Um Ferlir Hafa samband
Leit
Tyrkjarániđ I

Kristinn Kristjánsson fjallar um ógnaratburđina í Grindavík og annars stađar á landinu áriđ 1627 í Íslenskar bókmennir 1550-1900, bls. 31-32. Ţar segir m.a.:
“Sjórán hafa löngum veriđ talin arđbćr en áhćttusamur atvinnuvegur. Á öldum áđur tíđkađist ađ ríki styddu viđ bakiđ á sjórćningjum eđa gćfu ţeim leyfi til ţess ađ stunda sjórán og tóku ţá toll af ţeim. Í upphafi 17. aldar voru sjórán mikiđ stunduđ út frá ýmsum smáríkjum á norđurströnd Afríku, einkum á Miđjarđarhafi, en oft brugđu ţeir sér út á Atlantshafiđ til Englands og í Norđursjó. Áriđ 1627 fengu Íslendingar ađ kynnast nokkrum skipum frá Algeirsborg ţar sem nú er Alsír og hefur sá atburđur jafnan eriđ nefndur Tyrkjarániđ. Tyrkir eru á ţessum tíma fyrst og fremst samheiti í huga Íslendinga fyrir ţá sem tilheyra Islam. Reyndar var Algeirsborg á ţessum tíma í sambandi viđ Tyrkjasoldán. Tyrkjarániđ vakti löngum ótta međ íslensku ţjóđinni, til eru Tyrkjafćlur í kvćđaformi, Vestmannaeyingar komu sér upp eina innlenda hernum sem til hefur veriđ á Íslandi til ađ verjast nýrri árás Tyrkja.
Atburđurinn hefur sest svo vel í minni ţjóđarinnar ađ ţegar keppt er viđ sárasaklaus Tyrki í knattspyrnu í lok 20. aldar er nóg ađ rifja atburđina upp til ađ ćsa áhorfendur og keppendur.
Skipin sem komu til Íslands voru fimm. Ţau voru ţó aldrei öll saman ţví ţau urđu viđskila vegna veđurs en af ţeim sökum dreifđust ţau meira međ ströndum landsins. Tvö ţau fyrstu [sennilega var ţó ekki nema eitt skip] komu til Grindavíkur 20. júní og voru ţar teknir um 15 Íslendingar og nokkrir Danir. Ţađan héldu ţau inn á Faxaflóa, annađ ţeirra strandađi utan viđ Bessastađi og hefur danska hirđstjóranum löngum veriđ legiđ á hálsi fyrir ţann aumingjaskap ađ nota ekki tćkifćriđ og taka skipiđ. Hann lét nćgja ađ bíđa vopnađur í landi á međan rćningjarnir losuđu ţađ.
Međal ţeirra sem voru undir vopnum var Jón Ólafsson Indíafari. Ađ ţví loknu ćtluđu ránsmenn til Vestfjarđa en hćttu viđ er ţeir fréttu af enskum herskipum og héldu til síns heima. Tvö hinna skipanna sigldu fyrst til Austfjarđa, tóku land í Berufirđi 5. júlí og rćndu ţar, á Djúpavogi og um nćstu byggđir, um Hamarsfjörđ, um Breiđdal og jafnvel um Fáskrúđsfjörđ. Á Austfjörđum tóku ţeir yfir hundrađ fanga, drápu nokkra menn. Fjöldi sćrđist. Fréttirnar bárust fljótt um landiđ og biđu menn skelkađir, kćmu skipun í ţeirra sveit? Vestmannaeyingar voru ţó ţeir einu sem urđu fyrir árás, skipin tvö fyir Austfjörđum sneru viđ út af Reyđarfirđi vegna andvirđis, hittu fimmta skipiđ einhvers stađar fyrir sunnan landiđ og birtust síđan í Eyjum. Ţar urđu ćgilegustu atburđirnir, Vestmannaeyingar reyndu ađ flýja en ţeir guldu ţess ađ ţeir bjuggu á eyju. Tugir voru drepnir, yfir 240 teknir og margar byggingar brenndar.
Fljótlega var reynt ađ kaupa fólkiđ í Alsír út en ţađ tók sinn tíma, var dýrt og danski kóngurinn blankur eins og getur gerst á bestu bćjum. En tćpum tíu árum eftir rániđ voru um 35 fangar keyptir fyrir mikiđ fé og komust 27 til Kaupmannahafnar. Rétt ţótti ađ fólkiđ rifjađi upp kristindóminn og var Hallgrímur Pétursson fenginn til ţess verks.

Ólafur Egilsson (1564-1639) var annar tveggja presta í Vestmannaeyjum 1627. Hann var hertekinn ásamt konu og ţremur börnum, einu ófćddu. Hinn presturinn, Jón Ţorsteinsson píslavottur, var drepinnn. Ólafur var fljótlega eftir ađ hann kom til Algeirsborgar sendur til Danmerkur til ađ reka á eftir kaupum á föngum og kom hann til Íslands tćpu ári eftir rániđ, 6. júlí 1628. Stuttu eftir heimkomuna skrifađi hann um ţessa reynslu sína og er ţađ rit ţekkt undir nafninu Reisubók séra Ólafs Egilssonar.
Ólafur var fyrstur norrćnna manna til ađ skrá frásögn af lífi og háttum fólks í “Barbaríinu” eins og lönd Íslams í Norđur-Afríku voru nefnd og er hin mesta furđa hversu hlutlćgur hann getur veriđ ţegar hann segir frá. Hann segir ekki bara frá ţví vonda varđandi rćningjana, eins og ađ ţeir hafi drepiđ fólk og bariđ hann, heldur einnig ţví góđa, ţegar kona hans eingnast barn sýna ţeir ţví hina mestu umhyggju. Hann lýsir stađháttum og klćđnađi hvars em hann er staddur af stakri nákvćmni og má vel sjá fyrir sér sögusviđiđ og presónur ţess. Sitthvađ misskilur hann á ferđalaginu heim enda ekki međ nákvćmt landakort og ţeir sem hitta hann leika sér ađ ţví ađ gabba hann. Ţegar hann lýsir neyđ sinni og angist grípur hann til ritningarstađa í Biblíunni og allan tímann er ţađ trúin sem heldur honum uppi og međ henni skýrir hann ţađ sem hefur hent:
“Nú, ţađ gengur oss sem herrann vill; nćr ađ vér dćmumst, ţá refsumst vér af drottni, svo ađ vér ekki glötumst međ ţessum heimi.”
Eiginkona Ólafs, Ásta Ţorsteinsdóttir, var ein ţeirra sem var leyst úr haldi tćpum tíu árum síđar og kom til Íslands 1637. Börnin ţrjú komu aldrei aftur, létu turnast, ţađ er, gengu af trúnni og tóku nýja trú.”

Sjá meira undir Tyrkjarániđ II.

Heimild:
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson

Ađrar heimildir um Tyrkjarániđ:
Helgi Ţorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
Ţorsteinn Helgason, "Hverjir voru Tyrkjaránsmenn", Saga 1995, bls. 110-34.


Til baka
Veđur
Grindavík
Mosfellsbćr
Vogar
Garđur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Kjósarhreppur
Kópavogur
Hafnarfjörđur
Reykjavíkurborg
Garđabćr
Reykjanesbćr
Sveitarfélagiđ Ölfus
Sandgerđi
Seltjarnarnesbćr
Hveragerđi
Eldfjallaferđir
Fjórhjólaferđir
Antikva
Tenglar
› Áhugaverđir
› Bókasöfn
› Fróđleikur
› Leita
› Miđlar
› Minjasöfn
› Saga
› Sveitafélög
› Tengdir vefir
› Tími, dagur og veđur
® 2007 - Ferlir.is | Áhugafólk um Suđurnesin | @: ferlir@ferlir.is