stað lengur.” segir í örnefnaskrá. Leifar af Kúagerðistjörn sjást enn beggja vegna Reykjanesbrautar. Tjörnin var þó að mestu skemmd þegar Reykjanesbrautin var lögð og er svæðið beggja vegna hennar mjög raskað. Við Reykjanesbraut er skilti sem vísar til suðurs á staðinn. Í hrauninu beggja vegna Reykjanesbrautar eru vatnsstæði en svæðinu hefur verið raskað vegna vegagerðar og efnistöku. Engar tóftir eru greinilegar.

Kúagerðistroðningar – leið
“Upp frá Kúagerði liggja troðningar með Hraunbrúninni mætti nefna þá Kúagerðistroðninga því um þá var rekinn búsmalinn ofan úr Flekkuvíkurseli og jafnvel Rauðhólaseli.” segir í örnefnaskrá. Um 70-80 m ofan við Kúagerði tekur hraunbrúnin við. Þar er nú greinilegur slóði en ekki sýnist hann mjög fornlegur. Umhverfis eru hraun sem mikið hefur verið raskað. Það er nokkuð úfið en mosagróið. Stígurinn liggur meðfram hrauninu til vesturs og beygir meðfram hraunjaðrinum til suðurs.

Vatnsbergsstekkur  [Vatnaborg] – stekkur

Vatnaborg

Vatnaborg – uppdráttur ÓSÁ.

Vatnsbergstekkur horft til norðurs “Sunnar [en Grænhólar] er Vatnsstæðið, Vatnsberg. Þar er Vatnsbergsrétt, en fyrrum var þarna Vatnsbergsstekkur,” segir í örnefnaskrá. “Upp af honum nokkuð fyrir ofan gamla þjóðveginn er hóll, sem heitir Grænhóll. Suður af honum er annar minni, sem heitir Efri-Grænhóll. Skammt þar fyrir ofan er slakki eða lægð. Þar á smábletti kemur upp vatn, og myndast þar oft vatnsból. Heitir það Vatnaborg og er rétt ofan steypta vegarins.” segir í örnefnaskrá “Sunnan við vatnsstæðið er lágur hóll með miklu grjóti og veggjabrotum og þar hefur verið stór fjárborg fyrrum, Vatnsborgin.” Um 185-195 m sunnan við Reykjanesbraut og um 600-700 m vestan við Höskuldsvallaveg eru leifar Vatnsbergsstekks.
Hóllinn sem borgin stendur á er nokkuð hár. Hann er gróinn mosa og grasi. Umhverfis er þýft, mosa og lyngivaxið svæði með hraunhæðum inn á milli. “Borgin var hringlaga 10-12 m í þvermál og innan í grjóthringnum eru hleðslur. Líklega hefur verið þar stekkur eftir að Borgin sjálf lagðist af enda geta heimildir um Vatnsbergrétt og Vatnsbergsstekk …” Fjárborgin er hlaðin úr allstóru grjóti. Hún er hlaðin í hring og er 10 m á annan veginn en 12 m á hinn. Á vesturvegg er op og frá því gengur hleðsla sem skiptir borginni í tvennt. Út frá þessari hleðslu eru svo hlaðin 3 hólf. Borgin er um 0,3 m á hæð og er hringhleðslan mjög gróin og hrunin. Hleðslurnar sem eru inn í borginni eru nýlegri og ekki eins hrundar.

Varða
“Vestur af Vatnaborg í svipaðri fjarlægð frá brautinni og vatnsstæðið stendur Efri-Grænhóll eða Litli-Grænhóll og á honum er breið, grasi gróin vörðuþúst.” Um 320-330 m vestan við Vatnaborgina og í um 200 m fjarlægð frá Reykjanesbraut er Efri-Grænhóll eða Litli-Grænhóll. Efst á Litla-Grænhól eru nokkrir grjóthnullungar sem eru grónir mosa og grasi og eru því illgreinanlegir. Umhverfis er þýft svæði, vaxið mosa, grasi og lyngi. Inn á milli eru hraunhæðir. Ekki er hægt að tala um vörðu á þessum stað lengur.

Kúagerði – býli

Kúagerði

Kúagerði.

“Í Kúagerði fyrir sunnan Hvassahraun, má sjá vott þess, að þar hafi bæri verið fyrir löngu.” segir Brynjúlfur Jónsson í grein árið 1902 “Sér þar til rústa innan til við sjávarkambinn, og nokkru vestar sést langur partur af niður sokknum grjótgarði og hverfur norðurendi hans í sjávarkambinn. Hefur sjórinn gengið þar á landið og brotið það upp. Þess skal getið að þetta stendur í engu samandi við rúst kot þessa, sem fyrir nokkrum áratugum var byggt í Kúagerði. Þar er hraunsnef á milli og þessarar rústa.” segir Brynjúlfur ennfremur. Ekki sjást greinilegar garðleifar á þessum slóðum.

Kúagerði

Gerði við Kúagerði.

Fast sunnan við Reykjanesbraut og vestan við Kúagerðistjörn er hæð sem hugsanlega gæti verið leifar að garðlagi því sem rætt er um að ofan. Eins líklegt er að hæðin sé náttúruleg.
Garðurinn er grasi gróinn en í kring er gróið hraun. Hæðin liggur á um 50 m bili frá Reykjanesbraut til slóðans sem liggur samsíða brautinni að norðan. Norðan við slóðann sést svo í framhald sömu hæðar á um 15 m parti að fjörukambi.

Skjólgarður
Um 50 m norðan við vegarslóðann sem liggur samsíða Reykjanesbraut að norðan og um 60-90 m norðan við Reykjanesbraut er hleðsla á hól. Tóftin er um 200 m vestan við stóran, steyptan grunn, norðan Reykjanesbrautar. Hleðslan er nálægt því að vera á merkjum við Hvassahraun. Tóftin stendur á grasi vöxnum hraunhól. Hún er sporöskjulaga og liggur í hálfhring. Engin hleðsla er fyrir suðurhlið. Tóftin er um 9 m í þvermál. Hún er alveg hlaðin úr grjóti og er 1,4 m á hæð en um 1 m á breidd. Helst er á að giska að þetta mannvirki hafi verið einhvers konar skjólgarður.

Hvassahraun – býli

Hvassahraun

Hvassahraun – túnakort 1919.

1703: Jaðradýrleiki óviss, konungseign. Hjáleigur í byggð 1703, Þóroddskot og tvær nafnlausar. Hvassahraunskot hjáleiga 1847. JJ, 91
1703: “Engjar eru öngvar. Úthagar, sem áður voru sæmilegir, gánga mjög til þurðar, því hríssrifið eyðist.” JÁM III, 156.
“Hvassahraunsbær stóð á klapparrana. Þar var oftast í fyrri daga tvíbýli, Austurbær og Vesturbær.” segir í örnefnaskrá.
Nú stendur bárujárnsklædd timburbygging þar sem gamli bærinn var áður. Guðmundur Sigurðsson man eftir eldra húsi (forsköluðu) á nákvæmlega sama stað og það hús sem nú stendur og taldi að þar hefði Vesturbærinn í Hvassahrauni staðið um langa hríð.
Húsið sem nú stendur á þessum stað er með steyptum kjallara. Það er á hæð sem virðist að mestu náttúruleg enda túnið allt í hæðum. Víða sjást hleðslur í og við bæinn. Engar leifar um torfbyggingar hafa sést á þessum stað um áratugaskeið. Hóllinn er um 200 m norðan við Reykjanesbraut.
“Í Hvassahrauni 2, sem líka var grasbýli …” Um 30 m suðaustan við er merkt hús inn á túnakort. Guðmundur Sigurðsson telur þetta vera það hús sem kallað var Austurbær eða Hvassahraun 2. Húsið hefur staðið um 200 m norðan við Reykjanesbraut. Húsið var nokkru suðaustar á sömu hæð. Þar er nú hlað.

Norðurkot – býlistóft
“Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði …” segir í örnefnaskrá. Um 185-195 m norðan við Hvassahraunsbæinn var Norðurkot og sjást merki þess enn greinilega. Norðurkot er um 80-90 m norðaustan við Niðurkot og útihúsið norðaustan við kotið er um 5 m innan við túngarð. Tóftin er tæpum 400 m neðan við Reykjanesbraut. Norðurkot er á hæð og allt umhverfis er grasigróið tún, ræktað upp á hrauni. Túnið er allt í hæðum og dældum.
Tóftin snýr norðaustursuðvestur. Fast aftan austan við hana er önnur tóft sem snýr þvert á hana og eru þær nú samgrónar. Tóftin er 12,5 X 8 m að stærð. Enginn suðvesturveggur er á tóftinni. Hólfið er grjóthlaðið en gróið að utan. Mikið grjót hefur fallið inn í það. Norðvestan við bæinn er djúp dæld og hlaðið umhverfis hana. Suðvestan við bæinn má sjá óljósar leifar garðlags sem girt hefur af ræktaðan blett. Suðaustan við bæinn eru einnig nokkrar hleðslur garðlags sem girt hefur af tún.

Niðurkot – býlistóft

Hvassahraun

Hvassahraun – uppdráttur ÓSÁ.

“Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði, þá var Niðurkot og Niðurkotstún …” segir í örnefnaskrá. Rúma 120 m norðvestan við bæ sjást enn leifar Niðurkots. Kotið er um 80 m suðvestan við Norðurkot og 300-350 m neðan við Reykjanesbraut. Tóftin er á grasi gróinni hraunhæð en allt umhverfis eru dældir og hæðir. Tóftin er einföld, um 7 m á lengd en 6 m á breidd. Enginn vesturveggur er fyrir tóftinni. Hún hefur verið hlaðin úr grjóti en er alveg gróin að utan. Hæð hleðslna er 1,3 m.

Þorvaldskot – býlistóft
“Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði, þá var Niðurkot og Niðurkotstún, líka Þorvaldskot og Þorvaldskotstún. Sjást þar alls staðar rústir.” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt lýsingu virðist Þorvaldskot hafa verið nyrsta kotið í túni Hvassahrauns, fremur nálægt sjó. Guðmundur Sigurðsson man ekki eftir þessu heiti en taldi að lýsingin gæti helst átt við tóftir um 300 m norðvestan við bæ. Þar er hringlaga túngarður og tóft í miðjunni. Tóftin er um rúmum 500 m norðan Reykjanesbrautar. Tóftin og garðlagið umhverfis eru á grasi grónu svæði fast ofan við fjöruborðið. Svæðið samanstendur af einni einfaldri tóft sem er um 16 X 6 m að stærð og er opin til norðurs og túngarði sem liggur umhverfis hana. Tóftin er hlaðinn úr grjóti en er mjög gróinn að utan. Grjóthleðslur eru byrjaðar að falla inn í tóftina og því er hún aðeins 3 X 9 m að innanmáli. Stærð túngarðsins að innan er 35 m X 24 m. Hleðslur tóftarinnar eru mest 1,5 m á hæð en túngarðurinn er 0,3 m á hæð. Tóftin var þaklaus undir það síðasta og var notuð í tengslum við sjósókn.

Kirkjuhóll – huldufólksbústað

Hvassahraun

Kirkjuhóll.

“Kirkjuhóll er í Norðurtúni og Kirkjuhólsflöt. Hóllinn er einnig nefndur Álfahóll, því að þar messaði huldufólkið,” segir í örnefnaskrá. Skáhallt (suðaustur) af Norðurkoti er aflöng klöpp eða hóll sem liggur norðvestur-suðaustur og var nefndur Kirkjuhóll. Hóllinn er um 300 m norðan Reykjanesbrautar. Gróinn aflangur hraunhóll í túni (ræktuðu upp á hraunsvæði). Klöppin er mjög löng og í suðausturenda hennar er fjárréttin.

Rétt

Hvassahraun

Gerði við Hvassahraun.

Um 25 m norðaustan við Þjófagerði er gömul rétt sem hlaðin er upp við túngarðinn og er merkt inn á túnakort frá 1919. Réttin er um 130-140 m norðaustan við bæinn og rúmum 200 m norðan við Reykjanesbraut. Hún er byggð utan í klapparhól sem myndar vestur (norðvestur) hlið hennar. Allt umhverfis er gróið hraunlendi. Réttin samanstendur af einu hólfi. Vesturvegginn myndar klöppin og suðurvegginn myndar túngarðurinn. Aðrir veggir eru sérstaklega hlaðnir. Tóftin er að innanmáli 12-13 m á lengd en um 6 m á breidd. Hæð hleðslna er um 1 m og breidd er svipuð. Réttin er alveg grjóthlaðin.

Leið
Heimreiðin að Hvassahraunsbænum er enn á sama stað og hún var merkt inn á túnakort frá 1919. Gatan liggur vestur frá bænum og má sjá hleðslu undir veginum, nálægt bænum og um 200 m norðan við Reykjanesbraut. Vegurinn liggur yfir gróin tún. Hann er mest hlaðinn í um 0,3-0,4 m hæð. Hann er um 2,5 m á breidd.

Látur – býli
“Vestan Látra tók við Vesturhraun. Þar, er talið, að staðið hafi bær, sem lagðist af við hraunrennslið, nefndist Látur,” segir í örnefnaskrá. Látur eru um 800 m vestan við Hvassahraun. Ekki sjást nein merki um bæjarstæði á þessum slóðum. Á svipuðum stað voru hlaðnar 3 tóftir og nokkrar vörður úr grjóti fyrir tökur á kvikmyndinni “Myrkrahöfðinginn”. Látur eru um 150 m norðan við Reykjanesbraut. Þröng vík með mörgum skerjum.

Markvarða – varða

Afstapavarða

Afstapavarða.

“…, þar næst er svo Fagravík sem er norður af Afstapavörðu sem er uppi á brunann um ofan við veginn.” segir í örnefnaskrá. Á öðrum stað er sama varða nefnd Markvarða eða Fögruvíkurvarða. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar voru öll þessi nöfn notuð um sömu vörðuna sem er 80 m sunnan Reykjanesbrautar. Upp af Fögruvík er enn lítill tjörn. Suður frá austanverðri víkinni er Afstapaþúfa sem er að mestu sunnan Reykjanesbrautar. Markvarðan var upp á háhól Afstapaþúfu. Afstapaþúfa er klettahæð fast ofan Reykjanesbrautar. Hæðartoppurinn er grasi vaxinn. Efst á Afstapaþúfu er varða sem þó virðist ekki mjög fornleg, e.t.v. hefur hún verið endurhlaðin. Varðan er um 0,6-0,7 m á hæð. Er nálægt því að vera um 1 m í þvermál.

Þvottagjá – þvottastaður
“Næst veginum er Helguhola. Þá er Þvottagjá og fjærst Ullargjá. Þar var þvegin ull.” segir í örnefnaskrá. Um 20-30 m sunnan Reykjanesbrautar er Þvottagjá. Í raun er ekki um gjá að ræða heldur litla tjörn í hraunlendi. Um 5 m norðaustar er Helguhola sem er mun minni pollur. Báðar tjarnirnar sjást frá Reykjanesbraut. Tjörnin er í grónu hrauni. Engar mannvistaleifar eru nú merkjanlegar við tjörnina.

Ullargjá – þvottastað
“Næst veginum er Helguhola. Þá er Þvottagjá og fjærst Ullargjá. Þar var þvegin ull.” segir í örnefnaskrá. Um 50 m suðvestan við Þvottatjörn er Ullargjá, í hvarfi frá Reykjanesbraut. Tjörnin er stærst tjarnanna þriggja og er hún í e.k. jarðsigi. Tjörnin er um 80 m sunnan Reykjanesbrautar. Tjörnin er í jarðsigi í hraunlendi en engar mannvistarleifar eru í námunda við hana.

Hjallhólaskúti – fjárskýli

Hjallhólaskúti

Hjallhólaskúti.

“Hellur eru suður og upp frá Tröðunum. Lítið eitt vestar eru Hjallhólar og Hjallhólaskúti þar í. Hann var fjárbyrgi,” segir í örnefnaskrá. Hjallhóll er rétt suðaustan túns en fast neðan Reykjanesbrautar. Hóllinn er 210-220 m suðaustan við bæ. Frá Reykjanesbrautinni er opið í hellinn greinilegt enda hellirinn innan við 20 m norðan við Reykjanesbraut. Hraunhóll með jarðsigi. Gengið er ofan í dældina að sunnan og gefur þá að líta klettaveggi sem slúta inn og mynda þannig skjól. Hellar eða skjól eru bæði á austur- og vesturvegg. Austari hellirinn er líklega sá sem notaður hefur verið sem fjárskýli. Hann er um 10 m á lengd en 4-5 m á dýpt. Hellinum lokar að hluta náttúruleg upphækkun en ofan á hana hefur að hluta verið hlaðið 5-7 m langur veggur.

Virkið – fjárskýli

Virkishólar

Virkið í Virkishólum.

“Í suðaustur frá Skyggni eru þrír miklir klapparhólar, sem heita Virkishólar. Virkishóllinn vestasti er stærstur. MiðVirkishóllinn er minnstur, og þar austur af er Virkishóllinn austasti. Milli þeirra er hringlaga jarðfall í hraunið, tveggja metra djúpt og þrettán metra vítt. Þetta er Virkið. Þarna var hrútum hleypt til ánna um fengitímann.” segir í örnefnaskrá. Virkið eru m 950 m suðaustur af Hvassfellsbænum en 330-340 m sunnan við Reykjanesbraut. Virkishólarnir eru þrír. Austasti og vestasti hóllinn standa nokkurn vegin hlið við hlið en á milli þeirra aðeins sunnar er miðhóllinn. Um 50 m sunnar (og eilítið vestar) en miðhóllinn er Virkið, sem er jarðsig.
Virkið er í grónu hraunlendi og er svæði þar sem jarðsig hefur orðið. Það er að mestu náttúrumyndun. Það er hringlaga og gengið hefur verið ofan í það að norðan. Þar, beggja vegna við innganginn, eru 6-8 m langar hleðslur í hvora átt og eru það einu mannaverkin sem sjást á þessum stað. Virkið er um 13 m í þvermál og hallast klettaveggir þess fram og mynda þannig skjól eða skúta. Norðvestarlega í Virkinu er að auki lítill skúti niður í jörðina.

Draugadalir – draugur
“Norðaustur af Virkishólum eru Draugadalir.” segir í örnefnaskrá. Draugadalir er nefnt hraunsvæði norðan Reykjanesbrautar og um 1 km austan við Hvassahraunsbæ. Vegarslóði liggur norðan Reykjanesbrautar í landi Hvassahrauns og liggur hann um dalina um 200-300 m vestar en þar sem hann sameinast Reykjanesbraut. Á þessum stað er hægótt hraunlendi, klettadrangar og dalir. Mjög skuggsýnt var í dölunum og telur Guðmundur Sigurðsson örnefnið þaðan komið. Ekki kannaðist hann við neinar eiginlegar draugasögur tengdar dölunum.

Hvassahraunselsstígur – leið

Hvassahraunsselsstígur

Hvassahraunsselsstígur.

“Hvassahraunselsstígur liggur frá bænum og upp í selið og er nokkuð greinilegur á köflum þó svo að við göngum ekki að honum vísum við Reykjanesbrautina.” Ekki sjást greinileg merki stígsins fyrr en alllangt ofan við Reykjanesbraut. Gatan hefur legið frá bænum á svipuðum stað og tröðin suðaustur frá bænum . Stígurinn lá frá Hvassahraunsbæ til suðausturs út túnið (við traðirnar). Síðan lá hann áfram til suðausturs um gróið hraunið sunnan Reykjanesbrautar og að selinu. Stígurinn er ekki greinanlegur í námunda við Reykjanesbraut.

Markavarða – varða
“Þá liggur lína um Skorás með Skorásvörðu. Þar norðan er Hólbrunnur, vatnsból í klöpp, sem heitir Hólbrunnshæð. Á henni er Hólsbrunnsvarða. Þá er Taglhæð með Taglhæðarvörðu. Þá er Markavarða rétt við þjóðveginn.” segir í örnefnaskrá. Austurmerki Hvassahrauns eru um 2 km austan við bæinn. Markavarða var á merkjum þar sem land hækkar ofan Reykjanesbrautar. Neðan Reykjanesbrautar má sjá girðingastaura á merkjum en ofan vegarins eru þeir að mestu horfnir. Varðan hefur verið um 150-250 m sunnan við Reykjanesbraut. Gróið hraun ofan Reykjanesbrautar. Guðmundur Sigurðsson segir að þarna hafi staðið varða sem nú er hrunin. Ekki er vitað hversu skýr vörðubrotin eru nú og ekki fundust þau við leit.

Suðurkot – býli
“Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði.” segir í örnefnaskrá. Ekki er vitað hvar Suðurkot var. Suðaustan við Hvassahraunsbæinn voru tún nefnd Suðurtún og því eðlilegt að álykta að á þeim slóðum hafi Suðurkot verið. Hins vegar ber að hafa í huga að Sjávargata er sögð liggja frá bænum (Hvassahrauni) og niður að sjó og Suðurkot er sagt austan hennar. Samkvæmt því ætti því Suðurkot að vera norðan bæjar! Ef svo hefur verið má vera að hringlaga garðlag sunnan Norðurkots (þar sem einu sinni var tóft inni í 160:088) gæti hafa kallast Suðurkot. Garðlagið sem enn sést er a.m.k. sunnar en önnur kot sem þekkt eru í túninu. Um þetta verður þó ekkert fullyrt. Grasi gróið hraunsvæði þar sem skiptast á hæðir og dældir.

Hvassahraunstraðir – traðir
“Hvassahraunstraðir lágu í suðuaustur frá bænum.” segir í örnefnaskrá. Hvassahraunstraðir lágu frá bænum til suðausturs um húsaþyrpinguna (bæjarhólinn) og áfram til suðausturs til enda túnsins minna en 100 m norðan Reykjanesbrautar. Göturnar lágu um ræktuð tún á hraunsvæði. Varla má nú greina nokkrar leifar traðanna. Helst er að móti fyrir óljósum slóða í túni suðaustan við bæ.

Kvíadalur – kvíar
“Kvíadalur er einnig í Suðutúni og Hjallhólar. Í Kvíadal voru ærnar mjólkaðar …” segir í örnefnaskrá. Örnefnið þekkist nú ekki lengur. Hjallhólar eru hins vegar þekktir og eru þeir rétt sunnan við túngarð en norðan Reykjanesbrautar. Kvíadalur gæti hugsanlega verið dæld eða dalur norðaustan við Hjallhóla. Engar mannvirkjaleifar er að finna neins staðar í Suðurtúni. Kvíarnar voru sennilega þar sem nú stendur rétt og braggi en ekkert verður um það fullyrt. Þetta svæði er 50-100 m norðan Reykjanesbrautar. Hraunsvæði.

Vatnsgata – leið

Hvassahraun

Vatnsgata.

“Vatnsgatan lá heima frá bæ suðvestur í Vatnsgjárnar sunnan þjóðvegarins.” Einnig nefnd Suðurtraðir, segir í örnefnaskrá. Vatnsgatan lá frá Hvassahraunsbæ og að Vatnsgjám. Gatan hefur vísast fylgt bæjartröðinni innantúns en legið áfram til suðausturs. Engin merki um götuna eru nú greinanleg, hvorki í túni eða við Reykjanesbrautina en hún var lögð þvert á leiðina. Gatan hefur legið um gróið hraun, e.t.v. á kafla á svipuðum slóðum og vegur liggur nú í Hvassahraunslandi samsíða Reykjanesbraut.

Lónakot – býli

Lónakot

Lónakot – túnakort 1917.

1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114. 1703 er jarðadýrleiki óviss, konungseign. 1847: 10
hndr, þá á jörðin uppsátur í landi Óttarsstaða. Í eyði frá því um 1930. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðinni Lónakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114
1703 voru engar engjar á jörðinni. 1917: Tún telst 0,9 teigar, slétt, garðar 500 m2.
1703: Jarðardýrleiki er óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 159.
1847: 10 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
Í eyði frá því um 1930. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðinni Lónakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114.
1917: Tún telst 0,9 teigar, slétt, garðar 500 m2.
1703: „Selstöðu á jörðin í eigin landi, og eru hagar þar góðir, en þegar þurkur gengur, verður þar stórt mein að vatnsskorti. Skógur hefur til forna verið, og er það nú meira rifhrís, það brúkar jörðin til kolgjörðar og eldiviðar, og jafnvel til að fóðra nautpeníng um vetur. Torfrista og stúnga í lakasta máta, valla nýtandi. Lýngrif er nokkurt og brúkast til eldiviðar mestan part og stundum til að bjarga á sauðpeníngi i heyskorti. Fjörugrasatekja nægileg heimilissmönnum. Rekavon lítil.
Sölvafjara hjálpleg fyrir heimamenn. Hrognkelsafjara gagnleg fyrir heimamenn. Skelfiskfjara naumleg og erfiðisssöm til beitu. Heimræði má ekki kalla að hjer sje, því lendíng er engin nema við voveiflega sjáfarkletta, og þarf ábúandinn á næsta bæ, Ottastöðum, skipsuppsátur ár og dag, og hefur haft það frí í fimmtíi ár fyrir tvö tveggja manna för, hvenær sem ábúandinn á Lónakoti hefur viljað sumar og vetur. Inntökuskip hefur hann engin fyrir utan þessa báta og hafa ei heldur verið. Engjar eru öngvar. Utihagar bregðast mjög skjaldan á vetur.“ JÁM III, 160.

Lónakotsselstígur/Lónakotsvegur – leið

Alfaraleið

Alfaraleiðin við gatnamót Lónakotsselsstígs.

“Þegar haldið var suður úr suðurtúngarðsliði, var þar við Lónakotsselsstíginn, sem síðar varð Lónakotsvegur, alldjúp gjóta, sem nú er fyllt með grjóti, Yrðlingabyrgi. … Landamerkjalínan lá um Sjónarhólavörðu, sem er efst á Sjónarhólshæð, og þaðan áfram suður og yfir Högnabrekkur. Þar kom Lónakotsvegurinn á suðurveginn. En Lónakotsselsstígurinn lá áfram suður á alfaraleiðina, gömlu hestaslóðina á Suðurnes.”
Lónakotsselstígur lá frá Lónakoti að selinu. Stígurinn hefur legið rétt vestan við þar sem slóði liggur frá Reykjanesbraut að Lónakoti (húsi nokkru sunnar en Lónakotsbærinn var). Stígurinn hefur svo legið áfram til suðvesturs, gengið þvert á alfaraleiðina og suður til Lónakotssels. Merki hans má greina á köflum sem dæld eða grunnan slóða, t.d. á kafla sunnan Reykjanesbrautar nálægt línuveg. Slóðinn liggur yfir gróið hraun.

Óttarstaðir – býli

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – túnakort 1917.

1703 er jarðadýrleiki óviss, konungseign. 1847: 20 5/6 hndr, hjáleiga Óttarsstaðakot. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Óttarsstöðum og Óttarsstaðakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114
1917: Tún 4,7 teigar, garðar 2460 m2. Túnið hólótt og grýtt en þó mikið slétt og sléttað.
1847: 20 5/6 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110. Í neðanmálsgrein segir: „Þóað hvorki prestir né sýslumaður nefni hjáleiguna, er hún samt talin með, meðfram vegna ábúenda tölu sýslumanns, á öllum Óttarstöpum, enda var hún í byggð 1803.“
Hjáleiga 1703: Ónefnd.
Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Óttarsstöðum og Óttarsstaðakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114.
1703: „Skóg til kolgjörðar og eldiviðar sækir ábúandi í almenníng betalíngslaust, hver sá eyddur er, sem skamt sýnist að bíða. Er þar ekkert á eður í jörðunni til eldíngar fyrir utan fjöruþáng, sem þar er enn nú nægilegt, og verður þá ábúandinn kol út að kaupa. Lýngrif kann þar nokkuð að brúkast, tíðkast ei nema til eldkveikju. Rekavon af trjám er hjer mjög litil, þó festifjara. Fisk brotinn af sér rekur á stundum, so heldur er gagn að. Sölvafjara nægir heimilissfólki, en er örðug að ná. Hrognkelsatekja í lónum þá út fjarar er hjer oft að góðu liði. Fjörugrös eru þar nægileg fyrir heimamenn. Bjöllur í fjörunni eru þar nógar, en brúkast ekki nema i stærstu viðlögum. Heimræði er þar árið um kríng. Lending í meðallagi. Þar gánga skip ábúanda og nú engin fleiri. Til forna hafa þar irmtökuskip gengið fyrir undirgil’t, kynni og enn nú eins að vera, ef fiskgengdin yxi.
Hjer gengur eitt kóngsskip, tveggja manna far, undirgiftarlaust; ljær ábúandi skipshöfninni húsrúm í bænum betalíngslaust af umboðsmanns hendi. (Soðningarkaup gefa Þeir sjálfir). Þetta kóngsskip hefur i mörg fyrirfarandi ár stundum hjer verið, stundum ekki, eftir því sem umboðsmanninum litist hefur. Engjar á jörðunni öngvar. Selstöðu á jörðin í almenníngi, eru þar hagar góðir, en vatnslaust í þerrasumrum. Aðra selstöðu á jörðin í Lónakotslandi, so sem á mót þeim skipsuppsátrum, er Lónakotsmenn kafa við Óttarstaði. Peníngur og stórgripir ferst hjer oft i gjám, ef ei er vandlega aðgætt, helst á vetur þá snjóar yfir liggja. Kirkjuvegur er hjer í lengra lagi.
Torfstúnga er so gott sem engin til heyja, þaks og húsa.“ JÁM III, 161.

Sigurðarhellir – hellir/ bústaður

Sigurðarskúti

Sigurðarskúti.

“Langt suður af þessu er klapparhæð, er hefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla mikil er við skútann og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.” Á Sigurðarhæð er varða en á hæðina er komið af merktum göngustíg sem liggur fram hjá Kúaréttinni. Enginn hellir eða hleðsla er vestan við hæðina en suðaustan hennar, í sömu lægð og Kúaréttin, er um 25 m löng hleðsla áður en farið er upp úr dældinni og upp á Sigurðarhæð. Á öðrum stað í dældinni (vestan í henni) má greina hrundar hleðslur í námunda við lítinn hellisskúta nokkuð hátt uppi í klettahlíðinni. Um 350 m norðan við Reykjanesbraut. Gróin dæld með klettaveggjum á báðar hliðar, norðvestar er klapparhæð (Sigurðarhæð). Varðan er um 0,8 m á hæð en um 1 m á hvern veg. Garðhleðslan áður en farið er upp úr dældinni er um 25 m á lengd en hleðsluleifar fyrir framan hellinn nokkuð ógreinilegar og vart meira en 3-4 m á lengd.

Kúarétt – rétt

Kúarétt

Kúarétt.

“Suðvestur af þessu er mikill klapparrani og hár. Suðaustan í honum er feiknamikið jarðfall. Fyrir endanum á því eru hleðslur miklar, sem nefnast Kúarétt. Þar mun hafa verið nátthagi fyrir kýr.” segir í örnefnalýsingu. Vestan við Straum, og 210-240 m norðan við Reykjanesbraut er Kúaréttin. Réttin er í grösugri laut milli tveggja 10-15 m hárra klettaveggja að vestan og sunnan. Réttin er byggð upp við austurvegginn. Hún er um 10 m á lengd en mest um 6 m á breidd. Frá vesturenda hennar er einungis um metersbil upp að vestari klettaveggnum. Réttin er gerð úr tveimur hólfum en reyndar virðist það þriðja, sem er nokkru óljósara hafa verið sunnan þess. Réttin er um 1,5 m hæð. Norðvestar í jarðfallinu gengur hleðsla þvert á uppgönguleiðina upp úr því.

Skógargata – leið
“Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshlíð upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklifur.”
“Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.” segir í örnefnalýsingu. Skógargata lá fast vestan við vötnin sem eru vestan við afleggjarann að Straumi. Á þessum stað sjást leifar vegarins sem dæld í hraunið og má sjá slíkar leifar mestan part leiðarinnar. Mosavaxið sprunguhraun.

Stekkur

Jakobsstekkur

Jakobsstekkur.

“Norðan undir [Jakobsvörðuhæð] er eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.” segir í örnefnalýsingu. Slóðinn að Kristrúnarborg hefur líklegast legið í námunda við Reykjanesbraut um 1 km austan við þar sem slóði liggur frá Reykjanesbraut og að Lónakoti (þar á móti slóði að Rauðamel). Mosagróið hraun. Allmikið rask hefur orðið vegna vegagerðar á þessum slóðum og eru því merki leiðarinnar ógreinileg í námunda við Reykjanesbraut.

Kotaklifsvarða – varða

Kotaklifsvarða

Kotaklifsvarða.

“Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógagötuna, er Kotaklifsvarða.” segir í örnefnalýsingu. Framhjá Kúaréttinni og áfram til norðvesturs er gönguleið sem merkt er með stikum. Ef gönguleiðinni er fylgt til norðvesturs er farið fram hjá Kotaklifsvörðu sem er 420-430 m norðan við Reykjanesbraut. Varðan stendur í mosagrónu hrauni. Hún er um 1,7-1,8 m á hæð og er mest um 1,5 m í þvermál. Hún mjókkar mjög mikið upp.

Goltravarða – varða
“Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar. … Langt vestur af Stóra-Nónhól er hóll, sem heitri Goltrahóll. Á honum var Goltravarða, nú fallin.” segir í örnefnalýsingu. Helst er talið að Goltrahóll sé fast ofan við Reykjanesbraut þar sem nokkrar hæðir eru um 660 m vestan Straums. Á þessum hæðum eru nokkrar vörður en þær eru fremur litlar og sýnast ekki geta verið fornar. Mosavaxnar klettahæðar.

Smalakofahæð – smalakofatóft

Smalaskáli

Smalaskáli.

Afleggjari liggur frá Reykjanesbraut í átt að Lónakoti. Beint á móti þessum afleggjara er á Reykjanesbraut annar slóði til suðurs. Ef honum er fylgt í suðurátt greinist hann í tvennt um 250-300 m frá Reykjanesbraut. Ef götunni sem þar liggur til austurs er fylgt í um 300 m má sjá Smalakofahæð svotil beint sunnan við slóðann, nálægt Rauðamel. Smalakofinn er um 300-400 m sunnan við Reykjanesbraut. Hæðinn er grýtt en gróin mosa. Nokkrar gjár eru ofan í hana. Smalakofinn er um 2 m á lengd en 1 m á breidd. Hann er um 0,4 m á hæð. Op er á smalakofann til norðurs.

Straumur – býli

Stramur

Straumur – túnakort 1919.

1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114. 1703 var jarðardýrleiki óviss, jörðin konungseign. Þá var eins eyðihjáleiga á jörðinni Lambhúsagerði. 1847: 12 1/2 hundr. Hafnarfjörður keypti hluta úr landi jarðarinnar árið 1947 og áskildi sér forkaupsrétt á öðrum hlutum hennar árið 1966. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 108, 115.
1703 eru engar engjar á jörðinni. 1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt, garðar 560 m2. “Straumstúnið lá á hryggjum, hæðum og lægðum uppgrónum, og gætti jafnvel flóðs og fjöru í sumum lægðunum.” Ö-Straumur, 3
“Straumsbærinn stóð á hraunhrygg lágum, þar sem nú stendur Straumshúsið.” segir í örnefnaskrá. Gamli Straumsbærinn var einmitt þar sem steinsteypta húsið stendur nú í Straumi. Ekki er lengur búið í Straumi en húsið er nýtt sem listamannamiðstöð. Gamli bærinn sem stóð á þessum stað fram á þriðja áratug 20. aldar brann. Bærinn er um 170-180 m norðan við Reykjanesbraut. Ekki er merkjanlegur bæjarhóll á þessum stað. Þar stendur nú steinsteypt íbúðarhús og malarhlað allt í kring.
1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 163.
1847: 12 1/2 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
1491, 10.05: Rætt um deilur Hansakaupmanna og Englendinga. Hansakaupmenn ráku m.a. þá
ensku úr höfninni í Straumi. DI XVI, 449.; Sjá einnig sama bindi, 553.

Straumur

Straumur.

1501, 11.10: Jörðin Straumur út í Hraunum er í Besstaðakirkjusókn. DI VII, 586.
Eyðibýli 1703: Lambhúsgerði.
Hafnarfjörður keypti hluta úr landi jarðarinnar árið 1947 og áskildi sér forkaupsrétt á öðrum hlutum hennar árið 1966. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 108, 115.
1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt, garðar 560 m2.
1703: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Straumssel, þar eru hagar slæmir, en oft mein að vatnsskorti þá þurkar gánga. Skóg til kolgjörðar og eldiviðartaks brúkar jörðin í almenníngum, líka er stundum hrís gefið nautpeníngi. Torfrista og stúnga í skárra lagi. Lýngrif getur jörðin ogso haft í almenníngum. Rekavon nær engin. Hrognkelsafjara nokkur. Skelfiskfjara hjálpleg til beitu. Heimræði er árið um kring og lendíng góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip eru hjer engin, en hafa þó áður verið og ábúandinn þegið undirgift af. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 164.

Lambhúsagerði – býli

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

“Lambhusgierde forn eyðihjáleiga af Straumi, hefur í eyði legið fram yfir allra þeirra minni, sem nú eru, sýnist valla upp aftur byggjast kunni, þar fyrir að bóndinn á Straumi kann ekki af skaðlausu af sinni grasnautn so mikið af að leggja að bjarglegt verið, meðan hjáleigutúnin skyldi komast í rækt aftur.” segir í jarðabók Árna og Páls.
“Suðvestan túnsins í Straumi er Gunnarsskarð, sem er raunveruleg hæð. Liggja reiðgötur þar um. Þar rétt hjá er nafnlaust skarð. Norðan við Gunnarsskarð er gömul útgræðsla, Lambhúsagerði. …
Gísli Sigurðsson segir, að seinna hafi þetta verið nefnt Markúsargerði, en heimildarmenn sr. Bjarna kölluðu það Markúsargerði.” segir í örnefnalýsingu. “Skammt norðan við Straum vestan megin við veginn að Óttarsstöðum á móts við afleggjarann að Þýskubúð [er garðlag].” Um 380-90 m sunnan við Reykjanesbrautina og 220 m suðaustan við íbúðarhúsið á Straumi eru leifar Lambhúsagerðis. Á þessum stað afmarkar garðlag gamla túnstæðið. Vegarslóði liggur til Straums og áfram til suðurs og liggur hann um 20 m austan við garðlagið. Til móts við Lambhúsgerði er afleggjari að Þýskubúð. Á þessum stað er hraunið grasi gróið milli hraunhæða. Túnið er hæðótt og aflíðandi.
“Nafnið er dregið af því, að Markús Gíslason frá Lambhaga ræktaði þarna þennan blett og flutti heyið í Hafnarfjörð; kunnur formaður í Hraunum. Gísli Guðjónsson kallar kotið ennþá Lambhúsgerði, svo að það nafn er ekki horfið.” “Túngarðurinn er mikið hruninn og hefur líklega verið nokkuð lengri upphaflega. Nú er hann aðeins að hluta norðan og austan megin, en einnig eru stakar hleðslur, – e.t.v. leifar túngarðs uppi á hraunbungu sunnan megin og fylgja þær sprungu frá austri til vesturs. Garðurinn hefur verið hlaðinn úr mjög misstórum steinum og er op á honum vestantil um 2 m á breidd. Svo virðist sem tekið hafi verið grjót úr vesturgarðinum sunnanverðum um leið að hraunhólnum. Í vesturátt frá norðurgarðinum liggja garðleifar, mjög sokknar og mosavaxnar í beinu framhaldi til vesturs eða VSV upp að, etv. upp á klapparhól sem þar er. Staður þessi var kallaður Markúsargerði … Á þessum stað á að hafa staðið hjáleiga frá Straumi, = Lambagerði til forna.” Garðurinn er um 2 m á breidd en 0,3 m á hæð. Samtals er hann um 135 m á lengd.

Túngarðar
“Straumstúngarðar voru ekki merkilegir, voru varla nema Norðurgarður og Vesturgarður. Garðar þessir voru lágir og einhlaðnir af hraungrýti.” segir í örnefnalýsingu. “Túngarður. Um hæðin, hraun og tún, umhverfis tún Straumsbæjarins.” Túngarða má víða sjá umhverfis tún í Straumi. Ekki er greinilegur suðurgarður en líklegt að en einhverjar garðleifar virðast vera að austan í fjöruborðinu en þær eru víðast hrundar. Greinilegastir eru þó norðurgarðurinn sem er um 90 m norðan við bæ og vesturgarður sem liggur meðfram vesturjaðri túns suður að vötnunum. Garðarnir liggja að mestu yfir gróið en hæðótt hraunsvæði. “Garðurinn fylgir fjörukambinum að vestanverðu, en þar er hann við víðast fallinn. Sumstaðar má sjá hlaðin innskot í garðinn, líklega bátauppsátur. Þar sem hann stendur enn má sjá fallega hlaðinn, um 1,5-1,7,m háan og 1,8 m breiðan garð. Garðinum sleppir niður við sjó að sunnan, þar sem lítill vogur skerts inn í landið, sunnan við Straumsbæina. Norðurgarðurinn er um 90 m norðan við bæinn og nær nú u.þ.b. frá veginum að Óttarsstöðum og austur að fjörunni. Vestan við veginn er sprunginn ílangur hryggur frá austri til vesturs, norðan túnsins. Þar má á stöku stað sjá fátæklegar hleðsluleifar báðum megin sprungunnar og gætu þetta verið leifar túngarðs. Vestan við túnið liggur svo garður með barmi djúprar lautar, við suðvesturhorn fyrrnefnds hryggs, og fylgir brekkubrún til suðausturs. Neðst í brekku u.þ.b. fyrir miðju vesturtúngarðinum er op um 2,5 m breitt og er grjóthrúga við suðurhlið þess, það er því engu líkara en op hafi verið rofið í garðinn a.m.k. hefur það verið stækkað enda óvenju breitt af hliði að vera. Garðurinn liggur svo sem leið liggur suður frá opinu, suður að litlum tjörnum, sem eru norðan við Steinbrú. Þar endar garðurinn og ekki fundust nein merki eftir garð austan vegarins, enda liggur víkin alveg að veginum skammt frá þar sem garðurinn endar.”
Norðurgarðurinn er nálægt því að vera um 90 m á lengd en sá vestari um 130-150 m. Þar sem garðurinn er greinilegastur er hann um 1,7 m á hæð en tæpir 2 m á breidd.

Gunnarsskarð – leið
“Suðvestan túnsins í Straumi er Gunnarsskarð, sem er raunveruleg hæð. Liggja reiðgötur þar um,” segir í örnefnalýsingu. Um 150 m suðvestan við íbúðarhúsið á Straumi, rétt áður en komið er að tóftinni í Gunnarsskarði má sjá leifar reiðgatnanna um 170-180 m norðan Reykjanesbrautar. Göturnar liggja um grasi gróið svæði en umhverfis eru nokkrir klettar. Vegslóðinn er greinilegur á þessum stað en hann liggur til Gunnarsskarðs en verður ógreinilegri þegar komið er að tóftunum.

Skotbyrgi

Straumur

Straumur – skotbyrgi.

Tvö skotbyrgi eru norðvestan við Tjörnina sem er sunnan við Straumsbæ en norðan við Reykjanesbraut. Byrgin standa á hæð og eru um 10 m á milli þeirra. Byrgin eru 120-150 m norðan Reykjanesbrautar. Byrgin standa á mosagróinni hraunhæð. Byrgið sem hér er lýst er suðaustar. Það snýr norðaustur-suðvesturs og er um 4 m á lengd en 1,5-2 m á breidd. Enginn veggur er fyrir suðausturhlið byrgisins en norðvesturhlið þess er einnig nokkuð hrunin. Byrgið er mest um 0,8 m á hæð.

Brú – samgöngubót
“Steinbrú. Um 15 m suður og utan við túngarð, um 20 m vestur af aðkeyrslunni að bænum.” segir í fornleifaskrá Þjms. Brúin hefur nú verið skemmd og sést varla fyrir grjóti sem rutt hefur verið yfir hana. Brúin var 160-170 m norðan Reykjanesbrautar. “Brúin liggur yfir dálitla grasi vaxna lægð, sem fyllist að vatni á flóði. Austan við brúna teygir sig langur, en lár sprunginn hraunhóll.” “Brúin er um 5,8 m löng og 2,3 m breið. Mesta hæð hennar er um 0,85m. Brúin hallar örlítið til austurs, dálítið fram fyrir miðju hennar, þar sem henni hallar til vesturs. Brúin er þannig gerð að kantar eru hlaðnir út nokkuð stóru hraungrýti (0,23-0,5 m) og fyllt upp í á milli með tiltæku grjóti. Brúin er nú gróin að ofan en glittir þó í grjótið undir. Hún snýr nákvæmlega í A-V. Götuslóði liggur brá brúnni í átt að Fjárhússkarði [016] og veg til vesturs, en til norðurs milli hraunhóla í sprungu og til norðurs í átt að bænum. Breidd brúarinnar gæti bent til að hún hafi m.a. verið ætluð dráttarvélum eða vögnum en slíkt er útilokað vegna þrengsla vegna klapparhólanna að austan.” Brúin var um 6 m að lengd en rúmir 2 m á breidd en erfitt er að greina hana nú þar sem grjót er yfir henni.

Straumsrétt – rétt
Straumsrétt
“Sunnan við Fjárhússkarðið er Straumsrétt.” segir í örnefnalýsingu. Stekkurinn er enn greinilegur. Hann er um 30-40 m norðan við Reykjanesbraut og um 10 m austur af Tjörn. Einungis eru um 20-30 m á milli stekkjarins og fjárhúsanna. Stekkurinn stendur við tjörn og á grónu sprunguhrauni. Kortablað 1513 II/15, teikning s. 26.
“Stekkurinn skiptist í tvö svæði, þar sem syðri hlutinn er inni á milli lágra og misbrattra klappa um mannhæðar hárra. Milli klappanna þ.e. í stekknum er nokkuð sléttur vel grasigróinn botn. Ofan á klappirnar og á milli þeirra er hlaðinn garður og stendur hann sumstaðar í sem næst fullri hæð. Þar sem hleðslan er hæst er hún 1,3 m en 1,9 ef mælt er frá stekkjarbotni, þar sem hleðslan er ofan á lágri klöpp. Mesta lengd syðri hluta er um 12 m og mesta 13,65 m ytri og nyrðri hluta stekksins er sem næst ferningslaga innri stærð = 8x8m. Hleðslur fylgja klöppum. Sunnan megin og að hluta austan megin að öðru leiti eru hleðslur ofan á graslendi sem hallar til norðurs hleðslan er mikið hruninn, þó nær hún á tveim stöðum 0,75m hæð Br. 0,7-1m. Inngangur er uþb. á miðri norðurhlið.” (fornleikfaskrá Þjms). Stekkurinn er að stórum hluta náttúrusmíð. Hann er myndaður úr tveimur hólfum. Norðvestara hólfið (það ytra) er hlaðið upp frá tjörninni en inn af því gengur svo annað hólf sem að miklu leyti er náttúrumyndað. Ytra hólfið er 7-8 X 8-9 m að stærð. Inn af því er svo hólf sem er um 11 m á lengd en 3,5 m á breidd vestast en 6 m austast. Þessu hólfi virðist hafa verið skipt upp með garði. Víða eru hleðslur ofan á klettaveggjunum. Inngangur er á miðri norðurhlið.

Fjárhústóft
Straumur
“Hér suðvestan túnsins er Fjárhússkarð og Fjárhúsið í Vatnagörðum.” segir í örnefnalýsingu. Um 160 m suðvestan við Straumsbæinn, 10 m suðvestan við Straumsrétt og 5 m norðaustan við tjörnina eru hleðslur um 110-120 m norðan Reykjanesbrautar. Hleðslurnar eru í Fjárhússkarði, milli hraunklappa. Svæðið er grasi gróið. Kortablað 1513 II/15, teikning s. 27. “Grjót og torfhleðsla afmarkar langhliðar. Innanmál virðist hafa verið 4×15 m. Breidd hleðslu er um og yfir 1 m. Áberandi er hve austurhleðslan er nú hærri og betur varðveitt. Við suðurgafl er e.k. framlenging á austurhleðslu til suðurs og með fram gaflinum til vesturs. Í þessa hleðslu hefur verið sett gaddavírsgirðing. Girðing þessi fjarlægist síðan grunninn og stefnir skáhallt í NV. Undir vírinn hefur verið hlaðið grjóti .. Hér er líklega um að ræða fjárhússtæði ….” (fornleifaskrá Þjms). Hleðslurnar eru 5-6 X 17 m að stærð. Þær mynda ferhyrndan grunn sem er opinn til suðvesturs og norðausturs. Hleðslur eru víða um 1 m á breidd en um 0,5 m á hæð.

Leið
Veghleðsla sést í hæðinni norðan við Lambhaga og að garðlaginu sem girðir svæðið af. Hleðslan sést greinilega í brekkunni en fjarar út þegar komið er að gerðinu. Er um 350 m sunnan við Reykjanesbraut. Vegurinn er greinilegastur milli hraunhæðarinnar norðan gerðisins og að gerðinu þar sem grasi gróið er. Kortablað 1513 II/15. “Hleðsla undir veg þar sem hann liggur niður hraunið brekkur ofan af … og niður að Markúsargerði [005]. Vegurinn er niðurgrafinn við Brekkubrún, en hlaðið undir hann neðst í brekkunni, þar sem hún er mjög brött. Hleðslan er um 9 m L. og 2,50 m br. Mesta hæð 0 0,9 m. Vegurinn virðist liggja inn í Markúsargerði, en hann verður óljós og hverfur áður en komið er að ræktaða túninu.” (fornleifaskrá Þjms). Hleðslan er fremur ógreinileg en sést best þar sem virðist hafa verið hlaðið undir veginn. Slóðinn fjarar hins vegar út um leið of komið er niður á sléttlendi, áður en farið er inn í Markúsargerði.

Garðlag
“Garður liggur frá vestur opi Straumsvíkur í nánast beina stefnu 218°eða SV.” Garðurinn er mestmegins greinanlegur sunnan við Reykjanesbraut girðir þar af flöt ofan brautar. “Nokkuð úfið hraun með grasblettum í lautum.”
Kortablað 1513 II/15. “Garðurinn er lágur, aðeins ein til tvær steinaraðir, þar sem land er slétt en hærri yfir ójöfnum.
Á stöku stað eru mjög fúnir staurar, svo að hér mun hafa verið vírgirðing. Garðurinn heldur beinni stefnu nema á stöku stað þar sem hann þræðir fyrir kletta. Stefnan er um 218°þar til um 50 m sunnan Reykjanesbrautar þar sem er rétt horn og stefnir garðurinn þaðan í 136°, þessari stefnu heldur garðurinn í um 155 m (N.b. stikað í hrauninu) eða suður fyrir dálitla klappahæð, þaðan stefnir hann beint í 86°og stefnir þá rétt utan í gamla þjóðveginn, norðan megin, þar sem hann liggur nyrst á þessu svæði. Þessi stefna helst þar til um 4 m norðan við gamla þjóðveginn um 5 m vestan við afleggjarann að Þorbjarnarstöðum. Þaðan er stefnan 44°og hverfur garðurinn undir Reykjanesbraut og stefnir þá á rauð-hvítaköflótta turna Álversins. Garðurinn mundar því strýtulaga svæði, vestur og suður frá Straumsvík. Það má telja næsta víst að þetta séu landamerki heimajarðarinnar Straums. Lengd garðshliðanna talið frá norðanverðri Straumsvík er því nálægt því að vera eftirfarandi A= 1150m. B= 155m. C= 870m. D=120m. Samtals 2295m.

Þorbjarnarstaðir – býli

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – túnakort 1919.

1395 er minnst á eyðijörðina Þorbjarnarstaði í skrá um kvikfé og leigumála á jarðeignum Viðeyjarklausturs og telja útgefendur DI það var þessa jörð. DI III, 598. 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114. 1703 var jarðadýrleiki óviss og var jörðin konungseign, þá er Lambhagi hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum en byggð af Bessastaðamönnum.. 1847: 12 1/2 hundr.
1703 eru engjar engar á jörðinni. 1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt og hólótt, garðar 500 m2.
“Bærinn stóð í túninu því nær miðju, og sneru stafnar við suðvesturátt.” segir í örnefnalýsingu. “(Bæjarhús) Bæjarstæði. Um 500 m sunnan vegar suður af Straumi.” segir í fornleifaskrá Þjms. Bæjarhúsin á Þorbjarnarstöðum eru um 300 m sunnan við Reykjanesbraut. Götuslóði liggur til suðurs frá Reykjanesbraut á móts við afleggjarann að Straumi. Ef slóðanum er fylgt beygir hann til austurs og fljótlega liggur afleggjari af honum til suðurs, inn í tún á Þorbjarnarstöðum.
Bæjartóftin er greinileg og stendur nálega í túninu miðju.
Umhverfis túnið liggur tvíhlaðinn, grjótgarður. Túnið er ræktað á hraunlendi, það er ójafnt með lautum, gjótum og hæðum. Kortablað 1513 II&15, reikning bls. 37-38.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir.

Ferhyrndar afrúnaðar rústir þar sem greina má 4 e.t.v. 5 hús í sjálfum bæjarhólnum. Legar eftir langhlið er N-S. Bæjarstæðið stendur hæst í túninu, sem hallar mest til vesturs frá bæjarstæðinu. Vestan við rústirnar er afgyrtur blettur e.t.v. matjurtagarður. Stærð: L: Vesturhlið 18,5 m. L. Austurhlið 19,5 m. Br. Suðurhlið 12,5m. Br. Fyrir miðju 15,5 m. Br. Norðurhlið 11 m. h., 1-2 m. Bæjarstæðið/bæjarhóllinn er algróinn þó glittir í steinaröð meðfram allri austurhliðinni. Grjóthleðslur eru vel sjáanlegar í tveimur húsanna. … N-Naustan í Bæjarrústunum … Ferhyrnt hús í stefnu SV-NE. Um 45 m breiður og 150 m langur inngangur á NA hlið. Innanmál hússins hafa verið u.m.b.: L. 4,2m Br. 2,3m. Húsið hefur verið grafið niður í bæjarhólinn og veggir hlaðnir úr Hraungrýti. Ofan á grjóthleðslunni og þar með ofan á bæjarhólnum má greina 90-100 m breiða og 10-15 m háa garða úr torfi. Líklega leifar af þekjunni. Dýpt niðurgraftar/hæð veggja gæti hafa verið allt að [ólæsilegt] … ef miðað er við lægstu hæð á inngangi og hæst hæð á vegg við gafl, en gólf hússins er nú þakið hraungrýti en hallar nokkuð frá gafli að inngangi. Hæsta mælanlega hæð á vegg nú er 0,95 m. Vegghleðslan stendur að mestu leiti enn, nema við inngang. Veggir eru vel grónir en hraungrýtið á botni hússins er lítt grasi gróið. Með langhliðunum rétt við innganginn eru lagnir bekkir úr grjóti sjáanlegir. Um 30 cm á br. og 25 cm á hæð, e.t.v. undirstöður að jötum. … Norðanmegin í bæjarrústum … Ferhyrndur niðurgröftur, sem liggur frá´SA-NV, með opi til Nvesturs. Gólf hússin óvíst, þar sem grjót fyllir að mestu upp í niðurgröftinn. Allur er niðurgröfturinn mikið gróinn, en þó glittir í steina í vegghleðslum hér og þar í steina á botni. Um 50 cm breiðir og 10-20 cm háa torf bungur/garðar eru sjáanlegir meðfram NA langhlið og gafl. S-vestan megin við húsið er bæjarhóllinn mjög þýfður og þess vegna er ekki greinanlegur garður þar. Innanmál: 1,5-2,5. Innanmál inngangs: u.þ.b. 0,2-1,5m. Inngangur er illgreinanlegur vegna hruns og þýfis. Dýpt niðurgreftrar, eins og hann er nú er 25-60 cm.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir.

Hæðarmunur á túninu framan við inngang og hæstu veggjar hæðar við gafl er um 175 cm. … Norðvestan í bæjarrústum … Nær ferningslaga tóft, sem snýr u.þ.b. NA-SV, með inngangi á SV hlið, fast við SA hlið. Veggir eru hlaðnir úr hraungrýti, en hrunið hefur ofan af þeim. Þó er hleðslan, enn vel sjáanleg allstaðar. Veggurinn er nú hæstur í A horni um 90 cm, en lægstur við innganginn eða um 50 cm. Nokkuð hrun er á botni tóftarinnar, mest Nvestan megin, en grjótið er að mestu hulið grasi nú. Ytri brún veggjanna er vel sjáanleg, sérstaklega NV og Naustan megin þar sem einnig sést ytri brún grjóthleðslu. Naustan hleðslan er 110 cm br. Nvestan megin hefur hún líklega verið jafn breið, en mælist nú aðeins 70 cm, enda hrun meira þeim megin. Ytra mál: 5,75x450m. Innra mál: Br. (þ.e. frá NA-SV)=2,50m. L. (þ.e. frá NV-SA) = 2,8 m. … Vestan í bæjarhúsum … Um 10 m breið (N-S) og 7-8 m löng (A-V) tóft. Norðan megin við miðju tóftarinnar er lágur (undir 20 cm) og breiður garður [meira en 2 m] sem liggur frá´gafli að inngangi þ.e. A-V. Tóftin er öll opin til vesturs, svo þar hefur sennilega verið viðarþil þó engar leifar af því séu sjáanlegar. Í suðurhlið tóftarinnar er ferhyrndur viðurgröftur 2 m á br. 4 m á l. fylltur upp með hraungrýti gæti verið jarðhýsi. Við austurgafl, norðan við lága garðinn (vegginn) er um 1,5 m breiður bekkur, jafnhár fyrrnefndum garði. Öll er rústin mjög grasivaxinn, nema yfir niðurgreftrinum með hraungrýtinu – og sést ekkert grjót í veggjum, nema á einum stað við austurgafl, sunnan megin.” (fornleifaskrá Þjms).
Bæjartóftin er allgreinileg og snýr norður-suður. Tóftin stendur á lágum bæjarhól. Hún er um 23 X 13 m að stærð og virðist hafa skipst í 5 hólf þó skilin milli tveggja þeirra séu ekki skýr. Húsið virðist byggt ofan í bæjarhólinn og hlaðið meðfram hólnum, jafnvel þar sem engin hólf eru. Fram snúa 2-3 hólf. Nyrst er lítið hólf (A=2,5 X 2,5 m að innanmáli) sem er alveg grjóthlaðið að innan en sunnan við það tekur við langt hólf sem virðist helst hafa verið skipt í tvennt með vegg sem nú er alveg hruninn og gróinn. Nyrðra hólfið sem veggurinn myndar (B) er um 2-2,5 m á breidd en 7 m á lengd. Syðra hólfið (C) (sem er einnig syðsta hólf bæjarins) er hinsvegar um 5 m á breidd og 7 m á lengd. Mikið grjót er í þessu hólfi sunnarlega. Ofan við (A) hólfið, á norðurhlið er lítið hólf (D) sem er um 3 m á lengd en 2 m á breidd og er nokkuð að grjóti inn í því. Á vesturhlið bæjarins (að baka til) er eitt hólf (E) hlaðið að innan og 4,5 X2,5 m að stærð. Op er á miðjum vesturvegg þessa hólfs og nokkuð af grjóti er á víð og dreif um hólfið.

Þorbjarnastaðir

Varða við Þorbjarnastaði.

1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 164.
1847: 12 1/2 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
1395 er minnst á eyðijörðina Þorbjarnarstaði í skrá um kvikfé og leigumála á jarðeignum Viðeyjarklausturs og telja útgefendur DI það var þessa jörð. DI III, 598.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
Hjáleiga 1703: Lambhagi.
1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt og hólótt, garðar 500 m2.
1703: „Skóg hefur jörðin átt, en nú má það valla kalla nema rifhrís, það hefu r hún so bjarglega mikið, að það er bæði brúkað til kolgjörðar og eldiviðar, og so til að fæða peníng á í heyskorti. Aldrei ljá það búendur til annara, og eru þetta þau skógarpláts, sem almenníngar eru kölluð. Torfrista og stúnga í lakasta máta og ekki bjargleg. Fjörugrasatekja nægileg fyrir heimilissmenn. Berjalestur hefur til forna verið til gagns af einirberjum, nú eru þau mestanpart eyðilögð. Rekavon næsta því engin. Sölvafjara nokkur má vera en brúkast ekki. Hrognkelsafjara nokkur og stundum að gagni. Skelfiskfjara naumlega til beitu. Heimræði er árið um kríng og lendíng góð, en leib til að setja skip mjög ill og erfið; þó gánga skip ábúenda eftir hentugleikum árið um kríng. Item hafa hjer bátar frá Bessastaðamönnum gengið til forna, og verið kallaðir kóngsskip, þó ekki stærri en tveggja manna far, og fleiri en eitt í senn um vertið. Hafa bændur hýst þá, er bátnum róið hafa og ekkert fyrir þegið nema soðníngarkaup af hásetum. En þetta hefur ekki verið i næstu þrjú ár. lnntökuskip hafa hjer aldrei gengið önnur en þessi i næstu fimtíi ár. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 166.

Lending
“Heimræði er árið um kring og lendíng góð, en leið til að setja skip mjög ill og erfið; þó gánga skip ábúenda eftir hentugleikum árið um kring. Item hafa hjer bátar frá Bessastaðamönnum gengið til forna, og verið kallaðir kóngsskip, þó ekki stærri en tveggja manna far, og fleiri en eitt í senn um vertíð. Hafa bændur hýst þá, er bátunum róið hafa og ekkert fyrir þegið nema soðníngarkaup af hásetum.” segir í jarðabók Árna og Páls. Ekki er vitað hvar þessi lending var en líklegast er að hún hafi verið í námunda við Litla-Lambhaga t.d. þar sem áður var Hlöðuvík skammt suðaustan við bæjarstæði Litla-Lambhaga. Þar sem fjaran var hafa miklar framkvæmdir átt sér stað og var víkin í námunda við þar sem nú er Reykjanesbraut. Þorbjarnarstaðamenn munu hafa átt lendingu á svipuðum stað og Lambahagamenn, líklega í Hlöðuvík.

Tóft

Straumur

Tóft utan í Reykjanesbraut við Straum.

Tóft sést enn vel um 310-320 m norðan við Þorbjarnastaði og um 210 m suðsuðaustan við Straumsbæinn. Tóftin er að hluta undir Reykjanesbrautinni, þ.e. í norðurkanti brautarinnar. Tóftin er til móts við Péturskot og Fagravöll og ekki er ólíklegt að hún hafi verið innantúns áður en Reykjanesbrautin var lögð. Tóftin er í vegakanti Reykjanesbrautar, á hæð rétt ofan við Straumsvík. Kortablað 1513 II/15, teikning s. 27.
“Ferhyrnd grjóthleðsla, mikið hrunin, þó er vesturlangveggur nokkuð heillegur á kafla. Br. = 0,9m H (mesta hæð) = 1,2 m. Breidd að utan máli er 4,8m. Ef gert er ráð fyrir að allir veggir hafi verið 0,9 m breiðir, þá er innri breidd um 3 m. Vegna þess að hluti stekksins er undir vegakanti Reykjanesbrautar og einnig vegna hrauns, er erfitt að sjá nákvæmlega önnur mál. Innri lengd stekksins eins og hún sést nú er 8 m, en hann mun vera eitthvað lengri. Engan inngang er að sjá.”
(fornleifaskrá Þjms).
Tóftin er ferhyrnd en ekki alveg regluleg. Hún liggur skáhallt til norðvesturs-suðausturs, en norðvesturveggur hennar er nokkuð mishár og nær hæst í um 1,2 m. Ekki er hægt að greina inngang á tóftinni og ekki má nú greina nema eitt hólf en hluti tóftarinnar er undir Reykjanesbraut og því erfitt að segja nokkuð um upprunalega lögun. Nokkuð af grjóthruni er inn í tóftinni.

Túngarður

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – uppdráttur ÓSÁ.

“Túnið var umgirt túngörðum á alla vegu.” segir í örnefnalýsingu. “Umhverfis tún [heimatún) Þorbjarnarstaða [er túngarður], fyrir utan garðinn nokkuð gróið hraun.” segir í fornleifaskrá Þjms. Túngarður sést enn umhverfis tún á Þorbjarnarstöðum. Garðurinn er hlaðinn úr grjóti og er greinilegur allt umhverfis túnið. Garðurinn er minnst 210-220 m sunnan við Reykjanesbraut. Túngarðurinn er umhverfis tún sem hafa verið ræktuð á hrauni. Í túninu er mikið um hæðir og lautir og gengur garðurinn í miklum hlykkjum og hæðum að þessum sökum. “Túngarðurinn myndar óreglulegan hring … Að hluta hefur garðurinn verið færður út þannig að leifar tveggja garða er nú að sjá. Girðing hefur verið sett ofan á garðinn hefur verið sett ofan á garðinn og þá ytri garðinn þar sem garðarnir eru tveir. Þetta er gömul gaddavírsgirðing. Op er á gamla garðinum við traðirnar. Vegna hruns er ekki gott að sjá breidd opsins (100-150 cm). Breidd gamla garðsins er 120-150 cm og hæð þar sem hann er minnst hrinin er 140cm. Nýrri garðurinn er einhverskonar undirstaða undir gaddavírsgirðingu og er aðeins einföld eða stundum tvöföld steinaröð hæð = 50 cm.
Op er á yfir girðingin við bílatroðninginn að norðan verðu. Garðarnir eru u.þ.b. 500 m langir.” (fornleifaskrá Þjms).
Túngarðurinn er óreglulegur. Hann er tvöfaldur á stórum parti og er bilið milli garðanna tveggja nokkuð mismunandi. Frá því að vera 1-2 metrar og upp í þó nokkra metra. Innri garðurinn er breiðari og ellilegri og er hann víða allt að 1,5 m á breidd. Garðarnir eru rofnir á nokkrum stöðum, t.d. þar sem bílsóði liggur inn á túnið. Á ytri garðinum er gömul vírgirðing. Garðarnir eru um 500 m að lengd.

Réttarstígur – leið
“Frá norðurhliði bæjarins lá svo Réttarstígur út í Réttarhliðið.” segir í örnefnalýsingu. Réttarstígur var slóði sem lá í túninu um 100 m norður að Þorbjarnarstaðarétt sem er fast utan við túngarðinn. Leiðin hefur verið á svipuðu slóðum og bílslóði sem liggur nú inn í túnið, á bilinu 200-300 m sunnan við Reykjanesbraut. Ekki eru greinileg merki um stíginn í túninu sem er allt í lautum og hæðum.

Mosastígur – leið
“Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: “Heiman frá bænum í suðvestur lá Mosastígur út í Mosaskarð, sem þar var á garðinum.” Þessi örnefni kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við.” segir í örnefnalýsingu. Ekki sést nú neinskonar stígur til suðvesturs frá bænum. Stígurinn hefur legið í gegnum túnið sem er gróið í hæðóttu hraunlendi.

Brú

Lambhagi

Lambhagi.

“Stífla/Brú, Steinbrú. Liggur milli fastalands og hólma í Straumsvík innarlega, um 10 m norðan við Reykjanesbraut,” segir í fornleifaskrá Þjms. Steinbrúin er hluti af Pétursspori. Hún er um 15 m sunnan við Reykjanesbraut og norðaustan við tóft. Hleðslan er í Straumshólmum sem eru mosa- og grasivaxnir klettahólmar. Kortablað 1513 II/15. “Um 0,5 m hár 8 m l. og 2-1,5 m breiður grjótgarður milli lands og hólma. yfir hann er hægt að komast þurrum fótum, nema í stórstraumsflóði. Garðurinn er nú mjög grýttur og erfiður yfirferðar en líklega hefur verið tyrft ofan á hann svo að bæði menn og skepnur hafi átt auðvelt með að ganga í hólmann, því hann er vel grasi gróinn og góður til beitar. G.S. segir að vegir eða hleðslur sem þessi yfir tjarnir o.s.frv. hafi verið kallaðir steinbogar. Í Örnefnaskrá G.S. yfir Þorbjarnarstaði er talað um stíg út í Hólmana, sem kallaður var Pétursspor.” (fornleifaskrá Þjms). Hleðslan er 7-8 m á lengd og um 1,5 m á breidd. Hæð hennar er 0,4-0,5 m.

Brunntjörn – brunnur

Þorbjarnastaðir

Brunnur í Brunntjörn.

“Frá traðarhliðinu lá Brunngatan út í Brunninn, sem var í Brunntjörninni.” segir í örnefnalýsingu. Brunntjörn er beint austur af Þorbjarnarstaðabæ. Traðirnar liggja til austurs frá sundinu milli bæjar og útihúss og að túngarði en þaðan tekur Brunngatan við niður að tjörninni. Síðasti hluti Brunngötunnar gengur út í tjörnina og við enda hennar sést enn hringlaga hleðsla utan um “brunninn”. Brunnurinn er 310-320 m sunnan við Reykjanesbraut. Brunnurinn er úti í Brunntjörn en nokkuð grunnt er í og við hann. Brunnurinn er um 1,5 m í þvermál og nú mjög grunnur.

Straumsstígurinn – leið

Straumsselsstígur

Straumsselsstígur.

“Meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn, og fylgjum við honum norður með garði.” segir í örnefnalýsingu.
Straumsstígurinn er enn vel greinanlegur austan með túngarðinum. Hann lá frá Straumi, undir þar sem Reykjanesbrautin liggur nú meðfram túni á Þorbjarnarstöðum og áfram til suðurs. Stígurinn sést sem einskonar dæld í grasi vaxið hraunið austan túngarðs.
„Straumsselsstígur: Svo hét Straums- og Þorbj. st. gatan og aðallega þar sem gata þessi lá til seljanna,“ segir í skrá yfir örnefni og fiskimiðin í Álftaneshreppi hinum forna eftir Gísla Sigurðsson. Leiðin er merkt inn á herforingjaráðskort frá 1911. Þar má sjá að leiðin hefur legið frá Suðurnesjavegi og til norðurs og endað við Lónakot. Leiðin sést vel í landi Þorbjarnarstaða, suðvestan við Brunntjörn, um 290 m norðaustan við Þorbjarnarstaðabæ og rúmum 70 m sunnan við Reykjanesbraut. Leiðin er vörðuð. Gatan þræðir dældir og grónar lægðir á svæðinu og víða eru grónar klettahæðir í hrauninu á þessum slóðum.
Straumsseslstígur sést sem ein mosagróin gata. Leiðinni var fylgt á 80 m löngum kafla innan úttektarsvæðis sem rannsakað var vegna breikkunar Reykjanesbrautar 2020 en leiðin nær þó lengra til suðurs. Til norðurs hverfur hún undir Reykjanesbrautina. Ekki sér til götunnar norðan við brautina innan rannsóknarsvæðis. Þar sem gatan sést innan úttektarsvæðis er hún 0,5 m breið og liggur nálega norður-suður. Hér og þar stendur þó grjót upp úr mosanum á leiðinni.

Þorbjarnarstaðarétt – rétt

Þorbjarnastaðarétt

Þorbjarnastaðarétt.

“Við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða AusturHraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot.” segir íörnefnalýsingu. Um 100 m norðan við bæjartóftina og fast norðan við túngarðinn þar sem hann fer yfir háar klappir stendur réttin enn. Réttin er fast vestan við bílslóðann sem liggur inn túngarðinn á Þorbjarnarstöðum og um 200 m sunnan við Reykjanesbraut.
Réttin er fast norðan við túngarðinn þar sem hann liggur ofan á Sölvhól sem er aflöng klöpp. Þessi klöpp er að hluta notuð í suðurvegg tóftarinnar. “Réttin er byggð norðan íhraunklöppum, og nýtast klappirnar þannig sem veggir. Þó er að mestu hlaðið hraungrýti ofan á klappirnar þ.e. hlaðnir veggir.

Þorbjarnastaðarétt

Þorbjarnastaðarétt.

Veggir eru mjög misþykkir, og eru þeir sumstaðar aðeins hlaðnir út einfaldri röð steina, en annarstaðar eru þeir allt að 2 m þykkir. Veggirnir eru hlaðnir úr meðalstóru (20-50 cm á kant) hraungrýti, og eru um 1,6 cm háir þar sem þeir standa hæst nú. Sumstaðar er nokkuð hraun, en hvergi svo mikið að ekki sé hægt að sjá staðsetningu þeirra vel. Nokkrar timburleifar eru í réttinni. Eru það [ólæsilegt]lega leifar af hliðargrindum við innganga en einnig eru hér nokkrar trönur, allt nokkuð fúið. Réttin myndar einn almenning og tvö minni hólf til sitthvors enda. Hún er um 33 m löng og 10 m breið þar sem hún er breiðust (Hér er því um frekar litla rétt að ræða, sennilega aðeins verið ætluð til brúks frá Þorbjarnarstöðum).” (fornleifaskrá Þjms).
Réttartóftin er um 32 m að lengd en um 10 m á breidd. Hún samanstendur af 4 hólfum. Vestast er hólf sem er 10 X 10 m að utanmáli og ekki er lengur greinilegt op á því. Austan þess er stærsta hólf réttarinnar en það er 18 X 6 m að stærð og eru 3 op á því. Fyrst er að nefna op vestarlega á norðurhlið garðsins. Annað op er fremur norðarlega á austurvegg hólfsins. Í þriðja lagi er svo opið (enginn veggur) fyrir vesturhlið minna hólfs sem gengur út úr því áðurnefndu. Þetta hólf er 4 X 2,5 m að innanmáli. Fast austan þess er annað hólf en ekki er opið á milli. Þetta austasta hólf tóftarinnar er 2,5-3 m á breidd og 5 m á breidd. Réttin er byggð inn í hraunklappir sem eru sunnan í/við tóftina en þó er hlaðið allan hringinn. Veggir tóftarinnar eru misþykkir allt frá 0,4-0,5 til 2 m. Í tóftinni eru leifar af timbri.

Péturskotsstígur – leið
“Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi.” – “Norðan traðarveggsins nyrðri var í túninu Dalurinn nyrðri, smádalur, sem dýpkaði og endaði með hamravegg og hálfgerðum skúta. Kringum dalinn var Flötin nyrðri, lítil lægð í túninu. Hér um lá Lambhúsgatan eða Sjávargatan út gegnum Lambhúshliðið eða Sjávarhliðið.” segir í örnefnalýsingu. Stígur lá frá bænum á Þorbjarnarstöðum og fram hjá Lambhúsinu, áfram til Péturskots og síðan til sjávar. Þessi stígur var því ýmist nefndur Lambhússtígur, Péturskotsstígur eða Sjávarstígur eftir því hvert til stóð að fara. Slóðinn sést í námunda við Fagravöll, neðan við Línuveg og að bæjarstæði Péturskots en hverfur þar undir Reykjanesbraut. Gatan liggur að mestu um gróið hraun. Víða má enn sjá dæld í gróið hraunið þar sem gatan hefur legið.

Péturskot – býli

Péturskot

Péturskot – túnakort 1919.

“Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi. Var það fyrst byggt fyrir aldamót af Pétri Péturssyni, Helgu konu hans og Signýju dóttur þeirra. Þarna var ofurlítið tún, og var túngarður umhverfis það.” segir í örnefnalýsingu. Péturskot er 220-230 m norðnorðaustan við Straumsbæ og 280-290 m suðsuðvestan við Þorbjarnarstaðabæ. Péturskot er fast sunnan Reykjanesbrautar og ganga austur og vesturtúngarðar bæjarins undir veginn. Ekki eru nú miklar leifar bæjarins eftir en þó má sjá rústir 5 m sunnan við Reykjanesbraut og 80-90 m austar en heimreiðin heim að Straumi.
Vesturhlið túngarðsins fer undir Reykjanesbraut um 26 m vestan við bæjarrústina og 50-60 m austan við afleggjarann að Straumi en austurhliðin fer undir Reykjanesbraut um 20 m austan við tóftina. Um 50 m austan við austari túngarðinn og rétt ofan við Reykjanesbraut eru tveir steyptir grunnar. Kotið er byggt í grónu hrauni. Túnið er í hæðum og lautum. “Garðurinn kemur undan Reykjanesbrautinni að austan og stefnir um 25-30 m í SA. Þar sem hann endar við inngagn. Inngangurinn er um 1,75m breiður og myndar hús/fjárhús nr 112 vesturhlið hans.
PéturskotVestan heldur garðurinn fyrst í SV og síðan vestur yfir nokkuð slétt eða ávalt tún og fylgir klöppunum. U.þ.b 80 m vestan við fjárhúsin sveigir garðurinn til norðurs niður dálitlar klappir en sveigir svo til NA og endar hann við langar klappir um 10 m suður af Reykjanesbraut. Garðurinn er gerður úr hraungrýti, en er mjög misjafnlega þykkur. Einna best hlaðinn er hann austan megin, frá Reykjanesbraut að inngangi. Hér er hann 1,2 m á hæð þar sem hann er hæstur og 1-1,3 m á breidd. Frá fjárhúsi og vestur og norður og niður klappirnar er garðurinn aðeins einföld og stundum tvöföld röð grjóts og mjög lágur (e.t.v. tekið grjót úr honum). Norðan við er hann aftur orðin breiður en hér er hann mjög mikið hruninn fyrir utan áðurnefnt fjárhús er í túninu hús hlaðið úr hraungrýti. Fleiri rústir gætu verið í túninu enn erfitt er að sjá þær vegna þess hve ójafnt þar er, sérstaklega norðanmegin. … Nokkuð gróin [fjárhús]rúst úr torfi og grjóti. Húsið er hlaðið Tóft (GK-166:027) horft til norðvesturs utan í lágar hraunklappir að vestanverðu og mynda þessar klappir hluta af SV gafli og NV langhlið. Mikið grjóthröngl er inni í rústinni norðanverðri og austan við NV langhlið. Veggir eru nú fremur lagir eða 0,5-1 m að undan skyldu SV horninu sem er nú um 1,5 m á hæð. Grjóthrönglið sýnir hrun en einnig gæti grjót hafa verið tekið úr rústinni, þar sem hún er lág. Innanmál hússins er L. 3,1m Br. 2,4m Br. veggja er 0,8-2m. Meðfram NV langhlið er hleðsla/brekkur, sennilega undirstaða fyrir jötu. H=0,5 Br. = 0,5. … Vegghleðslur [bæjarhúsanna] úr hraungrýti sem mynda tvö afmörkuð svæði. Nyrðra svæðið hér hallað A, hefur 4 veggi og er inngangur á NA hlið rétt norðan við miðjan vegg, og er breidd hans 0,5m. Syðra svæðið, hér hallað B, hefur aðeins 3 veggi þ.e. virðist hafaverið opið til Masturs. Öll er rústin mjög hrunin, og því ekki hægt að sjá mörk veggja allstaðar. Veggirnir hafa verið hlaðnir úr hraungrýti og múrað á milli. Í svæði A er niðurgrafinn kjallari með samskonar hleðslu. Í veggjum Br. 2m L. 4m. Breidd veggja þar sem hún sést nú er um 0,7 m. Ofan á vegg, rétt við innganginn á svæði A er á einum stað slétt múrhúð. Því verður að teljast líklegt að hér sé um að ræða undirstöður undir hús með kjallara.” (fornleifaskrá Þjms).
Túngarðurinn er samtals um 215 m langur. Austur- og vesturhlutar hans enda til norðurs við Reykjanesbrautina og norðurhluti garðsins sést ekki lengur. 50-60 m eru á milli austur- og vesturhluta túngarðsins þar sem þeir hverfa undir Reykjanesbraut. Á milli þeirra eru leifar Péturskots en þær eru nú að miklu leyti skemmdar. Þar sést þó hvar húsin hafa staðið og er þar mikið að grjóti. Suðaustan í býlisstæðinu má sjá ferhyrnt hólf 4 X 3 m að stærð og opið til austurs. 3 m suðaustan við þetta hólf er veggur sem snýr austurs-vestur og hefur verið byggður upp við klettavegg sem liggur norður-suður. Ef austurhluta túngarðsins er fylgt til suðurs frá Reykjanesbraut er komið upp á fjárhús sem er við inngang á túngarði og myndar þannig sjálft hluta af garðinum. Tóftin er 7 X 5 m að stærð, grjóthlaðin að innan og op er á austurvegg hennar. Suðvestan við húsið virðist vera annað óskýrara hólf. Fast norðan Reykjanesbrautar er tóft sem hugsanlega gæti verið í samhengi við tóftir í Péturskoti.

Péturskot

Péturskot.

Bærinn er merkur fyrir rétt norðan við miðju túns á túnakort frá 1919. Þrjú hús voru á bæjarstæðinu samkvæmt túnakortinu og snéru stafnar bæjarins til VNV. Kjallari var líklega í húsinu. Lítið er eftir að gamla bænum á yfirborði þar sem mikið rask hefur orðið á svæðinu (á bænum og norðurhluta túnsins) vegna lagningar Reykjanesbrautar. Enn sjást þó rústir þar sem gamli bærinn stóð en enginn eiginlegur bæjarhóll er greinilegur. Péturskot er rétt sunnan við Reykjanesbraut. Túnið er komið í órækt og er smáþýft. Gróður er nokkur innan túnsins en utan þess er einkum grýtt hraunlendi þar sem gróður er nokkur, mest mosi.
Tún Péturskots er 75 x 75 m að stærð og eru fornleifar innan túnsins.
Gamla bænum á Péturskoti hefur verið umturnað vegna lagningu Reykjanesbrautar. Enginn eiginlegur bæjarhóll er greinilegur en þar sem gamli bærinn stóð er mikið hraungrýti á svæði sem er 8 x 6 m að stærð (VNV-ASA). Á þessu svæði er óljós tóft og í henni má greina tvö hólf. Hólf A er á austurhlið tóftarinnar. Það er Tóftir Péturskots, 3 x 1,5 m að innanmáli (VNV-ASA) og ekki er hlaðinn veggur á norðausturhlið þess. Hólf B er rétt vestan við hólf A. Það er 5,5 m á hvorn veg. Veggir eru grjóthlaðnir. Í hleðslunni má greina 1-3 umför af stæðilegu hraungrýti í bland við smágrýti, en víða eru hleðslur mjög aflagaðar. Veggir eru 0,3-0,6 m á hæð, og standa hæst til norðvesturs. Ekki er hægt að greina skýrt innra lag hólfsins þar sem veggir hafa hrunið inn í hólfið.

Péturskotsstígur – leið

Péturskot

Péturskotsstígur.

„Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi […]. Norðan traðarveggsins nyrðri var í túninu Dalurinn nyrðri, smádalur, Yfirlitsmynd af minjastað. Útlínur tóftarinnar eru eins og þær sjást á loftmynd af svæðinu frá 1960, sem dýpkaði og endaði með hamravegg og hálfgerðum skúta. Kringum dalinn var Flötin nyrðri, lítil lægð í túninu. Hér um lá Lambhúsgatan eða Sjávargatan út gegnum Lambhúshliðið eða Sjávarhliðið,“ segir í örnefnaskrá. Stígur lá frá bænum á Þorbjarnarstöðum og fram hjá Lambhúsi, áfram til Péturskots og síðan til sjávar. Þessi stígur var því ýmist nefndur Lambhússtígur, Péturskotsstígur eða Sjávarstígur eftir því hvert til stóð að fara. Leiðin sést í námunda við Péturskot, um 250 m norðan við Þorbjarnarstaðabæ og um 80 m sunnan við Reykjanesbraut. Leiðin þræðir gróna mosaása, rétt norðan við gamla Keflavíkurveginn. Gatan sést á um 70 m löngum kafla, að sunnan hverfur hún undir gamla Keflavíkurveginn en til norðurs endar hún í austurhluta túnjaðars Péturskots, rétt norðan við útihús. Stígurinn sést vel á loftmynd af svæðinu frá 1960 og sést nú sem gróin gata, um 1 m breið og 0,2-0,3 m djúp. Víða stendur þó grjót upp úr grasinu á leiðinni og er hún nokkuð hlykkjótt, einkum á suðurhluta hennar.

Pétursspor – brú/leið
Pétursspor
„Pétursspor var stígur, sem lá heiman frá bæ niður á Straumshólana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörn,“ segir í örnefnaskrá. Nyrsti hluti leiðarinnar frá Péturskoti og fram í Straumshólmana var kallaður Péturspor. Hlaðnar brýr eru á leiðinni í Straumstjörn, um 170 m ASA við Straumsbæ og rúmum 70 m norðan við Reykjanesbraut. Nyrðri hluti leiðarinnar nefnist Sporið en sá partur er utan þess svæðis sem var til rannsóknar vegna breikkunar Reykjanesbrautar 2020 og því ekki skoðaður sérstaklega.
Brýrnar liggja yfir fremur grunna tjörn og í grasivaxna hóla. Víða sést þó í bert grjót á hólmunum. Á þessum hluta eru þrjár brýr sem tilheyra Pétursspori. Samtals ná þær yfir svæði sem er 60 x 40 m að stærð og snýr austur-vestur en verður hverri brú gefið sérstakt númer í lýsingu þessari og byrjað á syðstu brúnni. Hún er er lítið gróin, um 6 m löng og 2 m að breidd og snýr NNASSV. Í hleðslunni má greina 2-3 umför af stóru hraungrýti í bland við smágrýti. Brúin er um 0,4-0,6 m á hæð. Þétt mosaþemba er á þeim hluta brúarinnar sem er næst landi. Brúin var áður skráð vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá árinu 2000.

Sporið – brú/leið
“Annar stígur lá austur hólmana og nefndist Sporið.” segir í örnefnalýsingu. Sporið var nefndur sá hluti leiðarinnar um hólmanna sem lá til austurs. Nyrsta brúin á þessari leið var um 150 m norðan við Reykjanesbraut og snýr norður-suður. Hleðslan brúar bil milli tveggja hólma í Straumsvík. Þurrt er á milli þessara hólma á fjöru og þá liggur hleðslan yfir fremur grunna og grýtta dæld. Hleðslan er 7-8 m að lengd og mest um 1 m á
breidd. Hæð hleðslunnar er 0,3 m.

Hraunhornsstígur – leið
“Úr Hjallatúni lá Hraunhornsstígur upp á Hraunhornið og suður á alfaraleið.” segir í örnefnalýsingu. Stígurinn lá úr Hjallatúni sem er fast neðan/norðan við Reykjanesbraut og vestan við afleggjara að álveri og þaðan til suðausturs upp á hraunbrúnina, til vesturs hjá Gerði og þar suðaustan við sameinaðist vegurinn alfaraleiðinni. Stígurinn lá fast sunnan við vörðu sem enn sést 160-190 m sunnan Reykjanesbrautar og 95 m norðaustan við Gerði. Slóðinn var nálægt því þar sem bílslóði liggur nú til Gerðis uppi á Hraunhorninu. Lítt gróið hraun. Þar við stendur varða á hól og er hún bæði greinanleg frá Reykjanesbraut og Gerði.

Brú – leið
Pétursspor
“Stífla/Brú. Steinbrú. Milli hólma í Straumsvík.” segir í fornleifaskrá Þjms. Brúin er 80 m norðan við Reykjanesbraut, liggur austur-vestur og tengir saman tvo hólma. Vestari hólminn sem brúin tengir saman er einnig tengdur með brú til suðurs. “Vík með grasigrónum hólmum og grýttum skerjum.” “Um 3 m langur og 0,9 -1,5 m breiður (Breikkar til vesturs) garður milli 2 hólma í Straumsvík. Hleðslan hefur haldið sér nokkuð vel. Um þennan garð gildir það sama og um hina garðana milli hólmanna að líklegt verður að teljast að tyrft hafi verið ofan á þá, þó nú sé aðeins grjótið eftir. Mesta hæð garðsins nú er 0,9 m.” (fornleifaskrá Þjms). Brúin er mun breiðari að vestan eða (1,5-1,7 m) en austan (um 1 m). Hún er um 1 m á hæð en 3 m á lengd.

Gerðisstígur – leið
“Nokkru sunnar má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanum niður af Hraunhorninu. En af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni.” – “Úr [Brunaskarðinu] liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir sígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Liggur stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólsskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur.” segir í örnefnalýsingu. Gerðisstígur var stuttur. Hann lá með vesturbrún brunans rétt við þar sem vegaslóðinn liggur nú að Gerði. Stígurinn liggur yfir hraun sem að nokkru leyti hefur verið raskað. Rétt austan við veginn að Gerði má greina vegaslóða sem hefur verið gerður í hraunið. Slóði þessi er greinilegur langleiðina að Gerði.

Gerði – býli

Gerði

Gerði – túnakort 1919.

“Nokkru sunnar má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanaum niður af Hraunhorninu. En af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni.” segir í örnefnalýsingu. Árið 1901 bjuggu 7 manns í (Hraun) Gerði. Gerðisbærinn stóð þar sem nú er sumarbústaður/fundahús álversins, 170-180 m sunnan við Reykjanesbraut. Gerði hefur staðið á myndarlegum, grónum hól sem ekki virðist mikið hafa verið skemmdur við gerð sumarbústaðarins. Um 30-40 m suðvestan við sumarbústaðinn, neðan hólsins, eru leifar að útihúsi.
Gerðisbærinn stóð upp á hól þar sem nú er sumarbústaður en útihús frá bænum sést enn neðan við hólinn. Gróið hraunsvæði. Tóftin sem enn sést er 9-10 m á breidd en erfitt er að áætla lengd hennar þar sem hún er byggð upp í/inn í hæð til suðurs. Hún hefur þó líklega verið um 7 m að lengd. Tóftin skiptist í tvö hólf sem bæði eru opin á norðurhlið. Austara hólfið er 5 X 3,5 m að innanmáli og er með op vestast á norðurhlið. Vestara hólfið hefur hins vegar engan vegg að norðan en hólfið er um 4 m á lengd en 2,5 m að breidd. Bæði eru hólfin grjóthlaðin að innan og er tóftin aðeins gróin að utan.

Gerðisvatnsból – vatnsból
“Niður undan Hjallanum voru Gerðisbalar, Stóri-Bali nær og Litli-Bali fjær. Norðan Balana var Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból …” segir í örnefnalýsingu. Gerðisvatnsból var í Gerðistjörn, beint niður af Gerðisbæ.
Tjörnin er umkringd grónu hrauni. Tjörnin er 100-150 m sunnan við Reykjanesbraut.

Kapellan – bænhús
Kapella
“Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanaum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2 x 2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða.” segir í örnefnalýsingu. Kapellan er um 40 m sunnan við Reykjanesbraut og álverið, nálega beint sunnan við álversskiltið. Kapellan er tæpum 600 m austan við vegaslóðann að álverinu. Öllu umhverfi kapellunnar hefur nú verið umturnað og rutt út. Hún stendur nú ein eftir óhreyfð á hæð í flatneskjunni. Kapellan er nálega 7 m að lengd en 4,5 m á breidd og er nú hlaðin í um 1,7 m hæð. Hún er rúmlega 2 m á lengd en tæpir 2 m á breidd að innanmáli.
Nánari lýsingu á henni er að finna í Árbók ferðafélags Íslands. Þar er kapellan kölluð grjótdys og þar segir að einn af mönnum Kristjáns skrifara hafi verið dysjaður þar. “Sóknarlýsingin segir aftur á móti, að upphlaðin grjóthrúga, sem nefnist “Kapellan” – um það bil úti í miðju hrauni fast við veginn – sýni staðinn, þar sem dysjaðir séu Bessastaðamenn, sem drepnir hafi verið til hefnda fyrir Jón Arason. Íslenzkar þjóðsögur tala þó um þessa grjóthrúgu sem nokkurs konar kapellu, þar sem grafinn hafi verið einn af umboðsmönnunum á Bessastöðum, sem ráðizt hafi verið á og drepinn í hrauninu.” “Kapellu-tóftin í Kapelluhrauni, þar sem sagt er að lík Kristjáns skrifara hafi verið násett stendur enn að mestu. Raunar er hún nokkuð hrunin utan, einkum vesturgaflinn, og eru dyrnar hrundar saman. Innan er tóftin að öðru leyti hér um bil heil. Er hún hlaðin úr smáum flötum hraunhellum. Hún er nálægt jöfn á lengd og breidd, ekki fullar 4 álnir. Þakið er dottið ofan í tóftina. Það mun hafa verið hlaðið saman í topp, einnig úr hraunhellum.”BJ 1902.

Kapella

Upplýsingaskilti Byggðasafnsins við kapelluna.

“Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt frásögn um Kapelluhraun og Kapelluna, og er henni lýst þannig: “Hún er að norðanverðu við veginn, hlaðin upp af hellugrjóti í lögun eins og borg. Dyrnar hafa snúið móti suðri, en nú eru þær fullar og mold og mosa. Kapellan er og hærri að norðan en sunnan. Sagt er, að í Kapellunni sé grafinn einn af umboðsmönnum þeim, sem áður voru á Bessastöðum. Var honum gert umsátur þarna í hrauninu, drepinn þar og grafinn”. “…
Hinn 21. maí 1950 var Kapellan rannsökuð eftir því sem kostur var á. … Þegar við hófum rannsóknina, var húsalag rústarinnar svo skýrt, að engum gat blandast hugum um, að þarna hefði staðið hús og ekkert annað. … einhver hefði rifið upp grjót innan úr tóftinni, enda þóttumst við sjá þess ótvíræð merki að tekið hefði verið mikið grjót við austurgafl, bæði stærri steinar, sem oltið höfðu úr veggjum, og smásteinar úr gólfi, og hafði þessu grjóti verið varpað yfir í vesturendann. Lá þar dyngja mikil, og sá ekki fyrir dyrum eða dyrakömpum að vestan. Einhver hefur þannig grafið niður með austurgafli og alveg niður á gólf eða jafnvel niður úr gólfi, … Við tíndum það sem eftir var af grjóti úr tóftinni, og kom þá lögun hennar skýrt fram.
Kapellutóftin snýr austur-vestur, þó ekki alveg eftir áttavita, heldur veit framstafninn ögn til suðvesturs. Hann er þó kallaður vesturhlið hér og aðrar hliðar eftir því. Tóftin er öll lögulega hlaðin úr hraunsteinum, og halda veggir sér furðu vel, einkum að innan. Lengdin er 2,40 m, breidd við vesturgafl 2,20 m, en við austurgafl 2,10, og má það í rauninni heita sama breidd austast og vestast. Hæð veggja að innan er 1,80 m við austurgafl, 1,20 í suðvesturhorni. Þar sem hægt er að mæla veggjaþykkt, er hún um 1 m. Á vesturgafli eru dyrnar, og eru dyrakampar meira hrundir en aðrir veggir, einkum þó syðri dyrakampur, en þó eru þeir mjög skýrir. Ekki grófum við alveg út að dyrum, og var það gert í því skyni, að auðveldara væri að koma rústinni í samt lag eftir rannsóknina. Inn úr dyrum hússins voru flatar hraunhellur í gólfi, enda einnig lítils háttar í suðausturhorni, og virðist svo sem allt hafi gólfið verið flórað, en hellur að miklu leyti rifnar upp, þegar gert var rask það, er að framan getur. Á gólfinu sást töluvert af rauðbleikri ösku og viðarkolabútar í, einkum neðst. Miklu meira bar þó á öskunni en kolamolum. Langmest var af öskunni í suðvesturhorni tóftarinnar. Í öskunni voru naglarnir og leirkerabrotin, sem talin verða hér á eftir, en þó strjálingur þessara hluta um gólfið allt. … Ekki virðist ástæða til að efa, að Barbörulíkneskið [sem fannst í tóftinni] sé frá kaþólskum tína. … Líkneskið sýnir þá, að húsrúst þessi mun vera síðan fyrir siðaskipti, því að óhugsandi virðist með öllu, að það hafi borizt í rústina á seinni öldum.” KE, GG, Jóhann Briem og Jón Jónsson 1950.

Dysin – legstaður
“Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli í Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.” segir í örnefnalýsingu. Ekki hafa fundist neinar vísbendingar um legstað í eða við kapelluna sem er um 600 m austan við afleggjara að áveri og um 40 m sunnan við Reykjanesbraut. Öllu umhverfi kapellunnar hefur nú verið umturnað og rutt út. Hún stendur nú ein eftir óhreyfð á hæð í flatneskjunni. “Sóknarlýsingin segir aftur á móti, að upphlaðin grjóthrúga, sem nefnist “Kapellan” – um það bil úti í miðju hrauni fast við veginn – sýni staðinn, þar sem dysjaðir séu Bessastaðamenn, sem drepnir hafi verið til hefnda fyrir Jón Arason. Íslenzkar þjóðsögur tala þó um þessa grjóthrúgu sem nokkurs konar kapellu, þar sem grafinn hafi verið einn af umboðsmönnunum á Bessastöðum, sem ráðizt hafi verið á og drepinn í hrauninu.”

Péturshróf
Péturshróf
“Milli lands þessara jarða [Þorbjarnarstaða og Stóra-Lambhaga] og jarðarinnar Straums ræður merkjum bein lína frá sjó úr grjótbyrgi í Hólmanum …” “Pétursspor var stígur, sem lá heiman frá bæ niður á Straumshólana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörn. Stígur þessi lá fram á Pétursbyrgi svokallað. Þar var Byrgisvör eða Pétursbyrgisvör. Í vörina sér enn djúpar skorir eftir bátskilina.” segir örnefnaskrá. “Þarna [suðaustur frá bænum] er Péturskotsvör og Péturskotshróf. Þar mátti geyma einn bát.” “Bátabyrgi. Innarlega í Straumsvík, vestan megin.” Hægt var að taka báta upp í vörina á flóði. Á þessum stað er greinileg skora í Straumsvíkinni og upp af henni ferhyrnd, aflöng tóft. Tóftin er um 60 m norðan við Reykjanesbraut og um 50 m norðvestan við 007. Hleðslan og vörin eru í Straumsvík. Grasi gróið klettasvæði upp af vörinni. Kortablað 1513 II/15, teikning bls. 37. “Óreglulega lagað langt og mjótt byrgi hlaðið úr grjóti. Veggir eru nokkuð hlykkjóttir, en þeir standa nú lágt og varla hægt að sjá nokkuð hleðslulag á þeim. Byrgið er opið til austurs að vörinni og sjást þar engar hleðslur. Á flóði er sjaldan meira en 2 m frá vatnsborði vararinnar að inngangi byrgisins. Innanmál = L. 6,2 m Br. 2,2×3,4m.
Mjóst er byrgið í vesturenda. Á einum stað í suðurlangvegg nær hleðsluhæð 0,7 m en að jafnaði er hún um 0,5 m. Breidd veggja er 0,7-1,6m. Öll þessi mál eru á mikið hrundum hleðslum þannig að upphaflega mál byrgisins hafa verið allt önnur. Lágar grjóthleðslur eða ruðningar eru sin hvoru megin vararinnar þ.e. að sunnanog norðanverðu.” Hleðslurnar mynda einfalda tóft sem snýr austur-vestur. Enginn veggur er fyrir austurhliðinni sem snýr niður að vörinni. Tóftin er um 10 m á lengd en 5 á breidd. Austan við hana er um 1 m breitt gróið svæði en þar austan við hallar niður að sjó. Þar eru nokkrir steinar að norðan og sunnan sem mynda n.k. garðlag beggja vegna við skoruna.

Lambhagi – býli
Litli-Lambhagi
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114. 1703 er jörðin talin hjáleiga Þorbjarnarstaða, en byggð af Bessastaðamönnum. 1847: 4 1/6 hndr. Ekki til örnefnaskrá. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Litla Lambhaga og Stóra Lambhaga, og var tekið eignarnám í landi Lambhaga veggja hafnargerðar í Straumsvík. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 116
1703: “Túnið fordjarfast árlega af sjáfaryfirgángi meir og meir. Engjar eru öngvar.” JÁM III, 168. 1919: Rún 0,6 teigar, slétt að mestu af náttúrunar hendi, garðar 550 m2.
1703: Jarðardýrleiki óviss, hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 166.
1847: 4 1/6 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Litla Lambhaga og Stóra Lambhaga, og var tekið eignarnám í landi Lambhaga vegna hafnargerðar í Straumsvík. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 116
1919: Rún 0,6 teigar, slétt að mestu af náttúrunnar hendi, garðar 550 m2.
1703: „Selstöðu brúkar jörðin ásamt Forbjarnarstöðum þar sem heitir GjáseJ, eru þar hagar góðir en vatn slæmt. Hríssrif hefur jörðin í Forbjarnastaðarlandi þar sem heita almenníngar, er það haft til kolgjörðar og eldiviðar og til að fæða peníng í heyskorti. Torfrista og stúnga er næsta því engin, og þarf ábúandinn til að fá með miklu erfiði. Fjörugrasatekja er til en brúkast ekki. Rekavon næsta því engin. Sölvafjara nokkur. Hrognkelsafjara gagnvænleg þegar vel árar. Skelfiskfjara valla til beitu. Heimræði er árið um kring, og lendíng í besta lagi, gánga skip ábúandans eftir hentugleikum; undir kóngsskipanafni hefur hjer áður oftastnær gengið bátur, tveggja manna far, og ábúandinti hýst áróðrarmenn og ekkert fyrir Þegið nema soðningarkaup af þeim; næstliðið ár var það ekki. Inntökuskip hafa hjer engin gengið nema skjaldan um hausttíma bátar nágranna fyrir góðvilja eður einhverja þóknan. Túnin fordjarfast árlega af sjáfaryfirgángi meir og meir.
Engjar eru öngvar. Útigángur um vetur bágur fyrir fjarlægð haganna, en fjaran er mest til beitar köfð.“ JÁM III, 167–168.

Litli-Lambhagi – býli

Litli-Lambhagi

Litli-Lambhagi – túnakort 1919.

„Litli-Lambhagi stóð í Litla-Lambhagatúni. Lá túngarður tvíhlaðinn með allri norðurhlið þess,” segir í örnefnaskrá. Í fasteignamati frá 1917 segir: „Litli-Lambhagi: Hjáleiga frá Þorbjarnarst. […] Ekki virt til dýrleika […]. Hús á jörðinni fylgir eru: „Baðstofa 9 x 5 ál framdyr, Bæjardyr og eldhús, fjós fyrir 10 kú […]. Hús ábúenda eru: Heyhús, grjótveggir, járnþak.
Geymsluhús, 3 fjárhús fyrir 120 fjár.“ Fjögur hús eru merkt innantúns á býlinu á túnakort frá 1919. Samkvæmt því var bærinn rétt norðan við mitt heimatúnið. Stafnar bæjarins sneru til suðvesturs. Nokkuð rask hefur verið í og við gamla bæinn. Búið er að leggja veg að álverinu í Straumsvík yfir austurhluta þess. Samkvæmt heimasíðu Hraunavina var einnig reistur sumarbústaður fast norðan við bæjarhólinn fyrir miðja 20. öld (af bræðrunum Marinó og Kristni Guðmundssonum). Á heimasíðunni kemur einnig fram að þegar þeir reistu sumarbústaðinn hafi staðið grjóthlaðið eldhús á gamla bæjarstæðinu, sem hefur verið hluti gamla bæjarins. Lítil ummerki um bæjarhól sjást á Litla-Lambhaga og engin ummerki bæjarhúsa. Þau hafa líklega horfið vegna sumarbústaðarframkvæmda og/eða í vegframkvæmdir við álverið í Straumsvík.
Gamli bærinn stóð rétt vestan við veg sem liggur að álverinu í Straumsvík. Hóllinn er umhverfis tún sem komið er í órækt. Túnið er smáhæðótt og mosi nokkur í sverði. Víða standa klettanibbur upp úr grasinu. Fornleifar innan heimatúns Litla-Lambhaga eru skráðar undir nokkrum númerum: Yrðlingabyrgi, fiskibyrgi, fjárhús, kálgarður, útihús, stífla, kálgarður, fjárhús, túngarður, traðir og útihús og kálgarður.
Óljós ummerki sjást um bæjarhól milli rauðmálaðs sumarbústaðar og tjarnar. Hóllinn er 0,2-0,3 m á hæð og er a.m.k. 10 x 8 m að stærð. Hann snýr norður-suður. Mögulega hefur hóllinn náð aðeins lengra til vesturs áður. Hann er með skýrar brúnir til austurs og suður en mörk hans eru óskýr til annnarra átta. Hólnum var mikið raskað þegar sumarbústaðurinn var byggður og ekki er útilokað að eitthvað grjót úr gamla bænum hafi verið endurnýtt í þá byggingu en frekari heimildir skortir til þess að staðfesta það. Líklega leynist einhver mannvist undir sverði á þessum slóðum þrátt fyrir mikið rask.

Lambhagastígur – leið
„Hér [í Þórðarvík] kemur niður stígur, er sameinast alfaraleiðinni austan og ofan við Gjögur. Sveinn í Eyðikoti , fóstri Gústafs Brynjólfssonar, kallaði hann Lambhagastíg. (Gísli Sigurðsson kallar hann ranglega Ólafsstíg),“ segir í örnefnaskrá. Lambhagastígur lá nálægt bæjunum og þaðan til austurs þar til komið var í námunda við Gjögur sem er austan bæjanna. Þá sameinaðist Lambhagastígur Alfaraleiðinni. Leiðin var um 150 m ANA við álverið í Straumsvík og um 90 m norðan við Reykjanesbraut. Leiðin hefur að mestu legið innan framkvæmdasvæðis álversins í Straumsvík.
Engin merki leiðarinnar sjást á yfirborði en svæðinu hefur verið mikið umturnað; annars vegar vesturhlutanum vegna álversins í Straumsvík (b.1967) og hins vegar austurhlutanum vegna dælu- og hreinstöðvar (b. 2009).

Stóri-Lambhagi – býli

Stóri-Lambhagi

Stóri-Lambhagi – túnakort 1919.

“Á miðjum Stóra-Lambhagagranda stóð bærinn í Stóra-Lambhaga og stendur enn, þótt nú sé þar fjárhús með hlöðu.” segir í örnefnalýsingu.
“Bæjarhús. Rétt sunnan við uppfyllinguna við höfnina í Straumsvík, austanmegin. Bærinn stendur á uppfyllingu rétt framan við fjörukambinn.
Vegurinn að Álverinu snertir austurhluta rústanna.” segir í fornleifaskrá Þjms. 220-240 m norðaustan við Litla-Lambhaga og fast norðan við vegarslóða að álveri er bæjartóft. Tóftin er beint norðan við bílastæði álversmanna en nú er hún ekki á tanganum miðjum heldur í króknum við tangann. Tóftin stendur í krók sem myndast norðan við veg að álveri. Hún er vestan við afleggjara þar sem hægt er að snúa við. Kortablað 1513 II/15, teikning bls. 34.
Litli-Lambhagi
“Rústirnar skiptast í 3 hluta eða vistarverur. Nyrst er svæði, sem takmarkast af tveimur langveggjum, en hvorki eru leifar af stafni né gafli. Veggirnir eru mjög vel hlaðnir úr völdu grjóti og hefur verið múrað í glufur á stöku stað. Þykkt veggjanna er 0,75-0,9m. Lengd þess nyrsti 8,3m og þess syðri 8,1m Bjálkar standa upp á kannt veggja á milli, svo að gólf hefur sennilega verið úr tréfjölum. Innanmál þessa húss er 8×4 m. Hæsta veggjahæð mæld innan í húsi er nú 1,9m en norðan undir norðurvegg er landið nokkuð lægra og hæsta veggjahæð þar er 2,1m. Sunnan við þetta hús og samveggja er annar íverustaður. Suður langveggur þessa húss er nú aðeins einna hæðar, grasigróinn tvöföld steinhleðsla, en gafl er hlaðin úr grjóti og múraður að ofanverðu. Sama er að segja um stafninn, nema hvað ofan á grjótinu er steyptur veggur (h=0,5m), sem stendur enn að hluta og sést í endann á tré á þverskurði veggjarins – etv. til að binda steypuna. Inngangur er austan við miðju á suðurlanghlið, þannig að innangengt hefur verið í þetta hús úr húsinu sunnan við. Innanmál = 7,15×3,7m. Veggjaþykkt S. langhlið = 0,7-0,8m A-gafl = 0,35-0,45. V-stafn= 0,4-0,45. Breidd inngangs minni en 1,05. Sunnan við þetta hús [er] svæði sem afmarkast af langvegg til suðurs þar sem virðist hafa verið inngangur austan við miðju. Gaflinn er ógreinilegur hefur líklega verið torfveggur en er nú að miklu leiti undir vegakantinum. Gólfflötur þessa svæðis er nokkuð hærri en hlaðið vestan við húsin, en engar hleðslur er að sjá við stafn. Suðurlangveggur er úr torfi og grjóti og er hann um 0,4 m á hæð. Br. = 1,25-1,55m. Meintur inngangur á suðurhlið er minni en 0,8m. Innanmál = 6,8×3,3m (u.þ.b.). Framan og vestan við bærinn er nokkur halli í átt til sjávar áður en komið er að háum fjörukambinum. Líklega fylltist þessi lægt í stórstraums flóðum, því hefur verið búin til stakkur framan við bæinn og sést sumstaðar í þvera grjóthleðsluna nú, en stakkurinn er nokkuð illa farinn norðan til. Breidd þessa stalls miðað við stafn bæjarhúsanna er nú 1,3-5 m, breiðastur að neðanverðu. Hæsta hæð 1,2m.” (fornleifaskrá Þjms).
Tóftin er mynduð úr hlöðnum og steyptum veggjum. Hún er um 8-9 m á lengd en 15-16 m á breidd. Hún samanstendur af þremur hólfum sem tengjast ekki heldur snúa öll að sjó. Beint fyrir neðan op hólfanna er fjaran. Aðeins er norðurveggur (norðvesturveggur) á miðhólfinu.

Útihús
Um 15 m sunnan við 001 er merkt útihús inn á túnakort frá 1919. Þar sem útihúsið stóð er nú malbikaður vegur að álveri.

Aukatúngarður – túngarður
“Hallinn lá út í Aukatún og þaðan út með vesturbrún Brunans fram hjá hesthúsinu á Aukatúni, að vesturtúngarði Aukatúns, sem var stuttur, aðeins ofan úr Brunanum niður að tjörn.” segir í örnefnalýsingu. Ekki sjást nú greinilegar hleðslur Aukatúngarðs en hann lá í jaðri Aukatúns. Garðurinn hefur þá legið frá hraunbrúnni og til norðurs og líklega hefur Reykjanesbrautin og framkvæmdir við álver skemmt stórann hluta hans. Grasi gróið hraunlendi. Aukatúngarður var einnig nefndur Brunagarður samkvæmt heimildamanni.

Hesthús
“Upp í Aukatúni lá gangbraut hlaðin sem garður, nefndist Steinbogi. Aukatún var smátunga út frá Brunahrauninu. Það var grætt upp og notað sem túnblettur frá Stóra-lambhaga. Túnið var greiðfært, en ekki slétt. Á því stóð hesthús.” segir í örnefnalýsingu. Fast sunnan undir Reykjanesbraut og norðan við smátjarnir í Aukatúni var hesthús. Hesthúsið var þar sem nú er suðurbrún Reykjanesbrautar. Reykjanesbraut hefur skemmt tóftina svo að nú má einungis greina hvar hún hefur verið.

Stekkur

Stekkur

Stekkur – túnakort 1918.

“Rétt norður af sumarbústað úti á tanga.” Um 30 m norðan við sumarbústaðinn í Litla-Lambhaga og 130-150 m norðan við Reykjanesbraut er jarðsig sem hlaðið hefur verið upp í. Hleðslurnar eru á Stróka. “Vel gróinn hólmi eða nes.
Gjár eða jarðsig á nokkrum stöðum.” Þarna hefur verið eins konar aðhald eða stekkur. “Hliðar stekksins eru að mestu afmarkaðar af klöppum sem eru í jaðri þess jarðsigs, sem stekkurinn er í. Þar sem vantar klappir eða þar sem glufur eru á milli þeirra er hlaðið grjóti. Stekkurinn er um 8 m langur og tæplega 9 m br. þar sem hann er breiðastur. Hleðslur eru í þokkalegu ástandi en eru þó sumstaðar að hverfa í gróðri. Inngangurinn hefur líklega verið í vestur, enda þó ekki sé hann greinilegur.”
Við deiliskráningu Reykjanesbrautar árið 2001 var grjóthlaðin og mikið hrunin tóft skráð um 320 m norðan við Þorbjarnarstaðarbæ og um 40 m SSA við Péturshrófl. Þegar staðurinn var aftur heimsóttur í tengslum við fyrirhugaða tvöföldun Reykjanebrautar 2020 var búið að leggja jarðstreng á þeim stað sem tóftin hafði verið og hafði henni alveg verið raskað af þeim sökum. Tóftin var fast norðan við vegkant Reykjanesbrautar. Til norðurs er Straumstjörn.
Engin merki tóftar sjást lengur á yfirborði vegna jarðstrengsframkvæmda. Tóftin sést vel á loftmynd af svæði frá 1960 og þar sést að hún var 19 x 5 m að stærð (NNA-SSV), líklega grjóthlaðin. Ekkert op er greinilegt á tóftinni á myndinni. Tóftinni var lýst svo árið 2001: „Tóftin er ferhyrnd en ekki alveg regluleg. Hún liggur skáhallt til norðvesturs-suðausturs, en norðvesturveggur hennar er nokkuð mishár og nær hæst í um 1,2 m. Ekki er hægt að greina inngang á tóftinni og ekki má nú greina nema eitt hólf en hluti tóftarinnar er undir Reykjanesbraut og því erfitt að segja nokkuð um upprunalega lögun. Nokkuð af grjóthruni er inn í tóftinni.“ Í skráningu Þjóðminjasafns árið 1988 er talað um að tóftin hafi verið stekkur.

Litli-Lambhagastígur – leið
“Hallinn lá út í Aukatún og þaðan út með vesturbrún Brunans fram hjá hesthúsinu á Aukatúni, að vesturtúngarði Aukatúns, sem var stuttur, aðeins ofan úr Brunanum niður að tjörn. Í skrá Gísla segir, að þarna hafi verið Vesturtúngarðshlið og þá komið á Litla-Lambhagastíg. Þetta nafn er hins vegar óþekkt, en gæti hugsanlega átt að vera Aukatúnshlið.” segir í örnefnalýsingu. Greinilegar leifar götu sjást í Aukatúninu, nærri því beint suður af veginum að álverinu, sunnan Reykjanesbrautar. Slóðinn liggur sunnan undan Reykjanesbraut austan við stóran raflínustaur (þann vestasta í röð staura) og áfram að hraunbrúninni þar sem hann hverfur (eiginlega undir Línuveg). Slóðinn sést fast ofan Reykjanesbrautar þar sem grasi gróinn blettur er (Aukatún).

Austurtúngarður – túngarður
Litli-Lambhagi
“Austurtúngarðurinn lá úr Beinaviki upp á klettastall og suður eftir honum suður á brunann.” segir í örnefnalýsingu.
Túngarðurinn lá um Ólafsskarð en hefur verið gereyðilagður við framkvæmdir í sambandi við álverið. Garðurinn hefur legið úr víkinni austan Litla-Lambhaga og yfir lóð álversins suðaustur til Reykjanesbrautar. Engar leifar um Austurgarðinn sjást nú.

Yrðlingabyrgið
“Upp á klettastallinum var Yrðlingabyrgið, sporöskjulaga og nokkuð hátt, með lágum dyrum. Um aldamótin síðustu hafði Guðjón Gíslason þarna yrðlinga í fóstri.” segir í örnefnalýsingu. Talið er að Yrðlingabyrgið, Fiskibyrgið og fjárhúsin hafi verið nálægt þar sem vegurinn að álverinu er nú, austan sumarbústaðar í Litla-Lambhaga og 50-100 m norðan við Reykjanesbraut. Malbikuð gata frá Reykjanesbraut og að álveri.

Fiskibyrgið – herslubyrgi
“Þarna er líka Fiskibyrgið, þar sem fiskur var kasaður hér í eina tíð og síðan hertur.” segir í örnefnalýsingu. Talið er að Yrðlingabyrgið, Fiskibyrgið og fjárhúsin hafi verið nálægt þar sem vegurinn að álverinu er nú, austan sumarbústaðar í Litla-Lambhaga og 50-100 m norðan við Reykjanesbraut. Malbikuð gata frá Reykjanesbraut og að álveri.

Ólafsstígur – leið
“Þarna er líka Fiskibyrgið, þar sem fiskur var kasaður hér í eina tíð og síðan hertur. Þarna uppi voru einnig tvö til þrjú fjárhús, og stóðu veggir þeirra til þessa. Sunnan við þau lá stígur austur. Gísli Sigurðsson segir, að hann hafi heitri Ólafsstígur, en það er rangt. Ólafsstígur liggur upp á hraunið hjá kálgörðunum í Litla-lambhaga.” segir í örnefnalýsingu. Ólafsstígur lá skáhalt upp hraunið til suðausturs og var fram til 1999 nokkuð greinilegur sunnan Reykjanesbrautar, skammt austan við veginn að álverinu. Ekki eru greinileg merki um slóðann nú. Þar sem slóðinn lá næst Reykjanesbraut hefur hraunlendinu verið umturnað við framkvæmdir. Var áður gróið hraun.

Steinbogi – samgöngubót
Steinbogi
“Nokkru fyrir innan fyrrnefndan Steinboga mátti sjá marka fyrir öðrum Steinboga.” segir í örnefnalýsingu. Ekki sjást nú greinileg merki annars steinboga. Norðan við tjörnina er Reykjanesbraut en sunnan við hana er línuvegur. Er vel hugsanlegt að Steinboginn hafi horfið þegar annar hvor vegurinn var lagður, a.m.k. er hann ekki greinanlegur nú. Gróið hraun en talsverðar framkvæmdir hafa átt sér stað í kring.

Túngarður
Í vesturjaðri Hjallatúns, beint norður undan Reykjanesbraut er garðlag í Straumsvík sem liggur til norðurs.
“Vík með grasigrónum hólmum og grýttum skerjum.45 m langur og 0,9-1,25 m breiður hlaðinn garður. Mesta hæð 0,4m. Mjög grunnt er þar sem þessi garður er hlaðinn. Það undarlega við þennan garð er að ætla mætti að hann væri óþarfur þar sem nokkru austar við hann eru klappir milli hólmanna sem eru hærri en garðurinn.” (fornleifaskrá Þjms). Garðlagið sést beint norðan við Reykjanesbraut og liggur til norðurs í um 15 m. Þá er það rofið en sést á hólma/skeri norðar. Samtals liggur garðlagið á um 70 m svæði en er rofið á einum stað þannig að það er einungis um 50 m að lengd. Garðlagið er um 0,8-1,1 m á breidd og mest um 0,4 m á hæð. Fast vestan við norðurenda garðlagsins er lítil hleðsla til vesturs sem líkist brú.

Hjallatúnsfjárhús – fjárhús
“Syðst var Hjallatún. Gísli segir, að það hafi í eina tíð staðið Hjallatúnsfjárhús, en heimildarmenn sr. Bjarna mótmæla því og segja, að tvö fjárhús hafi staðið undir Brunanum, en ekkert inni í túni.” segir í örnefnalýsingu. Hjallatún er fast neðan Reykjanesbrautar (brautin liggur í suðurharðri túnsins) en vestan vegarins að álverinu. Ekki sjást neinar leifar fjárhúss á þessum stað. Grasi vaxið hraunsvæði.

Hlöðuvík – hlaða
“Austan við bæinn [Litla-Lambhaga/Nýjakot] var Nýjakotstjörn og suður úr henni Hlöðuvík.” segir í örnefnalýsingu.
Austan við Litla-Lambhaga er nú vegur að álveri og austan þess sléttuð lóð í kringum verksmiðjuna. Engin tjörn er nú á þessum slóðum. Sunnan við tjörnina sem áður var þar var svo Hlöðuvík en merki hennar sjást ekki lengur. Vel er hugsanlegt að hlaða sú sem víkin var kennd við hafi staðið í námunda við Hjallatún en um það verður ekkert fullyrt.
Þar sem víkin var er nú vegastæði (Reykjanesbraut og hugsanlega aðkeyrsla að álveri).

Hvaleyri – býli

Hvaleyri

Hvaleyri ofanverð.


Samkvæmt Hauksbók Landnámu sigldi Hrafna-Flóki í Hafnarfjörð og fann þar hval á eyri einni og kölluðu það Hvaleyri. Í Landnámu segir að Ásbjörn Özzurarson, bróðursonur Ingólfs, hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns og allt Álftanes og bjó hann á Skúlastöðum [sjá Garða]. ÍF I, 39, 394. Um 1300 er getið um Hvaleyri í sögn af Teiti bónda þar í jarteinasögu Þorláks helga. Biskupa sögur I, 386. 1343 er minnst á Hvaleyri í Gottskálksannál. Isandske Annaler, 352. 1365 segir af sandfjúki og sjávargangi á tún Hvaleyrar. Gísli Sigurðsson: Saga, 293. 1395: Þá á Viðeyjaklaustur Hvaleyri og var leiga 4 hndr. DI III, 597. 1448: “… kirkian aa hvaleyri ætti Þorlakstade og hravnvelle. hamranes ok grisanes ok alltt firir svnnann vtann ok ofan ok vp vr hvaleyrar vatnni ok nordvr j kornstapa hravn. ok alltt vp med gotvnni firir svnnan ok vp yfer þormodz hofda nema litinn skog er lavgarnes kirkia aa vid landsydri j hvaleyrar hofda.” DI IV, 751. 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.

Hvaleyri

Hvaleyri – túnakort 1908.

1703 er jarðadýrleiiki óviss, konungsjörð. Skoðunarmenn frá 1751 sögðu sig hafa heyrt að á Hveleyri hefðu verið 10-12 hjáleigur til forna SS seg ritar sögu H þykir þetta ótrúleg saga. Á Árunum 1754-´57 bjó enginn á H, og má það vera ein ástaða þess að bæjarhús og tún spilltust. Árið 1815 keypti Bjarni Sívertsen jörðina af konungi. SS Saga Hafnarfjarðar, 36-37. 42. 1847: 20 hndr. Afbýli Hvaleyrar, Hjartarkot, Sveinskot, Tjarnarkot, Halldórskot, Vesturkot og Egilssonsgerði voru seld Hafnarfjarðarbæ árið 1912.
1703: Túnin spillast af sandságángi. Engjar eru öngvar.” JÁM III, 169. Árið 1730 voru Hvaleyrartún stórskemmd af grasmaðki og einnig herjuðu sandfor og fugl á það. Mikill lausamosi var á túninu. Túnið hélt áfram að skemmast og árið 1751 varð að slá tveim vættum og einu kúgjaldi af afgjaldi jarðarinnar, hvort sem það hefir eingöngu verið landskemmdum að kenna. SS Saga Hafnarfjarðar, 35-36.
1847: 20 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110. Í neðanmálsgrein segir: „Þó jb. 1803 ein nefni 4 bygðar hjáleigur (Bindindi, Lönd, Lásastaði, og Ásgautstaði) og vorði þær allar til dýrleika, er þeim samt sleppt, bæði af presti og sýslumanni (sem nú líklega graslausum).“
Samkvæmt Hauksbók Landnámu sigldi Hrafna-Flóki í Hafnarfjörð og fann þar hval á eyri einni og kölluðu það Hvaleyri. Í Landnámu segir að Ásbjörn Özzurarson, bróðursonur Ingólfs, hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns og allt Álftanes og bjó hann á Skúlastöðum [sjá Garða]. ÍF I, 39, 394.
1284: Jarðarinnar getið í rekaskrá Viðeyjarklausturs (sjá jarðaítök hér neðar). DI II, 246.
Um 1300 er getið um Hvaleyri í sögn af Teiti bónda þar í jarteinasögu Þorláks helga. Biskupa sögur I, 386.
1343 er minnst á Hvaleyri í Gottskálksannál. Isandske Annaler, 352.
1395: Þá á Viðeyjaklaustur Hvaleyri og var leiga 4 hndr. DI III, 597.
1395: Jarðarinnar getið í skrá Viðeyjarklausturs m kvikfé og leigumála. DI III, 597.
1448 [eða síðar]: „Vitnisburður Hafliða Gizurarsonar um landeign og landamerki Hvaleyrar við Hafnarfjörð […] kirkian aa hvaleyri ætti Þorlakstade og hravnvelle. hamranes ok grisanes ok alltt firir svnnann vtann ok ofan ok vp vr hvaleyrar vatnni ok nordvr j kornstapa hravn. ok alltt vp med gotvnni firir svnnan ok vp yfer þormodz hofda nema litinn skog er lavgarnes kirkia aa vid landsydri j hvaleyrar hofda.” DI IV, 751–752..
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
Hjáleiga 1703: Hvaleyrarkot. Enn fremur höfðu afbýlismenn heima við bæinn grasnyt. Bóndi jarðarinnar sá um að viðhalda þeim húsum sem þeir voru í.
Jarðaítök 1284: Viðeyjarklaustur á hálfan rekavið á jörðinni. Og skóg í hrauni út frá Hvaleyri. DI II, 246–277.
1703: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott. Hrissrif nokkurt hefur jörðin í heimalandi og er það að mestu eytt. Item hefur hún hrisrif til eldiviðar í almenningum og svo til kolgjði’ðar. Torfrista og stúnga í lakasta máta nærri ónýt.
Lýngrif hefur jörðin nokkurt. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon nokkur. Hrognkelsafjara að nokkru gagnvænleg. Skelfiskfjara nægileg til beitu, liður ágáng af öðrum jörðum. Heimræði er árið um kríng og lending góð, og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Til forna hefur hjer oft undir kóngsskipa nafni gengið eitt tveggja manna far, en síðan Lauridtz Hansson Siefing var á Bessastöðum Heidemanns vegna hefur það ekki verið. Inntökuskip hafa hjer stundum gengið ekki stærri en tveggja manna för, og hefur ábúandi þegið undirgift af, mætti og enn vera ef menn vildu. Túnin spillast af sandságángi. Engjar eru öngvar. Vatnsból er ilt og þrýtur bæði vetur og sumar.“ JÁM III, 169.

Stóravarða – varða/landamerki
Stóravarða„Þá liggur línan niður um Þórðarvík um Stóruvörðu, sem stóð á hraunbrúninni rétt þar sem alfaraleið lá upp á Kapelluhraunið,” segir í örnefnaskrá. Varðan var um 2 m á hæð og mjög stæðileg. Árið 1999 var gerður vegarslóði fast sunnan hennar og við þær framkvæmdir rak ýtumaður sig í vörðuna og hrundi hún við það. Í skráningu fornleifa vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá 2001 segir að frumkvæði þjóðminjavarðar var hluti vörðunnar hins vegar hlaðinn upp aftur. Þær leifar eru langt utan heimatúns Hvaleyrarbæjar, um 2 km suðvestan við bæ og rúmum 40 m sunnan við Reykjanesbraut. Varðan er á grýtti hæð rétt norðan við malarvegslóða. Varðan er sæmilega hlaðin, 1,5 m á hvorn veg og um 1 m á hæð. Hún er grjóthlaðin og úr blöndu af stæðilegu hraungrýti og smágrýti. Efst á vörðunni eru smásteinar.
Þær vörðuleifar sem nú sjást eru um 1,5 m á hvern veg (en varðan er ferhyrnd) og hún er um 1,1 m á hæð.

Þorgeirsstaðir/Þorlákstún – býli

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – kort 1908.

“Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var þar nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum.” “Framan í því var staður nefndur fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.” segir í örnefnalýsingu. Þorlákstún er nú klofið af Reykjanesbraut. Þorlákstún var sunnan við vestustu íbúðarhúsin sunnan Reykjanesbrautar. Sjálft býlið hefur horfið vegna íbúðarhúsabyggðar norðan Reykjanesbrautar. Grasi vaxið hraun og enn sjást leifar girðingarinnar sem girti túnið af. Íbúðarhús eru norðan túnsins.

Smiðjulaut – smiðja
“Tvö örnefni voru með Suðurnesjaveginum. Skammt vestur frá Rauðhól var Smiðjulaut og nokkru vestar skarð gegnum klappir miklar, nefndist Gíslaskarð. …” segir í örnefnalýsingu. Reykjanesbraut var lögð yfir Smiðjulaut. Lautin var um 600 m norðaustur af afleggjara inn í verksmiðjuhverfið (-hella götur). Reykjanesbrautin er í norðurjaðri lautarinnar en eigin merki um smiðju eru nú greinanleg. Mosagróið hraun og þjóðvegur.

Ás – býli

Ás

Ás – túnakort 1918.

1703 er jörðin talin um 12 hndr og þar af væri hlutur konungs 8 hndr og 40 álnir. 1847: 12 hndr.
1703 voru engar engjar á jörðinni. 1918: Tún 2,8 teigar, þar af um helmingjur sléttaður, garðar 670 m2.

Ásstekkur – býli
“Línan móti Ási [miðað við Hvaleyri] er á þessa leið: Úr Fuglstapaþúfum
beina línu rétt fyrir sunnan Ásstekk …” segir í örnefnalýsingu Hvaleyrar.
“Hér enn vestar var svo býli, þurrabúð, nefnist það Stekkurinn, Ásstekkur, Vindás og Vindásstekkur. Honum fylgdi Stekkstúnið umgirt Stekkstúnsgörðum, vesturtúngarður, suðurtúngarður, austurtúngarður og norðurtúngarður. Þar sem sama komu norður- og vesturtúngarður, var norðurhliðið. Þaðan lá Stekksgata niður að Brandsbæ og áfram niður til Fjarðar. Suðurhliðið var neðarlega á mótum vestur- og suðurtúngarðs. En Lindargatan lá heiman frá Stekksbæ austur um austurgarðshliðið austur að Lindinni. Brunngatan var löng frá Stekk og austur.” segir í örnefnalýsingu Áss. Tæpa 200 m suðaustan við Reykjanesbraut og stutt austan við norðurenda Ásvatns eru tóftir útihúsa við Ásstekk.

Býlið sjálft er nú afmáð af yfirborði jarðar en þar sem það stóð er nú Lóuás 1.
Tóftirnar standa í þýfðri, grasi gróinni brekku sem er vestan í byggingasvæði Ás-hverfis. Á svæðinu er tóft (A) og leifar túngarðs auk þess sem svo virðist að leifar lítils kálgarðs (B)séu sunnarlega í túninu. Nyrst er tóft (A) sem saman stendur af tveimur ógreinilegum hólfum sem eru byggð inn í brekkuna. Tóftin er um 8-9 m á lengd en 4-5 m á lengd. Nyrðra hólfið er 3 X 1 m að stærð en það syðra er 2 X 1,5. Ekki er greinanlegur torfveggur fyrir vesturvegg nyrðra hólfsins. Tóftin er hlaðin að innan og nokkuð er hrunið af grjóti inn í hana og við hana. Frá nyrðri útvegg hennar gengur garður til vesturs sem er um 34 m langur. Garður þessi er um 0,8 m á hæð og eru hleðslur greinanlegar norðan í honum en hann er algróinn að sunnan. Neðst er hann rofinn um 2 m en sést svo aftur í 2-3 m en þá endar hann snögglega og hefur greinilega verið flattur út. Um 40 m sunnan við fyrrgreinda tóft er það sem helst líkist kartöflugarði (B). Hann er í brekkunni á svipuðum stað og hin tóftin. Garðurinn er um 13 X 9 m að stærð og 0,4 m á hæð. 25 m neðan við kálgarðinn má svo sjá leifar túngarðs (C). Garðurinn liggur til suðurs og er merkjanlegur á um 35 m parti. Hann er mjög útflattur. Um 20-25 m norðar virðist einnig mega sjá óljósar leifar þessa garðs og áfram til norðurs. Um 35 m suðsuðaustur af fyrstnefndu tóftinni er grænn blettur eða hæð þar sem grjót er á víð og dreif. Er vel hugsanlegt að þar hafi tóft verið, þá líklega bæjartóft. Fast norðvestan við tóftina eru nokkrir stórir steinar og við þá eru það sem virðist vera leifar af hreyfðum öskuhaug þar sem ýmsu ægði saman (s.s. beinum glerbrotum og líklega gjalli). Tóftin og túngarður eru merkt með hæl og áheftum miðja frá Þjms.

Stekksgata – leið
“Hér enn vestar var svo býli, þurrabúð, nefnist það Stekkurinn, Ásstekkur, Vindás og Vindásstekkur. Honum fylgdi Stekkstúnið umgirt Stekkstúnsgörðum, vesturtúngarður, suðurtúngarður, austurtúngarður og norðurtúngarður. Þar sem saman komu norður- og vesturtúngarður, var norðurhliðið. Þaðan lá Stekksgata niður að Brandsbæ og áfram niður til Fjarðar. Suðurhliðið var neðarlega á mótum vestur- og suðurtúngarðs. En Lindargatan lá heiman frá Stekksbæ austur um austurgarðshliðið austur að Lindinni. Brunngatan var löng frá Stekk og austur.” segir í örnefnalýsingu. Gatan lá frá Stekk og niður að Brandsbæ. Hún er ekki greinanleg nú en hnit voru tekin norðvestan við tóftina, við Ásbraut.

Ásgatan – leið

Ás

Ásgatan.

“Ásgatan lá frá Traðarhliðinu suður með austurgarði að Ási …”segir í örnefnalýsingu. Ásgatan lá frá Ási á svipuðum stað og enn er malargata. Gatan liggur að úr suðri Reykjanesbraut og er nú lokuð fyrir umferð. Frá Reykjanesbraut lá gatan áfram til norðurs niður að þeim stað þar sem nú er Jófríðarstaðavegur 15. Þar sem gamli slóðinn var er nú malarslóði ofan Reykjanesbrautar.

Stekkholt – stekkur
“Þar var nefnt Stekkholt, upp af Brandsbæ.” segir í örnefnalýsingu. Um 80 m ofan við (suðsuðaustan) við Reykjanesbraut (sem stendur við Reykjanesbrautina) eru tóftir. Um 25 suður af Strandagötu, milli götunnar og Ástjarnar eru tvær tóftir á hæð. Hæðin liggur niður að mislægum gatnamótum. Tóftin sem er suðvestar er 25 m suðvestan við spennistöð. Fremur grýttur,mosavaxinn mói, sem hallar til vesturs.
Í brekkunni eru tvær tóftir. Sú sem er nær Reykjanesbrautinni (A) er tvöföld og nokkuð stærri. Nyrðra hólfið er 3 X 2,5 m að innanmáli en er jafnframt lægra. Inn í syðra hólfið er (1,5 X 0,75 m að innanmáli) hefur hins vegar fallið mikið af grjóthleðslunum. Op virðist hafa verið á það í suðausturhorni. 34 m norðan (NNV) við þessa tóft er ógreinilegt garðlag sem rekja má í um 35 m, alveg þangað til það hverfur undur Reykjanesbraut þar sem brúarhandrið er vegna mislægra gatnamóta. Garðlagið er um 2 m á breidd en 0,3 m á hæð. Um 30 m suðaustan við tóftina sem áður er lýst (A) er önnur tóft minni (B). Þessi tóft er um 25 m suðvestan við spennistöð sem stendur í brekkunni. Tóftin er einföld og er öll grjóthlaðin en nokkuð hrunin og er af þeim sökum full af grjóti. Tóftin er 5 X 3,5 m að utanmáli en 1 X 1,5 að innan. Op er vestast á suðurvegg.

Þórustaðastígur – leið

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur.

“Þórustaðastígur er götuslóði frá Þórustöðum og að Vigdísarvöllum.” Heiðarstígur er …” líka nefndur Þórustaðastígur og liggur alla leið suður og upp til Núphlíðarháls og hann sameiginlegur Heiðarstígur fyrir alla Inn-Ströndina.” segir í örnefnaskrá. Milli Kolagrafarholts og annars hóls sem er norðar er dæld sem er grasi gróin. Merki Þórustaðastígsins eru greinileg í dældinni. Göturnar lágu svo áfram yfir hraunið til suðurs. Ekki sjást skýr merki um Þórustíg við Reykjanesbrautina. Göturnar lágu yfir gróið hraun.

Alfararleið – leið

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

“Um jörðina [Hvassahraun] hafa frá alda öðli legið ferðamannaleiðir til Suðurnesja. Má enn sjá þrjár brautir: Alfaraleið, troðninga hestalestanna, þjóðveginn, leið hestvagna og bifreiða, og nú síðast liggur um jörðina Reykjanesbrautin.” segir í örnefnaskrá ” “Almenningavegurinn er elsta sjáanlega samgönguleiðin um hreppinn og liggur hún víðast hvar tiltölulega stutt frá byggðinni en þó yfirleitt ofan við Gamla-Keflavíkurveginn og innarlega í Hvassahraunslandi, einnig fyrir ofan Reykjanesbrautina. … Þetta nafn, Almenningsvegur, virðist helst (eða eingöngu) hafa verið notað af Voga- og Vatnsleysustrandarbúum því þar sem vegurinn liggur um Hvassahraunsland og innar var hann kallaður Alfaraleiðin.””Önnur gömul þjóðleið, eða sú sem liggur með sjónum milli Voga og Brunnastaðahverfis, var einnig kölluð Alfaraleið en ekki Almenningsvegur.” segir í örnefnalýsingu Straums. “Þá liggur hér vestur um hraunið Alfaraleiðin í miklum djúpum lægðum, sem nefnast Draugadalir.” segir í örnefnalýsingu Hvassahrauns.
Draugadalir eru að mestu í landi Hvassahrauns. Dalirnir eru norðan Reykjanesbrautar, þar sem vegurinn sem er samsíða Reykjanesbraut norðan hennar sameinast brautinni, austarlega í landi Hvassahrauns. Ekki er greinilegur slóði á þessum stað en Alfaraleiðin er vel merkjanleg víða í hrauninu, t.d. nálægt skógarreit í landi Þorbjarnarstaða. Gatan liggur um hraun. Almenningsvegurinn var einnig nefndur Alfararleið og lá frá Vogum og inn í Hafnarfjörð. Leiðin var vörðuð og enn má sjá nokkur vörðubrot á fyrsta hluta leiðarinnar frá Vogum auk þess sem einstaka vörður standa enn við leiðina. Gatan sjálf er víða greinileg sem dæld í gróið hraunið og kemur breikkun Reykjanesbrautar víða til með að eyða meira af götunni en þegar er skemmt.
Alfaraleið var skráð að hluta þegar tekið var út áhrifasvæði vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar 2001. Leiðin var aftur skráð í tengslum við tvöföldun Reykjanesbrautar 2020 og aðeins sáust lítil ummerki um hana innan úttektarsvæðis, í landi Þorbjarnastaða, rétt sunnan við Kapellu. Í landi Þorbjarnastaða liggur leiðin á mjög grýttu svæði. Gróður er lítill, mosi að uppistöðu. Til suðurs liggur malarvegur og til norðurs er Reykjanesbraut.
Leiðin er fremur ógreinleg í landi Þorbjarnastaða. Ummerki um hana sáust þó rétt sunnan við Kapellu en þar liggur hún norðaustur-suðvestur á um 5 m kafla. Leiðin er gróin að hluta en mjög grýtt. Hún er um 1 m breið. Líklega er þetta gömul dæld sem leiðin liggur i gegnum en allt svæðið kringum kapelluna er gjörbreytt vegna framkvæmda við álverið og því lítilla ummerkja að vænta.

Rauðhólastígur – leið
“Austan úr Hraunum kemur annar stígur, heitir Rauðhólastígur eða Óttarsstaðaselsstígur. Hann lá upp á svokallaða Velli og var mikið farinn í smalamennskum.” segir í örnefnaskrá Hvassahrauns. Stígar lágu saman í sveig við Lambafellshraun. Rauðhólastígur lá upp með hraunjaðrinum frá Kúagerði á svipuðum stað og vegarslóðinn að Keili er nú. Á þessum stað var vegarslóðinn um 200 m frá Reykjanesbraut, austar var hann nær en vestar fjær. Stígurinn náði upp í Rauðhólasel. Stígurinn er greinanlegur sem dæld í gróið hraunið á stöku stað.

Eiríksvegur – leið

Eiríksvegur

Eiríksvegur.

“Á þessum slóðum sjáum við annað sýnishorn af vegagerð fyrri tíma en það er Eiríksvegur og liggur vegarstæðið þráðbeint frá Akurgerðisbökkum en þeir eru neðan og vestan við Kúagerði og síðan áfram vestur yfir holt og hæðir.””Hér um [við Akurgerði] lá Almenningsgatan eða hestslóðin og héðan lá ein fyrsta tilraun til vegagerðar á landi hér, sem þó var aldrei notuð, kallast Eiríksvegur, því Eiríkur faðir Árna Kaupmanns og leikara í Reykjavík var verkstjóri. Vegurinn lá upp í Heiðina.” segir í örnefnaskrá. Eiríksvegur lá frá þeim stað sem nefndur er Akurgerði.
Slóðinn var meðfram Steinkeravík/Kúagerðisvík og áfram til vesturs inn heiðina. Meðfram Kúagerðisvík liggur bílslóði samsíða Reykjanesbraut og endar hann í Strandavegi. Næstum fast frá slóða þessum má sjá leifar Eiríksvegar fast upp við fjörukambinn og svo til vesturs. Gatan er greinileg á grasi grónu svæði ofan við fjörukambinn en verður ógreinilegri þegar komið er út í meira hraunlendi norðvestar.
“Vegurinn er nefndur eftir verkstjóra vegagerðarmannanna sem hét Eiríkur Ásmundarson frá Grjótá í Reykjavík (1840-1893) … Eiríksvegur er 3-4 m breiður og í honum er mikið af grjóthnullungum. Ekkert farartæki hefur hingað til nýtt sér “samgöngubótina” því vegargerðin dagaði uppi í Flekkuvíkurheiðinni einhvern tíman fyrir síðustu aldamót.
Almenningsvegurinn liggur svo til samsíða Eiríksvegi á þessum slóðum ýmist ofan eða neðan hans og á kafla liggja allir þrír vegirnir samsíða, Strandarvegurinn neðstur, síðan Almenningsvegurinn en Eiríksvegurinn efstur.”Gatan er var upphlaðin a.m.k. á kafla.

Skógfellavegur – leið

Skógfellavegur

Skógfellastígur.

“Í lægðinni fyrir ofan spennustöðina við Stapahornið og ofan við Reykjanesbrautina sjáum við fyrst móta fyrir Skógfellavegi sem var fyrrum þjóðleið til Grindavíkur.” Lagðist af um 1920. Skógafellavegur er merktur með skilti um 20-30 m neðan Reykjanesbrautar. Skiltið er hins vegar norðaustan við slóðann sjálfan en það má sjá móta fyrir honum suðvestan við skiltið. Vegurinn liggur um gróið hraunið. “Í heimildum ber leiðin eftirfarandi nöfn: Skjógfellavegur, Skógfellsvegur, Vogavegur, Sandakravegur og Sandakradalsvegur.”

Lónakotsselstígur – leið

Lónakotsselsstígur

Við Lónakotsselsstíg.

„Þegar haldið var suður úr suðurtúngarðshliði, var þar við Lónakotsselsstíginn, sem síðar varð Lónakotsvegur, alldjúp gjóta, sem nú er fyllt með grjóti […]. En Lónakotsselsstígurinn lá áfram suður á alfaraleiðina, gömlu hestaslóðina á Suðurnes,“ segir í örnefnaskrá. Lónakotsselstígur lá frá Lónakoti að selinu. Stígurinn hefur legið rétt vestan við þar sem slóði liggur frá Reykjanesbraut að Lónakoti (húsi nokkru sunnar en Lónakotsbærinn var). Stígurinn hefur svo legið áfram til suðvesturs, gengið þvert á alfaraleiði og suður til Lónakotssels. Lónakotsselsstígur var um 1,3 km sunnan við Lónakotsbæ og rúmum 10 m sunnan við Reykjanesbraut. Leiðin lá yfir gróið hraun.
Engin merki um leiðina sáust innan þess svæðis sem tekið var út vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar 2020 en því svæði hafði áður verið raskað vegna lagningu Reykjanesbrautar. Á loftmynd frá 2016 sést leiðin þó greinilega rétt sunnan við gamla Keflavíkurveginn.

Skógargata – leið

Skógargata

Hleðslur við Skógargötuna.

„Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshlíð upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklifur,“ segir í örnefnaskrá og á öðrum stað í sömu skrá segir: „Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.“
Skógargata lá vestan við afleggjarann að Straumi, um 170 m austan við garðlag og rúmum 30 m norðan við Reykjanesbraut. Leiðin liggur gegnum grasigróið svæði vestan Brunntjarna, mosi er nokkur í sverði. Til norðurs eru grónir ásar áberandi.
Leiðin sést sem mosagróin 0,4-0,6 m breið gata og er á þessu svæði merkjanleg á um 80 m löngum kafla, neðarlega á grónum ás. Syðst liggur leiðin nálega austur-vestur á um 30 m löngum kafla uns hún sveigir til norðurs. Þaðan liggur leiðin á um 50 m til norðurs og hverfur því næst í gróður. Mögulega hefur gatan náð lengra til norðurs en það svæði er utan þess svæðis sem var til úttektar sumarið 2020 og var því ekki skoðað sérstaklega.

Suðurnesjavegurinn – leið

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Suðurnesjaveginn ofan Straums.

„Þar sem Reykjanesbrautin er var Suðurnesjavegurinn,“ segir í örnefnaskrá. Vegurinn er merktur inn á herforingjaráðskort frá 1911. Þar liggur hann að stórum hluta þar sem Reykjanesbraut liggur nú en liggur skammt sunnan við brautina við Litlu-Lambhagatún. Þaðan heldur leiðin áfram til Keflavíkur. Aðeins hluti vegarins var skráður (í landi Hvaleyrar) í tengslum við úttekt vegna breikkunar Reykjanesbrautar árið 2020. Leiðin þræddi gróið hraun.
Leiðinni var aðeins fylgt á þeim kafla sem er innan þess svæðis sem tekið var út vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar 2020. Á þessum slóðum er leiðin annars vegar horfin undir Reykjanesbraut (á austurhluta skipulagssvæðis) en hins vegar (á vesturhluta svæðis) liggur gamli Keflavíkurvegurinn á sömu slóðum og gamla leiðin lá. Engin merki um gamla Suðurnesjaveginn sáust því á yfirborði vegna vegagerðar innan úttektarsvæðis.

Heimildir:
-Fornleifakönnun við Reykjanesbraut, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 1998.
-Fornleifakönnun, Reykjanesbraut, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2020.
-Fornleifaskráning í Hafnarfirði 1989, Þjóðminjasafn Íslands.
Suðurnesjavegur

Suðurnesjavegurinn ofan Lónakots.

Eldvörp

Hitaveita Suðurnesja hyggur á stórtækar framkvæmdir í Eldvörpum (sjá svæðið HÉR).
ÁlveriðRétt er þó strax í upphafi að geta þess að FERLIR er hvorki á móti vel ígrunduðum virkjunum er kunna að hafa í för með sér lágmarksröskun né nýtingu þeirra í þágu almennings og samríkisins. Þá er FERLIR alls ekki í neinum pólitískum þankagangi. Umhyggjan er fyrst og fremst fyrir landinu sem fóstrar fólkið okkar – hina íslensku þjóð – hverju sinni.
Eldvörpin sem heild eru einstök náttúruperla; falleg gígaröð á sprungusveimi á mótum meginlandsfleka Ameríku og Evrópu, nánast óröskuð af mannavöldum. Gígaröðin og nágrenni hennar eru friðuð náttúruvætti, enda skal engan undra. Landið er í umdæmi Grindavíkur, en Hitaveita Suðurnesja er eigandi þess. Sveitarstjórn Reykjanesbæjar og helmingur ríkisstjórnar Íslands þrýstir nú á Grindvíkinga að gefa eftir gildandi aðalskipulag svo hægt verði að stinga álverinu í Helguvík í samband við fyrirhugaða jarðvarmavirkjun utan við bæinn – þá og þegar undirbúningsframkvæmdum í Helguvík lýkur. “Suðurorka”, samtök sveitarfélaga á Reykjanesskaganum hafa að undanförnu viljað spyrna við fæti þegar línur og aðliggjandi leiðir eru annars vegar, enda felur hvorutveggja í sér umtalsverða umhverfisröskun í meira lagi. Allt er þetta skiljanlegt ef tekið er mið af tímamörkum fyrir nærtækustu aðstæður. Nú, í ljósi breyttra tíma ber hins vegar að hafa í huga hugtökin tvö – “Tímann og vatnið”.
Undirbúningur að virkjun svæðisins hefur farið afar hljótt, svo hljótt að jafnvel ráðherra umhverfismála hefur ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Forstjóranum hefur gættþess að segja sem allra minnst. Síðasta alvöru opinbera viðtalið við hann var nýlega í Vf um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Það var í svo miklum véfréttastíl að jafnvel Véfréttin sjálf í Delfí hefði getað verið stolt af. Hafa ber í huga að svo oft hefur forstjórinn talað umbúðarlaust fyrir virkjunarframkvæmdum á svæðinu (án þess að umhverfið og náttúran ættu sér þar nokkrar viðreisnar von) að viðtalið gæti hafa verið tekið á leikskóla.

Hrauntröð

Það ber með sér að Reykjanesbær eigi þarna heilmikilla hagsmuna að gæta og Vf tekur þátt í því – að venju. Hernaðaráætlun HS er sú að ljúka undirbúningsvinnunni með tilheyrandi formlegheitum, s.s. breytingu á deili- og aðalskipulagi Grindavíkur, án þess þó að raska ró íbúa Grindavíkur með sérstakri íbúakosningu líkt og samflokksmenn meirihluta bæjarstjórnar gerðu í Hafnarfirði um fyrirhugaða stækkun álverins fyrir u.þ.b. bil ári síðan. (Reyndar voru þar um að ræða blekkingaleik því ætlunin var ekki bara að fá íbúana til að heimila stækkun álvers heldur og ekki síður að samþykkja undir rós breytingu á aðalskipulagi bæjarins.)
HS á landið í Eldvörpum, s.s. fyrr er getið. Fyrirtækið HS lítur svo á Myndast hefur verulegur undirþrýstingur á virkjun í Eldvörpum ofan við Grindavík – og þá með tilheyrandi umhverfisspjöllum.
Hitaveita Suðurnesja hyggur á stórtækar framkvæmdir í Eldvörpum (sjá svæðið HÉR). Rétt er strax í upphafi að geta þess að FERLIR er hvorki á móti vel ígrunduðum virkjunum er kunna að hafa í för með sér lágmarksröskun né nýtingu þeirra í þágu almennings og samríkisins. Þá er FERLIR alls ekki í neinum pólitískum þankagangi. Umhyggjan er fyrst og fremst fyrir landinu sem fóstrar fólkið okkar – hina íslensku þjóð – hverju sinni.
Eldvörpin sem heild eru einstök náttúruperla; falleg gígaröð á sprungusveimi á mótum meginlandsfleka Ameríku og Evrópu, nánast óröskuð af mannavöldum. Gígaröðin og nágrenni hennar eru friðuð náttúruvætti, enda skal engan undra. Landið er í umdæmi Grindavíkur, en Hitaveita Suðurnesja er eigandi þess. Sveitarstjórn Reykjanesbæjar og helmingur ríkisstjórnar Íslands þrýstir nú á Grindvíkinga að gefa eftir gildandi aðalskipulag svo hægt verði að stinga álverinu í Helguvík í samband við fyrirhugaða jarðvarmavirkjun utan við bæinn – þá og þegar undirbúningsframkvæmdum í Helguvík lýkur. “Suðurorka”, samtök sveitarfélaga á Reykjanesskaganum hafa að undanförnu viljað spyrna við fæti þegar línur og aðliggjandi leiðir eru annars vegar, enda felur hvorutveggja í sér umtalsverða umhverfisröskun í meira lagi. Allt er þetta skiljanlegt ef tekið er mið af tímamörkum fyrir nærtækustu aðstæður. Nú, í ljósi breyttra tíma ber hins vegar að hafa í huga hugtökin tvö – “Tímann og vatnið”.

Eldvörp

Undirbúningur að virkjun svæðisins hefur farið afar hljótt, svo hljótt að jafnvel ráðherra umhverfismála hefur ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Forstjóranum hefur gættþess að segja sem allra minnst. Síðasta alvöru opinbera viðtalið við hann var nýlega í Vf um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Það var í svo miklum véfréttastíl að jafnvel Véfréttin sjálf í Delfí hefði getað verið stolt af. Hafa ber í huga að svo oft hefur forstjórinn talað umbúðarlaust fyrir virkjunarframkvæmdum á svæðinu (án þess að umhverfið og náttúran ættu sér þar nokkrar viðreisnar von) að viðtalið gæti hafa verið tekið á leikskóla. Það ber með sér að Reykjanesbær eigi þarna heilmikilla hagsmuna að gæta og Vf tekur þátt í því – að venju. Hernaðaráætlun HS er sú að ljúka undirbúningsvinnunni með tilheyrandi formlegheitum, s.s. breytingu á deili- og aðalskipulagi Grindavíkur, án þess þó að raska ró íbúa Grindavíkur með sérstakri íbúakosningu líkt og samflokksmenn meirihluta bæjarstjórnar gerðu í Hafnarfirði um fyrirhugaða stækkun álverins fyrir u.þ.b. bil ári síðan. (Reyndar voru þar um að ræða blekkingaleik því ætlunin var ekki bara að fá íbúana til að heimila stækkun álvers heldur og ekki síður að samþykkja undir rós breytingu á aðalskipulagi bæjarins.)
HS á landið í Eldvörpum, s.s. fyrr er getið. Fyrirtækið HS lítur sv
að það sé ÞESS að ákveða nýtinguna að skipulagsformlegheitunum loknum. Fulltrúar Reykjanesbæjar kætast sjálfsagt því þeir telja sig þarna hafa hið ágætasta tromp upp í erminni þar sem Eldvarpavirkjun er. Hingað til hefur málið flækst í Suðurorkulindaferli Grindvíkinga, Hafnfirðinga og Vogabúa, sem eðlilega hafa ekki viljað hleypa háspennulínulögnum að Helguvík svo auðveldlega um sitt landssvæði. Reykjanesfulltrúar hafa sannfært sjálfa sig um að ríkisvaldið muni, á þessum síðustu og verstu tímum (skrifað í okt 2008 þegar allar áætlanir í efnahagsmálum hafa orðið að engu), sjá til þess að tillögur þeirra um nýtingu auðlinda til öflunar raforku muni auðveldlega ganga eftir. Sjávarútvegsráðherra sagði reyndar að það væri líkt og að pissa í skóinn sinn að auka fiskveiðikótann við þær aðstæður því þar með væri verið að ganga á auðlindir kynslóða framtíðarinnar. Líkt er og komið fyrir náttúruauðlindunum, þ.e. þeim náttúruverðmætum er komandi kynslóðir munu þurfa að nýta. Þar verður ósnortið umhverfi öllu öðru verðmætari söluvara. Þá staðreynd á nú að hunsa í algleymi peningahyggjunnar.
Stöldrum þó við um stund – og rifjum upp orð máttarstólpanna; ráðherranna. Hvar hafa þeir sagt að hin raunverulegu verðmæti liggi? Í fólkinu, samstöðu þess og Eldvörpsamheldni – þjóðararfinum! Og hvar liggur undirstaðan annars staðar en í landinu, sem fóstrað hefur kynslóðir forfeðranna um aldir? Án þess væri einfaldlega engin kynslóð Íslendinga til í dag – hugsum um það!
Staðreyndin er sú að HS er hvorki með nýtingararleyfi í Eldvörpum né rannsóknarleyfi (vafi leikur þó á hinu síðarnefnda). Hinsvegar hefur fyrirtækið verið að vinna með Grindavík að skipulagsmálum á svæðinu (Eldvörpum) svo og í Svartsengi þar sem önnur af tveimur virkjunum HS er.
Hugmyndir HS hf. hafa alla tíð gengið út á að rannsaka Eldvörpin og fyrir því hafa einhverjir aðilar í Grindavík talað. Hlýtur það að tengjast vinnu við rammmaáætlun þ.e. ef umhverfis”ráðuneyti” telur að svæðið falli undir óröskuð svæði þá verður væntanlega ekki gefið út rannsóknarleyfi af stjórnvöldum.
Forvinna HS hf. ætti þá að vera ómerk á fyrirhuguðu skipulagssviði með Grindavík.
Framangreindu til staðfestingar má geta þess að á fundi EldvörpByggingar og skipulagsnefndar Grindavíkur í byrjun árs 2008 var m.a. tekið fyrir erindi H.S. um byggingu virkjunar við Eldvörp: “17. Breytingar á aðalskipulagi dreifbýlis og þéttbýlis Grindavíkur, ósk um breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur2000 – 2020. Hitaveita Suðurnesja fer fram á að Grindavíkurbær sbr. bréf dags. 15.10.2007 setji af stað vinnu við breytingu á aðalskipulagi bæjarins til samræmis við óskir HS, vegna áætlana um virkjun í nágrenni við Eldvörp. Einnig er farið fram á að stækkað verði skilgreint iðnaðarsvæði í Svartsengi vegna hugsanlegra stækkunar á orkuöflunarsvæðinu fyrir virkjun þar.”
Í framhaldi af því sendi FERLIR núverandi bæjarstjóra í Grindavík eftirfarandi fyrirspurn: “Sæl, mig langar að biðja þig að upplýsa mig um eftirfarandi; 1. Eftir fund Byggingar- og skipulagsnefndar í byrjun árs 2008 var tekið fyrir erindi Hitaveitu Suðurnesja, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur til samræmis við óskir HS, vegna áætlana um virkjun í nágrenni við Eldvörp. Einnig er farið fram á að stækkað verði skilgreint iðnaðarsvæði í Svartsengi vegna hugsanlegra stækkunar á orkuöflunarsvæðinu fyrir virkjun þar.”
Í tilefni þessa sendi FERLIR núverandi bæjarstjóra Grindavíkur eftirfarandi fyrirspurn: “Hver er staðan núna (okt. 2008) um fyrirhugaðar áætlanir og heimildir til handa Hitaveitunni um virkjun í Eldvörpum? Ekki þarf að taka það fram að Eldvörpin sem slík eru eitt dýrmætasta djásn Grindavíkur hvað varðar mótun og sögu jarðfræði svæðisins, enn að mestu ósnert náttúruperla. Á svæðinu eru t.a.m. minjar, sem aldrei hafa verið skráðar sem fornleifar, en eru óneitanlega hluti af búsetu og atvinnusögu byggðalagsins.”

Byrgi

Ekkert svar hefur enn borist frá hlutaðeigandi. Ef og þegar svarið kemur verður það birt hér (sjá kynningarfund HÉR). Þó hefur verið hlerað að ætlunin er að staðsetja fyrirhugaða mikla virkjun við þröskuld Grindvíkinga, skammt vestan Járngerðarstaðahverfis. Skábora á niður í Eldvarpasveiminn. Ætlunin er að “reyna” að hlífa gígunum í Eldvörpum, en óhjákvæmilega þarf að leggja þar vegi og slóða, pípur og línur með tilheyrandi raski.
Í lýsingu Freysteins Sigurðssonar af Eldvörpum segir m.a.: “Jarðhitasvæðið er í nær miðri Eldvarpa-gígaröðinni, sem er frá sögulegum tíma og teygir sig langa vegu með unga, úfna og undurfagra gíga sína. Jarðhitaummerki á yfirborði voru lítil, aðeins gufutjásur í góðu veðri og smáskellur á hrauninu við gufuaugun. Boraðar hafa verið rannsóknarholur á svæðinu, sem þó ber furðu lítið á. Mikil sjónmengun yrði hins vegar að háspennulínum yfir gígaröðina, eða í nánd við hana.”
Þegar hafa verið boraðar tilraunaborholur í Eldvörpum. Þar hefur Hitaveita Suðurnesja nú þegar leikið sama leikinn og svo oft áður; spillt fyrirhugu virkjunarsvæði skipulega með það fyrir augum að geta síðar bent á að ástæðurlaust væri að hlífa svæðinu þar sem því hefði þegar verið raskað. Þetta gæti hljómað sem brandari, en er það í rauninni alls ekki.

Í ritgerð Málfríðar Ómarsdóttur (apríl 2007) er ber yfirskriftina “Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp” er m.a. getið um Eldvörp og samhengi þeirra við jarðsögumótun Reykjanesskagans í heild.

Eldstöðvarkerfin

“Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu sem liggur þvert í gegnum Ísland og er í raun ofansjávarhluti af Reykjaneshryggnum en hann liggur neðansjávar suðvestur í haf og er hluti af Atlantshafshryggnum. Eldvirkni hefur verið mikil á þessu svæði, bæði ofansjávar og í hafi, frá því að síðasta kuldaskeiði lauk. Þessi eldvirkni er enn mjög virk í dag. Jarðvísindalega er Reykjanesskaginn afar merkilegur því hann er einn af fáum stöðum þar sem hluti hins virka gosbeltis er aðgengilegur og þar má auðveldlega sjá hvernig slíkir hryggir byggjast upp. Náttúrufar á Reykjanesskaga hefur um langt skeið dregið að sér athygli náttúrufræðinga og hefur hún aðallega beinst að þeim þáttum sem mest setja svip sinn á landslagið eins og eldvörp, gígar, hraun, sprungur, jarðhiti og misgengi.
Eldstöðvarkerfi á Reykjanesskaga eru fjögur talsins og eru þekkt tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Töluvert mikið er um eldvörp á svæðinu og er náttúrufar Reykjanesskaga afar sérstætt og því ekki furða að áform liggi nú á borðum Landverndar að auka náttúruverndargildi hans og jafnvel að gera
Reykjanesskaga að eldfjallagarði.

SnæfellsnesrekbeltiðEldvirkni
Reykjanesskagi, ásamt Íslandi, liggur á Atlantshafshryggnum en hann er mörk plötuskila Evrasíuflekans og Norður Ameríkuflekans sem mjakast í sitthvora áttina. Þessi hreyfing veldur tíðum umbrotahrinum á hryggnum sem einkennast af jarðskjálftum og eldgosum. Hryggurinn brotnar upp í rekbelti sem tengjast um þverbrotabelti. Slíkt rekbelti er að finna við suðvesturhorn Íslands og nefnist Reykjanesrekbeltið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Reykjanesrekbeltið tengist Atlantshafsrekbeltinu beint og er um 30 km að breidd (Jón Jónsson, 1967). Framhald rekbeltisins er á landi og liggur eftir Reykjanesskaganum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) en hann er einn af tveimur stöðum í heimum þar sem hafshryggur rís úr sjó (mynd 1) en það gerir hann að kjöraðstæðum til að rannsaka myndun og mótun hafshryggja á landi (Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007). Reykjanesskagi er afar sérstakur hluti af Atlantshafshryggnum því hann er tengiliður milli heits reits og djúpsjávarhryggs (Fleischer, 1974).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967).
Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Rekbeltin fyrir 2-7 millj. áraReykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega fyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
EldvörpTrölladyngjueldstöðvarkerfið er um 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Úr kerfinu hafa komið um 40-50 rek- og goshringur og 3 dyngjur. Síðast gaus í því 1151-1180 sem í gosi sem kallaðist Krýsuvíkureldarnir en þar á undan fyrir um 2000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Brennisteinsfjallaeldstöðvarkerfið er næst austasta kerfið á Reykjanesskaganum. Það er 45 km langt og 5-10 km breitt. Það hafa komið um 30-40 rek- og goshrinur úr því ásamt 3 dyngjum. Það varð einnig virkt, á sama tíma og Reykjaneskerfið, í Reykjaneseldunum árin 1211-1240.
Hengilseldfjallakerfið er austasta eldstöðvarkerfið og er sérstætt að því leyti að þar eru vísbendingar um þrjú kvikuhólf þ.e. tvö virk og eitt gamalt og óvirkt. Hengilseldstöðvarkerfið er 100 km langt og 3-16 km breitt. Úr því hafa komið 20 rek- og goshrinur og 6 dyngjur. Síðast gaus í Hengli fyrir um 2000 árum í svokölluðum Nesjavallaeldum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Á sama tíma myndaðist Sandey í Þingvallavatni (Orkuveita Reykjavíkur, 2006). Þar áður gaus fyrir um það bil 5000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Hengilssvæðið er með stærstu háhitasvæðum á Íslandi (Orkuveita Reykjavíkur, 2006).
EldvörpEldstöðvarkerfin fjögur raðast skástígt með stefnu í norðaustur, á bogin plötuskilin. Innan þeirra finnast misgengi og gígaraðir. Plötuskilin eru í raun samblanda af gliðnun og sniðgengishreyfingum. Sniðgengið verður öflugra eftir því sem austar dregur. Norður- og suðurhluti hvers eldstöðvarkerfis einkennist af eingöngu af brotalínum en mesta eldvirknin er þar sem plötuskilin liggja um miðbik hvert þeirra. Þess vegna er upphleðsla þar hröðust og þar hafa myndast hálendi. Hálendið verður hærra eftir því sem austar dregur.
Reykjaneshryggurinn hækkar almennt til norðausturs vegna þess að gosefnaframleiðsla á Íslandi eykst eftir því sem nær dregur heita reitnum á miðju landsins. Um miðbik eldstöðvakerfanna eru háhitasvæðin að finna og hitagjafar þeirra eru grunnstæð innskot (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Það má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma.

Eldvörp

Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978).
Nútímahraunum og gosstöðvum má skipta í þrjá flokka þ.e. gossprungur og dyngjur en dyngjunum má svo skipta aftur skipta í tvo flokka eftir samsetningu hraunanna. Þessa flokka má svo nánar aðgreina út frá aldri og stærð.
Jón Jónsson (1978) telur að hraun runnin á nútíma á Reykjanesskaga nái yfir 1064 km2 og rúmmál þeirra sé um 42 km 3. Af því nái hraun runnin eftir landnám yfir 94 km 2 og hafa um 1,8 km 3 rúmmál. Nánar verður fjallað um hraun á Reykjanesskaga hér á eftir í kaflanum um hraun.

Eldvörp
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga framleiða öll þóleískt berg og aðeins kemur þar upp basalt að Hengilseldstöðinni slepptri. Á Hengilssvæðinu er að finna súrt og ísúrt berg en annars er mest berg á Reykjanesskaganum ólivínþóleít.
Eldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjallog klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur.
Elstu og minnstu Eldvörpdyngjurnar eru úr ólivín pikríti sem runnið er á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar eru úr ólivín þóleíti og eru þær allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). EldvörpNeðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967).
ÁEldvörp yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar.

Eldvörp

Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið (Þorleifur Mynd 3: Eldey er gott dæmi um gígey. Einarsson, 1968).
EldvörpStærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500-13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni.
Eldborg undir Geitahlíð fyrir austan Krýsuvík er dæmigerð eldborg (Þorleifur Einarsson, 1968). Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir.
Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.

Eldvörp

Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru sjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir. Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga.

Eldvörp

Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa (Þorleifur Einarsson, 1968).

Hraun
Flest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám. Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Eldvörp

Ögmundarhraun vestan Krýsuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krýsuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983). Í Krýsuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879. Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvarkerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar. Yngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Mannvistarleifar

Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Stampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin liggur til norðausturs og er mjög slitrótt vegna þess að hún kaffærist á stöku stað af Yngra Stampahrauninu. Skammt austan við Eldra Stampahraun er víðáttumesta hraun á Reykjanesi sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun. Það er úr 1 km langri sprungu sem liggur í norðaustur í framhaldi af Stampagígaröðinni og er það aðeins yngra en Stampahraunið (Jón Jónsson, 1983). Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón Jónsson, 1983).
Trölladyngjueldstöðvarkerfið hefur tvö háhitasvæði þ.e. Krýsuvík og Trölladyngja.

Hellir

Dyngjur eru aðeins þrjár en tvær þeirra, sem eru jafnframt nafnlausar, hverfa í skuggann af Hrútagjárdyngjunni sem er stærst þeirra. Hún myndaðist fyrir um 5000 árum. Gjall- og klepragígar eru algengastu gígarnir innan kerfisins. Hjá suðvesturenda Sveifluhálsar eru
sprengigígarnir Grænavatn og Gestsstaðarvatn ásamt Augum. Þar hefur verið snörp eldvirkni með mikilli gufu og gastegundum. Í mörgum hraunkúlum við Grænavatn eru hnyðlingar úr gabbrói sem bendir til slíks innskots í berggrunninum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) og gerir það svæðið afar merkilegt því gabbró hefur ekki fundist annars staðar á Suðvesturlandi. Grænavatn fékk nafnið sitt af græna litnum sem er tilkominn vegna brennisteinssambanda. Þetta vatn er meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð (Sigurður Þórarinsson, 1950).
EldvörpFrægasta eldstöðin úr Trölladyngju er sennilega Eldborg sem reyndar er nú sundurgrafin. Í Brennisteinseldstöðvarkerfinu er Eldborg undir Geitahlíð en hún er stærsti gígurinn á þessari stuttu gossprungu sem gaus rétt fyrir landnám. Hún er djúpur og reisulegur gígur ásamt nokkrum minni. Nokkru sunnan við miðju kerfisins er að finna Brennisteinsfjöll sem draga nafn sitt af brennisteinsnámum sem þar voru á háhitasvæði sem hefur varma sinn frá innskotum í jarðskorpunni. Það eru þrjár dyngjur í kerfinu þ.e. Heiðin há við suðurenda Bláfjalla og er langstærst með 3,6 km í þvermál og 516 metrar að hæð. Hún er sennilega um 7000-9000 ára. Hvirfill er dyngja frá síðasta frá síðasta jökulskeiði og Leitin er yngsta dyngjan og er um 4700 ára. Í Leitarhrauninu mynduðust Rauðhólar einnig. Fyrir um 2000 árum reið goshrina yfir Reykjanesskagann og myndaðist þá gígaröðin með Stórabolla og Eldborg við Drottningu sem er einkar glæsileg eldborg og stendur hún við Bláfjallaveginn (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
EldvörpÍ Hengilseldstöðvarkerfinu er að finna þrjár dyngjur frá fyrrihluta nútíma. Stærst þeirra er Selvogsheiði sem er úr ólivínþóleíti en hinar eru minni og kannski eldri og nefnast þær Búrfell við Hlíðarenda og Ásadyngjan hjá Breiðabólsstað og eru þær úr pikríti. Gossprungur frá nútíma ná frá Stóra-Meitli í suðri að Sandey í Þingvallavatni í norðri og kerfið er stærsta eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum. Margir gjall- og klepragígar liggja á gossprungunum og eru goseiningarnar um 20 talsins. Stærsti gjallgígurinn er Eldborg undir Meitli en hún er um 2000 ára. Gossprungurnar í Hengilseldstöðvarkerfinu eru yfirleitt þó ekki afkastamiklar (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Samkvæmt Jóni Jónssyni (1983) þá hefur gosið á Reykjanesskaga allt að 12-13 sinnum frá því að landnám hófst en eins og áður segir þá hefur oftast gosið í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).”
Eldborg undir TrölladyngjuÍ dag er Reykjanesskagi aðeins friðaður sem fólkvangur en fólkvangur, samkvæmt Umhverfisstofnun (2004), er svæði sem talin er ástæða til að vernda vegna útivistar og almenningsnota. Mikið hefur verið talað um að auka ætti verndargildi Reykjanesskagans og stofnun eldfjallagarðs hefur verið mikið í umræðunni þessa dagana. Það er víst að á Reykjanesskaga myndi eldfjallagarður sóma sér vel og varla annað svæði sem myndi henta betur til þess þótt víða væri leitað.

Á Reykjanesskaga má finna flestar tegundir eldfjalla og einstakt tækifæri til þess að skoða myndun og mótun hafshryggja á landi, ásamt því að hann er nálægt þéttbýlasta svæði landsins, sem gerir hann tilvalinn kost til frekari náttúruverndar og útivistarmöguleika. Eldvirknin með þessum stóru háhitasvæðum gerir hann jafnframt að eftirsóknarverðum kosti fyrir jarðhitavirkjanir. En það er stór og ekki síður mikilvæg spurning, hvor kosturinn sé meira virði, þegar til lengri tíma er litið.
Hér má sjá loftmynd og flugmyndir yfir Eldvörpum – frá norðri til suðurs. Upptakan er gerð fyrir örskömmu af ferðalangi, sem reyndi sitt besta með einfalda myndavél að vopni. Taka þarf því viljann fyrir verkið…

Sjá meira um Eldvörp HÉR, HÉR og HÉR, HÉR, HÉR og einkum HÉR. Auk þess HÉR og HÉR.

Hér má sjá vandaða fornleifaskráningu fyrir Eldvörpin.

Heimild m.a.:
-Málfríður Ómarsdóttir – “Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp”, apríl 2007.

Gígur 

Fornleifar
Almennt
Ein sérgreina innan fornleifafræðinnar, og að mörgu leyti alveg sérstök, er að skrá minjastaði úti í náttúrunni. En hvað er fornleifaskráning og hvert er markmið hennar?
Eftirfarandi er dæmi um þróun og stöðu fornleifaskráningar, sem virðist vera nokkuð lík eftir ýmsum löndum Evrópu. Krísa hefur hins vegar orðið í skráningunni í seinni tíð, einkum vegna vanskráningar. Áhersla hefur í auknum mæli færst yfir á björgunaruppgrefti, en minna verið um leit og skráningu minja.
Í Austurríki (83.000m2) eru áætlaðar um 250.000 fornleifastaðir. Engin fornleifaskráning hefur farið fram eftir 1995 nema vegna umhverfismats. Á Spáni eru áætlaðir um 100.000 fornleifastaðir (505.000m2). Í Danmörku (43.000m2) eru um 158.000 fornleifastaðir skráðir í miðlægan gagnagrunn, þ.á.m. um 7.000 neðansjávar (t.d. skipsflök). Á Íslandi eru um 120.000 fornleifastaðir til í miðlægum skrám (103.000m2) eða 1.16 fornleif per km2. Sambærilegar tölur eru; Spánn 0.19 fornleif, Danmörk 3.67 fornleifar og Austurríki 3.01 fornleifar.
Í fyrstu voru fornleifar skilgreindar sem eitthvað skrýtið og skemmtilegt. Síðan var sett löggjöf til verndar fornminjum, t.d. allar eldri en 100 ára og hús eldri en 1918. Erlendis er allur gangur á slíkri skilgreiningu og jafnvel dæmi um að fornleifastaðir verði það ekki fyrrr en þeir hafa verið rannsakaðir, t.d. eftir uppgröft.
Það sem ráðið hefur skráningu fornleifa í gegnum tíðina eru margvíslegar. Í fyrstu réðu hagsmunir valdhafa (tengsl fornleifastaða og fyrri valdhafa), þeir voru fjarhagslegir eða jafnvel ímyndarlegir (mat á gæði þjóða). Hagsmunir hópa gátu ráðið hvað teldist til fornleifa, sameiginleg fortíð, s.s. helgir staðir í augum þjóðar (Þingvellir) eða jafnvel hagsmunir ferðaþjónustunnar á hverjum tíma. Um varðveislu fornleifa hefur verið tekist á, en mikilvægt er að vernda það sem telja má merkilegt fyrir sögu og tilfinningagildi þjóðar. Hagsmunir vísindasamfélagsins liggja fyrst og fremst í kröfunni um heildarskráningu (mikilvægt að hafa yfirsýn til að vita hvað er til), samræmi í skilgreiningum, samræmi í gagnavistun (til að auðvelda aðgengi) og nákvæmni skráninga.
Á Íslandi má segja að skipuleg fornleifaskráning hafi hafist með spurningum fornmenjanefndarinnar dönsku árið 1817, Sóknarlýsingum Hins ísl. bókmenntafélags frá 1839, skráningu Hins ísl. fornleifafélags 1879 og síðan með lögum til verndar fornleifum frá 16. nóv. 1907. Skilgreiningar á hugtakinu fornminjar var mjög víð. Í framhaldi af þeim voru 10 staðir friðlýstir. Lögin voru að mestu samani af Matthíasi Þóraðsyni, þjóðminjaverði. Þá komu Þjóðminjalög 19. maí 1969 og aftur 29. maí 1989. Þá kom inn 100 ára reglan um friðun og heimild til að friðlýsa yngri minjar. Þessi regla kemur ekki til með að eldast vel því hún kemur til með að úreldast þegar fram líða stundir (öll mannvirki verða mun varanlegri en áður var). Reglugerð með Þjóðminjalögum kom út 4. janúar 1998. Í henni var m.a. gert ráð fyrir að allir minjastaðir yrðu skráðir undir stjórn fornleifafræðings og færðir á kort. Reglugerðin hefur hins vegar ekki verið löguð að núgildandi Þjóðminjalögum, sem eru frá 31. maí 2001. Þau lög eru nú í endurskoðun. Vonandi verða gerðar róttækar breytingar á þeim, bæði hvað varðar “stofnanalénsveldi” og möguleika á “eðlilegri” samskiptagrundvelli fræðimanna og leikmanna.Sagan hér á landi – stutt yfirlit
Fram til 1850 voru ýmsir rannsóknarleiðangrar farnir hér á landi, en vísindalegar aðferðir við fornleifaskráningar voru varla til. Fór það eftir áhuga ferðalanga (t.d. Eggerts og Bjarna) að hverju athyglin beindist og hvað var skráð. Örnefni, einkum er tengdust sögustaðaminjum, dómhringjum og hofum, komu fram í prestaskýrslum dönsku fornminjanefndarinnar (1817) og sóknarlýsingum. Oft var vitnað í munnmæli studd texta fornritanna og einstakar eigin athuganir voru gerðar.
Um 1870 til 1910 fór fram víðtæk sögustaðaskráning (tengd Íslendingasögunum bæði beint og óbeint). Örnefni og frásagnir komu frá staðkunnugum og eigin athuganir höfðu aðallega þann tilgang að finna tiltekna staði er getið var um í Íslendingasögum eða Landnámu. Fram fóru nokkurs konar dómar hvort tillögur eða kenningar tiltekinna manna stæðust eður ei. Í flestum tilvikum stóðust þeir – að minnska kosti á meðan annað var ekki vitað. Kaalund hafði nokkra sérstöðu. Hann hafði aðgengi bæði að óprentuðum gögnum í Kaupmannahöfn og hafði lag á leiðsögn heimamanna á hverjum stað. Þá hafði Brynjúlfur Jónsson einnig nokkra sérstöðu á þeim tíma þar sem var áhugi á alþýðufróðleik þess tíma, byggðum á sögum og munnmælum en ekki algerlega á texta Íslendingasagnanna. Segja má að Brynjúlfur hafi verið fyrsti fornleifaskrásetjarinn, sem reyndi með eigin upplifun að túlka minjar, s.s. eyðibýli, oft sem engar ritheimildir voru til um.
Um 1895-1905 byrjaði hin menningarsögulega skráning fornminja. Þar voru fremstir í flokki Þorsteinn Erlingsson og Daniel Bruun. Sá fyrrnefndi safnaði minjum til stuðnings minjum í Kanada að beiðin þarlendrar konu, en sá síðarnefndi leitaði bæði skipulegar og ítarlegar að fornminjum en áður þekktist. Þá beindi hann athygli að fleiri og miður áhugaverðari minjum, s.s. stekkjum og kvíum. Þessi áhugi hans varð til þess að efni um þessar tegundir “sjálfsagðra” fornminja varðveittust síðar. Daniel byggði á fyrra skráningarstarfi, gerði skipulegar athuganir, leitaði á vettvangi og lagði áhersla á tilteknar gerðir og flokka fornminja, en gerði ekki upp á milli þess sem hann uppgötvaði og beinna ritheimilda.
Um 1920-1970 kom millikafli – örnefnaskráningin. Áherslan færðist yfir á sjálfan íslenska bóndann. Hann gerði örnefnaskrá fyrir sitt svæði (enda staðkunnugur) eða tekið var viðtal við hann um örnefni í landareign hans. Allt var skráð. Landið sjálft fékk einnig verðskuldaða athygli. Auknar eyðibýlarannsóknir fylgdu í kjölfarið samfara tóftaskoðunum.
Eftir 1970 hafa ýmsir áhrifaþættir ráðið fornleifaskráningunni, s.s. umhverfisverndarstefna, barátta fyrir friðun (þjóðgarðar) og aukinn almennur áhugi á verndun, einkum gamalla húsa. Rannsókn Sigurðar Þórarinssonar á jaðarbyggðum og útbreiðslu eyðibyggða fékk athygli og norrænt eyðibýlaverkefni fór í gang með þátttöku Björns Teitssonar (í Suður-Þingeyjarsýslu).
Helstu vörður þessa tíma má segja að séu þó söguminjaskráning Helga Hallgrímssonar 1974 í Mývatnssveit þar sem lögð var til grundavallar staðgóð þekking á tilteknus væði (ritheimildir, örnefni, náttúrufar og tóftaskoðun). Hann lagði fram mjög stuttar lýsingar á staðháttum, en engar myndir. Minjar voru staðsettar á uppdrætti og þær voru flokkaðar.
Nýjar eyðubýlarannsóknir fóru fram um 1980. Sveinbjörn Rafnsson (í Hrafnkelsdal og á Brúardölum) og Guðrún Sveinbjarnardóttir (undir Eyjafjöllum, í Skagafjarðadölum, í Berufirði og víðar) gerðu ítarlega heimildakönnun á svæðunum, skipulögðu leit á vettvangi og afmörkuðumsvæðum, nýaldarminjum var sleppt, nákvæmir uppdrættir gerðir, prufuskurðir til gjóskulagagreiningar grafnir, formleg útgáfa gefin út og doktorsritgerð Guðrúnar tók á verkefninu. Tilraunir voru gerðir með aðferðir, loftmyndir notaðar og innrauðar ljósmyndir skoðaðar.
Kristján Eldjárn gaf síðan tóninn. “Örnefni og minjar í landi Bessastaða” (1981) var nærtækt verkefni eftir að hann varð forseti, en í lagði hann línuna í skráningu og frágangi slíkra skráa. Hann gekk eftir örnefnum og gerði vettvangsathuganir, tók ljósmyndir af 13 minjastöðum, tilnefndi garðlög, tóftir, runna og rústabungur, lýsti minjum og gerði uppdrátt af svæðinu. Þá framkvæmdi hann fornleifaskráningu í Papey (kom út 1989) þar sem hann tiltók minjar frá öllum tímabilum.
Þrátt fyrir friðlýsingar fornleifa fyrrum var könnun á tilvist friðlýstra fornminja árið 1980 mögum áhyggjuefni. Í henni kom m.a. fram að 7.7% minjanna voru horfnar, 19% skemmdar, 12.2% í hættu, 13.1% óþekktar hvað staðsetningu varðaði (gætu hafa verið horfnar eða týndar ábúendum) og 31.7% landeiganda vissu hreinlega ekki um friðlýsingu minja á þeirra landssvæði.
Þá má nefna baráttu Þjms, einkum Guðmundar Ólafssonar, fyrir skipulegri fornleifaskráningu eftir 1980. Ákvæði þess efnis komst inn í lögin og eftir þeim hefur verið unnið við skipulagsvinnu sveitarfélaga.
Skipuleg fornleifaskráning fór fram á árunum 1982-89, ekki síst fyrir vinnuframlag Ágústar Ólafs Georgssonar, en eldri fornleifaskráningar hafa ekki enn verið gefnar út og því lítt aðgengilegar.
Ný Þjóðminjalög komu 1989, en veruleg kreppa varð í öllu framlagi fornleifarannsókna á árunum þar á eftir (til 1994). Deilur og óeining settu mark sitt á fræðin. Samdráttur varð í fornleifaskráningunni, nema ef vera skyldi fornleifaskráning fyrir Reykjavík, sem varð sú fyrsta heilstæða á landinu.
Framundan eru bjartari tímar, en gera þarf gangskör í skipulegri fornleifaskráningu á landinu, ekki síst á grundvelli “field walking” þar sem ákveðin svæði er gengin skipulega og fornleifa leitað, hvort sem um er að ræða sýnilegar minjar eða jarðlægar.
Ekki er öllum gefið að skynja og greina minjar í landinu. Til er þó það fólk, sem það getur með tiltölulega auðveldum hætti.Byggt á kennslu í fornleifafræði (OV) hjá Háskóla Íslands – 2006.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu. Fundust við uppgröft.