Hvalsneskirkja

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1908 fjallar Matthías Þórðarson m.a. um nýfundinn rúnastein á Hvalsnesi undir framangeindri fyrirsögn (Nýfundinn rúnasteinn á Hvalsnesi).
Í dag er ekki vitað um rúnastein á Hvalsnesi. Hvar er þá þessi merkilegi steinn sem fyrrverandi þjóðminjavörður taldi ástæðu til að geta sérstaklega um í Hvalsnesárbókinni?
„Á skrásetningarferð minni um Suðurnes í ágústmánuði í sumar var mér sagt til tveggja rúnasteinsbrota á Hvalsnesi. Athugaði ég brotin (28. ágúst) og virtist mér þau vera úr sitt hvorum steini, svo ólík voru þau að sjá bæði að rúnalagi og allri gerð. Annað lá úti undir kirkjugarðsveggnum að sunnanverðu, fyrir utan hann; er það aftar hluti steinsins. Hitt var í hleðslunni í norð-vesturvegg kirkjugarðsins að innanverðu og sást á þá hlið sem rúnirnar voru á. efni beggja brotanna er grágrýti (dolerit) og er það brotið, sem í hleðslunni var, orðið eytt og  veðurbarið; hefði það verið hér mörg ár enn, var fyrirsjáanlegt að allt verk hefði eyðst af því.“
Þá getur Matthías um forgengileika grjótsins og að „allt letur er horfið af þeim á fám árum“ þótt víða megi enn sjá grafsteina allt frá 16. og 17. öld í kirkjugörðum.
Hvalsneskirkjugarður„Bæði brotin eru nú komin á Forngripasafnið, og er ég sá alla lögun þeirra og gat lagt þau saman, sá ég brátt, að þau áttu saman og að lítið vantaði í steininn. Lengd steinsins er nú á efri hlið 117 sm., en endafletirnir eru skáhallir og er neðri hlið steinsins um 9 sm. lengri. Að framan er steinninn 40 sm. að breidd, efri hliðin, en hann er allur mjórri í aftari endann, aftast um 20 sm. Efri röndin, sú er frá veit, er um 28 sm. að breidd, en þeim megin, sem að snýr, er steinninn aðeins 7 sm. að þykkt. Steinninn hefir verið lítið eitt lengri og hefir brotnað af áletruninni.
Sú hlið steinsins, er áletrunin er á, er allvel slétt af náttúrunni og virðist ekki hafa verið jöfnuð af mannavöldum; dálítið er hún hvelfd inn. Steinninn má heita fremur vel valinn og hefir aflaust verið lagður, en ekki reistur, á leiðið. Á fremri enda steinsins hefir verið höggvinn út upphækkaður kross, en mjög lágt upphækkaður (um 3-4 mm.) og höggvið einungis meðfram álmunum og um 4 sm. út frá þeim.“
ÁletruninÞá er rúnum þeim er mynda nafn á steininum lýst og reynt að ráða í þær. „Áletrunin er því í heild sinni þannig: hér hv[íe]r ingibrig [l]ofs dóter, þ.e. -Hér hvílir Ingibjörg Loftsdóttir-„.
Ekki er vitað hverjum steinninn heyrði. „Það er eftirtektarvert, að einn legsteinn er kunnur héðan frá Hvalsnesi áður, og af lýsingu dr. Kr. Kålunds af honum í „Isl. fortidslævninger“ (Kbh. 1882; bls. 46) sést, að hann mmuni vera ekki ósvipaður þessum að ýmsu leyti. ennfremur ber þess að geta, að 2 rúnasteinar eru komnir frá Útskálum, næsta kirkjustað, sjá „Isl. fortidsl.“, bls. 43-35; hvergi annars staðar hafa fundist ráunasteinar í Gullbringu, Kjósar- og Árnessýslu. Þessir þrír rúnasteinar frá Útskálum og Hvalsnesi, sem Kålund lýsir, flæktust til Kaupmannahafnar árið 1844; Hoppe stiftamtmaður sendi þá til forngripasafns Dana (nationalmusæet). Þar er og 4. íslenski rúnasteinninn; hann sendi þangað sama árið síra Ólafur Sívertsen í Flatey, og er hann úr Gufudalskirkjugarði.“
Fyrirspurn hefur verið lögð fram til Þjóðminjasafnsins um steininn frá Hvalsnesi. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann lítur út, ef hann þá kemur í leitirnar.

Heimild:
-Árbók Hins ísl. forleifafélags 1908, Matthías Þórðarson, bls. 48-52.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Keflavík

Gengið var frá höfninni í Keflavík neðan við Stekkjarhamar sunnan Vatnsness yfir að Grófinni, fæðingarbletti hins gamla bæjarhluta og rót byggðarinnar norðan Njarðvíkur.

Keflavíkurhöfn

Keflavíkurhöfn – 1959-1960.

Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana með tímanum að stærsta þorpinu á Suðurnesjum. Höfuðstaður svæðisins var þó eftir sem áður í Grindavík á sunnanverðu nesinu þar sem fólkið átti sér lengri undangenginn uppruna og betri samsvörun með landinu. Í Keflavík vann fólkið aðallega við sjósókn og fiskveiðar, líkt og í Grindavík þar sem fólkið þekkti auk þess menningu í raun, en faldi hana þó lengst af fyrir öðrum – undir steini. Menningin í Keflavík var af öðrum toga. Hún var lengi vel að mestu tengd versluninni og staupgjafmildi kaupmanna, en síðar barst hún niður í byggðalagið með öldum ljósvakans yfir girðingu umleikis Háaleiti.

Keflavík

Keflavík – Norðfjörðsverslunin.

Rekja má verslunarsögu Keflavíkur allt til upphafs 16. aldar og er vitað um þýska kaupmenn þar árið 1518. Undir lok 16. aldar komu Hamborgarkaupmenn til Keflavíkur en þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll Keflavík í hendur Kaupmannahafnarkaupmönnum. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Sjósókn var þar jafnan mikil, einkum eftir árið 1800 og þegar fyrsti vélbáturinn var keyptur 1907 markaði það tímamót í þróun staðarins.
Keflavíkurhreppur var stofnaður 1908 og þann 22. mars 1949 fékk Keflavík kaupstaðaréttindi.

Vatnsnesviti

Vatnsnesviti.

Frá því að Keflavík varð kaupstaður hefur hann verið stærsti kaupstaðurinn á Reykjanesinu. Afkoma bæjarins byggist enn nokkuð á sjósókn og vinnslu sjávarafla en einnig á margvíslegri þjónustu ekki síst í tengslum við Keflavíkurflugvöll, en vægi fiskvinnslu og útgerðar er ekki mikið í atvinnulífi bæjarins í dag.
Keflvíkingar voru mjög framarlega í saltfiskvinnslu og í byrjun 9. áratugarins var Keflavíkurhöfn önnur mesta útflutningshöfn sjávarafurða landsins. En í kjölfar kvótakerfisins fór að síga á ógæfuhliðina í þessari undirstöðuatvinnugrein á svæðinu og hefur bátum fækkað og flest fiskvinnslu- og frystihús hætt störfum.
Sjósókn Suðurnesjamanna á sér langa sögu. Frá Keflavík, Garði, Leiru, Njarðvíkum og Ströndinni var lengst af gert út fremur litla báta, tveggja manna för, fer- og sexæringa, og sóttu þeir mest í Garð- eða Leirusjó. Verslunin H.P. Duus í Keflavík keypti fyrstu skútuna til staðarins árið 1898, en útgerð hennar, og fleiri skipa sem verslunin eignaðist, var að mestu flutt til Reykjavíkur. Vélbátaútgerðin varð fljótlega mun mikilvægari fyrir Keflavík, en fyrsti vélbáturinn, Júlíus, var keyptur til staðarins frá Borgundarhólmi árið 1908, og frá árinu 1910 stækkaði flotinn ört.
Fyrir 1920 komu fáar nýjunar fram í fiskverkuninni, og mestallur afli sem átti að selja var saltaður og sólþurrkaður. Útvegsbændur lögðu fiskinn inn hjá kaupmönnum á ýmsum verkunarstigum.

KeflavíkÍ Lesbók Morgunblaðsins, 23. ágúst 2003 er grein um “Hugsunarlaust örlæti hafsins”. Í henni segir m.a. að “Íslendingar hafa átt í aldalöngu, óttablöndnu ástarsambandi við sjóinn. Öldum saman hafði þjóðin framfæri sitt aðallega af jörðinni, hún var bændaþjóð, svo að sjósókn skipti ekki miklu máli fyrir afkomu landsmanna. Bændur reru sumir til fiskjar handa sjálfum sér, en bátar þeirra voru jafnan litlir og leyfðu þeim ekki að róa langt frá landi. Þegar fram liðu stundir, stækkuðu bátarnir og sjósókn efldist verulega og varð sums staðar að álitlegri aukabúgrein meðfram ströndum landsins. Þó urðu ekki umtalsverð brögð að bátaútgerð fyrr en um miðja 19. öld; orðið útvegsbóndi birtist ekki á prenti fyrr en þá. Um þær mundir var vistarbandið enn við lýði. Bændur gátu beitt vinnuhjú sín hörðu og gerðu það margir, enda áttu þau ekki í önnur hús að venda. Vinnumenn voru gerðir út til fiskjar á opnum bátum og beinlínis sendir út í opinn dauðann í stórum stíl. Mannfallið var gríðarlegt: staðtölur sýna, að tíunda hverju karlmannslífi lauk með drukknun talsvert fram eftir öldinni sem leið“.

Keflavíkurhöfn

Keflavíkurhöfn fyrrum.

Halldór Laxness skrifaði magnaða ritgerð um málið lýðveldisárið 1944 og nefndi hana ,,Hvert á að senda reikninginn?” Þar lýsir hann því, hversu ,,mannfólkinu er kastað í sjóinn gegndarlaust eins og ónýtu rusli. Þessi sóun mannslífa er talin nokkurs konar sjálfsagður skattur, sem þjóðin greiðir útgerðinni.” Hann heldur áfram: ,,Upp og ofan er heimsstyrjöld meinlaust grín hjá því að veiða fisk á Íslandi. Hvern er verið að afsaka og fyrir hverjum að hræsna með því að prýða þessa sóun mannslífa með heitinu ,,fórn” og öðrum hátíðlegum nöfnum? Væri ekki nær að spyrja: Hvar er morðinginn?”

KeflavíkSjósókn á vondum bátum hjó djúp skörð í þjóðlífið. Þess voru ófá dæmi, að feður færu í sjóinn með fullorðnum sonum sínum og skildu ekkjurnar eftir með lítil börn. Það kom fyrir, að sjávarpláss misstu flestar fyrirvinnur sínar í einni og sömu sjóferðinni. Eigi að síður héldu menn áfram að æða til sjós í óhæfum bátum.
Hvers vegna? Ætli skýringin sé ekki sú, að menn þekktu ekki annað. Þessum ósið – að halda til hafs á ófærum bátum – var í fyrstu þröngvað upp á ófrjálsa vinnumenn í krafti vistarbandsins. Mannfallið komst í vana. Og þegar vinnumenn voru loksins orðnir frjálsir að því að velja sér búsetu og verkveitendur á eigin spýtur og vélbátar höfðu leyst skúturnar af hólmi, þá var ósiðurinn búinn að taka sér bólfestu í vinnumenningunni og þjóðarsálinni, nokkurn veginn eins og drykkjuskapur, skuldasöfnun og slagsmál á okkar dögum.

Keflavík

Fiskvinnsla í Keflavík fyrrum.

Sjávarútvegur átti drjúgan þátt í umsköpun íslenzks samfélags á öldinni sem leið, enda þótt forsenda framsóknarinnar í efnahagslífinu væri aukin verkmenning og menntun og fiskivæðing landsbyggðarinnar hæfist ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1970. Fram að þeim tíma var Reykjavík helzti útgerðarstaður landsins. Gjafir náttúrunnar geta þó reynzt vera blendin blessun. Ofveiði á tækniöld sýnir að örlæti getur snúist upp í andhverfu sína. Mikið mannfall við sjósókn á sinni tíð ýtti undir umburðarlyndi gagnvart þessum atvinnuvegi. Slíkt var hugsunarlaust örlæti hafsins.”
Gengið var framhjá Vatnsnesvita, en hann var byggður 1922 og mun vera 89 metra hár.

KeflavíkÞegar komið var að Stokkavör var rifjuð upp lýsing þess er Hallgrímur Pétursson steig þar á land 1637 ásamt nokkrum öðrum þeim, sem leystir höfðu verið úr haldi Tyrkjanna, þ.á.m. Guðríði Símonardóttur. Þar er og minnismerki um sjómenn þá, sem fórust í lendingu við Stokkavör 6. apríl árið 1930. Þegar komið var að Grófinni voru þátttakendur komnir með saltbragð í munninn og búnir að fá nokkuð góða tilfinningu fyrir aðstæðum sjómanna fyrr á öldum, þótt ekki hafi verið fjallað um verklagið eða fiskvinnsluna að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimildir m.a. :
-Lesbók Morgunblaðsins, 23. ágúst 2003.
-Saga Íslands á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson.
-Saga Keflavíkur, Bjarni Guðmarsson.

Keflavík

Saga Keflavíkur.

Austurengjar

Heimabæirnir í Krýsuvík áttu m.a. slægjulönd á Vestur- og Austurengjum. Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1987 segir m.a.: „Í Jarðabók sinni, telja þeir Arni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ.
Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé Krysuvik um aldarmoteign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum. Ekki fylgdu neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum.
Á flestum þessara 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa. Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta hluta. í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut, af hvoru Nýjalandi, um 50 hestburði, af nautgæfu heyi.“
vesturengjar-221Ari Gíslason skráði: Norður frá Nýjabæ, austan nýja vegar, er vatn það, sem heitir Grænavatn. Norðan þess tekur svo við láglendi og graslendi norður að Kleifarvatni, sem er allstórt vatn með allmerka sögu, en ekki fullrannsakaða og því ekki til umræðu hér. Svæðið þarna á milli má segja, að sé engjar og þá með ýmsum nöfnum. Fyrst má þá segja, að upp af þessum bæjum gengur hæðarrani fram í graslendið, sem skiptir engjunum í Vestur-Engjar og Austur-Engjar. Hæðarrani þessi heitir Litla-Lambafell nyrzt, og aðskilið af smálægð er þar norðar Stóra-Lambafell.
Nokkuð norðaustur frá Grænavatni, uppi í hæðinni, er svonefndur Austur-Engjahver. Var þar lítill vatnshver, en 1924 myndaðist þar stór leirhver, sem svo heldur nafninu. Austan við þennan hver heita Ásar. Á engjunum er þá fyrst næst Stóra-Nýjabæ Giltungur (líklega er það, áður en komið er á engjarnar). Þá er Höfði og Höfðamýri og Kringlumýri.

vesturengjavegur-221

Allt er þetta á Austurengjunum, sem fyrr eru nefndar. Sá hluti engjanna, sem næst liggur vatninu að sunnan, heitir Nýjaland, og skiptist það í Innra-Nýjaland og Fremra-Nýjaland. Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjastykki þessi liggja stundum undir vatni, svo árum skiptir. Það, sem skiptir þeim í Fremra- og Innra-Nýjaland, er malarhryggur mjór, sem liggur til vesturs frá norðurenda Hvammholts. En holt það er við suðurenda vatns austanverðan. Meðfram vatninu vestan holtsins eru svo Hvammar, engjastykki. Fremra-landið er miklu lengur slægt en hitt. Fyrrnefndur malarhryggur er nefndur Rif. Vestan við Fremra-landið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá, sem nefndur er Ós, inn á Innra-landið og svo í vatnið sjálft. Lækur þessi á upptök sín að mestu í Vestur-Engjum og Seltúnshverum, er síðar getur. En smálindir koma þó í hann af Austur-Engjum úr Hvömmum og Lambafellum.

seltun-221

Vestur-Engjarnar eru vestanvert við Lambafellin. Þar er svæði, sem heitir Norðurkotsnes. Milli þess og Lambafells er lækur, sem heitir Svuntulækur. Á Vesturengjunum er skorningur, sem nefndur er Ósgil, þá Fúlipollur og Fúlapollsrás. Þá er Flatengi. Vestan við Nýja-landið, sem fyrr er nefnt, er Kaldrani, sem fyrr var getið. Norðan við Kaldrana tekur svo við svæði, sem nefnt er Sandur (og nær inn með vatninu vestanvert, inn að Syðri Stapa. Á Vesturengjunum eru Lækjarengjar, og í Hvömmunum fyrrnefndu er Laug. Þá er á Vesturengjum stykki, sem heitir Svunta, og Svuntugil, þá er Svuntuhorn, og eitt af augunum heitir Steinkupyttur.“
Gísli Sigurðsson skráði: „Austur og upp frá Stóra-Nýjabæ lá Austurengjagatan meðfram Litla-Lambafell-221Dýjakrókum og vestan til við Tindhólsgil um Tindhólsbrekku sunnan undir Tindhól móbergshól nokkrum strýtum. Héðan lá leiðin um Öldurnar sunnanhalt við Austurengjahver, Engjahver eða Nýjahver eins og hann var kallaður, er hann kom upp eftir jarðskjálfta í Krýsuvík. Þá tóku við Austurengjarnar, sem munu hafa tilheyrt Nýjabæjunum að mestu eða öllu. Þar voru Nýjabæjarengjar. Þrætustykki. Kringlumýrar tvær Kringlumýrin efri og Kringlumýrin neðri og þá Seljamýri. Suður frá Engjunum var Litla-Fell. Hveralækurinn eða Austurengjalækur rann norðan mýranna með Litla-Lambafelli og niður milli þess og Stóra-Lambafells um Grófirnar og nefndist þá Grófarlækur.
Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu. Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja. Hér litlu ofar og austar er komið að Grænavatni. Kring um það að norðan, vestan og sunnan eru Grænavatnsmelar. Að því liggja Grænavatnsbakkar klettastallar. Suður frá GrSeljamyri-221ænavatni eru alldjúpir bollar, nefnast Stampar. Stóri Stampur og Litli Stampur grösugir og þar hafði fólk í Krýsuvíkurhverfi trú á að yxu lifgrös betri, en annarsstaðar. Á austurbakka Grænavatns er skarð, þar fellur inn lækur vatnslítill, nefnistFlóðalækur. Hann kemur úr Flóðunum, sem eru vestasti hluti Vesturengjasvæðisins, sem liggur milli Lambafellanna og Hálsins að norðan. Austasti hluti flóðanna nefnist Teitsflóð. Sunnan flóðanna upp undir holtinu og Lambafelli Litla voru engjasvæði, nefndust Teigarnir Álfsteigur neðri með holtinu, og Álfsteigur efri norðan í fellinu. Þá er Grófarteigur vestan Grófarlækjar. En austan Grófarlækjar voru Gullteigur neðri og Gullteigur efri og liggja vestan í Stóra-Lambafelli. En Grófarlækurinn fellur austur undir hlíðum fellsins. Af Grænavatnsmelnum liggur Vesturengjastígurinn upp nokkuð og austur. Þar er komið að svo kölluðum Vöðlum og lækur kemur ofan úr dölunum og nefnist Vaðlalækur og rennur niður í Flóðin. Þegar yfir Vaðlana kemur tekur við Vesturengjahæð með Vesturengjamóa eða Engjamóa og nær þetta svæði allt að Fúlapolli eða Leirpolli. Þá er komið í Seltún, Seltúnslækur skiptir Seltúni. Vestan við hann eru Seltúnsbörð. Á Seltúnslækjarbakka vestari stóð í eina tíð Námahúsið. Frá Fúlapolli rennur vatn lítill lækur, nefnist Svuntulækur. Neðarlega á engjunum tengist hann, rennur hann saman við Seltúnslæk.
Krysuvikurengjar - kortMyndast þarna engjateigur, sem nefnist Svunta. Neðan við þetta engjasvæði er Suðurkotsnes og Gvendarrimi. Austan við Seltúnslæk, sem einnig er kallaður Engjalækur, er Vesturengjalækur, er engi, er nefnist Flatengi og liggur niður með læknum. Þar neðst er svo Norðurkotsnes. Lengra niður með læknum er mikið land sem fer undir vatn þegar vex í Kleifarvatni, en kemur undan því er út fjarar, og var þarna oft gott slægjuland. Svæði þetta var nefnt Nýjaland. Að austan takmarkast það af Rifinu lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur með Laugina öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil. Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækurnefnist hann. Frá Stórahvammi liggur Hvammholt niður á Rifið. „

Heimildir m.a.:
-Lesbók Morgunblaðsins 7. mars 1987, bls. 5.
-Ari Gíslason – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Austurengjar

Austurengjar.

Friðrik Bjarnason

Í blaðinu „Akranesi“ árið 1956, skrifar Friðrik Bjarnason um „Minningar“ sínar um allt og nánast ekki neitt. Hvað Garðahrepp og Hafnarfjörð varðar eru þær flestar því miður fánýtar í ljósi staðreynda sögunnar, en þær eru þó ekki alveg allar alvitlausar. Það er ávallt fróðlegt að sjá hvað öðrum finnst um hitt og þetta. Skoðum nokkrar þeirra Friðriks er varða Reykjanesskagann:

XXI.
Hraunin

Friðrik Bjarnason

Friðrik Bjarnason.

„Sunnan Hafnarfjarðar, sem og víðar kringum Fjörðinn eru víðlend hraun, úfin og ill yfirferðar. Þar gefur að líta háa og margvíslega lagaða hraunsnaga. Þar eru líka djúpar dældir, sumar mosavaxnar og með ýmsum gróðri, og einnig eru þar djúpar gjár og sprungur, er oft reynast illar yfirferðar og hættulegar. Hellar eru þar víða, margvíslegir að lögun og stærð Hraunkleprar, dropasteinar eru sums staðar. Þar eru einnig mannvirki, svo sem fjárhellar og aðrir, er líkastir eru því, sem þar hafi mannabústaðir verið.
Eitt sinn var bóndi af Hraunabæjum að huga að fé sínu suður í hrauni. Þetta var að vetri til, er snjór var á jörðu. Rakki fylgdi bónda, og rann hann á undan, sem hundum er títt. Er komið var langt út í hraunið, veitir bóndi því athygli, að hundurinn hverfur skyndilega, niður í hraunsprungu. Bóndi hraðaði sér sem mest hann má að sprungunni, heyrir hljóð hundsins niður í gjánni, en smám saman veikara, þar til það hverfur með öllu. Bóndi heldur áfram för sinni og svo heim til bæjar aftur. Á sextánda degi frá atburði þessum, kom hundurinn heim, allur blóðrisa og kviðdreginn mjög.

Piltur og stúlka fóru eitt sinn yfir sama hraun, en á öðrum stað og höfðu hest með í förinni, sem stúlkan reið. Þegar þau voru því nær komin upp úr hrauninu, festist hægri framfótur hestsins í hraunsprungu og varð eigi losaður. Fer þá piltur heim til næsta bæjar, en það var löng leið, og fær mann með sér og sleggju, til þess að brjóta bergið frá fæti hestsins, og tókst það svo vel, að hesturinn kom alheill upp úr sprungunni. En á meðan pilturinn var fjarverandi lá stúlkan ofan á hestinum, svo að hann brytist ekki um, og mun það hafa verið nálægt þremur tímum.

XXII.
Eyðibýli

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir.

Þorlákstún nefndist eyðibýli sunnan í Hvaleyrarholti. Býli þetta var lengi í eyði, en er nú aftur byggt og nefnist Þorgeirsstaðir eftir þeim, er reisti. Í fornum skrifum er getið um stórbýli eitt, að nafni Þorláksstaðir. Munnmæli herma að það hafi þarna verið. Sögusagnir segja, að þar hafi eitt sinn verið bænahús frá Hvaleyri og á því 18 hurðir á hjörum, með koparhúnum.

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Straumsel er eyðibýli upp af Hraunbæjum sunnan Hafnarfjarðar. Sagnir herma, að það hafi í byggð verið lengi vel. Fyrir rúmum mannsaldri bjó þar maður að nafni Jón Þorsteinsson.
Bærinn brann, og fórst Jón bóndi þar, og hefur þar eigi byggð verið síðan.

Bali

Vigdísarvellir – tóftir undir Bæjarfelli. Bali er vestar, undir hlíð Vesturfells.

Vigdísarvellir heitir eyðibýli norðvestur af Krýsuvík. Jörð þessi hefur í byggð verið nokkurn tíma, eða frá því um 1830 að sumra sögn. Oft var þar tvíbýli. Slægjur voru þar engar, nema túnið, en sauðbeit allgóð niður í Núpshlíð, og er þangað löng leið frá bænum. Sumarhagar em þar ágætir heima við.
Mór var notaður til eldsneytis og mosi. Vatnsból er gott. Ástæður fyrir því að jörðin lagðist í eyði, eru sagðar margar. Fyrir aldamótin síðustu hrundi bærinn þrisvar sinnum af jarðskjálftum á rúmum 30 árum. Ágangur var mikill af sauðfé og hrossum úr Grindavík og af Ströndinni. Örðugt er þar til aðdrátta og langt til vetrarbeitar, sem fyrr segir og býlið nokkuð afskekkt. Sá, er síðast bjó þar, hét Ívar.

Garðaflatir

Garðaflatir – óskilgreindar minjar.

Sagnir eru til um það, að í fyrndinni hafi byggð verið á Garðaflötum og síðar selstöð, einnig i Helgadal, Skúlatúni og víðar. Sumir draga þó í efa, að svo hafi verið, einkum vegna skorts á neyzluvatni. Gamlir menn, er bezt máttu um þetta vita, svo og rannsóknir, er fram hafa farið á þessu, benda ótvírætt í gagnstæða átt. Vatnsskortur hefur ekki valdið heldur aðrar orsakir.

Akranes, 7.-9. tbl. 01.07.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 99.

XXIV.
Vígslur

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

Þjóðkirkjan í Hafnarfirði var byggð árið 1914 og vígð það ár, 20. desember. Vígsluna framkvæmdi Þórhallur Bjarnason biskup. Safnast var saman vígsludaginn við barnaskólahúsið og þaðan gengið til kirkju klukkan 12 á hádegi.
Í broddi fylkingar fór biskup og sóknarpresur, síra Árni Björnsson, en næstir þeim voru prófastur, síra Kristinn Daníelsson og síra Bjarni Jónsson og þá þeir síra Árni Þorsteinsson og síra Janus Jónsson, allir hempuklæddir. Þar næst kom sóknanefnd og þar á eftir aðrir kirkjugestir einnig í skrúðgöngu. Þegar að kirkju kom var klukkum hringt og leikið preludium á orgelið og því næst hófst sálmasöngur. Þar á eftir flutti biskup vígsluræðu, frá háaltari, og svo hin venjulega messugerð. Stólræðuna flutti sóknarpresturinn, en prófastur tónaði.
Um tólf hundruð manns voru viðstaddir athöfn þessa, eftir því sem nánast var talið. Sagt er að kirkjan taki 450 manns í sæti. — Athöfnin fór virðulega fram, enda til hennar vandað eftir föngum.
Um kvöldið bauð Ágúst kaupmaður Flygenring og kona hans biskupi, prestunum, kirkjusmiðnum, svo og öllum starfsmönnum kirkjunnar til kvöldverðar að heimili sínu, og var þar veitt af mikilli rausn. — Kirkjuvígslunnar er hér getið, því ekki var hennar minnzt í blöðunum, sakir annríkis í prentsmiðjunum fyrir jólin.
Fyrstur manna var jarðsunginn frá kirkjunni Guðni Þorláksson, yfirsmiður hennar. Naumast var lokið smíði kirkjunnar, er hann tók sótt þá, er dró hanri til dauða.
Fyrstu hjónin, sem gefin voru saman í kirkjunni, voru Björn Árnason og Guðfinna Sigurðardóttir frá Ási.

Kirkjugarðsvígsla

Hafnarfjarðarkirkjugarður

Kirkjugarðurinn á Öldum.

Hinn nýi kirkjugarður Hafnarfjarðarkaupstaðar, uppi á svonefndum Öldum, var tekinn til notkunar og vígður 3. marz 1921 að viðstöddu miklu fjölmenni. Athöfnin fór fram kl. 3 í hinum nýja grafreit. Sunginn var viðeigandi sálmur, og að því loknu hóf prófasturinn, síra Árni Björnsson, vígsluræðu og þar á eftir var sunginn sálmur. Að því loknu var jarðsett lík Einars Jóhannessonar Hansen, hið fyrsta í grafreit þessum. Hann var moldu ausinn af presti sínum, síra Ólafi Ólafssyni, fríkirkjupresti, og loks var sálmur sunginn. Söngflokkar beggja kirknanna sungu við athöfn þessa. Bylslitringur var á, dimmviðri og vestangarri.

Hafnarfjarðarkirkjugarður

Kirkjugarður Hafnarfjarðar hefur þjónustað Hafnfirðinga og nærsveitunga frá víglsudegi, 3. mars 1921. Garðurinn var vígður að viðstöddu fjölmenni séra Árni Björnsson prófastur flutti vígsluræðuna og var Einar Jóhannesson Hansen jarðsettur. Einar er því vökumaður garðsins. Þjóðtrúin segir að sá sem er fyrst grafinn í kirkjugarði eigi að vaka yfir garðinum og taka á móti þeim sem eru greftraðir þar á eftir honum.

Hinn nýi grafreitur á svo nefndum öldum, stendur á þurru moldarbarði. Þegar nokkuð kemur niður í grafirnar tekur við deiglumór, svo að grafirnar eru þarna þurrar og þokkalegar. Steyptur garður er í kringum reitinn. Inni í honum er dálítið skýli, til afnota fyrir gæzlumann garðsins.“

Heimildir:
-Akranes, 4.-6. tbl. 01.04.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 59.
-Akranes, 7.-9. tbl. 01.07.1956, Minningar – Friðrik Bjarnason, bls. 99.
Friðrik Bjarnason

Ögmundarhraun

Gengið var upp frá Ísólfsskálavegi eftir gamalli götu að gígaröð þeirri er hluti Ögmundarhrauns kom úr haustið 1151. Síðan var formfagurri gígaröðinni fylgt til efsta gígsins í þeim hluta. Í henni er m.a. að finna fjárskjól með miklum hleðslum, bæði fyrir og inni. Sennilega hefur hann þjónað Þórkötlustaðaseli á og meðan var í notkun þar skammt ofar.
Til baka var gengið um slétta völlu er þrautseigur lækur í gegnum hraunið hefur mótað um aldir – og er enn að á leið sinni til sjávar.
Einn gígurinn - Mælifellið fjærÖgmundarhraun rann úr gígaröðinni framundan árið 1151, eða fyrir 857 árum síðan. Þeirri eldgosahrinu er þá hófst hefur síðan verið kennd við Krýsuvíkurelda.
Þá gaus einnig við Trölladyngju. Afstapahraun og Kapelluhraun eru auk Ögmundarhrauns afsprengi Krýsuvíkureldanna. Um 25 metra löng sprunga opnaðist og hraun rann til sjávar bæði norðan og sunnan megin við Reykjanesskagann. „Hraun, þú talar um hraun. Hvað er það?,“ varð einhverjum að orði. „Hraun er það, sem þú stendur á, jarðskorpan.“ Hraun er reyndar jarðskorpa eða möttulefni (einnig kallað bergkvika) sem flæðir upp á yfirborð jarðar við eldgos. Hitastig sem getur verið frá 700 – 1200°C. Kvikan verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna (t.d. úrans og þóríums). Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum og rennur sem hraun. Hér kom glóandi kvikan upp um sprunguna, sem gígaröðin myndar nú, flæddi út frá henni undan hallanum og storknaði – myndaði hraunið. Nú þekur það lægðir milli hæða og hóla, sem fyrir voru, auk þess það rann til sjávar og jók verulega við landið að sunnanverðu. Fyrir gosið var ströndin mun vogskornari, með litlum grunnum víkum. Ein þeirra nefndist Krýsuvík, en „krýs“ er gamalt orð yfir grunna skoru í aski. Ofan við víkina var þétt byggð, enda væntanlega verið góð lending innan við hana.
Þegar Ögmundarhraun rann yfir byggðina eyddi það byggðinni – að mestu. Það hélt þó eftir og Á einni gígbrúninni - Sveifluháls fjærumfaðmaði hluta af henni, svona til að eiga eitthvað til minningar um það sem þá var – og hafði verið. Tóftirnar við Húshólma, garðarnir í hólmanum og hvorutveggja í Óbrennishólma þar skammt vestar gefa til kynna að þarna hafi áður verið allnokkur byggð. Ekki einungis öskulagið frá gosinu 1151 þekja rústirnar heldur og öskulagið í Kötlugosinu frá árinu 872. Það vekur von um að byggðin við Krýsuvík hafi verið þar þegar fyrstu norrænu landnemarnir sigldu framhjá og tóku sér bólfestu norðar á Reykjanesskaganum.
Annars er Reykjanesskaginn stórbrotin kennslubók í jarðmyndunarfræðum. Á Reykjanesgosbeltinu eru 12-15 gos þekkt frá nútíma. Segja má að Reykjanesskaginn sé þakinn gosmenjum því að
nánast milli allra stapa og hryggja eru hraun frá nútíma. Það einkennir Reykjanesskagann hversu gróf þessi hraun eru og landslagið virðist því oft snautt af gróðri. Engar ár renna á yfirborði og því er lítið sem getur haldið lífi í gróðri. Lækir eru þó nokkrir. Þeir minnstu virðast hafa getað afkastað mestu hvað landmótunina varðar, s.s. hér í Ögmundarhrauni, í Króksmýri, á Lækjarvöllum og á Höskuldarvöllum, skammt ofar.
Sjálfsmyndun við myndasmíði - kleprar með hitauppstreymi og ískristallsmyndunÁ Reykjanesskaganum kemur Atlantshafshryggurinn á land og má ímynda sér að Reykjanestáin yst á skaganum sé þar sem hann er að teygja sig upp á landið. Þrjú goskerfi eru á Reykjanesskaganum; Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið og Brennisteinsfjöll. Þrjár gerðir gosmyndana einkenna Reykjanesskagann en það eru litlar dyngjur sem hafa framleitt að mestu leyti framleitt Pikrít, önnur tegund er sprungugos sem hafa myndað hraun eins og Ögmundarhraun og Kapelluhraun.
Sprungugos hafa einnig skilið eftir sig gjall- og klepragíga og gjósku- og sprengigíga. Berggerð þeirra er oftast þóleiít. Þriðja gerð gosmyndana eru stórar dyngjur en líklega eru um 26 dyngjur á skaganum frá nútíma. Þær eru því áberandi á Reykjanesskaganum stundum tekur maður þó ekki eftir þeim þar sem hallinn á þeim er svo lítill og stærð þeirra er slík að maður missir eiginlega af þeim þær framleiða að mestu ólivín þóleiít (78% gosefna).
Talið er að stóru dyngjurnar séu allar eldri en 4500 ára (Ari Trausti 2001).
Sveifluháls er móbergshryggur sem myndast hefur við gos undir íshellu á kuldaskeiði. Sunnan Krýsuvíkurhverfis milli Geitahlíðar og Sveifluháls eru nokkur lög af grágrýtishraunum, sum þakin jökulbergi, en efst ber mest á mó og Einn gígurinnmýrlendi. Jarðlögin sjást vel í Krýsuvíkurbergi. Rauðskriða á Krýsuvíkurheiði og Trygghólar eru leifar gamalla eldgíga sem hraun hafa runnið frá. Allmargar eldstöðvar eru á Krýsuvíkurjörðinni en þær merkustu eru Stóra- og Litla-Eldborg undir Geitahlíð sem eru á austurmörkunum og sprengigígasvæði austan til í Sveifluhálsi. Stóra-Eldborg er 50 m há og gnæfir yfir umhverfið, 30 m djúp og mjög regluleg. Fáein samfelld gos hafa orðið á sögulegum tíma: Yngsta goshrinan (Krýsuvíkureldar) er talin hafa staðið 1151-1188, og Ögmundarhraun og Kapelluhraun runnið um 1151 og hrinunni lokið með gosi í Mávahlíðum.
Gjall- og klepragígaraðir eru víða þar sem gosið hefur apalhrauni á sprungum. Sprungugos af þessari gerð eru mjög algeng hér á landi og einkennandi fyrir eldvirkni landsins og virðist svo hafa verið frá upphafi jarðsögu Íslands. U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²).
Ef hægt væri að kalla einhver gos einkennisgos Íslands væru það sprungugosin. Þau geta verið nokkur hundruð metra upp í tugi kílómetra. Oft myndast gígar þegar líður á svona gos og þeir geta verið eins eða blandaðir.
Ögmundarstígur í vetrarbúningiSnertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt, þar sem kólnun þessara flata er hraðari vegna snertingar við eldri og kaldari jarðmyndanir og andrúmsloft. Því ná kristallar ekki að myndast. Berg sem myndast við hraunrennsli á yfirborði kallast gosberg.
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort hellu- eða apalhraun sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. Enskt heiti þessara hraungerða eru „Aa-lava“ (apalhraun) og „Pahoehoe“ (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá Hawaii eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.
Helluhraun (e. Pahoehoe; úr Hawai’isku) er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Þráinsskjaldarhraun og Sandfellshæð.
Apalhraun (e. Aa, úr havaiísku) er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri hraunkviku. Dæmi um apalhraun er sum hraunin sem liggja yfir Suðurnesin.
Lækurinn í vetrarbúningi - Mælifell fjærÞegar komið var upp að gígaröðinni fyrstnefndu var henni fylgt til norðurs. Nokkrir myndarlegir gígar eru í henni og sumir dýpri en aðrir. Í þeim dýpsta er gat, sem kíkja þarf inn í við tækifæri. Sprungureinin hefur, meðan hún var virk á sínu tæplega 40 ára tímabili, verið tæplega 100 metra breið. Virknin hefur ekki alltaf verið allsstaðar heldur hefur hún greinilega færst til, þ.e. dottið niður um tíma, en síðan vaknað að nýju og þá myndað nýjar gígaraðir, gjallrana og hraunbreiður.
Fjárskjólið reyndist stútfullt af snjó þrátt fyrir tiltölulega lítinn slíkan að öllu jöfnu á svæðinu. Víðast hvar sást í auða jörð. Snjórinn var hins vegar frosinn svo ómögulegt var að reyna inngöngu. Þó sáust vel fótspor tófunnar, sem hafði vaknað snemma og farið vítt yfir í leit að þeirri einu upp til heiða, rjúpunni.
Læknum var fylgt inn á Suðurvelli og síðan niður hraunið milli Mælifells og Latshóla. Fáir vita af þessum litla læk. En  „margur er knár þótt hann sé smár“. Í tæp 860 hefur hann af einurð hlaðið markvisst undir sig uppruna sínum, úr hlíðum Hettu og Sveiflu í Sveifluhálsi. Og það einungis yfir sumartímann, því hann, líkt og aðrir lækir, leggjast gjarnan í dvala á veturnar – bæði vegna efnisleysis og frosta. Hann hefur jafnan náð að þétta gljúpt hraunið og þannig komst áfram, smám saman. Þegar lækurinn mætti fyrirstöðu beygði hann af leið og reyndi fyrir sér á nýrri og lægri slóðum. Þannig hefur þetta gengið – svo vel að nú er hann kominn niður fyrir Ísólfsskálaveg og á væntanlega um fimmtungs leið eftir til sjávar. Með læknum eru grónir grösugir bakkar, sem féð hefur síðan sótt í og aðstoðað við að móta hraunlenduna á þessu svæði.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org
-Málfríður Ómarsdóttir – Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp, apríl 2007.
-Jónas Guðnason – Eldvirkni á Íslandi á nútíma, apríl 2007.

Einn gígurinn

Staðarhverfi

Birgir Kjaran skrifaði þrjár greinar í Lesbók MBl árið 1960 um Suðurnes, einkum þó Grindavík og nágrenni. Fyrsta greinin birtist í apríl. Í grein II segir m.a.:
 Staður„Eftir því sem við nálgumst Stað fer  samtalið að snúast meira um bóndann þar. Gamalíel heitir hann Jónsson, nefndur Manni… Ég hef hitt hann einu sinni áður. Það var í stormi, og við gengum þá fram á bjargið að hlusta á brimið, og ég man að hann sagði þá: „Brimið er hreinast, þegar hann gengur úr austri í vestur. Annars getur verið jafn mikið brim, þótt logn sé, ef sjór er á hafinu“. Ég man, að hann kallaði þetta hálfpartinn í eyra mér undan rokofsanum. Það er meir en ár síðan það var.
Staður er eina byggða býlið, allt frá Grindavík út að Reykjanesvita. Þarna hafa verið nokkur önnur býli, en þau eru öll í eyði, og á okkur mæna, þegar við förum hjá, húsatættur með rúðulausum gluggum, rétt eins og tómar augnatóftir í hauskúpu. Og með allri ströndinni liggur hvítur rekaviðurinn í sandinum rétt eins og mannabein. Við stöldrum við í fjörunni í Arfadalsvíkinni áður en við ökum í hlað á Stað. Við göngum um sandinn.
Þarna eru þönglar og fallegar rótarhnyðjur reknar frá fjarlægum löndum. Þarna eru líka ígulker og bláskel, sem eiga heima á Íslandi. Við völsum um rústirnar af gamalli sjóbúð og skimum til hafs. Úti í hafsauga er togari. Nær landi fara mótorbátar. Loðnan fer að koma.
Gamalíel Jónsson á Stað - ManniBóndinn tekur á móti okkur og býður okkur til stofu. Þetta er bóndinn á Stað. Hans er röddin, þessi djúpa og glettnislega, og augnatillitið. Þau búa þarna fjögur. Dóttirin sextán ára stendur fyrir heimilinu, og svo eru það synirnir 12 og 14 ára. Hann á tvö önnur uppkomin börn sem eru gift og búa í Grindavík. Konuna missti hann í fyrra.
En það er margt fleira í heimili á Stað. Enda þótt við værum komnir þar annarra erinda, verð ég að geta þess heimilisliðs að nokkru, áður en lengra er haldið. Það er þá fyrst tveir sérlega fríðir kettir. Það eru móðir og sonur. Bæði skjallahvít með dökka kollhúfu og bröndótta rófu. Hún heitir Rósa, og litli prinsinn hennar heitir Presley, eftir söngvarnum stórfræga, tjáir Agnes heimasæta mér. Svo eru það hundarnir, og þeir eru hreinustu kjörgripir. Báður svartir með hvíta bringu, hvíta blesu frá enni og fram á trýni og hvítar framlappir og lafandi eyru. Þeir heita Lappi og Snati. Þetta eru ekki neinir hversdagshundar. Þetta eru hinir ágætustu veiðihundar, fræknir minkabanar: „Það var upphaf málsins, að hér varð allt vaðandi í mink, hreint alls staðar. Svo varð það, að ég eignaðist tík, og einn dag var hún hjá mér, þar sem ég var að gera að upsa.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Upp sprettur þá minkur undan einum upsanum. Ég arga tíkinni á dýrið, og hún drap það. Það var sá fyrsti. Svo vandi hún hvolpana, sem ég fékk til að veiða“. Tíkin er dauð, en nú á Manni Lappa og Snata, fyrirtaks veiðihunda. Eitt sinn veiddu Manni og hundarnir hans 35 minka.
-„Ég hef venjulega borgað útsvarið mitt með minkaskottum“, segir Manni og hlær. Hann á alveg stórkostlegan hlátur. Hann sækir hláturinn djúpt niður. Það er eins og verið sé að starta traktor.
Þeir eiga líka góða daga hundarnir hans Manna. Meðan húsfreyjan lifði, færði hún þeim alltaf bolla af mjólk kvöld og morgna þegar hún kom úr fjósinu. Og hún bræddi út á fiskinn handa þeim rétt eins og heimilisfólkinu. Þeir eru líka hændir að húsbóndanum og heimasætunni. Ég spyr bónda um samkomulagið á heimilinu milli manna, hunda og katta og annarra húsdýra. „Þetta venst allt saman, hundar og kettir“, segir Manni. „Það er helzt haninn, sem leggur í hundana. Það vantar ekki rostann í hanann“.
SnatiEn það eru fleiri meinvættir en bannsettur minkurinn, sem Manni og hundarnir eiga í útistöðum við. Það er vargurinn. Hér er einn ógurlegur dýrbítur á ferðinni. Nýlega hafa fundizt átta kindur dauðar. Hroðalega útleiknar. Hann stekkur aftan á þær og rífur þær að aftan. Ein var með slitið hold inn að þriðja hryggjarlið aftan frá. Hana hafði króað dýrið inni í hellisskúta. Kindurnar leggjast niður, og þeim blæðir út. – „Ljóta andskotans bestían“, segir Manni. „Sennilega gamalt, grimmt og tannlaust, og ræst því ekki framan að og bíttur í snoppuna. Það eru ein býsn af þessum fjanda hér. Vantar trúlega á annað hundrað lömb á svæðinu frá í vor. Er ákaflega erfitt að finn varginn í hrauninu. Og þó kemur það fyrir. Einu sinni fann ég meira að segja silfurrefalæðu í greni og náði yrðlingunum og seldi þá. En maður er nú ekki alltaf svo heppinn“, bætti hann við. – Ég skýt því inn í, að trúlega hafi þó verið meira um tófuna á Nesinu hér áður fyrr, því einhversstaðar komi Þorvaldur Thoroddsen því að í sinni reisubók, að þegar hann fór frá Ósum úti á Nesinu, hafi verið þar „mesti sægur að tófum“; þær hlupu hér fram og aftur og voru að leika sér í kringum hestana, meðan við fórum framhjá“. – Manni kannast við það og segir okkur, að fóstri föður hans, Jón Gunnlaugsson vitavörður á Reykjanesi, hafi um aldamót eitt sinn fengið fimm í einu skoti fyrir neðan Flagghólinn við vitann. Það hafa verið yrðlingar, sem voru að fljúgast þarna á. Bitdýrin hafi líka verið heil plága í tíð föður hans. Dýrið drap fyrir honum þrevetra sauð. Hann var með bjöllu, mesti kjörgripur. Það var austur á Bíldarhól. Hóllinn dró nafns af því, að þar fannst sauðurinn dauður.
– „Þá seig í þann gamla“, segir Manni okkur. „Hann fór heim í hænsnakofann sinn, eitraði egg og lét í bælið. Skömmu seinna kom hann þarna að, og kemur heim, sú lágfætta hafði étið tvö egg og var byrjuð á þriðja egginu, en það fjórða ósnert. Hún stóð þarna upp á endann, bara á sínum fótum, svona níu faðma frá skrokknum af sauðnum. Stóð bara stirð. Karlinn hafði látið almennilega í það eggið af fyrirtaks dönsku eitri“.
Fyrrum bæjarstæðið á StaðÞað rekur ótal margt á Staðarfjörur. einu sinni rak mikið af súluungum. Þá höfðu þeir eyjamenn farið í Eldey og lent í vondu og misst mikið af súluungum í sjóinn. Á ófriðarárunum skolaði mörgu á þessar fjörur. Þá ofgerði Gamalíel á Stað starfskröftum sínum. Var einn og hjálparlaus að bisa við þetta. Stærsta tréð, sem rak, var 12″x12″ 47 faðma kantað tré  -„Nú orðið rekur minna, sem betur fer“, segir hann okkur bóndinn, „og svo eru þeir farnir að stela rekanum. Kærði nýlega einn, sem staðin var að verki“.
„Alltaf er mér minnistæður hann Jón heitinn Ólafsson, bankastjóri, Það var í kreppunni, rétt eftir 1930. Okkur pabba lék hugur á að eignast trillu – kostaði 3500,00 – og enginn peningur til, – og við aldrei í banka komið. Við vorum víst líka heldur uppburðarlitlir, þegar við stóðum þarna á miðju gólfi frammi fyrir sjálfum bankastjóranum og stundum upp erindinu. Þegar Jón Ólafsson heyrði að pabbi var fyrrverandi vitavörður af Reykjanesi, stóð ekki á fyrirgreiðslunni og þegar hann tók í hendina á pabba og kvaddi hann, sagði hann: „Þakka þér fyrir ljósið, sem þú gafst mér alltaf á þeim árunum“. Það var þegar Jón var til sjós. Slíkur maður var hann Jón Ólafsson bankastjóri, get ég sagt ykkur piltar mínir“, segir Manni á Stað, og Góusólin glampar í björtum augum, undir svipmiklum brúnum á veðurbörðu andliti.“

Heimild:
-Birgir Kjaran – Svipast um á Suðurnesjum II – Lesbók Morgunblaðsins apríl 1960, bls. 204 – 208.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

Suðurnes

Birgir Kjaran skrifaði þrjár greinar í Lesbók MBl, „Svipast um á Suðurnesjum„, árið 1960 um Suðurnes, einkum þó Grindavík og nágrenni. Fyrsta greinin birtist 3. apríl. Í henni segir m.a.:
GeirfuglÁ Reykjanessvæðinu hefur íslensk náttúra beðið tvo ósigra. Annar þeirra er eyðing hreindýranna. Hinn var sýnu ferlegri. Það var útrýming geirfuglsins af yfirborði jarðar. En telja má hann aldauða, er þeir síðustu voru skotnir árið 1844. – Vonandi geldur íslenzk náttúra ekki svipað afhroð í okkar tíð. Þó skulum við gæta okkar, ef næsta áfallið á ekki að verða við Breiðafjörð, því að ekki verður það í framtíðinni talinn vegsauki fyrir þessa kynslóð, ef íslenzka haferninum yrði útrýmt á okkar árum, en vitað er núm um tæplega 40 erni í landinu og hafa þeir allir búsetu við Breiðafjörð og á Vestfjarðarkjálkanum..
Leiðin liggur um hraunin, endalaus hraun… Í Hvassahrauni sjáum við þrjár stokkendur á lóni, og senn komum við í Kúagerði… Sjávarfuglinn hefur sett margan svanginn fyrr og síðar. Á þessum slóðum voru þeir að rangla útilegumannagrey fyrir röskum tvöhundruð og fimmtíu árum. Þeir einu, sem sögur fara af á Reykjanesskaga. Þeir bjuggu í helli á Selsvöllum við Hverinn eina. Leituðu til sjávar hér niður á Vatnsleysuströndina. Menn og fuglar hafa löngum leitað bjargar við sjórinn. Að vísu stálu þeir á á leiðinni einhverju frammi í Flekkuvíkinni. Saga þeirra varð víst annars aldrei löng og afrekin ekki stór, en þóttu þó nægilegt tilefni þess, að tveir þeirra voru hengdir á alþingi árið 1703. Það voru reikningsskil þjóðfélagsins við fátæktina á þeim árum.
 GrindavíkVið erum senn komnir á vegamót. Grindavík – 16 kílómetrar stendur á vegvísinum. Við ökum beint mót sól. Jafnvel stórgrýtisurð og rauð moldarflög lifna í skæru ljósvarpi febrúarsólarinnar. Seltjörn er á ísi. Illahraun er á báðar hendur, hraunborgir, gjallfjöll, skuggatröll. Ég gæti trúað, að í svörtu skammdegi gæti mönnum stafað stuggur af þessum hrauntröllum. Í slíku umhverfi sækja hrollkenndar sögur frá  vofveiflegum atburðum á dimmuborgir hugans.
Það stendur heldur ekki á einni slíkri. „Þarna er Fagradalsfjall. Ég held að það hafi verið þar, sem hann fórst í stríðinu hann Andrews yfirmaður alls loftflota Bandaríkjamanna í Norðurhöfum. eða var það í Sandfelli? Hann var að koma hingað til landsins í liðskönnun, ætlaði að lenda í Keflavík. Þeir heyrðu í vélinni inn yfir landið, en svo þagnaði hún allt í einu. Það var brugðið við og farið að leita. Þeir fundu brennandi flakið. Ég held á hæðunum hér fyrir ofan Fagradalsfjall. Þetta var sjálfur yfirhershöfðinginn, sem fór svona“.
 GrndavíkÞað er áreiðanlega ekki allt hugnanlegt, sem skeð hefur á slóðum Illahrauns. – Á vinstri hönd eru vörður, sem vísa leiðina í hellinn í hrauninu. Hann er sagður allstór. Í Þorbjarnarfelli er fé að kroppa snögga lyngmóana. Heldur sýnist það harður kostur. Það er líka kuldagjóstur í Skarðinu.
Við rennum við í Grindavík. Þetta er ósvikið sjávarþorp. Hér standa bátar við hlið bíla fyrir húsdyrum. Það er hvíldardagur og fáir á stjái. Helzt er það fólk á ferð í bakaríið, sunnudagsklæddir krakkar vafstrandi með mjólk og vínarbrauð og bakkelsi í stærðarpokum. Leiðin liggur samt fram á bryggju, Þarna standa þau enn gömlu verslunar- og útgerðarhúsin, Eyrarbakkaverslunarhúsin, Dúshús og hús Einars í Garðhúsum. Einhver hefur logið því að mér, að skúrinn sá arna hafi verið vínhjallur, og svo fylgdi það sögunni, að eigandinn, karlinn, hafi átt þar jafnan tunnu á stokkunum, og þegar bátarnir voru að koma að, þá hafi hann selt þeim hnall af brennivíni fyrir stærsta þorskinn í kastinu. Svo sagði hann á lokadaginn, karlinn: „Þetta er hluturinn minn“. – Það var brennivínshluturinn, staflinn, sem hann fékk fyrir staupin. Hann sagði: „Jahá“, maðurinn, sem sagði mér þetta og saug vænan tóbakshrygg af handarbakinu langt upp í nefið og bætti við: „Maður lætur þetta flakka, það er svo sem ekkert guðlast“.
Það var napur strekkingur þarna. Hestar standa í höm undir bryggjuhúsunum. Einn sótóttur stendur undir rauðmáluðu verslunarhúsi. Hann er loðinn og lubbalegur, greyið með langt tagl, en skorinn ennistopp. Hann stendur grafkyrr með hálflygndum augum. Þegar ég nálgast hann, pírir hann  augunum, svo opnar hann þau nokkurnveginn til fulls og hreyfir svo annað eyrað svona eins og kveðjuskyni. Undir veggnum á gamalli kró hama sig þrír, þeir eru allir skjóttir og álíka áhugasamir um samtíð sína og sá sótótti. Það sýnist vera reitingur af hestum á Nesinu. Fjárbóndi nokkur hefur þó sagt mér, að þar ættu sannarlega engin hross að vera, því þau kroppuðu á við tíu sauðkindur.
MávarÞað er ekkert brim í dag. Það er skýlt hérna megin á nesinu í norðanáttinni. Á bryggjum og í fjöru getur að líta svipaða sjón og tíðkast í sjávarplássum á vertíð. Fyrir framan dyr verbúðar eru stampar með beittri lóð, netakúlur og í hálfbrotinni kró eru hrúgur af netasteinum. Í fjörunni liggja þorskhausar, fiskhryggir og fleira. Á malarkambinum eru bátskeljar á hvolfi og ryðguð spil. Fuglinn er í fjörunni. Í flæðarmálinu situr stór hópur af stelkum, og þar valsa sauðkindur um og slafra í sig þang og fiskúrgang. Ég held þær éti hreint allt, rollurnar, sem ganga í fjöru sjávarþorpanna. Yfir öllum þessu fisklega umhverfi svífur svo einhver sá þéttasti fulgasveimur, sem ég hef augum litið. Þúundir eða tugþúsundir af hvítfugli. Hér er líka nóg um ætið. Það eru engir smábitar, sem mávarnir bera í nefninu. Við hafnargarðinn liggur flotinn bundinn á þessum hvíldardegi. Þar er skógur af siglutrjám.
Oddur V. GíslasonÍ gegnum skipaskóginn grillum við í nýja vitann. hann er gulur og ber nafnið Oddsviti, og fer vel á því. Enda trúlega kenndur við séra Odd V. Gíslason, prest á Stað, þann mikla brautryðjanda slysavarnanna á Íslandi. Hann var fæddur árið 1836 og tók við prestskap að Stað á Reykjanesi í kringum 1878 og þjónaði þar í hartnær tvo áratugi, jafnframt sem hann stundaði sjóróðra og var sívökull í hvatningarstarfi sínu til varnar slysum á sjónum.
För okkar er nú einmitt heitið að Stað. Það er ekið fram hjá kirkjunni, um hlaðið á Járngerðarstöðum, fæðingarstað Bjarna Sæmundssonar náttúrufræðings. Hann skrifaði um erni á þessum slóðum. Það var eitthvað á þá leiðina, að anarhjón áttu hreiður í Arnarsetri í Illahrauni á milli Grindavíkur og Voga. Þau stunduðu álaveiðar. Það var dálítil flæðitjörn skammt frá bænum að Járngerðarstöðum og mikið af ál í henni eins og víðar á þessum slóðum. Arnarhjónin lögðu þá í vana sinn að koma um miðmorgunsleytið og setjast á þúfu skammt frá tjörninni. Um nónbilið lyfti fuglinn sér, seig hægt niðiur að tjörninni og dýfði sér í hana og kom fljótlega með spriklandi ál í kónum, sem hann sveif á braut með. Stundum, segir Bjarni, að assa hafi misst álinn úr klónum. Þetta hlýtur að hafa verið einkennileg sjón að líta, örn með spriklandi ál í klónum.

Heimild:
-Birgir Kjaran – Svipast um á Suðurnesjum I – Lesbók Morgunblaðsins 3. apríl 1960, bls. 181 – 186.

Grindavík

Grindavík.

Járngerðardys
Gengið var um vesturhluta Járngerðarstaðahverfis, milli Fornuvarar og bæjanna ofan sjárvargötunnar. Ætlunin var að upplifa komu Tyrkjanna þangað sumarið 1627.
Tyrkjaránið
Áður hefur verið lýst hvernig aðdragandinn var að komu Tyrkjanna utan við leguna, hvernig þeir reyndu að blekkja Danina, sem réru á móti þeim og hvernig þeir sóttu að heimamönnum og gestum þeirra. Nú var reynt að fylgja þeim upp úr Fornuvör og áleiðis heim að bæjum, upplifa viðbrögð fólksins og aðfarir Tyrkjana við að ná því lifandi með það að markmiði að ná sér í verðmæti til að geta selt þau á markaði ytra. Tyrkirnir hegðuðu sér sem ótýndir glæpamenn í samfélagi, sem þeir virtu einskis. Mannslíf voru einungis ránsfengur í þeirra augum og þeir umgengust fólkið í samræmi við það. En auðvitað voru þessi menn mismiklir óþverrar líkt og gengur og dæmi eru um að þeir hafi hlíft fólki sem ekki var mikils virði í þeirra augum, en þess meiri fyirhöfn. Þeir virtust ekki hafa drepið fólk af ásetningi, einungis þegar þeim var veitt mótspyrna, en þá kom líka hið rétta eðli þeirra berlega í ljós.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – handrit.

Kristinn Kristjánsson fjallar um þessa ógnaratburði í Grindavík og annars staðar á landinu þetta ár í Íslenskar bókmennir 1550-1900, bls. 31-32. Þar segir m.a.:
“Sjórán hafa löngum verið talin arðbær en áhættusamur atvinnuvegur. Á öldum áður tíðkaðist að ríki styddu við bakið á sjóræningjum eða gæfu þeim leyfi til þess að stunda sjórán og tóku þá toll af þeim. Í upphafi 17. aldar voru sjórán mikiðs tunduð út frá ýmsum smáríkjum á norðurströnd Afríku, einkum á Miðjarðarhafi, en oft brugðu þeir sér út á Atlantshafið til Englands og í Norðursjó. Árið 1627 fengu Íslendingar að kynnast nokkrum skipum frá Algeirsborg þar sem nú er Alsír og hefur sá atburður jafnan verið nefndur Tyrkjaránið. Tyrkir eru á þessum tíma fyrst og fremst samheiti í huga Íslendinga fyrir þá sem tilheyra Islam. Reyndar var Algeirsborg á þessum tíma í sambandi við Tyrkjasoldán.

Tyrkir

Tyrkir voru ljótir andskotar.

Tyrkjaránið vakti löngum ótta með íslensku þjóðinni, til eru Tyrkjafælur í kvæðaformi, Vestmannaeyingar komu sér upp eina innlenda hernum sem til hefur verið á Íslandi til að verjast nýrri árás Tyrkja og atburðurinn hefur sest svo vel í minni þjóðarinnar. Þegar keppt er við sárasaklaus Tyrki í knattspyrnu í lok 20. aldar er nóg að rifja atburðina upp til að æsa áhorfendur og keppendur.
Skipin sem komu til Íslands voru fimm. Þau voru þó aldrei öll saman því þau urðu viðskila vegna veðurs en af þeim sökum dreifðust þau meira með ströndum landsins. Tvö þau fyrstu komu til Grindavíkur 20. júní og voru þar teknir um 15 Íslendingar og nokkrir Danir. Þaðan héldu þau inn á Faxaflóa, annað þeirra strandaði utan við Bessastaði og hefur danska hirðstjóranum löngum verið legið á hálsi fyrir þann aumingjaskap að nota ekki tækifærið og tala skipið. Hann lét nægja að bíða vopnaður í landi á meðan ræningjarnir losuðu það. Meðal þeirra sem voru undir vopnum var Jón Ólafsson Indíafari. Að því loknu ætluðu ránsmenn til Vestfjarða en hættu við er þeir fréttu af enskum herskipum og héldu til síns heima.

TyrkjarániðTvö hinna skipanna sigldu fyrst til Austfjarða, tóku land í Berufirði 5. júlí og rændu þar, á Djúpavogi og um næstu byggðir, um Hamarsfjörð, um Breiðdal og jafnvel um Fáskrúðsfjörð. Á Austfjörðum tóku þeir yfir hundrað fanga, drápu nokkra menn. Fjöldi særðist. Fréttirnar bárust fljótt um landið og biðu menn skelkaðir, kæmu skipun í þeirra sveit? Vestmannaeyingar voru þó þeir einu sem urðu fyrir árás, skipin tvö fyir Austfjörðum sneru við út af reyðarfirði vegna andvirðis, hittu fimmta skipið einhvers staðar fyrir sunnan landið og birtust síðan í Eyjum. Þar urðu ægilegustu atburðirnir, Vestmannaeyingar reyndu að flýja en þeir guldu þess að þeir bjuggu á eyju. Tugir voru drepnir, yfir 240 teknir og margar byggingar brenndar.

Tyrkjarán

Tyrkjaránið – veggmynd við Grindavíkurkirkju.

Fljótlega var reynt að kaupa fólkið í Alsír út en það tók sinn tíma, var dýrt og danski kóngurinn blankur eins og getur gerst á bestu bæjum. En tæpum tíu árum eftir ránið voru um 35 fangar keyptir fyrir mikið fé og komust 27 til Kaupmannahafnar. Rétt þótti að fólkið rifjaði upp kristindóminn og var Hallgrímur Pétursson fenginn til þess verks.Ólafur Egilsson (1564-1639) var annar tveggja presta í Vestmannaeyjum 1627. Hann var hertekinn ásamt konu og þremur börnu, einu ófæddu. Hinn presturinn, Jón Þorsteinsson píslavottur, var drepinnn. Ólafur var fljótlega eftir að hann kom til Algeirsborgar sendur til Danmerkur til að reka á eftir kaupum á föngum og kom hann til Íslands tæpu ári eftir ránið, 6. júlí 1628. Stuttu eftir heimkomuna skrifaði hann um þessa reynslu sína og er það rit þekkt undir nafninu Reisubók séra Ólafs Egilssonar.

Ólafur var fyrstur norrænna manna til að skrá frásögn af lífi og háttum fólks í “Barbaríinu” eins og lönd Íslams í Norður-Afríku voru nefnd og er hin mesta furða hversu hlutlægur hann getur verið þegar hann segir frá. Hann segir ekki bara frá því vonda varðandi ræningjana, eins og að þeir hafi drepið fólk og barið hann, heldur einnig því góða, þegar kona hans eingnast barn sýna þeir því hina mestu umhyggju. Hann lýsir staðháttum og klæðnaði hvars em hann er staddur af stakri nákvæmni og má vel sjá fyrir sér sögusviðið og presónur þess.

Tyrkir

Tyrkir.

Sitthvað misskilur hann á ferðalaginu heim enda ekki með nákvæmt landakort og þeir sem hitta hann leika sér að því að gabba hann. Þegar hann lýsir neyð sinni og angist grípur hann til ritningarstaða í Biblíunni og allan tímann er það trúin sem heldur honum uppi og með henni skýrir hann það sem hefur hent:
“Nú, það gengur oss sem herrann vill; nær að vér dæmumst, þá refsumst vér af drottni, svo að vér ekki glötumst með þessum heimi.”
Eiginkona Ólafs, Ásta Þorsteinsdóttir, var ein þeirra sem var leyst úr haldi tæpum tíu árum síðar og kom til Íslands 1637. Börnin þrjú komu aldrei aftur, létu turnast, það er, gengu af trúnni og tóku nýja trú.”

Gengið var framjá dys Járngerðar gegnt Hliði og áfram upp að Garðhúsum. Á túinu norðan við húsið eru minjar, sem forvitnilegt væri að skoða nánar.

Heimild:
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Fornleifar

Nauðsynlegt er fyrir fornleifafræðinga og aðra fræðimenn að vita hvaða ritaðar heimildir fjalla um fornleifar. Um er að ræða bæði beinar heimildir og óbeinar.
Beinar heimildir eru t.a.m. hvers konar lýsingar á fornleifum og staðsetningu þeirra, textar sem gagngert fjalla um fornleifar, s.s. Fornleifaskýrslur, Corographia Árna Magnússonar, óprentaðar ritgerðir Jóns Grunnvíkings, prestaskýrslur frá 1817 (sem var fyrsta heilstæða ritið um fornleifar á Íslandi) er kom út í riti Árnastofnunar (Frásögur um fornaldarleifar), sóknalýsingar af nærri öllu landinu, sögustaðarit Christians Kaalunds (upphaflega gefið út á dönsku, en síðar á íslensku) og Árbók hins íslenzka fornleifafélags (geymir m.a. í fyrstu rannsóknarskýrslur og skrár, en breytist um 1910. Þá kom inn meira af örnefnum og þjólegum fróðleik – eitt helsta rit fornleifafræðilegra upplýsinga). Auk Árbókarinnar má finna upplýsingar um uppgrefti og rannsóknir í doktorsritgerðum og ýmsum sérprentunum, t.d. í formi greinaskrifa. Prentaðar skráningarskýrslur eru til allnokkrar. Má þar helstar telja skýrslu Þorsteinns Erlingssonar (Ruins of the Sagatime), Daniels Bruuns (ísl. útg.; Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár) og Sveinbjörns Rafnssonar og Guðrúnar Sveinbjarnardóttur um skráningu á hálendisbyggðum (1980). Í dag eru fornleifaupplýsingar helst gefnar út í fjölritaðum skýrslum, en einnig eru til fjölmörg óprentuð skráningargögn á Þjms, s.s. handbækur og minnisblöð. Uppgraftarskýrslur hafa sumar verið prentaðar, fjölritaðar eða eru til í handriti og auk þess hefur lengi verið haldin svonefnd Aðfangaskrá í Þjms og öðrum söfnum. Í hana eru skráðir gripir sem söfnin hafa fengið. Raunin er samt sú að tiltölulega fáar stofnanir geyma upplýsingar, en hins vegar getur reynst mjög erfitt að finna upplýsingarnar hjá þeim, sem það gera. Upplýsingarnar eru víðast hvar ekki aðgengilegar og til að komast í þá fáu gagnabanka, sem til eru, s.s. Sarp, þarf aðgangsleyfi til.
Örnefnaskrár eru einnig beinar heimildir. Elstu örnefnalýsingar má finna í „Safni til sögu Íslands“, einkum í öðru bindinu er kom út árið 1987. Í Árbókinni eru prentaðar örnefnaskrár og í héraðssöguritum og víðar má finna örnefnalýsingar um afmörkuð svæði eða jarðir. Örnefnastofnun geymir flestar örnefnaskrár, sem gerðar hafa verið og hefur beitt sér fyrir ritun þeirra, staðfestingum og leiðréttingum. Yngstu útgáfurnar hafa verið færðar upp í vélrit – stafrænt safn. Margar kynslóðir örnefnalýsinga eru til fyrir sömu jarðir og svæði og þeim ber ekki alltaf saman. Þá er rústa, sem ekki hafa örnefni ekki alltaf getið í slíkum skrám. Og þótt rústir sjáist ekki eða eru horfnar geta örnefnin gefið vísbendingu um að þarf hafi verið fornleifar. Lýsingarnar eru jafnan takmarkaðar við ákv. svæði, jarðir eða býli.

Óbeinar heimildir eru oft á tíðum heimildir um samhengi fornleifanna, vísbendingar um staðsetningu fornleifa eða textar með lýsingum á fornleifum. Má þar nefna ævisögur, ferðasögur og frásagnir. Í lýsingum er oft fjallað um eða sagt frá stöðum og minjum þótt ekki hafi beinlínis verið ætlunin að staðfesta tilvist þeirra.

JarðabókJarðabækur hafa verið margskonar í gegnum tíðina. Fógetareikningar frá 16. öld eru sennilega elstu skrárnar, Jarðaskjöl (s.s. sölubréf, landamerkjaskrár og erfðaskiptabréf), Jarðabækur 1686 og 1695 (ná yfir allt landið og eru í raun fornleifaskráning yfir jarðir, sem þá voru í byggð) og Jarðabók Árna og Páls 1702-14 (sem var miklu ítarlegra rit um jarðagildi en áður, stutt stöðluðum lýsingum á hverri einustu jörð landsins og oft getið um eyðibýli, möguleika á nýbýlabyggingum og seljum, hvort sem eru í notkun eða eyði. Ritið er gullnáma og traust heimild. Hins vegar þarf að hafa í huga að yfirleitt eru ókostir jarða ýktir og dregið úr kostum af ótta bænda við skattheimtu konungs). Yngri jarðabækur eru t.d. Jarðatal Johnsens (1847), Brauðamat (heildarúttekt á prestaköllum – til prentað í einu eintaki 1850), Fasteignamat (fyrst 1918, mjög ítarlegt þar sem allar byggingar eru skráðar) og Búkollur (rit átthagafélaga og búnaðarsambanda, oft stöðluð með myndum af jörðunum, húsum og ábúendum, auk texta um það helsta sem að þeim lýtur, s.s. Sunnlenskar byggðir, Sveitir og byggðir í Múlasýslum).
Kort ýmis konar geta verið góðar heimildir um fornleifar. Íslandskort frá 16. og 17. öld og Landshlutakort Knopfs 1723-33 eru fyrstu skipulegar mælingar landakorta er sýna bæi og jafnvel örnefni. Strandmælingar frá 18. öld eru nokkuð nákvæmar og sýna bæði hafnir og bæi með strandlengjunni. Mælingakort Björns Gunnlaugssonar og Landamerkja- og lóðakort frá 19. öld eru til á Þjóðskjalasafni, Landsbókasafni og hjá Landmælingum ríkisins. Reyndar er ekki til heilstætt safn og því getur verið erfitt að hafa upp á þeim. Herforingjaráðskortin dönsku frá 1902 eru nokkuð nákvæm og fagurlega gerð, líkt og gerendur hafi fundið samsvörun með landinu, sem þeir voru að mæla upp. Þau eru til bæði í 50.000 hlutum og 100.000 hlutum. Á þeim sjást t.d. göngu- og reiðleiðir, eyðibýli o.fl.
Túnakort er önnur gerð korta. Elstu eru frá 1886 (frá Bændaskólanum á Hólum), en túnakort eru til um allt landið 1915-22. Þau voru tæki fyrir bændur til að hjálpa þeim að skipuleggja starf sitt. Búnaðarfélögin söfnuðu upplýsingum um túnastærðir. Árið 1915 var byrjað að gera túnakort fyrir allt landið þar sem m.a. staðsetning húsa er sýnd. Þau eru því mjög góð heimild því þá voru nær öll hús (öll útihús) úr torfi og grjóti. Þau eru og heimild um staðsetningu mannvirkja voru í notkun í upphafi 20. aldar. Þau gefa og vísbendingar um byggingar margar aldir aftur í tímann. Nú eru túnakort jafnan gerð eftir loftmyndum, en túnræktun er sennilega sá þáttur sem hvað mest hefur breytt ásýnd Íslands síðustu 50-60 árin.

Loftmyndir hafa verið teknar skipulega af landinu frá 1950 þótt eldri myndir séu til, m.a. frá stríðsárunum. Nokkrar kynslóðir mynda af sömu svæðum og stöðum gefa breytingar til kynna. Oft má sjá á þeim garðlög og byggingar úr torfi og grjóti, sem síðan hafa horfið og koma ekki fram á nýrri myndum.
Amerísku kortin svonefndu voru gerð á 6. áratug 20. aldar (1:50.000). Þau voru gerð eftir loftmyndum og sem slík nokkuð nákvæm. Vinnan fór hins vegar fram úti í Virginíu þar sem örnefni og annað var færti inn af Herforingjaráðskortunum dönsku. Mennirnir, sem það gerðu, komu aldrei hingað, svo bera vill við að nöfn hafi verið rangt staðsett og örnefni beinlínis röng. Þá virðast þeir hafa ruglast á skurðum og girðingum, en stígar eru yfirleitt rétt færðir, enda mikilvægir hernaðarlega. Staðfræðikort landamerkja tóku við af þessum kortum, en að mörgu leyti byggð á dönsku kortunum. Gróðurkort með landamerkjum ná til hluta landsins. Náttúrufræðistofnun hefur annast gerð þeirra, en áður gerði Rala það. Elstu kortin sýna einnig landamerki með þarfir landbúnaðarins í huga. Til eru slík kort af Snæfellsnesi, Suðvesturhorninu, Borgarfirði og Þingeyjarsýslum.
Fornrit og prentaðar frumheimildir eru t.a.m. Íslendingasögur, samtíðarsögur og annálar (Annálar 1400-1800. Annales islandici posteriorum sæculorum I-VII, Reykjavík 1924-1998). Þetta eru miðaldaheimildir, sem og annálar 19. aldar og einstök rit, uns fréttablöðin tóku við hlutverki þeirra. Þegar handrit eru notuð er mikilvægt að nota viðurkenndar útgáfur. Segja má að „Íslensk fornrit“ séu „standardútgáfa“ slíkra rita og viðurkennd sem slík. Byrjað var á á útgáfu þeirra 1933.
Fornbréfasafn með máldaga, jarðasölubréf, landamerkjabréf, stóls- og fógetareikningum kom út í 16 bindum, fyrst um miðja 19. öld. Um er að ræða safn framangreindra rita, auk skráa yfir kirkjur, firði, erfðir o.m.fl. Þau ná fram til 1570, en yngri skjöl eru enn óútgefin.
Alþingisbækur (Alþingisbækur Íslands I‑XVII, Reykjavík 1912‑1990) eru nótabækur, sem dómasöfn taka síðan við af. Þau hafa oft verið notuð í landamerkjamálum. Manntöl eru til frá 1703, 1801, 1816, 1845 og 1910 (reyndar er 1910 eintakið í útgáfu). Auk þess má leita í kikrjubókum þar sem skráð er hvar fólk var fætt. Stundum er það eina heimildin um að tiltekinn staður hafi verið til eða í byggð.
Héraðssögurit eru t.d. sýslu- og sóknalýsingar (flestar frá um 1840 og til útgefnar), átthagafræði frá fyrri hluta 20. aldar, saga byggðarlaga, t.d. Eyrarbakka (oft hefðbundin sagnfræði, en stundum er að finna í þeim upplýsingar um bæi og hús – misjafnar að notagildi), þættir – t.d. Úr Byggðum Borgarfjarðar og Borgfirsk blanda, sagnaþættir ýmis konar, þjóðhættir og lýsingar, persónufróðleikur, staðhættir, þjóðsögur, sagnfræði og sagnir af fornleifum.

Tímarit sögufélaga, s.s. Goðasteinn, Súlur, Árbók Þingeyinga, Múlaþing, Blik ofl. segja sögur af fornleifum, fræðirit, t.d. Landnám á Snæfellsnesi, Landnám í Vestur-Skaftafellssýslu og Skagfirsk fræði.
Ævisögur eru mikilvægar, einkum sjálfsævisögur. Margar eru komnar frá fólki, sem var að alast upp er leið á 19. öldina. Þær gefa oft lýsingar á húsaskipan eða staðháttum (Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson).

FerðabókAf Ferðasögum og landfræðilegum lýsingum má nefna Ferðabók Eggerts og Bjarni (1752-54), Olaviusar (1777), Sveins Pálssonar (Dagbækur og ritgerðir 1791-1797, útg. 1945) og Þorvaldar Thoroddsens (Skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898, útg. í Kaup. 1913-15). Erlendir leiðangrar voru nokkrir og fylgdu bækur í kjölfarið, s.s. Horrebows, Stanleys, Hendersons og margra fleiri. Útlenskar lýsingar og ritgerðir voru oft af sömu fornleifunum, s.s. Snorralaug, við Mývatn, Skálholt eða á Þingvöllum, þótt vissulega séu þar undantekningar á.
Rannsóknarleiðangrar voru einnig nokkrir með fylgjandi ritum, s.s. Gaimard og co (1836) og margir í kjölfar Öskjugoss 1875. Árbók Ferðafélagsins getur um fjölmargar fornleifar víða um land og Ólafur Jónsson gerði landfræðirit um Ódáðahraun í þremur bindum. Þar getur hann um náttúru, brennisteinsnám og fornleifar. Yngri rannsóknir eru t.d. orkurannsóknir, en á þeim svæðum má oft finna fornleifar. Sama má segja við vegagerð og aðrar framkvæmdir.
Fornleifaskráning sveitarfélaga er nýtilkomin, en þær skrár eru víða aðgengilegar í heftum og skýrslum.
Staðbundnar þjóðsögur teljast til fornleifa og geta gefið miklar heimildir um þær. Þjóðsögum safnaði t.a.m. Jón Árnason, Ólafur Davíðsson og Sigfús Sigfússon, en auk þess má finna þjóðsögur í ritum s.s. Grímu, Rauðskinnu, Gráskinnu ofl. Þematísk heimildasöfn geyma lýsingar af fornleifum, ritflokkurinn „Göngur og réttir“ (fimm binda safn um fjallskil, itgerðir eftir fjallkónga og leitarmenn, stundum lýst landslagi og jafnvel fornleifum), „Skriðuföll og snjóflóð“ (heildarsamantekt um efnið, sýnir staðsetningu minja, sem farið hafa undir flóð), „Íslenzkir sjávarhættir“ (lýsingar á verstöðvum og sjávarjörðum) og „Útilegumenn og auðar tóftir“ (samantekt um sögu útilegumanna og fornleifar þeim tengdum) svo einhver rita í þessum flokki séu nefnd.
Óprentaðar heimildir eru t.d. Fornbréfasafnsefnið eftir 1570, búnaðarskýrslur, byggingabréf, úttektir, landamerkjaskjöl, lög um landamerki (1882), landamerkjabækur, erfðaskjöl, útsvarsreikningar, Jarðamat, Brunabótamat og Manntöl. Um mikið magn efnis er að ræða og frekar óaðgengilegt eins og fyrir því er komið í dag, en getur verið afar gagnlegt.

Af teikningum má nefna málverk og riss frá 18. og 19. öld, bæjateikningar, uppmælingar á bæjum og jafnvel ljósmyndir, bæði af bæjum og svæðum. Til eru t.d. myndir af flestum nýjustu torfbæjum á Íslandi áður en hætt var að búa í þeim eða skömmu á eftir.
Ótalinn er allur sá fróðleikur um fornleifar, sem finna má á Netinu, og unninn er úr framangreindum heimildum, s.s. á Vísindavef HÍ.
Ljóst er að úr nægu ritefni, bæði birtu og óbirtu, er að moða – ef og þegar tími vinnst til.

-Framangreint er byggt á fyrirlestri Orra Vésteinssonar í Fornleifafræði við Háskóla Íslands 2006 – ÓSÁ.

Prestsvarðan

Tyrkjahellir

Fimm skip frá Algeirs komu hingað til lands sumarið 1627.
TyrkjarániðTilgangur áhafnarinnar var að ræna verðmætum og hneppa fólk í þrældóm. Skipin urðu viðskila sunnan við land vegna veðurs. Tvö fóru til Grindavíkur þar sem um 20 manns var hertekinn, þar af nokkrir Danir, og tvö fóru til Austfjarða þar sem rúmlega hundrað manns var tekinn höndum og færður um borð í skipin. Þau skip mættu því þriðja sunnan við landið og saman héldu þau til Vestmannaeyja. Þar voru langflestir teknir höndum, drepnir eða særðir. Hér á eftir er frásögn af atburðunum í Eyjum og í Djúpavogi, en þær lýsa vel því sem gerðist og hvernig viðbrögðin voru við svo óvæntri árás á annars friðsæl samfélög.

Grindavík

Grindavík – Tyrkjaskipin.

Þrjú skip stefndu undir Eyjar. Vindur var ekki hagstæður. Uggur og ótti greip fólk í Vestmannaeyjum, þegar sást til skipanna, enda höfðu Vestmannaeyingar frétt af ránum í Grindavík og víðar um landið. Höfðu Eyjamenn haldið uppi vöku og haft nákvæmar gætur á öllum skipum, er sást til af hafi. Öllum vopnfærum mönnum var safnað saman niður að Dönsku húsunum. Þar voru fallbyssur til staðar, en einnig voru mönnum fengnar byssur og önnur tiltæk vopn. Átti þannig að verja ræningjunum aðgang að höfninni.
Á sjónum undan Eyjafjöllum höfðu ræningjaskipin hitt enska duggu, er þar var að fiska. Tóku ræningjarnir þar 9 menn, sem þeir lofuðu að sleppa aftur, ef þeir ensku vísuðu þeim til hafnar í Vestmannaeyjum. Einn þessara 9 manna af ensku duggunni réð ræningjunum frá því að halda inn höfnina og vísaði þeim á aðra uppgöngu sunnan til á eynni. Varð því úr, að skipin sigldu frá höfninni, suður með Heimaey og hurfu bak við Helgafell.
Tyrkjaránið Þegar skipin voru horfin bak við Helgafell, reið kaupmaðurinn í þorpinu, Lauritz Bagge, sem virðist hafa haft aðalforystuna á hendi, með nokkra menn suður á eyju til þess að fylgjast með ferð skipanna. Í Stakkabótinni sá hann, að settir voru út bátar frá þeim fullmannaðir og taldi, að hægt yrði að verjast ræningjunum þarna. Sendi hann því boð til skipstjóra á dönsku kaupskipi, sem lá hér í höfninni, að menn kæmu fjölmennir suðureftir með vopn.
Ræningjarnir sáu strax að uppganga þar yrði erfið, og hurfu frá. Reru þeir bátum sínum suður fyrir Litla-Höfða með Svörtuloftum og lentu við tanga suður af Brimurð, sem síðan heitir Ræningjatangi. Kaupmaðurinn danski sá nú, að ekkert yrði gert á móti svo fjölmennu liði vopnaðra manna og sneri aftur í bæinn ásamt mönnum sínum. Á leiðinni niður í bæ mætti hann skipstjóranum, og saman riðu þeir nú eins hratt og þeir gátu niður í þorpið. Skipstjóri fór út í skip sitt, boraði gat á það, og hjó á festar þess svo að það ræki upp eða sykki. Síðan fór hann í árabát með fjölskyldu sína og náði að komast upp á meginlandið. Kaupmaðurinn og hans fólk komust einnig sömu leið til lands, en ekki er vitað til þess að fleiri hafi bjargast með þessu móti.
Tyrkjaránið Af ræningjunum er það að segja, að þeir fóru í þrem hópum í kaupstaðinn. Austasti hópurinn kom með miklum óhljóðum austan við Helgafell og réðst á Kirkjubæina og Vilborgarstaði. Miðhópurinn stefndi beint að höfninni. Vestasti hópurinn lagði svo til atlögu við bæina umhverfis Ofanleiti. Á efstu bæjunum hefur fólkið orðið verst úti, þar sem ræningjana bar svo fljótt að og óvænt. Neðst í bænum komst fólkið fremur undan og leitaði skjóls í hellum og gjótum. Hvar sem ræningjarnir fundu fólk á vegi sínum, tóku þeir það og bundu og ráku á undan sér niður í þorpið. Sama gilti jafnvel líka um búpening, sem á vegi þeirra varð. Þeir, sem komust ekki nógu hratt, voru höggnir í sundur og drepnir.
Ræningjarnir gáfu sér tíma. Þeir voru í Eyjum í þrjá daga, gengu fjöllin og leituðu hella og skúta, svo að enginn kæmist undan. Þeir klifruðu upp á syllurnar í Fiskhellum og tóku þaðan nokkrar konur og börn, sem leitað höfðu skjóls í fiskbyrgjunum. Enn má sjá nokkur þessara byrgja utan í klettaveggnum, þar sem fiskur er geymdur.

Tyrkir

Tyrkir í Eyjum.

Prestinn á Kirkjubæ, séra Jón Þorsteinsson, fundu ræningjarnir í helli einum austur af Kirkjubæjum, en þar hafði hann falið sig ásamt fólki sínu, og drápu ræningjarnir hann. Margrét, kona Jóns, var hrakin ásamt dóttur og syni í átt til hafnarinnar.
Marga drápu ræningjarnir af hreinni morðfíkn og limlestu líkin. Erlendi nokkrum Runólfssyni stilltu þeir upp fram á bjargbrún og skutu hann niður, svo hann féll um hundrað faðma. Þá fundu ræningjarnir mann að nafni Ásmund, þar sem hann lá á sóttarsæng. Hann stungu þeir í sundur, svo að sæng hans varð rauð af blóði. Bjarna nokkurn Valdason hjuggu þeir þvert yfir höfuðið fyrir ofan augun. Konur fundust dauðar við sínar bæjardyr, sumar stungnar með spjótum, aðrar höggnar, svo svívirðilega við skilið, að fötunum var flett upp fyrir hnakkann og þær naktar. Tvær konur voru með börn, og urðu þær seinfærar, en börnin æptu mjög. Þau tóku ræningjarnir og hálsbrutu og mölvuðu í hvert bein við kletta og köstuðu síðan út á sjó.
Tyrkjaránið Landakirkju brenndu ræningjarnir eftir að hafa rænt skrúða hennar og öðru fémætu, sem kirkjan hafði eignast eftir fyrra ránið 1614. Kirkjuklukkunum mun hins vegar hafa verið komið undan í fylgsni í fjallaskúta, og er önnur enn í fullri notkun í Landakirkju. Þá fluttu ræningjar prestshjónin, séra Ólaf Egilsson og konu hans, ásamt börnum og öðru heimilisfólki niður að Dönskuhúsum, sem stóðu á Skansinum. Var prestskonan þunguð og nær komin að falli, en samt var henni ekki hlíft. Fæddi hún barn sitt um borð í ræningjaskipinu á 11. degi eftir brottförina frá Eyjum.
Í Dönskuhúsunum á Skansinum geymdu ræningjarnir fólkið og héldu því þar, uns það var flutt út í skip. Höfðu skipin leitað inn á höfnina og lagst þar, þegar ekki þurfti að óttast neitt viðnám heimamanna lengur. Var fólkinu síðan smalað úr húsunum og látið róa út í skipin, en þar hitti það fyrir fleiri Íslendinga, sem ræningjarnir höfðu komist yfir.
Tyrkir
Á miðvikudagskvöld, þann 18. júlí voru allir komnir út í skipin nema nokkuð af gömlu fólki, sem ræningjunum fannst ekki þess virði að flytja með sér til að selja mansali. Þetta fólk skildu þeir eftir inni í húsunum og kveiktu í. Frá þessu sagði piltur einn er komst af með þeim hætti, að hann skreið eftir gólfinu í mannþrönginni og komst út um leynidyr, sem ekki hafði verið læst.
Um miðjan morgun, fimmtudaginn 19. júlí voru ræningjarnir tilbúnir. Sigldu þeir á braut með herfang sitt í öllum skipunum, ásamt danska kaupfarinu, sem ekki hafði sokkið eins og ráðgert var. Setti nú mikinn harm og kvein að fólkinu, er það sá eyjarnar og landið hverfa sýnum.
Flestum ber saman um, að hernumdar hafi verið í Eyjum 242 manneskjur í þessu ráni. Rúmlega 30 munu ræningjarnir hafa drepið og líklega hafa um 200 manna komist undan hér í Tyrkjaráninu. Frásagnir eru til af nokkrum mönnum, sem komust undan í Ofanleitishamar, sem ræningjunum hefur ekki litist á að klífa, enda er hann víða snarbrattur. Þá bjargaðist nokkuð af fólki ofarlega í Fiskhellum, en þar er sums staðar ókleift og fólkið því orðið að síga þangað niður. Er sagt, að pils sumra kvennanna, sem björguðust, hafi lafað fram af berginu og hafi 18 kúlugöt verið á pilsi einnar konunnar eftir skothríð Tyrkjanna.

Til Austfjarða komu Tyrkir miðvikudagurinn 4. júní, sem þeir taka land við Hvalnes. Fóru þeir ómildum höndum um eigur fólksins á Hvalnesi, sem allt var statt í seli meðan ræningjarnir létu greipar sópa, en þeir fundu ekki fólkið og héldu því ferð sinni áfram austur á bóginn á tveimur skipum.
Um aftureldingu á föstudagsmorgun sáust skipin við Papey. Var þá hið hagstæðasta leiði inn á Djúpavog og veður svo háttað, að bjart var hið neðra, en þoka miðhlíðis. Sigldu skipin hraðbyri inn í mynni Berufjarðar. Á þessari leið urðu þeir varir við danskan bát úr Djúpavogskaupstað, er lá við línur sínar og voru þar á fjórir menn. Þennan bát hremmdu þeir óðar með allri áhöfn og héldu síðan inn fjörðinn þar til þeir komu á móts við Berunes. Þar vörpuðu þeir akkerum.
Var þá sól um það bil að rísa. Jafnskjótt og akkeri voru botnföst, voru þrír bátar mannaðir.

TyrkirRéru víkingar sem mest þeir máttu suður yfir fjörðinn að kaupstaðnum í Djúpavogi, gegnt Berunesi. Þar var fyrir danskt kaupskip, er komið hafði til hafnar fyrir nokkru, og voru skipverjar í fasta svefni svo árla morguns. Einn bátanna lagðist samstundis að skipinu og vissu þeir, sem á því voru, ekki fyrr til en víkingarnir ruddust inn á þá með alvæpni. Fengu þeir engum vörnum við komið og voru í bönd reyrðir, áður en þeir áttuðu sig á því, hvað á seyði var. Hinir bátarnir tveir renndu hljóðlega upp í flæðarmálið, annar sunnan hafnarinnar, en hinn norðan. Hlupu víkingarnir á land upp sem fætur toguðu og umkringdu kaupmannshúsin og búðirnar, svo að engum, sem þar var inni, skyldi auðnast að komast undan á flótta; -flykktust síðan viðstöðulaust inn með brugðna branda.  Hér fór sem úti á skipinu. Fólkið, sem vaknaði við þessa atburði af værum blundi, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og var hver gripinn, þar sem hann var kominn, sumir naktir í rekkjum sínum, aðrir á hlaupum um húsin. Var allt fólkið fært í fjötra á svipstundu, dregið niður í fjöru og flutt á tveimur bátum út í víkingaskipin. Voru þeir fimmtán, sem fangaðir voru á Djúpavogi þennan morgun, allt danskt fólk, nema einn.

Eftir að ræningjarnir höfðu fullvissað sig um að hafa náð öllu fólki á verslunarstaðnum Djúpavogi lögðu þeir af stað inn með Hálsum, 30 – 40 í hóp. Komu þeir fyrst að bænum Búlandsnesi með miklum hrópum og háreysti. Þar gripu ræniningjarnir 12 eða 13 manns. Bundu þeir hendur karlmanna á bak aftur og ráku síðan tveir úr þeirra flokki hópinn á undan sér til Djúpavogs. Þar voru fangarnir vistaðir um sinn í danska kaupskipinu á legunni.
Þessu næst héldu víkingarnir inn með Hamarsfirði og að prestssetrinu Hálsi. En þar fundu þeir engan heima á staðnum, því að presturinn, séra Jón Þorvarðarson, var í seli ásamt konu sinni, Katrínu Þorláksdóttur, heimamönnum öllum og þremur mönnum frá Hálshjáleigu. Ekki var þetta þó fólkinu til bjargar; ræningjarnir fundu selið og komu þar að fólkinu óvörum, svo að enginn komst undan, nema einn piltur, sem tók á rás. Það voru 11 menn, sem fangaðir voru í selinu. Þennan hóp ráku víkingarnir á undan sér í þá átt, sem pilturinn hafði leitað.
Þegar yfir hálsinn kom héldu þeir sem hann inn með Berufirði og léttu ekki fyrr ferðinni, en þeir komu að kirkjustaðnum við fjarðarbotn.
Víkingarnir herjuðu nú á hvern bæinn á fætur öðrum norður alla Berufjarðarströnd. Létu þeir fólk illa, drápu og limlestu. Alls munu þeir hafa rænt 62 mönnum af Berufjarðarströnd. Þá tóku þeir til fanga 13 manns frá Hamri í Hamarsfirði. Létu þeir vera sitt síðasta verk að ræna kirkjuna á Hálsi, áður en þeir skildu við Djúpavog.

Frá því fólkið var tekið héðan var það einungis sem fénaður í augum þeirra, sem yfir því réðu. Strax við komuna til Afríku var það selt, margir í burtu frá Algeirsborg, en þeir sem eftir urðu reyndu að hafa samband sín á milli, hjálpa hver öðrum og styrkja í útlegðinni.
Á fyrsta mánuðinum veiktist flest fólkið, og hafði 31 Íslendingur látist úr sjúkdómum þegar að mánuði liðnum. Meðferðin á fólkinu var nokkuð mismunandi eftir því hvort það lenti hjá góðu eða slæmu fólki. Flestir áttu þó erfiða daga, og var algengt að menn væru píndir til þess að reyna að fá þá til að kasta kristinni trú og taka upp Múhameðstrú. Um afdrif margra Íslendinganna úti í ánauðinni, vita menn fátt. Fólkið sem kom upp til Íslands aftur hafði frá mörgu að segja, en af sumu spurðist aldrei neitt.

Heimild m.a.:
-http://www.vestmannaeyjar.is/safnahus/byggdasafn/tyrkir.htm
-http://www.ismennt.is/vefir/eyglob/sagave/folk.html
-http://www.djupivogur.is/sagan/tyrkir.html

Aðrar heimildir um Tyrkjaránið:
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þorsteinn Helgason, „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn“, Saga 1995, bls. 110-34.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.