Kaðalhellir

Gengið var með Þórarni Björnsyni, hellamanni, í Kaðalhelli norðvestan Kaldársels, og í Hreiðrið þar skammt frá. Þórarinn lék sér í Kaðalhelli ásamt ungum mönnum í Kaldárseli, en síðar fann hann Hreiðrið, sem mun vera einstakt í sinni röð. Hann var eini maðurinn, sem fram að þessu hafði litið innvolsið augum.

Kaðalhellir

Kaðalhellir.

Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir Gjárnar. Kaðalhellir er að hluta til opin og lokuð hraunrás og að hluta til sprunga í hraunjarðrinum. Hann er tvískiptur. Efri hlutinn er á tveimur hæðum. Til að komast upp í efri hluta rásarinnar þarf aðstoð kaðals. Hún nær spölkorn inn undir hraunið, en mesta rýmið er fremst. Neðri hluti rásarinnar er greinilega safnþró frá efri hlutanum.
Skammt vestan við rásina er hægt að fara niður um sprungu. Þá er komið niður í helli, sem með jökulgólfi allan ársins hring. Vatnsdropar úr loftinu hafa holað klakann og mynda sérstakt mynstur. Umhverfið er mjög myndrænt.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Nokkru vestar er Hreiðrið. Opið er á berangri og því mjög erfitt að finna það. Fara þarf niður um loftið og liggur þá rás til norðurs og suðurs. Af ummmerkjum að dæma undir opinu hafði ekki verið farið þarna niður um alllangan tíma. Rásin til norðurs lokast fljótlega, en hægt er að fylgja rásinni til suðurs með því að skríða á fjórum fótum. Botninn er mjög grófur. Eftir u.þ.b. 30 metra skrið er komið að svæði þar sem sjá má víða inn undir hraunið. Á þessu svæði eru falleg og misstór hraunegg, dökkbrún að lit. Um er að ræða gasbólur, sem hafa storknað, en ekki náð að sprynga. Eggin eru misstór, allt frá títuprjónshausum upp í hænueggsstærð. Svo virðist sem þetta jarðfræðifyrirbæri sé einungis á litlu svæði. Fara þarf mjög varlega þarna um til að valda ekki skemmdum. Þegar komið var inn í Hreiðrið var auðvelt að skilja hvers vegna ástæða hefur verið til að halda staðnum leyndum.
Frábært veður – reynar kemur veður ekkert við sögu inni í hellum – en hvað um það. Fljótlega verður farið á ný í Hreiðrið og það myndað, ásamt Kaðalhelli. Þá munu birtast hér myndir úr fyrirbærunum.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Hafnarfjörður

Skútuöldin í Hafnarfirði – Fyrstu ár fríhöndlunar.
Með tilskipun frá 1786 var einokunarverslunin afnumin og öllum þegnum Danakonungs heimilað að stunda verslun á Íslandi. Jafnframt var ákveðið að stofna sex kaupstaði í landinu, til að efla verslun Hafnarfjordur-301og iðnað. Reykjavík var gerð að kaupstað, svo sem minnst hefur verið á þessu ári, og féll Hafnarfjörður þar með endanlega í skuggann af nýrri höfuðhöfn í landinu. Verslun var þó áfram stunduð í Firðinum, og enn átti hann eftir að vera í forystu í sjávarútvegi landsmanna. Ekki gekk vel að selja verslunina í Hafnarfirði eftir 1787. Kaupmaður frá Altona, Dultz að nafni, leigði vörugeymslu verslunarinnar árið 1788 og keypti einnig tvær af fiskiskútum konungsútgerðar. Altona var mikil verslunarborg syðst í Holtsetalandi nálægt Hamborg, en Holtsetar lutu á þessum tíma dönsku krúnunni. Altonakaupmenn nýttu sér einna fyrstir aukið verslunarfrelsi á Íslandi og tóku upp verslun víðar um Vesturland. Dultz virðist þó ekki hafa verslað lengi í Hafnarfirði, því engum sögum fer af honum eftir þetta. Árið 1790 tók Mullox, fyrrverandi starfsmaður konungsverslunar, yfir verslunina í Hafnarfirði. Kaupmennska hans varð hins vegar ekki langlíf, því hann varð gjaldþrota tveim árum seinna. Kenndi hann lausakaupmönnum um erfiðleika sína og sagði þá hafa sprengt upp fiskverð í Firðinum úr 7-9 ríkisdölum skippundið í 24 – 27 ríkisdali.
Bændur og hásetar hafa því hagnast vel á aukinni samkeppni í verslunarmálum. Annað Hafnarfjordur-302sem orðið hefur Mullox að falli var að hann átti ekkert skip í förum til útlanda, svo hann átti örðugt um vik að fá nægilegt verð fyrir útflutningsvörur sínar. En það voru fleiri sem stunduðu verslun og fiskveiðar í Hafnarfirði um þetta leyti. Tveir danskir kaupmenn tóku á leigu fiskgeymsluhúsið á Langeyri, en 1792 keypti það Manöe nokkur, nefndur skipstjóri. Annar skipstjóri, Dyrekjær að nafni, keypti íbúðarhúsið á Langeyri. Íbúðarhúsið á Hvaleyri keypti hins vegai Knud Petersen, en ekki er getið um atvinnu hans, sem trúlega hefur þó eitthvað tengst útgerð og verslun. Það er því ljóst að verslun var fjörug í Hafnarfirði fyrstu ár fríhöndlunar 1788-93, og þilskipaútgerðin hefur haldið áfram að einhverju leyti. Heimildir eru hins vegar mjög litlar um athafnir þessara manna svo ekki er hægt að segja hve lengi eða mikil útgerð þilskipa var í Hafnarfirði um þetta leyti. Kaupmenn þeir sem tóku við eigum einokunarverslunarinnar, eins og Mullox, kvörtuðu sáran undan lausakaupmönnum sem komu á hafnirnar öllum að óvörum og buðu hærra verð fyrir fisk en föstu kaupmennirnir og tóku þá stóran hluta afurðanna sem þeir höfðu ætlað sér. Yfirvöld ákváðu að takmarka umsvif lausakaupmanna, og tóku þannig afstöðu með kaupmönnum gegn landsmönnum. Árið 1793 voru tveir kaupmenn reknir frá Hafnarfirði með verslun sína og fiskverkun sem þeir starfræktu á Langeyri. Hétu þeir Kyhn og Lund og var sá síðarnefndi norskur. Hin fjörlega verslun í Firðinum var því mjög takmörkuð eftir þetta, og óvíst um framhald þilskipaútgerðar. En sama ár og þetta gerðist keypti Hafnarfjarðarverslun Íslendingur sem varð atkvæðamikll kaupmaður og útgerðarmaður, sá mesti sem landið hafði fóstrað um aldir. Hann er oft nefndur faðir Hafnarfjarðar.

Bjarni riddari Sívertsen.
Hafnarfjordur-303Um það leyti sem einokunar-versluninni var aflétt, bjó í Nesi í Selvogi ungur bóndi, Bjarni Sigurðsson. Hann var kvæntur Rannveigu Filippusdóttur, kostakonu og vel menntaðri. Hún var nokkru eldri en hann og ekkja er hún giftist. Sagt er að Rannveig hafi bæði kennt Bjarna lstur og reikning eftir að þau hófu sinn búskap, og víst er að sá lærdómur reyndist vel. Hinn ungi bóndi hóf að þreifa fyrir sér með verslun í sinni heimasveit ásamt tveimur nágrönnum sínum. Útveguðu þeir sér borgarabréf í vestmannaeyjum, sem var einn hinna nýju kaupstaða, og nefndist Bjarni eftirleiðis Sívertsen, svo sem fyrirmanni sæmdi. Kaupmaðurinn á Eyrarbakka leit tiltæki þeirra Selvogsmanna óhýru auga og linnti ekki látum með klögum og kærum, fyrr en borgarabréfin voru tekin af þeim. Bjarni Sívertsen sigldi þá beint í höfuðstöðvar verslunar og stjórnsýslu, til kóngsins Kaupmannahafnar, og rak mál sín þar. Kom hann ár sinni þar svo vel fyrir borð, að árið eftir, 1794, kom hann heim með kaupsamning fyrir Hafnarfjarðarverslun og 4000 ríkisdala lán að auki. Hóf hann þegar verslunarrekstur. Átti Bjarni samstarf við stórkaupmanninn Wolf í Kaupmannahöfn allt til þess að Wolf andaðist árið 1809. Blómgaðist verslunin vel og opnaði hann útibú í Reykjavík árið 1897. Og þó árangur Bjarna væri glæsilegur á verslunarsviðinu, þá er það þó útgerð hans sem haldið hefur frægð hans á lofti. Bjarni átti og rak bæði millilandaskip og fiskiduggur og skal nú það helsta rakið sem vitað er um skipaeign hans.

Hafnarfjordur-305

Þegar Bjarni var úti í Kaupmannahöfn 1894 setti hann skipið Johanne Charlotte að veði fyrir láninu sem hann fékk. Fátt er vitað um þetta skip, en það hefur áreiðanlega verið notað bæði til flutninga innanlands og fiskveiða.
Fljótlega eignaðist Bjarni svo allstórt skip, De tvende Sostre, sem notað var til vöruflutninga milli landa. Það var einmitt á þessu skipi sem Bjarni varð innlyksa í Bretlandi árin 1807-9 vegna Napóleonsstyrjaldarinnar í Evrópu. Seinna eignaðist hann fleiri hafskip og var ejtt þeirra Anna Casia, sem var sögð 37 commerisiallestir (ca. 150 brúttótonn). Anna þessi sigldi sumarið 1820 beint suður til Barcelona á Spáni með fullfermi af saltfiski og lestaði salt í Frakklandi á heimleiðinni. Næstu ár sendi Bjarni fleiri skipsfarma beint til Spánar og Ítalíu og var þannig í beinu sambandi við saltfiskmarkaðinn í Suður-Evrópu. Annars fór mestallur útflutningur íslendinga um danskar hafnir. Sýnir þetta vel hversu Bjarni Sívertsen var burðugur í verslun sinni. í þessum förum eru nafngreind tvö skip auk Önnu Casiu, og hétu þau, Tingöre og De tre Söstre.

Þilskipaútgerð og fiskverkun.
Hafnarfjordur 307Stundaði Bjarni samhliða verslun og útflutningi, svo sem venja varð á skútuöldinni hjá stærstu verslunum. Getiðer um þrjárfiskijaktir í eigu Bjarna: Havnefjords pröven, Foraaret og Flynderen. Foraaret kom til landsins árið 1800, en Havnefjords pröven lét Bjarni sjálfur smíða í Hafnarfirði, svo sem nafnið bendir á. Yfirsmiður þess var Ólafur Árnason sem bjó á Hvaleyri. Skútan rann af stokkunum árið 1803 og voru þá mannsaldrar síðan slíkt skip var smíðað hér á landi.
Eftir þetta reisti Bjarni skipasmíðastöð í landi Jófríðarstaða, sem hann keypti undir fyrirtækið árið 1804. Auk þess keypti hann jörðina kringum verslun sína, Akurgerði, sem og jarðirnar Hvaleyri og Óseyri. Átti Bjarni þar með nær allan fjörðinn. Um skipasmíðastöðina er vitað að 1817 höfðu verið smíðuð þar þrjú þilskip.
Útgerð sinni hélt Bjarni áfram allt til þess að hann andaðist í Kaupmannahöfn árið 1833. Verslun hans var seld á 3900 ríkisdali í silfri. Voru það jörðin Akurgerði, íbúðarhús, verslunarhús og tvær vörugeymslur, skipakví og hlutar í saltgeymsluhúsum á Álftanesi og í Þorlákshöfn. Auk þess átti hann þá Havnefjords proven og fleiri fiskiskip og aðrar jarðeignir. Bjarni Sívertsen var tvímælalaust sporgöngumaður íslenskrar skútuútgerðar.

Kaupmenn og verslanir.
Hafnarfjordur 310Framan af 19. öld. Þilskipaútgerð og verslun voru alla tíð nátengd. Kaupmenn áttu hægast um vik á þessu sviði. Þeir réðu yfir fjármagni og þekkingu til atvinnureksturs, auk þess sem verkun og verslun með fisk var jafnan það sem mestan arðinn gaf. Útgerð þilskipa var því eðlilegt framhald á verslunar-rekstrinum. Flestir tóku upp þann hátt að senda kaupskip sem komu til landsins á vorin til fiskveiða á sumrin. Þá voru fengnir íslenskir hásetar í dráttinn, en erlendir skipstjórnendur stýrðu. Hins vegar var lítið um að menn fylgdu dæmi Bjarna Sívertsen og gerðu út fiskiskútur til veiða. Þó Vestfirðingar stunduðu slíka útgerð varð hún engin að ráði við Faxaflóa, fyrr en eftir 1870.
Kaupmenn voru margir í Hafnarfirði á síðustu öld. Sama ár og Bjarni Sívertsen tók við verslunareignum í landi Akurgerðis,
reist önnur verslun í landi Jófriðarstaða við sunnanverðan fjarðarbotninn. Voru þar á ferð kaupmenn frá Flensborg í SlésviK bar verslunin og staðurinn nafn þeirri borg og gerir enn. Er leið öldina fjölgaði verslunum enn.
Hans Linnet stofnaði verslun árið 1836 og var hún rekin af afkomendum hans til ársins 1914. Árið 1841 var svo þriðja verslunarlóðin stofnsett í Hafnarfirði á Hamarskotsmöl miðja vegu milli Flensborgar og Akurgerðis.
Um miðja öldina voru starfræktar fjórar verslanir í Hafnarfirði. Þeirra stærst var verslun P.C. Knudtzon, sem einnig rak verslanir í Reykjavík og síðar í Keflavík. Knudtzonsverslun keypti allar verslunareignir Bjarna Sívertsen, og rak umfangsmikla fiskverkun og útflutning. Var verslunin einhver hin mesta á öllu landinu á sinni tíð. Keypti hún upp verslanir í nágrenninu, til dæmis Flensborgarlóðina, og varð nálægt því að vera einráð með verslun í Firðinum eftir miðja öldina. Svo varð þó ekki því rými var nóg til útgerðar og fiskkaupa í Hafnarfirði á þessum tíma. Verslun P.C. Knudtzon var starfrækt allt fram til síðustu aldamóta. Litlum sögum fer af útgerð Knuszonsverslunar, þó hún hafi sjálfsagt sent flutningaskip sín á handfæri yfir sumarið eins og aðrir kaupmenn. Það voru bændur og sjósóknarar úr nágrenninu sem lögðu afla sinn upp hjá þeim Knudtzonsmönnum og stóðu undir verslunarveldi þeirra. Og það voru miklir sósóknarar í  nágrenninu, sem sumir hverjir sóttu sjó á þiljuðum skútum.

Útvegsbændur á skútum.
Hafnarfjordur 311Nokkrir útvegsbændur á Suðurnesjum gerðu út lítil þilskip til fiskveiða á fyrstu áratugum 19. aldar. árið 1918 gerðu Ari Jónsson í Njarðvík, Jón Daníelsson Stóru-Vogum og Jón Sighvatsson Ytri-Njarðvík hver út sína skútu. Tveir þeirra síðarnefndu létu smíða skip sín í eigin garði, en verið getur að skip ara hafi veriðs míðað í stöð Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði.
Áaður var það nefnt að kaupmenn héldu úti skipum til fiskveiða, og er þess getið að 1839 gengju 12 þilskip til veiða frá Hafnarfirði. Eftir það fer litlum sögum af skipum í Hafnarfirði fram til 1860, en upp úr því fer að færast fjör í þilskipaútgerðina sem nær hámarki síðustu tvo áratugi síðustu aldar og fyrstu ár þessarar.

Árabátaútvegur-inn og afkoma alþýðu.
Hafnarfjordur 312Fiskveiðar áopnum bátum voru aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga á síðustu öld, og hefur svo líklega verið á fyrri öldum. Landgæði eru ekki mikil í Firðinum og nágrenni hans, þó bændur stæðu yfirleitt jöfnum fótum í báðum undirstöðuatvinnugreinum landsmanna, landbúnaði og sjávarútvegi. Við sjávarsíðuna bjuggu svo fjölskyldur sem að mestu eða öllu leyti áttu afkomu sína undir fiskveiðunum. Hjáleigubændur og tómthúsmenn voru þeir nefndir, eftir því hvort þeir höfðu einhverja grasnyt eða ekki. Þeir sem slíkt höfðu héldu þá örfáar kindur eða eina kú, en flestir höfðu þó einhvern matjurtagarð, er komið var fram á síðustu öld. Annars var það sjórinn. Byggðin í Hafnarfirði, sem og á Vatnsleysuströnd og Álftanesi lifði því á sjósókn og styrktist við nálægð öruggrar hafnar og öflugrar verslunar. Hefðbundin útgerð sjávarbænda og tómthúsmanna tók litlum breytingum um aldir. Bátar, veiðafæri, vertíðir og vinnubrögð voru að mestu hin sömu allt frá fyrstu öldum byggðar, þó einhverjar nýjungar fylgdu hverri öld. Raunar má telja víst að útgerðinni færi hrakandi á 17. og 18. öld, með minnkandi skipastól og óhagstæðu verslunarlagi.
Hafnarfjordur 313Afkoma manna fór mjög eftir fiskgengd á grunnmið Faxaflóa, sem voru aðalmið Hafnfirðinga. Ef fiskisæld var fjölgaði búðsetumönnum og byggðin lifnaði við. En yrði fiskileysi fóru þurrabúðirnar fljótt í eyði og fólkið hvarf. Vergangur og hungurdauði urðu þá örlög sumra. Þetta fólk var því oft á mörkum þess að komast af og lifði upp á náð landeigenda, sem áttu jarðnæðið og bátana, og kaupmanna, sem keyptu fiskhlutinn og létu í té matvæli til uppihalds. Ef fiskurinn brást var náðin ekki mikil á þessum stöðum. Sagan geymir dæmi um hvort tveggja, góðæri og harðæri. Þegar Jarðabókin þeirra Árna og Páls var í smíðum upp úr 1700 voru flestallar búðir í Hafnarfirði í eyði við sjóinn, vegna  undangenginsfiskileysis. Þetta hlýtur að hafa verið breytt árið 1734, því þá var fiskirí mjög gott hjá Hafnfirðingum og hlutir á vetrarvertíð milli 7 og 10 hundruð fiskar. Þrem árum seinna var hins vegar ástandið slikt að alger bjargræðisskortur var orðinn í Firðinum og voru verslanir brotnar upp af fógeta konungs og mjöl lánað til fátæklinga. Aftur voru búðir kaupmanna brotnar upp og matvælum útbýtt veturinn 1769-70. Harðæri var þá mikið og uppflosnað fólk flúði úr sveitum og til sjávarsíðunnar í von um mat. Næsta áratug á eftir var hinsvegar talað um mokveiði og góða afkomu.
Árið 1781 voru íbúar í Garðakirkjusókn 385 og hafði þá fjölgað um 125 frá því í upphafi aldarinnar. Garðakirkjusókn náði yfir Hafnarfjörð, ÁlftaneS og núverandi Garðabæ. Þar voru 32 býli árið 1781 og átti Garðakirkja 19 þeirra, konungur 11, en 2 voru í einkaeig. 41 bóndi bjó á þessum jörðum, að meðtöldum prestinum, sýslumanni og kaupmanni. Grashúsmenn og þurrabúðarmenn voru 48. Bátaeign sóknarmanna voru 5 fjögramannaför og 62 tveggjamannaför. Á þeim reru 102 heimamenn en 34 utansveitamenn, flestir af Suðurnesjum og Suðurlandi. Veitt var bæði á færi og í net. Net munu fyrst hafa verið lögð í Hafnarfirði árið 1753 að undirlagi Skúla Magnússonar, en lóðir höfðu þá tíðkast allt frá 17. öld. Netaveiðar jukust fljótt og ollu þær miklum deilum á Suðurnesjum og við Faxaflóða, því menn töldu þau hindra reglubundnar göngur þorksins á grunnmið. Fljótlega eftir 1780 voru því settar reglur sem takmörkuðu netaveiðar. Voru þær bundfnar við ákveðin mið, ákveðinn tíma ársins og fjöldi neta takmarkaður. Þá mátti ekki láta netin liggja að deginum og ekki leggja á laugardögum.
Hafnarfjordur 314Vertíðir Hafnfirðinga voru með þeim hætti, að vetrarvertíð hófst í byrjun mars og stóð til 11. maí. Mest var sótt á grunnmið, en þó var sótt suður á Svið á stærri bátum, sexæringum og stærri sem aftur tóku að tíðkast á 19. öld. Á færum bar beitt innyflum eða hrognkelsum, en hrognkelsaveiðar voru árvissar frá vetri og fram eftir sumri. Vertíðarafla, aðallega þorski, var skipt í fjöru og hlutur hvers og eins merktur. Þá var hann flattur og saltaður í  birgjum eða skúrum og þurrkaður. Yfirleitt var aflinn verkaður sameiginlega af hverri skipshöfn, en skipt að henni lokinni eftir uggamörkum og lagður inn í reikning hjá kaupmanni. Allt fram á 19. öld var mestallur fiskur þurrkaður til útflutnings, en eftir 1780 fór saltfiskverkun að aukast og varð einráð á nítjándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu.
Vetrarvertíðin var aðalveiðitíminn, en á öðrum tímum voru róðrareinnigstundaðir. Á sumrin reru menn á minni bátum og sóttu ýsu og þyrskling, mest í soðið. Annars fóru margir í kaupavinnu austur í sveitir, eða réðu sig á skútur kaupmanna, einkum er leið á 19. öld. Haustróðrar hófust í október og stóðu til jóla. Fyrst var róið á grunnmið en síðan á stærri bátum suður í Garðsjó og víðar. Eftir áramót héldu þessir róðrar áfram, og lágu Hafnfirðingar þá oft við suður í Garði eða Leiru. Voru menn þá að heiman frá tveim eða þrem sólarhringum og upp í viku í einu, eftir aflabrögðum og gæftum. Veitt var á færi og með línu í þessum róðrum. Í mars gekk svo þorskur inn á Flóann og hófst þá vetrarvertíð, svo sem áður sagði.

Hafnarfjordur 320Skútubærinn.
íbúum í Hafnarfirði fjölgaði nokkuð jafnt og þétt á síðustu öld og helst það í hendur við aukna verslun og útgerð í Firðinum.
Þannig var íbúafjölgunin í tölum:
Ár: íbúar:
1821 155
1830 223
1840 317
1850 334
1860 343
1870 363
1880 420
1890 616
1901 599
Árabátaútvegurinn var aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga fram eftir öldinni, en upp úr 1870 færist vöxtur í þilskipaútgerðina og á áratugnum 1880-1890 má segja að þilskipin taki við forystuhlutverki í sjávarútvegi bæjarins sem þá hafði myndast meðfram sjávarbakkanum í Hafnarfirði.
Hafnarfjordur 316Áður var skilið við þilskipaútgerðina um 1840 og virðist þá nokkur deyfð hafa lagst yfir hana allt fram til 1860 og þá lítið um skútur í Hafnarfirði, sem og í öllum Faxaflóa. Það sem eftir lifði aldarinnar jókst  þilskipaútgerðin hröðum skrefum, skútum fjölgaði og jafnframt varð mikið um stærri skip en áður, svonefnda kúttera, sem flestir voru keyptir frá Englandi. Reykjavík varð höfuðstaður skútutímans við Faxaflóa, en Hafnarfjörður fylgdi í kjölfarið sem fjörugur skútubær. Skal nú vikið að helstu útgerðum og útgerðarmönnum í Firðinum á blómatíma skútualdar.
Uppgangur skútuútgerðarinnar hófst um 1870 en hámarki náði hún á tímabilinu 1890-1913. Þá tók verulega að draga úr henni, en vélbátar og togarar tóku við forystuhlutverki í sjávarútvegi. Nokkrar skútu voru þó gerðar út frá Hafnarfirði allt fram yfir 1920. Hinni öflugu þilskipaútgerð fylgdi blómlegt atvinnulíf og íbúafjöldinn í Hafnarfirði óx í réttu hlutfalli. Árið 1870 íbúar við fjörðinn 363,en tuttugu árum seinna 616. Þá var þilskipaútgerðin orðin mikilvægasti atvinnuvegur í Hafnarfirði. Síðasta áratug aldarinnar var mikið aflaleysi hjá opnum bátum í hreppnum og fækkaði þá íbúunum talsvert. Um alda varð hins vegar mikil uppsveifla með nýjum og afkastameiri vinnutækjum í sjávarútveginum, auknum afla og þá fjölgaði mjög í Hafnarfirði. Á árunum 1901 til 1908 fjölgaði íbúum úr 599 í 1469.  Hafnarfjörður var þá í hópi mestu útgerðarbæja í landinu, og þótti tími til kominn að bærinn við fjörðinn fengi sjálfur að ráða sínum eigin málum.
Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1. júní 1908.“

Heimild:
-Ægir, 79. árg. 1986, bls. 460-468.

Hafnarfjörður

Frá smábátahöfninni í Hafnarfirði.

Selflatir

 Ætlunin var að leita minja er getið hefur verið í FERLIRslýsingum nr. 1095 og 1104, þ.e. mögulegra minja selja við Selá, við Selsvelli og neðst í Seldal í Kjósinni.
ÞórufossÍ skráðum heimildum er einungis getið um selstöðu, löngu aflagða og í móa horfin, á Selflötum sunnan Hækingsdals, en ekki er getið um minjar á hinum stöðunum. Einungis örnefnin benda á hugsanlega tilvist slíkra minja þar. FERLIR hefur jafnan nýtt sér skráðar heimildir, sem á stundum hafa reyndar verið misvísandi, en þá jafnframt leitað uppi og gaumgæft betur, bæði vettvanginn og aðrar fyrirliggjandi upplýsingar. Niðurstaðan hefur síðan verið færð jafnóðum í nákvæma hnitaskrá. Skráin byggist á fyrirframákveðnu „pússluspilskerfi“, sem sérhver ferð fyllir upp í. Stundum virðast þær samhengislausar, en smám saman skýrist myndin – un hún birtist loks fullsköpuð. Verkefnið krefst bæði mikillar þolinmæði og þrautseigju. Heildarskráin er svo varðveitt í einu eintaki; Reykjanesskinnu. Nú, árið 2007, fylla fylgiskjöl, minnisblöð og afrit eina 12 pappakassa og u.þ.b. 5000 blaðsíður tölvutæks efnis. En hvað um að – framundan er alltaf það sem skiptir mestu máli – þá stundina.
Að þessu sinni var lagt af stað frá Þórufossi í Laxá. Fossinn er með þeim fegurstu hér á landi, um 18 metra hár og eftir því breiður. Kennileitið var jafnframt miðsvæðis í leitinni að þessu sinni. Skammt austar eru Selflatir, norðar er Hækingsdalur. Norðan hans er Selá. Vestan árinnar er Stóra-Sauðafell utan í austanverðu Skálafelli. Norðan og millum fellanna til norðurs er Seldalur.
Laxá vaðinLandamerki Kjósarinnar að sunnanverðu liggja m.a. um Þórufoss. Þessi takmörk landmegin eru frá Botnsvogi innanverðum suður og upp á (Hrísháls) Múlann, er nú er nefndur Múlafjall, en er endi Hrísháls, þá eftir Hríshálsi sunnanverðum (þar sem hallar vötnum norður) upp eftir Súlnahrygg og upp á  Súlnatind, þá suðvestur niður til Sandvatns, er Brynjudalsá fellur úr (litlum spöl sunnar er Myrkavatn, er Öxará fellur úr), þá suðvestur um Kjalfjall (Kjölinn) og vestur af því ofan í efra hluta Kjósardalsins um Þórufoss í Laxá skammt fyrir neðan Stíflisvatn, sem Laxá fellur úr, þá yfir Seldal vestur í Rjúpnagilsbotna. Halda sýslumörkin áfram, en er þá komið í Mosfellsbæ og síðan eru mörk milli Kjalarness og Kjósar frá þessum stað og eftir háeggjum Skálafells, Móskarðshnjúka, Esju og niður í Miðdal við landamerkin hjá Tindstöðum.
Gamla leiðin í Kjósina frá Þingvöllum lá norðan Stíflisdalsvatns, niður með Stýfingum, austan ár, niður með Þórufossi og norður að Hækingsdal. Hún er vel greinileg þars em hún liggur með Brattafellinu undir Stóröxl og niður í Þrengslin neðan við Þórufoss. Neðan Þrengslanna er gatan vörðuð að vaði á ánni.
Haldið var yfir Laxá á vaði skammt ofan við Þórufoss. Áin kemur úr Stíflisdalsvatni og fellur í Laxárvog. Hún er um 20 km á lengd, meðalrennsli um 15m/3 á sek og vatnasvið um 150 km/2 ( um 211 km/2 ef  vatnasvið Bugðu, sem fellur úr MSelflatireðalfellsvatni, er talið með). Í leysingum og stórrigningum geta komið ofsaflóð í ána flæðir hún þá yfir bakka sína og er dalurinn þá yfir að líta sem stórt stöðuvatn. Laxá er með gjöfulustu laxveiðiám landsins og veiðast þar jafnan hátt í tvö þúsund fiskar hvert sumar. Í ánni eru nokkrir fossar. Má þar nefna m.a. Þórufoss í Kjósarskarði, sem er þeirra stærstur og Pokafoss, en hann er rétt ofan við bugðu á ánni austan við Vindáshlíð. Brú er á Laxá neðanundir Vindáshlíð. Á lágum klettastalli vestan við brúna er skilarétt sveitarinnar. Neðan við réttina er Norðlingavað, en á því vaði liggur þessi forna þjóðleið yfir ána. Óefað hafa orðið mörg slys á svo fjölfarinni leið í aldanna rás . Eitt hefur verið fært í annála. Árið 1556 drukknaði þar Oddur Gottskálksson lögmaður. Var hann á leið til Alþingis. Að sögn var áin talin ófær. En lögmaður skeytti því ekki heldur reið út í. Hesturinn hrasaði, losnaði Oddur þá úr hnakknum og flaut undan straumi. Hann rak upp á eyri í ánni, komst þar á fjóra fætur, en yfirhöfnin slóst fram yfir höfuð hans og færði hann aftur í kaf. Hann náðist þó lifandi. Var tjaldað yfir hann við ána en um nóttina andaðist hann.
Um það bil miðja vegu milli Þórufoss og Stíflisdalsvatns er Sýsluhólmi, einnig nefndur Þinghólmi fyrr á tímum; þar er og gamalt vað, sem HÚtsýni að Sandfelliólmavað heitir. Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal, sagði að Laxá hefði fyrrum runnið beggja vegna hólmans, en nú hefði hún breytt sér þannig að  nú rennur áin einungis austan hans.
Stefnan var tekin á Selflatir. Um er að ræða sléttar flatir neðan við Brattafellsgil. Gróðureyðingin hefur herjað á þær líkt og annars staðar með hlíðunum. Skriður hafa hlaupið úr battri hlíðinni, en enungis ofan við flatirnar. Mjög gamlar jarðlægar tóftir virðast vera á tveimur stöðum, annars vegar á norðanverðum árbakkanum neðan við gilið og hins vegar uppi í gilinu. Á báðum þessum stöðum gætu hafa verið mannvirki. Fallegur 12-15 m hár foss er uppi í skjólgóðu gilinu. Þar kúrðu fjórar rjúpur.
Hækingsdalur er í Jarðabókinni 1703 sagður eiga „selstöðu í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“
Guðbrandur, bóndi í Hækingsdal, segir að bærinn hafi haft selstöður við Selá norðan við bæinn og á Selsvöllum sunnan við hann. Selsvellir hafa einnig  verið nefndir Selflatir. Hann taldi að skriða hefði hlaupið yfir selstöðuna á ÞrengslinSelsvöllum og þar væru því engar greinanlegar minjar lengur. Hlíðin ofan við flatirnar hefði verið nefnd Geitahlíð, Þrengslin norðar og þá Hríshvammur. Faðir hans hefði farið með háskólafólki þangað, en það ekkert séð að hann myndi. Tóftir væru hins enn vel sjáanlegar við Selá sem og gömul hlaðin rétt.
Gömlu leiðinni úr Kjós upp á Þingvelli var fylgt til norðurs, niður í Þrengslin um hið eiginlega Kjósarskarð og áfram með þeim austanverðum. Undir Grenhlíð er Hríshvammur, nú grasi gróið sléttlendi. Grindargil er í hlíðinni, en árfarvegur þess var þurr. Handan hans tóku við grónar selslegar sléttur. Varða er á hól við gömlu götuna og önnur norðar, fallin. Hlíðin er ekki ólík því sem gerist á Vestfjörðum og Austfjörðum, stallar og tilkomumikil þvergil. Fíllinn hafði sest upp í björgunum. Ásalækur kemur úr Dagmálafelli. Norðar er Þverárgil og Þverá er kemur ofan úr Þverárdal. Bærinn Hækingsdalur er við Þverána.
Á sömu blaðsíðu og nefnd var í Jarðabókinni segir um Sauðhús: „Sauðhús hefur til forna í Hækinsdalslandi kallað verið þGömul leiðar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og tófta leifar; ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði allt að er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá.“
Selá er skammt austan við Vindás og norðan Hækingsdals, sem fyrr sagði. Norðar er Skálafell og Seljadalur handan þess. Sagnir eru um selstöðu frá Vindási fremst í Seljadal. Jörðin hafði selstöðu  sem tilheyrir [Reynivöllum] á Seljadal. Jafnframt er þess getið að selstöðu eigi jörðin í eigin landi. Guðbrandur, sem smalað hefur svæðið í tugi ára, sagðist ekki muna eftir öðrum tóftum í Seljadal en á þeim stað er bærinn Seljadalur var austan í dalnum. Hins vegar væru tóftirnar við Selána enn vel greinilegar.
Guðbrandur sagði Háls (Fremri-Háls) hafa haft selstöðu neðst í Seldal, sem væri norðan við Stóra-Sauðafell. Þar mætti enn sjá selstóftir á bakka Hálsár.
Í Laxá rétt ofan við ármót Selár er Pokafoss, sem er sérkennilegur foss.
Að þessu sinni var farið aftur yfir Laxá á ís og stefnan tekin á Fremri-Háls, vestan í dalnum. Vinarlegur bóndinn þar leiðbeindi FERLIRsfélögum inn á gamla Kjósarskarðveginn (akveginn) suður með hlíðinni. Fyrst vildi hann þó sína aFjárhúsðkomumönnunum gamlar tóftir norðaustan við bæinn. Hafði hann á orði að óljóst væri hvaða tilgangi þær hefðu þjónað. Við skoðun á tóftunum komu í ljós heilleg hlaðin fjárhús, líklega frá lok 19. eða byrjun 20. aldar. Tvö rými er í tóftinni, sem er allheilleg á stað er auðvelt væri að varðveita. Aftara rýmið er hlaða eða heystæði, en í fremra rýminu er hlaðinn garður eftir miðju húsinu. Dyr eru við suðvesturhornið. Hleðslurnar standa, eru heillegar og grónar að utanverðu. Hæð á þeim er um 160 cm. Ummál húsanna var ekki mælt að þessu sinni.
Gamla akveginum var fylgt upp í Seldal. Þar eru tún, sem foreldrar núverandi húsfrúar sléttuðu. Vestan við þær, fast við gamla veginn eru tóftir. Þær eru tvískiptar, en auk þess eru ógreinilegar tóftir vestan þeirra. Vegurinn hefur verið lagður í gegnum tóftarsvæðið. Dyr snúa mót austri. Þegar komið er inn eru rými á báðar hendur, mun stærra þó á vinstri hönd.
Hér gæti verið um tóftir kots að ræða, jafnvel kots, sem vaxið hefur upp úr seli sbr. örnefnið Seldalur, sem er þarna beint fyrir ofan, milli Stóra-Sauðafells og Skálafells.
Tóft í SeldalÍ suðausturhlíðum Skálafells er Seldalur. Reynsla FERLIRs er að þar sem sels- eða seljanafngiftin kemur við sögu – þar hefur verið sel. Ætlunin er a.m.k. að skoða svæðið m.t.t. þess. Tímaáætlun FERLIRs er að ljúka meginseljaleit í landnámi Ingólfs fyrir haustdaga 2007. Þegar liggja fyrir upplýsingar og staðfestingar á 186 seljum og selstöðum á svæðinu, en þegar upp verður staðið má áætla að þær verði nálægt 250 talsins. Og eru þá ótaldar aðrar fjölummargar og -þættar menningarminjar á svæðinu, allt frá upphafi norræns landnáms hér á landi, sem og fyrrumleitum (keltneskum) er síðar verður vikið að – ef tími vinnst til.
Ingibjörg Jónsdóttir á Fremra-Hálsi sagði fjórbýli hafa verið fyrrum á Hálsi; Háls, Margrétarkot, Huldstaðir og Sauðafellskot. Sennilega væru tóftirnar af síðastnefnda bænum fremst í Seldalnum. Foreldrar hennar hefðu ræktað tún við tóftirnar og þá hefðu komið fram minjar þar. Ætla mætti að  Sauðafellskot hafi vaxið upp úr seli þar sem ekki er getið um selstöðu í örnefnalýsingu fyrir bæinn. En í örnefnalýsingu fyrir Stardal er getið um tóftir sels efst í Seldal, „austan marka“. Líklega er þar um að ræða sel frá Fremra-Hálsi. Ætlunin er að skoða minjar í Seldal fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprest á Reynivöllum, sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.
-Óbyggðanefnd – Kjalarnes og Kjós.
-Örn H. Bjarnason – Gamlar götur.
-Ingibjörg Jónsdóttir – Fremra-Hálsi.
-Jón Steinar Vilhjálmsson-Fremra-Hálsi.

Þórufoss

Þórufoss.

Hverinn eini

Ætlunin var að skoða bæði skjól, sem útilegumenn kunna að hafa hafst við í sunnan Selsvalla á 17. öld sem og „helli“, sem þeir dvöldust í norðan Selsvalla. Hvorutveggja er til í skráðum heimildum og hefur að geyma mannvistarleifar. Í leiðinni var og ætlunin að skoða hinar gömlu götur er liggja að og frá Selsvöllum, selsrústirnar á völlunum og Hverinn eina, en upplýsingar liggja fyrir um brennisteinsnám þar á 17. öld.

Selsvallaselsstígur

Selsvallaselsstígur.

Þegar á upphafsstað var komið sást hvar vegur hafði verið lagður upp hraunhlíðina ofan við núverandi borholusvæði undir Sogunum. Vélarhljóð bárust ofan úr Sogunum. Hvorutveggja, augnstungan í hlíðinni og hávaðinn í annars órsökuðu umhverfinu þar fyrir ofan, særðu hjörtu þeirra sem hafa haft samúð með landinu, sem fóstrað hefur fóður forfeðrana frá upphafi.
Gengið var suður með vestanverðum hlíðum Núpshlíðarháls og inn á Selsvelli, framhjá virku jarðhitasvæði undir Trölladyngju og fallegu smávatni í jarðfalli. Þarna hafði áður verið hinn ágætasti jarðvatnsvarmi, líkt og í Grjótagjá við Mývatn. Við norðanverða Selsvelli birtist Kúadalur fyrst sjónum manna, síðan nyrðri Selsvallalækurinn og Moshóll á hægri hönd, fallegur gígur, sem margir framkvæmdarmenn hafa haft augastað á, þ.e. efnislega. Hóllinn geymir einn fallegasta gjallgíg landsins.
Gengið var inn með ónafngreindum fjöllum austanverðra Selsvalla, að rústunum undir Selsvallafjalli. Þær eru allnokkrar. Ekki er með öllu útilokað að sú stærsta hafi á einhverju tímaskeiði geymt kot eða bæ, enda hefur þarna verið álitleg beit og vænlegar sláttulendur. Suðvestar eru rústir seljanna á Selsvöllum. Áður hafði virst sem gata lægi þar frá eldri rústunum niður að þeim nýrri, en þegar betur var að gáð kom í ljós að þarna var um að ræða eldri farvegi Selsvallalækjarins syðri. Hann kemur þarna niður úr gili og hefur leikið sér vítt og breytt um vellina á löngum tíma. Sjá má ummerki eftir lækinn til vesturs en síðan til norðurs á nokkrum stöðum.

Selsvellir

Tóft á Selsvöllum.

Rústirnar á suðvestanverðum Selsvöllum er enn samar við sig; Vogaréttin á sínum stað og hinn fallegi stekkur sunnar. Þarna eru tóftir þriggja selja. Eitt þeirra mun hafa verið frá Stað, en hin voru einnig frá Grindavíkurstórbýlunum tveimur; Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum. Stekkirnir eru jafn margir selstöðunum. Sá þriðji er vestan vallanna, skammt norðan selstóftanna.
Undir hraunhól er op. Ferðin var m.a. farin til að kanna þar inn undir. Við eftirgrennslan kom í ljós að lágur skúti lá þarna undir seltóftina er stóð henni næst. Talsverður jarðvegur hefur sest að á botninum og ekki var að sjá neinar mannvistarleifar í skútanum.
Annar skúti, svipaður, var sunnan við hraunhólinn. Ekki voru mannvistarleifar heldur í honum. Útilegumenn héldu til á þessum slóðum á 17. öld. Þeir áttu að hafa verið þrír saman. Í báðum skútunum var nægilegt svefnrými fyrir þá alla þrjá.
Gömlu alfaraleiðinni (selsgötunni) var fylgt til vesturs. Hún greinist miðja vegu í hrauninu milli Selsvalla og Hraunsels-Vatnsfells, en á því er vatnstæði. Sumsstaðar er gatan grópuð djúpt í klöppina.
Í´“Útilegumönnum og auðum tóftum“ segir m.a. að “um aldamótin 1700 var hörmungatíð hér á landi. Þjóðin var orðin mergsogin af alls konar álögum og langvarandi kúgun einokunarverslunarinnar. Hún mátti því ekki við neinu. En verstu árin voru tugtímabilið 1693-1703.
Hekla byrjaði að gjósa. Jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Fiskur brást algjörlega. Kom því mikið los á fólk, og voru rán og stuldir í öllum sveitum, en þó mest sunnanlands. Hafís rak að landinu. Voru þá hafþök svo að segja hringinn í kringum landið. Í Faxaflóa lá ísinn fram yfir vertíðarlok. Fjárfellir var víða um land og útigangshross hrundu niður. Fólk féll úr hungri. Árið 1703 létust 30 á Suðurnesjum. Allt var etið sem tönn á festi. Fólkið við sjóinn lifði á fjörugrösum og þangi, en í sveitum við fjallagrös, rætur og söl. Sumir átu hesta, skinn og skóbætur steiktar. Fundust og þeir, sem átu hesta, hunda og hrafna.

Selsvellir

Leitað að mögulegu útilegumannaskjóli.

Var þá þjófaöld mikil, stuldir og rán, svo að menn gátu trautt haldið sínu. Veturinn 1701 voru til dæmis hýddir og markaðir nær 20 þjófar í Árnessýslu. Fóru þá þjófar að leggjast út víða um land. Er getið um tvo útileguþjófa á Suðurnesjum; annar var hengdur, en hinn slapp.
Þannig var þá ástandið á Íslandi þegar sagan hefst af útileguþjófunum á Reykjanesi. Maður er nefndur Jón Þórðarson frá Eystri-Hrepp. 1701 tók hann sig upp og fór á vergang. Fyrst slóst í för með honum unglingspiltur, Gísli Oddsson og síðan landshornamaður, Jón Þorláksson og var úr Landeyjum. Fóru þeir alla leið suður á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast frá Jóni Árnasyni í Flekkuvík, en áður höfðu þeir stolið á 14 bæjum á leið sinni.

Í Flekkuvík náðu þeir í 8 hákarlslykkjur, þrjá fiska, eina duggarasokka, kýrlær og hálstrefil. Með þennan feng og það sem þeim hafði áður áskotnast fóru þeir upp um heiði og allt suður um Selsvöllu og voru ákveðnir í því að leggjast út og lifa á stuldum. Var nú komið fram á vor og tíðarfar gott, svo að allt var á gróanda og fé þar um allan afréttinn. Munu þeir hafa búist við því að geta náð í nóg sauðakjöt til matar sér.

Selsvellir

Rétt á Selsvöllum.

Skammt sunnan Selsvöllu fundu þeir skúta nokkurn og hreiðruðu þar um sig. Er nú ekki gott að segja, hvort þeir hafa verið staðháttum þarna kunnugir, en heldur var óvarlegt að setjast þarna að, því að staðurinn var á alfaraleið á þeim dögum. Má þó vera, að þeir hafi valdið hann af ásettu ráði til þess að eiga hægara með að sitja fyrir ferðamönnum, eins og síðar kom fram.
Ekki höfðu þeir hafst lengi við þarna, er Hallur Sigmundsson bóndi á Ísólfsskála varð þeirra var. Þótti honum þetta illir gestir og ekki tilhlökkunarefni að hafa þá í nábýli við sig. Ekki tók hann þó það ráð að segja til þeirra, heldur fór á fund þeirra og átaldi þá fyrir að hafa sest þarna að. Kallaði hann það hið mesta óráð fyrir þá, því að byggðarmenn mundu brátt verða þeirra varir og veita þeim aðgöngu. En þar sem hann var einn, en þeir þrír, mun honum ekki hafa litist ráðlegt að hafa í hótunum við þá. Skildi með þeim óhappalaust.
Þeim útilegumönnum mun nú ekki hafa litist á að vera þarna lengur, því að vel gat svo farið, að Hallur vísaði á felustað þeirra. Tóku þeir sig því upp og fluttu sig lengra norður með fjallinu og settust að í helli, sem var skammt frá Hvernum eina, en hann er í hrauninu milli Selsvalla og Höskuldarvalla, eða vestur af Trölladyngju. Var hellir þessi betri en hinn fyrri, en skammt frá alfaravegi sem hinn. Vatn er þarna ekkert, og hafa þeir því annaðhvort orðið að sækja það norður í Sog eða þá suður á Selsvöllu. Lítið hefur verið þarna um eldsneyti, varla annað en mosi, en vera má, að þeir hafi soðið mat sinn við hverahita, því að ýmsir hverir eru á þessum slóðum.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Einn góðan veðurdag, skömmu eftir að þeir höfðu sest þarna að, fór þar um veginn ferðamaður austan úr Flóa í Árnessýslu, er Bárður hét Gunnarsson. Átti hann sér einskis ills von og vissi ekki fyrri til en þrír stigamenn settust að honum. Rændu þeir af honum tveimur ljáum, hettu, vetrungsskinni, buxum, sjóskóm, fernum skæðum og einhverju felira. Komst Bárður svo frá þeim slyppur og snauður.
Þrjár vikur voru útilegumenninir þarna og rændu auk þess á þeim tíma þremur sauðum til matar sér.
Sjálfsagt hefir Bárður ekki sagt sínar farir sléttar, er hann kom til mannabyggða, því að brátt fréttist það, hverjir óaldarmenn væru komnir þar í sveit. Jón í Flekkuvík, sem fyrstur hafði orðið fyrir barðinu á þeim, tók sér þá fyrir hendur að safna liði og veita þeim aðför. Urðu þeir tólf saman og höfðu tvær byssur og eitthvað fleira vopna.
Var þetta viku fyrir Alþingi. Fór nú þessi hópur til fjalla og kom að hellinum svo að útilegumenn voru þar allir inni. Jón skoraði á þá til útgöngu og að gefast upp, en þeir svöruðu engu. Þá greip Jón til byssu sinnar og kallaði hátt, að allir skyldu skjóta inn í hellinn. Gerði hann það til þess að hræða þá og láta þá halda að allir væru þeir vopnaðir byssum, þótt byssunar væru ekki nema tvær. Skaut svo Jón inn í hellinn og hæfði hettuna á höfði Jóns Þorlákssonar, svo að hún fauk af honum, en maninn sakaði ekki. Þá guggnuðu þeir útilegumenn, er þeir sáu hver alvara var hér á ferðum, og gáfust upp. Voru þeir því næst fluttir til Bessastaða.
Jón Eyjólfsson vicelögmaður í Nesi var þá sýslumaður í Gullbringusýslu, og kom það í hans hlut að rannsaka má útilegumannanna.

Keilir

Keilir.

Þingaði Jón í málum þeirra í Kópavogi, en dómsmálabækur Jóns frá þeim árum eru nú glataðar, og er því ekki hægt að vita, hvað fleira hefir komið þar fram en hermt er í annálum og Alþingisbókum. En séra Eyjólfur á Völlum, sonur Jóns vicelögmanns, hefir sagt allskilmerkilega frá þessu, og mátti hann manna best um það vita, því að hann átti þá heima í Nesi við Seltjörn hjá föður sínum.
Degi áður en Jón kvæði upp dóm yfir þeim félögum, braust Jón Þorláksson úr járnum á Bessastöðum. Náðist hann aftur, en með hverjum hætti það hefir verið er ekki vitað. Dómur var kveðinn upp yfir þeim hinn 6. júlí, og síðan voru þeir fluttir til Alþingis. Höfðu þeir þá ekki verið nema 3 daga í haldi á Bessastöðum. Auk þeirra þjófnaða, sem að framan getur, sannaðist á þá, að þeir hefðu stolið 65 sauðum og eigi minna en 7 fjórðungum af smjöri auk “aðskiljanlegra hluta ætra og óætra”.
Jónarnir báðir voru hengdir, en Gísla Oddsyni vægðu þeir, vegna þess hve ungur hann var og hann hafði aldrei verið dæmdur fyrr. Þarna mátti því sjá á sólkskinsdegi tvo útilegumenn af Reykjanesi, hangandi í gálgum á Alþingi, einum helgasta stað þjóðarinnar til merkis um þá óstjórn, sem hafði komið Íslandi á kaldan klaka.“
Stefnan var tekin til norðurs yfir frosið mosahraunið. Þetta er hraunssvæði, sem að öllu jöfnu er ekki gengið, enda þykkur mosi víðast hvar á hraunþekjunni. Margir smáskútar er þarna í hrauninu, en enginn þeirra sýnilega með mannvistarleifum í.
Sagnir eru til um útilegumannahelli nálægt Hvernum eina, norðan selsvalla. Ólafur Briem segir í bókinni Útilegumenn á Reykjanesfjallgarði frá þremur þjófum, sem getið er um í Vallnaannál 1703: …”á Vatnsleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík og fóru svo til fjalls upp og allt suður um Selsvöllu, þar tóku þeir sér hæli undir skúta nokkrum…. Leist þeim eigi að vera þar lengur og fóru norður með fjallinu í helli þann, er skammt er frá Hverinum eini. Voru þar síðan þrjár vikur og tóku þrjá sauði þar í hálsinum, rændu ferðamenn….” Leit hefur verið gerð að hellinum, en hella er sögð hafa verið lögð yfir op hans til að varna því að sauðfé félli þar niður um.

Hverinn eini

Vatnsstæði við Hverinn eina.

Stefnan var tekin á Þórustaðastíginn er liggur þarna í gegnum hraunið frá suðurenda Driffells og yfir að suðurenda Moshóls við norðanverða Selsvelli. Við hann var gerð leit að hugsanlegum skútum, en engir fundust með mannvistarleifum í. Jarðfall hefur hrunið niður norðan Moshóls og þar skammt norðar er gat niður í jörðina. Hvorutveggja var skoðað gaumgæfilega. Gatið skilaði einum árangri, en nánari skoðun á jarðfallinu gæti hugsanlega skilað einhverri niðurstöðu. Gróið er í botninn og steinar, sem ekki hafa ratað þangað að sjálfsdáðum, eru í jöðrum. Þetta þarf að skoða nánar við tækifæri.

Þá var stefnan tekin eftir selsstígnum norðan Selsvalla að Hvernum eina. Fréttir höfðu borist um það á göngunni að einhverju sinni hefði Hverinn eini verið notaður til brennisteinsnáms.
Í Landfræðissögu Íslands, bindi II, bls. 84-94, fjallar Þorvaldur Thoroddsen um Gísla Magnússon sýslumann Rangvellinga frá 1659. Gísli var einnig nefndur Vísi-Gísli sökum kunnáttu sinnar. Hann var hinn fyrsti lærði náttúrufræðingur á Íslandi og fór vítt um landið til þess að rannsaka steina og málma. Árið 1647 fékk Gísli á alþingi einkaleyfi til brennisteinsnáms.
Á bls. 87-88 segir „ Í bréfi dagsettu á Bessastöðum 4. sept. 1619 (það ár getur reyndar ekki staðiðst þar sem Gísli var ekki fæddur fyrr enn 1621, ártalið hlýtur að vera einhverntíma í kringum 1650) ritar Gísli Magnússon Birni syni sínum, er þá var við nám í Kaupmannahöfn, á þessa leið: „Þann brennistein, sem hér er að fá, hefi ég látið upptaka í sumar, sem er fáeinar lestir, svo sem fyrir lítið skip barlestarkorn; ég hefi látið leita í öllum Suðurfjöllum, ég hefi látið leita hjá Keilir og Móhálsum og var þar ei nema á 12 hesta að fá, item hefi ég látið leita á Reykjum í þeim öllum fjöllum, einnig í Henglafjöllum …“
Jóhanna og Viktor úr Vogunum, sem voru með í göngunni töldu víst að þar sem Gísli segist hafa látið leita „hjá Keilir“ og fengið einhver brennistein, geta verið í Hvernum eina, enda um fáa eða enga aðra staði er að ræða. Ummerki í hvernum eru líka þess eðlis, eins og brotist hafi verið niður eftir æðinni. Þar með er Hverinn eini ekki eingöngu náttúruminjar heldur einnig orðin sögulegar minjar.

Selsvellir

Rétt á Selsvöllum.

Þegar komið var að Hvernum eina sást vel hvernig svæðið umhverfis hans hafði verið nýtt í framangreindum tilgangi. Verkamenn höfðu brotið sér leið niður eftir brennisteinskjarnanum og kastað „hratinu“ til hliðar og framan við hverinn.
Brennisteinn var fluttur út frá Íslandi allt frá 14. öld en hann var nauðsynlegur til púðurgerðar og því gat brennisteinsnám verið arðvænlegt. Konungur áttaði sig á þessu snemma og reyndi mikið að ná undir sig einkarétti á þessari verslun. Bændur áttu brennisteinsnámurnar og unnu í þeim en vinnslan fór þó aðeins fram hluta af ári þar sem vinnuaflið var bundið við landbúnaðarstörf mikinn hluta ársins og hefur það væntanlega komið í veg fyrir að hægt væri að gera brennisteinsvinnslu að arðvænlegum iðnaði.
Á miðöldum var íslenski brennisteinninn notaður til hernaðar og var einkum eftirsóttur á 15. og 16. öld þegar farið var að nota byssupúður en brennisteinn var einmitt nauðsynlegur til púðurgerðar þar sem honum var blandað saman við saltpétur og kol. Brennisteinn var útflutningsvara frá 14. öld en segja má að blómatími brennisteinsverslunar hér á landi hafi verið á 15. og 16. öld. Nokkuð var um brennistein á Íslandi en svo virðist sem brennisteinsvinnsla hafi hafist snemma hér á landi en elsta heimild um brennisteinsnám er frá 1279.
Brennisteininn er að finna á háhitasvæðum og var hann grafinn úr jörðu. Niels Horrebow, erlendur ferðamaður á Íslandi á 18. öld, lýsti aðförunum við moksturinn svona:
„Þegar heitt er í veðri þola menn ekki að vinna að brennisteinsgreftrinum á daginn. Þá er unnið á nóttunni, sem á sumrin er nægilega björt til þess. Menn þeir, sem að greftrinum eru, vefja vaðmálsdruslum um skó sína. því að annars myndu þeir brenna þegar í stað, en brennisteinninn er svo heitur, þegar hann kemur úr jörðinni að ekki er unnt að snerta á honum, en hann kólnar fljótt.“

Hverinn eini

Hverinn eini.

Brennisteinninn, sem grafinn var upp hér á landi, innihélt um 14-22% óhreinindi og þurfti því að hreinsa hann. Fyrr á öldum var hann þó fluttur út óhreinsaður en árið 1753 var á vegum Innréttinganna reist hreinsunarverk í Krísuvík og árið 1762 á Húsavík. Samkvæmt skýrslu voru um 72,5 tonn af brennisteini frá Krísuvík flutt út á árunum 1755-1763 á vegum Innréttinganna sem fengið höfðu einkaleyfi til að vinna og hreinsa brennistein um 1752.
Brennisteinninn var hreinsaður með vatni og lýsi og hann síðan bræddur í járnpotti sem yfirleitt var hitaður upp með mó. Einn slíkan ofan má finna í Brennisteinsfjöllum. Gæta þurfti þess að hita pottinn ekki um of því þá gufaði brennisteinninn upp. Við bræðsluna flutu óhreinindi og lýsi, sem notað var við bræðsluna, ofan á brennisteininum, sem fleytt var af með járnspaða. Brennisteininum var síðan hellt ofan í eikarmót gegnum síu og honum síðan raðað ofan í tunnur til útflutnings.
Verslun með brennistein gat verið arðbær en svo virðist sem bæði kirkju- og konungsvald hafi áttað sig á þessu snemma enda reyndu þau mikið til að afla sér einkaréttar á verslun með brennistein. Landið varð snemma frægt fyrir þetta gula efni en í tilraunum Danakonunga fyrr á öldum til þess að veðsetja landið var talinn mikill kostur að landið væri ríkt af brennisteini. Árið 1560 náði konungur undir sig brennisteinsversluninni en hagnaður hans af þeirri verslun fyrsta árið var nokkur. Hagnaðurinn fór síðan minnkandi og mátti m.a. kenna um lágu verði á brennisteini erlendis. Á fyrri hluta 18. aldar lifnaði þó aftur yfir brennisteinsversluninni en árið 1852 var ákveðið að hvíla brennisteinsnámurnar þar sem búið var að fara illa með þær og vinna í þeim í langan tíma en brennisteinninn hafði í raun ekki fengið að endurnýja sig. Undir lok 19. aldar var nokkur brennisteinsvinnsla í Krýsuvík.
Vitað er með vissu að síðast var numinn brennisteinn í Hvernum eina snemma árs 2006. Þá var og gerð tilraun til að baka þar hverabrauð með misjöfnum árangri. Í það skiptið var þó bætt um betur og braut etið þar jöfnum höndum með smérbræðingi.
Gufuhver sá er sagður var einn sá stærsti hér á landi og mun hafa sést vel frá höfuðborginni um tíma, en dó um 1918, var norðan við Hverinn eina. Svæðið allt ber vott um hverinn og er hið ágætasta minnismerki um það sem einu sinni var, en dó. Öllu ásættanlegra er að horfa á, finna og skynja það sem hefur dáið af sjálfsdáðum en allt það sem deytt er vísvitandi af fáfróðri mannskepnunni.
Loks var haldið eftir fyrrnefndum selsstíg norður með austanverðu Oddafelli og stefnan tekin á upphafsstað.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Árni Óla – Frásagnir – þjóðlífsmyndir frá ýmsum tímum – 1955.
-Landfræðissaga Íslands, bindi II, bls. 84-94, frá 1659.
-www.idan.is

Melhóll

Melhóll við Selsvelli.

 

Hlið

Í Tímanum árið 1947 var m.a. fjallað um Nýtt hitaveitu svæði í nágrenni Hafnarfjarðar og Rvíkur – „Heitu vatni dælt upp úr borholu á túninu á Hliði á Álftanesi„.
Hlid-tunakrt-II„Hlið á Álftanesi var fyrir nokkrum áratugum frægt útvegssetur, og þar bjuggu lengi einhverjir harðskeyttustu útvegsbændurnir við Faxaflóa. Á seinni árum hefir verið hljóðara um höfuðból hinna gömlu sægarpa. Nú kann þó svo að fara, að athygli manna beinist aftur að þessum stað, þótt af öðrum ástæðum sé en fyrrum. Síðastliðinn laugardag kom nefnilega mikið af heitu vatni upp ur borholu, sem þar hefir verið gerð, og líkindi eru til, að þarna sé enn meira af enn heitara vatni. Hiti og vatnsmagn hefir þó eigi verið mælt enn.
Boranir þær, sem gerðar hafa verið á Hliði á Álftanesi, voru hafnar sumarið 1943. Hefir verið unnið að þeim síðan, eftir því sem ástæður hafa leyft. Munu þessar rannsóknir þegar hafa kostað yfir 140 þúsund krónur.
Á laugardaginn var fór Jón Einarsson, forstjóri Orku, sem fyrir nokkru hefir yfirtekið hitarannsóknirnar, út að Hliði og lét dæla lofti niður í borholuna, sem mun vera hátt á fjórða hundrað metra djúp. Hafði áður verið settur þar upp turn og pípum verið rennt um 80 metra niður í hana. Kom innan stundar upp gusa mikil af brennheitu vatni. Þegar á þessu hafði gengið um stund, fóru Jón og aðstoðarmenn hans heim að Hliði og drukku þar kaffi í makindum, en létu dæluna vera í gangi á meðan. Hélt vatnið áfram að streyma upp úr holunni meðan þeir voru inni og allt þar til dælan var stöðvuð.
Hlid-22Sigurður Jónasson forstjóri festi kaup á jörðinni Hliði árið 1943. Lét hann hefja þar vatnsboranir þegar samsumars. Var notaður til þessa fjögurra þumlunga bor, sem fenginn var að láni hjá Reykjavíkurbæ. Um 230 metra út frá túninu á Hliði, út af svonefndri Helguvík, er heitt vatn í skeri, sem nú orðið kemur ekki upp úr sjó nema um stórstraumsfjöru nokkrum sinnum á ári.
Dr. Trausti Einarsson og Helgi Sigurðsson, nú hitaveitustjóri, og fleiri höfðu mælt þar 80—85 stiga heitt vatn, sem kom upp úr augum og sprungum á skerinu, og virtist margt benda til þess, að þarna væri enn heitara vatn, þar eð sjór gjálpar alltaf við og við yfir hitasvæðið, svo að erfitt var að mæla hitann nákvæmlega. Þótti sérfræðingum þessi mikli hiti á þessum stað benda til þess, að jarðhiti myndi einnig vera undir túninu á Hliði.
Samkvæmt ráði dr. Trausta Einarssonar var byrjað að bora eftir jarðhita utarlega í túninu á Hliði, og kom það fljótt á daginn, að hiti var í jörðinni. Borunin gekk aftur á móti illa, þar eð spennan á rafstraumnum frá Sogsstöðinni var mjög lág á þessum árum. Enduðu þessar tilraunir að lokum með því, að borinn brotnaði, þegar búið var að bora hátt á fjórða hundrað metra niður í jörðina. Ekkert vatn hafði þá komið upp, en hitinn mældist um 80 stig niðri í holunni. Hafði hitinn aukizt um 42 stig við síðustu hundrað metrana, nokkurn veginn jafnt og þétt. Virtist allt benda til þess, að náðzt hefði yfir hundrað stiga hiti, ef unnt hefði verið að bora álíka djúpt og gert var með slíkum borum á Reykjum í Mosfellssveit, um 600 metra.
Hlid-23Árið 1945 kom þingað til lands á vegum hlutafélagsins Orku sænskur verkfræðingur, Sven Petterson að nafni, frá hinu heimskunna borfélagi, Svenska Diamantbergborrnings A/B. — Hann taldi, að þarna hlyti að vera heitt vatn, og lagði þau ráð til, að reynt yrði að dæla því upp. Árið 1946 voru fengin tæki frá sænska félaginu, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt til nota í Krýsuvík, en lánaði til tilraunanna á Hliði. Var hafizt handa á laugardaginn um að dæla upp vatninu, og gaf tilraunin góða raun, sem þegar hefir verið lýst, og má líklegt telja, ef dæma má eftir árangri þessarar fyrstu tilraunar, að þarna megi dæla upp miklu heitu vatni, þótt það flæði ekki upp af sjálfu sér.
Þetta nýja- hitasvæði, sem þarna virðist fundið, getur haft mikla þýðingu, ef vatnsmagn og hitamagn reynist þar nægjanlega mikið. Mestu máli skiptir, að ekkert hitasvæði hér á landi (að sundlaugunum í Reykjavík undanskildum) liggur jafn vel við þéttbýli eins og þetta hitasvæði þarna í túninu á Hliði og á ströndinni vestur af því. Þaðan eru aðeins rúmlega fimm kílómetrar til Hafnarfjarðar og rúmlega tólf kílómetrar til Reykjavíkur.“

Myndirnar eru teknar í skerinu út af Helguvík hjá Hliði á Álftanesi. Eins og segir í greininni um jarðhitann á Hliði, kemur skerið nú orðið aðeins úr sjó um stórstraumsfjöru, og voru myndir teknar, þegar svo stóð á sjó. Skerið er gróið þara og þörungum, en af þvi miðju leggur upp gufu mikla frá heita vatninu. Þetta heita vatn þarna í skerinu leiddi hug manna
að því, að víðar myndi jarðhiti á þessum slóðum. —
/ SKERINU UT AF HELGUVIK

Heimild:
-Tíminn 25. febrúar 1947, forsíða.

Hlið

Hlið á Álftanesi.

Kögunarhóll

Gengið var um söguslóðir Ingólfs Arnarssonar á og við Ingólfsfjall.
Kögunarhóll, stundum nefndur Knarrarhóll, er í landi Hvols. Hann er hólstrýta úr móbergi suður af Ingólfsfjalli að vestanverðu. Suðurlandsvegurinn liggur um skarðið milli hóls og fjalls. Þjóðsaga hermir að Kögunarhóll sé haugur sem Ingólfur Arnarson hafi orpið yfir skip það er hann sigldi á hingað til lands. Nafnið Kögunarhóll mun merkja útsýnishóll.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Í heimild frá árinu 1821 segir að “… hier nærst ma teliast Knarar eda Kogunarholl, ad mestu allt um kring grasivaxinn mikid stór holl sem stendur framan undir landsudurs horni a firrnefndu Jngolfs fialli, inn i þennan hól er sagt ad Ingolfur hafi att ad lata skip sitt.” Árið 1840 var sagt að “Í útsuður fyrir neðan fjallið stendur upphár, ávalur, graslaus hóll, aðeins laus við það, en nú nefnist Kögunarhóll, en að fornu var kallaður Knörhóll, og lætur alþýða sér um munn fara, að Ingólfur hafi þar í sett skip sitt.”
Af hólnum er mjög gott útsýni til flestra átta. Sérstaklega hefur vel sézt til mannaferða um Ölfusið, eins og leiðir lágu, áður en gerðir vegir komu.
Gengið var á Ingólfsfjall upp skarð austan Þórustaðanámunnar. Leiðin var greið. Á skarðsbrúninni er varða sem ofar á fjallsbrúninni. Gangan inn eftir fjallinu var nokkuð slétt í brúnum brekkna. Framundan blasti Inghóll við ásamt Leirdalahnúkum.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Inghóll hefur jafnan verið tilnefndur sem legstaður Ingólfs Arnarssonar, hins fyrsta skráða landnámsmanns. Hóllinn er efst á fjallinu, á mörkum Hvamms og Alviðru. Hann er hár, sérkennilegur, jafn vaxinn. Er af sumum hefur hann verið talinn 200 faðmar að ummáli við rætur. Hann er í laginu sem uppmokaður haugur, ólíkur öllum hólum og hæðum sem eru á Ingólfsfjalli. Það er hlaðin grjótvarða á kolli hans. Hann er gerður að mestu úr klöppum og urðargrjóti og ekki líklegt, að menn hafi hlaðið hann upp nema að litlu leyti. Ýmislegt hefur verið skráð og ritað um Inghól.

Ölfus

Inghóll á Ingólfsfjalli.

Árin 1641-42 er skrifað að “kveðið ex tempore yfir haug Ingólfs landnámsmanns, að skipun biskups Brynjólfs, meðan hinir aðrir þénarar hlóðu vörðu yfir haugnum: Stóð af steindu smíði/staður fornmanns hlaðinn/hlóðu af herrans boði/heiðiteikn yfir leiði;/haugur var hár og fagur/hrundin saman á grundu,/en draugur simmur og magur/drundi björgum undir.”
Árið 1703 segir að Inghóll sé þar sem “fjallið er hæst, þó nokkuð norðar en á því miðju, sé haugur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmanns, mældur við jarðveginn tvö hundruð faðmar í kring, nú graslaus með stórum hellum og mel, sums staðar mosa vaxinn.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Haugurinn sést á allar síður á fjallinu nema að norðan. Magister Brynjólfur Sveinsson reið þangað eitt sinn norðan á fjallið að skoða hauginn, hvern hann lét mæla.”
Um 1750 er ritað að: “Udi Arness-Syssel imod Sydost paa Ingolfsfjeld ligger Ingolf den forste Landnamsmand begraven. Hans Hoj og Gravsted er hojt og stort, som klarligen kan sees af omrejsende Folk, so færdes om Olveset, eller og osterlig i Flooen.”
1821: “Ingholl eda Ingolfs Arnarsonar Haugur; kallast mikid stór griothóll sem stendur nockud vestar enn uppa midiu sokólludu Ingolfsfialli; og er þess hærsti toppur. Vic: lógmadur E. Olafsson, hefr i hans R[ejse]besk[rivelse] sídara parti p:849 skrifad umm þessa Holls stærd. Líkur eru a því; eptir þvi sem su annars mistriggilega Ármans Saga ummgietur; ad Jngolfur Arnarson, sem bio a Reikium i Ólvesi; gamall og blindur þegar Armann kom ut hingad – hafi utvalid sér Legstad i þessum efsta toppi Jngolfsfialls sem Sionar holi; hvadann hann gat yferlitid allt Olvesid og miklu fleiri Hieród; um Jngolf Singur Egiert i Mánamali – “nemur hatt vid Ský haugnuandi –

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – varða

… Sógusógn almuga umm Jngolf er su ad hann hafi latid þræla sina tvo sem nefndust Kagi og Kallbakur og þionustu Stulku sem nefndist Ýma bera giersemar sínar og fiarmuni skómmu fyrir sitt andlat uppi Jnghól og grafa þær þar inni. – hafi sidann drepid óll þessi hiu so þau ecki giætu fra sagt ecki er ad óllu olíkleg sagann; þvi Órnefni ber Jngolfsfiall eptir þessumm Hiuumm, þarsem Jngolfur Hefdi att ad fyrirkoma þeim t d Jmu Skard, Kaga Gil og Kallbakur.“ FF I, 223-24.

Ölfus

Inghóll.

Árið 1840 segir að “Uppi á norðanverðu fjalli þessu er hóll, er kallast Inghóll, og er það almæli, að þar sé heygður Ingólfur landnámsmaður, er fjallið dregur nafn af. Hóllinn er ei mjög stór ummáls og ei merkilegur, ei heldur auðsén á honum mannaverk.”
Árið 1873 segir að “á miðri langri bungu háfjallsins er hóll, – sjáanlegur frá öllum hliðum fjallsins nema að norðan – alveg eins og fornmannshaugur að lögun og einnig stærð að því er virðist; tilsýndar er útlitslíking furðulega mikil; hóllinn nefnist Inghóll. Segir almenn sögn að þar sé heygður Ingólfur fyrsti landnámsmaður Íslands. Sögnin er allgömul, Þórðarbók – og eitthvað svipað virðist gefið í skyn í Hauksbók – bætir viðtexta Landnámu um Ingólf: “Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá”, orðunum “þar sem sumir menn segja að hann sé heygður”; … Auðvelt er að komast á fjallið að norðan og að hólnum, og er talið að þá megi sjá, að hann er aðeins gerður af klöpp, grjóti og möl, og öll gerð hans sýnir að hann er náttúrusmíð.”

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall og nágrenni – loftmynd.

Brynjúlfur Jónsson ritar um Inghól árið 1898. Þar segir hann að “Inghóll, eða eiginlega Ingólfshóll, heiti hóll sá á Ingólfsfjalli, sem almennt hefir verið álitinn haugur Ingólfs. Á hann að hafa sagt fyrir að jarða sig þar … bað eg Kolbein bónda Guðmundsson í Hlíð í Grafningi, sem eg vissi að hafði skoðað hólinn, að láta mig fá lýsingu á honum, og gjörði hann það góðfúlsega. Svo segir í bréfi hans: “Hóllinn er sporöskjumyndaður, flatur að ofan og liggur í norður og suður. hann er um 55 fet á lengd og 35 fet á breidd að ofan. Á hæð er hann um 40 fet. Alstaðar hallar því nær jafnt út af honum. Mannaverk verða engin séð á hólnum nema varða á suðurenda hans, og virðist mér undirstaðan mjög forn. Efnið í hólnum er mest smágrjót, mosavaxið, þó er norðaní honum stórgrýti nokkuð. Að eins á litlum bletti uppá honum gengur járn nokkuð til muna í hann (um 1 ½ al. þar sem ég komst dýpst). Það var norðan til á honum miðjum, og þar var mosalaust. Hvergi gat ég séð merki þess, að grafið hefði verið í hann. – Inghóll liggur hér um bil á miðju Ingólfsfjalli, og enginn hóll honum líkur að lögun er þar nálægt. Í hólum umhverfis hann er tómt blásið stórgrýti og klappir. Alt fyrir það er Inghóll auðsjáanlega verk náttúrunnar.” Nú hefir mér sjálfum auðnast að koma upp á fjallið og sjá hólinn. Heg eg mjög litlu við lýsingu Kolbeins að bæta. Það er víst að hóllinn er verk náttúrunnar. … En varðan á hólnum er mannaverk, sem ef til vill hefir í fyrstu átt að vera minnisvarði Ingólfs – öllu fremur en leiði hans? – Hún er ferskeitt, nál. 1 fðm. á hvern veg, en nú er hún ekki hærri en manni undir hönd. Auðséð er, að hún hefir hrunið ofan til og hrapað til norðurs, en lausagrjót er þó ekkert utan með henni. Er því líkast að hún hafi fallið ofan í sjálfa sig, og hefir hún þá verið hol innan. Grjótið í henni er fremur stórt. Um vörðu þessa mun séra Stefán Ólafsson hafa kveðið vísuna: “Stóð af steindu smíði”, og hefir hann þá álitið hana leiði Ingólfs. Nú er hún landamerkjavarða.”

Ölfus

Kögunarhóll – Collingvood 1896.

„Styrmir fróði, sem var uppi á 12. öld, segir, að sumir menn segi, að Ingólfur hafi verið heygður í Inghól. Brynjólfur biskup í Skálholti fór upp á Inghól með menn með sér. Þar með Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi. Hann orti vísu uppi á hólnum, sem er svona: „Stóðu að steindu smíði, staður fornmanns hlaðinn, hlóðu að herrans boðiheiða teikn yfir leiði. Haugur var hár og fagurhrundin saman á grundu. Draugur dimmur og magurdrundi í björgum undir.“
Einar Arnórsson prófessor heldur því fram, að lærðir menn hafi, allt fram á 17. öld, trúað því, að Ingólfur hafi verið heygður í Inghól. Aldrei hefur annar staður verið nefndur legstaður hans. Er því allt, sem bendir til þess að þar hafi hann verið heygður. Því hafi verið um annan stað að ræða, hefðu þær sagnir að sjálfsögðu getað geymzt, þar sem var um frægasta landnámsmann Íslands að ræða. Bendir því allt til þess, að Ingólfur hafi verið heygður í hólnum.“
Tóftir bæjarins Fjalls eru við suðausturhorn Ingólfsfjalls, en þar á Ingólfur að hafa haft vetursetu á leið sinni vestur með suðurströnd landsins þar sem hann settist að í Reykjavík.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra
-Stefán Ólafsson: Kvæði I, Kaupmannahöfn 1885, s. 73.
-Halfdan Jónsson, Lýsing Ölfushrepps, SSÁ, 245.
-Jón Ólafsson frá Grunnavík, Antiqvariske Annaler II, 185-86.
-Brynjúlfur Jónsson 1899, 14-15.

Inghóll

Inghóll.

Laxvogur

Í endurminningum Erlendar Björnssonar frá Breiðabólstöðum á Álftanesi er m.a. fjallað um beitufjöru:
„Ef ekki var stórstraumur og kræklingur til í byrjun vorvertíðar, þá var róið alveg eins og venjulega á síðustu dögum vetrarvertíðarinnar með handfæri og beitt ræksnum. Var þannig róið fyrstu vikuna eða um það bil, eftir því sem stóð á straumi.
En að því loknu bjuggu menn sig undir beituferðir.
Kræklingur á vettvangiÍ beitufjötu var farið eftir að straumur var hálfstækkaður, en aðallega í fyrsta stórstraumi eftir lokin. Menn fóru á sexmannaförum með alla skipshöfn. Menn fóru í sínum venjulegu sjóklæðum, alskinnklæddir. Maturinn var smjör, sem drepið var niður í íslenskar öskjur, tveggja punda, og eitt rúgbrauð og tveir harðfiskar. – Þetta var skammturinn fyrir hvern mann. Svo var kaffi og sykur sameiginlegt fyrir alla skipshöfnina, og var það eitt pund af brenndu og möluðu kaffi og eitt stykki af kaffibæti og um þrjú pund af kandíssykri.
Lagt var af stað á ýmsum tímum, en aðallega var miðað við það, að maður hefði hörku aðfall með sér inn Hvalfjörðinn, alla leið frá Kjalarnestöngum og inn eftir. Frá Álftanesi og inn í Laxvog, sem var fyrsti staðurinn, þar sem von var á beitu, var fjögra tíma róður.
Skulu nú taldi upp allir helztu beitustaðir í Hvalfirði sunnan frá.
Laxvogur var fyrstur. Fjörðuborðið þar var mikið, sem út féll af, og var vogurinn allur slétt leira. Þótti hvergi betra að taka krækling en þar, því hann lá í kerfum eða klösum laus á leirbotninum. Voru skeljarnar hreinar að utan og því léttari til flutnings, kræklingurinn sjálfur yfirleitt feitur, og þótti því beita úr Laxvogi alltaf drjúg og góð.

Kræklingur í nærmynd

Stampar voru næsti staður, að norðanverðu við bæinn Háls. Lá kræklingurinn þar á lágum, sléttum flúðum. Hann var stór og feitur og talinn ákaflega góð beita. – Voru það einkum vinir húsbóndans á Hálsi, sem fengu leyfi til þess að fara þarna í beitifjöru. Þarna var kræklingurinn seintekinn, því að ætíð varð að kafa eftir honum, en að sama skapi var hann drjúgur, en hann var alltaf hreinn og grjótlaus. En þar sem kræklingur var á malarkenndum botni, vildi smámöl verða föstu við hann, þar sem hann fannst í krefum eða klösum.
Næsti staður var Hvammsvík, næst fyrir innan Stampa, að norðanverðu við Reynivallaháls. Var kræklingurinn þar á staksteinóttum leirbotni. Var beita þaðan talin frekar rýr, en laus og fljóttekin, þó að kafa yrði djúpt þar eins og annars staðar. Varð yfirleitt víðast að kafa eftir kræklingnum, ef ekki hittist á gapastórstraum.
Næsti staður var Hvítanes, rétt fyrir innan Hvammsvík. Var þar malarbotn og kræklingur þar horaður, enda þótt beita væri þar tekin.
Því næst kom Fossá. Þar var malarbotn, kræklingur frekar góður, en mikið af smámöl hékk við hann.
Þá kom Brynjudalsvogur. Voru þar svipaðir staðhættir og í Laxvogi, en lítil beita, en góð, ef hún náðist.
Þá kom næst Botnsvogur, og voru staðhættir þar líkir. Er þá komið innst í Hvalfjörð, Kræklingurinn lá þar á leirbotni, en lítið var þar um beitu.
Þá kom Þyrill. Þar lá kræklingurinn á malarbotni, og þótti beita þaðan góð.
Þá kom næst Litlisandur. Þangað var oft farið í fjöru. Þá kom næst Miðsandur. Þar voru aðstæður alveg eins, malarbotn.

Ónýttur kræklingur í Laxvogsfjöru

Þá kom Brekka. Var þar forláta beita, er lá á flúðum og skerjum. Hún var mjög seintekin, en alveg hrein og að sama skapi stór og feit. Var hálffermi af beitu frá Brekku eins gott og hleðsla frá Söndunum. En staðurinn var mjög fjöruvandur, en beitan mjög fengsæl.
Laxvogur, Stampar og Brekka voru öndvegisstaðirnir í þessum beituferðum, og var talið, að fiskur brygðist varla, ef honum bauðst beita frá þessum stöðum.
Þá kom næst Bjarteyjarsandur. Var þar malarbotn og beitan eins og á hinum Söndunum.
Loks er að geta Kalastaða. Þar var hnullungs möl með leirbollum á milli. Þótti beita þaðan góð, ef hún náðist.
Eru þá upp taldir allir staðir í Hvalfirði, sem höfðu þessa miklu þýðingu fyrir útveginn fyrrum, og var þar oft margt um manninn. eitt sinn, er ég var í beitufjöru í Laxvogi, taldi ég 30 skip stór og smá, er voru þá í Laxvogi einum.

Ræktaður kræklingur

Vorið 1892 fjórum dögum eftir lokin fór ég t.d. í beitufjöru upp í Hvalfjörð á sexmannafari. Við fórum upp að Brekku. Gekk ferðin vel, og vorum við þrjár fjörur þar á staðnum, og fengum við hleðslu í skipið. Lögðum við af stað í blíðviðri. En þegar við komum á móts við Laxvog, fórum við að mæta skipum, sem voru að fara í beitufjöru. Og þegar við vorum komnir út fyrir Andrésey, þá höfðum við mætt og talið 88 skip, er öll voru á leið inn í Hvalfjörð í beitufjörur. Þetta voru sexmannaför og fjögramannaför. Sýnir þessi skipafjöldi, hve ferðirnar í beitufjörurnar voru mikill þáttur í sjómennsku þeirra tíma.
Var þessi skipafjöldi frá Seltjarnarnesinu og Engey og öllum verstöðvum við Faxaflóða þaðan talið og suður að Garðskaga.
Allt er þetta eins og svo margt annað, er gert var fyrrum, fallið í gleymskunnar djúp, en minningarnar lifa enn meðal þeirra, sem nú eru elztir, um þessi ferðalög.
Þá er að geta þeirra samninga, sem formenn gerðu við landeigendur í Hvalfirði vegna beitunnar. Fyrir fjögramannafar vour greiddar tvær krónur fyrir hleðsluna, fjórar krónur fyrir sexmannafar og sex krónur, ef um áttæring var að ræða. Var farið eftir landaurum, og var hundraðið af verkuðum og hertum þorskhausum metið á fjórar krónur, eða smátt hundrað af siginni grásleppu, sem gilti það sama, eða þá þriðjungur vættar af harðfiski.
Flestir formenn borguðu með þorskhausum eða grásleppu, og fylgdi þessari borgun það, að landeigandinn hitaði kaffi fyrir skipshöfnina, meðan hún dvaldist þar.“
Eins og hér hefur komið fram hefur kræklingur frá fornu fari verið notaður til beitu hérlendis og þóttu góðar beitufjörur í Hvalfirði. Í lok 18. aldar var kræklingatekja á 13 stöðum í firðinum (Lúðvík Kristjánsson 1985). Á árunum 1940-1950 var villtur kræklingur úr Hvalfirði soðinn niður í niðursuðuverksmiðju S.Í. F. (Sigurður Pétursson 1963) og þegar best lét voru tekin mörg bílhlöss af kræklingi á dag (Högni Torfason 1987).
 

Heimild:
-Erlendur Björnsson, endurminningar, Sjósókn (Jón Thorarensen), 1945, bls.81-84.Hvalfjörður - kræklingamið

Ferjukot
Gengið var um Kirkjuferju á norðurbakka Ölfusár.
Ölfusá er algerlega vaðlaus, þannig að fyrrum varð að sundríða hana eða nota ferjur. Á 19. öld voru einnig ferjustaðir við Laugardæli og við Óseyrarnes. Kotferjuslysið 1627 er eitt mesta ferjuslys hérlendis. Þá drukknuðu 10 manns. Ferjað var víðar yfir ána og eru fleiri sagnir til um slys og óhöpp á ferðum fólks yfir ána.

Kirkjuferja

Kirkjuferja – loftmynd.

Íslendingar hafa frá upphafi ferðast um land sitt þvert og endilangt. Þau ferðalög hafa oft verið erfið, einkum þar sem torleiði eins og vatnsföll urðu á leið manna. Þá minntust þeir þess gjarnan að oft er betri krókur en kelda og lögðu lykkju á leið sína þar sem því var við komið. Seinna komu fram uppfinningar eins og ferjur og kláfar til að stytta mönnum leið yfir erfiðustu vatnsföllin, sem varasamt eða ómögulegt var að sundríða.
Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa. Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. Þar er kveðið á um einkarétt Kaldaðarness til ferjuflutninga yfir ána og tvær ferjur voru í rekstri. Önnur var á heimajörðinni gegnt Arnarbæli og hin efri var í ferðum milli Kotferju og Kirkjuferju.

Ölfus

Ölfus umhverfis Ölfusá.

Kaldaðarnes varð snemma kirkjustaður, helgaður heilögum krossi. Kirkjan átti kross, sem mikill átrúnaður hvíldi á. Vegna þessa kross var ævinlega margmenni á staðnum, þó flest á krossmessum vor og haust. Fólkið kom með gjafir með sér sem áheit. Sagnir segja frá því, að pílagrímar hafi flykkzt 50 saman út í ferjuna í einu og hún hafi sokkið í miðri á og allir farizt.
Kirkjuferja er norðan Ölfusár, en Kotferja sunnan hennar. Þegar gengið var um Kirkjuferju var Kirkjuhóll, Völukirkja og Ferjunefið (Ferjunes) skoðað sérstaklega. Handan árinnar heitir Hraknes. Kotferja var við víkina austan þess. Þar má sjá tóftir bæjarins.
Völukirkja er strýtumyndaður hóll, að hluta úr stuðlabergi, með fuglaþúfu á. Kirkjan er kunn úr þjóðsögum sem álfakirkja. Haft er fyrir satt að kona frá Kirkjuferju var á leið til kirkju að Arnarbæli. Átti hún leið fram hjá Völukirkju. Settist hún þar niður til að fara í sokkana. Hún hafði gengið berfætt yfir mýrina og Rauðukeldu. Heyrði hún þá sungið inni í Völukirkjunni. Sálmaversið nam hún, og var það ekki í sálmabók hinnar íslenzku þjóðkirkju. Hjá Völukirkju gengu menn ávallt með mestu virðingu við huldufólkið.

Kirkjuferja

Völvukirkja.

Kirkjuhóllinn er austur á túninu, sunnan vegar. Utan í honum er tún huldufólksins, sem í hólnum bjó.
Ferjunef er klettanef, sem skagar út í ána við mörk Þórustaða. Í skjóli við það var ferjunni lent, þegar ferjað var. Þar sjást enn kengir í klöppum, leifar frá tímum ferjunnar. Einnig eru uppi á bakkanum (á Ferjuvöllum), eða var til langs tíma, einhverjar leifar af byggingum, ef til vill skýli fyrir þá, sem biðu eftir ferjunni.
Segja má að fyrirrennarar nútímasjálfseignarstofnana á Íslandi megi finna allt aftur í fornöld. Þá voru brýr og ferjustaðir stundum eins konar sjálfseignarstofnanir. Ferjur hafa verið notaðar á Íslandi frá örófi alda. Nú hafa brýr víðast gert þær óþarfar.
Frábært veður.

Kirkjuferja

Kirkjuferja Ölfushreppur Árnessýsla – túnakort 1914.

Gráhella

Í Íslenskum fornbréfum er m.a. getið um landamerkjabréf Setbergs í Álftaneshreppi frá árinu 1523. Í rauninni hafa landamerki jarðarinnar lítið breyst í gegnum tíðina:
Ketshellir-21„Þad medkennum vier epterskrifader menn Jon Jonsson-[Runolfur1) biarnason2) og3) Runolfur Oddsson med þessum vorum eigein vitnisburde þad vier vorum vidstadder i skilldinganese á seltiarnarnese vm vorid epter fardaga þan 64) dag Junij.5) Arum epter lausnarans fæding 1523 saum vier og heyrdum6) á vidurtal þessara manna Peturs biörnssonar og Halls biornssonar. en af annare alfu Thomas Jonssonar vm arfaskipte á jordunne setberge. gafv þesser firnefnder menn Thomas Jonson frijan og kuittan fýrer sig sijna arfa med fullnadar handsölum vm jerdina setberg í Alftaneshrepp i Garda kirkju sokn liggiande. og medkiendust fyrer oss ad þeir hefde7) fullnadar betaling8) med tekid af firnefndum thomase jonsyne. handsoludu þesser firnefnde menn petur biornsson og hallur biornsson thomase Jonssyne ]ordena setberg til fullkomlegrar eignar og forraada9) med öllum hennar10) gögnum og giædum sem greindre jordu filger og fýlgt hefur ad fornu og nyu. sem er inan þessara takmarka. Vr midium kietheller og i stein [þan er stendur Urridakot-229i fremsta tiorn11) hollte. vr honum og i flodhalsin12). vr flodhalsinum13) og i alftatanga. vr honum og i Hellvu4) ef stendur i lambhaga. þadan og i [nedstu jardbru15). so epter þui sem lækurinn af skier [j tungards endan16). þadan i silungahellu. so þadan og i þufuna sem17) sudur á holltenu stendur. vr henne og i sidre18) lækiarbotna. vr þeim og i Grahellu. vr henne og i midian kietheller. hier ad auk a Garda stadur tolf19) hesta [reidings ristu20) i setbergs landfe. en opt nefnt21) setberg budarstödu vid skipaklett22) i garda lande. og ad öllu þessu sem hier er fyrir ofan skrifad gafu þesser firnefnder menn huörier adra kuitta [med fullnada“ handsölum1) fyrer sig og sijna erfingia2). Og til meire stadfestu setium vier vor incigle hier vnder. skrifad sama3) stad og dag sem fir seiger.
skilldinganese4) 1523 þan 6 dag Junij. [Undersrifader vitna og medkena ad soleidess ordrett seded hafe þad gamla Pergam entzbref Setbergs i Alfftaesshrepp. so sem hier ad ofan og framan skrifad stendr ad undanteknu þvi er Eydan ordana eda bokstafana til vijsar. ad þetta satt sie stadfesta ockar eigen handnskrifter og hiaþryckt Signet a Saurbæ a Kialarnese þan 27. Aprilis Anno 1723.
Sigurdur Sigurdsson mppria Hans Biarnason mppria
landsþingsskrifare (L. S.)
Birt a mantalsþingi ad Gordum 18 Juni 1852.
Th. Jónasson.5)“

Heimild
-Íslenskt fornbréfasafn, Setbergsbréf 1532, bls. 146-147.

Setberg

Setbergsbærinn- tóftir.

Krýsuvík
Hér á eftir er getið nokkurra ártala í sögu Krýsuvíkur:
KrýsuvíkurkirkjaGamla Krýsuvík eldri en 870?
Ögmundahraun rennur 1151
Kirkja um 1200
Krýsuvíkurkirkja byggð 1857 – 1929, endurgerð 1964
Arnarfell – búið til 1870
Vigdísarvellir 1830 -1905
Brennisteinsnám á 18. og 19. öld
Skúli Magnússon 1753
Jón Hjaltalín 1848
Joseph William Busby 1858
T.G. Paterson og W.G.S P
aterson 1871
Selatangar til 1880
Eignarnám ríkisins á Krýsuvík 1936
Stóri-Nýibær til 1938
Hafnarfjörður eignast Krýsuvík 1940 (afsal 1941)
Krýsuvíkurvegurinn kominn 1945
Magnús Ólafsson bjó í kirkjunni til 1945
Bústjórahús reist 1948
Gróðurhús og starfsmannahús reist 1949
Fjós byggt 1950
Vinnuskólinn 1953-1964
Túnræktun 1954

Krýsuvík

Krýsuvík; Hverafjall, Hveradalur og Baðstofa efst.