Færslur

Lækjarbotnar

Gengin var Selvogsgata upp frá Lækjarbotnum og áfram áleiðis upp með Setbergshlíð.

Selvogsgata

Selvogsgata vestan Setbergshlíðar.

Komið var að stíflu vatnsveitunnar í Lækjabotnum og kíkt á hleðslur undan húsinu, sem þar var yfir “vatnsuppsprettunni” nyrst undi Gráhelluhrauni. Enn má sjá leifar gömlu tréleiðslunnar í tjörnunum ofan við stífluna. Andarpar lá við annan bakkann með höfuð undir vængum. Lúpínan er farin svo að segja til um allar hlíðar, en innan um má sjá gytta í hrafnaklukka, blágresi, melasóley, lambagras og gleiri litskrúðugar blómategundir.
Þegar komið var á móts við Gráhellu var strikið tekið inn á hraunið og að henni. Undir hellunni er hlaðið hús og gerði norðan þess. Austan við helluna er lítil hleðsla, nokkurs konar skjól. Gráhelluminjanar eru frá Setbergi, líklega fyrir þann tíma er Jón Guðmundsson, áður frá Hvaleyri og þar áður frá Haukadal, bjó þar.

Lækjarbotnar

Inntakið í Lækjarbotnum.

Gengið var á ný að Setbergshlíð, með stefnu á háa vörðu uppi og framan í hlíðinni. Þegar upp að henni var komið, eftir að hafa fetað birkivaxna hlíðina, var þaðan fallegt útsýni yfir að Setbergsseli, Sléttuhlíð og Helgafelli. Sólbjarma sló á Grindaskörðin í fjarska.

Ofan við vörðuna eru tóftir af stóru fjárhúsi frá Setbergi. Setbergsselið var í alfararleið þar sem Selvogsgatan lá í gegnum það. Í kringum selið og í brekkunum ofan við það er ágæt beit, en segja má að aðstaða selsins hafi verið færð úr alfararleiðinni og upp á hlíðina, en ofan við það, með hraunbrúnum og hæðum, hefur einnig verið ágætis beit.

Fjárhús

Fjárhúsið.

Fjárhúsið hefur verið allstórt. Nyrst í því hefur verið hlaða. Ekki er auðvelt að mynda rústirnar þar sem sléttlent er allt í kring.
Haldið var upp og norður hlíðina. Um eyðimela er að fara í fyrstu, en síðan reynir lúpínan að hefta för, en hún er nú reyndar léttvægur farartálmi. Gengið var upp á Svínholt (eða Svínhöfða öðru nafni). Uppi á honum, á svonefndum Flóðhjalla, er mikið mannvirki eftir breska herinn, sem þarna var svo að segja út um öll holt og hæðir. Stór kampur var t.d. á Urriðakotshæð.

Flóðahjalli

Flóðahjalli – minjar.

Mannvirkið er hringlaga með byrgjum að innan. Hleðslurnar eru ekki eins vandaðar og verklegar eins og í fjárborgum þeir, sem Íslendingar hafa hlaðið í gegnum aldrirnar. Grjótinu er raðað í neðstu raðir, sumu hverju með vélum, og síðan reynt að raða upp á það, en smærra grjótinu kastað innan í og á milli, líkt og hleðslumenn hafi kappkostað að tæma holtið af grjóti og finna því stað í mannvirkinu. Líklega hefur verið bæði kalt og næðingssamt þarna á holtinu, ekki síst að vetri til.

Flóðahjalli

Flóðahjalli – áletranir.

Áletranir eru á klöpp inni í hringnum. M.a. má sjá þarna ártalið 1940.
Gengið var niður Svínhöfða að norðanverðu með útsýni yfir að Urriðavatnskoti (Urriðakoti). Gangan endaði við golfskálann ofan við Setberg þar sem ferðalöngum var veittur góður beini.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 1 klst og 59 mín

Setbergssel

Setbergssel. Helgafell fjær.

Lækjarbotnar

Gengin var Selvogsgata upp frá Lækjarbotnum og áfram áleiðis upp með Setbergshlíð.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – leifar af vatnsleiðslunni.

Komið var að stíflu vatnsveitunnar í Lækjabotnum og kíkt á hleðslur undan húsinu, sem þar var yfir “vatnsuppsprettunni” nyrst undi Gráhelluhrauni. Enn má sjá leifar gömlu tréleiðslunnar í tjörnunum ofan við stífluna. Andarpar lá við annan bakkann með höfuð undir vængum. Lúpínan er farin svo að segja til um allar hlíðar, en innan um má sjá gytta í hrafnaklukka, blágresi, melasóley, lambagras og gleiri litskrúðugar blómategundir.

Gráhella

Gráhella.

Þegar komið var á móts við Gráhellu var strikið tekið inn á hraunið og að henni. Undir hellunni er hlaðið hús og gerði norðan þess. Austan við helluna er lítil hleðsla, nokkurs konar skjól. Gráhelluminjanar eru frá Setbergi, líklega fyrir þann tíma er Jón Guðmundsson, áður frá Hvaleyri og þar áður frá Haukadal, bjó þar.
Gengið var á ný að Setbergshlíð, mð stefnu á háa vörðu uppi og framan í hlíðinni. Þegar upp að henni var komið, eftir að hafa fetað birkivaxna hlíðina, var þaðan fallegt útsýni yfir að Setbergsseli, Sléttuhlíð og Helgafelli. Sólbjarma sló á Grindaskörðin í bakgrunni.

Setberg

Setberg – fjárhústóft í Fjárhúsholti.

Ofan við vörðuna eru tóftir af stóru fjárhúsi frá Setbergi. Setbergsselið var í alfararleið þars em Selvogsgatan lá í gegnum það. Í kringum selið og í brekkunum ofan við það er ágæt beit, en segja má að aðstaða selsins hafi verið færð úr alfararleiðinni og upp á hlíðina, en ofan við það, með hraunbrúnum og hæðum, hefur einnig verið ágætis beit.
Fjárhúsið hefur verið allstórt. Nyrst í því hefur verið hlaða. Ekki er auðvelt að mynda rústirnar þar sem sléttlent er allt í kring.

Flóðahjalli

Tóftin á Flóðahjalla.

Haldið var upp og norður hlíðina. Um eyðimela er að fara í fyrstu, en síðan reynir lúpínan að hefta för, en hún er nú reyndar léttvægur farartálmi. Gengið var upp á Svínholt (Hádegisholt). Uppi á því, á svonefndum Flóðhjalla, er mikið mannvirki eftir breska herinn, sem þarna var svo að segja út um öll holt og hæðir. Stór kampur var t.d. á Urriðakotshæð.  Mannvirkið er hringlaga með byrgjum að innan. Hleðslurnar eru ekki eins vandaðar og verklegar eins og í fjárborgum þeir, sem Íslendingar hafa hlaðið í gegnum aldrirnar.

Flóðahjalli

Flóðahjalli – áletrun.

Grjótinu er raðað í neðstu raðir, sumu hverju með vélum, og síðan reynt að raða upp á það, en smærra grjótinu kastað innan í og á milli, líkt og hleðslumenn hafi kappkostað að tæma holtið af grjóti og finna því stað í mannvirkinu. Líklega hefur verið bæði kalt og næðingssamt þarna á holtinu, ekki síst að vetri til. Áletranir eru á klöpp inni í hringnum. M.a. má sjá þarna ártalið 1940.
Gengið var niður Svínhöfða að norðanverðu með útsýni yfir að Urriðavatnskoti (Urriðakoti). Gangan endaði við golfskálann ofan við Setberg þar sem ferðalöngum var veittur góður beini.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 1 klst og 59 mín.

Setbergssel

Setbergssel.

Rauðshellir

Ákveðið var að að taka hellahring í Kaldárseli.

Kétshellir

Ketshellir / Setbergsselsfjárhellir.

Byrjað var á að kíkja á Hamarkotsselshelli (Selhellir) og Setbergsselshelli (Ketshellir) undir Setbergshlíð. Hellirinn er um 15 metra langur og opnast í báða enda. Hleðslur eru fyrir opum, einkum Setbergsselshellismegin. Þverhleðsla skiptir hellinum fyrir miðju. Stórar hraunhellur hafa fallið úr þaki inngangsins að norðanverðu, en hellirinn sjálfur hefur veitt fé (og reyndar geitumundir það síðasta, gott skjól á meðan var. Gróið er í kringum Setbergsselið og fallegur stekkur er þar sem Selvogsgatan liðast upp hálsinn, í átt að Kershelli og Smyrlabúðahrauni. Selið er undir hæðinni, utan í Gráhelluhrauninu, en innan við hraunkantinn er enn eitt hellisopið.

Kershellir

Kershellir.

Kershellir er bæði aðgengilegur og rúmgóður. Hann opnast innan úr keri efst á hraunbrún. Ofan við opið er stór varða. Innan úr Kershelli er Hvatshellir, sá sem drengir Friðiks Friðrikssonar söfnuðust saman í á leið þeirra í Kaldársel. Síðar var lagður vegur að búðum KFUM er reistar voru þar. Gamla Kaldársel er undir suðurvegg búðanna (hússins).
Þá voru skoðaðir Kaldárselsfjárhellarnir er FERLIR opnaði fyrir u.þ.b. þremur árum. Þá voru engin spor við munnana og alls engin innan þeirra. Greinilegt er að margir hafa litið þarna við síðan þá.

Helgadalur

Helgadalur – stekkur.

Ummerki eftir heykuml er miðsvæðis, en í nyrsta fjárskjólinu er hlaðinn miðgarður. Syðsta fjárskjólið er stærst og aðgengilegast. Við munnann hafði þröstur verpt fjórum eggjum í hreiður á syllu við innganginn. Fylgdist hann vel með mannaferðum og lét í sér heyra.
Lokst var strikið tekið til austurs áleiðis að Helgadalshellunum; Hundraðmetrahelli og Rauðshelli. Gengið var eftir hleðslunni undir gömlu vatnsleiðsluna úr Kaldárbotnum, henni fylgt áleiðis til suðausturs yfir Lambagjá og síðan vent til austurs að Helgadal. Greinilegt var að einhverjir hafa verið duglegir að hirða grjót úr hleðslunni á köflum. Á leiðinni mátti sjá falleg hraunreipi í helluhrauninu. Ekki var litið inn í Níutíumetrahellinn að þessu sinn, en höfðinu hins vegarstungið niður í Vatnshelli. heyra mátti tónlist vatnsins er dropar þess lentu á sléttum tærum vatnsfletinum og bergmáluðu inni í holrúminu.

Rauðshellir

Rauðshellir.

Þegar komið var að Rauðshelli skein sólin á munnann og hleðslurnar þar fyrir. Einhverjir hafa í seinni tíð nefnt hellinn Pólverjahelli, en þegar hann er skoðaður gaumgæfilega fer hin gamla nafngift ekki á milli mála. Víða í hellinum hefur rauðleitt hraunið runnið upp á veggina og makað hann litskrúðugan. Hleðslurnar fyrir opum og gróið jarðfallið benda til þess að þarna hafi einhvern tímann verið selstaða. Þá staðfestir forn stekkur norðan við það þá kenningu. Misgengi liggur með norðanverðum Helgadal til austurs og vesturs. Undir því á einum stað sést móta fyrir hleðslum.

Helgadalur

Op Hundraðmetrahellisins.

Farið var inn í Hundarmetrahellinn og skoðaðir raunbekkirnir með veggum og einnig litið á hraunfossinn inn undir jarðfallinu við enda hans. Ofan við hraunfossin er rás upp úr hrauninu sunnan við og undir sauðfjárveikigirðinguna, sem þarna er.
Helgafell skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni, sem og Valahnúkar og Kaldárbotnar.

Frábært veður.

Helgadalur

Hleðslur í Rauðshelli.

Hvatshellir

Gengið var frá Sléttuhlíð upp að Selvogssgötu undir Smyrlabúðahrauni.

Stekkur við Hamarskotsfjárhelli

Stekkur við Hamrakotshelli.

Þaðan var gamla gatan gengin niður að helli, sem í seinni tíð hefur verið nefndur Kershellir, en Hvatshellir er afhellir innan af honum. Stór varða er á suðvesturbrún hans. Farið var niður í hellinn og hann skoðaður hátt og lágt. Hann liggur til vesturs úr jarðfallinu, um 40 metra langur. Segja má að hellirinn hafi verið óvenju fallegur því hæfilega löng grýlukert lágu niður úr svo til öllu lofti hans. Á leiðinni út var farið til vinstri, framhjá jarðfallinu, til austurs og þar inn þrönga hraunrás, sem séra Friðrik Friðriksson kom á spjöld sögunnar í frásögn hans af Sölva. Hellirinn er nefndur eftir göngufélaginu “Hvatur”, sem mun hafa farið þangað af og til og m.a. haldið samkomur sínar í honum. Hellirinn er nokkuð þröngur til að byrja með, en víkkar á ný í hvelfingu. Þá þrengist hann aftur, en opnast síðan inn í enn aðra hvelfingu. Alls er hellirinn um 100 m langur. Til leiðbeiningar skal þess getið að til skamms tíma voru þrjár litlar vörður á Kersbrún norðaustan við op hans (Ólafur Þorvaldsson 1949). Þessar vörður voru sameinaðar í eina um eða eftir 1960.
Ketshellir er sunnan við Kershelli/Hvatshelli. Hann er í gróinni hraunrás í um 30 metra fjarlægð og liggur í sömu stefnu og Kershellir (vesturs). Hellirinn er rúmgóður og um 30 metra langur. Hann er í fornum ritum nefndur Selshellir.

Hamarskotsselsfjárskjól

Hamarskotsselsfjárhellir.

Samkvæmt Jarðarbókinni sem Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu að árið 1703 í Gullbringusýslu kemur fram: að jörðin á selstöðu þar sem heitir Kietsheller. Sami hellir var einnig nefndur í tengslum við Hamarskot, sem var hjáleiga Garðakirkju. Var greint frá því að selstöðu ætti Hamarskot í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettahlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarskotssel. (Árni Magnússon og Páll Vídalín 1923-1942). Hellirinn var á mörkum jarðanna og opinn í báða enda og þar af leiðandi notaður af ábúendum beggja jarða til helminga og þá jafnan nefndur einu nafni Selhellir.

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Vestan við hellana sér niður á grassvæði. Selvogsgatan liggur niður að því og áfram í gegnum það uns hún sveigir að Setbergsshlíð. Á norðanverðu svæðinu er stekkur í kvos. Hleðslur eru til að hindra uppgöngu úr kvosinni. Op er til vesturs. Vestan opsins er hraunkantur. Handan og fast við kantinn er enn eitt op á helli. Hann er þó mun styttri en hinir. Frá opinu liggur hann til austurs, á móti hinum.

Sunnan við opið sést móta fyrir kví í skjóli fyrir austanáttinni. Sunnar, syðst á grassvæðinu eru tóttir Setbergssels. Bæði hefur jarðsig verið notað svo og tóttir, sem þarna eru. Fyrir framan hól eru bogadregnar hleðslur fyrir helli. Þar er Setbergsselsfjárhellir. Þegar komið er inn í hann miðjan er hlaðinn garður þvert fyrir hellinn. Hinn hlutinn er Hamarskotsselsfjárhellir. Hægt er að ganga í gegnum hellinn og er þá komið út þar sem verið hefur tótt Hamarskotssels. Geitur voru hafðar í helli þessum á fyrri hluta 20. aldar. Sunnan við Hamarskotshelminginn er hlaðinn stekkur.
Svæði þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í síðdegisgöngu, en jaf
nframt skoða mikið á stuttum tíma. Gerður var uppdráttur af svæðinu.Sjá meira HÉR.
Veður var með ágætum – bjart og stillt.

Kétshellir

Kétshellir / Setbergsselsfjárhellir.

 

Hvatshellir

Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna.

Setberg

Setberg – fjárhústóft í Fjárhúsholti.

Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan við bæinn á Setbergi. Ofan við Kershelli er Hvatshellir í stóru jarðfalli. Hann opnaðist í jarðskjálfta á 19. öld. Nafnið Kershellir hefur í seinni tíð færst yfir á Hvatshelli.
Kershellir, sem er á landamerkjum, er tvískiptur; nyrðri helmingur hans tilheyrði Setbergi og sá syðri Hamarskoti.

Kershellir

Kershellir.

Hvatshellir gengur innan af og austur úr niðurfalli sunnan Suðurhlíðar milli Setbergshlíðar og Slétturhlíðar og er stór varða á vesturbrún þess. Um töluverða hvelfingur er að ræða, um 50 metra langa, 10 metra breiða og um tveggja metra háa. Eftir að komið er niður í hellinn sjást göng upp með niðurfallinu. Þar er afhellir álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri. Heildarlengd hellisins er um 100 metrar. Hellirinn fannst sumarið 1906 og varð forsíðufrétt í blaðinu Þjóðhvelli (1906), en þar segir:

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

“Fjórir piltar, ungir og röskir: Helgi Jónasson, Matthías Ólafsson, Sigurbjörn Þorkelsson (allir þrír starfsmenn Edinborgarverslunar hér í bænum) og Skafti Davíðsson trésmiður, höfðu myndað með sér félag í vor, er heitir Hvatur, í því augnamiði, að temja sér göngulag og styrkja með því líkamann. Hafa þeir því á sunnudögum gengið upp í landið til að njóta fríska loftsins og fegurðar náttúrunnar. Í einum slíkum leiðangri fyrir skömmu, fundu þeir hellir einn uppi í Hafnarfjarðarhrauni, stóran og fallegan – miklu stærri en helli þann í Þingvallahrauni, er kenndur er við enska manninn, Hall Caine, af því að hann fann hann ekki.-

Hleðsla í Setbergsselsfjárhelli / Kershelli

Setbergsfjæárhellir / Hamarkotsfjárhellir.

Þennan nýfundna hellir hafa piltarnir skírt Hvatshelli, eftir félagi sínu, og var vel til fundið. – Lengd hellis þessa, frá enda í enda, kvað vera 300 fet; afhellar eru margir út úr aðalhellinum, hver inn af öðrum, og kvað innsti hellirinn vera þeirra lang-fallegastur. Hvelfing hans er t.d. snilldarvel löguð. Merki þess þykjast menn sjá, að menn hafi komið í hellir þennan áður fyrir löngu.
Árangur af þessari ferð piltanna hefur orðið merkilegur mjög, og hlýtur að vera þeim og öðrum til gleði, – eiga þeir þökk skilið fyrir fundinn. – Að minnsta kosti hefði slíkur fundur sem þessi þótt matur hér í Víkinni, hefði finnandinn verið einhver nafnkenndur útlendingur eða Lord eða eitthvað því um líkt og verið innundir hjá ritstjóranum.”
Ketshellir

Í Setbergsfjárhelli /Hamarkotsfjárhelli.

Heimild m.a.:
-Friðþjófur Einarsson, bóndi á Setbergi.

Setbergssel

Vestan við Kershelli sér niður á grassvæði. Þarna var selstaða Setbergs í Garðahreppi hinum forna (nú að mestu í Hafnarfirði).

Setbergssel

Í Setbergsseli.

Selvogsgatan (Suðurferðavegur) gamla liggur niður um selstöðuna og áfram í gegnum hana uns hún sveigir að Þverhlíð. Á norðanverðu svæðinu er stekkur í kvos. Hleðslur eru til að hindra uppgöngu úr kvosinni. Op er til vesturs. Vestan opsins er hraunkantur. Handan og fast við kantinn er enn eitt op á helli. Hann er þó mun styttri en hinir. Frá opinu liggur hann til austurs, á móti hinum.
Sunnan við opið sést móta fyrir kví í skjóli fyrir austanáttinni. Sunnar, syðst á grassvæðinu eru tóttir Setbergssels. Bæði hefur jarðsig verið notað svo og tóttir, sem þarna eru. Fyrir framan hól eru bogadregnar hleðslur fyrir helli. Þar er Setbergsselsfjárhellir, öðru nafni fyrrnefndur Ketshellir. Þegar komið er inn í hann miðjan er hlaðinn garður þvert fyrir hellinn. Hinn hlutinn er Hamarskotsselsfjárhellir, öðru nafni Selshellir. Hægt er að ganga í gegnum hellinn og er þá komið út þar sem verið hefur tótt Hamarskotssels. Skammt sunnar má sjá hlaðinn stekk selstöðunnar. Geitur voru hafðar í helli þessum á fyrri hluta 20. aldar.

Kétshellir

Ketshellir / Setbergsselsfjárhellir. Hamarkotsselsfjárhellir hægra megin.

Samkvæmt Jarðarbókinni sem Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu að árið 1703 í Gullbringusýslu kemur fram: að jörðin á selstöðu þar sem heitir Kietsheller. Sami hellir var einnig nefndur í tengslum við Hamarskot, sem var hjáleiga Garðakirkju. Var greint frá því að selstöðu ætti Hamarskot í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettahlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarskotssel. (Árni Magnússon og Páll Vídalín 1923-1942). Hellirinn var á mörkum jarðanna og opinn í báða enda og þar af leiðandi notaður af ábúendum beggja jarða til helminga og þá jafnan nefndur einu nafni Selhellir.

Kershellir

Í Kershelli.

Um það bil 50 metrum austar og nær Smyrlabúðarhrauni, steinsnar frá Selvogsgötunni er hinn eiginlegi Kershellir í jarðfalli. Honum lýsti Ólafur Þorvaldsson á leið sinni um Selvogsgötuna.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Hann gat réttilega um að menn úr félaginu Hvati hafi helgað sér hellinn laust eftir aldamótin 1900, sem varð til þess að margt manna lagði þangað leið sína til að skoða hann. Kölluðu þeir hann Hvatshelli, sem varð til þess að Kershellisnafnið féll í skuggann um árabil.

Kershellir

Kershellir. Setbergssel og Hamarkotssel fjær t.v.

Ólafur gefur eftirfarandi lýsingu: Til leiðbeiningar skal þess getið að til skamms tíma voru þrjár litlar vörður á Kersbrún norðaustan við op hans (Ólafur Þorvaldsson 1949). Þessar vörður voru sameinaðar í eina um eða eftir 1960.

Svæði þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í síðdegisgöngu, en jafnframt skoða mikið á skömmum tíma.

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Vífilsstaðasel

Sel í landi Garðabæjar (Úr bókinni “Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar”).

Sel í Selgjá

Sel í Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Í bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar er m.a. fjallað um selin í Selgjá, Vífilstaðasel, Setbergssel, Kaldársel og Hraunsholtssel.
“Selgjá (Norðurhellragjá, Norðurhellnagjá, Norðurhellagjá) er í Urriðakotshrauni. Selgjárhellir er vestast í norðurbrún gjárinnar… ”….nokkuð breið gjá er í hrauninu, sem er framhald af Búrfellsgjá. Þetta er Selgjá (Norðurhellragjá). Í Selgjá eru margar vallgrónar seljarústir, sem flestar eru fremur smáar í sniðum og minni en t.d. Vífilstaðasel. Rústirnar standa flestar þétt við barma gjárinnar beggja vegna, en aðrar eru dálítið fjær. Selstaða þessi er nefnd í Jarðabók 1703 og virðast samkvæmt henni átta kóngsjarðir á Álftanesi hafa haft þar í seli.
Athyglisvert er, að ávallt er rætt um selstöðu þarna í þátíð og jafnvel þannig, að hún virðist að því komin að falla í gleymsku”.
Seljabúskapur var að heita má algjörlega horfinn um aldamótin. Hér á landi hefur endanlegt hvarf seljabúskapar verið sett í samband við að fráfærur lögðust af enda voru það fyrst og fremst ær sem hafðar voru í seljum. Kýrnar skipti minna máli. Eyðing skóga hefur einng átt þátt í samdrætti seljabúskapar vegna þess að eldiviður var forsenda þess að hægt væri að hafa í seli (sjá Hitzler 1979).

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel.

Búsmalinn var hafður í seli á sumrum frá fráfærum til tvímánaðar. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir ví nótt og dag. Smalinn átti að sjá um að féð væri komið í kvíar á dagmálum og náttmálum til þess að það yrði mjaltað. Selin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús, selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft var og selið í beitarhúsum ef þau voru langt frá bæjum. Kvíar voru til að mjalta ærnar í og kofi handa kúm ef þær voru hafðar í selinu (Jónas Jónasson 1945: 60-62).

Selgjá

Sel í Selgjá.

Í Selgjá hafa talist 11 seljasamstæður sem allar eru byggðar upp við gjárbarmana, að minnsta kosti um tuttugu byrgi og 10 eða 11 litlar kvíar. Að því er virðist hefur verið erfitt um vatn í Norðurhellagjárseljum en vatn mun hafa verið sótt í Gjáaréttarvatnsgjá (Vatnsgjá).
Eftir gjánni liggur Norðurhellagjárstígurinn austur eftir gjánni. Þar í norðurbrún gjárinnar er steinn og á hann klappað B. Stígurinn liggur svo austur og upp úr gjánni sunan syðstu seljarústanna undir norðurbrún gjárinnar.

Urriðakotssystur gáfu upplýsingar um þetta, Vilborg og Guðbjörg, einnig eiginmaður Guðbjargar, Páll Kjartansson, en þau höfðu upplýsingar þessar frá föður Guðbjargar, Guðmundi Jónssyni, sem fæddur var og uppalinn í Urriðakoti og bjóð þar um 50 ára skeið.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Heiman frá Vífilstöðum lá Selstígurinn suður á Maríuflöt, suður með hraunjaðrinum, sneiddi sig upp Ljóskollulág, upp á háhálsinn og suður í lægðardragið þar sem Vífilstaðasel stóð. Nú er algengast að fylgja svokölluðum Línuvegi upp á Vífilstaðahlíð og þá blasa við rústir Vífilstaðasels með Selholt (Selshamar) að sunnan en Selás að norðan. Selkvíarnar eru uppi á Selásnum. Austan við Vífilstaðasel er lítill hóll, Selhóllinn. Gísli Sigurðsson hefur það eftir Sigrúnu Sigurðardóttir að gott hafi verið til beitar á sauðum niður um Grunnuvötn og suður á Hjallana.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel.

Um selið segja Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson: “Suðaustanhallt í hvamminum og undir ás, er nefnist Selás, eru rústir af seli frá Vífilsstöðum, sem að öllum líkindum hefur verið meiri háttar og sennilega lengi notað. Rústirnar eru greinilegar miðað við margar aðar seljarústir, sem við höfum séð. Þetta virðist hafa verið venjulegt sel með þremur vistarverum (væntanlega svefnhús, eldhús, mjólkurhús). Sunnanvert við rústirnar eru tvær aðrar rústir (kvíar, stöðull?). Selið hefur verið tiltölulega stórt. Aðalrústin er þannig einir 50 m2 að utanmáli. Vífilsstaðasels er ekki getið í Jarðabók 1703”.
Guðrún P. Helgadóttir orti eftirfarandi um Sigrúnu Sigurðardóttur á Hofstöðum: “Hefur þú séð rústirnar – samgrónar landinu – sem mynda torfveggi – í hallandi brekku – og nefndar eru sel – Vífilsstaðasel.

Kaldársel

Kaldársel – tilgáta ÓSÁ.

Í Kaldárseli var selstaða frá Görðum. Í Jarðabók Árna og Páls segir í lýsingu Garða á Álftanesi: “Selstöð á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott” (Jarðabók III:180). Ólafur Þorvaldsson hefur ritað um Kaldársel í minningum sínum (sjá Ólafur Þorvaldsson 1968:119-140). Byggð mun hafa verið stuttan tíma í Kaldárseli. Mikill skógur hefur verið á þessu svæði og var óspart á hann gengið, rifinn til kolagerðar og eldiviðar og ofan af honum slegið á vetrum til fóðurs. Búpeningur gekk þarna sumar og vetur og hellar hafðir til fjárgeymslu og skjóls fjármönnum. Hrískvöð var á öllum jörðum á Reykjanesi til Bessastaða og Viðeyjar.

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Síðar var hrískvöðinni breytt í fiskakvöð. Um Kaldársel segir Þorvaldur Thoroddsen: “Við Kaldá var áður sel frá Hvaleyri, sem kallað var Kadársel, og þar eru víða í hraununum í kring rústir af mörgum fjárbyrgjum. Sumarið 1883 bjó þar gamall, sérvitur einsetukarl, Þorsteinn Þorsteinsson (d:1887), sem áður hafði verið á Lækjarbotnum. Hann þekkti allvel fjöll og örnefni á þessum slóðum og fylgdi mér um nágrennið”.

Setbergssel

Setbergssel.

Hraunsholtssel var sunnan við Hádegishól Hraunsholts og einnig nefnt Hraunsholtshella. Selstígurinn lá sunnan við Brunann, fram hjá Hádegishól, að selinu (G.S.). G. Ben. sá enn votta fyrir selinu 1987. 16)
Setbergssel var í Ketshelli samkvæmt Jarðabók Árna og Páls. Gísli Sigurðsson, varðstjóri og útivistarfrömuður; lýsti mörgum leiðum í nágrenni við Hafnarfjörð. Í riti um Selvogsgötuna kemur hann m.a. við í tveimur seljum; “Í miðri brekkunni er landið grænna en annars staðar enda var hér í gamla daga Setbergssel eða Setbergsstekkur. Á hægri hönd er varða.

Setbergssel

Í Setbergsseli.

Gengið er niður að Setbergsseli. Komið er að helli, sem tilheyrði stekk þessum, það er að segja helmingur hans. Hinn helmingurinn tilheyrði Hamarskoti, og hét því Hamarskotssel. Hellirinn er hólfaður sundur í tvennt með allveglegum garði”.

Kaldársel

Kaldárssel – uppdráttur ÓSÁ.

Setbergssel

Ætlunin var að skoða fjárhústóft í Húsatúni á Setbergshlíð sunnan Svínholts og koma við í Setbergsseli undir Þverhlíð.
Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar af svæðinu segir m.a.: “Suður af Þverhlíð er talsverður halli á hrauninu og liggur SetbergsselSelvogsgatan yfir það þar. Í þessari hraunbrekku eru tveir hellar. Hægt er að ganga í gegnum nyrðri (neðri) hellinn og er hleðsla inni í honum. Sunnan við hellinn er varða, hlaðin úr hraungrýti og þétt með steypu. Umhverfis þann helli er meiri gróður en annars staðar í nágrenninu. Líklegast þykir mér, að þetta sé sá hellir, sem kallaður var Selhellir, og hann heiti einnig Kethellir. Gróðurfar gæti bent til þess, að þar hafi verið sel, en það mun hafa verið við Selhelli. Einnig benda girðingaleifar og það, hve vönduð varðan við neðri hellinn er, til þess, að hann sé talinn vera á landamörkum, en Kethellir á einmitt að vera á mörkum. Syðri hellirinn er í kvos eða keri og veit opið móti austri. Á vesturbarmi kersins yfir hellinum er stór og stæðileg varða. Sá hellir tel ég, að sé Kershellir, því að hann er í eins konar keri. Rétt er að geta þess, að mönnum ber ekki saman um hvernig þessi þrjú hellanöfn tengjast þessum tveimur hellum.
Við samantekt þessarar örnefnaskrár hef ég haft við höndina örnefnaskrár Ara Gíslasonar og Gísla Sigurðssonar. Inngangur í SelhelliMestar upplýsingar hef ég þó fengið hjá móður minni, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, sem er fædd í Urriðakoti, næsta bæ við Setberg, 1906 og átti þar heima til 1939. Hún hefur komið með mér á flesta eða alla þá staði, sem nefndir eru í þessari örnefnaskrá, og suma þeirra oft á síðastliðnum 30 árum. Þess má geta, að móðir hennar, Sigurbjörg Jónsdóttir fædd 1865, ólst upp á Setbergi og átti þar heima til 1888.” Sigurbjörg var dóttir Jóns Guðmundssonar, bónda á Setbergi.
Ruglingurinn hefur gjarnan falist í því að nöfnin á hellana hafa verið fleiri en hellarnir. Þeir eru hins vegar fleiri á svæðinu og ef vel er að gáð koma nöfnin heim og saman. Meira að segja eru tveir hellar í Setbergsseli; auk Selhellis er myndarlegur hellir vestan við gerðið (stekk) í selinu, Sunnan við hann sést enn móta fyrir kví.
Í SelhelliUppi í Setbergshlíðinni, ofan við stóra vörðu skammt austan við Gráhellu, má enn sjá háar hleðslur af gömlu fjárhúsi, sem byggt voru þar árið 1904 þegar Setbergsbóndi flutti fé sitt úr Setbergsseli, sem er þarna skammt ofar. Gott útsýni er til selsins frá fjárhúsinu. 

Góðir hagar eru bæði ofar í hlíðinni og niður undir fjárhúsinu. Í einni heimild eru þar nefndar Fjárhúsbrekkur. Húsið hefur verið nokkuð stórt á þeirra tíma mælikvarða. Í miðjunni er hlaðinn garður og minna hús hlaðið við endann.

ÍFjárhústóftin á Setbergshlíð örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar af svæðinu segir m.a.: “Vestan við Kershelli/Ketshelli sér niður á grassvæði. Selvogsgatan liggur niður að því og áfram í gegnum það uns hún sveigir að Þverhlíð. Á norðanverðu svæðinu er stekkur í kvos. Hleðslur eru til að hindra uppgöngu úr kvosinni. Op er til vesturs. Vestan opsins er hraunkantur. Handan og fast við kantinn er enn eitt op á helli. Hann er þó mun styttri en hinir. Frá opinu liggur hann til austurs, á móti hinum. Sunnan við opið sést móta fyrir kví í skjóli fyrir austanáttinni. [Þessi kví mun hafa tilheyrt Hamarsskotsselinu, sem var öndvert í hellinum (sunnanverðum].Sunnar, syðst á grassvæðinu eru tóttir Setbergssels. Bæði hefur jarðsig verið notað svo og tóttir, sem þarna eru. Fyrir framan hól eru bogadregnar hleðslur fyrir helli. Þar er Setbergsselsfjárhellir. þegar komið er inn í hann miðjan er hlaðinn garður þvert fyrir hellinn. Hinn hlutinn er Hamarskotsselsfjárhellir. Hægt er að ganga í gegnum hellinn og er þá komið út þar sem verið hefur tótt Hamarskotssels. Geitur voru hafðar í helli þessum á fyrri hluta 20. aldar.”

FjárhústóftinSvæði þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í síðdegisgöngu, en jafnframt skoða mikið á stuttum tíma. Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna. Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan/sunnan við bæinn á Setbergi. Ofan við Kershelli er Hvatshellir í stóru jarðfalli. Hann opnaðist í jarðskjálfta á 19. öld. Nafnið Kershellir hefur í seinni tíð færst yfir á Hvatshelli. Kershellir, sem er á landamerkjum, er tvískiptur; nyrðri helmingur hans tilheyrði Setbergi og sá syðri Hamarskoti.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Útsýni að Setbergsseli

Setbergshellir

Gengið var frá Mosum sunnan Smyrlabúða og haldið norður Selvogsgötu. Ætlunin var að ganga um Gráhelluhraun, niður um Lækjarbotna og enda við stekkinn í Stekkjarhrauni.
Þegar komið var að Smyrlabúðarhrauni var gengið norður með vesturjaðri þess svo sem Selvogsgatan liggur. Ekki leið á löngu þangað til komið var að því er virtist hlöðnu gerði utan í grónum hraunbolla. Áður hafði jafnvel verið talið að þarna gæti hafa verið um hraunskrið úr hlíðinni andspænis að ræða, en við nánari skoðun virðist þarna vera um fyrrum hlaðinn vegg að ræða. Grjótið hefur verið tekið úr hlíðinni, enda handhægt, og raðað reglulega í bogadreginn vegg. Veggurinn virðist hafa verið hlaðinn til að loka af bollanum. Ekki er ólíklegt að þar fyrir innan hafi hestar eða fé verið geymt á ferðum Selvogsmanna í Fjörðinn. Þarna gæti jafnvel verið tilkomið búðarnafnið á Hraunið. Staðurinn er kjörinn áningarstaður áður en haldið hefur verið síðasta áfangann niður í þorpið. Hann er skjólgóður og ágæt beit við hendina.

Búrfellshraun

Búrfellshraunin.

Annars eru framangrein hraun eitt og hið sama; Búrfellshraun. Það er talið hafa runnið um 5300 f. Kr.. Annar angi þess rann til norðurs og kom niður á Álftanesi, beggja vegna. Hraunið ber t.d. nöfnin Urriðavatnshraun (Urriðakotshraun), Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun, Flatahraun og Gálgahraun.
Hinn angi þess rann til norðvesturs. Í honum eru Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun og Stekkjarhraun.
Gengin var gatan framhjá Kershelli og haldið niður að Setbergshelli, gömlum fjárhelli Setbergsbænda og að hluta til Hamarskotsbænda. Gamla Selvogsgatan lá svo að segja í gegnum aðstöðuna, eða með austurjarðri hennar, skammt ofan við rétt eða stekk í gróinni laut.

Setbergshellir

Setbergsfjárhellir.

Hellirinn er með myndarlegri hleðslu Setbergshellismegin, auk þverhleðslu er aðskilur hann frá Hamarskotsbóndahlutanum. Í hellinnum vour síðast hafðar geitur, en Setbergsbóndi færði fé sitt úr hellinum, sem einnig var notaður sem selstaða um tíma, enda ber umhverfið þess glögg merki, upp á Setbergshlíðina norðan Þverhlíðar. Þar má sjá rústir hlaðins fjárhúss ofan við fallega hlaðna vörðu. Önnur fallega hlaðin varða er nokkur sunnar á hlíðinni, gegnt selinu.

Í stað þess að fylga Selvogsgötunni var gengi þvert á Gráhelluhraun og síðan haldið eftir því til norðurs, að Gráhellu.

Gráhella

Gráhella.

Gráhella er ílöng klettaborg í austanverðu hrauninu. Norðan undir henni eru hlaðnar rústir gerðist og húss. Þau mannvirki munu Setbergsbændur hafa nýtt sér fyrir fjárhald sitt, en Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi um og fyrir aldamótin 1900 var einn fjármesti bóndi landsvæðsins og jafnvel þótt lengra væri leitað. Faðir hans var um tíma bóndi á Geysi í Haukadal, en ættaður frá Álfsstöðum á Skeiðum. Var hann jafnan nefndur “hinn fjárglöggi” því hann kunni skil á öllum fjármörkum sem kunna þurfti skil á. Dóttir Jóns á Setbergi bjó m.a. á Þorbjarnarstöðum í Hraunum og önnur á Urriðakoti, svo nærtæk dæmi séu nefnd.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – skilti.

Þegar komið var niður í Lækjarbotna var strax tekið eftir því að þar hafði nýlega verið sett upp upplýsingaskilti um vatnsveituna, sem þar var, en vatnsveita í Hafnarfirði átti aldarafmæli árið 2004. Skiltið stendur við hlaðnar undirstöður undir fyrrum lindarhús. Á því stendur eftirfarandi:
“Fram til 1904 var engin vatnsveita í hafnarfirði, en þða ár stofnuðu nokkrir Hafnfirðingar Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar. Félagið stóð meðal annars að því að grafnir vour brunnar á Jófríðarstaðarholtinu og þaðan lagðar vatnspípur vestur eftir bænum. Nokkur hús voru þá þegar tengd veitunni, en auk þess voru settir upp vatnspóstar víða um bæinn, þangað sem bæjarbúar sóttur sitt neysluvatn. Þessi vatnsveita varð þó snemma ófullnægjandi auk þess sem hún náði aldrei til alls þorpsins og því þurfti að grípa til frekari aðgerða.
Eftir að ljóst var að Vatnsveitan annaði ekki sívaxandi bæ ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1909 að kaupa eignir hennar og leggja nýja vatnsveitu ofan úr Lækjarbotnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir athugun Erlends Zakaríassonar og Th. Krabbe landsverkfræðings, en það þótti mjög hentugur kostur að leiða vatnið héðan vegna þess hæðarmismunar sem er héðan og niður að bænum. Byggð var vatnsþró í Lækjarbotnum og þaðan lögð þriggja tommu aðfærsluæð til bæjarins. Vatnsveita þessi dugði vel í nokkur ár, en þó þurfti oftar en einu sinni að víkka leiðslurnar til að auka flutningsgetuna.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar.

Árið 1916 var svo komið að uppsprettan í Lækjarbotnum var ekki nægilega vatnsmikil fyrir bæinn. Árið eftir var brugðið á það ráð, samkvæmt tillögu Jóns Ísleifssonar verfræðings, að veita vatni úr Kaldá yfir á aðfrennslusvæði Lækjarbotna. Var þá byggður 1.600 metra langur stokkur þar sem vatni var veitt úr Kaldá og sleppt niður í hraunið við suðurenda Setbergshlíðar, um þremur kílómetrum sunnan lindarinnar. Vonuðust menn til að vatnsheld jarðlög undir hrauninu skiluðu vatninu í Lækjarbotna og varð það úr.
Þessi lausn dugði um tíma, en þó kom að því að betur þurfti að gera og hófust framkvæmdir á vatnsveitu frá Kaldárbotnum 1949, en vatnsmagnið þar er talið nægja bænum um ófyrirsjánlega framtíð. Lauk því verki í júní 1951”.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – stífla.

Skammt neðar er hlaðin stífla, tengd vatnsveitunni í Lækjarbotnum. Ofurlítið norðar er áberandi grágrýtissteinn; eyktarmark frá Setbergi. Af útlitinu mætti vel ætla að í honum byggi huldufólk, eða a.m.k. álfar.
Læknum var fylgt niður að Stekkjarhrauni. Gengið var þvert á hraunið uns komið var að stekknum, sem hraunið dregur nafn sitt af. Hann er í náttúrlegri hraunkvos með klettaveggi á þrjá vegu. Framst er hlaðin fyrirstaða. Skammt suðvestar er hlaðið gerði í einni lautinni.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 10 mín.

Stekkjarhraun

Stekkur í Stekkjarhrauni.

Selvogsgata

Í “Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð 1989” er m.a. fjallað um Kerlingarskarðsveg, Grindaskarðsveg, tóftina í Helgadal og hellana í Setbergs- og Hamarskotsseli:

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur.

“Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafninu Grindarskarða- eða Kerlingarskarðsvegur. …Frá Hafnarfirði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krýsuvíkur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft, norðvesturtagl Gráhelluhrans. Að því slepptu er komið á moldargötur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst allstórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur, Þegar Setbergshlíðar þrýtur, er farið yfir þar, sem hraunið hefur hellst fram, norðan Klifaholta, og heitir þá Smyrlahraun þar efra. Hraun þessi munu mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt of vildi gólfið blotna, þegar fé kom brynjað inn. Skal nú haldið áfram ferðinni. Þegar upp á hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlarbúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið kringum, á hægri hönd. Fyrst er Sléttuhlíð, þá Smalaskáli ofar og austar. Þegar brunann þrýtur, til vinstri, er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð. …Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreiðfært klaparhraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppssprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár. [Þar er Helgadalsrúst.] …Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Valahnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norðan af Helgafelli. …Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali, Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfells, sem fyrr er getið. …Þegar haldið er upp frá Myngludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Eftir um þriggja stundarfjórðunga lestargang, er farið er yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr braunanum, og eru þar Kaplatór.

Selvogsgata

Grindarskarðsgata á Hellum.

…Frá efri Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í helluna af aldarumferð. …Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, uns upp er komið á Kerlingarskarð. Allbratt er upp að fara, einkum neðst og efst.

Kerlingarskarð

Tóft brennisteinsvinnslumanna undir Kerlingarskarði,

Þegar komið er undir efstu brekkuna er dalverpi lítið í fjallið norðan götu. Þar sést enn kofarúst, leifar af skýli, sem byggt var í tíð brennisteinsvinnslunnar í Brennisteinsfjöllum, og var “sæluhús” þeirra, sem fluttu brennisteininn á hestum til Hafnarfjarðar. Vegur sá, sem nú um langt árabil hefur verið farinn þarna yfir fjallið, liggur um Kerlingarskarð. Annar slóði er nokkru norðar og var nefndur Grindaskarðsvegur.

Mygludalir

Mygludalir.

Fyrir löngu mun vera hætt að fara þann veg nema helst lausgangandi menn að vetri til, ef harðfenni var mikið í brún Kerlingaskarðs, því að þar eru hærri og skarpari brúnir en á nyrðri slóðinni. …Hæsti hryggur fjallsins er mjór, og fer rétt strax að halla austur af, en ekki er það unfanhald langt, svo sem hálfrar stundar gangur, þar til landið liggur jafnhátt, og nær það að Hvalhnjúk og Ásum. Á háfjallinu norðan vegar er Stórkonugjá. Er það harungjá mikil, sem hraun hefur runnið efir frá gömlum eldgíg þar uppi. Austur af Stórkonugjá, skammt fyrir norðan veginn, er [Kóngsfell]. Þar komu saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu. Þegar komið er austur að fjallshryggnum er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna, og skiptast þar leiðir, liggur austasta leiðin til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, en sú þriða, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð. …”

Grindaskarðsvegur

Grindarskörð

Grindarskarðsvegur.

“Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafni Grindarskarðs- eða Kerlingarskarðsvegur. Frá Hafnarfirfði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krýsuvíkur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft, norðvesturtagl Gráhelluhrauns. Að því slepptu er komið á mordargötur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst allstórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur. Þegar Setbergshlíðar þrýtur, er farið yfir þar, sem hraunið hefur hellst fram, norðan Klifholta, og heitir þá Smyrlahraun þar efra. Hraun þessi munu mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti því, sem +áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárbólk frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt og vildi gólfið blotna, þegar féð kom brynjað niður. Skal nú haldið áfram ferðinni. þegar upp á hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlarbúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið í kringum, á hægri hönd. Fyrst er [Sléttahlíð], þá Smalaskáli ofar og austar. Þegar brunann þrýtur, til vinstri er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður, en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð.

Setbergsselshellir

Í Setbergshelli.

…Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreiðfært klappahraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppsprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár. …Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Valahnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norður af Helgafelli. …Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali. Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfells, sem fyrr er getið. …Þegar haldið er upp úr Mygludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Rftir um þriggja stundarfjórðunga lestargang, er farið yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr brunanum, og eru það Kaplatór. …Frá Efri-Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í helluna af aldarumferð. …Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, uns upp er komið [norðan Konungsfells. Þaðan er vegurinn varðaður niður að Litla-Kóngsfelli og áfram niður í Strandardal]…

Helgadalur – tóft

Helgadalur

Helgadalstóftin – uppdráttur ÓSÁ.

“Tóft eru í dal sem heitir Helgadalur og er skammt frá Skúlatúni, sjá garð, og liggur Grindarskarðsvegur um dalinn hjá rústinni. Ekki [er] ljóst í landi hvaða jarðar þessi dalur er en þetta er ekki langt frá Hafnarfirði. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. En hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhlið suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni [má] sjá ógjörla dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér aðeins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverju frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið.”

Hamarkotssel – Setbergssel – Ketshellir/Kershellir/Kjötshellir

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

“Selstöðu eigna nokkrir jörðinni í Garðakirkjulandi ar nærri sem heitir Sléttahlíð hjá helli nokkrum og skulu þar kallast enn í dag Hamarskotssel.” “Í Sléttuhlíð var Hamarskotssel hjá helli skammt upp í hrauni, nefnt á hellum.”
“Selstöðu á jörðin [Setberg] þar sem heitir Kietsheller, eru þar hagar góðir, en vatnsból ekkert nema í gjá, sem sólhiti bræðir.” “Úr Gráhellur liggur línan í Setbergssel. …Landamerkjalínan liggur í Markavörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er þessi hellir, og honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots. Ketshellirinn liggur örlítið hærra, og er [þar] líka að finna seljarústir og selgerði, og meira er hér um rústir. Ketshellirinn er jarðfall, 20 metra að ummáli, nær hringlaga. Hann er stór og rúmgóður, hátt undir loft. Austur og upp úr honum er afhellir, nefnist hann síðan um 1910 Hvatshellir.” “Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifsholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárskjól frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeist mest stunduð…” “Upp í grasivöxnu holti við jaðar Gráhelluhrauns.” …þar til kemur að Hánefi, innst í hlíðinni og héðan liggur gatan í selið. Þessi staður er reyndar einnig kallaður Ketshellir, Kershellir og Kjötshellir.” “Um 20 m langur og 3-4m breiður hellir með bogadregnu þaki. Lofthæð í miðjum helli/göngunum 1.6-2.2m. Í miðjum hellinum hefur verið hlaðið skilrúm. Op er í báðum endum og hefur verið hlaðið upp í þau til að þrengja þau.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Op vesturenda er um 2m breitt að neðan en mjókkar upp í 1.1m að ofan. Hæð er um 2.1-2.2m. Aðdragandinn að inngani er nokkuð brattur. Og austurenda er um 1.3 að neðan en 80cm að ofan. Hæð er 195. Aðdragandi að inngangi er nokkuð brattur. Mikil sauðaskán er á gólfi þó mun meira austan skilrúmsins þar sem hæðarmismunur er um 30cm. Heðsla í A enda er S laga og myndar e.k. göng eða skjólgarð utan við sjálft opið. Hleðslan er um 7m löng. Þar sem nú er hæst er hún 180cm en lækkar í 70cm. Ofan á þessa hleðslu hafa verið lagðar nokkrar stórar hellur sem mynda þak milli hleðslu og hellis. Hleðsla í V enda myndaði um 90° horn, þ.e. að hluta til göng eins í hellinn og að hluta til að loka hellismunnanum. Hæð nú 120[cm] en hæð hellismunnans er 180[cm]. Breidd 290-300cm, lengd (í inngangi) 240 cm. Skilrúm er 370[cm] breitt. Hæð eins og hún er nú austan megin 120cm og niður í 73cm. Grunnur hellisins er örlítið bogadreginn til suðurs. Elísabet Reykdal segir að þessi hellir hafi alltaf verið kallaður Kjetshellir, en Gísli Sigurðsson kallar han Selhelli, en segir Kjetshelli vera helli skammt frá sem Elísabet kveður heita Hvatshelli. Hellinum var skipt milli Setbergs og Hamarskots.”

Sjá meira um hellana HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 274-276.
-Árbók 1993-48, 96-99.
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 276-277.
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 278.
-Árbók 1908, 10-11.
-JÁM III, 174-175; Ö-Garðakirkjuland, 5.
-Þjóðminjaskráning í Hafnarfirði, 72.
-Árbók 1943-48, 96.

Grindaskarðsvegur

Grindarskarðs- og Kerlingaskarðsvegir.