Setbergssel

Ætlunin var að skoða fjárhústóft í Húsatúni á Setbergshlíð sunnan Svínholts og koma við í Setbergsseli undir Þverhlíð.
Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar af svæðinu segir m.a.: “Suður af Þverhlíð er talsverður halli á hrauninu og liggur SetbergsselSelvogsgatan yfir það þar. Í þessari hraunbrekku eru tveir hellar. Hægt er að ganga í gegnum nyrðri (neðri) hellinn og er hleðsla inni í honum. Sunnan við hellinn er varða, hlaðin úr hraungrýti og þétt með steypu. Umhverfis þann helli er meiri gróður en annars staðar í nágrenninu. Líklegast þykir mér, að þetta sé sá hellir, sem kallaður var Selhellir, og hann heiti einnig Kethellir. Gróðurfar gæti bent til þess, að þar hafi verið sel, en það mun hafa verið við Selhelli. Einnig benda girðingaleifar og það, hve vönduð varðan við neðri hellinn er, til þess, að hann sé talinn vera á landamörkum, en Kethellir á einmitt að vera á mörkum. Syðri hellirinn er í kvos eða keri og veit opið móti austri. Á vesturbarmi kersins yfir hellinum er stór og stæðileg varða. Sá hellir tel ég, að sé Kershellir, því að hann er í eins konar keri. Rétt er að geta þess, að mönnum ber ekki saman um hvernig þessi þrjú hellanöfn tengjast þessum tveimur hellum.
Við samantekt þessarar örnefnaskrár hef ég haft við höndina örnefnaskrár Ara Gíslasonar og Gísla Sigurðssonar. Inngangur í SelhelliMestar upplýsingar hef ég þó fengið hjá móður minni, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, sem er fædd í Urriðakoti, næsta bæ við Setberg, 1906 og átti þar heima til 1939. Hún hefur komið með mér á flesta eða alla þá staði, sem nefndir eru í þessari örnefnaskrá, og suma þeirra oft á síðastliðnum 30 árum. Þess má geta, að móðir hennar, Sigurbjörg Jónsdóttir fædd 1865, ólst upp á Setbergi og átti þar heima til 1888.” Sigurbjörg var dóttir Jóns Guðmundssonar, bónda á Setbergi.
Ruglingurinn hefur gjarnan falist í því að nöfnin á hellana hafa verið fleiri en hellarnir. Þeir eru hins vegar fleiri á svæðinu og ef vel er að gáð koma nöfnin heim og saman. Meira að segja eru tveir hellar í Setbergsseli; auk Selhellis er myndarlegur hellir vestan við gerðið (stekk) í selinu, Sunnan við hann sést enn móta fyrir kví.
Í SelhelliUppi í Setbergshlíðinni, ofan við stóra vörðu skammt austan við Gráhellu, má enn sjá háar hleðslur af gömlu fjárhúsi, sem byggt voru þar árið 1904 þegar Setbergsbóndi flutti fé sitt úr Setbergsseli, sem er þarna skammt ofar. Gott útsýni er til selsins frá fjárhúsinu. 

Góðir hagar eru bæði ofar í hlíðinni og niður undir fjárhúsinu. Í einni heimild eru þar nefndar Fjárhúsbrekkur. Húsið hefur verið nokkuð stórt á þeirra tíma mælikvarða. Í miðjunni er hlaðinn garður og minna hús hlaðið við endann.

ÍFjárhústóftin á Setbergshlíð örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar af svæðinu segir m.a.: “Vestan við Kershelli/Ketshelli sér niður á grassvæði. Selvogsgatan liggur niður að því og áfram í gegnum það uns hún sveigir að Þverhlíð. Á norðanverðu svæðinu er stekkur í kvos. Hleðslur eru til að hindra uppgöngu úr kvosinni. Op er til vesturs. Vestan opsins er hraunkantur. Handan og fast við kantinn er enn eitt op á helli. Hann er þó mun styttri en hinir. Frá opinu liggur hann til austurs, á móti hinum. Sunnan við opið sést móta fyrir kví í skjóli fyrir austanáttinni. [Þessi kví mun hafa tilheyrt Hamarsskotsselinu, sem var öndvert í hellinum (sunnanverðum].Sunnar, syðst á grassvæðinu eru tóttir Setbergssels. Bæði hefur jarðsig verið notað svo og tóttir, sem þarna eru. Fyrir framan hól eru bogadregnar hleðslur fyrir helli. Þar er Setbergsselsfjárhellir. þegar komið er inn í hann miðjan er hlaðinn garður þvert fyrir hellinn. Hinn hlutinn er Hamarskotsselsfjárhellir. Hægt er að ganga í gegnum hellinn og er þá komið út þar sem verið hefur tótt Hamarskotssels. Geitur voru hafðar í helli þessum á fyrri hluta 20. aldar.”

FjárhústóftinSvæði þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í síðdegisgöngu, en jafnframt skoða mikið á stuttum tíma. Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna. Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan/sunnan við bæinn á Setbergi. Ofan við Kershelli er Hvatshellir í stóru jarðfalli. Hann opnaðist í jarðskjálfta á 19. öld. Nafnið Kershellir hefur í seinni tíð færst yfir á Hvatshelli. Kershellir, sem er á landamerkjum, er tvískiptur; nyrðri helmingur hans tilheyrði Setbergi og sá syðri Hamarskoti.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Útsýni að Setbergsseli