Stekkjarhraun

Ætlunin var að skoða Stekkjarhraunið (nú á millum Berga og Hlíðar í Setbergshverfi) og leita uppi nokkur örnefni og minjar, sem þar er að finna. Þá átti að ganga upp á Setbergshlíð og skoða svonefna Nónkletta, sem þar eru, eyktarmark frá Urriðakoti.

Stekkur

Búrfellshraun kemur úr gígnum Búrfelli sem er um það bil 7 km austan við Hafnarfjörð. Sjá á korti litað grænt, merkt H 105. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Búrfell er hringlaga gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl.
StekkurBúrfellshraun er innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun (kennt við fuglinn smyril sem gerði sér hreiður þarna), Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára. Stærð hraunsins er um 18 km2.
StekkurSá hraunstraumur sem  runnið hefur í Heiðmörk og niður í Garðabæ hefur runnið eftir fallegri hrauntröð sem nefnist Búrfellsgjá. Búrfellsgjá þykir með fallegri hrauntröðum landsins. Gjáin er 3,5 km á lengd með meginstefnu í norðvestur. Búrfellsgjá er mjóst upp við gíginn eða um 20-30 metrar milli barma en breikkar þegar lengra dregur og verður mest 300 metrar. Í hrauninu út með Vífilsstaðahlíð grynnkar hrauntröðin og hverfur, sá endi Búrfellsgjár nefnist Selgjá. Á köflum eru gjárveggirnir Atkeldaþverhníptir og mynda sums staðar grunna hellisskúta sem eru með snarhöllu þaki. Barmar, veggir og botn hrauntraðarinnar er allt úr Búrfellshrauni.“
Stekkjarhraun er nú friðlýst sem fólkvangur. Tilgangurinn er að vernda útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar. Stekkjarhraun er hluti af fyrrnefndum hraunum sem runnu í Búrfellseldum fyrir um 8000 árum. Hraunið er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli. Hraunið dregur nafn sitt af stekk eða stekkjum frá Hamarskoti og Görðum, sem enn má sjá leifar af.
Þverlækur„Stekkurinn“ er reyndar þrír slíkir í Stekkja[r]hrauni; einn frá Hamarskoti, annar frá Görðum og sá þriðji frá Setbergi, austan markanna. Línan lá um Lambadrykk í Sýlingahellu. Líklega hefur nafnið þótt eftirbreytanlegt því sama örnefni er á hrauntanga vestan Urriðakotsvatns, sbr.: „Mjóitangi er ystur og þar um liggur landamerkjalínan. Rétt innan við, yst á tanganum, er svonefndur Kriki og líið eitt norðar eru Kvíar og Kvíanef. Hér liggur Lambhagagarður þvert yfir tangann. Þá er nokkur norðar Sýlingahella og liggur þar um landamerkjalínan og úr henni Klofavörðusteinn og þaðan í Stórakrók. „

SýlingahellaÞá segir í örnefnalýsingum fyrir Setberg. „Hér vestur af og neðan hraunsins rann Hamarskotslækur. Þar var rafveitustíflan og rafveitutjörnin þar ofan við. Þegar læknum er fylgt um Setbergsengjarnar, mætir hann svo Botnalæk og tekur hann þá þverstefnu og nefnist þá Þverlækur. Þar var Þverlækjarstíflan og Þverlækjarlónið um 1917 til 1930, en fyrr meir voru hér Þverlækjarstiklur og Þverlækjarbrú, sem farið var um, þegar syðri Setbergsstígurinn var farinn til Hafnarfjarðar.
Hraunið vestur af Setbergsholti heitir Stekkjarhraun. Milli hraunsins og holtsins rennur lítill lækur úr suðri, Lækjarbotnalækur. Við engjarnar, sem voru neðan við túnið, kom LeifarLækjarbotnalækurinn saman við læk, sem kemur úr gagnstæðri átt og á upptök í Urriðakotsvatni, sem er á mörkum Setbergs og Urriðakots. Eftir að lækirnir koma saman rennur lækurinn, sem þeir mynda og þá fær nafnið Þverlækur, vestur í hraunið og til sjávar í Hafnarfirði og hét þar Hamarskotslækur.
Landamerkjalínan mun fyrrum hafa legið með læknum og hér suður fyrir í kletta, sem nefndust Sýlingahella. Héðan lá svo línan suður yfir Stekkjarhraun upp í Markaþúfu á holtinu austan Aldanna og þaðan í Lækjarbotna. Nánar tiltekið lá landamerkjalínan í garðsenda og síðan í fyrrnefnda Sýlingahellu.
Sunnan við suðurtúngarðinn er upp undir holtinu Setbergskot eða Austurkot; þar sér enn rústir eftir [nú horfnar]. En neðan kotsins er Kotamýri. Út á Stekkjarhrauni er Stekkurinn. Í bréfi frá 1670-80 segir, að Hamarskot og Garðar hafi haft þarna stekk. Rétt hjá er vatnsból, nefnist Lambadrykkur. Vestan undir hrauninu eru hvammar tveir. Nefnast þeir Atkeldan nyrðri og Atkeldan syðri, en frá þeim rennur Atkeldnalækur. At til litunar var tekið í þessum stöðum. Botnalækur kemur í Lækjarbotnum.“
Í örnefnaskrám fyrir Setberg er getið um Nónkletta: „Setbergsholt er allt holtið kallað vestan frá hömrunum og austur eða suður um. Upp frá fjárhúsinu var Fjárhúsholt og þar efst á holtinu Nónklettar, en þeir voru eyktamörk frá Urriðakoti.“  Í dag eru Nónklettar einungis „stekkur“ því flestir þeirra hafa verið fjarlægðir og notaðir í garða bæjarbúa líkt og svo margt annað er tilheyra liðinni sögu Hafnarfjarðar, sbr. Hraunaréttinn, sem „hvarf“. Allt hefur það verið athugasemdalaust til þessa dags.
NónklettarÍ raun eru miklu mun fleiri minjar á þessu svæði en skráðar hafa verið. Má þar nefna brúarhleðslur á gömlu leiðum, vatnsveituminjar frá fyrstu tíð rafvæðingar í Firðinum, búsetuminjar frá fyrri öldum og eyktarmörk svo eitthvað sé nefnt. Fátt af þessu hefur verið skráð, en fjölmörgu spillt vegna áhugaleysis – a.m.k. fram til þessa.
Við friðlýsingu Stekkjarhrauns var þess gætt að friðlýsa allt hraunssvæðið, en engar áætlanir hafa verið gerðar að merkja sýnilegar minjar eða merkileg jarðfræðifyrirbæri á svæðinu, áhugasömum bæjarbúum til upplýsingar og fróðleiks.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Setberg.
-Örnefnalýsing fyrir Urriðakot.

 

Stekkjarhraun

Stekkjarhraun – kort.

Dirgirabotnar

Í landi Reykjatorfu í Ölfusi í Árnessýslu er örnefnið Dirgirabotnar, mýrarbrúnin þar sem Ölfusborgir standa (Árbók Ferðafélagsins 2003:128). Þar eru einnig tveir Dirgiralækir, syðri og nyrðri, og Dirgiramýri.
SkjolkletturÖrnefnið Dirgirabotnar er í örnefnaskrá Örnefnastofnunar einnig stafsett Dyrgirabotnar með ypsíloni. Ekki verður séð í fljótu bragði hvaða skýringu væri hægt að gefa á örnefnaliðnum Dirgira-. Það virðist ekki skylt neinu íslensku orði eins og það er stafsett og ekki verður það fundið í orðabókum. Athugandi er hvort rithátturinn með -y- gefi frekar merkingu. Hugsanlegt væri þá að orðið *dyrgir (kk.et.) hefði verið til og þá haft um læk, hugsanlega skylt orðinu dorg. Lækirnir tveir hefðu þá verið nefndir Dyrgirar (beyging eins og hellir – hellirar) og lækjabotnarnir eftir þeim Dyrgirabotnar. Orðið dorg getur merkt auk ‘handfæris’, ‘skán á mjólkurbyttu, myglu- eða óhreinindaskán á íláti’, sbr. nýnorsku dorg ‘kvista- og mosarusl’ (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók). Til samanburðar má nefna að þrjár ár í Noregi heita Dørja (Dørgja) og hefur það nafn verið sett í samband við dorg í merkingunni ‘handfæri’ (Norsk stadnamnleksikon). Tæplega er þó hægt að hugsa sér það í tengslum við Dirgiralækina í Ölfusi, sem ekki er vitað að séu eða hafi verið neinir dorgstaðir.
DiragirilaekurAnnar kostur væri að líta á orðið „dyrgir“ sem orð samsvarandi dyrgja ‘digur kona’ og dvergur, og þá átt við e-ð lágvaxið og durgslegt. Þá væri e.t.v. átt við kletta í nágrenninu. Þar er reyndar Strýtuklettur og Strýtuklettsdý en vatn úr þeim rann í Dirgiralækinn syðri, og Skjólklettur, en Skjólklettsmýri er á milli Dirgiralækjanna, nefnd öðru nafni Dirgiramýri. Á þessum slóðum er líka Langiklettur. Hugsanlegt er að þessir klettar hafi verið nefndir Dyrgirar, þó að það ætti illa við Strýtuklett. Annað er að munnmæli hermdu að Skjólklettur væri álfakirkja og „sannorðir“ menn sögðust hafa heyrt þar söng. Ekki er vitað hvort einhverjir dvergar voru þar á ferð.
Bæði lækir og klettar geta haft nöfn með viðskeytinu -ir, t.d. Gegnir sem lækur og Kleykir sem klettur. Hér gæti því hvort heldur verið, að Dyrgir væri nafn á læk eða kletti.
Þegar komið var að svonefndum „Langakletti“ datt einhverjum strax í hug örnefnið „Hryggur“ eða Hryggjarklettur“, en Langiklettur skal hann heita….

Heimild:
-http://dagskra.ruv.is/vittogbreitt/islenskt_mal/slenskt_ml_4_oktber_20075/

Ölfusborgir

Ölfusborgir og nágrenni.

Másbúðir

Ætlunin var að ganga út í Másbúðarhólma og síðan suður með ströndinni, um Hvalsness- og Stafnessland að Stafnesvita. Þessi leið geymir fjölda örnefna, minjar, s.s. tvær fornar lögréttur, auk fjölda sagna. Í  skrifum Magnúsar Þórarinssonar: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Hvalsnes“, kemur m.a. ýmisleg fram um þetta svæði. Verður stuðst við hana á leiðinni. Örnefnastofnun Íslands tók lýsinguna saman.

Másbúðarhólmi

Másbúðarhólmi er neðan við bæinn Nesjar. Í Másbúðarhólma voru mikilvægar bækistöðvar konungsútgerðarinnar og eru þar enn miklar verminjar. Másbúðir voru einnig vetvangur fyrsta byssubardaga Íslandssögunnar árið 1551. Þá sóttu norðlenskir hefndarmenn að tveimur fylgdarsveinum Kristjáns skrifara, drápu annan, en hinn slapp eftir að hafa skotið einn norðanmannana á flótta.
Hólminn var landfastur og hét bærinn Másbúð.
Másleiði var ofar og austar, en sjórinn hefur nú takið það til sín. Eftir að gróinn hóllinn varð að hólma var hlaðin brú út í hann, enda enn gert út frá vörinni, sem var ein af þeim betri á norðanverðum skaganum. Enn sést móta fyrir steinbrúnni út í hólmann. Í honum eru allnokkrar tóftir, m.a. af útihúsum, bátanausti og görðum auk áletrana á klöppum ofan vararinnar. Þar má m.a. sjá stafina JJM og A°1696.
„Þar er Másbúðarvarða, gild og gömul mjög, á háum kletttanga, sem er norðvestur úr Fitinni… innan ekki mjög langs tíma mun Másbúðarvarða standa á klettinum úti á sjó á flóði. Sunnan við vörðuna er breitt sandvik, en sunnan við vikið hefir staðið fjárrétt Nesjamanna, stór og vel hlaðin; dregur vikið nafn af réttinni og kallast Réttarvik….

Brú yfir í Másbúðarhólma

Másbúðir, sýnist mér, hafa verið fornmerkur staður og stórbýli á sinni blómatíð. Þar var oftast fjölmennt, einkum á vertíðum. Þar var konungsútgerð, við Másbúðir er sundið kennt og sundvarðan stóra og myndarlega, sem enn stendur, umhirðulaus um langa tíð….
Másbúðir hafa verið höfuðbólið á þessum slóðum á fyrri tíð. Másbúðarhólmi, sem nú er stór eyðiklettur úti í sjó, 80-100 faðma frá sjávarkampi fyrir ofan, var áður áfastur við land og virðist hafa verið víðátta graslendis, sem nú er þangi vaxin fjara…. Á 17. öld hefir Másbúðarhólmi hlutast frá fastalandinu, en þangað til var samgróið tún á öllu því fjörusvæði, sem nú er milli lands og Hólma… Síðasti búandi á Másbúðum var Jón Jónsson, frá 1884 til 1895….
Í Hólmanum má finna Kóngsvör. Sáust þar kjölför í klöppunum fram undir síðustu aldamót, en munu varla greinast nú. Eitt ártal er höggvið í klappir þar – 16 hundruð og eitthvað -. Um 1890 var rótað upp gömlum öskuhaug, sem var þar í númunda við bæinn og fannst þá heilmikið af brotnum krítarpípum…
Sjávarhúsin stóðu flest vestan við bæinn, þar var Hólminn hæstur. Þar var líka hróf skipanna. Þar var traustur tvíhlaðinn grjótgarður, vinkillagaður, sem var skipunum til öryggis fyrir veðrum og sjógangi.
Minjar í MásbúðarhólmaÚtgerð lauk í Másbúðarhólma fyrir 50 árum.. Hólminn er að fjarlægjast fastalandið, hægt en öruggt… En Másbúðarhólmi er harður haus og verður til langt fram í aldir og loks grynning, sem boði fellur á, og það verður stór boði, hvert nafn sem hann kann að fá.”
Sundvarðan, sem Magnús minnist á, stendur enn. Ofan Nesja er réttin og sést hluti hennar ennþá. Másbúðarvörðunni hefur verið hróflað upp skammt austan við hólinn, sem húnstóð á, enda er stoltið nú komið með skalla.
Þá tekur Magnús fyrir Hvalsnesland: “Í mjóu fjörunni utan við Busthúsalón er dálítið sker ílangt, mætti eiginlega kallast rif. Það snýr til austurs og vesturs eða að og frá landi. Það er nokkuð hærra en fjaran í kring, fer varla í kaf á smástraumsflóði og þess vegna þanglaust ofan. Er malarhryggur efst, rásir eru báðum megin, og er þarna mikil flæðihætta. Sker þetta heitir Barnhólmi. Tökum eftir nafninu, ílangt sker í fremstu fjöru heitir hvorki rif eða sker, heldur Hólmi. Þarna hefir auðvitað verið grashólmi, þó enginn viti nú, hvenær hann eyddist að fullu. Barnhólmi er ekki heldur ýkjalangt fyrir utan Busthúsahólmann stóra, sem nú er að eyðast. Nafnið bendir líka til einhvers í sambandi við barn, enda talið að barn hafi farizt þar, en enginn mun vita það með vissu. Hitt er víst, að um miðjan Barnhólma eru fjörumerki milli Busthúsa og Hvalsness.
Áletrun í MásbúðarhólmaVið suðvesturhorn Nýlendutúns (sem er sunnan við Busthúsatún) byrjar Hvalsnestangi, það er dálítið landsvæði sjávarmegin við byggðina. Skiptast þar á tjarnir og þýfðir móar. Þar er kúabeit, einnig hesta og sauðfjár að nokkru. Brattur malarkampur er umhverfis allan tangann, bæði norðan og vestan. Gengur kampurinn í sljótt horn, er skagar til norðvesturs. Norðan undir kampinum er lág þangfjara allt norður að Barnhólma, en vestan við kamphornið eru Skollaklettar, hár strýtumyndaður stór klettabálkur, rétt um flæðarmál. Skollaklettar eru ljótir, draugslegir og óhugnanlegir. Þegar lagt er saman svipur og nafn klettanna, koma forynjur í undirvitundina. Sunnan við þá er Skollaklettavik, en norðvestan við þá eru Strandklappir. Það er langur og allhár fjörubálkur, þverhníptur fremst. Suðvestan í Strandklöppum er Strandklappavik, er ætíð hvítur sandur í viki þessu. Framan við strandklappir er hnöttótt sker, hátt, bert og einstakt; heitir það Æðarflös. Róa má opnum bát milli Klappar og Flasar í brimlausu. Rif eða lágur grandi liggur frá Strandklapparviki út að Æðarflös; heitir það Sölvarif. MásbúðarvörFlúðir eru margar kringum Æðarflös, vaxnar þönglum og þaraskógi; heita þær Strandklappaflúðir. Norðaustan við Strandklappir er bogadregin vík utan við fjöruna; heitir það Strandklapparvík. Sunnan við Skollaklettavik er Moshúsafjara, suðvestan í Hvalsnestanga. Sunnan til í fjörunni er nokkuð breið vík, sem heitir Fúla, en hár og brattur kampur er fyrir ofan. Fram af Fúlu er sker, oftast umflotið. Það heitir Bleikálusker. Sunnan við Fúlu eru í flæðarmáli svo nefndar Fúluklappir. Sunnan við klappir þessar er gömul lending, sem kölluð er Stokkavör. Enginn veit, frá hvaða tíma hún er, en hefir verið mikið notuð. Það sýna hin greinilegu kjölför, sem enn eru glögg í klöppum þar. Á síðari árum var þó stundum fiski kastað af í Stokkavör, því þar var hægari uppburður en í bratta kampinum í réttu vörinni. Einnig munu stórskipin hafa verið sett í hróf að vertíðarlokum upp úr Stokkavör; það var hægari setning þar. Fast sunnan við Stokkavör eru háar og miklar klappir, sem heita Stóru-Klappir. Fram af klöppunum er fjörutangi, sem tilheyrir Smiðshúsum, en sunnan við Stóru-Klappir er lending Hvalsnesinga.“
ÞSundvarða við Nesjavörarna fyrir ofan, með ströndinni eru víða minjar, s.s. stekkir, sjóhús og brunnar. Hlaðin sjóhúsin ofan við Hvalsnesvörina standa enn að hluta. Veggir hafa verið hlaðnir úr völdu grjóti á tvo eða fleiri vegu og timburveggir á móti. Nú eru komin þar steypt þvotta- og saltker, sem eru þá yngstu leifarnar. Leifar af tréspili eru ofan við Nesvör og Hvalsnesvör. Brunnurinn á Smiðshúsum sést í túninu norðaustan við gamla húsið.
Sunnan við [Hvalsnes]lendinguna er einnig Smiðshúsafjara  á smáparti. Suður frá gamla Gerðakoti liggur hár og mikill stór malarkampur á dálitlum spotta. Fyrir ofan kampinn er nokkuð stór ílöng tjörn, heitir hún Hrossatjörn. Fyrir neðan kampinn er Gerðakotsfjara. Sunnan við hana er Nýjabæjarfjara. Fram af henni sunnan til er Hásteinn, það virðist vera einn stór klettur fremst á löngu rifi, sem heitir Hásteinsrif. Er rif þetta fjörumerki milli Nýjabæjar og Nýlendu. Hásteinn er góðan spöl fyrir utan allar aðrar fjörur á þessu svæði og svo hár, að á hann sést með hálfföllnum sjó. Allt í kring um hann eru þarahvirflar, sem mjög brýtur á í brimi. Spil ofan við NesjavörSunnan við Nýjabæjarfjöru er Markaklöpp í flæðarmáli, og sker er þar fram af Nýjabæjarfjöru, sem heitir Miðsker. Sunnan við Markaklöpp eru Litlu-Skollaklettar, utan við flæðarmál, svartir og þanglausir. Lítið eitt sunnar er gamalt byrgi á bakkanum, kallað Nýlendustekkur; þar fram af átti Nýlenda reka og þangfjörur.“
Nýlendustekkur var frekar lítill, en sést enn, gróinn og einmana örskammt ofan við sjávarkambinn.
„Vík nokkur er þar fyrir sunnan, kölluð Ásuvík. Fékk hún nafnið, er kútter Ása strandaði þar 9. október 1919. Er þá komið að Ærhólmum, sem eru þrír grasi grónir höfðar í röð frá norðri til suðurs. Heita þeir Nyrzti-  Mið- og Syðsti Ærhólmi; er hinn síðast nefndi laus við land, en hinir samgrónir bakkanum. Illasker er fram af Ærhólmum, mjög hættulegt flæðisker. Sunnan við skerið er Mjósund.“
Kirkjan á Hvalsnesi trjónir hátt á sléttu nesinu. Hún mun vera fimmta kirkjan sem þar hefur verið. Fyrst er getið um kirkju að Hvalsnesi um árið 1200. Ekki er vitað nákvæmlega hvar hinar kirkjurnar hafa verið. Mjög sennilega hafa þær verið nær sjónum eins og öll byggðin var þá.
Garður, sem sjórinn er að takaNúverandi kirkja var vígð á jóladag 1887. Ketill Ketilsson, stórútvegsbóndi í Kotvogi, átti Hvalsnessjörðina og hafði látið smíða þar kirkju úr timbri. Eitt sinn er Ketill kom að Hvalsnesi og hugðist fara til kirkju var kirkjan full svo hann komst ekki inn. Nokkru síðar kemur dóttir hans með þær fréttir frá Hvalsnesi að kirkjan haldi hvorki vatni né vindi. Þá ákvað Ketill að byggja nýja kirkju. Ketill mun hafa séð að í Njarðvík var verið að byggja nýja kirkju úr tilhöggnu grjóti.
En þar sem Ketill var meðal ríkustu bænda landsins ákvað hann að nýja kirkjan að Hvalsnesi yrði stærri og þak og turn hærri. Þess vegna er Hvalsneskirkja þremur steinaröðum hætti en Innri-Njarðvíkurkirkja, og rýmilegri eftir því. 
„Frá Gerðakotskampi, sem er fyrir neðan Hrossatjörn, alla leið að Stafneshverfi, eru grasbakkar ofan við sjávarmálið. Þó hefir sjórinn borið nokkuð af grjóti upp á bakkana. Frá bökkunum upp að hrauninu (uppblæstrinum) er allbreið valllendisræma, smáþýfð á pörtum. Heitir það Móar.
HvalsneskirkjaHár hóll, strýtumyndaður, er í Smiðshúsatúni, aðeins til vinstri handar, þegar gengin er sjávargatan frá Hvalsnesi niður að naustum þar. Heitir hann Virkishóll. Á hólnum er allmikil grjótvarða, kölluð Virkisvarða. Í vörðuna er festur staur og efst á honum er myndarlegur þríhyrningur af tré. Annað merki af sömu gerð er á kampinum norðan við naustin. Þetta eru sundmerkin á Hvalsnessundi. Norðan við sundið er stór boði, sem heitir Bleikála, hann fellur til austurs, heldur frá sundinu og gengur upp á Moshúsafjöruna (Bleikálusker). Sunnan við sundið er brimsvaði mikill á sífelldum þarahvirflum kringum Hástein, sem áður var nefndur, og er þessi brimsvaði samfelldur um alla Hólakotsbót (Bótarboðar). En sá boði, sem næst gengur sundinu, heitir Þyrill.
Sundið var oftast tekið á miðinu Valahnjúkar, þó stundum utar, og því haldið eftir áður greindum merkjum, þar til Heiðarvörðu (fyrir ofan Hólakot, nú horfið) ber í vörðubrot á nyrzta Ærhólma. Er þá haldið á bæinn Gerðakot (nú horfið) og því haldið, þar til kirkjuna ber í syðsta sjávarhúsið fyrir ofan vörina. Er sú stefna beint á lendinguna. Þessi leið virðist vera hrein; þó er eitt að varast. Suður úr fjörutanganum, sem gengur fram af Stóru-Klöppum, er grynnsli, en austan við þetta grynnsli og aðeins lengra úti í lóninu er flúð, sem kemur upp úr um stórstraumsfjöru, hún heitir Vatnasker. Varast verður að fara nokkuð norður af merkjum vegna þessara grynninga, ef lágsjávað er.”
Lögrétta? á HvalsnesiSkúli Magnússon frá Keflavík bætti eftirfarandi við framangreinda lýsingu Magnúsar: “Tvær eru lendingar þarna og voru báðar notaðar á vetrarvertíð. Í Hvalsnesvör lentu skipin frá Busthúsum, Nýlendu, Moshúsum, Nýjabæ og Hvalsnesi. Vörin hefir einhvern tíma verið rudd inn í stórgrýtisurð, sunnan og innan við Stóru-Klappir. Mjög er þar bratt upp að setja, og var oftast bundið fram af skipunum, þegar þau stóðu neðan í kampinum, því þau gátu vegna brattans runnið sjálf til sjávar við minnstu hreyfingu. Væri von veðurbreytinga, voru þau sett upp á flórinn við sjávarhúsin.
Í svonefndu Gerðakotsviki lentu skipin frá Gerðakoti (og Landlyst, þegar útgerð var þar). Vik þetta er nokkrum föðmum sunnar en aðalvörin og beint upp af lóninu, sem er fyrir framan lendingarnar. Þar var lent í malarkampi, og skipin sett þar upp, en færð í skjól við sjávarhúsin, ef hætta vofði yfir af  háflæði.
Sjávargatan frá Hvalsnesi lá við norðurrætur Hróbjartshóls vestur að sjó, norðanmegin götunnar heitir Brandskotsflöt. Þar stóð bær, sem nefndur var eftir  ábúanda sínum hverju sinni og mun sá hafa heitið Brandur er þar réði síðastur húsum. Sunnan megin götunnar niður við túngirðingu Smiðshúsa var uppgróið hringlaga garðlag og var slétt flöt innan þess, nefnd Lögrétta. (Lögrétta er líka til í Stafnesslandi, sbr. Árbók Fornleifafél. 1903. Innskot S.M.). Ekkert kom í ljós við sléttun garðlagsins, sem benti til nafngiftarinnar.”
Brunnur við SmiðshúsFERLIR ákvað að gaumgæfa vel staðhætti m.v. lýsingu Skúla. Vitað er hvar nefnd gata var, með svo til beina stefnu niður í vörina norðan Smiðshúsa. Brunnurinn var þá á hægri hönd. Svæðið sunnan við hefur verið sléttað og þar er nú tún. Í norðvesturhorni þess, þar sem sléttlendið er mest, sést móta fyrir hringlaga mannvirki. Líklegt má telja að þarna hafi lögréttan verið áður en túnuð var sléttað. Ef svo er um forn mannvirki að ræða.

Þá var komið inn á Stafnesland. Skv. sömu frásögn Magnúsar Þórarinssonar má fræðast um eftirfarandi: “Syðsta örnefni í Hvalsneslandi var Mjósund. Er þá komið að landareign Stafness og Stafneshverfis. Á góðu og gömlu, sjómannamáli bátverjanna á opnum áraskipum var öll hin stóra vík frá Ærhólmum að Stafnesrifi kölluð einu nafni, Hólakotsbót. Á henni eru eftirtalin örnefni:
Landamerki milli Hvalsnes og Stafneshverfis eru í viki einu litlu sunnan við Ærhólma; heitir það Mjósund, stundum kallað Skiptivik. Á bakkanum er lítill grasblettur, sem heitir Ögmundargerði, og þar sunnan við er gamalt byrgisbrot, sem er kallað Stafnesstekkur.“
Fallin varða er á mótunum. Stekkurinn sét að hluta til enn svo til alveg við fjörukambinn og hefur sjórinn tekið hann að hluta.
Virkishóll„Víkin sunnan við Stekkinn heitir Stafnesvík. Sunnan við er Glaumbæjarvík, og skilur smágrjótrani víkurnar. Á bakkanum fyrir ofan er hóll grasi gróinn, sem heitir Glaumbæjarhóll, það er gömul rúst. Sunnan við Glaumbæjarvík er Glaumbæjarrif, öðru nafni Kúarif, í fjörunni. Sunnan við Kúarif er Nýlenduvík; nær hún suður að Hliðhólsklöpp, sem er í sjávarmáli niður af hliðinu á túngarðinum norðan við gamla Hólakot, ætíð nefnt af umfarendum „Hólakotshliðið“. Fram af Hliðhólsklöppum eru Selatangar. Það eru nokkur smásker í röð, sem koma upp úr um fjöru; þar á meðal eru Skjöldusker og Kringlótta-Sker. Sunnan við allt þetta, sem nú hefir nefnt verið, er nafnlaus fjara suður að svo nefndum Hólakotshól, en það, er gömul rúst á sjávarbakkanum, niður af Hólakoti, sem var nyrzti bær í Stafneshverfi og nyrzta túnið, en bærinn hefir staðið í eyði um allmörg ár. Öll túnin í Stafneshverfi eru samliggjandi flatneskja, en sundur greind með gaddavír á stólpum. Þess má geta um víkur þær, sem kenndar eru við Glaumbæ, og Nýlendu, að þarna var rekafjara þeirra og þangtekja, enda voru þetta gamlar hjáleigur frá Stafnesi.“ Bæta má við að vestan við nefnda bæi er lítill ósleginn hóll, sem gæti annað hvort geymt brunn, sem fokið hefur sandur yfir, eða gleymda dys.
Spil ofan við Hvalsnesvör„Byrjar nú sjávarröndin í Stafneslandi: Nyrzt, rétt við mörkin, er hóll á bakkanum með gamalli bæjarrúst; heitir það Harðhaus. Þá liggur túnbakkinn bogadreginn til suðvesturs; heitir það Refar. Ná þeir yfir túnspildu talsverða neðan af túninu og fram á tanga þann, sem heita Refagarðar, en fremst heitir það Refstangi. Er þarna fjöldi af gömlum bæjarrústum. Má það eðlilegt kalla, að eitthvað sjáist af rústum, því 10 voru hjáleigurnar, sem Stafnesi fylgdu 1703, og auk þess 12 eyðihjáleigur og búðir, allar taldar með nafni í jarðabók. Þó eru nokkur nefnd nú, sem ekki eru þar talin; hafa líklega verið byggð síðar, en þó fyrir löngu í eyði komin.
Víkin fyrir framan Refagarða heitir Vallarhúsavík, og fremst í henni eru Sveinshöfðaklappir. Á þeim stóð áður bær með því nafni. Við sjóinn niður af Refagörðum er Borgarvör, gamall lendingarstaður. Upp af Sveinshöfðaklöppum er Kerlingarlón efst í fjörunni milli klappanna og túnbakkans, féll sjór upp í lón þetta á stórstraumsflóðum, en ekki þess í milli; fúlnaði þá í lóninu vegna þara og óþverra, og þótti heldur ami að. Vallarhúsarif liggur til suðvesturs frá Selatöngum; fremst á því er hnúður, sem heitir Vallarhúsahaus. Á Refstanganum er svo kölluð Litla-Rétt. Heitir hún svo, af því að önnur rétt stærri var þar nokkru sunnar, en Réttarkampur heitir moldarhryggur við sjóinn milli Réttanna.
HvalsnesvörÁ klöpp niður af Litlu-Rétt, beint fram af Refstanga, er stór svartur steinn, sem er mið á innsiglingu og verður síðar getið Fram af Litlu-Rétt er rif eitt, hátt nokkuð, sem heitir Bóndarif, en fram af Bóndarifi liggur sjálft Stafnesrif til suðvesturs. Milli Bóndarifs og Stafnesrifs er djúpt lón eða öllu heldur hylur; mun þar vera 12-14 faðma dýpi um lágflæði. Utan við hylinn er slétt sker, sem aðeins kemur upp úr um fjöru; heitir það Kolaflúð. Þar hafa strandað tvö botnvörpuskip, svo vitað sé, Jón forseti 27. febrúar 1928 og Admiral Toco 1913. Strandaði hinn síðarnefndi í foráttu brimi, svo engin björgun var hugsanleg, enda fórust menn allir, og svo einkennilega bar við, að aldrei hefir lík rekið af því skipi. Sömu urðu afdrif þessara skipa, að þau limuðust sundur á Flúðinni, flökin hurfu niður í hylinn og bólar ekki á þeim síðan. Þarna virðist vera dauður blettur; aldrei fellur brim yfir hylinn sjálfan, og kyrrð virðist í botni, því ekkert rekur upp af því, sem þar sekkur niður. Frá Jóni forseta tókst 10 mönnum að ná landi á ótrúlegan hátt, en 15 fórust.
Spöl norður af Kolaflúð eru Litli-Hásteinn og lítið eitt norðar Stóri-Hásteinn, hvorttveggja einstakir steinar upp úr sjó að sjá með lágsjávuðu. Eru nú talin örnefni í Hólakotsbót.
Gelluklappir (frb. hart, eins og hella, fella) heita klappirnar háu og stóru, sem eru syðst og yzt fram af Stafnestúni. Þar stóðu fiskhús allra hverfismanna efst á klöppunum og ofan við þær. Var húsaþyrping þessi kölluð Garðarnir og var algengt mið út af Norður-Miðnesi, einkum á Skörðum. Stafnesvitinn stendur á Gelluklöppum, byggður 1925. Er hann góð leiðbeining sjófarendum fyrir hina hættulegu Stafnestanga, þó raunar hafi strönd orðið þar síðan. Fram af Gelluklöppum er Möngurif, fremur stutt, en nokkuð hátt, það liggur til suðvesturs út í Gjána, er síðar verður nefnd. Milli Gelluklappa og Möngurifs er mjó rás fast við klappirnar; flýtur þar bátur með hálfföllnum sjó. Var rásin oft notuð í ládeyðu, ef för var heitið norður á bóginn. Önnur rás var utan við Bóndarif; heitir hvor tveggja rásin „Hörmungasund“, og sama mið á báðum, en það er, að Stóri-Básendahóll jaðri við Skiphólma.
Wilson Muuga í HvalsnesfjöruFrá Gelluklöppum liggur sjávarmál til austurs, inn í svo nefnt Sandhúsavik, sem er sunnan við Stafnestúnið. Eru þar þessi örnefni. Í suðurenda Gelluklappa myndast lítið vik, sem heitir Norðlingabaðstofa. Mun nafnið vera frá þeim tíma, er Norðlingar sóttu sjó á Stafnesi fyrir öldum síðan. Ýmsar sagnir eru skráðar um sjómennsku Norðlinga þar. Ein er sú (úr Sögu Íslendinga VI, 452), er Skúli Magnússon, síðar landfógeti, hafði ráðsmennsku Hólastóls.
„…Þá hafði Stóllinn 9 menn í veri á Stafnesi syðra um vetrarvertíð 1742. Var hlutur vermanna alls 30 hundruð stór og 70 fiskar, og vo afli þessi verkaður alls 70 vættir og 5 1/2 fjórðung, auk sundmaga og hausa.“
Má nærri geta, að ekki hafa þetta verið einu Norðlingarnir, sem þá reru á Stafnesi. – Önnur sögn, sem er í ýmsum annálum, er hér tekin upp úr Suðurnesja annál séra Sigurðar B. Sívertsen á Útskálum (prentaður í Rauðskinnu 1953, III, 19): „1685. Mannskaðavetur. Skiptapar ógurlegir á Góuþrælnum. Sjö á Stafnesi. Drukknuðu 58 menn. Það sjöunda [hér er einhver villa] gat hleypt inn Hamarsund og björguðust menn. Á tíæringunum frá Stafnesi voru flestir útróðrarmenn að norðan og margir valdir menn . . . þar á meðal Ólafur yfirlestamaður frá Hólum, Þorsteinsson. ¬-¬ Þann 11. marz voru 42 menn jarðsettir við Útskálakirkju, en daginn eftir rak 47 upp, er einnig voru grafnir þar, í almenningi að kórbaki. Reiknaðist svo til, að í allt hafi drukknað 156 manns …“
Lögrétta á StefnesiAustan við Norðlingabaðstofu er Stokkavör, ævagömul, enda stundum nefnd Gamlavör. Þar innan við er Gosuvik; hefir þar verið gjörð lending, sem heitir Gosuvör, en er oft nefnd Skökk; mun það vera af því að hún stefnir skáhallt inn í grjótið. Þar uppi á bakkanum er hóll með rúst. Þar stóð bærinn Gosa. Innan við Gosuvör er Skiphólmi. Það er hár hóll, grasi gróinn að nokkru. Þar var áður býli, en nafnið er týnt, það kynni að vera Litlu-Hólmahús, sem var eitt af eyðibýlunum við Stafnes 1703. Til suðvesturs frá Skiphólma liggur grynningatunga út í Gjána. Hyldýpi er báðum megin við, en á tungu þessari eru þrjú sker, sem heita: Vatnasker, grynnst, þá Brúnkolla og Hvirfill, yzt, er Hvirfill aðeins þaratoppur. Austan við Skiphólma er annar hóll stór, með gömlum bæjarrústum; hét það Sandhús, en hóllinn heitir nú Sandhúsahóll. Sjór er enn góðan spöl inn í landið. Er það fremur mjótt vik og heitir Sandhúsavik. Það er inn af Gjánni eða innsti hluti hennar. Slétt láglendi er upp af vikinni, og fellur þar sjór langt upp á land í stórflóðum. Fyrir sunnan Sandhúsavik er stórt, slétt og fallegt graslendi; heitir það Flatir.“
Tóftir nokkurra býla sjást enn milli Stafnessbæjarins og starndarinnar á nesinu. Hár ílangur gróinn hóll er og þar. Má telja líklegt að í honum kunni að leynast mannvistarleifar.“
„Fram af Flötum er stór og breiður hraunfláki, sem nær langt út í sjó; nokkuð flatur yfir að líta, er það Urðin, er svo heitir. Fremst á Urðinni er stórt lón, heitir það Urðarlónið. Þvert yfir Urðina liggja tvær rennur eða rásir; heitir sú fremri, sem liggur þvert yfir Lónið, Ytri-Dyr. Hin, sem er nokkru ofar, heitir Innri-Dyr. Fara mátti í ládeyðu á bátum um StafnesvitiRennurnar og með því stytta sér leið, ef hæfilega hátt var í sjó. Fram yfir 1880 sáust grasblettir víða um Urðina, og í Lóninu sjálfu hafði verið stargresi. Mun þar af dregið hið forna nafn jarðarinnar: „Starnes“. Enn fremur er sagt, að áður fyrr hafi gengið í Urðarlón bæði silungur og lax. Hafi svo verið, hefir sjór ekki gengið svo að við Stafnes sem nú er. Yfir alla Urðina fellur í stórstraumsflóði, og svaði mikill er þar í brimi. Þó muna elztu menn, að laxar fundust við Lónið, en það mun hafa verið fyrir aðgjörðir sela eða veiðibjöllu. Ofarlega á Urðinni er Sundvörðuklöpp, nokkuð stór klapparbunga; á henni stóð sundvarðan áður, en var síðar flutt hærra upp, vegna sjávarágangs. Urðin er nokkurn veginn ferköntuð í laginu, þó nokkuð lengri til sjávar en með landi. Útnorðurhornið er skarpast, nærri vinkilhorn; er það kallað Urðartáin. Norðan í tánni er klettur, sem upp kemur með lágum sjó, kúpulagaður eins og skál á hvolfi; er hann nefndur „Steinninn“. Hann er við innri snúninginn á sundinu. Við hann er 10-12 faðma dýpi, og má fara fast við hann, því hann kastar frá sér. Þó mest beri á hnullungs grjóti á börmum Urðar, er hún svo snarbrött, að nærri er þverhnípt við tær þess, er stendur á brúninni, og hyldýpi fast upp að henni, bæði vestan og norðan, þess vegna er aldrei brim fyrir framan Urðina, en stórfellur á blábrúninni, sem að hafi veit. – Skal nú reynt að lýsa innsigling á Stafnesi.
Eins og áður segir er Bóndarif fram af Litlu-Rétt, en fram af Bóndarifi er Stafnesrif og stefnir til suðvesturs. Það nær lengst út allra skerja á þessu svæði eða fram undir miðið, Eldborg grynnri lausa, (sjá örnefni á Reykjanesi, í: Fiskimið opnu bátanna á Miðnesi). Er það alræmdur hættustaður. Hafa þar mörg Stafnesvitiskipströnd orðið og mannskaðar, sem kunnugt er. Sunnan megin er hraunflákinn, sem heitir Urðin; hún nær fram undir miðið Kerlingin. Milli Stafnesrifs og Urðar er stórt lón; mætti næstum segja: lítill fjörður, heitir það Gjáin. Dálítil sjávarálma liggur úr Gjánni utan við Möngurif en innan við Stafnesrif, norður með Gelluklöppum í kverkina við Bóndarif og Refstanga. 18-20 faðma dýpi er víðast hvar á Gjánni. Oft er þar straumrugl og sjór tipplóttur, stundum svo, að varla er sjór skiplægur þar.
Sundið er oftast nefnt Stafnessund, en heitir Álsund, og liggur sundið um Álinn svo nefnda. Mið á Álnum (sundinu) eru: Hólakotsvarða, þó oftar nefnd Heiðarvarða, er stendur í hrauninu skammt fyrir ofan Hólakotstúnið, það er stór og allgild grjótvarða með sundtré eða þríhyrning ofan á. Önnur varða nákvæmlega af sömu gerð stóð á Urðinni, kölluð Urðarvarða. Þetta er þá Állinn (sundið): vörðurnar saman, og mun sundið oftast byrjað á miðinu Valahnúkur. Þegar farið er inn Álinn og komið er á miðið Kerlingin laus, er skammt upp að Urðinni, enda er þá snúið norður með henni (eða beðið lags, ef með þarf) og haldið undan Kerlingu, en þá er annað mið fram undan í sömu stefnu, en það mið var fjárrétt, sem var á Hvalsnestanga (nú horfin) í svarta steininn á klö[p]pinni fram af Refstanga eins og áður var getið. En þá er á bakborða hættulegasti boðinn Fjörufæði á Stafnesi„Stafurinn“, sem er fram af Urðinni. Hann tekur sig upp á miðinu, Eldborg grynnri, og stefnir upp á Urðina. Verður því að róa undir flötum Stafnum. Má segja, að skip og menn séu milli tveggja elda, þegar róið er fast við bak Urðarbrims, en Stafurinn, stór og hár, stefnir á flatt skipið. En öllu er óhætt, því að full vissa er fyrir, að Stafurinn dettur niður, nema mikil forátta sé, enda er sundið ófært, ef hann veður í land, en það kemur ekki fyrir nema í aftaka brimi. Sömu stefnu er haldið, þar til komið er norður fyrir „Steininn“ norðan í Urðartánni. Er þá snúið að og haldið inn Gjána, Heiðarvörðu um rofbakka ofan við Glaumbæ (nú í eyði). Suður úr Stafnesrifi er grynnsli nokkurt; á því fellur boði, sem stefnir upp á Gjána, heitir hann Hólmaflaga. Hann gengur allnærri sundinu um snúninginn við Steininn, en veldur þó eigi verulegum baga.
Eins og áður segir, var oft tipplóttur sjór á Gjánni í brimi og verri, er átt var vestlæg. Er þá farið þvert yfir hana að utan og haft skjól af rifinu inn Gjána norðanverða. Einkum er slæmur eitill norðan og innan við Steininn. Gýs eitill þessi upp snögglega, en fellur nærri ofan í sjálfan sig. Þetta er Hvirfillinn, sem er fremst á grynningatungunni, er liggur út í Gjána. Að öðru leyti verður ósjórinn af aðstæðum þarna. Gjáin er djúp og alllöng, en fremur þröng, brimöldurnar skella á Urð, rifi og Gelluklöppum, mynda frákast öllu megin, sem mætist á Gjánni. Auk þess veldur brimið ætíð sogadrætti í öllum þrengslum. Orsakar allt þetta straumköst og ósjó.
Annað sund eiga Stafnesingar. Það heitir Stafsund. Liggur það beint inn á Gjána, norðan við boðann, Stafinn, á miðinu Heiðarvarða um rofbakkann ofan við Glaumbæ. Þetta sund var aðeins notað í brimlausu til að stytta sér leið.
RekankeriÞegar komið var inn úr Gjánni, var lent í Stokkavör, sem var aðallendingin. Þar var fiskurinn seilaður og borinn upp á skiptivöll við sjávarhúsin. Þegar búið var að losa skipin, voru þau færð að Skiphólmanum, sem var uppsátur skipanna. Var þá farið innan við Vatnasker og inn með Hólma sunnan megin og lent austan á Hólmanum. Þar eru sléttar klappir í flæðarmáli, svo nefndur Flór. Þegar góð var tíð og daglega róið, voru skipin látin standa á Flórnum yfir nóttina, en ef útlit versnaði, voru þau hækkuð upp meira eða minna eða sett alla leið upp á Hólmann. Var það ærið erfitt verk, meðan ekki voru önnur tæki en bök mannanna, því Skiphólmi er hár og snarbrattur. Efst uppi er sléttur flötur, og þar stóðu skipin, en þykkur tvíhlaðinn grjótgarður er umhverfis flötinn, skipunum til skjóls fyrir ofviðri, enda var þeim óhætt í þessu ágæta nausti, hvað sem á gekk. Skiphólmi stendur neðan við flóðmál og fellur kringum hann á stórstraumsflóðum. Var gjörð grjótbrú milli lands og Hólma, en með því að sogadráttur var sterkur í þröngri rásinni, vildi oft ruglast hleðslan, svo fótfesta varð óviss. Einkum var þetta illt, ef bera þurfti beitt lóðarbjóð yfir brúna í dimmu, en mjög fallið yfir. Var svo jafnan þar, sem slíkar brýr varð að nota.
Stakkavör eða Gamlavör hefír augsýnilega verið rudd inn í stórgrýtisurð einhvern tíma fyrir löngu síðan. Hún líkist nú mest gróinni götu, aflöguð af grjótburði og öll þangi vaxin, Á síðari árum útgerðar á Stafnesi var steypt gangbraut eða vagnvegur á austurbrún Gömlu-Varar, en aldrei var lokið verkinu til fulls. Útgerðinni lauk fyrr. Nú er sjórinn að brjóta skörð í steypuna og ónýta hana. Þannig eyðast og hverfa gömlu sporin, hvert sem litið er.“
StafnesvitiLögrétta, eða dómhringur, er á Stafnesi, skammt austan við bæinn. Í hann hefur nú verið plantað trjám, auk þess sem lítið sumarhús er komið fast við hann. Hér mun vera um friðlýsta fornleif að ræða.

Hvergi á Miðnesi var eins gott til sóknar sem á Stafnesi. Þar var jafnan útgerð mikil, bæði fyrr og síðar, enda dugnaðarmenn, sem að henni stóðu og að unnu. Þar voru einnig sjávarhús mörg og myndarleg. – Gætu Stafnesklappir talað, mættu þær taka undir með gömlu konunni gigtveiku. „Önnur var mín ævi.“ Nú hefir Urðarvarða misst prýði sína, tréstólpann með þríhyrning. Eftir stendur enn grjótvarðan, óþekkjanleg frá öðrum systrum sínum, ef ekki verður að gjört. Grjótbyrgi hrunin. Sjómannakofar horfnir. Önnur hús, er enn standa, drúpa hnípin og afrækt. Svo er jafnan um það, sem hætt er að nota, enda mun útgerð á Stafnesi hafa lagzt niður fyrir fullt og allt um 1945, og þó áður mjög úr henni dregið.
Langt er enn til Djúpavogs í Ósabotnum, en þar endar Stafnesland. Eins og sjá má á öllum kortum, beygist landið austur á við fyrir sunnan Stafnestanga og er bogadregið allt inn í Ósa. Fyrst til suðurs, landsuðurs og loks í háaustur. Skal nú haldið með ströndinni og leitað örnefna.
Suður og inn af syðri Urðartánni er einkennilegt sker. Boði, sem á því fellur, heitir Svörfull. Sker þetta lítur helzt út fyrir að vera gamall eldgígur, því að í miðju skerinu er hylur, 10-12 faðma djúpur. Þegar Svörfull er uppi, fellur hann fyrst til norðausturs, svo í hring til suðurs og virðist þannig fylgja gígbarminum, og endar með því að falla beint á sjó út.
Í september 1881 strandaði á Svörful skip, 440 lestir að stærð, hlaðið ofnkolum. Menn björguðust í land á bátnum, komu heim að Stafnesi um kvöldið og voru þar um nóttina. Um morguninn er komið var á fætur sást ekkert af skipinu, nema ofan á hæsta masturstoppinn. Brimið hafði fært briggskipið inn yfir gígbarminn, og það sokkið niður í hylinn í skerinu. Ekkert rak upp af því skipi, annað en það, sem lauslegt var á dekki og flotið gat. Enn eru menn á lífi, er höfðu glöggar frásagnir um þetta strand og frá því er sagt í Suðurnesjaannál (bls. 180), en síðar bætir annálshöfundur (sr. Sig. B. Sívertsen) við):
Basendar-31„Skip það, sem sokkið hafði fyrir framan [sunnan] Stafnes með ofnkolin, var nú, þann 22. desember, loks selt við uppboð, þegar útséð var um, eftir brim, hroða og stórflóð, að ekkert mundi reka upp af því. Komst það í 45 krónur og þótti ráðleysa að kasta út meira fé í slíkan vonarpening, svo valtan.“
Sunnan við Urðina er í flæðarmáli stór og hár grashóll, sem heitir Stóri-Básendahóll. Framan við hann og aðeins nær Urðinni er sandblettur, sem heitir Gunnusandur. Framan við sandinn og eilítið sunnar eru svonefndar Róklappir, dálítill klapparbálkur; fellur ekki yfir þær á flóði nema brim sé. Framan við Róklappir er aftur lítil sandflúð, sem heitir Rósandur, en þar fram af er út í sjó kringlótt sker, sem heitir Rósker. Þar voru flestir selirnir skotnir af Stafnesbændum á fyrri tíð. Mér er sagt, að Eyvindur Pálsson, sem bjó á Stafnesi frá 1860, þar til tengdasonur hans Hákon Eyjólfsson tók við, hafi verið sundmaður ágætur. Hann hafði þann hátt á að synda með byssuna út í Rósker með útfalli og vera kominn, áður en selirnir lögðust upp á skerið. Vöruðust þeir ekki þessa veiðibrellu.
Basendar-33Nokkru dýpra fram af Róskeri er skerjagarður, sem liggur til suðurs; heitir það einu nafni Básendasker. En víkjum nú aftur upp á land. 20 til 30 föðmum suður af Stóra-Básendahól er graslaus klapparhóll; heitir hann Litli-Básendahóll. Sunnan við þann hól stóð Básenda-verzlunarstaður. Þar fram af er malartangi með sljóu horni. Á tanganum sér enn til rústa eftir meira en 150 ár, en 1799 var Básendaflóð. Sunnan við tanga þennan er ílangt lón; það var Básendahöfn. Leiðin inn á höfnina hefir verið löng milli skerja, en að mestu bein og djúp. Sundmerki eru nú gleymd. Má enn sjá leifar af umbúnaði, hringjum og stólpum, sem var tinsteyptur í klappir og sker til þess að svínbinda skipin.
Varla hefir þetta verið góð og örugg höfn, eins og nokkrir hafa talið, en það vita kunnugir bezt, hve hollt er að vera á vélarlausum dekkbát inni á milli skerja sunnan við Stafnes í sunnanátt og hroða, þó að sumri sé. En stundum dróst afgreiðsla skipanna fram á haust, enda brotnaði þar skip 1669, albúið til siglingar, og tvö skip 1714, hlaðin fiski, segir Suðurnesjaannáll.
Skúli Magnússon landfógeti ræðir í sýslulýsingu sinni nokkuð um Básenda, þar segir svo: „Verzlunarhöfnin Básendar er í Stafneslandi. Þar er höfn 2 skipum milli lands og skerjagarðsins, en þó hættuleg, einkum í vestanstormum, þegar hásjávað er. Nokkur skip hafa farizt þar, einkum fyrrum, enda var ekki siglt á höfn þessa um hríð. Höfnin er því eigi örugg nema um hásumar og með því að nota járnhringa þá, sem reknir hafa verið bæði í Stafnes-31kletta í skerjagarðinum og í jarðfasta fjöruklettana. Eru þeir festir með blýi, svo að hægt sé að binda skipin í þá. Í innra skipalæginu eru 4 járnhringar og 3 í hinu ytra. Í fyrr nefndu skipalægi er dýpið 2 1/2 faðmur um fjöru, en 4 1/2 í hinu síðar nefnda. Þarna lækkar og lækkar í sjónum um 9 fet í góðu veðri, þegar stórstreymt er, en um 5 fet, þegar smástreymt er. Innsiglingin er hættuleg, og verður að gefa nánar gætur að siglingamerkjunum á landi … Kringum hinar lágu klappir, sem verzlunarhúsin standa á, er allt þakið svörtum sandi, og eru aðstæður því illar til fiskverkunar. Aftur á móti er fiskverkunarstæði því betra kringum Stafneslendingu, einkum á Refshalabæjum svo nefndum. Að vísu hafa þeir lagzt í eyði síðan konungsbátarnir voru lagðir niður 1769. Þó mætti byggja þá upp aftur, ef þörf væri á, því að á Stafnesi hefir þótt fremst fiskiver á Íslandi um vetrarvertíð á fyrri tímum og allt fram að því ári. En síðan hefir sjósókn þorrið þar mjög.“
Efalaust hefir útgerð og sjósókn þorrið á Stafnesi, sem annars staðar á síðari hluta 18. aldar og framan af þeirri 19., þegar eymdarhagir voru á landi hér, enda mátti víst heita, að Stafnes væri í eyði um aldamótin 1800 (sjá um GalgarBásendaflóð eftir Vigfús Guðmundsson í Blöndu III, bls. 57). En á síðari hluta 19. aldar voru 20 til 25 stórskip gerð út á vetrarvertíðum af bændum á Miðnesi, og ætíð var Stafnes talið í fremstu röð, með þá merkismennina hvern fram af öðrum: Erlend Guðmundsson, Eyvind Pálsson og Hákon Eyjólfsson. Það hefir í annálum og öðrum ritum verið talað um útgerð og aflabrögð á Stafnesi, og yngsti annállinn, Suðurnesjaannáll, sem ritaður var á 19. öld, er fjölorður um mikil aflabrögð hjá Stafnesmönnum, enda var þar bezt til sóknar af Miðnesi á tíma áraskipanna.”
Guðmund Guðmundsson, Bala, Stafnesi, hafði þetta um framangreinda lýsingu að segja:  “Ekki er vitað, hvenær Stafnesstekkur var notaður. Glaumbær átti þangfjöru á Glaumbæjarhól. Refstangi á að vera Refatangi. Þar var kúabeit. Nafnið Kolaflúð gæti verið komið af því, að þangað hefðu borizt kol úr strönduðum skipum. Hörmungasund var vandræðaleið, en var farin, þegar menn vildu stytta sér leið. Skiphólmi á að vera Skipahólmi. Vertíðarskip voru geymd þar á milli vertíða. Þar flæddi aldrei yfir. Þar sem skipin stóðu, var kallaður Flór. Þar var jafnaður flór, en hann var ótryggur. – Á þessum hólma var bær áður fyrr. Loddubrunnur var brunnur frá bænum Loddu. Hann er enn til, því að Eiríkur Jónsson, sem síðar bjó í Norðurkoti, gróf hann upp um eða fyrir 1920. Gálgaklettar eru einnig nefndir Gálgar. Enn sést móta fyrir rústum af Stafnesseli.“
Básenda og aðstæðna þar er getið í öðrum FERLIRslýsingum. Ferðinni lauk við Stafnesvita. Vitinn var byggður árið 1925. Hann var hannaður af Benedikt Jónassyni verkfræðingi. Árið 1956 var vitinn rafvæddur en gas var notað til vara til ársins 1992 þá voru settir í vitann rafgeymar. Stafnesviti er steinsteyptur og er 8m hár með ferstrendum turni sem stendur á efnismiklum sökkli. Anddyri var byggt við vitann árið 1932. Á vitanum er 3 m hátt norskt ljóshús. Efst á turninum er stölluð þakbrún með einföldu handriði úr járni og tréslám sem sett var upp árið 1981. Upphaflega var þarna steinsteypt handrið sem talið var mikilvægur hluti byggingarlistar hans. Á hvorri hlið þess voru fjögur op, bogadregin ofanvert og efst á handriðinu var köntuð handslá. Vitinn var hvítur í upphafi, ofarlega á honum var málað rautt band eins og algengt var á þeim tíma en árið 1962 var vitinn málaður appelsínu-gulur.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður.
Heimildir m.a.:
– Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Hvalsnes“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, Rv. 1960, bls. 145-165.
-Vitar á Íslandi.

Nýibær

Seltjarnarnes

Á norðvestanverðri Valhúsahæð á Seltjarnarnesi er stór landamerkjasteinn, sem áður var í fornum landamerkjagarði frá því á 11. öld (að talið er). Garðurinn náði millum jarðanna Ness og Eiðis. Á steininn er klappað „LANDAMERKI„.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð.

Á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar 2. júní 2016 má lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Ísland endurmælt með upphafspunkt á Valhúsahæð“:
„Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins miðvikudaginn 1. júní, stendur til á næstu mánuðum að endurmæla og –reikna alla punkta í grunnstöðvaneti landmælinga á Íslandi. Verkefninu var formlega ýtt úr vör í gær þegar mælitæki var sett af stað á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, en frá árinu 1904 hefur þar verið einn af grunnpunktum í mælikerfi landsins.
Eftir nokkra daga ættu að vera komnar niðurstöður úr þessari einstöku mælingu, segir í blaðinu. Umræddur grunnpunktur, sem fjallað er um, er svokallaður Landamerkjasteinn með áletruninni LANDAMERKI.
Steinninn var skráður í fornleifaskráningu árið 1980, en líklegt má telja að steinninn hafi átt að marka land á milli norðan- og sunnanverðs Ness“

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinninn – áletrun.

Í „Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi 2006“ segir: „Áletrun – landamerki; landamerkjasteinn með áletrun norðvestarlega á Valhúsahæð. Hann er fast vestan við Þvergarð, um 80 m austan við Valhúsabraut en um 130 m SSV við norðurenda Þvergarðsins. Ekki er ljóst á hvaða merkjum steinninn er. Þvergarður hefur frá fornri tíð markað land milli Ness og bæjanna austarlega á nesinu og því lítil ástæða til að ætla að klappað hafi verið í steinninn til að marka af land milli austur- og vesturness. Líklegra má e.t.v. telja að steinninn hafi átt að marka land á milli norðan- og sunnanverðs ness. Þá hugsanlega merki Bakka og Ness eða upphaf markalínu milli Mýrarhúsa/Eiðis og Hrólfsskála. Ekkert er vitað um aldur áletrunarinnar.
Valhúsahæð er lítt gróinn melur. Að vestanverðu er hún stórgrýtt klapparholt. Steinninn er talsvert stærri en aðrir steinar á holtinu. Landamerkjasteinninn er um 1,4 m hár, um 2 m á lengd en 1,5 m á breidd. Í norðurhlið hans er klappað „LANDAMERKI“. Áletrunin er tæpir 35 cm á lengd en 2-3 cm á hæð. Steinninn var skráður í Fornleifaskráningu.“

Heimildir:
-http://www.seltjarnarnes.is/frettirogutgefidefni/frettir/nr/9780 – www.selstjarnarnes.is 02.06.2016
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Fornleifastofnun Íslands 2006.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinninn – áletrun.

Nýjasel

Ætlunin var að kíkja á Nýjasel í Grafningi, sunnan Mælifells.

Nýjasel - Mælifell fjær

Gengið var frá Nesjavöllum til austurs yfir Stangarháls um Bletti ofan við Hagavíkurvelli. Upp úr dalnum var haldið áfram austur yfir Hvíthlíð og niður í dalverpi suðvestan Mælifells. Á þessari leið var yfir tvær langhlíðar að fara. Ofanverð Hvíthlíð er sléttur melur á móbergshrygg. Dalurinn austan hennar hefur einhvern tímann verið vel gróinn en er nú örfoka að mestu. Milli hans og Þverár með stefnu á Stapafell eru tveir lægri móbergshryggir. Milli þeirra er grannur gróinn dalur, opinn til suðurs. Undir eystri hryggnum er Nýjasel.
Selstaða Ölfusvetninga mun skv. lýsingum hafa verið sett þarna á 19. öld. Í lýsingum segir jafnframt um Nýjasel: “Sunnan frá Mælifelli gengur rani að ánni. Vestan í þessum rana, við Seltanga, eru tættur Nýjasels. Hér er talið hafa verið síðast haft í seli í Grafningi, árið 1849. Síðasta selstúlkan var Anna Þórðardóttir, síðar húsfreyja að Villingavatni (1850-1888). Nýjasel er móti norðvestri við smátjörn á mýrarbletti sem er alveg við selið. Selið var meira en klukkutíma gangur að því frá Ölfusvatni. Var fénu beitt í Laka. Er þetta eina selið sem er vitað með vissu, hvenær var síðast notað, en það var 1849. …“
NýjasselFramangreind lýsing á staðsetningunni er nokkuð ónákvæm. Í rauninni ganga tveir ranar sunnan úr Mælifelli. Sá eystri nær þó lengra til suðurs, svo til alveg að ánni. Milli þeirra er fyrrnefnd langlægð. Í henni eru mýrartjarnir, austan þeirra er selið. Tóftin er þrískipt; tvö stærri rými og það þriðja minna og til hliðar að sunnanverðu. Dyr snúa mót vestri, með útsýni að Skolla sunnarlega á Hvíthlíð.
Ef ekki hefði verið vegna heimilda um að Nýjasel væri yngra en Gamlasel
undir Selhól, miklu mun nær Ölfusvatni, mætti ætla að það væri eldra af útlitinu að dæma. Selið er líkara eldri gerð selja, miðgerðinni, en þeim nýrri. Það er orðið reglulegra en óreglulegustu útgáfur seljanna, en samt með hefðbundinni þrískiptingu með eldhúsið til hliðar. Þá gefur staðsetning selsins til kynna að það gæti verið eldra en Gamlasel því tilhneiging var að færa selstöðurnar nær bæjunum á síðasta tímaskeiði þeirra. Ekki var þá lengur þörf á að sækja svo langt í sel, þ.e. nýta úthagana, og sýna fram á með tilvist þess hvar landamerkin lágu (a.m.k.). Ekki er með öllu útilokað að hér sé ekki um svonefnt Nýjasel að ræða. Sel, sem lagðist af um miðja 19. öld, ætti að vera öllu greinilegra og með öðru lagi.
LakiÁ skilti við Nýjasel segir m.a.: “Hér var sel frá Ölfusvatni og nefndist Nýjasel. Það var aflagt um miðja 19. öld. Síðasta selstúlkan í Nýjaseli var Anna Þórðardóttir, fædd 1819. Gróðurfar umhverfis selið var með öðru móti en nú er, til dæmis átti bær í Ölfusi skógarítak á þessum slóðum fyrr á öldum. Uppblástur hefur aukist jafnt og þétt allt til vorra tíma. Algengt er að seltóftir séu þrískiptar líkt og hér í Nýjaseli og var þá um að ræða svefnhús, eldhús og mjólkurbúr þar sem mjólkin var unnin.”
Jafnframt segir: “Allajafna þótti seltíminn skemmtileg tilbreyting. Þess eru dæmi að selin hafi verið kölluð sumarsetur eða sumarhús og líktust þau oft litlum bæjum. Stundum flutti húsbóndinn sjálfur þangað um tíma en annars sinnti vinnufólk þeim störfum sem til féllu og snerust aðallega um smölun, mjaltir og vinnslu mjólkurinnar. Selskapur var algengur á Íslandi allt frá fyrstu öldum byggðar en lagðist að mestu af á 18. öld. Á þessum tíma og raunar fram á þessa öld (20. öld) tíðkaðist að færa lömb frá ám og reka þau á afrétt. Yfirleitt voru lömbin orðin um 6 vikna gömul þegar þeim var stíað frá. Eftir það voru ærnar mjólkaðar en þegar hart var í ári bar við að byrjað væri að mjólka þær meðan lömbin gengu enn undir. Ær voru mjólkaðar í kvíum heima við bæi, á stekkjum eða stöðlum, eða við sel. Á flestum bæjum lögðust fráfærur af fyrir 1930 en dæmi eru um þær allt fram til 1951.
Skófmyndun á HvíthlíðSelin voru oft alllangt frá bæjum og tilgangurinn með þeim var einkum að nýta sumarbeit allt til heiða og dala og hlífa þar með heimatúnum fyrir ágangi búfjár. Algengt var að kýr og jafnvel hross væru rekin á sel með kvíánum. Þá var gróðurinn upp til fjalla oft kjarnmeiri og ærnar mjólkuðu betur en ella. Mjólkin sem kom úr ánum fyrst fyrir burð nefndist broddur og úr henni var gerður stinnur búðingur, klíkt og enn tíðkast með kúamjólk. Þetta var afar næringarrík fæða og kærkomin að voru, einkum á fátækum og barnmörgum heimilum. Annars voru að mestu sömu afurðir af sauðamjólkinnni og nú tíðkast úr kúamjólk, til dæmis ostur, skyr, rjómi, undanrenna og smjör. Smjörið var gjarnan geymt í skinnbelgjum af kindum og oftast etið súrt, enda lítið salt að fá og smjör almennt ekki saltað fyrr en á 19. öld. Súrt smjör gat haldist óskemmt í meira en 20. ár. Til forna var ríkidæmi manna meðal annars mælt í smjöreign; þannig átti Loftur ríki Guttormsson fjögur tonn af smjöri þegar hann lést 1432.”
Gangan tók 2 klst og 2 mín. Frábært veður.

Nýjasel

Nýjasel.

 

Jón Thorarensen

Í greinasafni MBL.is má finna eftirfarandi minningarskrif Valdimars Briem að Jóni Thorarensen gegnum:

Jón Thorarnesen

Jón Thorarensen.

„Jón Thorarnesen var fæddur 31. október 1902 og dó 23. febrúar 1986. Hann ólst upp í Kotvogi í Höfnum. Þegar sr. Jón var fimm ára, var hann tekinn í fóstur af mikilhæfum merkishjónum í Kotvogi: Katli útgerðarmanni og bónda Ketilssyni og Hildi Thorarensen, sem var föðursystir sr. Jóns. Hjá þeim fékk hann gott uppeldi, eins og ætla má. Var honum unnað af þeim hjónum og öllu heimilisfólki. Kotvogsheimilið var menningarheimili í gömlum stíl og umsvif mikil við útgerð og verulegan landbúnað. Heimilisfólkið kunni firnin öll af gömlum ættarsögum frá Útnesjum, þjóðsögum og ævintýrum. Allt var krökkt af dularfullum vættum, sumum góðum, öðrum illum. Sjódraugar voru á sveimi, álfar ávallt nálægir og höfðu tíð samskipti við mennska menn, áttu jafnvel ástarævintýri með þeim. Álagablettir voru, þar sem ekki mátti hrófla við. Ef því var ekki hlýtt, hlaust af því illt gengi. Menn voru draumspakir og forvitrir og vissu margt um óorðna hluti, hvort heldur þeir voru til góðs eða ills.

Jón Thorarensen

Útnesjamenn – Jón Thorarensen.

Sr. Jón Thorarensen fæddist í Stórholti í Saurbæ vestur 31. október 1902. Foreldrar hans voru Bjarni Jón bóndi og seinna bæjarfógetaskrifari í Reykjavík, Jónssonar prests í Stórholti, er var sonur Bjarna amtmanns og skálds á Möðruvöllum í Hörgárdal, og kona hans, Elín Jónsdóttir. Hjónunum í Kotvogi duldist ekki, að fóstursonurinn var góðum gáfum gæddur, bókhneigður og vel fallinn til mennta. Um fermingaraldur hóf hann nám í Flensborgarskóla og lauk þar burtfararprófi 1918. Þaðan lá leiðin í menntaskólann og tók sr. Jón stúdentspróf árið 1924. Hann settist í guðfræðideild Háskólans haustið 1925 og lauk embættisprófi vorið 1929. Prestvígður var hann til Hruna í Árnesþingi 18. maí 1930. Ungur að árum fór hann að safna þjóðsögum og viða að sér fræðslu um þjóðhætti. Þá er sr. Jón kunnur fyrir skáldsögur sínar. Fyrsta skáldsaga hans, Útnesjamenn, kom út 1949 og vakti mikla athygli. Næst kom Marína 1960. Hafa báðar þessar sögur verið endurprentaðar og seinni útgáfurnar því nær útseldar. Enn átti sr. Jón eftir að skrifa skáldsöguna Svalheimamenn 1977 og loks bókina Litla skinnið, með blönduðu efni.

Jón Thorarensen

Sjósókn – Jón Thorarensen.

Sr. Jón var allra manna fróðastur um sjósókn í gamla daga og varðveitti í ritum sínum fjölda orða úr fornu sjómannamáli, sem er tungunni mikils virði. Um þetta efni gaf hann út tvær bækur gagnmerkar. Hin fyrri er Sjómennska og sjávarstörf 1932 og hin síðari Sjósókn 1945. Þá tók hann saman sagnabálkinn Rauðskinnu, sem fjallar um mannlíf og sagnir úr Höfnum og nágrenni.
Jón var velmetinn rithöfundur og heiðursfélagi í Félagi íslenskra rithöfunda frá 1982. En tæplega var hann metinn að verðleikum. Ritverk hans munu lifa lengur en mörg þau sem hærra hefur verið hossað á síðustu áratugum. Á efstu árum sínum tók sr. Jón að mála myndir, enda maður listrænn. Hann málaði einkum landslagsmyndir og bera þær vott næmum smekk hans og góðu handbragði. Sæmdir hlaut hann af opinberri hálfu, m.a. Fálkaorðuna. Heiðursborgari Hafnahrepps var hann.
Að ytra útliti var sr. Jón maður fríður sýnum. Röskur meðalmaður á hæð og þrekinn. Vörpulegur á velli, virðulegur og prúðmannlegur í framkomu og kurteis. Það var tekið eftir honum á götu. Þó að hann væri alþýðlegur í viðmóti, duldist ekki, að honum fylgdi höfðingjabragur, enda stórmenni í ættum hans.

Jón Thorarensen

Ingibjörg og Jón.

Síst má gleyma því að á bak við sr. Jón stóð góð og mikilhæf kona, frú Ingibjörg Ólafsdóttir. Þau gengu í hjónaband nokkrum dögum eftir að hann var vígður til Hruna. Minnisstæð eru þau sr. Jón og frú Ingibjörg er þau stóðu við altari Dómkirkjunnar að lokinni vígslu hans. Glæsileg, ung kona. Sambúð þerra var alla tíð ástúðleg og var frú Ingibjörg sr. Jóni oft hollur ráðgjafi. Hún stóð stöðug og virk í starfi prestskonunnar, sem er ábyrgðarfullt og þýðingarmikið. Frú Ingibjörg var formaður Kvenfélags Nessóknar áratugum saman og átti sinn mikla þátt í því að Neskirkja komst upp, þar sem áður hafði engin kirkja fyrirfundist. Fyrir félagsstörf var frú Ingibjörg sæmd Fálkaorðunni. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: Hildur, Elín og Ólafur.“ – (Vald. Briem)

Heimild:
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/34/

Kotvogur

Kotvogur og Kirkjuvogur í Höfnum.

Gunnuhver

Djúpborun er framtíðin í háhitarannsóknum, a.m.k. sú nánasta. Hér er um merkilegt þróunarverkefni að ræða, en hafa ber í huga að enginn árangur hefur orðið í orkurannsóknum hér á landi síðustu áratugina nema vegna tilrauna, vonbrigða og sigra á að því er virtist – óyfirstíganlegum vandamálum. Ef ekki hafi verið vegna mistaka, fórna, tilheyrandi kostnaðar og óþrjótandi þolinmæði, færi lítið fyrir núverandi háhitavirkjunum á Suðurnesjum.
Hér á eftir er stuttur útdráttur úr erindi sem flutt var á Orkuþingi 2001. Erindið var flutt af Guðmundi Ómari Friðleifssyni, Orkustofnun, en fleiri komu að gerð þess.
Kynnt var hugmynd um að bora 4 til 5 km djúpa rannsóknarholur í háhitasvæði landsins. Markmiðið er að finna yfirkrítískan jarðhitavökva djúpt í rótum háhitasvæðanna, rannsaka hann og kanna nýtingarmöguleika hans. Vitað er að yfirkrítískan jarðhita er að finna á þessum stöðum en ekki er vitað hvort hann er í vinnanlegu magni. Hreint vatn sýður við 100°C við yfirborð jarðar en með auknu dýpi og þar með auknum þrýstingi sýður það við stöðugt hærra þar til komið er að krítískum mörkum við tæplega 375°C og rúmlega 222 bara þrýsting. Við hærra hitastig og þrýsting er vatnið í einum fasa, einskonar gasfasa, og hvorki sýður né þéttist við hita- eða þrýstingsbreytingar ofan krítísku markanna. Neðan krítískra marka skilst vatn hins vegar í tvo fasa við suðu, þ.e. vatn og gufu.
Ljóst er að orkuinnihald vökva í þessu ástandi er firnahátt, en óljóst er hvort tekst að nýta það með hagkvæmum hætti. Til að átta sig á því hvert orkuinnihaldið er hefur verið nefnt að því megi helst jafna við orku í jafnþyngd af dýnamíti. Grundvallarspurningin er hvort vinna megi margfalt meiri orku úr háhitasvæðum en unnt er með hefðbundinni tækni. Með djúpvinnslu má væntanlega auka líftíma jarðhitakerfanna, draga úr umhverfisáhrifum, auka nýtni vinnslunnar umtalsvert og jafnvel vinna verðmæt steinefni og málma úr djúpvökvanum. Áhersla verður lögð á heildstæða vinnslu auðlindanna sem þýðir að fléttað verður saman framleiðslu á raforku, framleiðslu á varmaorku fyrir iðnað, lífrænni og ólífrænni efnavinnslu og skipulagðri fræðslu og ferðamennsku. Verkefnið er ekki einvörðungu áhugavert fyrir Ísland, heldur einnig í alþjóðlegu tilliti þar sem líklega má yfirfæra reynsluna héðan á háhitasvæði vítt og breytt um heiminn bæði á landi og á hafsbotni.
Talið hefur verið að Ísland henti vel til slíkra rannsókna þar sem landið er staðsett á miðju rekbelti jarðskorpuplatna á úthafshrygg. Hér er bæði hægt að skoða háhitakerfi sem flytja varmaorku til yfirborðs með missöltu sjávarættuðu vatni eins og á Reykjanesi og með tiltölulega fersku úrkomuvatni eins og á Hengilssvæðinu og á Kröflusvæðinu.
Til þessa hafa Hitaveita Suðurnesja hf., Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur staðið að þessu verkefni með ráðgjöf frá Rannsóknasviði Orkustofnunar. Leitað hefur verið eftir alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir aðrar en nýtingarrannsóknir og hefur miðað vel í þeim efnum. Ef áætlanir um verkefnið ganga eftir má búast við að ýmsum undirbúningi, svo sem hagkvæmniathugunum og umhverfismati, verði lokið á næstu tveimur árum þannig að boranir geti hafist árið 2004.
Á ársfundi Orkustofnunar 2003, sem haldinn var 20. mars, kom fram að margfalda mætti nýtingu úr háhitasvæðum Íslands með djúpborunum. Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur, fjallaði um efnið:
“Undanfarin tvö ár hafa þrjár stærstu orkuveitur landsins, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, staðið að forathugun á því hvort orkuöflun úr háþrýstum 5 km djúpum borholum, 400-600°C heitum, geti verið álitlegur virkjanakostur. Athugunin hefur tekið til jarðvísindalegra og verkfræðilegra þátta. Ein grundvallarspurningin hefur snúist um það hvort yfirleitt sé hægt að bora holu sem þolir svo háann hita og þrýsting. Önnur spurning hefur snúist um það hvernig
skynsamlegast gæti verið að meðhöndla borholuvökvann meðan á prófunum stendur.
Þriðja spurningin hefur svo snúist um það að velja bestu borholustæðin fyrir fyrstu djúpu holurnar. Vegna mikils kostnaðar við djúpar borholur þarf að kappkosta að
fyrstu borholurnar heppnist vel og svari því hvort háhitavökvi í yfirkrítísku ástandi sé hagkvæmur og hugsanlega betri virkjunarkostur en sá hefðbundni. Þar skiptir höfuðmáli að virkjun yfirkrítísks vökva standist samkeppni við aðra virkjunarkosti. Kostnaður við borun fyrstu 5 km djúpu borholunnar og tilrauna á henni verður þó óhjákvæmilega hærri en kostnaður við borun vinnsluholna síðar meir. Forhönnunarskýrslunni var skilað til orkuveitnanna í byrjun febrúar 2003.

Aðdragandi
Forsögu málsins má rekja til greinar sem birtist á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Japan árið 2000. Þar var kynnt hugmynd um borun 4-5 km djúprar borholu eftir jarðhitavatni í svokölluðum yfirmarksham (eða yfirkrítískum ham) og verkefnið kallað Iceland Deep Drilling Project (IDDP). Reykjanes, Nesjavellir og Krafla voru nefnd til sögunnar sem hugsanleg borsvæði. Boðið var upp á alþjóðlegt samstarf um málið.
Hugmyndin hlaut góðar viðtökur enda eru Íslendingar ekki einir um að renna hýru auga til eiginleika vatns í yfirkrítískum ham. Orkufyrirtækin, ásamt Orkustofnun, höfðu í byrjun sama árs sett á fót samstarfsnefndina Djúprýni (DeepVision) sem stýrir verkefninu. Í byrjun árs 2001 ákváðu orkufyrirtækin síðan að ráðast í hagkvæmniathugunina og verja til þess um 30 Mkr, sem síðar var aukið um 15 m.kr. Sérfræðingar frá veitufyrirtækjunum sjálfum, Rannsóknasviði Orkustofnunar, verkfræðistofunni VGK hf., Raunvísindastofnun Háskólans og Jarðborunum hf. hafa starfað að athuguninni. Um mitt ár 2001 var jaframt komið á fót ráðgjafahóp íslenskra og erlendra
sérfræðinga (SAGA-hópurinn), eftir að styrkur hafði fengist frá International Continental Scientific Drilling Program (ICDP). Ísland gerðist aðili að ICDP sama ár og kostar Rannsóknarráð Íslands aðildina. Með tilstyrk ICDP hafa þrír fjölþjóðlegir
vinnufundir verið haldnir hér á landi, með alls um 160 þátttakendum. Fyrsti fundurinn var haldinn í júní 2001 og markaði sá fundur upphaf alþjóðlegs samstarfs um íslenska
djúpborunarverkefnið (IDDP). Haldinn var sérstakur bortæknifundur á Nesjavöllum í mars 2002, og jarðvísindafundur um hálfu ári síðar eftir að viðbótarstyrkur hafði fengist frá ICDP. Samtals nema styrkir frá ICDP um 10 m.kr. Á þeim fundi kynntu
fjölmargir erlendir sérfræðingar rannsóknartillögur og lýstu áhuga sínum til þátttöku í djúpborunarverkefninu. Þátttaka erlendu sérfræðinganna og SAGA hópsins, og þátttaka innlendu ráðgjafanna á umræddum vinnufundum, hefur að mestu leyti verið orkufyrirtækjunum að kostnaðarlausu. Metinn heildarkostnaður fram til þessa er vel yfir 100 milljónir Ikr, þar af hefur um helmingur farið í hagkvæmniathugunina.
Iðnaðarráðuneytið hefur sýnt verkefninu áhuga og velvild.

Framtíðarsýn
Djúpborunin er hafin á Reykjanesi. Einn til tveir áratugir gætu hins vegar liðið áður en endanlegt svar fæst við því hvort hagkvæmt sé að nýta háhitann í yfirkrítísku ástandi. Reynist svarið jákvætt er ljóst að nýtanlegur orkuforði þjóðar-
innar myndi stóraukast og ávinningur fyrir þjóðarbúið gæti orðið umtalsverður. Áleitin spurning er hvort margfalda megi nýtingu úr vinnslusvæðunum, t.d. 3-5 sinnum? Í dag er verið að vinna um 100 MWe úr hverju svæði. Ekki er vitað hvað háhitasvæðin geta staðið undir mikilli vinnslu og því verður ekki svarað í bráð. Með djúpborunarverkefninu er horft til hugsanlegs orkugjafa framtíðar. Ein vel heppnuð borhola gæti þó í einni svipan fleytt okkur ártugi fram á við í orkuvinnslutækni við nýtingu háhitasvæða. Vel heppnuð tilraun hér myndi að sama skapi gagnast alþjóða samfélaginu við nýtingu háhitasvæða vítt og breitt um heiminn.

Bortækni og kostnaður
Ósk um að tekin verði samfelldur borkjarni frá 2,4 til 5 km í IDDP borholunni, í tveimur áföngum, hefur komið fram á öllum alþjóðlegu fundunum í tengslum við IDDP. Með borkjörnum er unnt að afla ganga sem varpa skýru ljósi á það hvernig
varmaskipti milli hitagjafa og jarðhitavatns eiga sér stað í náttúrunni, og tengja þær vinnslutæknirannsóknum á jarðhitavökvanum. Borkjarnataka hleypir hins vegar upp
borkostnaði umfram venjulega hjólakrónuborun. Í ljós hefur komið að kostnaður með venjulegri boraðferð í 5 km dýpi er um 3 sinnum hærri en borun venjulegrar 2 km háhitaholu. Þá tvo kosti þarf að bera saman við ávinning af djúpum holum. Kjarnataka hleypir hins vegar kostnaði upp eins og fyrr segir, og því er ekki óeðlilegt að margir hagsmunaaðilar sameinist um tilraun af þessu tagi. Þekkingaraukinn verður allra en holan gagnast þeim best er svæðið virkjar. Borun holu með kjarnatöku frá 2,4 km í 3,5 km og síðan áfram, eftir rýmingu og fóðringu, frá 3,5 km niður í 5 km dýpi tekur um 8 mánuði. Borun venjulegrar háhitaholu niður í 5 km dýpi myndi hins vegar taka um 5 mánuði. Borun venjulegrar holur niður í 2-2,5 km tekur um 2 mánuði. Áætlaður kostnaður við holu með tvöfaldri kjarnatöku er 13-14 milljónir dollara, en venjulegrar vinnsluholu í 5 km um 8-9 milljón dollara. Kostnaður við venjulega háhitaholu í 2,5
km dýpi er um 3 milljónir dollara.

Ávinningur
Í forhönnunarskýrslunni er lagt mat á hugsanlegan ávinning orkuvinnslu úr yfirkrítískum vökva, og er þar reiknað með að nota þurfi varmaskipta. Niðurstaðan bendir til að ávinningur geti orðið allt að tífaldur við hagstæð skilyrði. Raforkuframleiðsla úr háhitaholum á Íslandi er að meðaltali um 4-5 MWe á holu. Ein djúp hola gæti þannig jafnast á við allt að 10 meðalholur, svo dæmi sé tekið. Slíkan ávinning þarf að bera saman við þrefaldan borkostnað.

Óvissa ríkir um áhrif efnasamsetningar á vinnslueiginleika vökvans. Vitað er að uppleysanleiki steinefna eykst með hækkandi hita og þrýstingi og því er hugsanlegt að yfirkrítískur vökvi geti reynst efnaríkur og erfiður í vinnslu? Flestir eru þó sammála um það að íslensku ferskvatnskerfin séu líklegri til að hafa hagstæðri vinnslueiginleika en önnur háhitakerfi, sem flest eru sölt og sum hver margfalt saltari en sjór. Skilyrði á Íslandi til að kanna vinnslueiginleika náttúrlegs jarðhita í yfirkrítísku ástandi eru því óvenju hagstæð. Þökk sé mikilli úrkomu og vel lekum jarðhitakerfum í rekbeltunum. Að auki finnast hér bæði ísölt og sölt háhitakerfi á Reykjanesskaga, sem kjörin eru til djúpborana og ýmiskonar vinnslutilrauna. Hagstæð skilyrði ættu að vera Íslendingum frekari hvatning til dáða.
Djúpborunarverkefnið hefur í för með sér margvíslegan óbeinan ávinning. Stærsti óbeini ávinningurinn felst í því að komast að hvort dýptarbilið milli 2 og 4 km dýpis sé vinnsluhæft til hefðbundinnar orkuframleiðslu. Hingað til hafa háhitasvæðin
einungis verið nýtt niður á um 2 km dýpi og ekki er vitað hversu mikill orkuforði er í berginu á næstu 2 km þar fyrir neðan. Líklegt er að svæðin séu nýtanleg með hefðbundnum hætti niður á 3–4 km dýpi. IDDP borholur verða fóðraðar af niður á 3,5-4 km dýpi. Ef vitað væri um góða vatnsæð utan við steyptu fóðringuna, þá er bortæknilega auðvelt að skábora út úr fóðringunni og einfaldlega sækja vatnsæðina.
Loks mætti nota IDDP holu til niðurdælingatilrauna. Tiltölulega köldu vatni yrði þá dælt niður í heitt berg neðan 4 km dýpis í þeim tilgangi að brjóta það upp og auka við lekt og vatnsforða í viðkomandi svæði. Varminn yrði síðan nýttur í grynnri háhitaholum þar ofan við. Mikilvægt er að orkuframleiðendur átti sig á ávinningi af þessu tagi þegar fjárhagslegt áhættumat er lagt á IDDP djúpborun. Góðar líkur eru á að verulegur hluti fjárfestingar í djúpum borholum myndi nýtast viðkomandi
orkuveitu, hvernig sem á málið er litið.

Vinnslutækni
Í því skyni að forðast vandamál vegna hugsanlegra útfellinga eða tæringarhættu meðan á IDDP vinnslutilraunum stendur, hefur verið hönnuð sérstök pípulögn eða tilraunarör niður í holuna, um 3,5 km langt. Rörið á að vera hægt að taka upp úr holunni eftir þörfum og í því eiga að vera hita og þrýstiskynjarar og útfellingaplötur af ýmsu tagi, sem skoða má nákvæmlega meðan á tilraununum stendur. Eftir upptekt má setja rörið niður aftur, eða nýtt í stað þess gamla og þannig koll af kolli þar til tilraunum lýkur. Að tilraunum loknum á fóðraði hluti borholunnar að vera jafngóður og í upphafi og tilbúinn til vinnslu. Að líkindum myndum menn kjósa að rýma vinnsluhluta holunar út áður en holan færi í vinnslu, en vinnslunni yrði síðan hagað í samræmi við niðurstöðu tilraunarinnar. Vökvinn sem til stendur að vinna er
einfaldlega yfirhituð háþrýst gufa sem ætti að vera skraufþurr, ef gufan blandast ekki við kaldara vatnskerfi ofar í holunni, eða kólnar ekki of mikið á leiðinni upp á yfirborð. Holan er fóðruð mjög djúpt til að koma í veg fyrir slíka blöndun. Áætlað er að vinnslutilraun taki nokkra mánuði og kosti um 5-6 milljón dollara.

Staðsetning borholna
Að mörgu hefur þurft að hyggja varðandi staðsetningu á IDDP borholum. Fjögur til fimm álitleg svæði fyrir borteiga hafa þó verið valin á virkjanasvæðunum á Nesjavöllum, í Kröflu og á Reykjanesi. Þeim var forgangsraðað í sömu röð.
Mikilvægt er að fyrsta holan sé boruð þar sem líklegast er að holan skili tilætluðum árangri og þar sem auðveldast er talið að fást við jarðhitavökvann. Uppstreymissvæðin rétt austan við Kýrdalssprunguna á Nesjavöllum, í Hveragili í Kröflu, og í miðju
Reykjaneskerfinu, eru öll álitin vænleg til árangurs. Orkuveiturnar þurfa að heimila borun á eigin svæðum áður en lengra er haldið. Yfirstandandi virkjunaráform orkufyrirtækjanna kunna að hafa áhrif á þá ákvörðun, svo og umhverfimál og fleira.
Hár borkostnaður varð til þess að nýr valkostur um djúpboranir var talsvert ræddur á ráðstefnunni í október og skoðaður nánar í framhaldi af því. Hann var um borun einskonar æfingaholu (pilot hole), þar sem einhver gömul hola yrði einfaldlega dýpkuð með kjarnabor. Hola KJ-18 í Kröflu var m.a. nefnd til sögunnar, en hún er ófóðruð niður í 2,2 km dýpi. Byrjað yrði á því að fóðra holuna niður í botn og kjarnabora síðan niður í allt að 4 km dýpi. Borun æfingaholu hefur marga góða kosti í för með sér og veitir
mjög mikilvægar upplýsingar, en kemur þó ekki í staðinn fyrir “fullvaxna” djúpborunarholu.

Á ráðstefnu Orkustofnunar þann 17. apríl árið 2004 flutti iðnðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, erindi um nýja möguleika til orkuöflunar. Hún sagði m.a.: “Öll umræða um orkumál í heiminum í dag snýst eins og kunnugt er um sjálfbæra orkuvinnslu og nýtingu og krafa er um að allar þjóðir kanni möguleika sína á endurnýjanlegri orku.
Um þessar mundir höfum við horfst í augu við mikla hækkun á olíu á heimsmarkaði, sem margir sérfræðingar telja að geti orðið varanleg um lengri tíma. Við Íslendingar búum góðu heilli svo vel að hafa aðlagað okkur að þessum aðstæðum fyrir 20-30 árum þegar sérstakt átak var gert hér á landi við að draga úr olíunotkun landsmanna með því að auka hlut hitaveitna og raforku þar sem því var við komið. Árangurinn er alþekktur, húshitun landsmanna með þessum orkugjöfum er um 99% og raforkuframleiðsla okkar byggist alfarið á þeim. Segja má að allar innfluttar olíuvörur fari til samgangna og skipaflota landsmanna og við eigum ekki möguleika á að draga úr notkun þeirra nema með aukinni tækniþróun við að nýta endurnýjanlega orku til samgöngutækja og skipaflotans.
Enn sem komið er eru nýir endurnýjanlegir orkugjafar erlendis ósamkeppnisfærir við hefðbundna orkugjafa, t.d. jarðgas og kjarnorku. Einna mest hefur þróunin orðið í virkjun vindorku í Vestur-Evrópu, aðallega í Þýskalandi og Danmörku. Verð frá þessum orkuverum er þó enn ríflega tvöfalt hærra en við þekkjum til hér á landi, en það fer hægt lækkandi.
Rannsóknir á nýjum orkugjöfum hér á landi eru eðlilega skemur á veg komnar en víða erlendis. Skýringin er vitaskuld sú að við höfum einbeitt okkur að rannsóknum jarðhita og vatnsafli, sem við eigum góðu heilli enn gnægð af. Hugmyndir manna um lífræna orkuframleiðslu í Evrópu hafa ekki staðist á undanförnum árum, en þar hafa hins vegar önnur lönd eins og Brasilía verið í farabroddi við að framleiða ethanol sem eldsneyti á bifreiðar. Íslenska lífmassafélagið hefur undirbúið á síðustu árum nýtingu ethanols sem orkugjafa hér á landi, sem verður forvitnilegt að fylgjast frekar með. Rannsóknir hafa einnig verið gerðar hér á landi á því hvort unnt væri að framleiða etanol eða metanol með rafgreindu vetni sem blandað væri saman við kolefnissambönd frá Járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði, en það virðist enn sem komið er of dýr kostur til eldsneytisframleiðslu miðað við hefðbundið olíueldsneyti.
Á sviði jarðhitaleitar og vinnslu fleygir tækninni fram eins og á flestum öðrum sviðum. Okkur hefur í síauknum mæli tekist á farsælana hátt að virkja jarðhitann til hitunar og raforkuframleiðslu. Sífellt færri svæði landsins teljast nú vera „köld“ svæði þar sem ekki hefur tekist að finna heitt vatn. Leit á slíkum svæðum er hins vegar mun dýrari en hefðbundin jarðhitaleit á heitari svæðum og þarf að öðru jöfnu að leggja í langtum meiri kostnað við þær rannsóknarboranir. Þó svo að vel hafi tekist til um það átaksverkefni um jarðhitaleit á köldum svæðum, sem staðið hefur yfir frá árinu 1998, hefur skort fjárhagslegan grundvöll fyrir því að skipulega væri unnt að standa að rannsóknum á þessu sviði.
Nefna má nokkra aðra nýja möguleika til orkuöflunar. Í annan stað vil ég nefna djúpborunarverkefnið, ekki er hægt annað en að minnast á það þegar rætt er um nýja möguleika til orkuöflunar hér á landi til framtíðar. Hér er um að ræða rannsóknarverkefni á alþjóðamælikvarða sem kosta mun hundruð milljóna í upphafi og milljarða er yfir lýkur. Djúpborun er tilraunaverkefni að því markmiði að nýta háhitasvæði okkar mun betur en hingað til hefur verið gert og bora tilraunaholu niður að rótum jarðhitauppsprettunnar á 4-5 þús. metra dýpi. Líkur benda til að með djúpborun verði unnt að margfalda orkugetu ákveðinna háhitavæða sem ligga nærri Atlantshafshryggnum. Þetta er hins vegar langtíma rannsóknarverkefni sem erlendir aðilar munu vinna að í samstarfi orkufyrirtækja og stjórnvalda hér á landi, enda geta slíkar rannsóknir skipt sköpum varðandi möguleika á orkuvinnslu á næstu áratugum.
Í þriðja lagi vil ég nefna orkunýtni. Bæði orkusparnaður og orkunýtni eru lykilorð í umræðu um orkumál meðal almennings erlendis vegna þess hve orkuverð þar er hátt. Hér hugsum við lítið um þetta enda er ekki lögð nein rækt við það af seljendum orkunnar að spara hana. Við höfum hafið og munum enn auka framleiðslu raforku með jarðvarmavirkjunum sem aðeins nýta 11-12% af orkunni, en 85-90% af virkjaðri orku er kastað út í umhverfið. Bætt nýting orkunnar er því eitt form af orkuöflun..
Eins og ég hef rætt um er efni þessa fundar hvergi nærri tæmt með þeirri dagskrá er fyrir liggur. Okkar bíða því fleiri fundir sem fjalla munu um nýja orkuöflunarmöguleika. Ég vonast til þess að fundurinn verði til þess að við höldum áfram að hugsa og horfa fram á veginn til nýrra tækifæra í orkusamfélagi framtíðarinnar.”

Seltún

Hverasvæðið við Seltún í Krýsuvík er einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn hér á landi – og ekki af ástæðulausu.
Óvíða á landinu er litadýrðin meiri á háhitasvæðum en einmitt þarna; margir hverir, Til Seltúnsbæði leir- og gufuhverir. Upplýsingaskilti er (árið 2009) við bílastæðið, en það er lítið meira en lýti á einstakri náttúrperlu. Upplýsingarnar segja í rauninni ekkert um hverasvæðið og nágrenni þess, myndun jarðhitans, tilurð hans og birtingarform. Með hóflegri gagnrýni má þó segja að upplýsingamiðlun á Seltúnssvæðinu sé stórlega vanrækt. Á staðnum kemur fram að hverasvæðið er á einum háhitasveimi af fimm á Reykjanesskaganum (but who cares). Margvísleg brennisteinssambönd eru í hverunum og gufunni, en allt hjálpast það að því að gera jarðveginn ófrjóan. Töluverð brennisteinsútfelling er frá hverunum á svæðinu, en þrýstingsmyndunun hefur gefið því einstaka litadýrð (og það er það sem skiptir máli, þ.e. það sem stendur auganu næst).
LeifarJarðhitarannsóknir fóru fram á Seltúnssvæðinu á fimmta ártatug síðustu aldar. Í Sögu Hafnarfjarðar kemur fram að „enginn vafli leikur á því að langverðmætustu hlunnindin í Krýsuvík er hitinn, sem þar er í jörðu. Á árunum 1935 og 1936 athugaði svissneskur prófessor, sem hét Sonder, stóra gufuhverinn [Austurengjahver/Stórahver] í Krýsuvík, og reyndist hann vera 116° heitur á yfirborðinu. Prófessorinn taldi, að í hvernum væri ekki yfirborðsvatn, heldur gufa úr iðrum jarðar, þannig að unnt ætti að vera að auka vatnsmagnið og hitastigið með borunum. Hann lagði til, að hitastigið yrði aukið upp í 150-160°heita gufu og vatnið í Kleifarvatni hitað upp með henni og það síðan leitt þaðan 13-140° heitt til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Ekki varð úr þessum framkvæmdum.

Í Seltúni

Nú beindust augu ráðamanna Hafnarfjarðar að þeim möguleika að hagnýta jarðhitann í Krýsuvík til raforkuframleiðlsu. Tilraunaboranir í því skyni hófust árið 1941 og í árslok 1951 lauk þessum þætti í sögu Krýsuvíkur án þess að bera tilætlaðan árangur. Eftir standa borholustæðin, utan eins, sem sprakk í loft upp.
Fimmtudaginn 25. október 1999 varð mikil gufusprenging á hverasvæðinu við Seltún. Svartur gufubólstur steig til himins og stór gígur myndaðist þar sem sprengingin hafði orðið. Grjót og drulla dreifðust fleiri hundruð metra frá gígnum. Kaffiskúr sem stóð í um 100 metra fjarlægð frá gígnum eyðilagðist í sprengingunni, rúður brotnuðu og stór steinn féll niður í gegnum þakið á skúrnum. Gígurinn mældist um 43 metrar í þvermáli en drullan dreifðist 700 metra til norðurs frá holunni.

Leifar

Ástæðu sprengingarinnar má rekja til rannsóknarholunnar sem Rafveita Hafnarfjarðar lét bora árið 1949. Þegar borað hafði verið niður á 229 metra dýpi þeyttist bormeitillinn og borvírinn upp úr holunni. Þá var lokað fyrir holuna en haldið var áfram að mæla afl og afköst holunnar. Gufan úr rannsóknarholunni var talin nægja til 3 MW raforkuframleiðslu en raforkuvinnslan varð aldrei að veruleika. Holan hefur blásið líkt og hver upp í gegnum steypta pallinn í kringum holuna síðustu 20 árin. Í október 1999 var talið að holan hefði sofnað en líklegra er að hún hafi stíflast af útfellingum. Töluverður þrýstingur hefur þá byggst upp og er talið að þrýstingurinn hafi náð 10-20 bör. Eftir sprenginguna hætti öll gufuvirkni í gígnum en ekki er ólíklegt að virknin komi upp á nýjan leik seinna meir.

Á Seltúnssvæðinu

Barth (1950) segir að einn hveranna þar hafi gosið 3-4 metra háum gosum af leirkenndu vatni árið 1936. Hann segir flesta hverina vera súra með pH gildi um 4.  Þó séu þar einhverjir basískir hverir sem streyma út í lækinn sem rennur út í Kleifarvatn.
Austurengjahver, áður nefndur Nýihver, er syðstur svokallaðra Austurengjahvera. Sonder (1941) mældi 118°C í hvernum sem fyrr sagði, sem á þeim tíma var gufuhver en telst í dag vatnshver (Barth 1950). Austurengjahver er talin hafa myndast í jarðskjálftum árið 1924. Rennsli er ekki mikið frá hvernum og mest gufa sem stígur upp frá honum. Aðrir þekktir hverir við Seltún er Pínir og Svunta. Pínir var öflugur gufuhver þar til fyrir nokkrum árum síðan að hann breyttist í hitaskellu. Hann var hægra megin þar sem fyrst er gengið inn á hverasvæðið frá bílastæðinu. Svunta er ofar í gilinu, skammt norðan við tréhringpall.

Leifar

J. Wright, einn leiðangursmanna í Íslandsleiðangri Stanleys árið 1789, segir þetta um hverina í Krýsuvík: „Við komum að hverunum kl. 7. Í fimm eða sex þeirra var dökkblár grautur mismunandi þykkur, og spýttu þeir honum upp í verulega hæð. Hinn stærsti þeirra er ein hin ljótasta og ægilegasta sjón, sem maður fær augum litið. Þetta er stór, ef til vill botnlaus ketill meira en 30 feta langur og 20 feta breiður, bókstaflega barmafullur af sjóðandi brennisteini, sem kastast upp í 10-12 feta hæð við suðuna. Auk þess hávaða, sem suðan veldur, heyrðist annað hljóð, sem virtist koma neðan úr jörðinni, líkast þungum fossnið. Það eykur á óhugnað þessa staðar, að geysilegir hvítir gufumekkir streyma sífellt fram og líkt og veltast yfir klettana sem liggja að baki og allir eru tættir í sundur. Eins og við hverina, sem við skoðuðum í gær, er hér gnótt af hreinum, kristölluðum brennisteini.“

Seltúnshverasvæðið

Trépallar og -stígar hafa verið lagðir um Seltúnshverasvæði fyrir ferðamenn. Þar sem svæðið er í raun miklu mun stærra en gefið er í skyn þyrfti að lengja stígana, bæði upp fyrir hæðirnar, inn fyrir Seltúnshöfða og niður með hverasvæðinu norðan við Hnakk þar sem hægt væri að tengja það Svuntuhverasvæðinu. Með því yrði ferðamönnum sköpuð ný sýn á hverasvæðið í heild sinni og nýting þess sem slík myndi margfaldast því fallegasti og tilkomumesti hluti þess er einmitt norðan við Hnakk (nú utan seilingar). (Sjá meira um ofanvert Seltúnssvæðið HÉR).
Sjá einnig efni um brennisteinsvinnslu í Krýsuvík HÉR. Og fleiri myndir af Seltúnssvæðinu HÉR.
Sjá MYNDIR.

Heimildir m.a.:
-Barth, Tom. F. W., 1950: Volcanic Geology: Hot Springs and Geysers of Iceland. Washington, Carnegie Institution of Washington, 174 bls.
-Björn Hróarsson og Sigurður Sveinn Jónsson, 1991: Hverir á Íslandi. Reykjavík, Mál og menning, 160 bls.
-Íslandsleiðangur Stanleys 1789: Ferðabók, 1979. Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenskaði, Örn og Örlygur, 352 bls.
-Vefur orkustofnunar: www.os.is/krysuvik/
-Saga Hafnarfjarðar II, bls. 35 -54

Seltún

Hverasvæðið við Seltún.

Krosssel

Í Jarðabók ÁM og PV 1703 er, auk selja frá Reykjum og Vorsabæ, getið um selstöður frá Völlum og Krossi, hvorutveggja hjáleigur frá Reykjum.
MulagataÍ Jarðabókinni segir um selstöðu frá Völlum: „Selstaða er í betra lagi til fjalls í Reykjalandi, en hefur í nokkur ár ei brúkast“.
Um selstöðuna frá Krossi segir: „Selstaða hefur brúkuð verið í heimajarðarinnar landi, er enn nú til gagnleg, þó ei hafi í nokkur ár brúkast“.
Örnefni eru til upp undir fjalli, Múlanum, beint upp af bæjunum,s.s.
Kross-stekkatún, Kross-stekkur, Vallaá, Vallagil og Stekkhóll (Stekkjahóll / Stekkshóll). Um og neðan undir hólunum, sem eru þrír, lá Múlagatan og sést hún enn greinilega. Eftirfarandi upplýsingar um Múlagötu eru fengnar úr gögnum frá Birni Pálssyni skjalaverði
á Hérðasskjalasafni Árnesinga. „Múlagata er forn leið sem fer af götunni milli Sogns og Reykja í Múla-kvos. Gatan er í austurjaðri Eystri-Múla, um 25-30 m frá merkjum. Gatan krækir fyrir suðurenda Eystri-Múla, aðeins til norðurs yfir Vallagil. Líklega hefur verið ein aðalgatan en einnig eru merki um aðra götu. Gatan er greinileg skömmu áður en komið er nyrst á Stekkjahól og þaðan að Miðhól en nyrst í honum er hún grópuð í móbergið. Liggur niður með vesturjaðri Miðhóls og hefur mætt, neðan hans, götu frá Klifinu til Torfeyrar.“

Stekkholl-1

Í örnefnaskrá er einnig minnst á þessar götur en auk þess er minnst á stekk við Kross-Stekkatún og Grænutættur sem er þýfður mót vestan Kliflækjar. Múlagata liggur að miklu leyti í votu graslendi og víða eru 3-4 samhliða rásir á henni. Á völlunum suður af Vallagili, á Kross-stekkatúni, eru aflangar þústir er gætu verið leifar mannvirkja. Líklegt má telja að annað hvort báðar eða önnur hafi að geyma leifar fornrar selstöðu frá Völlum. Ekki vottar fyrir veggjum eða öðru í þústunum. Sunnan Eystri-Múla er Vallagil og Kross-stekkjatún, sem fyrr sagði. „Í gilinu austanverðu er stekkjartóft. Vestan tóftarinnar er lækur en austan hennar klettur. Tóftin er ferhyrnd, hlaðin úr grjóti. Hún er 4,6m x 5,5m að stærð og liggur N-S. Gras hefur gróið yfir hana en þó sést víða í steina í hleðslunni sem er um 50 – 70 cm há. Dyr hafa verið í suðausturhorni. Garðlag gengur norður úr tóftinni. Garðlagið er 4,2 m á lengd og 0,4m á breidd. Vegghæð um 20-40 cm. Það er einnig hlaðið úr grjóti og nú vaxið grasi.“
Þegar framangreindar tóftir voru skoðaðar má krosssel-2telja líklegast að þarna hafi Krossselstaðan verið. „Stekkurinn“ hefur í raun verið síðasta selshúsið í selstöðunni, þ.e. skjól fyrir selsmatseljuna, og „garðlagið“ aftan hennar hefur greinilega verið stekkur, sem tóftin dregur nú nafn sitt af. Um er að æða óvenjulegt sel á Reykjanesskaganum að því leyti að einungis er um eitt viðverurými að ræða en ekki þrjú eins og venja er. Skýringin getur auðveldlega verið sú að svo stutt er heim til bæjar, einugis um stundarfjórðungs gangur, að óþarfi hafi verið að byggja fullgilt sel á staðnum, enda er selstaðan bæði með afbrigðum skjólsæl fyrir rigningaráttinni þar sem hún kúrir undir klettunum og gnægt vatn hefur verið að fá úr læknum. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin er ofan af klettunum má vel sjá stekkkinn og litla tóftina við enda hans vinstra megin. Mun líklegra er að þarna hafi verið selstaða frá Krossi, enda gefur örnefnið „Kross-stekkur“ tilefni til að ætla að svo hafi verið, þrátt fyrir að hún liggi við Vallaá (reyndar austan við hana).

Vallasel-2

Vallsel – uppdráttur ÓSÁ.

Á þýfðum grasbala rétt suðaustan við Múlagötu þar sem hún liggur austan við suðurenda Eystri-Múla er tóft. Tóftin er 8,3m x 5,7m að stærð og liggur NA-SV. Hún er með tvö hólf og inngangur á suðurhlið. Tóftin er á kafi í grasi en þó sést móta ágætlega fyrir veggjum hennar og formi enda vegghæð mest um 0,6 m.“ Þarna hefur líklega verið stekkur fyrrum frá eldri seltóftunum á Kross-stekkatúni, sem fyrr er getið.
Skammt vestar er Stekkhóll. Á honum eru leifar stekks undir brotabergskletti (allir klettar í hólunum eru sambland af móbergi og brotabergi). Af ummerkjum að dæma gæti efri hluti hans hafa þjónað sama hlutverki og tóftin í Krossseli, þ.e. verið skjól fyrir selsmatsseljuna. Ástæðulaust hefur verið að að byggja þarna fullgilt sel því vegalengdin frá því heim að bæ er sú sama og frá Krossseli. Líklegt má telja að selsmatsseljan hafi ekki hafst við í selstöðunni nema yfir dagmálstímann, en smalinn haft aðstöðu þar um náttmál. Vatn er stutt að sækja í Vallaána. Miðað við heilleika Krosssselsins má ætla að selstaðan hafi ekki lagst af fyrr en um aldamótin 1900 og þá hafa áður verið samnýtt með Völlum um nokkurn tíma.
Gengið var um svæðið til að gaumgæfa hvort þar kynnu að leynast fleiri minjar, en svo reyndist ekki vera. Í leiðinni voru skoðaðar minjar Reykjahjáleigunnar vestar undir Reykjafellinu. Hún fór í eyði skömmu fyrir miðja síðustu öld, enda ber hún þess öll merki.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.


Heimild:
-Kristinn Magnússon – Rammaáætlun, fornleifaskráning 2008.
-Þórður Ögmundur Jóhannsson. Reykjatorfa. Örnefnaskrá. Örnefnastofnun.

Krosssel

Krosssel.

Saurbær

Ofan við Saurbæ á Kjalarnesi eru tóftir undir holti. Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir: „Efstu ásarnir upp af bæ heita Fjárhúsásar. Svo eru klettaásar og sund á milli þeirra. Næstur suður af Skarðásum í sömu hæðarröð, í miðjum ásum er Réttarás. Utan hans nokkuð í líkri hæð Saurbær 3 heitir Torfás, og þar aðeins utar er Móás, en hann stefnir ekki alveg eins. Enn sunnar en heldur ofar er einn ás, Fjárhúsás….“. Ari minnist ekki á Saurbæjarréttina í sinni skrá.

Saurbæjarrétt

Saurbæjarrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnalýsingunni (Ö.S.1) segir: „„Næstur suður af Skarðsásum í sömu hæðarröð, í miðjum ásum er Réttarás.“
Þegar tóftirnar undir Réttarási eru skoðaðar kemur í ljós grjóthlaðin þvíhólfa rétt, gróin að hluta. Garðarnir eru greinilegir í annars háu grasi.
Undir Réttarási eru rústir Saurbæjarréttar.

Saurbær

Hestaréttarásrétt – loftmynd.

Í aths. O[dds] J[ónssonar] við Saurbæ segir hann, sem viðbót við fyrri skráningar: „Hestaréttarás er einn af Ásum, endaásinn næst Skarði [Tíðarskarði]. Norðaustan undir ásnum er einföld grjóthlaðin rétt.“
Þegar Hestaréttarás var skoðaður kom í ljós grjóthlaðin einföld ferhyrnd rétt norðaustan undir Ásnum.

Heimildir
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Saurbæ. (Ö.S.1).
-Athugasemdir O.J. við örnefnalýsingu Saurbæjar.

Saurbær

Saurbæjarrétt.