Dyljáarsel

Kjósin er á bak við Esjuna, en hvað vita þeir svo meira um þessa sveit, svona rétt við bæjarvegginn.
Kjos-22Jú, margir vita að heldur leiðinlegur kafli af Vesturlandsvegi, sunnan Hvalfjarðar, liggur um Kjósina, að þar fellur falleg, hvítfyssandi á til sjávar og heitir Laxá, að innan við hana stendur óvenju mynd arlegt býli, í brekku undir brattri hlíð og gengur almennt undir nafninu Háls (að réttu Neðri-Háls). Veiðimenn vita að Laxá ber nafn með rentu og að í sveitinni er einnig Bugða og Meðalfellsvatn. Hestamenm eiga margar uppáhalds reiðgötur í þessari sveit og göngumenn vita þar um fagrar leiðir til allra átta.
Líklegastur er þó sá hópurinn fjölmennastur, sem veit ekkert meira um Kjósina en það, sem sést út um bilrúðurnar af þjóðveginum.
Við höfum ekki áttað okkur fyllilega á því ennþá, hve sá hópur er orðinn stór, sem horfir á landið út um Kjos-23rúðurnar á sínum eigin bíl, lætur hestafjöldann oft og einatt tæla sig langt yfir skammt og missir þannig af margri nærliggjandi matarholu. Fram að þessu hefur kunnugleiki minn af Kjósinni verið heldur takmarkaður og mér var farið að leiðast það. Því var það að ég fór í ökuferð um hana nú um daginn, með sæmilega kunnugum manni og nú ætla ég að reyna að segja frá því, sem fyrir augun bar, í stórum dráttum. Áttatákn hefi ég reynt að hafa í sem mestu samræmi við áttavitann en tel líklegt að heimamenn hafi ýmislegt við þær að athuga því að þeirra áttir (sama í hvaða sveit það er), vilja stundum stangast á við hann.
Norðan við Kiðafellsá tekur Kjósin við af Kjalarnesi en brúin á þeirri á er heldur viðsjálverður forngripur. Rétt neðan við hana beygir áin norður um fallega gróið dalverpi og er brattur sandhryggur sjávarmeginn (Ósmelur).

Kjos-24

Bærinn Kiðafell (landnámsjörð Svartkeis hins Katneska, sem síðar fluttist að Eyri), stendur á hjalla undir Eyrarfjalli (Kiðafelli), sem er klofið frá Esjunni af sveigmynduðum dal, eða skarði, er nefnist Miðdalur (Mýdalur eldra). Rétt norðan við brúna liggur hliðarvegur til hægri, inn þennan dal og hann ókum við. Dalsmynnið er raunar aðeins þröngt skarð en svo breikkar dalurinn töluvert og er fallega gróinn á kafla. Þar er bærinn Morastaðir til vinstri en Tindstaðir handan árinnar, undir Esjunni. Það eru fyrst og fremst norðurhlíðar Esjunnar, sem setja svip á þennan dal, brattar og víða hömrum girtar með hjarnfannir í brúnum. Hér urðu tölu verð landspjöll af völdum skriðu falls fyrir 2—3 árum. Rétt innan við Tindstaði er fjallshlíðin klofin af hrika gljúfri, sem á kortinu ber nafnið Kerlingargil. Fyrir innan þessa tröllageil er Tindstaðahnúkur og inn af honum mikilúðleg hamraskál, er nefnist Hrútadalur. Bærinn Miðdalur er næst á vinstri hönd, innaf honum verður dalurinn hrjóstugri og þrengist, unz hann mætir Eilífsdal. Þar, á dala mótunum, er töluvert undirlendi og bærinn Eilífsdalur. Þar eru tveir strýtumyndaðir ruðningshólar og nefnist sá vestari Orrustuhóll. Þar segir Kjalnesinga saga að kappinn Búi Andríðsson, sá er Esja fóstraði, hafi átt í mannskæðum bardaga við ofurefli liðs, en fór þó með sigur af hólmi. Hann fór svo til Noregs, hvar hann fékk mun hlýlegri móttökur hjá heimasæt unni í Dofrafjöllum.

Kjos-26

Eilífsdalur gengur suður í Esjuna og er mjög tilkomumikill, girtur snarbröttum hamrahlíðum á þrjá vegu, sem gnæfa 5—600 m. yfir dalbotninn. Vestan dalsins er Þórnýjartindur, austan hans Skálatindur en Eilífstindur fyrir botni. Þar segir sagan að sé legstaður Eilífs, þess er gaf dalnum nafn. Frá Eilífsdal sveigir vegurinn norður sveitina, með bæina Bæ og Þúfu á vinstri hönd en Litlabæ og Blönduholt til vinstri, unz við komum á Vesturlandsveg hjá bænum Felli. Hann ókum við stuttan spöl til austurs að Kjósarskarðsvegi og hann til suðurs. Bráðlega varð áin Bugða á leið okkar og svo komum við að Meðalfellsvatni. Þar stendur bærinn Meðalfell við vatnið, sunnan undir vesturenda fellsins.
Þetta er landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar og oft höfðingjasetur. Hún mun nú Medalfell-21hafa verið í ábúð sömu ættar hátt á aðra öld. Vegurinn liggur í brekkurótum austur með vatninu og er umhverfið vinalegt, enda eru þar margir sumarbústaðir (sumir til lítillar prýði, eins og víðar). Sunnan við vatnið eru 2 bæir, Efri-Flekkudalur og Grjóteyri, og þar liggur Flekkudalur til suðurs, frekar grunnur en með hamraþil fyrir botni.
Bærinn Eyjar er við Austurenda vatnsins og enn einn dalur til suðurs. Heitir hann Eyjadalur og er bærinn Sandur í mynni hans. Austan við þann dal er Möðruvallaháls og þar liggur vegurinn austur um breitt skarð, milli norðurenda hans og austurenda Meðalfells, en Sandfell er framundan, nakið og strýtumyndað. Svo sveigir vegurinn suður með Möðruvallahálsi og nokkuð sunnan við bæinn Möðruvelli opnast Svínadalur til suðurs en suður úr botni hans er Svínaskarð til Þverárdals.

Irafell-21

Vestan við skarðið lýsir á Móaskarðshnúka en austan þess er Skálafell, þar sem fjarskiptamöstur Landssímans báru við himin. Hér sveigir vegurinn austur yfir Svínadalsá (Möðruvallarétt til vinstri) og mætir austurálmu Kjósarvegs rétt sunnan við syðri brúna á Laxá. Áin fellur þarna í snotru gljúfri, (þar er Pokafoss) og norðan hennar er all víðlent skógakjarr í brekkunum suður af Sandfelli. Þar uppi í hlíðinni er Vindáshlíð, sumarbúððir KFUK. Hér fannst okkur álitlegur áningastaður, fundum fallega laut í kjarrinu neðan við veginn og herjuðum á nestið. Hér um lá hin forna þjóðleið frá Reykjavík til Hvalfjarðar. Hún lá inn Mosfellsdal og yfir lægðina innan við Mosfell. Svo inn Þverárdal, yfir Svínaskarð og norður Svínadal. Héðan lá hún svo upp brekkurnar austan við Sandfell, norður yfir hálsinn og niður Seljadal og Fossárdal til Hvalfjarðar.

Kjos-27

Mér telst til að þessi leið muni vera um 15 km. styttri en núverandi þjóðvegur, aftur á móti eru á henni tveir fjallvegir og annar nokkuð hár (Svínaskarð)! Þó hefi ég það fyrir satt að eitt sinn hafi verið uppi ráðagerðir hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli um að tengja hann við Hvalfjörð með hraðbraut og fara með hana þessa leið.
Eftir hvíldina ákváðum við að kanna dalinn til suðurs. Varð þá fyrst fyrir okkur bærinn Hækingsdalur í fallegu grónu dalverpi á vinstri hönd en til hægri bærinn írafell, sem stendur allhátt norðan undir samnefndu felli. Við þann bæ er kenndur einn magnaðasti draugur í þjóðsögum okkar, Írafells-Móri.
Þetta var uppvakningur, sem átti að fylgja sömu ættinni í 9 liði og Kjos-28svo magnaður fyrst í stað að það varð að skammta honum mat og jafnvel rúm til að sofa í. Margar furðulegar sögur eru til um klæki hans og skráveifur en líklegast er hann farinn að letjast nú orðið, enda búinn að vera á róli frá því um aldamótin 1800. Inn af þessum bæjum þrengja fjöll in að á báðar hendur og svo endar vegurinn rétt norðan við innsta bæinn, Fremri-Háls. Ógreiðfær jeppavegur mun liggja þaðan áfram suður að bænum Fellsenda og þaðan svo akfært á Þingvallaveg á Mosfellsheiði. Þessa leið létum við eiga sig en fórum til baka að Laxárbrú og svo áfram norður. Kjósin er á þessu svæði óneitanlega heldur hrjóstrug og þröngt milli fjalla norður að bænum Vindási. En þar opnast fallegur, sveigmyndaður dalur, sem Reynivallaháls skýlir fyrir norðanáttinni. Dalbotninn er samfellt fróðurlendi, þar sem Laxá liðast fram í ótal bugðum.
Kjos-30Austan undir Miðfelli (máske ætti ég að segja norðan) eru bæirnir Þorláksstaðir og Hurðarbak en kirkjustaðurinn Reynivellir fyrsti bær undir hálsinum. Þar hafa setið margir merkir kennimenn, t.d. á þessari öld séra Halldór Jónsson, sem þjónaði þar í háltfa öld og var landskunnur á sinni tíð fyrir rit störf og tónsmíðar. Nokkru utar eru bæirnir Sogn og Valdastaðir, undir hálsinum, en Káranesbæir niðri á sléttlendinu, handan við ána. Dalbotninn er um 30 m. yfir sjó, marflatur og heldur blautlendur því að framan við hann er lágur klapparás. Þar hefur Laxá sorfið sér farveg og steypist svo í fossaföllum niður hjallann, út í Laxárvog. Myndarlegur heimavistar skóli stendur þarna í hjallanum við ána.

Kjos-31

Við komum á þjóðveginn rétt norðan við brúna á Laxá og tókum stefnuna til Reykjavikur. Í dálitlum hvammi ofan vegar er félagsheimilið Félagsgarður en bærinn Laxanes niður við sjóinn. Nú höfðum við fyrir augum okkar þann hluta Kjósarinnar sem flestum er kunnur en vissum einnig af eigin raun hversu ófullkomna mynd hann gefur af sveitinni í heild. Norðan undir Eyrarfjalli eru bæirnir Eyri og Eyrarkot, sitt hvoru megin vegar og þar niður undan skagar Hvaleyri út í fjörðinn, marflöt og gróðurlítil. Mikið hefur verið rætt um bílferju þar yfir fjörðinn en litla trú hefi ég á því fyrirtæki. Það væri nær að fullgera veginn kring um fjörðinn, taka af honum beygjur og brekkur og stytta hann um leið með uppfyllingum þvert yfir grynningarnar við vogabotnana (Laxárvog, Brynjudalsvog, Botnsvog). Bærinn Útskálahamar stendur undir Eyrarf jalli nokkru utan og svo kom Kiðafell. Þar lauk ferð okkar um Kjósina, sem hafði staðið í 3 stundir og verið í senn ánægjuleg og fróðleg.
Á heimleiðinni datt okkur í hug að athuga veginn inn með Esjunni að sunnan. Hjá verzluninni Esju á Álfsnesmelum tókum við vegarslóð til vinstri austur melana og komum bráðlega að Leirvogsá, þar sem hún rennur í mjög sérkennilegu gljúfri. Vegurinn var torfærulaus inn að Grafará en þar beið okkar meiriháttar þröskuldur. Í miklum vatnavöxtum hefur áin grafið utan úr vesturbakkanum og þar endaði vegurinn í þverhnýptum, mannhæðarháum stalli. Við vorum á tveggja drifa bil og gátum því krækt fyrir þetta og slarkað austur yfir ána en ég tel útilokað að nokkur fólksbíll komist óskemmdur yfir þá vegleysu. Ef mikið er í ánni yrði það einnig ófært jeppum. Frá Grafará var mjög stirður vegur inn að Hrafnhólum en þaðan greiðfært austur yfir hálsinn á Þingvallaveg hjá Seljabrekku. Þeir, sem ætla inn að Tröllafossi verða því að aka þá leið.”

Heimild:
-Morgunblaðið, Gils Guðmundsson, Ferðaspjall, 2. ágúst 1967, bls. 15.

Kjos-21