Tyrkjabyrgi

Árið 2013 var gerð viðarmikil fornleifaskráning í Eldvörpum ofan Grindavíkur, “Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs“. Áður hafði svæðið verið fornleifaskráð af ónákvæmni.

Eldvörp

Eldvörp – fornleifaskráning.

Í inngangi skýrslunnar, sem gefin var út í framhaldinu, segir m.a.:
“Að beiðni Ásbjörns Blöndal, forstöðumanns þróunarsviðs HS Orku, tóku skýrsluhöfundar, Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, saman fornleifaskrá um Eldvörp annars vegar og svæðisins milli Prestastígs og Skipsstígs hins vegar.
Skráningin og samantektin fól m.a. í sér athugun á fyrri skráningum, heimildasöfnun, vettvangsskráningu og úrvinnslu, mat á minjum innan skipulagssvæðisins, s.s. hættumat, og skýrslu- og kortagerð.
Ómar Smári sá um vettvangsvinnu, enda hefur hann um árabil gengið svæðið í þeim tilgangi að leita að minjum og skrá þær. Ragnheiður sá um úrvinnslu gagna, Margrét Valmundsdóttir fornleifafræðingur vann kort, Lísabet Guðmundsdóttir sá um innslátt á hnitum og Anna Rut Guðmundsdóttir annaðist uppsetningu á skýrslunni.

Eldvörp

Eldvörp – minjar.

Á umræddu svæði er m.a. að finna fornar leiðir, byrgi (Tyrkjabyrgin), hlaðin skjól, vörður, refagildru, garðs auk minja úr seinni heimsstyrjöld. Herminjar eru ekki verndaðar í lögum eins og þjóðminjar/fornleifar en vegna þess hve einstakar þær eru þykir rétt að skrá þær svo að framkvæmdaraðilar geti tekið tillit til þeirra við skipulagningu og framkvæmdir.
Skráningargögnin eru vistuð í landfræðilegum gagnagrunni og er öllum gögnum skilað rafrænt.”

Gerðar hafa verið afmarkaðar skráningar af svæðinu í gegnum tíðina. Hins vegar er þar að finna minjar, sem aldrei hafa verið skráðar eða settar í samhengi.

Hér má sjá fornleifaskráninguna í heild – Fornleifaskráning í Eldvörpum.

Eldvörp

Óraskað og áður óskráð byrgi í Eldvörpum.