Þyrill

Tilgangur ferðarinnar var að skoða tófir gamla bæjarins og hofhús að Þyrli í Hvalfirði.
BæjarstæðiðSvo segir í Harðar sögu Hólmverja: “Þorsteinn gullknappur bjó þá á Þyrli, grályndr ok undirförull, slægvitr ok vel fjáreigandi.” Harðar saga, ÍF XIII, 62, sbr. 87 “[Indriði] fór um morgininn einn saman, ok it gegnsta reið hann til Þyrils. hann steig þá af baki ok gekk ofan Indriðastíg hjá Þyrli ok beið þar, unz Þorsteinn fór til blóthúss síns … Hann snýr þá fram fyrir hann ok hjó hann með sverðinu Sótanaut undir kverkina, svá at af tók höfuðit. Hann lýsti þessu vígi á hendur sér heima at Þyrli …” “Bæjarhús jarðarinnar standa undir samnefndu fjalli.”, segir í örnefnaskrá. Í Fornleifaskráningu fyrir Hvalfjarðarstönd 2003 segir að þar sé steinhús með kjallara, byggt 1937, um 5 m norðaustar heldur en gömlu bæjarhúsin stóðu. Ekki er lengur búið í húsinu en er notað sem afdrep í búskaparsnúningum. Ekki er vitað til að mannvistarlög hafi fundist við byggingu hússins.
BærinnHúsin á Þyrli eru á milli tinda Þyrilsins og Þyrilsness sem gengur fram í Hvalfjörðinn. Umhverfis húsið eru sléttuð tún. Allt svæðið er í halla í hlíðarrótum fjallsins Þyrils sem gnæfir yfir bænum, girt klettabelti. Suðaustan við húsið er malarborið og flatt hlað, á milli íbúðarhúss og fjárhúss og hlöðu sem enn eru notuð. Steypta húsið stendur á nokkuð láréttum stalli sem gengur út úr hlíðinni og gæti kallast hóll en þó að öllum líkindum náttúrulegur en ekki upphlaðinn. Lítil ummerki sjást eftir gömlu bæjarhúsin en þó er óslétt og glittir í grjót nokkrum metrum suðvestan við steinhúsið. Eins sker gróður sig úr umhverfinu þar sem gömlu húsin voru, vallhumall áberandi á um 26 m svæði, N-S og um 10 m A-V. Garðlög þau sem eru á túnakorti og voru við gamla bæinn sjást enn greinilega. Gömlu bæjarhúsin stóðu á meðan var verið að byggja nýja húsið en voru rifin fljótlega eftir að nýbyggingu lauk.
MerkiÍ riti Kristians Kålunds um íslenska sögustaði frá 1872-1874 segir: “Ofan við bæinn er svonefndur Goðahóll. Er talið að þar hafi staðið hof það sem nefnt er í Harðar sögu. Tóftin er mjög óljós snýr austur og vestur. Hún er um 6 faðma löng, en mjög mjó, 1 faðmur, svo að hún virðist naumast meira en breið skora; má þó vera að stafi af því, að veggir séu fallnir saman. Dyr virðast hafa verið við syðri langvegg nokkru nær austurenda. [Nmgr. Sigurður Vigfússon gróf upp tóftina, mældi hana og lýsti henni nákvæmlega, taldi hana 17-57 fet. Árb. Fornl. 1880-81, 17.] Í húsvegg skammt frá bæjardyrum er neðst í veggnum allstór steinn (um 1.5 álnar langur, 1 álnar hár), nálægt miðju er skálmynduð laut, að stærð eins og fyrir krepptan hnefa. Steinninn nefnist, þótt undarlegt sé, “blótsteinn Harðar”, en ýmsir telja, að þar sé steinn sá er Þorsteinn blótaði í hofi sínu, að því er sagan segir.”

Hoftóttin

Sigurður Vigfússon, fornfræðingur, kom að Þyrli sumarið 1880 og gróf í tóftina. Hann segir í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1881: “Að Þyrli er forn tótt uppi í túninu fyrir ofan bæinn, sem kölluð eru Hoftóft… Steinn einn mikill hefir lengi verið í bæjarveggnum, er fram snýr á Þyrli. Hann er og hefir verið kallaðr Blótsteinn, og um það eru sagnir, sem einlægt eiga að hafa haldizt, að hann hafi staðið í hofinu eða blóthúsinu á Þyrli… Hann er úr blágrýti. Síðan tók ég nákvæma mynd af steininum, sem hér fylgir með [myndin er sýnd aftast í árbókinni, bls. 124], hann er 1.25 alin á lengð, 0.75 al. á breidd og 0.5 al. á þykt.

Blótsteinninn

Niðr í hann er klappaðr bolli lítið sporöskjumyndaðr. Að innan er bolli þessi sem hálfkúla að lögun og mjög sléttr með lítt ávölum börmum. Hann er að þvermáli 4 þuml. og 2.25 þuml. á dýpt. Að ofan er steinninn mjög sléttr af náttúrunni, því að eigi sýnist hann vera höggvinn. Af einu horninu virðist jafnvel að vera brotið síðar, eins og myndin sýnir. Síðan tók ég að grafa tóttina af blóthúsinu. Tóttin snýr í útnorðr og landsuðr, afhúsið í útnorðr. Hún stendr í nokkrum halla; spottakorn fyrir landsunnan tóttina kemr upp lækr og rennr þar niðr eftir, og minnir mig, að hann sé kallaðr blótkelda… Öll tóttin, þegar hún hafði verið grafin, var 57 fet á lengd út á ytri hleðslur og 17 fet á breidd; afhúsið er 17 fet á lengd, og þannig er það ferskeytt.”
Brynjólfi Jónssyni fornfræðingi segist svo frá í Árbók fornleifafélagsins 1904: “Mér var falið að athuga, hvernig blóthústóftin á 
Þyrli liti nú út.
MyndinÞað eru nú 12 ár síðan Sigurður sál. Vigfússon gróf hana út, og er hún nú aftur grasi gróin; enda er hún í túni. Fyrir bakvegg hennar sér glögglega og er sem mjótt þrep langs með honum að innanverðu. Einnig sér fyrir vesturgafli og er hann bogadreginn. En eigi mótar neitt fyrir framvegg, millivegg eða austurgafli. Að eins standa steinar upp úr grasrótinni hér og þar, alveg óreglulega. Er hætt við, að úr þeim veggjum hafi verið tekið grjót  eftir að S. V. skildi við þá. Nú er annað fólk nýkomið að Þyrli, og vissi það ekkert um blóthústóftina. Að eins einn drengur var þar, sem gat vísað mér á hana. Gjörði eg uppdrátt af henni, eins og hún kom mér fyrir sjónir.”

Hoflindin

Í Frásögum um fornaldaleifar er minnst á merkilega staði í Hvalfirði.: “Geirhólmr á Hvalfirdi, Hardarhæd i Dagverdarnesi, er nú kallast Þyrilsnes, rústir af Hofi Þorsteins Gullknapps á Þyrli og Önundarholt ynnfrá Brecku, er Hólmverja saga hermir frá.” (FF 1983, 344). Tóftin er friðlýst: “Þyrill. I) Leifar forns blóthúss, vestur á túninu. Sbr. Árb. 1880-1881: 74-76; Árb. 1904: 18. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 22.01.1931.”(Friðlýsingarskrá 1990). Í Harðarsögu segir: “Hann [Indriði] fór um morguninn einn saman, ok it gegnsta reið hann til Þyrils. Hann steig þá af baki ok gerði gekk ofan Indriðastíg hjá Þyrli ok beið þar, unz Þorsteinn fór til blóthúss síns, sem hann var vanur. En er Þorsteinn kom, gekk hann inn í blóthúsit ok fell fram fyrir stein þann, er hann blótaði ok þar stóð í húsinu, ok mæltist þar fyrir…

Hoflindin

Síðan gekk Þorsteinn út ok heim Indriði sá ferð hans gerla. Indriði bað hann eigi hlaupa svá mikinn. Hann snýr þá fram fyrir hann ok hjó þegar með sverðinu Sótanaut undir kverkina, svá at af tók höfuðit.” (ÍF XIII, 90-92). Tóftin er rétt rúma 100 m norðaustur af bæ. Tóftin er í túnbrekku í hlíðarfæti Þyrils og snýr mót suðvestri. Túnið er í rækt, borið er á það og það slegið. Tóftinni er þó hlíft. Tóftin er orðin mjög svo ógreinileg. Hún virðist snúa NV-SA, 20,5 m á lengd og um 6 m á breidd en þó er erfitt að greina hvar norðaustur langvegg sleppir því hann fjarar út upp í brekkuna að norðaustan.

Hoflindin

Megineinkenni tóftarinnar er fyrrnefndur norðaustur langveggur, eða ruðningur, sem er 20,5 m langur. Hann er hæstur 0,7 m og um 2 m breiður. Við suðausturenda eru 7 steinar, um 0,3 x 0,4 m að jafnaði, í hnapp og liggja tiltölulega óreglulega N-S. Við norðvesturenda mótar fyrir bogadregnum garði – gafli. Suðvestur langhlið er ógreinileg og lítið sem ekkert upphleypt en þó má greina mörk garðsins á þúfum og lægðum í landið.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafræðifélags 1881 fjallar Sigurður Vigfússon um “Um hof og blótsiðu í fornöld”. Þar segir m.a. um hofið í Þyrli: “HlN fyrsta hoftótt, sem rannsökuð hefir verið hér á Íslandi, er blóthúsið á pyrli. MinjasvæðiðAðaleinkenni þessarar tóttar eru einkannlega afhúsið eða þó öllu fremr veggrinn, sem skilr það frá aðalhúsinu, sem, eins og tekið er fram áðr, hefir aldrei verið með neinum dyrum; afhúsið hefir því verið fullkomlega skilið frá aðalhúsinu og enginn gangr þar á milli, eftir því sem tóttin sýnir ; þenna millivegg dyralausan hefi eg einnig orðið var við á fleirum hoftóttum, sem kallaðar eru. Afhús er í öðrum enda og veggrinn milli þess og aðalhússins er fult eins mikill og þykkr eins og aðalveggir tóttarinnar, og er það auðséð, að á honum hafa aldrei dyr verið. Tóttin er hálfkringlótt fyrir endann á af húsinu og miklu kringlóttari enn nokkur tótt, er eg hef séð, enda tóttin öll mjög regluleg. Dyr eru á af húsinu á miðjum gafli; þær sjást glögglega; fyrir hinn endann er tóttin hornótt, eins og vanalegt er, og eru þar einnig dyr á miðjum gafli. Við nyrðra kampinn á dyrunum er hola eða lægð, sem mig minnir að nefnd sé blótkelda, enn í henni er þó ekkert vatn nú eða deigja; enda virðist hún mjög sigin saman.
Tóttin öll er nær 14 faðmar á lengd og Hoftóttin7 faðmar á breidd, sem er ákafleg breidd. pannig sjá menn, að tótt þessi er ákaflega stór, einkannlega á breiddina. pessi tótt er kölluð „Hoftótt”. Málið er ekki, ef til vill, nákvæmt, með því að eg gat að eins stigið tóttina, enn nærri mun það samt láta. Það eru 14 eða 15 ár, síðan eg skoðaði þessa tótt; tók eg þá af henni mynd, sem eg hefi enn til. Eg nefni tóttina á pyrli blóthús, af því að í sögunni er nefnt blóthús á pyrli, enn eigi hof, og hygg eg, að það sé svo nefnt, af því að það hefir eigi verið höfuðhof, heldr einungis heimilishof, ef svo mætti að orði komast, þvíað, eins og kunnugt er, skyldu vera þrjú höfuðhof í hverju þingi, nefnilega eitt höfuðhof í hverju goðorði. par vóru menn vandaðir til að varðveita hofin bæði að vitrleik og réttlæti. peir skyldu dóm nefna á þingum og stýra sakferlum, og því vóru þeir goðar kallaðir. Það, sem enn fremr er einkennilegt við tóttina á þyrli, er það, að afhúsið liggr alt miklu lægra, eins og áðr er getið, og dyrnar út úr hliðveggnum bæði á afhúsinu og aðalhúsinu, og auk þess þessir bálkar i afhúsinu, hvé mjög sem þeir kunna að vera úr lagi gengnir. 

Þyrill

Það er auðvitað, að ekkert verðr með vissu ákveðið að sinni, fyrr enn fleiri hoftóttir verða rannsakaðar, sem nógar eru til á landi hér, og samanburðr fæst; enn hvað sem þessu líðr, þá er tótt þessi í öllu verulegu lík þeirri lýsingu, sem vér höfum á hofum í fornsögum vorum. í afhúsið var skipað goðunum, enn aðalhúsið var haft fyrir veizlusal, er blótveizlur vóru haldnar. Sakir þessa eru engar dyr milli aðalhússins og af hússins, að þangað hefir vist engum verið leyfilegt að koma, nema goðanum sjálfum eða þeim, sem hann leyfði. Alt hofið skoðuðu fornmenn heilagt, og helgi hofanna var aftekin með lögum, þegar kristni var lögtekin, nefnilega „að hof öll skyldi vera óheilög”, enn mest helgi hefir þó hvílt yfir afhúsinu, og milliveggrinn hefir því verið sem nokkurs konar fortjald fyrir afhúsinu sem hinu allra helgasta…”
ÞyrillÍ túnbrekkunni fyrir neðan tóftirnar er brunnur (Hoflind). “Ásinn er enn nefnt Hofið, þar sem blótshúsið stóð, og lind er þar, sem heitir Hoflind; neðan við lindina er kallaður Brunnvöllur. Nafn sitt dregur hann af því að lækurinn frá lindinni var þar leiddur í hlaðinn brunn. Þangað var vatn sótt…”, segir í örnefnaskrá. 6 – 8 m sunnan við fornleif “blóthús” er brunnur eða lind. 3 m vestan við lindina er raflínustaur. Lindin er í túnbrekku í hlíðarfæti Þyrils sem snýr mót suðvestri. Túnið er í rækt, borið er á það og það slegið. Brunnurinn er hlaðinn, 6 – 7 umför steina sjást ofan við vatnsborð (1,3 m) en ekki er vitað hve langt niður hleðslan nær. Byggt hefur verið yfir grjóthleðsluna, timburraftar þversum yfir brunninn, bárujárnþak yfir röftunum og svo torf þar ofna á. Heildarhæðin er um 1,6 m. Mannvirkið er hringlaga, um 4 m í þvermál. Vatn seytlar úr brunninum, undan brekkunni í vestsuðvestur. Þar sem vatnið kemur út er op og timburfleki þar fyrir sem lokar opinu. Opið er 0,7 m breitt neðst en 1,3 m efst. Lindin sér enn bænum (útihúsum) fyrir vatni og er greinilega viðhaldið.”
Þörf er að afgirða minjasvæðið og beita á það hestum. Við það gætu minjarnar skýrst verulega.
Frábært veður. Gangan tók 33 mín.

Heimildir m.a.:
-Harðar saga, ÍF.
-Örnefnalýsing fyrir Þyril.
-Fornleifaskráning fyrir Hvalfjarðarströnd 2003.
-Kristian Kålunds um íslenska sögustaði frá 1872-1874, 215.
-Árb 1881, 71, 74-75.
-Árb 1904, 18.
-FF, 344.
-Friðlýsingarskrá.
-Sigurður Vigfússon – Árbók Hins íslenska fornleifafræðifélags 1881.

Þyrill

Þyrill.

Vorrétt

Hraunin sunnan Nýjahrauns (Kapelluhrauns), milli Gerðis og Efri-hellra, eru tiltölulega slétt og vel gróin lyngi og birki, enda mun eldri og mosinn því á góðu undanhaldi. Kapelluhraunið, sem er bæði miklu mun hærra og úfnara, þakið hraungambra, rann árið 1151. Vestan við það eru nokkur hraun, þ.á.m. fjögur Selhraun, öll eldri en 4000 ára. Nyrst er Hrútargjárdyngjuhrauni (Óttarsstaðir, Straumur og Þorbjarnarstaðir), Geldingahraun eða Afstaphraunið eldra er ofar og síðan raða Selhraunin sér milli þess og Hrútargjárdyngjuhraunsins, sem er um 7200 ára.

Varða við Gerðisstíg

Gengið var frá Gerði upp með vestanverðri hraunbrún Kapelluhrauns upp í Efri-hellra, allnokkru vestan við Hrauntungur. Ætlunin var að skoða örnefni og minjar á svæðinu vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni, en svæðið nær talsvert út í eldra Afstapahraunið og Selhraunin. Á þessu landssvæði eru allnokkrar fornleifar þar sem finna má mannvistarleifar á a.m.k. 25 stöðum. Í fornleifaskráingu fyrir svæðið frá árinu 2006 eru taldar upp fornleifar á 14 stöðum, þar af sjást engar fornleifar á einum þeirra. Skráningin var unnin af Byggðasafni Hafnarfjarðar fyrir Skipulags- og byggingasvið Hafnarfjarðar. Í ferðinni voru allar fornleifar ljósmyndaðar, færðar á heilstæðan uppdrátt af svæðinu og hnitsettar. Ekki var tekið tillit til minja- eða verndargildis því þetta var ekki fornleifaskráning, einungis samanburður á fyrirliggjandi gögnum og aðgengilegum vettvangnum. Hafa ber sérstaklega í huga að allar minjarnar tengjast fyrrum búskaparháttum íbúanna í Hraunum og hafa því hátt minjagildi sem hluti af heilstæðu búskaparlandslagi bæjanna, einkum Þorbjarnarstaða, en bærinn og umhverfi hans verður að teljast eitt hið verðmætasta sem slíkt á höfðuborgarsvæðinu – og jafnvel þótt víðar væri leitað.
Ruddur Gerðisstígur um SelhraunMeðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnarstöðum lá Straumsstígurinn, yfir Alfaraleiðina og áfram upp með Miðmundarhæð. Á hæðinni er Miðmundarvarða. Fornaselsstígur lá um hlið á austurtúngarðinum, yfir Alfaraleiðina og upp með Stekknum (rétt), sem þar er skammt austar undir klapparhæð. Við norðurtúngarðinn á Þorbjarnarstöðum var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns árið 1918.)
Þegar komið var upp fyrir Gerði var komið inn á Alfaraleiðina, hina fornu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Útnesja. Leiðin lá um Brúnaskarð eystra upp á Kapelluhraun, en svo nefndist jafnan neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallaðist Bruninn og enn ofar Háibruni. Alfaraleiðin sést þarna vel í annars grónu hrauninu þar sem hún liggur upp að brúnabrúninni, sem nú hefur verið raskað. Brunaskarð (vestra) sést því ekki og ekki heldur Stóravarðan, sem þar var á Brunabrúninni. Gatan telst til fornleifa, enda er víða á henni mannanna verk.
Garður suðvestan við Neðri-hellraHandan við Brunann er landamerkjalína Straums/Lambhaga og Hvaleyrar úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, rúst sem hlaðin var úr grjóti. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða. Nú stendur hún endurgerð í fjárborgarlíki uppi á hraunhól eftir að hraunbreiðan umhverfis hefur verið fjarlægð og þar með Alfaraleiðin, utan spölkornsspotta suðaustan við Kapellunna. Leiðin lá yfir hraunið uns komið var í Brunaskarð eystra (austara). Við hvort skarð voru vörður, er nefndust Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. (Austan Brunans eru Leynirar. Um þá var gerð hinn fyrsti akvegur yfir hann. Hlaðið skjól er skmmt austar og er það skjól vegagerðarmanna.
Neðri-hellrarÚr skarðinu liggur Alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér var komið, var gengið inn á varðaðan stíg er liggur upp frá Gerðinu og nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans og er enn vel greinilegur, bæði gróinn enda hefur víða verið kastað upp úr honum grjóti og á stöku stað má sjá hliðarhleðslur til afmörkunar, einkum á brúnum. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð, milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Selhraun (Hraunamenn nefndu það/þau jafnan Seljahraun). Á nyrðri hraunbrún Geldingahrauns (eldra Afstapahrauns), sem liggur þarna þvert á leiðirnar) er fallin varða. Á austari brúninni er varða, sem enn stendur. Þegar komið er upp fyrir Hólana, inn á nokkuð slétt Seljahraun tekur við Seljahraunsstígur, sem liggur í krókum í gegnum það upp með Brunanum.
Gerði við Neðri-hellra - SeltóuÞegar komið er yfir Seljahraun (þ.e. eitt þeirra), blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur.
Áður en Seljahraunsstíg er fylgt áfram upp í Neðri-hellra, er rétt að staldra við. Merkingar Byggðasafns Hafnarfjarðar gefa til kynna að þarna kunni að leynast nokkrar fornleifar. Þær eru í klofnum klapparhólum skammt austar, stundum nefndar Gjár eða Rauðamelsklettar. Klettarnir eru norðan melsins og verða að teljast bæði álitlegar og nýtilegar klettaborgir, einkum vegna grasgróðurs í þeim og umhverfis þær. Nefndust þessar klettaborgir Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur.
Annars vegar (að norðanverðu) er um að ræða fyrirhleðslur í þríklofnum hraunhól, norðan línuvegar og vestan námuvegar.
Stekkur við Neðri-Hellra?Þar gæti verið komin Neðri-Rauðamelsklettarétt, sem Þorkell nefndi svo, því skammt ofar er greinileg Efri-réttin, eða Rauðamelsréttin syðri. Hún er einnig í klofnum aflöngum sprungnum klapparhól, en mun stærri. Í klofanum eru heillegar fyrirhleðslur á fjórum stöðum. Þessar réttir, sem og aðrar hliðstæðar í nágrenninu (í Réttargjá, Tobbuklettum og Grenigjá) voru jafnan notaðar sem rúningsréttir á vorin. Efri-rétt og réttin í Réttargjá voru þó einnig notaðar sem nátthagar þegar Neðri-hellrar voru brúkaðir til aðhalds.
Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellrar og Rauðhellir. Einnig Litli-hellir, en það mun vera nýrra nafn á litlu skjóli milli Réttargjáar og Rauðhellir (sem reyndar hefur stundum óvart verið nefndur Neðri-hellrar). Hafa ber í huga að Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar, en um er að ræða gjall og theptragígaþyrpingu eldra hrauns, en Selhraunanna (Seljahraunanna), sem umlykja hann).
Rauðamelsstígur lá til austurs norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta. bara verið fjárslóðir. Reyndar má sjá litlar vörður við hann á a.m.k. tveimur stöðum, auk þess sem auðvelt er að fylgja honum upp með grónum hraunkantinum, áleiðis upp í Kolbeinshæðaskjól, sem síðar verður nefnt.
Álfaborgin - kirkjanStefnan var tekin til norðurs, að Neðri-hellrum. Hellarnir eru í grónu, tiltölulega litlu jarðfalli, undir lágri hraunhæð. Op á fyrirhleðslu er á móti austri. Hleðslan, um 80 cm há, stendur enn nokkuð heilleg. Fyrir innan er moldargólf, þakið tófugrasi fremst, en gróðursnauðara verður eftir því sem innar dregur. Þar má sjá kindabein á stangli. Rás liggur til norðurs, en endar fljótlega. Í suðaustanverðu jarðfallinu er fyrirhleðsla án ops. Í norðaustanverðu jarðfallinu utanverðu er gróin fyrirhleðsla, sem einhverju sinni hefur verið op inn í austari hluta fjárskjólsins, en hluti þess er fallinn niður. Svo er að sjá sem fjárhellirinn hafi verið tvískiptur.
Í nefndri fornleifaskrá eru Neðri-hellrar nefndir Rauðhellir, en Þorkell bóndi, langaafi þess sem þetta ritar, var ákveðinn í staðsetningu þeirra, enda nokkur mannvirki umhverfis er staðfesta orð hans í þeim efnum. Skammt suðvestan við Neðri-hellra (í fleirtölu) erVorréttin hlaðinn veggur; fyrirstaða eða hluti gerðis. Veggurinn er greinilegur, mosavaxinn og stingur í stúf við annars gróið umhverfið. Hann liggur með landslaginu til suðvesturs og norðausturs og er u.þ.b. 12 m langur. Norðan þess er hlaðið gerði undir Brunabrúninni. Innviðir þess eru grasi grónir, er segja nokkuð til um nýtinguna. Vegghleðslur standa, um 40 cm háar, einhlaðnar. Þær hafa því verið fyrir fé; mögulega nátthagi. Stærð hellanna og gerðisins benda til þess að tiltölulega fáu fé hafi verið haldið þarna. Örskammt austar með hraunbrúninni sést móta fyrir stekk, að því er virðist, tvískiptum, með föllnu forhlaði og heillegri lambakró.
Hér þarf einnig að staldra við stuttlega. Hafa ber í huga að stígurinn (stígshlutinn) að Neðri-hellrum nefndist Seljahraunsstígur. Samt var hann fjarri Fornaselsstíg, hvað þá Straumsselsstíg. Grasi gróna svæðið umhverfis Neðri-hellra og gerðið var stundum nefnt Seltó. Í seinni tíð vEfri-hellrarirðist þarna hafa verið ígildis sels, en þau sem slík voru aflögð í Hraunum um og eftir 1870. Þarna gæti því hafa eymt eftir af fyrrum búskaparvitjum og notkunin tekið mið af því, þ.e. fráfærur, aðhald og nytjar. Segja má að öll ummerki á þessu afmarkaða svæði bendi til þess, en þó vantar selið sjálft, þ.e. húsakostin. Ástæða þess gæti hreinlega verið nálægðin við bæinn, en þangað er ekki nema 15 mín. gangur eftir greiðfærum og ruddum stíg (stígum).
Skammt austan við Neðri-hellra er Rauðhellir; um 6 metra löng hraunrás. Ekki er að sjá að fyrirhleðsla hafi verið við opið, en greiður aðgangur fé hefur verið þar til skjóls. Mold er í botninum og tófugras fremst. Opið er mót suðvestri. Vörðubrot er ofan við munnann.
Skammt frá er Litli-hellir, en gróin fyrirhleðsla er fyrir munna skúta í grónu grunnu hraunsigi. Öll skjólin á svæðinu eru í vari fyrir austanáttinni (rigningaráttinni), en það er í samræmi við staðsetningu hinna u.þ.b. 250 selja, sem finna má á Reykjanesskaganum, þ.e. húsa og fjárskjóla tengdum selstöðunum.
Suður frá Rauðamelnum og suðaustan af Neðri-hellrum er Réttargjáin. Gjá þessi er einnig í sprungu í annars sléttu hrauni, sem snýr suðurvestur og norðaustur. Fyrirhleðslur eru á þremur stöðum í sprungunni. Þær eru að mestu fallnar, en sjást þó enn. Tilkomumest er austasta og innsta fyrirhleðslan, sem er þver á sprunguvegginn innanverðan (sjá mynd).
Milli Réttargjárinnar og næsta áfangastaðar, Vorréttarinnar (Brunaréttarinnar), er bæði stök og einstök klettaborg; Álfaborgin. Í miðju hennar er hár klettastandur; álfakirkjan. Börnin á Þorbjarnarstöðum höfðu tröllatrú á þessum stað. Hann mátti hvorki vanvirða né raska á nokkurn hátt. Mikil helgi var staðnum, enda höfðu margar frambornar óskir þeirra þaHleðsla í Efri-hellrumr ræst, auk annarra óútskýrðra tilvika. Eitt slíkt, mjög óvænt, átti eftir að gerast í þessari ferð um svæðið. Þorbjarnarstaðabörnin voru jafnan vöruð við að fara þarna um með látum, ella myndi illt af hljótast – og þau varnaðarorð voru ekki til einskis.
Skammt austar, í augsýn þaðan, er Þorbjarnarstaðarétt eða Vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Réttin er heilleg, veggir standa að mestu, um 1.0 til 1.20 m á hæð. Almenningur er í réttinni minni, en auk þess tveir dilkar, sem bendir til þess að réttin hafi einkum verið notuð af Þorbjarnarstaðafólkinu til frádráttar, þ.e. annars vegar þess fé og hins vegar annarra. Skjól og byrgi eru hlaðin nálægt réttinni. Hún er allsérstök og verskuldaður minnisvarði um aðrar slíkar, ekki einungis í Hraununum heldur um land allt. Einungis það að eyðuleggja þennan stað vegna akstursæfingasvæðis væri dæmi um fádæma verðmætafyrringu, m.ö.o., staðurinn er varðveislunnar virði – til lengri framtíðar litið.
Héðan var stígurinn, sem fylgt hefur verið, Gerðisstígur eða Seljahraunsstígur, nefndur Efri-hellrastígur allt upp að Efri-Fyrirhleðsla í Réttargjáhellrum, sem einnig voru/eru við vesturbrúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, en ofan Efri-hellra, Brunatunga. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið. Ofar taka við Hrauntungur, en þeim, þótt mannvistarlega teljast og merkilegar, verður ekki lýst hér, enda utan svæðisins.
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar segir: „Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.
Millum Vorréttarinnar og Kolbeinshæðarskjóls er hellir. Myndarleg varða stendur ofan við opið. Þessa skjóls er hvergi getið í örnefnalýsingum, en hefur án efa verið notað til einhvers brúks fyrrum.
Kolbeinshæðarskjól er heillegt. Hleðslur standa, um 1.60 m háar. Reft hefur verið yfir, líkt og algengt var um skútaskjól í Hraununum. Enn má sjá tré sem rafta í þessu skjóli.
Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur, sem fyrr var nefndur, suður og upp í Laufhöfðahraun suður í Gjásel, sem er nokkru norðvestan við Fornasel. Frá Jónshöfða liggur Hleðslur í RauðamelsgjáarréttStraumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan. Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Svonefnd Tobbuklettsvarða austari var hlaðin til glöggvunar á Fornaselsstíg. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla. Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri. Hér er eittvað málum blandið.
Í Grenigjám eru allmiklar hleðslur og aðkoman eftirminnileg. Þegar komið er inn í réttina mót norðri sjást miklar hleðslur, sem mótaðar hafa verið eftir aðstæðum. Þessi staður, auk hraunmyndanna, er líklega einn eftirminnilegastur minjastaður, sem hægt er að koma á. Á hraunhæð norðan við Grenigjárrétt er Grenigjárvarðan (Tobbuvarðan). Vel gróið er umhverfis hæðina.
Tobbuvarðan eystri er á kletti við Fornaselsgötuna, sem fyrr sagði. Þaðan er skammt í Seljahraunin, en austur frá klettunum eru Ennin Hleðsla í Rauðamelssklettsréttinni efriáðurnefnd. Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó  rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi. En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða (Miðdegisvarðan áðurnefnda), stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð (Miðdegishæð, eftir því hvort horft var frá Þorbjarnarstöðum eða Gerði)). Varða þessi var reyndar ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði og hefur því haft nafnið Miðdegisvarða. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan, sem var frumkvöðull Fornaselsstígsins (-götunnar). Og þá var komið aftur að upphafsstað, öllu fróðari og með a.m.k. 25 staði að baki, sem höfðu að geyma einhverjar mannvistarleifar.
Til gamans má geta hremminga eins þátttakandans í ferðinni. Hann hafði haft GPS-hnitsetningartæki Loftmynd af svæðinumeð sér í vinstri flísjakkavasanum. Teknir höfðu verið punktar í Neðri-Rauðamelsklettaréttinni og eigandinn þá stungið tækinu í vasann. Staldrað var á ýmsum stöðum, sem að framan er lýst. Þegar komið var til baka neðan úr Efri-hellrum og gengið framhjá Álfaborginni ofanverðri virtist hann fá vitrun; hann staðnæmdist, þreifaði á flísjakkavasanum – og komst sér til skelfingar að rándýrt GPS-staðsetningartækið var horfið. Þá var ekki um annað að ræða en að þræða fyrrum leiðina upp eftir um Vorréttina og í Efri-hellra. Á þeirri leið var ekkert tæki að sjá. Leiðin til baka var þrædd að sama skapi. Ekkert var að sjá, enda erfitt um vik, því yfirborðið var algerlega samlitt tækinu. Þó fannst lóu- og hrossagaukshreiður við leitina, en þau voru látin afskiptalaus. Þegar komið var á móts við Álfaborgina var ákveðið að skoða betur aðkomusvæðið að henni í fyrstu ferðinni. Þar hafði verið staldrað við um stund og minning Þorbjarnarstaðafólksins rifjuð upp. Viti menn – þar á nákvæmlega sama stað Deiliskipulagstillagan af svæðinuog staldrað hafði verið við lá tækið. Og ekki bara það. Hlutaðeigandi hafði jafnan fyrir sið að slökkva á því eftir notkun, en nú var kveikt á tækinu. Gætu álfarnir hafa verið að skoða hvað mennirnir aðhöfðust?
Í nefndri “Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni” má m.a. sjá að Rauðamelsréttargjá er í u.þ.b. 320 m fjarlægð frá réttri staðsetningu, nafnavíxl hafa orðið á stöðum og ekki er getið um allnokkra minjastaði, sem að framan er lýst.
Þegar svæðið er metið sem heild verður áherslan sett á þrennt; heilstæðar minjar mannvistaleifa. sögulegt samhengi og sérstaka náttúru í nálægð við byggð. Auk þess sem um er að ræða eitt verðmætasta búsetulandslag í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, verðmætara en Árbæjarsafn, hefur svæðið að geyma dæmigerð þróunarform náttúrunnar á svæðinu, þ.e. muninn á gróðurfari nútímahrauna og eldri hrauna eftir nýjasta ísaldarkeið. Fornleifafræðingar skrá jafnan sýnilegar minjar eða ummerki hugsanlegra minja, en líta framhjá náttúruminjunum, sem eru langt í frá ómerkilegri. Í náttúruminjunum geta falist átrúnaður á álfa og huldufólk, þjóðsagnakenndir staðir o.fl., sem sprottið hafa úr hugarfylgsnum nábúana og aðkomufólk hefur síðan sett á blöð öðrum til fróðleiks og áhrínis. Hvorutveggja heita í dag “þjóðsögur”.
Þegar slíkt svæði sem þetta er gaumgæft af nemanda í fornleifafræði, einstaklinga með áratuga þjálfun í að “lesa” landið með aðstoð kunnugra, verður ekki hjá því komist að hugsa til þess hvernig kennslu í faginu er háttað við Háskóla Íslands. Nemar í fornleifaskráningu fara á vettvang, þeim er bent á minjar, þær eru mældar, uppdráttur gerður og lýsing færð í skrá eftir Grenigjár - minjar. FERLIR gefur gert fjölmarga uppdrætti af minjasvæðum á Reykjanesskaganumforskrift. Hvergi í náminu eru nemendur þjálfaðir í að leita að minjum – enda tekur slík þjálfun mörg ár. Samt er þeim hinum sömu treyst fyrir gerð fornleifaskráninga á einstökum svæðum er taka á mark á. Reynsla FERLIRs er sú að jafnvel hinir “lærðustu” fornleifafræðingar eiga það til að sjást yfir fornleifar, og það jafnvel margar, á einstökum svæðum. Ágætt dæmi um það er brunnur bæjarins Arnarfells þegar úttekt Fornleifarverndar ríkisins var gerð á því svæði vegna fyrirhugaðrar kvikmyndartöku “Flags of ours fathers”, sem reyndar varð að litlu sem engu. Annað dæmi er fornleifaskráning á Miðnesheiði þar sem Gamli Kirkjuvogur var færður yfir í Djúpavog við Ósabotna. Í þeirri skráningu var Stafnessel sagt hafa eyðst, en minjar þess má samt sem áður sjá þar efra.
Alls þessa er að niðurlaginu lýtur er aðallega getið hér í tvennum tilgangi; í fyrsta lagi þarf að fara vel og vandlega yfir svæði þegar verið er að fornleifaskrá minjar á þeim og auk þess þarf að meta minjarnar í heild með hliðsjón af þarflegri varðveilsu til lengri tíma litið. Eyddar minjar af skammsýni koma verðandi kynslóðum að litlu gagni!
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

StraumsselsstígurP.S.
Þegar FERLIR leitaði á sínum eftir eintaki af nefndri fornleifaskráningu frá Fornleifavernd ríkisins með formlegri fyrirspurn í tölvupósti fengust alls engin viðbrögð – og það þrátt fyrir að kynnt hafði sérstaklega á vefsíðu stofnunarinnar að slík skýrsla væri til.
Leitað var eftir afriti af skýrslunni frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Forsvarsmaður hennar brást við eftir nokkurra vikna bið og kom hann afriti til greinarhöfundar. Þá kom í ljós að ekki hafði verið vandað nægilega vel til verka m.v. gefnar forsendur. Sú 16 bls. “Fornleifaskráning, sem boðið er upp á vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni”, verður sagna sagt að teljast léttvæg í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga sem og borðliggjandi vettvangsheimilda.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrár fyrir Þorbjarnastaði og Straum.
-Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnarstöðum, og Ingveldur Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar, bónda og heppsstjóra, á Setbergi.

Gerðisstígur

Gerðisstígur.

 

Reykjanes

Upphafið – Eggert og Bjarni
Upphaf rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík má rekja aftur til ársins 1756. Þá voru Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson þar á ferð en þeir voru meðal helstu boðbera upplýsingastefnunnar hér á landi. Þeir félagar könnuðu jarðhitann í Sveifluhálsi austanverðum og boruðu þar m.a. 32 feta djúpa rannsóknarholu. Rannsóknirnar breyttu ekki þeirra fyrri skoðunum á uppruna jarðhitans, þ.e. að hann væri ekki kominn úr iðrum jarðar heldur skapaðist á nokkurra feta og í mesta lagi nokkurra faðma dýpi í jörðinni (Eggert Ólafsson 1975).

Boranir 1941-1951
krysuvik-999Milli 15 og 20 grunnar holur voru boraðar í nágrenni Krýsuvíkur á árunum 1941-1951, líklega allar innan við 200 m djúpar. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um þessar boranir, en tilgangurinn með þeim var að afla gufu til rafmagnsframleiðslu fyrir Hafnarfjörð og voru þær kostaðar af bæjarsjóði Hafnarfjarðar og Rafveitu Hafnarfjarðar (Ásgeir Guðmundsson 1983, Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson 1996).
Ein þessara holna, stundum nefnd Drottningarholan, sem boruð var í Seltúni árið 1949, blés allt til ársins 1999. Talið er að hún hafi sofnað snemma í október það ár en þann 25. október varð feikna mikil gufusprenging í holunni. Talið er að holan hafi stíflast vegna útfellinga og að úr sér genginn holubúnaðurinn hafi gefið sig þegar þrýstingur byggðist að nýju upp í aðfærsluæðum holunnar sem hafði blásið samfellt í 50 ár.

Boranir 1960
Í framhaldi af viðræðum Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar um hitaveitu frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur voru boraðar þrjár holur í næsta nágrenni Krýsuvíkur árið 1960. Til verksins var notaður nýr jarðbor, Gufubor ríkisins og Reykjavíkurborgar. Holurnar urðu 1275, 1220 og 329 m djúpar. Ekki var settur raufaður leiðari í holurnar og hrundu þær þegar þeim var seltun-998hleypt í blástur.
Áður höfðu
fengist upplýsingar um jarðlög og hita í holunum. Niðurstöður borananna ollu nokkrum vonbrigðum þar sem mestur hiti í holunum reyndist á 300–400 dýpi, 200–225°C, en neðar fór hitinn lækkandi. Boranirnar voru kostaðar af ríkissjóði (Ásgeir Guðmundsson 1983, Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson 1996). Þessar þrjár holur hafa í umfjöllun um rannsóknir yfirleitt verið nefndar hola 1, 2 og 3 og í seinni tíð KR-1, KR-2 og KR-3.

Borun 1964
Árið 1964 var boruð 300 m djúp hola í Krýsuvík til vatns- og gufuöflunar fyrir gróðurhús á staðnum. Þessi hola hefur verið nefnd hola 4 eða KR-4.

Krýsuvíkuráætlun 1970–1971
Árið 1970 hófst á vegum Orkustofnunar kerfisbundin rannsókn á Krýsuvíkursvæðinu í kjölfar fimm ára áætlunar sem stofnunin hafði gert um rannsókn háhitasvæða. Í áætluninni var Krýsuvíkursvæði skilgreint þannig að það náði yfir jarðhitasvæðin í Krýsuvík og nágrenni, þ.e. við Trölladyngju og milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls (Stefán Arnórsson og Stefán Sigurmundsson 1970).
Tilgangurinn var að kanna útbreiðslu heits bergs og vatns á svæðinu, berghita, vatnsforða heita bergsins og gegndræpni þess, en niðurstöður slíkrar könnunar voru taldar nauðsynleg undirstaða fyrir raunhæfar áætlanir um nýtingu jarðvarma í stórum stíl. Í heildarskýrslu Jarðhitadeildar Orkustofnunar um rannsókn jarðhitans á Krýsuvíkursvæði (Stefán Arnórsson o.fl. 1975) er gerð ítarleg grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna sem voru m.a. jarðfræðikortlagning, mælingar á smáskjálftum, jarðsveiflumælingar, viðnámsmælingar, segulmælingar, þyngdarmælingar, efnafræði jarðhitavatns, boranir og borholurannsóknir.

Þrjár rannsóknarholur voru boraðar árið 1971 og ein til viðbótar árið 1972. Hola 5 (KR-5) við suðurenda Kleifarvatns varð 816 m djúp, hola 6 (KR-6) norðan við Trölladyngju varð 843 m djúp og hola 7 (KR-7) við Djúpavatn varð 931 m djúp. Hola 8 (KR-8) var boruð 1972 við Ketil vestan undir Sveifluhálsi og varð hún 930 m djúp.

seltun-997

Sem fyrr var borað niður í gegnum hæsta hitann í öllum borholunum og voru settar fram þrjár skýringar á því:
(1) Uppstreymi á miklu dýpi undir svæðinu og þaðan skástreymi í átt til yfirborðs til allra hliða, meira eða minna.
(2) Aðskilin uppstreymissvæði, líklega eitt undir Sveifluhálsi og annað undir Trölladyngju og lárétt streymi út frá þeim á tiltölulega litlu dýpi. Lárétta streymið leiðir til myndunar á svepplaga massa af heitu vatni og bergi ofan á uppstreyminu.
(3) Dvínandi hitagjafi undir svæðinu án verulega minnkaðs rennslis inn í það neðan frá. Þetta leiðir til lækkunar á hita vatnsins í rótum jarðhitakerfisins og eykur líkur á kólnun ofan frá.
Höfundar skýrslunnar töldu skýringu (1) ekki koma til álita þar sem hola 8 fór einnig í gegnum hæsta hitann en hún var talin staðsett í miðju megineldstöðvarinnar í Krýsuvík. Ekki var talið unnt að skera úr um það með fyrirliggjandi þekkingu hvort skýring (2) eða (3) ætti betur við um Krýsuvíkursvæðið eða hvort einhverjir aðrir þættir réðu hinum viðsnúnu hitaferlum í borholunum. Hátt eðlisviðnám djúpt undir jarðhitasvæðinu var talið geta stafað af lágum hita eða litlum poruhluta og fremur talið styðja hugmyndina um dvínandi hitagjafa.
Í grein Stefáns Arnórssonar o.fl. (1975) um rannsóknirnar á Krýsuvíkursvæðinu koma fram sömu niðurstöður nema hvað tilgáta (1) hefur verið felld út. Þessar niðurstöður ollu ekki síður vonbrigðum en niðurstöður borananna árið 1960 og hafa vafalítið ýtt undir það að ekki varð af frekari rannsóknum á svæðinu um sinn og áhugi stjórnvalda og annarra beindist að öðrum jarðhitasvæðum.

Rannsóknir á níunda áratugnum
seltun-996Um 1980 var enn farið að huga að jarðhitanum á Krýsuvíkursvæðinu. Frá því að rannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu lauk hafði mikil reynsla fengist af rannsóknum á háhitasvæðinunum við Kröflu og í Svartsengi.
Í erindi á ráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands haustið 1980 kynnti Valgarður Stefánsson líkanhugmynd af svæðinu byggða á endurskoðun rannsóknargagna frá Krýsuvík. Valgarður segir að viðsnúnir hitaferlar séu tákn um lárétt streymi í bergi og telur að hitadreifing í borholum bendi til að uppstreymi sé annars vegar austan við Seltún í Krýsuvík og hins vegar við Trölladyngju en niðurstreymi á milli svæðanna, þ.e. í Móhálsadal. Hér er í raun endurvakin skýring (2) frá Krýsuvíkuráætlun og hún talin eiga við rök að styðjast.

Á árunum 1983-1986 var af og til unnið að jarðhitarannsóknum á svæðinu á vegum Orkustofnunar. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa aldrei verið teknar saman í heild en þær hafa að nokkru leyti komið fram í ýmsum skýrslum og greinum, m.a. á vegum Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fljótlega komu t.d. fram hugmyndir um hliðrun Krýsuvíkurgosreinarinnar til vesturs eða norðvesturs um 1-3 km frá því á síðasta jökulskeiði og bent var á samsvarandi hliðrum í gosrein Brennisteinsfjalla. Einnig kom í ljós að sprungukerfi með stefnu nálægt norður-suður, framhald skjálftasprungna á Suðurlandi til vesturs, virtust tengjast jarðhitanum við Krýsuvík og við Sandfell (Sigmundur Einarsson 1984).
seltun-995Kifua (1986) telur í skýrslu sinni um jarðhitasvæðið við Trölladyngju sem unnin var við Jarðhitaskólann að austur-vestur útbreiðsla jarðhitaummyndunar virðist eiga rætur að rekja til eiginleika s.s. brota í jarðaskorpunni sem liggja undir yfirborðslögum og tengjast hugsanlega skjálftabeltinu.
Í erindi Sigmundar Einarssonar og Hauks Jóhannessonar á ráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands vorið 1988, sem að hluta byggðist á rannsóknum á vegum Orkustofnunar, er rakin gosvirkni í Trölladyngjubrotakerfinu á nútíma. Þar er einnig minnst á eldvirkni í Krýsuvík austan við Sveifluháls, en hún talin liggja utan við meginbrotakerfið.
Í grein Sigmundar Einarssonar o.fl. (1991), sem einnig byggðist að hluta á rannsóknum Orkustofnunar, er gerð allítarleg grein fyrir yngstu goshrinunni í Trölladyngjukerfinu. Þar kemur m.a. fram að óreglur eru í gossprungu Krýsuvíkurelda þar sem hún liggur gegnum jarðahitaummyndun við Vigdísarvelli.
Sumrin 1983-1984 voru gerðar viðnámsmælingar á háhitasvæðinu við Trölladyngju en talin var þörf á verulegum viðbótarmælingum til að unnt yrði að draga af þeim nægjanlega öruggar ályktanir um gerð jarðhitasvæðisins (Ólafur G. Flóvenz og Kristján Ágústsson 1985).

Rannsóknir fyrir Lindalax hf. 1986
seltun-994Árið 1986 gerði Orkustofnun ítarlega skýrslu um jarðhitasvæðið við Trölladyngju og byggðist hún að mestu á niðurstöðum rannsókna undagenginna ára og frekari úrvinnslu eldri gagna (Orkustofnun og Verkfræðistofan Vatnaskil 1986).
Í niðurstöðum er gert ráð fyrir að Trölladyngjusvæðið sé vestasti hlutinn af stóru jarðhitasvæði sem teygi sig austur að Kleifarvatni og suður í Sandfell og tengist náið eldvirkni á nútíma. Út frá viðnámsmælingum og borholugögnum er jarðhitakerfinu skipt í efra kerfi á 300–500 m dýpi og talið að hiti í því geti verið allt að 260°C. Í neðra kerfi, sem ekki hefur verið borað í (neðan 900 m), er gert ráð fyrir að hitinn geti verið á bilinu 270–300°C og byggist sú niðurstaða á efnarannsóknum í gufuaugum. Gróft mat á vinnslugetu svæðisins er í skýrslunni talið benda til að orkan í efstu 1000 m nægi til framleiðslu 100 MW af varmaorku í 140 ár.

Heimild:
-Yfirlit rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík. Unnið fyrir Orkustofnun, júní 2000.

Krýsuvík

Krýsuvík – Hveradalur.

Þórðarfell

Gengið var á Þórðarfell og umhverfi þess skoðað.

Austasta misgengið að Þórðarfelli

Þótt Þórðarfell sé ekki nema 163 m.y.s. þar sem það er hæst er um merkilegt jarðfræðifyrirbæri að ræða. Misgengi er t.d. þvert í gegnum fellið líkt og í föðursystkini þess, Þorbjarnarfelli. Fellið í röð fella á bólstra- og móbergshrygg á sprungurein er gaus undir jökli á síðasta ísaldarskeiði, fyrir meira en 11.000 árum. Önnur fell á hryggnum eru t.d. Sandfell, Lágafell, Súlur og Stapafell. Á nútíma hafa síðan aðrar jarðmyndanir bæst við og hlaðist á og utan um hrygginn, s.s. dyngjan Sandfellshæð og “gígurinn”.
Þórðarfell greinist í nokkra samliggjandi hnúka og hlíðar er gengið hafa undir ýmsum nöfnum. Gígurinn sjálfur er sennilega í miðju fellinu. Þægilegast er að ganga á fellið úr suðsuðvestri, upp í ávala skálina og síðan upp gróninga á hæstu hæð. Á henni er mælingastöpull.
Rauðimelur er setmyndun, úr sandi og möl, sem teygir sig 2.5 km norðaustur frá Stapafelli. Setmyndun þessi er víða vel lagskipt og er 6-7 m þykk. Myndunin hvílir á jökulbergslagi,sem liggur ofan á grágrýti en um miðbik melsins kemur um 2 m þykkt jökulbergslag. Myndunin er að öllum líkindum sjávargrandi sem myndast hefur við rof á Stapafelli og Súlum. Grandinn er eldri en 40.000 ára og eftir því hvernig myndun jökulbergsins er túlkuð, jafnvel frá næstsíðasta jökulskeiði. Stapafellið er mun eldri en grandinn, senniega frá næstsíðasta eða snemma á síðasta jökulskeiði.
Loftmynd af ÞórðarfelliReyndar klúfa þrjú misgengi Þórðarfell og þannig myndast sigdalur milli fellanna Stapafells og Þórðarfells. Fellið er að uppistöðu til úr bólstrabergi. Þegar nágrannafell Þórðarfells í norðri eru skoðuð, Stapafell log Súlur, má sjá þversnið þessara fella því þau tvö hafa verið “étinn inn að beini”.  Bæði fellin eru sundurgrafin. Í þeim má sjá bólstrabergið í grunninn, en ofan á því liggja bæði móberg og yngri hraunmyndanir. Bólstrabergið gefur til kynna að fellin hafi orðið til í gosi í sjó. Síðan hefur komið hlé á gossöguna uns hún hefur hafist að nýju með tiltölulega veigalitlum gosum undir jökli. Eftir að hann leysti hefur enn gosið á afmörkuðum sprunguflötum og þá bæst ofan á svolitlar hraunslettur hér og þar.
Auk þess að vera eina (a.m.k. árið 2008) óhreyfða fellið af þessum þremur, í því megi greina gosmyndunarsöguna og hvernig jökullinn svarf það niður í ávalar og “niðurbrotnar” hlíðar, má aukin heldur glögglegar en víðast hvar annars staðar sjá hvernig hreyfingu landsins hefur orðið á flekamótum Evrópu og Ameríku síðusta árþúsundatuginn og þess heldur heilstæða nýmyndunargossöguna allt um umleikis. Gleggsta dæmið er Gígurinn sunnan við Þórðarfell.
Jarðskjálftarenna liggur eftir miðjum skaganum og markar líklega mót plantnanna. Þar sem hún sker eldstöðvakerfin eru háhitasvæðin.
Útsýni yfir KLifið, Hrafnagjá, Lágafell og SandfellSíðasta kuldaskeið (ísöld) hófst fyrir um 120.000 árum þegar um 20.000 ára hlýskeiði lauk. Móbergsstapar gefa þykkt jökulsins til kynna, þ.e.a.s. hæð hraunhettu þeirra yfir umhverfið.
Grindavíkurfjöllin hafa þau sérkenni að berg þeirra hefur öfuga segulstefnu miðað við þá sem er í dag. Aldur þeirra er um 40.000 ár (sjá Siglubergsháls hér á eftir).
Gosbeltin, sem marka skilin á milli skorpuflekanna eru 24-50 km breið. Eldvirknin innan þeirra er ekki jafn dreifð heldur raðast gosstöðvar og sprungur á nokkrar vel afmarkaðar reinar með mestri virkni um miðbikið. Eldstöðvakerfi skagans hliðrast til austurs. Stefna þeirra er NA-SV, en gosbeltið stefnir lítið eitt norðan við austur.
Margt bendir til að eldgos á Reykjanesskaga verði í hrinum eða lotum á um það vil 1000 ára fresti.
Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesi. Þar segir m.a.: “Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn á milli.
SúlurÞórðarfell kom við sögu í Grindarvíkurstríðinu 1532, sbr.: “Víkur þá sögunni enn og aftur til Grindavíkur. Englendingarnir, sem tekið höfðu þátt í átökunum á Básendum, en var griður gefinn, flúðu þangað. Tóku þeir allmikið af fiski til sín, sem tilheyrði m.a. Þjóðverjum. Erlendur lét þá enn og aftur setja dóm og dæmdi Englendinga í sektir. Um það leyti kom að landi í Grindavík John nokkur Braye, eða Jóhann Breiði, eins og landinn nefndi hann, á skipi sínu Peter Gibson. Lét hann þegar reisa virki á Járngerðarstöðum, ofan við Stóru Bót. Gerðust Englendingar bitrir út í Íslendinga vegna stuðnings þeirra við Þjóðverja á Básendum. Hótuðu þeir landanum og bönnuðu honum að selja þýskum fisk. Pyntaði Jóhann mann, hótaði öðrum og tók lömb og sauði frá manni sem sinnti ekki þessu verslunarbanni hans. Nam hann hest af manni og gerðist alldjarfur til kvenna. Flutti hann t.d. konu eina út í skip sitt og hélt eiginmanninum þar í böndum meðan hann hafði einhver not af henni.
Skipsstígur - forn þjóðleið til GrindavíkurUm þessar mundir var Diðrik af Minden fógeti á Bessastöðum. Skipaði hann þýskum og öðrum er hagsmuna áttu að gæta að finna sig við Þórðarfell ofan við Grindavík. Lofaði hann öllum þeim sem það gerðu mála í nafni konungs. Hafnarfjarðarkaupmenn tóku tilmælunum strax vel og safnaðist fljótt allnokkuð lið við Þórðarfell, eða um 280 menn (aðrar heimildir segja 180), þ.á.m. 8 skipshafnir frá Bremen, sveit Diðriks, liðsmenn frá Hafnarfirði, Njarðvíkum og frá Básendum. Diðrik lýsti Englendingana í Grindavík réttdræpa, en alla sem gegn þeim færu friðhelga að lögum. Ástæðuna fyrir aðförinni sagði hann m.a. virkisgerðina, sem hann taldi vera atlögu að sjálfum Danakonungi, auk yfirgangs Englendinganna og afbrota. Hér virtist því fyrst og fremst vera um nokkurs konar lögregluaðgerð að ræða.
Margir Englendinganna voru á sjó þennan dag, 10. júní 1532. Jóhann Breiði, fálkatemjari konungs, og 13 aðrir Englendingar voru í virkinu. Aðfararnótt 11. júní, kl. 02.00, læddust Hafnfirðingar og Njarðvíkingar að virkinu, en Básendamenn og Þjóðverjarnir héldu í átt að skipunum sem lágu utan við Stóru-Bót. Útsinningshraglandi var og úfinn sjór. Þegar menn nálguðust virkið var gert áhlaup á það með óhljóðum og látum. Vaknaði Jóhann Breiði og menn hans við vondan draum, en náðu ekki að verjast. Voru þeir allir drepnir á nýðingslegan hátt og lík Jóhanns illa leikið. Fimmtán voru drepnir. Náðist að kyrrsetja skip Jóhanns á legunni, en fjögur skip Englendinga lágu utar. Búðir annarra Englendinga voru þarna skammt frá og voru þeir, sem þar vorum, handteknir, átta talsins. Voru þeir látnir grafa félaga sínum undir virkisveggnum. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, en eitt fórst á grynningunum á leið út.”
Fróðlegt hefði verið að finna út hvar framangreint lið hefði getað safnast saman “við Þórðarfell” af þessu tilefni. Nokkrir staðir koma til grein:….
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Stapafell - nær horfið - Reykjanesbær fjær

Straumssel

Gengið var frá Straumi um Mosastíg upp á Alfaraleið, vestur eftir henni að Óttarsstaðaselsstíg (Rauðamelsstíg) og stígnum fylgt upp í Óttarsstaðasel með viðkomu í Bekkjaskúta, Sveinshelli og Meitlaskjóli. Skoðaðar voru mannvistarleifar í selinu, s.s. fjárskjól, seltóttirnar, stekkir og kvíar, vatnsbólið og nátthaginn (réttin).

Straumur

Þá var haldið lengra upp í Almenning og skoðað Gerðið og Straumselsfjárskjólið syðra, Straumselsfjárskjólið nyrðra, vatnsból og selið ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Á bakaleiðinni var gengið um eystri Straumsselsstíginn með viðkomu í Stekknum ofan við Þorbjarnarstaði. Á leiðinni var reynt að rifja upp ýmislegt úr mannlífi bæjanna síðustu áratugina áður en þeir lögðust í eyði og þar með ofanverð mannvirkin, sem ætlunin var að skoða.
Í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000 er m.a. fjallað um Straum og Óttarsstaði.
“Bærinn Straumur sunnan álversins og Straumsvíkur dregur nafn sitt af ferskvatni sem sprettur fram í fjörunni og í tjörnum í hrauninu. Talið er að vatnið eigi uppruna sinn í Kaldárbotnum og Undirhlíðum. Sjávarfalla gætir í þessum ferskvatnstjörnum, sem eru einstök náttúrufyrirbæri. Svæðið umhverfis Straum kallast Hraun. Þar voru um 12 býli og kot um aldamót 1900.
Ottarsstadir eystriStraumshúsið var byggt 1926 af Bjarna Bjarnasyni (1889-1970), skólastjóra í Hafnarfirði og að Laugarvatni, sem ætlaði að reka þar stórbú. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði húsið. Árið 1968 keypti Hafnarfjarðarbær Straumsbúið og leigði það út til ýmiskonar starfsemi. Á níunda áratug 20. aldar voru Straumshúsin gerð upp og hýsa nú listamiðstöð.
Gamli bærinn Straumur er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og nýttur sem miðstöð listamanna, sem hafa stundum opið hús fyrir gesti og gangandi.
Árið 2006 og síðar ber mest á verkum Hauks Halldórssonar, stórlistamanns, í gamla bænum og utan hans (Þórsvagninn smíðaður í Kína).
Ottarsstadir vestInnanhúss er fjöldi vandaðra listaverka og mest ber á ævintýraheimi íslenzkra goðsagna, sem hefur sprottið úr hugarfylgsnum Hauks. Hann er einn fárra manna, sem hefur séð í gegnum goðafræðina og búið til heim hennar í formi módels, sem hann útskýrir á lifandi og mjög skemmtilegan hátt.
Straumur er stór jörð sem bezt sést af því að hún á land til móts við Krýsuvík. Austanmegin er land Þorbjarnarstaða, en land Óttarsstaða að vestan. Straumur hafði hinsvegar þann annmarka sem bújörð, að þar er nánast ekkert tún og heima við er varla hægt að tala um ræktanlegt land.
Ekki lét Bjarni Bjarnason, síðar skólastjóri á Laugarvatni, það aftra sér frá því að hefja fjárbúskap í stórum stíl í Straumi þegar hann var skólastjóri í Hafnarfirði. Hann hefur ekki fundið kröftum sínum fullt viðnám við kennslu og skólastjórn svo kappsfullur og átakamikill sem hann var.
Bekkjaskuti-4Bjarni eignaðist Straum og hóf búskap þar 1918, þá ókvæntur. Fallegur burstabær sem fyrir var á jörðinni brann til kaldra kola 1926, segir Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum, sem horfði á eldsvoðann. En Bjarni hefur ekki látið þetta áfall draga úr sér kjarkinn, heldur snúið sér að því á næsta ári að koma upp nýju húsi (1927).
Með fullu starfi varð Bjarni að byggja búskapinn í Straumi á aðkeyptu vinnuafli og ólíklegt að nokkur maður hafi rekið stærra bú í Hraunum fyrr eða síðar. Ég hef fyrir því orð Þorkels sonar hans á Laugarvatni, að Bjarni hafi haft 400 fjár í Straumi, en Þorkell fæddist í Straumi 1929, sama ár og Bjarni flutti austur að Laugarvatni. Búskap hans í Straumi lauk þó ekki fyrr en 1930.
Nærri má geta að mjög hefur verið treyst á vetrarbeit, en samt verður ekki hjá því komizt að eiga allverulegan heyfeng handa 400 fjár, ef jarðbönn verða. Þeirra heyja varð aðeins aflað að litlu leyti í Straumi og mun Bjarni hafa heyjað austur í Árnessýslu.
Ottarsstadasel-5Lítið eða ekki neitt sést nú eftir af fjárhúsunum, en eins og áður var vikið að, byggði Bjarni af verulegum stórhug hús í burstabæjarstíl, ólíkt þeim lágreistu byggingum sem fyrir voru á Hraunabæjunum. Húsið í Straumi stendur enn; það er staðarprýði og fellur ákaflega vel að umhverfinu.
Ekki kemur á óvart að höfundur hússins er Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, og hefur hann þá teiknað húsið um líkt leyti og Laugarvatnsskólann. Teikningin er til og merkt manni sem að líkindum hefur starfað hjá Guðjóni, en Þorkell Bjarnason á Laugarvatni segir, og hefur það eftir föður sínum, að Guðjón sé arkitektinn. Það er einnig staðfest á minningarskildi sem upp var settur í Straumi.
Ýmisskonar búskapur var um árabil í Straumi, þar á meðal svínabú. Í meira en 20 ár bjó enginn í húsinu og það var að grotna niður, bæði að innan og utan. Sáu sumir þann kost vænstan að rífa húsið, en ekki varð þó af því og Hafnfirðingar sýndu þann metnað að vilja varðveita það.
Straumsselsfjarhellar nyrdriSett var á laggirnar menningarmiðstöð í Straumi með vinnuaðstöðu fyrir listamenn. Sverrir Ólafsson myndhöggvari hefur frá upphafi verið forstöðumaður listamiðstöðvarinnar, auk þess sem hann hefur eigin vinnustofu í Straumi. Það kom í hans hlut að endurgera húsið að innan og utan með fulltingi Hafnarfjarðarbæjar og styrk frá Álverinu og einstaklingum. Hlöðunni hefur verið breytt í 150 fermetra sýningarsal eða vinnustofu sem fær birtu frá þrem kvistgluggum á framhliðinni. Þar fyrir aftan er stór vinnustofa með þakglugga og birtu eins og allir myndlistarmenn sækjast eftir.
Straumsselsfjarhellar sydri-3Á þeim áratug sem listamiðstöðin í Straumi hefur starfað hafa um 1000 listamenn dvalið í Straumi; fólk úr öllum listgreinum og frá 32 þjóðlöndum. Í þeim hópi eru rithöfundar, kvikmyndagerðar-menn, tónlistarfólk, arkitektar, hönnuðir, málarar, myndhöggvarar og leirlistafólk.
Í íbúðarhúsinu eru íbúðir fyrir listamenn; þar geta búið 5 í einu. Mikil spurn er eftir vinnustofum í Straumi, sem menningarmálanefnd Hafnarfjarðar og forstöðumaðurinn ráðstafa, enda eru allskonar verkfæri látin í té.
Straumsland náði lítið eitt út með Straumsvíkinni að norðan en fyrst og fremst er það í hrauninu fyrir sunnan. Bæjarstæðið í Straumi var fyrr á tímum á sama stað, en túnin voru ekki annað en smáblettir og hefur líklega munað mest um Lambhúsgerði sem þekkist af hlöðnum grjótgarði lítið eitt vestan við Straum. Við bæinn var sjálft Straumstúnið, sem aðeins var smáskiki, og sunnan við Keflavíkurveginn var ein skák til viðbótar og grjótgarður í kring; þar hét Fagrivöllur.
Straumsselsfjarhellar sydri-4Þar sem Keflavíkurvegurinn liggur fyrir botni Straumsvíkur stóð áður hjáleigan Péturskot og eru Péturskotsvör og Straumstjarnir þar niður af. Austan við Ósinn var býlið Litli-Lambhagi en sunnar, undir brún Kapelluhrauns, var hjáleigan Gerði. Þar er nú sumarbústaður.”
“Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspol handan við Keflavíkurveginn, eru rústir bæjarins á Þorbjarnarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjarnarstoðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. í kring er talsvert graslendi sem venð hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnarstaðarétt.
SveinsskutiEinn af mörgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafnarfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar eru silfurtærar upppsprettur undan hraumnu, vatnsból sem  ekki hefur brugðist.

Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. Í gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vörubílshræ. Annað bílhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar.
Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merkilegt. Upphaf þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshofn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið James-town mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þúsund plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri (1885). Húsið var síðar bárujárnsklætt.
straumsselsstígur eystriÁður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbænum. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn.
Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsvegar Guðmundur sonur þeirra. Hann var bátasmiður og byggði sér hús niðri við fjörukambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985.
Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjolskyldan þó ekki lengur. Guðni Ívar Oddsson keypti hann 1979 og flutti síðan til Ameríku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Íslands komið.
Spölkorni vestar og uppi á hæð stendur bærinn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæjarstæði og líklega það elzta í Hraunum, einkum er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langabakka og flóann til norðurs.
ThorbjarnarstadirTil suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endilöngum er frábærlega fallega hlaðinn grjótgarður. Austan við bæinn, þar sem eru grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar eru og leifar af bænahúsi.

Á Óttarsstöðum vestri var búið til 1966, en bænum hefur verið vel við haldið. Þar bjuggu Ragnheiður Hannesdóttir, húsfreyja og Guðmundur Sigurðsson, bátasmiður. Hann var síðasti maður sem átti heima í Hraunum.
Thorbjarnarstadir-2Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum eystri: Hjónin Sigurður Kristinn Sigurðsson og Guðrún Bergsteinsdóttir ásamt ungum syni, og síðan hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar til 1966, en dóu þá með þriggja vikna millibili. Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jónínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinarhöfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr föðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og ljá, enda var það ekki véltækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur.
BurkniRagnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörubeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurður bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóru aðeins Þórunn Bergsteinsdóttlr í Eyðikoti um aldamótin 1900.”
Búskapur í Eyðikoti lagðist af um miðja 20. öld. Það kom þátttakendum helst á óvart hversu fjölmargar áhugaverðar mannvistarleifar væri að sjá í Almenningi á ekki lengri leið. Fornleifaskráning á þessu svæði er líka mjög takmörkuð og segja má með nokkurri hóflegum sanni að hún sé til bágborinnar skammar. Fjölmargar vefsíður FERLIRs fjalla um göngusvæðið. Ef áhugi er fyrir hendi má huga að leitarmöguleiðum hér fyrir ofan…
Jónsbúð, sem var hjáleiga frá Straumi, var í ábúð frá 16. öld fram til 1910. Kotið er ágætt dæmi um slík í Hraununum sem og víðar á Reykjanesskaganum frá þeim tíma.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Menningarblað/Lesbók – laugardaginn 18. mars, 2000, BYGGÐ OG NÁTTÚRA Í HRAUNUM – 2. HLUTI – EYÐIBYGGÐ VIÐ ALFARALEIÐ.
-Menningarblað/Lesbók – laugardaginn 25. mars, 2000, NÚTÍMINN FÓR HJÁ GARÐI – Gísli Sigurðsson

Straumssel

Straumssel – bær skógavarðarins.

Garður

Ætlunin var að skoða MIð-Garð, þ.e. miðhluta sveitarfélagsins Garðs. Áður hafði verið litið á minjar í Út-Garði og Inn-Garði. Svona til upprifjunar má geta þess að á Rosmhvalanesi og jafnvel víðar var hugtakið “út” var jafnan notað fyrir höfuðáttina norður og hugtakið “inn” að sama skapi fyrir suðurstefnuna.
GarðurÁ landakortum af Mið-Garði má sjá Útskála í vestri, þá Miðhús, Krók, Sólbakka, Krókvelli og Gerðar. Þegar örnefnalýsingar af svæðinu voru skoðaðar mátti sjá sem fyrr Útskála, Miðhús og Krók, Krókvöll, Nýlendu, Akurhús, Lónshús og Gerðar. Þegar jarðabækur og sóknarlýsingar voru skoðaðar komu hins vegar í ljós bæjarnöfnin Útskálar, Teigur, Vegamót, Bali, Smærnavellir (Smærnavöllur), Lykkja, Settubær, Einarshús Vorhús, Miðengi, Gerðar, Valbraut, Fjósin, Glaumbær, Unuhús, Skúlhús, Auðunnarbær, Nielsarbær, Bakki, Sólbakki, Garðar, Vatnagarðar og Grund. Við þessa bæi voru útihús, brunnar, garðar og annað er til þurfti.
Ákveðið var að ganga svæðið bæði m.t.t. skráðra og óskráðra minja. Segjast verður eins og er að Vegamótfjölmargt óvænt bar þá á fjörur leiðangursmanna.
Í örnefnalýsiingu fyrir Gerðar segir Ari Gíslason m.a.: “Býli það, sem hreppurinn dregur nafn af, er næst sunnan við Krók og Smærnavöll. 1703 eru þar tvær hjáleigur í byggð, og Skúlahús eru þar þá nýbyggð úr eyði. Upplýsingar um örnefni gaf Sveinn Árnason.
Árið 1840 er talað um, að Gerðar séu falleg jörð og mikið útræði. Fram af Gerðum er hólmi sá, sem Gerðahólmi heitir. Hann er nú sker, en er álitið, að hann hafi fyrr verið gróið land. Innan við hólmann er svonefnd Gerðaröst. Vestan hólmans er Biskupsós. Þar upp frá eru Gerðabakkar. Frá landi er hér Króksrif, er nær út að Gerðahólmanum. Þá kemur beygja á ströndina, og gerist hún meira suðlæg. Þar heitir Gerðaurð. Fyrir um 60 árum var hún að nokkru grasi gróin.
BaliFyrir ofan kampinn og Gerðabakkana tekur við síki, sem er framhald af Krókasíki, og eru hér sem tvö smávötn, Innrasíki og Ytrasíki. Neðan við síkin móti Króki heitir Jaðar.”
Hér er einungis getið um að Síkin hafi verið tvö. Í dag eru þau hins vegar þrjú.
“Í túninu næst sjávargarði utan heimagötu heitir Nýjatún. Það er útgræðsla. Nær bæ heim að vír [vör?] er Kirkjuflöt. Milli þeirra var svæði, sem nefnt var Laut, en landmegin við þetta allt var nefnt Undirlendi. Sjávarmegin var svæði, sem kallað var Skákir, þar sem nú eru fiskihús og athafnasvæði fiskútgerðarinnar. Þar upp af eru bæði Vorhús og Mjósund, sem hvort tveggja var býli, en nú í eyði. Upp af þeim er skólinn í Gerðum nú reistur. Svæði frá bæ og upp að vegi er það, sem einu nafni er nefnt Gerðar. Ofan við þjóðveginn að sjá í Ósvörðuna frá bæ heitir Gerðastekkur.”
SmærnavellirNæstu bæjarleifar við Vorhús eru Miðengi og Einarshús. Líklegt má telja að nöfn bæjanna hafi breyst í gegnum tíðina; allt eftir ábúendum á hverjum tíma. Þannig gæti framangreint Mjósund hafa um tíma heitið Miðengi. Við tóftirnar er Miðengisbrunnur. Á honum er steypt lok svo ætla má að Miðengisnafnið hafi komið á eftir Mjóhúsanafninu. Annars má lengi velta þessum hlutum fyrir sér – þ.e. hvort hafi komið á undan; hænan eða eggið. Einarshús virðist hafa verið seinna tíma ábrúkun.
Gerðarbrunnurinn er með steyptu loki líkt og Miðengisbrunnurinn. Líklega eru þeir frá svipuðum tíma. MiðhúsabrunnurÁ hinum síðarnefnda er þess getið að hann hafi verið gjörður 1937.
Þann 3. júní 1978 bar Sigríður Jóhannsdóttir lýsingu Ara Gíslasonar undir Halldór Þorsteinsson í Vörum, og gerði hann þá fáeinar athugasemdir, sem hér fara á eftir. “Skúlahús kallar hann Skúlhús. Þau voru skammt þar frá, sem gamli skólinn er, þó fjær honum en Fjósar (hús). Skólahús þetta var hið fyrsta á Suðurnesjum. Þórarinn prófastur Böðvarsson í Görðum hafði gert sr. Sigurði B. Sívertsen orð um að safna fé til skólabyggingar og ætlaðist til, að húsið yrði reist á Álftanesi. En þess í stað lét sr. Sigurður reisa það í Gerðum. Þetta hefur líklega verið kringum 1880. Seinna var skólinn fluttur að Útskálum. Þá keyptu góðtemplarar gamla skólahúsið í Gerðum og hefur það því verið nefnt „Gamli templarinn“.
Og þá aftur að Síkjunum, sem eru Skólabrunnureinkennisstaðir Garðs: “Nöfnin Innrasíki og Ytrasíki þekkir Halldór ekki, en vel getur verið, að heimamenn hafi haft þau nöfn um Síkið svonefnda, sem liggur frá Gerðum að Útskálum. Venjulega er það greint í Gerðasíki, Krókasíki og Útskálasíki. Gerðabakkar eru sjávarbakkinn fyrir neðan Síkið. Þar var áður bær, sem líklega hefur heitið Bakki. Aðeins utar var Vatnagarður, stór jörð, nú komin í eyði, en bærinn stendur enn uppi.”
Og þá aftur að Gerðum: “Af hverju heitir Garðurinn Garður? Á seinni hluta 18. aldar myndast þéttbýliskjarni á sjávarkampinum fyrir neðan Útskálasíki. Þessir bæir hétu; 1890 alls: Vatnagarður, Garðurinn, í Görðunum, Garðsauki alls manns 28. Þessi þéttbýliskjarni var kallaður í Görðunum. Innnesjamenn, sem fóru út á Skaga, sögðu, að þeir færu út í Garð eða út í Garða. Af þessu held eg að nafnið Garður hafi komið.
VatnagarðurAuk þessa var grjót- og malarrif vestanmegin við Útskálaós. Þetta rif var grasi gróið og hátt. Það var kallað Garður á 13. öld, og mun sjórinn hafa verið kallaður Garðsjór af því nafni, enda mikill fiskur oft þar fyrir framan.
Heitið Biskupsós hefur valdið vangaveltum. Í örnefnalýsingu segir um það: “Árið 1340 býr á Útskálum Bjarni Guttormsson og kona hans, Ingibjörg. Hinn 17. desember árið 1340 er Bjarni staddur í Skálholti. Hefur hann komið þangað á fund Jóns biskups Indriðasonar til að gera við hann samning. Leggur Bjarni til Skálholtsstaðar fjórðung úr Útskálalandi með hlunnindum og öllum akurlöndum, er Bjarni hafði keypt til Útskála, og til viðbótar einn karfa með akkerum, rá og reiða og báti.
SpilSömuleiðis gefa þau hjón, Bjarni og Ingibjörg, annan fjórðung nefndrar jarðar til kirkju og hinum heilaga Pétri postula og heilögum Þorláki til ævinlegrar eignar með öllum þeim hlutum og hlunnindum, er þar til liggja og legið hafa að fornu og nýju. Þar með er Skálholtsbiskupi veitt aðstaða til útgerðar frá Útskálum. Það er vitað, að mannskaðar hafa verið í ósnum, og kannski hefur það verið nokkur vörn að skíra hann Biskupsós. Hann hefur líka verið kallaður Útskálaós og siðar Króksós.”
Um Krókvöll skrifaði Kristján Eiríksson: “Heimildarmaður: Þorbergur Guðmundsson, f. 18. sept. 1888 á Valdastöðum í Kjós og alinn þar upp fram undir tvítugt. Þorbergur flytur í Auðunsbæ á Gerðabakka vorið 1911 og var þar eitt ár. Síðan flutti hann í Jaðar, tómthús á Gerðabakka, í landi Gerða. Þar var Þorbergur þar til hann flutti að Bræðraborg rétt fyrir 1940. Þar bjó hann til 1961, en þá flutti hann til Reykjavíkur.
SvæðiðKrókvöllur er næst fyrir utan Smærnavöll og næst fyrir ofan Krók.
Íbúðarhúsið stendur sem næst neðst í túninu, en túnið nær upp að vegi og austur að Smærnavallatúni. Íbúðarhúsið er nær því á sama stað og gamli bærinn stóð áður.
Fjós og hlaða voru örskammt norðaustan við íbúðarhúsið, og fiskhús voru upp við veginn, alveg suður við merki milli Smærnavallar og Krókvallar. Þar var einnig stakkstæði.
Smærnavallatún tók við neðan við tún Krókvallar nema alveg yzt, þar lá það að Krókstúni. Grjótgarður skildi þessi tún að.
Krókvöllur á óskipt land við aðrar jarðir í Garði ofan vegar, í Heiðinni.
Krókvallarmenn reru af Bakkanum, þ.e. Gerðabakka (sjá lýsingu Smærnavallar).”
VindmyllaUm Miðhús og Krók segir: “Sjálfstæð býli næst sunnan við Útskálahverfið, tvær jarðir, sem taldar eru með Útgarðinum. Þar var með Krókshjáleiga og svo tvær hjáleigur, sem eru nafnlausar 1703. Upplýsingar eru hér frá Torfa í Miðhúsum og svo frá Gísla Sighvatssyni á Sólbakka. Sólbakki er nýtt nafn á Króki.
Naustarif er hér fyrir neðan, og lendingin er inn úr Króksós. Þar eru tvær varir, sem heita Miðhúsavör og Króksvör, sem er innst undan Útskálum. Króksós er mjór, en lónið sjálft er allbreitt og nær út að Naustarifi. Neðan bæjar, ofan við kampinn, er nefnt Miðhúsasíki, og áframhald af því er Krókssíki. Neðan við bæinn á merkjum móti Útskálum er Miðhúsahóll. Krókur var gamla býlið, en svo var Sólbakki byggður úr því. Hér fyrir ofan Krók er býli, sem nefnt var Króksvöllur. Þar fyrir neðan og innan var býlið, sem nefnt var Lykkja, en þar hafa ekki fundizt merki eftir býli.
GerðabrunnurNeðan við síkið niður. Við sjó er nefnt Gerðabakkar. Býlin hétu eftir mönnum. Sólbakki var færður vegna sjávarágangs. Fyrir ofan Krók heitir Grund. Þar var býli áður; nú er þar steinahrúga.
Við innri enda Króksóss er Manntapaflúð. Þar innar er mjó renna, sem heitir Biskupsós. Svo er rif áfram inn undir Gerðahólma, sem nefnt er Króksrif. Þar átti Smærnavöllur fjöru. Krókvöllur var byggður úr Króki. Þar er í móa hús, sem heitir Bræðraborg. En Krókvöllur nær upp að vegi. Innan við veg eru Grundargerði.
Þorbergur Guðmundssongaf upplýsingar um að land þetta hét Vegamót. Þar ofar var Bali, og neðst niðri á Gerðabökkum fyrrnefndu voru býli. Þar voru svo merkin þvert yfir móti Gerðum.” Annað nafn á Smærnavöllum virðist hafa verið UnuhúsBræðraborg.
Miðhús og Krókur eru skráð sem önnur býli sbr. “athugasemdir Torfa Sigurjónssonar við skrá Ara Gíslasonar. Miðhús er nálægt miðjum Gerðahreppi, en þaðan telst Útgarður og út úr. Smærnavellir hét það, sem nú heitir Bræðraborg. Útskálavör er niður undan skúrum nokkrum, aðeins innan við Útskála. Fara þurfti inn um Króksós til að komast í hana.
Síkin (Miðhúsasíki og Krókssíki) eru tjarnir eða lón, sem þorna mikið til upp að sumrinu. Miðhúsahóll er þar sem fjósið er nú. Þar var gamla húsið, mikið og stórt, sem rifið var nærri aldamótum.
Gísli Sighvatsson kallaði húsið sitt Sólbakka, en býlið hét áður Krókur. Krókvöllur var byggður úr Króknum nærri aldamótum. Gerðabakkar (-bakki) eru milli Króks og Gerða.”
MinnismerkiUm Nýlendu, Akurhús og Lónshús skrifaði Ari Gíslason: “Jarðir eða býli næst sunnan við Lambastaði. Upplýsingar um þetta svæði eru frá Þorláki Benediktssyni í Akurhúsum. Lónshús og Akurhús eru 1703 talin með Útskálum sem hjáleigur.
Engan mann hitti ég í Lónshúsum, enda mun þar vera landlítið og fátt örnefna. Frá Lónshúsahliði ræður merkjum að norðanverðu Lambastaðatúngarður. Hjáleigan Lónshús er kennd við Lón, en það var önnur vörin, sem lá fyrir hinu forna Útskálalandi. Á Naustarifi er sagt að hafi verið bær sá, er Naust hét. Var það þríbýlisjörð, er eyðilagðist að öllu leyti 1782. Upp frá Lónshúsum er Nýlenda. Sjávarmegin við Akurhús er svæði, sem nær inn í Útskálaland, og heitir það Sandaflatir. Nýibær er hjáleiga frá Útskálum og er upp við veg upp af Akurhúsum. Undan Akurhúsum strandaði þýzkur togari á gamlaárskvöld 1928. 

Höfnin

Þá var Útskálakirkja uppljómuð. Skipstjórinn hélt þetta annan togara og ætlaði að leggjast upp að honum. Á Sandaflötum voru taldir 13 eða fleiri götutroðningar, sem búizt er við, að hafi legið að hofinu. Gamall grjótgarður er á merkjum, rétt vestur af Akurhúsum.”
Og þá svolítið um sjálfa Útskála: “Kirkjustaður í Gerðahreppi næst sunnan við Akurhús. Upplýsingar eru fengnar hér og þar. Aðallega eru það konur tvær, sem mig vantar nafn á, svo og Þorlákur Benediktsson að Akurhúsum. Einnig Oddur Jónsson í Presthúsum.
Verða nú taldar upp hinar fornu hjáleigur Útskála, er áður voru 12, en 1840 voru þær taldar 7. Svæði þetta er það, sem kallað er Útgarður.
1. Lónshús, nefnd 1703 og æ síðan, er hér fyrr talin sér með Akurhúsum og Nýlendu.
2. Akurhús, nefnd 1703 og æ síðan, er hér talin fyrr með Lónshúsum og Nýlendu.
3. Nýibær, er nefnd 1703 og æ síðan, er upp við veg ofan við Akurhús.
Skúlhús4. Móakot, er nefnd 1703 og æ síðan.
5. Presthús, er nefnd 1703 og æ síðan. Talið er, að þau hafi verið byggð yfir prestsekkjur frá Útskálum.
6. Garðhús, er nefnd 1703 og æ síðan.
7. Nafnlaus hjáleiga heima við bæ, er nefnd 1703, veit ekki um hana nú.
8. Vatnagarðar, er nefnd 1703 og 1861, síðan ekki.
9. Naust, er nefnd 1703, þar var þá þríbýli. Það er þessi jörð, sem talin er að hafa verið á Naustarifi, eða réttara, að Naustarif séu leifar strandarinnar.
Tvær hjáleigur eru enn, sem ekki er vitað hvar voru:
10. Blómsturvellir eða Snorrakot, komið í eyði 1703.
11. Hesthús, í eyði.

FornmannaleiðiNaust hafa fyrr verið nefnd sem býli, en er nú horfið í sjó. Heitir þar nú Naustarif, þar sem bær þessi var, en nú brýtur á því sem þaragarði fyrir framan land og fer í kaf um öll flóð. Fyrr var talað um Lónsós og Lónið, sem er fram undan Akurhúsum. Hér er svo hin lendingin í Útskálalandi landmegin við Naustarif og heitir Króksós. Innan við ósinn er svonefnd Manntapaflúð, sem ekki mun tilheyra Útskálalandi. Þegar kemur svo upp á land, heita þar Sandsflatir fyrir neðan bæ inn með sjó, og svo er þar garður, sem nefndur er Langigarður. Hefur hann verið hlaðinn til varnar. Innan við þessar flatir er Útskálasíki. Neðan síkis á kampinum voru býli, nokkrar hjáleigur. Þar er hlið á garðinum, sem nefnt er Naustahlið. Við það er gamalt kot, nefnt Naustakot. Niður undan kirkjugarðinum eru rústir, sem nefndar eru Vatnagarðar. Upp af Sandaflötum, vestan eða réttara norðan Útskála, eru Fjósaflatir.
SmærnavallabrunnurUpp undir vegi, utan við götuna niður að Útskálum, eru Presthús, sem fyrr var getið, og þar innar var svo Garðhús, ofan við þjóðveginn. Svo er Sóltún, og móti Garðhúsum er Nýjaland. Ofan við veginn austan við Nýjabæ er Steinsholt . Þar eru rústir og kálgarðsrústir.
Þá er komið upp fyrir veg. Má þá geta þess, að Útskálar eiga allt land vestan vegar norður úr. Garðskagi er hið gamla nafn á nyrzta hluta skagans, reyndar alveg þvert yfir. Mun það vera leifar frá því, að hér var afgirt land, akurreinar. Lokaðist það af svonefndum Skagagarði, sem hlaðinn var frá túngarði Útskála og þvert yfir tána yfir í túngarðinn á Kirkjubóli. Sér leifar hans hér og hvar enn. Á Skaganum, sem er flatlendur, eru svo fá merki. Eru þar þó tveir smáhólar, Skagahóll, sem er á merkjum móti Lambastöðum, og sunnan hans er annar hóll, sem heitir Draughóll. Þaðan til suðvesturs eru Skálareykir.
HvönnSkálareykir eru gamlar bæjarrústir fast við miðjan Skagagarð. Þar sér fyrir túngarði og húsarústum (1840). Næsta hús við vitabústaðinn, rétt við Draughól, er býli, er heitir Hólabrekka. Skálareykja finnst ekki getið, hvorki 1703 né 1847. Eru til ýmsar tilgátur um býli þetta, m.a. að Ketill gufa hafi byggt skála,annan að Gufuskálum og annan að Útskálum. Svo var byggður nýr bær, þar sem reykirnir sáust frá báðum hinum skálunum, og því nefndur Skálareykir. önnur segir, að þar sjáist merki og, að þar hafi verið draugagangur, er setti bæinn í eyði, en trúlegra er, að það hafi verið vatnsskortur og fjarlægð frá sjó.

Útskálasíki

Í athugasemdum Sigurbergs H. Þorleifssonar segir m.a.: “Hjá Vatnagarði, líklega í austur þaðan, var hjáleiga, sem nefndist Garðar. Sigurbergur man eftir þessu koti í byggð. Þar bjó ekkja, þegar hann var drengur. Stekkjarkot var fyrir ofan Presthús, en það var komið í eyði, þegar Sigurbergur mundi fyrst eftir. Líklega sjást rústir beggja þessara kota enn. Skálareykir munu vera til suðausturs frá Draughól, en ekki suðvesturs. Yfirleitt er Sigurbergur ekki alveg sáttur við áttamiðanir í skránni.
SettubæjarbrunnurÍ skrána vantar allar upplýsingar um þinghúsið, sem stóð skammt frá Draughól og var notað fyrir hinn forna Rosmhvalanesshrepp. Hins vegar er getið um það í minnisblöðum Dagbjartar Jónsdóttur. Þar segir, að varðan, sem hlaðin var á þinghússtæðinu, eftir að húsið var rifið, hafi alltaf verið kölluð Siggavarða, en ekki Þingvarða, eins og til var ætlazt. En Sigurbergur segir, að hún hafi ávallt verið kölluð Þingvarða í daglegu tali, svo lengi sem hann man.”
Þegar gengið var um miðsvæði Garðs komu í ljós allnokkrar minjar, sem hvergi virðast hafa verið skráðar eða þeirra getið í heimildum. Ljóst er að gera þarf átak í að skrá og korleggja sýnilegar minjar í Garði því þær fela enn í sér löngu, en langa, sögu um búskap í Rosmhvalaneshreppi hinum forna. Í raun má segja að Garður feli sér eitt samfelld búsetuminjasvæði fyrri tíma hér á landi og ætti því að friðlýsa sem ómetanlegt sögusvið horfinna kynslóða.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Útskála, Miðhús, Krók, Gerðar, Nýlendu, Akuhús og Lónshús.
-Jarðabókin 1703.
-Viðtöl við heimafólk.

Garður

Garður – fornleifauppgröftur.

Dyljáarsel

Kjósin er á bak við Esjuna, en hvað vita þeir svo meira um þessa sveit, svona rétt við bæjarvegginn.
Kjos-22Jú, margir vita að heldur leiðinlegur kafli af Vesturlandsvegi, sunnan Hvalfjarðar, liggur um Kjósina, að þar fellur falleg, hvítfyssandi á til sjávar og heitir Laxá, að innan við hana stendur óvenju mynd arlegt býli, í brekku undir brattri hlíð og gengur almennt undir nafninu Háls (að réttu Neðri-Háls). Veiðimenn vita að Laxá ber nafn með rentu og að í sveitinni er einnig Bugða og Meðalfellsvatn. Hestamenm eiga margar uppáhalds reiðgötur í þessari sveit og göngumenn vita þar um fagrar leiðir til allra átta.
Líklegastur er þó sá hópurinn fjölmennastur, sem veit ekkert meira um Kjósina en það, sem sést út um bilrúðurnar af þjóðveginum.
Við höfum ekki áttað okkur fyllilega á því ennþá, hve sá hópur er orðinn stór, sem horfir á landið út um Kjos-23rúðurnar á sínum eigin bíl, lætur hestafjöldann oft og einatt tæla sig langt yfir skammt og missir þannig af margri nærliggjandi matarholu. Fram að þessu hefur kunnugleiki minn af Kjósinni verið heldur takmarkaður og mér var farið að leiðast það. Því var það að ég fór í ökuferð um hana nú um daginn, með sæmilega kunnugum manni og nú ætla ég að reyna að segja frá því, sem fyrir augun bar, í stórum dráttum. Áttatákn hefi ég reynt að hafa í sem mestu samræmi við áttavitann en tel líklegt að heimamenn hafi ýmislegt við þær að athuga því að þeirra áttir (sama í hvaða sveit það er), vilja stundum stangast á við hann.
Norðan við Kiðafellsá tekur Kjósin við af Kjalarnesi en brúin á þeirri á er heldur viðsjálverður forngripur. Rétt neðan við hana beygir áin norður um fallega gróið dalverpi og er brattur sandhryggur sjávarmeginn (Ósmelur).

Kjos-24

Bærinn Kiðafell (landnámsjörð Svartkeis hins Katneska, sem síðar fluttist að Eyri), stendur á hjalla undir Eyrarfjalli (Kiðafelli), sem er klofið frá Esjunni af sveigmynduðum dal, eða skarði, er nefnist Miðdalur (Mýdalur eldra). Rétt norðan við brúna liggur hliðarvegur til hægri, inn þennan dal og hann ókum við. Dalsmynnið er raunar aðeins þröngt skarð en svo breikkar dalurinn töluvert og er fallega gróinn á kafla. Þar er bærinn Morastaðir til vinstri en Tindstaðir handan árinnar, undir Esjunni. Það eru fyrst og fremst norðurhlíðar Esjunnar, sem setja svip á þennan dal, brattar og víða hömrum girtar með hjarnfannir í brúnum. Hér urðu tölu verð landspjöll af völdum skriðu falls fyrir 2—3 árum. Rétt innan við Tindstaði er fjallshlíðin klofin af hrika gljúfri, sem á kortinu ber nafnið Kerlingargil. Fyrir innan þessa tröllageil er Tindstaðahnúkur og inn af honum mikilúðleg hamraskál, er nefnist Hrútadalur. Bærinn Miðdalur er næst á vinstri hönd, innaf honum verður dalurinn hrjóstugri og þrengist, unz hann mætir Eilífsdal. Þar, á dala mótunum, er töluvert undirlendi og bærinn Eilífsdalur. Þar eru tveir strýtumyndaðir ruðningshólar og nefnist sá vestari Orrustuhóll. Þar segir Kjalnesinga saga að kappinn Búi Andríðsson, sá er Esja fóstraði, hafi átt í mannskæðum bardaga við ofurefli liðs, en fór þó með sigur af hólmi. Hann fór svo til Noregs, hvar hann fékk mun hlýlegri móttökur hjá heimasæt unni í Dofrafjöllum.

Kjos-26

Eilífsdalur gengur suður í Esjuna og er mjög tilkomumikill, girtur snarbröttum hamrahlíðum á þrjá vegu, sem gnæfa 5—600 m. yfir dalbotninn. Vestan dalsins er Þórnýjartindur, austan hans Skálatindur en Eilífstindur fyrir botni. Þar segir sagan að sé legstaður Eilífs, þess er gaf dalnum nafn. Frá Eilífsdal sveigir vegurinn norður sveitina, með bæina Bæ og Þúfu á vinstri hönd en Litlabæ og Blönduholt til vinstri, unz við komum á Vesturlandsveg hjá bænum Felli. Hann ókum við stuttan spöl til austurs að Kjósarskarðsvegi og hann til suðurs. Bráðlega varð áin Bugða á leið okkar og svo komum við að Meðalfellsvatni. Þar stendur bærinn Meðalfell við vatnið, sunnan undir vesturenda fellsins.
Þetta er landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar og oft höfðingjasetur. Hún mun nú Medalfell-21hafa verið í ábúð sömu ættar hátt á aðra öld. Vegurinn liggur í brekkurótum austur með vatninu og er umhverfið vinalegt, enda eru þar margir sumarbústaðir (sumir til lítillar prýði, eins og víðar). Sunnan við vatnið eru 2 bæir, Efri-Flekkudalur og Grjóteyri, og þar liggur Flekkudalur til suðurs, frekar grunnur en með hamraþil fyrir botni.
Bærinn Eyjar er við Austurenda vatnsins og enn einn dalur til suðurs. Heitir hann Eyjadalur og er bærinn Sandur í mynni hans. Austan við þann dal er Möðruvallaháls og þar liggur vegurinn austur um breitt skarð, milli norðurenda hans og austurenda Meðalfells, en Sandfell er framundan, nakið og strýtumyndað. Svo sveigir vegurinn suður með Möðruvallahálsi og nokkuð sunnan við bæinn Möðruvelli opnast Svínadalur til suðurs en suður úr botni hans er Svínaskarð til Þverárdals.

Irafell-21

Vestan við skarðið lýsir á Móaskarðshnúka en austan þess er Skálafell, þar sem fjarskiptamöstur Landssímans báru við himin. Hér sveigir vegurinn austur yfir Svínadalsá (Möðruvallarétt til vinstri) og mætir austurálmu Kjósarvegs rétt sunnan við syðri brúna á Laxá. Áin fellur þarna í snotru gljúfri, (þar er Pokafoss) og norðan hennar er all víðlent skógakjarr í brekkunum suður af Sandfelli. Þar uppi í hlíðinni er Vindáshlíð, sumarbúððir KFUK. Hér fannst okkur álitlegur áningastaður, fundum fallega laut í kjarrinu neðan við veginn og herjuðum á nestið. Hér um lá hin forna þjóðleið frá Reykjavík til Hvalfjarðar. Hún lá inn Mosfellsdal og yfir lægðina innan við Mosfell. Svo inn Þverárdal, yfir Svínaskarð og norður Svínadal. Héðan lá hún svo upp brekkurnar austan við Sandfell, norður yfir hálsinn og niður Seljadal og Fossárdal til Hvalfjarðar.

Kjos-27

Mér telst til að þessi leið muni vera um 15 km. styttri en núverandi þjóðvegur, aftur á móti eru á henni tveir fjallvegir og annar nokkuð hár (Svínaskarð)! Þó hefi ég það fyrir satt að eitt sinn hafi verið uppi ráðagerðir hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli um að tengja hann við Hvalfjörð með hraðbraut og fara með hana þessa leið.
Eftir hvíldina ákváðum við að kanna dalinn til suðurs. Varð þá fyrst fyrir okkur bærinn Hækingsdalur í fallegu grónu dalverpi á vinstri hönd en til hægri bærinn írafell, sem stendur allhátt norðan undir samnefndu felli. Við þann bæ er kenndur einn magnaðasti draugur í þjóðsögum okkar, Írafells-Móri.
Þetta var uppvakningur, sem átti að fylgja sömu ættinni í 9 liði og Kjos-28svo magnaður fyrst í stað að það varð að skammta honum mat og jafnvel rúm til að sofa í. Margar furðulegar sögur eru til um klæki hans og skráveifur en líklegast er hann farinn að letjast nú orðið, enda búinn að vera á róli frá því um aldamótin 1800. Inn af þessum bæjum þrengja fjöll in að á báðar hendur og svo endar vegurinn rétt norðan við innsta bæinn, Fremri-Háls. Ógreiðfær jeppavegur mun liggja þaðan áfram suður að bænum Fellsenda og þaðan svo akfært á Þingvallaveg á Mosfellsheiði. Þessa leið létum við eiga sig en fórum til baka að Laxárbrú og svo áfram norður. Kjósin er á þessu svæði óneitanlega heldur hrjóstrug og þröngt milli fjalla norður að bænum Vindási. En þar opnast fallegur, sveigmyndaður dalur, sem Reynivallaháls skýlir fyrir norðanáttinni. Dalbotninn er samfellt fróðurlendi, þar sem Laxá liðast fram í ótal bugðum.
Kjos-30Austan undir Miðfelli (máske ætti ég að segja norðan) eru bæirnir Þorláksstaðir og Hurðarbak en kirkjustaðurinn Reynivellir fyrsti bær undir hálsinum. Þar hafa setið margir merkir kennimenn, t.d. á þessari öld séra Halldór Jónsson, sem þjónaði þar í háltfa öld og var landskunnur á sinni tíð fyrir rit störf og tónsmíðar. Nokkru utar eru bæirnir Sogn og Valdastaðir, undir hálsinum, en Káranesbæir niðri á sléttlendinu, handan við ána. Dalbotninn er um 30 m. yfir sjó, marflatur og heldur blautlendur því að framan við hann er lágur klapparás. Þar hefur Laxá sorfið sér farveg og steypist svo í fossaföllum niður hjallann, út í Laxárvog. Myndarlegur heimavistar skóli stendur þarna í hjallanum við ána.

Kjos-31

Við komum á þjóðveginn rétt norðan við brúna á Laxá og tókum stefnuna til Reykjavikur. Í dálitlum hvammi ofan vegar er félagsheimilið Félagsgarður en bærinn Laxanes niður við sjóinn. Nú höfðum við fyrir augum okkar þann hluta Kjósarinnar sem flestum er kunnur en vissum einnig af eigin raun hversu ófullkomna mynd hann gefur af sveitinni í heild. Norðan undir Eyrarfjalli eru bæirnir Eyri og Eyrarkot, sitt hvoru megin vegar og þar niður undan skagar Hvaleyri út í fjörðinn, marflöt og gróðurlítil. Mikið hefur verið rætt um bílferju þar yfir fjörðinn en litla trú hefi ég á því fyrirtæki. Það væri nær að fullgera veginn kring um fjörðinn, taka af honum beygjur og brekkur og stytta hann um leið með uppfyllingum þvert yfir grynningarnar við vogabotnana (Laxárvog, Brynjudalsvog, Botnsvog). Bærinn Útskálahamar stendur undir Eyrarf jalli nokkru utan og svo kom Kiðafell. Þar lauk ferð okkar um Kjósina, sem hafði staðið í 3 stundir og verið í senn ánægjuleg og fróðleg.
Á heimleiðinni datt okkur í hug að athuga veginn inn með Esjunni að sunnan. Hjá verzluninni Esju á Álfsnesmelum tókum við vegarslóð til vinstri austur melana og komum bráðlega að Leirvogsá, þar sem hún rennur í mjög sérkennilegu gljúfri. Vegurinn var torfærulaus inn að Grafará en þar beið okkar meiriháttar þröskuldur. Í miklum vatnavöxtum hefur áin grafið utan úr vesturbakkanum og þar endaði vegurinn í þverhnýptum, mannhæðarháum stalli. Við vorum á tveggja drifa bil og gátum því krækt fyrir þetta og slarkað austur yfir ána en ég tel útilokað að nokkur fólksbíll komist óskemmdur yfir þá vegleysu. Ef mikið er í ánni yrði það einnig ófært jeppum. Frá Grafará var mjög stirður vegur inn að Hrafnhólum en þaðan greiðfært austur yfir hálsinn á Þingvallaveg hjá Seljabrekku. Þeir, sem ætla inn að Tröllafossi verða því að aka þá leið.”

Heimild:
-Morgunblaðið, Gils Guðmundsson, Ferðaspjall, 2. ágúst 1967, bls. 15.

Kjos-21

Húsatóttir

FERLIR fann fyrir allnokkru hlaðna refagildru ofan við Húsatóptir við Grindavík. Þegar svæðið var skoðað betur fyrir skemmstu komu í ljós tvær aðrar til viðbótar og líklegt má telja að þar kunni að leynast fleiri slíkar.
Auk refagildranna ofan við Húsatóptir eru fleiri hlaðnar refagildrur við Grindavík, s.s. í Básum ofan við Staðarberg, í Sundvörðuhrauni skammt ofan Húsatófta og við Sandleyni ofan við Hraun.
Refagildra við HúsatóftirHinar hlöðnu refagildrur eru leifar gamalla veiðiaðferða, áður en skotvopnið, eitrið og dýrabogar komu til sögunnar – sumir telja hugmyndina hafa komið hingað með landnámsmönnum því slíkar gildrur tíðkuðust þá t.a.m. í Noregi. Skrifaðar heimildir eru um þær frá árunum 1781-1798.
Refagildra er sjaldan getið í örnefnaskrám. Þó má sjá þess merki, s.s. í örnefalýsingu fyrir Tannastaði: “Stekkjarhóll er til landnorðurs frá bænum. Á honum eru tvær fuglaþúfur og var þar áður refagildra undir nyrðri þúfunni. Sunnan undir þúfunni var stekkjað um 1840 og eru glöggar tóftir síðan. En litlu norðar eru mjög gamlar tóftir eða vottur þeirra, sem vel gætu verið frá fornöld.”
Í fornleifafræðiorðasafni Fornleifafræðistofnunar Íslands segir um gildrur þessar: tófugildra – Gildra til að veiða í refi. [skýr.] Refagildrur eru nokkuð misjafnar að gerð en oftast grjóthlaðnir stokkar eða kassar sem hellur hafa verið lagðar yfir og grjóti jafnvel hlaðið þar ofan á. Agn var látið inn í gildruna og tófan þannig tæld inn en þá lokaðist stokkurinn með þar til gerðum lokubúnaði. Áður en eitur, dýrabogar og byssur urðu algeng fyrirbæri hafa refagildrur líklega verið eina vopn manna gegn tófunni. [enska] fox trap
Fyrir nokkrum áratugum þótti það í frásögu færandi, og jafnvel einstakt, að til væri hlaðin refagildra er líklegt þótti að gæti verið með sama lagi og slíkar gildrur voru gerðar í Noregi og síðan hér á landi að þeirra fyrirmynd. Var einkum vitnað til slíkra fornminja er til væru á Norðausturlandi, einkum Merrakkasléttu.
Refagildra við Húsatóftir Ef Reykjanesið – hið jafnumkunnugulega og ómerkilega til langs tíma – er skoðað gaumgæflega má þar finna ótal slíkar hlaðnar refagildrur, mjög merkilegar. A.m.k. 60 slíkar hafa opinberast ásjónum leitenda s.l. misseri – þær síðustu hér tilgreindar ofan Húsatófta.
Í örnefnalýsingum fyrir Húsatóptir er engin lýsing á refagildrum. Sennilega hafa þær þótt svo sjálfsagðar sem raun ber vitni. Í einni lýsingu er þó talað um Baðstofugreni norðan Baðstofu, auk annarra grenja fjær bænum, s.s. við Sandfell og Rauðhól.
Hinar hlöðnu refagildrur, sem skoðaðar hafa verið, voru jafnan þannig; hlaðið var “grunnlag”; annað hvort í lægð (“láfótan lægðirnar smjó”), á barmi gjár, við bakka eða á annarri líklegri leið rebba (sem jafnan er stundvís sem klukkan). Gildran sjálf var þannig; hlaðinn gangur (ca. 1 m langur, 10 cm breiður og 20 cm hár). Þá var reft yfir með steinum eða hellum svo rebbi gæti ekki lyft af sér okinu þegar á reyndi. Oft var vel hlaðið ofan á og til hliða, enda af nógu grjóti af að taka.
Virkni: Þegar gangur og yfirhleðsla höfðu verið fullkomnuð var tekin fram “fallhellan” ógurlega (ekki ómerkilegri en nafna hennar í frönsku fallöxinni. Tveimur öflugum steinum var komið fyrir sitt hvoru megin framan við opið. Fallhellan var “krossbundin” og þráður lagður í “hæl” innan í gildrunni. Hnútnum var haganlega fyrir komið. Í hinn endann var hnýtt hluti rjúpu eða af örðu agni. Þegar refurinn greip agnið og togaði í það hljóp lykkjan af hælnum. Við það féll fallhellan niður og refurinn var innikróaður. Hann reyndi að fra til baka,e n fallhellan hindraði hann í því. Þá reyndi hann að lyfta okinu af sér, en þunginn kom í veg fyrir að það tækis. Smám saman þvarr rebba kraftur og hann lagðist niður, beið og dó síðan – smám saman – úr hungri. Þá var hann sóttur í gildruna, skottið sniðið af og hræinu hent. Að vísu var skinninu haldið til haga um skeið (dæmi eru um að því sem og skottinu hafi verið jafnað við vermæti “skagfirsks gæðings” fyrrum), en það breyttist smám saman uns lítið varð að öngvu – nema áhuganum.
Refagildra við Húsatóftir “Víða um landið eru örnefni, sem hafa að fyrra lið orðið gildra. Þannig eru fjölmörg Gildruholt, Gildruklettar og Gildrumelar og getur sumsstaðar að líta á þessum stöðum steinhrúgur, sem líkjast stundum föllnum vörðum, en sums staðar sést á þeim nokkur lögun. Þetta eru refagildrurnar, sem tíðast hafa verið hlaðnar á klöpp eða þar sem jarðvegur var svo þéttur, að refirnir gátu ekki grafið sig út úr þeim.
Sennilegt er, að grjótgildrur þessar hafi verið algengasta veiðitækið á refi hérlendis áður en byssur urðu algengar. Dýrabogar hafa þó þekkst lengi, enda er minnst á boga í kvæðinu um Hrafnahrekkinn og notaði veiðimaðurinn hann samhliða gildrunni, en trúlega hafa þeir fyrst orðið algengir á síðustu öld. Erlendis voru stærri veiðidýr, svo sem hreindýr, úlfar og birnir veidd í fallgryfjur, en eiginlegar fallgryfjur eru vart þekktar hérlendis. Thedór Gunnlaugsson lýsir þó í bók sinni, “Á refaslóðum”, fallgryfjum sem gerðar hafi verið í snjó fyrrum, en ekki getur hann þess, hve veiðnar þær hafi verið, enda hefur hann aðeins heyrt um þessa veiðiaðferð. Heimild er þó um, að í Hornafirði hafi gryfjur verið hlaðnar úr grjóti með lóðréttum veggjum eða jafnvel svolítið inn yfir sig. Dýpt þeirra var nokkur, eða svo mikil að öruggt væri að dýrin gætu ekki stokkið eða klifrað upp úr gryfjunum. Á gryfjubotninum var agninu dreift.
Til eru lýsingar af grjótgildrum þar sem hvatt er til að bændur útbúi þær til refaveiða. Elsta og jafnframt gleggsta lýsing þeirra er í Atla, riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, fyrst pr. Í Hrappsey 1780. Þar segir, að dýrabogar leggist nú mjög af, en bóndi veitir Atla þarna nákvæma fyrirsögn um, hversu hann skuli útbúa gildrur sínar. Er lýsingin í rauninni nákvæmlega hin sama og hér mun brátt skýrt frá, en gert er ráð fyrir að hellan, sem lokar munnanum, sé krossbundin eða með gati, til að hún hlaupi niður í réttri andrá.
Í Lærdómslistafélagsritunum, XII b. 1792, er grein um refaveiðar eftir Þórð Þorkelsson. Hann nefnir grjótgildrurnar en lýsir þeim ekki, þar sem þeim sé lýst í Atla og efast hann jafnvel um gagnsemi þeirra. Víða í 19. aldar ritum eru greinar og leiðbeiningar um refaveiðar og má t.d. nefna grein í Reykjavíkurpóstinum 1848 þar sem segir, að slíkar grjótgildrur hafi verið víða tíðkaðar fyrrum en nær enginn beri nú við að nota þær. Þar segir einni, að dýrabogar séu nú orðnir sjaldséðir, og hafi hina gömlu veiðiaðferðir vafalaust þokað fyrir skotveiðinni á þessum tíma.
Refagildra við Húsatóftir Theodór Gunnlaugsson, hin þekkta refaskytta, segist í fyrrnefndri bók sinni stundum hafa hlaðið grjótgildrur við greni til að veiða yrðlinga í eftir að fullorðnu dýrin höfðu verið unnin og mun hann sennilegast vera síðastur manna til að nota þær hérlendis.
Vafalaust hafa ýmsir orðið til að taka upp notkun grjótgildra eftir hvatningu Björn Halldórssonar í Atla. Atli var prentaður þrívegis og fyrstu prentuninni að minnsta kosti dreift ókeypis og hafa því margir kynnst því riti á 18. og 19. öld. En það lætur að líkum að veiðiaðferðin hefur verið seinleg og gildrurnar ekki alltaf fengsælar og hefur t.d. skotveiði úr skothúsum verið margfalt stórvirkari, enda mjög tíðkuð á síðustu öld að minnsta kosti.
Grjótgildrur eru þekktar á Grænlandi og hefur svo verið talið, að þær væri frá tímum Grænlendinga hinna fornu, en þær hafa einnig verið notaðar þar í seinni tíð af bændum landsins. Er mér næst að ætla, að Grænlendingar hafi lært notkun þeirra af norrænum mönnum ámiðöldum, en dæmi eru um, að þeir hafi tekið upp áhöld og vinnuaðferðir norrænna manna. Sá ég líka gildru á Grænlandi 1977 í grennd við forna rúst í Qordlortoq-dal, og virtist hún helst vera frá byggð norrænna manna, en einnig voru ar í notkun nýjar refagildrur af nokkuð annarri gerð.
Refagildra við HúsatóftirSigurður Breiðfjörð lýsir grænlenskum gildrum í bók sinni frá Grænlandi, sem kom út 1836, en einkennilegt er, að hann virðist ekki þekkja notkun slíkra gildra á Íslandi og hvetur bændur hér til að setja slíkar skollagildrur, eins og hann nefnir þær, í landareignum sínum.
Ég hef ekki gert gangskör að því að kanna útbreiðslu þessara gildra, en viðbúið er að langflestra þeirra sé getið í örnefnaskrám einstakra jarða, sem vaðveittar eru í Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins. Árið 1964 var send út spurningaskrá frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins þar sem spurt var aukalega um slíkar refagildrur og hvað menn kynnu að segja um notkun þeirra. Bárust svör allvíða að af landinu og reydust 20 heimildarmenn þekkja gildrur eða leifar þeirra eða þá örnefni, sem ótvírætt benda til að gildrur hafi verið á þaim stöðum, þótt þeirra sæjust stundum engar leifar nú. Eru þessir staðir dreifðir um allt land að kalla má, sumir úti við sjó en aðrir inn til landsins, venjulegast í grennd við bæi eða beitarhús, þar sem menn fóru of um á vetrum…
Á hraungarði vestan við Selatanga eru nokkrar hlaðnar refagildrur og hjá Grindavík er rúst af gildru.
Greinilegt er af lýsingum þeirra, sem upplýsingar hafa gefið um gildrur þessar, að þær eru flestar af sömu gerð, úr allstóru grjóti, aflangar og munninn látinn snúa undan veðurátt.
Einn heimildarmaður greinir frá slíkri gildru úr tré, aflöngum tréstokki um 3 álnir á lengd og voru lok við báða enda og rann annað fyrir er refurinn var kominn inn í stokkinn, en grjóti var hlaðið umhverfis stokkinn svo að minna bæri á honum utan frá séð.
Gildra á Húsafelli sýnir vel hversu grjótgildrur voru gerðar í meginatriðum. Gildran er hlaðin efst á klettakambi og lítur út til að sjá eins og grjóthrúga. Hefur hún áreiðanlega alla tíð verið mjög áberandi og er svo um aðrar þær gildrur,s em ég hefi séð og hefur greinilega ekki verið reynt að fela þær eða hylja þær jarðvegi. Hefur verið leitast við að hafa gildrurnar þar sem hátt bar svo að þær færu ekki á kaf í snjó og mestu máli skipti, að þær væru þar sem refir fóru um í ætisleit á vetrum, en gildruveiðar munu einkum hafa verið stundaðar að vetrarlagi.

Varða

Gildran á Húsafelli er þannig gerð, að á klappirnar hefur verið hlaðið stórum steinum, sem sumir eru vel meðalmannstak. Eru þrír steinar í röð hvorum megin og milli þeirra um 30 cm bil, en fyrir enda tveir steinar. Þannig myndast eins konar gangur, um 150 cm langur, sem er opinn í þann enda sem í norður snýr, og þar er munninn, sem lágfótu hefur verið ætlað að fara inn um. Ofan á grjótganginum eru síðan aðrir stórir steinar, sem mynda þak. Síðan hafa allar glufur og op verið þéttuð með minni steinum oggengið svo frá, að sem minnst op væru á gildrunni nema munninn.
Milli tveggja fremstu steinanna í þakinu er nokkur glufa. Þar hefur verið skorðað allvænlegt hellublað, sem enn lá hjá gildrunni, um 20 cm breitt neðst og um 30 cm hátt, og gegnum það er klappað smágat ofarlega. Í gatinu hefur verið trétittur, sem legið hefur milli þaksteinanna og hellan þanngi hangið uppi. Í tittinn var síðan bunið snæri, sem lá ofan á gildrunni og niður í hana aftast, hinn endinn bundinn í agnið, sem væntanlega heftr tíðast verið kjötbiti. Lá agnið innst í gildrunni og var nú útbúnaðurinn þannig, að þegar tófan skreið inn í gildruna og glefsaði í agnið og dró það til sín, kipptist titturinn úr gatinu og hellan rann niður. Rýmið í sjálfri gildrunni hefur verið við það miðað, að tófan kæmist mútulega fyrir en gæti ekki snúið sér við. Þannig átti hún erfitt með hreyfingar og gat með engu móti komist út aftur, enda var hún nú auðunnin í gildrunni, t.d. með broddstaf, sem lagt var inn á milli steinanna.
Gildra af þessari gerð er í raun einföld, en talsverða nákvæmni hefur þurft til að stilla helluna svo vel af, að hún rynni auðveldlega niður og skroðaðist og lokaði refinn inni. Er líklegt, að gildrur þessar hafi verið misvel veiðnar, enda er lágfóta kæn og kvekkist auðveldlega og er vör um sig, ekki síst ef hún finnur mannaþef af agninu. En í hörðum árum, þegar sultur svarf að, hefur svengdin orðið tortryggninni yfirsterkari.
Þessi gildra er hin eina, þar sem ég veit til að hellan hafi verið með gati fyrir trétitt. Annars hefur hellan yfirleitt verið krossbundin og lykkju á hinum enda bandins bundið um afsleppan trétitt eða hvalbeinshæl innst í gildrunni þar sem agninu var komið fyrir, líklegast oftast smeygt bak við bandið. Þegar glefsað var í agnið kipptist bandið fram af tittinum og hellan féll niður.”

Heimildir:
-Síðari hlutinn eru af skrifum Þórs Magnússonar, Hrafnahrekkurinn – sitt af hverju um refagildrur – úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1980.
-Fornleifafræðistofnun Íslands – Fornleifafræðiorðasafn.

Húsatóttir

Refagildra við Húsatóttir.

Silungapollur

Í Skýrslu nefndar um “Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972, og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973“, þann 31. ágúst 2010 má lesa eftirfarandi:

Gunnar Thoroddsen

Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri 1949.

“Hinn 1. júlí 1950 hóf Reykjavíkurbær starfsemi vistheimilis á Silungapolli sem staðsett var skammt frá Suðurlandsvegi í nágrenni Reykjavíkur. Þar átti Barnasumardvalarfélag Oddfellow húsnæði sem það hafði reist árið 1930 og þar sem það starfrækti sumardvalarheimili fyrir börn. Á hverju sumri dvöldu á vegum Oddfellow 40-60 börn á Silungapolli í 8-10 vikur en árið 1943 fékk Rauði kross Íslands afnot af húsnæðinu og rak þar sumardvalarheimili fram til ársins 1949. Borgarstjóri ritaði bréf til Barnasumardvalarfélags Oddfellow í september 1949 og spurðist fyrir hvort hægt væri að fá húsnæði þeirra að Silungapolli til afnota og þá með hvaða skilmálum enda hefði Reykjavíkurbær „sífellt aukna þörf fyrir húsnæði handa börnum sem ráðstafa [þyrfti] af hálfu hins opinbera.“ Stjórn félagsins tók vel þeirri málaleitan og bauðst til að semja um afnot hússins fyrir vistheimili fyrir börn en félagið áskildi sér rétt til að „geta haft allt að 60 veikluð börn í sumardvöl að barnaheimilinu, hvort sem sú starfsemi [yrði] rekin á vegum Barnasumardvalarfélags Oddfellowa eða á vegum R.K.Í. [Rauða kross Íslands].“ Þegar í kjölfarið ritaði borgarstjóri barnaverndarnefnd Reykjavíkur og óskaði eftir áliti nefndarinnar á málinu. Á fundi hennar hinn 5. október 1949 var bréf borgarstjóra Reykjavíkur lagt fram og af því tilefni gerði nefndin hlé á fundi sínum og fór og skoðaði húsakynni og aðra aðstöðu á Silungapolli. Að því loknu var fundi framhaldið og eftirfarandi samþykkt gerð: „Nefndin mælir eindregið með því, að húsið verði tekið á leigu með það fyrir augum, að þar verði rekin ársstarfsemi fyrir 25-30 börn, einnig telur nefndin mögulegt, að þar sé rekin sumardvalarstarfsemi fyrir allt að 60 börn.“

Silungapollur

Silungapollur.

Samningur milli Reykjavíkurbæjar og Oddfellow var undirritaður hinn 24. mars 1950 og var hann til 15 ára. Reykjavíkurbæ var látin í té afnot af húseign félagsins við Silungapoll í þeim tilgangi að bærinn ræki þar vistheimili allt árið um kring fyrir börn til allt að sjö ára aldurs. Félagið gat krafist þess að bærinn tæki til sumardvalar allt að 60 börn til viðbótar, þriggja til sjö ára gömul, eftir ákvörðun félagsins eða annarra aðila í umboði þess. Afnot fasteignanna voru veitt án endurgjalds en á hinn bóginn skyldi bæjarsjóður láta gera allar þær breytingar og endurbætur er nauðsyn krefði vegna heimilishaldsins á sinn kostnað, m.a. að tengja fasteignirnar við rafveitukerfi bæjarins, leggja fullnægjandi hitunarkerfi og endurbæta vatns- og skolpleiðslur. Allar endurbætur, viðbætur og breytingar á eignum og innanstokksmunum voru kvaðalaus eign Barnasumardvalarfélags Oddfellow að samningstíma loknum. Þá var bæjarsjóði skylt að kosta allt nauðsynlegt viðhald eignanna, greiða af þeim öll opinber gjöld og vátryggja hús og innanstokksmuni gegn eldsvoða.

Silungapollur

Silungapollur.

Silungapollur var þriðja vistheimilið sem Reykjavíkurbær stofnsetti á skömmum tíma. Árið 1945 hófst starfsemi á Kumbaravogi við Stokkseyri sem var vistheimili fyrir munaðarlaus börn og börn sem bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður. Heimilið var ætlað 20 börnum af báðum kynjum á aldrinum 7-14 ára. Starfsemin á Kumbaravogi fluttist að Reykjahlíð í Mosfellsdal árið 1956 eins og nánar er rakið í kafla 1 í VI. hluta skýrslunnar. Í október 1949 tók vöggustofan að Hlíðarenda til starfa. Þar var rúm fyrir 22 börn á aldrinum 0-18 mánaða og Silungapollur var ætlaður fyrir allt að 30 börn á aldrinum 3-7 ára. Um þessi tímamót segir í ársskýrslu barnaverndarnefndar Reykjavíkur fyrir árið 1950: “Hefur því nefndin getað fullnægt að mestu þörfum þeirra, sem erfitt hafa átt, ef um góð börn hefur verið að ræða, en afbrotabörnin hafa mátt eiga sig og sýkja út frá sér, en samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna, ber ríkissjóði skylda til að láta reisa hæli fyrir slík börn, þegar fé er veitt til þess í fjárlögum, en það hefur ekki verið gert enn”.

Silungapollur

Silungapollur.

Eins og kveðið var á um í samningi Reykjavíkurbæjar og Barnasumardvalarfélags Oddfellow komu börn til sumardvalar á Silungapoll hvert ár. Sumardvölin var á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og að jafnaði komu um 60 börn til tveggja mánaðadvalar. Fyrir á Silungapolli voru börn sem barnaverndarnefnd Reykjavíkur ráðstafaði á heimilið og yfir hásumarið var heildarfjöldi barna því oft um 90-100 börn. Til að mæta þessu var starfsmönnum fjölgað tímabundið og voru 10-12 starfsstúlkur ráðnar yfir sumarið til viðbótar við þær sem fyrir voru en fastir starfsmenn voru að jafnaði 13 talsins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafði á sínum tíma lýst sig samþykka þessu skipulagi en á fundi nefndarinnar hinn 4. maí 1960 var á hinn bóginn eftirfarandi bókað: „Af gefnu tilefni vill barnaverndarnefnd Reykjavíkur lýsa því yfir að hún telur mjög óheppilegt að á Silungapolli séu samtímis sumardvalarbörn og börn þau er þar dvelja yfir árið.“ Skömmu síðar ritaði Þorkell Kristjánsson fulltrúi nefndarinnar svohljóðandi minnisblað: “Á Silungapolli dvelja 30 börn allt árið á vegum Reykjavíkurbæjar. Þar eru aðeins vistuð börn, sem brýna þörf hafa fyrir vist og vegna þess að heimilin geta ekki látið börnunum í té næga aðhlynningu einhverra hluta vegna.
Helstu ástæður fyrir ráðstöfun barna á barnaheimilið eru: Vanhirða, heilsuspillandi húsnæði, fátækt, veikindi, drykkjuskapur, hrottaskapur, munaðarleysi og önnur óholl uppeldisskilyrði. Barnaverndarnefnd hefur mestu ráðið um val barna á heimilið”.

Silungapollur

Silungapollur.

Mánuðina júlí og ágúst hefur Reykjavíkurdeild R.K.Í. 60 börn á Silungapolli. Ráðstöfun þessa tel ég mjög óheppilega, naumast mannlega gagnvart umkomulausum börnum og mun ég hér á eftir gera grein fyrir þessari skoðun minni.
1. Leik og föndurpláss langdvalarbarna er tekið fyrir svefnstofur handa sumardvalarbörnum.
2. Útiskáli, sem annars er ætlaður fyrir leiki barna í slæmum veðrum, er notaður til að geyma í 60 rúmstæði, dýnur og annað, er þarf til afnota fyrir sumardvalarbörnin. Skáli þessi er því notaður til geymslu 10 mánuði ársins.
3. Sumarbörnin eru þess valdandi, að ekki er hægt að sýna ársbörnunum eins góða umhyggju þessa tvo mánuði sem aðra og er það allmikið áfall fyrir börn, sem ekki eiga kost á því, að njóta móðurhlýju svo mánuðum eða árum skiptir.
4. Heimsóknir falla niður meðan sumardvalir standa, en heimsóknir umhyggjusamra skyldmenna er þeim andleg nauðsyn.
5. Venjulega er óyndi í sumardvalarbörnum fyrstu kvöldin eftir að þau koma, en þau lagast fljótt vegna þess að þau vita, að aðeins er um stuttan dvalartíma að ræða. Þetta er ekki langdvalarbörnunum sársaukalaust, þegar nýkomnu börnin eru að æpa á mömmu og pabba, sem hin eiga annaðhvort ekki til eða eru dæmd til að vera fjarvistum við. Þegar fer að líða á dvalartíma sumarbarna fara þau að tala um, að nú séu þau að fara heim til mömmu og pabba. Hvernig er þá líðan þeirra barna, sem eftir verða þarna, sem engar mæður eiga, eða veikar mæður og verða að dvelja á barnaheimilinu ófyrirsjáanlegan tíma? Margt fleira mætti telja, sem mælir á móti því að reka á Silungapolli árs- og sumarheimili og hæpið er að slíkt geti staðist ef hugsað er um velferð barnanna.

Silungapollur

Silungapollur.

Í febrúar 1961 afhenti Þorkell Kristjánsson borgarstjóra afrit af ofangreindu minnisblaði og lýsti borgarstjóri sig „mjög sammála þeim umræðum, sem þar [komu] fram […]“. Í kjölfarið fól hann Guðmundi Vigni Jósefssyni formanni barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Jónasi B. Jónssyni fræðslustjóra að athuga hvort hægt væri að koma sumardvalarbörnum fyrir á öðrum stað. Leiddi þetta til þess að vistheimilamál borgarinnar voru tekin til endurskoðunar en um vorið 1961 fékk Jónas B. Jónsson þá Símon Jóh. Ágústsson prófessor og Jónas Pálsson forstöðumann Sálfræðideildar skóla til að taka til nýrrar athugunar tillögu barnaheimilanefndar frá árinu 1957 og hélt Jónas nokkra fundi með þeim ásamt formanni barnaverndarnefndar Reykjavíkur um málið á meðan álitsgerðin var í vinnslu.

Silungapollur

Silungapollur.

Álitsgerð Símonar Jóh. Ágústssonar og Jónasar Pálssonar um vistheimili og barnaverndarmál í Reykjavík var fullgerð í júní 1961. Um Silungapoll segir í álitsgerðinni: “Forstöðukona Silungapolls og barnaverndarnefnd Reykjavíkur eru sammála um, að ekki sé fært að reka barnaheimilið þar áfram öllu lengur með sama fyrirkomulagi og verið hefur undanfarin ár, þ.e. að hælið sé jafnframt rekið sem sumardvalarheimili á sumrin. Kemur þá tvennt til greina: a) að leggja niður sumardvalarstarfsemina og ársheimilið verði rekið áfram með sama sniði og áður, eða b) að ársstarfseminni verði fengið annað húsnæði. Allir virðast vera sammála um, að húsið á Silungapolli sé af ýmsum ástæðum (eldhætta, kuldi, herbergjaskipun) óhentugt til ársstarfsemi og ekki til frambúðar”.
Ennfremur bentu þeir á að ef leggja ætti niður starfsemina á Silungapolli þá þyrftu tvö vistheimili sem þeir höfðu gert tillögur um að vera til staðar, þ.e. annars vegar nýbygging á lóð vöggustofunnar á Hlíðarenda fyrir börn á aldrinum 1½-3 ára og hins vegar upptökuheimili fyrir 20-30 börn á aldrinum 3-7 ára. Lögðu þeir því til að framkvæmdir við þessi heimili skyldu hafa forgang og þeim yrði lokið innan tveggja ára. Á grundvelli álitsgerðarinnar gerði Jónas B. Jónsson tillögur að byggingu barnaheimila í Reykjavík næstu árin og sendi borgarstjóra. Lagði Jónas til að á árinu 1962 yrði veitt 2 milljónum króna til byggingar uppeldisheimilis fyrir 30-40 börn á aldrinum 3-7 ára. Bygging skyldi hafin árið 1962 og henni lokið vorið 1963 og vistheimilið að Silungapolli þá lagt niður og „aðeins höfð þar sumardvalarstarfsemi á vegum R.K.Í. eða annarra aðila.“ Sumarið 1963 kom enn fram á fundi barnaverndarnefndar Reykjavíkur andstaða við sumardvalir barna á Silungapolli. Þá lét Gyða Sigvaldadóttir, fyrrverandi forstöðukona á Silungapolli og þáverandi nefndarmaður í barnaverndarnefnd Reykjavíkur, færa til bókar að hún áteldi að börn væru enn látin á Silungapoll til sumardvalar „þrátt fyrir að dvöl þeirra þar verði að teljast á allan hátt neikvæð fyrir þau börn, sem þar eru að alast upp.“

Jónas B. Jónsson

Jónas B. Jónsson.

Í nóvember 1962 voru að nýju settar fram tillögur um vistheimilamál í Reykjavík, að þessu sinni af þeim Jónasi B. Jónssyni og Jónasi Pálssyni. Þeir settu m.a. fram tillögur um að byggt yrði upptöku- og vistheimili fyrir 30 börn á aldrinum 3-16 ára, vistheimili fyrir 12-16 börn á aldrinum 2-7 ára og að keypt yrði íbúð fyrir fjölskylduheimili fyrir fimm börn, fjögurra ára og eldri. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur tók tillögurnar til umræðu á fundum nefndarinnar í febrúar 1963 og sendi borgarstjóra álitsgerð í mars 1963. Taldi barnaverndarnefnd að brýnust væri þörfin fyrir upptöku- og vistheimili fyrir börn á aldrinum 3-16 ára og jafnframt að gerð yrði tilraun með að starfrækja fjölskylduheimili. Í næsta áfanga taldi nefndin að nauðsyn væri á að reisa heimili fyrir 2-7 ára börn í stað þess sem þá var rekið að Silungapolli „við lélegan og óhagstæðan húsakost.“ Til nánari skýringar við ályktun nefndarinnar sagði: “Í þriðja lið ályktunarinnar er talið, að brýnust þörf sé fyrir vistheimili eða upptökuheimili. Er þá gert ráð fyrir að þetta heimili verði fyrst um sinn rekið jöfnum höndum sem vistheimili og upptökuheimili. Er slíkt heimili nú mjög aðkallandi, þar sem þau heimili, sem nú eru rekin, eru oftast yfir setin, en jafnvel á einni viku getur þurft að ráðstafa mörgum börnum, sem í rauninni er ekkert pláss fyrir. Rétt þykir að taka fram, að ekki er talið, að þetta heimili geti leyst af hólmi barnaheimilið að Silungapolli, sem þó er mikil þörf á að byggja upp. Er ekki talið fært að leggja það heimili niður, nema annað heimili komi í staðinn, fyrir þau börn, sem þar dvelja, og er lagt til, að það verði reist í næsta áfanga”.
Samkvæmt áætlun um byggingu vistheimila árin 1963-1968 sem fylgdi tillögunum og umsögn barnaverndarnefndar Reykjavíkur var gert ráð fyrir að byrjað yrði á upptökuheimili við Dalbraut árið 1963 og því lokið árið 1964, því næst að fjölskylduheimili yrði byggt eða keypt árið 1965 og að árið 1966 hæfist bygging vistheimilis fyrir 12-16 börn á aldrinum 2-7 ára. Því ætti að vera lokið árið 1967 og kæmi þá í staðinn fyrir Silungapoll.

Silungapollur

Á Silungapolli.

Í samningi Reykjavíkurborgar og Barnasumardvalarfélags Oddfellow um afnot borgarinnar af Silungapolli var tiltekið að hann rynni út 1. nóvember 1964. Í nóvember 1962 ritaði stjórn félagsins bréf til fræðslustjóra Reykjavíkur og bauð eignina til kaups.
Fræðslustjóri mælti með því við borgarstjóra að eignin yrði keypt en lagði einnig áherslu á að húsnæðið væri óhentugt sem is og því væri réttast að flytja starfsemi vistheimilisins annað en nota Silungapoll áfram sem sumardvalarheimili á vegum borgarinnar. Á fundi barnaverndarnefndar Reykjavíkur hinn 8. apríl 1965 var eftirfarandi tillaga Gyðu Sigvaldadóttur samþykkt: „Þar sem Reykjavíkurborg hefur keypt barnaheimilið Silungapoll og þar með létt af þeirri kvöð, að taka til sumardvalar börn á vegum R.K.Í., vill barnaverndarnefnd fara þess á leit við hlutaðeigandi aðila, að hún fái til ráðstöfunar öll þau pláss, sem þar er um að ræða enda ber til þess brýna þörf.“ Nokkuð dró úr fjölda sumardvalarbarna á Silungapolli á fyrri hluta sjöunda áratugarins, t.d. voru sumardvalarbörn á vegum Rauða krossins 35 árið 1962 og 20 árið 1964. Frá og með sumrinu 1965 lögðust sumardvalir á vegum félagsins á Silungapolli af. Eftir það ráðstafaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur alfarið börnum á Silungapoll.

Silungapollur

Á Silungapolli.

Ekkert varð af því að hafist yrði handa við framkvæmdir við vistheimili sem leysa myndi Silungapoll af hólmi, líkt og gert hafði verið ráð fyrir í áætlun um byggingu vistheimila árið 1963. Á hinn bóginn tók til starfa árið 1965 á vegum borgarinnar fjölskylduheimili að Skála við Kaplaskjólsveg sem ætlað var fyrir allt að átta börn sem ráðstafa þyrfti til lengri tíma. Þá hófust framkvæmdir við upptökuheimili Reykjavíkurborgar við Dalbraut árið 1963 og snemma árs 1966 tók það að nokkru til starfa í þeim hluta byggingarinnar sem þá var tilbúinn. Fullbúið skyldi heimilið á Dalbraut rúma 45 börn og átti þar að vera athugunarstöð fyrir börn og unglinga, áður en þeim var ráðstafað annað auk þess sem þar skyldu vistuð börn sem koma þyrfti fyrir um stundarsakir. Árið 1967 hófst undirbúningur að byggingu nýrrar álmu við Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins.

Silungapollur

Silungapollur.

Viðbótarálman átti að rúma 14 börn og var einkum ætluð þeim börnum sem orðin voru of gömul til að dveljast á þeim hluta Vöggustofunnar sem þá var í rekstri. Þá var einu fóstrunarheimili komið á fót árið 1967 og var það hið fyrsta sinnar tegundar. Í ársskýrslu barnaverndarnefndar Reykjavíkur fyrir árið 1967 var fyrirkomulagi fóstrunarheimila lýst nánar og í framhaldinu hver stefnan væri í vistheimilamálum: “Samið er við einkaaðila, venjuleg hjón, að þau, gegn ákveðinni þóknun, taki að sér fáein börn í einu til skemmri dvalar. Kostir fóstrunarheimila eru einkum þeir, að vegna smæðar þeirra er hægt að búa börnum persónulegra og heimilislegra umhverfi en á stærri barnaheimilum. Þá er og dvalarkostnaður venjulega nokkru minni. Fyrirhugað er að koma upp fleiri fóstrunarheimilum á næsta ári”.

Silungapollur

Silungapollur.

Með stækkun upptökuheimilisins við Dalbraut, vöggustofunnar á Hlíðarenda og með fleiri fóstrunarheimilum ætti, í fyrirsjáanlegri framtíð, að vera unnt að fullnægja þörf vegna barna, sem vista þarf vegna tímabundinna heimilisástæðna.
Vistunarúrræði barnaverndarnefndar Reykjavíkur urðu fleiri og fjölbreyttari við þessar breytingar. Árið 1969 var ákveðið að leggja starfsemi Silungapolls af í þeirri mynd sem verið hafði. Fram kom í máli Sveins Ragnarssonar þáverandi félagsmálastjóra Reykjavíkur við skýrslutöku hjá vistheimilanefnd að það hefði verið meðal fyrstu verka Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, sem tók til starfa í ársbyrjun 1968 og hafði m.a. alla umsjón með rekstri vistheimila borgarinnar, að taka ákvörðun um að loka skyldi Silungapolli. Í árslok 1969 var rekstri Silungapolls hætt þar sem húsakynni voru ekki lengur talin til þess fallin að halda uppi rekstri þar allt árið. Í tilefni af því gerði barnaverndarnefnd Reykjavíkur félagsmálaráði kunnugt að hún teldi „brýna nauðsyn [vera] á að reka áfram sumardvalarheimili að Silungapolli, nema því aðeins að samskonar aðstaða fyrir sumardvöl barna [yrði] tryggð með öðrum hætti.“ Félagsmálaráð Reykjavíkur ákvað að reka í tilraunaskyni sumardvalarheimili á vegum borgarinnar fyrir 30 börn sumarið 1970. Þrátt fyrir góða reynslu af heimilinu þótti ekki rétt, með tilliti til mikils rekstrarkostnaðar, að halda uppi rekstri sumardvalarheimilis að Silungapolli sumarið 1971.

Silungapollur

Silungapollur.

Við gildistöku laga um vernd barna og ungmenna nr. 29/1947 var í fyrsta skipti með beinum hætti kveðið á um skyldu ríkisvaldsins að setja á stofn og reka vist- eða meðferðarheimili fyrir börn sem ratað höfðu á siðferðilega glapstigu eða framið höfðu lögbrot. Á hinn bóginn voru lög nr. 29/1947 fáorð um skyldu ríkisins, sveitarfélaga eða annarra varðandi stofnun og rekstur vistheimila fyrir börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður. Þrátt fyrir að lög nr. 29/1947 hafi ekki með beinum hætti kveðið á um skyldu tiltekins aðila til að setja á stofn og reka vistheimili fyrir börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður hefur vistheimilanefnd áður lagt til grundvallar að ráða megi af ákvæðum laganna að gert hafi verið ráð fyrir tilvist slíkra stofnana. Mælt var fyrir um skyldu sveitarfélaga til að hafa tiltæk úrræði fyrir þau börn og ungmenni sem vista varð utan heimilis ef orsakir voru annars eðlis en lögbrot eða ungmenni væru á siðferðilegum glapstigum, svo vísað sé til hugtakanotkunar laga nr. 29/1947.

Silungapollur

Á Silungapolli.

Með lögum um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966 var í fyrsta skipti beinlínis kveðið á um verkaskiptingu ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar varðandi skyldur þeirra til að setja á stofn og reka vistheimili eða stofnanir fyrir börn. Ríkisvaldinu var samkvæmt 1. mgr. 39. gr. skylt að setja á stofn og reka vist- eða meðferðarheimili fyrir börn sem ratað höfðu á siðferðilega glapstigu eða framið höfðu lögbrot. Í 3. mgr. 39. gr. var kveðið á um skyldu sveitarfélaga til að setja á stofn og starfrækja stofnanir fyrir börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður. Þá var sérstaklega mælt fyrir um í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 29/1947 og 1. mgr. 37. gr. laga nr. 53/1966 um heimild menntamálaráðherra til að veita leyfi til reksturs vistheimilis eða annarrar slíkrar uppeldisstofnunar að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Hér að framan er rakinn aðdragandi að stofnun vistheimilisins Silungapolls og þær forsendur sem lágu til grundvallar starfseminni, en ljóst er að um var að ræða stofnun sem starfrækt var af Reykjavíkurborg, en ekki af ríkinu. Þá var stofnunin á tímabilinu 1950-1965 samhliða rekin sem sumardvalarheimili fyrir börn en eins og rakið er í kafla 1 hafði Rauði kross Íslands afnot af heimilinu á sumrin og vistaði að jafnaði um 60 börn hvert sumar á fyrrgreindu tímabili. Það er því afstaða vistheimilanefndar með vísan til fyrirliggjandi frumgagna að telja verði að vistheimilið Silungapollur hafi í merkingu laga nr. 29/1947 og laga nr. 53/1966 haft það hlutverk að vera stofnun þar sem vistuð skyldu börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður, einkum vegna háttsemi, veikinda og vanrækslu foreldra. Á heimilið átti því ekki að vista börn vegna atvika er vörðuðu háttsemi þeirra sjálfra. Þá hafi heimilið einnig verið starfrækt sem sumardvalarheimili. Þær efnisreglur sem fram komu í reglum nr. 31/1963 um sumardvalarheimili hafi því gilt um starfsemi heimilisins frá árinu 1963 er reglur um starfsemi sumardvalarheimila voru fyrst settar hér á landi, þ.m.t. reglur um aðbúnað, fjölda barna, heilbrigðiseftirlit.

Silungapollur

Silungapollur.

Samkvæmt 1. gr. fyrrgreindra reglna um sumardvalarheimili nr. 31/1963 taldist hvert það heimili sumardvalarheimili sem tæki fimm börn eða fleiri til sumardvaldar.
Menntamálaráðherra veitti heimild til stofnunar eða reksturs slíks heimilis að fengnum meðmælum hlutaðeigandi barnaverndarnefndar og héraðslæknis og með samþykki Barnaverndarráðs Íslands. Umsóknum um heimild til að reka sumardvalarheimili skyldu fylgja nánar tiltekin gögn, þ.m.t. umsögn barnaverndarnefndar, heilbrigðisvottorð heimilisfólks, umsögn héraðslæknis um húsakynni, brunahættu o.fl. Samkvæmt því sem að framan er rakið telur vistheimilanefnd að atvik að baki stofnun Silungapolls og starfsemi stofnunarinnar leiði í fyrsta lagi til þeirrar ályktunar að heimilið hafi haft það hlutverk að vera úrræði fyrir barnaverndarnefndir þar sem vistuð skyldu börn sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður, einkum vegna háttsemi, veikinda og vanrækslu foreldra. Á heimilinu átti því ekki að vista börn vegna atvika sem vörðuðu hátterni þeirra sjálfra, s.s. vegna lögbrota. Vistun slíkra barna var á hendi ríkisins og var gert ráð fyrir því að sérstakar stofnanir hefðu það hlutverk.

Silungapollur

Silungapollur – loftmynd 1957.

Samkvæmt 3. gr. reglna nr. 31/1963 voru gerðar lágmarkskröfur um húsakynni sumardvalarheimila, þar sem m.a. var kveðið á um að drengir og stúlkur skyldu vera í sérherbergi, hvert barn skyldi sofa í sér rúmi, o.fl. Áður en starfræksla heimilisins hæfist skyldi fara fram læknisskoðun á heimilisfólki og starfsfólki og fylgja skyldi heilbrigðisvottorð hverju barni sem tekið yrði til sumardvalar. Ef slíkt vottorð fylgdi ekki bar forstöðumanni umsvifalaust að fá héraðslækni til að kanna heilbrigði þess. Þá var í 5. gr. sérstaklega kveðið á um eftirlitshlutverk barnaverndarnefnda. Bar þeim að fylgjast rækilega með rekstri barnaheimila í umdæmi sínu og heimsækja þau minnst tvisvar á sumri og oftar, ef þörf væri á, til þess að kynna sér sem best aðbúð og líðan barnanna og beita sér fyrir því að bætt yrði þegar úr ágöllum, ef í ljós kynnu að koma. Þá bar viðkomandi barnaverndarnefnd að tilkynna Barnaverndarráði ef hún yrði vör við alvarlegar misfellur í starfi barnaheimilis. Þá var í 7. gr. sérstaklega kveðið á um eftirlitsskyldu Barnaverndarráðs. Skyldi fulltrúi ráðsins a.m.k. einu sinni á sumri koma á sumardvalarheimili sem löggilt hefðu verið, til leiðbeiningar og eftirlits. Skyldi hann kynna sér allan aðbúnað barna á heimilum og gæta þess að fylgt væri í öllu lögum og reglum um barnaheimili.”

Með framangreindum þrætum var starfseminni á Jaðri sjálfhætt.

Heimild:
-Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007, Áfangaskýrsla nr. 2 – Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972, og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973, Reykjavík, 31. ágúst 2010.

Silungapollur

Silungapollur 2020 – loftmynd.

Austurengjar

Á undanförnum árum hefur verið nokkur umræða um háhitasvæði landsins og athygli manna beinst að möguleikum á frekari nýtingu þeirra, einkum til orkuframleiðslu (Iðnaðarráðuneytið 1994, Morgunblaðið 6. febrúar 2005).
Austruengjar-892Hins vegar hefur minna borið á umræðu um sérkenni og verndargildi þeirra. Á háhitasvæðum landsins nær jarðhiti víða til stórra samfelldra svæða ef miðað er við hita djúpt í jörðu en ummerki jarðhitans á yfirborði er yfirleitt að finna á tiltölulega litlum og afmörkuðum svæðum. Vegna hitans skapast sérstakar aðstæður á yfirborði og einkennist jarðvegur og vatn yfirleitt af lágu sýrustigi auk þess sem styrkur ýmissa efna er ólíkur því sem finnst í öðrum vistkerfum (Stefán Arnórsson o.fl. 1980, Burns 1997). Hár hiti og efnafræðilegar aðstæður skapa því mjög óvenjuleg lífsskilyrði á þessum svæðum. Háhitasvæði eru ekki algeng fyrirbæri á jörðinni og því er mikilvægt að sérstaða og einkenni þeirra séu vel þekkt og að tekið sé ríkt tillit til náttúruverndarsjónarmiða þegar kemur að nýtingu þeirra. Einkenni háhitasvæða eru sérstök, t.d. hverir, jarðhitamyndanir og vistkerfi. Mörg þeirra hafa hátt útivistar– og fræðslugildi og eru þýðingarmikil í vísindalegu tilliti og hafa því vafalaust hátt náttúruverndargildi. Á Nýja-Sjálandi hefur verið gerð umfangsmikil
úttekt á náttúrufari, rasknæmi og verndargildi jarðhitasvæða (Ronald F. Keam o.fl. 2005). Þar hefur verið mótuð aðferðafræði sem taka mætti mið af hér á landi. Háhitasvæðið á Reykjanesi er eitt af minnstu háhitasvæðum landsins (2 km2) og er í um 20 m hæð yfir sjó.

austurengjar-894

Svæðið er á suðvesturhorni Reykjanesskaga og er basalthraun ríkjandi á svæðinu en upp úr því standa móbergs– og bólstrabergshryggir (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Reykjanesið í heild sinni er á náttúruminjaskrá m.a. vegna hverasvæðis og stórbrotinnar jarðfræði (Náttúruverndarráð 1996).
Krýsuvíkursvæðið er á vestanverðum Reykjanesskaga og nær það yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell. Svæðið er um 65 km2 að flatarmáli og liggur í 120–410 m h.y.s. Móbergshryggir einkenna svæðið (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Krýsuvík er hluti af Reykjanesfólkvangi (Náttúruverndarráð 1996).
Hengilsvæðið er suðvestur af Þingvallavatni og er eitt af stærstu háhitasvæðum landsins eða um 100 km2 að stærð og liggur í 30–800 m h.y.s. Svæðið einkennist af móbergshryggjum en einnig koma fyrir grágrýti og hraun runnin á nútíma, vestast á Hengilssvæðinu finnst súrt gosberg (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Hengill og næsta nágrenni er á náttúruminjaskrá, einkum vegna stórbrotins landslags, fjölbreyttrar jarðfræði og jarðhita (Náttúruverndarráð 1996).

Heimild:
-Þrjú háhitasvæði á Suðvesturlandi Undirbúningur að mati á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða – Ásrún Elmarsdóttir, Borgþór Magnússon, Lovísa Ásbjörnsdóttir og Sigurður H. Magnússon. Unnið fyrir Orkustofnun, Reykjavík, mars 2005.

Seltún

Seltún.