Færslur

Kjalarnes

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins árið 2000 má lesa eftirfarandi frásögn um Kjalarnes og Kjós:
„Esjan er fjall sem allir Reykvíkingar og fleiri hafa fyrir sjónum nær alla daga.Uppi í hlíðum þess var unnið kalk og flutt til Reykjavíkur. Brennsluofhinn stóð þar sem nú heitir Kalkofnsvegur og eru enn til hús sem kalkið var notað í. Á Esjuna eru margar góðar og frekar auðveldar gönguleiðir, t.d á Þverfellshorn, um Gunnlaugsskarð, úr Blikdal og margar fleiri. Á Esjubergi var fyrsta kirkja á Íslandi reist og þar bjó Búi Andríðsson, aðalsöguhetja Kjalnesingasögu.
Esja-221Á Móum bjó séra Matthías Jochumsson þegar hann var prestur í Saurbæ á Kjalarnesi 1867-73 og þar þýddi hann leikritin Hamlet, Othello og Rómeó og Júlíu.
Um Brautarholt segir í Kjalnesingasögu að Helgi bjóla, sem nam land á Kjalarnesi fengi Andríði, írskum manni, bústað. Þar fæddist Bjarni Thorarensen, 1786-1841, skáld og amtmaður. Helgi bjóla bjó á Hofi, en Þorgrímur goði reisti þar hof mikið.
Saurbær á Kjalarnesi er kirkjustaður og höfuðból. Árið 1424 rændu enskir víkingar staðinn og stálu vopnum, hestum og fleiru.
Tíðaskarð innan við Saurbæ heitir svo því að þar fóru kirkjugestir um á leið til tíða og þegar til þeirra sást, þótti tími til að hringja til tíða. Fyrir um 15-20 árum var farið að brotna mikið úr sjávarbakkanum fyrir neðan kirkjugarðinn og komu þá í ljós bein úr garðinum.
Hvalfjarðareyri, löng og flöt eyri er gengur út í Hvalfjörðinn. Þar var verslunarstaður um tíma á seinni hluta 17. aldar eftir að Maríuhöfn eyðilagðist. Rétt innan eyrarinnar heitir Naust. Þaðan gekk ferja um tíma yfir að Katanesi. Þar er og elsti vegarkafli í Kjósinni, sem enn er notaður.
Laxárvogur (Laxvogur) er grunnur en þótti góður beitutínslustaður.
mariuhofn-221Maríuhöfn var verslunarstaður á miðöldum og sjást þar rústir, sem eru að mestu ókannaðar. Árið 1402 kom Hval-Einar Herjólfsson skipi sínu í Maríuhöfn og flutti með sér svarta dauða, mannskæðustu drepsótt er hingað hefur komið. Þegar Alexíus prestur Svarthöfðason á Saurbæ reið frá skipi, komst hann ekki nema í Botnsdal og andaðist hann þar og sjö fylgdarmenn hans. Svo bráð var sóttin.
Árið 1387 kom Björn Einarsson Jórsalafari skipi sínu í Hvalfjörð.
Hvammur, þar bjó Hvamm-Þórir er land nam milli Laxár og Fossár.
Steðji, Karlinn í Skeiðhól, Staupasteinn, sem allt eru nöfn á sama steininum, en þar er forn áningarstaður.
glymur-221Í Landnámu segir að Ávangur hinn írski hafi reist bú að Botni. Um Botnsdalinn rennur Botnsá, en hún skiptir löndum milli Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu. Í henni er Glymur, 198 m hár, talinn hæsti foss á Íslandi. Botnsá fellur úr Hvalvatni, sem er næst dýpsta vatn landsins, um 160 m djúpt. Inn af dalnum er Hvalfell, móbergsfjall, sem hlóðst upp í gosi undir jökli síðla á ísöld. Grágrýtiskollur er á fjallinu, sem bendir til að gosið hafi náð upp úr jöklinum. Sagt er að Arnes Pálsson hafi hafst við í hellisskúta við vatnið á árunum 1750-57.
Botnssúlur, einstakir tindar, sá hæsti 1095 m. talið er að um gamla eldstöð sé að ræða og tindarnir séu rústir af gömlum gíg. Þyrill er 358 m hátt hömrum girt fjall úr basalti, þar finnast margar tegundir sjaldgæfra geislasteina. Nafnið mun vera dregið af þyrilvindum þeim, sem eru svo algengir fyrir botni Hvalfjarðar. Í Þyrli er klauf, Helguskarð, sem sagan segir að Helga jarlsdóttir klifi upp með syni sína, Björn og Grímkel, á flótta eftir víg Hólmverja á leið sinni yfir að Indriðastöðum í Skorradal.
Í Geirshólma höfðust við Hólmverjar undir forustu Harðar Grímkelssonar, sem frá segir í Harðar sögu og Hólmverja. Þar hafðist við flokkur Sturlu Sighvatssonar undir forustu Svarthöfða Dufgussonar og fóru með ránum þaðan um hríð.
Bessastaðir, kirkjustaður og fornt höfuðból á Álftanesi. Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar og eru þá í eigu Snorra Sturlusonar. Eftir dráp Snorra sló Noregskonungur eign sinni á Bessastaði og eru þeir fyrsta jörðin í konungseign á íslandi. Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu Gríms Thomsen, en faðir hans bjó bar áður. Grímur var fæddur á Bessastöðum 1820. Á Bessastöðum fæddist einnig skáldið Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal 1826. Þar var Bessastaðaskóli, arftaki Hólavallaskóla, frá 1805 og í um 40 ár. Þá var hann fluttur til Reykjavíkur aftur og nefndist þá Lærði skóli og síðar Menntaskólinn í Reykjavík. Bessastaðir voru gefnir íslenska ríkinu 1941, með því skilyrði að þar yrði setur ríkisstjóra og forseta. Gefandinn var Björgúlfur Ólafsson, læknir á Bessastöðum og síðar í Kópavogi. Hús þar eru í elstu röð húsa í landinu, reist á árunum 1761-66 sem amtmannssetur. Kirkja var reist þar á árunum 1777-1823. Þar var gert virki á 17. öld, Skansinn, til varnar sjóræningjum og óvinaherjum.“

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 18. árg. 2000, 4. tbl., bls. 1 og 3.

Dyljáarsel

Kjósin er á bak við Esjuna, en hvað vita þeir svo meira um þessa sveit, svona rétt við bæjarvegginn.
Kjos-22Jú, margir vita að heldur leiðinlegur kafli af Vesturlandsvegi, sunnan Hvalfjarðar, liggur um Kjósina, að þar fellur falleg, hvítfyssandi á til sjávar og heitir Laxá, að innan við hana stendur óvenju mynd arlegt býli, í brekku undir brattri hlíð og gengur almennt undir nafninu Háls (að réttu Neðri-Háls). Veiðimenn vita að Laxá ber nafn með rentu og að í sveitinni er einnig Bugða og Meðalfellsvatn. Hestamenm eiga margar uppáhalds reiðgötur í þessari sveit og göngumenn vita þar um fagrar leiðir til allra átta.
Líklegastur er þó sá hópurinn fjölmennastur, sem veit ekkert meira um Kjósina en það, sem sést út um bilrúðurnar af þjóðveginum. Við höfum ekki áttað okkur fyllilega á því ennþá, hve sá hópur er orðinn stór, sem horfir á landið út um Kjos-23rúðurnar á sínum eigin bíl, lætur hestafjöldann oft og einatt tæla sig langt yfir skammt og missir þannig af margri nærliggjandi matarholu. Fram að þessu hefur kunnugleiki minn af Kjósinni verið heldur takmarkaður og mér var farið að leiðast það. Því var það að ég fór í ökuferð um hana nú um daginn, með sæmilega kunnugum manni og nú ætla ég að reyna að segja frá því, sem fyrir augun bar, í stórum dráttum. Áttatákn hefi ég reynt að hafa í sem mestu samræmi við áttavitann en tel líklegt að heimamenn hafi ýmislegt við þær að athuga því að þeirra áttir (sama í hvaða sveit það er), vilja stundum stangast á við hann.
Norðan við Kiðafellsá tekur Kjósin við af Kjalarnesi en brúin á þeirri á er heldur viðsjálverður forngripur. Rétt neðan við hana beygir áin norður Kjos-24um fallega gróið dalverpi og er brattur sandhryggur sjávarmeginn (Ósmelur). Bærinn Kiðafell (landnámsjörð Svartkeis hins Katneska, sem síðar fluttist að Eyri), stendur á hjalla undir Eyrarfjalli (Kiðafelli), sem er klofið frá Esjunni af sveigmynduðum dal, eða skarði, er nefnist Miðdalur (Mýdalur eldra). Rétt norðan við brúna liggur hliðarvegur til hægri, inn þennan dal og hann ókum við. Dalsmynnið er raunar aðeins þröngt skarð en svo breikkar dalurinn töluvert og er fallega gróinn á kafla. Þar er bærinn Morastaðir til vinstri en Tindstaðir handan árinnar, undir Esjunni. Það eru fyrst og fremst norðurhlíðar Esjunnar, sem setja svip á þennan dal, brattar og víða hömrum girtar með hjarnfannir í brúnum. Hér urðu tölu verð landspjöll af völdum skriðu falls fyrir 2—3 árum. Rétt innan við Tindstaði er fjallshlíðin klofin af hrika gljúfri, sem á kortinu ber nafnið Kerlingargil. Fyrir innan þessa tröllageil er Tindstaðahnúkur og inn af honum mikilúðleg hamraskál, er nefnist Hrútadalur. Bærinn Miðdalur er næst á vinstri hönd, innaf honum verður dalurinn hrjóstugri og þrengist, unz hann mætir Eilífsdal. Þar, á dala mótunum, er töluvert undirlendi og bærinn Eilífsdalur. Þar eru tveir strýtumyndaðir ruðningshólar og nefnist sá vestari Orrustuhóll. Þar segir Kjalnesinga saga að kappinn Búi Andríðsson, sá er Esja fóstraði, hafi átt í mannskæðum bardaga við ofurefli liðs, en fór þó með sigur af hólmi. Hann fór svo Kjos-26til Noregs, hvar hann fékk mun hlýlegri móttökur hjá heimasæt unni í Dofrafjöllum.
Eilífsdalur gengur suður í Esjuna og er mjög tilkomumikill, girtur snarbröttum hamrahlíðum á þrjá vegu, sem gnæfa 5—600 m. yfir dalbotninn. Vestan dalsins er Þórnýjartindur, austan hans Skálatindur en Eilífstindur fyrir botni. Þar segir sagan að sé legstaður Eilífs, þess er gaf dalnum nafn. Frá Eilífsdal sveigir vegurinn norður sveitina, með bæina Bæ og Þúfu á vinstri hönd en Litlabæ og Blönduholt til vinstri, unz við komum á Vesturlandsveg hjá bænum Felli. Hann ókum við stuttan spöl til austurs að Kjósarskarðsvegi og hann til suðurs. Bráðlega varð áin Bugða á leið okkar og svo komum við að Meðalfellsvatni. Þar stendur bærinn Meðalfell við vatnið, sunnan undir vesturenda fellsins. Þetta er landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar og oft höfðingjasetur. Hún mun nú Medalfell-21hafa verið í ábúð sömu ættar hátt á aðra öld. Vegurinn liggur í brekkurótum austur með vatninu og er umhverfið vinalegt, enda eru þar margir sumarbústaðir (sumir til lítillar prýði, eins og víðar). Sunnan við vatnið eru 2 bæir, Efri-Flekkudalur og Grjóteyri, og þar liggur Flekkudalur til suðurs, frekar grunnur en með hamraþil fyrir botni.
Bærinn Eyjar er við Austurenda vatnsins og enn einn dalur til suðurs. Heitir hann Eyjadalur og er bærinn Sandur í mynni hans. Austan við þann dal er Möðruvallaháls og þar liggur vegurinn austur um breitt skarð, milli norðurenda hans og austurenda Meðalfells, en Sandfell er framundan, nakið og strýtumyndað. Svo sveigir vegurinn suður með Möðruvallahálsi og nokkuð sunnan við bæinn Möðruvelli opnast Svínadalur til Irafell-21suðurs en suður úr botni hans er Svínaskarð til Þverárdals. Vestan við skarðið lýsir á Móaskarðshnúka en austan þess er Skálafell, þar sem fjarskiptamöstur Landssímans báru við himin. Hér sveigir vegurinn austur yfir Svínadalsá (Möðruvallarétt til vinstri) og mætir austurálmu Kjósarvegs rétt sunnan við syðri brúna á Laxá. Áin fellur þarna í snotru gljúfri, (þar er Pokafoss) og norðan hennar er all víðlent skógakjarr í brekkunum suður af Sandfelli. Þar uppi í hlíðinni er Vindáshlíð, sumarbúððir KFUK. Hér fannst okkur álitlegur áningastaður, fundum fallega laut í kjarrinu neðan við veginn og herjuðum á nestið. Hér um lá hin forna þjóðleið frá Reykjavík til Hvalfjarðar. Hún lá inn Mosfellsdal og yfir lægðina innan við Mosfell. Svo inn Þverárdal, yfir SvínasKjos-27karð og norður Svínadal. Héðan lá hún svo upp brekkurnar austan við Sandfell, norður yfir hálsinn og niður Seljadal og Fossárdal til Hvalfjarðar. Mér telst til að þessi leið muni vera um 15 km. styttri en núverandi þjóðvegur, aftur á móti eru á henni tveir fjallvegir og annar nokkuð hár (Svínaskarð)! Þó hefi ég það fyrir satt að eitt sinn hafi verið uppi ráðagerðir hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli um að tengja hann við Hvalfjörð með hraðbraut og fara með hana þessa leið.
Eftir hvíldina ákváðum við að kanna dalinn til suðurs. Varð þá fyrst fyrir okkur bærinn Hækingsdalur í fallegu grónu dalverpi á vinstri hönd en til hægri bærinn írafell, sem stendur allhátt norðan undir samnefndu felli. Við þann bæ er kenndur einn magnaðasti draugur í þjóðsögum okkar, Írafells-Móri. Þetta var uppvakningur, sem átti að fylgja sömu ættinni í 9 liði og Kjos-28svo magnaður fyrst í stað að það varð að skammta honum mat og jafnvel rúm til að sofa í. Margar furðulegar sögur eru til um klæki hans og skráveifur en líklegast er hann farinn að letjast nú orðið, enda búinn að vera á róli frá því um aldamótin 1800. Inn af þessum bæjum þrengja fjöll in að á báðar hendur og svo endar vegurinn rétt norðan við innsta bæinn, Fremri-Háls. Ógreiðfær jeppavegur mun liggja þaðan áfram suður að bænum Fellsenda og þaðan svo akfært á Þingvallaveg á Mosfellsheiði. Þessa leið létum við eiga sig en fórum til baka að Laxárbrú og svo áfram norður. Kjósin er á þessu svæði óneitanlega heldur hrjóstrug og þröngt milli fjalla norður að bænum Vindási. En þar opnast fallegur, sveigmyndaður dalur, sem Reynivallaháls skýlir fyrir norðanáttinni. Dalbotninn er samfellt fróðurlendi, þar sem Laxá liðast fram í ótal bugðum.
Kjos-30Austan undir Miðfelli (máske ætti ég að segja norðan) eru bæirnir Þorláksstaðir og Hurðarbak en kirkjustaðurinn Reynivellir fyrsti bær undir hálsinum. Þar hafa setið margir merkir kennimenn, t.d. á þessari öld séra Halldór Jónsson, sem þjónaði þar í háltfa öld og var landskunnur á sinni tíð fyrir rit störf og tónsmíðar. Nokkru utar eru bæirnir Sogn og Valdastaðir, undir hálsinum, en Káranesbæir niðri á sléttlendinu, handan við ána. Dalbotninn er um 30 m. yfir sjó, marflatur og heldur blautlendur því að framan við hann er lágur klapparás. Þar hefur Laxá sorfið sér farveg og steypist svo í fossaföllum niður hjallann, út í Laxárvog. Myndarlegur heimavistar skóli stendur þarna í hjallanum við ána.
Við komum á þjóðveginn rétt norðan við brúna á Laxá og tókum stefnuna til Reykjavikur. Í dálitlum hvammi ofan vegar er félagsheimilið Félagsgarður en bærinn Laxanes niður við sjóinn. Nú höfðum við fyrir augum okkar þann hluta Kjósarinnar sem flestum er kunnur en vissum einnig af eigin raun hversu ófullkomna mynd hann gefur af sveitinni í heild. Norðan undir Eyrarfjalli eru bæirnir Eyri og Kjos-31Eyrarkot, sitt hvoru megin vegar og þar niður undan skagar Hvaleyri út í fjörðinn, marflöt og gróðurlítil. Mikið hefur verið rætt um bílferju þar yfir fjörðinn en litla trú hefi ég á því fyrirtæki. Það væri nær að fullgera veginn kring um fjörðinn, taka af honum beygjur og brekkur og stytta hann um leið með uppfyllingum þvert yfir grynningarnar við vogabotnana (Laxárvog, Brynjudalsvog, Botnsvog). Bærinn Útskálahamar stendur undir Eyrarf jalli nokkru utan og svo kom Kiðafell. Þar lauk ferð okkar um Kjósina, sem hafði staðið í 3 stundir og verið í senn ánægjuleg og fróðleg.
Á heimleiðinni datt okkur í hug að athuga veginn inn með Esjunni að sunnan. Hjá verzluninni Esju á Álfsnesmelum tókum við vegarslóð til vinstri austur melana og komum bráðlega að Leirvogsá, þar sem hún rennur í mjög sérkennilegu gljúfri. Vegurinn var torfærulaus inn að Grafará en þar beið okkar meiriháttar þröskuldur. Í miklum vatnavöxtum hefur áin grafið utan úr vesturbakkanum og þar endaði vegurinn í þverhnýptum, mannhæðarháum stalli. Við vorum á tveggja drifa bil og gátum því krækt fyrir þetta og slarkað austur yfir ána en ég tel útilokað að nokkur fólksbíll komist óskemmdur yfir þá vegleysu. Ef mikið er í ánni yrði það einnig ófært jeppum. Frá Grafará var mjög stirður vegur inn að Hrafnhólum en þaðan greiðfært austur yfir hálsinn á Þingvallaveg hjá Seljabrekku. Þeir, sem ætla inn að Tröllafossi verða því að aka þá leið.“

Heimild:
-Morgunblaðið, Gils Guðmundsson, Ferðaspjall, 2. ágúst 1967, bls. 15.Kjos-21

Eyjarétt

Ætlunin var að staðsetja tvær fyrrum lögréttir Kjósverja með sögulegu ívafi. Um var að ræða grjóthlaðnar réttir.

Stykkisvellir

Landnámabók segir um landnám í Kjósinni: „Ingólfur nam land milli Ölvisár og Hvalfjarðar, fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár og öll nes út“. Orðin “fyrir utan Brynjudalsá” benda að vísu ekki til, að allur Brynjudalur hafi tilheyrt landnámi Ingólfs, en þó er Þorsteinn Sölmundarson, er nam Brynjudal allan, talinn nema í landnámi Ingólfs. Bústaður þeirra feðga, Þorsteins og Refs gamla, sonar hans er talinn í Múla, sem er norðan árinnar. Má því ætla að norðurtakmörk Ingólfslandnámsins hafi verið hin sömu, sem voru sýslutakmörk um aldir. (Með nýlegri lagabreytingu eru stjórnsýslumdæmi sýslumanna miðuð við sveitarfélagamörk og sveitarfélög voru samsett af landi þeirri jarða, sem í sveitarfélaginu voru. Við þetta breyttust sýslumörk á þessum stað, þar sem land Stóra Botns var áður bæði í Borgarfjarðarsýslu og Kjós, en eru nú einungis í stjórnsýsluumdæmi sýslumanns í Borgarnesi).

Heimildir um landnám – og réttir.
Svartkell hinn katneski nam land fyrir innan Mýdalsá (Miðdalsá), milli hennar og Eilífsdalsár, sem gengur nú undir nöfnunum Dælisá og Bugða og fellur í Laxá nokkurn spöl frá sjó. Svartkell bjó fyrst á Kiðjafelli, en síðan á Eyri.
EyjaréttValþjófur Örlygsson hins gamla á Esjubergi nam Kjós alla segir Landnáma, og bjó að Meðalfelli. Eftir því sem skýrt er frá takmörkum nágrannalandnámsmanna má sjá að Valþjófur hefur numið landið á milli Eilífsdalsár og Laxár allt upp til fjalla.
Hvamm Þórir nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Mörkin að landnámi Þóris eru greinileg.
Þorsteinn Sölmundarson nam land frá Fossá að Botnsá, Brynjudal allan. Nokkuð af landnámi hans það sem milli er Brynjudalsár og Botnsár, liggur utan landnáms Ingólfs. Þess er ekki getið í Landnámu hvar Þorsteinn hafi búið, en í Harðar sögu segir, að Refur hinn gamli sonur hans, hafi búið á Stykkisvelli í Brynjudal, en Þorbjörg katla móðir Refs hafi búið í Hrísum. Bæði þessi bæjarnöfn eru nú löngu týnd, en Hrísar munu vera sami bær, sem nú nefnist Hrísakot.

Afréttarmál og ítök:
FossárréttÍ lýsingu Reynivallarsóknar 1840 eftir séra Sigurð Sigurðssona er fjallað um afréttarmál í sókninni. Segir þar að eftirfarandi svæði séu notuð fyrir geldfé á sumrum: Múlafjallið, dalnotnar í Botnsdal og Brynjudal, Kjölfjallið með tilheyrandi dölum og dældum. Seljadalur og landið fyrir framan Hækingsdal og í kringum Stíflisdal.
Í lýsingu Björns Bjarnarsonar (1937) á Kjósarsýslu segir að afréttarland eigi sveitin ekki, en landrýmisjarðir séu nokkrar og aflögufærar um sumarhaga, mest Ingunnarstaðir. Þá segir að sauðfjárréttir í Kjós séu tvennar, Fossárrétt fyrir norðursveitina og Eyjaréttir fyrir sveitina sunnan Laxár.

Fossárrétt

Í bókinni “Göngur og réttir” II eftir Braga Sigurjónsson er fjallað um afréttarmál í Kjós. Segir þar eftirfarandi: “Göngur og réttir í Kjósarhreppi munu hafa verið með líku móti svo öldum skiptir, svo sem þær voru á fyrstu tugum þessarar aldar (tuttugasta öldin) og hér verður lýst í stórum dráttum.”
Þá er lýst fjallahring Kjósar, sem er Esjan að Svínaskarði, þá Skálafell og Sauðafell að Kjósarskarði, þá Brattfell og Kjölur að Leggjabrjót, þá Botnssúlur að Hvalskarði og Múlafjall að Botnsá. Bragi segir að sauðfé hafi fyrrum verið haldið meir til fjalla en þegar hann ritar bók sína, þar sem lítið var um girðingar um tún og engjar. Leitardagur var eftir fjallskilareglugerð ákveðinn í 22. viku sumars og varð að nota hann, hvernig sem viðraði. Sveitarstjórn gaf út fjallskilaboð, sem gekk boðleið um sveitina. Þetta var mikið skjal því leitarsvæðin voru mörg og hver einasti bóndi sveitarinnar um 50 talsins, þurftu að gera fjallskil. Leitarstjórar voru skipaðir á hvert leitarsvæði.
Laxá skipti sveitinni í tvo hluta. Sunnan Laxár voru leitarsvæðin Eyrarfjall, Meðalfell og dalir Esjunnar ásamt umhverfi; Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur og Svínadalur og Fremrahálsland að sýslumörkum Árnessýslu, en þau eru um hæstu toppa Sauðafells og Brattafells.
Norðan Laxár voru tvö samfelld leitarsvæði. Var annað FossárréttBrynjudalsfjalllendi frá Þverá austan Þrándarstaða að Botnsá, þ.e. norðurhluti Kjalar, Botnssúlur, Hvalfell og Múlafjall og Brynjudalur allur. Þá var stór hluti af landi Stóra Botns á þessu leitarsvæði, þ.e. allt land þeirrar jarðar sunnan Botnsár.
Hitt leitarsvæðið norðan Laxár var frá sýslumörkum við Árnessýslu í Kjósarskarði milli Sauðafells og Brattafells, Hækingsdals-, Þrándarstaða-, og Fossárlönd og allur Reynivallaháls. Nú á dögum eru göngur og réttir ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem áður var. Hver bóndi smalar sitt umráðaland og kemur úrgangi til lögréttar, en hún er í Möðruvallalandi og heitir Kjósarrétt.
Með bréfi sýslumanns þann 18. júlí 1977 var þeim Tryggva Einarssyni bónda í Miðdal, Mosfellshreppi og Oddi Andréssyni, Neðra Hálsi, Kjósarhreppi falið af sýslunefnd Kjósarsýslu að gera afréttarskrá fyrir sýsluna með tilvísun til 6. gr. laga 42/1969. Í svarbréfi þeirra til sýslumanns kemur þetta fram: “Við nána athugun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að afréttur hafi ekki verið til í Kjósarsýslu samkvæmt skilingi okkar á merkingu þess orðs, þar sem öll lönd innan sýslunnar“.

FossárréttFossárréttin er auðfundin við Fossá skammt fyrir ofan (ca. 250 m) þar frá sem þjóðvegurinn um Hvalfjörð liggur nú. Hún er hlaðinn og stendur vel, notuð fram undir 1960. Vel má greina dilka og almenning í réttinni. Nú er búið að planta furutrjám í réttina og umhverfis hana. Yngri hlaðin rétt er neðar, undir Fossinum rétt ofanvið þjóðveginn.
Eyjaréttin er torræðari. En með aðstoð Páls Ingólfssonar á Eyjum I var hægt að ganga að henni vísri. Páll sagðist oft hafa leikið sér í réttinni á unga aldri og hann myndi vel eftir henni. Þetta hafi verið hlaðin rétt, en þegar Jóhannes, kennur við Bónus, hefði byggt sér sumarbústað við vestanverða réttina, norðan Meðalfellsvatns, hafi mest af grjótinu verið tekið úr réttinni og sett undir bústaðinn. Í dag (árið 2008 er FERLIR fór í vettvangsferð á staðinn) má þó enn sjá leifar réttarinnar og lögun hennar í túni innan girðingar er umlykur sumarbústaðinn. Leitt er til þess að vita að þarna hafi fornt mannvirki farið forgörðum fyrir lítið án þess að nokkur hafi gert athugasemd við það á þeim tíma. Varla er þó ástæða til að forviðrast því slíkt virðist vera að gerast víða um land enn þann dag í dag. Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar að Kiðafelli var þjóðvegurinn lagður yfir efri hlutann á réttinni árið 1953.
Kjósarréttin fyrrnefnda er nýleg, steinsteypt rétt nálægt Möðruvöllum, en þarfnast viðhalds.
Fossárrétt