Lambafellsklofi

Gengið var um Trölladyngjusvæðið norðanvert, þ.e. um Eldborg og Lambafellsklofa.
Um er að Eldborg - svona gæti hún hafa litið út - ósnertræða tvær andstæður; annars vegar fallegan og verðmætan eldgíg út frá bæði jarðfræðilegu og ferðamannalegu sjónarmiði, sem nú hefur verið eyðilagður, og hins vegar jarðfræðifyrirbæri, misgengi gegnum fjall, sem fengið hefur að vera í friði. Það er því óneitanlega skemmtilegri aðkoma að síðarnefnda staðnum.
Í dag ganga ferðalangar framhjá Eldborginni, án þess að vilja líta hana augum. Borgin er tákn skammsýni mannsins og lítinn skilning á því hver eru  hin raunverulegu verðmæti. Efnið úr gígnum var flutt í vegstæði. Efnið var einnig tekið úr öðrum gíg skammt frá, Rauðhól. Ef á annað borð var nauðsynlegt að taka efni úr fallegum og sérstökum náttúrufyrirbærum hefði verið skömminni skrárra að taka einungis efni af öðrum hvorum staðnum, t.d. Rauðhól. Best hefði verið að láta þá báða ósnerta, en taka efnið í fjarlægari námum nyrst í Afstapahrauni. Það hefði reyndar orðið svolítið Eldborg - sem afleiðingar skammsýni mannsinsdýrara fyrir hlutaðeigandi vegagerðarmenn, en miklu mun ódýrarar til lengri tíma litið – eki síst í ljósi þess að eitt helsta aðdráttarafl ferðamann hér á landi er óspillt og stórbrotin náttúran.
Eldborg við Trölladyngju er einn af gígunum sem Afstapahraun rann úr árið 1151. Afstapahraun er næst yngsta hraunið í sveitarfélaginu. (Yngst er Arnarseturshraun við Snorrastaðatjarnir, frá 1226, skv. upplýsingum Hauks Jóhannessonar, jarðfræðings.) Hin upptök Afstapahrauns eru í fallegum gíðum við Selsvelli nokkru sunnar. Inni í miðju Afstapahrauni, sem fyrrum mun hafa verið nefnt Arnstapahraun, eru óbrinnishólmar; Tóur, þar sem grórningar eru miklu mun meiri og betri en í mosavöxnu nýhrauninu. Fyrrnefndir gígar Afstapahrauns eru sunnan og suðaustan við Driffell, vestan undir Vesturhálsi og hefur hraunið úr þeim runnið þaðan alla leið fram í sjó í Vatnsleysuvík.
LambafellsklofiLambafell er jafnan nefnt Vestara-Lambafell og Austara-Lambafell (sjá loftmyndina). Þau sluppu við að lenda undir Afstapahrauninu, líkt og Snókafell skammt vestar. Austara-Lambafellið er um 160 m.y.s. Því er svo lýst í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd: “Í fellinu nyrst er djúp og mikilfengleg gjá, Lambafellsgjá, sem gaman er að skoða. Gjáin gengur inn í mitt fellið og er mjög þröng neðst, eða 1-3 m á breidd, en víkkar þegar ofar dregur, lengd sprungunnar er um 150 m og hærra veggstálið er 20-25 m hátt. Það er skemmtilegur “álfabragur” á því að geta gengið inn í fjall og síðan upp úr því. Í fellinu er bólstrabrotaberg og í gjáveggjunum sést hver “koddinn” við annan. Önefnið Lambafellsklofi hefur einnig heyrst og þá er átt við gjána og ein heimild nefnir fellið sjálft Klofningsfell.”
Snókafellið er að vísu stakt, eins og nafnið gefur til kynna, en í því er ekkert misgengi. Misgengi það sem sjá má í Lambafelli má einnig sjá í Þorbirni (Þorbjarnarfelli) ofan við Grindavík.
Skemmtilegast er að ganga um Lambafellsklofa í ágúsmánuði. Þá er klofinn jafnan fullur af fiðrildum, sem leita þar lyngnunnar. Þegar komið er inn í gjána við slíkar aðstæður er hún  ævintýrlalandi líkust.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Afstapahraun

Víkingaskip í Afstapahrauni.