Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950 er sagt frá afhjúpun á “Brjóstmynd af Bjarna riddara” í Hellisgerði:
“Í september 1950 var afhjúpuð í Hellisgerði brjóstmynd af Bjarna riddara Sívertsen, sem útgerðarfélögin Vífill og Hrafna-Flóki í Hafnarfirði hafa gefið Hellisgerði.
Minnismerkið var gert af Ríkharði Jónssyni, og er fyrsta minnismerkið, sem sett er upp í Hafnarfirði. Minnismerkið var afhjúpað af frú Þórunni Bjarnadóttur, sem er afkomandi Bjarna.
Stallurinn undir myndinni er hlaðinn úr fjörusteinum, sem fluttir voru austan úr Selvogi, en þaðan var Bjarni ættaður.
Mikill mannfjöldi var viðstaddur við þetta tækifæri, og ræður fluttu: Adolf Björnsson, fulltrúi, sem talaði fyrir hönd gefanda. Kristinn Magnússon, formaður Magna, sem þakkaði þessa veglegu gjöf og Helgi Hannesson, bæjarstjóri, sem minntist Hafnarfjarðar.”
Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 18. tbl. 16.09.1950 – Brjóstmynd af Bjarna riddara. bls. 4.