Steðji

Á Vísindavef Háskóla Íslands er m.a. fjallað um Kjós og nokkra staði þar innan marka í svörum við spurningum þess efnis. Taka ber þó svörunum með hæfilegum fyrirvara.

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:

Kjósarhreppur

Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú ‘kvos, dalur eða dæld’ (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).
Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos ‘þröngur dalur’ eða ‘laut’ (Norsk stadnamnleksikon, 183).
Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).

Heimildir:
-Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
-Íslandsatlas. Fimmta prentun endurskoðuð. Reykjavík 2015.
-Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. 3. prentun. Reykjavík 2005.
-Norsk stadnamnleksikon. Jørn Sandnes og Ola Stemshaug (útg.). Oslo 1976.

Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar).

Írafell

Írafell.

Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess eru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli.
Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell (Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram).
Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953 (bls. 105-111) en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.

Írafellssel II

Írafellssel II – uppdráttur ÓSÁ.

Helgi Guðmundsson fjallar um örnefni kennd við Íra, Breta og Pétta1 í bók sinni, Um haf innan (1997, bls. 198-199). Þar nefnir hann meðal annars að á Katanesi í Skotlandi sé fjall með keltnesku nafni, Cnoc an Eireannaich, sem merki ‘Írafell’, en hann telur annars óvíst hvernig eigi að túlka örnefni þau á Íslandi sem kennd séu við erlendar þjóðir (199).
Péttar (e. Picts) voru þjóðflokkur, sem var ef til vill ekki keltneskur að uppruna en bjó á Bretlandseyjum og átti í sífelldum útistöðum við Rómverja. Á níundu öld eða svo runnu þeir saman við Skota.

Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?
Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stöðuvatna í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? og um jökulrof í svari við spurningunni Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?

Meðalfellsvatn

Við Meðalfellsvatn í Kjós.

Langflest íslensk stöðuvötn í jökulsorfnum dældum. Dældirnar hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni.
Að öllum líkindum er Meðalfellsvatn í Kjós dæmi um stöðuvatn í jökulsorfinni dæld og þá myndast eins og hér hefur verið lýst.
Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 – 4 m). Vatnasvið Meðalfellsvatns er um 39 km2 . Í það sunnanvert renna smáárnar Flekkudalsá með upptök í Flekkudal í norðanverðri Esju og Sandsá með upptök í norðanverðum Móskarðshnjúkum. Úr Meðalfellsvatni norðvestanverðu fellur áin Bugða sem rennur í Laxá.
Í Meðalfellsvatni er töluvert af bleikju og einnig er þar að finna urriða. Auk þess veiðast í vatninu nokkrir laxar árleg.

Heimildir:
-Flokkun vatna á Kjósarsvæði – Meðalfellsvatn. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Háskólasetrið í Hveragerði. 2004.
-Meðalfellsvatn á NAT Norðurferðir. Sótt 6. 3. 2008.

Hvernig myndaðist Esjan?
Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esja
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli. Á sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.
Esja
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lengra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela. Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.
Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegineldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Stardalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum. Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
Eldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Esja
Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.
Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist Mosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.
Nánari upplýsingar er að finna í Árbók Ferðafélags Íslands 1985 í grein eftir Ingvar Birgi Friðleifsson. „Jarðsaga Esju og nágrennis“, bls. 141-172.

Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.

Esja

Esja – örnefni.

Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.

Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?
Fyrirspyrjandi nefnir ekki hvaða fell hann á við en Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur:
Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m).
Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m).

Skálafell

Skálafell – Stardalur fremst.

Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt við Skálafell sunnan Hellisheiðar. Hins vegar segir Kristian Kålund í sögustaðalýsingu sinni að sagnir séu um að Ingólfur hafi haft skála (fjárskála) á Skálafelli austan Esju (Kålund I, 43). Jónas Magnússon í Stardal segir í örnefnaskrá að fellið í Kjós „ætti betur við söguna af Ingólfi Arnarsyni en Skálafell upp af Kömbum, því að Þingvallavatn blasir við af þessu felli.“
Líklega er nafnið á fjallinu austan Esju upphaflega *Skálarfell, af áberandi skál í fjallinu. Þó er önnur skál minni í austurenda fjallsins og gæti því nafnið hafa verið Skálafell í upphafi, segir Egill J. Stardal, sonur Jónasar í Stardal í Árbók Ferðafélagsins 1985, 122-123.
Ekki er líklegt að upphaflega nafnið hafi verið Skaflafjell eða Skavlfjell. Þórhallur Vilmundarson segir að Skálafell sunnan Hellisheiðar minni á húsburst séð úr Ölfusi og gæti því verið líkingarnafn (Grímnir I, 128).

Heimildir:
-Ferðafélag Íslands. Árbók 1985. Rvk. 1985.
-Grímnir I. Rvk. 1980.
-Kristian Kålund. Íslenzkir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Íslenzk þýðing: Haraldur Matthíasson. Rvk. 1984.
-Landnámabók. Íslenzk fornrit. I. Rvk. 1968.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/search/?q=Kj%C3%B3s

Skálafell

Tóft í Skálafelli.

Bláfjöll

Í Sveitarstjórnarmál 1980 fjallar Kristján Benediktsson um “Bláfjallafólkvang”.

Bláfjallafólkvangur

Bláfjallafólkvangur – kort.

“Hinn 31. janúar 1973 samþykkti náttúruverndarráð stofnun fólkvangsins, og með auglýsingu í Stjórnartíðindum tveimur mánuðum síðar má segja, að hann hafi verið orðinn að raunveruleika. Þau sveitarfélög, sem í upphafi stóðu að Bláfjallafólkvangi, voru Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes og Selvogur. Síðar bættust í hópinn Hafnarfjörður, Garðabær og Keflavík.
Meðfylgjandi uppdráttur sýnir vel legu Bláfjallafólkvangs og veginn á skíðasvæðin, sem tengist Austurveginum víð Sandskeið. Austurhornið er Vífilfell. Þaðan liggur línan eftir háhrygg fjallgarðsins í Kerlingahnúk á Heiðinni há. Hæsti punkturinn á fjallshryggnum er Hákollur, 702 metrar, og er hann beint upp af Kóngsgili. Frá Kerlingahnúk liggja mörkin um Litla-Kóngsfell, Stóra-Bolla og í Heiðmerkurgirðinguna við Kolhól.
Síðan eru mörkin um Heiðmerkurgirðingu að punkti, sem skerst af línu, sem dregin er milli Stríps og Stóra-Kóngsfells. Síðan liggja mörkin um Sandfell, norðvestur af Rjúpnadölum, í koll Vífilfells.

Bláfjöll

Bláfjöll – Drottning.

Innan Bláfjallafólkvangs er mikið um hraun og eldstöðvar margar. Víða í hraununum eru op og hellar og vissara að fara með gát um þau svæði og fylgja merktum gönguleiðum. Eldborg er friðlýst náttúruvætti rétt við veginn. Hún er falleg eldstöð, sem mikið hraun hefur komið frá. Vegurinn frá brekkubrúninni norðan Rauðuhnúka og upp á skíðaslóðirnar liggur mestan part á Eldborgarhrauni.
Skammt frá Eldborginni eru tvö fell, Stóra-Kóngsfell (596 m), þar sem fjallkóngar skipta leitum, og Drottningarfell, sem bæði er lægra og minna um sig. Hvergi hef ég séð nákvæma stærðarmælingu af Bláfjallafólkvangi. Ekki mun fjarri lagi að áætla, að hann sé 70—80 km2.”

Heimild:
-Sveitarstjórnarmál 01.02.1980, Bláfjallafólkvangur, Kristján Benediktsson, bls. 7-8.

Bláfjöll

Gengið um Bláfjallasvæðið.

Kaldrani

Orðið Kaldrani virðist hafa verið til í ýmsum myndum; sem nafnorð, þ.e. bæjarnafn, tröllsnafn og nafn á fjalli eða vík, eða sem lýsingarorð á veðurfyrirbæri eða karllægri hegðan. Hér á eftir er nokkurra þeirra getið.

Kaldrani

Tóftir Kaldrana.

Eina orðmyndina má finna í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 þar sem Brynjúlfur Jónsson lýsir rannsókn sinni í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902: “Kaldrani er nefndur í þjóðsögum. Er sagt hún hafi verið hjáleiga frá Krýsuvík og staðið inn við Kleifarvatn. Og líka er sagt að þar hafi alt fólkið dáið af loðsilungsáti. Örnefnið: Kaldrani er til við vatnið. Sést þar 34 fðm. langur túngarðsspotti úr stórgrýti og lítil grasflöt fyrir ofan, suðaustan í sléttum melhól. Uppi á hólnum er dálítil dreif af hleðslugrjóti, sem virðist flutt þangað af mönnum. Gæti það verið leifar af bænum. Því garðspottinn sýnir það, að þar hafa menn búið á sínum tíma.”
Vissulega má sjá garðleifar á nefndum stað, en þar hefur væntanlega aldrei verið bær undir hraunkatli.
Kleifarvatnið hefur um aldana rás hlaupið fram og aftur um umhverfi sitt. Í manna minnum myndaðist t.d. svonefnt Nýjaland sunnan þess. Það er nú grasi gróin mýrardrög og nýtt af hestamannafélaginu Sörla á sumrum. Áður voru þarna Vesturengjar Krýsuvíkurbæjanna. Ef Kaldrani hefur verið bær í Krýsuvík fyrrum hefur hann verið í Hvömmum. “Kaldranaminjarnar” munu líklega hafa verið útstöð frá honum. Í Hvömmum eru nú “Hnakkageymslur” hestafólks. Það hefur fært verulega út kvíarnar og komið sér upp sumarafdrepum í óþökk sveitarfélagsins. Eitt afdrepið hefur, illu heilli, verið fyrirkomið ofan á merkilegum minjum í hvamminum. Þar gæti mögulega hafa verið bærinn Kaldrani fyrrum, og síðar selstaða frá Stóra-Nýjabæ (Austurbæ). Sellækur liðast um hvamminn, auk þess að þarna hefur fyrrum verið ákjósanlegt bæjarstæði með Hvammahlíðarnar og Austurengjarnar sem ákjósanleg slægjulönd. Nyrst á Austurengjum eru fornar minjar um gerði og önnur mannvirki.

Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943 skrifar Ólafur Þorvaldsson um “Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar”. Þar getur hann um “bæinn” Kaldrana:
“Þegar farið var frá Krýsuvík, var venjan að vetri til að fara inn með Lambafellum, yfir Svuntulækinn, milli Lambafells og Norðurkotsness, þaðan beint inn Nýjaland og inn á Kleifarvatn. Væri hins vegar farið á auðu, var farið úr Norðurkotsnesi, vestan við Nýjaland um Kaldrana. Á Kaldrana er sagt að ein hjáleiga Krýsuvíkur hafi verið fyrr meir, og segja munnmæli, að hún hafi eyðzt vegna álaga, sem mæltu svo um, að allur silungur í Kleifarvatni skyldi að loðsilung verða, en hann á óætur að vera, samanber vísu þá, sem sagt er, að kveðin hafi verið á glugga í Krýsuvík, eftir að fólkið á Kaldrana hafði étið silunginn, en það vissi ekki, að það var búið að gera hann að umskiptingi. Vísuna hef ég lært þannig:
Liggur andvana
lýður á Kaldrana,
utan ein niðurseta,
sem ei vildi eta.
Nú sjást engin merki um býlið á Kaldrana, en staðinn geta menn enn bent á.
Af Kaldrana liggur leiðin inn yfir Sand, um Syðri-Stapa. Eftir það var farið ýmist alveg með vatninu eða aðeins ofar, þar til komið er inn fyrir Hellu. Eftir það sléttur sandur, þar til komið er inn á Blesaflöt.”
Hér etur Ólafur upp, gagnrýnislaust, upp þjóðsöguna af Kaldrana og bendir á enn “geti menn bent á” bæinn á þeim stað. Þarna virðist hanna fara villu vega, líkt og svo margir aðrir, sem eftir upp átu.

Kerlingadalur

Dysjar Herdísar og Krýsu í Kerlingardal.

Í Degi 1996 má lesa upprifjun úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar um Krýsu og Herdís: “Fleiri sagnir eru til um landnám Krýsuvíkur og hvernig örnefnið er til komið. Hér fer á eftir útgáfa Brynjúlfs Jónssonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á landnámstíð, því að fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögu, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það, sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík. Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs. Þó hefur það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís í Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein, er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefur spúið eldi, því í honum er gígur ekki alllítill og úr honum hefur runnið hraun það, er Klofningur heitir eða Klofningar. Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust (höfðu í heitingum), og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir híðinni skammt fyrir austan hálsinn.
Neikvætt fiskeldi Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður, þó hvorug hefði vel. Þangað til hafði verið veiði mikil í Kleifarvatni í Krýsuvfkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni. Herdís mælti svo um, að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur. Þá lagði Krýsa það á, að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum.
Það skyldi og fylgja, að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn í Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn, svo hann varð að flytja úr stað, og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís. Þá komu sjómenn með skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varast að ganga hana, þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi, og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar, sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.”
Dysjar eru vissulega neðst í Kerlingardal við gömlu þjóðleiðina millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, sem og lítil dys smalans í hlíðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að í hvert sinn sem fornleifafræðingar grafa í svonefndar sögulegar dysjar og grafir gerist fátt annað en ekkert. Líklega mun sú raunin verða ef framangreindar dysjar yrðu afhjúpaðar – því miður.

Í Griplu 2013 er grein er nefnist; “Er Þat illt, at þú vilt elska tröll Þat” og er þar vísa til sögulegs samhengis jöðrunar ú Hrafnistumannasögum. Þar segir m.a.: “Í Ketils sögu hængs er getið um Kaldrana. Í þessari sögu er ómögulegt að vita, en þó er Kaldrani alltaf kallaður jötunn en vinir hans tröll.”

Í Ægi 1916 er frásaga “Ferðar um Norðurland”: “Austasta víkin í Hafnalandi [á Skaga norðan] er Kaldranavík. Stendur bærinn Hafnir fyrir botni víkurinnar og þó nokkurn kipp frá sjó. Austan megin vikurinnar er bær sá er Kaldrani nefnist og á hann land austan megin víkurinnar og alt að miðjum botni hennar.”

Í Islandske Maaneds-Tidende 1773, Nyheder, segir af bæjartali Reykhóla kirkjusóknar. Þar kemur bæjarnafnið Kaldrani fyrir, nr. 15.
Beretning om ode-Gaarder.
Med mindre man havde tydelige Beviisligheder at grunde fine Tanker paa ikulde man fortære at Landet havde faa meget aftaget i nogle ioo Aar, fom det virkelig har: Til Exempel er dette at udi Stade og Reykhole Kirke-Sogn findes 25 ode-Gaarder nu omftunder fom alle forher have været beboede. Og ere dine efterfølgende;
1 Thorgeyrsdal.
2 bunnarltader.
3 Uppfaler. 4 Aftmarftader.
5 Kaudsdal. 6 Hliidarkot.
7 Hliidarfel, 8 Hraunaftader.
9 Forne Stader.
10 Store Mor.
12 Titlingaftader,
13 Horn.
24 Gotuhuus.
15 Kaldrani.
36 Þembu eller Thembekot.
17 Selianes, 18 Huustopter.
19 Audunarftader 20 Vogbotnskot.
si Stertaftader, 22 Bæarkot.
23 Veller. 24 Voluftader.

Í Breiðfirðingi 1992 er mynd af fjallahring, m.a. af Kaldrana.

KaldraniÍ Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1049 er fjallar Hans Kuhn um “Vestfirsk örnefni”.
“Svo sem nöfnin Hreggnasi—Hreggnes og Arnarstapi fann eg og flest önnur nöfn af þessari gerð, sem dreifð eru um stóra hluta lands eða allt landið, Arnarbæli, Brimnes, Kaldbakur og Svalbaroð”—Svalbarði, í nyrzta hrepp Strandasýslu (Árnessveit), en hvergi í öllum hinum hreppum hennar. Helzta undantekningin, sem eg þekki, er Kaldrani. Svo heitir holtahryggur í Arnkötludal í Steingrímsfirði. Stærsti bærinn í Bjarnarfirði heitir Kaldrananes, en hann hét í upphafi Kallaðarnes og seinna Kaldaðarnes.”

Í Iðunni; nýr flokkur, 1918, er birt ljóðið “Konan í Hvannadalabjörgum – íslensk þjóðsaga í ljóðum eftir Guðmund Magnússon”;
Nú vaknar bergið —
það bifast og stynur,
það beljar og dynur
sem hefji tröllin
bamrafargið
og hristi fjöllin. —
Himinkljúfandi
hark og sköll,
gegnumsmjúgandi
gnístran og köll.
»Vaknaðu Víðgrani!
Vaknaðu Kaldrani!
Alsvartur, Öskruður,
Ámur, Rangbeinn!
Rís upp, Þrúðgelmir,
Þrívaldur, Hraunbarði,
Bölþorni, Brokkur,
Blakkur, Dumbur.
Skyndið ykkur, Skellinefja,
Skjaldvör, Gláma, Brana, Fála,
Henginkjaíta, Hrottintanna,
Hágríður, Blágríður!
Gerið sköll og skelli,
skark og hark í felli,
hjá oss er í helli
Hálfdán á Felli,
Hálfdán á Felli«.

Í Póstmannablaðinu 1944 er grein; “Póstmannafélag Íslands 25 ára”:
“Ný skipan – Frá ársbyrjun 1920 varð sú breyting á stjórn póstmálanna, að aðalpóstmeistaraembættið var stofnað og tók Sigurður Briem við því, en Þorleifur Jónsson varð póstmeistari í Reykjavík. Póstmálaskrifstofan varð nú til, með sérstöku starfsliði og sérstökum yfirmanni — póstritara —, er gengi næst aðalpóstmeistara að völdum. Um þetta nýja embætti kepptu tveir gamlir og gegnir póstmenn og varð annar hlutskarpari, eins og venjulegt er. Upp úr þessu myndaðist á Póststofunni einhvers konar kaldrani til skrifstofunnar og var fátt fært til betri vegar, ef önnur leið var tiltæk. Hefur þetta haldist æ síðan, á mismunandi stigum, en mætti nú vera úr sögunni og saknaði þess sennilega enginn.”

Í Skírni 1929 eru “Ritfregnir”:
“Einkennilega eru þau orð samsett, er málfræðingar kalla einu nafni »Bahuvrihi«. Þessar samsetningar voru að upphafi nafnorð, segir höf., en urðu síðar lýsingarorð, eða voru notuð í stað lýsingarorða. Hefir þessum samsettu orðum fjölgað mjög í germönskum málum á síðari tímum og nefnir höfundur fjölda dæma, eins og t. d.: hrokkinskinna, litilhugaður, mjóeygur, Kaldgrani ( = Kaldrani) o. s. frv.”

Í Morgunblaðið 1983 fjallar Hildur Einarsdóttir um “Áhrif veðursfars á fólk”.
“Fyrir rúmri viku var ég stödd i París í stórri verslunarmiðstöð, þar sem áður var gamli matvörumarkaðurlnn í París, les Halles. Þar er myndband á einni hæðinni, sem flytur fréttir hvaðanæva úr heiminum. Ég fór að góna á skerminn og allt í einu var komin þar frétt frá Íslandi. Það voru tíðindin um að sl. júlímánuður heföi veriö sá kaldasti hér á landi frá því árið 1874 og bætt var við, að nú stæði Ísland svo sannarlega undir nafni. — Skyldi nokkurn undra þótt við séum orðin svolítið fúl yfir veðrinu, þegar við rigninguna bætist svo þessi kaldrani.”

Í Fálkanum 1943 er jólahugvekja eftir sjera Jakob Jónsson; “Ljós skal skína fram úr myrkri”.
“Hinn kristni heimur heldur jól. Ljósinu bregður fyrir í myrkrinu. Sjerhver sá, sem enn ú nokkurn veginn óspiltar tilfinningar, finnur á hinni helgu nótt, að ljósið skín í hjarta hans. Og jafnvel þó að kaldrani hversdagslífsins leggisi aflur yfir borg og byggð, er enginn samur maður, sem fundið hefir ljósið skína fram úr myrkrinu. Hann hefir, þótt ekki sje nema stundarkorn lifað í heimi jólanna.”

Niðurstaðan er sú að orðið “kaldrani” í íslenskri málhefð er flóknara en svo að hægt verði að skýrskota það til nákvæmlega eins staðar á Reykjanesskaganum….

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1903, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, Brynjúlfur Jónsson, bls. 50.
-Dagur, 19.10.1996, Krýsa og Herdís, bls. 5.
-Gripla, 24. árg. 20.12.2013, Er Þat illt, at þú vilt elska tröll Þat – Hið sögulega samhengi jöðrunar ú Hrafnistumannasögum, bls. 193.
-Ægir, 11.-12. tbl. 01.12.1916, Ferð um Norðurland, bls. 137.
-Islandske Maaneds-Tidende, 2. tbl. 01.11.1773, Nyheder, bls. 29.
-Breiðfirðingur, 1. tbl. 01.04.1992, Á tildi Vallahnúks, bls. 171.
-Árbók Hins íslenska Fornleifafélags, 01.01.1943, Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar eftir Ólaf Þorvaldsson, bls. 92-93.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1049, Vestfirsk örnefni eftir Hans Kuhn, bls. 17.
-Iðunn; nýr flokkur, 3. tbl. 01.01.1918, Konan í Hvannadalabjörgum, íslensk þjóðsaga í ljóðum eftir Guðmund Magnússon, bls. 170-171.
-Póstmannablaðið, 1. bbl. 01.07.1944, Póstmannafélag Íslands 25 ára, bls. 4.
-Skírnir, 1. tbl. 01.01.1029, Ritfregnir, bls. 240.
-Morgunblaðið 26.08.1983, Áhrif veðursfars á fólk, Hildur Einarsdóttir, bls. 34.
-Fálkinn, 17.12.1943, Ljós skal sklina fram úr myrkri, jólahugleiðing eftir sjera Jakob Jónsson, bls. 1.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg.

Sjómanndagsblað Grindavíkur 1992

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1992 fjallað Jón Þ. Þór um “Grindvíkinga anno 1703” í fróðlegri samantekt.

Jón þ. Þór“Í Landnámabók segir frá að Molda-Gnúpur og synir hans námu land í Grindavík og mun sá atburður hafa orðið árið 935 eða 936. Þeir feðgar námu fyrst land austur í Álftaveri, en flýðu þaðan undan eldgosi. Eru flestir fræðimenn sammála um að það gos hafi orðið í Eldgjá, sem næst árinu 934.
Fátt er nú vitað um Molda-Gnúp og syni hans, umfram það sem í Landnámu segir. Við vitum t.a.m. ekki hve fjölmennar fjölskyldur þeirra og fylgdarlið voru, né heldur hvar í Grindavík þeir tóku sér bólfestu. Fornar heimildir hafa að sönnu að geyma ættartölur, þar sem raktar eru ættartölur frá Molda-Gnúpi, fram til þekktra manna á Sturlungaöld, en fátt af því fólki virðist hafa búið í Grindavík.
Íbúar Grindavíkur á næstu öldum eru fæstir þekktir. Af fornum máldögum og öðrum skjölum má sjá að flest lögbýlin í sveitinni: Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir, Þórkötlustaðir, Hraun og Krýsuvík, voru öll komin í byggð um 1230 og í rekaskrá Skálholtsstaðar frá árinu 1270 er ennfremur getið Hofs. Hvar sá bær stóð er ekki vitað, en vera má að þarna sé um að ræða nafn á Hópi eða Ísólfsskála og hugsanlegt að nafnið Hóp hafi misfarist í Hof í handriti.
En þótt jarðirnar væru byggðar er fátt viðað um ábúendur þeirra og aðra íbúa sveitarinnar, fyrr en kemur fram á 18. öld. Nöfn örfárra eldri Grindvíkinga hafa geymst í heimildahandraðanum og þá helst Staðarpresta og annarra heldri manna, eða þeirra sem komu við stórviðburði, t.d. Tyrkjaránið.
Eins og kunnugt er, var manntal tekið á Íslandi í fyrsta skipti árið 1703 og voru þá allir Grindvíkingar skráðir með nafni, hver á sínu heimili. Við skulum nú hyggja um stund að þessu fólki, fyrstu Grindvíkingunum, sem stíga holdi klæddir og nafngreindir fram úr grámösku aldanna. Í mörgum tilvikum takmarkast vitneskja okkar við nöfnin ein, en um örfáa hefur tekist að afla frekari heimilda.
GrindavíkFyrsta almenna manntal á Íslandi var tekið í Grindavík nóttina fyrir páska árið 1703. Þá voru íbúar í Grindavíkurhreppi alls 248 og heimili 40. Meðalfjöldi fólks á heimili var þannig 6.2, en þau voru mjög misstór. Átta jarðir, eða lögbýli, voru byggðar í hreppnum og var tvíbýli á einni þeirra og á öllum jörðunum utan einni voru fleiri eða færri hjáleigur. Voru þær samtals 31. En hyggjum nú nánar að íbúum í Grindavík aðfararnót páskadagsins 1703.
Í manntalinu eru fyrst taldir heimilismenn á prestsetrinu Stað og fyrstur sóknarpresturinn, sr. Sigurður Eyjólfsson. Hann var orðinn 59 ára gamall, er hér var komið sögu, fæddur árið 1644, en var nýkominn á Stað. Sigurður var sonur sr. Eyjólfs Jónssonar á Bjarnastöðum. Að lokinni vígslu gerðist hann fyrst aðstoðarperstur sr. Ámunda Ormssonar á Kálfatjörn, fékk brauðið eftir hans dag og gegndi því í rétt tuttugu ár. Þá hafði hann brauðaskipti við sr. Odd Árnason í Arnarbæli og sat þar til ársins 1698. Þá virtist holdsins brími hafa hlaupið með klerk í gönur því hann prestskap, “fyrir of fljóta samsængun með seinni konu sinni, Þórunni Bjarnadóttur”, svo notuð séu orð Sighvats Grímssonar Borgfirðings. Þórunn var 24 árum yngri en sr. Sigurður og er svo að sjá sem presti hafi orðið helst brátt til hennar og gengið í rekkju með henni áður en hjónavígslan hafði farið fram.
Fyrir þetta brot varð sr. Sigurur að sleppa Arnarbæli og virðist hafa verið án prestakalls til ársins 1703. Þá fékk hann uppreisn æru, var veittur Staður í Grindavík og var nýkominn að kallinu er manntalið var tekið. Þá voru hjá honum á Stað kona hans, Þórunn Bjarnadóttir, 35 ára, móðir hennar, Sigríður Bjarnadóttir, 75 ára, og í fylgd með þeim mæðgum var 52 ára gömul systir pretsfrúarinnar, samnefnd henni, og hafði með sér 10 ára gamla dóttur sína. Ennfremur voru á heimilinu sex vinnuhjú, þrír vinnumenn og þrjár vinnukonur. En sr. Sigurður átti ekki langa lífdaga fyrir höndum. Hann lést á Stað úr bólunni árið 1707.
GrindavíkFjórar hjáleigur voru byggðar í Staðarlandi árið 1703. Þær voru ekki nafngreindar í manntalinu fremur en aðrar hjáleigur í hreppnum, en númeraðar, kallaðar 1., 2., 3. og 4. hjáleiga. Í fyrstu hjáleigu var húsbóndi sr. Stefán Hallkelsson, forveri sr. Sigurðar Eyjólfssonar í embætti. Engum sögum fer af samskiptum þeirra starfsbræðranna, en ekki er loku fyrir það skotið að þau hafi verið nokkuð einkenileg því sr. Stfeán var nýbúinn að missa embætti Staðarklerks, er hér var komið sögu. Stefán var sonur sr. Hallkells Stefánssonar á Hvalsnesi, fæddur árið 1664. Hann fékk Stað 1687 en þótti drykkfelldur og óreiðusamur og vék Jón biskup Vídalín honum frá embætti árið 1703. Var honum þá gefið að sök að hafa veðsett tveim mönnum sama bátinn. Hann fékk uppreisn æru árið 1709 og lést 1732. Árið 1703 voru á heimili sr. Stefáns kona hans, Hólmfríður Þórðardóttir, 33. ára, fjögur ung börn þeirra og ein vinnukona.
Á hinum hjáleigunum voru heimilin fámennari. Á 2. hjáleigu bjuggu hjónin Vigfús Bjarnason ogGuðrún Einarsdóttir, 48 og 33 ára, ásamt tveimur ungum börnum sínum, og á 3. hjáleigu þau Jón Teitsson og Sigríður Bjarnadóttir, 51 og 43 ára og höfðu hjá sér tvö börn sín. Á 4. og s´ðustu hjáleigunni voru hjónin Jón Þorsteinsson og Guðrún Eyvindsdóttir ásamt sex ára gömlum syni sínum. Loks voru skráðir í Staðarlandi sex lausamenn, en ekki getið nánar um dvalarstað þeirra. Má geta sér þess til að þeir hafi búið í verbúð og sótt sjó á útvegi Staðarklerks.
Næst víkur sögunni að Húsatóftum. Þar bjó árið 1703 Ólafur Pálsson, 42 ára, ásamt konu sinni, Þorgerði Eyjólfsdóttur, 24 ára, og þrem ungum börnum þeirra. Ennfremur voru fimm vinnuhjú á heimilinu.
Ekki hefur tekist að grafa upp frekari heimildir um þau Húsatóftahjón, en þau virðast hafa búið góðu búi því átta lausamenn voru taldir á Húsatóftum og hafa vafalítið stundað sjóróðra, að einum undanteknum, sem var ekki nema átta ára. Lausamennirnir voru farandverkafólk þessa tíma og sýnir fjöldi þeirra á Stað og Húsatóftum, að þeir, sem ekki höfðu við bú að styðjast, hafa talið hags sínum sæmilega borgið við sjávarsíðuna.
GrindavíkÞrjár hjáleigur voru í Húsatóftarland árið 1703. Á hinni fyrstu bjuggu hjónin Kálfur magnússon og Þóra Sveinsdóttir, 46 og 43 ára, og hjá þeim fjögur börn þeirra, hið yngsta, Bjarni Kálfsson, fimm vikna, og var hann yngstur Grindvíkinga.
Á 2. hjáleigu bjuggu synstkinin Ólafur og Margræet Magnúsarbörn, 35 og 43 ára, og má vel vera að þau hafi verið systkini Kálfs Magnússonar. Á 3. hjáleigu, sem einnig var kölluð Kóngshús, var húsbóndi Jón Jónsson, 52 ára gamall. Hann hafði þrjú vinnuhjú, auk þess sem ein hjón voru þarna í húsmennsku.
Næst á eftir Húsatóftum getur manntalið Járngerðarstaða, sem þegar á þessum tíma virðist hafa verið stærsta býlið í hreppnum. Þar bjuggu um páskana 1703 hjónin Þorsteinn Þorsteinsson og Valgerður Magnúsdóttir, 45 og 44 ára gömul, og auk þeirra voru á heimilinu fjögurra ára gömul dóttir þeirra og sjö vinnuhjú.
Þorsteinn Þorsteinsson var greinilega einna gildastur bóndi í Grindavík á þessum tíma og eru af honum nokkur saga. Hann fæddist í Krýsuvík árið 1658, sonur hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar bónda þar og Guðrúnar Jónsdóttur, prests í Arnarbæli, Daðsonar. Þorsteinn í krýsuvík mun hafa talist til betri bænda á sinni tíð og kona hans var vel ættuð. Því þótti sjálfsagt að setja Þorstein yngri til mennta og var hann sendur í Skálholtsskóla, en óvíst hve lengi hann var þar eða hvort hann varð stúdent. Hitt er víst, að hann tók aldrei prestsvígslu og stundaði ekki framhaldsnám, en sneri heim til átthaganna er hann hvarf úr skóla. Bjó hann fyrst í Krýsuvík, en síðan að Járngerðarstöðum, þar sem hann bjó til dauðadags, 1722. Hermir ein heimild að hann hafi látist af völdum drykkju. Valgerður kona hans var dóttir Magnúsar Kortssonar lögréttumanns í Árbæ og höfðu forfeður hennar komið við sögu Grindavíkur fyrr á öldum.
Af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem tekin var saman sumarið 1703, er auðsætt að Járngerðarstaðir haf þá verið taldir kostamest jarða í Grindavíkurhreppi. Þaðan var mest útræði, en fiskveiðar þó minni á þessum tíma en áður hafðu verið og stafaði það af aflabresti undanfarinna ára, sem síðar verður greint frá. Í Jarðarbókinni er kostum Járngerðarstaða lýst með þessum orðum:

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir 1890.

“Skóg til kolgjörðar hefur þessi jörð í almenningum sem aðrar. Eldiviður er fjörufang. Fjörugrastekja til jarðarinnar þarfa. Rekavon í betra lagi… Sölvafjara til ábúenda brúkar. Heimræði er árið um kring og lending í betra lagi. Þar gánga skip heimabóndans og þau inntökuskip, er þángað til fiskiafla ráðast fyrir undirgift, sem heimabóndi tekur, og lætur þá verbúð og vergögn í tje fyrir skipshöfnina. Hafa hjer fyrrum mörg inntökuskip verið um vertíðirnar; mega og enn verra, ef menn vilja.
Skip stólsins gánga hér venjulega iii, og hafa þeir verbúðir fyrir sig, sem stóllinn uppbyggir. En soðningu kaupa skipverjar. Hafa þessi skip stólsins verið so lángar stundir, en alt þar til í tíð Mag. Brynjólfs (þ.e. Brynjólfs biskups Sveinssonar) var gefin til heimabóndans undirgift undir þau skip, sem fleiri en tvö af stólsins hendi. Og hýsti þá heimabóndi skipshöfn. En í tíð Mag. Brynjójólfs var uppbygð önnur staðarins verbúð, sem síðan hefur viðhaldist, og engin undirgift verið frá stólnum lögð til bóndans.
Selstöðu hefur jörðin og brúkar enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar oflitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein af vatnsleysi, þá þerrar eru, og fyrir þessa lesti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarsstaðar. Þessa brúkar bóndinn alleina.
Engjar eru öngvar.
Torfrista engin nema í sendnum grundum.
Hætt er mjög fyrir pening í vatnsgjám.
Líka brýtur sjór fyrir pening á land jarðarinnar.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið “Tyrkjaránsins” – uppdráttur ÓSÁ.

Á Járngerðarstöðum heita Kónsggarðar. Þar hefur til forna gengið eitt kóngsskip og gefið undirgift.
Á Járngerðarstöðum eru fáeinna verbúða stæði, nú forfallinna, og hafa þar legið við skipshafnir inntökuskipa, sem undirgift gefið hafa.
Tæki stórt fiskerie til aftur, þá bygði ábúandi þessar búðir upp aftur… til að ná undirgiftinni, því þá kæmi sveitamenn með skip, eins og til forna var.”
Þannig var lýst kostum og göllum Járngerðarstaða og gæti lýsingin, að breyttu breytanda, átt við um felstar jarðir sveitarinnar. Helstu kostir þeirra allra voru verstaðan, stutt sjávargata og góð fiskimið skammt undan landi, auk fjöruhlunninda, en helstu ókostir lítið haglendi og vatnsskortur.
Tíu hjáleigur voru í landi Járngerðarstaða árið 1703. Á hinni fyrstu bjó Jón Eyvindsson, 34 ára, ásamt konu sinni Guðrúnu Ögmundsdóttur, 40 ára og 26 vikna gamalli dóttur þeirra. Á 2 hjáleigunni bjuggu hjónin Þorvaldur Bergsson og Þorbjörg Eyjólfsdóttir, 44 og 50 ára, og á hinni þriðju Þorsteinn Þorsteinsson, 39 ára, ásamt konu sinni, Guðnýju Bjarnadóttur, 45 ára, og héldu þau eina vinnustúlku. Á fjóru hjáleigu var húsráðandi Guðmundur Hávarðsson, 54 ára, og hafði hjá sér þrítuga vinnustúlku, og á hinni fimmtu voru hjónin Þorgrímur Einarsson og Ingunn Guttormsdóttir, 54 og 42 ára, ásamt tveim börnum sínum. Á sjötu hjáleigu bjó Jón Jónsson, sextugur að aldri, ásamt tveim vinnuhjúum og á hinu sjöundu Magnús Hjörtson, 53 ára, ásamt konu sinni, Guðrúnu Eyjólfsdóttur. Hún var ári eldri en hann og hjá þeim var fimmtán ára gamall sonur þeirra. Á áttundu hjáleigunni bjuggu hjónin Árni Jónsson og þorbjörg Vilhjálmsdóttir. Hann var 29 ára en hún 39 og auk þeirra voru á heimilinu Runólfur Guðmundsson, þrítugur að aldri, sagður “þeirra þjenari”. Níunda hjáleigan var fjölmennust allra hjáleigna í landi Járngerðarstaða. þar bjó Runólfur Gíslason og hefur hann að öllum líkindum verið ekkjumaður því auk hans voru í heimilinu fjögur börn hans á aldrinum 4-9 ára og að auki ein vinnukona. Loks er að geta tíundu hjáleigunnar, en þar bjuggu hjónin Jón Jónsson, 54 ára, og Sigríður Þórðardóttir, 45 ára, ásamt þrem börnum sínum og var hið elsta 23 ára en hið yngsta níu ára.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Þá víkur sögunni að Hópi. Þar var tvíbýlt og bjuggu hjónin Jón Sigmundsson og Sessekja Þorsteinsdóttir á öðrum helmingi jarðarinar. Hann var 41 árs en hún yngri en hann. Ennfremur voru á heimilinu sextán ára gömul dóttir þeirra og tvö vinnuhjú. Á hinum helmingi jarðarinnar bjó Stefán Stefánsson, 41. árs, og hafði hjá sér þrjú vinnuhjú. Ein hjáleiga var byggð í Hópslandi. Á henni bjó Brynjólfur Daðason, 42 ára að aldri, ásamt 74 ára gamalli móður sinni, Höllu Torfadóttur. Hjá þeim voru í húsmennsku Einar Þorgautsson, 63 ára, og 23 á gömul dóttir hans, Guðný að nafni.
Næst getur manntalið Þórkötlustaða. Þar voru heimilsimenn alls þrettán og var það fjölmennasta heimili sveitarinnar. Fyrir því réði Eyjólfur Jónsson. Hann var tekinn að reskjast nokkuð, er hér var komið sögu, orðinn sextugur, og kona hans, Ingveldur Ingimundardóttir, var 45 ára. Börn áttu þau sjö og var hið elsta 23 ára, en hið yngsta 39 vikna. Í barnahópnum voru sex drengir og eins túlka og virðist sem þau hjónin hafi snemma orðið uppinskroppa með nöfn því þrír elstu drengirnir hétu allir Jón. Auk fjölskyldunar voru fjögur vinnuhjú á heimilinu.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Fimm hjáleigur voru byggðar í landi Þórkötlustaða. Á hinni fyrstu bjuggu hjónin Jón Stígsson og Þuríður Magnúsdóttir, 37 og 36 ára, ásamt 20 vikna gömlum syni sínum. Á annarri hjáleigu voru Ormur Ólafsson og Randíður Ívarsdóttir, 37 og 33 ára, og ennfremur Jón Sigurðsson húsmaður, 36 ára. Á þriðju hjáleigunni bjugju hjónin Illugi Ívarsson og Guðrún Jónsdóttir, 39 og 26 ára, ásamt tveim kornungum börnunum sínum og á fjórðu hjáleigu voru hjónin Þorvarður Þorvaldsson og Ingveldur Höskuldsdóttir, 45 og 47 ára, ásamt ungri dóttur sinni. Á fimmtu og síðustu hjáleigunni í Þórkötlustaðalandi bjuggu hjónin Gunnlaugur Þórðarson og Solveig Þórðardóttir. Hann var 34 ára og hún 45. Hjá þeim var móðir Gunnlaugs, Þórdís Gunnlaugsdóttir. Hún var 82 ára gömul, elst alla íbúa í sveitinni og hinn eini þeirra, sem lifað hafði Tyrkjaránið. Einnig var á heimilinu 18 ára piltur, Þorsteinn Kolbeinsson. Hann var sagður “smaladrengur” og var eini Grindvíkingurinn er það starfsheiti bar árið 1703.
Á Hrauji bjuggu hjónin Þorsteinn Gunnarsson og Sesselja Gísladóttir, 29 og 33 ára, ásamt tveim kornungum börnum sínum. Þau héldu fjögur vinnuhjú og hafði ein vinnukonan hjá sér ungan son sinn.

Hraun

Hraun – uppdráttur ÓSÁ.

Tvær hjáeigur voru byggðar í landi Hrauns. Á annarri bjuggu hjónin Þorsteinn Björnsson og Þórdís Bjarnadóttir, 46 og 47 ára, og á hinni síðari ekkjan Drysíana Eyjólfsdóttir ásamt fimm börnum sínum á aldrinum 9 til 16 ára. Var hún eina konan, sem stóð fyrir heimili í Grindavíkurhreppi árið 1703. Hjáleigan, sem Frysíana bjó á nefndist Vatnagarðar, og var bú hennar 3 kýr, 11 ær, 3 sauðir tvævetrir, 2 veturgamlir og 1 hestur. Ekki er getið um sjávarútveg á heimilinu og líkast til hefur hann enginn verið því í Jarðarbókinni, sem tekin var saman nokkrum mánuðum seinna, segir að Drysíanna geti ekki uppfyllt kvaðir um mannslán til dagsláttar, þar erð enginn sé á heimilinu til að vinna það verk nema ungmenni. Var hún því laus undan þeirri kvöð.
Næst víkur sögunni austur að Ísólfsskála, sem reyndar er kallaður “Ísuskáli” í manntalinu. Þar bjuggu hjónin Hallur Sigmundsson og Guðrún Markúsdóttir, 39 og 41 árs, ásamt tveim ungum börnum sínum. Þau héldu fimm vinnuhjú, en engin hjáleiga var byggð í landi jarðarinnar.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Loks er að geta Krýsuvíkur. Þar bjuggu á heimajörðinni hjónin Sigvaldi Bjarnason og Þorbjörg Hallkelsdóttir og var hann 52 ára, en hún 32. Hjá þeim voru þrjú börn þeirra á aldrinum 4-10 ára og ennfremur voru fjögur vinnuhjú á heimilinu og hafði eitt þeirra með sér barn.
Hjáleigur voru jafnan nokkrar í Krýsuvíkurlandi og árið 1703 voru sex þeirra byggðar. Á hinni fyrstu voru hjórnin Jón Þorvarðarson og Guðrún Þorvarðsdóttir og stóð hún á fertugu, en hann var tveimur árum eldri. Á annarii hjáleigu bjuggu Magnús Þórðarson og Solevg Bjarnadóttir, 32 og 35 ára, og voru hjá þeim ungur sonur þeirra og roskin móðir Magnúsar. Á þriðju hjáleigu bjuggu hjónin Jón Jónsson og Guðrún Þórðardóttir, 34 og 31 árs, ásamt ungum syni sínum og á fjórðu hjáleigu hjónin Ólafur Þorvarðsson og Katrín Jónsdóttir. hann var 4 ára, en hún 46 og hjá þeim voru tveir synir þeirra, 10 ára og eins árs. Á fimmtu hjáleigu í Krýsuvík bjuggu þau Ófeigur Ólafsson og kona hans, Guðrún Þorsteinsdóttir. Hann var þrítugur en hún 27 ára og áttu þau tvö kornung börn. Á sjöttu og síðustu hjáleigunni bjuggu þaun Jón Eyjólfsson og Hólmfríður Jónsdóttir, 55 og 47 ára. Fimm börn þeirra voru á heimilinu, einn piltur og fjórar stúlkur. A stúlkunum báru tvær sama nafn, hétu báðar Ingveldur.
Auk þess fólks, sem hér hefur verið getið, voru 29 niðursetningar og þurfalingar taldir í hreppnum árið 1703 og sex utansveitarmenn voru staddir þar er manntalið var tekið. Af þeim áttu fjórir sveit í Árnessýslu en tveir í Rangárvallasýslu.
Þar með er lokið þessari stuttu yfirferð okkar yfir Grindavíkursveit á því herrans ári 1703. Við höfum kynnst íbúunum lítillega en verðum þó að viðurkanna, aum um fæsta þeirra vitum við meira en nöfn og aldur. Aðeins þrír hafa komist í bækur, prestarnir á Stað og Þorsteinn á Járngerðarstöðum. Margan kann að undra að ekki skuli fleiri Grindvíkinga frá þessum tíma verið getið ýtarlegar í rituðum heimildum, en ástaæðan er í raun einföld. Hjáleigubændur komust sjaldan á bækur, vinnuhjú enn sjaldnar og þótt þeir, sem sátu lögbýlin væru að sönnu mikils metnir menn heima í héraði, ber þess að gæta að þeir voru ekki sjálfseignabændur. Hústóftir voru konungseign, hinar jarðirnar allar eign dómkirkjunnar í Skálholti. Bændurnir voru þannig landsetar Skálholtsstóls og Danakonungs og þótt þess séu vissulega dæmi að bændur í grindavík á fyrri öldum hafi hafist til mannvirðinga, safnað auði og jafnvel átt miklar eignir í öðrum sveitum, er ólíklegt að svo hafi verið um marga þeirra, sem hér hafa verið taldir. Þegar manntalið var tekið árið 1703 var loksins að ljúka einhverju versta harðindaskeiði, er heimildir kunna frá að greina á síðari öldum, litlu ísöldinni, svonefndu. Þá voru kuldar miklir, eins og nafnið bendir til, sum árin hafís á fiskislóðum Sunnlendinga og aflabrestur mikill. Má sem dæmi nefna, að á 18 ára tímabili, 186-1704, telja heimildir aðeins eitt gott aflaár í Sunnlendingafjórungi, tvö voru í meðallagi, en hin öll léleg. Liggur í augum uppi, hve hart svo langætt fáfiski hefur bitnað á verstöð á borð við Grindavík. Og ekki tók betra við er afli tók loksins að glæðast og veðurfar hlýnaði. Þá dundi bólan yfir árið 1707 og féll þá margt af því fólki, sem hér hefur verið frá sagt.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

En þótt upplýsingarnar í manntalinu séu fáorðar, veita þær okkur engu að síður mikilsverðar vitneskju. Skipting byggðarinnar í hverfi var þegar orðin augljós og byggð þegar langmest í Járngerðarstaðahverfi. Þar voru þrjú af átta lögbýlum sveitarinnar, átján af fjörutíu heimilum og þar áttu samtals 89 manns heima, auk lausamann, og vafalaust hafa einhverjir af niðursetningunum 29 verið vistaðir þar. Má því hiklaust álykta að um og yfir hundrað manns hafi átt sér bólfestu í Járngerðarstaðahverfi árið 1703. Þar var þá risinn kjarni, sem hiklaust verður að telja vísi að þéttbýli, a.m.k. ef miðað er við byggð eins og hún var víðast hvar á Íslandi á þessum tíma.
Hinn mikli fjöldi hjáleigna segir athyglisverða sögu um atvinnuhætti og atvinnuskiptingu. Sjávarútvegur var sem endranær höfuðatvinnuvegur Grindvíkinga, landbúskap höfðu bændur aðeins til styrktar og heimaneyslu. Graslendi hjáleignanna voru lítil og rýr og útilokað að hjáleigubændurnir gæti framfeytt sér og sínum af landbúskap. Þeir voru því nær undantekningarlaust sjónenn og sóttu sjó á útvegi landsdrotnna sinna. Kemur það vel heim og saman við þá steðreynd að felstir hjáleigubændanna voru menn á góðum vinnualdri. Eldri menn, sem ekki dugðu lengur til sjósóknar, voru fáir sem engir í þeirra hópi.
Eignarhald Skálholtsstóls og konungs á jörðunum í Grindavík segi einnig mikla sögu og sýnir betur en felst annað mikilvægi verstöðvarinnar. Skálholtsstóll var voldugasta og auðugusta stofnun á Íslandi á þessum tíma og byggðist veldi hans og auður ekki síst á útgerð og fiskútflutningi. Grindavík var ein mesta og mikilvægasta verstöðin og fiskihöfnin í gervöllu biskupsdæminu og því ein af undirstöðunum undir efnahag biskupsstólsins og afkomu. Sést það ef til vill hvað best að því að á aflaleysisárunum á síðasta hluta 17. aldar og í upphafi þeirra 18. varð oftar en einu sinni skortur á matfiski í Skálholti og fyrir kom að skólahald féll þar niður hluta úr vetri eða jafnan heilan vetur, þar sem ekki var til fiskur til að fæða skólapilta. Sýnir það betur en flest annað þýðingu Grindavíkur og fólksins, sem þar bjó, fyrir Skálholtsstað og þá um leið íslenska menningu.”

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1992, Grindvíkingar anno 1703, Jón Þ. Þór, bls. 27-31.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Helgafell

Í Mosfellsblaðiðnu árið 2001 er m.a. fjallað um “Fornleifaskráningu í Mosfellsbæ”, s.s. Hraðaleiði, Hafravatnsrétt o.fl. Auk þess má þar lesa um Æsuleiði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – bæjarmerkið: Höf. Kristín Þorkelsdóttir – TÁKN;  A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin. Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn sigursæli Englakonungur gaf honum. Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla. B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“.

“Á síðasta ári gerðu Mosfellsbær og Þjóðminjasafn Íslands með sér samning um skráningu fornleifa í landi Mosfellsbæjar. Skráningin er unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Samkvæmt Þjóðminjalögum er skylt að skrá fornleifar á skipulagsskyldum Jarðatali J. Johnsens frá 1847. Samkvæmt Jarðatalinu voru 25 jarðir innan þess svæðis sem tilheyrir Mosfellsbæ í dag.
Jörðum hefur verið skipt upp og aðrar sameinaðar á þeim tíma sem liðinn er frá 1847. Sem dæmi má nefna jörðina Seljabrekku sem ekki verður tekin svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Eitt af markmiðum fornleifaskráningar er að sporna við því að minjar verði fyrir skemmdum af gáleysi eða að nauðsynjalausu.

Hafravatnsrétt

Fornleifaskráning kemur að notum í minjavörslu þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir til verndar einstökum minjastöðum eða minjasvæðum. Auk þess kemur hún að gagni í rannsóknum og kynningu. Það er einnig hagur þeirra sem stýra hvers konar framkvæmdum að eiga aðgang að yfírliti um fornleifar á tilteknu svæði. Segja má að við það vinnist tvennt. Unnt er að taka tillit til minjanna við skipulagsvinnu og nýta þær til að varðveita sögu staðarins í landslaginu. Einnig má minnka stórlega líkur á að finnist, öllum að óvörum, fornleifar sem nauðsynlegt verður að rannsaka. Auk kostnaðar við fornleifarannsóknir geta tafir á framkvæmdum haft mikinn kostnað í för með sér.
Skráning fornleifa í Mosfellsbæ hófst árið 1980. Þetta var fyrsta skrá sinnar tegundar sem gerð var á Íslandi. Vinnubrögð við fornleifaskráningu hafa breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er frá því að skráningin fór fram árið 1980 þó svo að hún standi ennþá vel fyrir sínu og verði notuð sem grunnur fyrir þá vinnu sem nú er hafin. Í fornleifaskráningu Þjóðminjasafns Íslands eru minjar skráðar í nýtt skráningarkerfi sem fengið hefur nafnið Sarpur. Fornleifar eru flokkaðar eftir jörðum og miðað bæði við opinbera fasteignaskrá og jarðaskiptingu eins og hún kemur fyrir í sem sérstök jörð í fornleifaskráningunni því árið 1847 tilheyrði hún landi Mosfells. Mannvirki sem eru 100 ára eða eldri eru skilgreind sem fornleifar. Því er eðlilegt að miða fornleifaskrána við jarðaskiptingu eins og hún var fyrir rúmum 100 árum.

Hraðaleiði

Hraðaleiði.

Það eru ekki einungis leifar mannvirkja sem orðnar eru eldri en 100 ára sem eru skráðar. Þannig eru stríðsminjar teknar með í þessari skráningu. Og skráningin nær einnig út fyrir eiginleg mannvirki svo sem til álagabletta og annarra staða og kennileita sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnarhefð.
Vinnu við fornleifaskráningu má í stórum dráttum skipta í tvennt. Fyrri áfanginn felur í sér gagnaöflun. Farið er í gegnum ritaðar heimildir, bækur er fjalla um sögu svæðisins, jarðabækur, fornbréfasafn, örnefnalýsingar, túnakort o.fl. Allt er tínt til sem gæti bent til fornleifa. Örnefni geta t.d. falið í sér vísbendingu um að þar hafi staðið mannvirki.
Í Mosfellbæ eru til mörg slík örnefni, t.d. Rögnvaldarstekkur, Stekkjarmýri, Miðdalskot, Kvíaból, Keldnasel, Rikkudys, Reykjalaug, Skólavarða, Jónssel, Markasteinn, Skiphóll, Hraðaleiði, Lambalækur, Móholt, Blikastaðavað og Hafravatnsrétt. Þessum fyrri áfanga fornleifaskráningarinnar í Mosfellsbæ er nú lokið. Heimildum hefur verið safnað um 626 fornleifar í landi bæjarins. Í síðari áfanganum felst að farið er á vettvang og athugað hvort enn finnist leifar þeirra mannvirkja sem gagnasöfnunin leiddi í ljós að verið hefðu á svæðinu i eina tíð. Ástand fornleifanna er metið og staðsetning þeirra færð inn á kort. Vettvangsvinnan verður unnin í sumar. Gefin verður út skýrsla með skrá yfir allar fornleifar í Mosfellsbæ. Eins og áður segir er fornleifaskráningin unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Vonandi verður fornleifaskráin þó gefin út þannig að hún verði öllum aðgengileg. Vönduð útgáfa fornleifaskráningar í Mosfellsbæ ætti að geta nýst mjög mörgum, t.d. fræðimönnum til rannsóknarstarfa, skólar bæjarins geta unnið verkefni upp úr henni fyrir nemendur sína, bæjaryfirvöld geta notað hana í kynningu bæjarins út á við og síðast en síst getur fólk sem nýtur útivistar í bæjarfélaginu kryddað göngutúra og reiðtúra með fróðleik úr henni um umhverfi sitt.

Æsuleiði

Æsuleiði – Bjarki Bjarnason stendur á leiðinu.

Þegar farið er að glugga í gamlar heimildir er ótrúlega margt sem kemur á óvart og aðeins virðist á fárra vitorði. Þessu til staðfestingar skulu tekin hér nokkur dæmi úr áfangaskýrslu Þjóðminjasafns Íslands. Býlið Hamrahlíð var við rætur samnefndrar hlíðar og mun hafa staðið fyrir neðan veginn á móts við hlið á girðingu Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Var hjáleiga frá Blikastöðum. Byggð um 1850 og búið á henni að minnsta kosti til 1890. Rústir býlisins sást enn. Um 150 m norðnorðaustan bæjarins á Helgafelli er í brekkunni hóllinn Hjálmur. Sagnir eru um að í Hjálmi væri bústaður álfa.
Á landamerkjum Mosfells og Hraðastaða um 20-30 m norðan við Köldukvísl er hóll sem nefndur hefur verið Hraðaleiði. Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessóknar frá 1855 segir: Það er mælt, að Hraði hafi verið þræll í fornöld, er hafí fengið frelsi, og hafi hann þá reist bæ sinn þar, er enn kallast Hraðastaðir, og sé þessi haugur yfir hann orpinn og við hann kenndur.
Í Bjarnavatni, þar sem Varmá á upptök sín, segir þjóðsagan að búið hafi nykur. Nykur var talin vera skepna af öðrum heimi og líktist hesti, steingráum. Þessa skepnu mátti vart þekkja frá hesti nema á hófunum sem snéru öfugt. Nykrar höfðu þá ónáttúru að ef maður settist á bak límdist maður við bakið og skepnan stormaði beint í vatnið sitt og heimkynni með mann á baki og voru það hans endalok.
Brauðhver var austast í landi garðyrkjubýlisins Bjargs við Skammadalsveg. Eins og nafnið ber með sér var bakað í honum brauð. Á Suður-Reykjum var kirkja. Ekki er vitað hvar kirkjan stóð en talið er að hún hafi verið austan og sunnan við núverandi íbúðarhús Jóns M. Guðmundssonar. Kirkjunnar er fyrst getið í máldaga Þorláks biskups Þórhallssonar frá um 1180. Hún var lögð af með konungsbréfi 1765.

Helgusel

Helgusel.

Norðan undir Grímmannsfelli, undir hárri og fagurri brekku niðri við Köldukvísl, á norðurbakka hennar, eru rústir hins svo kallaða Helgusels. Sagt er að Helga, dóttir Bárðar Snæfellsáss, hafi hafst þar við um hríð og við hana sé selið kennt.
Innan Mosfellsbæjar eru friðlýstar fornleifar á fjórum stöðum. Hafravatnsrétt er þar á meðal. Í þjóðminjalögum stendur m.a.: Friðlýstar fornleifar skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á. Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Því miður hefur Hafravatnsrétt ekki notið þeirrar friðhelgi sem lögin kveða á um. Eins og sést á þeim tveimur myndum af réttinni sem fylgja þessari grein þá hefur hún látið mikið á sjá á síðustu 20 árum. Nauðsynlegt er að ráðist verði í viðgerð á réttinni sem fyrst svo að hún fái aftur það tignarlega útlit sem hún hafði áður.” – Agnes Stefánsdóttir og Kristinn Magnússon, fornleifafræðingar.

Í Selfossi í desember 2014, er m.a. fjallað um Hraðastaði og sýnd mynd af bænum.

Hraðastaðir

Hraðastaðir fyrrum.

“Síðasta bæjarmynd reyndist vera af Hraðastöðum í Mosfellssveit (Mosfellsbæ). Guðbrandur Jóhannesson segist hafa alist upp á bænum og þar búa foreldrar hans núna. Eins og sjá má er ekki komið rafmagn í bæinn þegar myndin er tekin. Auk húss er fjós og hlaða á myndinni. Gamla bæinn vildi heimafólk gefa sveitarfélaginu en það þáði ekki. Morgunblaðið segir frá þvi 10. desember 1988 en þá leit bærinn út eins og þessi mynd ber með sér. Fyrirsögnin var: Sögulegt gildi Hraðastaða ekki talið vera 3 m. kr. virði – segir Páll Guðjónsson bæjarstjóri. Það var sem sé talið að það myndi kosta þetta mikið að endurbyggja.
Sigurður Vigfússon rannsakar fornleifar í Borgarfirði 1884 og segir um Hraðastaði í Árbók fornleifafélagsins 1884: Hraðastaðir sýnast vera landnámsjörð og snemma bygðir; eru þeir líklega kendir við Hraða þann, er Landn. nefnir bls. 53, sem fyrr segir. Hraðastaðir eru fyrir sunnan ána, er rennur fyrir sunnan Mosfell, enn standa nokkuð ofar undir Grímmannsfelli (Grrímarsfelli réttara). Skammt fyrir neðan Hraðastaði, suður viðs yðri ána, er dálítill hóll, sem kallaður er Hraðaleiði. Hraðablettur er og kallaðr fyrir ofan Hraðastaði upp með Grímmannsfelli.”

Í Alþýðublaðinu í maí 1964 fjallar Ragnar Lár m.a. um Æsu og Hraða, auk Egils Skallagrímsson:
“Mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan, en dalurinn er sjálfum sér líkur, þó nokkuð hafi hann að sjálfsögðu breytt um svip, með tilkomu nýrra bygginga og ræktunarframkvæmda. Hér stendur Mosfell þar sem Egill Skallagrímsson lifði seinustu ár ævi sinnar og í þessum dal er gullið hans fólgið, en hvar, veit enginn.
Þarna eru Æsustaðir, en þar bjó Æsa, tröllkona, forðum, og sér ennþá móta fyrir leiði hennar í túninu. Æsa lézt af sárum, er hún hlaut í bardaga við Hlaðgerði í Hlaðgerðarkoti, en þær áttu í erjum og gengu loks hvor af annarri dauðri í bardaga. — Nú er mæðraheimili í Hlaðgerðarkoti, en þar koma mæður á sumrin til að hvíla sig, en heimilið er rekið af Mæðrastyrksnefnd. Þarna eru

Æsustaðir

Æsustaðir.

Hraðastaðir, en þar bjó Hraði sá, er þræll var — en fékk land og frelsi.
Fyrir nokkrum áratugum var kirkja lögð niður að Mosfelli, en flutt að Lágafelli. Þetta þótti mörgum miður og þá sérstaklega „dalbúum,” enda sjónarsviptir fyrir þá. Einn bóndinn í dalnum gerði sér lítis fyrir og náði í kirkjuklukkuna og kvaðst ætla að varðveita hana, þar til kirkja yrði reist á Mosfelli að nýju.
Þegar við ökum í borgina á ný, og virðum fyrir okkur þéttbýli sveitarinnar kemur okkur í huga hversu langt þess verði að bíða að engin Mosfellssveit verði til lengur — aðeins Reykjavík. En nú þegar hefur hún teygt umráðasvæði sitt upp að Korpúlfsstöðum, en sú var tíðin að Mosfellssveit átti land niður að Elliðaám.”

Í Dagblaðinu Vísir í júní 1986 er “Gengið á Helgafellið að austanverðu”. Þar er m.a. getið um hólinn Hjálm á Helgafelli og Biskupsklett í Skammadal.

Biskupsklettur

Biskupsklettur í Skammadal.

“Við höfum áður athugað gönguleiðina á Úlfarsfell og farið með fjörum í Mosfellssveitinni. Í dag skulum við stefna á „auðvelda” gönguleið og veljum Helgafellið. Á Íslandi eru mörg fjöll eða fell sem heita þessu nafni og þau eru hvert öðru lík. Helgafell í Mosfellssveit blasir við byggðinni og er freistandi að ganga á það og er það tiltölulega auðvelt.
Gott er að fara austur fyrir fellið og koma að því leiðina úr Mosfellsdalnum. Beygt er til suðurs af veginum þar sem fólk úr Reykjavík fer til þess að sinna kartöflugörðum sínum sem eru þarna á fellsöxlinni í litlu dalverpi. Takið fyrsta afleggjarann til hægri þegar ekið er austur Mosfellsdal.
Þegar komið er upp er komið að svonefndum Stórhól sem er klettarani austur úr Helgafelli. Skarð er í fellið á þessu svæði en það skilur á milli hólsins og fellsins og heitir þar Stekkjarmýri. Síðan er haldið á fellið. Sé staldrað við og litið um öxl blasir við Skammidalur og eiga ýmsar jarðir þar land auk Helgafells. Að norðanverðu er Hlaðgerðarkot eða Reykjahlíð, eins og það er nú kallað. Þessi jörð er í eigu Reykjavíkurborgar. Þá koma Norður-Reykir sem eru í eigu Mosfellshrepps. Þar austur af er land Æsustaða og Æsustaðafell lokar dalnum að norðaustan og við tekur Vetrarmýrarháls. Þar mætast landamerki jarðanna Æsustaða, Suður-Reykja og Helgadals að hluta.

Skammidalur

Skammidalur.

Skammidalur er í raun tvískiptur í fremri og innri Skammadal. Klettur sá er dalnum skiptir heitir Biskupsklettur. Reykjabunga eða Reykjafell eins og margir kalla það, blasir við til suðurs en norðurhlíðar þessu eru brattar og grýttar. Biskupsklettur hefur ugglaust fengið nafn sitt af því að þar má greinilega sjá mannsmynd ef skoðað er frá gömlu mógröfunum á Reykjum sem eru í hinum svokallaða fremri Skammadal.
Er komið er upp á Helgafellið liggur svonefnd Langatorfa suður og ofan af því á móts við bæinn að Helgafell. Að norðvestan er örnefnið Hjálmur við vesturhornið og Hjálmsmýri þar norður af. Norðan við fellið er skriða niður á jafnsléttu en þar tekur við gróinn mýrarfláki, sem heitir Langamýri og er sunnan þjóðvegarins, norðan Helgafells.
Útsýni af fellinu er ekki veruleg en þaðan sést byggðin í Mosfellssveit frá nýju sjónarhorni.
Leiðin vestur af og heim á leið blasir nú við og er auðveld og komið er niður í íbúðarhverfi þar sem götunöfnin enda á -fell.” – Unnið úr leiðarlýsingum eftir Jón M. Guðmundsson. -A.B

Heimildir:
-Mosfellsblaðið, Fornleifaskráning í Mosfellsbæ, 6. tbl. 01.06.2001, bls. 15.
-Selfoss, 23. tbl., 04.12.2014, bls. 14.
-Alþýðublaðið, Dagstund í sveitasælu, Ragnar Lár, 109. tbl. 16.05.1964, bls. 4-5.
-Dagblaðið Vísir, Gengið á Helgafellið að austanverðu, 138. tbl. 21.06.1986, bls. 8.

Helgafell

Helgafell – örnefni.

Selgjá

Á Vísindavef HÍ var spurt; “Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?”
Svarið, að hluta, var: “Í Selgjá eru friðlýstar seljasamstæður sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar upp við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Þar er varla þverfótað fyrir margra alda gömlum tóftum.”

Búrfell

Búrfellsgígur.

Á vefsíðu Umhverfisstofnunar árið 2020 er m.a. fjallað um friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ friðlýst. Hafa ber í huga að minjarnar í Selgjá höfðu áður verið friðslýstar árið 1964.
“Í dag, 25. júní, undirritaði umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ sem náttúruvætti.

Selgjá

Einn Selgjárfjárhellanna – Norðurgjárhellrir.

Svæðið er gott dæmi um jarðmyndanir sem eru sérstakar á landsvísu og hafa hátt vísinda- og fræðslugildi. Jafnframt er svæðið vinsælt útivistarsvæði. Búrfell og hrauntraðir frá gígnum, gjárnar og misgengi eru mjög áberandi í landi. Búrfell er stakur gjall- og klepragígur sem tilheyrir eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Snemma á nútíma fyrir um 8100 árum rann úr Búrfelli Búrfellshraun sem hefur breytilega ásýnd eftir svæðum. Innan svæðisins er talsvert af menningarminjum s.s. fjárskjól og seljarústir sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Hluti svæðisins hefur verið friðlýstur sem hluti af Reykjanesfólkvangi síðan 1975.

Búrfellsgjá

Selgjá og nálæg friðlýsingarsvæði.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda jarðmyndanir, eldhraun, eldstöð og hraunhella sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma. Markmið friðlýsingarinnar er einnig að varðveita náttúrulegt gróður- og dýralíf svæðisins. Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í jarðfræðinni og jarðmyndunum svæðisins. Markmið friðlýsingarinnar er jafnframt að auðvelda almenningi aðgengi og kynni af náttúruminjum þar sem svæðið er aðgengilegt og tilvalið til fræðslu og útivistar vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið.

Undirritunin fór fram á vettvangi að viðstöddum fulltrúum Umhverfisstofnunar, Garðabæjar, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa, umhverfis- og auðlindaráðuneytis auk fleiri gesta.
Að lokinni undirritun var boðið upp á fræðslugöngu um svæðið sem var leidd af Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi.”

Búrfell, Búrfellsgjá og Selgjá í Garðabæ var sem sagt friðlýst sem náttúruvætti þann 25. júní 2020.

“Svæðið er mjög gott dæmi um jarðmyndanir sem eru sérstakar á landsvísu og hafa hátt vísinda- og fræðslugildi. Búrfell og hrauntraðir frá gígnum, gjárnar og misgengi eru mjög áberandi í landi. Búrfell er stakur gjall- og klepragígur sem tilheyrir eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Snemma á nútíma fyrir um 8100 árum rann úr Búrfelli Búrfellshraun sem hefur breytilega ásýnd eftir svæðum. Næst upptökunum í Búrfelli er hraunið slétt helluhraun með hrauntröðum eða hraunrásum með hellum. Fjær upptökunum er það klumpahraun. Innan svæðisins er talsvert af menningarminjum s.s. fjárskjól og seljarústir sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Hluti svæðisins hefur verið friðlýstur sem hluti af Reykjanesfólkvangi síðan 1975.

Svæðið er 380 ha að stærð.”

Selgjá

Skilti við Selgjá.

Í auglýsingu á vef Umhverfisstofnunar “nr. 687 25. júní 2020 um friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ”, segir:

1. gr.
Um friðlýsinguna.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að tillögu Garðabæjar, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og Umhverfisstofnunar að friðlýsa Búrfell, Búrfellsgjá og Selgjá sem náttúruvætti skv. 48. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Búrfell er stakur gjall- og klepragígur sem tilheyrir eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Snemma á nútíma fyrir um 8100 árum rann úr Búrfelli Búrfellshraun sem hefur breytilega ásýnd eftir svæðum.
Næst upptökunum í Búrfelli er hraunið slétt helluhraun með hrauntröðum eða hraunrásum með hellum. Fjær upptökunum er það klumpahraun.
Merkar hrauntraðir eru í helluhraununum næst Búrfelli. Kringlóttagjá er sunnan við Búrfell og Lambagjá við Kaldársel. Búrfellsgjá og Selgjá liggja frá Búrfelli að Urriðakotshrauni. Þær eru í raun sama hrauntröðin, en hún skiptir um nafn við Hrafnagjá. Næst gígnum er Búrfellsgjá þröng og með bröttum veggjum. Þegar kemur niður á jafnsléttu verður hún lægri og víðari. Selgjá er slétt og breið með lágum veggjum. Hún hverfur á kafla þar sem hraunrásir með hellum taka við, en kemur aftur fram á kafla norðar í Heiðmörk. Fjölmargir hraunhellar og skútar eru í Búrfellshrauni. Margir þeirra hafa nýst sem fjárhellar og eru hleðslur við suma þeirra. Langflestir þeirra eru hraunrásarhellar sem myndast þegar hraunrásir tæmast. Margir slíkir eru rétt norðan við enda Selgjár og kallast þeir einu nafni Selgjárhellar. Fjölmargar sprungur og misgengi eru á svæðinu. Stefna þeirra er í langflestum tilvikum til norðausturs. Mestu og virkustu misgengin eru á mörkum Selgjár og Búrfells. Þar gengur Hjallamisgengið þvert yfir hraunið ásamt nokkrum minni misgengjum, þ. á m. Hrafnagjá og Vatnsgjá.
Helstu vistgerðir innan svæðisins eru birkiskógur. Þar er einnig að finna hraunlendi þar sem er fyrst og fremst um að ræða mosahraunavist en einnig lynghraunavist á milli og á stöku stað eyðihraunavist. Á skjólgóðum svæðum sem liggja lægra í landi er að finna lyngmóavist og grasmóavist.
Innan svæðisins er talsvert um friðlýstar fornminjar, fjárskjól og seljarústir sem telja má einstakar í sinni röð byggðar upp við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Gjáarétt liggur í vesturenda Búrfellsgjár auk fyrirhleðsla, réttargerðis og vatnsbólsins Vatnsgjár. Menningarminjarnar eru friðlýstar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Svæðið er kjörið til útivistar, umhverfisfræðslu, og rannsókna, en Búrfell og nágrenni er vinsælt
útivistarsvæði. Hluti svæðisins liggur innan Reykjanesfólkvangs.
Hið friðlýsta svæði er 3,4 km2 að stærð.

2. gr.
Markmið friðlýsingarinnar.

Selgjá

Selshellir í Selgjá.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda jarðmyndanir, eldhraun, eldstöð og hraunhella sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma. Markmið friðlýsingarinnar er einnig að varðveita náttúrulegt gróður- og dýralíf svæðisins. Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í jarðfræðinni og jarðmyndunum svæðisins. Svæðið er mjög gott dæmi um jarðmyndanir sem eru sérstakar á landsvísu og hafa hátt vísinda- og fræðslugildi. Búrfell og hrauntraðir frá gígnum, gjárnar og misgengi eru mjög áberandi í landi.
Markmið friðlýsingarinnar er jafnframt að auðvelda almenningi aðgengi og kynni af náttúruminjum þar sem svæðið er aðgengilegt og tilvalið til fræðslu og útivistar vegna nálægðar við
höfuðborgarsvæðið.

3. gr.
Mörk náttúruvættisins.
Mörk svæðisins eru sýnd á korti í viðauka I og afmarkast af þeim hnitum sem gefin eru upp í ISN93 hnitakerfi í viðauka II.

4. gr.
Verndun jarðminja.

Selgjá

Þorsteinshellir við Selgjá.

Óheimilt er að hrófla við, raska eða skemma jarðmyndanir innan náttúruvættisins nema til komi sérstakt leyfi frá Umhverfisstofnun og Garðabæ. Til verndunar jarðmyndana er heimilt, að fenginni umsögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands, að fjarlægja gróður sem skyggir á jarðmyndanirnar.
Óheimilt er að planta hvers konar plöntum í jarðmyndunum.
Nánar skal fjallað um verndun jarðminja í stjórnunar- og verndaráætlun.

5. gr.
Verndun gróðurs og dýralífs.
Vernda skal náttúrulegt gróðurfar með það að markmiði að ekki verði raskað líffræðilegri
fjölbreytni svæðisins.
Óheimilt er að spilla gróðri, öðrum en ágengum framandi tegundum, nema um sé að ræða gróður sem spillir útsýni að jarðmyndunum á svæðinu. Vinna skal að því að fjarlægja ágengar framandi tegundir plantna og/eða dýra sem hafa verið flutt inn á svæðið eða berast inn á það.
Óheimilt er að trufla dýralíf á svæðinu að undanskildum framandi tegundum.
Óheimilt er að sleppa eða dreifa framandi lífverum á verndarsvæðinu þ.m.t. rækta framandi plöntutegundir í náttúruvættinu sbr. reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda nr. 583/2000.
Nánar skal fjalla um verndun gróðurs og dýralífs í stjórnunar- og verndaráætlun.

6. gr.
Vernd menningarminja.
Um vernd menningarminja fer eftir lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

7. gr.
Umferð um verndarsvæðið.

Selgjá

B-steinninn í Selgjá.

Almenningi er heimil för um verndarsvæðið en er skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið og fylgja þeim umgengnisreglum sem gilda innan þess. Gestir skulu, eftir fremsta megni, fara eftir þar til gerðum stígum og stikuðum leiðum. Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á merktum reiðleiðum.
Akstur vélknúinna ökutækja utan vega er óheimill, sbr. 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Innan náttúruvættisins er óheimilt að hafa næturgistingu í tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði.
Öll meðferð elds er óheimil á svæðinu, þ.m.t. notkun ferðagrilla.
Hundar og önnur gæludýr skulu ávallt vera í taumi innan verndarsvæðisins og þess skal gætt að þau séu undir tryggri stjórn og að þau valdi ekki truflun fyrir gesti og dýralíf svæðisins.
Notkun fjarstýrðra loftfara er óheimil innan náttúruvættisins nema að fengnu leyfi frá Umhverfisstofnun. Þó er heimilt að nota fjarstýrð loftför, ef nauðsyn krefur, vegna leitar- og björgunaraðgerða og vegna umsjónar og eftirlits Umhverfisstofnunar. Minjastofnun Íslands hefur sömu heimildir innan friðhelgunarsvæðis menningarminja. Að öðru leyti skal farið eftir reglugerð nr. 990/2017
um starfrækslu fjarstýrðra loftfara.
Nánar skal fjallað um umferð um verndarsvæðið í stjórnunar- og verndaráætlun og deiliskipulagi fyrir svæðið.

8. gr.
Umgengni um verndarsvæðið.
Óheimilt er að skilja eftir eða urða úrgang innan verndarsvæðisins og skal allur úrgangur settur í þar til gerð ílát eða hann tekinn með út af svæðinu.

9. gr.
Umsjón.

Selgjá

Fjárhellir í Selgjá.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með verndarsvæðinu í samræmi við 2. mgr. 13. gr. og 79. gr. laga nr. 60/2013.
Umhverfisstofnun getur falið einstaklingum, sveitarfélögum eða öðrum lögaðilum umsjón og rekstur sbr. 85. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Til grundvallar samningi um umsjón og rekstur svæðisins skal liggja fyrir stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið. Í samningnum skal m.a. kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila, menntun starfsmanna og gjaldtöku.
Minjastofnun Íslands fer með umsjón menningarminja á svæðinu skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

10. gr.
Stjórnunar- og verndaráætlun.
Umhverfisstofnun ber ábyrgð á að gerð sé stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlýsta svæðið í samræmi við 81. gr. laga nr. 60/2013. Í stjórnunar- og verndaráætlun skal m.a. fjalla um landnýtingu, mannvirkjagerð, starfsemi, menningarminjar, landvörslu, vöktun, verndun, uppbyggingu, fræðslu og miðlun upplýsinga, verndaraðgerðir, aðgengi og umferð gesta, þ. á m. aðgengi fólks með hreyfihömlun.
Stjórnunar- og verndaráætlun skal gerð í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands og eftir atvikum aðrar fagstofnanir og hagsmunaaðila.
Stjórnunar- og verndaráætlun er háð staðfestingu ráðherra.

11. gr.
Rannsóknir og vöktun.
Náttúrufræðistofnun Íslands ber ábyrgð á vöktun á verndarsvæðinu, sbr. 74. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Vöktunaráætlun skal vera unnin í samráði við Umhverfisstofnun og vera hluti stjórnunar- og verndaráætlunar.
Aðrar rannsóknir en rannsóknir Náttúrufræðistofnunar Íslands og Minjastofnunar Íslands sem kunna að hafa í för með sér jarðrask eða truflun dýralífs eru háðar leyfi Umhverfisstofnunar.
Veiting leyfa vegna rannsókna á menningarminjum fer eftir lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

12. gr.
Fræðsla.

Selgjá

Selgjá.

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Garðabæ, hefur frumkvæði að fræðslu um svæðið. Í fræðsluefni skal upplýst um m.a. umgengnisreglur sem gilda á svæðinu og sérstöðu svæðisins.
Nánar skal kveðið á um fræðslu í stjórnunar- og verndaráætlun svæðisins.

13. gr.
Landnotkun og mannvirkjagerð.
Allar framkvæmdir, þ.m.t. mannvirkjagerð og aðrar breytingar á landi innan friðlýsta svæðisins eru háðar leyfi Garðabæjar, sbr. skipulagslög nr. 123/2010 og lög um mannvirki nr. 160/2010 og Umhverfisstofnunar, sbr. 2. mgr. 40. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013. Innan friðhelgunarsvæða menningarminja þarf einnig að afla leyfis Minjastofnunar Íslands. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt deiliskipulag og stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið.
Við framkvæmdir, starfsemi, rekstur og önnur umsvif utan friðlýsta svæðisins sem áhrif geta haft á verndargildi þess skal fyllstu aðgæslu gætt.
Vegna starfsemi eða framkvæmda, sem geta haft áhrif á friðlýsta svæðið, sem leyfisskyldar eru samkvæmt öðrum lögum, skal taka mið af því við ákvörðun um veitingu leyfis. Leita skal umsagnar Umhverfisstofnunar áður en leyfi er veitt.
Losun jarðefna og úrgangs er óheimil innan friðlýsta svæðisins.

14. gr.
Starfsemi innan svæðisins.

Selgjá

Fjárhellir í Selgjá.

Afla skal leyfis Umhverfisstofnunar vegna skipulagðra viðburða og verkefna sem kalla á jarðrask, aðstöðu, mannafla eða meðferð tækja innan verndarsvæðisins, s.s. vegna kvikmyndagerðar, listviðburða og samkomuhalds. Innan friðhelgunarsvæða menningarminja þarf einnig að afla leyfis
Minjastofnunar Íslands.
Starfsemi skal vera í samræmi við skipulag svæðisins.
Nánar skal fjallað um starfsemi innan svæðisins í stjórnunar- og verndaráætlun.

15. gr.
Notkun skotvopna.
Notkun skotvopna er bönnuð innan marka náttúruvættisins. Veiðar á ágengum framandi tegundum eru heimilar í samræmi við ákvæði laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum enda skulu þær stundaðar á vegum Garðabæjar og í samráði við Umhverfisstofnun.
Nánar skal fjallað um veiðar innan náttúruvættisins í stjórnunar- og verndaráætlun svæðisins.

16. gr.
Viðurlög.
Um brot gegn friðlýsingunni fer samkvæmt lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd.

17. gr.
Gildistaka.
Friðlýsingin öðlast þegar gildi.

Bráðabirgðaákvæði.

Selgjá

Stekkur í Selgjá.

Þar til staðfest deiliskipulag og stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið liggja fyrir er Umhverfisstofnun heimilt að veita leyfi fyrir framkvæmdum ef þær ganga ekki gegn verndarmarkmiðum friðlýsingarinnar.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 25. júní 2020.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Jón Geir Pétursson.

Í Örnefnaskrá 1964 segir um Selgjá: “Grunn en allbreið gjá syðst í Urriðakotshrauni. Nær allt suður í Hrafnagjá, við Gjáarrétt. Í þessari gjá mun vera að finna Norðurhellnasel Álftnesinga 1703.” (A154). Einnig er þar: “Nær hún allt frá Sauðahelli suður á Norðurhellagjárbarm.” (B155). Selgjárbarmar eru tveir, “annar að sunnan, hinn að vestan”, Norðurhellnagjárbarmur syðri er “nær Vífilsstaðahlíð” (A162) en Norðurhellnagjárbarmur vestri “nær Tjarnholtinu” (A154, 162-3).
Í Ódagsettri Örnefnalýsingu segir: “Þegar komið er framhjá Sauðahellisvörðu hallar niður í Selgjána og nefnist þá stígurinn Selgjárstígur. Vestast í Selgjánni er Selgjárhellir Selgjárbyrgin og Selgjárselin eru 33 að tölu, í 11 sambyggingum, því hér höfðu Álftnesingar í seli lengi eða allt fram á 18.öld. Við Selgjárbarminn nyrðri er svokallaður B-steinn steinn með bókstafnum B. Á suðurhlið er svo Selgjárbarmurinn syðri. Við syðsta selið liggur stígurinn upp á barminn og er þar Selgjárvarðan. Þegar kemur hér spölkorn suður er komið að úfnu hrauni fram undan svarthömrum, nefnist Kargi. Selstæðið þarna var einnig nefnt: Norðurhellar, Norðurhellnasel og barmarnir því kallaðir Norðurhellnaselsbarmur nyrðri og Norðurhellnabarmur syðri.” (Bls. 4).”

Selgjá

Eitt seljanna í Selgjá.

Í Örnefnalýsingu 1988 segir: “Úfna hraunið á móts við Svarthamra í Vífilsstaðahlíð kallast Kargi. Suður af Karganum er mikil hrauntröð, Selgjá. Hún er framhald Búrfellsgjár, sem nær upp í Búrfell. Í Selgjá eru rústir af mörgum gömlum byrgjum, og eru sum þeirra í Urriðakotslandi, en flest í Garðakirkjulandi. […] Í landamerkjabréfi er Selgjá nefnd Norðurhellagjá. Er það nafn þá dregið af Selgjárhelli og fleiri hellum í norðurenda hrauntraðarinnar, sem hafa þá heitið Norðurhellar.” Í lýsingu á gjánni frá 1983 segir: “Á vinstri hönd, eða til suðurs, sjáum við af brúninni grunna, en nokkuð breiða gjá í hrauninu, sem er framhald af Búrfellsgjá. Þetta er Selgjá (Norðurhellragjá).

Selgjá

Selgjá – selsminjar.

Í Selgjá eru margar vallgrónar seljarústir, sem flestar eru fremur smáar í sniðum og minni en t.d. Vífilsstaðasel. Rústirnar standa flestar þétt við barma gjárinnar beggja vegna, en aðrar eru dálítið fjær. Selstaða þessi er nefnd í Jarðabók 1703 og virðast samkvæmt henni átta kóngsjarðir á Álftanesi hafa haft þar í seli. Athyglisvert er, að ávallt er rætt um selstöðu þarna í þátíð og jafnvel þannig, að hún virðist að því komin að falla í gleymsku.” (Þ.J. og Ó.K.: 27). Minjarnar í Selgjá eru friðlýstar: “Urriðavatn: Seltóftir margar, hellar og önnur mannvirki í og við norðurenda Selgjár. Skjal undirritað af KE 30.04.1964. Þinglýst 05.05.1964.”

Selgjá

Selgjá – Norðurhellahellrir.

Sjá meira HÉR um minjarnar í Selgjá.

Heimildir
-Ari Gíslason: Ódagsett örnefnalýsing Urriðakots. 1990, Fornleifaskrá Skrá um friðlýstar fornleifar. Ágúst Ó. Georgsson tók saman.
-Gísli Sigurðsson: 1964, Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: Urriðakot nr. A154, 158, 162-3 / B155, 167-8.
-Svanur Pálsson, 1978, bætt 1988: Örnefnalýsing Urriðakots skráð eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Urriðakoti.
-Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson, 1983: “Fjórar leiðir í Gjáarétt”. Hesturinn okkar. Bls. 46-59. Rvk.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=28813
-https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/06/25/Burfell-Burfellsgja-og-Selgja-i-Gardabae-fridlyst/
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/burfell-gardabae/
-https://ferlir.is/selgja-selin/

Sel í Selgjá

Sel í Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.