Sólsetur

Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug).
Sólarlag eða sólsetur telst þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring.

Sólarupprás

Sólarupprás við Hvaleyrarvatn.

Sólargangur á við hreyfingu sólar á himninum. Sólarupprás eða sólris telst þegar efri rönd sólar nemur við sjóndeildarhring (sjónbaug) á uppleið, en sólarlag eða sólsetur þegar sólin hverfur niður fyrir sjóndeildarhring. Lengd sólargangs er tíminn frá sólarupprás til sólseturs. Í almanaki telst dögun þegar sólmiðjan er 18° undir sjónbaug og á uppleið, og svo birting þegar hún er 6° undir sjónbaug. Samsvarandi telst myrkur þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug og á niðurleið, og svo dagsetur þegar hún er 18° undir sjónbaug. Hádegi er þegar sólmiðjan er í hásuðri, en miðnætti hálfum sólarhring síðar.
Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?

Sólarupprás

Sólarupprás við Hvaleyrarvatn.

Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands er að finna fróðlega töflu um sólarhæð og sólarátt (stefnu til sólar) í Reykjavík á tíu daga fresti yfir árið. Taflan sýnir umsvifalaust á hvaða klukkutíma sólin kemur upp en til að fá meiri nákvæmni þarf að beita svokallaðri brúun (interpolation). Í töflunni kemur glöggt fram að tímasetning sólaruppkomu breytist mikið yfir árið hér á norðurslóð, en einn spyrjandinn spyr meðal annars um það.
Í hinni prentuðu útgáfu Almanaksins eru sýnd birting, sólris, hádegi, sólarlag og myrkur í Reykjavík fyrir hvern dag ársins. Þar sést að sól kemur upp kl. 3:22 og sest kl. 23:31 þann 1. júní í ár sem einn af spyrjendum ber fyrir brjósti. Báðar þessar tímasetningar færast um um það bil 2-3 mínútur á dag á þessum árstíma.

Sólsetur

Sólsetur við Hafnarfjörð.

Sérstakar töflur í Almanakinu sýna einnig dögun, birtingu, sólris, hádegi, sólarlag, myrkur og dagsetur á sjö daga fresti fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Norðfjörð og Vestmannaeyjar. Þar kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags í Reykjavík er 21 klst. og 11 mínútur á sumarsólstöðum (21. júní) og 4 klst. og 8 mínútur á vetrarsólhvörfum (21. desember). Samsvarandi tölur fyrir Ísafjörð eru 24 klst. annars vegar og hins vegar 2 klst. og 45 mínútur.

Sólsetur

Sólsetur við Snæfellsjökul.

Samkvæmt töflum Almanaksins voru vorjafndægur í ár þann 20. mars kl. 13:31. Það merkir að þá var sólin í vorpunkti á festingunni. Þessi tímasetning færist fram á við um tæpar 6 klukkustundir árið 2002 og aftur árið 2003 og fellur því þá á 21. mars. Árið 2004 er hins vegar hlaupár og þá færist tímasetningin tæpan sólarhring aftur á bak. Þetta endurtekur sig síðan á fjögurra ára fresti. Haustjafndægur, sumarsólstöður og vetrarsólstöður færast til á sama hátt milli ára. Haustjafndægur eru í ár 22. september kl. 23:04 og falla því á 23. september næstu tvö ár, 2002 og 2003, en verða aftur 22. september árin 2004 og 2005, og síðan áfram á víxl.
Gerpir er sem kunnugt er austasti tangi landsins og þar kemur sólin fyrst upp. Vestlæg lengd hans er 13°29,6′ en Reykjavík er á 21°55,8′. Þarna munar 8°26,2′ en hver gráða samsvarar 4 mínútna mun á sólartíma. Tímamunurinn er því 33 mínútur. Sólin kom upp á vorjafndægrum í Reykjavík í ár klukkan 7:28 en á Gerpi klukkan 6:55. Vestasti tangi landsins, Bjargtangar, er hins vegar 2°36,3′ vestar en Reykjavík og sólin kom því upp þar 10 mínútum seinna en í Reykjavík eða klukkan 7:38. Heildarmunurinn á sólristímanum yfir landið er því 43 mínútur og sami munur á við um tímasetningu sólseturs á jafndægrum. Munur á tímasetningu hádegis er einnig sama tala og það á við allt árið.

Sólsetur

Sólsetur við Hafnir.

Athugið að munurinn á landfræðilegri lengd segir að vísu alltaf til um muninn á sólartíma á þennan einfalda hátt en það á ekki almennt við um muninn á tímasetningum sólaruppkomu eða sólarlags. Til þess að hann sé í beinu hlutfalli við lengdarmuninn þurfa staðirnir annaðhvort að hafa sömu breidd eða við þurfum að vera á jafndægrum eins og hér á undan.
Í Almanakinu kemur einnig fram hvenær tungl kemur upp og sest og hvenær það er í suðri, og sömuleiðis hvenær er flóð og fjara; allt fyrir hvern dag ársins.
Margvíslegar aðrar upplýsingar af þessu tagi er að finna í Almanakinu og eru lesendur eindregið hvattir til að kynna sér þær.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B3largangur
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1625

Bessastaðanes

Lambhúsatjörn – kvöld.

Blikdalur

Hof og Esjuberg eru landnámsbýli á Kjalarnesi. Örlygur Hrappsson byggði síðarnefnda bæinn og bræðrungur hans, Helgi bjóla Ketilsson, þann fyrrnefnda.
Bæjarnafnið bendir til þess að þar Hof-21hafi áhersla verið lögð á átrúnað, enda gefa örnefni í nágrenninu vísbendingu um að svo hafi verið á Kjalarnesi í árdaga búsetu manna hér á Reykjanes-skaganum. Eftir því sem ráða má af Flóamannasögu, hefir Ingólfur [Arnarsson] verið nokkuð innan við þrítugt, er hann reisti bú í Reykjavík; kona hans hét Hallveig Fróðadóttir; sonur þeirra var Þorsteinn, er höfðingi varð eftir föður sinn. önnur börn Ingólfs eru eigi nefnd, því það sem segir í Kjalnesingasögu, að Helgi bjóla hafi átt Þórnýju dóttur Ingólfs…
Í 11. kafla Landnámu (Sturlubók) segir: „Og er það spurði Haraldur konungur, sendi hann vestur Ketil flatnef, son Bjarnar bunu, að vinna aftur eyjarnar. Ketill átti Yngvildi, dóttur Ketils veðurs hersis af Hringaríki; þeirra synir voru þeir Björn hinn austræni og Helgi bjóla. Auður hin djúpauðga og Þórunn hyrna voru dætur þeirra….
Blikdalur-223Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam með hans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.“
Í lokakafla Landnámabókar er og vikið sérstaklega að kristnum landnámsmönnum og greint frá því hve langæ kristnin varð. Þar segir; „Svo segja vitrir menn, að nokkrir landnámsmenn hafi skírðir
verið, þeir er byggt hafa Ísland, flestir þeir, er komu vestan um haf. Er til þess nefndur Helgi magri og Örlygur enn gamli. Helgi bjóla, Jörundur kristni, Auður djúpauðga, Ketill enn fíflski og enn fleiri menn, er komu vestan um haf, og héldu þeir sumir vel kristni til dauðadags. En það gekk óvíða í ættir, því að synir þeirra sumra reistu hof og blótuðu, en land var alheiðið nær hundraði vetra.“
Rétt er að huga að innbyrðis tengslum þeirra einstaklinga sem hér hafa verið nefndir. Auður djúpúðga og Helgi bjóla voru börn Ketils flatnefs, en Helgi magri mágur þeirra, kvæntur Þórunni hyrnu Ketilsdóttur. Um er að ræða mikil ættartengsl, þótt það skipti ekki meginmáli hér því ætlunin með þessum texta og myndum er einungis að tengja framangreint bæjarstæði (nafnið) Hofs við Hofselin fornu, er getið er um í Blikdal.
Hofsselin fornu-1Hofs er getið í Jarðabókinni 1703, en ekki er minnst á selstöðu. Það bendir til þess að hún hafi þá þegar fyrir löngu verið aflögð. 
Nes og Hof tilheyrðu þá Brautarholti, en Hof var jafnan sjálfstæð jörð. „Hofselin fornu“ höfðu þá verið nefnd til sögunnar.
í Sögu Kjalarnessprófastsdæmis segir: „Hof var landnámsjörð Helga bjólu Ketilssonar, en hann var bróðir Auðar djúpúðgu og bræðrungur Örlygs Hrappssonar á Esjubergi. Helgi kom hingað úr
Suðureyjum hafði tekið skírn eins og flest systkin hans. Heimildir greina ekki frá því, hvort hann reisti kirkju á landnámsjörð sinni, en ekki er það útilokað.“

Blikdalsselin - uppdrattur

Blikdalsselin – uppdráttur ÓSÁ.

Enn segir í Sögu Kjalarnessprófastsdæmis: „Í Brautarholti var fyrsti bóndinn írskur maður, Andríður að nafni. Hermir Kjalnesingasaga að Helgi bjóla hafi fengið honum bústað þar. Andríður var kristinn, en engar heimildir eru um kirkju í Brautarholti fyrir 1200 …“
„H
öfuðhof hefir verið á Hofi á Kjalarnesi. Segir í Landnb., að Helgi bjóla hafi búið þar; þó segir, að hann hafi verið skírður,“ er hann kom út hingað af Suðureyjum; óvíst nema Hofsnafnið á bænum sé yngra. — Kjalnesingasaga segir, að Helgi hafi verið »blótmaðr lítill«, og að sonur hans, er hún kallar Þorgrím, hafi bygt hofið, sem virðist hafa staðið fram á miðja 13. öld.“
Sel Brautarholtsbæjanna voru (og eru) í sunnanverðum Blikdal.  Eitt þeirra, það næstefsta, ber með sér öll merki kúasels (þ.e.) elstu typulogiu selja, allt frá landnámsöld. Í selstöðunni, sem er alveg niður við Blikdalsána, eru m.a. leifar fjóss, og skála. Telja verður líklegt, þangað til frekari rannsóknir hafa farið fram á öllum átta selstöðunum í Blikdal, að þarna hafi einmitt fyrrum verið selstaða frá Hofi, bæ Helga bjólu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 29. árg. 1914, bls. 5.
-Morgunblaðið 7. maí 2000, bls. 50.
-Saga, 24. árg. 1986, 1. tbl. bls. 210.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 31. árg. 1916, bls. 22.
-Landnáma (sturlubók ), 11. kafli.

Blikdalur

Í Blikdal (Bleikdal).

Kvíguvogasel

Kvíguvogar eru sagðir heita eftir sækúm er þar gengu á land og náðist ein þeirra í fjós á bænum. Segir sagan að af henni sé komið eitt besta kúakyn á landinu, allar úlfgráar að lit.
Kviguvogasel-22Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er getið um landnám í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Eyvindur hét maður, frændi Steinunnar og fóstri; honum gaf hún land milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. Hans son var Egill, faðir Þórarins, föður Sigmundar, föður Þórörnu, móður Þorbjarnar í Krýsuvík.“
Byggð hefur hafist í Vatnsleysustrandarhreppi strax við landnám. Í Landnámu segir frá Steinunni hinni gömlu er var frændkona Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Hún var hinn fyrsta vetur með Ingólfi. Ingólfur ,,bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta” (ermalaus kápa með hettu) ,,og vildi kaup kalla”. Menn ætla að Steinunn gamla hafi reist bæ sinn á Stóra-Hólmi í Leiru (líklega fyrsta verstöð á Suðurnesjum). Steinunn gaf frænda sínum og fóstra, Eyvindi af landi sínu ,,milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns” og telst því sérstakt landnám.
Kviguvogasel-23Land þetta hefur trúlega náð frá fjöru til fjalls, til móts við landnám Molda-Gnúps í Grindavík og Þóris haustmyrkurs í Krýsuvík. Land Eyvindar var því Vatnsleysustrandarhreppur eins og hann er í dag. Ekki hélst Eyvindi lengi á landinu því það ásældist Hrolleifur Einarsson sem bjó á Heiðarbæ í Þingvallasveit, hann skoraði á Eyvind að selja sér landið, en ganga á hólm við sig ella. Bauð þá Eyvindur jarðaskipti og varð það úr. Eyvindur fluttist að Heiðarbæ við Þingvallavatn (Ölfusvatn), en baðst síðar ásjár Steinunnar, frænku sinnar, sem bauð honum búsetu að Býjarskerjum (Bæjarskeri).
Hrolleifur bjó áfram í Kvíguvogum og er þar heygður. Kvíguvogar kallast nú einungis Vogar og Kvíguvogabjörg Vogastapi eða oft aðeins Stapi.
Kviguvogasel - uppdratturÍ Jarðabókinni 1703 er ekki getið um Kvíguvoga, einungis Stóru-Voga og Minni-Voga. Eiga þeir bæir þá selstöður í svonefndu Vogaholti. Leiða má að því líkur að Kvíguvogabærinn hafi þá fyrir löngu verið „kominn langt á haf út“, þ.e. sjórinn hafi brotið undir sig nánast allt það land það er bærinn hafði staðið á.
Stundum hefur verið haft eftir fólki að Kvíguvogar hafi verið þar sem nú eru leifar Stóru-Voga, en það verður að teljast mjög ólíklegt. Þótt Kvíguvogastað sé hvergi að finna nú má ætla af heimildum að hann hafi verið til og af því má ætla að bærinn sá hefði haft í seli eins og nánast öll höfuðból þess tíma. Ljóst er að fyrstu selstöðurnar, frá landnámsbæjunum, voru kúasel. Þær voru ekki langt frá bæjunum, en notaðar nánast allt sumarið (en þá voru árstíðirnar einungis tvær; sumar og vetur). Skilyrði þau er selstaðan þurfti að uppfylla var: 1. vatn (ár, lækur eða tjörn), 2. gott beitiland og 3. gott skjól. Í hverri selstöðu var: a) skáli, b) fjós og c) vinnsluhús.
Þegar FERLIR var á ferð um Vogasvæðið nýlega voru augun rekin í leifar selstöðu er passaði við framangreind skilyrði sem og lýsingu á slíkum stöðum. Minjarnar eru nánast jarðlægar, en þó má enn greina húsaskipan selstöðunnar. Og þrátt fyrir að minjarnar hafi hvorki verið skráðar, né af þeim vitað, er ekki þar með sagt að þær hafi aldrei verið til – eins og dæmið sannar.

Heimild:
-Landnáma (Sturlubók), 101. kafli.

Urriðakot

Skal hér fjallað um tvö skemmtileg örnefni í landi Garðabæjar, annars vegar hina meintu dys (landamerki) Guðnýjarstapa og hins vegar álfhólinn ofan við Dýjakróka við Urriðakot.
DyjakrokshollÍ örnefnaskrá SP fyrir Urriðakot má lesa eftirfarandi um álfhólinn: „Heimildarmaður er móðir hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir sama stað. Hún er fædd í Urriðakoti 1906 og átti þar heima til 1939. Örnefnin nam hún af föður sínum, Guðmundi Jónssyni bónda í Urriðakoti, en á uppvaxtarárum sínum vann hún mikið með honum við útistörf. Guðmundur var fæddur í Urriðakoti 1866 og átti þar heima til 1941, en foreldrar hans bjuggu þar á undan honum og mun faðir hans hafa flust þangað 1846, en móðir hans nokkru síðar.
„Mýrin sunnan við túnið heitir Dýjamýri. Ofan við veginn rétt fyrir sunnan túnið er Grjótréttin, rústir gamallar réttar, sem móðir mín veit ekki, hvenær hætt var að nota. Í austurhorni Dýjamýrar eru uppsprettur undan holtinu, og kallast það svæði Dýjakrókar.
Ofan við Dýjakróka er lítill hóll, Dýjakrókahóll. Í hólnum var talið búa Dyjakrokarhuldufólk og sá afi minn, Guðmundur Jónsson bóndi í Urriðakoti, konu, sem hann þekkti ekki sækja vatn í fötum í Dýjakróka snemma á þessari öld. Milli Grjótréttar og Dýjakrókahóls eru grasgeirar, er nefndust Dýjakrókaflöt. Úr uppsprettunum í Dýjakrókum rennur Dýjakrókalækur vestur Dýjamýri í Þurrumýrarlæk, en Þurrumýrarlækur rennur í vatnið. Þurrumýrarlækur dregur nafn af Þurrumýri, sem er suðvestan Dýjamýrar og er í Setbergslandi. Í Dýjamýri rétt neðan við Dýjakróka, en norðvestan við Dýjakrókalæk, er stórt dý ófært mönnum og skepnum. Það nefnist Svaðadý. Frá því rennur Svaðadýsrás í Dýjakrókalæk. Þar sem Þurrumýrarlækur rennur í Urriðakotsvatn, er tangi út í vatnið Urriðakotsmegin, er nefnist Álftatangi. Hann er á mörkum Urriðakots og Setbergs. Skammt norðaustan við hann gengur annar tangi út í vatnið, Skothústangi. Í Skothústanga eru gamlar rústir af byrgi, er nefnast Skothús. Hér fram undan í vatninu eru kaldavermsl.“
GudnyjarstapiUm hitt örnefnið, Guðnýjarstapa, má lesa eftirfarandi í bókinni  „Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar“: Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hofstaði segir m.a. um Guðnýjarstapa: „Guðnýjarstapi er klapparhóll með grasþúfu nyrst á Hofstaðaholti, landamerki milli Vífilsstaða og Hofstaða. Merkin lágu um Guðnýjarstapa frá Markavörðu að norðan og síðan um þúfu, Sérstökuþúfu (syðriþúfu) sunnan í Hofstaðaholti og í Miðaftanshól fram frá hrauninu (GS). Í lýsingu Hagakots sem GS hefur eftir Sigurlaugu Jakobsdóttur í Hraunsholti og Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Urriðakoti liggur línan úr Sérstökuþúfu (Syðriþúfu) í Vífilsstaðalæk.
Samkvæmt lýsingu systranna Sigríðar og Halldóru Gísladætra frá Hofstöðum voru síðustu mörk Hofstaðajarðar úr Stórakróki á Arnarneslæk í vörðuna í Dýjakróki og þaðan í Guðnýjarstapa við núverandi Holtsbíð 91. Enn sést þar rúst sem gæti verið hluti Guðnýjarstapa.“
Tilgáta er um að Guðnýjarstapi geti verið forn dys.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Urrðakot, Svanur Pálsson.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar, 2001.

Garðabær

Guðnýjarstapi.

Melasel

Af Jarðabókinni 1703 að dæma er ekki að sjá að Melar á Kjalarnesi eigi neina selstöðu.
En hins vegar virðist „þriðja afbýli af sömu jörðu, kallað Melakot“, eiga selstöðu þar sem heitir Mela SMelaseljadalur-21eljadalur, „og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum“. Á næsta bæ, Tindstöðum, er skv. Jarðabókinni, „selstaða í heimalandi“. Ætlunin var að ganga í Mela-Seljadal og kanna hvort enn megi sjá leifar af selstöðuni frá Melakoti sem og að huga að slíkri selstöðu í heimalandi Tindsstaða. En áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu frá árinu 1966 og frásögn í sama blaði 1968.
Í
Morgunblaðiðinu í júlí 1966 má lesa eftirfarandi frétt um mikil skriðuhlaup í Melaseljadal: „Það var eins og skotið væri úr byssu, þegar skriðuhlaupið geystist fram úr Þverárgljúfri. Við héldum að það væri komið þrumuveður.
Tignarlegt var að sjá allan þennan móbrúna vatnsflaum geysast þarna fram, sjálfsagt 15 metra háan og fyllti í allt gljúfrið, sem vafalaust er 50 metra breitt þarna. Og auðvitað vissum við, að svona skriðuhlaup myndi valda miklu tjóni, sem og líka raunin varð.“
Melaseljadalur-351Gunnar bóndi Einarsson á Morastöðum í Kjós mælti þannig við blaðamann Mbl. í gær, þegar við spurðum hann um hamfarirnar, sem áttu sér stað norðan í Esju síðastliðinn fimmtudag, þegar hið mikla úrfelli varð hér sunnanlands, og olli miklum vegarskemmdum víða, og skriðuhlaupum sumsstaðar, en þó víst hvergi meiri og stórhættulegri en einmitt þarna.
Morastaðir standa Kjósarmegin við Kiðafellsá, en beint á móti standa bæirnir Ytri- og Innri Tindastaðir, en þeir voru í mestri hættu í skriðuhlaupi þessu.
Blaðamaður Mbl. gekk um svæði þetta á sunnudaginn og var þar ófagurt um að litast. Skriðuhlaupin, sem mest bar á byrjuðu í Dýjadalshnjúki, en hann gnæfir yfir dalnum og er 720 metrar yfir sjávarmál að hæð.
Rétt nærri uppMelaseljadalur-1966-1 undir brún, byrjuðu skriðuhlaupin, og lausleg ágizkun er, að þarna hafi losnað jarðvegur í þeim tveim, sem byrjuðu vestanmegin í Tindadal, sem svarar 4—5 hekturum lands. Skriðurnar hafa runnið niður að daldragi Þverár, og skollið þar á af miklu afli, sveigt til vesturs með ánni, steypst niður Þverárfoss efri, svo að hann er nú óþekkjanlegur, niður gljúfrin framhjá Melaseljadal, og þar í norður í átt að Kiðafellsá, en í hana fellur Þverá, fyllt gljúfrin, sem þarna eru um 50 metra breið, og bullað fram yfir klettaása við hlið þeirra, þegar þau gátu ekki lengur tekið við rennslinu, en síðan breytt lir sér fyrir neðan á mela og gras þar til þau náðu aðalánni, runnu þar auðvitað með Þveránni, en að auki hafa þau nokkru innan með Kiðafellsá grafið sér ný gljúfur 5—6 metra há og 3 metra breið alveg niður á berg — og alla leið til sjávar eftir Kiðafellsá.

Melaseljadalur-1966-2

Síðan berst flaumurinn með Kiðafallsá, breiðir úr sér yfir litla dalkvos, Kvíahvamm, sem margir vegfarendur kannast við, rutt burtu öllum steinum, sem fyrir voru, en flutt til nýja, og runnið síðan undir brúna á Kiðafellsá, niður fossana, og síðan allar götur eftir áreyrunum til sjávar, og valdið þar margvíslegu tjóni. Mun öll þessi langa leið vera um 10 km, og gizkar Gunnar á Morastöðum á, að hraði hlaupsins, þegar það steyptist fram úr Þverárgljúfri, hafi í það minnsta verið 10—12 km á klst.
Ófögur sjón blasti við Þegar við gengum upp með Þveránni og hinu nýja gljúfri þar austan við, blasti við okkur hryggileg sjón. Fundum við þar fljótlega á litlum bletti 6 kindur, sumar limlestar, allar dauðar og hálfgrafnar í hlaupinu.
Síðar Melaseljadalur-1966-3fundust svo tvær enn ofar en við fórum, og enn seinna ein niður á áreyrunum, svo að alls hafa 9 kindur fundizt dauðar, en auðvitað geta margar leynzt enn í Esjunni, og svo er líklegt, að eitthvað hafi kunnað að berast alveg til sjávar. Einnig má telja liklegt, að allar eða flestar hafi verið þarna með lömbum.
Ekki er nokkur vafi á, að kindurnar hafa leitað skjóls í gljúfrinu, enda skýli þar og grösugt, en þennan dag var mikið úrfelli og rok. Í samtali okkar við Gunnar á Morastöðum kom fram, að rétt um 4 leytið á fimmtudaginn féllu tvær skriður úr áreyrfjallinu fyrir ofan Ytri-Tindastaði, sitthvorum megin við bæinn, og rétt á eftir heyrðu þau skruðninginn í þeim stærri upp undir tindi, og skömmu síðar sáu þau aur- og vatnsflóðið, sem áður um getur geysast fram úr Þverárgljúfrum.

Melaseljadalur-352

Við náðum tal af Gunnari Leó, bónda og málarameistara á Ytri-Tindastöðum í gær. Hann sagði okkur, að enginn hefði verið heima um það leyti, sem skriðurnar féllu að bænum, en þær væru ekki lengra i burtu beggja vegna hans en 20—30 metra. Hafi sú vestari tekið af veginn heim að bænum á löngum kafla, tekið af rétt og nýlegt gerði og girðingu, sem hann hefði notað til að reka inn í réttina. Hann hefði ekki enn fengið veginn lagaðan, en byggist við að vegagerðin myndi hjálpa til þess, og eins þyrfti hann að reyna að ýta þeirri skriðunni, sem gekk yfir nokkuð af túni hans, á burt.
Varðandi kindurnar, sem fundust í skriðunni, kvaðst hann búast við að eiga þær flestar, þvi að þetta væri ein mitt á þeim stað, sem fé hans gengi. Nokkru innar í dalnum er bærinn Miðdalur. Síðar hafði skriðan úr eystri tindinum valdið nokkrum spjöllum.
Melaseljadalur-23Davíð bóndi þar Guðmundsson, sagði, að tvær skriður hefðu skemmt fyrir sér tún. Myndi önnur, sú stærri, hafa runnið fram úr Kerlingagili, en það er gríðarstórt og hrika legt gil, sem skerst þarna inn í Esjuna norðanverða. Sjálfsagt hefur gilið bjargað því, að skriðan var ekki stærri, þegar niður kom.
Slík stórfelld skriðuhlaup munu ekki hafa átt sér stað þarna síðan 1880, en þá hljóp skriða úr Eyrarfjalli, sem er norðan dalsins, frá bænum Morastöðum og þvert yfir dalinn að Tindastöðum. Nú var hins vegar miklu minni úrkoma í Eyrarfjalli en í Esjunni. Augljóst er, að mikið tjón hefur þarna orðið, bæði á landi og búsmala, og sjálfsagt tekur það tugi ára, að græða upp land það, sem þessi miklu skriðuhlaup hafa lagzt undir aur og grjót, og víst er, að þeir sem land þetta þekkja náið, munu telja, að það hafi illilega skipt um fallegan svip til hins verri og ljótari.“ — Fr. S.
Melaseljadalur-24Í Morgunblaðinu í nóvember 1968 má lesa eftirfarandi um Melaseljadal og nágrenni: „Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt á enda, þar til Melasel jadal er náð, en hann öðlaðist frægð sína skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó“ eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatns ána tæru Kiðafellsá uppá Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenzkur sveitabær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún. Og hún kenndi okkur kvæðið eftir Guðmund skólaskáld um Kirkjuhvol, og þá varð sýnin hennar um Áflaborgina miklu meiri sannleikur, en í kvæðinu var þetta:

Melaseljadalur-25

„Hún amma mín það sagði mér um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar.
Þeir eiga kirkju í hvolnum og barn er ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.“
En áfram höldum við upp Kleyfarnar, yfir flóa og fífusund og einkennilega lagaða hóla sem við fyrstu sýn gætu virzt vera einskonar smágígir, gervigígir, en eru vafalaust myndaðir af skriðjökli, sem einhverntíma í fyrndinni hefur skriðið niður dalinn og snúið eilítið upp á sig í dalsmynninu, eins og víða sést um landið.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð. Enga finnum við samt tinnuna, en liins vegar er hér mikið um jaspís og kvartzmola, sem liggja hér á melnum, út um allt. Ekki er til önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, — þeir gátu skorið með honum gler — og kallað skarðið eftir því.

 

Melaseljadalur-26

Og nú sjáum við ofan í þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við aðalklettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið út til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið.
Grasivaxnar brekkur eru á allar hinar hliðarnar, og þar eru einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en rómversku hringleikahúsi. Colosse um er að vísu gert af steini og vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það var engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóð inu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannfundi. Minnir allmikið á gíginn hjá Hólahólum á Snæfellsnesi.
Melaseljadalur-27Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjaðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Enginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagili. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Melaseljadalur-28Þetta var á tímum þeim, eins og áður segir, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skrapp í fjallgöngu á Dýjadalshnjúk í Esju. Á niðurleið gekk hann þvert yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar.
Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af fram leiðslunni.
Melaseljadalur-29Ekki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverknað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð, og eru þarna núna rústir einar.“
Þegar FERLIR skoðaði Melaseljadalinn, sem er bæði lítill og rýr, var m.a. gengið fram á kindabein, hauskúpu, hrygg o.fl., líklega leifar frá skriðuföllunum árið 1966. Engar tóftir var að sjá í dalnum.
Hins vegar fundust seljaleifar neðan undir Stekkjargili; þrjú rými og stekkur. Erfitt var að segja til um aldur minjanna, en þær gætu verið frá því á 17. öld. Líklega er þarna komið framangreint Melasel (Melakotssel). Harla ólíklegt er að selstaða hafi verið uppi í Mela-Seljadal, bæði vegna rýrlegra landkosta og brattleika. Hafi hún einhvern tímann verið þar þá er hún löngu eydd af skriðum, því víða þar uppi má sjá merki um bæði eldri og yngri skriður. Selstaðan þarna, undir Stekkjargili, og svo til alveg við Melaánna, verður að teljast miklu mun líklegri og vænlegri, a.m.k. í seinni tíð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Morgunblaðið, stórfelld skriðuhlaup valda tjórni á Kjalarnesi og í Kjós, skriðuhlaup úr Dýjadalstindi falla úr 700 m hæð til sjávar, 10 km leið, 26. júlí 1966, bls. 5.
-Morgunblaðið, Hún amma mín það sagði mér, 24. nóvember 1968, bls. 7.
-Jarðabókin 1703.
Melaseljadalur

 

Handrit

Fjörbaugsgarður“ fólst í því að misindismönnum var útskúfað úr samfélaginu og gert að ferðast til útlanda og dvelja utan í a.m.k. þrjú ár til að hugsa ráð sitt.
„Eitt sérkennilegasta ákvæði íslenskra laga er án ef ákvæði Grágásar um fjörbaugsgarð. Handrit-332Fjörbaugsgarður er í sem stystu máli tímabundin útilokun frá samfélaginu, útilokun sem þó gerir ráð fyrir að brotamaðurinn geti aftur komist inn í mannlegt samfélag. Ekki er vitað um sambærileg ákvæði í lögum frá Skandinavíu og það sama er reyndar upp á teningnum hvað keltnesk lög varðar enda er þar ekki að finna aðrar refsingar fyrir afbrot en fébætur. Þó tíðkuðust meðal Íra siðir sem líktust að sumu leyti fjörbaugsgarði.
Eins og fram hefur komið var ættin grunneining írsks samfélags, ættin í heild var bótaskyld ef einhver ættingi braut af sér. Ættin varð því að eiga í bakhöndinni ráð til að losna við vandræðamenn sem ekki fylgdu settum reglum og ollu ættingjum sínum fjárútlátum. Slíka menn var hægt að afsegja úr ættinni og greiða konunginum og kirkjunni ákveðna upphæð til að tryggja sig fyrir frekari misgjörðum óhappamannsins. Ef þeir bættu ráð sitt var hægt að taka aftur við þeim með því að gefa þeim hnefafylli af korni, hníf eða leyfa þeim að spretta af hesti á jörð ættarinnar.
Handrit-333Þar sem uppbygging keltnesku kirkjunnar var í samræmi við ættasamfélagið giltu innan hennar svipaðar reglur og í samfélaginu. Ein af þeim refsingum sem heilagur Columbanus setti munkum sínum var 10 ára útlegð úr klaustrinu en sú refsing var einungis notuð ef
munkur framdi morð. Fleiri heimildir eru til um að kirkjunnar menn hafi verið sendir í útlegð í lengri eða skemmri tíma.
Til eru heimildir frá eldri tímum um svipaðar refsingar. Júlíus Caesar segir frá því í Gallastríðunum að þeir sem ekki fóru eftir reglum ættarinnar hafi átt á hættu að vera útilokaðir frá trúarathöfnum. Þetta þótti þung refsing því þeir sem ekki fengu að taka þátt í trúarathöfnum voru taldir óhreinir og enginn vildi umgangast þá. Þeir gátu því ekki haft samskipti við annað fólk. Einnig gátu menn misst réttindi án þess að skyldum væri létt af þeim.
Allt er þetta sprottið af svipuðum meiði og fjörbaugsgarðurinn og markmiðið það sama, að losa samfélagið og ættina við þá einstaklinga sem voru til vandræða en þó þannig að þeir hefðu tækifæri til að bæta ráð sitt og komast aftur inn í mannlegt samfélag.“

Heimild:
-Saga, Guðmundur J. Guðmundsson, 31. árg. 1993, 1. tbl., bls. 115-116.

Engidalur

Tóft útilegumanna í Engidal.

 

Helgafell

Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907„; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal.
Helgadalur-23„Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Sculastatun; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þenna stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið.
Helgadalur-24Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.
Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleifarvatn (inn frá Krýsuvík) alt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlið og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar [Gvendarselshæð], og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar eð hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn. Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans, og hygg eg hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum á Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu.
Gvendarsel-21Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djup með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil.
Raudshellir-21Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum. Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér heflr verið bær og tún. Og þá virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.“

Helgadalur-26

Helgadalur – uppdráttur ÓSÁ.

Þá fjallar Brynjúlfur um minjarnar í Helgadal: „Í sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta var þess getið sæist þar til rústa. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur hóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt síg vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhliðvegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.
Helgadalur
Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafl verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nu eru hrauni huldir.

Skúlatún

Skúlatún.

Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (sbr. Árb. fornl.-fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.“
Í dag, árið 2011, mótar ekki fyrir húsum í Skúlatúni. Þar með er ekki sagt að þar kunni ekki að leynast hús, einkum austast í túninu. Í Helgadal sér fyrir 9 m löngum skála sem og þremur öðrum byggingum. Líklegt má telja að í dalnum hafi verið tímabundin búseta kúabúskapar yfir sumartímann allt frá fyrstu tíð búsetu hér á landi, líkt og sá má við sambærilegar aðstæður við Urriðavatn. Við uppgröft þar mætti eflaust finna þar skálann, fjós og jafnvel fleiri byggingar. Líklegt má telja að minjar við Rauðshelli tengist Helgadalstóftunum. “

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1908, Brynjúlfur Jónsson; Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 eftir Brynjúlf Jónsson. Í Gullbringusýslu. II Skúlatún, bls. 9-11.

Helgadalur

Helgadalur.

Breiðholt

Í skýrslu Borgarsögusafns Reykjavíkur um „Borgarhluta 6 – Breiðholt„, segir m.a. um sögu bæjarins Breiðholts, Breiðholtssel og nágrenni:

Breiðholtsbærinn

Breiðholt
Landamerki Breiðholtsjarðarinnar lágu í vestri, suðri og suðaustri að nágrannajörðunum Digranesi, Hvammkoti (Fífuhvammi) og Vatnsenda, sem tilheyrðu upphaflega Seltjarnarneshreppi en síðar Kópavogshreppi. Í norðri og norðvestri lágu landamerki Breiðholts að jörðunum Bústöðum, Ártúni og Árbæ. Til norðausturs afmarkaðist land Breiðholts af Elliðaánum.
Elstu heimildir um jörðina Breiðholt eru frá 14. öld. Elsta örugga heimildin er skrá frá 1395 yfir jarðir sem Viðeyjarklaustur eignaðist í tíð Páls ábóta. Þó er talið líklegt að jarðarinnar sé getið í eldri heimild, í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá 1313, þar sem talað er um jörðina „Holt“, en þar er sennilega átt við Breiðholt.

Breiðholt

Breiðholt og nágrenni – herforingjakort frá 1906.

Vísbendingar eru um að við bæinn hafi verið kirkjugarður og kirkja, en mannabein fundust nokkrum sinnum við jarðrask á bæjarhólnum og í nágrenni hans í lok 19. aldar og á fyrri hluta 20. aldar.
Kirkju í Breiðholti er ekki getið í kirknaskrá Páls biskups um 1200 en af frásögn um jarteikn í Þorláks sögu hins helga frá 1325 að dæma virðist hafa verið þar bænhús eða kirkja sem helguð var heilögum Blasíusi. Hann var verndari nautasmala og svínahirða, tóvinnufólks, vefara, skóara, steinhöggvara og skipasmiða og gott þótti að heita á hann gegn allskyns hálskvillum meðal annars. Frásögnin segir frá því að dag einn hafi Hallur smalamaður Snæbjörns bónda á „Bútsstöðum“ (Bústöðum) komið heim frá fé og fallið í öngvit. Þegar hann rankaði við sér hafði hann misst mál sitt og var mállaus í sjö daga.
Breiðholt
Snæbjörn bóndi hét þá á hinn heilaga Blasíus biskup að smalamaðurinn skyldi ganga í Breiðholt og gefa þangað lýsi ef hann mætti endurheimta heilsu sína, en þegar það dugði ekki til kallaði bóndi til Guð og Þorlák biskup. Litlu síðar sofnaði smalinn og komu þá biskuparnir báðir Blasíus og Þorlákur til hans í svefni. Eftir það vaknaði hann alheill lofandi Guð og hina blessuðu biskupa. Í öðrum heimildum kemur einnig fram að bænhús hafi verið í Breiðholti, en aflagt fyrir 1600. Rústir kirkjunnar og kirkjugarðsins eru nú horfnar, en líklegt er talið að kirkjan hafi staðið fast upp að bæ, jafnvel á eða við sjálfan bæjarhólinn og grafreiturinn umhverfis hana.
Breiðholt varð eign konungs við siðaskipti eins og aðrar jarðir Viðeyjarklausturs og kemur fyrir í Fógetareikningum frá 1547 til 1552. Árið 1580 var jörðin á meðal nokkurra konungsjarða í Skálholtsstifti sem ákveðið var að láta ganga til framfærslu eða stuðnings prestum í tekjurýrum brauðum, eins og kemur fram í opnu bréfi Jóhanns Bochholts lénsmanns til Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups frá því ári. Jörðin var þannig afhent kirkjunni og heyrði eftir það undir Víkurkirkju og seinna Dómkirkjuna í Reykjavík.

Breiðholt

Breiðholt – örnefni.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 er jörðin sögð lénsjörð fyrir prest sem þjónaði kirkjum á Seltjarnarnesi, honum til framfærslu eða uppihalds. Ekki er getið um að á staðnum hafi þá verið kirkja eða bænhús. Á jörðinni voru þá tveir ábúendur. Á öðrum helmingnum bjuggu hjónin Þórálfur Höskuldsson og Ásta Jónsdóttir og voru þar fimm í heimili. Bústofn þeirra var fjórar kýr, sjö ær, tvær gimbrar, einn sauður veturgamall, sjö lömb og einn foli þrevetur. Á hinum helmingi jarðarinnar bjó Loðvík Jónsson. Hjá honum voru þrír í heimili og bústofninn þrjár kýr, ein kvíga mylk, einn kálfur, þrjár ær, fjögur lömb og eitt hross. Til hlunninda töldust hrísrif, torfrista og stunga, mótaka og lyngrif nokkurt. Engjar spilltust af vatnságangi. Dýrleiki var óviss en landskuld var eitt hundrað sem skiptist jafnt á milli ábúendanna tveggja.
Breiðholt
Seint á 18. öld munu hafa búið í Breiðholti Hjörtur Eiríksson (um 1743-1793) og Rannveig Oddsdóttir (f. um 1744) ásamt börnum sínum, en þau fluttu þaðan 1788 að Bústöðum.
Prestar munu að jafnaði ekki hafa setið í Breiðholti, en þó bjó þar séra Árni Helgason sem var dómkirkjuprestur og biskup á árunum 1814-

Breiðholt

Breiðholt – túnakort 1916.

1825.
Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var Breiðholt lénsjörð, dýrleiki ekki metinn en sýslumaður mat hana á 20 hundruð.
Árið 1856 fékk þáverandi ábúandi í Breiðholti, Árni Jónsson, sérstök verðlaun fyrir jarðabætur.

Á síðari hluta 19. aldar virðist jörðin hafa legið undir miklum ágangi ferðamanna því þá þurftu ábúendur þar oftar en ekki að auglýsa að bannað væri að nota Mjóumýri sem áningarstað eða til beitar, en Mjóamýri var lægðardrag suðaustarlega í landi Breiðholts, vestan undir Vatnsendahvarfi (á þeim slóðum þar sem gatan Jaðarsel liggur nú).

Breiðhol

Breiðholtsbærinn 1916.

Seint á 19. öld bjuggu í Breiðholti hjónin Björg Magnúsdóttir (1847-1930) og Jón Jónsson (1840-1898) ásamt börnum sínum þrettán. Í búskapartíð þeirra var allstórt bú í Breiðholti. Dóttir þeirra, Þóra Petrína Jónsdóttir (1891-1987), hefur sagt frá búskaparháttum, staðháttum og örnefnum í Breiðholti á þeim tíma. Samkvæmt frásögn hennar voru þá um sex til tíu kýr á býlinu, um 200 fjár og sex til átta hross. Einnig voru hross og naut Reykvíkinga tekin í hagagöngu yfir sumarið. Smjör, rjómi og skyr var selt til Reykjavíkur og stundum mjólk. Volg laug var í mýrinni fyrir neðan túnið í Breiðholti og var hella lögð út yfir laugina og þvottur þveginn þar. Mór var tekinn við Engjarnar svokölluðu í Breiðholtsmýri, niður undir Digraneshálsi. Þar þótti góður mór og fengu ýmsir að taka þar mó, m.a. kunningjar úr Hafnarfirði sem annars urðu að brenna mosa. Mikill umferð ferðamanna og gestagangur var í Breiðholti á þessum tíma, t.d. komu þar við bændur austan úr sveitum með fé sitt á leið til slátrunar á haustin og börn úr Reykjavík komu í berjamó.
Skömmu eftir lát Jóns árið 1898 keypti breskur maður, H.A. Payne að nafni, jörðina Breiðholt af kirkjunni fyrir 10.500 krónur, en Björg bjó þar áfram ásamt börnum sínum til ársins 1903. Í borgarhlutanum Breiðholti eru nú þrjár götur nefndar eftir þremur af dætrum Jóns og Bjargar: Maríubakki, Lóuhólar og Þórufell.

Breiðholt
Árið 1906 keypti bæjarstjórn Reykjavíkur Elliðaárnar af H.A. Payne ásamt jörðunum Breiðholti, Árbæ og Ártúni og eignaðist þannig allan veiðirétt í ánum. Breskir veiðimenn munu hafa haldið áfram að leigja Elliðaárnar fram að fyrri heimsstyrjöld en eftir það tóku íslenskir veiðimenn við. Árið 1925 fól bærinn Rafmagnsveitu Reykjavíkur umsjón með Elliðaánum en frá því að Stangveiðifélag Reykjavíkur var stofnað árið 1939 hefur það haft Elliðaárnar á leigu. Við Elliðaárnar er mikið af örnefnum sem tengjast veiðum í ánum.
Efri veiðihús Payne voru á árunum 1937-1940 lánuð Húsmæðrafélagi Reykjavíkur sem hafði þar sumardvalarstað fyrir efnalitlar mæður og börn þeirra en árið 1940 voru þau tekin til afnota af hernámsliðinu. Annað húsanna, líklega styttra húsið sem stóð sunnar og var vörslumannshús, hefur staðið fram yfir 1960 því það er sýnt á korti af svæðinu frá því ári, en líklega hefur það verið fjarlægt skömmu síðar, því það sést ekki á loftmynd.

Búskapur í Breiðholti á 20. öld
Breiðholt
Í upphafi 20. aldar komst jörðin Breiðholt í eigu Reykjavíkurbæjar, eins og áður segir. Með lögum árið 1923 var jörðin svo lögð undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Búskapur var þó áfram stundaður í Breiðholti fram yfir miðja 20. öld.
Þegar bærinn keypti Breiðholt árið 1906 var jörðin leigð til ábúðar Guðna Símonarsyni, sama ábúanda og verið hafði þar, líklega frá því að Björg Magnúsdóttir flutti þaðan 1903, með þeirri kvöð að leggja mætti vatnspípur um landið og að ekki yrði tekinn meiri fénaður í það til hagagöngu en formaður bæjarstjórnar samþykkti.
Breiðholt
Bæjarhús og tún Breiðholtsbæjarins voru mæld upp og teiknuð á kort árið 1916. Á kortinu má sjá að þá stóðu sjö hús í samfelldri bæjarröð á hlaðinu. Húsin stóðu þar sem nú er opið svæði milli húsanna Grjótasels 21 (b. 1979) og Skógarsels 39 (b. 1992). Þar eru sjáanlegar rústir sem eru leifar af síðustu baðstofu eða íbúðarhúsi bæjarins.
Þrjú útihús stóðu sunnan við bæinn, þar sem nú er húsið Grjótasel 21. Fleiri útihús voru ofar í brekkunni austur af bænum, á þeim slóðum þar sem gatan Seljaskógar liggur nú vestan húsanna númer 20-24 við Akrasel. Tún bæjarins voru afmörkuð með túngörðum. Í gegnum hlaðið lá vegur frá nágrannabænum Fífuhvammi innst í Kópavogsdal, sem hélt svo áfram austur að Vatnsendavegi.
Eignin var brunavirt árið 1924 og voru húsin í bæjarröðinni þá enn sjö talsins auk þriggja útihúsa. Syðst í röðinni var geymsluhús eða skemma sem sneri göflum í norður-suður (5,5×3,3 m að stærð,), byggð úr bindingi en með torf- og grjótvegg við norðurgafl.
Breiðholt
Áfastur við austurhlið hennar var geymsluskúr úr sama efni (5,5×1,8 m að stærð,). Norðan við skemmuna var íbúðarhús eða baðstofa sem sneri göflum í vestur-austur (10×5 m að stærð), byggð úr bindingi og klædd utan á hliðum með torfi og grjóti, en stafnar klæddir borðum og járni. Geymslukjallari (1,6 m hár) var undir vesturhluta hennar og við vesturgaflinn var lítill inngönguskúr (sjá myndir 14 og 15). Við norðurhlið baðstofunnar var eldhússkúr (10 x 2,5 m að stærð), byggður úr bindingi með norðurhlið úr torfi og grjóti. Við norðurhlið hans var önnur eldhúsbygging (8×4 m að stærð), byggð úr torfi og grjóti. Eldiviðarhús úr torfi og grjóti (8×3 m að stærð) var við norðurhlið þeirrar byggingar.

Gróðrarstöðin Alaska í Breiðholti

Breiðholt

Breiðholtsfjósið – síðar Gróðrastöðin Alaska.

Jón H. Björnsson landslagsarkitekt (1922-2009), sem stofnaði og rak gróðrarstöðina Alaska við Miklatorg (Vatnsmýrarveg 20) frá 1953, keypti eignina Breiðholt árið 1960 og tók um leið við því leigulandi og erfðafestulandi sem henni fylgdi. Í Breiðholti kom Jón upp annarri gróðrarstöð undir nafninu Alaska og hafði þar jafnframt sumardvalarstað fyrir fjölskylduna. Þá stóðu á landinu íbúðarhúsið og steinsteyptu útihúsin sem byggð höfðu verið á fimmta áratugnum, en auk þess gömul bárujárnsklædd skemma og skúrbygging sem notuð var sem hænsnahús. Af loftmyndum að dæma virðist gamla baðstofan hafa staðið allt fram á síðari hluta áttunda áratugarins.
Jón girti allt svæðið af og flutti þangað alla trjáplönturækt sem hann hafði áður haft í Hveragerði. Þarna hafði Jón viðamikla ræktun og trjáplöntusölu til ársins 1963 en varð þá að gera hlé á rekstri stöðvarinnar vegna mikils tjóns sem varð á ræktuninni vegna vorhrets og var rekstur Alaska þá leigður út í nokkur ár. Eftir að Jón tók aftur við fyrirtækinu árið 1967 rak hann einnig teiknistofu í Breiðholti, í íbúðarhúsinu sem byggt hafði verið á fimmta áratugnum.

Breiðholt

Breiðholt – loftmynd 1957.

Í byrjun áttunda áratugarins missti Jón mikinn hluta landsins þegar ákveðið var að taka Breiðholtsblett I úr erfðafestu vegna skipulags og væntanlegra byggingarframkvæmda á svæðinu. Ræktunarlönd og fyrrum tún sem tilheyrðu Breiðholtsbletti I lentu vestan götunnar Skógarsels við skipulag og uppbyggingu Seljahverfisins á þessum tíma og voru á því svæði (Suður-Mjódd) sem afhent var Íþróttafélagi Reykjavíkur, sem byggði þar seinna upp aðstöðu sína. Eftir þetta færðist rekstur gróðrarstöðvarinnar meira í átt að verslunarrekstri í stað trjáplönturæktunar og árið 1975 innréttaði Jón fjósið og hlöðuna á staðnum sem verslunar- og geymsluhús og var verslun Alaska opnuð þar í nóvember það ár.

Breiðholtssel

Breiðholt

Breiðholtssel – uppdráttur ÓSÁ.

Selið var líklega ekki langt frá gatnamótum Heiðarsels og Hjallasels. Í örnefnaskrá Breiðholts segir: „Neðan við Mjóumýri er svo Selhryggur, sem er að mestu í Fífuhvammslandi, en upp af honum og norðan hans eru Selflatir og Selið. Það hvorttveggja er í Breiðholtslandi.“ „Frá Miðmundahæð og beina línu austur að Markakletti hét Selhryggur …“ . Upp af Selhrygg og norðan hans var Selið og Selflatir. Þóra [Jónsdóttir] man ekki eftir selrústum. Sel og Selflatir voru í Breiðholtslandi … . Selflatir voru á milli Selhryggs og Fálkhóls.“ Færikvíar voru notaðar í Breiðholti og í örnefnalýsingu er frásögn Þóru Jónsdóttur sem sat yfir ásamt systur sinni í mörg sumur: „Hinumegin við Rásina var blettur, þar sem færikvíar voru hafðar. Tæplega fimmtíu ær voru mjólkaðar í kvíunum. Þóra sat hjá mörg sumur með eldri systur sinni. Þær voru með ærnar á ýmsum stöðum, Hörðuvöllum, Kjóavöllum (sem mest voru í Vatnsendalandi) og víðar. Valdir voru beztu blettir, sem völ var á að beita ánum á, og var leyft að fara með þær í annarra lönd í því skyni.“
Breiðholt
Lýsing: Horfið, en greina má rúst á loftmynd af Breiðholti frá árinu 1970, norðan megin við Rásina. Þar má greina þriggja hólfa rúst sem gæti hafa verið selið og líklega sá blettur sem færikvíarnar voru á,
eins og kemur fram í örnefnaskrá.

Heimild:
-Byggðakönnun, Borgarhluti 6 – Breiðholt, Borgarsögusafn Reykjavíkur 2021.

Breiðholt

Breiðholtssel – loftmynd 2020.

Lambafellsklofi

Gengið var um Trölladyngjusvæðið norðanvert, þ.e. um Eldborg og Lambafellsklofa.
Um er að Eldborg - svona gæti hún hafa litið út - ósnertræða tvær andstæður; annars vegar fallegan og verðmætan eldgíg út frá bæði jarðfræðilegu og ferðamannalegu sjónarmiði, sem nú hefur verið eyðilagður, og hins vegar jarðfræðifyrirbæri, misgengi gegnum fjall, sem fengið hefur að vera í friði. Það er því óneitanlega skemmtilegri aðkoma að síðarnefnda staðnum.
Í dag ganga ferðalangar framhjá Eldborginni, án þess að vilja líta hana augum. Borgin er tákn skammsýni mannsins og lítinn skilning á því hver eru  hin raunverulegu verðmæti. Efnið úr gígnum var flutt í vegstæði. Efnið var einnig tekið úr öðrum gíg skammt frá, Rauðhól. Ef á annað borð var nauðsynlegt að taka efni úr fallegum og sérstökum náttúrufyrirbærum hefði verið skömminni skrárra að taka einungis efni af öðrum hvorum staðnum, t.d. Rauðhól. Best hefði verið að láta þá báða ósnerta, en taka efnið í fjarlægari námum nyrst í Afstapahrauni. Það hefði reyndar orðið svolítið Eldborg - sem afleiðingar skammsýni mannsinsdýrara fyrir hlutaðeigandi vegagerðarmenn, en miklu mun ódýrarar til lengri tíma litið – eki síst í ljósi þess að eitt helsta aðdráttarafl ferðamann hér á landi er óspillt og stórbrotin náttúran.
Eldborg við Trölladyngju er einn af gígunum sem Afstapahraun rann úr árið 1151. Afstapahraun er næst yngsta hraunið í sveitarfélaginu. (Yngst er Arnarseturshraun við Snorrastaðatjarnir, frá 1226, skv. upplýsingum Hauks Jóhannessonar, jarðfræðings.) Hin upptök Afstapahrauns eru í fallegum gíðum við Selsvelli nokkru sunnar. Inni í miðju Afstapahrauni, sem fyrrum mun hafa verið nefnt Arnstapahraun, eru óbrinnishólmar; Tóur, þar sem grórningar eru miklu mun meiri og betri en í mosavöxnu nýhrauninu. Fyrrnefndir gígar Afstapahrauns eru sunnan og suðaustan við Driffell, vestan undir Vesturhálsi og hefur hraunið úr þeim runnið þaðan alla leið fram í sjó í Vatnsleysuvík.
LambafellsklofiLambafell er jafnan nefnt Vestara-Lambafell og Austara-Lambafell (sjá loftmyndina). Þau sluppu við að lenda undir Afstapahrauninu, líkt og Snókafell skammt vestar. Austara-Lambafellið er um 160 m.y.s. Því er svo lýst í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd: „Í fellinu nyrst er djúp og mikilfengleg gjá, Lambafellsgjá, sem gaman er að skoða. Gjáin gengur inn í mitt fellið og er mjög þröng neðst, eða 1-3 m á breidd, en víkkar þegar ofar dregur, lengd sprungunnar er um 150 m og hærra veggstálið er 20-25 m hátt. Það er skemmtilegur “álfabragur” á því að geta gengið inn í fjall og síðan upp úr því. Í fellinu er bólstrabrotaberg og í gjáveggjunum sést hver “koddinn” við annan. Önefnið Lambafellsklofi hefur einnig heyrst og þá er átt við gjána og ein heimild nefnir fellið sjálft Klofningsfell.“
Snókafellið er að vísu stakt, eins og nafnið gefur til kynna, en í því er ekkert misgengi. Misgengi það sem sjá má í Lambafelli má einnig sjá í Þorbirni (Þorbjarnarfelli) ofan við Grindavík.
Skemmtilegast er að ganga um Lambafellsklofa í ágúsmánuði. Þá er klofinn jafnan fullur af fiðrildum, sem leita þar lyngnunnar. Þegar komið er inn í gjána við slíkar aðstæður er hún  ævintýrlalandi líkust.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Afstapahraun

Víkingaskip í Afstapahrauni.

 

 

Hrafnagjá

Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi og gjár í hraununum í kringum Hafnarfjörð.
hjallamisgengi-21Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands.
Í Hjöllum í Heiðmörk eru mörg misgengisþrep sem liggja hvert upp af öðru. Hjallamisgengið er um 5 kílómetra langt og hæst er það um 65 metra hátt. Brúnin myndar nokkrar stórar og dálítið óreglulegar brotalínur. Fyrir austan meginbrotalínuna hefur landið sigið og margbrotnað upp. Þessi brot hafa myndast bæði áður og eftir að Búrfellshraunið rann. Hreyfingar eru stöðugt á þessu svæði og benda mælingar til þess að höggunin nemi að jafnaði um 2,8 millimetrar á ári.
Annað mikilvægt misgengi er Helgadalsmisgengið sem klýfur Búrfell og sér til þess að Kaldá kemur upp á yfirborðið. Lóðrétt misgengi hefur orðið um margar þeirra þannig að norðvestur barmur sprungunnar rís hærra en suðvestur barmurinn, og þannig er það með sprunguna sem fer í gegnum Búrfell. Misgengið um hana kemur vel fram í Helgadal við suðurrætur Búrfells. Það nær langt í báðar áttir frá gígnum og sumum stöðum klýfur það eldra berg, ýmist grágrýti eða móberg.

Heimild:
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/MISGENGI.HTM

Hrafnagjá

Hrafnagjá.