Urriðavatn

Á skilti við austanvert Kaupstaðahverfið í Garðabæ er skilti um „Urriðavatn og nágrenni„. Á því má bæði lesa eftirfarandi texta og sjá meðfylgjandi kort.

Urriðavatn
Urriðavatn
„Urriðavatn myndaðist þegar hrauntota frá Búrfellshrauni lokaði þessum dal. Írennsli er að mestu úr lindum í dalbotninum sunnan vatnsins og með regnvatni sem fellur innan vatnasviðs þess. Afrennsli er um Stórakrókslæk og um hraunið norðan vatnsins. Vatnið liggur í 29-30 m.y.s. og falatmaál þess eer um 13 ha.
Lífríki vatnsins er fjölbreytt og nær m.a. til gróðurs og dýralíf varps. Síkjamari er algengasta plöntutegundin í vatninu og þar lifir fjöldi smádýra, ásamt hornsílum og urriða sem eru einu fisktegundirnar. Vatnið og nærliggjandi votlendi eru auk þess búsvæði fjölda fuglategunda, m.a. votlendisfugla og anda.“

Vernd

Urriðakot

Álfhóll við Urriðakotsvatn h.m.

„Urriðavatn ásamt aðliggjandi hraunjarðri og votlendi eru á náttúruminjaskrá auk þess sem svæðið nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016.
Markmiðið er að vernda Urriðavatn, lífríki þess og aðliggjandi umhverfi og stuðla að góðu aðgengi aðs væðinu til útivistar. Unnið er að friðlýsingu Urriðavatns sem fólksvangs ásamt Búrfellshrauni frá eldstöðinni Búrfelli alla leið til strandar í Gálgahrauni.“

Fræðsla
Urriðavatn og nágrenni þess býður upp á fjölmarga möguleika til náttúrfræðslu. Á skiltum sem staðsett eru umhverfis vatnið er að finna margvíslegar upplýsingar um náttúru svæðisins og sögu.“

Búrfellshraun
Urriðavatn
„Búrfellshraun varð til við eldgos í Búrfelli fyrir um 8000 árum. Þá rann hraunið í tveimur meginstraumum frá Búrfellsgjánni til norðvesturs og endaði í sjó í Hafnarfirði og Skerjafirði í Gálgahrauni. Sjór stóð mun lægra við ströndina þá en hann gerir nú svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina. Hraunið er um 18 km2 að faltarmáli sem telst miðlungsstórt og meðalþykkt hraunsins hefur verið áætluð 16 m.“

Mótun Urriðavatns

Urriðavatn

Urriðavatn.

„Búrfellshraun varð til þess að vatnafar á svæðinu gerbreyttist. Hraunið kaffærði og fyllti farvegi lækja á svæðinu. Hrauntota sem tók sig út úr aðalhraunstraumnum og rann inn í dalinn milli Urriðaholts og Setbergs varð þess valdandi að farvegur lækjar sem þar rann stíflaðist og Urriðavatn myndaðist. Flótlega eftir gosið hefur Stórakrókslækur orðið til þar sem vatn hefur aftur farið að renna frá hinu nýmyndaða Urriðavatni meðfram hraunjaðrinum.
Síðan Búrfellshraun rann hefur vatnafarið verið með svipuðu móti og í dag.
Urriðavatn er frekar grunnt. Í Vatnsbotninum er hins vegar allþykkt lag af vatnaseti og þar undir mór sem hefur myndast í mýrlendi áður en Búrfellhraun rann. Vatnasetið er að 6,3 m á þykkt sem sýnir að dýpstu hluta vatnsins hafa grynnkað sem því nemur síðan það myndaðist.“

Vatnsbúskapur Urriðavatns

Urriðavatn

Urriðavatn – flórgoði á Urriðavatni.

„Vatn er á stöðugri hreyfingu; það gufa upp úr sjó, vötnum, gróðri eða lífverum, myndar ský sem berast millis væða, vatnsgufan þéttist og fellur sem regn eða snjór á yfirborð jarðar. Þaðan rennur vatnið á yfirborðinu eða í gegnum jarðlög áður en það berst aftur til sjávar eða gufar upp á leiðinni. Þetta ferli er svokölluð hringrás vatns.
Urriðavatn fær vatn sitt af vatnasviði sem er rúmir 2 km2. vatn sem berst í Urriðavatn á að langmestum hluta uppruna sinn sem yfirborðsvatn sem fallið hefur á vatnasviðinu og borist þaðan um jarðlög eða á yfirborði. Aðaiens lítill hluti kemur lengar að með grunnvatnsstraumum. Tveir lækir falla í vatnið, Oddsmýrarlækur sem kemur upp í Oddsmýri sunnan vatnsins og Dýjakrókalækur sem kemur upp í nokkrum lindaaugum í Dýjamýri sunnan [austan] vatnsins.
Afrennsli úr vatninu er að mestu um Stórakrókslæk norðan vatnsins [vestan] vatnsins en auk þess sígur grunnvatnsstraumur frá vatninu í gegnum hraunið norðan þess.“

Urriðavatn

Urriðavatn – skilti.

Konungsvegurinn

Í Fréttablaðiðinu 31. júlí 2018 er stutt umfjöllun um komu Friðrik VIII, Danakonungs, til landsins árið 1907:
„Friðrik áttundi Danakonungur gekk á land í Reykjavík þann 30. júlí 1907. Nákvæmlega 33 árum áður hafði faðir hans, Kristján níundi, sótt Ísland heim fyrstur ríkjandi Danakonunga þegar hann færði Íslendingum stjórnarskrá.

Friðrik VIII

Konungskomuna 1907 má rekja til þess að árið áður hafði öllum alþingismönnum verið boðið til Danmerkur og vildu þeir endurgjalda gestrisnina með því að bjóða konungi og nokkrum fjölda danskra þingmanna til Íslands.
Heimsóknin vakti gríðarlega athygli og segir í samtíma frásögnum að aldrei fyrr hafi Reykjavík verið jafn fánum skrýdd og aldrei jafn mikil viðhöfn sést.
Konungur og föruneyti hans heimsóttu meðal annars Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Á heimleiðinni hafði konungur svo viðkomu á Ísafirði, Akureyri og í Seyðisfirði.
Ákveðið var að ráðast í miklar vegaframkvæmdir fyrir konungskomuna og var kostnaður vegna þeirra um 14 prósent af útgjöldum ríkissjóðs það árið.“!

Í riti, útg. árið 2007, sem ber fyrirsögnina; „Aukinn skilning mun hún færa oss, þessi Íslandsferð“ – Heimsókn Friðriks VIII Danakoungs til Íslands 1907, í tilefni að öld var liðin frá komu hans til Íslands, fjallar Emelía Sigmarsdóttir um aðdraganda og annað henni tengdri. Þar segir m.a.:
„Leiðin lá upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði en þar byrjaði hinn eiginlegi Þingvallavegur. Ýmsar vegabætur höfðu farið fram á fyrirhugaðri leið konungs. Lagður hafði verið vagnfær vegur til Þingvalla og þaðan austur að Geysi og áfram í Þjórsártún. Menn höfðu búist við að konungur myndi ferðast um í vagni en hann vildi miklu frekar fara ríðandi á hestbaki. Friðriki VIII voru ætlaðir fjórir hvítir gæðingar, honum líkaði vel við tvo þeirra og reið þeim til skiptis. Við hlið hans var Hannes Hafstein, oftast á rauðskjóttum hesti sínum, Glæsi…

Konungsvegur…Mánudagskvöldið 5. ágúst komu konungur og fylgdarlið að Þjórsárbrú. Þar stóð stór tjaldborg en fjöldi bænda hafði stefnt þangað á konungsfund.
Þegar lagt var stað til Reykjavíkur eftir hádegi 6. ágúst riðu konungur og Hannes Hafstein í fararbroddi hlið við hlið. Þegar fylkingar fóru yfir hengibrúna á Þjórsá þurfti að gæta varúðar en svo hleyptu menn á sprett eftir rennisléttum þjóðvegi sem lá beint í vestur í áttina til Reykjavíkur. Stefnan var tekin á Ingólfsfjall. Eftir tveggja stunda ferð kom konungsfylgdin að brúnni á Ölfusá við Selfoss. Gist var á bökkum Ölfusár við Arnarbæli.

Kolviðarhóll

Konungur við Kolviðarhól 1907.

Daginn eftir var lagt á Hellisheiði. Áð var á Kolviðarhóli en frá honum til Reykjavíkur er fimm klukkustunda reið. Á Kolviðarhóli hélt Friðrik VIII ræðu þar sem hann sagði meðal annars: „Látum þessa ferð tengja fast band milli hinnar íslenzku og hinnar dönsku þjóðar og mín! Markmið mitt er sannleikur og réttlæti báðum ríkjum mínum til handa.“ Orð konungs um „bæði ríkin sín“ vöktu mikla athygli meðal Dana og Íslendinga. Eftir heimkomuna til Danmerkur tók forsætisráðherra málið upp og hótaði að fara frá völdum nema konungur ómerkti orð sín. Konungur varð við því og sagðist hafa mismælt sig, hann hafi ætlað að segja „bæði löndin mín“.

Vegagerð við erfiðar aðstæður
Konungsvegur
Þegar ákveðið var að konungur myndi leggja land undir fót í Íslandsheimsókn sinni 1907 var ljóst að gera þyrfti stórátak í vegamálum landsins. Hluti leiðarinnar sem fyrirhugað var að fara var ekkert nema þröngar og ógreiðfærar reiðgötur. Ýmsar vegabætur þurftu því að fara fram. Vegagerðin fyrir konungskomuna var mikið framtak því ekki var hægt að notast við annað en handaflið. Skóflur og hakar voru helstu verkfærin sem notuð voru til að ryðja leið gegnum hraun og kjarrlendi. Kostnaður vegna vegagerðarinnar var um 14% af ársútgjöldum ríkissjóðs.
Sigurður Kristmann Pálsson var einn af vegagerðarmönnunum. Hann fæddist 13. febrúar 1886 og lést 6. janúar 1950. Hann lét eftir sig handrit þar sem hann lýsir vegagerðinni. Hér á eftir eru birt brot úr því með góðfúslegu leyfi ættingja Sigurðar.

Konungsvegur

Konungsvegur að Skógarkoti um Þingvallahraun.

Vorið 1907 réði eg mig til vegagjörðarvinnu í Þingvallahrauni; hugði eg gott til fararinnar á margan hátt; einkum þráði eg að kynnast betur hinum forna sögustað landsins.
Þar vissi eg og að andrúmsloftið var óspilt af kolareyk og hlandforarólyfjan, eins og nú tíðkast það í höfuðstað vorum, og þótt þessi daunillu efni séu blönduð öðrum ilmríkari efnum, er gjöra bæjarlífið svo aðlaðandi fyrir þorra manna, þá bætir það lítið úr skák.
Þá þótti mér verkið og göfugs eðlis, þareð það var hvorki meira né minna en greiða götu konungs vors, er þetta sumar skyldi heimsækja landið; og þótt hann hafi ekki, það eg til veit, greitt götu mína í lífsbaráttunni, að neinu leyti, enn sem komið er þá fann eg þó skyldu mína í þessu efni sem aðrir góðir menn er götu hans greiddu að einhverju leyti.
Sögukorn þetta mun ekki verða auðugt af stórhrikalegum viðburðum, en það fylgir jafnan þeim sögum er sannar eru.

Konungsvegur

Konungsvegur í Þingvallahrauni við Skógarkot.

Um 6 tugir manna voru í Þingvallahrauni, þá er flestir voru. Var þeim skift í flokka, og hafði hver flokkur sína búð. Eigi voru jafnmargir í flokki. Voru flestir 7 en fæstir 3. Als voru þar 9 búðir, auk einnar er geymd voru í vopn og annar útbúnaður, er þurfti til að ryðja úr vegi björgum og blágrýti, og öðru illþýði, er þar var nóg af.

Hrafnagjá

Vagnvegurinn um Hrafnagjá.

Yfir hvern flokk var settur foringi eða flokkstjóri. Hann skyldi stjórna atlögum öllum úr sínum flokki; svo og hrópa heróp manna, en það var það sama yfir allan herinn, og var: „Klukkan.“
Guðjón Bachmann … var til þess kjörinn af aðalhöfðingja verklegra framkvæmda í landssjóðsþarfir, Jóni Þorlákssyni, að mæla veginn frá Þingvöllum að Brúarhlöðum við Hvítá. Þar að auki skyldi hann setja upp steina við hverja 5 kílómetra (kílómetrasteina). Sér til aðstoðar þurfti hann einn mann. Var af hans hendi útvalinn Sigurður Pálsson, skýjaglópurinn, sem fyr var nefndur og höfundur sögu þessarar. …

Þegar að Hrafnagjá var komið byrjaði mælingin, og fórum við þá með sæmilegum hraða yfir landið; sem ég skal nú skýra betur.
Annar okkar sté nú af baki, en hinn tók við reiðhesti hans og klyfjahestinum. Þarnæst tók sá fyrrnefndi mælistikuna í hönd sér og tók að mæla. Mælistikan var þannig útbúin: að skeyttar voru saman tvær grannar tréálmur þannig að bilið á milli þeirra neðst var 2 metrar. Mjókkaði það stöðugt er ofar dró, þar til það hvarf í odda þeim er þær voru skeyttar saman í. Uppaf samskeytunum var sívöl spýta eða handfang.

Hrafnagjá

Hrafnagjá – reiðgatan.

Var nú stikunni snúið í hendi sér, líkt og þegar hringmáli er snúið (cirkli). Taldi sá er gekk metrana, þar til komnir voru 50. Lét hann þá uppi töluna við þann er á eftir var með hestana, og færði hann hana samstundis í bók er hann hélt á. Hann varð því ávalt að vera á hælum þess er mældi, en aldrei fara á undan.
Er nú auðskilið að hægt hefir verið farið, og að vinnan var fremur hæg fyrir þann er sat, og hestana. Hvarflaði þá oft hugur minn til félaganna í Þingvallarhrauni, er nú urðu að þola hinn brennandi sólarhita við erfiða vinnu, en ég gat notið góðviðrisins á hinn þægilegasta hátt.“

Í Morgunblaðiðinu 4. ágúst 2007 segir frá konungsheimsókninni:

Frá Reykjavík til Þingvalla

Konungsvegur

Konungsvegurinn á Mosfellsheiði.

„Miðað við þau frumstæðu skilyrði til ferðalaga sem voru á Íslandi á þessum tíma var enginn hægðarleikur að skipuleggja vikulanga ferð um 200 manna riddaraliðs með konung í fararbroddi. Það þurfti að útvega nokkur hundruð hesta til að flytja menn og farangur. Einnig kerrur fyrir tjöld og matföng, hnakka, klyfsöðla, beisli og ferðakoffort. Það voru Axel Tulinius, sýslumaður Suður-Múlasýslu, og móttökunefndin sem sáu að mestu um undirbúning ferðarinnar. Leiðsögumenn voru meðal annars þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra.

Konungsvegur

Sæluhús við Konungsveginn á Mosfellsheiði.

Árla morguns fimmtudaginn 1. ágúst var lagt af stað. Konungur og Haraldur prins stigu á bak reiðskjótum sínum við latínuskólann. Konungur klæddist bláum búningi sjóliðsforingja, bar derhúfu á höfði og gekk í hnéháum reiðstígvélum. Á meðan gerðu ríkisþingmenn sig ferðbúna fyrir framan Hótel Reykjavík. Sérhver þeirra hafði fengið að gjöf frá alþingi svipu og ferðabikar til að hafa í ól um axlir. Ýmsir hinna eldri meðal þingmanna fengu sæti á léttivögnum á tveimur hjólum.

Konungsvegur

Brú á Konungsveginum á Mosfellsheiði.

Það voru ekki bara konungur og ríkisþingmenn og föruneyti þeirra sem lögðu af stað til Þingvalla þennan fimmtudagsmorgun, stór hluti bæjarbúa hugsaði sér til hreyfings. Þegar konungur reið um götur bæjarins í austurátt fylgdi í kjölfarið 3-4 þúsund manna hópur ásamt hestum, kerrum og trússi. Víða á leiðinni til Þingvalla slógust ríðandi hópar bænda með í konungsfylgdina. Á hinn forna þingstað hafði aldrei haldið jafnstór fylking síðan á söguöld.

KonungsvegurLeiðin lá upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði en þar byrjaði hinn eiginlegi Þingvallavegur. Ýmsar vegabætur höfðu farið fram á fyrirhugaðri leið konungs. Lagður hafði verið vagnfær vegur til Þingvalla og þaðan austur að Geysi og áfram í Þjórsártún. Menn höfðu búist við að konungur myndi ferðast um í vagni en hann vildi miklu frekar fara ríðandi á hestbaki. Friðriki VIII. voru ætlaðir fjórir hvítir gæðingar, honum líkaði vel við tvo þeirra og reið þeim til skiptis. Við hlið hans var Hannes Hafstein, oftast á rauðskjóttum hesti sínum, Glæsi.

Þjóðhátíð á Þingvöllum

Konungsvegur

Konungur og föruneyti á Þingvöllum.

Eftir átta stunda ferðalag um sjöleytið hinn 1. ágúst kom konungsfylgdin til Þingvalla sem skörtuðu sínu fegursta. Þegar konungur reið niður Almannagjá höfðu fylkingar Dana og Íslendinga skipað sér í óslitna röð hægra megin vegarins. Síðan kallaði mannfjöldinn: „Lengi lifi konungur vor, Friðrik hinn áttundi!“ Og á eftir fylgdi nífalt húrra.
Á Þingvöllum voru risnar tjaldborgir, við Valhöll mátti sjá stór tjöld til borðhalds og vistar fyrir marga tugi gesta en þar norður af voru tíu tjöld alveg eins í laginu og voru þau ætluð fyrir fólk úr fylgdarliði konungs. Þá var búið að reisa tvö timburhús, annað mun minna. Litla timburhúsið var konungsskáli, íbúðarhús konungs, en það stærra gildaskáli sem nota átti til veisluhalda og sem næturstað fyrir ríkisþingmenn og nánasta föruneyti konungs.

Konungsvegur
Næsta morgun var farið að rigna en það aftraði konungi ekki frá því að ganga um Þingvelli í fylgd Björns M. Ólsens prófessors sem fræddi gestina um sögu staðarins.
Að loknum hádegisverði var blásið til mannsafnaðar. Þá átti þingheimur, hátt á sjötta þúsund manns, að raða sér í eina fylkingu og fara í Lögbergsgöngu í upphafi þjóðhátíðarhalda. Þegar konungur kom á Lögberg hófst þjóðhátíðin með ræðum og söng. Upphaf máls frá Lögbergi á þessari hátíðarstundu var konungsminni Hannesar Hafsteins. Síðan flutti konungur ræðu. Á milli ræðuhalda söng kór ný kvæði eftir Matthías Jochumsson og Steingrím Thorsteinsson. Kappglíma helstu glímumanna landsins þótti hinum erlendu gestum afar skemmtilegt innskot í hátíðahöldin. Um kvöldið var hátíðarverður í gildaskálanum. Fyrir miðju borði sat konungur í hásæti og hafði hann J.C. Christensen forsætisráðherra sér til hægri handar en Hannes Hafstein til vinstri. Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein var eina konan sem sat veisluna.

Geysir og Gullfoss
konungsvegur

Snemma morguns 3. ágúst lagði konungsfylgdin, um tvö hundruð ríðandi menn, af stað frá Þingvöllum. Fjöldi lausra hesta fór á eftir hópnum enda þurfti oft að skipta um á langri leið. Tvær konur voru með í för, það voru Ragnheiður Hafstein og ung dóttir Klemensar Jónssonar landritara. Farangur hafði farið á undan um nóttina ásamt matarbirgðum.

Konungsvegur

Lagt af stað frá Þingvöllum.

Það voru fleiri sem byrjuðu þennan morgun á því að tygja sig til brottferðar. Mannfjöldinn mikli sem sótti þjóðhátíðina á Þingvöllum hélt heim á leið til Reykjavíkur, ýmist fótgangandi eða á hestbaki. Nokkrir dönsku gestanna, sem treystu sér ekki til að sitja á hestbaki næstu daga, slógust í för með honum suður.

Konungsfylgdin reið um Skógarkotsveg og Gjábakkastíg. Áð var á Laugarvatnsvöllum undir Kálfstindum.
Við Geysi í Haukadal hafði stór skáli verið reistur handa ríkisþingmönnum inni á miðju hverasvæðinu. Aðeins ofar bjuggu konungur og Haraldur prins í minna húsi. Stórt tjald fyrir veisluhöld var á flötinni hjá Geysi, ekki langt frá sjálfum skálarbarminum.

Konungsvegur

Minningarsteinn við Geysi í tilefni komu Friðriks VIII.

Daginn eftir, eða 4. ágúst, gaus Geysir loks fyrir konung eftir að hundrað pund af Marseille-sápu höfðu verið sett í hann og þótti hinum erlendu gestum það tignarleg sjón. Eftir gosið flutti Þorvaldur Thoroddsen fyrirlestur um hin ýmsu náttúruundur Íslands.
Klukkan eitt þennan sama dag var blásið til brottferðar að Gullfossi og haldið af stað á góðum spretti. Eftir rúma klukkustundarferð kom konungsfylgdin að fossinum enda stutt leið frá Geysi að Gullfossi. Vegurinn að fossinum var aðeins mjóir troðningar eftir hesta og farið var yfir Tungufljót á bráðabirgðabrú.
Eftir að hafa skoðað Gullfoss lá leiðin aftur að Geysi. Þar áttu menn að hvíla sig vel áður en lagt væri í langt ferðalag næsta dag suður á bóginn að Þjórsárbrú.

Búfjársýning við Þjórsárbrú

Konungsvegur

Konungur á Þjórsárbökkum 1907.

Þegar konungur var að kveðja hverasvæðið að morgni 5. ágúst gaus Strokkur skyndilega eftir 11 ára dvala og þóttu mönnum það mjög merkileg tíðindi.
Leiðin lá yfir nýja brú á Hvítá og eftir eystri bakka árinnar um nýruddan veg meðfram hæðadrögum. Frá Geysi að Þjórsárbrú átti að fara á einum degi, lengsta áfanga ferðalagsins. Frá Þjórsárbrú liggur síðan þjóðbraut vestur til Reykjavíkur en þá leið skyldi konungsfylgdin fara síðasta dag ferðarinnar.
Á leiðinni átti að skoða sveitabæi og kynnast búskaparháttum bænda við akuryrkju og kvikfjárrækt á einu mesta landbúnaðarsvæði Íslands. Bærinn Skipholt var meðal annars skoðaður en hann var nýtísku sveitabær með reisulegum timburhúsum. Heldur þótti hinum erlendu ferðamönnum íslenskur landbúnaður skammt á veg kominn. Sömuleiðis þótti sérstakt í meira lagi að plógar, herfi, rakstrarvélar og önnur álíka hjálpartæki voru óþekkt hugtök í kolli ýmissa bænda.

Mánudagskvöldið 5. ágúst komu konungur og fylgdarlið að Þjórsárbrú. Þar stóð stór tjaldborg en fjöldi bænda hafði stefnt þangað á konungsfund og jafnframt til að skoða búfjársýningu sem halda átti næsta dag. Á sýningunni fékk konungur að skoða sauðfé, nautpening og hesta auk þess sem íslensk smjörframleiðsla var kynnt fyrir honum.
Konungsvegur
Þegar lagt var stað til Reykjavíkur eftir hádegi 6. ágúst riðu konungur og Hannes Hafstein í fararbroddi hlið við hlið. Þegar fylkingar fóru yfir hengibrúna á Þjórsá þurfti að gæta varúðar en svo hleyptu menn á sprett eftir rennisléttum þjóðvegi sem lá beint í vestur í áttina til Reykjavíkur. Stefnan var tekin á Ingólfsfjall. Eftir tveggja stunda ferð kom konungsfylgdin að brúnni á Ölfusá við Selfoss. Gist var á bökkum Ölfusár við Arnarbæli.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1907.

Daginn eftir var lagt á Hellisheiði. Áð var á Kolviðarhóli en frá honum til Reykjavíkur er fimm klukkustunda reið. Á Kolviðarhóli hélt Friðrik VIII. ræðu þar sem hann sagði meðal annars: „Látum þessa ferð tengja fast band milli hinnar íslenzku og hinnar dönsku þjóðar og mín! Markmið mitt er sannleikur og réttlæti báðum ríkjum mínum til handa.“ Orð konungs um „bæði ríkin sín“ vöktu mikla athygli meðal Dana og Íslendinga. Eftir heimkomuna til Danmerkur tók forsætisráðherra málið upp og hótaði að fara frá völdum nema konungur ómerkti orð sín. Konungur varð við því og sagðist hafa mismælt sig, hann hafi ætlað að segja „bæði löndin mín“.

Aftur í Reykjavík

Konungskoman

Samkoma við Konungshúsið á Þingvöllum 1907.

Reykvíkingar tóku vel á móti konungi og föruneyti hans þegar hann kom aftur til bæjarins miðvikudaginn 7. ágúst eftir viku ferðalag um landið. Sægur karla og kvenna á hestbaki slóst í för með konungsfylgdinni síðasta spölinn. Það má segja að ferðamennirnir hafi litið út eins og flakkaralýður því sumir þeirra voru að nokkru leyti óþekkjanlegir af völdum ryks og óhreininda eftir langa reið.
Daginn eftir komuna til Reykjavíkur fór konungur í skoðunarferð í dómkirkjuna, ýmsa spítala bæjarins og hegningarhúsið. Á síðastnefnda staðnum náðaði hann unga stúlku, Jónu Ágústu Jónsdóttur, sem hafði fyrirfarið barni sínu og átti að fara að afplána 4 ára betrunarvist. Að lokum var farið í heimsókn til elsta íbúa Reykjavíkur, Páls Melsteð, 95 ára að aldri. Gladdi þessi virðingarvottur gamla manninn svo mjög að hann kyssti hönd konungs hvað eftir annað.

Konungsvegur
Loks rann upp síðasti dagur Reykjavíkurdvalar konungs, föstudagurinn 9. ágúst. Í síðasta veislufagnaðinum áður en Friðrik VIII. yfirgaf bæinn hélt hann ræðu þar sem hann bað viðstadda að minnast þingmannafararinnar árið áður. Með henni hefðu myndast meiri tengsl milli Íslendinga og Dana en mörg undanfarin ár hefðu megnað að skapa. Konungur sagði einnig:
Að svo tókst til um betri kynni, þakka ég þremur merkisatburðum, en það eru alþingismannaförin til Danmerkur, lagning sæsímans til Seyðisfjarðar og loks heimsókn ríkisþingmanna og mín til Íslands nú í ár. Það er von mín innileg, að þessir samfundir efli möguleika á samstarfi í sambandslaganefndinni, sem sett var á laggirnar til að ryðja úr vegi hugsanlegum misskilningi og búa í haginn fyrir framtíðina. Megi störf sambandslaganefndarinnar verða mínu ástkæra Íslandi og ríkisheildinni til blessunar. Ísland lifi!“

Gísli Sigurðsson skrifaði um Konungsveginn í Lesbók Morgunblaðsins 1978:
Konungsvegur
„Konungsvegurinn var lagður frá Þingvöllum að Geysi og Gullfossi og þótti merk framkvæmd og afrek til samgöngubóta fyrir 70 árum. Nú sést næsta lítið eftir af þessum minjum um hestvagnaöldina utan grónir troðningar, sem jafnvel kúasmalar nota ekki lengur.
Fyrst var hann konungsvegur, síðan vagnvegur og reiðvegur; loks voru það einkum kýrnar, sem gert höfðu götur i hjólförunum og mjökuðust þar hátiðlega á leið heim í mjaltir. Síðan komu til sögunnar jarðýtur og þurrkuðu burtu ásýnd hans af landinu, þegar nýr vegur var lagður. Eftir eru aðeins meira og minna uppgrónir götuslóðar, sem hægt er að fylgja austast úr Laugardal, upp með Hlíðum að Geysi.
Konungsvegur
Þegar hans hátign, Friðrik konungur áttundi, af guðs náð konungur Íslands og Danmerkur, efndi til Íslandsfarar sumarið 1907, var honum tekið með kostum og kynjum og þótti sjálfsagt að konungurinn og fylgdarlið hans riði með pomp og pragt austur að Geysi og Gullfossi. Þá var upp runnin hestvagnaöld á Íslandi; merkilegur millikafli í samgöngumálum og átti eftir að standa allt til síðari stríðsáranna eftir 1940. En menn voru þess vanbúnir að taka við hestvagninum. Aðeins voru þá reiðgötur fyrir. Hér varð að vinna stórvirki með skólfum og hökum. Þegar hér var komið sögu, þótti ekki vagnfært frá Þingvöllum austur að Geysi og var nú ráðizt í að ryðja þá braut með handafli, sem lengi síðan var kölluð einu nafni Konungsvegurinn. Þeir menn eru trúlega allir komnir undir græna torfu, sem svitnuðu við skófluna og hakann í þessari vegargerð og voru orðnir verkfærir menn árið 1907. Aðeins einn maður austur í sveitum gat komið til greina: Kristján Loftsson á Felli, sem er liðlega níræður og manna elztur í Biskupstungum. Þó hann ætti um tíma heima í Haukadal, hafði hann ekki unnið við gerð Konungsvegarins, en Helgi Ágústsson frá Birtingaholti, sem lézt nú í vetur, kvaðst ungur að árum hafa verið lánaður austan úr Hrepp að vinna í veginum. Þar var unninn langur vinnudagur, sagði Helgi, enda voru menn því vanastir á þeim árum að vinna myrkranna á milli og þótti ekkert sérstakt við það.

Sigurður Greipsson

Sigurður Greipsson.

Meðal fárra núlifandi manna, sem vel muna eftir konungskomunni 1907, er Sigurður Greipsson, fyrrum glímukóngur og skólastjóri í Haukadal. Hann varð áttræður á síðasta ári, — og þó ungur væri árið 1907, hafði hann veður af tilurð Konungsvegarins og hann fylgdist gerla með þeim undirbúningi, sem fram fór við Geysi. Guðjón Helgason í Laxnesi, faðir Halldórs Laxness, var þá vegavinnuverkstjóri á Þingvallaveginum og Sigurður minnist þess, að hann kom austur að Haukadal, gisti þar og átti lengi tal við Greip bónda. Telur Sigurður, að Guðjón í Laxnesi hafi verið verkstjóri við gerð Konungsvegarins. Nokkru áður, annaðhvort 1901 eða 1902 var byggð timburbrúin á Brúará, þar sem steinboginn hafði áður staðið og brytinn í Skálholti lét fella eftir sögn. Áður hafði aðeins verið brúarfleki yfir gjána, sem skerst inn í fossinn ofan við brúna og þótti erlendum ferðamönnum eftirminnilegt að fara þar yfir. En gamla brúin, sem löngum er nefnd svo, stendur enn og er hluti Konungsvegarins.
Konungsvegur
Önnur brúargerð var nauðsynleg til þess að konungur kæmist án mannrauna að Gullfossi. Leiðin liggur yfir Tungufljót austan við Haukadal og fljótið er ekki árennilegt þar. Guðmundur Einarsson múrari úr Reykjavík var fenginn til að hlaða stöpla úr tilhöggnu grjóti og síðan komið upp timburbrú sumarið 1907. Hún stóð til 1929, að jökulhlaup í fljótinu varð henni ofraun. Skammt frá brúarstaðnum stendur enn steinn, sem þá var reistur og á hann letrað 105 km. Þess konar steinar voru víðar meðfram Konungsveginum og talan sýndi vegalengdina úr Reykjavík. Sigurður Greipsson telur, að Guðjón í Laxnesi hafi mælt leiðina og látið setja upp steinana.
Þó ekki komi það Konungsveginum beinlínis við, að var ráðizt á þá framkvæmd sumarið 1907 að reisa tvö hús á hverasvæðinu við Geysi. Var það annarsvegar stór skáli handa dönsku ríkisþingmönnunum og hins vegar hús handa konungi. Þingmannaskálinn var rifinn og seldur á uppboði haustið eftir, en Konungshúsið stóð lengi; var notað til greiðasölu á sumrin, en flutt að Laugarási sem læknisbústaður 1923.

Konungsvegur

Konungsvegur að Skógarkoti um Þingvallahraun.

Verkstjóri og yfirsmiður við þessar húsbyggingar hjá Geysi, var Bjarni Jónsson úr Reykjavík og er Bjarnaborgin við hann kennd. Bjarni gegndi líka því hlutverki að vera einskonar siðameistari á staðnum; hann undirbjó heimafólk undir þann vanda að heilsa konungi þegar hann riði í hlað og kveðst Sigurður Greipsson hafa skemmt sér vel við þá tilburði. Og um vegagerðina segir hann: „Sjálfur var ég lítill karl, en tíndi þó nokkra steina úr götunni frá Múla að Geysi“. Það var nefnilega búizt við því, að konungur kysi sér fremur þau þægindi að sitja í kerru en ferðast ríðandi. Raunar voru margir hinna erlendu gesta alsendis óvanir því að ferðast ríðandi um langa vegu. Því var það að nokkrar sérsmiðaðar kerrur voru fluttar inn frá Englandi til þessara nota; þar á meðal var sérstakur vagn handa konungi. Þaulvanur ökumaður, Guðmundur Hávarðsson, sem bjó í Norðurpólnum í Reykjavík, hafði verið valinn ökumaður konungs og hefur vafalaust þótt töluverð upphefð. En svo fór, að konungur steig aldrei upp í vagninn; hann fékk úrvals reiðhesta og kaus að ferðast ríðandi. Um þetta var kveðið:

Gvendur með kóngsvagninn setti undan sól
á svipstundu komst hann langt út fyrir Pól,
en hann var nú banginn og helzt útaf því
að hátignin fannst hvergi vagninum í.

Konungsvegur

Konungsvegurinn um Brekku- og Miðhúsaskóg.

Hestar til fararinnar komu víðsvegar að af landinu, en kerrurnar voru hafðar með í förinni, ef óhapp bæri að höndum. Allt gekk þó slysalaust. Stöku sinnum duttu hestar og menn ultu af baki; meðal þeirra var Hannes Hafstein ráðherra. Christensen forsætisráðherra Dana brosti og sagði, að við þessu mættu þeir ráðherrarnir alltaf búast, — að falla. Einhvern tíma heyrði ég, að þeir Böðvar á Laugarvatni og Páll skáld á Hjálmstöðum hefðu tekið að sér að flytja farangur kóngsfylgdarinnar frá Þingvöllum að Geysi, — og verið vel við skál allan tímann, enda gleðimenn. En á þessu hef ég ekki getað fengið staðfestingu.
Vegurinn lá og liggur enn austur um Gjábakkahraun og hefur aldrei nálægt Lyngdalsheiði komið, en hún sést af honum í suðri. Yfir Gjábakkahraun og aftur austan við Brúará, þurfti að ryðja brautina á hrauni, sem þar að auki var kjarri vaxið og seinunnið með handverkfærum. Þessi braut varð strax niðurgrafin og verður þá um leið farvegur fyrir vatn, sem grefur sig niður á köflum, þar sem mold er og sandur, en eftir standa berar klappir. Var framundir 1950 varið einhverri upphæð til þess af vegafé, að nema á brott stórgrýti og bera ofan í — með hestvögnum — þar sem mikið hafði runnið úr. Síðasti „vegamálastjóri“ á Konungsveginum var Jón eldri Jónsson á Laug í Tungum og virtist höfundi þessa pistils hann réttilega líta á það sem virðulegt embætti. Síðustu árin var þetta orðið einhverskonar formsatriði og „yfirreið“ og hætt að hreyfa við grjótinu, sem sífellt stakk upp kollinum. Umdæmi Jóns á Laug var frá Múla í Tungum og út að Brúará.

Konungsvegur

Konungsvegurinn um Brekku- og Miðhúsaskóg.

Alltaf voru áhöld um, hvort Konungsvegurinn væri bílfær. Ýmist var brúin á Brúará að niðurfalli komin, ellegar einhversstaðar hafði runnið svo mjög úr veginum, að hann var tilsýndar líkastur djúpum skurði. Vörubílar voru að vísu látnir þrælast út með Hlíðum, en sátu títt fastir í hinum konunglegu skorningum. Um árabil átti greinarhöfundur mörg spor á þessari grýttu slóð; ýmist að flytja mjólk ellegar að reka heim kýr. Varð mikil músik þegar skrönglast var yfir klappirnar með tómu brúsana, en á köflum þungfær aurvilpa, þegar klakinn var að fara úr á vorin. Aftur á móti var ekki teljandi slit á þessum vegi að vetrarlagi, hann fylltist þegar í fyrstu snjóum og var uppfrá því ófær til vors.
Í aldarfjórðung eða fram yfir 1930 að upphleyptur vegur var lagður upp Grímsnes og Tungur að Geysi, var Kongungsvegurinn sjálfur þjóðvegurinn á þessari fjölförnu slóð. Þar mátti sjá hestvagnalestir í vor- og haustferðum; þar var sláturfé rekið til slögtunar allar götur suður til Reykjavíkur og á sumrin komu skarar reiðmanna með töskuhesta. Þá stóð jóreykurinn hátt til lofts, þegar moldin þornaði og hófaskellirnir heyrðust um langa vegu, þegar kom á hraunið og harðar klappirnar undir fæti.
Mig rétt rámar í þetta tímabil áður en bílar urðu alls ráðandi í mannflutningum. Þá þótti ævintýralegt að sjá skara reiðmanna fara um veginn á fallegum sumardegi, en nú líta krakkarnir ekki einu sinni upp, þegar bílarnir fara um þjóðveginn. Stundum voru þeir menn á ferðinni á Konungsveginum, sem báru allt sitt á bakinu og fóru um fótgangandi. Þesskonar ferðalagar eru nefndir þumalputtaferðamenn núna, en í þann tíð urðu þeir einvörðungu að treysta á fæturna.

Konungsvegur

Konungsvegurinn á Mosfellsheiði að Þingvöllum.

Konungsvegurinn var án efa skemmtilegur reiðvegur og eftirminnleg gönguslóð. Þar voru og eru fallegir kaflar með fjölbreyttum gróðri og fögru útsýni: Austur yfir Gjábakkahraun, yfir Reyðarbarm og Laugarvatnsvelli, hlíðarnar niður að Laugarvatni, inn í „Krók“ og raunar Laugardalurinn allur, austur yfir Brúará og Miðhúsahraun, ofan við Úthlíð, gegnum Hrauntúnsskóg og svo framvegis. Einkum og sér í lagi var Konungsvegurinn rómantískur á stöku stað í Laugardal og ofan við Hrauntún, þar sem birkihríslurnar seildust yfir hann.
En rómantíkin fór af á vorin, þegar menn voru að flytja áburð, fóðurbæti eða aðra þungavöru á hestvögnum og vagnarnir brotnuðu undan álaginu. Ég man enn hvað hestarnir svitnuðu og mæddust og lögðust í aktygin, — og sigu með hægð upp Hrauntúnsbrekkuna, sem var einna erfiðust. Sumarið 1952 fór ég þar í síðasta sinn með æki; þá var upp runnin öld traktoranna og í þetta sinn var verið á heimleið með hlaðinn heyvagn. En traktorinn lagðist ekki í aktygin með sama lagi og klárarnir höfðu gert; hann spólaði bara þar sem brattast var og ég varð að taka megnið af vagninum og bera baggana sjálfur upp brekkuna.
Konungskoman 1907Síðar hef ég komið þar og gengið um sem gestur og fylgzt með því, hvernig vegurinn grær upp frá ári til árs. Nú liggja sumsstaðar girðingar þvert á hann og á leiðinni frá Gjábakka að Laugarvatni hefur nýr vegur verið ruddur svo að segja í sömu slóðina. Kýrnar nota hann ekki lengur; þeim er nú orðið haldið sumar langt á túnum, en á kaflanum frá Brúará og austur til byggðar í Tungum hafa myndast fjárgötur í hjólförunum.
Konungsvegurinn var á sinni tíð fjölfarnastur ferðamannavegur á Íslandi, þegar frá er talinn vegurinn úr Reykjavík til Þingvalla. Öll fyrirgreiðsla við ferðamenn var þá frumstæð, enda ekki einu sinni sími til að láta vita um komur ferðamanna. Var það til dæmis eitt sinn, að fólkið á Laug hafði verið beðið að hafa til niðursoðinn mat handa farþegum af millilandaskipinu Ceres, sem einhverntíma var von á. Eina leiðin var að vera sífellt á vakt og huga að mannaferðum á Konungsveginum vestur með Bjarnarfelli. Svo er það eitt sinn, að mikil þyrping birtist þar á veginum og Jón heitinn á Laug kemur með írafári inn í bæ og segir: „Stína, skerðu strax upp lambatungudósirnar, — Ceres er að koma.“ Nú var gengið í að hafa til matinn, en hópurinn þótti lengi síðasta spölinn og þegar betur var að gáð, voru það raunar kýrnar frá Múla, sem þarna voru á ferðinni.
KonungsvegurNútíminn var eins og dagrenning á austurhimni, þegar Friðrik konungur áttundi reið austur til Geysis með fríðu föruneyti í ágúst 1907; landsmenn búnir að fá sinn eigin ráðherra fyrir þremur árum og mikil bjartsýni ríkjandi. En þróunin fór sér hægt og nútíminn og vélamenningin komu ekki fyrr en rúmum þrjátíu árum síðar.
Eftir hugnæmar ræður á Þingvöllum þar sem sjóli lands vors var beðinn að stíga heilum fæti á helgan völl, lagði konungsfylgdin af stað til Gullfoss og Geysis og segir svo frá ferðinni í Lögrjettu þann 12. ágúst 1907.
„Veðrið var yndislegt allan laugardaginn, sólskin með skýjaskuggum á strjálingi. Komið var á Laugarvatnsvelli kl. 10 3/4. Þegar þangað kom voru þar tjöld fyrir, matreiðslumenn og stúlkurnar (30) er fylgja oss alla leið og ganga um beina. Umbúnaður allur var sem í Djúpadal, (áningarstaður á leið konungs til Þingvalla) borðað standandi í stóru tjaldi. Allir hafa dáðst að því, hvernig matreiðslufólk og þjónustufólk hefur leyst starf sitt af hendi; stúlkurnar virðast þurfa minni svefn en fugl, eru alltaf jafn kvikar og röskar í störfum sínum, svo ánægja er á að horfa. Hvar sem kemur fáfangastað eru þær fyrir og veit enginn hvenær þær sofa, eða hvernig þær komast leiðar sinnar á undan öllum, þó þær séu með hinum síðustu úr hlaði. Við morgunverð var þess minnst, að Hákon Noregskonungur átti þennan dag afmæli. Áður en riðið var af stað, fór konungur upp að Laugarvatnshelli til þess að skoða hann. Veður var indælt austur í Laugardal og þótti ferðamönnum fagurt að líta yfir „engjanna grasflæmi geysivítt þönd, með glampandi silfurskær vatnanna bönd, og bláfjöll og blómgaða velli“.
Til Geysis var komið kl. 6 1/2. Þar var allt í bestu reglu. Jón Magnússon skrifstofustjóri hafði riðið þangað deginum áður til að líta eftir öllu og sá þess ljós merki.
Konungur bjó í húsi því, er honum var búið, en dönsku þingmennirnir, útlendu blaðamennirnir og nokkrir ísl. þingmenn í skála miklum, er þar hefur verið reistur. Hinir í tjöldum. Borð var í stóru tjaldi á flötinni hjá Geysi. Sváfu menn vel um nóttina.“
Ísafold og Reykjavíkin segja frá konungsförinni á svipaðan hátt; ekki er þar minnst einu orði á veginn og framtak þeirra, sem búnir voru að gera þessa erfiðu leið vagnfæra.
Trúlega væri minna afrek að leggja malbikaðan veg þarna austur um þessar mundir og verður að telja fréttamennsku blaðanna harla glompótta á því herrans ári 1907.
Konungskoman 1907 hefur annars margoft verið upp rifjuð, enda góðar heimildir um hana í blöðum þessa tíma og ekki ástæða til að tíunda hana frekar í smáatriðum. Eftir dagsför til Gullfoss, var riðið austur yfir Hvítá á Brúarhlöðum, niður Hrunamannahrepp, áð á Álfaskeiði og skoðaður bærinn að Reykjum á Skeiðum. Þaðan lá leiðin niður með Þjórsá á fund Rangvellinga við Þjórsárbrú, en haldið þaðan til Arnarbælis í Ölfusi og gist þar. Síðan var riðið suður sem leið liggur upp Kamba, dagverður snæddur á Kolviðarhóli og „komu allir suður svartir í framan eins og sótarar“ segir í Lögrjettu, því svo mikið var rykið á reiðveginum. Hannes Hafstein skáld og ráðherra reið með konungi og var kvæðið Gullfoss eftir Hannes lesið upp á Kambabrún og skál skáldsins drukkin.
Mikill ljóðalestur virðist hafa einkennt þessa heimsókn og ort í þeim anda, sem nú þætti full hástemmdur og jafnvel barnalegur. Í lokahófi las séra Matthías Jochumsson upp kveðjukvæði til konungs. Þar er allt á hástemmdum nótum eins og þetta erindi sýnir:

„Vor göfuga saga gullin-óðvor guðleg tunga Háva-ljóð
þeim virta fylki færi.
Hans koma táknar tímamót —
hún táknar nýja siðabót,
sem allir strengir stæri!
Berfaldinn hátt, legg fjöll í krans.
ó fóstra vor, og konung lands
kveð svo það hjörtum hræri!“

Konungskoman
Friðrik áttundi hefur verið duglegur ferðamaður, en andagiftin líklega ekki að sama skapi og engum sögum fer af því hvernig honum líkaði danska þýðingin á hinni mærðarfullu samsetningu séra Matthíasar, sem forsætisráðherrann tók að sér að lesa upp.
Konungur gerði heiðarlegar tilraunir til þess að vera alþýðlegur og talaði svolítið einstaka sinnum við blessaða alþýðuna. Gaf hann fé blindum karli í fjósi í Skipholti og þáði (ílenzkan blómvönd af konu við Efra-Langholt.
Samkvæmt fornsögum þóttu Íslendingar „djarfmæltir við tigna menn“ á dögum Egils Skallagrímssonar. En nú var það allt fyrir bí og alþýðumenn með skottið milli fótanna og litt upplitsdjarfir. Reykjavíkin gerir þetta að umtalsefni 10. ágúst 1907: „Annars kunni fólk sig lítt þar sem konungur fór hjá, konurstóðu eins og dæmdar og karlmennirnir að vanda þegjandi með hendur í vösum. Er það ljótur siður og leiðinlegur“.
Það var helst á mölinni, að menn reyndu að tileinka sér hið ljúfa líf samkvæmt erlendum fyrirmyndum. Í þessum sömu blöðum Ísafoldar, Lögrjettu og Reykjavíkur, auglýsir Karl Peterson & Co vindil Friðriks konungs „með Havanna og Brasilíutóbaksblöðum, með rósflúruðum umbúðum og hring með mynd af Hans Hátign“. Thomsens Magasín auglýsir veðreiðar á Melunum og engin hætta að ekki verði allt með tilhlýðilegum elegans eins og á veðreiðunum í Derby, því Verzlunin Edinborg auglýsir í sama blaði stráhattana „marg-eftirspurðu“.
Konungsvegur
Þeir sem héldu áfram að nota Konungsveginn voru aftur á móti sárasjaldan með stráhatta og yfirhöfuð lítill glæsibragur á ferðinni, þegar menn voru í misjafnri færð og veðrum að brjótast áfram með nauðsynjar, — stundum með sameinuðu vöðvaafli manna og hesta. Nú grær grasið yfir þessi spor og fólkið, sem fer í sunnudagsbíltúrana hefur ekki hugboð um troðningana, sem liggja einatt í allskonar krókum og stundum uppi í hlíðum. Eitt er þó sameiginlegt með ferðum þeirra, sem áður héldu Konungsveginn og þeirra, sem nú aka þjóðveginn austur að Geysi. Ryk- og molarmökkurinn, sem upp stígur um leið og þornar af steini og minnir okkur á eftir sjötíu ár, að vanþróunarbragurinn á fjölförnustu vegum okkar er ekki minni en hann var þá.“

Heimilir:
-Fréttablaðið – https://www.frettabladid.is/timamot/fririk-attundi-gengur-a-land-reykjavik/ – Sighvatur Arnmundsson, þriðjudagur 31. júlí 2018.
-„Aukinn skilning mun hæun færa oss, þessi Íslandsferð“ – Heimsókn Friðriks VIII Danakoungs til Íslands 1907. Emelía Sigmarsdóttir f/Landsbókasafnið, 2007.
-Morgunblaðið 4. ágúst 2007 – https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1158434/
-Lesbók Morgunblaðsins, 11. tbl. 02.04.1978, Konungsvegurinn, Gísli Sigurðsson, bls. 8-11.

Konungsvegur

Konungsvegurinn liggur undir nýrri veg á Þingvöllum.

Vatnsendahæð

Sendistöðin á Vatnsendahæð“ hefur verið aflögð og rekstri Útvarpsins hætt. Stöðin var upphaflega byggð árið 1929 og tók til starfa 20. desember 1930.

Guðjón Samúelsson

Guðjón Samúelsson.

Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið, sem nú er áætlað að rífa til að rýma til fyrir nýrri byggð á hæðinni.
FERLIRsfélagi tók vettvangshús á Sigurði Harðasyni, rafeindavirkja. Hann sýndi þann búnað, sem þar er enn til staðar og lýsti því sem fyrir augu bar, enda þrælkunnugur öllum tækjabúnaði og staðháttum sem og rekstri hússins. Húsið sjálft er margbrotið. Þar var íbúð stöðvarstjórans og kjallari þar sem m.a. annað starfsfólk bjó í kojum í neyðartilvikum. Gert var ráð fyrir öllum mögulegum skakkaföllum; varatækjalampar t.d. tilbúnir upphitaðir til notkunar í sérstökum gerðum ef út af myndi bregða svo sem minnsta röskun yrði á útsendingum o.s.frv.

Vatnsendahæð

Útvarpshúsið á Vatnsendahæð – teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Hér á eftir verður fjallað svolítið um þetta merkilega hús og margþætta starfsemina þar í gegnum tíðina. Ljósmyndarnar voru margar hverjar teknar í framangreindri húsvitjun.

Í Morgunblaðinu 15. sept. 2020 segir í fyrirsögn; Lýsa áhyggjum af framtíð Útvarpshússins:

„Húsið verður rifið, það er ekkert flóknara en það. Húsið er enda ónýtt, það lekur og þetta er asbestbygging,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, um fornfrægt hús sem kennt er við Ríkisútvarpið og stendur á Vatnsendahæð.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – langbylgjustöðin.

Neyðarlínan tók nýverið við mannvirkjum á Vatnsendahæð eftir að sendibúnaður RÚV þar var fluttur á Úlfarsfell. Húsið er nú í eigu ríkisins en óvissa hefur skapast um framtíð þess eftir að hlutverki þess lauk. Þórhallur segir aðspurður í samtali við Morgunblaðið að GSM-sendir verði áfram á svæðinu en stefnt sé að því að stóru fjarskiptamöstrin verði tekin niður á næsta ári. Ekki séu áform um nýtingu hússins. Kópavogsbær áformar íbúabyggð á svæðinu á næstu árum.

Vatnsendahæð

Langbylgjustöðin á Vatnsendahæð – inngangur.

Útvarpsstöð Íslands var reist á árunum 1929-1930 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins og hefur alla tíð hýst tæknibúnað útvarpsins, að því er fram kemur í fundargerð húsafriðunarnefndar um stöðu mála þar sem áhyggjum af stöðu mála er lýst.

„Húsið tengist stofnun og sögu Ríkisútvarpsins auk þess að vera áberandi kennileiti á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar fyrirspurnar til Neyðarlínunnar um framtíðarnot hússins fóru fulltrúar Minjastofnunar í vettvangsskoðun þann 11. ágúst sl. Unnið er að því að fjarlægja úr húsinu tæki og muni sem eru í eigu RÚV og hafa verið geymdir þar undanfarin ár. Er sú vinna gerð í samráði við Þjóðminjasafnið. Viðræður eru hafnar milli ríkisins og Kópavogsbæjar um framtíðarnýtingu Vatnsendahæðar undir íbúðarbyggð. Húsafriðunarnefnd tekur undir sjónarmið Minjastofnunar um sögulegt gildi útvarpshússins á Vatnsendahæð og mikilvægi þess að varðveita það og ætla því verðugan stað í nýju skipulagi,“ segir í fundargerð húsafriðunarnefndar.

Í Verslunartíðindum 1935 er fjallað um „Talsamband við útlönd„:

Vatnsendahæð„Þann 1. ágúst s. 1. var opnað talsímasamband það við útlönd, sem hefur verið í undirbúningi all-lengi undanfarið. Hófst sú athöfn á því, að fyrst var opnað sambandið við Danmörku og síðan við England, en samband við önnur lönd verður fyrst um sinn aðeins hægt að fá gegnum þessar dönsku og ensku stöðvar.
Talsímaopnunin fór fram með talsvert hátíðlegum blæ og var allmörgum gæstum boðið að vera viðstöddum við þetta tækifæri.
Þessi nýja talsímastöð, sem vandað hefur verið til eftir föngum, er tvískift. Er sendistöðin á Vatnsendahæðinni, en móttökustöðin í Gufunesi, en þaðan liggja jarðsímar til landsímastöðvarinnar hjer í bænum.
Eftir því, sem ráða mátti af þeim opinberu samtölum, er áttu sjer stað, er stöðin var opnuð, er sambandið í besta lagi og voru samtölin svo skýr og greinileg, sem best varð á kosið.“

Í Útvarpstíðindum árið 1938 fjallar Gunnlaugur Briem, verkfræðingur um „Stækkun útvarpsstöðvarinnar„:

Vatnsendahæð„Útvarpsstöðin á Vatnsendahæð tók til starfa 21. des. 1930. Afl hennar var þá 16 kílówött í loftneti og öldulengdin 1200 metrar. Alþjóðaráðstefna í Prag 1929 hafði úthlutað þeirri öldulengd til Íslands. Útvarpið heyrðist þá um allt landið.
Í fjárlögum 1935 veitti Alþingi ríkisstjórninni heimild til þess að láta auka og endurbæta senditæki útvarpsins svo, að þau fullnægðu þörfum landsmanna. Þessi heimild var svo endurtekin í fjárlögum, síðari ára.
Fyrri hluta árs 1937 ákvað ríkisstjórnin að leysa málið þannig, að afl útvarpsstöðvarinnar skyldi aukið upp í 100 kv.“

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – viðtæki.

Í fyrstu voru útvarpsviðtæki mjög dýr hér á landi og ekki á allra færi að eignast slík tæki. Venjulegt viðtæki kostaði ca. kr. 150, en þá voru daglaun verkamanns u.þ.b. 1 króna. Brugðið var á það ráð að framleiða einfaldari tæki hérlendis undir ýmsum nöfnum eftir styrkleika, s.s. Suðri, Austri o.fl.

Í Fálkanum 1938 segir af „Vígslu útvarpsstöðvarinnar„:

Vatnsendahæð
„Fyrir alla útvarpsunnendur er það mikið gleðiefni að íslenska útvarpsstöðin hefir verið stækkuð úr 16 kilówöttum í 100 kw. Með þessari stækkun er hún komin í tölu sterkustu útvarpsstöðva á Norðuröndum. Stærstar eru Motala í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi en svo kemur útvarpsstöðin íslenska sem þriðja i röðinni ásamt tveim stöðvum í Suður-Svíþjóð, sem eru að verða fullgerðar. — Sterkasta útvarpsstöð í heimi er í Moskva (500 kw.)
Vígsla hinnar nýju stöðvar fór fram með allmikilli viðhöfn síðastliðinn mánudag að viðstöddum krónprinshjónunum, ráðherrum, sendiherrum erlendra ríkja og fleiri virðingamönnum. Sjáf vígsluathöfnin fór fram í hinum stóra útvarpssal og voru þar um eitt hundrað gestir. — Útvarpsstjóri og kona hans tóku á móti krónprinshjónunum og afhenti kona útvarpsstjóra Ingrid krónprinsessu blómvönd.
Þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í tvö stóð krónprinsessan upp úr sæti sínu í salnum og veitti raforkunni á hinar nýju vjelar með því að þrýsta á hnapp einn. Gestirnir sem staddir voru í útvarpssalnum heyrðu stöðina fara í gang, því að gjallarhorn í salnum höfðu verið sett i samband við hljóðnema í sjálfri sendistöðinni á Vatnsendahæð. Nú kviknaði á rauðu ljósi, en það var merki þess að stöðin var í fullkomnu lagi.
VatnsendahæðFriðrik krónprins gekk nú að hljóðnemanum er var komið fyrir i stúku út frá útvarpssalnum og lýsti yfir því að hin nýja sendistöð væri opnuð. Hann notaði tækifærið að þakka Íslendingum hinar ágætu viðtökur, sem krónprinshjónin hefðu fengið á ferð sinni um landið.
Talaði krónprinsinn á íslensku og þótti honum vel takast, Er krónprinsinn hafði lokið máli sínu hjeldu þeir stuttar ræður Hermann Jónasson forsætisráðherra og Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. En að lokum söng útvarpskórinn undir stjórn Páls Ísólfssonar þjóðsöng Íslendinga. Þar með var dagskrá lokið. Á eftir fóru fram veitingar í útvarpssal, en því næst var ekið með gestina upp að útvarpsstöð á Vatnsendahæð.
Sjerstök útsending á stuttbylgjum fyrir danska hlustendur átti sjer stað af allri athöfninni. Var henni endurvarpað frá danskri útvarpsstöð. Var athöfnin tekin upp á plötur og endurtekin í danska útvarpinu um kvöldið. —
Hin nýja stöð kemur til með að hafa geysimikla þýðingu fyrir allar útsendingar til annara landa, þar eð hún er svo sterk að minni vandkvæði verða framvegis á því að heyra Ísland í nálægum löndum. Auk þess veitir hún íslenskum hlustendum er fjærst búa tryggingu fyrir því að þeir þurfa ekki að fara á mis við dagskrá sakir þess hve útvarpsstöðin sje veik.
Og þegar endurvarpsstöðin, sem nú er verið að byggja á Eiðum á Austurlandi er komin upp, þá ætti Austfirðingum að vera borgið, en þeir hafa ekki notið útvarpsins sem skyldi enn sem komið er.
Sendistöðin nýja mun hafa kostað um 700 þúsund krónur og endurvarpsstöðin á Eiðum 100—200 þúsund krónur væntanlega, svo að ekki verður annað sagt en hin litla íslenska þjóð fórni miklu fje til endurbóta á útvarpsstöð sinni. Mr. Thomas verkfræðingur frá Marconi-fjelaginu sá um uppsetningu stöðvarinnar og hófst verkið um miðjan síðastl. vetur.“

Í Útvarpstíðindum 1939 fjallar Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, „Um veðurfregnir„:

Vatnsendahæð„Útvarpið flytur veðurfregnir þrisvar á hverjum degi, sem virkur er, en tvisvar á helgum dögum. Fluttningurinn tekur 20—25 mín. á, dag, en til samans yfir árið verða þetta hart nær 150 útvarpsklst.
Af þessu er auðsætt, að veðurfregnir eru talsverður liður í dagskrá útvarpsins, enda þótt útvarpið beri enga ábyrgð á þeim efnislega.
Við Íslendingar höfum skuldbundið okkur til þess að senda héðan veðurfregnir frá 5 stöðum 3—4 sinnum á dag. Þær eru sendar frá stuttbylgjustöðinni á Vatnsendahæð og síðan endursendar frá aflmiklum loftskeytastöðvum í Englandi, Þýzkalandi og víðar.“

Í Sjómannadagsblaðinu 1941 fjallar Friðk Halldórsson um „Drauminn sem rættist„:

„Útvarp&starfsemi hófst hér á landi árið 1926 er h.f. Útvarp undir forustu Ottó B. Arnars loftskeytafræðings, reisti útvarpsstöð sína í Reykjavík. Stöð þessi, sem að vísu var ófullkomin og orkulítil, aðeins 0,5 KW í loftnet, varð þó ástsæl meðal landsmanna þann tíma, sem hún starfaði, en vegna fjárskorts og annara örðugleika lagðist starfsemi hennar niður eftir tveggja ára tímabil.
Á Akureyri var reist um svipað leyti 5 KW útvarpsstöð fyrir atbeina Arthur Gook trúboða.
Höfðu áhugamenn í Bretlandi aflað samskota til stöðvarkaupanna og annazt að öllu leyti uppsetningu hennar. Raunveruleg útvarpsstarfsemi hófst aldrei frá þeirri stöð.

Eiðar

Eiðar – langbygljumastur.

Árið 1930 byrjaði Ríkisútvarpið starfsemi sína, með nýrri og fullkominni stöð, er var reist á Vatnsendahæð við Reykjavík. Afl stöðvarinnar var upphaflega aðeins 17 KW., en var aukið árið 1938 upp í 100 KW, Samtímis var reist að Eiðum endurvarpsstöð fyrir Austfirðinga, vegna truflana, er gætt hafði hjá þeim frá erlendum útvarpsstöðvum.
Með starfsemi Ríkisútvarpsins hefst nýr þáttur í menningarsögu okkar Íslendinga og hefur útvarpsstarfsemin síðan tekið hröðum framförum hér á landi. Útvarpshlustendur eru nú orðnir rúml. 18.200 á landinu og er Ísland í þeim efnum 9. landið í heiminum, í hlutfalli við fólksfjölda, miðað við árslok 1939.
Árið 1935 var að lokum stigið úrslitaskrefið í sambandsmálum okkar við umheiminn, er talsambandið var opnað við útlönd yfir stuttbylgjustöðina að Vatnsenda.
Með þeim atburði má segja, að ræst hafi fullkomlega þær vonir, sem litli fregnmiðinn frá Rauðarárstöðinni hafði vakið hjá þjóðinni fyrir 30 árum síðan.“

Jónas Þorbergsson

Jónas Þorbergsson (1885-1968).
Fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1930–1953.

Í Útvarpstíðindum 1948 er birt úrdráttur úr ræðu útvarpsstjóra, „Íslendingar að verða fremstir meðal þjóðanna um útvarpsafnot„:

„Í upphafi máls síns gaf útvarpsstjóri stutta lýsingu á vexti stofnunarinnar. Gat hann þess, að haustið 1930, þegar fyrstu dagskrár útvarpsins voru færðar, hefðu talizt vera 450 útvarpsnotendur í landinu. En talan hækkaði fljótt og ört fyrstu árin, og er 1935 orðin rösk 12 þúsundir. Árið 1940 voru útvarpsnotendur orðnir rösklega 1-8 þúsund, 1943 voru þeir orðnir 26 þúsund og við árslok 1946 er tala útvarpsnotenda komin upp í 32 þúsund.
Á styrjaldarárunum seldi Ríkisútvarpið setuliðsherjum Bandaríkjanna nokkur afnot stöðvartækjanna á þeim tíma dags, sem þau voru ekki notuð vegna íslenzkrar dagskrár. Af þessu áskotnaðist nokkurt fé, og var þeim tekjum varið til stofnunar hins svonefnda framkvæmdasjóðs útvarpsins, sem stofnaður var 1944.“

Í Útvarpstíðindum 1949 eru upplýsingar frá skrifstofu útvarpsstjóra, „Endurbætur og aukningar á sendistöðvum Ríkisútvarpsins„:

Vatnsendahð

Vatnsendahæð – hluti tækjabúnaðrins.

„Vegna kaupa á varasendi til Vatnsendastöðvarinnar verður ekki hjá því komist að stækka stöðvarhúsið og umbæta það að öðru leyti. Hefir fjárhagsráð þegar veitt fjárfestingarleyfi til þessara framkvæmda, og standa vonir til að þær geti hafist í sumar, ef aðrar ástæður leyfa.“

Magnús Jóhannsson skrifaði í Iðnaðarmál 1956 um „Fræðslumyndir og segulhljóðritun“. Magnús var útvarpsvirkjameistari og stöðvarvörður við Útvarpsstöðina á Vatnsendahæð á árunum 1933—43.

Í Íslendingaþáttum Tímans 09.03.1974 er minningargrein um Dagfinn Sveinbjörnsson:

Dagfinnur

Dagfinnur Sveinbjörnsson.

„Dagfinnur vann ásamt Englendingum að uppsetningu útvarpsstöðvarinnar á Vatnsendahæð, og var við það þar til því verki lauk. Síðan gegndi hann yfirmagnarastarfinu við útvarpsstöðina í 3 1/2 áratug, þar til hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir.“

Í Fálkanum 1951 segir; „Nýr útvarpssendir tekin í notkun„.

„Meðal ýmissa stórtíðinda, sem gerðust á þjóðhátiðardaginn, síðastl. sunnudag, er sérstaklega vert að geta þess, að þann dag var tekinn í notkun nýr sendir á ríkisútvarpsstöðinni á Vatnsendahœð. Með því er stórlega aukið öryggið á tryggum rekstri stöðvarinnar. Því að gamli sendirinn, sem notaður hefir verið alla tíð síðan Vatnsendastöðin tók til starfa, var orðinn úr sér genginn og bilanir ekki fátíðar.
Á föstudaginn var bauð yfirverkfræðingur Ríkisútvarpsins, Gunnlaugur Briem, blaðamönnum og útvarpsráði upp að Vatnsendahæð til þess að skoða hinn nýja sendi. Hann er frá Marconifélaginu, eins og sá gamli, sem notaður hefir verið síðan 21. des. 1930. Miklar framfarir hafa orðið í útvarpstækninni síðan þá, og nýi sendirinn er bókstaflega „allra nýjasta nýtt“ í þessari grein, því að hann er sá fyrsti af sinni gerð, sem Marconifélagið setur upp.
Sendirinn er 4 kw. sterkari en sá gamli, en þó svo miku fyrirferðarminni, að hann tekur ekki nema tæpan helming af rúmi gamla sendirsins. Meginmunurinn er sá, að hinn nýi er loftkældur en sá gamli var vatnskældur. Er mikið rekstursörggi og sparnaður að henni.En auk þess eru margar endurbætur á þessum sendi, ekki síst í þá átt að bæta tóngæðin.
Vatnsendahæð
Tveir menn frá Marconifélaginu hafa annast uppsetningu og prófun hins nýja sendis. Fyrst var hann prófaður í verksmiðjunni í tvo mánuði og siðan hafa prófanir farið fram á honum á Vatnsenda álíka langan tíma. Meðal annars var hann látinn starfa samfleytt i 24 tíma fyrir nokkru, einkum til þess að ganga úr skugga um hvort loftkælikerfið stæðist slíkt „Maraþonhlaup“. Hafa verkfræðingarnir A. T. Dunk og Stuart S. Spraggs annast allar þessar prófanir einkum sá síðarnefndi, sem hefir „fylkt“ sendinum síðan fyrstu prófanirnar byrjuðu í Chelmsford.
Árið 1930 kostaði útvarpsstöðin á Vatnsenda — hús og vélar — um 750.000 krónur. Það er til dæmis um „tæringu“ krónunnar, að nýi sendirinn kostar um 1,4 milljón krónur, en í þeim eru að vísu innifaldar um 300.000 krónur í tolla! Nú verður gagnger viðgerð og endurnýjun látin fara fram á gamla sendinum. Hún mun taka nokkra mánuði og síðan verður hann notaður til vara, ef eitthvað kynni að bjáta á með hinn. Öryggið fyrir útvarpsrekstrinum er þannig orðið hið besta, og Vatnsendastöðin mun framvegis jafnan getað skilað öllu því, sem í hana er látið.“

Í Degi 1960 er rætt við elsta starfsmann Útvarpsins, Davíð Árnason:

DavíðHvenær tók svo Ríkisútvarpið til starfa?
Í október 1930 byrjuðu tilraunaútsendingar frá stöðinni á Vatnsendahæð, en 20. desember um kvöldið, var stöðin hátíðlega opnuð og lýst yfir að Ríkisútvarpið væri tekið til starfa.
Manstu fyrstu dagskrána?
Já, hún er nú hérna, segir stöðvarstjórinn og réttir mér blað með fyrstu dagskránni. Hún var á þessa leið sunnudaginn 21. desember 1930.
Kl. 11,00: Messa í Dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson).
Kl. 14,00: Messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson).
Kl. 16,10:  Barnasögur (frú Martha Kalman).
Kl. 19,25:  Grammofónn.
KI. 19,30: Veðurfregnir.
Kl.  19,40: Upplestur (Jón Pálsson).
Kl.  20,00: Tímamerki. Orgelleikur (Páll Ísólfsson).
Kl.  20,30: Erindi: Útvarpið og bækurnar (Sig. Nordal).
Kl.  20,50: Ýmislegt.
Kl.  21,00: Fréttir.
Kl.  21,10: Hfjóðfærasláttur (Þórarinn Guðmundsson fiðla, Emil Thoroddsen slagharpa). Leikin verða íslenzk þjóðlög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

En nú í vetur var sunnudagur, 20. desember. Hófst útvarp kl. 9,10 og var samfellt til kl. 23,30.
En þú varst á Eiðum. Hvenær fluttirðu þangað?
Árið 1938. Þá voru miklar framkvæmdir hjá Útvarpinu. — Stöðin á Vatnsendahæð, sem byggð var með 16 kw. orku í loftneti, var stækkuð í 100 kw.“

Á Mbl.is 09.03.2001 segir frá gömlum draug; „Nýting var í samræmi við eignarnámsheimild“:

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – loftmynd.

„Hæstiréttur hefur sýknað Landssíma Íslands hf. af kröfum um að fellt yrði út gildi eignarnám á spildu úr landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi, sem fram fór árið 1947.

Erfingjar þáverandi jarðareiganda töldu að fullnægjandi lagaheimild hefði skort fyrir eignarnáminu, en jafnvel þótt hún hefði verið fyrir hendi bæri að ógilda eignarnámið þar sem fyrirhuguð nýting á jörðinni hefði ekki gengið eftir.
Ríkissjóður keypti land af bóndanum á Vatnsenda, fyrst árið 1929 og síðar stærri hlut, og var þar reist langbylgjustöð útvarpsins. Árið 1947 var stærri spilda úr jörðinni tekin eignarnámi og á sama tíma voru einnig teknar eignarnámi spildur úr Fífuhvammslandi og landi Vífilsstaða, sem báðar lágu að Rjúpnahæð. Alls var land Landssímans innan lögsagnarumdæmis Kópavogs þá tæpir 160 hektarar.

Vatnsendi

Vatnsendi.

Árið 1997 falaðist Kópavogskaupstaður eftir samningum við Landssímann um kaup á landi hans á Rjúpnahæð og Vatnsendahæð. Landssíminn hafnaði kauptilboði í landareignina, en í framhaldi af því voru teknar upp viðræður, að frumkvæði Kópavogskaupstaðar, um að hluti landsins yrði tekinn undir skipulagt íbúðarsvæði og voru tilnefndir þrír mats­menn til að gefa álit á verðmæti landsins, ef til skipulagðrar byggðar kæmi. Tók matið til um það bil 100 hektara lands, en eingöngu að hluta til þess lands úr jörð Vatnsenda sem tekið var eignarnámi árið 1947. Samkvæmt matsgerðinni frá 1998 var verðmæti landsvæðisins alls metið 315 milljónir króna miðað við staðgreiðslu.

Vatnsendi

Vatnsendahæð – loftskeytastöðin.

Núverandi eigandi Vatnsenda hélt því fram að ef yrði af sölu á spildunni til Kópavogsbæjar undir íbúðarbyggð væru brostnar forsendur fyrir eignarnáminu, því það hefði verið framkvæmt á þeirri forsendu og með þeim skilyrðum að nota skyldi landið eingöngu í sambandi við lagningu og rekstur fjarskiptavirkja ríkisins. Sala landsins með margföldum hagnaði miðað við eignarnámsbætur fæli í sér grófa misnotkun á eignarnámsheimildinni.

Fyrir héraðsdómi kom fram, að Landssíminn hefði ekki áhuga á að selja landið til Kópavogsbæjar. Hins vegar gerði fyrirtækið sér grein fyrir að heimildir skipulagslaga geti leitt til þess að landið kunni að verða tekið eignarnámi án samþykkis fyrirtækisins, enda óhjákvæmilegt um síðir að þrengt verði að starfsemi þess á Rjúpnahæð og Vatnsendahæð með einhvers konar íbúðarbyggð.

Skilyrðislaus eignayfirfærsla

Vatnsendi

Vatnsendahæð – loftskeytastöðin.

Hæstiréttur bendir á í dómi sínum að í afsalinu frá 1947 komi fram að umræddri landspildu sé afsalað eignarnema, að eignarnámsbætur hafi verið greiddar og að eignarnemi sé þar með lýstur fullkominn eigandi spildunnar. „Með eignarnáminu, eftirfarandi afsali og greiðslu eignarnámsbóta fór fram skilyrðislaus eignayfirfærsla á því landi sem hér um ræðir. Telja verður að sýnt hafi verið nægilega fram á að landið hafi eftir það verið tekið til notkunar í eðlilegu samræmi við tilgang eignarnámsins undir fjarskiptamannvirki eða sem verndar- og öryggissvæði þeim tengt. Verður því ekki fallist á með áfrýjanda að landið hafi ekki verið nýtt til þeirra þarfa, sem ákvörðun um eignarnám var réttlætt með. Eignarnámsþola verður ekki veittur réttur til að endurheimta eignarnumið land nema á grundvelli lagaheimildar eða vegna sérstakra aðstæðna,“ segir Hæstiréttur og bætir við að þar sem hvorugs njóti við í þessu máli séu ekki efni til að verða við kröfu um að Landssímanum verði gert að afhenda og afsala landeigendanum spildunni.“

Í Vísi 1965 segir af aðdraganda að komu Sjónvarps Útvarpsins; „Sjónvarpið sendir út„:

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – dyrahúnn frá fyrstu tíð.

„Í dag verður ef til vill gerð fyrsta tilraun með útsendingu kyrrstæðrar myndar frá lánssendi íslenzka sjónvarpsins á Vatnsendahæð. Er þessi kyrrstæða mynd, sem er misbreiðar línur og misdökkir fletir, til þess ætluð að sjá hvort útsending þessi næst á þau tæki sem í notkun eru í landinu.
Sent verður út á rás númer 11 samkv. Evrópukerfi en reglulegur útsendingartími hefur enn ekki verið ákveðinn.“

Í Dagblaðinu Vísi 1982 er umfjöllun um Vatnsendahæðarstöðina eftir rúmlega hálfrar aldar notkun; „Ný Langbylgjustöð kostar 100 milljónir„.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð.

„Ný langbylgjustöð fyrir Ríkisútvarpið kostar 100 milljónir króna. Menntamálaráðherra mun beita sér fyrir því að framkvæmdir við hana hefjist á næsta ári. Ætíar hann að leita fulltings Alþingis og fjárstuðnings úr ríkissjóði.

Gufuskálar

Gufuskálar – langbylgjumastur.

Gamla langbylgjustöðin á Vatnsendahæð er orðin 50 ára gömul og tæknimönnum þykja það mestu undur, að möstur hennar skuli enn hanga uppi.
Þetta kom fram i svari menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar, á Alþingi. Í gær, þegar hann svaraði fyrirspurn Þorvaldar Garðars Kristjánssonar um málið. Í máli beggja, svo og Eiðs Guðnasonar, bar á miklum ugg vegna hins hrörlega ástands mastranna á Vatnsendahæð. Var vitnað i skýrslur sérfræðinga frá 1978, þar sem talið var furðulegt að möstrin stæðu og því lýst að þau gætu hvenær sem væri fallið í snörpum vindi.
Fyrirspyrjandi og Eiður Guðnason lögðu áherzlu á að ef möstur gömlu stöðvarinnar féllu, myndi taka ófyrirsjáanlegan tíma að koma aftur á langbylgjusendingum. En það myndi svipta marga landsmenn og sjómenn útvarpsnotum á meðan.
Ráðherrann kvað það sína skoðun, að enda þótt FM stöðvar þjónuðu æ stærri hluta landsins, dygði það ekki og langbylgjustöð yrði ómissandi til öryggis í útsendingum útvarps, ekki sízt til sjómanna. Þess vegna teidi hann að ríkissjóður ætti að koma til skjalanna og létta Ríkisútvarpinu byggingu nýrrar langbylgjustöðvar. Tók Eiður undir það, en Þorvaldur Garðar kvað litlu skipta hvaðan fé kæmi, það kæmi að lokum úr vösum skattborgaranna.
Aðalatriðið væri að koma nýju stöðinni upp áður en áföll dyndu yfir.“ – HERB

Í Tímanum 1983 er umfjöllun; „Vatnsendastöðin sífellt hrörlegri„:

Langbylgjustödin áfram fjarlægur draumur – Vatnsendastöðin sífellt hrörlegri

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – ljósdarofar.

„Þetta er eitt af þeim þarfaverkum sem bíða síns tíma,“ sagði Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkisútvarpsins þegar Tíminn spurði hann hvað miðaði með byggingu nýrrar langbylgjustöðvar fyrir útvarpið austan fjalls, sem hugmyndir hafa lengi verið uppi um.

Útvarp

Marconi sendirinn frá 1951 á Vatnsendahæð.

„Til að koma á fót þessari stöð þarf gífurlegt fjármagn og við höfum ekki séð hana sem viðráðanlegt verkefni ennþá.
Það hafa farið fram nokkrar undirbúningsrannsóknir, en meira hefur ekki gerst í málinu. Hins vegar er þetta ákaflega brýnt verkefni og sameiginleg þörf sem á það kallar frá mörgu tilliti.
Fyrst er að nefna að þetta myndi opna útsendingarleið ef FM kerfið brygðist, en það byggir eins og kunnugt er á nokkurs konar þrepaflutningi frá einum sendi til annars um landið. Langbylgjustöð yrði hins vegar svo langdræg að hún myndi nýtast öllum landsmönnum ef FM og örbylgjukerfið færi út. Þannig er hún mjög mikilvæg vegna öryggismála þjóðarinnar og eins vegna miðanna í kringum landið.“
Hvernig er ástandið á langbylgjustöðinni á Vatnsenda?
„Stöðin þar var reist árið 1929 og nú hefur ekkert verið gert fyrir hana í mörg ár. Möstrin halda áfram að ryðga og eru orðin mjög illa farin af ryði. Þetta felur í sér vissa áhættu. En ein ástæðan fyrir því að viðhald á möstrunum er í algeru lágmarki er kannske sú að menn eru alltaf að gæla við hugmyndir um nýja langbylgjustöð“. – -JGK

Í Dagblaðinu Vísi 1991 er fyrirsögnin; „Sá mastrið liggja lárétt í loftinu„:

Annað stórmastrið á Vatnsenda féll til jarðar – dæmt til falls fyrir 20 árum

Vatnesndahæð
„Mér var litið upp á Vatnsendahæðina skömmu eftir hádegi og skyndilega sá ég annað stórmastrið feykjast af undirstöðunni og liggja eins og lárétt í loftinu. Síðan endastakkst það með miklum látum er það féll til jarðar. Þetta var ansi tilkomumikil sjón,“ sgði Guðjón Hilmar Jónsson, íbúi við Yrsufell; í samtali við DV. Annað stórmastrið, langbylgjumastrið á Vatnsenda, féll til jarðar í verstu rokunum eftir hádegi í gær. Féll mastrið klukkan 13.20. Stóð aðeins neðsti hluti þess eftir og stögin í hann.

Vatnsendi

Vatnsendahæð 1967.

Mastrið var reist fyrir 1930 og því orðið rúmlega 60 ára gamalt. Að sögn Eyjólfs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra tæknideildar Ríkisútvarpsins, voru menn í mörg ár búnir að búast við falli Vatnsendamastranna. Fyrir 20 árum varaði verkfræðiskrifstofa alvarlega við ástandi þeirra og lagði til að þau yrðu tekin niöur. Uppfylltu möstrin engan veginn kröfur um styrkleika og burðarþol. Með mastrinu er langbylgjustöð Ríkisútvarpsins óvirk þannig að á afskekktum stöðum og úti á sjó, þar sem eingöngu er notuð langbylgja, heyrist Ríkisútvarpið ekki lengur.
„Við munum kanna uppsetningu bráðabirgðasendis strax í dag en hann mun ekki senda út með sama styrkleika. Þá munum við senda út á stuttbylgju, þeirri sömu og fréttasendingar til útlanda hafa farið um. Langbylgjusendirinn á Eiðum er enn virkur og sinnir Austurlandi áfram.“
Eyjólfur sagði að bygging nýrrar langbylgjustöðvar tæki 2-3 ár og yrði hún sennilega reist austur í Flóa. Hann sagði Vatnsenda löngu úreltan stað fyrir langbylgjustöð og hefði aldrei staðið til að byggja þar nýja stöð.“ -hlh

Í Morgunblaðinu 1991 er fjallað um „Langbylgjustöðina á Vatnsendahæð„:

Vatnsendahæð„Talið er að það muni kosta um fimm til fimmtán milljónir að gera við langbylgjustöð Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð til bráðabirgða. Ákveðið hefur verið að byggja nýja langbylgjustöð á næstu árum.
Svavar Gestsson menntamálaráðherra lagði í gær fyrir ríkisstjórnina hugmyndir um hvað gera þurfi til að koma langbylgjusendinum í samt lag.

Undirbúa þarf kostnaðaráætlun
vegna byggingar nýrrar langbylgjustöðvar. Fara þarf yfir forsendur lánsfjárlaga fyrir árið 1991, en þar er gert ráð fyrir því að fella niður fastan tekjustofn sem Ríkisútvarpið hafði til 1986, og sjá til þess að þessar tekjur gangi aftur til Ríkisútvarpsins í stað ríkissjóðs. Einnig er áætlað að grípa til ákveðinna bráðabirgðaráðstafana á Vatnsendahæð á meðan beðið er eftir að endanleg úrlausn fáist, en það er talið taka nokkur ár.
Svavar sagði að ekki hefði verið kannað hvort hagkvæmara væri að leigja rás í gervihnetti og útvarpa þannig á langbylgju. „Ég held að þjóðir sem eru mjög gervihnattavæddar séu allar með langbylgjumöstur af þessu tagi þannig að ég hygg að það verði ekki hjá því komist að reisa nýja langbylgjustöð,“ sagði menntamálaráðherra.

Býður hættunni heim“ – segir starfsmaður „Skyldunnar
Hrun langbylgjustöðvarinnar hefur skapað erfiðleika enda ná örbylgjusendingar útvarpsins (FM) ekki út á miðin. Að sögn Arna Sigurbjðrnssonar, starfsmanns Tilkynningaskyldunnar, er ástandið slæmt, þótt sjómenn geti nálgast veðurfregnir með öðrum hætti. Erfitt væri að lýsa eftir bátum sem ekki gefa upplýsingar til Tilkynningaskyldunnar.
„Ástandið er ekki alvarlegt núna enda meirihluti flotans í landi,“ sagði Árni. Hann sagði að ástandið gæti orðið alvarlegt ef skyndilega gerði óveður. „Þetta býður hættunni heim og það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að koma upp langbylgjustöð,“ sagði Árni.

Gunnlaugar H. Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið 1991 undir fyrirsögninni „Langbylgjusendir, fortíð eða framtíð„:

Vatnsendahæð

Hús langbylgjunnar á Vatnsendahæð.

„Rúm sextíu ár eru liðin síðan íslenska þjóðin réðst í það stórvirki að reisa langbylgjustöð á Vatnsendahæð austan Reykjavíkur. Það var upþhafið að þeirri fjölmiðlabyltingu sem við nú upplifum.
Í áratugi var „Útvarp Reykjavík“ (nú rás 1) eini ljósvakafjölmiðill Íslendinga og mörg kvöld sátu landsmenn sem límdir við viðtækin og hlustuðu á upplestur á sögum eins og „Bör Börson“ eða á spennandi framhaldsleikrit, svo sem „Með kveðju frá Gregory“.
En nú er öldin önnur. Landsmenn geta flestir valið úr einni eða fleiri FM-steríó-rásum, einni eða tveim sjónvarpsrásum og sumir hafa gervihnattamóttakara, sem tekur á móti tugum sjónvarpsrása. Fæstir hafa þeir hlustað á langbylgju á viðtækinu sínu svo árum skiptir. Raunar er vafamál að þeir eigi viðtæki með langbylgju. Síðustu tíu árin hef ég keypt stereó-viðtæki í bílinn, útvarpsvekjara í svefnherbergið, stereó-græjur í stofuna og lítið útvarp í eldhúsið, auk þeirra viðtækja sem börnin hafa eignast. Öll eiga þessi viðtæki það samgeiginlegt að það er engin langbylgja á þeim.
VatnsendahæðÉg vaknaði því upp við vondan draum þegar ég uppgötvaði að helsta öryggistæki landsmanna, langbylgjusendirinn á Vatnsendahæð, sem hafði verið helsta skemmtun mín í æsku, var hrunið. Þá skildi ég að ég hafði stofnað mér og mínum í verulega hættu árum saman með því að kaupa ávallt viðtæki án langbylgju. Eina huggun mín er sú að í gamla bílnum er enn viðtæki með langbylgju. Sá bíll er hins vegar ávallt skilinn eftir heima því einu stöðvarnar sem hægt er að hlusta á í þeim bíl eru „gamla gufan“ og „kaninn“.
Þegar Íslendingar reistu langlínusendinn á sínum tíma voru þeir að fjárfesta í framtíðinni, sendirinn hefur dugað í rúm sextíu ár, enda þótt mikilvægi hans fari ört minnkandi. Spurning dagsins er hvort 700-1.000 milljóna fjárfesting í nýjum landbylgjusendi er fjárfest

Öryggistækni fortíðarinnar eða framtíðarinnar
Á þeimn 20 árum sem rætt hefur verið um að endurnýja langlínusendinn hefur fjarskiptatækni breyst ótrúlega mikið hér á landi. Í stað koparvíra á staurum og langbylgjusenda, sem fluttu lágtíðni rafsegulbylgjur, hafa komið ljósleiðarar í jörðu og gervihnattasendar. Þessi nýja tækni bíður upp á margfalda flutningsgetu, sem öll nýrri viðtæki eru gerð til að nýta með steró-hljómi og/eða sjónvarpi. Það er skoðun mín að enda þótt enn megi finna framleiðendur sem geta framleitt langbylgjusenda þá sé þess ekki langt að bíða að almenningur í landinu geti ekki hlustað á langbylgjuna vegna þess að viðtækin sem seld eru í heiminum í dag eru almennt ekki gerð fyrir langbylgju. Hvers virði er almannavarnakerfi sem almenningur hlustar ekki á?

VatnsendahæðÍ Dagblaðinu Vísi 6. febrúar var birt viðtal við skipstjóra á millilandaskipi þar sem fram kom að eftir að langbylgjan datt út hafi stórbatnað skilyrði til þess að hlusta á veðurfregnir, sem sé nú útvarpað á stuttbylgju. Bandaríkjamenn eru mjög áhugasamir um öryggi og almannavarnir og búa í landi sem er nær 100 sinnum stærra en Ísland. Þeir hafa valið að nota svo til eingöngu miðbylgju og FM-bylgju til útvarpssendinga, enda er vandfundið viðtæki í því landi sem hefur langbylgju.
Áður en íslenska þjóðin leggur fram 1.000 milljónir, eða sem samsvarar milljón á hvert skip í flotanum, ættu Íslendingar að staldra við og íhuga hvernig öryggi í fjarskiptum verður best tryggt næstu 60 árin. (Þetta samsvarar 16.000 kr. á hverja vísitölufjölskyldu og má fá fyrir þann pening vandað stereó-viðtæki með FM-bylgju, miðbylgju og stuttbylgju, sem blaðamenn nota á ferðalögum til að hlusta á stuttbylgjusendingar úr öllum heimshornum.) Á næstunni verður lokið við að hringtengja ljósleiðara um landið.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – fornleifar…

Þróun á sjálfvirku tilkynningakerfi fyrir skip er að ljúka. Næsta skref er að koma því upp hringinn í kringum landið ef það er tæknilega og fjárhagslega hagkvæmt. Mörg skip hafa aðstöðu til að taka á móti upplýsingum, þar á meðal veðurkortum og GPS-staðsetningum frá gervihnöttum.

Útvarp

LW Vatnsendi 1965 – stjórnborð.

Fyrir 1.000 milljónir má gera mikið í öryggismálum þjóðarinnar bæði til sjós og lands og til að styrkja ljósleiðara- og FM- og sjónvarpsdreifikerfið. Hægt væri að koma upp stuttbylgju- eða miðbylgjusendi á hverju landshorni (kannski í tengslum við radarstöðvarnar.)
Í guðana bænum landar, ekki taka ákvörðun daginn eftir fall langlínumasturs, sem enginn hefur nennt að halda við í 20 ár með þeim afleiðingum að ein festing ryðgar í sundur niðri við jörð. Það má vera að alþingismenn hafi móral yfir því að hafa á undanförnum árum haft fé af ríkisútvarpinu, og vilji nú bæta úr fyrir kosningar. Hafi Alþingi nú úr digrum sjóðum að spila, skulum við nýta þá peninga í þágu framtíðarinnar, þannig að þeir komi að sem bestum notum, að bestu manna yfirsýn, næstu 60 árin. Leggjumst undir feld í þrjá daga að minnsta kosti og tökum ákvörðun að íhuguðu máli.“ – Höfundur er eðlisfræðingur og rekstrarhagfræðingur, starfar hjá Háskóla Íslands.

Nokkur atriði úr sögu Útvarpsins:

1928 Lög um heimild handa ríkisstjórninni til einkarekstrar á útvarpi.
1929 Fyrsta útvarpsráð skipað.
1930 Jónas Þorbergsson skipaður útvarpsstjóri. Ný lög um útvarp ríkisins.
Settur upp langbylgjusendir á Vatnsendahæð við reykjavík (16 kW), og dagskrársending Ríkisútvarpsins hafin.
1931 Ríkisutvarpið flytur úr Hafnarstræti 10 í Reykjavík í hús Landssímans við Austurvöll.
1934 Ný útvarpslög.
1938 Tekinn í notkun nýr sendir á Vatnsendahæð (langbylgja – 100 kW).

Vatnsendahæð

Stálþráðsupptæki útvarpsins á Vatnsendahæð.

1947 Ríkisútvarpið eignast stálþráðatæki, sem breytti mjög aðstöðu til upptöku útvarpsefnis.
1950 Enn gagngerðari varð þó breytingin þegar segulbandstækin komu til sögunnar 1950.
1952 Hafði endurvarp frá sendi á Hornarfirði (miðb. 1 kW).
1953 Vilhjálmur Þ. Gíslason skipaður útvarpsstjóri.
1958 FM-útsendingar hafnar frá Vatnsendahæð.

Vatnsendahæð

Landssímahúsið við Austurvöll.

1959 Ríkisútvarpið flytur úr húsi Landssímans í hús Rannsóknarstofnunnar sjávarútvegsins að Skúlagötu 4 í Reykjavík.
1964 Ríkisútvarpinu falið að hefja undirbúning að íslensku sjónvarpi.
1965 Nýr langbylgjusendir (100 kW) settur upp á Vatnsendahæð.
1966 Ríkisútvarpið kaupir meginhluta húseignarinnar Laugavegur 176 í Reykjavík fyrir sjónvarpsrekstur. Hafin útsending sjónvarpsdagskrár (30.09.).
1970 Stofnaður Framkvæmdarsjórður Ríkisútvarpsins.
1971 Ný útvarpslög.
1974 Birt ný almenn reglugerð um Ríkisútvarpið.
1975 Útvarpslögunum breytt.
1977 Hafnar útsendingar í lit.
1978 Gengið frá samningum um lóð fyrir útvarpshús við Efstaleiti.
1980 Hafnar víðómsútsendingar í útvarpi.
1981 Fyrsta fréttasending Sjónvarpsins um gervitungl.
1982 Fyrsta móttaka knattspyrnuleiks í gegnum gerfitungl.
1985 Markús Örn Antonsson skipaður útvarpsstjóri.
1986 Ný reglugerð sett um Ríkisútvarpið.

Vatnsendahæð

Útvarpshúsið við Efstaleiti.

1987 Útvarpið flytur í eigið húsnæði í Efstaleiti 1.
1991 Heimir Steinsson skiðapur útvarpsstjóri.
1994 FM-sendum Útvarps og Sjónvarps fjölgað til muna.

Nánast allt framangreint, utan skipan útvarpstjóra, hefði sennilega aldrei orðið að veruleika nema fyrir tilstuðlan langbylgjustöðvarinnar á Vatnsendahæð?

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – loftmynd.

Rekstri langbylgjustöðvarinnar á Vatnsendahæð hefur nú verið hætt. Hluti starfseminnar hefur verið flutt í aðra senda, s.s. á Úlfarsfelli, en meginstarfsemin verður áfram rekin á Gufuskálum. Um afdrif fyrirliggjandi uppsafnaðs tækjabúnaðar er óljós. Ýmis söfn munu þó njóta góðs af, s.s. Herminjasafnið í Hvalfirði, Minjasafnið á Skógum, Þjóðminjasafnið og safn Rafniðnaðarsambandsins. Þá mun leik- og kvikmyndageirinn njóta góðs af ýmsum heimilistækjabúnaði, sem safnað hefur verið í gegnum tíðina.
Húsnæðið á Vatnsendahæð er ekki eins illa farið og Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, vill vera láta. Vandað var til byggingarinnar í upphafi og hún er alls ekki asbestbygging. Hliðarbyggingar; geymslur og skúrar, voru reyndar byggðar af vanefnum.
Húsnæðið geymir ekki einungis sögulegar minjar, sem ástæða er til að varðveita. Það er í raun vitnisburður um þróun samfélagsins frá nýlegri fortíð til nútíðar. Vonandi verður byggingunni fundið nýtt og viðeigandi hlutverk í framtíðinni er endurspeglar merkilega sögu þess í íslensku samhengi.

Heimildir:
-Mbl.is 09.03. 2001 – https://www.mbl.is/frettir/innlent/2001/03/09/nyting_var_i_samraemi_vid_eignarnamsheimild/
-Dagblaðið Vísir, 81. tbl. 07.04.1982, Ný Langbylgjustöð kostar 100 milljónir, bls. 3.
-Morgunblaðið, 30. tbl. 06.02.1991, Langbylgjustöðin á Vatnsendahæð, bls. 18.
-Dagblaðið Vísir, 29. tbl. 04.02.1991, Sá mastrið liggja lárétt í loftinu, bls. 33.
-Morgunblaðið, 42. tbl. 20.02.1991, Langbylgjusendir, fortíð eða framtíð. Gunnlaugur H. Jónsson, bls. 34.
-Tíminn, 119. tbl. 27.05.1983, Vatnsendastöðin sílefflt hrörlegri, bls. 2.
-Vísir, 293. tbl 22.12.1965, Sjónvarpið sendir út, bls. 16.
-Fálkinn, 31. tbl. 06.08.1938, Vígsla útvarpsstöðvarinnar, bls. 14
-Fálkinn, 24. tbl. 22.06.1951, Nýr útvarpssendir tekin í notkun, bls. 2.
-Íslendingaþærrir Tímans, 9. tbl. 09.03.1974, Dagfinnur Sveinbjörnsson, bls. 10.
-Útvarpstíðindi, 4. tbl. 07.11.1938, Stækkun útvarpsstöðvarinnar, Gunnlaugur Briem, verkfræðingur, bls. 56-57.
-Verslunartíðindi, 7. tbl. 01.07.1935, Talsamband við útlönd, bls. 76-77.
-Útvarpstíðindi, 21. tbl. 06.03.1939, Um veðurfregnir, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, bls. 320-321.
-Útvarpstíðindi, 1. tbl. 12.01.1948, Íslendingar að verða fremstir meðal þjóðanna um útvarpsafnot, Úrdráttur úr ræðu útvarpsstjóra, bls. 5-6.
-Útvarpstíðindi, 10. tbl. 13.06.1949, Endurbætur og aukningar á sendistöðvum Ríkisútvarpsins, Frá skrifstofu útvarpsstjóra, bls. 220.
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 08.06.1941, Draumurinn sem rættist, Friðrik Halldórsson, bls. 30.
-Iðnaðarmál, 1. tbl. 01.01.1956, Fræðslumyndir og segulhljóðritun, Magnús Jóhannsson, bls. 6.
-Dagur, 14. tbl. 23.03.1960, Rætt við elsta starfsmann Útvarpsins, Davíð Árnason, bls. 2.
-Morgunblaðið 15.09.2020, Lýsa áhyggjum af framtíð Útvarpshússins.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – einn af sendunum…

Þingvellir

Í Dagblaðinu Vísir 1986 segir frá Skógarkoti og „Haustferð til Þingvalla„:

„Sérlega fögur gönguleið á Þingvöllum að hausti er leiðin að Skógarkoti. Við bílastæðin fyrir neðan Öxarárfoss er skilti sem vísar leiðina. Á Skógarkoti var myndarlegur búskapur allt frá fornöld til ársins 1936 er bærinn fór í eyði. Það er minnst á Skógarkot í Íslendingasögunum, nánar tiltekið í Landnámabók.

Konungsvegur

Konungsvegur að Skógarkoti,

Leiðin að Skógarkoti er stutt, það tekur um 10-15 mínútur að komast þangað. Menn hverfa inn í háan kjarrskóg, þar sem ægir saman öllum haustlitunum, án þess að rekast utan í trén. Gengið er yfir margar gjár sem eru brúaðar frá fornu fari þannig að enginn ætti að eiga í vandræðum með að komast á leiðarenda.“

Í Skýrslur um landshagi á Íslandi 1861 er fjallað um „Þingvelli“:

Þingvellir

Þingvellir 1905 – Ásgrímur Jónsson.

Þingvellir.
Tekjur.
1. Tekjur af jörðum, sem prestakallinu fylgja og sem eru:
a) Prestssetrið Þingvellir. Dýrl. óviss. Kúgildi heima engin.
Jörðin hefir tún lítið og harðlent, en að mestu slett. Utantúns slægjur bæði litlar og langt frá. Sumarhaga góða og vetrarbeit fyrir fé, en enga fyrir hesta. Skógur er víðlendur og góður, til kolgjörðar og meðfram til eldiviðar. Silungsveiði á vissum tímum góð. Hættur eru einstaklega miklar af gjám. Jörðin framfærir í meðalári 2 kýr, 00 ær, 70 sauði, 40 lömb, 1 eldishest og 2 púlshesta.
Eptir álitsgjörð virðingarmanna er jörðin sanngjarnlega leigð með 1 hdr. landskuld, sem borgist þannig: rd. sk. rd. sk.
40 ál. í peningum (1 spesía á 15 ál.) . . 5 32 – Í fríðu 14 16 kúgildi 3; leigur þar af 60 pd. smjörs . . 11 84
b) Hjáleigur heimajarðarinnar; dýrl. á þeim ókunnur:

Skógarkot

Skógarkot.

1. Skógarkot; landskuld 45 ál. geldst þannig: 45 ál. í fríðu. . . 7 93. kúgildi 1; leigur þar af 20 pd. smjörs . . 3 92
2. Hrauntún, »nýbýli upptekið fyrir 20 árum«:
Landskuld 30 ál., sem borgast með peningum 4 » kúgildi ekkert.
3. Svartagil; landskuld 40 ál. í peningum 5 32
kúgildi 1; leigur þar af 20 pd. smjörs. . 3 92
4. Vatnskot; landskuld 30 ál., geldst í fríðu 5 30
kúgildi 1 ; leigur þar af 20 pd. smjörs. . 3 92
5. Arnarfell, »nýbýli, upptekið fyrir 9 árum«.
Landskuld 30 ál., geldst með peningum . 4 » kúgildi ekkert.

Skógarkot

Skógarkot.

Í Pressunni 1992 er fjallað um „Suðurland-Þingvelli“:
„Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði árið 1928 þegar Hrauntún, Skógarkot, Vatnskot og Þingvellir voru friðlýst.
Þjóðgarðurinn er um fimm þúsund hektarar að stærð. Þingvellir eru þekktir fyrir náttúru sína og sögu. Þar var Alþingi stofnað árið 930 og starfaði óslitið til loka átjándu aldar. Kristni var lögtekin árið þúsund á Þingvöllum og var kirkja reist þar snemma á elleftu öld. Sú sem nú stendur var vígð árið 1859. Um Þingvelli gengur Atlantshafshryggurinn í norðaustur þar sem austur og vestur rekur hvort frá öðru hægt og sígandi.
Þingvallavatn er stærsta vatn Íslands frá náttúrunnar hendi, 83,7 ferkflómetrar.“

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Í „Umhverfið“ 2013 segir af „Gönguleiðum á Þingvöllum“ eftir Guðrúnu St. Kristinsdóttur:

„Allt frá fyrstu byggð og fram á okkar daga hafa fætur manna og dýra markað þær leiðir sem liggja um Þingvallahraun. Leiðirnar bera glöggt vitni umbúsetu, tækni og ekki síst erindifólks á hverjum tíma. Gamlar götur, vegir og stígar eru hluti menningarminja sem þjóðgarðinum á Þingvöllum er ætlað að vernda ásamt vistkerfi svæðisins, jafnframtþví að stuðla að ánægjulegri dvöl þeirra sem heimsækja staðinn.

Sleðaás

Þingvallaréttin við Sleðaás.

Sögusvið Þingvalla er ekki bara þingið og þeir atburðir í sögu íslensku þjóðarinnar sem þar eiga sér rætur. Saga fólksins sem háði lífsbaráttu sína í Þingvallahrauni er óskrifuð en hefur markað sín spor í landið. Sú saga er einnig sögð í örnefnum sem enn lifa og ekki síst er hún sjáanleg í tóftarbrotum og gömlum hleðslum víðsvegar um hraunið.
Utan þingstaðarins þar sem nýjir stígar hafa verið lagðir í þágu hins mikla fjölda ferðamanna sem sækja staðinn heim, mynda fornar aðkomuleiðir á þing, gamlar þjóðleiðir, og leiðir milli bæja, þær göngu- og reiðleiðir sem nú eru farnar um Þingvallahraun.
Það er málvenja á Þingvöllum að kalla aðeins þann hluta leiðar sem liggur yfir gjá eða sprungu stíg. Leiðin að og frá er síðan ýmist kölluð vegur eða gata. Höft eða hliðrun á gjám sem gerir þær færar yfrum ráða einnig miklu um legu leiðar.
Þjóðvegurinn frá Reykjavík liggur t.d. um Tæpastíg, þar sem Hvannagjá og Snóka hliðrast. Gömul póstleið lá á sínum tíma um Langastíg í Stekkjargjá, eftir Skógarkotsvegi í Skógarkot og síðan Gjábakkavegi um Gjábakkastíg á Hrafnagjá.

Þingvellir

Þingvellir – gjá.

Þegar byggð lagðist af í Þingvallahrauni um 1930, gréri fljótt yfirþær götur sem eingöngu voru troðnar fótum. Vegir sem lagfærðir voru fyrirvagna og síðarbifreiðar héldu sér hinsvegar betur eins og nærri má geta. Seint á síðustu öld, þegar fólk fór að ganga um landið svo að segja erindisleysu eða einungis sér til skemmtunar og heilsubótar rifjuðust þessar leiðir aftur upp.
Á vegum þjóðgarðsins hafa helstu leiðir verið lagfærðar, ofaníburður styrktur í gömlu þjóðleiðunum sem hafa haldið sér í gegnum þjóðgarðinn og gróður klipptur úr stekkgötum og skotvegum á milli eyðibýlanna gömlu.
„Svo sem allir vegir lágu til Rómar suður í álfu, þannig liggja allar leiðir í austanverðu Þingvallahrauni í Skógarkot,“ sagði Björn Th. Björnsson í bók sinni Þingvellir, staðir og leiðir sem út kom árið 1984. Enn þann dag í dag eru gömlu eyðibýlin áfangastaðir flestra, Skógarkot í miðri sigdældinni, Hrauntún „langt norður í Hrauni“ eins og sagt er og Vatnskot á bökkum Þingvallavatns.“

Skógarkot

Skógarkot – fjárhús.

Í Sögu 1985 er fjallað um „Öxar við ána“:
„Á hrauninu norðaustur af Þingvallabæ eru nú tvö eyðibýli, Skógarkot er nær Þingvöllum en ekki fer einni sögu af nafni þess serri er norðar og fjær. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns nefnir hjáleiguna Ölkofra, eyðibýli í landi Þingvalla, og greinir einnig Þórallastaði sem lagzt hafi í auðn um stóru pláguna, en byggzt aftur og kallað síðan Skógarkot „því Þórallastaðir meinast verið hafi í sama stað sem nú er Skógarkot“, segir þar.19
í sóknarlýsingu sinni 1840 segir séra Björn Pálsson að eyðibýlið Þórhalls- eða Ölkofrastaðir sé fyrir austan Skógarkot og stekkur þaðan.

Þórhallsstaðir

Fjárhústóft í Ölkofra – Þórhallsstöðum.

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi segir að skammt suður frá bænum Skógarkoti sé stekkur og þar „vanalega kallað Ölkofrustaðir“. Þennan stekk kallar Kr. Kalund Þórhallsstaði og segir að Þórhallur ölkofri eigi að hafa búið þar.

Ölkofri

Ölkofri – Gamlistekkur.

Ásgeir Jónasson segir frá Gamla-Stekk, stekk frá Skógarkoti, í grein sinni og segir líkur á að þar hafi Ölkofrastaðir verið. Af þessu má sjá að engan veginn er víst hvar fornbýlið á Þórhallastöðum í Bláskógum var, þar sem ölgerðarmaðurinn Þórhallur ölkofri bjó og Ölkofra þáttur segir frá; óvíst er hvort Þórhallastaðir sem þátturinn nefnir voru þar sem nú heitir Skógarkot eða hvort þeir voru á rústunum í leitinu fyrir sunnan Skógarkot eða einhvers staðar annars staðar í Bláskógum. Á bls. 148 er höfundur þó ekki í vafa um að bær Þórhalls Ölkofra stóð þar sem séra Björn Pálsson nefndi Þórhalls- eða Ölkofrastaði, Kalund Þórhallsstaði, Brynjúlfur frá Minna-Núpi Ölkofrustaði og Ásgeir Jónasson Ölkofrastaði eða Gamla-Stekk. Virðist höfundur velja heimildir fyrir þessari nafngift sem bezt falla að sannfæringu hans sjálfs um hvar Ölkorfi bjó en leiðir hjá sér óljósa meiningu heimildarmanna Jarðabókar þeirra Árna og Páls um að Þórallastaðir sé eldra heiti á Skógarkoti, en Ölkofra nafn á eyðibýli í skóginum á hrauninu.“

Í Lögréttu 1919 er grein um „Þingvelli við Öxará“:

Þingvellir

Þingvellir 1866.

„Þingvallasveit er með einkennilegustu og fegurstu sveitum hjer á landi. Í fornöld mun hún líka hafa verið með bestu búsældarsveitunum, sem marka má af þjettbýlinu, sem þar hefur verið. Nú er hún ekki nema skuggi einn hjá því sem áður var, hvað búsældina snertir, — á þeim tíma er hún öll var gróðri vafin og skógi skrýdd. Í sveitinni er nú skógurinn takmarkaður á litlu svæði, á hrauninu norður af Þingvallavatni milli Almannagjár og Hrafnagjár. Og allstaðar bera þessar skógarleifar vott um, að þeim er ofþjakað af fjárbeit. Hraunylurinn, jarðvegurinn og veðursældin hafa haldið skóginum við — þar sem hann er, annars væri hann fyrir löngu upprættur, og bæirnir komnir í eyði, sem mest nota hann. En allar líkur eru til að samt reki af því, fyr eða síðar, a hann hverfi með öllu, ef ekki verður tekið bráðlega í taumana.

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

Engar brigður er hægt að bera á það, að Þingvallasveit hefur öll verið skógivaxin í fornöld, og það jafnvel alla leið norður undir Skjaldbreið. Það sannar bæði landslagið jarðvegurinn og loftslagið. Sveitin liggu langt frá sjó, en þó ekki hærra en 100—200 metra yfir sævarflöt. Saltir sævarvindar hafa ekki náð að blása inn á þetta svæði, er skapað hafi skóginum aldur. Ekki stafar skógeyðingin heldur af eldgosum eða skriðum. Hún á eingöngu rót sína að rekja til óskynsamlegrar aðferðar mannanna sjálfra, sem búið hafa við skóginn. Þeir hafa rifið hann upp með rótum, höggið hann takmarkalaust og ofboðið honum með fjárbeit.
Mörgum hefur verið illa við skóginn, þótt hann tefja fyrig smalamensku og rýra ullina á sauðfjenu á vorin, og óskað honum því norður og niður. Þess eru dæmi enn í dag, að bændur á skógjörðunum hafa haft það á orði, og þeir væru búnir að kveikja í skóginum og brenna hann til kaldra kola, ef þeir vissu það ekki fyrirfram, að landið mundi blása upp á eftir og breytast í gróðurlausa auðn. Hræðslan við þetta hefur hlíft skóginum á einstaka stað á landinu. En menn hafa þó ekki alstaðar verið svo skynsamir að sjá þetta — fyr en eftir á, — þess vegna hefur verið herjað á skóginn með fjárbeit, eldi og járni, — gengdarlaust og fyrirhyggjulaust, hann upprættur á stórum svæðum og landinu breytt í eyðimörk.

Þingvellir

Skógarkot – fjárhús og hlaða.

Í Þingvallasveit hlaut skógurinn fyrst að hverfa af bersvæði, hálsum, hæðum og halllendi, þar sem ekkert skjól var í neinni átt, og minst var mótstöðuaflið gegn eyðingunni. Jafnskjótt og skógurinn hvarf breyttust skilyrðin fyrir hann að vaxa upp aftur, enda hafði hann ekkert næði til þess vegna sauðfjárbeitar. Og þegar skógurinn var horfinn allstaðar í sveitinni, nema á litlum bletti í Þingvallahrauni, fengu allir bændur í sveitinni samt undantekningarlaust aðgang að skóginum til fjárbeitar, kolagerðar, eldiviðar og raftviðar.

Sigurðarsel

Sigurðarsel á Þingvöllum.

Vegna þess hve mikið orð fór af skógargæðunum í Þingvallahrauni, náðu bændur úr öðrum hjeruðum ítaki í honum, gerðu þar til kola, og sóttu þangað óspart eldsneyti. Í eina tíð átti Skálholtskirkja ítak í Þingvallaskógi. Þá var og sóttur viður í Þingvallaskóg neðan úr Grafningi, hjeðan af Suðurnesjum og vestan úr Kjós. Engan þarf því að furða þótt skógarleifarnar í Þingvallahrauni sjeu nú rýrar, eftir alt sem á undan er gengið.
Jarðabók Árna Magnússonar telur 30 jarðir í Þingvallasveit árið 1711; af þeim voru 14 í eyði. Ennfremur hafði Á. M. það eftir munnmælum, að 50 bæir hefðu verið í sveitinni fyrir pláguna miklu (Svartadauða) 1402, og að Hrafnabjargir hafi staðið í miðri sveit. Sá bær stóð langt norð-austur í hrauninu niður undan Hrafnarbjargarklettum. Umhverfis þann stað er nú gróðurlaust og berblásið hraun að kalla má.
Byggðabýli í Þingvallasveit eru nú 16 að tölu og eyðibýlin 15, sem menn vita fyrir víst að voru í ábúð fyrr á tímum. Flestöll eru þau nefnd í jarðabók Á. M. Og eru þau þessi:

Þingvellir

Vatnskot – fjárhús.

1. Bárukot fyrir ofan Almannagjá, en norðan Öxarár. Var af sumum mönnum bær þessi kallaður Þverspyrna eða Fótakefli. Kotið var fyrst byggt árið 1684, og var í ábúð aðeins 8 ár og lagðist svo í eyði.

Hrafnabjörg

Hrafnabjörg.

2. Grímastaðir eða Grímakot var skammt fyrir norðan Bárukot. Árið 1711 sást þar votta fyrir garðhleðslu og mun að líkindum sjást fyrir henni enn. Bær þessi mun áður hafa heitið Grímsstaðir og kenndur við Grím hinn litla, sem getið er um í Harðarsögu og Hólmverja, og byggði hann þar fyrstur og hafði stórt bú.
3. Múlakot, af sumum nefnt Mosastaðir, var sunnan undir Sleðási norður við Ármannsfell. Um 1680 var sá bær byggður upp úr fjárhúsum frá Svartagili. Ekki hafði það verið í ábúð nema eitt eða tvö ár.
4. Litla-Hrauntún stóð langt norðri á Þingvallahrauni hjer um bil miðja vegu milli Ármannsfells og Hlíðargjár. Liggur sú gjá norður af Hrafnagjá.
5. Hrafnabjörg. Sá bær stóð fyrir ofan Hlíðargjá upp undan svokölluðum Prestastíg. Er sögn manna, að þar hafi verið hálfkirkja til forna.
Þar sjest enn fyrir mannvirkjum.
6. Bövarshóll er örnefni í skóginum skammt frá Vellankötlu. Býli þetta var komið í eyði löngu fyrir 1700. — Sagt er að bylið hafi tekið nafn af Böðvari nokkrum, sem kvað hafa byggt það fyrstur. Um 1680 er sagt, að maður nokkur að nafni Sæfinnur nafi búið þar rúmlega hálft ár eða svo, og hafi þar dáið.

Þingvellir

Þórhallsstaðir – fjárhús.

7. Ölkofra var bær norðaustur í hrauninu frá Þingvöllum. Fyrir austan Skógarkot er enn þá örnefni, sem heitir Ölkofrastaðir og Ölhóll. Mun bá bær hafa dregið nafn af Þórhali. Ölkofra, sem Ölkofra-þáttur er af. Gerði Ölkofra öl á alþingi. Hann kveikti í Goðaskógi í Þingvallahrauni. Þá var bær hans kallaður Þórhallastaðir í Bláskógum. Bær þessi var í ábúð um 1700, en þar áður ýmist byggður eða í eyði.

Ölkofra

Ölkofra – Þórhallsstaðir – loftmynd.

8. Þórhallastaðir. Sá bær lagðist í eyði í Svartadauða, en löngu seinnra er sagt, að bærinn hafi verið byggður upp aftur þar sem Skógarkot er nú, og að þar hafi þeir staðið áður. Hjer virðist eitthvað blandað málum með eyðibýlin. Að líkindum hafa Þórhallastaðir og Ölkofra verið sami bærinn, og ýmist verið kenndur við Þórhall eða Ölkofra, og færður þangað, sem Skógarkot er nú. Þó ei ekki loku fyrir það skotið, að hjer geti verið um tvo bæi að ræða.
9. Eiríksstaðir eru sagðir að hafa staðið fyrir norðan Mjóafell, milli þess og Skjaldbreiðar. Bæjar þessa er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss og Ármannssögu. Eiríkur frá Eiríksstöðum var einn þeirra manna sem glímdu á Hofmannafleti.
10. Fíflavellir áttu aS hafa verið landsuður frá Skjaldbreið. Getið er um þenna bæ í Ármannssögu.
11. Rótólfsstaðir voru norðan undir Miðfellsfjalli.
12. Kárastaðakot var bygt úr Kárastaðalandi um 1685. Þar var búið í 6 ár, svo lagðist það í eyði.
13. Neðridalur var bær í dalnum norður af Stíflisdal. Hann lagðist í eyði í Svartadauða. Um 1700 sást þar votta fyrir giringum og tóttum.
14. Hólkot var í landsuður frá Síflisdal. Þar var byggð fyrir Svartadauða. Sagt er, að þar hafi sjest fyrir tóftum og garðhleðslu. 15. Móakot var byggt á 19. öld, milli Skálabrekku og Heiðabæjar. Það var í ábúð að eins sárfá ár.

Hrafnabjörg

Prestastígur og Hrafnabjörg.

Hvort nokkuð er hæft í því, að 50 bæir hafi verið í Þingvallasveit á 13. og 14. öld og þar áður, og að Hrafnabjargir, sem áður eru nefndar, hafi staðið í miðri sveit, er ekki hægt að fullyrða; hefur það ekki verið rannsakað. En ekki er ósennilegt að svo hafi verið, því að Skógarsveitir voru yfirleitt mjög þjettbýlar til forna. Til þess að ganga úr skugga með það, þarf að rannsaka alt það svæði, sem líkindi eru til að byggðin hafi náð yfir í Bláskógum. Sagt er, að enn sjáist leifar af tóftum norður undir Skjaldbreið. En hvort það eru fornar bæjarrústir, vita menn ekki. Svo gæti víðar fundist, ef vel væri leitað.

Nýi-Þingvallahellir

Nýi-Þingvallahellir.

Hafi byggð verið áður í Þingvallahrauni, á skóglendi, þar sem nú er algerlega berblásin jörð, hafa bæirnir lagst í eyði af öðrum orsökum en þeim, að menn fengjust ekki til að búa á jörðunum, ef það hefði verið nokkur leið. Jarðirnar lögðust í eyði sökum þess, að skógurinn var rifinn og upprættur með öllu, en landið bljes upp og varð óbyggilegt.
Að líkindum hefur alt svæðið fyrir norðan og austan Þingvallavatn heitið Bláskógar til forna. Hefur það verið mjög víðáttumikið land, og allt skógi vaxið. Í útjöðrum skógarins, þar sem byggðin náði lengst til fjalla, var jarðvegurinn, að líkindum, mjög þunnur ofan á hrauninu, þar var hættan mest fyrir uppblæstri. Enda byrjaði uppblásturinn þar. Vindurinn skóf jarðveginn alveg ofan á hraun, þar sem skógurinn var upprættur, og jafnt í kringum býlin sem annarstaðar. Skógarkjörrin sem stóðu eftir hjer og hvar í afdrepi hjeldust ekki við til lengdar. Þegar alt var berblásið í kring um þau. Vindur og vatn svarf að utan, þangað til allur gróður var upprættur. Túnkragarnir kringum kotin stóðu lengst, því að þar var ofurlítil rækt í jarðveginum og gróðurmoldin þjettari fyrir, en urðu þó að lokum vindi og vatni að bráð, svo ekki sást örmull eftir af þeim heldur.

Skógarkot

Skógarkot – fjárhús.

Skógeyðingin og uppblástur landsins færðist smám saman suður eftir Þingvallahrauni og tók með sjer hvert býlið á fætur öðru og jafnaði þau að jörðu. Það er því ekki að undra, þótt litlar eða engar menjar sjáist eftir horfnu býlin í Þingvallasveit.

Þingvallahraun

Þingvallahraun.

Nú eru að eins eftir 4 býli í Þingvallahrauni; verður ekki annað sjeð, en að þau eigi fyrir höndum sömu útreið og horfnu býlin.
Skóginum er spillt enn í dag á þessu svæði, og landið blæs árlega upp. Og upp koma snoðnir, gráhvítir og berlásnir hraunkollar, sem áður báru grænan og þjettvaxinn skóg og litfögur blóm.
Þegar hraunið er orðið bert og nakið, verður það smámsaman mosavaxið. Með tímanum fúnar mosinn og myndar nýjan jarðveg, — nýja gróðurmold. — Jurtafræ berst á ný yfir á jarSveginn og festir þar rætur, og hraunið klæðist aftur grösum og skógi. Náttúran ræktar sig sjálf á þennan hátt, ef hún má vera sjálfráð; en til þess þarf hún að njóta algerrar friðunar um langan aldur.
Skógurinn hefur hingað til verið lífæð býlanna á Þingvallahrauni. Jafnskjótt og hann hvarf, hurfu býlin líka. Og þessir 4 bæir: Þingvellir, Skógarkot, Hrauntún og Vatnskot, sem telja má að sjeu leifar af heilli sveit í Þingvallahrauni, standa og falla með skóginum. Þeir hverfa úr sögunni fyr eða síðar, af sjálfsdáðum, þegar skógurinn er horfinn. Ef ekki tekst að halda í skóginn, verður fornhelgi þingstaðurinn — hjarta landsins, sem kallað er — svo útleikinn í framtíðinni, að þar sjást engar minjar fornra mannvirkja, og umhverfi hans eintóm gróðurlaus eyðimörk.

Þingvellir

Vatnskot.

Það var níðingshönd, sem breytti skóglendinu í gróðurlausa auðn og öræfi. Og það þarf volduga verndarhönd til að hjálpa náttúrunni að græða og bæta aftur það, sem spilt hefur verið. Verður það ekki gert með öðru mót, en að afgirða svo vítt svæði, sem skógur vex í Þingvallahrauni, eða svæðið frá Ármannsfelli, milli Almannagjár og Hrafnagjár, suður að Þingvallavatni. Gera síðan Þingvelli að friðlýstum þjóðskemmtigarði til gagns og gleði fyrir þjóðina, og hafa þar griðastað öllum íslenskum jurtategundum, sem þar geta þrifist og aukið kyn sitt, óáreitt um aldur og æfi.

Hrafnabjörg

Hrafnabjörg undir Hrafnabjörgum.

Þetta getur ekki komist í framkvæmd, nema því að eins að búpeningsrækt sje útrýmt á þessu svæði. Og þá verður að taka ábúð af 4 býlum, sem eru á Þingvallahrauni, og
áður eru nefnd. Þeim verður að fórna undir þjóðgarðinn. Þau hljóta að fara í eyði, hvort sem er, þegar skógurinn er upprættur. Og að því ræðst fyr eða síðar, ef búskapur á þeim verður rekinn hjer eftir sem hingað til, og með sama fyrirkomulagi.
Meðan landið var gróðursælt og skógurinn blómlegur, voru stórbú á jörðunum. En búskapnum hefur alt af farið hnignandi öld eftir öld á jörðum þessum. Því til sönnunar má geta þess, að árið 1397 voru 14 kýr á Þingvöllum, en 1711 voru þær ekki orðnar fleiri en 7. Nú mun ekki hægt að hafa þær fleiri en 3. Hrauntún var 1711 selstöð frá Þingvöllum. Þar var ekki sjálfstæð ábú fyr en á 19. öld. Má þar nú hafa 1—2 nautgripi.

Þingvellir

Skógarkot.

Á Skógarkoti voru árið 1711 9 nautgripir. Nú munu þar vera 2—3.
Á Vatnskoti voru þá 4 kýr og 3 geldneyti. Túnkraginn gefur nú ekki af sjer hálft kýrfóður, hvað þá meira. Enda hefur kotið lengi verið í eyði. En fyrir nokkrum árum síðan var það tekið í ábúð. Á þessum 4 jörðum eru engar útheysslægjur, eða hafa verið, aðrar en þær, sem sækja verður langt út fyrir Þingvallahraun, víðsvegar út um fjallahaga.
Af þessu má sjá, að búskapnum hefur farið hnignandi að sama skapi og skóginum. Jarðirnar gefa nú ekki af sjer meira ræktað fóður en ein lítilfjörleg jörð annarstaðar á landinu.“

Þingvellir

Skógarkot – rétt.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1937 er fjallað um „Örnefni í Þingvallahrauni“:
„Að norðvestan við Lágbrún er ávalur jafn halli að henni, sljettur að ofan, sem heitir Leiti; nær það frá Stekkjarvörðubölum með Lágbrún að Hrútabrekkum, sem eru vestan í löngum grjóthól frá norðri til suðurs, austan vegarins. Leiti nær einnig alla leið heim að Gamla-stekk; hann er norðvestast á Leitinu og var notaður frá Skógarkoti. Stekkurinn er þar, sem líkur eru fyrir, að ölkofrastaðir hafi verið. Þar bjó Ölkofri eða Þórhallur sá, er ölið bruggaði fyrir alþingisgesti og brenndi Goðaskóg.

Konungsvegur

Konungsvegur að Skógarkoti um Þingvallahraun.

Þar var haldið við litlum túnbletti fram undir 1900, og þar var brunnur fram yfir þann tíma, sem var þrauta-vatnsból frá Skógarkoti; hann þraut ekki, nema þegar þurkar og frost hjeldust vikum samam Ölkofrastaðir eða Gamli-Stekkur eru suðaustan-undir hárri hæð, sem heitir nú Stekkjarhæð, og er þar skjól talsvert í norðanveðrum. Vestan í hæðinni er mjög djúpur dalur með bröttum brekkum og klapparbrúnum, sem einnig er kenndur við ölkofra, og vestan við dalinn er Ölkofrahóll.
Vestur-að Hrútabrekkum, að Sauðasteinum, heitir Hrútabrekkuskógur. Skammt fyrir ofan Sauðasteina, vestan-við Veiðigötu, þar sem fyrst sjezt heim að Skógarkoti, þegar gatan er farin, er lítill hóll með smá-vörðubroti; hún heitir Hellisvarða. Þar undir er hinn frægi Hallshellir, sem um nokkur ár dró að sjer athygli fjölda fólks, og skal nú skýrt frá, hvernig hann fjekk frægð sína.
Sumarið 1902 var sá, er þetta ritar, vinnumaður í Skógarkoti hjá Hannesi bónda Guðmundssyni. Þá var þar einnig drengur, sem heitir Kristján Schram og nú hefur í mörg ár verið starfsmaður hjá Gasstöðinni í Reykjavík. Eitt sinn, er við komum úr veiðiför neðan af vatni, hvíldum við okkur í laut þeirri, sem er norðan við hólinn; fundum við þar litla holu, sem var að mestu lokuð af jarðvegi
og lyngi. Þegar við rifum þar til, komum við niður í helli, auðvitað „fullan af myrkri“. Síðar fórum við þangað með ljós og sáum, að hellirinn var talsvert stór, og garður hlaðinn um hann þveran; fyrir innan garðinn er hann svo lágur, að skríða verður á fjórum fótum.

Þingvellir

Í Hallshelli.

Næsta sumar, 1903, var á ferð á Þingvöllum enski rithöfundurinn Hall Caine. Hann hafði heyrt talað um helli þennan, skoðar hann og þykist finna eitthvað merkilegt við hann, sem hvorki hann sjálfur eða aðrir vissu hvað var. Svo var hellinum gefið nafn hans, og hann kallaður Hallshellir, og verður nú frægur mjög. Þyrpist þangað múgur og margmenni, sem allt verður vonsvikið á merkilegheitunum, sem von var, en gaf bóndanum í Skógarkoti góðan skilding, því að allir þurftu á fylgd að halda, og kostaði hún krónu í hvert skipti. Dýrð þessi mun hafa staðið eitt eða tvö sumur; svo fjaraði þessi heimska út, eins og fleiri, og er Hallshellir nú fyrir löngu fallinn í þá fyrri gleymsku.

Þingvellir

Þingvellir – Pelahella.

Rjett fyrir ofan Hrútabrekkur er brött klöpp í veginum, sem heitir Pelahella. Vestur af henni, austan Veiðigötu, eru smáhólar, sem heita Gráuklettar. Traðirnar í túninu liggja til suðvesturs; fram af þeim er stór, sljettur hellubali, sem heitir Vaðmálsbali; munu þar hafa verið breidd vaðmál til þerris; þar var einnig þurkuð ull, meðan það var í tízku. Yfir Vaðmálsbala liggur vegurinn við túngarðinn og frá honum, einnig Vatnskotsgata og Veiðigata.
Jón Kristjánsson, er bjó í Skógarkoti 1840—84, stækkaði þar túnið talsvert til suðurs; sú stækkun er kölluð Gerði; þar voru kvíaær bældar á nóttum, þegar búið var að hirða af því heyið. Þangað voru einnig kvíarnar fluttar; var ánum hleypt út eftir kvöldmjaltir, og lágu þær hreyf ingarlausar, þar til birta tók. í túninu suðaustur af bænum er djúp laut, er Möngudalur heitir. Beint austur af bænum er bali dálítill, sem heitir Harðhaus. Þar var ætíð hafður hrísköstur, sem notaður var til eldsneytis á vetrum. Bærinn stendur sunnan í hæð, sem nefndur var Balinn; uppi á honum voru fjárhús og heyhlöður. Þar, sem hann er hæstur, er sundurklofinn hóll, sem heitir Rjettarhóll. Austan-við hann, norðan-við túngarðinn, var fjárrjett, og austan við túnið tvö lambhús; nú er allt þetta óþarft orðið. Austast í túninu var brunnhola, sem fljótt þraut vatn í; var þá eins og í gamla daga leitað til gamla Ölkofra með drykk, og ef hann þraut, sem sjaldan var, meðan brunnurinn var hirtur og haldið við, varð ,að sækja vatn á hestum niður í Tjarnir, h.u.b. hálfrar stundar ferð.

Þingvellir

Þingvellir – minningarsteinn um Jón H. Jóhannsson frá Skógarkoti við Ölkofra í Jónslundi.

Milli túnsins í Skógarkoti, norðan við götu, sem liggur að Ölkofra, er dálítill klapparbali, sem heitir Þverhóll. Austan-við túngarðinn eru litlir klapparhólar; þeir heita Brunnklettar. Austur-af lambhúsum, fyrir austan túnið, er stór hóll sundurklofinn, sem heitir Skygnir; er þaðan gott til yfirsýnar austur í Brúnarhallann og yfir hraunið þar á milli. Hjeðan hallar hrauninu lítið eitt austur að Höfðum og Mosalágarhæð; er á þessu svæði skógarlítið, og þar eru Eyður þær, sem áður voru nefndar.

Þingvellir

Þingvellir – brunnur Ölkofra.

Góðan kipp austur frá Skyggni er hæð lítil, sem snýr frá norðri til suðurs, með brekku vestan í, sem heitir Sand-„Gíslahæð“. Í brekkunni er lítið gildrag með sandflagi, og gæti hugsazt, að hæðin hefði nafn af gilinu og rjetta nafnið væri Sandgilshæð; stutt fyrir austan hana eru strýtumyndaðir smáhólar, sem heita Strýtuhólar. Þar fyrir austan tekur við áður-nefndur Magnúsarklettsskógur með Mangúsarkletti h.u.b. í miðju; er það nokkuð hár, sjerstakur hraunklettur; nær skógur þessi í austur að smáhólum, sem heita Músarhólar; eru þeir rjett fyrir norðan áðurnefndan neðri eða vesturenda á Bruna; norður frá þeim ganga lágir og sljettir mosabalar með gras- og skógarlautum, allt austur að Syðri-Gapahæð.
Rjett fyrir norðvestan túnið í Skógarkoti er brekkumynd vestan í hæð, sem heitir Rjettarhæð; skammt norðvestur þaðan eru vörðubrot á þremur smáhólum; þær heita Jafningjar. Austan við þær liggur hin nýja gata upp að Hrauntúni, sem rudd var um 1910 til 1912; áður var gatan upp svonefndar Brúnir.

Þingvellir

Þingvellir – Vellankatla.

Vestan Vellankötlu ganga tangar nokkrir út í vatnið; lengst skaga þar fram Grunnhólar. Fyrir austan þá eru Nautatangar. Grunnhólar eru talsvert hærri en hraunið þar í kring, sem er að mestu lágt og flatt. Uppundan Nautatöngum er Jórunnarvarða; þar varð úti 1884 kona frá Skálabrekku, er Jórunn hjet. Nokkru þar fyrir vestan gengur langur og krókóttur tangi út í vatnið; heitir hann öfugsnáði, og veit jeg ekkert hvernig á nafninu stendur. Var hann oft notaður til aðrekstrar á vorin frá Skógarkoti. Vestan-við hann er löng og hringbogin vík, sem oft er notuð til lendingarstaðar, þegar veiðin er bezt þar framundan. Hún heitir Öfugsnáðavík. Þar úti í vatninu er hólmi, sem heitir Langitangi; verpa þar bæði andir og kríur. Litlu vestar er Vatnskot. Þar voru víst fyrst hús fyrir ær og lömb frá Þingvöllum og síðar var þar það, sem kallað er þurrabúðar- eða hús-fólk. Það er, að það hafði ekki kýr eða bjó ekki við málnytu; þó mun það hafa haft einhvern sauðf jenað. Þess voru dæmi, að þar bjuggu tvær fjölskyldur.“

Í Vísindavefnum segir um sama umfjöllunarefni:

Þingvellir

Þórhallsstaðir.

„Í Ölkofra sögu, sem oftar er kölluð Ölkofra þáttur, vegna þess hve sagan er stutt er í upphafi lýsing á Þórhalli nokkrum á Þórhallsstöðum í Bláskógum. Hann var sagður lítill og ljótur. Ein helsta iðja hans var að selja öl á þingum. Hann hafði oft kofra á höfði en kofri var kollótt húfa sem bæði var borin af körlum og konum. Af húfunni og ölsölunni fékk hann viðurnefni sitt.
Í fornu máli var lýsingarorðið þungeygur notað um sjóndapra. Merkingin í „honum voru augu þung“ er sú sama.
Sagan segir einnig að „honum voru augu þung“. Merkingin er hin sama og í lýsingarorðinu þungeygur sem þekktist í fornu máli í merkingunni ‘sjóndapur’ en er ekki notað lengur. Í Íslenskri orðabók frá 2002 er orðið merkt með krossi en skýringin á krossinum er „fornt eða úrelt mál“.

Í B.A. ritgerð Gunnars Grímssonar segir m.a.:

Þingvellir

Þingvellir – örnefni.

„Þetta verkefni hefði líklega aldrei náð svona langt ef ekki væri fyrir ómælda hjálp frá þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá sérstaklega frá Einari Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsverði, sem hefur stutt mig mikið í þessari vinnu frá upphafi, hvatt mig áfram og boðið mér að taka virkan þátt í fornleifarannsóknum innan þjóðgarðsins. Auk þess hefur Torfi St. Jónsson, verkefnastjóri á Þingvöllum, bent mér á ýmsar afar gagnlegar ritheimildir og lesið yfir ritgerðina. Ég þakka þeim kærlega fyrir þeirra stuðning. Einnig vil ég þakka Margréti H. Hallmundsdóttur innilega fyrir alla samvinnuna og fyrir ráðgjöf tengda hvers kyns vinnu við fornleifaskráningu auk borkjarnarannsóknar sem við framkvæmdum í Þingvallahrauni undir hennar stjórn í september 2019. Guðrúnu St. Kristinsdóttur í Stíflisdal og Jóhannesi Sveinbjörnssyni á Heiðarbæ þakka ég fyrir samtöl um fornleifar, yfirlestur og ýmsar ábendingar, sem hjálpuðu við að bæta heildarmynd eyðibyggðarinnar á Þingvöllum. Síðast en ekki síst vil ég þakka félaginu Ferlir, með Ómar Smára Ármannsson í fararbroddi, fyrir að hafa deilt með mér hnitum frá ferðum sínum til Þingvalla árin 2007–2012, sem urðu mikill hvati að þessari vinnu.

Prestastígur

Skuggasteinn við Prestastíg.

Þingvellir eru einn merkasti sögustaður Íslands. Þar var alþingi háð frá um 930 til 1798 eða í hartnær átta aldir. Fyrsti þjóðgarður landsins var stofnaður á Þingvöllum. Voru lögin um þjóðgarðsstofnun samþykkt 1928 og tóku þau gildi 1930 þegar haldið var upp á þúsund ára afmæli alþingis. Íslenska lýðveldið var formlega stofnsett á Þingvöllum 17. júní 1944 (Björn Þorsteinsson, 1986). Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004 vegna sögu og fornleifa staðarins auk gildis þeirra sem „helgistaðar þjóðarinnar“ (UNESCO, 2004).

Þingvellir

Vatnskot.

Þingvellir eru nú einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir langa sögu og miklar minjar hafa fornleifarannsóknir innan þjóðgarðsins á Þingvöllum verið færri en ætla mætti.

Þingvellir

Þingvellir.

Fjölmargar minjar hafa verið skráðar innan þinghelginnar (Sigurður Guðmundsson, 1878; Matthías Þórðarson, 1922, 1945; Guðmundur Ólafsson, 1986; Margrét H. Hallmundsdóttir, óútgefið) en lítið hefur verið um eiginlega fornleifauppgrefti, sem hafa flestir verið tiltölulega smáir í sniðum (Sigurður Vigfússon, 1881; Matthías Þórðarson, 1922, 1945; Adolf Friðriksson o.fl., 2006; Orri Vésteinsson, 2004; Margrét H. Hallmundsdóttir og Hansen, 2012). Rannsóknirnar hafa þá mestmegnis beinst að minjum innan þinghelginnar en ekki hefur verið fjallað eins mikið um minjar utan hennar, sem eru leifar eyðibyggðarinnar á Þingvöllum. Eyðibyggðarinnar er helst getið sem eins konar viðauka við umfjöllun um alþingisstaðinn (Sigurður Vigfússon, 1881; Matthías Þórðarson, 1945) en hún er sjaldan í aðalhlutverki (Brynjúlfur Jónsson, 1905) og heildstæða samantekt vantar. Aðeins hefur verið grafið á einum stað í þjóðgarðinum utan þinghelginnar, svo vitað sé (Brynjúlfur Jónsson, 1895). Hugmyndir um eðli og umfang eyðibyggðarinnar á Þingvöllum eru því langt frá því að vera fullmótaðar.

Þórhallsstaðir

Þingvellir

Súlur – séðar frá Þingvöllum.

Um 600 metrum austan Skógarkots eru Þórhallsstaðir (mynd 12) eða Þórhallastaðir. Nafnið tengist Ölkofra þætti, sem fjallar um Þórhall „ölkofra“ sem býr á Þórhallsstöðum í Bláskógum en ekki er sagt nánar frá staðsetningu bæjarins í sögunni. Það er alls ekki sjálfgefið að Þórhallur, ef hann var í raun og veru til, hafi búið á þessum stað en ekki annars staðar, eins og í Skógarkoti eða lengra uppi í hrauninu, þar sem hann vann til kolagerðar (Íslenzk fornrit XI, bls. 83–85). Í Jarðabókinni er sagt frá munnmælum um að hinir fornu Þórhallsstaðir hafi verið þar sem Skógarkot er nú. Samkvæmt Jarðabókinni var búið á þessum stað 1695–1704 og bærinn kallaður Ölkofrastaðir eða Ölkofra (JÁM II, bls. 364) en síðar varð staðurinn að Stekkjartúni frá Skógarkoti og var kallaður Gamli-Stekkur (Ásgeir Jónasson, 1939, bls. 152).

Þingvellir

Þingvellir – í Skógarkoti.

Sjáanlegar minjar á yfirborðinu tengjast flestar búskap Skógarkotsmanna á 19. og 20. öld. Þar hefur verið ræktað tún sem helst enn og á því er nokkuð heillegt fjárhús. Brunnur er á miðju túninu og einnig er annar náttúrulegur brunnur í dæld, Ölkofradal, vestan túnsins. Lítill túngarður hefur verið hlaðinn umhverfis túnið en hann er víða horfinn undir gróður. Norðan fjárhússins sést móta fyrir leifum ferhyrnds mannvirkis. Gæti það annaðhvort verið kálgarður, sem Skógarkotsbóndi hlóð úr veggjarústum Ölkofrastaða um aldamótin 1900 (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 46) eða Gamli-Stekkur (Ásgeir Jónasson, 1939, bls. 152). Athygli vekur þó að mannvirkjaleifarnar standa ofan á yfir metra hárri upphækkun, mögulega manngerðum bæjarhól, með tilheyrandi rannsóknarmöguleikum.“

Heimildir:
-Dagblaðið Vísir, 220. tbl. 27.09.1986, Haustferð til Þingvalla, bls. 8.
-Skýrslur um landshagi á Íslandi, 2. bindi. 01.01.1861, Þingvellir, bls. 613-614.
-Pressan, 26. tbl. 02.07.1992, Suðurland – Þingvellir, bls. 22.
-Umhverfið, 1. tbl. 01.07.2013, Gönguleiðir á Þingvöllum, Guðrún St. Kristinsdóttir, bls. 4.
-Saga, 1. tbl. 1985, Öxar við ána, Guðrún Ása Grímsdóttir, Helgi Þorláksson, Sverrir Tómasson, bls. 254.
-Lögrétta, 19. tbl. 07.05.1919, Þingvellir við Öxará, bls. 1.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1937, Örnefni í Þingvallahrauni, bls. 151-154.
-Vísindavefurinn – https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72803
-Kortlagning eyðibyggðarinnar á Þingvöllum með flygildum og hitamyndavél, B.A.-ritgerð, Gunnar Grímsson, HÍ – 2020.

Þingvellir

Reykjanesviti

Ritblindu slær oft í augu blaðamanna og fleirri er fjallað er um „Reykjanesskagann„.

Reykjanes

Reykjanes.

Í umfjöllun þeirra er skaginn í heild jafnan nefndur „Reykjanes„. Reykjanes er hins vegar einungis ysta táin á Reykjanesskaganum. Nesið er eldbrunnið, þar eru lág fjöll og hnúkar úr móbergi, jarðhiti, klettótt strönd og hraun runnið í sjó fram.

Skálafell

Skálafell á Reykjanesi.

Á Reykjanesi ber mest á Skálafelli, sem er hæsta fellið, og Valahnúk eða Valahnúkum, sem er(u) yst. Mikið brotnar úr Valahnúk á hverju ári, enda brýtur hafaldan úr honum nánast í hverju roki. Yst á tánni eru svokallaðar Skemmur. Þar hefur sjór brotið hella undir efsta hraunlagið og hafa hellisþökin sums staðar brotnað niður. Þetta veldur því að þegar hvasst er og álandsvindur (suðvestan) þá brotnar hafaldan með miklum dyn inn í hellana og standa svo gosstrókar upp um götin. Er þetta oft mikið sjónarspil.

Sunnan og austan við Valahnúk er gjá nokkur, sem nefnd er Valborgargjá. Í henni er hraungjóta nokkur eða sprunga með vatni, sem áður var volgt.

Reykjanes-sundlaug

Reykjanes – sundlaug.

Yfir hana var byggt hús eða skúr snemma á 20. öld og þar kennt sund áður en sundlaugar komu til sögu í byggðarlögunum á utanverðum Reykjanesskaga og man enn margt eldra fólk eftir því er það var að læra að synda þar. Á ströndinni utan við Valbjargargjá er Valahnúkamöl, stórgrýtt fjara þar sem allir steinarnir eru lábarðir og núnir. Margir telja að nafnið Valbjargargjá sé afbökun, því að Valahnúkur heitir líka Valabjörg, og gæti gjáin þá augljóslega heitið Valabjargagjá, sem hefði afbakast í Valbjargargjá og Valborgargjá.

Reykjanes - valahnúkar

Gamli vitinn á Valahnúkum.

Á Reykjanesi var fyrsti viti á Íslandi reistur árið 1878. Hann var uppi á Valahnúk. Árið 1896 urðu jarðskjálftar sem röskuðu undirstöðu vitans og varð þá ljóst að byggja varð nýjan vita. Hann var reistur á Bæjarfelli um 400 m frá Valahnúk. Þeirri staðsetningu fylgdi þó sá galli, að Skálafell skyggir á vitann séð úr suðaustri. Þess vegna var reistur annar lítill viti (Litliviti) úti á Skemmum og kalla sumir hann hálfvitann. Frá Reykjanesi er óslitið haf allt til Suðurskautslandsins.

Jón Baldvinsson

Togarinn Jón Baldvinsson RE 208 á strandsstað undir Krossavíkurbergi.

Reykjanes hefur löngum verið slysasamt fyrir sæfarendur. Eitt mesta strand þar varð árið 1950 er olíuskipið Clam strandaði þétt upp við hamravegginn sunnan Valahnúks. Um 50 manns voru í áhöfn, helmingur Kínverjar og helmingur Englendingar. Hluti áhafnarinnar fór í björgunarbáta, en hluti var um kyrrt í skipinu. Allir sem fóru í björgunarbáta fórust, en hinum var öllum bjargað af björgunarsveitinni Þorbirni frá Grindavík, en skipið brotnaði í spón á staðnum innan skamms. Þessi atburður var rótin að skáldsögunni Strandið eftir Hannes Sigfússon, en hann var einmitt á Reykjanesvita þegar þessir atburðir gerðust.
Reykjanesskagi er suðvesturhluti Íslands, sem skagar eins og ólögulegur fótur til vesturs út úr meginlandinu. Skaginn er sunnan Faxaflóa, sem er stærsti flói við Ísland.

Reykjanes

Reykjanes – jarðfræðikort.

Jarðfræðilega er Reykjanesskagi allt svæðið austur að Ölfusá, Sogi, Þingvöllum og í Hvalfjarðarbotn. Hins vegar er í daglegu tali oftast átt við svæðið vestan (sunnan) Hafnarfjarðar og frá Krýsuvík og vestur (suður) úr, þegar talað er um Reykjanesskagann. Venjulega er talað um að fara suður þegar haldið er út skagann, en inn þegar farið er til baka. Suðurnesjamenn fara inn eftir til Reykjavíkur og eru þeir því einir landsmanna sem ekki fara suður til Reykjavíkur, heldur suður heim til sín. Ysti hluti skagans heitir Reykjanes (það er hællinn á fætinum).

Björn Gunnlaugsson

Björn Gunnlaugsson – kort af Reykjanesskaga.

Gróft séð er skaginn um 50 km langur og 20 km breiður eða um 1000 ferkílómetrar, sem samsvarar lauslega reiknað 1% af landinu. Hann einkennist af fjöllum, sem eru flest frekar lág móbergsfjöll, mynduð við gos undir jökli á ísöld, og hraunum, sem runnið hafa bæði fyrir landnám og á sögulegum tíma. Skaginn er frekar gróðursnauður en þó má finna þar ótrúlegan tegundafjölda ef vel er að gáð. Jarðfræðilega er svæðið mjög athyglisvert og ennfremur er það kjörið til útivistar og gönguferða.

Helstu fjöll á Reykjanesskaga vestanverðum eru Langahlíð (sem blasir við frá Reykjavík), Vatnshlíð (austan við Kleifarvatn), Sveifluháls og Núpshlíðarháls (sem einnig heita Austurháls og Vesturháls) og er norðurendi þess síðarnefnda Trölladyngja og Grænadyngja, Keilir, Fagradalsfjall, Þorbjörn (Þorbjarnarfell) og Festarfjall. Mörg fleiri mætti nefna, en þau eru smærri.

Trölladyngja

Trölladyngja á Reykjanesskaga.

Á Reykjanesskaga eru mörg byggðarlög. Að slepptu höfuðborgarsvæðinu öllu (sem fræðilega tilheyrir skaganum) eru þar Vatnsleysuströnd og Vogar, Reykjanesbær (Keflavík, Ytri- og Innri Njarðvík og Hafnir), Garður, Sandgerði og Grindavík auk Keflavíkurflugvallar, en þar er allstórt byggðarlag á íslenskan mælikvarða. Einu nafni eru þessi byggðarlög oft nefnd Suðurnes og er heildaríbúafjöldi um 16000 manns og fer vaxandi og þar að auki bandarískir hermenn og skyldulið þeirra á Keflavíkurflugvelli. Atvinnulífið byggist mest á sjósókn og fiskvinnslu í smærri byggðunum, en á iðnaði, þjónustu og verslun í Reykjanesbæ, sem er eins konar höfuðstaður svæðisins.

Svartsengi

Svartsengisvirkjun.

Öll þessi byggðarlög eru kynnt með heitu vatni frá Hitaveitu Suðurnesja í Illahrauni. Hún er reyndar oft kennd við Svartsengi, þar sem fyrstu tilraunaholur voru boraðar áður en vinnsla hófst, en á endanum var orkuverið reist í Illahrauni, sem ber nafn með rentu. Affallsvatn frá Hitaveitunni myndar Bláa lónið, sem nú er einhver fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum. Lónið þykir vera heilsulind og er meðal annars notað við lækningu á sjúkdómnum psoriasis og ýmsum húðútbrotum og exemum.

Að lokum má geta þess, að gefnu tilefni, að Grindavík er og hefur aldrei verið á Suðurnesjum.

Heimild m.a.:
-http://is.wikipedia.org/wiki/Reykjanesskagi

Reykjanesskagi

Reykjanesskaginn – fyrrum landnám Ingólfs.

Ísólfsskáli

Jafnan er þess gætt að vitnað sé í skráðar heimildir um nýskrif við hinu og þessu. Háskólanemendum er t.d. kennt að setja ekkert á blað, nema þeir geti vitnað í skráðar heimildir. Sjálfstæð öflun heimilda eða hrakning skráðra heimilda er yfirleitt ekki metin að verðleikum.

Heimildir
Háskólalært fólk forðast sjálfstæða heimildaleit, t.d. á vettvangi. Það dirfist heldur ekki að efast eða gagnrýna áður skráðar heimildir, jafnvel þótt þær virðist augljóslega rangar. Málið er að áður skráðar heimildir þurfa alls ekki að vera réttar, eins og dæmin sanna.

Fræðafólk vitnar yfirleitt í skráðar heimildir, gjarnan ritaðar. Flest gerir það athugasemdalaust þótt augljóst megi virðast að sumar heimildarnar eru í besta falli ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar.

Þá er í skrifum oftlega stuðst við skráðar heimildir, t.d. við fornleifaskráningar. Það gerir það jafnan að verkum að u.þ.b. 40% minja á tilteknum svæðum fær nákvæmlega enga athygli, þrátt fyrir raunverulega tilvist þeirra. Dæmi um slíkt má nefna fjárborgirnar þrjár ofan við Staðarborgina á Vatnsleysuströnd. Þeirra var hvergi getið í skráðum heimildum og rötuðu því ekki inn í nýlega fornleifaskráningu af svæðinu.

Brunntorfufjárskjól

Brunntorfufjárskjóls er ekki getið í skráðum heimildum. Samt er það á þeim stað, sem það er.

Örnefnalýsingar eru oftast skráðar eftir einum aðila. Frásögn hans ratar inn í lýsinguna, en allt þar fyrir utan virðist ekki vera til, a.mk.  þegar vitnað er í skráðar heimildir, s.s. minjar, sem voru aflagðar löngu fyrir tíð hlutaðeigandi, eða minjar, sem voru þá í nýtingu, en þóttu ekki sérstaklega í frásögu færandi. Ágætt dæmi um slíkt eru selsminjar. U.þ.b. þriðjungi þeirra er getið í skráðum heimildum, þriðjungur finnst auk þess eftir áður óskráðum viðtölum við fólk, sem þekkir vel til staðhátta, og þriðjungur finnst við leit eftir fyrirliggjandi óskráðum örnefnum.

FERLIRshöfundi leiðist gjarnan þegar fræðafólk virðist svo upptekið að sjálfu sér við að vitna í skráðar heimildir að allt annað, sem engu minna máli virðist skipta, er látið liggja óskipt hjá garði.

Heimildir:
-https://skrif.hi.is/ritver/skraning-heimilda/
-https://www.ru.is/bokasafn/heimildavinna/apa-stadallinn/munnlegar-heimildir/
-https://is.wikipedia.org/wiki/Heimild

Nessel

Fyrst var skoðuð Breiðagerðisborg á hól norðan þjóðvegarins skammt austan Breiðagerðis. Þá var gengið upp með Búrfelli vestan Hlíðarenda og Ólafsskarðsvegi (eins og hann er í dag) fylgt áleiðis að Geitafelli. Gamli Ólafskarðsvegurinn (ómerktur) lá upp frá Litlalandi og kom að norðausturhorni Geitafells þar sem hann liggur áfram upp heiðina.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar farin hafði verið ca. 2/3 af leiðinni (u.þ.b. ½ klst) birtist Hlíðarendaselið á milli hóla þar sem leiðin ber efst í brúnina. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur norðan þeirra. Á bak við selið að au er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.

Litlalandssel

Litlalandssel – uppdráttur ÓSÁ.

Haldið var til austurs yfir heiðina og síðan hallað aðeins til suðurs. Eftir u.þ.b. 25 mín gang var komið að Liltalandsseli. Það er utan í hól þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er stekkur. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu. Það sést þó betur þegar komið er neðan frá Litlalandi. Ætlunin var að leita einnig að Breiðagerðisseli, sem er þarna undir klettavegg nokkru austar, en ákveðið var að láta það bíða og reyna fremur að nálgast það frá Hlíðardalsskóla við tækifæri.
Komið var við í Nesseli og stöðvað við Impólaréttina. Réttin, sem greinilega er mjög gömul er í Imphólum neðan Hellisþúfu. Þjóðvegurinn liggur nú í gegnum hólana og eru meginummerkin eftir réttina sunnan vegar.
Frábært veður.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Dalssel

Á Vísindavefnum er spurt: „Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?“
Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur og sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, svaraði eftirfarandi:

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – herforingjakort frá 1910. Fagridalur efst t.v.

„Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef marka má örnefnalýsingar, þótt Fagradalsnafnið lifi góðu lífi á ýmsum kortum.

Fagradalsfjall

Fagridalur – Nauthólar og Dalssel.

Örnefnið Fagridalur á sér langa sögu. Þess er getið í gömlu skjali sem var skrifað upp eftir afgömlum og rotnum blöðum úr bréfabók Gísla Jónssonar sem líklegast er frá því um 1500 — en nafnið gæti hæglega verið eldra. Í skjalinu er fjallað um landamerki milli Voga og Grindavíkur og talið að Vogar eigi land neðan frá að Kálfsfelli og upp að Vatnskötlum fyrir innan Fagradal. Markalínan milli hreppanna tveggja hefur annars löngum verið umdeild og Fagridalur komið þar við sögu. Í upphafi 18. aldar var til að mynda uppi ágreiningur um selstöðu í dalnum og vildu hvorir tveggja, Stóru-Vogamenn og Járngerðarstaðamenn, eigna sér hana fyrir búpening sinn. Það gæti bent til að þar hafi enn verið einhverjar gróðurtorfur og þótt vænlegt til sumarbeitar, en mörg örnefni með forliðnum Fagri-/Fagra- vísa einmitt til grænku og góðra nytja — ekki síst ef samanburðurinn er kolsvört hraun eða örfoka svæði. Tóftir selsins sem rifist var um, Dalssels, eru enn sýnilegar. Í heimildum frá árinu 1840 er dalurinn sagður stórgrýttur af skriðum og graslítill, þó er tekið fram að hann hafi fyrrum verið fagur.

Dalssel

Dalssel – uppdráttur ÓSÁ.

Þótt Fagridalur sé ekki í alfaraleið, og formlega séð hafi nafnið verið fallið úr notkun staðkunnugra um miðja 20. öld, hefur hann sett ótvírætt mark á önnur örnefni í kring. Fagradalsfjall er kennt við dalinn og sömuleiðis hefur nafni hans verið skeytt framan við nöfn tveggja fella sem eru kölluð Fagradals-Vatnsfell og Fagradals-Hagafell — til aðgreiningar frá öðrum samnefndum fellum sem eru austar og kennd við Hraunssel. Þetta eitt og sér bendir til að Fagridalur hafi verið vel þekktur og miðlægur í vitund þeirra sem þekktu til landslags á svæðinu, kannski ekki síst vegna landamerkjadeilna, selstöðunnar og götu sem tengdi byggðir á norðan- og sunnanverðum Reykjanesskaga og lá um dalinn.
Nýlega hefur enn eitt örnefni bæst í afsprengjahóp Fagradals, Fagradalshraun, sem dregur þó nafn sitt ekki beint af dalnum (enda rennur það ekki um hann) heldur fremur af Fagradalsfjalli og eldstöðvarkerfinu, Fagradalsfjallskerfinu.“

Fagridalur

Í Fagridal.

Þess má geta í Örnefnalýsingu Lofts Jónssonar fyrir Hraun er þess getið að selið í Fagradal [Dalssel] sé í landi Þórkötlustaða, en ekki Járngerðarstaða, sbr:
„Austast á Nauthólaflötum er hóll sem heitir Nauthóll. Vestan flatanna er uppblásið land, nú aurmelar, kallað Aurar en hét áður fyrr Fagridalur og er svo nefnt á korti. Nyrsti hluti Fagradalsfjalls heitir Fagradalsvatnsfell og er í landi Þórkötlustaða. Þar norður af er Fagradalshagafell, lítt áberandi að norðanverðu. Vatnskatlar uppi á Fagradalshagafelli eru landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða. Eitthvað af nefndum örnefnum vestan Fagradalsfjalls að innanverðu gætu verið í landi Þórkötlustaða.“
Við þetta má bæta að Aurar og Fagridalur eru sitthvað. Fagridalur var gróinn og er það enn að hluta, líkt og nafnið bendir til, en Aurarnir eru norðvestan dalsins, suðaustan við Kálffell (sem er þó annað er sýnt er á kortinu. Það Kálffell er efst í Vogaheiðinni og hýsir m.a. Oddshelli og fjárskjólin honum tengdum). Aurar eru afurð lækjar er rann niður um norðanverðan Fagradal og myndaði þá neðan dalsins. Dalsselið frá Þórkötlustöðum var á bakka lækjarins, sem nú hefur þornað upp.

Sjá meira um Fagradal og „Fagradalshraun“ HÉR.

Heimildir:
Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn, 7. bindi, Reykjavík 1902-1907.
„Fagradalshraun og Fagrahraun urðu fyrir valinu.“
Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1855. Guðlaugur R. Guðmundsson og Svavar Sigmundsson sáu um útgáfuna. Sögufélag 2007.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. bindi. Kaupmannahöfn 1923-24.
Sesselja G. Guðmundsdóttir. Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla Keflavíkurvegarins). 2. útg. aukin og endurskoðuð. Lionsklúbburinn Keilir 2007.
Örnefnalýsing Hrauns í Grindavíkurhreppi e. Ara Gíslason. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Örnefnalýsing Hrauns í Grindavíkurhreppi e. Loft Jónsson. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81912

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – Fagridalur efst til vinstri.

Kapelluhraun

Jónatan Garðason skrifaði grein í Morgunblaðið 1995 undir fyrirsögninni „Lýst er eftir hrauni – Finnandi vinsamlegast skili því til Hafnarfjarðar„:

Auðvinnanlegasta efnið er skafið ofan af, segir Jónatan Garðarsson, og landið skilið eftir í sárum.

Jónatan garðarson„Umhverfismál eru í brennidepli, landeyðing hér á landi er með því mesta sem þekkist í heiminum og stöðvun gróðureyðingar er afar brýnt verkefni. Þjóðin er að vakna til vitundar um ástandið, það sýnir áhugi almennings á hverskyns ræktun og uppgræðslu.
Mörg fyrirtæki hafa lagt lóð á vogarskálarnar, sala áburðarpökum gerir sitt gagn og ekki má gleyma fjölda félagasamtaka sem vinna þrotlaust starf á þessu sviði. í okkar harðbýla landi þarf lítið að fara úrskeiðis til að röskun verði á lögmálum náttúrunnar. Um aldir gekk þjóðin ótæpilega á gæði landsins eins og óþrjótandi nægtarbrunn. Það var því mikið gæfuspor þegar Skógrækt ríkisins var stofnuð samkvæmt lögum árið 1907. Hlutverk hennar er m.a. að vernda, friða og rækta skóga og skógarleifar, græða upp skóga þar sem henta þykir og leiðbeina um meðferð skóga og kjarrs svo nokkuð sé nefnt. Starfsemi skógræktarfólks hefur leitt til mikilla framfara í ræktunar- og uppgræðslumálum þjóðarinnar og víða hefur útliti landsins verið breytt úr auðn í græna reiti. Það skýtur því skökku við að í landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni á sér nú stað gríðarleg landeyðing. Fyrir nokkrum áratugum fékk skógræktin um 2.000 ha lands úr Kapelluhrauni að gjöf til ræktunar. Svæðið telst hluti af Almenningi og utan skipulags. Þar hefur ræktunarstarf skapað myndarlega lundi á fallegum reit sem á eftir að gleðja komandi kynslóðir. Í hluta gamallar hraunnámu á sömu slóðum var rallykross-braut komið fyrir uppúr 1990, með leyfi skógræktarinnar og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.
Náman átti að vera aflögð, en 6. febrúar 1992 gerði Skógrækt ríkisins samning við Borgartak og seldi fyrirtækinu 1.000.000 m3 (eina milljón rúmmetra) af hraunfyllingu í Kapelluhrauni. Vinnslusvæðið er í miðju hrauninu, sem er mosagróið apalhraun með stökum birkihríslum, burknum, lyngi og öðrum hraungróðri á stangli í skjólgóðum gjótum. Hraunið rann á sögulegum tíma, árið 1151, úr eldstöð í Undirhlíðum, yfir eldra hraun og er því stundum nefnt Nýjahraun. Þarna má lesa jarð- og gróðursögu á mjög glöggan og skýran máta.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – námusvæðið.

Samningurinn við Borgartak færði skógræktinni 12.000.000,- krónur í nettó tekjur eða kr. 12 án vsk. á rúmmetra. Borgartak selur síðan hvern m3 af unnu efni á 104 krónur án vsk. í ársbyrjun 1995 komu fram upplýsingar um að búið væri að vinna 1/4 efnisins eða 250.000 m3, en í maílok, aðeins 5 mánuðum síðar, kemur í ljós að Borgartak hefur nú þegar unnið helming umsamins efnis, 500.000 rúmmetra.

Mosi

Mosi í Selhrauni.

Verktakinn hefur líkast til fjórfaldað kaupverðið og hagnast um tugi milljóna, enda gerði hann einkar hagstæðan samning við skógræktina. Ef eingöngu hefði verið unnið frekara efni úr gömlu námunni, hún t.d. dýpkuð og jarðefni unnin nokkra metra niður í hraunæðina hefði mátt réttlæta vinnsluna. En verktakinn er fyrst og fremst að yfirborðsvinna mosagróið hraun upp á eina milljón fermetra. Það er unnið hörðum höndum við að ryðja burt gróðurþekjunni á sem skjótastan hátt. Efsta laginu af grónu landi er rutt burt, en samkvæmt stefnumörkun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði er alfarið lagst gegn slíkri yfirborðsvinnslu á óröskuðu hrauni. Þessu mikla jarðraski virðist ætlað að tryggja frekari námavinnslu þarna í framtíðinni. Aðeins er farið einn til tvo metra niður þar sem dýpst er unnið ofan í hraunæðina, auðvinnanlegasta efnið skafið ofan af og landið skilið eftir í sárum.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – námusvæðið sunnan Hafnarfjarðar.

Það kom íbúum Hafnarfjarðar í opna skjöldu að verið væri að aka tugþúsundum tonna úr. Kapelluhrauni á sama tíma og Umhverfisnefnd og bæjarverkfræðingur voru að móta stefnu um efnistökumál í bæjarlandinu. Samningurinn virðist hafa verið gerður án vitundar bæjaryfirvalda og komst málið nýverið í hámæli. Náttúruverndarráði Íslands var heldur ekki tilkynnt um þessar fyrirætlanir skógræktarinnar. Nú hefur ráðið blandað sér í málið og reynir að leita samninga, en tíminn vinnur með verktakanum. Á meðan heldur gegndarlaus efnistaka áfram af fullum krafti. Flest bendir til að reynt hafi verið að láta samningsgerðina fara hljótt.

Raiðimelur

Stóri-Rauðimelur neðan Almennings 2023.

Almennt var álitið að landspjöll vegna yfirborðsvinnslu hrauns heyrðu sögunni til. Í greinargerð sem Þóroddur F. Þóroddson jarðfræðingur vann fyrir bæjaryfirvöld 27. október 1986 um „Hagnýt jarðefni í landi Hafnarfjarðar“ mælir hann eindregið gegn slíkri vinnslu í Kapelluhrauni og víðar: „Efnistaka úr apalhrauni er yfirleitt til mikilla lýta í landinu,“ segir í greinargerðinni. Þá segir Þóroddur einnig: „Efnistaka eins og tíðkast hefur t.d. meðfram Krýsuvíkurvegi og Bláfjallavegi er óverjandi frá sjónarmiði umhverfisverndar. Mikið efni má fá af svæðum sem „búið“ er að vinna með því að hirða upp hrúgöld og ganga betur frá námusvæðum.“ Hraunvinnslu í bæjarlandinu var að mestu hætt þegar skýrslan kom fram, en um langt árabil hafði Landgræðslusjóður leyft umfangsmikla vinnslu í landi sínu sunnan Straumsvíkur og haft um 50 milljónir á núvirði í tekjur af efnissölunni. Hraunvinnsla á vegum Hafnarfjarðarbæjar var einnig að mestu aflögð á þessum tíma, en sú vinnsla var þó margfalt minni í sniðum en í landi Landgræðslusjóðs. Á þessum tíma var einhugur að skapast um að opna ekki nýjar námur til vinnslu, heldur nýta betur „gamlar námur“ að undangenginni skipulegri úttekt á efnisgæðum námanna.

Kaspelluhraun

Kapelluhraun – gróðurvin í hrauninu.

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum Jóns Loftssonar skógræktarstjóra við málinu. í frétt sem birtist í DV 22. apríl sl. vegna mótmæla skotveiðimanna á malarnáminu í Kapelluhrauni er haft eftir Jóni: „Ég átta mig ekki á því hvað mennirnir eru að fara. Þarna var náma sem ekki var nógu vel gengið frá. Þá er gert ráð fyrir samkvæmt skipulagi að þarna rísi iðnaðarbyggð. Þess vegna var gengið til þessara samninga og gerðar strangar kröfur um frágang. Þegar þetta verður búið verða tilbúnar þarna lóðir og þá geta Hafnfirðingar tekið til við að byggja þarna einhverjar ljótar verksmiðjur.“

Lönguhlíðahorn

Mosi undir Lönguhlíðahorni.

Skógræktarstjóri heldur í það haldreipi að svæðið sé skipulagt fyrir iðnað og því þarft að ryðja það. Þetta er alrangt. Hið sanna í málinu er að árið 1990 var lögð fram tillaga að aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1988-2008. Þar var m.a. sýnt iðnaðarsvæði sem gæti komið til álita eftir 40-50 ár. Tillögunni var hafnað hjá skipulagsstjórn ríkisins og fór aldrei í kynningu og auglýsingu í samræmi við skipulagslög. Hún hefur því ekkert lagalegt gildi. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1980-2000 er gert ráð fyrir framtíðariðnaðarbyggð einum kílómetra suður af núverandi iðnaðarsvæði eða um tvo kílómetra frá umræddu hrauntökusvæði. Það er því ljóst að ætlunin var alls ekki að hreyfa neitt við hrauninu í landi skógræktarinnar.
Í ársbyrjun 1992 sótti Skógrækt ríkisins til bæjaryfirvalda um leyfi til að skipuleggja iðnaðarbyggð á þessu svæði, en málið var ekki samþykkt. Þrátt fyrir það fór stórfelld jarðvinnsla í gang. Stærð vinnslusvæðisins sem skógræktin seldi er milljón rúmmetrar og jafnast það á við 150-200 fótboltavelli á stærð við Laugardalsvöllinn. Ef mið er tekið af íbúðarbyggð má reisa 15 einbýlishús á ha, en svæðið er 100 ha og gætu 1.500 einbýlishús rúmast á því. Samkvæmt núgildandi staðli búa 3,5 íbúar í hverju einbýlishúsi sem þýðir 5.200 íbúa byggð og mun það teljast eitt og hálft skólahverfi. Námaréttindi á þessu svæði seldi skógræktin fyrir 12 milljónir króna, sem er u.þ.b. verðgildi eins einbýlishúss.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Skógræktin og Landgræðslusjóður hafa unnið mikið gagn við erfiðar aðstæður þrátt fyrir rýra sjóði. Það réttlætir samt ekki allar gerðir þeirra. Þeim hafa einfaldlega verið mislagðar hendur hin síðari ár í þessum efnissölumálum. Sjónarmiðin voru vissulega önnur á árum áður, þegar augu fólks voru lokuð fyrir málefninu. En svona vinnubrögð eiga ekki að tíðkast í dag.
Það er ekki óraunhæf krafa, að stjórnendur Skógræktar ríkisins og Landgræðslusjóðs ígrundi málin vel og leiti utanaðkomandi álitsgerða áður en ákvarðanir af þessu tagi eru teknar. Að sjálfsögðu verða þeim á mistök eins og öðrum, það er mannlegt. En tímarnir breytast stöðugt og kröfurnar með og þess vegna er nauðsynlegt að líta öðru hvoru yfir farinn veg og leiðrétta mistök sem kunna að hafa verið gerð. Þetta á jafnt við um menn og málefni, stofnanir og stjórnvöld.

Mosi

Mosahraun á Reykjanesskaga.

Nú er Náttúruverndarár Evrópu og megináhersla er lögð á náttúruvernd utan friðlýstra svæða. „Tilgangur Náttúrverndarársins er að opna augu almennings, landeigenda, landnotenda, skipulagsyfirvalda og bæjar- og sveitarstjórna fyrir því að það er ekki nóg að vernda náttúruna á ákveðnum friðlýstum svæðum, svo sem þjóðgörðum, friðlöndum eða fólkvöngum. Eigi náttúruvernd að vera virk og árangursrík er jafnframt nauðsynlegt að hlúa að náttúrunni utan slíkra svæða,“ segir Sigurðar Á. Þráinssonar, starfsmaður umhverfisráðuneytis, í grein sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl s.l. Í ljósi þessa er óskiljanlegt að skógræktarstjóri skuli reyna að verja gerð samningsins við Borgartak. Hann yrði maður að meiri ef hann viðurkenndi einfaldlega að um mistök hafi veriðað ræða, rifti samningnum og stöðvaði efnistökuna áður en meiri spjöll verða unnin á svæðinu. Hraunið tilheyrir fornum Almenningi Álftneshrepps, sem nú er með réttu í lögsögu Hafnarfjarðar, og ég leyfi mér að efast um rétt skógræktarinnar eða annarra aðila, til að selja, gefa eða ráðstafa þessu landi með einum eða öðrum hætti.
Skógræktarstjóri hefur slæman málstað að verja og framganga hans í málinu hingað til hefur aðeins grafið undan því trausti sem fólk hefur borið til Skógræktar ríkisins um áratugaskeið. Skógræktinni ber að bæta land, ekki eyða því eins og nú er verið að gera í Kapelluhrauni.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 146. tbl. 01.07.1995, Lýst er eftir hrauni – Finnandi vinsamlegast skili því til Hafnarfjarðar, Jónatan Garðarsson, bls. 34.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – Helgafell fjær.

Selalda

Eftirfarandi fréttir tveggja dagblaða um væntanlegan urðunarstað sorps í „Selöldu í Krýsuvík“ er ágætt dæmi um fávitahátt þeirra er hlut áttu að máli – og hversu stutt er á milli glapræðis og skynsemi. Selalda er eitt af djásnum Reykjanesskagans, bæði hvað jarð- og menningarminjar varðar.

Í Dagblaðiðinu Vísi árið 1987 segir eftirfarandi um fyrirhugaða sorpurðunarstað í Selöldu:

Nýir sorphaugar í Selöldu við Krýsuvík?

Selalda - sorp„Ruslið af höfuðborgarsvæðinu á Íslandi er heimsmet. Um 110.000 tonn falla til af því á ári. Eftir þrjú ár verður sorpstæðið við Gufunes yfirfullt. Líklegast er, eftir miklar athuganir, að flytja verði höfuðborgarruslið til urðunar í Selöldu, út við sjó sunnan Krýsuvíkur. Það er 40 kílómetra leið í staðinn fyrir þá fjóra kílómetra sem nú þarf að aka frá Elliðaárbrúnum.

Sorpvinnsla óarðbær

Þetta er niðurstaða nefndar frá átta sveitarfélögum á þessu svæði. Hún lét kanna eina fimm möguleika á vinnslu sorpsins til orkuframleiðslu og síðan leita uppi hugsanlega urðunarstæði. Á tímabili leit ekki illa út að vinna sorpið í köggla til varmaframleiðslu í verksmiðjum, til dæmis fiskimjölsverksmiðjum. Þetta féll um sjálft sig þegar olían snarlækkaði í verði.
Aðrir orkuvinnslukostir reyndust of dýrir eða að ekki fannst markaður fyrir orkuna. Þá var urðunarleiðin eftir. Augu nefndarmanna beindust að 74 hektera, fjögurra metra djúpri mýri á Álfsnesi í Kjalarneshreppi og 120 hektara, tveggja metra djúpri mýri í Saltvík í sama hreppi. En hreppsnefndin og hreppsbúar hafa lagst gegn þessari notkun jarðanna og þar við situr að svo komnu.
Til þessara jarða eru 15-20 kílómetrar frá Elliðaárbrúnum. Enginn sérstakur stofnkostnaður er áætlaður vegna urðunar á þessum svæðum. Rekstrarkostnaður vegna sorpflutninga og -urðunar í Saltvík er metinn um 115 milljónir króna á ári eða 1145 krónur á sorptonnið.

Selalda líklegust

Selalda

Minjar við Selöldu; Krýsuvíkursel og bærinn Eyri.

Næsti kostur til urðunar, að mati nefndarinnar, er eldstöðin Selalda í landi Krýsuvíkur, nær sjónum. Þar er móberg í yfirborðinu. Þangað eru 40 kílómetrar og rekstrarkostnaður vegna sorpflutninga þangað og urðunar er áætlaður 137 milljónir króna á ári eða 1.365 krónur á tonnið. Þar að auki þarf að endurbæta Krýsuvíkurveginn eða leggja nýjan veg fyrir 75-125 milljónir króna. Veginn þarf raunar að bæta hvort sem er.

Krýsuvík

Krýsuvík – herforingjaráðskort.

Ókannað er að hve miklu leyti þessi kostnaður félli á sveitarfélögin annars vegar og ríkið hins vegar. Landið er í eigu Hafnarfjarðar.
Um leið og urðun á sorpi af höfuðborgarsvæðinu færist fjær því telur nefndin að koma verði fyrir móttöku á jarðvegsefni, svo sem úr húsgrunnum, í hverju sveitarfélagi. Eins verði að koma á móttókuhusum í byggðinni þar sem sorpinu verði safnað dags daglega og það pressað til flutnings á sérstökum farartækjum á urðunarstaðinn. Aðalmóttökustöð myndi kosta um 50 milljónir króna en útibú frá henni 10-20 milljónir.

Sorphlutafélag

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg neðan Selöldu.

Sorpnefndin leggur loks til að aukarusl frá heimilum og minni fyrirtækjum eigi griðastaði í gámum sem nú þegar er farið að koma fyrir hingað og þangað. Hún fjallar um gjaldtöku vegna sorpeyðingarinnar og undirstrikar mikilvægi þess að hún verði í sem mestu samræmi milli sveitarfélaganna.
Upp úr þessu nefndarstarfi á nú að stofna hlutafélag, Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins hf. Það er næsta skrefið í málinu. Fyrsta verkefni þess verður að velja sorpeyðingarúrræði, líklegast urðun í Selöldu með öllu tilheyrandi.“ – HERB

Í Þjóðviljanum árið 1988 segir um sama efni:

Sorpið stefnir í Selöldu

Selalda - sorp
„Gufunes tekur við í tvö ár enn. Tvœr móttökustöðvar reistar. Ingi U. Magnússon; Óvíst hvað verður gert við bílhrœ og annað brotajárn í framtíðinni.
Allt bentir nú til þess að að sorp frá höfuðborgarsvæðinu verði í framtíðinni urðað í Selöldu við Krýsuvík. En sá staður er einn af þremur sem stjórn byggðarsamlagsins Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins hafði í huga sem framtíðar sorphauga þegar hætt yrði að taka móti sorpi í Gufunesi.

Selalda

Selalda.

– Sorphaugarnir í Gufunesi taka ekki við nema í tvö ár í viðbót svo það er mjög þarft að fara að huga að þessum málum. Fari svo að Selalda verið valin sem framtíðar sorphaugar, eftir að Kjalnesingar höfnuðu beiðni félagsins um að fá að urða sorp í Álfsnesi, verður að koma upp móttökustöðum þar sem sorpið verður bögglað og flutt þannig í Selöldu, sagði Ingi Ú. Magnússon en hann á sæti í stjórn félagsins.
Ingi sagði að ljóst væri að hér þyrfti að koma upp aðstöðu til að pressa bílhræ og annað brotajárn, þannig að hægt verið að senda það úr landi til endurvinnslu. – Við leituðum eftir samstarfi við fyrirtækið Sindra sem fengist hefur við svona lagað áður, við vorum jafnvel tilbúnir að borga með þessum rekstri. Þeir gerðu okkur ákveðið tilboð sem við höfnuðum. Íslenska stálfélagið hefur líka verið inni í myndinni, sagði Ingi, en bætti við að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvað ætti að gera við brotajárnið.

Selalda

Selalda.

Fari svo að Selalda verði valin verða þeir sorphaugar ekki opnir almenningi eins og nú er heldur verða reistar tvær móttökustöðvar, önnur væntanlega á lóð gömlu sorpeyðingarstöðvarinnar í Ártúnshöfða. Þar verður sorpið pressað og síðan ekið með það út í Selöldu við Krýsuvík.“ -sg

Sem betur fer varð framangreind tillaga ekki að veruleika – landinu og afkomendum þess til heilla.

Heimildir:
-Dagblaðið Vísir-DV, 108. tbl. 15.05.1987, Nýir sorphaugar í Selöldu við Krýsuvík?, bls. 4.
-Þjóðviljinn, 147. tbl. 01.07.1988, Sorpið stefni í Selöldu, bls. 2.

Selalda

Selalda – berggangar.