Tag Archive for: fornleifaskráning

Húshólmi

Í Morgunblaðinu 1998 kynnti Orri Páll Ormarsson sér sögu fornleifaskráningar á Íslandi, sem skiptist í nokkur góðæri með löngum harðindaskeiðum á milli, fræddist um starfið sem nú er verið að vinna og ræddi við Orra Vésteinsson, fornleifafræðing, undir fyrirsögninni „Fortíðinni forðað frá glötun„:

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar, nú í verulegri hættu vegna orkuframkvæmda.

„Sá dýri arfur sem fólginn er í fornleifum þessa lands er að hverfa. Þetta fullyrða fornleifafræðingar. Svo virðist sem Íslendingar, sem til þessa hefur verið annt um sögu sína og uppruna, haíí gleymt sér í töfraheimi tækninnar – fortíðin er fótum troðin. Nú er mál að linni, segja fornleifafræðingar. Vöknum til vitundar um illvirkið áður en það er um seinan!
Fornleifar eru ekki ótæmandi auðlind. Þjóð sem veit ekki hvaðan hún kemur getur ekki vitað hvert hún er að fara!

Beittasta vopnið í baráttunni fyrir varðveislu fornleifa er sú tegund grunnrannsókna sem nefnist fornleifaskráning. En hún er lítt þekkt meðal almennings hér á landi.

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar eyðilagðar á fyrsta degi orkuframkvæmda 2025 – og það þrátt fyrir alla viðleytni hlutaðeigandi um vonlega varðveislu.

Fornleifaskráning er kerfisbundin leit og skráning á fornum mannvistarleifum en án slíkra upplýsinga er ekki hægt að gera ráðstafanir til að vernda minjarnar. Skráning af þessu tagi hefur verið unnin jafnt og þétt í rúma öld í nágrannalöndunum og á sumum stöðum er hafin önnur eða þriðja umferð. Á Íslandi lauk fyrstu yfirferð um 1823 en þær upplýsingar eru að mestu gagnslausar eða úreltar sem tæki til minjaverndar eða annarrar stjórnsýslu á nútímavísu. Engin heildarskrá yfir fornleifar landsins er enn fyrir hendi. Er því lítið vitað um fornleifar á Íslandi, hve margar hafa eyðst á síðustu áratugum, hve margar eru hólpnar. Þetta er þó óðum að breytast.

Orri Vésteinsson

Orri Vésteinsson.

Markviss fornleifaskráning hefur opnað ýmsa nýja möguleika í fornleifavernd, að sögn Orra Vésteinssonar, fornleifafræðings sem stjórnar fornleifaskráningarstarfinu hjá Fornleifastofnun, og nú er hægt að áætla hversu margir minjastaðir séu á landinu öllu, rúmlega 100.000, hversu stórt hlutfall þeirra hefur orðið fyrir skemmdum eða eyðileggingu, allt að 60%, og hvaða svæði eða minjaflokkar séu í mestri hættu. Forsendur hafa því skapast til að gera nákvæmar áætlanir um umfang og kostnað við skráningu fornleifa og leggja þannig grunninn að öflugri minjavernd á næstu öld.
Orri VésteinssonOrri segir að á þeim stutta tíma síðan Fornleifastofnun byrjaði á skráningunni hafi hugmyndir fornleifafræðinga um íslenskar fornleifar tekið stakkaskiptum. „Við vissum lítið sem ekkert um þær í upphafi – hvorki hvað þær væru margar né hvers eðlis þær væru. Núna höfum við að minnsta kosti allgóða hugmynd um það og eftir nokkur ár munum við vita miklu meira. Við erum rétt byrjuð að fleyta rjómann ofan af þessum upplýsingum sem við höfum verið að safna en hægt verður að nýta þennan grunn mjög lengi, gera bæði skemmtilegar og gagnlegar rannsóknir á íslenskum fornleifum og miðla upplýsingum til ferðamanna um staði sem gaman er að heimsækja. Við teljum því nefnilega statt og stöðugt að með því að gera fornleifar meira spennandi vinnum við um leið að verndun þeirra.“

Hjátrúin betri en enginn

Flekkuvík

Flekkusteinninn – rúnasteinn í Flekkuvík.

Skipuleg skráning fornleifa á Íslandi hófst árið 1817 er hin konunglega danska fornminjanefnd sendi spurningalista til allra sóknarpresta í landinu. Fékk nefndin upplýsingar um fomleifar af ýmsum toga á um 700 stöðum hringinn í kringum landið, einkum minjar tengdar söguöld, svo sem hauga, hof, þing og dómhringa. Frásagnir um þessar minjar voru umluktar þjóðsögulegri hulu og er þess víða getið að menn hafi reynt að grafa tilteknar minjar og orðið fyrir allskyns óhöppum fyrir vikið. Hefur hjátrúin, að sögn Orra, reynst betri en enginn við varðveislu fornleifa. Nefndin gekkst fyrir fyrstu friðlýsingunum í sögu íslenskrar minjaverndar og friðaði meðal annars Snorralaug í Reykholti, dómhring á Þórsnesi á Snæfellsnesi og allnokkra steina með rúnaáletrunum.

Húshólmi

Húshólmi – garður. Landnámslagið +/- 874 er í garðinum.

Undir miðja 19. öld sendi Hið íslenzka bókmenntafélag sóknarprestum spumingalista um nærri allt milli himins og jarðar, enda hugðist félagið gefa út allsherjarlýsingu á landi og þjóð. Því verki lauk aldrei en skýrslur frá prestum, sem varðveist hafa, geyma upplýsingar um fornleifar í flestum sóknum þótt víða hafi menn svarað erindinu á þann veg að í þeirra sókn væri „engar fornleifar“ að finna. Fornleifar eru auðvitað alls staðar þar sem einhver mannvist hefur verið en þessi sérkennilegu viðbrögð segir Orri að megi væntanlega skýra með því að skýrsluhöfundar hafi talið að einungis væri verið að leita markverðra fornleifa. „Enn í dag eru þetta oft fyrstu viðbrögð ábúenda þegar skráningarmaður mætir á vettvang til að spyrjast fyrir um minjastaði.“

Kristian kålund

Peter Erasmus Kristian Kaalund (1844–1919).

Er líða tók á 19. öldina hófst sjálfstæðisbaráttan og um leið jókst áhugi Íslendinga á fortíð þjóðarinnar. Í vísindum og fræðum birtist þessi áhugi einkum í rannsóknum á fornsögum en jafnframt var sjónum beint að staðháttum og fornleifum sem unnt var að fella saman við lýsingar á fornritum. Fornleifakönnun fluttist af höndum presta til sérfróðra manna og var það danski norrænufræðingurinn Kristian Kálund sem fyrstur ferðaðist um Ísland í því skyni að finna staði sem getið er um í fornsögum og lýsa staðháttum og fornminjum sem sagnir voru um að vörðuðu atburði eða einstaklinga frá söguöld. Rit hans, Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse av Island, sem birtist á árunum 1877-82, er enn meðhöndlað sem undirstöðurit í staðfræði Íslendingasagna og hinn vandaðasti leiðarvísir um söguslóðir, að því er fram kemur í máli Orra.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson (1838-1914).

Hið íslenzka fornleifafélag var stofnað 1879 og á vegum þess fóru fornfræðingar í rannsóknarleiðangra vítt og breitt um landið í þrjá áratugi. Fyrir þeim fóru Sigurður Vigfússon og síðar Brynjúlfur Jónsson. Markmið þeirra var áþekkt markmiði Kálunds – að finna og lýsa fornleifum sem þeir töldu að gætu skýrt einstakar frásagnir í Íslendingasögum eða varpað ljósi á þjóðskipulag Íslands á söguöld.
Sigurður og Brynjúlfur skráðu fjölda rústa og birtu niðurstöður sínar jafnóðum í Árbók fornleifafélagsins.

Hlutlægari aðferðir
Um síðustu aldamót voru hér einnig á ferð danski kafteinninn Daniel Bruun og Þorsteinn Erlingsson skáld en þeir beittu heldur hlutlægari aðferðum en Sigurður og Brynjúlfur. Báðir reyndu þeir að lýsa og skilgreina tegundir fornleifa og Bruun gerði fyrstur manna skipulegar rannsóknir á landbúnaðarminjum og byggingarlagi íslenskra torfhúsa.
Fyrstu íslensku þjóðminjalögin, svonefnd „Lög um verndun fornmenja„, voru samþykkt árið 1907 og embætti fornminjavarðar – síðar þjóðminjavarðar – sett á laggirnar.

Húshólmi

Húshólmi – teikning Brynjúlfs í Árbókinni 1903.

Með þessum lögum voru fornleifar skilgreindar með lagabókstaf og þjóðminjaverði heimilað að friðlýsa minjastaði. Bar honum jafnframt að semja skrá yfir allar fornleifar sem honum þótti ástæða til að friða. Lögðust leiðangrar Fornleifafélagsins þá af að mestu.
Á árunum 1926-30 var fjöldi fornleifa tekinn á friðlýsingaskrá. Friðlýsingar þessar byggðust einkum á rannsóknum Sigurðar og Brynjúlfs sem gerðar voru allt að öld áður. Út frá því dregur Orri þá ályktun að stefnan í minjavörslu á fyrri hluta aldarinnar hafi verið sú að varðveita einkum þá staði sem taldir voru sögualdarminjar.

Friðlýsingar frá árdögum opinberrar fornminjavörslu mynda meginhluta friðlýstra minja í landinu en að jafnaði hafa friðlýsingar verið stopular frá því á fjórða áratugnum.
Á sama tíma og dró úr sögustaðaskráningu í byrjun aldarinnar fór áhugi á örnefnum vaxandi og stóð Fornleifafélagið og síðar Þjóðminjasafnið að örnefnaskráningu um land allt.

Sigurður Vigfússon

Sigurður Vigfússon (1828–1892).

Í örnefnaskrám er oft að finna upplýsingar um minjastaði, eða mikilvægar vísbendingar um staði þar sem mannvirki hafa staðið áður en eru nú horfin.
Fornleifaskráning í nútímaskilningi, þar sem leitast er við að skrá allar þekktar fornleifar en ekki aðeins þær sem þóttu „merkilegar“, hófst í Reykjavík á sjöunda áratugnum og hefur staðið með löngum hléum síðan. Henni er ekki lokið. Skráning er líka hafin víðar um land en hvergi að fullu lokið á þann veg að út hafi verið gefin rækileg fornleifaskrá.
„Í kjölfar húsverndunaráhuga, sem efldist mjög á 8. áratugnum, fóru menn að hugsa skipulega um fornleifaskráningu,“ segir Orri.
„Þjóðminjasafnið reið á vaðið og stóð fyrir skráningu í samstarfi við nokkur þéttbýlissveitarfélög, einkum á suðvesturhorninu, þar á meðal flesta kaupstaðina í kringum Reykjavík.
HelgadalurAð mörgu leyti var þetta skynsamleg nálgun því fornminjar eru auðvitað í mestri hættu í þéttbýli. Þarna var því unnið mjög mikilvægt starf.“
Ólíkt fornleifakönnun 19. aldar, sem hafði það markmið að finna áþreifanleg minnismerki um sögu lands og þjóðar, hefur áhugi á skráningu fornleifa síðustu tvo til þrjá áratugi þannig fyrst og fremst stafað af vaxandi áhyggjum af stórfelldri eyðileggingu fornleifa sökum stóraukinnar þéttbýlismyndunar og vélvæðingar í landbúnaði allt frá stofnun lýðveldisins.

Stórhöfði

Stórhöfði við Hafnarfjörð – nátthagi. Minjarnar eru enn óskráðar þrátt fyrir meinta fornleifaskráningu af svæðinu.

Segir Orri sveitarstjórnarmenn fyrir bragðið víða hafa tekið við sér og hlutast til um að hefja skráningu fornleifa í héraði.
„Það er gaman að lesa greinar sem menn skrifuðu um þetta vandamál um síðustu aldamót. Þá sáu þeir ofsjónum yfir eyðileggingu fornleifa af völdum túnaslétta með handverkfærum, sem var auðvitað ekki nema brotabrot af því sem síðar varð. Þetta segir okkur það að maður er alltaf aðeins of seinn! Í svo til hvert einasta skipti sem við komum í nýja sveit er gamli maðurinn sem vissi allt nýdáinn. Þetta er eitt af því sem maður verður að sætta sig við. Við getum líka huggað okkur við það, að þótt við séum heldur sein fyrir núna verður þessi skráning óvinnandi vegur eftir fimmtíu ár.“

Vatnaskil í minjavernd

Fossárrétt

Fossárréttin í Kjós 2011 – var friðlýst 16.03.1972. Fornleifarnar eru nú klæddar skógi.

Auk fornleifaskráningar á vegum sveitarstjórna hafa einstakir vísindamenn staðið fyrir fornleifaskráningu í rannsóknarskyni. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða skráningu á eyðibyggðum og afdölum þar sem rústir eru í lítilli hættu. Víða um land hefur áhugasamt fólk reyndar skráð fornleifar að eigin frumkvæði. Slíkar skrár eru, að hyggju Orra, misjafnar að gæðum en reynast oft ómetanlegar heimildir um fornleifar sem síðar hefur verið hróflað við.
Árið 1989 urðu vatnaskil í íslenskri minjavernd er Alþingi samþykkti ný lög um þjóðminjavörslu í landinu. Með nýjum lögum öðluðust allar fornleifar á Íslandi friðhelgi: „Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja…“ Á þetta jafnt við um fornleifar sem eru þekktar og sýnilegar og þær fornleifar sem koma í ljós við jarðrask af einhverju tagi. Brot gegn þessum ákvæðum varða sektum til ríkissjóðs eða þyngri refsingu.

Dalurinn

Fjárskjól frá Ási, hið síðasta innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. Eyðilagt af verktökum vegna framkvæmda 2023.

Í þessum lögum var einnig það nýmæli að fornleifaskráning varð lögbundin forsenda skipulagsvinnu: „Skylt er að fornleifaskráning fari fram á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess…“
Árið 1993 voru einnig samþykkt lög um umhverfismat sem herða enn á fornleifavernd. Er nú ekki hægt að leggja í stórar framkvæmdir nema gerð hafi verið fornleifakönnun á undan.
Segir Orri þessa öru þróun í löggjöf í þágu minjaverndar kærkomna. „Til þess að fylgja mætti þessari löggjöf eftir var nauðsynlegt að þróa og bæta aðferðir við fornleifaskráningu. Til þessa hafði hún verið ómarkviss, hægvirk og afar kostnaðarsöm.

Kringlumýri

Horft niður á Kringlumýri, forna selstöðu frá Húshólmabæjunum. Selstaðan hefur aldrei verið fornleifaskráð þrátt fyrir að fornleifaskráningu svæðisins er sögð vera lokið.

Fornleifastofnun hefur unnið að endurbótum á skráningaraðferðum síðustu ár. Markmiðið með þessu óvenjulega samstarfi sveitarstjórnarmanna og fornleifafræðinga var að sameina ólíka hagsmuni minjaverndar, framkvæmdaaðila, skipulagsgerðar, ferðaþjónustu og almennrar héraðsstjórnar.“ Segir Orri árangurinn þegar vera að koma í ljós. Fjöldi minja hafi verið kortlagður og fornleifavernd og hagnýting minjastaða er tekin með í reikninginn við skipulagsvinnu og framtíðaráform í ferðaþjónustu. Þá gaf menntamálaráðuneytið út í júní síðastliðnum reglugerð með þjóðminjalögum, þar sem er að finna skilgreiningu á því í hverju fornleifaskráning er fólgin. Segir Oni þessa viðleitni ráðuneytisins stuðla að því að fagmannlega verði unnið að fornleifaskráningu framvegis og færa fornleifafræðingum beitt vopn í hendur í baráttu þeirra fyrir öflugri fornleifavernd á nýrri öld.

Krýsuvíkursel

Tóftir Krýsuvíkursels austan Selöldu. Selið hefur aldrei verið fornleifaskráð þrátt fyrir meinta fullnaðarfornleifaskráningu fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar.

Fornleifaskráning er nú eingöngu fjármögnuð af sveitarfélögum og framkvæmd að vilja og frumkvæði sveitarstjórnarmanna í hverju héraði. Þetta nýja hlutverk sveitarstjórna hefur að vísu ekki verið lögfest en Orri segir að í því felist umtalsverðir hagsmunir, meðal annars þar sem brýnt sé að til séu nákvæmar og aðgengilegar upplýsingar um menningarminjar. Þar að auki fari skilningur vaxandi á því að fornleifar séu vannýttar auðlindir í ferðaþjónustu.

En hvað eru fornleifar?

Ingvaldarsel

Ingvaldarsel í Grafningi. Var fyrst nýlega fornleifaskráð þrátt fyrir nokkrar fyrrum skráningar á svæðinu.

Orri segir að skoðanir manna á því hafi breyst mikið á undanförnum áratugum. Byggingar sem voru hversdagslegar fyrir hundrað árum séu nú orðnar minjar um horfna lífshætti. Í lögum eru fornleifar skilgreindar á eftirfarandi hátt: „Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk era á… Að jafnaði skal telja minjar 100 ára og eldri til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar…“
Í lögunum eru gefin allnokkur dæmi, svo sem byggðaleifar, bæjarstæði, húsleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum.

Gullbringuhellir

Gullbringuhellir – bæli sem aldrei hefur verið fornleifaskráð.

Einnig vinnustaðir þar sem aflað var fanga, gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita, gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra; varnamannvirki; þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brannar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð; áletranir, greftranarstaðir og skipsflök.
Það er skýrt af þessari skilgreiningu að fornleifar eru ekki aðeins öll mannvirki í víðasta skilningi heldur einnig staðir sem á einn eða annan hátt tengjast menningu og atvinnuvegum.

Skálafell

Skálafell austan Esju – tóft, sem aldrei hefur verið fornleifaskráð. Tóftarinnar er getið í Landnámu.

Er þessari skilgreiningu nú fylgt við fornleifaskráningu, auk þess sem allar byggingar úr torfi og grjóti eru skráðar sem og önnur mannvirki sem eru vitni um horfið verklag eða tækni, þótt þau séu yngri en 100 ára. Þar með geta talist elstu steypubyggingar, byggingar úr blönduðu efni (torf, grjót, timbur, steypa, bárajárn) og mannvirki eins og heimarafstöðvar, sundlaugar, upphlaðnir vegir frá því fyrir jarðýtuöld, fiskplön, áveituskurðir og hvers kyns minjar aðrar sem tengjast umbreytingum í atvinnuvegum og lífsafkomu á fyrri hluta 20. aldar. Minjar sem tengjast seinni heimsstyrjöldinni, veru setuliðsins og framkvæmdum á vegum þess (vegir, flugvellir, braggahverfi, skotgrafir o.s.frv.) eru einnig skráðar að jafnaði.

Nauðsynlegnr undirbúningur

Hraun

Refagildra við Hraun. Gildran sú er með fjórum inngöngum, sem verður að þykja verulega  sjaldgæft. Refagildran, sem er ein af u.þ.b. 100 slíkur á Reykjanesskaganum hefur aldrei verið fornleifaskráð. Sigurður Gíslason, bóndi á Hrauni, er hér ásamt Sesselju Guðmundsdóttur o.fl.

Nauðsynlegar upplýsingar um gerð og ástand fornleifa er aðeins hægt að afla með vettvangsathugun og við það er venjulega átt með hugtakinu fornleifaskráning. Til þess að vettvangsathugun komi að fullu gagni verður, að sögn Orra, þó fyrst að taka saman ýmiskonar upplýsingar, bæði skriflegar og munnlegar, sem vísa á minjastaði og geta gefíð vísbendingar um hlutverk mannvirkjaleifanna. „Slík heimildakönnun er nauðsynlegur undirbúningur undir vettvangsathuganir en hún getur líka skilað sjálfstæðum niðurstöðum. Til eru heimildir sem geta gefið grófa mynd af fjölda, eðli og ástandi minja á ákveðnum svæðum og skipuleg heimildaúttekt í því skyni getur komið að gagni við skipulagsgerð jafnt sem minjavernd og rannsóknir.“

Gufuskálar

Brunnur (lind) við Gufuskála í Suðurnesjabæ. Lindin hefur aldrei verið fornleifaskráð. Skammt neðan hennar er meint bæjarstæði Steinunnar gömlu, sem einnig hefur ekki verið fornleifaskráð.

Aðferðir fornleifaskráningu fela í sér að skráningunni er skipt í þrjú afmörkuð stig og eru þar höfð til riðmiðunar þrjú stig skipulagsvinnu, það er svæðis-, aðal- og deiliskipulag.
Svæðisskráning felst í því að taka saman gögn annars vegar um þekktar fornleifar og hins vegar um atriði sem geta gefið vísbendingar um staðsetningu og eðli fornleifa. Á þeim grunni er lagt mat á fjölda, dreifingu, eðli og ástand menningarminja viðkomandi svæða og gerðar tillögur um verndun, nýtingu og frekari athuganir. Niðurstaða svæðisskráningar er annars vegar skýrsla með heildarmati á menninganninjum á svæðinu og hins vegar skrá yfir allar þær upplýsingar sem safnað hefur verið með kortgrunni sem aðalskráning fornleifa mun síðan byggjast á.

Hlöðunes

Hlöðunesleiði. Helgi Davíðsson í Vogum, þá  84 ára, var manna fróðastur um Ásláksstaði og nágrenni, en hann ólst þar upp og bjó þar lengi framan af. Helgi gat bæði bent á leiði Hlöðvers í Hlöðunesi og Hjónaleiðið á Ásláksstöðum. Helgi lést skömmu síðar.

Á því stigi skráningar, sem kallast aðalskráning, er farið á vettvang og viðtöl tekin við ábúendur eða aðra staðkunnuga. Markmið með viðtölum er að endurskoða þær upplýsingar sem þegar hefur verið safnað, fá upplýsingar um nýja staði og síðan leiðsögn um viðkomandi landareign.
Með hliðsjón af munnlegum og rituðum heimildum er síðan gengið á þá minjastaði sem upplýsingar hafa fengist um, en jafnframt eru athuguð svæði þar sem líklegt getur talist, út frá gróðurfari og öðram aðstæðum, að fornleifar leynist. Orri segir að á velflestum minjastöðum séu tóftir eða aðrar mannvirkjaleifar ekki sýnilegar og því ekki annað hægt að gera en komast sem næst staðsetningu minjanna og færa hana á kort. Er það gert með því að finna hnattstöðu staðarins með staðsetningartæki.

Reykjavík

Steinbryggjan við uppgröft við enda Pósthússtrætis í Reykjavík.

Þar sem fornleifar eru huldar sjónum er lögð áhersla á að komast að því fyrir hvers konar hnjaski þær geta hafa orðið, hvernig aðstæður voru áður á viðkomandi stað og reynt eftir fóngum að meta hvort staðurinn sé enn í hættu.
Þar sem tóftir eða mannvirkjaleifar eru sýnilegar er þeim lýst á staðlaðan hátt og gerður af þeim uppdráttur, auk þess sem þær eru færðar á kort og hnattstaða þeirra fundin. Áhersla er lögð á að fá skýra mynd af umfangi, lögun og ástandi minjanna en að öðra leyti er ekki um að ræða nákvæma rannsókn á hverjum stað. Einnig er ástæðum lýst og reynt að meta hvort minjastaðurinn sé í hættu og þá af hvaða völdum.

Leynir

Skjól í Leyni ofan Lambhaga við Hafnarfjörð. Nú horfið vegna framkvæmda.

Ólíkt svæðis- og aðalskráningu fornleifa er ekki gert ráð fyrir að deiliskráning verði gerð á öllum minjastöðum. Deiliskráning er fyrst og fremst gerð þar sem verið er að vinna deiliskipulag og niðurstöður umhverfismats benda til að séu markverðar fornleifar sem rannsaka þarf nánar og þar sem haft er í hyggju að kynna minjastaði fyrir almenningi.
Markmið deiliskráningar er öðru fremur að fá nákvæmar upplýsingar um einstaka minjastaði eða minjar á litlum afmörkuðum svæðum. Aðferðirnar sem beitt er geta verið mismunandi eftir markmiði athugunarinnar en í minnsta lagi er gerð nákvæm yfirborðsmæling á minjunum og þeim lýst í smáatriðum. Sömuleiðis getur í sumum tilvikum verið æskilegt að grafa litla könnunarskurði, til dæmis til að komast að aldri minjanna eða þegar staðfesta þarf að um mannvirki sé að ræða.
Aðferðir deiliskráningar eru í aðalatriðum þær sömu og beitt er í rannsóknum í vísindaskyni og raunar er æskilegt að vísindaleg sjónarmið séu látin ráða ferðinni við uppgröft þótt tilefni athugunarinnar séu önnur.

Hefur gefið góða raun

Reykjavík

Hafnargerðin í Reykjavík á árunum 1913—17 var á sínum tíma stærsta verklega framkvæmd sem ráðist hafði verið í hér á landi. […] Vegna seinni tíma uppfyllinga hefur lítið varðveist af sýnilegum ummerkjum um þessa merku framkvæmd.
Við framkvæmdir þróunarfélagsins Landstólpa hefur hafnargarður frá Reykjavíkurhöfn sem fór undir landfyllingu árið 1939 komið í ljós. Garðurinn var reistur á fyrri stríðsárunum sem hluti af hafnargerðinni en hún var á þeim tíma stærsta og merkasta verklega framkvæmd sem Íslendingar höfðu ráðist í.
Garðurinn tengdist steinbryggju sem var við enda Pósthússtrætis. Nú horfinn undir byggingaframkvæmdir.

Orri segir þessa skráningartilhögun hafa gefið góða raun. Nú liggja fyrir um fimmtíu skýrslur með skrám um fornleifar á hverri jörð í allnokkrum hreppum. Framundan er þó mikið starf, því ætla má að einungis um 15-20% minjastaða séu komin á skrá og þar af hefur minna en fjórðungur verið skráður á vettvangi.
„Vöxturinn í greininni hangir saman við miklu meiri skipulagsvinnu. Nú er landið allt orðið skipulagsskylt og stefnt er að því að aðalskipulag fyrir það verði til á næstu áram eða áratugum. Í sambandi við þá vinnu á, samkvæmt lögunum, að fara fram fornleifaskráning og stefnum við að því að henni verði lokið eftir um tvo áratugi.“
Fornleifastofnun Íslands hefur þjálfað nokkurn fjölda manna í fornleifaskráningu. Segir Orri starfið fjölbreytilegt en að mörgu
leyti erfitt. „Það krefst þess að menn kunni á ritaðar heimildir, geti tekið viðtöl og séu tilbúnir að leggja á sig miklar göngur, meðal annars á fjöllum, og talsverða útivist. Þetta er óvenjulegt starf en skemmtilegt finnst okkur sem stundum það.“
En eitthvað hlýtur skráning sem þessi að kosta?

Reykjavík

Reykjavík – varðveittar minjar landmámsbæjar í Aðalstræti.

„Vissulega. Fornleifaskráning er dýr, til dæmis í samanburði við sagnfræðirannsóknir, en reynt hefur verið að taka á þessu annars vegar með því að lækka kostnað með hraðari og staðlaðri vinnubrögðum en áður þekktust og hins vegar með því að efla skilning almennings á þeim verðmætum sem felast í starfi af þessu tagi. Ég held að þær sveitarstjórnir sem þegar hafa ráðist í fornleifaskráningu hafi að verki loknu yfirleitt verið undrandi á því hversu miklum upplýsingum tókst að safna á skömmum tíma. Þetta er þannig spurning um verðmætamat og ef menn skilja hvílík verðmæti felast í upplýsingum um fornminjar og sögu byggðar, þá má alveg eins segja að fornleifaskráning sé hlægilega ódýr.
Það hefur líka verið tiltölulega auðvelt að sannfæra almenning, sérstaklega sveitarfélög, um að það sé mikilvægt að setja pening í rannsóknir og skráningu af þessu tagi. Áhuginn er fyrir hendi – það þarf bara að virkja hann. Það hefur því ekki verið vandamál að fá þau verkefni sem við höfum borið okkur eftir.“
Orri segir það meira áhyggjuefni hversu fáir fornleifafræðingar séu í landinu og hversu fáir leggi stund á nám í þeim fræðum.“

Fornleifar

Friðlýstar fornleifar.

Framangreind grein er athyglisverð, 27 ára gömul opinber umfjöllun. Allt sem sagt er lýsir mikilli bjartsýni og góðri von fyrir hönd minjavörslu landsins.

Betra ef hvorutveggja hefði gengið eftir. Hið jákvæða er að fjöldi fornleifaskráninga hefur farið fram síðan skráð var, en draga þarf bæði gæði þeirra og viðbrögð embættismanna og kjörinna fulltrúa í efa.
Þegar horft er til gæðanna er ljóst að skráningaraðilar virðast líta framhjá allt of mörgum merkilegum fornminjum, líklega til að spara sér tíma og pening. Hin meintu viðbrögð má auk þess augljóslega sjá í hversu margföld minjaeyðileggingin hefur orðið á umliðnum árum og virðist fara ört vaxandi. Svo virðist sem og hinu opinberu stofnanir, sem eiga að gæta fornminja landsins, standi sig bara ekki í stykkinu…

-Morgunblaðið, 208. tbl. 15.09.1998, Fortíðinni forðað frá glötun – Orri Vésteinsson, bls. 32-33.

Húshólmi

Húshólmi – frágangur Fornleifaverndar ríkisins til upplýsingagjafar á staðnum til a.m.k. tíu ára. Staðsetningin og áhugaleysið getur varla lýst miklum metnaði af hálfu ríkisstofnunarinnar.

Snældursnúðar

Bjarni F. Einarsson skrifaði tvær greinar um fornleifaskráningu í Sveitarstjórnarmál árið 1996. Sú síðari bar yfirskriftina „Skyldur okkar gagnvart fortíðinni„:

Inngangur

Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson. Starfsmaður Þjóðminjasafnsins.

„Í fyrri grein minni um fornleifaskráningu á Íslandi fjallaði ég aðallega um þau lög sem lúta að fornleifaskráningu og öðru sem tengist henni. Ég skilgreindi hugtökin fornleifar (skv. þjóðminjalögum) og fornleifaskráning. Jafnframt fjallaði ég um forsögu fornleifaskráninga og sýndi hvernig þessi mál hafa breyst í tímans rás eins og hugtökin fornleifar og fornleifaskráning. Í þessari grein ætla ég að fjalla um nauðsyn fornleifaskráningar og skyldur okkar gagnvart fortíðinni, enda eru þessi atriði náskyld.
Síðan „Commissionen for Oldsagers Opbevaring“ var og hét í byrjun 19. aldar hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þjóðin hefur fengið sjálfstæði, stofnað háskóla og þjóðminjasafn og sett lög um hvað séu fornleifar og hvað ekki. Til að rifja það stuttlega upp þá eru allar minjar eða rústir, sem eldri eru en 100 ára og mannaverk eru á, taldar til fornleifa. Einnig eru staðir tengdir þjóðtrú eða athöfnum manna og jafnvel yfirnáttúrulegra vera, svo sem álfasteinar og stöðlar, taldir til fornleifa skv. þjóðminjalögum.

Hafnir

Hafnir – fornleifauppgröftur.

Fornleifar eru leifar mannlegra athafna og sumar þeirra eru mikilvægar fyrir skilning okkar á allri sögu þjóðarinnar, svo sem þingstaðir, verslunarstaðir, landnámsbýli o.s.frv. Flestar fornleifarnar eru þó mikilvægastar fyrir aukinn skilning okkar á byggðasögu einstakra svæða eða héraða, svo sem fjárhúsarústir, seljarústir o.s.frv. Oft skarast þessi atriði og varasamt getur verið að fylgja þeim í blindni.

Herdísavíkursel

Í Herdísarvíkurseli.

Starfsgreinar sem hvíla á gömlum merg, eins og seljabúskapur, sjósókn, kvikfjárrækt og járnsmíði svo dæmi séu tekin, hvíla á gömlum merg og eiga sér oft á tíðum sínar sérstöku fornleifar sem eru afleiðing þeirra athafna sem greinunum fylgdu. Þessar fornleifar eru okkar sameiginlega eign. Þær geta verið gjallvörp eða rauðablástursminjar eftir járnsmíðar eða járnframleiðslu, varir og naust þar sem sjósókn var o.s.frv. Samantekið eru allar fornleifarnar mikilvægur hluti af búsetulandslaginu okkar og eru mikilvægur hluti af skynjun okkar á því.

Af hverju ekki fyrr?

Bárujárn

Torfbærinn.

Sú staðreynd að við Íslendingar höfum ekki skráð fornleifar okkar fyrr, svo að heitið geti, er býsna athyglisverð. Í þessum efnum erum við ca 100 árum á eftir nágrannaþjóðum okkar mörgum. Eina af ástæðunum hygg ég vera þá staðreynd að rústir þær og minjar sem finnast úti um landið eru svo nátengdar þeim veruleika sem eldri kynslóð landsins ólst upp við og man. Enginn eðlismunur var t.d. á fjárhúsi frá 18. öld og fjárhúsi frá fyrstu áratugum hinnar 20. Bæði voru hluti af hinu íslenska landbúnaðarþjóðfélagi, sem segja má að hafi fyrst liðið undir lok um miðja þessa öld. Þá hóf nútíminn innreið sína og gamli tíminn, sem var tími fátæktar og vesældar fyrir marga, best gleymdur og grafinn og húsakynnin sömuleiðis.

Galtastaðir

Gamall bær.

Eitt sinn átti ég samtal við gamla bóndakonu um mikilvægi þess að varðveita gamlan torfbæ, sem enn stóð á hlaðinu hjá henni. Nú hafði risið nýtt og reisulegt steinhús á bæjarstæðinu og allir fluttir yfir í það. Gömlu konunni var fyrirmunað að skilja þennan áhuga minn á gamla bænum og vamaði mér meira að segja inngöngu þegar ég sýndi tilburði í þá áttina. Hins vegar var ég rneira en velkominn að skoða nýja bæinn og jafnvel þiggja kaffitár og meira til, eins og tíðkast á landsbyggðinni. Gamli bærinn var aðeins minning um kulda og vosbúð, eilífa vinnu og lítil laun og gamla konan vildi alls ekki leyfa mér að eiga nokkra hlutdeild í slíkri minningu.
„Hvað gæti hann haldið um slíka konu?“ hugsaði hún ef til vill.

Hafnarfjörður

Ás – plógur.

Hugarfar þetta, sem kom fram hjá gömlu konunni, hef ég orðið var við víðar. Þessu hugarfari verðum við að allt hugarfar sem er byggt á reynslu. Þá reynslu er hins vegar mikilvægt að varðveita fyrir framtíðina og komandi kynslóðir, enda var hún svo mikilvægur hluti af sögu þessarar þjóðar að ef hún glatast fáum við beinlínis ranga hugmynd um fortíðina. Einnig er mikilvægt að sannfæra fólk um að þessi reynsla þeirra og sá veruleiki sem það bjó við er mikilvægur menningararfur en ekki eitthvað persónulegt sem engum gagnast að muna eða þekkja. Ekki held ég að hugmyndin um fátækt liggi ein að baki hugmyndum gömlu konunnar. Nútíminn með öllum sínum tækninýjungum og breyttu hugarfari almennt gerir það sem gamalt er úrelt og skapar nýjar þarfir sem eru bein afleiðing af nýja tímanum. Í því ljósinu virðist hið gamla oft lítils virði og fólki gjarnt á að tengja það vanefnum.
Við verðum að bera virðingu fyrir fortíð okkar, ekki síst fyrir þá sök að við erum það sem við erum einmitt vegna hennar.

Fornleifar og menningin

Hofsstaðir

Hofsstaðir í Garðabæ – fyrirmynd góðs frágangs eftir fornleifauppgröft.

Fornleifar eru efnislegar minningar genginna kynslóða. Sjálfar kynslóðimar hverfa ein af annarri og hugsanir þeirra að mestu leyti með þeim. Fornleifarnar voru hluti af veruleika forfeðranna sem mikilvæg mannvirki, kennileiti eða staðir og þær skiptu þá miklu máli. Gátu þær meira að segja verið þeim lífsnauðsynlegar. Án þessara fornleifa væri sagan harla óáþreifanleg og jafnvel álitamál hvort við værum sjálfstæð þjóð yfirleitt. Er hægt að byggja land og halda uppi menningu án beinna tengsla við söguna?
Íslendingar eru stoltir af sögu sinni. Áþreifanlegar leifar þessarar sögu eru fornleifarnar. Þess vegna eigum við að gera þeim hátt undir höfði, varðveita þær og vernda.

Landamerki

Landamerkjavarða á Fremstahöfða.

Landslagið er mikilvægur hluti af veruleika manneskjunnar og einn þeirra þátta sem skapa hana. Skilgreiningin á því að vera Vestfirðingur er t.d. að hluta til fólgin í því landslagi sem einkennir Vestfirðina og Vestfirðingar kalla heimaslóðir. Í þessu landslagi eru fornleifarnar mikilvægur þáttur með sínum formum og sögnum og þær eru gjarnan úr sömu efnum og landið sjálft. Það er því mikilvægt að standa vörð um fornleifar landsins, vegna þess að þær útskýra að sumu leyti skilgreiningar okkar á sjálfum okkur svo sem það að vera Vestfirðingur, Austfirðingur, Eyjamaður, Skagfirðingur, úr Flóanum eða einfaldlega það að vera Íslendingur.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Á bak við allar fornleifar liggur ákveðin hugmyndafræði og segja má að oftast sé það hin ríkjandi hugmyndafræði samfélagsins hverju sinni. Hús átti að byggja á ákveðinn hátt, úr ákveðnum efnum og á ákveðnum stöðum. Þessir þættir stýrðust af hugmyndafræðinni og var ekki sjálfgefið að ætíð hafi verið byggt á sem bestan máta, bestu efnin notuð eða besta staðsetningin valin. Inn í myndina kom hefð og hugmyndir sem voru afrakstur aldalangrar aðlögunar og reynslu. Reynslan var sótt í umhverfið og hugarfylgsni mannanna, svo sem trúarlegar hugmyndir og jafnvel hindurvitni ýmiss konar. Allt þetta er falið í fornleifunum.
Eins er dreifing fornleifa í landslaginu ekki afleiðing tilviljana, heldur lágu þar að baki ákveðnar reglur og venjur samfélagsins. Því eru fornleifar einnig vitnisburður um þessa hluti.

Húshöfði

Húshöfði – beitarhús og Jófríðarstaðasel.

Ef við tökum sem dæmi fornleifar eins og beitarhús, þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeirn beitt á landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir. Þessum húsum var gjaman komið fyrir nálægt landamerkjum á milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til nágrannans og náð þar í eina og aðra tuggu svona rétt til að létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt nokkurs konar vitnisburður um tilfinningu manna gagnvart lögunum og kannski eilítið hvers gagnvart öðrum.

Hellishraunsfjárskjól

Hellishraunsfjárskjól. Eyðilagt vegna vanskráningar.

Þegar skipuleggja á eitthvert svæði eða jarðrask er í vændum vegna húsbygginga, vegagerðar o.s.frv. er nauðsynlegt að viðkomandi aðilar séu meðvitaðir um þær minjar sem kunna að vera á svæðinu. Til að svo megi vera þarf fornleifaskráning að hafa farið fram og niðurstaða þeirrar skráningar verður einnig að vera aðgengileg þeim sem hennar kunna að þurfa við. Án þessarar skráningar er minjavarslan einfaldlega máttlausari en ella í ráðgjöf sinni til einstakra aðila, svo sem skipulagsyfirvalda, framkvæmdaraðila ýmiss konar og jafnvel einkaaðila.

Bleiksteinsháls

Landamerkjavarða á Bleiksteinshálsi. Hefur nú (2024) verið eyðilögð.

Fyrsta vinnuregla minjavörslunnar í þessum efnum er að allar fornleifar beri að varðveita, enda er það tekið fram í lögum. Þegar því verður hins vegar ekki við komið er það minjavarslan ein sem ákvarðar hvað skuli gera, eða hversu ítarleg rannsókn þurft að vera eigi slík að fara fram að áliti minjavörslunnar. Þá þarf leyfi fornleifanefndar. Í vissum tilfellum þarf ekki mikla rannsókn eða athugun til að komast að því að viðkomandi fornleifa uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru svo að þær njóti ævinlegrar friðunar þjóðminjalaganna. Annars vegar getur verið að minjarnar séu ekki eitt hundrað ára eða eldri og falla þá ekki undir þjóðminjalögin, eða hins vegar að minjagildið sé það lítið að lítil athugun sé nægjanleg áður en þær verði fjarlægðar. Í einstaka tilfellum getur verið að vettvangsathugun ein nægi, en í öðrum tilfellum þarf að rannsaka fornleifarnar mjög ítarlega og gætu slíkar rannsóknir tekið mörg ár.

Skálafell

Tóft í Skálafelli. Líklega fyrrum skáli Ingólfs.

Að síðustu ber að nefna að í nokkrum tilfellum getur verið um fornleifar að ræða sem minjavarslan getur ekki leyft að raskað verði á nokkurn hátt, enda séu þær svo mikilvægur minnisvarði um sögu þjóðarinnar að jaðri beinlínis við ábyrgðarleysi að hleypa nokkrum í þær nema að mikið liggi við.
Ef fornleifar glatast eru þær horfnar að eilífu. Þær er ekki hægt að laga eða endurgera. Þær eru horfnar veruleikanum og þær eru horfnar vísindunum. Sama má segja um fornleifarannsóknir að vissu marki. Þegar fornleifar eru grafnar eyðileggjast þær og hverfa, en þær hverfa inn í annars konar tilveru og sú tilvera er varðveitt á bókum eða í ritum. Gangi það hins vegar ekki að um þær sé ritað er enginn eðlismunur á beinni eyðileggingu og fornleifauppgreftri, í báðum tilfellum hverfa fornleifarnar að eilífu.

Stórhöfði

Stórhöfði – fjárskjól , enn óskráð.

Þéttbýlissvæði eru mörg hver að vaxa úti um landið og sú þróun mun vonandi halda áfram í náinni framtíð. Ný lönd verða brotin í þessari þróun og þá munu margar fornleifar verða á veginum, sumar jafnvel alveg óþekktar í dag. Þó að svæði kunni að vera skráð einu sinni og jafnvel tvisvar er það aldrei trygging fyrir því að ekkert meira kunni að leynast undir yfirborðinu. Því er mikilvægt að fara nákvæmlega yfir þau svæði sem raska á til að minnka hættuna á óvæntum uppákomum fornleifa eins og framast er unnt. Slíkar uppákomur eru yfirleitt dýrar og tímafrekar.

Kringlumýri

Kringlumýri ofan Krýsuvíkur – með elstu mannvistarleifum á Íslandi – líklega selstaða frá „Húshólmabæjunum“, fyrrum Krýsuvík eftir landnám. Hefur aldrei verið skráð.

Það getur verið þarft að minnast þess að oft finnast skemmtilegustu fornleifarnar við óvæntustu aðstæðurnar. Við getum aldrei gengið út frá því sem vísu að við séum undir allar hugsanlegar fornleifar búin.
Saga okkar er að hluta til skráð í umhverfi okkar, umhverfi sem við höfum skapað smátt og smátt í aldanna rás. Sjálf skilgreinum við okkur sem einstaklinga í gegnum umhverfið og þjóðin sem slík skilgreinir sig út frá þessu umhverfi og það sem þar kann að leynast. Við berum öll ábyrgð á sögu okkar og menningu og þar eru fornleifarnar engin undantekning.“

Heimild:
-Sveitarsjórnarmál, 56. árg. 01.06.1996, Um fornleifaskráningu á Íslandi – upphaf og ástæður – síðari grein; Skyldur okkar gagnvart fortíðinni, Bjarni Einarsson, bls. 112-116.

Ísólfsskáli

Refagildra Í Skollahrauni við Ísólfsskála – ein af uþ.b. eitt hundrað á Reykjanesskaganum.

Fornleifar

Bjarni F. Einarsson skrifaði tvær greinar um fornleifaskráningu í Sveitarstjórnarmál árið 1996. Sú fyrri bar yfirskriftina „Upphafið og lögin„:

Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson – starfsmaður Þjóðminjasafnsins.

„Í Þjóðminjalögum stendur m.a. eftirfarandi: „Þjóðminjasafn lœtur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Skylt er að fornleifaskráning fari fram á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess og skal Þjóðminjasafn eiga samvinnu við skipulagsyfirvöld um það. “
Í I. grein laga um mat á umhverfisáhrifum stendur: „Markmið laga þessara er að tryggja að áður en tekin er ákvörðun um framkvœmdir, sem kunna, vegna staðarvals, starfsemi sem þeim fylgir, eðlis eða umfangs, að hafa í för með sér umtalsverð áhrifá umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum, svo og að tryggja að slíkt mat verði fastur liður í gerð skipidagsáœtlana.“ Í 10. grein sömu laga stendur: „Í mati á umhverfisáhrifum skal tilgreina á viðeigandi hátt áhrif sem framkvœmdir og fyrirhuguð starfsemi kunna að hafa á menn, samfélag og menningu, dýr, plöntur og aðra þœtti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og samverkan þessara þátta. “

Fornleifaskráning

Fornleifaskráning.

Því er ljóst að samkvæmt lögum ber okkur að skrá fornleifar og aðrar greinar þjóðminjalaga sýna að ekki skiptir máli hvort um þekktar eða óþekktar fornleifar er að ræða, allar njóta þær friðunarákvæða þjóðminjalaganna.

Þjóðminjaráð og Þjóðminjasafn Íslands hafa nú ákveðið að hefja undirbúning að fornleifaskráningu á öllu landinu. Fyrsta skrefið er að finna þá aðferð sem hentar og Þjóðminjasafn mælist til að notað verði um landið allt. Næsta skref er að hrinda tilraunaskráningu af stað og reyna kerfið til fulls.
En okkur ber ekki að skrá fornleifar einungis vegna þess að lög kveða á um það, heldur höfum við siðferðislegar, fræðilegar og sögulegar skyldur í þessum efnum. Í þessari grein verður lítillega fjallað um upphaf þessara mála hér á landi og hugtökin fornleifaskráning og fornleifar skilgreind. Í næstu grein mun ég fjalla um þessi mál út frá siðferðislegum, heimspekilegum og fræðilegum sjónarhóli.

Fornleifaskráning

Álfakirkja

Álfakirkja í Almenningi, sem er jafnframt fjárskjól.

Hugtakið fornleifaskráning felur í sér skráningu á fornleifum og er þá átt við svokallaðar fastar fornleifar, svo sem mannvirki, varir, kuml o.s.frv. (ekki lausar fornleifar sem við köllum forngripi. Hugtökin fornleifar og forngripi köllum við fornminjar). Einnig er hægt að tala um fastar fornleifar sem ekki eru mannvirki í orðsins fyllstu merkingu, svo sem uppsprettur, álfasteina og álagabletti, og fornleifar sem eru afleiðing óskyldra athafna, svo sem reiðgötur, vöð og stöðlar.

Bekkjarskúti

Bekkjaskúti, fjárskjól, í Almenningum.

Hugtakið greinir ekki í sundur þekktar fornleifar frá óþekktum, heldur felur það í sér skráningu á öllum fornleifum og til að hún geti gengið eftir þarf að leita skipulega að þeim í landslaginu. Stundum getur jafnvel borgað sig að leita að þeim í heimildum. Til eru skráningar sem ekki fela í sér skráningu allra fornleifa, svo sem skráning á sérstökum tegundum fornleifa, eins og kumlum, þjóðleiðum, álfasteinum o.s.frv. Eins má ímynda sér staðbundnar skráningar á sögulegum minjum, hellum, vörðum, stríðsminjum, minjum tengdum hvalveiðum Norðmanna o.s.frv.

Hernám

Skotbyrgi, stríðsminjar, á Garðaholti.

Slíkar skráningar uppfylla tæplega ákvæði þjóðminjalaga um fornleifaskráningu, hversu góðar eða merkilegar þær kunna að vera.
Við fornleifaskráningu er fylgt aðferðafræði, sem ákveðin er áður en sjálf skráningarvinnan hefst. Má segja að lykilatriði í þeirri vinnu sem nú fer fram varðandi aðferðafræðina sé skipulag og einfaldleiki, hvernig svo sem það verður ákveðið þegar yfir lýkur. Þessi atriði fela í sér að aðferðin verður fljótvirk og ódýr.

Hellishraunsfjárskjól

Hellishraunsfjárskjól. Eyðilagt vegna vanskráningar.

Ef fornleifaskráin á að gagnast öllum sem hana þurfa að nota, svo sem opinberum framkvæmdaraðilum, einkaaðilum, skipulagsyfirvöldum og áhuga- og fræðimönnum, er mikilvægt að skráð sé samkvæmt sama kerfi hvar sem er á landinu. Þess ber að geta að ekki er til nein galdralausn í þessu sambandi, mikilvægast er að hefjast sem fyrst handa með það kerfi sem við getum sem best búið til miðað við allar forsendur sem við höfum.

Fornleifar

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi. Áþreifanlegar fornleifar.

Fornleifar eru allar þær leifar sem mannaverk eru á og eldri eru en hundrað ára. Þjóðminjalögin orða það á svohljóðandi hátt í grein nr. 16, III. kafla: „Fornleifar teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðhundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru. Að auki njóta staðir sem tengjast þjóðtrú, siðum, venjum og þjóðsagnahefð, eins og hörgar, álfasteinar og uppsprettur, vemdar laganna, enda séu þeir mikilvægur menningararfur rétt eins og mannvirkin.

Grindavík

Álfhóll við Þorbjörn h/f í Grindavík. Efnislegar fornleifar.

Skipta má fornleifum í tvo staði, annars vegar efnislegar fornleifar og hins vegar andlegar eða huglægar fornleifar. Hinar efnislegu fornleifar eru það sem við í daglegu tali köllum rústir eða tóttir. Þær eru áþreifanlegar og greinilega orðnar til af mannavöldum. Hinar andlegu fomleifar eru aftur á móti staðir sem tengjast hugarfari þjóðarinnar, eins og álfasteinar o.fl.

Þórkötlusdys

Þórkötludys í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.

Slíkir staðir eru oft algerlega án allra beinna verksummerkja mannlegra athafna, þó að vitundin um þá hafi stundum leitt af sér óbein verksummerki, svo sem á álagablettum þar sem gras er aldrei slegið eða þar sem annað afskiptaleysi hefur beinlínis orðið til þess að staðurinn varðveittist óbreyttur og óhreyfður í aldir.
Þegar fram líða stundir bætast sífellt fleiri rústir og önnur mannvirki í hóp fornleifa einfaldlega vegna hundrað ára reglunnar. Að auki mun okkur lærast meir og meir að lesa í landið og jafnvel nýjar tegundir fornleifa skjóta upp kollinum. Þannig lýkur í raun aldrei fornleifaskráningu, nokkuð sem við verðum að sætta okkur við, verra er ef hún byrjar aldrei!

Upphafið

Finnur magnússon

Finnur Magnússon (1781-1847).

Hugmyndir um að skrá allar íslenskar fornleifar eiga sér alllanga sögu og má rekja hana tæp 200 ár aftur í tímann. Þá voru reyndar fornleifar skilgreindar á allt annan hátt en gert er nú, eins og mun koma fram hér á eftir.
Árið 1807 var komið á fót í Danmörku nefnd er kallaðist „Commissionen for Oldsagers Opbevaring“ eða á íslensku „Nefndin til verndunar fornleifa“. Hlutverk nefndarinnar var að afla upplýsinga um fornleifar í öllu ríkinu, þ.e.a.s. hinu danska konungsríki, svo hægt væri að marka einhverja stefnu um varðveislu þeirra og verndun. Spurningalisti frá nefndinni var sendur út þegar árið eftir til allra sóknarpresta sem náðist til í ríkinu. Til Íslands bárust hins vegar listarnir ekki að ráði m.a. vegna styrjalda í álfunni.
Tæpum tíu árum síðar, eða árið 1816, vann prófessor Finnur Magnússon að eigin skráningu á íslenskum fornleifum og ýmsurn sögnum og virðist hann hafa gert þetta til að koma upplýsingunum á framfæri við „Commissionen“. Stuttu síðar var Finnur gerður að nefndarmanni og var hlutverk hans að sjá um tengsl „Commissionen“ við Ísland. Finnur þýddi og staðfærði spurningalista nefndarinnar og sá til þess að þeir yrðu sendir til Íslands strax um vorið 1817.

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson (1877-1961).

Þessi skrá Finns var höfð til hliðsjónar þegar fyrsta friðlýsing á fornleifum hér á landi átti sér stað þann 19. apríl 1817, en þá voru 10 fornleifar friðaðar eða öllu heldur friðlýstar hér á landi.
Fornleifar voru ekki friðlýstar á ný fyrr en 90 árum síðar, eða með tilkomu nýrra fornminjalaga árið 1907. Á árunum 1926-1930 var svo gert gríðarlegt átak í friðlýsingarmálum og hafa aldrei jafn margar fornleifar verið friðlýstar hér á landi og einmitt þá, eða um 84% allra friðlýstra fomleifa í dag. Aðalhvatamaður að þeim friðlýsingum var þáverandi þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, en hann mun þó ekki hafa farið á staðina sjálfur, heldur notað eldri gögn og ritaðar heimildir við sína friðlýsingu.
Aldrei fór eiginleg fomleifaskráning fram vegna þessara friðlýsinga. Slík vinna hófst ekki fyrr en um 1980, u.þ.b. 160 árum eftir að „Commissionen “ hóf starf sitt hér á landi. Sú skráning var ekki yfirgripsmikil og voru margir að skrá næstu árin, hver með sína aðferð og sínar lausnir á þeim vandamálum sem upp komu við skráninguna.

Húshólmi

Húshólmi – skáli í gömlu Krýsuvík þar sem nú er Húshólmi. Talinn með elstu fornleifum landsins.

Árið 1990 var í fyrsta sinni birt á prenti skrá yfir friðlýstar fornleifar skv. nýjum þjóðminjalögum nr. 88/1989. Þar kemur í ljós að fjölda friðlýstra fornleifa er mjög misskipt eftir sýslurn. Þannig eru aðeins 3 fornleifar, eða staðir með fornleifum, friðlýstar í Gullbringusýslu. Ekki er hægt að halda því fram að úrval friðlýstra fornleifa sé dæmigert fyrir fornleifar landsins, þvert á móti. Varla liggur mismunurinn í stærð sýslnanna eða þýðingu fomleifanna sjálfra. Aðrir þættir, svo sem áhugi einstakra fræðimanna á vissum stöðum og vissum fornleifum ásamt fjölda fornra heimilda um viðkomandi svæði og fornleifar, eru trúlega mikilvægir í þessu sambandi. Þetta mun breytast í náinni framtíð, enda mun væntanleg fomleifaskráning á Íslandi ekki taka mið af slíkum þáttum.

„Commissionen og Reykjavík“

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – beitarhús.

Þegar „Commissionen“ hóf starfsemi sína í byrjun 19. aldar töldust fornleifar vera eitthvað annað en við teljum í dag. Töldust t.d. venjulegar rústir af beitarhúsum og öðrum rústum varla til fornleifa.
Í landi Reykjavíkur eru í dag ca 160 staðir með fornleifum á fornleifaskrá. Fjöldi einstakra fornleifa er u.þ.b. 300 í svari til „Commissionen“ frá Árna Helgasyni, dómkirkjupresti í Reykjavík um tíma, segir að í sókninni hafi aðeins verið þrennar fornleifar og allt voru það lausir gripir frá kaþólskum tíma. Þeir voru biskupakápa, skímarfontur og kaleikur einn vel gylltur. Aðrar fornleifar þekkti Árni prestur ekki í Reykjavík (Vík) og þótti honum það allundarlegt í sjálfu landnámi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmanns Íslands að margra áliti.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Í fornleifaskrá prófessors Finns Magnússonar frá 1816 er einnig getið um þrennar fornleifar (nemar þó) í landi Reykjavíkur (Víkur). Þær voru biskupakápan og skírnarfonturinn áðurnefndu og fallbyssur tvær, sem verið höfðu á Bessastöðum í fyrstu, en var síðar komið fyrir í virkinu Fort Phelp af sjálfum Jörundi hundadagakonungi. Sagði Finnur að til fallbyssnanna hefði sést í flæðarmálinu á fjöru, en þar munu þær hafa lent að lokum eins og aðrar þekktar fallbyssur hér við land (á Grundarfirði og Flatey!). Aðrar fornleifar þekkti Finnur ekki í landi Reykjavíkur.
Það verður að teljast nokkuð athyglisvert að hvorugum hafi borist til eyrna nein munnmæli um neitt það sem þeim þótti ástæða til að telja upp í bréfum eða skrám sínum. Hvergi er t.d. minnst á meintan haug Ingólfs Arnarsonar þar sem sumir töldu hann vera við Breiðagerðisskólann, eða hof” hans sem sumir töldu vera þar skammt frá. Munnmæli um þessa staði voru talsvert áberandi á fjórða áratug þessarar aldar og var hinn meinti haugur Ingólfs til og með rannsakaður lítillega og um hann sagt að hann væri athyglisverður og nánari rannsóknar þörf. Nánari rannsókn fór þó aldrei fram.

Í næstu grein mun ég fjalla um hina siðferðislegu og fræðilegu skyldu okkar að standa vörð um fornleifar landsins. Það er okkur beinlínis lífsnauðsynlegt sem þjóð á meðal þjóða og er jafnvel þjóðarvitundin sjálf að veði.“

Heimild:
-Sveitarsjórnarmál, 56. árg. 01.03.1996, Um fornleifaskráningu á Íslandi – upphaf og ástæður – fyrri grein; Upphafið og lögin, Bjarni Einarsson, bls. 34-38.

Fornleifauppgröftur

Fornleifauppgröftur í Stöðvarfirði.

Garðahverfi

Í Archaeologia Islandica 1998 spyr Orri Vésteinsson m.a. um „Hvað er stekkjarvegur langur?„:

Arc 1998

Archaeologina Islandica 1998 – forsíða.

„Allt frá því fyrir 1980 hefur töluverð umræða verið um það meðal fornleifafræðinga og safnamanna að nauðsynlegt sé að gera gangskör að því að skrá fornleifar á Íslandi. Skráningin snýst fyrst og fremst um að þær upplýsingar sem safnað er hafi eitthvert áþreifanlegt gildi fyrir stærri hóp en þann sem hefur atvinnu af því að láta sér annt um menningarminjar. Í þessari grein verður fjallað um hvernig fornleifaskráning getur komið að gagni við rannsóknir á menningarsögu, en einnig verður gerð grein fyrir helstu markmiðum fornleifaskráningar og fjallað um hvernig skráningunni þarf að vera háttað til að þær upplýsingar sem safnað er nýtist til fulls.
Tryggja þarf að skráningargögnin komi að sem mestu gagni. Í því sambandi verður að hafa í huga hverjir munu nota gögnin og í hvaða tilgangi — en þar fyrir utan er fyrirsjáanlegt að stórt gagnasafn um minjastaði verður mjög fljótlega frábært rannsóknargagn fyrir byggða- og menningarsögu.

Orri Vésteinsson

Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur.

Það eru ekki bara fornleifafræðingar sem geta þurft að kynna sér gögn um staðsetningu, gerð og ástand minjastaða. Skráningargögn þurfa að vera aðgengileg og skiljanleg öllum sem hafa áhuga á menningarsögu, bæði fræðimönnum úr öðrum vísindagreinum og fróðleiksfúsum almenningi.
Allir sem koma nálægt skipulagsgerð eða annarri áætlanagerð um framkvæmdir sem og þeir sem að framkvæmdum standa þurfa einnig að geta fengið nákvæmar upplýsingar um staðsetningu minjastaða. Þetta þýðir að skráningarmenn geta ekki látið eftir sér að skrá eingöngu eftir sínu eigin höfði og áhugamálum ef þeir vilja að upplýsingarnar sem þeir safna komi að fullum notum fyrir verndun minjastaða.

Gamlasel

Gamlasel frá Villingavatni efst í Gamlaselsgili – stekkurinn t.h. Við sérhverja fjarlæga selstöðu bæja var óhjákvæmilega stekkur. Auk hans má í sérhverju seli á Reykjanesskaganum (þrjú rými; baðstofu, búr og eldhús) finna vatnsstæði (á eða læk), selsvörðu og/eða kví, auk nátthaga og oftlega smalaskjóls.

Það er list að lýsa landslagi og leiðum á svo skýran hátt að ókunnugir sjái fyrir sér staðhætti og geti ratað á þá staði sem verið er að fjalla um. Slíku listfengi er hins vegar sóað á hinn ört vaxandi hóp hönnuða og annars tæknimenntaðs fólks sem mestu ræður núorðið um mannvirkjagerð og jarðrask í landinu. Slíkt fólk kýs yfirleitt frekar að nálgast upplýsingar af þessu tagi á stafrænu eða myndrænu formi og það er því mikilvægt að gögnum um staðsetningu minjastaða sé einnig safnað á þann hátt. Þar á ég bæði við kort með nákvæmum tilvísunum og eins hnit sem auðvelt er að varpa yfir í staðbundin hnitakerfi.
Samkvæmt 18. gr. þjóðminjalaga er skylt að fornleifaskráning fari fram á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Skráning fornleifa er því liður í að framfylgja þjóðminjalögum. Það er ekki skýrt í lögunum hversvegna löggjafinn vill að til sé skrá um fornleifar, en það er hins vegar augljóst að þekking á staðsetningu, gerð og ástandi minjastaða er forsenda þess að hægt sé að vernda fornleifar í landinu.

Selsvellir

Selsstígurinn að Selsvöllum.

Skilvirk minjavarsla hlýtur að vera meginmarkmið fornleifaskráningar. Það er ekki hægt að vernda minjastaði nema við vitum að þeir séu til og hvar þeir eru. Það er heldur ekki hægt að gera áætlanir um minjavörslu nema fyrir liggi þekking á fjölda, ástandi og gerð minjastaða. Þegar þekkingin liggur ekki fyrir eru slíkar ákvarðanir skot út í loftið og ávallt tekin sú áhætta að verið sé að eyðileggja minjastaði sem hafa varðveislugildi. Taka má sem dæmi að standi til að leggja veg yfir stekkjartóft þá væri auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að ekki væri stór skaði skeður þó hún viki. Nóg sé af stekkjunum um land allt og langt þangað til þeir verði allir upp urnir.
Það er alveg rétt og við mætti bæta að stekkir hafi tæplega mikið rannsóknargildi – við vitum vel til hvers þeir voru notaðir og erfitt að sjá hvernig hægt er að flækja það mál að ráði. Það hefur hins vegar komið í ljós við fornleifaskráningar að þar sem stekkir eru mjög fjölbreytilegir að gerð, bæði er lögun þeirra með ýmsu móti og stærðin mismunandi. Það er ekki skýrt af hverju þessi munur stafar og bændur þeir sem rætt hefur verið við hafa yfirleitt lýst yfir undrun sinni á að stekkir skuli ekki allir vera eins og stekkurinn þeirra.

Hvassahraun

Hvassahraunsstekkur II – uppdráttur ÓSÁ.

Þangað til við komumst að því af hverju hin fjölbreytilega gerðfræði stekkja stafar og þangað til við vitum hversu margir fulltrúar eru til fyrir hverja gerð tökum við þá áhættu að mikilsverðar heimildir um menningarsögu okkar glatist í hvert skipti sem við leyfum stekkjartóft að hverfa undir veg eða sumarbústað.
Það kann einhverjum að finnast hálfhlægilegt að hafa áhyggjur af málum sem þessu þar sem minjavarsla á Íslandi er langt frá því að vera í stakk búin til að vernda einstaka stekki hvað þá meira. Kerfið er svo ófullkomið að það kemur einfaldlega ekki til þess að taka þurfi illa ígrundaðar ákvarðanir — eftirlitið er ekkert og eyðilegging fornleifa heldur áfram eftir sem áður. Ef
eitthvað hefur dregið úr eyðileggingu minjastaða síðustu árin er það vegna samdráttar í landbúnaði en ekki efldrar minjavörslu.

Heimristekkur

Heimristekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Við hljótum hins vegar að stefna að markvissari verndun fornleifa á Íslandi og við skráningu fornleifa er því nauðsynlegt að taka mið af hugsanlegum þörfum skilvirkari minjavörslu jafnvel þó að langt sé í að hún verði að veruleika. Það má einnig færa rök fyrir því að fornleifaskráning sé ekki einungis forsenda minjavörslu, með því að safna upplýsingum um fornleifar og vera þannig tæki í höndum þeirra sem vernda vilja minjastaði, heldur sé hún bein minjavernd.
Bændur eru auðvitað sú þjóðfélagsstétt sem stendur fyrir hvað stórfelldastri eyðileggingu menningarminja, en það er yfirleitt ekki af illgirni eða fautaskap, heldur einfaldlega af því að þeim hefur ekki verið leitt fyrir sjónir að öðru fólki finnist tóftabrot og rústabungur í landi þeirra merkilegar. Þegar það hefur einu sinni verið gert eru þeir langoftast reiðubúnir til að taka tillit til minjanna og verða oft á tíðum mjög áhugasamir um varðveislu þeirra.

Borgarkotsstekkur

Borgarkotsstekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Á þennan hátt eflir fornleifaskráning meðvitund um fornleifar en það er auðvitað langódýrast og einfaldast ef hægt er að byggja minjavörslu á áhuga heimamanna. Það er jafnframt eðlilegast því minjarnar hafa eða ættu að hafa mest gildi fyrir þá sem næst þeim búa.
Við höfum ekki hugmynd um hversu mikið af fornleifum verður uppblæstri að bráð á ári hverju, né höfum við forsendur til að meta hversu skaðvænleg áhrif stóraukin skógrækt í landinu hefur á fornleifar. Ef við ætlum einhvern tíma að geta spornað gegn eyðileggingu fornleifa hvort heldur sem er af völdum náttúruafla eða af mannavöldum verðum við að hafa aðgang að upplýsingum um umfang eyðileggingarinnar.

Fossárrétt

Fossárrétt 2011 (friðuð). Fornleifarnar hafa hins vegar verið klæddar skógi.

Það er hæpinn málstaður á Íslandi í dag að berjast gegn skógrækt en ef við hefðum í höndum tölulegar upplýsingar um hversu margir minjastaðir væru í hættu vegna trjáræktar þá ættum við mun auðveldara með að fá skógræktarfólk til taka mark á sjónarmiðum minjavörslu.
Ekki er hægt að rannsaka minjastað eða kynna hann fyrir ferðamönnum eftir að búið er að setja jarðýtur á hann. Það hjálpast hins vegar allt að í þessu máli, því að efld meðvitund um fornleifar, hvort heldur sem er með heimsóknum fornleifaskrásetjara, markvissri kynningu eða rannsóknum, mun skila sér í bættri varðveislu minjastaða.

Baðsvellir

Baðsvallasel í miðjum Selskógi.

Kynning á fornleifum er siðferðileg skylda okkar sem erum svo lánsöm að mega hlaupa um holt og móa í leit að minjastöðum; okkur ber að gera þau gögn sem við söfnum aðgengileg fyrir almenning og það stendur einnig upp á okkur að setja skráningarupplýsingarnar í menningarsögulegt samhengi svo að þær komi að sem mestum notum fyrir sem flesta. Sem mögulegir áningarstaðir ferðamanna hafa minja staðir einnig efnahagslegt gildi en skipuleg og yfirgripsmikil skráningarvinna er forsenda þess að hægt sé að velja úr heppilega minjastaði sem eru bæði áhugaverðir og þola ágang.

Húshólmi

Húshólmi – forn skáli.

Saga landsins og menningararfur er í síauknum mæli notuð sem söluvara fyrir erlenda ferðamenn og oft á tíðum er sú markaðssetning meira af vilja en mætti og stundum afar óvönduð. Ferðamálafrömuðum er tæplega neinn akkur í að kynna fortíð landsins eða ákveðinna staða á þann ófullkomna hátt sem oft er raunin, en þeir munu halda áfram á þeirri braut uns vandaðri upplýsingar eru gerðar aðgengilegar. Léleg og óvönduð landkynning er á góðri leið með að verða vandamál sem dregið gæti úr tekjum Íslendinga af erlendum ferðamönnum, en ein af leiðunum til að hamla gegn slíkri þróun er að auka upplýsingasöfnun og þar með talið fornleifaskráningu.

Krýsuvíkursel

Tóftir Krýsuvíkursels austan Selöldu.

Skipuleg gagnasöfnun eins og fornleifaskráning er auðvitað forsenda þess að hægt verði að stunda ýmiskonar rannsóknir. Heildstætt gagnasafn um minjastaði auðveldar mjög starf fornleifafræðinga þegar kemur að því að finna staði sem áhugaverðir væru til að rannsaka nánar. t.d. með uppgrefti.
Mikilvægt er að skipuleggja fornleifaskráningu þannig að gögnin nýtist öllum sem best og komi að fullum notum hvort sem er við verndun, kynningu eða rannsóknir. Engin fornleifaskráning er fullkomin en ef stefnumörkun er skýr og aðferðafræðin liggur ljós fyrir á skráningarvinnan að verða markvissari og leiðréttingar auðveldari.

Bleiksteinsháls

Landamerkjavarða á Bleiksteinshálsi. Hefur nú (2024) verið eyðilögð.

Hefðbundin fornleifaskráning hefur fyrst og fremst miðað að því að skrá minjastaði sem sýnilegir eru á yfirborði. Þar hefur líklega ráðið mestu um að það er auðvitað nærtækast og jafnframt að sýnilegir minjastaðir eru augljóslega meira spennandi við fyrstu sýn en minjastaðir sem búið er að slétta yfir eða byggja á.

Það er hins vegar ljóst að mannvirkjaleifar sem sýnilegar eru á yfirborði eru aðeins brot af öllum þeim fornleifum sem til eru í landinu og jafnframt að slíkir staðir eru næsta tilviljanakennt úrtak af öllum minjastöðum. Á þessari öld hafa átt sér stað gríðarlegar framkvæmdir í landbúnaði og stór hluti láglendis hefur verið ræstur fram og sléttaður undir tún.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum – nú horfið vegna framkvæmda.

Á milli 1940 og 1980 voru svo til öll tún á Íslandi gerð véltæk og stór landflæmi sem áður höfðu verið móar og mýrar brotin undir tún, en á milli 1917 og 1990 hafa tún að jafnaði meira en tífaldast að stærð. Þessar miklu framkvæmdir og breytingar á landslagi hafa haft í för með sér að stór hluti fornra mannvirkja hefur annað hvort farið forgörðum eða spillst. Þær fornleifar sem verst hafa orðið úti eru einmitt þær sem mest var til af áður — það er bæjarhólar og útihús innantúns. Það leiðir af þessu að flestar þær fornleifar, sem enn eru sýnilegar, eru leifar mannvirkja sem voru í jaðri atvinnu- og efnahagslífs í gamla landbúnaðarsamfélaginu.

Leynir

Byrgi í Leyni. Nú horfið undir framkvæmdir.

Allar mannvistarleifar njóta lagaverndar og gildir þar einu hvort þær eru sýnilegar á yfirborði eða ekki og því er jafnmikilvægt að skrá þær sem ósýnilegar eru og hinar sem enn sjást á yfirborði. Á það má einnig benda að minjar sem huldar eru sjónum eru jafnvel í meiri hættu en þær sem sýnilegar eru því að líklegra er að þær verði fyrir raski af ógáti eða vanþekkingu. Frá sjónarmiði framkvæmdaaðila sem komast vilja hjá því að rekast á fornminjar við jarðrask er því brýnt að til séu upplýsingar um staðsetningu minja sem ekki eru sýnilegar á yfirborði.

Það eru auðvitað ýmis vandkvæði á því að skrá minjar sem ekki eru sýnilegar og vonlítið að hægt verði að komast að staðsetningu allra slíkra staða.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes/Hópsnes – uppdráttur ÓSÁ.

Með skipulegri heimildaöflun er hins vegar hægt að komast nærri um staðsetningu allmargra slíkra staða og einnig má styðjast við óbeinar vísbendingar eins og landslag og gróðurfar til að meta almennar líkur á að mannvistarleifar finnist á tilteknum landsvæðum. Við getum aðeins fengið heildarmynd af mannvirkjagerð og efnahagslífi á hverri jörð ef við reynum að skrá allar mannvistarleifar sem þar eru, hvort sem þær eru sýnilegar eða ekki.
Langflestar fornminjar á Íslandi tengjast búsetu og hefðbundnum búskaparháttum og bendir flest til að mannvirkjagerð því tengd hafi verið í nokkuð föstum skorðum lengst af þeim tíma sem landið hefur verið byggt. Búseta hefur – eftir því sem við best vitum — verið stöðug og ekki er sýnilegt að stórfelldar breytingar hafi orðið í skiptingu landsins í jarðir a.m.k. frá því á hámiðöldum þegar ritheimildir koma til sögunnar. Flestar fornleifar hafa því orðið til í mjög fastmótuðu samhengi og það er nauðsynlegt að skrá upplýsingar um þetta samhengi jafnhliða hinni eiginlegu fornleifaskráningu.

Hvalsnes

Hvalsnes – uppdráttur ÓSÁ.

Með samhengi fornleifanna er átt við byggðamynstur, skiptingu byggðarlaga í jarðir og skiptingu jarða í býli; einnig hagræn og náttúrufarsleg atriði eins og staðsetningu og gæði bithaga eða engja. Aðeins með því að gera okkur grein fyrir eignarhaldi og landnotkun höfum við forsendur til að skilja af hverju hús stóðu þar sem þau stóðu, af hverju byggð hélst á sumum stöðum en öðrum ekki og af hverju byggð var reynd á sumum stöðum en öðrum ekki — en slíkar spurningar eru liður í að skilja hvernig Íslendingar lifðu af þessu landi allar þessar aldir. Sjálfsævisögur hafa reynst mikilsverðar heimildir í þessu samhengi — það er nánast regla að á þriðju eða fjórðu síðu í sjálfsævisögum fólks sem fætt er um eða fyrir síðustu aldamót er sagt frá hvar höfundur sat yfir ám, hvernig háttað var fráfærum og upplýsingar um kúahaga og grasatekju fljóta einnig oft með. Þegar slíkar upplýsingar hafa verið færðar inn á kort fara strax að skýrast staðsetningar mannvirkja sem áður virtist óskiljanlega dritað niður um holt og móa. Á grunni slíkra upplýsinga má jafnvel gera ýmsar áhugaverðar athuganir og verður hér í lokin gerð grein fyrir lítilli tölfræðilegri úttekt sem gerð var á lengd stekkjarvegar.

Smali

Smali og mjaltarstúlka við færikvíar.

Ég er fæddur svo seint á 20. öld að hið litla sem ég veit um sveitalíf og gamla búskaparhætti hef ég þurft að læra af öðrum, og mest af bókum, eftir að ég komst á fullorðinsár. Það er ekki óskaplega langt síðan ég gerði mér grein fyrir til hvers stekkir voru hafðir eða hver væri munurinn á þeim og kvíum. Þó mér hafi nú loksins skilist hlutverk þessara mannvirkja hefur lengdareiningin stekkjarvegur valdið mér heilabrotum. Ég velti því til að mynda fyrir mér hvort tilvist þessa hugtaks væri vísbending um eitthvert aðdáunarvert samræmi í mannvirkjagerð eða hvort það væri einhver einföld og augljós ástæða fyrir því að vegalengdin milli bæjar og stekkjar væri yfirleitt svipuð.

Förnugötur

Straumsselsstígur/Fornugötur.

Af fjölda þekktra stekkja í tiltekinni sveit er u.þ.b. þriðjungur þeirra enn sýnilegir. Auðvelt er að reikna út vegalengdina á milli þessara staða. Yfirleitt er augljóst hvaða bæ stekkur tilheyrði eða til eru góðar heimildir um það. Stekkjarvegir eru mjög mislangir, stystur var hann 213 metrar en lengstur 1276 metrar. Meðaltalið var 575 metrar en tíðustu gildin voru í kringum 400 metrana og virðist það sennilegasta nálgunin á þeirri vegalengd sem hugtakið stekkjarvegur felur í sér. Líklegast er auðvitað að hugtakið hafi verið eins og mörg önnur vegalengdarhugtök í gamla landbúnaðarsamfélaginu verulega teygjanlegt og ekki átt að vera mikið nákvæmara en að vera lengra en fjósvegur en styttra en bæjarleið.
Þetta teljast varla menningarsöguleg stórtíðindi en þetta minnir okkur á að fornleifaskráning getur hjálpað okkur til að skilja betur ýmsa ólíka þætti í menningu Íslendinga.

Stakkavíkursel

Selstígurinn í Stakkavíkursel – Hlíðarvatn fjær.

Þó að gaman sé að hafa hugmynd um lengd stekkjarvegar þá má hugsa sér fleiri samhengi þar sem sú vegalengd getur verið nytsamleg. Það er t.d. áberandi að lengstu stekkjarvegirnir voru á þeim jörðum sem dýrast voru metnar og er þar um allgóða fylgni að ræða. Ef þessi athugun prófast á stærri gagnasöfnum þá er hér komin sjálfstæð vísbending um gæði jarða. Samhengið er líklega það að jarðir sem dýrar voru metnar gátu fóðrað fleira sauðfé, og fleira sauðfé hefur þurft stærri bithaga sem hafa þar með teygt sig lengra frá bæ en á jörðum með færra sauðfé og minni dýrleika. Næsta skrefið í þessum rannsóknum verður að mæla stærð stekkjanna og bera saman við tölur um fjölda sauðfjár á jörðum á 18. og 19. öld. Ef fylgni er milli allra þessara talna þá verður hægt að nota þau hlutföll sem líkön á aðrar jarðir þar sem sambærilegar upplýsingar eru ekki þekktar og líka á eldri tímaskeið, og með því reynt að endurgera búfjárfjölda og stærð bithaga á fornbýlum.

Eldvörp

Eldvörp – minjar (geymslubyrgi) sem ekkert hafa verið sannsakaðar.

Rannsóknir í menningarsögu eru ekki langt á veg komnar á Íslandi og hafa til skamms tíma einskorðast við ritheimildir og munnlegar heimildir og hafa rannsóknarspurningarnar verið mótaðar af fólki sem sjálft stóð með annan fótinn í gamla landbúnaðarsamfélaginu og hafði þar með ekki forsendur til að skilja hvað við sem yngri erum skiljum ótrúlega lítið. Markviss og kerfisbundin fornleifaskráning er augljós leið til draga fram nýjar heimildir og þróa nýjar rannsóknarspurningar sem eru skiljanlegar og áhugaverðar fyrir hinn sístækkandi hóp malbiksbúa. Þær kynslóðir sem höfðu persónulega reynslu af hefðbundnum búskaparháttum eru óðum að hverfa og að þeim gengnum höfum við ekki aðrar heimildir en það sem tókst að skrifa niður eftir þeim og þær leifar sem þær skildu eftir í jörðinni.

Kaldársel

Kaldársel (nú horfið síðan 1925) – tilgáta ÓSÁ.

Fornleifarnar eru að hverfa næstum því jafn hratt og örugglega og fólkið og því er brýnt að sporna gegn eyðileggingunni með fornleifaskráningu sem bæði forðar upplýsingum frá glötun og er forsenda skilvirkrar minjaverndar.“

Frá því að hin framangreindu ágætis áhríningarskrif voru sett á prent árið 1998 hefur a.m.k. tvennt gerts; annars vegar hefur fornleifaskráningum fjölgað til muna og þær gerðar aðgengilegri, settar fram t.d. í þeim tilgangi að minnka líkur á eyðileggingu þekktra fornleifa, og hins vegar hefur þeim embættismönnum og verkfæðingum fjölgað, sem ekkert mark taka á slíkum fyrirliggjandi gögnum.

Flekkuvíkurstekkur

Flekkuvíkurstekkur/rétt – uppdráttur ÓSÁ.

Þá ber einnig þess að geta, í ljósi af framangreindum skrifum, að stekkir voru ekki bara stekkir, þ.e. óumbreytanlegir, frá einum tíma til annars, s.s. frá upphafi landnáms til byrjun 20. aldar er þeir að lokum lögðust af – sjá HÉR. Máli skiptir um hvaða einstaka tímatal er um að ræða. Þegar seljabúskapurinn stóð sem hæst voru stekkirnir jafnan í selstæðum fjarri bæjum, en þegar fjaraði undan selsbúskapnum færðust stekkirnir nær bæjunum og jafnvel heim að túnmörkum undir hið síðasta. Þar með styttist stekkjarvegurinn úr nokkrum kílómetrum í nokkuð hundruð eða jafnvel tugi metra. Máli skiptir því við hvaða tímabil er miðað þegar fjallað er um mælingar á „stekkjarveginum“…
Annars skiptir lengd „stekkjarvegarins“ minnsta máli í framangreindri umfjöllun.  Hins vegar ánægjulegt til þess að vita selsstígunum sé gefinn séstakur gaumur því lengst af í fyrrum fornleifaskráningu var þeirra jafnan hvergi getið. Þá ber að taka skrifin um gildi fornleifanna, skráningu og varðveislu þeirra þess alvarlegar!

Heimild:
-Archaeologia Islandica, 1. tbl. 01.01.1998, Hvað er stekkjarvegur langur? – Orri Vésteinsson, bls. 47-57.

Garðastekkur

Garðastekkur, heimasel sem varð að rétt. Stekkurinn (gróinn) er neðst t.v. á myndinni.

Fornleifar

Fornleifafræði er fræðigrein, sem fjallar um manninn út frá margvíslegum hliðum, t.a.m. út frá beinum (dýra- og manna), gripum (þ.m.t. byggingum), landslagi, ljósmyndum, kortum og öðrum skjölum. Helstu aðferðir fornleifafræðinga er fornleifaskráning og fornleifauppgröftur. Fornleifafræðingar fást við rannsóknir á ólíkum tímum, t.d. forsögulegum, miðöldum, og á minjum nútímasamfélaga.

Saga fornleifafræði á Íslandi fram til 1850

Ólafía Einarsdóttir

Ólafía Einarsdóttir (1924-2017). Margir hafa verið á þeirri skoðun, að dr. Ólafía Einarsdóttir hafi verið fyrsti íslenski fornleifafræðingurinn. Þess vegna er eitt af tímaritum fornleifafræðinga á Íslandi kallað Ólafía. Ólafía lauk gjaldgengu prófi í greininni. Hún stundaði nám í Lundúnum og í Lundi. Ekki gróf Ólafía þó mikið á Íslandi, og hvort það var karlremba í Kristjáni Eldjárn eða kvenremba í Ólafíu, þá var Ólafíu ekki stætt á Þjóðminjasafni Íslands, þar sem Kristján réði ríkjum. Ólafía meistraði í staðinn sagnfræðina og tímatal í fornbókmenntum og er ekki síðri fornleifafræðingur fyrir það. Ólafía er með vissu fyrsta íslenska konan sem varð fornleifafræðingur.

Á meginlandi Evrópu fór áhugi á fornminjum vaxandi samhliða hugmyndum um ríkisvald á 16. og 17. öld. Nýstofnuð ríki þurftu að geta sýnt fram á að ríkisbúar sínir ættu sameiginlega fortíð og upprunasögu; vegna þess beindist áhugi fólks að slíkum gripum og minjastöðum. Álíka var að gerast á Íslandi þar sem fornfræðingar heimsóttu merkilega sögustaði sem nefndir voru í Íslendingasögum.
Fyrsta heildarskráning fornleifa á Íslandi var á vegum dönsku fornleifanefndarinnar á árunum milli 1817 og 1823. Konungur Danmerkur sendi skipunarbréf árið 1807 um að skrá fornleifar í Danmörku og áttu skrásetjarar að vera sóknarprestur sem mundu skrifa ritgerð um fornleifar í sinni sókn. Prestar áttu að líta sérstaklega til staðbunda minja um fornsögur og elstu leifar stjórnvalds, t.d. dómhringi og þingstaði.

Fornleifaskráning

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel við Hvalfjörð. Selsins er getið í örnefnalýsingu, en í fornleifaskráningu er staðsetningin óviss.

Fornleifaskráning er það að leita að minjum á afmörkuðu svæði, hvort sem það er á landi eða í sjó, til skráningar.

Bæði í jörðu og á sjó eru minjar sem hver kynslóð skilur eftir sig og eru þær heimildir um líf fólks. Í tímanna rás hefur það tekið breytingum hvað telst sem fornleifar. Framan af voru aðeins skráðar byggingar og gripir frá víkingaöld en færst hefur í vöxt að skrá minjastaði hvað sem líður aldri þeirra og fremur horft til rannsóknar eða táknrænt gildi þeirra, enda lýkur sögu ekki við ákveðið ártal, eins og 1900 e. Kr.

Skráning minjastaða

Brynjudalur

Brynjudalur – Þórunnarsel.

Fornleifaskráning felur í sér að leita að upplýsingum í rituðum heimildum, taka viðtöl við staðkunnuga og mæla upp minjar á vettvangi. Skipta má verklagi fornleifaskráningar í þrennt í samræmi við þrjú stig skipulagsvinnu:
Svæðisskráning: Í svæðisskráningu er upplýsingum safnað saman um staðsetningu og gerð minja úr rituðum heimildum. Skjöl eru til að mynda lesin og túnakort skoðuð. Úr þessu fæst grunnur að fjölda og dreifingu minja á tilteknu svæði. Það gefur möguleika á að finna staði sem þykja sérstaklega athyglisverðir til kynninga eða rannsókna og svæði sem eru í hættu. Þessu til viðbótar er svæðisskráning undirbúningur fyrir aðalskráningu.

Dyljáarsel

Í Dyljáarseli.

Aðalskráning: Á þessu stigi er farið út í mörkina og rætt við ábúendur eða aðrar manneskjur sem eru staðfróðar. Að svo búnu er farið af stað og leitað á svæðum sem sennilegt er að minjar leynist á. Þegar minjastaður er fundinn er hann skráður á staðlaðan hátt og lagt mat á ástand hans, hnattstaða fundin, staðurinn ljósmyndaður svo og uppdráttur teiknaður eftir því sem tilefni er til. Einnig er reynt að meta hvort staðurinn sé í hættu og þá af hvaða völdum.

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2022 – fyrrum hluti af sögu Hafnarfjarðar; nú einangraður millum húsa.

Deiliskráning: Tilgangur deiliskráningar er að fá upplýsingar um minjastaði á (litlum) afmörkuðum svæðum. Verklag við deiliskráningu er álík og við aðalskráningu nema í deiliskráningu er gengið skipulega yfir allt svæðið og minjar mældar upp á nákvæmari hátt. Öðru hverju gæti verið nauðsynlegt að grafa könnunarskurð til þess að kanna aldur og hvort að um mannvirki sé ræða.

Minjavarsla

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum – nú horfið vegna framkvæmda og áhugaleysis yfirvalda á varðveislu minja.

Fornleifaskráning er eitt mikilvægasta – ef ekki það mikilvægasta – verkefni fyrir minjavörslu hvers lands. Talið er að á Íslandi séu að minnsta kosti 130 þúsund fornleifastaðir en á ári hverju verður fjöldi þeirra fyrir eyðileggingu, til dæmis vegna byggingaframkvæmda, túnasléttunar eða sjávarrofs. Slík eyðilegging getur afmáð sögu sem aðrar heimildir eru fáorðaðar um. Fyrir þá sök er nauðsynlegt að vita hvar staðirnir séu og hvert ástand þeirra svo að hægt sé leggja mat á hvaða sögu samfélagið vill varðveita fyrir framtíðina.

Vísindarannsóknir

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar, nú horfnar vegna framkvæmda.

Fornleifaskráningar eru iðulega gerðar í tengslum við framkvæmdir, en skráning minjastaða getur að auki verið gerð í vísindalegum tilgangi (eða gögn framkvæmdaskráninga séu nýttar í rannsóknir). Markmið fornleifaskráninga í rannsóknarskyni er t.d. að finna minjastaði, kanna ævisögu landslags eða greina ákveðið mynstur minja. Allt er þetta gert í því skyni að svara ákveðnum spurningum. Þess konar rannsóknar geta verið allt frá því að rannsaka skipulagningu einstakra grafreita upp í feiknastór landsvæði. Með því að skrá form garðsins, staðsetningu minja innan hans og vísun þeirra í klassíska fornöld, þá sýndi rannsóknin fram á hvernig garðurinn var efnislegur vitnisburður sem voldugt tákn um samfélagslegt vald húsráðandans og hafði garðurinn mótandi áhrif á gesti og gangandi.

Viðey

Fornleifarannsóknir sýna að byggð var hafin í Viðey á 10. öld en árið 1225 var stofnað þar klaustur af reglu heilags Ágústínusar. Í meira en 300 ár var Viðeyjarklaustur mesta helgisetur í Sunnlendingafjórðungi af Skálholti frátöldu. Alþjóðleg hefð er fyrir því að klausturbyggingar myndi umgerð um klausturgarð. Túlka má rannsóknir á svæðinu á þann veg. Byggingar merktar A, B og C hafa verið grafnar upp og sýna langhús (stofu, skála og búr). Þar austur af er sennilega smiðjukofi (D). Aftur af langhúsinu eru lítið rannsökuð bakhús. Kirkjan (E) er tilgátuhús en fyrir myndir eru sóttar í kirkjur á Þingeyrum og á biskupsstólunum. Jarðsjármælingar sýna að fyrir framan Viðeyjarstofu og kirkju hafi verið byggingar, trúlega sjálf klausturhúsin (F), þau eru einnig tilgátuhús.

Í fornleifaskráningu í vísindaskyni eru samskonar verklagi beitt og í hefðbundinni fornleifaskráningu, einkum deiliskráningu. Tilgangurinn er að fá nákvæmar upplýsingar um minjastaðinn. Af þeim sökun er í fáeinum tilvikum notuð ýmis jarðsjátæki, til dæmis viðnámsmælir, til að skima eftir minjum undir jarðvegi. Í sumum tilvikum eru teknir könnunarskurði til þess að athuga hvort um mannvirki sé að ræða, vita aldur þess eða ná í sýni til efnagreiningar.

Hvað eru fornleifar?
Fornleifar eru það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð. Flest af því sem við höfum með höndum eyðist í tímans rás. Sumu er alls ekki ætlað að endast; við neytum matar og brennum kerti, föt endast sjaldan meira en í nokkur ár en aðrir hlutir geta enst í áratugi og jafnvel aldir, til dæmis hús og bækur.
Hlutir sem við notum mikið slitna, brotna og skemmast, sumt er hægt að endurnýta og gera við en fyrr eða síðar endar langflest af því sem við höfum í kringum okkur (oft með langri viðdvöl í kompu eða á háalofti) á öskuhaugum, þar sem því er annað hvort brennt eða það rotnar og eyðist smátt og smátt.

Öskuhaugur

Öskuhaugur í rannsókn.

Öskuhaugarnir sjálfir verða svo eyðingu að bráð; fyrir utan niðurbrot efnanna í jarðveginum geta þeir horfið vegna vind- og vatnsrofs, landbrots og framkvæmda og þess vegna getur verið mjög erfitt að finna nokkur einustu ummerki eftir fólk að nokkrum öldum eða árþúsundum liðnum.
Það sem varðveitist, annað hvort af því að því hefur verið haldið til haga, til dæmis handrit og listaverk, eða vegna þess að skilyrði í jarðvegi hafa verið góð, er því aðeins brot af því sem upphaflega var, en það brot getur gefið mikilvægar vísbendingar um þá tíma sem leifarnar eru frá. Það er vegna þess sem fornleifar eru rannsóknarefni sérstakrar fræðigreinar, fornleifafræði, en hún fæst við að finna fornleifar og túlka þær sem heimildir um liðna tíð.

Bárujárn

Fyrrum hús Brennisteinsfélagsins í Seltúni, elsta hús klætt bárujárni hér á landi, nú við Suðurgötu 10, Hafnarfirði.

Misjafnt er hvað hlutir þurfa að vera gamlir til að teljast fornleifar. Í íslenskum lögum er miðað við að allt sem er eldra en 100 ára teljist fornleifar en einnig þekkist að miðað sé við 500 ár eða allt sem er eldra en miðaldir (það er eldra en 1500 ára). Það er hins vegar ekki einber aldurinn sem gerir gamla hluti að fornleifum heldur fremur hvort þeir geta talist í einhverjum skilningi úreltir og hversu sjaldgæfir þeir eru. Við getum tekið sem dæmi að fáir myndi telja klaufhamar úr ryðfríu stáli sem framleiddur var árið 1927 til fornleifa. Slíkur hamar er eins og hamrar sem framleiddir eru í dag og hefur sama notagildi. 5 ¼ tommu tölvudiskur frá 1986 er hins vegar úrelt fyrirbæri sem erfitt er eða ómögulegt að nota lengur og við myndum því, í hálfkæringi að minnsta kosti, geta talað um sem fornleifar. Notagildið veldur því líka að hamrar geta auðveldlega orðið langlífir og sennilega leynast býsna gamlir hamrar víða í verkfærakistum en úreltir tölvudiskar eru hinsvegar orðnir mjög sjaldgæfir og þegar komnir á dagskrá hjá söfnum og áhugafólki um varðveislu gamalla hluta.

Kuml

Kuml.

Oft er gerður greinarmunur á hlutum sem hafa varðveist af því að passað hefur verið upp á þá, til dæmis kirkjuskrúð, handrit og gömul málverk, og hlutum sem varðveist hafa í jörðu. Jarðfundnum fornleifum má svo aftur skipta í tvennt eftir því hvort hlutirnir hafa verið skildir vísvitandi eftir undir mold, (einkum legstaðir manna og dýra, sumir með haugfé, og faldir fjársjóðir), eða hvort þeir eru úrgangur eða annað sem hefur verið hent eða skilið eftir (stundum óvart).
Þróunin innan fornleifafræðinnar hefur verið frá upphaflegri áherslu á að finna fagra gripi í átt að sífellt nákvæmari rannsóknum á úrgangi í víðasta skilningi. Þær rannsóknir beinast ekki eingöngu að rústum bygginga og gripum sem finnast í þeim og gömlum öskuhaugum, heldur einnig að dýrabeinum og öðrum matarleifum; ösku, gjalli og öðrum leifum eftir eldamennsku og iðnað; skordýra- og jurtaleifum og efnasamböndum sem geta gefið vísbendingar um lífshætti fólks til forna.

Fornleifar

Fornleifauppgröftur á bæjarstæði.

Fornleifafræðingar hafa þróað aðferðir til að setja saman mynd af horfnum samfélögum byggða á slíkum brotakenndum heimildum. Aðeins örlítill hluti af því sem var hefur varðveist og margt af því hefur varðveist fyrir eintóma tilviljun. Það er flókið mál draga skýrar ályktanir af slíkum efnivið en aðferðirnar sem hafa verið þróaðar til þess hafa einnig reynst vel til að rannsaka samtímann – það er ruslið sem við framleiðum og hvað það segir um okkur.
Allt rusl, gamalt og nýtt, er því viðfangsefni fornleifafræðinnar, en fornleifar má telja allt sem er nógu gamalt til að vera orðið úrelt og/eða sjaldgæft.

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Rúnasteinn

Rúnasteinn – sænskur.

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði sem ritheimildir eru til um.
Áletranir eru mikilvægar en þær finnast aðeins á örlitlu brotabroti allra fornleifa og því hefur þurft að þróa sérstakar aðferðir til að aldursgreina fornleifar. Engin ein aðferð er til sem hægt er að beita á öll efni eða hluti undir öllum kringumstæðum heldur nota fornleifafræðingar yfirleitt margar aðferðir saman til að komast að niðurstöðu um aldur minjanna sem þeir rannsaka.
Þessar aðferðir má flokka í tvennt: annars vegar eru afstæðar tímasetningaraðferðir sem geta greint hvort tilteknar fornleifar eru eldri eða yngri en aðrar en ekki endilega hversu gamlar, og hins vegar algildar aðferðir sem gefa raunaldur hlutanna. Í fljótu bragði mætti ætla að síðarnefndu aðferðirnar væru augljóslega betri en þær eru ýmsum takmörkunum háðar og því liggja afstæðu aðferðirnar að mörgu leyti til grundvallar.
Afstæðar tímasetningaraðferðir

Christian Jörgensen

 Christian Thomsen (1788-1865).

Það var danski fornleifafræðingurinn Christian Thomsen (1788-1865) sem lagði grundvöllinn að flokkun fornleifa eftir aldri á fyrri hluta 19. aldar. Þá setti hann fram svokallaða þriggja alda kenningu. Hann hafði tekið eftir því að úr elstu jarðlögum komu eingöngu áhöld og gripir úr steini, en úr yngri lögum kæmu líka hlutir úr bronsi og úr enn yngri lögum gripir úr steini, bronsi og járni. Kenning hans var því sú að fyrst hefði verið steinöld, síðan bronsöld og síðast járnöld.
Þessi kenning liggur enn til grundvallar tímabilaskiptingu forsögunnar í Evrópu og Vestur Asíu en hún er fyrst og fremst mikilvæg fyrir það að með henni er hægt að raða hlutum í aldursröð eftir efni þeirra og fundarsamhengi. Elstu leirker finnast til dæmis iðulega í sömu lögum og pússuð steináhöld sem eru ólík slegnum steináhöldum í enn eldri lögum. Á þessari athugun byggir skipting steinaldarinnar í fornsteinöld og nýsteinöld og frá dögum Thomsens hafa fornleifafræðingar unnið sleitulaust að því að greina slík samhengi og skipta “öldunum” niður í æ styttri tímabil.

Leirker

Leirker eru afar sjaldgæfur fundur við fornleifarannsóknir frá landnámi og fram á 11 öld, tvö brot fundust í Vogum á Höfnum á Reykjanesi og þrjú brot við höfnina á Kolkuósi í Skagafirði.
Í öskuhaugnum í Firði hafa nú fundist yfir 20 brot sennilega öll af sama kerinu. Öskuhaugurinn er aldursgreindur frá 940-1100.

Þó að grófa flokkunin haldi fyrir heilar heimsálfur geta styttri tímabilin verið ólík frá einu landi eða svæði til annars en það helgast af því að skilgreining þeirra byggir á atriðum eins og tísku sem er oft staðbundin. Því má segja að efnin (steinn, kopar, brons, járn, en líka gler, stál, silki og gúmmí) gefi grófa rammann en tæknin (bæði aðferðir við að búa til hluti, til dæmis málmsteypa og postulínsgerð, og við að nýta þá, til dæmis plæging og tedrykkja) og tískan hjálpa til við að tímasetja með meiri nákvæmni. Tíska er lykilatriði í þessu, því að margir hlutir (einkum skartgripir og allskonar skreyti og munstur) geta breyst hratt og því meiri sem breytileikinn er þeim mun styttri eru tímabilin og þeim mun nákvæmar hægt að tímasetja. Það eru ekki bara manngerðir gripir sem fornleifafræðingar líta til í þessu samhengi heldur líka atriði eins og villt dýr í umhverfi bólstaða, hvaða jurtir eru ræktaðar, húsdýrahald og margskonar aðrar vísbendingar um líf og störf mannanna sem taka breytingum með tímanum.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Allt þetta byggir á því einfalda en mikilvæga lögmáli að afstaða jarðlaga og mannvistarlaga segir til um aldur þeirra: lagið sem er undir er eldra en það sem er ofan á. Ef gripasafn úr eldra lagi er til dæmis með ákveðna tegund af leirkerjum en það yngra ekki þá getur verið að sú tegund hafi fallið úr tísku, og ef sú breyting sést á mörgum stöðum má hafa þá breytingu sem aldursviðmiðun. Hún segir okkur hinsvegar ekki hvenær þessi leirker hættu að vera í tísku.
Fram um miðja 20. öld áttu fornleifafræðingar í erfiðleikum með að tengja tímabilin sín við rauntíma. Eina aðferðin var að nota gripi með áletrunum sem hægt var að tengja við sögulega atburði og einstaklinga en sú aðferð kemur aðeins að gagni eftir að ritmál var fundið upp, fyrir um 5000 árum síðan í gamla heiminum, en allt sem var eldra en það var erfitt eða ómögulegt að tengja við rauntíma. Þetta breyttist eftir 1950 með tilkomu aldursgreiningar með geislakoli en hún hefur valdið byltingu í tímasetningum í fornleifafræði.

Algildar tímasetningaraðferðir

C-14

C-14.

Áletrun getur gefið algilda tímasetningu, til dæmis má yfirleitt treysta því að mynt með nafni kalífa eða konungs sé frá veldistíma hans, en sú tímasetning segir bara til um aldur myntarinnar. Aðrir gripir sem finnast í sama lagi geta ekki hafa lent þar fyrr en eftir að myntin var slegin, en þeir geta annaðhvort verið eldri en hún (það er þeir voru gamlir þegar þeir lentu í laginu) eða miklu yngri (myntin var gömul þegar hún lenti í laginu).
Sú algilda tímasetningaraðferð sem mest áhrif hefur haft og mestu máli skiptir í fornleifafræði nútímans er hins vegar geislakolsaldursgreining, líka þekkt sem kolefnisaldursgreining eða C14. Þessi aðferð byggist á því að þrjár samsætur kolefnis (C) eru í andrúmsloftinu og hlutfallið á milli þeirra er stöðugt. Sama hlutfall er svo í öllum lífverum. Ein af þessum samsætum, C14, er geislavirk sem þýðir að hún er óstöðug og breytist í stöðugu samsætuna N14. Það sem skiptir máli fyrir tímasetningar er að geislavirk efni eyðast með stöðugum og ákveðnum helmingunartíma sem er hægt að ákvarða með mælingum í rannsóknastofu.

C-14

C-14.

Helmingunartími C14 er 5730 ár og með þessu má aldursgreina allar lífrænar leifar aftur til um 40.000 ára. Fara má nærri um raunaldur jarðlags með því að tímasetja hluti eins og fræ og dýrabein sem sjaldnast eru meira en nokkurra ára þegar þau lenda undir torfu, en aðalkosturinn við þessa aðferð er að hún er sjálfstæð, óháð bæði ritheimildum og flokkunarkerfum forngripa; og að henni má beita á öll lífræn efni, meðal annars þau sem lent hafa í eldi og kolast en kolaðar leifar geta varðveist þar sem varðveisluskilyrði eru að öðru leyti slæm fyrir lífrænar leifar.
Með þessu er ekki allur vandi leystur; ýmis vandamál eru við meðferð og túlkun geislakolsaldursgreininga, og aðferðin nær ekki til eldra skeiðs fornsteinaldar, langlengsta tímabils mannkynssögunnar (nærri 2 milljónir ára). Aðrar aðferðir sem einnig byggjast á stöðugri eyðingu geislavirkra efna (til dæmis úrans og kalín-argons) eru þó til og má nota þær á eldri hluti, fyrst og fremst berg.
Margar aðrar aðferðir eru til en þær eiga allar sammerkt að vera annað hvort staðbundnar (eins og gjóskulagatímatalið sem íslenskir fornleifafræðingar styðjast mikið við) eða að aðeins er hægt að beita þeim á sérstök efni. Þar á meðal er trjáhringaaldursgreining sem er nákvæmasta tímasetningaraðferð sem til er en henni er aðeins hægt að beita á sæmilega stóra búta úr tilteknum trjátegundum (til dæmis eik en ekki birki, enn sem komið er að minnsta kosti).

Kléberg

Kléberg í Glúfurgili í Esju.

Þegar fornleifafræðingur stendur frammi fyrir því að tímasetja fornleifar byrjar hann yfirleitt á því að reyna að staðsetja sig gróflega í tíma út frá efnum og gerð gripanna. Hér á Íslandi myndum við til dæmis næsta hiklaust telja að safn sem innihéldi svínabein, glerperlur og kléberg væri frá víkingaöld en að safn með leirkerjum og glerbrotum væri frá 17. öld eða yngra, og það þó að söfnin væru að uppistöðu hlutir úr járni og steini sem væru í aðalatriðum eins í báðum. Til þess að fá nákvæmari tímasetningu myndum við svo líta til gjóskulaga, en það getur verið háð aðstæðum hvort til staðar eru gjóskulög sem hægt er að nota sem tímatalsviðmið. Jafnframt myndum við láta gera geislakolsaldursgreiningar á völdum hlutum. Í öðrum löndum er samsetning aðferðanna oftast önnur en alls staðar á það við að efni og gerð hlutanna gefa rammann, en síðan beita menn öðrum aðferðum eftir efnum og aðstæðum, og oftast er geislakolsaldursgreining þar á meðal.

Hvar hafa leifar um víkinga varðveist?

Víkingar

Víkingur.

Þegar fjallað er um leifar eftir víkinga þarf fyrst að ákveða hvað við er átt með hugtakinu víkingur. Í íslenskum miðaldaritum hefur orðið alltaf þrönga merkingu, það þýðir „sæfari, sjóræningi“ og er fyrst og fremst notað um norræna menn þó að merkingin virðist ekki endilega bundin þjóðerni. „Víkingur“ er með öðrum orðum starfsheiti en fyrir löngu hefur skapast sú hefð að nota það sérstaklega um þá norrænu menn sem tóku að ræna, rupla, versla og berjast til landa í Norður-Evrópu á níundu og tíundu öld e. Kr.

Þetta tímabil er oft nefnt víkingaöldin og látið ná frá 793/800 til 1050/1066/1100 e. Kr. Það einkenndist í fyrstu af ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyjum og í strandhéruðum Norður-Evrópu, en fljótlega einnig skipulegum hernaði og landvinningum sem leiddu til þess að þeir settust að í norðurhluta Englands, í borgum eins og Dublin (Dyflinni) á Írlandi, í Normandí í Frakklandi og á svæðinu í kringum Starja Ladoga (Aldeigjuvatn) í Rússlandi.

Víkingar

Víkingar.

Lítið er vitað um hversu stórar byggðir norrænna manna voru á þessum stöðum og víst að þeir samlöguðust fljótt þeim þjóðum sem þar voru fyrir.
Á sama tíma fundu norrænir menn áður óbyggð lönd í Norður-Atlantshafi – Færeyjar, Ísland og seinna Grænland – þar sem þeir settust að. Þeir settust líka að á svæðum sem lengi höfðu verið byggð í Skotlandi: á Hjaltlandi, Orkneyjum, Suðureyjum, Katanesi og einnig á eynni Mön í Írlandshafi. Öfugt við hinar norrænu byggðir í Englandi, Frakklandi og Rússlandi náðu norrænir menn algerum menningarlegum og pólitískum undirtökum á þessum svæðum og var til dæmis talað norrænt mál á Hjaltlandi og Orkneyjum fram yfir siðaskipti.
Vegna þess hve víkingaöldin er litríkt tímabil í sögunni og hve ránsferðir og hernaður norrænna manna skipti miklu fyrir þróun efnahags og stjórnkerfis í Norður Evrópu á þessu tímabili hefur hugtakið „víkingar“ fengið merkinguna „allir norrænir menn á víkingaöld“ í hugum margra.

Víkingur

Íslenskur víkingur á alþingishátíðinni 1930.

Þetta á einkum við um enskumælandi þjóðir en frá sjónarmiði íbúa Bretlandseyja voru sjóræningjar frá Norðurlöndum og norrænir menn almennt einn og sami hópurinn. Af þeim sökum er hugtakið „Viking“ á ensku mjög oft notað sem samheiti fyrir Norðurlandabúa á víkingaöld, friðsamt fólk jafnt sem atvinnusjóræningja. Á Norðurlöndum hefur hinsvegar tíðkast að gera greinarmun á þeim tiltölulega litla hópi sem lagðist í víking og hinum sem heima sátu eða námu óbyggð lönd í úthöfum til að búa þar í friði og spekt. Landnemar á Hjaltlandi og Íslandi voru því ekki víkingar – í mesta lagi fyrrverandi víkingar – samkvæmt íslenskum málskilningi.
Annað starfsheiti frá sama tíma sem einnig hefur fengið merkingu þjóðernis er „væringjar“ en það hugtak var upphaflega notað eingöngu um Norður-Evrópumenn sem mynduðu lífvarðasveit keisarans í Miklagarði (nú Istanbúl). Í henni voru alls ekki bara norrænir menn, heldur líka Engilsaxar og Þjóðverjar, en hugtakið er samt oft notað almennt um norræna menn sem versluðu, rændu og settust að í austurvegi, það er við austanvert Eystrasalt og í Rússlandi.
Leifar sem varðveist hafa eftir víkinga og væringja, það er norræna sjóræningja, kaupmenn og hermenn á 9.-11. öld e. Kr., eru ekki miklar. Það sem vitað er um þetta fólk er mest úr írskum, enskum, þýskum, frönskum og grískum annálum og sagnaritum frá þessu tímabili. Nokkrir rúnasteinar, flestir frá 11. öld og í Svíþjóð, geta einnig um ferðir nafngreindra manna í austur- og vesturvíking. Yngri heimildir, til dæmis íslenskar fornsögur, eru miklu meiri að vöxtum en ekki að sama skapi áreiðanlegar.

Þórshamar

Þórshamar eftir uppgröft.

Á sumum svæðum þar sem norrænir menn settust að, til dæmis í Englandi og Normandí, eru örnefni helstu heimildirnar um þá. Það eru bæði nöfn sem norrænir menn hafa gefið bólstöðum sínum og nöfn sem innfæddir hafa gefið stöðum sem tengdust norrænum mönnum með einhverjum hætti. Í Englandi og í Rússlandi hafa einnig fundist nokkur kuml, heiðnar grafir með haugfé, sem greinilega eru norræn. Mun erfiðara hefur verið að bera kennsl á byggingar norrænna manna á þessum svæðum og virðast þeir hafa samið sig mjög fljótt að siðum innfæddra.
Í Englandi og á Írlandi hafa verið gerðir umfangsmiklir uppgreftir í bæjum sem norrænir menn réðu á víkingaöld. Stærstu og frægustu uppgreftirnir eru í York (Jórvík) á Englandi og Dublin á Írlandi. Leifarnar sem hafa fundist á þessum stöðum eru ekkert sérstaklega norrænar – þær skera sig lítið sem ekkert frá leifum úr öðrum bæjum í Norður-Evrópu á sama tíma sem tengjast norrænum mönnum minna (til dæmis Dorestad í Hollandi, Hamwic á Englandi og Novgorod í Rússlandi). Hins vegar er vitað að York og Dublin voru undir stjórn norrænna manna, einkum á 10. öld, og að uppgangur þeirra tengist verslun á vegum víkinga.

Fornleifar

Munir uppgötvaðir eftir fornleifagröft.

Það á líka við um bæi sem urðu til á Norðurlöndum á víkingaöld, til dæmis Ribe og Hedeby í Danmörku, Birka í Svíþjóð og Kaupang í Noregi, en við uppgrefti á þessum stöðum hefur fundist ýmiskonar varningur sem ber verslunarsamböndum víkinga vitni. Norðurevrópskir og arabískir peningar frá víkingaöld hafa fundist í þúsundatali á Norðurlöndum, ekki síst á Gotlandi, og eru þeir mjög mikilvæg heimild um verslunarsambönd á þessum tíma.
Á Norðurlöndum hafa menn einnig talið sig geta bent á gripi, yfirleitt úr kumlum, sem gætu verið afrakstur ránsferða utan Norðurlandanna. Það eru til dæmis kirkjugripir og skraut af bókum sem ætla má að hafi verið rænt úr kirkjum eða klaustrum. Slíkir fundir eru þó fáir.

Fornleifar

Gripur endurheimtur eftir fornleifauppgröft. Hér verður vitleysunni í kringum klaustursrannsóknir ekki gerð séstök skil.

Miklu sjaldgæfara er að menn hafi talið sig finna ummerki um víkinga utan Norðurlanda (það er önnur en örnefni og ótvíræð kuml). Gripir sem eru klárlega norrænir, eins og til dæmis kúptar nælur sem voru hluti kvenbúnings og norræn mynt, hafa mjög litla útbreiðslu utan Norðurlanda. Sérstæðar leifar eftir norræna menn eru til dæmis rúnarista á styttu af ljóni sem nú er í Feneyjum en var upphaflega í Aþenu, og önnur sem Hálfdan nokkur risti í Hagiu Sofiu, kirkju í Istanbúl.

Mjög mikilvægar leifar sem tengjast víkingum eru skip sem fundist hafa, bæði í grafhaugum (til dæmis Ásubergs- og Gauksstaðaskipin í Noregi) og á hafsbotni (til dæmis fjölmörg í Hróarskeldufirði í Danmörku). Skipin voru tæknileg forsenda fyrir víkingaferðunum og landnámi norrænna manna í Norður-Atlantshafi.

Ásubergsskipið

Ásubergsskipið.

Þau eru flest geymd og mörg höfð til sýnis í víkingaskipasöfnunum í Osló og Hróarskeldu (Roskilde).
Leifar eftir norræna menn á víkingaöld er því fyrst og fremst að finna á Norðurlöndum, og eru gripirnir yfirleitt varðveittir á söfnum, bæði þjóðminjasöfnum viðkomandi lands og hérðassöfnum. Í Noregi er hægt að skoða aðfangaskrár forngripasafnanna á dokpro.uio.no.
Sama gildir um gripi sem hafa fundist utan Norðurlanda. Þeir eru flestir varðveittir á þjóðminjasöfnum (til dæmis Skotlands, Bretlands og Írlands) eða á héraðsminjasöfnum. Á svæðum þar sem norrænir menn settust að má víða skoða uppgrafnar byggingar (til dæmis á Jarlshof á Hjaltlandi), tilgátuhús (til dæmis á Borg í Lófóten) og sýningar (til dæmis í York).

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Fornleifafr%C3%A6%C3%B0i
-https://is.wikipedia.org/wiki/Fornleifaskr%C3%A1ning
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=28898
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=50983
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4377

Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafnið.

Seltún

Verkefnið um Brennisteinsvinnslu í Krýsuvík er unnið 2010-2014 með það að markmiði að safna upplýsingum um minjar tengdar brennisteinsnámusvæðunum á Reykjanesskaganum; í Seltúni og Baðstofu í Krýsuvík annars vegar og Brennisteinsfjöllum hins vegar, sem og að skrá og miðla fróðleiknum til annarra.

Brennisteinsvinnsla

Brennisteinsnám á Reykjanesskaga.

Meginviðfangsefnið er þó að reyna að gefa sem sögulegast yfirlit um brennisteinsvinnsluna, bæði í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum, með hliðsjón af fyrirliggjandi heimildum og leggja fram fornleifaskráningu af svæðunum (sjá fornleifaskráningu af svæðu, auk korta og örnefnaloftmynda á Krýsuvíkursvæðinu). Fylgt var leiðbeiningum Minjsstofnunar Íslands (Fornleifaverndar ríkisins) um fornleifaskráningu.
Eins og að framan greinir er Krýsuvíkursvæðinu skipt í tvennt, annars vegar Seltúnssvæðið með tilheyrandi minjum sem og svæði norðan Kleifarvatns er tengst gæti brennisteinsvinnslunni á árunum 1879-1883 og hins vegar Baðstofusvæðinu ofan svonefndra bústjórahúsa. Götur að námunum eru tilgreindar í örnefnalýsingum um Krýsuvík og verður því einnig lýst hér, enda hlutar af órjúfanlegri minjaheild.

Krýsuvík

Krýsuvík – brennisteinsnámur; Nicholas Pocock 1791.

Í Brennisteinsfjöllum er í lýsingum og getið heimilda um leiðir að og frá námunni og minja við þr sem og námusvæðið sjálft austan Kistufells. Öll voru námusvæðin fyrrum í Krýsuvíkurlandi (sjá kort á bls. 4) og tilheyrðu því lögsagnarumdæmi Grindavíkur á meðan var. Um er að ræða hluta af atvinnu- og verslunarsögu Íslands og því ástæða til að halda henni til haga. Talið er að brennisteinn hafi verið unninn af Krýsuvíkurbónda á námusvæðinum allt frá 12. öd. Á 17. öld yfirtók danski konungurinn eignarhaldið uns þar var framselt einstaklingum og loks félögum í eigu erlendra aðila. Endalok brennisteinsvinnslu í Krýsuvík var um 1882 og í Brennisteinsfjöllum þremur árum síðar.

Ritið í heild fæst hjá Antikva ehf í Garðabæ.

Jón Jónsson

Jón Jónsson – Brennisteinsfjöll.

Hækingsdalur

Örnefnið „Barnahús“ er til í íslenskum örnefnaskrám fyrrum. Fyrirbærið er áhugavert fyrir margra; ekki síst fyrir barna sakir.
Í Rauðasandshreppi er í örnefnalýsingu örnefnið skráð; „Barnahúslækur. Hann er frammi í Vík, rennur þar í Ána og kemur úr Hreiðurblagili. Þar höfðu krakkar byggt sér grjóthús“.


Í Örnefnalýsingu fyrir Hækingsdal segir: „Fyrir heiman Illugastakksnef og neðan Móa eru Tjarnir, en fyrir utan Illugastakksnef er Flóðamýri. Þegar Kinnarlækur kemur niður úr túni, breytir hann um nafn og heitir Flóðamýrarlækur. Engjarnar fyrir ofan hann næst túni eru Forir. Þar upp af er nokkuð gróinn grjótbali, er heitir Stekkjarbali. Þar var síðast hafður stekkur. Móðir Hannesar mundi eftir honum í bernsku sinni. Fyrir utan Forir eru Enni, þau eru tvö, sitt hvoru megin við Barnhús. Brattar brekkur og grasgefnar. Upp af þeim er Kýrgilsbali. Vestan við hann er Fjólubolli, sem er töluvert breiður og djúpur. Þar vex mikið af fjólu eða blágresi. Fyrir utan Enni er Lágamýri. Upp af henni er klapparhæð, er heitir Barnhús. Enga skýringu kann Hannes á því nafni. Þar var kofi.“


Í Örnefnalýsingu fyrir Flekkudal, Grjóteyri og Sand í Kjós segir; „Landamerki beggja jarðanna að norðanverðu liggja að Meðalfellsvatni. Að austan um Flekkudalsós, Stokkinn (efsta hluta óssins) um Kelduna suður í Barnhúsvörðu við rætur Sandsfjalls upp í Markagil í Markastein nyrst á Sandsfjalli. Þaðan liggja mörkin suður Sandsfjall um Esjuflóa í Esjuhorn, þaðan sem vötnum hallar í Hátind á Esju syðst upp af Norðurgröf á Kjalarnesi.

Flekkudalur

Flekkudalur.

Í „Fornleifaskráningu í Kjósarhreppi I“ segir m.a.: „“Merkin byrja við landsuðurhorn Meðalfellsvatns, í Flekkudalsós, upp úr honum í Barnhús, sem svo er kallað.
Frá því beint upp gilið, upp á Sandfellsbrún…,“ segir í örnefnaskrá Flekkudals. „Landamerki beggja jarðanna að norðanverðu liggja að Meðalfellsvatni. Að austan um Flekkudalsós, Stokkinn (efsta hluta óssins) um Kelduna suður í Barnhúsvörðu …“ segir í örnefnaskrá Gjóteyrar og Flekkudals. „Barnhús: Hans getur sér þess til að nafnið sé af því dregið, að börn hafi þar verið geymd meðan fólk var á engjum. Langt var á engjar á Sandi og matur færður. Þar voru tóftir. Þess má geta, að í Hækingsdal er einnig til Barnhús, haft um klapparhæð, en á henni voru tóftir. Ekki kunni heimildamaður þar skýringar á nafninu, en framangreind skýring hefur ekki verið borin undir hann.“ segir í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá Sands. Skv. lýsingum ætti Barnhús að hafa verið við enda keldunnar, sem er á merkjum milli Grjóteyrar og Sands, í fjallsrótum eða hugsanlega eitthvað ofar. Þetta er um 1,8 km VNV af bæjarhól. Mýri nær að fjallsrótum en svo tekur við brött en ágætlega gróin fjallshlíð. Girt er á merkjum hátt upp í fjall. Alls engar rústir eða vörðuleifar fundust á merkjum. Sennilegast er að Barnhús hafi verið alveg í fjallsrótum og þá vikið þegar keldan var grafin í skurð.“
Örnefnið, er þrátt fyrir allt, einstaklega áhugavert.

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Vestur-Barðastrandasýsla Breiðavík, Rauðasandshreppur, Breiðavík, Trausti Ólafsson frá Breiðavík skráði.
-Örnefnalýsing fyrir Hækingsdal.
-Örnefnalýsing á Flekkudal og Grjóteyri.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Þorláksstaðir, Blönduholt, Þúfa, Þúfukot, Eyri, Eyrar-Uppkot, EyrarÚtkot, Útskálahamar, Kiðafell, Möðruvellir, Írafell, Bær, Meðalfell,
Meðalfellskot, Eyjar, Eyjahóll, Flekkudalur neðri, Sandur, Neðri-Háls, Hvammur og Hvammsvík. Reykjavík 2008.

Flekkudalur

Flekkudalur.

Helgafell

Í Mosfellsblaðiðnu árið 2001 er m.a. fjallað um „Fornleifaskráningu í Mosfellsbæ„, s.s. Hraðaleiði, Hafravatnsrétt o.fl. Auk þess má þar lesa um Æsuleiði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – bæjarmerkið: Höf. Kristín Þorkelsdóttir – TÁKN;  A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin. Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn sigursæli Englakonungur gaf honum. Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla. B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“.

„Á síðasta ári gerðu Mosfellsbær og Þjóðminjasafn Íslands með sér samning um skráningu fornleifa í landi Mosfellsbæjar. Skráningin er unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Samkvæmt Þjóðminjalögum er skylt að skrá fornleifar á skipulagsskyldum Jarðatali J. Johnsens frá 1847. Samkvæmt Jarðatalinu voru 25 jarðir innan þess svæðis sem tilheyrir Mosfellsbæ í dag.
HafravatnsréttJörðum hefur verið skipt upp og aðrar sameinaðar á þeim tíma sem liðinn er frá 1847. Sem dæmi má nefna jörðina Seljabrekku sem ekki verður tekin svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Eitt af markmiðum fornleifaskráningar er að sporna við því að minjar verði fyrir skemmdum af gáleysi eða að nauðsynjalausu.

Fornleifaskráning kemur að notum í minjavörslu þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir til verndar einstökum minjastöðum eða minjasvæðum. Auk þess kemur hún að gagni í rannsóknum og kynningu. Það er einnig hagur þeirra sem stýra hvers konar framkvæmdum að eiga aðgang að yfírliti um fornleifar á tilteknu svæði. Segja má að við það vinnist tvennt. Unnt er að taka tillit til minjanna við skipulagsvinnu og nýta þær til að varðveita sögu staðarins í landslaginu. Einnig má minnka stórlega líkur á að finnist, öllum að óvörum, fornleifar sem nauðsynlegt verður að rannsaka. Auk kostnaðar við fornleifarannsóknir geta tafir á framkvæmdum haft mikinn kostnað í för með sér.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt 2022.

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ hófst árið 1980. Þetta var fyrsta skrá sinnar tegundar sem gerð var á Íslandi. Vinnubrögð við fornleifaskráningu hafa breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er frá því að skráningin fór fram árið 1980 þó svo að hún standi ennþá vel fyrir sínu og verði notuð sem grunnur fyrir þá vinnu sem nú er hafin. Í fornleifaskráningu Þjóðminjasafns Íslands eru minjar skráðar í nýtt skráningarkerfi sem fengið hefur nafnið Sarpur. Fornleifar eru flokkaðar eftir jörðum og miðað bæði við opinbera fasteignaskrá og jarðaskiptingu eins og hún kemur fyrir í sem sérstök jörð í fornleifaskráningunni því árið 1847 tilheyrði hún landi Mosfells. Mannvirki sem eru 100 ára eða eldri eru skilgreind sem fornleifar. Því er eðlilegt að miða fornleifaskrána við jarðaskiptingu eins og hún var fyrir rúmum 100 árum.

Hraðaleiði

Hraðaleiði.

Það eru ekki einungis leifar mannvirkja sem orðnar eru eldri en 100 ára sem eru skráðar. Þannig eru stríðsminjar teknar með í þessari skráningu. Og skráningin nær einnig út fyrir eiginleg mannvirki svo sem til álagabletta og annarra staða og kennileita sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnarhefð.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Mosfell.

Vinnu við fornleifaskráningu má í stórum dráttum skipta í tvennt. Fyrri áfanginn felur í sér gagnaöflun. Farið er í gegnum ritaðar heimildir, bækur er fjalla um sögu svæðisins, jarðabækur, fornbréfasafn, örnefnalýsingar, túnakort o.fl. Allt er tínt til sem gæti bent til fornleifa. Örnefni geta t.d. falið í sér vísbendingu um að þar hafi staðið mannvirki.
Í Mosfellbæ eru til mörg slík örnefni, t.d. Rögnvaldarstekkur, Stekkjarmýri, Miðdalskot, Kvíaból, Keldnasel, Rikkudys, Reykjalaug, Skólavarða, Jónssel, Markasteinn, Skiphóll, Hraðaleiði, Lambalækur, Móholt, Blikastaðavað og Hafravatnsrétt. Þessum fyrri áfanga fornleifaskráningarinnar í Mosfellsbæ er nú lokið. Heimildum hefur verið safnað um 626 fornleifar í landi bæjarins. Í síðari áfanganum felst að farið er á vettvang og athugað hvort enn finnist leifar þeirra mannvirkja sem gagnasöfnunin leiddi í ljós að verið hefðu á svæðinu i eina tíð.

Nessel

Nessel.

Ástand fornleifanna er metið og staðsetning þeirra færð inn á kort. Vettvangsvinnan verður unnin í sumar. Gefin verður út skýrsla með skrá yfir allar fornleifar í Mosfellsbæ. Eins og áður segir er fornleifaskráningin unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Vonandi verður fornleifaskráin þó gefin út þannig að hún verði öllum aðgengileg. Vönduð útgáfa fornleifaskráningar í Mosfellsbæ ætti að geta nýst mjög mörgum, t.d. fræðimönnum til rannsóknarstarfa, skólar bæjarins geta unnið verkefni upp úr henni fyrir nemendur sína, bæjaryfirvöld geta notað hana í kynningu bæjarins út á við og síðast en síst getur fólk sem nýtur útivistar í bæjarfélaginu kryddað göngutúra og reiðtúra með fróðleik úr henni um umhverfi sitt.

Æsuleiði

Æsuleiði – Bjarki Bjarnason stendur á leiðinu.

Þegar farið er að glugga í gamlar heimildir er ótrúlega margt sem kemur á óvart og aðeins virðist á fárra vitorði. Þessu til staðfestingar skulu tekin hér nokkur dæmi úr áfangaskýrslu Þjóðminjasafns Íslands. Býlið Hamrahlíð var við rætur samnefndrar hlíðar og mun hafa staðið fyrir neðan veginn á móts við hlið á girðingu Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Var hjáleiga frá Blikastöðum. Byggð um 1850 og búið á henni að minnsta kosti til 1890. Rústir býlisins sást enn. Um 150 m norðnorðaustan bæjarins á Helgafelli er í brekkunni hóllinn Hjálmur. Sagnir eru um að í Hjálmi væri bústaður álfa.

Hamrahlíð

Fornleifauppgröftur í Hamrahlíð.

Á landamerkjum Mosfells og Hraðastaða um 20-30 m norðan við Köldukvísl er hóll sem nefndur hefur verið Hraðaleiði. Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessóknar frá 1855 segir: Það er mælt, að Hraði hafi verið þræll í fornöld, er hafí fengið frelsi, og hafi hann þá reist bæ sinn þar, er enn kallast Hraðastaðir, og sé þessi haugur yfir hann orpinn og við hann kenndur.
Í Bjarnavatni, þar sem Varmá á upptök sín, segir þjóðsagan að búið hafi nykur. Nykur var talin vera skepna af öðrum heimi og líktist hesti, steingráum. Þessa skepnu mátti vart þekkja frá hesti nema á hófunum sem snéru öfugt.

Bjarnarvatn

Bjarnarvatn.

Nykrar höfðu þá ónáttúru að ef maður settist á bak límdist maður við bakið og skepnan stormaði beint í vatnið sitt og heimkynni með mann á baki og voru það hans endalok.
Brauðhver var austast í landi garðyrkjubýlisins Bjargs við Skammadalsveg. Eins og nafnið ber með sér var bakað í honum brauð. Á Suður-Reykjum var kirkja. Ekki er vitað hvar kirkjan stóð en talið er að hún hafi verið austan og sunnan við núverandi íbúðarhús Jóns M. Guðmundssonar. Kirkjunnar er fyrst getið í máldaga Þorláks biskups Þórhallssonar frá um 1180. Hún var lögð af með konungsbréfi 1765.

Helgusel

Helgusel.

Norðan undir Grímmannsfelli, undir hárri og fagurri brekku niðri við Köldukvísl, á norðurbakka hennar, eru rústir hins svo kallaða Helgusels. Sagt er að Helga, dóttir Bárðar Snæfellsáss, hafi hafst þar við um hríð og við hana sé selið kennt.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.

Innan Mosfellsbæjar eru friðlýstar fornleifar á fjórum stöðum. Hafravatnsrétt er þar á meðal. Í þjóðminjalögum stendur m.a.: Friðlýstar fornleifar skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á. Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Því miður hefur Hafravatnsrétt ekki notið þeirrar friðhelgi sem lögin kveða á um. Eins og sést á þeim tveimur myndum af réttinni sem fylgja þessari grein þá hefur hún látið mikið á sjá á síðustu 20 árum. Nauðsynlegt er að ráðist verði í viðgerð á réttinni sem fyrst svo að hún fái aftur það tignarlega útlit sem hún hafði áður.“ – Agnes Stefánsdóttir og Kristinn Magnússon, fornleifafræðingar.

Í Selfossi í desember 2014, er m.a. fjallað um Hraðastaði og sýnd mynd af bænum.

Hraðastaðir

Hraðastaðir fyrrum.

„Síðasta bæjarmynd reyndist vera af Hraðastöðum í Mosfellssveit (Mosfellsbæ). Guðbrandur Jóhannesson segist hafa alist upp á bænum og þar búa foreldrar hans núna. Eins og sjá má er ekki komið rafmagn í bæinn þegar myndin er tekin. Auk húss er fjós og hlaða á myndinni. Gamla bæinn vildi heimafólk gefa sveitarfélaginu en það þáði ekki. Morgunblaðið segir frá þvi 10. desember 1988 en þá leit bærinn út eins og þessi mynd ber með sér. Fyrirsögnin var: Sögulegt gildi Hraðastaða ekki talið vera 3 m. kr. virði – segir Páll Guðjónsson bæjarstjóri. Það var sem sé talið að það myndi kosta þetta mikið að endurbyggja.

Mosfell

Mosfell 2024.

Sigurður Vigfússon rannsakar fornleifar í Borgarfirði 1884 og segir um Hraðastaði í Árbók fornleifafélagsins 1884: Hraðastaðir sýnast vera landnámsjörð og snemma bygðir; eru þeir líklega kenndir við Hraða þann, er Landn. nefnir bls. 53, sem fyrr segir. Hraðastaðir eru fyrir sunnan ána, er rennur fyrir sunnan Mosfell, enn standa nokkuð ofar undir Grímmannsfelli (Grrímarsfelli réttara). Skammt fyrir neðan Hraðastaði, suður viðs yðri ána, er dálítill hóll, sem kallaður er Hraðaleiði. Hraðablettur er og kallaðr fyrir ofan Hraðastaði upp með Grímmannsfelli.“

Egill Skalla-Grímsson

Gröf Egils Skalla-Grímssonar.

Í Alþýðublaðinu í maí 1964 fjallar Ragnar Lár m.a. um Æsu og Hraða, auk Egils Skallagrímsson:
„Mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan, en dalurinn er sjálfum sér líkur, þó nokkuð hafi hann að sjálfsögðu breytt um svip, með tilkomu nýrra bygginga og ræktunarframkvæmda. Hér stendur Mosfell þar sem Egill Skallagrímsson lifði seinustu ár ævi sinnar og í þessum dal er gullið hans fólgið, en hvar, veit enginn.
Þarna eru Æsustaðir, en þar bjó Æsa, tröllkona, forðum, og sér ennþá móta fyrir leiði hennar í túninu. Æsa lézt af sárum, er hún hlaut í bardaga við Hlaðgerði í Hlaðgerðarkoti, en þær áttu í erjum og gengu loks hvor af annarri dauðri í bardaga. — Nú er mæðraheimili í Hlaðgerðarkoti, en þar koma mæður á sumrin til að hvíla sig, en heimilið er rekið af Mæðrastyrksnefnd. Þarna eru Hraðastaðir, en þar bjó Hraði sá, er þræll var — en fékk land og frelsi.

Æsustaðir

Æsustaðir.

Fyrir nokkrum áratugum var kirkja lögð niður að Mosfelli, en flutt að Lágafelli. Þetta þótti mörgum miður og þá sérstaklega „dalbúum,“ enda sjónarsviptir fyrir þá. Einn bóndinn í dalnum gerði sér lítis fyrir og náði í kirkjuklukkuna og kvaðst ætla að varðveita hana, þar til kirkja yrði reist á Mosfelli að nýju.
Þegar við ökum í borgina á ný, og virðum fyrir okkur þéttbýli sveitarinnar kemur okkur í huga hversu langt þess verði að bíða að engin Mosfellssveit verði til lengur — aðeins Reykjavík. En nú þegar hefur hún teygt umráðasvæði sitt upp að Korpúlfsstöðum, en sú var tíðin að Mosfellssveit átti land niður að Elliðaám.“

Biskupsklettur

Biskupsklettur í Skammadal.

Í Dagblaðinu Vísir í júní 1986 er „Gengið á Helgafellið að austanverðu“. Þar er m.a. getið um hólinn Hjálm á Helgafelli og Biskupsklett í Skammadal.

Helgusel

Helgusel (Mosfellssel) í Bringum.

„Við höfum áður athugað gönguleiðina á Úlfarsfell og farið með fjörum í Mosfellssveitinni. Í dag skulum við stefna á „auðvelda“ gönguleið og veljum Helgafellið. Á Íslandi eru mörg fjöll eða fell sem heita þessu nafni og þau eru hvert öðru lík. Helgafell í Mosfellssveit blasir við byggðinni og er freistandi að ganga á það og er það tiltölulega auðvelt.
Gott er að fara austur fyrir fellið og koma að því leiðina úr Mosfellsdalnum. Beygt er til suðurs af veginum þar sem fólk úr Reykjavík fer til þess að sinna kartöflugörðum sínum sem eru þarna á fellsöxlinni í litlu dalverpi. Takið fyrsta afleggjarann til hægri þegar ekið er austur Mosfellsdal.

Helgafell

Stekkur í Stekkjarmýri.

Þegar komið er upp er komið að svonefndum Stórhól sem er klettarani austur úr Helgafelli. Skarð er í fellið á þessu svæði en það skilur á milli hólsins og fellsins og heitir þar Stekkjarmýri. Síðan er haldið á fellið. Sé staldrað við og litið um öxl blasir við Skammidalur og eiga ýmsar jarðir þar land auk Helgafells. Að norðanverðu er Hlaðgerðarkot eða Reykjahlíð, eins og það er nú kallað. Þessi jörð er í eigu Reykjavíkurborgar. Þá koma Norður-Reykir sem eru í eigu Mosfellshrepps. Þar austur af er land Æsustaða og Æsustaðafell lokar dalnum að norðaustan og við tekur Vetrarmýrarháls. Þar mætast landamerki jarðanna Æsustaða, Suður-Reykja og Helgadals að hluta.

Mosfellsbær

Sæluhús við Moldarbrekkur.

Skammidalur er í raun tvískiptur í fremri og innri Skammadal. Klettur sá er dalnum skiptir heitir Biskupsklettur. Reykjabunga eða Reykjafell eins og margir kalla það, blasir við til suðurs en norðurhlíðar þessu eru brattar og grýttar. Biskupsklettur hefur ugglaust fengið nafn sitt af því að þar má greinilega sjá mannsmynd ef skoðað er frá gömlu mógröfunum á Reykjum sem eru í hinum svokallaða fremri Skammadal.
Er komið er upp á Helgafellið liggur svonefnd Langatorfa suður og ofan af því á móts við bæinn að Helgafelli.

Hrísbrú

Hrísbrúarklukka í Mosfellskirkju.

Að norðvestan er örnefnið Hjálmur við vesturhornið og Hjálmsmýri þar norður af. Norðan við fellið er skriða niður á jafnsléttu en þar tekur við gróinn mýrarfláki, sem heitir Langamýri og er sunnan þjóðvegarins, norðan Helgafells.
Útsýni af fellinu er ekki veruleg en þaðan sést byggðin í Mosfellssveit frá nýju sjónarhorni.
Leiðin vestur af og heim á leið blasir nú við og er auðveld og komið er niður í íbúðarhverfi þar sem götunöfnin enda á -fell.“ – Unnið úr leiðarlýsingum eftir Jón M. Guðmundsson. -A.B.

Fleiri lýsingar af fornleifum og fornleifaskráningum í Mosfellsbæ eru að finna á vefsíðunni – ef grannt er skoðað…

Heimildir:
-Mosfellsblaðið, Fornleifaskráning í Mosfellsbæ, 6. tbl. 01.06.2001, bls. 15.
-Selfoss, 23. tbl., 04.12.2014, bls. 14.
-Alþýðublaðið, Dagstund í sveitasælu, Ragnar Lár, 109. tbl. 16.05.1964, bls. 4-5.
-Dagblaðið Vísir, Gengið á Helgafellið að austanverðu, 138. tbl. 21.06.1986, bls. 8.

Helgafell

Helgafell – örnefni.

Ásfjall

Þegar farið er yfir Fornleifaskráningar fyrir Hafnarfjörð er ljóst að þar er margt miskráð eða jafnvel rangt.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.

Tökum dæmi: Í Fornleifaskráningunni fyrir Ásland má lesa eftirfarandi um skráða fjárborg í norðurhlíðum Ásfjalls, skammt ofan húsa nr. 8-10 við Brekkuás. Þar segir m.a.;
Sérheiti: Borgin.
Tegund: Hleðsla.
Hlutverk: Fjárborg.
Hættumat: Engin hætta.
Ástand: Illgreinanleg/hrunin.
Aldur: 1550-1900.
Lengd: 17.2m.
Breidd: 14.4m.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.

Vegghæð: 0 – 0.4m.
Breidd veggja: 1.2m.
Lýsing: Fjárborgin er hrunin. Ytra lag hennar er enn greinanlegt en er ógreinilegra innan í henni. Inngangur hefur að öllum líkindum verið í NV horni. Veggjahæð er frá 0 – 0.4m og veggjabreidd þar sem hún er greinanleg er að jafnaði um 1.2m.
Heimildir: Katrín Gunnarsdóttir. (2005). Fornleifaskráning í landi Áss Hafnarfirði. Hafnarfjörður: Byggðasafn Hafnarfjarðar.
Örnefnaskrá – Ás.

Ásfjall

Ásfjall – uppdráttur úr fornleifaskráningunni 2005.

Í tilvísaðri Fornleifaskráningu í landi Áss, Hafnarfirði, árið 2005 er getið um „Borgina“; „Fjárborgin er miðja vegu milli hesthúshverfis við Kaldárselsveg og nýrar íbúðabyggðar“ og vísað í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Ás. Gísli minnist hins vegar ekkert á þessa „fjárborg“ í sinni lýsingu, ekki frekar en hin skotbyrgin 6 á fjallinu.

Þegar „Borgin“ er skoðuð er augljóst að um herminjar er að ræða. Hleðslunum er hrófað upp án röðunar og innan þeirra eru hlaðin skjól. Ekkert gras er í eða við fjárborgina, sem er jú sterk vísbending. Mannvirkinu svipar mjög til skotbyrgisins á Flóðahjalla þarna skammt norðar. Hlutverk þess hefur auðsýnilega átt að vera varðstöð gegn mögulegri ógn úr norðri.

Mikilvægt er að skrá fornleifar og ekki síður að skráningin sé rétt.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.

Vífilsstaðasel

Árið 2013 var gerð fornleifaskráning vegna deiluskipulags í landi Garðabæjar; „Heiðmörk og Sandahlíð„.
Í inngangi skýrslunnar segir:

Heiðmörk

Forsíða skýrslu um fornleifaskráningu í Heiðmörk og Sandahlíð.

„Að beiðni Arinbjörns Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, tók ég undirrituð, Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, að mér könnun á fornleifum í Heiðmörk í Garðabæ og Sandahlíð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, sbr. tillögu að deiliskipulagi dags. 14. febrúar 2013. Svæðið afmarkast af Heiðmörk í Garðabæ auk Sandahlíðar, það er um 907 ha að stærð og telst til Vífilsstaða og Garðakirkjulands. Landið er í eigu Garðabæjar en tilheyrði áður Vífilsstöðum og Garðakirkjulandi.
Aðeins sá hluti jarðanna var skráður á vettvangi sem deiliskipulagið og áformuð breyting á aðalskipulagi ná til. Skráningin fól í sér athugun á fyrri skráningum, heimildasöfnun, vettvangsskráningu og úrvinnslu, mat á minjum innan skipulagssvæðisins, s.s. hættumat, og skýrslu- og kortagerð.

Vífilsstaðahlíð

Fjárborg og fjárhús frá Urriðakoti undir Vífilsstaðahlíð.

Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur sáu um vettvangsvinnuna og skýrsluskrif. Tilgátuteikningu og uppdrátt af Vífilsstaðaseli gerði Ómar Smári en Ragnheiður annaðist kortavinnuna.
Á umræddu svæði er að finna selsminjar, fornar leiðir, vörður, fjárskjól, kolagrafir, herminjar auk meintra tófta við Grunnuvötn. Skýrsluhöfundar hafa farið nokkra ferðir um svæðið.“

Skýrsluna má sjá HÉR.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.