Færslur

Reynivallasel

Í “Úrskurði Óbyggðanefndar” árið 2004 má lesa eftirfarandi um “Lýsingu Kjósarhrepps“:

Reynivellir

Reynivellir í Kjós.

“Sigurður Sigurðsson, prestur á Reynivöllum lýsti mörkum Reynivallasóknar svo árið 1840: “Takmörk Reynivallasóknar eru að norðanverðu: Botnsheiði og sá partur Hvalfjarðar, sem frá Neðra-Hálshólum liggur inn í landið fyrir norðan þann hluta sóknarinnar, er liggur fyrir norðan þann hluta sóknarinnar, er liggur fyrir norðan Reynivallaháls. Að sunnanverðu er Esjufjallið. Að austan er Sýsluhólmi, milli Hækingsdals og Stíflisdals, – hólmi þessi heitir öðru nafni Þinghólmi, og við hann skiptast sýslurnar, Kjósar- og Árnesssýsla, – og Sandafelli, fjall fyrir sunnan Laxá. Að vestan Hvalfjörður og áin Bugða fyrir sunnan Laxá.”

Botnssúlur

Botnssúlur.

Engin sóknarlýsing er til fyrir Saurbæjarsókn (innan Kjalarnesþinga) í safni Hins íslenska bókmenntafélags en Kjós vestan Bugðu er í Saurbæjarsókn.
Í fasteignamatinu 1916-1918 er að finna svohljóðandi lýsingu á Kjósarsveit: “Hún liggur milli Hvalfjarðar og Esju. Sveitarlandamerkin eru: Frá innanverðum Botnsvogi þverbeint upp á Múlafjall, eftir því austur á Botnssúlur, þaðan suður á Kjöl, vestur það fjall ofan í Kjósarskarð (Þrengsli) [Strikað yfir: um, og ofan línu skrifað með blýanti: fyrir ofan] Þórufoss, þaðan eftir suðurtakmörkum Fremra-Hálslands og Írafells vestur á Skálafell, norður yfir Svínaskarð um Smaladys og upp á Móskarðahnjúka, síðan vestur Esju til Lokufjalls að austurtakmörkum Tindsstaðalands (í Kjal.) þar (um Kerlingargil) ofan í Kiðafellsá (=Mýrdalsá), sem síðan er sveitamörk til sjávar.

Brynjudalur

Brynjudalur – Ingunnarstaðir.

Nyrzti hluti sveitarinnar er Brynjudalur, þá suðurströnd Hvalfjarðar út að Hálsnesi, norðan við Reynivallaháls. Sunnan Hálsness gengur Laxárvogur inn. Á honum er Maríuhöfn, löggilt. Austur og suður frá þeim vegi er dalur mikill, hin eiginlega Kjós, og er þar aðalbygðin, og í smádölum suður í Esjuna út úr aðaldalnum. Um miðju er Kjósardalurinn tvískiftur, því Meðalfell er þar eins og eyja í dalnum. Eyrarfell (=Kiðafell) er einnig sérstætt út móts við Laxárvog og bygð umhverfis það. Mun dalur sá, er skilur það frá Esju, rétt nefndur Mýrdalur; á það [strikað yfir: nafn] bendir bæjarnafnið Mýdalur [Eftirfarandi setningu á neðri spássíu er vísað hér inn: Nefndur Mýrdalur í fornu bréfi (Fbrs.); þá var þar kirkja.] (r-ið fallið burt?).
Sveitin á ekki upprekstarland; en margar jarðirnar eiga land til fjalls, og eru sjálfum sér nógar um sumarland, en frá hinum landþrengri er rekið í hin rúmu lönd Brynjudalsjarðanna, einkum sameiginlegt land Ingunnarstaða og Hrísakots. Reynivallakirkja á og land gott í Seljadal og vestanverðum Kili; en á síðari árum er Seljadalur bygður (1 bær).”

Litla-Sauðafell

Litla- (Syðra-) Sauðafell; sýslusteinn.

Björn Bjarnarson lýsir mörkum Kjósarsýslu þannig árið 1937: “Takmörk Kjósarsýslu landmegin eru: Frá Botnsvogi innanverðum suður og upp á (Hrísháls-) Múlann, er nú er nefndur Múlafjall, en er endi Hrísháls; þá eftir Hríshálsi sunnanverðum (þar hallar öllum vötnum norður), upp eftir Súlnahrygg og upp á Súlnatind, þá suðvestur til Sandvatns, er Brynjudalsá fellur úr (litlum spöl sunnar er Myrkavatn, er Öxará fellur úr), þá suðvestur um Kjalfjall (Kjölinn) og vestur af því ofan í efra hluta Kjósardalsins um Þórufoss í Laxá, skammt fyrir neðan Stíflisvatn, sem Laxá fellur úr, þá yfir Seldal, vestur í Rjúpnagilsbotna, þá gilið, unz gljúfur þess þrýtur hið neðra, þá yfir Syðra-Sauðafell, um Sýslustein, sem er uppi á fellinu, þá stefna til Þrívarða (nú sæluhússtóftar, er byggð var úr varðagrjótinu á miðri næstliðinni öld), …”

Heimild:
-Úrskurður Óbyggðanendar, mál nr. 3-4/2004. 31. maí 2006. bls. 25-26.

Þórufoss

Þórufoss.

Esjuberg

Í Úrskurði Óbyggðarnefndar, máli nr. 3-4/2004 um  Kjalarnes og Kjós frá 31. maí 2006 má lesa eftirfarandi fróðleik um “Landnám í Kjós“:

Kjósarhreppur

Kjósarhreppur – bæir og mörk (rauð lína).

“Landnámabók getur ýmissa manna, sem námu land á þessu svæði. Fyrstur landnámsmanna var Ingólfur Arnarson: En Ingólfr nam land milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir útan Brynjudalsá, milli
ok Öxarár, ok öll nes út.
Eins og getið er um varðandi Kjalarnes var Mýdalsá (nú Miðdalsá og Kiðafellsá) takmark landnáms Helga bjólu. Norðan Mýdalsár var landnám Svartkels hins katneska: Svartkell hét maðr katneskr; hann nam land fyrir innan Mýdalsá milli <ok> Eilífsdalsár ok bjó at Kiðjafelli fyrst en síðan á Eyri.

Kiðafell

Kiðafell.

Svartkell hét maðr; hann fór af Englandi til Íslands ok nam land fyrir innan Mýdalsá ok millum Eilífsdalsár ok bjó at Kiðjafelli fyrst en síðan á Eyri. Eilífsdalá heitir nú Dælisá eða Bugða.
Gera má ráð fyrir að landnám Svartkels hafi náð upp í Esjuna, milli upptaka Mýdalsár og Eilífsdalsár. Valþjófr, son Örlygs hins gamla frá Esjubergi, nam Kjós alla ok bjó at Meðalfelli; frá honum eru Valþjóflingar komnir.

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Valþjófr, er fyrr var getit, son Örlygs at Esjubergi, hann nam Kjós alla ok bjó at Meðalfelli. … Valbrandr hét annarr son Valþjófs, faðir Torfa, er fyrst bjó á Möðruvöllum. Þeir feðgar gerðu félag við Tungu-Odd; af því bjöggu þeir síðan á Breiðabólstað í Reykjardal hinum nörðra. Landnám Valþjófs hefur því náð yfir Kjós vestan Laxár og ofan Bugðu.
Þorsteinn, son Sölmundar Þórólfssonar smjörs, nam land milli Botnsár ok Forsár, Brynjudal allan. Hann átti Þorbjörgu kötlu, dóttur Helga skarfs; þeirra son var Refr enn gamli, er Bryndælir eru frá komnir.

Brynjudalur

Brynjudalur.

Son Þórólfs smjörs var Sölmundr, faðir Þorsteins, þess er land nam í Brynjudal á millim Bláskeggsár ok Forsár; hann átti Þorbjörgu kötlu, dóttur Helga skarfs Geirleifssonar, er nam Barðaströnd; þeira son var Refr í Brynjudal, faðir Halldóru, er átti Sigfúss Elliða-Grímsson.
Landnámugerðum ber ekki saman um mörk landnáms Þorsteins Sölmundarsonar, hvort þau miðast við Botnsá eða Bláskeggsá. Er hér komið út fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar sem náði til Brynjudalsár eins og segir í upphafi.

Brynjudalur

Brynjudalur. Tóftir Múla.

Bústaður Þorsteins Sölmundarsonar er ekki nefndur, en í Þórðarbók Landnámu segir að Refur sonur hans hafi búið í Múla. Sá bær þekkist ekki og hafa menn velt vöngum yfir líklegum stað án niðurstöðu.
Maðr hét Ávangr, írskr at kyni; hann byggði fyrst í Botni; þar var þá svá stórr skógr, at hann gerði þar af hafskip.  Ávangr hét maðr írskr, er bjó í Botni fyrstr manna, ok bjó þar allan aldr sinn; þá var þar svá stórr skógr, at hann gerði þar hafskip af ok hlóð þar sem nú heitir Hlaðhamarr. Hér er átt við Stórabotn í Botnsdal, sem á land báðum megin Botnsár. Ekki kemur fram, hversu stórt land Ávangur hefur haft til umráða. Haraldur Matthíasson telur hann hafa numið allan Botnsdal.”

Heimild:
-Úrskurður Óbyggðarnefndar, mál nr. 3-4/2004 – Kjalarnes og Kjós; 31. maí 2006.

Brynjudalur

Í Brynjudal.

Írafell

Í Vísindavef Háskóla Íslands er fjallað um örnefnið “Írafell“:

Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar).

Írafell

Írafell í Kjós.

Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess eru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli.
Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell (Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram).

Írafell

Írafell í Svartárdal.

Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953 (bls. 105-111) en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.
Helgi Guðmundsson fjallar um örnefni kennd við Íra, Breta og Pétta í bók sinni, Um haf innan (1997, bls. 198-199). Þar nefnir hann meðal annars að á Katanesi í Skotlandi sé fjall með keltnesku nafni, Cnoc an Eireannaich, sem merki ‘Írafell’, en hann telur annars óvíst hvernig eigi að túlka örnefni þau á Íslandi sem kennd séu við erlendar þjóðir.

Péttar (e. Picts) voru þjóðflokkur, sem var ef til vill ekki keltneskur að uppruna en bjó á Bretlandseyjum og átti í sífelldum útistöðum við Rómverja. Á níundu öld eða svo runnu þeir saman við Skota.”

Írafells-móra” er getið í þjóðsögum Jóns Árnasonar sbr.:

Reynivellir

Reynivellir í Kjós.

“Kort hét maður og var Þorvarðarson (1760 – 1821), bróðir séra Odds á Reynivöllum (1786-1804); hann var nefndarmaður og gildur bóndi; hann bjó lengst á Möðruvöllum í Kjós, en fluttist síðast að Flekkudal og dó þar. Kort var tvíkvæntur; hét fyrri kona hans Ingibjörg, en hin síðari Þórdís Jónsdóttir.
Ingibjörg var ættuð að norðan. Margir höfðu orðið til að biðja hennar áður en Kort, en hún synjaði öllum. Fyrri biðlarnir þóttust því sárt leiknir, er Kort fékk hennar, enn þótt hann væri þeim flestum fremri um marga hluti. Þeim svall svo þetta um hjarta, að þeir keyptu af galdramanni nyrðra að senda Kort og konu hans sendingu.

Möðruvellir

Möðruvellir í Kjós 1913.

Galdramaður valdi til þess drenghnokka einn, er sagan segir, að hafi orðið úti milli bæja; en galdramaðurinn vakti hann upp volgan eða ekki með öllu dauðan og sendi hann þeim Kort á Möðruvöllum og mælti svo um, að draugurinn skyldi fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins.

Þeir menn, sem hafa séð Móra, og þeir eru ekki fáir, hafa lýst honum svo, að hann sé í grárri brók að neðan og mórauðri úlpu fyrir bolfat, með svartan hatt barðastóran á hausnum, og er skarð eða geil stór inn í barðið upp undan vinstra auga. Af úlpunni dregur hann nafn, og því er hann Móri kallaður. Ummæli galdramannsins þykja hafa rætst helst of vel, því þegar Móri kom suður, lagðist hann að á Möðruvöllum, sem ætlað var, og gjörði þeim hjónum margar skráveifur með ýmsu móti, bæði í fénaðardrápi og matskemmdum. En engin eru dæmi til þess, að Móri hafi beinlínis drepið menn, hvorki fyrr né síðar.

Með því Móri ekki átti að hafa verið með öllu dauður, er hann var vakinn upp, þurfti hann, eins og allir slíkir draugar, mat sinn fullan. Varð því að skammta honum ekki síður en hverjum heimilismanni, bæði á Möðruvöllum og eins eftir það hann fór að leggjast að á Írafelli og fylgja Magnúsi Kortssyni, og var maturinn, sem honum var ætlaður, ávallt settur á afvikinn stað.

Möðruvellir

Möðruvellir í dag.

Þessu hafði Móri áorkað með því, að hann húðskemmdi allt í búrinu á Möðruvöllum fyrir Ingibjörgu; sat hann þar stundum uppi á búrbitunum og gutlaði í mjólkurtrogunum með löppunum eða steypti þeim niður, sletti skyri, bæði á hana sjálfa og upp um alla rafta, eða fleygði torfi og grjóti ofan í matinn, hvar sem stóð, og spillti honum með því. Af þessu tók Ingibjörg það til ráðs, að hún fór að skammta honum fullnaðarmat í bæði mál; við það lét hann mikið af matskemmdum.

Einhverju sinni bar þó svo við að gleymst hafði að skammta Móra að kvöldi dags. En um morguninn, er komið var í búrið, sáu menn, hvar hann sat, og hafði sína löppina niðri í hvorri skyrtunnu, en húkti á báðum tunnubörmunum; gjörði hann þá bæði að gutla í skyrinu með löppunum og sletta því með krumlunum. Eftir það var varast að gleyma að skammta honum.

En það var ekki maturinn einn, sem Móri þurfti; hann þóttist líka þurfa að hvílast eins og hver annar, og því er sagt, að eftir að hann fór að fylgja Magnúsi Kortssyni á Írafelli, hafi hann jafnan orðið að láta rúmflet standa autt handa honum gegnt rúmi sínu, og dugði engum öðrum en Móra að liggja í því.

Írafell

Írafell í Kjós.

Það var eitt sinn um réttaleytið, að margt fólk var komið að Írafelli og hafði fengið þar næturgisting. Seinna um kvöldið kom þangað drengur einn og beiddist húsa. Magnús kvað honum húsin heimil, en hvergi gæti hann lofað honum að liggja nema á gólfinu eða ef hann vildi annars kostar liggja í fletinu á móti rúminu sínu, og það þáði drengur með þökkum.

Þegar hann leggst fyrir um kvöldið, sofnar hann brátt; en þegar hann er nýsofnaður, fer óttalega upp á hann, svo að korrar í honum. Hrekkur hann svo upp og getur ekki sofnað væran blund alla nóttina fyrir einhverri ásókn.

Daginn eftir var vont veður, svo gestirnir komust ekki í burtu og voru svo á Írafelli nóttina eftir. En um kvöldið tóku drengir nokkrir sig til, sem áttu heima á Írafelli og þekktu Móra og höfðu oft verið í skítkasti við hann, og festu hnífa allt í kring um rúmfletið, svo oddarnir stóðu alls staðar upp af stokknum. Þá nótt svaf drengurinn vært, og þökkuðu menn það því, að Móri hefði ekki vogað að honum fyrir hnífsoddunum.”

Heimildir:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4846
-https://www.snerpa.is/net/thjod/irafell.htm (Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Jón Árnason, bls. 364-365).

Írafell

Írafell í Kjós.

Kjósarhreppur

Í “Fornleifaskráningum í Kjósarhreppi” árin 2008-2012 má m.a. lesa eftirfrandi fróðleik um upphaf og þróun nokkurra bæja í sveitarfélaginu:

Þorlákstaðir

Þorláksstaðir

Þorláksstaðir – túnakort 1917.

20 hdr 1705. Reynivellir áttu hér ítak, eldiviðargröf.
1705: “Haglítið er og landþröngt mjög, so að fyrir þann skuld verða heimamenn engið í beit að leggja, en átriðningur er mikill af annara manna peningum, bæði frá Eyjum, Hurðarbaki og Reynivöllum. Hætt er túninu mjög so fyrir snjóflóðum og skriðum … Landbrot mikið gjörir Laxá bæði á högum og engi, og bólgnar bæði áin og lækir úr fjallinu yfir mestan hluta graslendiss um vetur. Á engið, sem þó er besti kostur jarðarinnar, verður ekki sóktur heyskapur fyrir foruðum nema brúkað sje með stórerfiði.” JÁM, 413. 1840: “… þar er góður heyskapur og engi stórt, en lítið beitiland sumar og vetur.” SSGK, 257. 1917: Tún 5 teigar, garðar 1450m2.
Mestallt slétt, þýfi í túnjöðrum.

Blönduholt

Blönduholt

Blönduholt – túnakort 1917.

12 hdr 1705. Jarðarinnar er ekki getið í heimilum fyrr en 1616. Jarðabréf, 18.
Blönduholtskot; eyðihjáleiga í byggð frá um 1665 til um 1700.
1917: Tún allt sléttað 3 teigar, garðar 1280m2. “Þegar Jón Stefánsson, faðir minn, kom að Blöndholti 1891 (að mig minnir), var allt túnið karga stórþýft, utan ein stór flöt, rúm hálf dagslátta, sem búið var að slétta, hún var kölluð Stóraflöt [hún var í hallanum norðaustan við bæinn]. Hann sléttaði túnið allt með handverkfærum. Þegar það var búið, ræsti hann mýrarstykki neðan við túnið [mýrin var kölluð Veitan, hún var á milli túnsins og Stöðuls], og hafði lokið að slétta það líka, áður en vinnuvélar komu til sögunnar. Hann flutti frá Blöndholti 1935, þá orðinn gamall og mjög lúinn. Verst held ég grjótið hafi farið með hann, sem kom úr þúfunum. Það setti hann allt í garða utan við túnið. Seinni árin, sem hann var við sléttun, þoldi hann ekki að rista ofan af, en var mikið við að stinga (pæla) og þekja.” Ö-Blönduholt, 5

Þúfa

Þúfa

Þúfa – túnakort 1917.

20 hdr 1705 “Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og efnir A.M. það með hér greindum leigumála.” JJnm, 99. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja hrossabeit í landi jarðarinnar (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79). Þúfukot; hjáleiga í byggð 1705. Síðar byggt Litlaþúfa, eða Lindarbrekka.
1917: Tún 3 teigar að mestu slétt, garðar 1040m2.

Þúfukot

Þúfukot

Þúfukot – túnakort 1917.

Hjáleiga Þúfu. 1847 “Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og nefnir A.M. það með hér greindum leigumála.
1802 segir, að á Þúfukoti hafi verið sú kvöð til forna, að hafa 12 hesta til beitar frá Reynivalla kirkju.” JJnm, 99
1917: Tún 2,4 teigar rúmlega hálft sléttað, garðar 700m2.

Eyri (Hvalfjarðareyri)

Eyri

Eyri og Eyrarkot – túnakort 1917.

40 hdr. 1705. 30 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðinni. Landnámsjörð Svartkels, sem fyrst bjó að Kiðafelli en flutti síðar að Eyri.
1198 er jarðarinnar getið í Sturlungu þar sem rætt er um Ketil Eyjólfsson og Ljót son hans er þar bjuggu. Sturlunga I, 235.
Elsta heimild um kirkju á Eyri er í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200. (DI XII, 9)
Næst er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju um 1220: “[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund;” (DI I, 402).
1315: “Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær” (DI II, 404). Enn er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1315: “[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd;” (DI III, 32) Síðan er kirkjunnar getið í máldaga sem hefur verið tekinn saman einhverntíma á árunum 1491-1518: “Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. … Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa.” (DI VII, 54) 1569: Biskup selur jörðina fyrir Kirkjuferju í Árnessýslu. Hvor jörð 30 hdr en 10 hdr í heimalandi er kirkjueign. (DI XV, 312-314)
“Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.” Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 eru 4 býli á jörðinni, eitt með upprunalega nafninu, annað nefnt Þorkelskot eftir ábúandanum og síðan Efrakot (8 hdr) og Neðrakot (5 hdr) sem hvorugt er talin hjáleiga. Síðan er þar ein hjáleiga, Blómsturvellir í ábúð 1705. JÁM III, 393-394. Hjáleigur 1847; Eyrar-Uppkot og Eyrar Útkot. Heimajörðin var lögð undir Eyrar-Uppkot. HJ: Ljósmyndir I, 66
1705: “Hætt er fyrir snjóflóðum og skriðum bæði túnum, högum, engjum og húsum og hefur nýlega þar á skaði orðið bæði túni og engi. JÁM III, 395.
1917: Tún 2 teigar að mestu sléttað, garðar 350m2. Uppkotið virðist sameinað heimajörðunni 1917.

kikja

Eyri

Eyri og nágrenni – kort 1908.

c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9
[um 1220]: [í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund; Máld DI I 402 [Saurbæjar].
[1315]: Eyre Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær; Máld DI II 404 [gæti vel verið Árni mildi, Þá öld yngra].
[1315]: [til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd; Máld DI III 32 [Saurbæjar – ekki er ljóst hvort sérákvæðin um tíundina eiga við um Eyri, líklega ekki].
[1491-1518]: Eyrar maldagi j Kios. Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. Jtem ein gaumul messuklædi sterk. Jtem iij smakluckur. Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa. Máld DI VII, 54 [AM 238 4to, bl. 124 (Bessastaðabók)]
17.5.1765: Bænhús á Eyri lagt niður; (PP, 113) [konungsbréf].
1705 segir í Jarðabók Árna og Páls: “Hjer er hálfkirkja, og embættaði þá fólk er til sacramentis hjer heima og af næstum bæjum hjer fyrir innan, sem enn lengra eiga að sækja til Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi, og þjónar presturinn Sr. Páll Sveinsson þessari hálfkirkju ásamt Saurbæjar og Brautarholts kirkjum.” “Kirkjugarður er neðan Eyrarhóls. Nú er búið að slétta hann.

Eyrar-Uppkot (Efrakot)
1705 eru 4 býli á jörðinni, Efra kot er talið býli, ekki hjáleiga, dýrleiki 8 hdr. Hjáleiga Hvalfjarðareyrar. “Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.” Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
1917: Tún 4 teigar, garðar 720m2, virðist sameinað heimajörðunni 1917.

Eyrar-Útkot (Neðrakot)
1705 eru 4 býli í byggð á Eyri, Neðrakot (5 hdr) eitt af þeim ekki talið hjáleiga. Hjáleiga Hvalfjarðareyrar. “Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.” Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
1917: Tún 2 teigar meira en 1/2 sléttað, garðar 760m2.

Útskálahamar

Útskálahamar

Útskálahamar – túnakort 1017.

16 hdr 1705.
1917: Tún 4,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 580m2.

Kiðafell

Kiðafell

Kiðafell – túnakort 1917.

16 hdr 1705. Býlið Ós í landi jarðarinnar, byggt um 1856. Landnámsjörð Svartkels sem settist þar að fyrst en flutti síðar að Eyri.
1917: Tún 4,9 teigar, að mestu sléttað (á síðustu 15 árum), garðar 700m2.

Bær

Bær

Bær – túnakort 1917.

16 hdr 1508/1705. 1508 er jarðarinnar getið í sölubréfi er jörði er seld fyrir 8 hundruð í lausafé, á liggur jörðin í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 207.
1847 er hjáleigunnar Litlabæjar getið.
1705: “Úthey eru mjög ljett, so að valla eru fóðurgæf þaug bestur. Hætt er fyrir foruðum, torfgröfum og holpytta lækjum.” JÁM III, 399. 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 1600m2.

Meðalfell

Meðalfell

Meðalfell – túnakort 1917.

60 hdr. 1705. Bændaeign. 60 hdr. 1847. Landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar.
Kirkju í Meðalfelli er fyrst getið um 1200 í kirknaskrá Páls biskups. (DI XII, 10).
Næst er kirkjunnar getið í máldaga frá um 1367: “xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu.”( DI III, 219) Máldagi kirkjunnar hefur varðveist í Vilchinsbók frá 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.” (DI IV, 115-116)
1473: Jörðin nefnd í bréfi. DI V, 728.
1512: Jörðin nefnd í bréfi. DI VIII, 410. 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV,
633-634) Meðalfellskot; hjáleiga 1705, einnig eyðihjáleiga nefnt Dæliskot. Hjarðarholt nýbýli frá 1905.
1705: “Hætt er túnunum mjög fyrir fjallskriðum og verður oftast árlega þar af skaði, sem með stórerfiði þarf að umbæta.” JÁM III, 408.
1840: “… liggur þar við undir hálsendanum að sunnanverðu, þar er stórt tún, engi á Laxárdalsbökkum, landslítið heima, en því meira á Meðalfellsdal, hvar haghús er brúkað.” SSGK, 257.
1917: Heimatún og austurtún 11,1 teigar, garðar heima 950m2. Allt slétt. “Meðalfell á engjar í Laxárdalnum með fram ánni að sunnan, á alllöngum kafla.” Ö-Meðalfell, 6

kirkja

Meðalfell

Meðalfell.

c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 10
[1367]: xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu. þetta ber alltt saman vid Vilchinsbok. vtann Vilchinsbok er fyllre; Hítardalsbók DI III 219 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. [+mannshlut í Laxá] Þar skal vera heimilisprestur og messa hvern helgann dag og j ollumm ix lestra holldum. Hvern dag vmm Langafostv oc Jolafostv oc ij daga j viku Þess j millumm. Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur. kirk[iu] messa krossmessv a haustid portio Ecclesiæ vmm xiiij ar ixc. fiell þar nidur af cc; Máld DI IV 115-116.
1575: Máld DI XV 633-634.
[1600]: Kyrkiukugillde j kios. … A medalfelli vj. kyrckiu kugilldi … JS 143 4to, bl. 374.
12.8.1808: Meðalfellskirkja lögð niður; (PP, 114) [konungsbréf Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Kirkjustaður og er annecteruð með Reynivalla sókn.” Merki kirkju og kirkjugarðs sjást ennþá 20-30 m suðaustan við íbúðarhúsið á Meðalfelli. “Suðaustan við bæinn er Kirkjugarðurinn. Fyrir austan hann er Kirkjugarðsflötin, austur að skurðinum og niður að vegi, sem liggur þar austur túnið,” segir í örnefnaskrá.

Meðalfellskot

Meðalfell

Meðalfell – kort 1908.

Hjáleiga Meðalfells í byggð 1705. Kominn í eyði 1917, þá er bæjarstæðið sléttað 1840: “Hefir land nokkuð heima, og á Meðalfellsdal haghús, en engið á Laxárbökkum; sæmileg heyskaparjörð.” SSGK, 257.
1917: Tún kotsins 4,6 teigar, garðar 1020m2.
Bæjarstæði Meðalfellskots var sléttað 1917 skv. túnakorti. Sennilega hefur síðasti ábúandi þar verið Þórður Edilonsson sem getið er í ritinu Kjósarmenn. Hann bjó í kotinu frá 1900-1904 en fluttist þá til Hafnarfjarðar.
Samkvæmt túnakorti frá 1917 stóð bærinn um 380 m austar en Meðalfell. Hann stóð þar sem nú er vel sléttað tún ofan við þjóðveginn meðfram Meðalfellsvatni á milli tveggja skurða.
Vel sléttað gróið tún. Fjallið Meðalfell er norðan megin við það en Meðalfellsvatnið er sunnan megin við það. Engar leifar af bæjarstæðinu sjást. Samkvæmt Gísla Ellertssyni stóð bærinn þar sem nú er smá ógróinn malarblettur í túninu. Þar kemur stundum upp grjót. Ekki vottar fyrir teljandi hólmyndun á þessum stað. Fyrir framan eða sunnan íbúðarhús var kálgarður samkvæmt túnakorti frá 1917 en hann er líka horfinn. Þess má geta hér að sennilega hafa öll útihús í austanverðu túninu, verið nytjuð frá Meðalfelli þegar túnakortið var teiknað árið 1917, enda Meðalfellskot þá komið í eyði fyrir nokkuð löngu.

Eyjar

Eyjar

Eyjar – túnakort 1917.

40 hdr. 1705. Bændaeign. 40 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðunni.
Kirkjunnar á Eyjum er fyrst getið í máldaga fram því um 1180: ” Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal.” (DI I 267). Í máldaga kirkjunnar frá um 1367 segir: “xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal.” (DI III, 21°9) í Vilcinsmáldaga er textinn svipaður.
1397: “a xc j landi oc skog j Svijnadal.”( DI IV, 116)
Hjáleigur 1705 Eyjahóll og Hvassanes (í eyði frá því snemma á 18. öld) báðar í byggð, Gróukot hjáleiga í eyði frá um 1645 og önnur nafnlaus eyðihjáleiga einnig í eyði frá um 1645. Eyjahóll; hjáleiga 1847, í sömu ábúð og Eyjar frá 1888.
Á túnakorti er einig nefnt Hólahúsatún sem virðist vera í byggð 1917.
1705: “Engjum spilla skriður úr fjalli, en túnunum bæði og engjunum vatnságángur af á, sem nærri rennur með aur og grjóti og landbroti. Hætt er kvikfjenaði fyrir foruðum. Búfjárhögum spilla skriður.” JÁM III, 405.
1840: “… á þýfði láglendi, hefir stórt tún, engi víðslægt en heimaland minna, útbeitarlítið á vetrum; jörðin á Eyjadal.” SSGK, 257.
Tvíbýli 1917: Tún alls 10,79 teigar, garðar 2000m2.

hálfkirkja

Eyjar

Eyjar.

[1180]: Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal. buning sinn allan i tiolldom oc alltara klæþom. krosom oc kloccom oc kertisticom. oc þat er at skylldo þarf til guþs þionostu at hafa. þa er messo scal syngia. fyrir þat vtan er prestr hefir meþ ser. þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom. scildr til paska dagr oc kyndil messa. kavpa hundraþe alna. Heima tivnd oc lysa of vetrinn of nætr þa er svngit er oc fyrir allar log hatiþer. [Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan. oc kaupa slico kaupe sem biskup vill; Máld DI I 267 (frá [ yngri viðbót?)
[1367]: xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal. les Vilchinsbok; Hítardalsbók DI III 219 1397: a xc j landi oc skog j Svijnadal. Þar skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv. Þar skal lvkast c presti. tekzt heimatiund lysa vmm vetrinn vmm nætur þa er sungid er oc firir allar hatijder; Máld DI IV 116. Hluti af bæjarhól Eyja, horft í suður á hlaðinu í Eyjum I.
1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 63, 65} Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Hjer segja menn að til forna hafi hálfkirkja verið, en enginn minnist, að það hús hafi uppi verið nje tíðir fluttar og við öngvan þykjast menn talað hafa, sem það mundi.”

Flekkudalur (enn efri)

Flekkudalur

Flekkudalur – túnakort 1917.

40 hdr 1705, þá tveir bæir. JÁM III, 403.
1483: Jarðarinnar getið í sölubréfi, þá kaupir Margrét Vigfúsdóttir 10 hdr í Flekkudal, þá í Reynivallakirkjusókn, DI V, 800.
1847: 40 hndr. Bændaeign. Í Jarðatali Johnsens segir einnig: “Báðir Flekkudalir eru þángað til 1802 taldir saman. Prestur nefnir Efri- og Neðri-Flekkudal, með 1 ábúenda hvorn, en sýslumaður 1 Flekkudal, einsog líka prestur, Grjóteyri, sem engin jarðabók getur um, en máske er það sama sem jarðabækurnar kalla Neðri-Flekkudal, hvarámóti prestur að líkindum aðgreinir býlin á Flekkudal sjálfum (enum efri), í Efri- og Neðri Flekkudal, því sýslumaður telur 1 Flekkudal 25 h., en Grjóteyri 15 h. Að dýrleika, alls 40 h., einsog jarðabækurnar.” JJ, 100.
1705: “Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.” JÁM III, 403.
1840: “… hefir fallegt tún,
ekki mikið ummáls, engi nokkuð til hlítar og veitiland á dalnum um sumar, en minnni útbeit vetrar.” SSGK, 257.
Túnakort 1917: Tún 5,5 teigar allt slétt, garðar 1000 m2.

Flekkudalur

Flekkudalur og nágrenni – kort 1908.

Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Er Guðni [Ólafsson 1935 til a.m.k. 1949] að bæta jörðin, með stækkun og umbótum á túninu og með uppþurrkun með skurðgröfu með fyrirhugaða frekari túnrækt.”
1847: “Hve mikinn fénað prestsetrið Reynivellir framfæri, skýrir prestur eigi frá, en segir, að 5 kúg. fylgi heimajörðunni, og að túnið sé undirorpið skemmdum af snjóflóðum og aurskriðum, ef eigi árlega er við gjört með mannafla og kostnaði. Staðurinn á rétt til móskurðar og skóg til kola á Vindási, svo og skógarreit í Reynivallatúngum í Skoradal, en óvist var (1839) hvort hann á laxveiði í Laxá, sem eigi heldur í mörg undanfarin ár hefir verið notuð.” JJ, 104-105.
1917: Tún 6,7 teigar auk grafreitar 0,17 teigar. Túnin slétt og greiðfær. Garðar 1500 m2.

kirkjugarður – kirkja
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: “Reineveller, var beneficium og kirkjustaður. Er nú heimabærinn aldeilis eyðilagður af snjóflóðum og skriðum, so ekkert bæjarhús stendur eftir. Kirkjan og kirkjugarðurinn stendur enn nú, þó í stórum háska, samt eru þar tíðir fluttar. Er í staðinn þessa beneficii er sóknarprestinum, sem nú er Sr. Torfi Halldórsson, af sál. Kóngi Friðrik 3ja gefin til bústaðar jörðin Vindás 1664.” Kirkjan á Reynivöllum stóð áður inni í kirkjugarði, um 190 m NNV við nýja bæinn en rétt suðvestan við elsta þekkta bæjarstæðið á Reynivöllum. Kirkjan, sem byggð var 1859, var færð úr garðinum (fyrir 1917), í um 100 m til suðausturs þar sem hún stendur nú.

Flekkudalur – Grjóteyri

Grjóteyri

Grjóteyri – túnakort 1917.

Til 1802 voru Flekkudalir taldir en jörð. Jörðin nefnd Flekkudalur neðri og Grjóteyri í heimildum en jörðin heitir nú Grjóteyri.
1705: “Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.” JÁM III, 403.
1840: “… ekki stór heyjajörð, lík hinni hvað landkosti snertir ..” SSGK, 257. 1917: Tún 5,6 teigar garðar 580m2.

Sandur

Sandur

Sandur – túnakort 1917.

10 hdr 1705. 1687 er jörðin seld og er á 10 hdr. Jarðabréf, 20. Bærinn var færður fyrir 1705 vegna skriðu og vatnsfalla. Austurkot nefnt í örnefnaskrá.
1705: “Tún eru nær engin , því öll hin fornu eru eyðilögð af skriðum og vatni og varð fyrir þeim háska bærinn af honum fornu tóftum að færa. Landþröng er mikil. Á hin sama brýtur árlega og fordjarfar engið, túnið og það lítið, sem verið er að rækta. Ekki má óhætt kalla bænum þar sem nú er hann fyrir skriðum og snjóflóðum. Sandfjúk spillir túni og engjum.” JÁM III, 404.
1840: “Túnið er ekki mikið, engi nokkurt, land til sumarbeitar
nóg, en lítið um vetrartíma.” SSGK, 257.
1917: Tún 3,5 teigar, mestallt slétt, garðar 1100m2.

Möðruvellir

Möðruvellir

Möðruvellir – túnakort 1917.

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415.
Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: “Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.” JÁM III, 415. “Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.” SSGK, 256.
1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. “Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.”

Írafell

Írafell

Írafell – túnakort 1917.

20 hdr 1705, 1/2 konungseign. Bændaeign (áður konungseign). 20 hdr. 1847. Tvíbýli á jörðinni. Bænhús var á jörðunni.
1705 er nefnd eyðihjáleigan Fornaskjól. Ónafngreind eyðihjáleiga nefnd í örnefnaskrá. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: “Snjóflóð og skriður granda högum og engi, þó meir á kóngsins parti.” JÁM III, 417.
1840: “Heyskaparjörð allgóð og á mikið og gott land bæði til fjalls og láglendis um hæðir og mýrarsund …” SSGK, 256.
1917: Tún 5 teigar, garðar 1500m2. “Túnið mest alt sléttað á síðustu 20 árum, heldur sérvel.” Túnakort.

þjóðsaga – legstaður

Írafell

Írafell – bæir og nokkrar minjar.

“Írafellsfjall, sem bærinn stendur undir. Á því eru þessi örnefni: Kýrdalsklettur (klettagnípa sunnan í miðri fjallsbrún), og vestur frá honum eru Stigabrekkur upp undir fjallsbrún. Ír[a]dalur er vestast á háfjallinu. Þjóðsaga segir, að þar sé frumbyggi Írafells (Íri) dysjaður. Vestur af fjallinu eru Axlir,” segir í örnefnaskrá. Litlu norðaustan við gróna skriðu úr vestanverðu fjallinu er lítið dalverpi uppi á brún fjallsins, grasi gróið. Fyrir miðju er stallur og þar framan við er sefgras og engjagróður því sem næst fram á brún, en þurrt. Dældir eru í dalverpinu en engin sýnileg merki um legstað. Þessi staður er um 500 m norðaustan við bæjarstæði.

Gullkistuhóll – þjóðsaga

Írafell

Írafell – Gullkistuhóll.

“Austan við Stóraflóa er Brúarhlaðaás og Brúarhlaðaeyrar. Vestast á þeim er Gullkistuhóll. Þjóðsaga segir, að þar hafi Íri grafið gull sitt o. fl. Þrisvar sinnum hefir verið grafið í hólinn (síðast 1909 af Reykvíkingum) og ekkert fundizt. Austan til á miðjum Brúarhlaðaeyrum er Svartiskúti.
Suður frá honum (norðan í áðurnefndum Öxlum) er Gildurás,” segir í örnefnaskrá.
Gullkistuhóll er skammt ofan við þjóðveginn suður af Brúarhlaðaási, um 1,2 km norðan við bæ.
Hóllinn er lágur og liggur gömul leið fast við hann og yfir hann að hluta. Norðan og norðvestanvert á hólnum er gróðurlaus melur og flagmói en annarsstaðar vex mosi og lyng. Nokkuð þýft er á gróna hlutanum. Vestan við hólinn er mýrlent, sunnan við hann eru hólar og hæðir og norðan og austan við hann eru grónar áreyrar.
“Magnús telur að enginn núlifandi maður geti bætt þessa skrá og staðfesti hann hana, en lét þess þó getið í sambandi við gröft í Gullkistuhól, að Magnús í Stardal hafi líklega stjórnað uppgreftinum 1909. Og sagan segir að þeim er unnu þetta verk hafi sýnst Hækingsdalsbærinn standa í björtu báli. En Hækingsdalur er eini bærinn sem sést af Gullkistuhól,” segir í viðbótum við örnefnaskrá. Ekki eru greinileg merki þess að grafið hafi verið í hólinn en það hefur eflaust átt þátt í því að gróður er horfinn á köflum, auk vegagerðar. Hóllinn er um 25 x 20 m, liggur norðaustur-suðvestur.

Neðri-Háls

Neðri-Háls

Neðri-Háls – túnakort 1917.

Pr. lénsjörð. 30 hdr. 1847. 30 hdr. 1705, jörðin gefin presti sem þjónar Seltjarnarnesi. Bænhús er talið hafa verð á jörðinni.
1468: Jörðin er nefnd í vitnisburðarbréfi. DI V, 516.
1705 er Ullarhóll eyðihjáleiga og einnig er greint frá meintu býli sem nefnt er Arnakot en ekki þótti ljóst hvort þar var býli eða ekki.
1917: Tún 8 teigar, garðar 1450m2.
1840: “… jörðin hefir þó grasgefið tún, víðslægt engi og notagott beitiland vetur sem sumar.” SSGK, 255.

Hvammur

Hvammur

Hvammur – túnakort 1917.

60 hdr. 1570, 1712. Bændaeign. “Hvamm-Þórir nam land á millum Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref inn gamla um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalur er við kenndr; sú kvíga hafði horfit Þóri fyrir longu, en sú kvíga fannsk í Brynjudal, þar er Refr átti land, ok fjórir tigir nauta með henni, þeirra er oll voru frá henni komin ok höfðu gengit sjálfala úti; því kenndi hvor tveggja sér nautin. En Þórir fell fyrir Ref með átta manna, þá er þeir borðusk hjá hólnum þeim, er síðan eru kallaðir Þórishólar.” Landnámabók, ÍF I, 56-59. Hvamms er einnig getið í Harðar sögu – ÍF XIII, 65, 86-70 og 79.
Í Sturlungasögu er getið Jörundar hins mikla úr Hvammi en hann var með Þorleifi í Görðum í Bæjarbardaga 1237 og má ráða af samhengi að hann hafi verið fyrirliði manna úr Kjós og Hvalfirði. Eftir bardagann var rænt í Saurbæ og Hvammi og bendir það til að búið í Hvammi hafi þá verið með hinum stærri í héraðinu. – Sturlunga saga I, 405 og 407.
Elsta heimild um kirkju í Hvammi er í Hítardalsbók frá 1367 – DI III, 21°8. 1397 átti kirkjan Hvammsey auk sex kúgilda – DI IV, 118 sbr. 1497 – DI VII, 375. Kirkjan var hinsvegar vígð 1502 og er vígslumáldagi hennar frá því ári varðveittur. Þar kemur fram að kirkjan hefur eignast skógartungu í Skorradal. Í tilefni af vígslunni var leyfi gefið til að vígja saman hjón, skíra börn og leiða konur í kirkju eftir barnsburð. Þá vígði Stefán biskup sérstaklega líkneski Lúkasar guðspjallamanns og verndardýrlings kirkjunnar og gaf hverjum þeim 40 daga aflát sem bæri líkneskið í skrúðgöngum, sem voru hluti af helgihaldi í kaþólskum sið, eða gerði kirkjunni nokkuð gagn – DI VII, 609-610.

Hvammsvík

Hvammsvík.

Í máldaga frá 1570 er þess getið að jörðin var 60 hdr að dýrleika – DI XV, 632. Á seinni hluta 16. aldar bjó í Hvammi Hannes Ólafsson lögréttumaður (kemur við skjöl á árabilinu 1565-1590) og eftir hann sonur hans Jón, sem var líka lögréttumaður og hreppstjóri í Kjósarhreppi og stóð í margskyns málastappi á alþingi á árunum 1619-1662. Sonur Jóns hét Ólafur og mun hafa búið í Hvammi eftir föður sinn en um 1700 höfðu börn Ólafs erft hann og jörðina og voru þá 5 systkin eigendur að Hvammi, en Hvammsvík var orðin sérstök eign sem gengið hafði úr ættinni fyrir miðja öldina þegar Ólafur Hannesson, bróðir Jóns lögréttumanns, seldi 12 hundraða erfðahlut sinn Brynjólfi biskupi í Skálholti – JÁM III, 431, 433. JÁM XIII, 70-71, 74-76, 85. Eitt systkinanna, Eyjólfur Ólafsson, sem var húsmaður á Akranesi lýsti því með bréfi hinn 13. mars 1709 að hann ætti fimmtung í Hvammi sem væri alls 60 hundraða jörð. Eyjólfur segir að hann fái nú jarðarhluta sinn varla byggðan „nema til hýsingar fátækra sveitarómaga og tíundargjalds þeim, sem búa á hinum hluta jarðarinnar. Eyjólfur getur um hálfkirkjuna og segir að Hvammsey, sem liggi undir kirkjuna, hafði áður verið slægjuland en að nú spretti lítið gras á henni “eða nær að segja ekkert”. Hann getur þess einnig að skógarítakið, sem kirkjunni er eignað, sé í Skógartungu í Vatnshornskógi í Skorradal – JÁM XIII, 70-71. Í JÁM er dýrleiki allrar jarðarinnar sagður vera 60 hundruð, en af þeim er hjáleigan Hvammsvík metin á 12 hundruð. Þá var tvíbýli í Hvammi en bóndinn í Hvammsvík leigði auk þess 4 hundruð af Hvammi og hafði þannig alls 16 hundruð af jörðinni undir bú sitt. Þessi skipting milli jarðanna hélst óbreytt fram á 19. öld en í skýrslu sýslumanns frá 1840 er Hvammur þó aðeins talinn vera 40 hundruð og Hvammsvík þeim mun meira eða 20 hundruð – JJ, 101.
1705 eru nefndir Naglastaðir, sem þá voru tóftir langt innan landamerkja, og tómthúsið Ásmundarstaðir, sem hafði verið í eyði í meira en tuttugu ár. Ekkert er vitað um byggð á Naglastöðum og eru tóftir þeirra ekki þekktar en Ásmundarstaðir hafa verið innantúns og mögulega orðið til um svipað leyti og Hvammsvík.
Eftir 1780 átti Páll Jónsson, hospitalshaldari í Gufunesi með meiru, meirihluta jarðarinnar að því er virðist um alllangt skeið en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíma búið þar – Alþ. Í. XVI, 397, 399-400, 524, 530; XVII, 140. Kirkjan í Hvammi var tekin af með konungsbréfi 17. maí árið 1765 – Sveinn Nielsson: Prestatal og prófasta, 114. Skógurinn sem kirkjan átti í Skorradal mun þá hafa lagst undir jörðina en í jarðabók frá 1804 er getið um hann.
1840: “… þar er þýft og tyrjótt tún, arðlítið , mýrarengi víðslægt og landrými allgott og vetrarhagabeit.” SSGK, 255.
1847 bjuggu þrír leiguliðar í Hvammi auk eins í Hvammsvík.

Hvammsvík

Hvammsvík

Hvammur og Hvammsvík.

Var hjáleiga frá Hvammi, sjálfstætt býli 1847. Talið er að Jón Marteinsson muni fyrstur hafa byggt í Hvammsvík, en hann eignaðist jörðina í makaskiptum við Brynjólf biskup fyrir Eystra-Miðfell á Hvalfjarðarströnd um 1660. Þessi jarðarhluti mun vera þannig til kominn að 12 hundruð úr Hvammi voru erfðahluti Ólafs Hannessonar, bróður Jóns lögréttumanns í Hvammi, sem hann fékk eftir föður sinn 1609. Ólafur seldi síðan Brynjólfi biskupi hlutann og það mun hafa verið þá eða í tíð Jóns Marteinssonar sem Hvammsvík varð að sérstöku býli.
Í jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur fram að sr. Oddur Árnason á Kálfatjörn hafði átt jörðina til 1702 en þá hafði eignast hana Markús Brandsson á Vatnsleysu. Þáverandi ábúandi í Hvammsvík leigði einnig hluta af Hvammi og hefur Hvammsvík því ekki verið að neinu leyti minna bú en Hvammur þar sem var tvíbýli og jafnan síðan. 31.7.1749 selur Þórdís Halldórsdóttir Kort Jónssyni lögréttumanni Hvammsvík fyrir 12 hundruð með 2 ½ kúgildi – Alþ.Í. XIII, 472. Ári síðar eða 15.7.1750 er lýst fyrir hönd Herdísar Hallvarðsdóttur brigð í 12 hundrð í jörðinni Hvammi, kölluð Hvammsvík, og framboðnir peningar til innlausnar hennar – Alþ.Í. XIII, 475. 24.5.1792 gefur Solveig Kortsdóttir syni sínum sr. Oddi Þorvarðssyni hjáleigu í Hvammi í Kjós, Hvammsvík nefndri, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi, henni til uppiheldis fyrir lífstíð – Alþ.Í. XVI, 95. 3.1.1795 selur sr. Oddur Þorvarðsson Guðmundi Þórðarsyni jörðina Hvammsvík, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi – Alþ.Í. XVI, 235. Hvammsvík var jafnan talin 12 hundruð af dýrleika Hvamms, en 1840 telur sýslumaður hana 20 hundruð. Þó Hvammsvík væri aldrei svo vitað sé eign sömu aðila og áttu Hvamm eftir 1609 fyrr en á 20. öld þá voru formleg landaskipti aldrei gerð milli jarðanna og var beitilandi óskipt á milli þeirra. Ábúendur á jörðinni urðu að flytja af henni á árunum 1943-45 á meðan hersetulið var á staðnum. (HJ Ljósmyndir I, 28).
1712: Yfir tún hjáleigunnar fauk skel og sjávarsandur og engi hennar þóttu nær eyðilögð af skriðum.

Hurðarbak

Hurðarbak

Hurðarbak – túnakort 1917.

20 hdr 1705, Meðalfellskirkjueign. JÁM III, 411. 1847: 20 hndr. Bændaeign. JJ, 99.
Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: “a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.” DI IV, 115-116. “Snjóflóð féll á bæinn 1699 og tók fjós og fé.” Hannes Þorsteinsson segir nafnið eiga að vera Hurðarbak en ekki Urðarbak eins og áður hafði verið lagt til að væri upprunaleg mynd þess.
HÞ: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: Selstöðu í Meðalfellsland þarf með þágu að þiggja eður betala verði, því að búfjárhagar eru að mestu eyðilagðir af skriðum, og neyðast því ábúendur til að beita engi sitt geta þó ekki við varað að peningur gángi á Meðalfells og Þorláksstaða engi. Túnin eru merkilega fordjörfuð af snjóflóðum og skriðum, og er fyrir hvörutveggja þessum jafnan yfirhángandi voveiflegur mannháski manna og fjenaðar, gjörist og árlega í næstu 20 ár hjer af mein og skaði, og kostar það ábúendur stórerfiði sjerhvört ár og moka skriður, og hefur landsdrottinn það hingað til öngvu launað. Landþröng hin mesta.” JÁM III, 411.
1840: “Þar er heyskapur allgóður, en mikið lítið beitiland og ekkert mótak.” SSGK, 257.

Hurðarbak

Hurðarbak.

Túnakort 1917: Tún 5,4 teigar, garðar 2.160 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Túnið girti hann [Sveinbjörn Guðmundsson 1906-1939] með netgirðingu. … En sjerstaklega gott verk gerði hann [Gunnar Holm 1939-1946] á Hurðarbaki með því að láta sljetta árbakkana (Laxár) í Hurðarbakslandi og yfirhöfuð engjarnar þar og Hurðarbaksnes, og er svo komið, að engjarnar mestallar að Hurðarbaki eru orðnar vjeltækar og fjótunnar og ná yfir mun stærra svæði en í tíð Sveinbjarnar Guðmundssonar. Gunnar fjekk sjer dráttarvjel til heimilisnota og fjekk hann hana viðeigandi greiðu og með þeim tækjum eru engjarnar að Hurðarbaki ákaflega fljótslegnar. Venjulega eru engjarnar á Hurðarbaki mjög grasgefnar, en Gunnar bar mikið á þær af útlendum áburði og eru þær nú [1949] í fremstu röð. Einnig bætti hann heimatúnið allmikið og stækkaði það nokkuð.”

Morastaðir

Morarstaðir

Morarstaðir – túnakort 1917.

16 hdr 1705, konungseign. JÁM III, 389. 1847: 16 hndr. Kirkjueign. JJ, 99.
1705: “Landþröng er mikil. Skriður spilla úthögum. Hætt er peníngi fyrir fornum torfgröfum.” JÁM III, 389-390.
Túnakort 1917: Tún 3,2 teigar, að mestu slétt, garðar 600 m2. Í bókinni Ljósmyndir eftir Halldór Jónsson segir: “Þegar Einar [Jónsson] byrjar búskap [1908] á Morastöðum, hefir hann tjáð mjer, að túnið hafi gefið af sjer 120 hesta, en nú [1949] með nýræktinni um eða yfir 500 hesta, er bezt lætur. Er nú Morastaðatúnið að mestu orðið sljett og vjeltækt. Meir en helmingur af ræktuðu landi er nú túnauki, gerður í tíð þeirra feðga. … Þegar Einar kom að jörðinni, voru engar girðingar til, en nú er túnið girt með netgirðingu og nokkuð af engjum, röskir tveir kílómetrar.”

Eilífsdalur

Eilífsdalur

Eilífsdalur – túnakort 1917.

20 hdr. 1705, Eilífsdalskot 1/4 jarðarinnar 1705 þá í byggð. JÁM III, 399, 400. 1690: 20 hdr. jörðin seld fyrir 60 hdr í lausafé. Jarðabréf, 21.
Í Kjalnesinga sögu segir: “Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes millum Leiruvágs ok Botnsár ok bjó at Hofi á Kjalarnesi. … Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau, sem hann hafði numit; hann fékk Þrándi á Þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á Tindsstöðum ok þar hverjum, sem honum þótti fallit vera.” ÍF XIV, 3.
Nafnið Eilífsdalur kemur fyrst fyrir um 1220 í máldaga Saurbæjarkirkju: “[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund;” DI I, 402.
1352: Á Reynivallakirkja lambahöfn í Eilífsdal. DI III, 70-71.

Eilífsdalur

Eilífsdalur.

1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516. [1478]: Á Reynivallakirkja lambabeit í Lambatungum í Eilífsdal. DI VI, 178-179. 1847: 20 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
1705: “Engið er fordjarfað af skriuðum, en túnin brjóta árlega tvær ár, sem hjá þeim falla, er og háksi af þessum hvorutveggjum skaða jafnlega. Sandfjúk grandar ogso túnunum.” JÁM III, 401.
Túnakort 1917: Tún 5,4 teigar, garðar 540 m2. Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: Engir voru kartöflugarðar í Eilífsdal, er hjer var komið sögu [1899-1912]. Kvað Oddur [Andrjesson], að reynt hafi verið að rækta kartöflur, en eigi lánazt vegna þess, hve jarðvegur er leirborinn þar sem til var sáð, og meiri hætta á næturfrostum þar í fjallakví að heita mátti. Fyrir allmörgum árum [texti skrifaður 1949] hefir þó verið hafizt handa í Eilífsdal um kartöfluræktun, en nokkuð fjær bænum, og gefizt yfirleitt allvel, enda í betri jarðvegi fyrir þann jarðargróða en heima við bæinn. … Í tíð Þórðar Oddssonar [1912-1941] var túnið girt með netgirðingu, en á árinu 1946 endurbættu bræðurnir [Oddur og Þorkell Þórðarsynir] girðinguna og stækkuðu hana, þannig, að hún nær um tún og engjar og er þa ð gott og mjög þarft verk.”

Fremri Háls (Litli Háls)

Fremri-Háls

Fremri-Háls – túnakort 1917.

12 hdr 1705. Eyðibýli 1705 voru Sauðafell, Möngutóftir (Margrétarkot) og Hulstaðir. JÁM III, 418. 1847: 12 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
Hannes Þorsteinsson: Fremri-Háls réttnefni. HÞ:”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi”, Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: “Túnin eru stórlega fordjörfuð af skriðum og enn hætt við meiri skaða bæði bænum og túnum, mönnum og fjenaði. Engjar öngvar í vissum stað, nema hvað slegið er vítt og dreift í heiðarlandi, og þó ekki í sama stað nema annaðhvört ár. En þær engjar, sem áður voru og nær liggja bænum, eru harnær eyðilagðar af skriðum og leir. Þverá, sem hjá túninu rennur, er kölluð Hálsá, brýtur túnið og ber grjót á. Hætt er bænum fyrir snjóflóði, og hefur það oft yfir fallið, so legið hefur við húsbroti.” JÁM III, 418.
1840: “Heyskapur er erfiður og reytingslegur, en landrými mikið og gott, helzt um sumartímann, vetrarþungt.” SSGK, 256.
Túnakort 1917: Tún 6,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 950 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á túni jarðarinnar í Jóns tíð [á tímabilinu 1927-1949] með hjálp dráttarvjelar.”

Saudafell – sel

Fremri-Háls

Fremri-Háls; mögulegt sel við Sauðafell[skot]…

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: “Selstöðu á jörðin í heimalandi.” Þar segir einnig: “Saudafell hefur verið hjáleiga í þessarar jarðar landi, bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda, áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið. […] Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremrahálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru nú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. Er þar nú selstaða frá Hálsi.” Í örnefnaskrá Fremri-Háls segir svo frá: “Hálsá á upptök sín í Tjarnhólum, rennur eftir Seldal og áfram vestur með hlíðinni, sem síðar er nefnd, rennur skammt austan við bæ og út í Laxá. […] Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot.” Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: “Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel.”

Valdastaðir

Valdastaðir

Valdastaðir – túnakort 1917.

30 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. Munnmæli um að bænhús hafi verið á jörðinni.
1237 er jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 406. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja kastar skurð í landi jarðarinnar. DI III 70-71; DI IV, 116-117; DI VI, 178-79.
1705 er forn eyðihjáleiga í túninu og einnig nefnd þar Bollastaðir sem forn lögbýlisjörð sem Valdastaðir og Neðri-Háls hafa haft afnot af. JÁM III, 428.
1847: Kirkjueign. 30 hndr. JJ, 100. 1705: “Túnin liggja undir skriðum og so engið, og jafnlega verði fyrir þeim skaða, spillist og nokkuð ár frá ári. Landþröngt er heldur en ekki, og stendur jörðin á horni landsins.” JÁM III, 428.
1840: “… þar er tún í betra lagi, engi nokkuð, lítið beitarland og stopul vetrarútbeit, vantar mótak …” SSGK, 255.
Túnakort 1917: Tún 8 teigar, meirihluti sléttað, garðar 1900 m2.

Valdastaðir

Valdastaðir.

Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Þegar Guðmundur byrjar búskap á Valdastöðum [1875], var allt túnið kargaþýft. Tók hann brátt að sljetta það. Fyrstu áhöldin við túnasljettun voru torfljáir til ofanafristu og skófla. Vildi ganga illa að láta bitið haldast í ljánum í malarjarðvegi, eins og víða er í túnum undir Reynivallahálsi. … Þá var talið, að túnið hafi gefið af sjer að meðaltali árlega um 120 hestburði. Allt var þá ógirt, bæði tún og engjar. Síðan girti hann tún og að nokkru leyti engjar, mest með grjótgörðum. Þegar hann hætti búskap [1908], mun túnið hafa gefið af sjer um 300 hestburði, þá var það orðið mikið sljett, en ekki þó nærri allt. …
Árið 1944 var talið, að túnið fóðraði um 20 nautgripi, 15 hross og 250 sauðfjár, en síðan hefir það verið stækkað að mjög miklum mun. Nokkuð löngu áður en Guðmundur hættir búskap, var farið að nota ávinnsluherfi, eða nálægt aldamótum, en kerran kemur til sögunnar töluvert síðar. Sláttuvjel var næst fyrst farið að nota á Valdastöðum nálægt árinu 1928 og rakstarvjel nokkru seinna. Af ræktuðu landi fengust árið 1944 um 600 hestburðir.”

Fossá

Fossá

Fossá – túnakort 1917.

16 hdr 1705. JÁM, 436. 1847: 16 hndr. Bændaeign. JJ, 101. “Seljadalur: þar var búið fram til 1921 (Reynivallasel).
Á 17.öld sölsaði Reynivallaprestur undir sig Seljadal, en Fossá átti hann áður. Vindás átti þar líka sel (Sognssel), þess vegna er dalurinn kenndur við fleiri en eitt sel.” Ö-Fossá ath og viðb., 3.
1840: “… ekki er hér heyskapur mikill, en hagkvisti gott og útigangur um vetur; partur norðan af Seljadal báðum megin liggur undir þessa jörð.” SSGK.
Túnakort 1917: Tún 5,9 teigar, mest sléttað, garðar 800 m2. Í bókinni Ljósmyndir I segir svo: “Um aldamótin, eða laust eftir þau, tekur við búi á Fossá Ólafur Matthíasson, … Um aldamótin mátti segja, að túnið á Fossá væri sljett að einum fjórða hluta, sumt af því af náttúrunni. Ólafur Matthíasson gerði mikið að því að sljetta túnið, auðvitað með hinum gömlu aðferðum og höndum sínum. …
Árið 1939 fara bræðurnir Helgi og Björgvin Guðbrandssynir … að búa á Fossá og hafa búið þar síðan [skrifað 1949]. … Hafa þeir bætt túnið mjög mikið og haft til þess not af dráttarvjel. Eru báðir gefnir fyrir sauðfje og hafa mestmegnis haft þar sauðfjárbú og alifugla, en vegna veiki í sauðfjenu eru þeir farnir að leggja meiri rækt við að fjölga kúm og eru farnir að selja mjólk til Reykjavíkur og flytja hana með mjólkurbílum, er flytja af Hvalfjarðarströnd. … Einnig áttu þeir, sem Skorhaga og Þrándarstaðamenn, rjett til reka fyrir landi jarðarinnar og fengu þeir mikið efni með þeim hætti, og gott, að því skapi.”

Skorhagi (Múli)

Skorhagi

Skorhagi – túnakort 1917.

10 hdr. 1705. Eyðibýlið Þórkötlustaðir nefnt 1705. JÁM III, 441. Jörðin hét áður Múli og er Múla getið í máldaga Reynivallakirkju frá 1352. DI III, 70-71. Múla er getið í landnámu en þar bjó Refur hinn gamli sonur Þorsteins landnámsmanns í dalnum. Þar segir: “Hvamm-Þórir nam land millim Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalr er við kenndr; … Son Þórólfs smjors var Solmundr, faðir Þorsteins, þess er land nam í Brynjudal á millim Bláskeggsár ok Forsár; hann átti Þorbjorgu kotlu, dóttur Helga skarfs Geirleifssonar, er nam Barðastrond; þeira son var Refr í Brynjudal, faðir Halldóru, er átti Sigfús Elliða-Grímsson.” ÍF I, 57, 59 (H18 og H19).
Hannes Þorsteinsson telur að jörðin hafi áður heitið Skorrhagi. HÞ:”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók fornleifafélagsins 1923, 34. 1705: “Tún jarðarinnar brýtur Brynjudalsá. Engjunum spilla skiður, og hefur bærinn fluttur verið fyrir þann skuld, að skriður eyðilögðu hin fornu tún að ofan, en áin að framan.” JÁM III, 442.
1840: “… hér er heyskapur lítill, en góður útigangur vetur og sumar.” SSGK, 254. 1917: Tún 2,8 ha (meira en 1/2 þýft), garðar 729 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Nokkrar umbætur hefur Júlíus [Þórðarson 1922-1951] gert á túninu í seinni tíð. Litlir matjurtargarðar eru í Skorhaga og hefir bú þeirra hjóna jafna verið lítið og mjög treyst á beit með sauðfje. Kýr hafa verið þar fáar.” Ljósmyndir bls. 36-37.

Reynivellir

Reynivellir

Reynivellir – túnakort 1917.

Beneficial. 30 hdr. 1847. “Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.” JJ, 100 (nmgr.) Staður, dýrleiki ekki gefin upp 1705 vegna þess að þá var jörðin í eyði eftir snjóflóð sem féll um 1699. Þá var henni skipt upp í 3 býli, Nýjabæ, Austurkot og Vesturkot sem öll voru í byggð.
Kirkjunnar á Reynivöllum er fyrst getið í máldaga Ingunnarstaðakirkju og kirkjunnar í Eyjum: [1180]: “ef enginn fæsc prestr. [á Ingunnarstöðum] Þa scolo reynevellingar fyrst eiga kost at lata syngia til Þessa kaups ef Þeir vilia,” DI I, 266.
[1180]: “Mariu kirkia i Eyivm … Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom;” DI I, 267. c. 1200: “veisla ger mót Páli bp á yfirreið,” Biskupasögur I, 340.
1200: Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls biksups. DI XII, 9. Í máldaga kirkjunnar frá 1352 segir: “a kirkian. allt heima lannd og eina vtjord er heitir j sornne. þridiung j laxafossi oc særliga siovarfoss. Bollstædijnnga hyl. kiosar sker. fiogara tiga sauda beit j mula lannd. lamba hofnn j eilyfsdal. ellefu tigum. ij manada beit gomlum saudum j sanndfellz hlijd oc skiolgard j vinndaslanndi oc kastar skurdur. er annar kastar skurdur j eyiarlannd. þridie til valldastada. xij rossa beit j þufu lannd. vj j eyrar lannd.” DI III, 70-71.
Næsti máldagi kirkjunnar sem varðveist hefur er frá um 1367: “xliv. Mariukirkia a Reynevollum a heimaland alltt Sornns land. þridiung j laxfoss. Sioarfoss allann.” DI III, 219.
Í Vilcinsbók frá því um 1397 segir: “a heimaland allt. Sornsland. þridiung j Laxfossi. Siofarfos allann. Kiosarskier. Bollstædingahylur. tuær skogartoptter j Skoradal oc ein j Svijnada.” DI IV, 116-117. Í mádlaga Eyjakirkju frá 1397 segir: “[til Eyja] skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv.” DI IV, 116.

Reynivellir

Reynivellir í byrjun 20. aldar.

Í máldaga Ingunnarstaðakirkju frá því 1397 segir: “ef ei fæst prestur. [á Ingunnarstöðum] Þa skulu Reynivellingar fyrst eiga kost ad lata syngia,” DI IV 118. Í máldaga kirkjunnar frá því um 1478 segir: “Mariukirkia a reynivollum j kios a heimalannd allt sornns lannd. þridiunng j laxfosse. siofarfoss allann. kiosarsker. bollstædijnngahyl. ij skogartopter j skoradal oc eina j suijnadal. kastar skurd j vinndas lannd. annan j þorlaksstada lannd. þ[ridia] j ualldastada lannd. tueggia manada beit aullu saudfee a ve[tur]inn j sandfellzhlijd oc skiolgard j vinndaslannd. xl sauda hofnn j mula fiall oc skiol j mariuhelle oc scal sa telia epter hueria hrijd sem byr ä mula. lammba beit j lammbatungur j eileifsdal. xij hrossa beit a veturinn j þufu land. vj hrossa beit [j] eyrar lannd.” DI VI, 178-79.
1486: Bréf um kirkjuna. DI VI, 586-87.
1575: Máldagi kirkjunnar. DI XV, 632-633.

Reynivellir

Reynivellir.

1705: “Túnin eru stórlega fordjörfuð, þau eru sjálum heimastaðnum fylgdu, og mikinn part eyðilögð, og er jafnan voði fyrir meiri skaða, so að ekki dirfast menn bygð að setja í hinu forna bæjarstæi síðan snjóflóð 1699 yfirfjell staðinn, braut hús, deyddi prestinn og 6 manneskjur aðrar, en beinbraut og limlesti þá, sem þó urðu með stórerfiði úr snjóflóðarústunum með mannsöfnuð upp mokaðir og náðust lífs, en þó að bana komnir. Engið, sem þó er bæði gott og mikið, skemmir stundum Laxá með grjóti og aur, þar með eru foruð á engjavegi, so að ekki verður tilsókt nema brúkað sje. Landþröngt er, so að ábúendur verða engið að beita, því að heimahagar eru mikinn part fordjarfaðir af skriðum.” JÁM III, 425.
1847: “Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.” JJ,
100 (nmgr.). Einnig var um tíma búið á Reynivallaseli og á Gerði en þar var byggt timburhús yfir vinnumann um 1930.

Sogn

Sogn

Sogn – túnakort 1917.

1705: 12 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. JÁM III, 426. 1352, [1367] 1397 [1478]: Jörðin eign Reynivallakirkju. DI III, 70-71, DI III, 219, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79. Árið 1705 er jörðin nefnd Sofn eða Sogn, 1840 Sorn en 1847 Sogn. Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255. 1705: “Tún eru lítil og fordjarfast mjög af skriðum. Engið er gott en ærið votlent mikinn part og forað yfir að sækja, sem brúka þarf.” JÁM III, 426.
1840: “… hefir lítið tún og beitiland, en engi mikið á Laxárbökkum, vantar mótak …” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255.
Túnakort 1917: Tún 4,9 teigar, garðar 1100 m2.

Hvítanes

Hvítanes

Hvítanes – túnakort 1917.

20 hdr. 1705. JÁM III, 435. 1585: Jörðin gefin í arf. Metin á 20 hdr. Jarðabréf, 18.
Í eyði frá um 1942, í Hvítanesi byggði herinn mikið af byggingum, herskálahverfi o.fl. og lagðist jörðin því í eyði. Vígdrekar og Vopnagnýr, 69-76.
Í bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson segir: “Jón Helgason og síðari kona hans Lára Þórhannesdóttir bjuggu í Hvítanesi 1933-1941, en hrökkluðust þaðan er jörðin var hernumin. Þar hefur ekki verið búið síðan.” Kjósarmenn, 81.
1705: “Túnum og úthögum spillir fjallsskriða.
Engjar eru nær öngvar, því skriður hafa mestan part eyðilagt þær litlar sem voru.” JÁM III, 435.
1840: “… þar er stór tún, rammþýft. Engi lítið grasgott og lítið land til veitar – ekki óhult fyrir aurskriðum á túnið.” SSGK, 255.
Túnakort 1917: “Mest alt túnið sléttað, smáblettir og jaðrar þýfðir. Tún telst 5,9 t. (Mikil útgræðsla). Kálgarðar 950 m2.”

Þrándarstaðir

Þrándarstaðir

Þrándarstaðir – túnakort 1917.

20 hdr. 1705. Bænhús var á jörðunni. JÁM III, 437-438. 1705 er nefnd nafnlaus eyðihjáleiga, í byggð um 1675-1700. Talin vera sama jörð og Þorbjarnarstaðir nefndir í Harðarsögu sem talin er rituð á fyrir hluta 13. aldar. ÍF XIII, xlix.
Jörðin nefnd í dómabréfi 1509 vegna úrskurðar um eignarétt á henni. DI VIII, 284. Bændaeign. 20 hdr. 1847. “Prestur einn nefnir Þrándarstaði “neðri” og “efri”. Skálholtsstóls hjálendan er talin í jarðabóks stólsins 13 2/3 h. að dýrleika.” JJ, 101 (nmgr.). 1840: “… heyskapur er ekki mikill, en beitarland betra og útigangur nokkur.” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254-255.
Túnakort 1917: Tún 6,4 teigar, meira en 1/2 sléttað, garðar 1100 m2.

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir – túnakort 1917.

20 hdr 1705, Skálholtsdómkirkjueign, talið að hún hafi til forna verið 30 hdr. Bændaeign. 27 1/3 hdr. 1847.
Kirkju á Ingunnarstöðum er fyrst getið í máldaga frá um 1180: “Kirkia a oc in helga agatta allt land a Jngunar stoþum oc settung j eyrar lande.” (DI I 266).
Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls frá um 1200 (DI XII 10). Í máldaga frá því um 1367 segir: “Kirkia heilagrar Augottu a jngunnarstodum a heimaland alltt og siottung j eyialande.” (DI III 219)
Í Vilcinsbók frá um 1397 segir: “a heimaland allt oc settung j Eyalanndi.” (DI IV 118) 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV 632). “Jarðabækurnar (hinar eldri, nema stólsjarðabókin) telja jörð þessa með
Hrísakoti (A. M.), aðeins 20 hdr. Að dýrleika, og leggur sýslumaður 5 h. Þaraf á Hrísakot.”
Jarðabók Johnsens, 101 (nm.gr.) Hrísakot var hjáleiga 1705 en er orðin bændaeign 1847. Tvö eyðibýli eru nefnd 1705, Gullhlaðsvellir og Þórunnarsel. Hálfkirkja var á jörðinni. JÁM III, 339-441.
1705: “Túnum og engjum grandar skriða til stórmeina og kostar oft stórerfiði af að moka. Hætt er fyrir snjólfóðum bæði á bæ og tún.” JÁM III, 440.
1840: “… sæmileg heyskapar og útigangsjörð; á hún hrístak og fjárbeit fram í dalnum, ekki frí fyrir skiðuáföllum og hefir lítið mótak eður ekki.” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254.
Túnakort 1917: Tún 4 teigar, allt slétt, garðar 620m2.

hálfkirkja

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir.

Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 er getið um hálfkirkju á jörðinni: “Hjer er hálfkirkja og embætti flutt þá er heimafólk er til sacramentis.” Bænhús var á Ingunnarstöðum en ekki er vitað nákvæmlega hvar það var. Samkvæmt heimildamanni fór tveimur sögum af staðsetningu bænhússins. Annars vegar var talað um að það hefði verið heima við bæinn en hins vegar að það hefði verið í nokkurri fjarlægð suðvestan við bæ. Lengi mátti sjá glitta í hleðslu við suðausturhorn íbúðarhússins á Ingunnarstöðum, milli þess og fjárhúss og voru uppi getgátur um að sú hleðsla gæti staðið í samhengið við bænhúsið.

Hrísakot

Hrísakot

Hrísakot – túnakort 1917.

Árið 1705 er Hrísakot afgömul hjáleiga eða afbýli Ingunnarstaða. JÁM III, 439-440.
Samkvæmt bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson fór kotið í eyði árið 1919 en var nytjað frá Ingunnarstöðum fram til ársins 1953. Það ár byggðist kotið upp aftur fólki frá Ingunnarstöðum. Kjósarmenn, 43.
Samkvæmt Guðrúnu Björnsdóttur, heimildamanni, fór Hrísakot endanlega í eyði um 1964.
1840: “…Heyskaparlítið; á skógarland og allgóða útbeit við hagahús; þar er ekki mótar …” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254.
Túnakort 1917: Tún 3,2 teigar allt slétt, garðar 460 m2.

Káranes

Káranes

Káranes – túnakort 1917.

20 hdr 1673, Jarðabréf, 19. 20 hdr 1705. Káranes er komið í byggð árið 1705 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en Káraneskot, hjáleiga, virðist ekki í byggð þetta sama ár. Þó er vísbending í texta um að þar sé engu að síður tvíbýli. Þar segir: “Ábúandinn Grímur Magnússon, býr á hálfri. Annar Loftur Bjarnason, býr á hálfri.” JÁM III, 409-410.
Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: “a xxc j heimalandi. Leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. So gropttur.” DI IV, 115-116. Rjómabú var á jörðinni. Örnefnaskrá, 2.
1705: Landþröng er mikil, og bólgna vötn yfir mestallan haga um vetur, og gjörist því jörðin vetrarþúng í mesta máta.” JÁM III, 410.
1840: “Heyskapur er þar nokkur á bökkum líkt og á hinu kotinu og landslag sama.” SSGK, 258.
Túnakort 1917: Tún 3,7 teigar, garðar 1000 m2 . Allt sléttað.

Káraneskot

Káranes

Káranes.

Hjáleiga Káraness, ekki í byggð árið 1705 þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skrifuð. JÁM III, 409.
Í Jarðabók Johnsens frá 1847 er Káraneskot skráð sem hjáleiga. Þar segir í neðanmálsgrein. “Sýslumaður skiptir dýrleikanum jafnt niður á milli Káraness og kotsins, 10 h.á hvoru.” JJ, 99.
1840: “… niður á flatlendi, á flötum hávaða við lítið seg; hefir allsæmilegan heyskap og mýrlendi til beitar, ekki mikið.” segir í Sýslu- og sóknalýsingum Gullbringu- og Kjósasýslna. SSGK, 257.
Túnakort 1917: Tún 2,6 teigar, allt slétt, garðar 820 m2.

Laxárnes

Laxárnes

Laxárnes – túnakort 1917.

16 hdr 1705. Laxveiði góð árið 1705, þá sagt að áður hafi selveiði verið til hlunninda. JÁM III, 397-398.
1483: Jarðarinnar er getið í sölubréfi. DI V, 800. 1507: Jarðarinnar er getið í dómabréfi, þá virðist jörðin vera í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 146.
Flóakot: Hjáleiga í byggð fyrir 1685 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls. Í bókinni Kjósarmenn segir frá því er kotið er aftur byggt upp um 1861 og var í byggð til 1870. Þar hefur ekki verið búið síðan. JÁM III, 398; Kjósarmenn, 451.
Melkot: Hjáleiga frá 1843-1849 og frá 1864-1882. Kjósarmenn, 444. HÞ telur Laxárnes réttara en Laxanes. HÞ:”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók 1923, 34.
1705: “Engjar eru öngvar, so annarstaðar þarf til að kaupa ut supra.” JÁM III, 398.
Túnakort 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 820 m2.
“Móinn við voginn er kargþýfður, kafloðinn með háum bökkum við sjó, og brotnað því nokkuð. Mjóst er orðið milli bakkans og vestur túnsins við garðlagshornið um 16 metra. Þaðan norður eftir er túnefnið mikið og gott. Túnið alt afgirt.”

Mýdalur (Miðdalur)

Miðdalur

Miðdalur – túnakort 1917.

40 hdr 1705. Í Jarðabókinni frá 1705 er jörðin samanlagt metin á 40 hdr en henni var skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæjir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Einnig er getið um eyðihjáleigu á bænum sem ekki er vitað hvar var. JÁM III, 385-389.
1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516.: Mydals kirkiu maldagi. Maríu kirkia j Mydal aa .x.c j heimalandi og viij ær en Jon Palsson lagdi til suo .iiij. Kugilldi voru.” DI VII, 54.
Jörðin átti uppsátursítak í landi Mela nálægt Kiðafellsárós. Konungur átti 6 hdr af jörðinni sem var árið 1847 metin á 36 hdr. JJ, 100.
“Mýrdalskot er fyrst nefnt 1802, en áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðunni, sem með Mýrdals parti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg. … Annars segir þar, að eyðijörðin “Efri-Mýdalur” sé yrkt bæði frá Mýdal og Mýdalskoti.” JJnm, 100. Jörðin heitir nú Miðdalur.

Mýdalur

Mýdalur (Miðdalur).

Mýdalskot hjáleiga, lögð undir Mýdal. HÞ telur Mýdalsnafnið réttast: HÞ:”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: “Tún, engjar og hagar eru sífeldum skriðum undir orpnar, sem árlega spilla, og er jafnan fyrir því hætt, jafnvel heygörðum og fjósum þeirra Sölmundar og Guðlaugs. … Engjar eru annars litlar mjög, snöggvar og grýttar. Landþröng er mikil. Hætt er fyrir snjóflóðum og foruðum.” JÁM III, 388.
1917: Tún 3,3 teigar, garðar 550m2. Mestallt tún á Miðdal er slétt.

hálfkirkja
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: “Hjer hefur áður hálfkirkja verið, og er hún aflögð fyrir löngu, so sjötigir menn minnast valla að húsið var uppi, og þó voru tíðir löngu fyr aflagðar.” Í örnefnaskrá segir: “Brekka beint upp af bæ heitir Kirkjubrekka.” Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: “Kirkjubrekka: Eitt sinn var kirkja í Miðdal. Ef til vill hefur hún staðið undir þessari brekku. Ekki er vitað um grafreiti í Miðdal, nema að einn maður er jarðaður í þessari brekku.

Mýdalskot (Miðdalskot)

Miðdalskot

Miðdalskot – túnakort 1917.

1705, er Mýrdal skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Konungur átti 6 hdr af jörðinni.
1847: Hjáleiga Mýdals. “Mýdalskot … áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðinni, sem með Mýdalsparti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg.” JJnm, 100.
1917: Meirihluti túna í kotinu er slétt.

Möðruvellir

Möðruvellir

Möðruvellir – túnakort 1917.

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415. Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: “Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.” JÁM III, 415. “Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.” SSGK, 256.
1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. “Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.”

Hækingsdalur

Hækingsdalur

Hækingsdalur – túnakort 1917.

30 hdr. 1705. Bænhús var á jörðinni. Eyðihjáleigur tvær 1705, Sauðhús og Háamýri. JÁM III, 419-422. Bændaeign. 30 hdr. 1847. JJ, 100.
1237: Í Sturlungasögu er getið um mann úr Hækingsdal. Sturlunga saga I, 405 og 407.
Varðveist hefur landamerkjabréf Vindáss frá því um 1270 þar sem getið er merkja milli Vindáss og Hækingsdals. DI II, 81-82.
Samkvæmt Hannesi Þorsteinssyni er Hækingsdallur réttnefni. “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók 1923, 34.
1705: “Túnunum hverutveggjum spillir skriða og snjóflóð, og er fyrir því árlegur háski, kostar og oft erfiði af að moka. Enginu spillir ogso skriða.” JÁM III, 421.
1840: “… Þar er heyskapur nokkur, en beitiland arðgott, einkum á sumrum og landrými …”Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Túnakort 1917: Tún 7,2 teigar, slétt, garðar 1370 m2.

Vindás

Vindás

Vindás – túnakort.

20 hdr 1705. Bústaður sóknarprests í Kjós gefin af kóngi eftir að bærinn að Reynivöllum eyðilagðist í skriðum og snjóflóði árið 1664. JÁM III, 422-423.
Varðveist hefur landamerkjabréf jarðarinnar frá því um 1270. Um landamerki milli Vindáss og Reynivalla annarsvegar og Vindáss og Hækingsdals hinsvegar. DI II, 81-82. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja skjólgarð í landi jarðarinnar ásamt kastarskurði. (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79).

Vindás

Vindás.

1705: “Engjar eru nær öngvar, sem þessari jörðu fylgdi áður hún var prestunum gefin, og brúkar því presturinn engið, sem óskpilt varð eftir, þá beneficium fordjarfaðist, so mikið af því og lítið sem hönum líkar. Högum spilla skriður.” JÁM III, 422-423. 1840: “… Heyskaparlítil jörð með stóru og þýfðu túni. Þar er allgott beitarland um sumar og vetur og skógarblettur af smáviði í Sandfellshlíð.” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Túnakort 1917: Tún 5,2 teigar (meirihluti sléttað), garðar 1170 m2.

Heimildir:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Þorláksstaðir, Blönduholt, Þúfa, Þúfukot, Eyri, Eyrar-Uppkot, Eyrar, Útkot, Útskálahamar, Kiðafell, Möðruvellir, Írafell, Bær, Meðalfell, Meðalfellskot, Eyjar, Eyjahóll, Flekkudalur neðri, Sandur, Neðri-Háls, Hvammur og Hvammsvík – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi II: Hurðarbak, Morastaðir, Eilífsdalur, Flekkudalur, Grjóteyri, Fremri Háls, Valdastaðir, Fossá og Skorhagi –
Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2010.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: Reynivellir, Vesturkot, Seljadalur, Sogn, Hvítanes, Þrándarstaðir, Ingunnarstaðir og Hrísakot; II. bindi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Miðdalur, Miðdalskot, Hækingsdalur og Vindás I. bindi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.

Kjós

Kjós – kort.

Meðalfellsvatn

Í Heimilisblaðinu 1940 veltir B.J. fyrir sér örnefni “Kjós“:

“Hvað merkir það nafn? Og hvaðan er það örnefni komið?
Kjós
Það hefir flutzt hingað með landnámsmönnum frá Noregi. Upphafiega var það karlkennt orð: Kjósr (Kjóss, egf.: Kjóss eða Kjósar, flt. Kjósar), og svo kvað það vera í Noregi enn í dag. En í íslenzku er það nú kvenkyns og beygist eins og nafnorðið: drós (drósar, drósir). Liggur það mjög nærri, að úr Kjósr og Kjóss yrði Kjós (sbr. hausr — hauss — haus) og þar sem eignarfallsendingin forna var ar (Kjósar, jöfnum höndum við Kjóss, þá lá svo nærri að hafa myndina Kjósar (í Kjósarsýslu), eins og nafnið væri kvenkennt.
Í Noregi eru margir staðir kenndir við Kjóss: Kjósar heita inn af Farris-vatni, Kjóss er i Nessprestakalli í Raumaríki, Kjóss kirkjusókn er á Haðalandi, og Kjósarsókn (í Brandabú). Í Noregi nefnast Kjósarnir nú Kjoser eða. Kjöser.
Kjós
Hér á landi er Kjósin alkunnust sem Kjósarsýsla er við kennd. Á Vestfjörðum (Hornströndum) eru nokkrir staðir með því nafni, eða hafa verið: Kjós í Grunnavík, Kjós í Trékyllisvík, Kjós í Reykjarfirði; inn af Reykjarfirði kvað ganga Kersvogur, sem að fornu nefndist Kjósvogur (Kjörsvogur, Kesvogur og Kjósvogur). Kjóshóll er nefndur í Staðarsveit vestra. Veit ég ekki meira um þann hól, en geri mér í hugarlund, að hann muni vera svipaður Kerhól í Grímsnesi. Kjósarsker hét í Hvalfirði og Kjóssvík í Borgarfirði eystra þar sem seinna hét og heitir Kjólsvík og getur það verið afbökun á frumnafninu.
Í Noregi er Kjós fyrst og fremst haft um mjóa voga, sem eins og hverfa inn í land af fjörðum, eða stöðuvötnum. Því næst merkir það mýrlent dalverpi eða kvos, sem eins og hverfur inn í fjöllin, eða mýrarvik, sem liggja inn í holt og hæðir, eða inniluktar kringlumýrar eða ker.

Káranes

Laxá í Kjós, Káranes og Káraneskot.

Í þriðja lagi merkir það kjarr, þéttvaxið, helzt í votlendi. — Djúpir pyttir eða hyljir í lækjum eru líka Kjósar kallaðir. Nú mun allt þetta fara eða hafa farið saman, þar sem þessi staðanöfn haldast við enn, bæði hér og í Noregi,
Kermyndaðir hafa þessir Kjósar verið, og mætti af því geta þess til, að kjóss, ker og kjarr sé allt samstofna og sömu merkingar. Víða eru hér mýradældir vaxnar fjalldrapa og víði (sbr. Víðiker) eða smávöxnu birki. Allt eru það Kjósar eða Kerskógar. Kjarr (á norsku: Kjerr eða Kjerre) merkir smávaxinn skóg, einkum í mýrum (sbr. Kjarrmýrr eða ker).
Ef þetta er rétt, mætti nota orðið Kjós enn í almennu ritmáli, samkvæmt frummerkingunni.” -B.J.

Á Vísindavef Háskóla Íslands var spurt; “Hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?” Svarið var:

Hrafnsfjörður

Mynni Hrafnsfjarðar í Jökuldölum.

“Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós.  Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú ‘kvos, dalur eða dæld’ (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).

Kjós í mynni Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum stendur undir nafni sem þröng vík. Nú merkir orðið kjós ‘kvos, dalur eða dæld’.

Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos ‘þröngur dalur’ eða ‘laut’ (Norsk stadnamnleksikon, 183).
Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).”

Heimild:
-Heimilisblaðið, 3.-4. tbl. 01.03.1940, bls. 50-51.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=71701

Kjós

Í Kjós.

Meðalfellsvatn - skilti

Á norðurbakka Meðalfellsvatns er upplýsingaskilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

“Í Kjós er hægt að lesa merkilega sögu um hop og framskrið jökla ísaldar. Kjósin er dalur sem jöklar ísaldar hafa forðum grafið út úr Esjuhálendinu. meginjökull hefur skriðið út Hvalfjörð, en minni jöklar úr Kjós, sem hafa skilið Meðalfell eftir. Smærri skrijöklar hafa grafið út dalina norðan í Esjunni.

1. Meðalfell

Meðalfell

Meðalfell.

Í Landnámu segir að Valþjófur, sonur Örlygs hins gamla Hrappssonar landnámsmanns á Esjubergi, hafi byggt bæ sinn að Meðalfelli. Er hann því landnámsmaður Kjósrainnar, hann “nam Kjós alla” segir orðrétt.

2. Eyjarétt

Eyjarétt

Eyjarétt.

Rétt neðan við Kaffi Kjós eru leifar Eyjaréttar sem var lögrétt frá 1890 til 1955. Hægt er að sjá merki um réttina ef gengið er upp í hlíðar Meðalfells upp af Kaffi Kjós og horft yfir svæðið þaðan.

3. Írafell

Írafell

Írafell (MWL).

Einn frægasti draugur landsins er Írafellsmóri. Sagt er að hann hafi verið vakinn upp úr dreng sem varð úti á milli bæja. Draugurinn var sendur að Möðruvöllum til að ásækja Kort nokkurn Þorvarðarson og var sagt að hann myndi fylgja ætt hans í níu ættliði. Draugurinn fylgdi syni Korts að Írafelli og dregur síðan nafn sitt af bænum.

4. Grjóteyri

Grjóteyri

Grjóteyri.

Um miðja 20. öld voru gerðir nokkrir skógarreitir af félagasamtökum, m.a. í landi Grjóteyrar.

5. Flekkudalur

Flekkudalur

Flekkudalur

Í Flekkudal eru hraunlög og móberg. Þessi hraun runnu líklega þegar eldstöðin á Kjalarnesi var að deyja út, en eldstöðin í Stardal ekki vöknuð. Meðalfell er myndað úr sömu jarðlögum. Í gili Flekkudalsár er einnig að finna margvíslegar stuðlamyndanir í móbergi, bólstra og móbergstúff með gerggöngum og stórum gúlum af stuðluðu blágrýti.

Meðalfellsvatn - skilti

Meðalfellsvatn – skilti.

Írafell

Í Alþýðublaðinu, helgarblaði, segir m.a. um Kjós; “Talir þú gott, þá lýgur þú“.

“Kjósin lætur ekki mikið yfir sér, þegar maður virðir hana fyrir sér af þjóðvegjnum. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér. Og þetta er falleg sveit og búsældarleg, þótt hér verði hvorki tíunduð fegurð hennar né gæði.

Írafell

Írafell.

Lengi vel vissi ég ekki annað um þessa sveit eða íbúa hennar en ýmsar sögur af Írafells-Móra, einum atkvæðamesta draug Íslandssögunnar, sem kenndur var við Írafell í Kjós. Írafells-Móri var vakinn upp af galdramanni nyrðra og sendur Kort Þorvarðarsyni, gildum bónda, sem lengi bjó á Möðruvöllum í Kjós, en fluttist síðast að Flekkudal og dó þar 1821.
Kort var tvíkvæntur; hét fyrri kona hans Ingibjörg. Margir höfðu orðið til að biðja hennar áður en Kort, en hún synjaði þeim öllum. Biðlarnir þóttust sárt leiknir og keyptu af galdramanninum að senda Kort og konu hans sendingu. Valdi hann til þess drenghnokka, sem orðið hafði úti milli bæja. Vakti galdramaðurinn hann upp volgan eða ekki með öllu dauðan og sendi hann þeim Kort á Möðruvöllum og mælti svo um, að draugurinn skyldi fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins. Móri sveikst ekki um þetta. Gerði hann þeim hjónum og afkomendum þeirra margar skráveifur, drap fyrir þeim fénað, skemmdi mat og sótti að fólki í svefni og vöku. Skammta varð honum fullan mat ekki síður en hverjum öðrum heimilismanni á Möðruvöllum og á Írafelli, eftir að hann fluttist þangað með Magnúsi Kortssyni. Sömuleiðis þurfti að ætla honum rúmflet til að liggja í, bæði af bæ og á.
Hér er ekki ætlunin að rekja frekar lífshlaup Írafells-Móra, sem þó var ærið sögulegt og viðburðaríkt. Hins vegar hefði kannski einhver gaman af að kynnast lítillega Kjósverjum þeirrar tíðar, samtíðarfólki Írafells-Móra, eins og það kom sálusorgara þess á Reynivöllum fyrir sjónir, og hvernig hann lýsir því, daglegu lífi þess og áhugaefnum, atvinnuháttum og menningu.

Reynivellir

Reynivellir.

Um þessar mundir, eða nánar tiltekið 30. apríl 1839, sendi nefnd manna í umboði Hins íslenzka bókmenntafélags í Kaupmannahöfn boðsbréf heim til Íslands „sérílagi öllum prestum og próföstum á landinu” með þar til heyrandi spurningum um náttúru og byggð landsins, menningu og atvinnuhætti.
Séra Sigurður Sigurðsson á Reynivöllum í Kjós fékk þetta bréf eins og aðrir kirkjunnar menn í landinu. Svaraði hann spurningum nefndarinnar vel og skilmerkilega. Um Kjósverja hefur hann m.a. þetta að segja: „Flestir bændur í Kjósinni hafa sauðfá fátt, en fer mikið fleiri að tiltölu, sem þeir ala margir á útheyi, arðlitlar, fram eftir vetri. Tún sín rækta þeir sæmilega; láta margrf kýr liggja inni á sumrum. Til eru þeir, sem brúka færikvíar, og margir beitarhús á vetrum. Þeir stunda heyafla vel og fara lestir í útver tll fiskifanga vetur, vor og haust, þegar afli er. Fiskur er meiri partur þeirra höndlunarvara, þar landvara svo lítil til. Kálgarða rækta þeir margir, er ekki kartöflur eður önnur jarðepli. Sölva- og rótatekju hafa þeir ekki og lítið af fjallagrösum, sem ekki fást í Kjósarfjöllum. Nokkrir fara samt eftir þeim austi: á fjöll, í Skjaldbreið, langan veg. Sumir veiða rjúpur á vetrum. Þeir lifa margir látæklega á kornvöru, fiski og mjólk. Þeir vinna ullu á vetrum til fatnaðar, en ekki til útgjalda, því ull er víða lítil. Karlmenn spinna sumir hamp á vetrum í þorskanet og til veiðarfæra. Sumir elta skinn og sauma skinnföt, nokkrir vefa vaðmál og hafa á hendi útiverk við fé og hross. Kvenfólk fæst við ullarvinnu, þó minna en víða er siður í Norðurlandi. Þegar vetrarvertíð byrjar, fara karlmenn flestir í ver, en kvenfólk tekur þá við útiverkum. Þeir smíða ekki til gróða, hvorki tré eður járn; margir eru þeir vel búhagir og smíða húsgögn sín af tré og járni. Trjáreki er hér enginn, ekki heldur skógarviður til húsabygginga. Ekki iðka menn skotfimi, —
fáeinir að sönnu skjóta refa við gren og slysa rjúpur, — ekki glímur, ekki skíða- eður skautaferðir, — ekki sund, — vaða heldur —; enginn þeirra þekkir nótnasöng, ekki heldur kunna þeir á hljóðfæri. Þeir skrifa fáeinir, og þó lítið, og eru ekki gefnir mjög fyrir bókmenntir, svo ekki hafa þeir þetta til skemmtunar. Ég nefni ekki fleira. Sumir lesa dálítið í alþekktum fornsögum, en vita lítið í veraldarsögunni. Ekki skilja þeir danska tungu. Enginn hefir hér vit á lækningum eður þekkir lækrringajurtir; engin er hér yfirheyrð yfirsetukona. Ekki tíðkast hér í sveit nokkrir sérlegir sjúkdómar, nema þeir, sem almennt ganga yfir landið, landfarsóttir, og ekki mjög sóttnæmt, enda þekkja menn hér lítið til uppruna sjúkdóma eður vita að ráða bót á þeim. Bráðdauði eður fjárpest sú, sem víða gengur um landið, hefur nú upp í nokkur ár undanfarið stungið sér niður á einstöku stað, einkum fyrri part vetrar, og drepið fénað. Dýralæknir vor í Reykjavík hefir enn ekkert ráð við henni gefið til hlítar.

Reynivellir

Reynivellir.

Um trúrækni manna og trúarbragðaþekkingu talar maður með varygð, helzt um einn söfnuð út af fyrir sig. Er lítið mun því hafa miðað síðan um aldamótin síðast.”
Þann 1. marz 1840 sezt svo séra Sigurður á Reynivöllum við skrifborð sitt, eftir að hafa svarað samvizkusamlega öllum spurningum þeim, sem til hans var beint, og ritar nefndarmönnum eftirfarandi bréf til frekari skýringar og áréttingar:
-Háttvirtu herrar! Meðtekið hefi ég á síðastl(iðnu) sumri ykkar heiðursverða og góða bréf til mín af 30. apríl f.á. áhrærandi það efni að svara upp á þær spurningar, sem bréfið hljóðaði upp á. En bæði lasleysi þá í stað og sumarannir hindruðu mig frá því að sýna lit á að koma þessu í verk, sízt í lagi nokkuð eftir óskum, sem þurfti, þar fávizka, aldurdómur og ókunnugleiki, þar sem maður kemur gamall langt að, bægði mér að geta nákvæmari útmálun gefið en þessa.
Nú, þó seinna sé en ég vildi, legg ég í þetta umslag útmálun um Reynivallasókn, hvar í lýst mun vera öllum örnefnum, er ég vissi eður heyrt hefi, að hér séu, sömuleiðis sveitarinnar ástandi og afstöðu yfir höfuð. Spursmálunum hefi ég svarað [á] þann veg, ekki hverju út af fyrir sig eftir röðinni, heldur í söguformi, þó með tiliti því, að þeim yrði öllum svarað nokkurn veginn. Um siðferðið og trúrækni í þeirri sveit, hvar maður býr, og á að skipta við aðra, mundi bezt að vera nokkuð fáorður, ekki óþægilega. Nógu margir skrifa eður varpa á það efun yfir höfuð. Síðari tíð sýnir ávöxtinn, hver hann verður. Hertugans sannyrði mættu mér í minni vera: Talir þú illt um þá, verður þú barinn, talir þú gott, þá lýgur þú. Yfir höfuð ætti landkort að gjörast eftir sveitanna útmálun; þó eru fáir færir fyrir þeirri útmálun, sem þyrfti. Forlátið, háttvirtu herrar, þessa ófullkomnu tilreynslu mína.
Reynivöllum, þann 1. marz 1840, – S. Sigurðsson.”

Írafell er næstum því inni á gafli í Kjósinni, svo að notuð sé samlíking, sem á upprunalega annars staðar heima en í landslaginu. Jörðin og sveitin öll hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan á dögum séra Sigurðar á Reynivöllum og Írafells-Móra er ekki lengur skammtað í askinn sinn eins og hverjum öðrum heimilismanni eða ætlað rúmflet til að liggja í, enda lætur hann nú ekki á sér kræla.
En þeir, sem aka um Kjósina á góðviðrisdegi ættu þó að renna augum til bæjarins undir fellinu, sem uppvakningurinn var kenndur við, og hafa jafnframt í huga sóknarlýsingu sálusorgarans á Reynivöllum til skilningsauka á Írafells-Móra og samtíð hans. Kjósin er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér.” —6G

Heimild:
-Alþýðublaðið, helgarblað; “Talir þú gott, þá lýgur þú”, 25.05.1969, bls. 9-10.

Meðalfellsvatn

Við Meðalfellsvatn í Kjós.

Steðji

Í Tímanum 1976 eru sögð  “Nokkur orð um Kjósarsýslu – Hvað ætlar þú að sjá af landinu þínu?”.

“Sýslumörk Borgarfjarðarsýslu og Kjósarsýslu eru við Botnsá i Hvalfirði, en Kjós nefnist sveitin frá Hvalfjarðarbotni til Kiðafellsár. Kjós þýðir í raun kvos eða dæld, enda kemur það vel heim og saman við landslag þar í sveit.

Kjós

Ferð okkar um landnám Ingólfs hefst við Botnsá í Hvalfirði, og þar eru, eins og fyrr segir, sýslumörk Borgarfjarðarsýslu og Kjósarsýslu. Botnsá fellur úr Hvalvatni, sem er næst dýpsta vatn landsins, 160 m djúpt. Er sagt, að vatnið heiti eftir hval, sem teymdur var í það upp eftir Botnsá. Í Botnsá er fossinn Glymur, hæsti foss á Íslandi, rúmir 200 m að hæð.
Þegar yfir Botnsá er komið, sveigir vegurinn út með Múlafjalli, bröttu og hömrum girt í sjó fram, og er vegastæðið tæpt á kafla. Botnsvogur heitir vogurinn, sem við sjáum á hægri hönd.
Við ökum út með Múlafelli og yfir Brynjudalsá, sem fellur um lítið dalverpi, Brynjudal, og til sjávar í Brynjudalsvogi. Ofan við brúna á Brynjudalsá var foss, sem sprengdur hefur verið, og við hann er Maríuhellir.
Skammt norðan Laxár komum við að vegamótum Kjósarskarðsvegar, en hann liggur á milli Kjósar og Þingvallavegar, u.þ.b. 22 km langur. Við Kjósarskarðsveg eru meðal annarra bæirnir Reynivellir, sem er kirkjustaður og prestssetur, og Vindáshlíð, þar sem eru sumarbúðir KFUK. Írafell heitir innsti bær í Kjós, og við þann bæ er kenndur Írafells-Móri, frægur draugur í eina tíð.
Kjós
Við ökum yfir Laxá og höldum fram hjá Félagsgarði. Áður en við vitum af komum við að vegamótum Meðalfellsvegar, sem liggur upp með Meðalfelli að sunnan. Áin Bugða fellur úr Meðalfellsvatni, og rennur í Laxá, ekki langt frá bænum Ásgarði, Bærinn að Meðalfelli er á vinstri hönd, ef haldið er eftir Meðalfellsvegi.
Ef við höldum fram hjá vegamótum Meðalfellsvegar, komum við brátt að þriðju vegamótunum, að þessu sinni að vegamótum Eyrarfjallsvegar. Tilvalið er að bregða út af vananum og taka nú beygjuna til vinstri í stað þess að halda beint áfram. Þá höldum við fyrst um grasi gróið undirlendi fram hjá búsældarlegum býlum, yfir Skorá og síðan eftir berangurslegum ruðningsöldum, allt til þess er við komum að mótum Eilífsdals, en Í þeim dal stendur samnefndur bær. Undirlendi er töluvert á þessum slóðum.
Eilífsdalur er tilkomumikill og hrífandi í senn hið innra, girtur hamrafjöllum á þrjá vegu, Þórnýjartindi að austan, Skálatind að vestan, en Eilífstindi fyrir botni dalsins.
Við höldum fram hjá bænum Eilífsdal, og þegar Miðdalur, Tindastaðir og Mórastaðir eru að baki, komum við til Kiðafells, landnámsjarðar Svartkels hins katneska. Ef við hefðum ekki beygt til vinstri og ekið eftir Eyrarfjallsvegi, hefði leið okkar legið áfram eftir þjóðbrautinni, eins og vaninn er að fara, þegar haldið er til Reykjavíkur. Leiðin liggur þá út með Eyrarfjalli og framhjá bænum Eyri. Til hægri sjáum við Hvalfjarðareyrina, langa og flata, en þaðan liggur sæsímastrengurinn yfir í Katanes á Hvalfjarðarströnd. Á sínum tíma var rætt um að gera þaðan bílferjustað yfir Hvalfjörð, og var nokkur undirbúningur hafinn að því, en ekkert varð meira úr framkvæmdum.

Írafell

Írafell.

Við höldum fram hjá bænum Kiðafelli, förum yfir Kiðafellsá og sjáum brátt niður að Hjarðarnesi.
Nú erum við komin á Kjalarnesið, en svo heitir nesið milli Kollafjarðar og Hvalfjarðar. Vegurinn liggur um Tíðaskarð, sem svo er nefnt, og brátt opnast okkur mikilfengleg sýn suður um Seltjarnarnes og Faxaflóa.
Þjóðvegurinn liggur fram hjá heimavistarskólanum á Klébergi, og litlu sunnar er félagsheimilið Fólkvangur. Gegnt Fólkvangi er bærinn Vallá, en þaðan var Benedikt Magnússon, sá er stofnsetti steypustöðina B.M. Vallá. Hofsvík heitir víkin fram undan Fólkvangi.
Kollafjörður
Brátt komum við á steyptabraut og ökum eftir henni framhjá Mógilsá, þar sem Skógrækt ríkisins hefur reist rannsóknarstöð skógræktar fyrir þjóðargjöf Norðmanna. Þar er kalknáma, sem um skeið var unnin, og einnig fannst þar vottur gulls, en því miður ekki nógu mikið. Kalkið, sem unnið var við Mógilsá, var flutt til Reykjavíkur og brennt þar. Heitir Kalkofnsvegur, þar sem brennslan fór fram.
Mógilsá
Bærinn Kollafjörður stendur skammt frá Mógilsá og þar hefur ríkið sett upp fiskeldisstöð. Í Kollafirði bjó Kolbeinn Högnason, alþýðuskáld, landskunnur fyrir snjallar lausavísur og ferskeytlur. Fjörðurinn allur milli Seltjarnarness og Kjalarness heitir Kollafjörður, og á honum eru eyjarnar, Viðey, Engey, Akurey, Þerney og Lundey.
Við höldum fram hjá byggingum kaupfélags Kjalarnesþings, og til hægri blasir við okkur Leiruvogurinn.
Brátt sér heim að Hulduhólum, íbúðarhúsi Sverris Haraldssonar, listmálara , en í túninu framan við hús sitt hefur listamaðurinn komið nokkrum verka sinna fyrir. Lágafell er á vinstri hönd, en þar er kirkja og fagurt íbúðarhús, sem Thor Jensen reisti. Effersöeættin færeyska á rætur sínar að rekja til Lágafells. Þaðan var og ættaður Oddgeir Stephensen, sem meðal annars gegndi starfi forstöðumanns íslenzku stjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn. Hlíðartún nefnist lítið þorp í Lágafellslandi. Þar er vistheimili fyrir vangefin börn. Leið okkar liggur nú með Úlfarsfelli á vinstri hönd, en til hægri sjáum við heim að Blikastöðum, miklu stórbýli í Mosfellssveit.”

Heimild:
-Tíminn; Nokkur orð um Kjósarsýslu, Hvað ætlar þú að sjá af landinu þínu?, 222 tbl. 03.10.1976, bls. 16-17.
Kjós

Kjós

Í Degi, Íslendingaþáttum, árið 1998, er fjallað um “Morðóðan og ófróman bónda á Frossá í Kjós.

Morðóður og ófrómur bóndi á Frossá

Reynivallaháls

Kjós.

Axlar-Björn er einn frægasti morðingi Íslandssögunnar. Oxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi var í alfaraleið og urðu ferðamenn fegnir að fá gistingu í bænum. Björn réði þeim þá bana og rændi þeim verðmætum sem þeir höfðu meðferðis.
Sagt er að 19 manns hafi verið vegnir í rúmum Axlarbónda, sem tekinn var, dæmdur og höggvinn fyrir ódæði sín. En Axlar-Björn var ekki sá eini sem lagðist á ferðamenn með þessum hætti. Magnús Sighvatsson, sem bjó á Fossá í Kjós á árabilinu 1729-1770, var sterklega grunaður um að myrða og ræna ferðamenn sem leið áttu um hlöð hans.
Örnefnið Dauðsmannsbrekka á Reynivallahálsi í Kjós dregur nafn sitt af þeim atburði að þar hafi maður verið myrtur og sögn er til um að þar hafi Magnús á Fossá átt hlut að máli. Magnús var ættaður af þessum slóðum. Faðir hans Sighvatur Halldórsson var frá Meðalfelli, en móðir hans Kristín Erlingsdóttir frá Esjubergi á Kjalarnesi. Var Magnús fæddur á Hurðarbaki í Kjós árið 1704.

Morð í Dauðsmannsbrekku

Kjós

Kjós – Dauðsmannsbrekka of Fossá.

Magnús Sighvatsson var forn í skapi og talinn fjölkunnugur. Hann var illa þokkaður meðal nábúa sinna og þorðu fáir á hann að leita. Honum er svo lýst, að hann hafi verið mikill og sterkur og illur viðureignar ef því var að skipta. Þessa lýsingu á Magnúsi skráði Jósafat ættfræðingur Jónasson, en hann ritaði eftir sögnum á Hvalfjarðarströnd. Hann var vel efnum búinn og héldu sumir að auður hans væri miður vel fenginn.
Sagt er að maður nokkur norðlenskur hafi verið sendur suður í Reykjavík, sumir segja suður að Bessastöðum á Álftanesi, og hafði hann allmikla peninga meðferðis. Maður þessi gisti á Fossá hjá Magnúsi á suðurleið og er ekki annars getið en að allvel hafi farið á með þeim meðan heimafólk vissi til. Snemma morguns lagði ferðamaður af stað eins og leið lá yfir hálsinn suður af Fossá, en er hann var skammt kominn verður hann þess var, að tveir menn veita honum eftirför. Þekkir hann þar Magnús bónda á Fossá og Eyjólf son hans. Man hann þá eftir að hafa heyrt ýmsar misjafnar sögur af Magnúsi og kemur í hug að hér muni ekki allt með felldu.

Kjós

Kjós – Reynivallaháls.

Leitar hann nú undan suður á hálsinn, en þeir á eftir og létta eigi fyrr en þeir ná honum í brekku einni þar í hálsinum, skammt frá veginum er liggur niður frá Fossá suður að Reynivöllum. Taka þeir feðgar þegar til hans og biðja hann að afhanda sér peninga þá er hann hafði meðferðis. Norðlendingurinn tekur því fjarri og réðust þeir feðgar þá þegar á hann, og var viðureigna þeirra bæði hörð og löng, því Norðlendingurinn hafði krafta í kögglum. Er svo skýrt frá að Magnús hafi látið Eyjólf son sinn ganga aftan að manninum og hafi Eyjólfur lagt hnífi milli herða honum, meðan Magnús glímdi við hann að framan.
Er það haft eftir manni er Guðmundur hét og bjó á Hálsi í Kjós, og reið þar skammt frá þeim suður yfir hálsinn þennan sama dag, og að hann hafi séð viðureign þeirra, en treystist ekki til að hjálpa þeim ókunna manni, þótt hann sæi dauða hans þegar vísan. Er jafnvel sagt að Norðlendingurinn hafi kallað til Guðmundar og beðið hann hjálpar, en Guðmundur sá það síðast til, að þeir feðgar höfðu kominn manninum á hné og mæddi hann þá mjög blóðrás, svo að vörn hans var á þrotum. Þeir feðgar veittu honum þá þegar tilræði með hnífnum.

Sönnunargögn skorti

Kjós
En það er af Guðmundi að segja að hann tók svo nærri sér að geta ekki bjargað manninum, að hann lagðist þegar í rúmið þegar hann kom heim og varð hann aldrei síðan samur og áður á meðan hann lifði. Einkum sótti á hann sinnisveiki og ætluðu menn að orsökin var að hann skyldi hlaupast frá þegar voðaverkið var framið.
Þegar sama dag og morðið var framið var mannsins leitað og fannst hann eftir tilvísun Guðmundar í brekku þeirri, er síðan er kölluð Dauðsmannsbrekka.
Aldrei sannaðist þetta verk til fulls upp á Magnús, enda er sagt að ekki hafi verið gerður að því neinn reki. Guðmundur vildi og mjög lítið um þetta tala og aldrei gat hann þess í votta viðurvist, og er sagt að bæði hann og aðrir nábúar hans, er líka höfðu grun um hver valdið hafi, hafi dulið það mest fyrir ótta sakir, því þeir vissu að Magnús var bæði fjölkunnugur og í öllu hinn versti viðureignar.
Guðmundur sá er hér er fjallað um var Þórðarson. Hann var fæddur 1725 og dó 1798. Hann bjó á Neðra-Hálsi og þótti merkisbóndi. Hann var faðir Lofts hreppstjóra á Hálsi og Þorsteins stúdents í Laxnesi í Mosfellssveit. Fjölmenn ætt er komin frá Guðmundi.

Prestur marinn til dauða

Kjós

Kjós – Svínaskarð.

Margar eru fleiri sagnirnar um Magnús á Fossá og þótti hann jafnan hinn mesti misindismaður og menn þóttust vissir um að hann hefði oftar orðið ferðamönnum að fjörtjóni.
Einar Torfason var prestur á Reynivöllum 1747 -1758. Hann dó snögglega í Svínaskarði er hann reið á eftir lest sinni og sonur hans fór með yfir skarðið nokkru fyrr. Fannst Einar þar fallinn af hestinum og marinn til dauða, með annan fótinn fastan í ístaðinum. Hugðu flestir að dauða hans hafi borið að af manna völdum og var Magnús á Fossá grunaður um verknaðinn, því menn þóttust áður vita að óvild var á milli þeirra, en hvað þeim hafi orðið að sundurþykkju er ekki frá greint.

Féll á eigin bragði

Kjós

Á Reynivallahálsi.

Þess er getið að maður nokkur var sendur úr Borgarfirði suður til Reykjavíkur og var erindi hans að sækja peninga til einhvers í Reykjavík. Það var um vetur og var hjarn yfir allt. Maður þessi gisti á Fossá hjá Magnúsi bónda og var honum vel tekið, svo að hann þóttist hvergi á leið sinni hafa fengið jafngóðar viðtektir og var Magnús honum þó ókunnur með öllu.
Að morgni er Borgfirðingurinn fer af stað fylgir Magnús honum á veg og verður þeim allhjaldrjúgt, og kemur þar niður tal þeirra, að Magnús spyr ferðamann um erindi hans til Reykjavíkur. Borgfirðingurinn grunaði ekki að brögð væru í tafli og segir honum allt hið ljósasta um erindi sín. Áður en þeir kveðjast býður Magnús honum að koma við hjá sér á bakaleið og segir sér forvitni á fréttum að sunnan. Heitir hinn þessu og heldur síðan sína leið.
Ekki er sagt af ferðum hans fyrr en hann hefur lokið erindum sínum og fer hann þá sömu leið til baka og gistir á bæ einum í Mosfellssveit. Bóndi spyr hann hvort hann hafi komið að Fossá til Magnúsar og segir Borgfirðingurinn honum allt um samtal þeirra, því að hann var kunnugur bónda. Bóndi varð hljóður við og ráðleggur sendimanni að fara aðra leið, þar sem Magnús verði hans ekki var og segir honum að ef Magnús nái fundi hans, muni tvísýnt um hvort hann komist heill á leiðarenda.

Kjós

Kjós – Fossá og Reynivallaháls.

Borgfirðingurinn féllst á ráð hans og fer þó yfir Reynivallaháls, en nokkuð frá almannavegi, eða að minnssta kosti annan veg en hann hafði áður farið og ætlar ekki að koma við á Fossá. Magnús fær grun af þessari ætlun hans og hefur spurn af för hans og situr fyrir honum, þar sem honum þótti líklegast að leið hans mundi liggja og þar hittast þeir á Reynivallahálsi. Magnús spyr sendimann þegar, hvers vegna hann hafi ætlað að forðast bæ sinn. En hinn segist hafa álitið þessa leið beinni, enda hafi hann verið búinn að vera lengur á ferðinni en hann hafi búist við. Hafi hann og frétt að Magnús væri ekki heima. Magnús gefur þessu engan gaum og ræðst þegar á manninn og segist ekki munu láta hann fara án þess að hafa gefið honum ráðningu fyrir að hafa brugðið loforði sínu og skuli hann ekki gera það fleirum. Hinn tekur sterklega á móti og kveðst vilja fara ferða sinna óhindraður af Magnúsi, þar sem hann hafi ekkert til saka unnið. Glíma þeir ekki lengi áður en þar kennir aflsmunar, svo að Magnús varð að bíða lægri hlut í viðskiptum þeirra, og gekk hinn svo frá Magnúsi, að hann komst nauðulega heim til sín, lagðist og dó skömmu síðar. Hörmuðu hann fár er hann þekktu.
Ýmsar sögur eru um að Magnús hafi gengið aftur og gert skráveifur og að illa hafi hann legið kyrr í kirkjugarðinum á Reynivöllum. En [þær] draugasögur verða ekki tíundaðar hér.

Illmennska í arf

Kjós

Kjós.

Magnús á Fossá var enn á lífi 1772 en dáinn er hann fyrir 1780. Kona hans hét Þuríður Magnúsdóttir og var hún enn á lífi 1780. Þau áttu mörg börn en mestar sögur fara af Eyjólfi syni þeirra, sem var líkur föður sínum í flestu, gáfaður og vel að sér sem hann, en hið mesta illmenni og ekki frómur. Eyjólfur bjó á Fossá fyrstu búskaparár sín eftir lát föður síns. Þá grunaði menn að hann væri valdur að hvarfi nokkurra kinda sem hurfu frá einum eða fleiri nágrönnum hans. Hann frétti að gera ætti þjófaleit á bænum. Lét hann hið stolna fé þá í gryfju eina dimma er var undir baðstofugólfi á Fossá, og var ekki hægt að sjá það nema taka upp gólffjalirnar. Til þess að ekki heyrðist jarmur kindanna, tók hann það ráð að skera úr þeim tungurnar. Má af því marka innræti hans og hefur honum þar svipað til föður síns. Þó að hið stolna fé fyndist ekki að þessu sinni hjá Eyjólfi, höfðu menn þó stöðugt grun á honum, enda komst síðar upp, að grunurinn var ekki ástæðulaus og er sagt að Eyjólfur hafi verið dæmdur fyrir sauðaþjófnað.

Heimild:
-Dagur – Íslendingaþættir; Morðóður og ófrómur bóndi á Frossá, 29.08.1998, bls. 1-2.

Gíslagata

Dys í Dauðsmannsbrekku á Reynivallahálsi.

Steðji

Á Vísindavef Háskóla Íslands er m.a. fjallað um Kjós og nokkra staði þar innan marka í svörum við spurningum þess efnis. Taka ber þó svörunum með hæfilegum fyrirvara.

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:

Kjósarhreppur

Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú ‘kvos, dalur eða dæld’ (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).
Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos ‘þröngur dalur’ eða ‘laut’ (Norsk stadnamnleksikon, 183).
Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).

Heimildir:
-Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
-Íslandsatlas. Fimmta prentun endurskoðuð. Reykjavík 2015.
-Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. 3. prentun. Reykjavík 2005.
-Norsk stadnamnleksikon. Jørn Sandnes og Ola Stemshaug (útg.). Oslo 1976.

Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar).

Írafell

Írafell.

Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess eru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli.
Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell (Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram).
Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953 (bls. 105-111) en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.

Írafellssel II

Írafellssel II – uppdráttur ÓSÁ.

Helgi Guðmundsson fjallar um örnefni kennd við Íra, Breta og Pétta1 í bók sinni, Um haf innan (1997, bls. 198-199). Þar nefnir hann meðal annars að á Katanesi í Skotlandi sé fjall með keltnesku nafni, Cnoc an Eireannaich, sem merki ‘Írafell’, en hann telur annars óvíst hvernig eigi að túlka örnefni þau á Íslandi sem kennd séu við erlendar þjóðir (199).
Péttar (e. Picts) voru þjóðflokkur, sem var ef til vill ekki keltneskur að uppruna en bjó á Bretlandseyjum og átti í sífelldum útistöðum við Rómverja. Á níundu öld eða svo runnu þeir saman við Skota.

Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?
Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stöðuvatna í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? og um jökulrof í svari við spurningunni Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?

Meðalfellsvatn

Við Meðalfellsvatn í Kjós.

Langflest íslensk stöðuvötn í jökulsorfnum dældum. Dældirnar hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni.
Að öllum líkindum er Meðalfellsvatn í Kjós dæmi um stöðuvatn í jökulsorfinni dæld og þá myndast eins og hér hefur verið lýst.
Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 – 4 m). Vatnasvið Meðalfellsvatns er um 39 km2 . Í það sunnanvert renna smáárnar Flekkudalsá með upptök í Flekkudal í norðanverðri Esju og Sandsá með upptök í norðanverðum Móskarðshnjúkum. Úr Meðalfellsvatni norðvestanverðu fellur áin Bugða sem rennur í Laxá.
Í Meðalfellsvatni er töluvert af bleikju og einnig er þar að finna urriða. Auk þess veiðast í vatninu nokkrir laxar árleg.

Heimildir:
-Flokkun vatna á Kjósarsvæði – Meðalfellsvatn. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Háskólasetrið í Hveragerði. 2004.
-Meðalfellsvatn á NAT Norðurferðir. Sótt 6. 3. 2008.

Hvernig myndaðist Esjan?
Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esja
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli. Á sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.
Esja
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lengra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela. Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.
Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegineldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Stardalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum. Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
Eldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Esja
Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.
Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist Mosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.
Nánari upplýsingar er að finna í Árbók Ferðafélags Íslands 1985 í grein eftir Ingvar Birgi Friðleifsson. „Jarðsaga Esju og nágrennis“, bls. 141-172.

Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.

Esja

Esja – örnefni.

Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.

Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?
Fyrirspyrjandi nefnir ekki hvaða fell hann á við en Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur:
Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m).
Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m).

Skálafell

Skálafell – Stardalur fremst.

Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt við Skálafell sunnan Hellisheiðar. Hins vegar segir Kristian Kålund í sögustaðalýsingu sinni að sagnir séu um að Ingólfur hafi haft skála (fjárskála) á Skálafelli austan Esju (Kålund I, 43). Jónas Magnússon í Stardal segir í örnefnaskrá að fellið í Kjós „ætti betur við söguna af Ingólfi Arnarsyni en Skálafell upp af Kömbum, því að Þingvallavatn blasir við af þessu felli.“
Líklega er nafnið á fjallinu austan Esju upphaflega *Skálarfell, af áberandi skál í fjallinu. Þó er önnur skál minni í austurenda fjallsins og gæti því nafnið hafa verið Skálafell í upphafi, segir Egill J. Stardal, sonur Jónasar í Stardal í Árbók Ferðafélagsins 1985, 122-123.
Ekki er líklegt að upphaflega nafnið hafi verið Skaflafjell eða Skavlfjell. Þórhallur Vilmundarson segir að Skálafell sunnan Hellisheiðar minni á húsburst séð úr Ölfusi og gæti því verið líkingarnafn (Grímnir I, 128).

Heimildir:
-Ferðafélag Íslands. Árbók 1985. Rvk. 1985.
-Grímnir I. Rvk. 1980.
-Kristian Kålund. Íslenzkir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Íslenzk þýðing: Haraldur Matthíasson. Rvk. 1984.
-Landnámabók. Íslenzk fornrit. I. Rvk. 1968.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/search/?q=Kj%C3%B3s

Skálafell

Tóft í Skálafelli.