Kastið

Minningarskilti var afhjúpað við Grindavíkurveginn þann 03. maí 2013 um þá er fórust er sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ rakst á Kastið í Fagradalsfjalli þann 3. maí 1943. Staðsetningin er reyndar svolítið skrýtin og nánast í engum tengslum við vettvang atburðarins. Í slysinu fórust 14 manns. Þegar textinn (án þess að stafavillur séu teknar með) á skiltinu er skoðaður má sjá eftirfarandi:
kastid-221B-24 Liberator-sprengjuflugvélin Hot Stuff – Sigursaga og örlagarík endalok.
Bandaríska B-24 sprengjuflugvélin Hot Stuff og áhöfn hennar var fyrsta flugvél 8. flughersins sem lauk 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Áhöfnin fékk fyrirmæli um að snúa flugvélinni heim til Bandaríkjanna vorið 1943 þar sem fara skyldi sýningarför um landið í fjáröflunarskyni fyrir Bandarríkjaher.
Yfirhershöfðingi Bandarríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, sem boðaður var til skrafs og ráðagerða í Washington, óksðai eftir vþi við vin sin Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprengjuflugdeildar, að fá far með Robert „Shine“ Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff en Andrews var einnig kunnugur Shannon.

kastid-223

Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni. Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar; nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Meþódistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprengjuflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar. Hot Stuff lagði upp frá Bovingtonflugvelli í Englandi að morgni 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwik í Skotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf.
Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar kom upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og sundraðist.
Við slysið fórust aAndrews-221llir um borð nema vélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en lá fastklemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið.
Frank M. Andrews hershöfðingi fæddist 3. febrúar 1884 í Nashville í Tennessee. Hann hóf nám í háskóla Bandaríkjahers. West Point árið 1902 og brautskráðist árið 1906. Hann starfaði í flugdeild Bandaríkjahers í fyrri heimstyrjöldinni og árið 1935 skipaði Douglas MacArthur yfirhershöfðingi hann til þess að gegna starfi yfirmanns nýrrar aðgerðardeildar flughersins.
Andrews var ötull talsmaður þess að bandaríksi flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsheild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Andrews var ákafur hvatamaður aðs míði sprengjuflugvéla og eggjaði stjórnvöld til að kaupa á fjölda nýrra sprengjuflugvéla af gerðinni B-17 „Fljúgandi virki“ en hlaut ekki stuðning yfirstjórnar hersins. Framsýni hans sannaðist þegar Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og stjórnvöld létu smíða B-17 og B-24 Liberator sprengjuflugvélar í stórum stíl. Andrews hlaut tignarhækkun árið 1941 og var falin yfirstjórn bandarískra herja við Karíbahaf sem önnuðust varnir aðkomuríkja Bandaríkjanna í suðri, þ.á. m. um Panamaskurð. Eftir innrás bandamanna í Norður-Afríku haustið 1942 var honum falin stjórn herafla Bandaríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf sem átti þátt í að vinna sigur á Afríkuher þýska hershöfðingjans Rommels.
kastid-224Í febrúar 1943 var Andrews skipaður yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu með aðsetur í Bretlandi og 3 maí sama ár valdi bandaríska yfirherráðið hann til þess að stjórna sameinuðum herafla bandamanna sem undirbúa skyldi innrás á meginlandið. Andrews fékk þó aldrei boðin um þess merku tignarhækkun því hann fórst sama dag þegar Liberator-flugvél hans, sem gegndi nafninu „Hot Stuff“ og flytja átti hann til Bandaríkjanna, fórst á Fagradalsfjalli Á Reykjanesi. Flugvélin hafði horfið frá lendingu í Reykjavík vegna veðurs og var á leið til flugbækistöðvar breska flughersins í Kaldaðarnesi. Við lát Anrews hershöfðingja, tók Dwight D. Eisenhower, síðar Bandaríkja-forseti, við stjórn Evrópuherstjórnar-innar en hann hafði áður gegnt starfinu. Andrews hershöfðingi og þrettán samferðarmenn hans voru grafnir með mikilli viðhöfn í Fossvogskirkjugarði 8. mái 1943. Líkamsleifar þeirra voru síðan fluttar heim til Bandaríkjanna árið 1947 og var Andrews lagður til hinstu grafar í þjóðarreit Bandaríkjanna, Arlingtonkirkjugarði í útjaðri Washingtonborgar.“ 

Hlekk inn á frétt RÚV HÉR.

Hot Stuff

Hot Stuff.

Gljúfursel

Ofan við Sogn og Gljúfur í Ölfusi er nafnið Seldalur. Ofar eru Selá, Selás og Selfjall.
SaurbæjarselÍ örnefnalýsingu fyrir Gljúfur er getið um að „sá hluti á Seldalnum, sem er austan Gljúfurárinnar“ nefnist Gljúfurseldalur. Í örnefnalýsingu fyrir Sogn segir að „Sognsselsdalur [er] vestan Gljúfurár, Gljúfursselsdalur austan, þar var sel frá Sogni, sér enn tóftarbrot“. Þá segir að í Seldanum hafi verið „selstaða frá Bakkárholti í skiptum fyrir engjaland, sbr. JÁM 1703. Sér enn fyrir tóftum“. Sú selstaða er hins vegar í Kvíadal, austan Reykjafjalls og norðan Sogna, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Í Seldalnum eiga skv. framangreindu að vera tvær selstöður í tvískiptum Seldal, annarsvegar í Gljúfurseldal og hins vegar í Sognsseldal, ofan Sogns.
Í örnefnalýsingu fyrir Öxnalæk segir að „rétt fyrir innan Skyggni hefur verið sel frá Öxnalæk, í Öxnalækjarlandi. Selið er í Öxnalækjar-Seldal.“  Einnig er getið um Selhöfða milli Efra-Sniðs og Neðra-Sniðs ofan við Hamarinn, sbr.: „Selhöfðar eru í Öxnalækjarlandi innan til við Svarthamar, í hærra landi, sem liggur til hánorðurs.“Gata í Bakkárholtssel
Í örnefnalýsingu fyrir Saurbæ segir að „Saurbæjarskyggnir (Skyggnir) [er] grjóthóll bið vesturenda Hamarsins, í mörkum. Selstígur [er] grasbrekka með götu suður af Skyggni. Hraunið (Saurbæjarhraun) [er] hraunbreiðan norður og austur af Kömbum og Seldalur [er] gróin laut í hrauninu. Þar sér fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“
Í örnefnalýsingu fyrir Reykjatorfuna er getið um Selgil fyrir norðan Gufudal og Selmýri fyrir norðan Selgil. Og í örnefnalýsingu fyrir Núpa er getið um Selás og Selásbrekkur uppi á Núpafjalli svo og Seldal, gróna dæld, upp frá Núpastíg. Ætlunin er að skoða síðastnefndu staðina síðar.
Áður en lagt var af stað var haft samband við Björn Pálsson, 
skjalavörð í Héraðsskjalasafni Árnesinga, en hann er manna fróðastur um Hveragerði og nágrenni. Björn brást vel við og rakti þegar í stað staðsetningar þeirra selja er ætlunin var að skoða í ferðinni. M.a. kom fram hjá honum eftirfarandi:
Bakkárholtssel er utan í Reykjafjalli ofan við Ölfusborgir. Gengið er upp með girðingu uns komið er að þvergirðingu er myndar horn. Norður og upp af horninu er hæðardrag, lækjarsitra og vatnsból. Þar við sel selið. Það á að vera greinilegt.
Sognasel er í gróinni tungu norðan áa er koma úr Sognabotnalæk og gili norðanvert í dalnum. Vel sést móta fyrir tóftum.
Gljúfursel er austan við ána í Seldal, þar í gróinni kvos. Vatnsstæði er í kvosinni og í henni rétt sést móta fyrir tóftum. Um er að ræða mjög gamalt sel frá Gljúfrum.
Undir Sognum er forn þjóðleið. Skammt vestar er Hellisfjall og í því gamalt fjárskjól er rýma átti tiltekinn fjölda sauða. Það er svolítið upp í hlíðinni en sést vel.
Bakkárholtssel - Sognar fjærRétt áður en komið er að Ölfusborgum er stekkjarbrot við þjóðleiðina.“
Auk þess bætti Björn við: „Öxnalækjarsel er í Sauðabrekkunni, sem nú eru jafnan nefnd Kambar. Nýi þjóðvegurinn liggur um brekkuna. Í henni miðri, rétt ofan vegarins, er Öxnalækjarsel í hraunkrika, svo til beint upp af Hömrum. Ein tóftin í selinu virðist hafa verið brunnhús.“ Þá benti hann á að Vallasel væri að finna í Seldal undir Ástaðafjalli, rétt ofan við Reykjadalsána. Líklega er þar um að ræða örnefni, sem getið er um í örnefnalýsingunni fyrir Reykjatorfuna. Ætlunin var að skoða það síðar, ásamt Núpaseli.
Byrjað var á því að skoða Öxnalækjarselið (Saurbæjarselið) ofan Hamra í Sauðabrekku. Þjóðvegurinn um „Kambana“ liggur nú um brekkuna, en Kambarnir er þarna skammt ofar, sem gamla vegstæðið lá um. Skammt ofan við þjóðveginn í miðjum „Kömbunum“ er gróinn læna upp hraunið, Seldalurinn. Þar, undir lágri Sognasel - Bjarnarfell fjærnorðurbrún hraunsins, kúrir selið; tvær tóftir og er önnur tvískipt. Tóftirnar eru grónar, en þó má sjá móta fyrir hleðslum að innanverðu í stærri tóftinni.
Þegar aðstæður voru kannaðar fékkst svar við því hvers vegna getið er um selstöður frá tveimur bæjum í þessum Seldal, bæði frá Saurbæ og Öxnalæk. Minjar um aðra selstöðu er í sunnanverðum „dalnum“, undir suðurbrún hraunsins. Þar eru tvær tóftir, önnur hús og hitt sennilega kví. Þótt þessar tvær selstöður hafi verið svo nálægt hvor annarri er ekki þar með sagt að þær hafi verið báðar í notkun á sama tíma, sem reyndar verður að telja vafasamt. Nyrðri tóftin, sennilega frá Saurbæ, virðist yngri.
Þá var gengið áleiðis upp með austanverðu Reykjafjalli ofan Sogna. Um Sogn sem bæjarnafn segir m.a.í örnefnalýsingunni: „Bæjarnafninu Sogn hafa ýmsir velt fyrir sér og sett það í samband við norsku merkinguna Sogn (fjörður).  Afi minn Ögmundur Ögmundsson bar það æfinlega fram Sodn eða Sotn. Í tilvitnun í handrit í Þjóðsögum Jóns Árnasonar III, bls. 48 er sagt að í handriti standi Soðn. Kannske er þarna á ferðinni eldri mynd af nafninu.“
GljúfurselÍ lýsingunni er m.a. getið um Stóra-Helli: „Hellisgjögur í bergið ofan Hellisbrekku, sunnarlega í fjallinu, var notaður sem fjárhús áður. Notaður sem rétt þegar ég þekki til. Tók 100 kindur í innrekstri.“ Áður en haldið var á hálsinn milli Sogna og Reykjafjalls var kíkt á hellinn. Hann er upp í miðju berginu, en gróið er undir. Stígur liggur upp í opið.
Vestan Sogna eru heillegar tóftir fjárhúsa.
Sunnan undan fjallsrananum er
Stóri-Einbúi. Í örnefnalýsingunni segir um hann: (Einbúinn, afbæjamenn kölluðu Sogseinbúa). Klettahóll í EInbúamýri, klofinn í kollinn. Í honum var gott skjól fyrir búfé. Þar bjó huldufólk samkvæmt þjóðsögum. Jafnvel álfakirkja. Einhverju sinni gekk maður frá Hjalla í Ölvessveit upp að Gljúfri. Gekk hann hjá steini þeim enum háa er stendur fyrir vestan Sogn. Heyrir hann þá söng í steininum og er þar sunginn sálmur úr Grallaranum „Á guð alleina“. Heyrir hann sálminn sunginn til enda og eigi meira og fer hann þá leiðar sinna“.
Kaldavermsl við GljúfurselStefnan var tekin í Bakkárholtsselið í Kvíadal. Í örnefnalýsingu segir m.a. um Bakkárholt: „Bakkárholt hefur verið eitt af höfuðbólum í Ölfusi.  Í Bakkárholti var um langt skeið þingstaður, ekki aðeins fyrir Ölfushrepp, heldur voru þar haldin þriggjahreppaþing: Ölfuss (ásamt Grafningi), Selvogs og Grímsness (H.J. 1703)… Þingstaðurinn valinn þannig, að vel sást til mannaferða, og greinilegt, að þar hefur legið þjóðbraut um garða, traðir í túni og „brýr“ yfir mýrasund í nágrenni. Þingstaður var í Bakkárholti til 1881, að skólahús er byggt á Kröggólfsstöðum og þingstaður fluttur þangað þá. Þinghús stóð á hlaðinu sunnan gamla bæjarins, en rifið þá.“
Í örnefnalýsingu fyrir Sogn má sjá eftirfarandi um selstöðu frá Bakkárholti: „Sel: Þýft móbarð og melar norðvestan Sogna. Vatn frá því fellur í lítlu gili í Selá í Seldalnum. Þarna var selstaða frá Bakkárholti í skiptum fyrir engjaland.  Notkunarréttur fallinn niður vegna vannota Bakkárholts, 1703 (Jarðab.A.M.). Sér enn fyrir tóftum.“
Rétt við GljúfurLeiðin er tiltölulega greið. Þegar komið var inn á greinilegan stíg inn með vestanverðum Sognum var honum fylgt til norðurs – beint í selið. Það stendur á gróðurtorfu. Lítill lækur rennur sunnan við það. Selið hefur verið nokkuð stórt. Þrjú rými eru í því, eitt stórt að austanverðu og tvö minni að vestanverðu. Op hefur verið mót suðri, að Sognum. Tóftin er vel gróin og stendur hátt í þýfinu. Skammt suðaustan við tóftirnar mótar fyrir eldri tóftum, en erfitt er að greina rýmisskipan.
Fyrst komið var upp fyrir Sognin var ákveðið að skoða Sognabotnana. Um þá liggur mikið gljúfur til norðurs. Um það rennur lítil á, Selá. Henni var fylgt til austurs, niður með sunnanverðum Selás, niður í Seldal. Þar átti að hafa verið selstaða frá Sogni, sbr.:
„Seldalur. Gróið dalverpi suðaustur af Selásnum, suður að ármótum Gljúfurár og Selár. Sognseldalur vestan Gljúfurár, Gljúfursseldalur austan. Þar var sel frá Sogni, sér enn tóftarbrot.  Stundum var heyjað þar, aldrei í mínu minni.“
Stóri-HellirSeltóftirnar eru á gróinni tungu ofan (norðan) við Selá skammt vestan við þar sem hún og Gljúfurá koma saman. Tóftirnar, sem eru mjög grónar, mynda háan hól með nokkrum rýmum. Líklegt má telja að selið hafi verið alllengi í notkun, enda eru aðstæður þarna einstaklega hagstæðar selbúskap. Dalurinn er vel gróinn og veðursæld er án efna mikil á sumrum. Skammt norðan við tóftarhólinn mótar fyrir eldri minjum.
Í örnefnalýsingu fyrir Gljúfur er ekki minnst á selrústir, einungis: „Suður frá [Stórkonugilsbotnum] er Sognseldalur og Gljúfurseldalur.“ Skv. lýsingu Björns átti selstaðan að hafa verið austanvert í dalnum. Einungis tók skamman tíma að finna tóftina. Hún hefur verið felld inn í gróinn bakka og sjá má móta fyrir rýmum vestan við hana. Kaldavermsl eru sunnan við tóftina, sem án efa hefur verið hin ágætasta uppspretta.
Á bakaleiðinni, niður með Lynghól austan hinna hrikalegu gljúfra austan Sogna voru rifjuð upp örnefni á leiðinni
„Gljúfurshellir: (Hellirinn)  Sandsteinshellir ofanvert (norðaustur) í Neðragilinu vestanverðu. Notaður lengi sem fjárhús.“  „Hellirinn á Gljúfri er í lækjargili austan bæjar um 100 m neðan þjóðvegarins. Nýleg fjárhús standa við lækinn nokkru ogan við hellinn.  Hellirinn er grafinn í sandsteinsvöluberg, lárétt lagskipt með víxillaga linsum í. Hellirinn er allur á breiddina sem er 10-11 m en dýpt hans inn í bergið er 6 m fyrir miðju en 5 m til endanna. Lofthæðin er 2,0-2,5 m.  hellismuninn er jafnvíður hellinum sjálfum 10 x 2,5 m en honum hefur verið lokað með hlöðnum vegg með dyrum á fyrir miðju. Lítið uppsprettuauga er í hellisgólfinu innan við dyrnar og smálækur rennur út um þær í aðallækinn.  Leifar af jötum sjást með veggjum.“ „Örfáar áletranir eru á veggjum, virðast unglegar. Þar er m.a. hakakross.“ Hellirinn var hafður undir fé, en aflagður fyrir 20 árum. 70 ær voru við hellin segjir Gljúfursbóndi.“
„Litli-Hellir:  Lítið gjögur undir stóru bjargi, sem fallið hefur úr fjallinu. Þar voru í mínu minni, hlaðnir kampar og einhvern tímann notað sem fjárhús.“
Loks var skoðuð hlaðinn rétt austur undir klettum vestan Gljúfurár.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar.
-Björn Pálsson.

Sognsel

Sognsel.

 

Grindavíkurvegir

FERLIR hafði lengi unnið að gagnasöfnun og vettfangsferðum um svonefnda „Grindavíkurvegi“ með það fyrir augum að setja hvorutveggja á prent og gefa út til handa áhugasömum göngugörpum.

Grindavíkurvegur

Unnið við Grindavíkurveginn 1916.

Nú hefur Vegagerðin gefið út fróðlegt rit um Grindavíkurvegina – frá upphafi til nútíma með sérstakri áherslu á „Gamla Grindavíkurveginn“, fyrsta akveginn frá Stapanum, „Gamla Keflavíkurveginum“, til Grindavíkur. Tilgreindar er allar minjar hinna gömlu vegagerðar við veginn, s.s. vegavinnubúðir, hellaskjól, hraunskjól og hleðslur. Fornleifaskráning fylgir verkinu.
Margar þjóðleiðir lágu til og frá Grindavík frá upphafi vega, í fyrstu mótuð af fótum, hófum og klaufum, síðan þróaðri götur unnar af mannanna höndum fyrir vagna og í framhaldi af því bifreiðar.
Saga þjóðleiðanna er fyrir margt mjög merkileg, enda teljast þær til fornleifa – þótt þeirra, a.m.k. framan af, hafi ekki verið getið sérstaklega í fornleifaskráningum.

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Grindavikurvegir_saga_og_minjar/$file/Grindavíkurvegir%20saga%20og%20minjar.pdf

Greindavíkurvegur

Grindavíkurvegur 1913-1918.

Loftlínur

Fyrirhugað er að bora á Reykjanesskaga í leit að jarðvarma. Verði af framkvæmdum og álver rísi í Helguvík munu háspennulínur verða strengdar í loftlínu til Suðurnesja frá Hafnarfirði með tilheyrandi raski. Reynir Ingibjartsson skrifar um baráttuna um Reykjanesskagann.

Línulega„Hvað skyldu margir vita hvar Móhálsadalur er? Dalurinn sá liggur um fólkvang flestra sveitarfélaga á suðvestur-horni landsins sem heitir Reykjanesfólkvangur. Nú eru á borði stjórnar fólkvangsins, tillögur til umsagnar um lagningu háspennulína þvers og kruss um fólkvanginn m.a. um Móhálsadal. Þar um liggur sk. Djúpavatnsleið þvert yfir Reykjanesskagann og gefur þá tilfinningu að allt þéttbýli sé víðs fjarri og ósnortin náttúra tekin við. Og örnefnin lýsa fjölbreytileikanum eins og Fjallið eina, Norðlingaháls, Hrútagjá, Mávahlíðar, Fíflavallafjall, Hofmannaflöt, Lækjarvellir, Djúpavatn, Ketilsstígur, Hattur og Hetta, Krókamýri og Vigdísarvellir og loks er komið að Latsfjalli og Lat við Suðurstrandarveg. Þessi kennileiti hafa vísað veginn í 1.100 ár og gera enn.

Háspennulínur í Reykjanesfólkvangi
Fyrirhuguð lína yfir hálsanaÍ og við Reykjanesfólkvang hefur Hitaveita Suðurnesja sótt um leyfi fyrir tilraunaborunum til að virkja jarðvarmann, ef hann reynist nægur. Þegar hefur verið borað við Trölladyngju við Sog, skammt austur af Keili með tilheyrandi jarðraski á einkar viðkvæmu svæði. Boranir eru að hefjast við Sandfell sunnan Selsvalla og vestan Núpshlíðarháls á svæði fjarri öllum vegum og slóðum og síðan kemur röðin að Seltúni í Krýsuvík, einum kunnasta ferðamannastað á Reykjanesskaganum. Kannski verður Brennisteinsfjöllum hlíft (nafngjafi Jónas Hallgrímsson), en þar hafa Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun óskað eftir að bora. Í þetta svæði á að sækja orku til að hægt verði að byggja álver í Helguvík og nú stendur stjórn Reykjanesfólkvangs uppi með kvölina og völina og háspennulínurnar. Ef af verður mun verða byggð ný háspennulína – loftlína til Suðurnesja út frá Hafnarfirði og um miðju Reykjanesskagans. Sú lína mun blasa við þegar ekið er suður á Höskuldarvelli og í nánd Keilis. Einnig ef farið er á Selsvelli sunnan Trölladyngju, en þar er eitt mesta gróðurlendi á öllum Reykjanesskaganum og eitt sinn heimkynni hreindýra. Tillaga er gerð um jarðstreng frá Seltúni og yfir Sveifluháls hjá svokölluðum Ketilsstíg og áfram yfir Móhálsadal og Núpshlíðarháls að Trölladyngju. Annar kostur er að leggja streng frá Seltúni með Suðurstrandarvegi allt til Svartsengis. 

Nýhveramyndun í línustæðinu fyrirhugaða

Einnig er boðið upp á jarðstreng þvert yfir Sveifluháls, Móhálsadal og Núpshlíðarháls að Sandfelli. Leggja þarf vegaslóða til að koma strengjunum fyrir og augljóslega mun fylgja þeim mikil rask, einkum í hraununum. Ekki er talið gerlegt að leggja háspennulínuna út á Suðurnes með viðkomu í Trölladyngju og Sandfelli í jörð sökum tæknierfiðleika og kostnaðar. Hér eru engir kostir góðir og reyndar hver öðrum verri, hugsi menn eitthvað um umhverfið og ósnortna náttúru þessa svæðis.

Umhverfisslys í Krýsuvík 1949
Haustið 1949 flutti Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur tímamótaerindi sem síðar var flutt í útvarpið og vakti þjóðarathygli, en þar talaði Sigurður fyrir setningu löggjafar um náttúruvernd. Dæmið sem fyllti mælinn var umgengni við sprengigíginn Grænavatn í Krýsuvík, en brennisteinssambönd gefa vatninu sérkennilegan grænan lit og þar hafa fundist sjaldgæfir gabbró hnyðlingar. Meðal þeirra sem heyrðu málflutning Sigurðar var Eysteinn Jónsson sem þá var menntamálaráðherra og fékk hann Sigurð til að undirbúa fyrstu löggjöf um náttúruvernd á Íslandi. Í erindi Sigurðar sagði hann m.a. eftirfarandi: ,,Þetta litla vatn er óefað meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð, og þar sem það liggur í sérkennilegu umhverfi, við þjóðveg, og ekki nema klukkutíma keyrslu frá höfuðstaðnum, kemur vart sá útlendur jarðfræðingur til landsins, að ekki sé keyrt með hann um Krýsuvíkurveg og honum sýnt Grænavatn.“

Grænavatn

Síðan segir: ,,En nú er á einu ári búið að fordjarfa svo þetta fallega og merkilega náttúrufyrirbæri, að hér eftir mun maður blygðast sín fyrir að sýna það nokkrum útlendingi.“ Síðan lýsir Sigurður framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar á staðnum og segir svo: ,,En þessum turnum og fjósi hefur verið valinn undarlegur staður, frammi á norðvesturbakka Grænavatns. Nú er búið að fara um stórt
svæði með jarðýtum alveg fram á bakka vatnsins. Með þessu umróti og hinum háu votheysturnum er búið að gjörbreyta svip vatnsins og svipta svæðið þeirri sérkennilegu auðnarstemningu, er þar ríkti áður.“ Og enn segir Sigurður: ,,Svo virðist, sem nú eigi að fara að nota Grænavatn sem eins konar ruslatunnu. Þar er búið að hella hlassi af glerbrotum og drasli niður yfir suðurbakka vatnsins, svo að blasir við vegfarendum langt að“.
Loks segir Sigurður í þessu magnaða erindi: ,,Hefði hér verið komin á náttúruverndarlöggjöf, hefði líklega verið hægt að bjarga Grænavatni frá
fordjörfun án þess að ,,nýsköpun“ Hafnarfjarðar í Krýsuvík hefði á nokkurn hátt beðið tjón af“.

Fólkvangur í niðurníðslu

Ummerki utanvegaaksturs á Sveifluhálsi

Hvernig er svo ástandið við Grænavatn í dag, nærri 60 árum síðar? Því er fljótsvarað – lítið breytt. ,,Nýsköpunarbyggingarnar“ að hruni komnar, girðingarræksni liggur ofan í Grænavatn og ekki hefur komist í verk að gera brúklegan göngustíg kringum vatnið. Satt að segja er þetta lýsandi fyrir umgengnina í öllum Reykjanesfólkvangi og kannski á Reykjanesskaganum öllum. Hann er eins og einskis manns land þar sem allt er leyfilegt.
Vélhjóla- og jeppamenn hafa sína hentisemi. Gapandi malarnámur bjóða fólk velkomið í fólkvanginn. Gróðurinn á undanhaldi og rusl fyllir lautir og gjótur. Kannski vita fæstir að þeir séu komnir í fólkvang og þá tekur virðingarleysið við. Eina byggingin sem sannarlega stendur undir nafni er litla kirkjan í Krýsuvík, en gönguskálinn á Lækjarvöllum í Móhálsadal var skotinn í tætlur. Er þá nema létt verk fyrir ýtur, gröfur, bori og önnur stórvirk tæki að klæða landið borholum, stöðvarhúsum, háspennulínum, gufurörum, vegum og öðrum mannvirkjum fyrir álið í Helguvík eða eitthvað annað? Kannski er líka öllum sama?

Landvernd og eldfjallagarður
Á sumardögum 2006 settu samtökin Landvernd fram hugmyndir sínar um framtíðarsýn á Reykjanesskaganum. Kjarninn í þeim hugmyndum var eldfjallagarður og fólkvangur er næði yfir svæðið frá Þingvallavatni út á Reykjanestá og að Eldey. Stoðir eldfjallagarðsins yrðu fjórar: náttúruvernd, útivist, ferðaþjónusta og jarðvarmavinnsla og nýting jarðefna. Á Reykjanesskaganum eru ósnortin víðerni eins og Brennisteinsfjöll og friðlýst svæði s.s. Reykjanesfólkvangur, Bláfjallafólkvangur o.fl. Þá eru verðmætar menningarminjar við hvert fótmál og má þar nefna: Selvog, Herdísarvík, Krýsuvík, Húshólma og Selatanga. Í þessum menningarminjum er ekki síst skráð atvinnusaga okkar til sjós og lands í gegnum aldirnar. Merkilegust er þó jarðfræðin með úthafshrygg á þurru landi og plötuskilin milli Evrópu og Ameríku, þar sem landið stækkar um 2 cm á ári hverju. Segja má að Reykjanesskaginn sé eins og opin bók í landsköpun, sem gerir þetta svæði eitt hið áhugaverðasta í heiminum fyrir jarðvísindamenn jafnt sem allan almenning. Orkuvinnslan á Reykjanesskaganum fram til þessa hefur annars vegar verið bundin við austasta hluta skagans á Hengilssvæðinu og á Hellisheiði og hins vegar vestast á Reykjanesi og í Svartsengi. Í tillögum Landverndar er lögð áhersla á þessi svæði sem áframhaldandi orkuvinnslusvæði m.a. vernduð og nýtt fyrir útivist og ferðaþjónustu. Þá er bent á að í og við Reykjanesskagann búa um 200 þúsund manns og vaxandi þörf er fyrir fjölbreytt útivistarland í nágrenninu. 

Reykjanesfólkvangur - vanrækt útivistarsvæði

Um Keflavíkurflugvöll fari svo flestir þeir ferðamenn, sem koma til landsins og innan áratugar verða þeir líklega orðnir um milljón talsins, enda fjölgar þeim um og yfir 10% á ári hverju. Miklar samgöngubætur eru
að verða á Reykjanesskaganum; annars vegar með tvöföldun Reykjanesbrautar og hins vegar með væntanlegum Suðurstrandarvegi.

Aðvaranir Jóns Baldvins
Framundan eru örlagaríkar ákvarðanir um framtíð Reykjanesskagans. Eins konar forleikur voru kosningarnar í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Úrslitin voru mikil viðvörun til þeirra sem áfram vilja álver í hverri höfn með tilheyrandi virkjunum og háspennulínum. Samt virðist eins og sumir hafi ekkert lært. Á fundi í Hafnarfirði fyrir þessar kosningar sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, m.a.: ,,Ef þið segið já, þá heldur stóriðjustefnan áfram með þeim afleiðingum, sem við þegar þekkjum. Umhverfismat og orkusamningar liggja þegar fyrir, þótt með fyrirvörum sé. Ríkið hefur ekki frekara stöðvunarvald í þessu máli. Og veikburða sveitarfélög munu freistast til þess að fara að fordæmi ykkar án þess að þjóðin sem slík fái rönd við reist. Afleiðingarnar gætu orðið geigvænlegar ef við hugsum málið til enda. Ef þið hins vegar segið nei þýðir
það frestun framkvæmda. Það gefur fyrirheit um stefnubreytingu í kjölfar komandi kosninga. Það vekur vonir um að stöðva megi feigðarflanið svo að þjóðin fái ráðrúm til að ná áttum, áður en í óefni er komið.“

Sól í Hvalfirði

Framtíðarsýn á Hálsunum - ef af virkjun verður

Á ráðstefnu um eldfjallagarð í Reykjanesskaga sem haldin var í Hafnarfirði, skömmu fyrir kosningarnar um álverið sagði einn fyrirlesara, sr. Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum, í upphafi erindis síns: ,,Samtök um óspillt land í Hvalfirði eða Sól í Hvalfirði var fámennur hópur baráttuglaðra hugsjónamanna við Hvalfjörð fyrir áratug. Hugsjónir þeirra voru varðveisla óspillts lands en um leið nýting þess í þágu mannsins.
Eftir á að hyggja var baráttan ekki líkleg til sigurs, alþjóðlegt viðskiptaveldi veifaði peningaseðlum og sigur þess mátti bóka fyrirfram. Þegar ljóst var að baráttan var töpuð mættu forsvarsmenn Sólar í Hvalfirði til guðþjónustu í Reynivallakirkju og héldu síðan út á Hálsnesið sem gnæfir yfir hina fornu og sögufrægu Maríuhöfn, þaðan sem álverið blasir við sjónum. Þar afhjúpaði sóknarpresturinn minnisvarða með áletrun sem allir Íslendingar þekkja: ,,Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum…, þar ríkir fegurðin ein …““.
Í lokaorðum sínum sagði sr. Gunnar: ,,Í umræðunni um álver og umhverfi er slegið á ýmsa strengi, þar eru lagðir fram útreikningar og áætlanir. En þeir sem hafa breytt sögunni í þessu efni eru einstaklingar sem lögðu sjálfa sig að veði, lífsviðhorf og gildismat“.

Samtök um eldfjallagarð
Einstakt jarðfræðifyrirbæri - gos á sprungureinSeta í stjórn Reykjanesfólkvangs veltir ekki stórri þúfu. Þar eru stjórnarmennirnir fyrst og fremst fulltrúar sinna sveitarfélaga og þeirra viðhorfa sem þar ríkja. En Reykjanesfólkvangur á að vera útivistarsvæði fólksins á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Fólkvangar innan Reykjanesskagans eru friðlönd – ekki orkuvinnslusvæði og þessi friðlönd þurfa málsvara á eigin forsendum. Í mínum huga þurfa öll sveitarfélögin sem tengjast Reykjanesskaganum og ríkisvaldið að móta heildstæða stefnu um framtíð svæðisins. Annars munu hinir sterkustu ráða för með peninga og vald að leiðarljósi. Ég kalla á íbúa þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Reykjanesfólkvangi, að hugsa sinn gang. Þetta eru íbúar Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Síðast en ekki síst skora ég á öll samtök, félög og fyrirtæki sem tengjast útivist, náttúruvernd og ferðaþjónustu, að láta í sér heyra. Sterkast væri ef til yrðu samtök til að berjast fyrir eldfjallagarði á Reykjanesskaganum. Sú hugmynd gæti klifið hæstu fjöll ef krafturinn og viljinn væri nægur. Við þurfum háspennu – ekki háspennulínur í Reykjanesfólkvang.“ 

Jarðmótun Reykjanesskagans - rautt eftir landnámOg svolítið um utanvegaakstur á svæðinu: Enginn virðist vera að sinna sínu hlutverki í stjórnsýslunni, hvorki umhverfisyfirvöld né löggæsluyfirvöld. Þetta umrædda svæði virðist svo afskekkt að lögreglumenn frá Suðurnesjum virðast ekki hafa stigið þar niður fæti um langan aldur. Þegar FERLIR var á ferli um svæðið umrætt sinn mættu þátttakendur 12 bifhjólum og 8 fjórhjólum. Ökumennirnir virtust vera frá 8 ára aldri til 30 ára. Allir virtust þeir einstaklega afslappaðir, enda svæðið eftirlitslaust með öllu. Nýleg hjólför voru upp um allar hlíðar, hvarvetna sem sæmilega greiðfært var. Hér er um að ræða umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Heimild:
-Morgunblaðið sunnud. 30. sept. 2007, bls. 32 – Höfundur er í stjórnReykjanesfólkvangs.

Arnarvatn

Bjarni riddari

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950 er sagt frá afhjúpun á „Brjóstmynd af Bjarna riddara“ í Hellisgerði:

Bjarni riddari

Brjósmyndin af Bjarna riddara Sívertsen afhjúpuð í Hellisgerði.

„Í september 1950 var afhjúpuð í Hellisgerði brjóstmynd af Bjarna riddara Sívertsen, sem útgerðarfélögin Vífill og Hrafna-Flóki í Hafnarfirði hafa gefið Hellisgerði.

Minnismerkið var gert af Ríkharði Jónssyni, og er fyrsta minnismerkið, sem sett er upp í Hafnarfirði. Minnismerkið var afhjúpað af frú Þórunni Bjarnadóttur, sem er afkomandi Bjarna.
Stallurinn undir myndinni er hlaðinn úr fjörusteinum, sem fluttir voru austan úr Selvogi, en þaðan var Bjarni ættaður.
Mikill mannfjöldi var viðstaddur við þetta tækifæri, og ræður fluttu: Adolf Björnsson, fulltrúi, sem talaði fyrir hönd gefanda. Kristinn Magnússon, formaður Magna, sem þakkaði þessa veglegu gjöf og Helgi Hannesson, bæjarstjóri, sem minntist Hafnarfjarðar.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 18. tbl. 16.09.1950 – Brjóstmynd af Bjarna riddara. bls. 4.

Bjarni riddari

Brjóstmyndin í Hellisgerði.

Kollafjarðargrjót

Þegar gengið er um sunnanverðan Kollafjörð innan við bæinn Naustanes var komið í fallega aflanga basaltsandvík.
Enn innar, á Álfsnesi, er skagar tanginn Afstapi út í fjörðinn. Innan hans er Djúpavík Grjot-2og Höfði yst á nesinu. Á milli sandfjörunnar og Afstapa er stórgrýtt urð. Í henni eru margir sérstaklega formaðir misstórir klapparsteinar. Þeir bera glögg merki þess að hafa runnið sem hraun frá megineldstöðinni milli Kistufells og Grímannsfells. Þegar hraunið rann yfir mýkri jarðlög, set eða leir, hefur hvorutveggja tekið mið af öðru áður en hraunið storknaði. Ísaldarjökullinn á nokkrum ísaldarskeiðum hefur síðan þrýst landinu niður fyrir sjávarborð. Á hlýskeiðum brotnaði storkinn klöppinn upp í einstaka steina, frost og sjór skoluðu linara efninu frá því harða, landið lyftist og eftir sátu hinar sérkennilegu formanir á klöppunum nokkrum metrum fyrir ofan yfirborð sjávar. Þannig einhvern veginn gætu formlegheitin hafa orðið til á hundruðum þúsunda ára tímabili.
Eftirfarandi grein birtist um þetta í Lesbók Morgunblaðsins árið 1982 undir yfirskriftinni „Bara grjót?“. Ljósmyndir með þeirri grein tók Sigurður Ingólfsson, en meðfylgjandi myndir hér eru FERLIRs.
Grjot-3„Á Íslandi þarf yfirleitt ekki langt að fara til þess að komast i umhverfi, sem náttúran hefur algerlega mótað — og það með þvílíkum kostum og kynjum, að við stöndum agndofa. Oftast mætir auganu gersamlega ólík náttúrufegurð þeirri sem séð verður í nágrannalöndum okkar til dæmis, þar sem óbyggt eða óræktað land er oftast skógi vaxið. En heilu flæmin á Íslandi, þar sem ekki sést ein hrísla — Reykjanesskaginn til dæmis — eru þeim mun auðugri af annarskonar fegurð, sem helgast af grjóti. Og margbreytileikinn í ríki grjótsins virðist óendanlegur. Sú fegurð nær ef til vill hámarki á Austfjörðum eins og fram kom í ágætum sjónvarpsþætti Ómars Ragnarssonar.
Grjot-4Það eru kannski helzt Flóamenn, Holtamenn og Landeyingar sem þyrftu að bregða sér frá bæ til að sjá grjót. Víðast á landinu er það aftur á móti innan seilingar, ef svo mætti segja, og stundum er full mikið af því góða.
Grjót er uppistaðan í fegurð Þingvalla og Ásbyrgis; fagrir eru grjótásarnir vestur á Mýrum, fagurt er stuðlabergið hjá Hofsósi, þar sem sagt er að Guðjón Samúelsson hafi fengið hugmyndina að stuðlastíl Þjóðleikhússins. Fögur eru grjótþilin sem gnæfa yfir bæi undir Eyjafjöllum og þannig mætti lengi telja.
Grjot-5Til er einnig í næsta nágrenni Reykjavíkur sérstök fegurð, sem birtist í grjóti og fremur fáir vita um. Úr þeim reit eru myndirnar sem hér fylgja með. Þessi reitur er á norðanverðu nesinu við Kollafjörð, og blasir við af veginum, þegar farið er framhjá Mógilsá og vestur með Esju. En það ber lítið á honum til að sjá og nesið er utan við alfaraleiðir. Þarna er allstór grjótfláki, sem hallar niður að firðinum, en þaö er ekki venjulegt grágrýti, heldur einhverskonar sandsteinn, sem er gljúpari og því hafa frost og önnur veðrunaráhrif skilið eftir sig svo sérkennileg merki. Sumir steinarnir eru eins og nútíma höggmyndir, sumir eins og ormétnir og víða koma fram kynjamyndir.
Mér skilst að sandsteinn af þessu tagi verði annaðhvort til af setlögum úr fínum sandi, sem hleðst Grjot-6upp við árósa og verður að steini á milljónum ára — ellegar þá að fíngerð gosefni hafi í fyrndinni hlaðizt upp og myndað sandstein með tímanum. Ekki er hægt að sjá neina lagskiptingu í þessu furðugrjóti og hins að gæta, að Esjan er hluti af geysimikilli eldstöð, sem náði alla leið útá núverandi
Reykjavíkursvæði. Þessvegna má teljast líklegra, að þessi sandsteinn eigi uppruna sinn í gosefnum.
Einhver brögð munu hafa verið að því, að fólk sækti sér einn og einn furðustein í Kollafjörð til að prýða með garð. Það er þó bót í máli, að flestir steinarnir eru ómeðfærileg björg og eins hitt, að ekki er hægt að koma bíl eða öðru flutningatæki þarna mjög nærri.
Þessar línur eru skrifaðar til að koma á framfæri þeirri frómu ósk, að menn lofi þessum reit að halda sér eins og hann er og stundi þar ekki gripdeildir á þessum skrýtnu náttúrumyndunum. Það gæti kannski virzt út í hött að tala um náttúruvernd í sambandi við grjót á Íslandi. En frásagnir af framferði erlendra ferðamanna á Austurlandi sýna, að það er ekki út í bláinn.
Um leið er ástæða til að benda fólki á þessa sérstöku „sýningu“, ef svo mætti segja; eða kannski ættum við að segja grjótgarð — í næsta nágrenni við mesta þéttbýli landsins. Þangað er aðeins stutt gönguferð frá þjóðveginum, eða Kollafjarðarbænum. En fyrir alla muni: Lofum þessum garði að standa eins og hann er og spillum ekki á nokkurn hátt, því sem þar er að sjá. Þarna er lítt þekktur lystigarður úr grjóti í nágrenni Reykjavíkur.“
Þótt væri í byrjun maímánaðar hafði grágæsin þegar verpt á gróðurtorfum innan um grjótið.
GaesareggAðrar skýringar hafa komið fram á tilurð þessara jarðfræðifyrirbæra, s.s. að hún hafi orðið vegna salt og frostverkunnar. Sú skýring er, fljótt á litið, öllu ósennilegri, en þó ekki útilokuð. Steinar þessir eru jafnan skammt ofan fjöruborðs, en þó eru til dæmi um slíka alllangt inni í landi, s.s. ofan við Bæjarsker (Býjasker), sbr. Stekkinn (álfabyggð) þar við forna selstöðu (sjá HÉR). Fleiri dæmi mætti nefna, bæði innan við Óttarsstaði í Hraunum og utan við Lónakotsfjöru.
Sjá meira um sambærilegt náttúrufyrirbæri HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – 23.01.1982 – Sigurður Ingólfsson.

Kollafjörður

Grjót við sunnanverðan Kollafjörð.

Sognsel

Þegar FERLIR var á leið um Sandfellsveg fyrir skömmu virtist augljóst að selstaða væri einhvers staðar nálægt Sandfellstjörninni. Við hana austan- og suðaustanverða er grasmikill flói og svo virtist einnig vera vestan og norðvestan við hana, en melhryggur skilur þar af. Leit var þá gerð við flóann, en án árangurs.

Selstígurinn

Þegar niður var komið og gluggað var í gamlar lýsingar virtist í fyrstu fátt er staðfest gæti ályktunina. Í Jarðabókinni 1703 er getið um jörðina Sogn í Kjós. Þar segir: „Eigandinn Reynivallakirkja“. Ekki er getið um selstöðu frá bænum í Jarðabókinni. Það bendir annað hvort til þess að þá hafi hún verið aflögð fyrir löngu eða verið tekin upp eftir þetta og væri þá yngri. Hvorutveggja gerði áskorunina um að finna og staðsetja selstöðu þarna einkar áhugaverða. Hafa ber í huga að FERLIR hefur áður náð að staðsetja 257 selstöður á Reykjanesskaganum (auk fjölmargra annarra menningarverðmæta eins og sjá má á vefsíðunni), í fyrrum landnámi Ingólfs, svo næmni fyrir mögulegri selstöðu á fyrrnefndum stað kom ekki af engu. Það var því ekki góð tilfinning að þurfa að yfirgefa svæðið án þess að hafa fullnægt næmninni. Ekki bar þó á uppgjafartilfinningu því reynslan hefur kennt leitendum a.m.k. tvennt; reyna aftur og aftur þangað þangað til fullreynt er. Stundum hefur þurft að gera allnokkrar ferðir inn á tiltekin svæði áður en árangur hefur náðst. Oftar en ekki hefur fólk talið ólíklegt að nokkuð væri þar að finna ef ekki hefði þegar verið getið um það í rituðum heimildum.
Þegar skoðuð var örnefnalýsing fyrir Vindás, sem Ari Gíslason skráði eftir Hannesi Guðbrandssyni í Hækingsdal og að nokkru frá Bjarna Ólafssyni segir hins vegar: „
Suður af Hryggjunum, sem eru holt og hæðir, sunnarlega, er Sandfellstjörn, og Sandfell er hátt fell [395 m.y.s]. Austur af því eru Sandfellsmelar. Austan við tjörnina er Sandfellsflói, blautur og víðáttumikill, austan við tjörnina, en líklega heitir hitt öðru nafni. Þar var sel, sem heitir Sognsel. Það er nokkuð eftir að Fossá fellur úr Sandfellstjörn, og eru þar gamlar rústir. Sandfellsás liggur norðvestur úr Sandfelli, austur af tjörninni. Í Sandfelli er gren gamalt sunnan í fellinu; þar er hellisskúti og Gren.“

SelstígurÍ örnefnalýsingu Bjarna Ólafssonar um Vindás segir m.a. um þetta: „Sandfell er suðvestan við Skiptagilsbotn og suðaustur af því  Sandfellsmelar. Lóma heitir seftjörn norðaustur  af Skiptagilsbotni. Vestur af Lómu, og allt vestur að Dauðsmannsbrekku eru víðáttumiklir melar sem einu nafni nefnast Hryggir. Vestur af Sandfelli er Sandfellsflói og þá Sandfellstjörn, síðan Tjarnarflói, þar næst flói sem heitir Stóri-Krókur og annar vestur af honum sem heitir Litli-Krókur. Allir þessir flóar eru einu nafni nefndir Vindásflóar. Sunnan við Sandfellsflóa er Sandfellsás. Úr Sandfellstjörn rennur Fossá. Vestan við hana, nokkru eftir að hún fellur úr tjörninni er Sognsel og eru rústir þess enn mjög greinilegar. frá Sandfellstjörn gengur kvos til norðurs inn í Hryggi og heitir Hryggjardalur.
Fossá sem áður er nefnd, fellur fram af Reynivallahálsi niður í Hvammá, beygir síðan meir til vesturs og fellur í smá fossum niður í Leyni og heitir þar frá Leynislækur. Úr Leyni  rennur hann milli Leynismýrar og Kvíamýrar, um Leynislækjarmóa og saman við Gíslalæk áður en þeir falla á.
SelstígurSelstígur lá yfir Ása, austan við Eystri-Hvammamýri, upp Múla og Múlahorn vestan við Sandfell, og þar á þjóðveginn. Í framhaldi af Selstíg lá gata norður yfir Hryggi, að Seljadal. Eins og nafnið bendir til mun Selstígur í fyrstu einkum hafa
 verið notaður til selfara, því Sogn átti sel við Sandfellstjörn sunnanverða, en Vindás átti sel í Seljadal, skammt vestur af Skálafelli. Einnig var hey flutt niður Selstíg, þegar heyjað var uppi á Vindásflóum, en það mun hafa verið stundað nokkuð einkum þegar tvíbýli var á Vindási. Allmikil umferð var um Selstíg meðan búið var á Seljadal. Einnig fóru hann margir sem leið áttu yfir Reynivallaháls.“

Ekki er vitað hvenær Sognbærinn gamli var byggður en hann var rifinn um 1935 og steinhús byggt í staðinn. Til er mynd af gamla bænum frá árinu 1918.

SognselGuðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal, kvaðst ekki vita af tóftum á nefndum stað innan við Sandfellstjörn, en ef faðir hans, sem var mjög kunnugur þar, hefði getið þeirra í lýsingu sinni þá væri það áreiðanlega rétt. Sagði hann Sogn vera næsta bæ vestan við Reynivelli, milli Valdastaða og Reynivalla. Selstígurinn væri nú mjög greinilegur því hrossin á Vindási sæktu mjög upp Múlann eftir stígnum um þessar mundir. Það því væri kjörið að reyna að rekja Selstíginn einmitt núna.

Sognsel

Sognsel – uppdráttur ÓSÁ.

Og þá var ekkert annað gera en að leggja land undir fót. Þegar komið var að Hvammá ofan við Leynislæk blasti fossinn í Fossá við. Með Múlanum liggur gömul gata. Henni var fylgt til suðurs. Staldrað var við undir Múlanum. Þar liggur gatan áfram á ská áleiðis upp hann fyrir Múlahornið. Hún er þarna mjög vel greinileg og auðrötuð. Nokkru áður en þangað er komið liggur Selstígurinn af götunni ofar í Múlann á a.m.k. þremur stöðum. Ef miðstígurinn er valinn er auðveldast að feta sig upp brekkuna áleiðis upp á brún. Neðan hennar beygir stígurinn til vinstri og aftur til hægri áður en upp er komið. Þaðan er gengið spölkorn beint af augum og síðan til vinstri á ská upp sandás og síðan til hægri ofan hans með stefnu á gilskorning í stuttu hamrabelti. Þar liggur stígurinn í sneiðing uns upp er komið. Þá sést varða. Stígurinn liggur upp með henni vinstra megin og síðan beygi hann til hægri áleiðis upp ásana með stefnu á Sandfell. Þarna sést stígurinn greinilega.
Áður en upp á efsta ásinn er komið greinist Selstígurinn; annars vegar áfram upp ásana Gatna- og stígakerfiáleiðis að suðvestaverðu Sandfelli með tengingu inn á Sandfellsveg og Svínaskarðsveg norðaustan við fellið, og hins vegar til vinstri, áleiðis í Sognsel. Fyrrnefnda gatan greinist á leiðinni; annars vegar beint áfram og hins vegar til hægri, til austurs með sunnanverðu Sandfelli. Það gæti verið beinni tenging við Svínaskarðs-veginn. Síðarnefnda gatan þarna á fyrrnefndu gatnamótunum er óljósari og ekki auðvelt að koma auga á hana á melnum. Þegar Selstígurinn var rakinn til baka frá selinu kom hann þarna niður. Nú var stígnum fylgt áfram áleiðis að Sandfelli. Þar greindist hann aftur; annars vegar beint áfram inn á fyrrnefndar Þjóðleiðir, og hins vegar upp í selið. Síðanefndu leiðinni var fylgt upp á móbergsás. Þaðan var ágætt útsýni yfir Sandfellstjörn og á Kjöl. Neðan ássin lá stígurinn við enda grágrýtisholts og að Fossá þar sem hún fellur úr tjörninni. Álftarpar neri saman hálsum og gæsir horfðu á með aðdáun.

VarðaSelið kúrir undir lágu holti, einu af nokkrum austan Sandfellstjarnar, skammt norðan við Fossá. Ekki er ólíklegt að áin hafi fengið nafn sitt af litlum fallegum fossi (sjá mynd hér að neðan) neðan við selið. Stekkurinn er við fossinn. Selið er óvenjulegt að því leyti að það hefur fjögur rými í stað þriggja, sem hefðbundið er í seljum á Reykjanes-skaganum. Það virðist vera af seinni tíma gerð selja, þ.e. reglulegri mynd en þekktist í þeim eldri. Líklegt má telja, af tóftunum að dæma, að haft hafi verið í seli þarna vel fram á 19. öld. Veggir standa grónir (0.60 m) og augljóslega má sjá húsaskipan og gangverk milli rýma. Hleðslur eru fallnar, en sjást, t.d. í meginrýminu, þ.e. baðstofunni, sem hefur verið innst og aukarýmið hefur augsýnilega tengst henni. Búrið hefur verið vinstra megin við innganginn í baðstofuna og eldhúsið hægra megin.
FossáAð vettvangsskoðun lokinni var ákveðið að fylgja Sel-stígnum utanverðum, enda augljós þar sem hann lá frá selinu. Liggur hann eðlilega sem leið liggur neðan við grágrýtis- og móbergsholtin sunnan við selið, niður með hæðardrögum á vinstri hönd og að fyrrnefndum gatnamótum (stígsmótum) ofanvið vörðuna. Frá stígnum er frábært útsýni yfir neðanverða Kjósina.

Þegar að vörðunni var komið var stígnum fylgt hvylftina í hamraveggnum, á ská niður sandása og að brúninni. Þarna mætti að ósekju hlaða vörðu fyrir þá, sem áhuga hafa á áhuagverðri leið, en eru ekki fulllæsir á landslagið.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

SognP.S. Hafa ber í huga að ekkert hefur fundist hingað til nema að því hafi verið leitað, þ.e. farið á staðinn, með allri þeirri fyrirhöfn sem því fylgir. Hluti fyrirhafnarinnar hefur falist í eftirgrennslan, leit, grúski og viðtölum við fólk, sem gerst þekkir til á hlutaðeigandi svæði. Útvega hefur þurft kort, loftmyndir og skrár er upplýst geta um möguleikana, skoða vettvang, meta aðstæður, bíða eftir ákjósanlegu veðri eða jafnvel árstíma og leggja síðan af stað, horfa, meta, leita og fylgja vísbendingum. Þegar allt þetta hefur borið árangur þarf að ljósmynda, teikna upp, hnitsetja, skrá og borða nestið. Og ekki má gleyma þeim tíma, sem fer í að koma öllu þessu heim og saman í stuttum texta og útvali ljósmynda, búa til uppdrætti, gera kort, færa inn á þau helstu upplýsingar til glöggvunar. Og síðan þarf að uppfæra allt þetta í réttu hlutfalli við síbreytilega tæknimöguleika – en allt er þetta fyrirhafnarinnar virði.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Vindás
-Guðbrandur Hannesson

SelstígurinnSognsel

Ölfusrétt

Í Bændablaðinu 2016 segir Ólafur R. Dýrmundsson frá „Ölfusréttum„:

Ólafur Dýrmundsson

Ólafur R. Dýrmundsson – síðasti fjárbóndinn í Reykjavík.

„Það þykir gjarnan fréttnæmt þegar ný og vönduð mannvirki eru tekin í notkun, ekki síst lögréttir sveitarfélaga, svo sem öðru hvoru er greint frá hér í Bændablaðinu og öðrum fjölmiðlum.

Gamlir siðir og hefðir
Íslenska fjallskilakerfið sem felur í sér nýtingu víðáttumikilla sumarbeitilanda, göngur og réttir á haustin og notkun eyrnamarka fyrir allt sauðfé, er eitt af því fáa sem lítið hefur breyst frá upphafi byggðar í landinu. Allt er þetta hluti af menningararfinum. Sömuleiðis sauðkindin sjálf sem þekkt er fyrir mikla erfðafjölbreytni, svo sem í litum, fyrir verðmætar afurðir, og síðast en ekki síst, fyrir veigamikið hlutverk í viðhaldi búsetu og mannlífs þjóðarinnar um aldir.
Það er í sjálfu sér verðugt verkefni að skoða til dæmis hvar og hvernig réttir voru reistar um land allt, allt frá litlum sundurdráttarréttum heima við bæi til stórra lögskilarétta sveitarfélaga í samræmi við ákvæði afréttarlaga og fjallskilasamþykkta á hverjum tíma. Enn er þessum gömlu siðum og hefðum haldið við, að mestu óbreyttum, en þó í takti við nýja tíma.

Ölfusið var fjármargt

Hvammur

Hvammur – gamli bærinn.

Sveitarfélagið Ölfus, sem var myndað við sameiningu Ölfus- og Selvogshreppa 1988, hafði innan sinna marka Grafning allt til 1785 og höfðu sveitirnar sameiginlegar lögréttir allt til 1910 þegar Selflatarétt í landi Úlfljótsvatns var vígð. Hún gegnir enn hlutverki sínu og er ein af elstu réttum í Landnámi Ingólfs Arnarsonar.
Um langt skeið á meðan réttarhaldið var enn sameiginlegt með Ölfusi og Grafningi, eða allt til 1845, stóðu Ölfusréttir skammt fyrir austan bæinn Hvamm, vestan við innanvert Ingólfsfjall. Í fornöld er talið að Ölfusingar og Suðurnesjamenn hafi réttað sameiginlega við Orrustuhól á Hellisheiði.

Selflatarétt

Selflatarétt – loftmynd.

Hin víðáttumiklu og góðu engjalönd í Ölfusinu tryggðu heyskap í öllum árum, einnig fyrir bændur úr öðrum sveitum. Þar var því löngum fjármargt og vetrarbeit nýttist einnig vel.
Síðustu áratugina hafa þó orðið miklar breytingar á fjárbúskapnum. Þannig var ásett sauðfé í Ölfusi og Selvogi samtals 8.200 kindur haustið 1965, 7.000 haustið 1982, fækkaði hratt á þeim áratug niður í 4.750 haustið 1989 en um árabil hefur fjártalan í sveitarfélaginu Ölfusi verið tæplega 2.000 vetrarfóðraðar kindur. Fjárbúum fækkaði einnig fyrir og um aldamótin en fjöldi þeirra hefur haldist svipaður í seinni tíð.
Þess ber að geta að fyrir 50 árum voru rúmlega 500 vetrarfóðraðar kindur í Hveragerði sem gengu með Ölfusfénu í afrétti en þar er nú fjárlaust.

Lögréttir í Ölfusi og Selvogi

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt – loftmynd.

Rétt er að geta þess að í Sveitarfélaginu Ölfusi eru tvennar lögréttir, annars vegar Selvogsrétt sem lengi hefur staðið við Hlíðarvatn og Ölfusrétt sem nánar verður greint frá hér á eftir.

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt neðan Kolviðarhóls.

Sundurdráttarrétt fyrir norðurhluta sveitarfélagsins er og hefur lengi verið við Húsmúla á Hvannavöllum vestur af Kolviðarhóli en þangað var hún flutt frá Draugatjörn nokkru neðar 1967 og endurbyggð 2006. Þar kemur margt Ölfusfé fyrir eftir fyrri gangnadaginn, vestan Hengils, auk fjár frá nærliggjandi sveitarfélögum, einkum úr Reykjavík og Þingvallasveit. Þá kemur töluvert af fé úr Ölfusi fyrir í útréttum, einkum í Selflatarétt í Grafningi og Fossvallarétt í Kópavogi.
Féð úr þeim hluta Ingólfsfjalls sem ekki er beitarfriðaður er rekið að og dregið sundur í Hvammi. Leitir eru tvennar með tveggja vikna millibili, að mestu leyti á hestum, og síðan er farið í eftirleitir eftir þörfum. Í Ölfusrétt er réttað í lok seinni gangnadagsins.

Nýja Ölfusréttin

Ölfusrétt

Ölfusrétt við Hveragerði – loftmynd 1954.  Nú horfin.

Svo sem áður var vikið að stóð lögrétt fyrir Ölfus í Hvammi fram undir miðja 19. öld þegar hún var flutt vestur í Hveragerði. Sú rétt, stór og hlaðin úr hraungrýti, stóð sunnan við gamla Suðurlandsveginn, skammt frá býlinu Hraunbæ, nokkurn veginn þar sem Hótel Örk stendur.

Ölfus

Í Tímanum 1980 er frétt; „Samþykkt að rífa ekki réttirnar – Fyrir nokkru var skrifað um gamlar réttir sem standa fyrir utan bæinn og af þvi máli er helst það að frétta að hreppsnefndin samþykkti nýlega að ekki skyldi rifa þær að sinni, enda eru þær sögulegt mannvirki eins og Sigurður Pálsson komst að orði. Sagðist hann mikla eftirsjá í réttunum frá því þegar réttað var, en nú er búið að reisa fullkomnari réttir í Ölfusinu. Nú kemur helst til greina að einhver félagasamtök taki málið í sínar hendur og kæmi e.t.v. helst í hlut Náttúruverndarráðs Suðurlands, sem hefur aðsetur á Selfossi, að það tæki af skarið og setti nefnd í málið. Sem fyrr segir er kjörið að sá í dilkana og gera gróðurreiti og eins er hægt að koma upp aðstöðu fyrirferðamenn, tjaldstæðum eða því um líku, nema hvort tveggja væri.“

Mörgum er sú rétt enn minnisstæð og mér vissulega því að ég kom fyrst þangað sem einn skilamanna fyrir Kópavog, Seltjarnarnes og Reykjavík um miðjan 6. áratug liðinnar aldar, rétt tvítugur en þó búinn að stunda fjárbúskap í Reykjavík frá fermingaraldri.

Núparétt

Núparétt – loftmynd.

Mér eru enn minnisstæðir ýmsir bændur þess tíma úr Ölfusi og Grafningi sem þar voru, sumir fjármargir. Ýmsum þeirra átti ég eftir að kynnast síðar. Hvergi hef ég fyrr né síðar séð jafn marga ómerkinga í haustrétt.
Næsta Ölfusrétt var byggð töluvert sunnar, niður undir Núpum, vönduð hringrétt með steyptum undirstöðum og timburklæðningu á stálrörum, vígð haustið 1977. Þangað var ánægjulegt að koma sem skilamaður um áratuga skeið. Eftir að girt var norðan Suðurlandsvegar um og uppúr aldamótunum, og landið sunnan hans var beitarfriðað, lokuðust hefðbundnar rekstrarleiðir til réttarinnar. Einnig var hún farin að láta á sjá. Því var ákveðið að byggja nýja Ölfusrétt norðan við Kamba, við mynni Reykjadals þar sem gott er að reka að í lok seinni gangnadags.
Á þessum stað hafði fé reyndar verið rekið saman um árabil og hægt var að nota safngirðinguna með minni háttar breytingum.

Reykjadalsrétt

Ölfusréttin neðan Reykjadals – loftmynd.

Nýja réttin var smíðuð frá grunni úr timbri í fögrum hvammi vinstra megin við hinn vinsæla göngustíg og reiðleið inn í Reykjadal sem tugir þúsundir ferðamanna fara um á öllum árstímum. Hún var vígð í haust, nánar tiltekið sunnudaginn 18. september 2016, í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni, þar með erlendum ferðamönnum á leið upp í dalinn. Þar var einnig dregið í sundur útréttafé og seinni rétt var hálfum mánuði síðar. Áætlað er að þarna hafi komið til réttar um 1.000 kindur í haust. Reyndist nýja réttin vel í alla staði.
Um er að ræða hringrétt með 18 dilkum af ýmsum stærðum auk tveggja upprekstrardilka með stillanlegum upprekstrargöngum fyrir flutningatæki af ýmsu tagi því að allt fé er bílflutt úr réttinni. Bílastæði eru mjög rúm og aðkoma með flutningatæki góð að öðru leyti en því að fara þarf á vaði yfir Hengladalaá sem aðeins er brúuð með göngubrú.

Gleði og góð stemning
Við vígsluathöfnina fluttu ávörp þeir Halldór Guðmundsson, réttarstjóri og fjárbóndi í Hvammi, Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, og Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss. Halldór greindi í stuttu máli frá breytingum í réttahaldi í Ölfusi undanfarna áratugi og minntist þess þegar hann fór drengur í sínar fyrstu göngur haustið 1953. Þá var féð mjög fátt eftir fjárskipti til útrýmingar mæðiveiki og fleiri sauðfjársjúkdómum. Gunnsteinn benti m.a. á menningarlegt gildi sauðfjárbúskaparins í sveitarfélaginu og það verðmæta tækifæri sem þéttbýlisbörn o.fl. fengju til að kynnast réttastörfunum á haustin.

Barnvæn rétt
Ölfusrétt
Nýja Ölfusréttin er nokkuð sérstæð. Auk þess að vera þægileg við innrekstur og til sundurdráttar er hún mjög aðgengileg gestum og gangandi. Það á ekki síst við um börnin sem eiga greiða leið að almenningnum, jafnvel án þess að fara inn í hann, því að engir dilkar eru þar sem fólk kemur að réttinni. Þá er utan með réttinni gangur sem kemur sér mjög vel, sérstaklega þegar verið er að reka fé úr dilkum að upprekstrargöngunum. Allir dilkar eru vel merktir með bæjaheitum og bæjanúmerum.“ – Dr. Ólafur R. Dýrmundsson

Heimild:
-Bændablaðið, 24. tbl. 15.12.2016, Ölfusréttir – Ólafur R. Dýrmundsson, bls. 42.
-Tíminn-Byggða-Tíminn 10.09.1980, Samþykkt að rífa ekki réttirnar, bls. 2.

Ölfusrétt

Ölfusrétt við Hveragerði – horfin. Uppdráttur ÓSÁ eftir loftmynd 1954.

Hamraselshæðarhellir

Staðsetning Ródólfsstaða hefur lengi verið á huldu – þangað til nú. Á göngunni var „Undirgangur“ m.a. skoðaður að hluta. Í ljós kom og einn af lengri og alls ekki síðri hellum landsins (reyndar ekki samfelldur), ca. 3 km langur. (Þess ber að geta að FERLIR er hér á þessu svæði kominn skammt út fyrir „umráðasvæði sitt“, þ.e. landnám Ingólfs á Reykjanesskaganum og því voru minjastaðirnir ekki skráðir sérstaklega – þótt merkilegir væru.)
Rodolfsstadir-1Í örnefnalýsingu fyrir Miðfell í Þingvallahreppi (Ásgeir Jónasson) frá Hrauntúni segir m.a.:
„Frá bænum liggur Hellisgata austur að fjárhelli fyrir norðan Dagmálabrúnir. Að hellinum er hægt að ganga á 20 mín.; hann er kippkorn na. af Brúnum. Frá hellinum heldur gatan áfram austur hraunið, [um]  Gjáarhóla, sunnan Háhrauns austur í Drift, og er heybandsvegur á sumrum. Hellirinn er hið mesta hrakhýsi, lágur, dimmur og blautur. Þar var byggð heyhlaða 1892; í honum var haft á vetrum um hundrað sauðir og tuttugu til þrjátíu ær. Heyið var gefíð á gadd, sem kallað var, með öðrum orðum: látið á fönn. Féð þyrptist þar utan um og át. Fór furðu litið til ónýtis.
Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heitir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þvergili í Drift, en hin að Driftarenda. Lítinn kipp austur af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu.
Lengra austur, sunnan götunnar, er HraungotuhellirSigghólsgötuvarða. Þar austur af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar, þrír lágir hraunhellar. Þar suðaustur af eru Hellishæðir. Norður af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Þaðan hækkar hraunið austur eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endilöngum. Öll sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krókhólum [í Kaldárhöfða].
Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-Karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-Karhrauni Rodolfsstadir-2og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosabalar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum og smáum. Suðaustur af Litla-Karhrauni eru tveir hellar kenndir við Hraungötu; austur af miðju Litla-Karhrauni er einn hellir, sem við það er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir, kenndur við Stóra-Karhraun. Austan við Mosa er Stóra-Karhraun af sömu gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær norður á móts við Driftarenda og suður undir Sigghólsgötu.
Norðaustur af Fjallsenda eru Ródólfsstaðahæðir, Efri- og Neðri-. Sú neðri er lág, og austur af henni er hóll mikill, er Rani heitir. Efri hæðin er gamall eldgígur, snýr frá austri til vesturs; vestur af henni er hæðardrag.
Á því er stór og fallegur móbergshellir, sem vert Rodolfsstadir-3mundi vera að athuga. Á milli hæðanna, sunnan grjótbala, er sagt, að verið hafi bærinn, sem hæðirnar bera nafn af, en óglöggt sáust þar tóftir síðast á nítjándu öld (sbr. þó Árb. 1905, bls. 46−47).“
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1905 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftirfarandi um athugun sína á nálægum stað ofar í hrauninu: „Rótólfsstaðir – Fyrir ofan Miðfellsfjall í Þingvallasveit, nokkuð langt upp í hrauninu, er rúst af fornbýli, sem nefnt er Rótólfsstaðir. Mjög ógjörla sér til rústanna. Með aðgætni má þó sjá ferhyrnda túngirðingu, sem er gild dagslátta að stærð og við vesturhornið vottar fyrir óglöggum rústum, sem eg treysti mér þó ekki til að mæla og enda ekki til að lýsa svo gagn verði að. Skamt vestur þaðan er hraunhola, sem oft kvað standa vatn í; það er brunnurinn. Hið merkilegasta við þessa rúst er nafnið: »Rótólfsstaðir«, sem auðsjáanlega á að vera Ródólfsstaðir (o: Róðólfsstaðir). Þar eð menn vita eigi af manni með því nafni hér á landi í fornöld, öðrum en Róðólfl biskupi, þá kemur manni ósjálfrátt í hug, að hann muni í fyrstu hafa sezt að á þessum stað, álitið hagkvæmt fyrir trúboðið að búa nálægt alþingi. En svo hafi hann brátt flutt sig að Lundi og síðast að Bæ, eftir því sem reynslan sýndi honum hvað bezt kæmi í hald. Auðvitað getur þetta fornbýli verið kent við annan Róðólf, sem menn hafa ekkert af að segja.

Rodolfsstadir-7

En hvað sem um það er, þá hygg eg að Ródólfsstaðir bendi á það, að snemma á öldum hafi mannsnafnið verið borið fram Ródólfr, en ekki Róðólfr, sem síðar varð, og að d í þessu bæjarnafni hafi snemma orðið að t og það síðan haldist. Annars er líklegt að þar hefði komið ð fyrir d eins og í mannsnafninu. Og sú breyting (ð fyrir d) virðist hafa verið komin á áður rit hófust hér á landi.“
Þegar þetta fyrrverandi bæjarstæði var skoðað 2012 mátti telja líklegt að þar hafi bær eða kot verið stuttan tíma fyrir alllöngu síðan. Sjá mátti móta fyrir tveimur húsum, hluta hleðslu, og einu eða jafnvel tveimur litlum húsum skammt vestar. Með götunni að tóftunum mátti greina garðlag. Gras var takmarkað, en þess meira lyng og kjarr. Staðsetningin er hins vegar ákjósanleg suðsuðvestur undan greindum urðargíg Efri-Ródólfsstaðahæðar. Þarna eru verkefni fyrir fornleifafræðinga framtíðarinnar. (Hnit voru tekin.)
Rodolfsstadir-8Austan við hæðir þessar, upp að Grímsnesvegi, er sléttlendur halli suður að Mosum; heita þar Bringur. Í þeim endilöngum er hellraröð, þar sem víða má ganga úr einum í annan, og heitir það Undirgangur. Þar austur af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafnlangt upp og Bringur, og niður að Stóra-Karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir vafalaust verið sel.“
Þegar FERLIR skoðaði Hamraselshæðir (Hamraselshæðahelli) 2012 kom a.m.k. tvennt í ljós; hellirinn hefur jafnan verið rangt staðsettur á landakort, auk þess sem við hann má finna ýmsar aðrar minjar, s.s. leifar af húsi og skotbyrgi refaskyttu. Að þessu sinni (vorlagi) var enn talsverður snjór í hellinum. Á snjónum var allmikið af tófuskít, sem bendir til þess að þarna hafist skolli enn við; annað hvort innst í hellinum eða í lítilli hraunbólu skammt ofan við hann. Ef um selstöðu hefur verið að ræða (sbr. örnefnið  Hamrasel), þá hefur hún ekki verið þarna. Rakinn var hellisstígurinn niður Bringur að Mosum og var þá komið niður í álitlega selstöðu.

Rodolfsstadir-6

Sá gállinn var bara á henni að þykk snjófönn þakti allt svæðið svo ekki var hægt að staðfesta tóftir í þessari annars skjólgóðu kvos. Svæðið verður því skoðað nánar síðar.
„Miðfellsfjall hefir þrjú aðalnöfn; vestast er Múli, lágur og flatur að ofan; þar næst er Dagmálafjall, stór og mikill ávalur hnúkur; þar eru haldin dagmál frá Mjóanesi; [Hattur er klettur efst á Dagmálafjalli,til að sjá eins og hattur]. Þá kemur; þar skiftist fjallið því nær í tvennt; svo byrjar Norðurfjall.“
Á leiðinni til baka var m.a. komið við í stórum og miklum helli; hraunhveli, á Mosum. Í örnefnalýsingunni má m.a. lesa eftirfarandi um svæðið norðan Hellisgötunnar fyrrnefndu: „Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heitir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þvergili í Drift, en hin að Driftarenda.

Undirgangur-2

Lítinn kipp austur af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu. Lengra austur, sunnan götunnar, er Sigghólsgötuvarða. Þar austur af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar, þrír lágir hraunhellar.  Þar suðaustur af eru Hellishæðir. Norður af Hellishæðum heita Hraungötubrúnir. Þar á er Hraungötuvarða. Þaðan hækkar hraunið austur eftir alla leið austur að Sigghól; það er stór grjóthóll, snýr frá austri til vesturs, og er gjá í honum, nær því endilöngum. Öll sú hæð, suður að Driftargötu eða Gjáarhólum, er nefnd Háhraun og er grösugasti partur hraunsins, að undanteknum Krókhólum [í Kaldárhöfða].

Rodolfsstadir-4

Frá Stekkjarhorni inn með fjallinu, að Ferðamannahorni, austur að Hraungötu og suður að Sigghólsgötu, er nefnt Borgarskarðshraun. Frá Ferðamannahorni með öllu fjallinu, norður fyrir Fjallsenda, liggur mjó rönd af brunahrauni (önnur tegund en hitt hraunið), sem heitir Litla-Karhraun. Frá austurjaðri þess jafnlangt suður, austur að Stóra-Karhrauni og upp að Ródólfsstaðahæð, heitir einu nafni Mosar. Það eru lágir mosabalar með graslautum á milli. Þar er mikill fjöldi af hellum, stórum og smáum. Suðaustur af Litla-Karhrauni eru tveir hellar kenndir við Hraungötu; austur af miðju Litla-Karhrauni er einn hellir, sem við það er kenndur; hér um bil á miðjum Mosum er hár, stór og fallegur hellir, kenndur við Stóra-Karhraun.

Rodolfsstadir-10

Austan við Mosa er Stóra-Karhraun af sömu gerð og hitt, nema víða öllu stórgerðara, og miklu stærra um sig, nær norður á móts við Driftarenda og suður undir Sigghólsgötu.“
Áður hafði verið fjallað um Kaldárhöfðaselin. Í örnefnalýsingu fyrir Miðfell segir um þau: „“Norður af Kaldárhöfðavöllum gengur heiðarmúli vestur úr Lyngdalsheiði, er heitir Selmúli. Þar norður af eru Selvellir. Þar er lítil uppsprettulind, er sjaldan þornar að fullu. Austur af  Selvöllum, í heiðarbrúninni, byrja grasbrekkur þær, er Drift heita. Syðst í henni er Selhvammur. Þar uppi á heiðarbrúninni hafði verið sel frá Kaldárhöfða, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ekki sást þar til tófta í lok nítjándu aldar.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.  

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Miðfell.

Hamrasel

Hamraselshellir.

Sandfellsvegur

Stutt var síðan Kirkjugatan milli Reynivalla og Fossár var rakin. Nú var ætlunin að fara um Gíslagötu austar á Reynivallahálsi, upp á Selgötuna (Sandfellsleið), fylgja þeim niður í Fossárdal og ganga síðan til baka eftir Svínaskarðsvegi, hinni fornu þjóðleið, að Vindáshlíð.
GíslagataÁ hálsinum eru Dauðsmanns-brekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna, þar sem hún kemur inn á og yfir Sandfellsveg, er dys.
Guðbrandur Hannesson í Hækingsdal lýsti Gíslagötunni þannig áður en lagt var af stað: „Gíslagatan sést þegar komið er upp úr lúpínubreiðu neðan við Gíslalæk og ofan við Gíslalækjardrög. Gatan er skágengin upp hlíðina vestan  við gilið, sem lækurinn rennur um. Fyrst fer hún frá gilinu, en síðan aftur nær því. Kemur hún upp á hamrana um skarð, sem þar er nokkru frá gilinu. Þegar upp er komið er upp á brúnir er varða. Við hana liggur gatan til norðurs, en beygir síðan aftur til austurs uns hún kemur inn á Sandfellsveg í Dauðsmanns-brekkum. Gengið til austurs inn á Sandfellsveg. Hann liggur þar til norðurs. Þegar veginum er fylgt beygir hann fyrst til hægri og síðan aftur til vinstri. Þá eru Dauðsmannsbrekkur á hægri hönd en ekki vinstri eins og sýnt er á landakortum. Í þessum beygjum, við gatnamótin, er Dysin.
Gíslagata á að vera greinileg þegar upp úr drögunum er komið ofan við gilið. Þá er Sandfellsvegurinn vel greinilegur. Ekki eiga að vera vörður við  hann utan þeirrar er ég nefndi. Þá er Svínaskarðsvegurinn vel greinilegur. Hafa ber í huga að Gíslagata hefur ekkert með Sandfellsveginn að gera. Hún var leið á milli Gíslholts og Seljadals, en gatan heitir eftir Gísla Einarssyni, bónda á báðum stöðum, síðar í Seljadal þar sem hann bjó á árunum 1897 til 1921. Þetta er leiðin sem Gísli og hans fólk fór á millum bæjanna. Gísli var afabróðir minn. Afi minn hét Guðbrandur Einarsson frá Hækingsdal. Þar er skyldleikinn kominn milli ábúandans í Seljadals og ábúenda í Hækingsdals.“

Varða

Ábendingar Guðbrands komu sér vel því bæði er búið að sá lúpínu þar sem gatan liggur af fyrrum kirkjugötunni frá nálægum bæjum að Reynivöllum og auk þess hefur gatan verið lítið farin í seinni tíð af öðrum en hestamönnum. Fyrir þá, sem vanir eru að rekja gamlar götur, er gatan augljós upp fyrir brúnirnar. Þar taka við gróningar, en ofan þeirra má sjá hvar gatan liggur á ská til austurs, yfir Gíslalæk ofan gilsins og upp á brún, sem þar er vörðuð.
GíslagataVið vörðuna beygir gatan til norðurs, en hins vegar er auðvelt að villast af henni áfram til austurs því kindagata liggur þar af henni áleiðis að Sandfellstjörnum og nágrennisgróningum. Ef götunni er rétt fylgt héðan í frá verður hún auðlesin allt yfir Dauðsmannsbrekkur og að dysinni, sem þar er við Sandfellsveginn. Við götuna eru þrjár vörður og auk þess tvö vörðubrot. Gatan virðist af umsögninni ekki mjög gömul, en er samt sem áður orðin af fornleif skv. skilgreiningu þjóðminjalaga.

Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum lýsir leiðunum þannig:

„Gíslagata

DysinÖnnur leið yfir Hálsinn er á landamerkjum Vindáss og Reynivalla upp með Gíslalæk, það er Gíslagata. Hún hefst á Gíslholti, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið skógrækt og komið sér upp bækistöð. Síðan liggur vegurinn eftir vel merkjanlegri slóð upp á Hálsinn. Efst taka svo við Gíslagötudrög. Vegurinn beygir til austurs þegar upp er komið og er þar farið yfir Gíslalækinn og haldið síðan nánast beint til norðurs yfir Hálsinn.

Austan götunnar eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna er dys. Í örnefnaskrá segir: „Dauðsmannsbrekkur, talið var að einhvern tíma hefði fundizt þar látinn ferðamaður“. Þegar upp á Hálsinn er komið blasir Sandfell við í suðaustri og vestan við það er Sandfellstjörn.“

Gíslagata

Gíslagata – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar til 1921.” 

Séra Gunnar lýsir einnig Svínaskarðsvegi:
„Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju og segir frá syðri hluta leiðarinnar annars staðar í þessari bók. Vegurinn liggur út Svínadal, yfir Laxá og upp með Vindáshlíð austan Sandfells og er leiðin auðfundin enda oft farin á sumrin, einkum af hestamönnum en einnig göngumönnum.

Leiðin sameinast af Gíslagötu norðan til í Hálsinum. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmanns-brekkum, sem eru þá á hægri hönd og sér þaðan niður í Seljadal. Það er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni; þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Þar er gott sauðfjárland. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsá. Í ánni er Folaldafoss. Eftir Seljadal rennur Seljadalsá, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur.

Leiðin liggur sem fyrr segir ekki niðri í dalnum heldur vestan til í honum, uns hún fer niður í lítið dalverpi er Sperribrekkugil heitir og er ársprænan Mígandi í því gili. Við dys eina, sem er rétt ofan við Míganda, sameinast Svínaskarðsleið Gíslagötu.

Göngusvæðið

Þegar komið er niður í Fossárdalinn liggur leiðin eftir vesturhlíð Þrándarstaðafjalls, eftir svonefndum Reiðhjalla og beygir síðan til austurs inn á við í átt til Brynjudals. Önnur leið liggur svo til vesturs.

Í Fossárdal er forvitnilegt að svipast ofurlítið um og skoða gömlu fjárréttina niðri við ána, um það bil 250 metra frá steypta veginum. Niðri við veginn er svo önnur hlaðin rétt í Kálfadal, hún er allmiklu yngri en hin. Fossinn neðst í ánni nefnist Sjávarfoss.

Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.“

SandfellsvegurGíslagatan er vel greinileg yfir hálsinn. Á Dauðsmannsbrekkum verður hún ógreinileg á melum, en auðvelt er að sjá hvernig hún hefur legið á ská niður malarbrekkuna.
Þá var Sandfellsvegi fylgt upp að Sandfelli. Um er að ræða unnin veg, en sjá má gömlu götuna á stuttum köflum beggja vegna hans. Veginum er auðvelt að fylgja. Tvær vörður eru á brúnum austan hans. Sandfellstjörn verður á hægri hönd sem og Sandfellið. Utan í því austanverðu eru gatnamót Svínaskarðsvegar. Neðar hverfur gatan undir veginn, en beygir síðan til hægri ofan við Vindássel. Þaðan í frá er auðvelt að fylgja henni niður á kirkjugötuna gömlu.

Á næstunni er fyrirhuguð ferð upp frá Fossá inn á Sandfellsveg. Ætlunin er að fylgja honum upp að dysinni, rekja síðan Gíslagötu áfram yfir í Seljadal og ganga Svínaskarðsveginn upp að Sandfelli og niður að Vindáshlíð.

Sandfellstjörn

Þegar komið var niður að Vindáshlíð blasti húsakostur KFUMogK við. Einn þátttakenda, fyrrum félagsmaður og síðar starfsmaður, lýsti kirkjunni með eftirfarandi hætti: „Hallgrímskirkja í Vindáshlíð er kirkja sem staðsett er í Vindáshlíð í Kjós og er hluti af starfstöð KFUM og KFUK þar. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ afhenti sumarstarfi KFUK í Reykjavík sína gömlu kirkjubyggingu til eignar án endurgjalds sumarið 1957 er ný kirkja hafði verið byggð og vígð í Saurbæ það sama sumar, en byggingin hafði verið guðshús Saurbæjarsóknar Sandfellfrá árinu 1878. Hugmyndin um að flytja kirkjuna frá Saurbæ upp í Vindáshlíð hafði vaknað hjá velgjörðarmanni sumarstarfs KFUK í Reykjavík, Guðlaugi Þorlákssyni, meðan á byggingu nýju kirkjunnar í Saurbæ stóð, en draumur um kirkju í Vindáshlíð hafði lengi verið í huga hans og annarra sem tengdir voru starfinu. Tveimur árum áður en ný kirkja í Saurbæ var vígð leitaði Guðlaugur Þorláksson á fund prófastsins og sóknarprestsins í Saurbæ, séra Sigurjóns Guðjónssonar og kom hugmyndinni og beiðni um gömlu kirkjuna á framfæri. Tók hann henni vel og kom þessari málaleitan til skila við sóknarnefndina, sem samþykkti beiðnina.
VindáshlíðÍ miklu hvassviðri í febrúar 1957 færðist kirkjan til á grunni sínum. Þá hringdi sr. Sigurjón Guðjónsson, prófastur í Saurbæ, í Guðlaug Þorláksson og sagði við hann: „Nú er kirkjan lögð af stað í Vindáshlíð“. Kirkjan var svo flutt á flutningavagni upp í Vindáshlíð mánudaginn 23. september 1957 og kom þann 24. september um kvöldið þangað eftir einstaka ferð sem í dag er talið mikið verkfræðilegt afrek miðað við tækni þess tíma. Kirkjunni var valinn staður uppi á flötinni þar sem hæst ber í Vindáshlíð og ekkert skyggir á hana. Aðalsteinn Thorarensen, húsgagnasmiður, var fenginn til að annast endurbætur á kirkjunni ásamt félögum sínum, Magnúsi Jónssyni og Ægi Vigfússyni húsgagnasmiðum. Kirkjan var stækkuð með viðbyggingu við kórgafl, en hélst að öðru leyti óbreytt að utan. Að innan var hún öll einangruð og þiljuð.
KirkjanInni í kirkjunni tók vígslubiskup við kirkjugripunum, sem gefnir höfðu verið í tilefni endurvígslunar, og setti á altarið. Vígslan hófst með því að Gústaf Jóhannesson lék á orgelið. Blandaður kór KFUM og KFUK annaðist söng. Séra Bjarni hélt vígsluræðu og ritningarlestra lásu þeir séra Friðrik Friðriksson, séra Kristján Bjarnason, þáverandi sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós, séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík og séra Sigurjón Þ. Árnason, prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Að því loknu vígði séra Bjarni Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og afhenti hana sumarstarfi KFUK. Þá prédikaði séra Sigurjón Guðjónsson prófastur og athöfnin endaði á því að séra Magnús Runólfsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík, tónaði bæn og blessunarorð. Hlíðarstjórn samþykkti á stjórnarfundi 18. apríl 1959, að áletrunin á kirkjuklukkuna skyldi vera svohljóðandi: Hallgrímskirkja í Vindáshlíð 24. september 1957, þann dag sem kirkjan kom upp í Vindáshlíð. 

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Gunnar Kristjánsson – Í Kjósinni.
-Örnefnalýsing fyrir Vindás.
-Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hallgrímskirkja í Vindáshlíð, bls. 87-92 í bókinni: Hér andar Guðs blær – Saga sumarstarfs KFUK, Reykjavík 1997, útgefandi: Vindáshlíð, ritstjóri: Gyða Karlsdóttir.Dys