Reynivellir

Stefnt var að því að reyna að rekja svonefndan Borgarstíg upp úr Borgardal austan (sunnan) Reynivalla í Kjós. Reynivallaháls heitir hæðarraninn þar fyrir ofan. Tvær aðrar götur liggja upp á Hálsinn beggja vegna, annars vegar Kirkjustígur frá Reynivöllum að Fossá í Hvalfirði og hins vegar Gíslagata frá Gíslastöðum, næstu jörð innan við Reynivelli, yfir í Seljadal þar sem hún kemur inn á Svínaskarðsveg er liggur þar vestan dalsins milli Fossár og Sandfells (Vindáshlíðar).
Reynivellir - ornefniReynivellir er jörð í Kjósarhreppi, næst norðan við Vindás, kirkjustaður um margar aldir. Upplýsingar hér að neðan eru úr örnefnalýsingu frá sr. Halldóri í tvennu eða þrennu lagi. Einnig eru viðtöl við ýmsa og þá mest frá Sigurjóni í Sogni.
Í nefndri örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Reynivöllum í Kjós má finna framangreint örnefni; “Borgarstígur”. FERLIR hefur áður farið fetið um Kirkjustíg, Gíslagötu og einnig um Selstíg skammt austar (sunnar) upp á Hálsinn, en á milli fyrrnefndu leiðanna á Borgarstígur að liggja sbr.: “Sunnan eða austan við Þinghúsgil taka við nafnlausar brekkur að næsta gili, sem heitir Stekkjargil. Þar austur af heita Miðmorgunsbrekkur, og niður af þeim er Gerðistún, þar sem nú eru fjárhúsin. Þar fyrir vestan og neðan er túnið nefnt Nýrækt. Austan við Stekkjargil eru í brekkunni Stekkjarklettar. Næsta gil hér austur af heitir Kaplagil, og Kaplagilsmýri er þar á brún fyrir ofan. Deplhálsar eru hæðir neðst í brekkunum. Þar vestur af er dalur, sem heitir Borgardalur, og austur við þann dal er klapparholt, sem heitir Gíslholt. Það holt er alveg á merkjum. Upp af holtinu er Gíslagata, og Gíslalækjardrög eru þar uppi á hálsi ofan við brúnir. Þaðan kemur Gíslalækurinn, sem er á merkjum.
BorgardalsgilÞá er bezt að halda aftur vestur brúnirnar. Niður í Borgardalinn kemur stórt gil, sem heitir Borgardalsgil, og vestan við það liggur Borgarstígur upp á fjallið.”
Staðarhaldari á kirkjustaðnum Reynivöllum, séra Gunnar Kristjánsson, tók fagnandi á móti FERLIRsfélögum. Benti hann austur með Reynivallahálsi, áleiðis að skógræktinni á Gíslastöðum. Þar í hlíðinni er, að því er virtist, gróinn hóll. Þetta er fjárborg, sem fyrrnefndur stígur dregur nafn sitt af; Borgarstígur. Gunnar sagðist hafa gengið upp með gilinu tvisvar eða þrisvar, en ekki orðið var við eiginlegan stíg eða götu. Þarna væri nokkuð bratt, en þó auðveldlega hægt að komast upp gilið og síðan upp með því að -verðu.
borgardalsgilsvardaÁður en gengið var af stað þótti ástæða til að rifja upp sögu Reynivallakirkju í stuttu máli: “
Séra Gísli Jóhannesson lét reisa kirkjuna 1859 en yfirsmiður var Bjarni Jónsson frá Brúarhrauni. Fyrr á öldum voru Reynivellir kirkjustaður í þjóðbraut þegar helsta hafskipahöfn landsins var Maríuhöfn í Hvalfirði og um hlaðið lá leiðin til Þingvalla og Skálholts.
Kirkjan var reist í svonefndri Kirkjubrekku, skammt austan við kirkjugarðinn. Áður hafði kirkjan staðið vestar í landareigninni, væntanlega í sjálfum kirkjugarðinum. Reynivellir eru ævaforn kirkjustaður, kirkjunnar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.
MidmorgunsvardaÁ Reynivöllum var Maríukirkja í kaþólskum sið. Kirkjan sem nú er á staðnum er byggð í hefðbundnum stíl timburkirkna um miðja nítjándu öld. Henni hefur að vísu verið breytt dálítið. Skömmu fyrir 1930 var prédikunarstóllinn, sem upphaflega var fyrir ofan altari, færður að suðurvegg. Þá voru pílárar í skilrúmi milli kórs og framkirkju fjarlægðir og lágur veggur settur í staðinn. Fyrir hundrað ára afmælið 1959 var hún lengd um rúma þrjá metra, gerð geymsla norðan við kórinn en skrúðhús að sunnanverðu, settir nýir bekkir o.fl.
Einar Jónsson frá Brúarhrauni (1818-Reynivallakirkja-31891) smíðaði Reynivallakirkju, hann byggði einnig Útskálakirkju. Hann var sagður “fæddur snillingssmiður” og einn helsti forsmiður í Reykjavík á sinni tíð. Miklar viðgerðir á kirkjunni hófust sumarið 1997 með því að sökkull var endurhlaðinn og styrktur og leiddur var rafmagnskapall inn í kirkjuna.
Sumarið 1999 var kirkjan klædd að utan, gert var við forkirkju, nýtt timburgólf var sett í kirkjuna í sömu hæð og það var upphaflega, það kallaði á hækkun dyra og dyraumbúnaðar og jafnframt smíði nýrra hurða, innri og ytri, þá voru bekkir einnig smíðaðir að nýju í stíl eldri kirkjubekkja. Kirkjan var máluð að innan með línoleummálningu. Við val á litum var tekið mið af þeim litum sem í ljós komu þegar farið var að skrapa gömlu málninguna af.
Prestar sem þjónað hafa Reynivallakirkju frá 1859 eru: séra Gísli Jóhannesson (1852-1866), séra Björn Jónsson (1866-1867), séra Þorvaldur Bjarnarson (1867-1877), séra Þorkell Bjarnason (1877-1900), séra Halldór Jónsson. (1900-1950), séra Kristján Bjarnason (1950-1975 ), séra Einar Sigurbjörnsson dr. theol. (1975-1978) og séra Gunnar Kristjánsson dr. theol. (frá 1978).”

Borgin - Reynivollum -2

Áður hefur Kirkjustíg og Gíslagötu verið lýst hér á vefsíðunni, sem og Selstígnum skammt sunnar.
Gengið var að borginni í Borgardal undir Borgardalsgili, yst á austurmörkum (suður-) Reynivalla. Þar eru greinilegar grasigrónar tóftir aflangrar þyrpingar; efst (næst fjallshlíðinni) virðist hafa verið hús (norður/suður), neðan hennar aflangt hús (vestur/austur), sennilega beitarhús, og neðast hringlaga fjárborg. Mannvirki þessi virðast hafa við hlaðin úr grjóti í gamalli skriðu úr hlíðinni. Þau eru annað hvort mjög gamlar eða misgömul og gæti það verið skýringin á að minjarnar hafa með tímanum myndað þennan gróna aflanga hól.

prestsvarda á prestas

Skammt vestar eru fyrrnefndir Stekkjarklettar og vestan þeirra stekkurinn, ferhyrndur og hlaðinn úr grjóti.
Og þá aftur að Borgarstíg. Áður en byrjað var að leita að stígnum var hús tekið á séra Gunnari og frú, sem tóku ljúfmannlega á móti FERIRsfélögum með kaffi og meðlæti. Eftir að hafa lagst yfir loftmynd af svæðinu var stefnan tekin á “Borgina” í Borgardal. Hlaupið var yfir framangreinda málsgrein og strikið tekið upp í hlíðina vestan Borgardalsgils. Leitað var að mögulegum stíg í bergstallaðri hlíðinni, en án árangurs. Neðst er hún gróin, en eftir því sem ofar dregur er bergið bert á köflum og brattar smámalar- og sand(deiguls)skriður gera göngufólki erfitt um örugga fótfestu. Það ætti því enginn að gera það að gamni sínu að fara þarna upp án sérstaks tilefnis.

Teitsvordur

Á leiðinni upp kom jafnvel í hugann ljóð Tómasar Guðmundssonar, Urð og grjót. Gangan upp reyndi vissulega á, en til baka varð varla komist án harmkvæla.
Ef Borgarstígur hefur legið þarna upp fyrrum þá hefur hann nú afmáðst með öllu. Reyndar er það mjög líklegt því sambærilegur kafli á Gíslastíg, þar sem sanddeigull hefur legið utan á klöpp, hefur nú þurrkast út á kafla. Mögulegt væri að endurvekja stíginn þarna í hlíðinni með nokkurri fyrirhöfn, en sú framkvæmd myndi varla endast um langa tíð. Stallar í hlíðinni geta gefið tilefni til götu fyrrum, auk þess sem kindaspor lágu upp hana. Ofan gilsins eru vel grasi grónar flatir og skjólgóðir bakkar svo ætla megi að Borgarstígur hafi fyrst og fremst verið beitargata í tengslum við fjárborgina neðra og önnur fjármannvirki henni tengdri.

Thrivordur

Varðan efst á vesturbrún gilsins bendir a.m.k. til þess að þar hafi stígur legið fyrrum. Hún virðist hafa verið til annarra nota en t.a.m. Kirkjustígur og Gíslagata. Skýringin á hvarfi götunnar gæti einfaldlega verið sú að borgin og nærliggjandi mannvirki hafi lagst af fyrir löngu síðan og viðhaldi hennar því verið sjálfhætt. Söguleg notkun hinna gatnanna tveggja fram á 20. öld gæti hins vegar skýrt skýrleika þeirra enn þann dag í dag, auk þess sem þær hafa jafnan verið notaðar sem reiðleiðir milli undirhálsa. Um Borgarstíg hafa menn ekki farið með hesta.
Þegar upp var komið var gengið inn með sunnanverðum Hálsinum, að hálffallinni vörðu austan Kaplagils; Miðmorgunsvörðu. Hana mætti að ósekju endurhlaða við fyrsta tækifæri.
ThrivordurÞá var ferðin notuð til að skoða mögulega götur um Reynivallaháls með viðkomu á Prestási og Langási.
Á Prestási eru leifar af þremur vörðum. Á fyrri ferð FERLIRs um Kirkjustíginn náðist einungis að skoða eina þeirra (þá er myndin er af á tilvísaðri vefsíðu) en skammt sunnar á ásnum er hins vegar fallin fyrrum myndarleg varða og önnur heilleg skammt suðaustar. Líklegast má telja (þegar horft er yfir ásinn) að fyrrnefnda varðan geti hafa verið nafngreind “Prestsvarða”. Þangað gæti prestur annað hvort hafa gengið til að taka á móti sóknarbörnum sínum úr Hvalfjörðunum og eða fylgt þeim þangað á leið eftir messu.
Teitsvörður eru augljósar við Kirkjustíg á Langamel efst á miðjum hálsi, en örugg staðsetning Þrívarðanna er aftur á móti meiri erfiðleikum háð. Þó má ætla að tvær áberandi vörður nyrst á Langási og önnur, nú gróin, á honum miðjum, kunni að hafa leikið hlutverk þeirra fyrrum. A.m.k. er þessarra augsýnulegra minja á hálsinum hvergi getið að öðru leyti í örnefnalýsingum af svæðinu.

Hvalfell

Þegar gengið var niður af Hálsinum um Gíslagötu kom í ljós að hún er í raun þrjár götur þegar upp úr gilinu ofan við bæinn er komið; hin eiginlega Gíslagata yfir í Seljadal, selstígur í Sognaselið norðanvert við Sandfellstjörn, og loks leið svo til beina leið yfir hálsinn að Fossá þar sem gatan kemur inn á Kirkjustíginn neðan og norðaustan undir Þrívörðum.
Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Ari Gíslason, örnefnalýsing fyrir Reynivelli.
-séra Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum.
-www.kirkjukort.net

Reynivellir

Reynivellir í byrjun 20. aldar.